Kia Connect - leiðbeiningar

Page 1

Taktu þátt í framtíðinni Búðu þig undir enn ríkari akstursupplifun á stafrænum tímum. Rauntímaupplýsingar sem gagnast þér vel í öllum aðstæðum og nýjar fjarstýrðar aðgerðir úr snjallsímanum tengja þig við bílinn betur en nokkru sinni fyrr.

Leiðbeiningar um hvernig á að tengjast. Aðferð sem er gerð í fyrsta skiptið: • Veldu þinn aðgang og smelltu á „Confirm“. • Smelltu á „Start“ til að hefja ferli á uppsetningu Kia Connect í bílnum þínum. • Smelltu á „Agree“ eftir að þú hefur skoðað skilmála Kia vel og samþykkir þá. • Smelltu á „Next“ fyrir næsta skref. • Smelltu á „Next“ til að klára ferlið. • Nú ættir þú að sjá „Activation complete“.

Nú getur þú sótt Kia Connect appið í App Store eða Google Play fyrir Android. • Stofnaðu aðgang (Register). • Sláðu inn netfangið þitt og smelltu á „Register“. • Sláðu inn lykilorð sem inniheldur, hástaf, lágstaf, tölu og tákn í tvígang. Smelltu svo á „Next“. • Því næst slærðu inn fyrsta nafn, síðasta nafn og land. Smelltu svo á „Next“. • Næst hakar þú í „I accept the Terms of Use“ eftir að þú hefur kynnt þér skilmála Kia vel og

Aðferð sem er gerð ef farið er í „Later“ (Krókaleiðin): • Veldu þinn aðgang og smelltu á „Confirm“. • Dragðu með puttanum frá hægri til vinstri á upplýsingarskjánum í bílnum þínum. (ég breytti þessu þar sem hitt var rangt). • Smelltu á Kia Connect valmöguleikann í upplýsingarskjánum. • Því næst smellir þú á Kia Connect Settings valmöguleikann. • Undir dálknum „Activate Service“ smellir þú á „Activate“. • Smelltu á „Agree“ eftir að þú hefur kynnt þér skilmála Kia vel og samþykkir þá. • Smelltu á „Next“ fyrir næsta skref. • Smelltu á „Next“ til að klára ferlið. • Nú ættir þú að sjá „Activation complete“.

samþykkir þá. Smelltu svo á „Next“. • Þú færð kóða sendan á netfangið þitt sem þú slærð inn og smellir svo á „Verify“. • Næst er valið +354 og slegið inn farsímanúmer og smellt á „Verify“. • Í SMS skilaboðum kemur kóði sem sleginn er inn og ýtt á „Confirm & Proceed“. • Því næst þarf að fylla inn fjögurra stafa PIN númer sem verður síðar notað í Kia connect appinu til að sækja upplýsingar til bílsins. • Nú ætti aðgangurinn að vera orðinn virkur og ferlið búið. Næsta skref er að bæta bílnum inn í appið og er það gert með því að smella á „Add My Car“. • Skráðu inn VIN númer bílsins eða skannaðu QR kóða, þú ferð í Settings -> Kia Connect -> Kia Connect Settings -> „Modem information“ og þar er QR-kóðinn. • Kóði birtist á upplýsingarskjá bílsins með PIN númeri sem þú skráir inn í Kia Connect appið undir „Verification“ – þannig parast bíllinn og appið saman.

Til hamingju, nú ætti allt að vera komið. Mundu að þú ert alltaf velkomin/n til okkar á Krókháls 13 og við aðstoðum þig ef þú lendir í vafa. Askja | Krókhálsi 11-13 | 110 Reykjavík | 590 2100 | askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.