Þjónustubók Honda - Ábyrgð & Viðhald

Page 1

Þjónustubók

ÁBYRGÐ & VIÐHALD

5 ÁR 150.000 Km

Skrásetning bifreiðarinnar / Ábyrgðarskírteini

Límið hér!
ASKJA 05.24

Kæri viðskiptavinur

Í þessari þjónustuhandbók er að finna allar þær upplýsingar um ábyrgð

Honda sem þú þarft á að halda. Ennfremur er fjallað um hvenær þú þarft að færa Honda bifreiðina þína til reglubundins þjónustueftirlits til þess að viðhalda gæðum hennar og ábyrgð. Þjónustueftirlit þarf að fara fram samkvæmt fyrirmælum framleiðanda og mælir hann með að eingöngu upprunalegir varahlutir frá Honda séu notaðir í allt viðhald og viðgerðir. Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.honda.is/um-honda/5-ara-abyrgd

Ábyrgðin nær til Honda bifreiðarinnar þinnar að því gefnu að hún hafi upphaflega verið keypt af viðurkenndum þjónustuaðila Honda og skráð á Íslandi. Ekki er víst að ábyrgð framleiðanda sé í gildi hafi Honda bifreiðin þín ekki verið keypt innan opinbers dreifingarkerfis Honda á evrópska efnahagssvæðinu, EES. Við gætum þurft að fá staðfestingu á kaupunum innan dreifingarkerfisins áður en við getum staðið við ábyrgðina. Bifreiðar sem eru framleiddar fyrir markaði utan EES eru ekki í ábyrgð framleiðanda í landi innan EES. Bifreiðar keyptar af öðrum en Bílaumboðinu Öskju njóta 3 ára / 36 mánaðar eða 100.000 km, hvort sem fyrr kemur verksmiðjuábyrgð Honda að uppfylltum skilyrðum Honda.

2
3 ASKJA 05.24 Kveðja frá Honda...................................................................................... 4 Það sem ábyrgðin nær til ...................................................................... 5 Takmörkuð ábyrgð nýs ökutækis...................................................... 6 Takmörkuð ábyrgð gagnvart gegnumtæringu ............................ 11 Takmörkuð ábyrgð á varahlutum ....................................................13 Skýrslur um reglubundið viðhald ......................................................15 Skýrslur um eftirlit með gegnumtæringu .......................................21 Leiðsögn fyrir viðskiptavini................................................................. 24 Persónuvernd ......................................................................................... 25 Efnisyfirlit

Kveðja frá Honda

Fyrir hönd Honda þökkum við það traust sem þú hefur sýnt

þeirra framleiðslu með því að festa kaup á þessari bifreið.

Hún er framleidd eftir ströngustu kröfum um vandaðan

frágang og efnisval og er í afar háum gæðaflokki eins og öll

önnur framleiðsla þessara verksmiðja.

Nú er mikilvægt að halda bifreiðinni sem lengst í góðu

ástandi og þess vegna hefur framleiðandinn sett fram fyrirmæli um kerfisbundið þjónustueftirlit sem útskýrt er

í þessari þjónustuhandbók. Áríðandi er að farið sé eftir

þeim fyrirmælum og ábendingum sem þar eru gefin og að

þjónustan sé framkvæmd af aðilum sem ráða yfir tæknilegum upplýsingum, sérverkfærum, sérþjálfuðum bifvélavirkjum til að sinna þessari þjónustu og Honda bilanagreini sem tryggir að nauðsynlegar hugbúnaðaruppfærslur séu framkvæmdar.

Við hvetjum þig eindregið til að nýta þér þessa þjónustu. Það

eykur öryggi þitt á ferðalögum og verðmæti bifreiðarinnar þegar hún eldist.

Með ábyrgðaryfirlýsingu þessari er verið að tryggja betri rétt kaupanda. Askja ber sem seljandi bifreiðarinnar ábyrgð á þeim framleiðslugöllum sem kunna að vera á henni við afhendingu í samræmi við ákvæði laga um lausafjárkaup og eftir atvikum laga um neytendakaup. Til að tryggja enn betur hagsmuni viðskiptavina sinna lýsir Askja, fyrir hönd Honda, því yfir að tilteknir hlutar bifreiðarinnar séu í lagi og haldi fullri

virkni í allt að fimm ár eða 150.000 km, hvort sem fyrr kemur. Ábyrgðaryfirlýsing þessi er háð ákveðnum skilyrðum, s.s. nýjar bifreiðar seldar af Öskju, að reglubundnu þjónustueftirliti sé sinnt samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Nánari útlistun

á skilyrðunum er að finna í þessari þjónustuhandbók.

Fyrir hönd Honda Starfsfólk Öskju

4 Kveðja

Yfirlit yfir það sem ábyrgðin nær til

Í yfirlitstöflunni má sjá það sem ábyrgðin nær til og skilmála eftir mánaðafjölda og eknum kílómetrum.

Vinsamlega skoðið nánari upplýsingar í viðkomandi hlutum þjónustuhandbókarinnar um ólíka þætti ábyrgðarinnar.

ÁBYRGÐARSKILMÁLAR

(hvort sem fyrr kemur)

Mánuðir frá fyrstu skráningu Eknir kílómetrar frá fyrstu skráningu

Grunnábyrgð

Gegnumtæring

akstri Undirvagns gegnumtæring*

Hljómtæki og leiðsögukerfi

og aukahlutir

akstri

akstri

akstri * sjá nánar á bls. 13

Athugið

Honda bifreiðar sem ekki eru keyptar hjá viðurkenndum söluaðila Honda njóta takmarkaðrar ábyrgðar.

5 ASKJA 05.24
1-60 Allt að 150.000 km
1-36 Allt að 100.000 km Hybrid
EV
1-60 Allt að 150.000 km EV/HEV/PHEV
1-96 Allt
160.000
Grunnrafgeymir (12V)
&
íhlutir
rafhlaða
km
1-144
1-120 Óháð
1-36 Óháð
Óháð
Lakk
1-36 Allt að 100.000
1-24 Óháð
km Varahlutir*
Ábyrgðin nær til

Ábyrgðin nær til

Honda ábyrgist nýja Honda ökutækið þitt gagnvart efnisog framleiðslugöllum samkvæmt skilmálum og skilyrðum.

Viðurkenndur þjónustuaðili Honda framkvæmir nauðsynlegar viðgerðir, notast við nýja eða endurframleidda varahluti til að

laga vandamál sem falla undir þessa takmörkuðu ábyrgð þér að endurgjaldslausu.

Ábyrgðartíminn

Takmarkaðri ábyrgð nýrra ökutækja er skipt niður í mismunandi tímabil. Það gildir um allar ábyrgðir sem greint er frá í þjónustuhandbókinni (aðrar en ábyrgð á varahlutum eða aukahlutum sem settir eru í bílinn eftir fyrsta skráningardag)

að ábyrgðartímabilið hefst á skráningardegi sem merkir þann

dag sem bíllinn fer í fyrsta sinn í notkun nýs eiganda. Þegar bíllinn er seldur er það sem eftir stendur af ábyrgðartíma að fullu yfirfæranlegt til síðari eigenda bílsins.

Ábyrgðin tekur til

Grunnábyrgð tekur til

Allir íhlutir nýja Honda ökutækis þíns, þ.m.t. rafbílar (EV) eða tvinnbílar (HEV/PHEV), (að undanskildu því sem fellur utan ábyrgðar eða er í takmarkaðri ábyrgð), eru í ábyrgð í 60 mánuði eða 150.000 kílómetra, miðað við það sem fyrr kemur, frá skráningardegi.

 Rafbílar (EV)

Rafmótor, háspennu rafhlaða, rafstýrð aflstýrieining, hleðslustýring.

 Hybrid bílar (HEV/PHEV)

Háspennu rafhlaða, stýrieining fyrir tvinnaflrás, rafmótor, hleðslustýring (eingöngu PHEV).

Undantekningar

Ábyrgðartími neðangreindra atriða er annar en grunnábyrgðarinnar.

 Rafgeymir (12V)

Hefðbundinn rafgeymir nýtur fullri ábyrgð í 36 mánuði eða 100.000 km frá skráningardegi, hvort sem fyrr kemur.

 Ábyrgð á orkurýmd háspennurafhlöðu fyrir rafbíla (EV)

Ábyrgð á orkurýmd háspennurafhlöðu fyrir rafbíl er 96 mánuðir eða 160.000 kílómetrar frá fyrsta skráningardegi (hvort sem fyrr kemur). Ábyrgðin felur í sér vernd fyrir tapi á orkurýmd niður undir 70% af upphaflegri orkurýmd EV rafhlöðunnar. Ábyrgðin nær til nauðsynlegra lagfæringa svo orkurýmd rafhlöðunnar verði á ný 70% af upphaflegri orkurýmd. Reynist það unnt verða íhlutir EV rafhlöðunnar

6 Ábyrgðin nær til

lagfærðir eða þeim skipt út fyrir aðra eða upprunalega EV

rafhlöðunni skipt út fyrir nýjan eða endurframleidda EV rafhlöðu. Ábyrgðarviðgerð eða útskipti á EV rafhlöðu tryggir ekki að ástand hans verði sem „nýtt”, þ.e.a.s. að orkurýmdin verði 100% eins og í þeim upprunalega. Hún tryggir engu að síður að rafhlaða ökutækisins hafi að minnsta kosti 70% af upphaflegri orkurýmd. Ábyrgð á orkurýmd EV rafhlöðu

tekur mið af þeim undantekningum sem taldar eru upp undir kaflanum „Það sem ábyrgðin nær ekki til”.

 Ábyrgð á orkurýmd háspennurafhlöðu fyrir hybrid/ plug-in hybrid bíla (HEV/PHEV)

Ábyrgð gagnvart tapi á orkurýmd byggist á upplýsingum frá innbyggðum bilanagreini (DTC–Diagnostic trouble code).

Ábyrgð á orkurýmd HEV/PHEV rafhlaðna tekur mið af undantekningum sem taldar eru upp undir kaflanum „Það sem ábyrgðin nær ekki yfir.” á bls. 8.

 Hljómtæki og leiðsögukerfi

Upprunaleg hljómtæki og allir hlutir tengdir þeim (þar með talið dvd-kerfi) eru í ábyrgð í 36 mánuði frá skráningardegi eða 100.000 kílómetra, hvort sem fyrr kemur.

 Hleðsla kælimiðils fyrir loftfrískunarkerfi

Ábyrgð gagnvart magni kælimiðils fyrir loftfrískunarkerfi

nær til fyrstu 24 mánaðanna frá fyrsta skráningardegi

óháð akstri. Að 24 mánuðum liðnum gildir ábyrgð

gagnvart magni kælimiðils eingöngu þegar endurnýjun af hluti af ábyrgðarviðgerð.

Takmörkuð ábyrgðarskuldbinding

Samkvæmt ábyrgðarskilmálunum ber Honda eingöngu

ábyrgð á viðgerðum eða nýjum, upprunalegum varahlutum frá viðurkenndum þjónustuaðila Honda, ef um efnisgalla eða galla í samsetningu er að ræða. Honda er ekki ábyrgt vegna kostnaðar sem kann að hljótast af því að koma bifreið til þjónustuaðila, kostnaðar vegna bílaleigubifreiðar, gistikostnað, ferðakostnað, tekjutap eða kostnaðar sem hlýst af því að vera án bifreiðar meðan á ábyrgðarviðgerð stendur.

7 ASKJA 05.24 Ábyrgðin nær til

Það sem ábyrgðin nær ekki yfir

Tjón vegna þátta sem eru ekki á valdi framleiðanda

Dæmi um þessa þætti, en takmarkast þó ekki eingöngu við þá, eru:

• Röng notkun á ökutækinu eins og akstur yfir vegkanta, ofhleðsla, hraðakstur, langvarandi lausagang og ítrekuðum stuttum akstri o.fl.

(Réttri notkun er lýst í eigandahandbókinni).

• Óhöpp eins og árekstur, eldsvoði, þjófnaður, uppþot o.fl.

• Breyting, lagfæring eða að átt hefur verið við ökutækið að öðru leyti.

• Tjón eða ryð á yfirborði vegna umhverfisþátta.

Dæmi um þetta eru súrt regn, öskufall, kísill, ofanfall (eiturefni, trjákvoða, fugladrit o.fl.), salt, slæmir vegir, haglél, stormur, eldingar, flóð og önnur náttúrufyrirbrigði.

• Útlitsástand eða tæring á yfirborði bifreiðar, þar með talið ljós, plast, gler og felgur vegna utanaðkomandi ákomu td. steinkast eða notkun ætandi efna.

• Skemmdir og bilanir sem má rekja til fyrri viðgerða út frá tjóni.

• Bifreiðar með skráða tjónasögu njóta takmarkaðrar ábyrgðar

Tjón af völdum ófullnægjandi viðhalds eða vegna notkunar á röngu eldsneyti, olíu, smurolíum eða öðrum smurefnum og vökvum

• Réttu viðhaldi eins og því er lýst í eigandahandbók þinni er ábótavant.

• Rangt viðhald eða notkun annars eldsneytis, olíu eða smurolíu en mælt er með í eigandahandbókinni.

Eðlilegt slit

• Dæmi um eðlilegt slit eru rifur eða rýrnun. Eins og upplitun, fölnun eða aflögun.

• Yfirborðsryð á öllum hlutum nema málmplötum á yfirbyggingu bifreiðarinnar.

• Hægfara eðlilegt slit á vélaríhlutum í hlutfalli við kílómetrastöðu

• Ábyrgð gagnvart skrölti og öðrum hávaða í innréttingu og yfirbyggingu er takmörkuð.

8 Takmörkuð ábyrgð nýs ökutækis

Eðlilegt viðhald

• Dæmi um eðlilegt viðhald, sem lýst er sem „Reglubundinni viðhaldsþjónustu” í þessari handbók og „Viðhaldi” í eigandahandbókinni, er: Þjónustu og bifreiðaskoðun, þrif og bón, minniháttar stillingar, smurþjónusta, skipti á olíu/ vökvum, skipti á síum, áfylling frostlagar, hjólastilling og jafnvægisstilling, nema það sé hluti af ábyrgðarviðgerð.

Breyttur kílómetrateljari

• Ábyrgðin nær ekki til viðgerða á Honda bifreiðum með kílómetrateljara sem hefur verið breytt eða sem er í því ástandi að ekki er mögulegt að lesa af honum kílómetrastöðuna. Ef skipta þarf um hraðamæli verður viðurkenndur þjónustuaðili Honda fyrst að fylla út skýrslu um endurnýjum kílómetrateljara sem er að finna á bls. 20

Kostnaðarútlát og tjón

• Ábyrgðin nær ekki til hvers konar fjárhagslegs kostnaðar sem kann að hljótast af því að koma bifreið til þjónustuaðila, kostnaðar vegna bílaleigubifreiðar, gistikostnað, ferðakostnað, tekjutap eða kostnaðar sem hlýst af því að vera án bifreiðar meðan á ábyrgðarviðgerð stendur.

Breytingar á framleiðslu

• Honda og viðurkenndur þjónustuaðili Honda geta hvenær sem er gert breytingar á bifreiðum sem eru framleiddar og/eða seldar án þess að þurfa að gera sambærilegar breytingar á þeim ökutækjum sem við höfum áður framleitt og/eða selt.

Dráttur á tilkynningu

• Komi fram meintur framleiðslugalli á bifreiðinni ber eiganda hennar að tilkynna Öskju eða viðurkenndum þjónustuaðila það án tafar og framvísa þjónustubók.

• Dráttur á að tilkynna meintan galla getur valdið ógildingu ábyrgðar.

9 ASKJA 05.24
Takmörkuð ábyrgð nýs ökutækis

Ábyrgð þín

Viðhald

Þú ert ábyrgur fyrir því að nota Honda ökutækið þitt á réttan hátt og viðhalda því í samræmi við leiðbeiningarnar

í eigandahandbókinni. Ef ökutækið þitt er notað við erfiðar akstursaðstæður ættirðu að fylgja leiðbeiningum um viðhald vegna erfiðra akstursaðstæðna í eigandahandbókinni.

Upptalning á "erfiðum akstursaðstæðum"

• Akstur í miklu ryki eða lofti mettuðu mikilli sjávarseltu

• Akstur á mjög ósléttum vegum eða utanvegaakstur

• Akstur á stuttum vegalengdum

• Akstur með eftirvagn nálægt hámarks dráttargetu

• Langvarandi lausagangur brunahreyfils

Skýrslur um reglubundið viðhald

Þú ættir að geyma viðhaldsskýrslurnar því nauðsynlegt getur reynst, við vissar aðstæður, að þú getir sýnt fram á að viðhaldsþjónusta sem krafist er hafi verið framkvæmd.

Skýrslur um reglubundið viðhald á að fylla út þegar viðhaldsþjónustan er innt af hendi. Geymdu allar kvittanir og hafðu þær aðgengilegar ef ágreiningur rís um viðhald bifreiðarinnar.

Sé reglubundið viðhald samkvæmt fyrirmælum framleiðanda ekki sinnt áskilur framleiðandi sér rétt til takmörkunar eða höfnunar á ábyrgð.

Að nálgast ábyrgðarþjónustu

Farðu á Honda ökutækinu til viðurkennds þjónustuaðila með þessa handbók á opnunartíma. Jafnvel þótt allir viðurkenndir

þjónustuaðilar Honda taki að sér ábyrgðarþjónustu mælum

við með því að þú snúir þér til þess umboðs þar sem þú keyptir bílinn til þess að viðhalda persónulegum tengslum við það. Leitaðu svara í Leiðsögn fyrir viðskiptavini (bls. 24) vakni einhverjar spurningar varðandi ábyrgðina eða ef þú þarft aðstoð.

Umhirða ökutækis

Þér ber að yfirfara bifreiðina reglulega með tilliti til rispa og steinkasts eða annarra skemmda á lakki. Þessar skemmdir þarf að lagfæra án tafar.

Við vissar aðstæður ættir þú að verja bifreiðina sérstaklega gagnvart ryðmyndun

• Skola þarf undirvagn bifreiðarinnar með hreinu vatni að minnsta kosti einu sinni í mánuði ef ekið er á saltbornum vegum eða nálægt sjó.

• Mikilvægt er að tryggja að göt fyrir afrennsli séu ekki stífluð.

• Ef bifreiðin verður fyrir tjóni sem getur haft áhrif á lakk bifreiðarinnar ættir þú að láta gera við hana eins fljótt og auðið er á viðurkenndu málningar- og réttingarverkstæði samkvæmt kröfum framleiðanda.

10
Takmörkuð ábyrgð nýs ökutækis

Skilyrt ábyrgð gagnvart gegnumtæringu

Honda ábyrgist að málmfletir í yfirbyggingu nýja Honda

ökutækisins séu lausar við efnis- og framleiðslugalla sem geta leitt til gegnumtæringar (að gat opnist í gegnum

málmfleti innanfrá og út) af völdum ryðmyndunar, samkvæmt

skilmálum og skilyrðum. Viðurkenndur þjónustuaðili

Honda annað hvort gerir við eða skiptir út málmhlutum

sem eru gataðir af völdum ryðmyndunar vegna efnis- eða framleiðslugalla þér að kostnaðarlausu.

Ábyrgðartími

Ábyrgðartíminn er fyrstu 144 mánuðirnir eftir skráningardag

óháð akstri. Ábyrgðin er flytjanleg yfir á næstu eigendur ökutækisins á ábyrgðartímanum.

Það sem ábyrgðin nær ekki til

• Gegnumtæring vegna ryðmyndunar af völdum ofanfalls, skemmda, misbeitingar, slysa, tjóns, breytinga á ökutæki eða vegna flutnings á farmi í Honda ökutækinu sem veldur skemmdum eða ætandi efna.

• Gegnumtæring vegna ryðmyndunar sem verður ekki rakin til efnis- eða framleiðslugalla heldur vegna þess að Honda ökutæki þínu hefur ekki verið viðhaldið í samræmi við ferla

sem lýst er á blaðsíðu 10 í þessari þjónustuhandbók undir kaflanum „Ábyrgð þín” og í eigandahandbókinni sem fylgir

Honda ökutækinu þínu.

• Öll gegnumtæring vegna ryðmyndunar á hlutum Honda

ökutækisins öðrum en málmfletir yfirbyggingarinnar.

Þetta undanskilur sérstaklega útblásturskerfi ökutækisins.

• Öll gegnumtæring sem rekja má til galla eða ónógra gæða nýrra varahluta sem ekki eru seldir eða viðurkenndir

af Honda, eða notaðra varahluta eða tjóns sem verður á tengdum hlutum sem leiðir af notkuninni.

• Öll gegnumtæring af völdum ryðmyndunar sem orsakast af misbeitingu, rangri notkun eða ónógu viðhaldi eins og því er lýst á blaðsíðu 21 undir liðnum Skýrslur um ryðvarnaeftirlit.

• Öll ryðmyndun á Honda ökutækinu sem leiðir ekki til gegnumtæringar.

Undirvagnsgegnumtæring

Ábyrgðartíminn er fyrstu 120 mánuðirnir eftir skráningardag

óháð akstri. Ábyrgðin er flytjanleg yfir á næstu eigendur ökutækisins á ábyrgðartímanum.

• Hjólspyrnur

• Hjólabiti

• Drifsköft

• Bremsurör

• Eldsneytisrör

• Eldsneytistankur

Að undanskildum, spindilkúlum, dempurum, gormum, bremsuhlutum, hlutum sem geta framkallað hljóð útfrá tæringu og eðlilegt slit eða óeðlilega notkun.

11 ASKJA 05.24 Takmörkuð ábyrgð gagnvart gegnumtæringu

Skyldur þínar

Umráðamaður ber ábyrgð á að þjónustubók þessi fylgi ávallt bifreiðinni því samhliða reglubundnum þjónustuskoðunum

framkvæmir viðurkenndur þjónustuaðili Honda ryðvarnareftirlit samkvæmt kröfum framleiðanda.

Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem eigandi/umráðamaður ber kostnað af.

Að nálgast ábyrgðarþjónustu

Framleiðandi gerir þá kröfu að viðhaldi og ábyrgðarþjónusta sé framkvæmt hjá viðurkenndum þjónustuaðila Honda.

Vakni upp spurningar varðandi þjónustu og eða ábyrðarskilmála skal leitast til viðurkenndra þjónustuaðila

Takmörkuð skuldbinding

Skuldbinding Honda samkvæmt þessari ábyrgð er einungis sú að gera við eða skipta um upprunalega varahluti sem innihalda galla í efnisþáttum eða framleiðslu í gegnum viðurkenndan þjónustuaðila Honda. Honda er ekki ábyrgt vegna kostnaðar sem kann að hljótast af því að koma

ökutækinu til viðurkennds þjónustuaðila eða kostnaðar sem hlýst af því að vera án ökutækisins meðan á ábyrgðarviðgerð stendur.

12
Skyldur og takmörkuð skuldbinding

Takmörkuð ábyrgð á varahlutum

Honda ábyrgist að varahlutir séu lausir við efnis- og

framleiðslugalla samkvæmt eftirfarandi skilmálum og skilyrðum.

Ábyrgðin nær til varahluta sem skipt er út eða seldir eru af viðurkenndum þjónustuaðila Honda.

Viðurkenndur þjónustuaðili Honda gerir við eða skiptir um varahluti til að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma og falla undir ábyrgðina. Hafi viðurkenndur

þjónustuaðili sett varahluti í ökutækið verður gert við þá eða þeim skipt út fyrir nýja og eru varahlutir og vinna þér að kostnaðarlausu. Hafi einhver annar sett varahlutina í ökutækið verður gert við þá eða þeim skipt út fyrir nýja en þú greiðir fyrir vinnuna.

Ábyrgðartími

 Varahlutir

Varahlutir sem settir eru í ökutækið af viðurkenndum

þjónustuaðila Honda samkvæmt ábyrgðarviðgerð eru í ábyrgð það sem eftir lifir af upphaflegum ábyrgðartíma/ kílómetrafjölda ökutækisins.

Varahlutir sem settir eru í ökutækið af viðurkenndum

þjónustuaðila Honda þegar ábyrgðartími þess er útrunninn eru eftir sem áður í ábyrgð í 24 mánuði frá ísetningu, óháð akstri.

13 ASKJA 05.24 Takmörkuð ábyrgð á varahlutum

Það sem ábyrgðin nær ekki til

• Tjón eða ryðskemmdir af völdum slysa, vanhirðu, ófaglegra viðgerða, lagfæringa, misbeitingar, breytinga eða árekstra.

• Tjón eða yfirborðsryð af völdum umhverfisþátta. Dæmi um það er súrt regn, ofanfall (t.d. eiturefni, trjákvoða), steinkast, salt, ætandi efni, slæmir vegir, stormur, eldingar, flóð eða önnur náttúrufyrirbrigði.

• Eðlilegt slit eða rýrnun eins og upplitun, fölnun, aflögum o.fl.

• Varahlutir í Honda ökutæki með kílómetrateljara sem hefur verið breytt eða sem er í því ástandi að ekki er hægt að lesa kílómetrastöðuna.

• Varahlutir sem notaðir eru í öðrum tilgangi en þeir voru hannaðir fyrir.

• Varahlutir sem skemmast vegna rangrar ísetningar af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila Honda.

• Varahlutir sem ekki er hægt að sanna hvenær voru keyptir eða settir í Honda bifreiðina.

• Varahlutir og efnavara sem ekki eru viðurkenndir af framleiðanda.

nálgast ábyrgðarþjónustu

Viðkenndur þjónustuaðili Honda metur hugsanlegan galla varahlutar. Þín skylda er að framvísa öllum nauðsynlegum gögnum sem sýna rekjanleika varahlutakaupa og viðgerðar.

Takmörkuð ábyrgð

Samkvæmt ábyrgðarskilmálunum ber Honda eingöngu ábyrgð á viðgerðum á varahlutum sem búa yfir efnis- eða framleiðslugalla eða útskiptingu þeirra fyrir aðra varahluti hjá viðurkenndum þjónustuaðila Honda. Honda er ekki ábyrgt vegna kostnaðar sem kann að hljótast af því að koma bifreiðinni til þjónustuaðila eða kostnaðar sem hlýst af því að vera án bifreiðarinnar meðan ábyrgðarviðgerð stendur.

14
Takmörkuð ábyrgð á varahlutum

Skýrslur um reglubundið viðhald

Á þjónustuskýrslunum á næstu blaðsíðum er gert ráð fyrir undirskrift viðurkennds þjónustuaðila Honda eða fulltrúa viðgerðaverkstæðis. Þetta undirritaða form er sönnun þess að viðhaldsþjónusta hefur farið fram samkvæmt skilmálum framleiðanda og það ætti að geyma ásamt kvittunum. Kröfur um ábyrgð á ábyrgðartímanum eru ekki samþykktar ef viðhaldi hefur verið ábótavant fremur en að efnis- eða framleiðslugöllum sé um að kenna.

Brunahreyfils, Hybrid & Plug-in Hybrid bifreiðar skal færa til reglubundins þjónustu- og ryðvarnareftirlits árlega / 10.000

km fresti, hvort sem fyrr kemur.

EV bifreiðar nýskráðar eftir 1.12.2023 skal færa til reglubundins þjónustu- og ryðvarnareftirlits árlega / 20.000 km fresti, hvort sem fyrr kemur.

Viðurkenndir þjónustuaðilar Honda vinna samkvæmt fyrirmælum framleiðanda við framkvæmd þjónustuskoðana og viðgerða. Þannig er rekjanleiki tryggður. Framleiðandi gerir kröfur um rekjanleika viðhald varðandi ábyrgðarviðgerðir.

Gott er að halda skrá yfir annað viðhald.

Þjónusta #1

Dagsetning : Akstur : Verkbeiðni : Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Dagsetning : Akstur : Verkbeiðni : Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

15 ASKJA 05.24 Skýrslur um reglubundið viðhald
Þjónusta #2

Þjónusta #3

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #4

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #5

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni : Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #6

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni : Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

16 Skýrslur um reglubundið viðhald

Þjónusta

#7

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #8

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #9

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #10

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

17 ASKJA 05.24 Skýrslur um reglubundið viðhald

Þjónusta #11

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni : Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #12

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #13

Dagsetning : Akstur :

Verkbeiðni : Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #14

Dagsetning : Akstur : Verkbeiðni : Viðgerðaraðili : Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

18 Skýrslur um reglubundið viðhald

Þjónusta #15

Dagsetning :

Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili :

Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

Þjónusta #16

Dagsetning :

Akstur :

Verkbeiðni :

Viðgerðaraðili :

Athugasemdir :

Staðfesting þjónustuaðila :

19 ASKJA 05.24 Skýrslur um reglubundið viðhald

Breyttur kílómetrateljari

Staðfesting á því að kílómetrateljari hefur verið endurnýjaður v. mælaborðsumskipta.

Viðurkenndur þjónustuaðili Honda

20
Breyttur kílómetrateljari

Skýrslur um eftirlit með gegnumtæringu

Skýrslur um eftirlit með gegnumtæringu

Á skýrslum um eftirlit með gegnumtæringu á næstu blaðsíðum er gert ráð fyrir undirskrift viðurkennds

þjónustuaðila Honda eða fulltrúa viðgerðaverkstæðis. Þetta undirritaða form er sönnun þess að eftirlit með gegnumtæringu hefur farið fram og það ætti að geyma ásamt kvittunum, varahlutapöntunum og reikningum í hanskahólfinu. Þessi gögn ætti síðan að afhenda næsta eiganda Honda ökutækisins. Kröfur um ábyrgð á ábyrgðartímanum eru ekki samþykktar ef viðhaldi hefur verið ábótavant fremur en að efnis- eða framleiðslugöllum sé um að kenna. Færa skal bifreiðina inn til eftirlits með gegnumtæringu á 12 mánaðarfresti

Tímaáætlanir eftirlits með gegnumtæringu

Til að njóta takmarkaðrar ábyrgðar Honda gagnvart gegnumtæringu verður þetta eftirlit að fara fram af viðurkenndum þjónustuaðila Honda eða viðgerðaverkstæði. Eftirlitið þarf að fara fram með reglubundnum hætti eins og mælt er fyrir um í eigandahandbókinni.

1. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða : Númer viðgerðarbeiðnar : Dagsetning : Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

2. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar : Dagsetning : Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

21 ASKJA 05.24 Skýrslur um eftirlit með gegnumtæringu

3. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

4. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

5. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

6. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

22 Skýrslur um eftirlit með gegnumtæringu

7. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

8. Eftirlit

með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

9. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

10. Eftirlit með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

23 ASKJA 05.24 Skýrslur um eftirlit með gegnumtæringu

11. Eftirlit

með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

12. Eftirlit

með gegnumtæringu

Kílómetrastaða :

Númer viðgerðarbeiðnar :

Dagsetning :

Nafn viðurkennds

þjónustuaðila :

Staðfesting viðgerðaverkstæðis

viðurkennds þjónustuaðila :

Gildi ábyrgðar

Ábyrgðin gildir fyrir Honda ökutæki sem keypt var af viðurkenndum þjónustuaðila Honda á Íslandi, skráð og notað með eðlilegum hætti. Ábyrgðin er færanleg yfir á næstu eigendur á ábyrgðartímanum.

Breytingar á framleiðslu

Honda og viðurkenndir þjónustuaðilar Honda áskilja sér

þann rétt að gera breytingar hvenær sem er á ökutækjum sem eru framleidd og/eða seld án þess að þurfa að gera sömu eða sambærilegar breytingar á þeim ökutækjum sem Honda hefur áður framleitt og/eða selt.

Þegar þú þarft á Honda að halda

Ánægja þín er okkar markmið. Við erum til þjónustu reiðubúin. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Honda búa yfir þekkingu og verkfærum til að halda Honda ökutækinu þínu í góðu ástandi. Hafðu samband ef vakna spurningar eða þú ert með tillögur um bætta þjónustu gagnvart Honda. Honda samþykkir ekki kröfu um ábyrgð á ábyrgðartímanum ef viðhaldi er ábótavant.

24 Leiðsögn fyrir viðskiptavini

Persónuvernd - neytendaábyrgð

1. Kynning

Honda warranty system (“HWS”) er ábyrgðakerfi Honda sem hýst er á internetinu.

HWS er þægilegur og skilvirkur vettvangur sem meðhöndlar ábyrgðarkröfur. Það gerir Honda kleift halda utan um og stýra ábyrgðartengslum við viðskiptavini á miðstýrðan og skilvirkan hátt.

Megin hlutverk HWS er umsýsla með ábyrgðarmálum og ábyrgðarkröfum sem og endurgreiðsla vegna ábyrgðarviðgerða. Því til viðbótar getur Honda í gegnum

HWS staðið fyrir þjónustuátaki fyrir viðskiptavini í þeim tilgangi að bæta Honda ökutækið eða koma í veg fyrir skemmdir á því. Að síðustu er HWS helsti vettvangur

Honda fyrir vöruþróun og aukin vörugæði.

2. Gagnavörður

Bílaumboðið Askja er sjálfstæður gagnavörður og er ábyrg fyrir persónuupplýsingum sem eru safnaðar og vinna úr.

Bílaumboðið Askja, gdpr@askja.is, +354 590 2100.

3. Tengiliðaupplýsingar og fulltrúar

3.1 Vinsamlega hafðu samband við okkur í ef vakni spurningar um eða í tengslum við þessa

persónuverndartilkynningu, eða ef þú vilt leggja fram kvörtun vegna meðhöndlunar okkar á persónugögnum

þínum eða réttindum þínum:

Bílaumboðið Askja, askja@askja.is

Bréfpóstur: Krokhals 11-13, 110 Reykjavik, Iceland

3.2 Þú getur haft samband við fulltrúa okkar í gagnavernd:

Bílaumboðið Askja

Tölvupóstur: gdpr@askja.is

Bréfpóstur: Krokhals 11-13, 110 Reykjavik, Iceland

4. Viðfangssvæði gagna

Persónuverndartilkynning þessi nær til söfnunar, úrvinnslu og notkunar persónulegra upplýsinga á

viðfangssvæði gagna sem þú tilheyrir eins og lýst er í

Viðauka – töflu fyrir viðskiptavini.

25 ASKJA 05.24
Persónuvernd

5. Gagnaflokkar, tilgangur úrvinnslu og lagalegur grundvöllur

Í viðauka – tafla fyrir viðskiptavini eru ítarlegar

upplýsingar um:

• Þá flokka persónuupplýsinga sem við

sækjum til þín eða þriðja aðila (t.d. stjórnvalda eða almannaþjónustu) til viðbótar við aðrar persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té (t.d. þegar þú sendir okkur tölvupóst)

• Tilgangur úrvinnslu og notkunar okkar á persónuupplýsingum og

• Lagalegur grundvöllur fyrir söfnun, úrvinnslu og notkun persónuupplýsinga þinna.

Athugið að við vinnum ekki úr persónuupplýsingum

þínum í annars konar tilgangi nema lög skyldi okkur

til þess (t.d. að fyrirmælum dómstóla eða saksóknara), að því gefnu að þú hafir samþykkt viðkomandi gagnavinnslu og ef lagalegur grundvöllur er fyrir henni að öðru leyti. Fari fram gagnavinnsla í öðrum tilgangi upplýsum við þig um það.

6. Viðtakendur og flokkar viðtakenda

Aðgengi að persónuupplýsingum þínum hjá Honda er einskorðað við þá einstaklinga sem þurfa á þeim að halda til að uppfylla starfsskyldur sínar.

Við gætum þurft að veita eftirtöldum viðtakendum og flokkum viðtakenda aðgang að persónuupplýsingum þínum (nánari upplýsingar um viðtakendur og flokka viðtakenda má sjá í Viðauka – tafla fyrir viðskiptavini).

6.1 Þriðji aðili – Tengdir eða ótengdir einkaaðilar aðrir en við.

6.2 Gagnavinnslur – Vissir þriðju aðilar, tengdir eða ótengdir, gætu fengið aðgang að persónuupplýsingum þínum til nauðsynlegrar gagnavinnslu undir viðeigandi leiðsögn frá Honda. Gagnavinnslurnar eru háðar samningsbundnum skyldum um að beita viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingarnar og að vinna úr þeim einungis samkvæmt fyrirmælum.

6.3 Þegar þörf krefur og lög heimila; stjórnvöld, dómstólar, utanaðkomandi ráðgjafar og þriðju aðilar af svipuðu tagi.

26
Persónuvernd

7. Gagnaflutningur úr landi

Vissir viðtakendur persónuupplýsinga þinna eru staðsettir eða hafa starfsemi í öðrum löndum, svo sem

í Kóreu, þar sem persónuverndarlög geta veitt ólíka vernd en lög í heimalandi þínu tryggja og þar sem löggjöf framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gildir ekki.

Við grípum til viðeigandi öryggisráðstafana tengslum við gagnaflutninga til slíkra viðtakenda með því að stofna til samninga um gagnaflutninga við viðtakendurna á grunni staðlaðra samningsákvæða (2010/87/EU og/eða 2004/915/ EC) eða með öðrum ráðstöfunum sem tryggja fullnægjandi vernd gagna. Afrit af ráðstöfunum af þessu tagi sem við höfum gripið til er fáanlegt hjá gagnaverði okkar (sjá 3.3 hér að ofan).

Ítarlegri upplýsingar varðandi gagnasendingar til annarra landa, tilvist eða fjarveru viðunandi verndar og ráðstafana sem gripið er til við gagnasendingar til annarra landa í öryggisskyni, er að finna í Viðauka – tafla viðskiptavina.

8. Vistunartími gagna

Persónuupplýsingar þínar eru vistaðar af okkur og/ eða þjónustuaðilum okkar eingöngu í því umfangi sem nauðsynlegt er fyrir okkur að uppfylla skuldbindingar okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til

þess að ná fram þeim tilgangi sem stofnað var til með söfnun persónuupplýsinganna, í samræmi við viðeigandi persónuverndarlög. Þegar við þurfum ekki lengur á persónuupplýsingum þínum að halda eyðum við þeim

úr kerfi okkar og/eða skrám og/eða gerum ráðstafanir til þess að þær verði ekki persónugreinanlegar á þann hátt að þú þekkist, nema að því undanskildu að þess sé krafist af okkur að halda upplýsingunum til haga svo farið sé að lagalegum skuldbindingum eða reglum.

Ítarlegri upplýsingar um vistunartíma gagna er að finna í

Viðauka – tafla fyrir viðskiptavini.

9. Réttur þinn

Þótt þú hafir lýst yfir samþykki þínu fyrir gagnavinnslu á persónuupplýsingum þínum getur þú hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka sem gildir þá til framtíðar. Afturköllun af því tagi hefur þó ekki áhrif á lögmæti gagnavinnslu sem farið hefur fram fyrir afturköllun samþykkisins.

Samkvæmt gildandi lögum um gagnavernd, einkum almenna reglugerð ESB um gagnavernd (“GDPR”), hefur þú rétt til að: (9.1) Óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum þínum; (9.2) óska eftir leiðréttingum á persónuupplýsingum þínum; (9.3) óska

Persónuvernd

27 ASKJA 05.24

eftir eyðingu persónuupplýsinga þinna; (9.4) óska eftir

takmörkun á vinnslu persónuupplýsinga þinna; (9.5)

óska eftir flytjanleika gagna; og (9.6) mótmæla vinnslu

á persónuupplýsingum þínum. Vinsamlega athugið að fyrrgreind réttindi gætu verið takmörkuð samkvæmt innlendum gildandi gagnaverndarlögum.

Þú átt einnig rétt á að leggja fram kvörtun til lögbærs eftirlitsyfirvalds gagnaverndar. Til að nýta réttindi þín vinsamlega hafðu samband við okkur eins og lýst er í hlutanum “Tengiliðaupplýsingar og fulltrúar” að ofan (3.).

9.1 Aðgengisréttur (Grein 15 GDPR): Þú gætir átt rétt

á að fá staðfestingu frá okkur hvort verið sé að vinna með persónuupplýsingar sem varða þig, og, þegar sú er raunin, að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingunum. Upplýsingaaðgengið felur meðal annars í sér tilgang gagnavinnslunnar, þá flokka persónuupplýsinga sem um ræðir og viðtakendur eða flokka viðtakenda sem hafa fengið eða munu fá persónuupplýsingarnar. Aðgengisrétturinn er þó ekki ótakmarkaður og hagsmunir annarra aðila gætu takmarkað hann.

Þú gætir átt rétt á að fá afhent afrit af þeim persónuupplýsingum sem eru í vinnslu. Óskir þú fleiri afrita gætum við þurft að leggja á sanngjarnt gjald til að standa undir umsýslukostnaði.

9.2 Réttur til breytinga (Grein 16 GDPR): Þú gætir átt rétt á að breyta ónákvæmum persónuupplýsingum sem varða þig. Þú gætir átt rétt á því að ófullgerðar persónuupplýsingar séu fullgerðar, meðal annars með því að veita viðbótar upplýsingar, en sá réttur ræðst þó af tilganginum með gagnavinnslunni.

9.3 Réttur til að eyða upplýsingum (“rétturinn til að gleymast”) (Grein 17 GDPR): Við vissar aðstæður gætir þú átt rétt á að við eyðum persónuupplýsingum sem varða þig og okkur gæti verið skylt að eyða persónuupplýsingum af því tagi.

9.4 Réttur til takmarkana á vinnslu (Grein 18 GDPR): Við vissar aðstæður gæti þú átt rétt á að fara fram á það við okkur að takmarkanir verði á vinnslu persónuupplýsinga sem þig varðar. certain circumstances, you may have the right to obtain from us restriction of processing your personal data. Í þessu tilfelli verða viðkomandi gögn merkt og geta aðeins verið unnin af okkur í ákveðnum tilgangi.

28
Persónuvernd

9.5

Réttur til gagnaflutnings (Grein 20 GDPR):

Við vissar aðstæður gætir þú átt rétt á að fá persónuupplýsingarnar sem varða þig sem þú hefur afhent okkur, með skipulögðu, algengu og rafrænu

sniði og þú gætir átt rétt á að senda þessi gögn til annars aðila án hindrunar frá okkur.

9.6 Andmælaréttur (Grein 21 GDPR): Við vissar aðstæður

gætir þú átt rétt til andmæla á grundvelli sérstakra

aðstæðna þinna eða þar sem persónuupplýsingar

þínar eru unnar í beinum markaðslegum tilgangi og

hægt er að krefja okkur um að vinna ekki lengur með persónuupplýsingar þínar.

10. Breytingar á persónuvernd

Uppfæra gæti þurft þessa persónuverndartilkynningu

annað slagið - til dæmis vegna innleiðingu nýrrar tækni eða kynningar á nýrri þjónustu. Við

áskiljum okkur rétt til að breyta eða bæta við þessa persónuverndartilkynningu hvenær sem er.

29 ASKJA 05.24
Persónuvernd

Persónuvernd:

Tilgangur vinnslu Flokkar persónugagna Vinnsluheimild Uppruni persónuupplýsinganna

Meðhöndlun ábyrgðar og úrvinnsla ábyrgðarkröfu /krafna /endurgreiðsla til nets Honda umboða og Honda verkstæða sem þjónusta ökutækið þitt í ábyrgðarviðgerðum.

Upplýsingar um ökutæki í smásölu (þ.m.t. upplýsingar um umboðsaðila og verksmiðjunúmer ökutækis (VIN)). Upplýsingar um viðskiptavin varðandi ábyrgðarsamning:

• Nafn, tengiliðaupplýsingar (heimilisfang, tölvupóstfang);

• VIN, númer skráningarmerkis;

• Saga ábyrgðarviðgerða, ábyrgðarskilmálar; skráningardagur, kílómetrastaða bílsins.

Vinnsla er nauðsynleg til að framfylgja ábyrgðar-samningi gagnvart endanlegum viðskiptavini Honda. Safnað frá söluaðila og beint frá viðskiptavininum.

30
Viðauki –tafla fyrir viðskiptavini
Viðauki – tafla fyrir viðskiptavini

Tilgangur vinnslunnar Flokkar persónuupplýsinga

Lagalegur grundvöllur vinnslunnar

Uppruni persónuupplýsinganna

Þjónustutilboð til endanlegra viðskiptavina

Upplýsingar um þjónustutilboð og saga þjónustutilboða (ókeypis tæknilegar leiðbeiningar til að bæta

ökutækið eða koma í veg fyrir

skemmdir). Inniheldur VIN númer bifreiðarinnar sem og tæknilegar upplýsingar.

Gagnavinnsla er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna sem er að veita viðskiptavini ókeypis þjónustutilboð. Safnað af

Bílaumboðinu Askja ehf.

Krókhálsi 11-13

110 Reykjavík Ísland

gdpr@askja.is

Bætur á vörum og eftirlit með vörum.

Saga ábyrgðarviðgerða og saga þjónustutilboða. Inniheldur VIN númer

bifreiðarinnar sem og tæknilegar upplýsingar.

Gagnavinnsla er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna sem er að bæta vörur og hafa eftirlit með vörum.

Safnað af

Bílaumboðinu Askja ehf. Krókhálsi 11-13

110 Reykjavík Ísland

gdpr@askja.is

og frá söluaðila.

31 ASKJA 05.24
Viðauki
tafla fyrir viðskiptavini

Persónuvernd: Viðauki – tafla fyrir viðskiptavini

Vistunartími gagna Viðtakendur og/eða flokkar viðtakenda

Gögn eru geymd til varnar gegn hugsanlegum kröfum sem byggjast á vöru- eða þjónustuskyldu og er eytt í lok almanaksársins í kjölfar fyrningarréttar.

Gögn eru geymd til varnar gegn hugsanlegum kröfum sem byggjast á vöru- eða þjónustuskyldu og er eytt í lok almanaksársins í kjölfar fyrningarréttar.

32
Viðauki –tafla fyrir viðskiptavini
Til minnis
Til minnis
Til minnis
Til minnis
Askja · Krókhálsi 11–13, 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Honda á Íslandi. Askja 05.24

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.