KNATTSPYRNU SUMARIÐ
2016 ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
1
ÁFRAM ÍSLAND! BYKO ER MEÐ FRÁBÆRT LIÐ Í VÖRN, MIÐJU OG SÓKN TIL AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ HÁLFLEIKSSTEIKIN ÞÍN VERÐI FRÁBÆR!
Skoðaðu grillúrvalið á www.byko.is 2
ÍR - KNATTSPYRNA -byko.is 2016
AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land
FORMANNSPISTILL Kæru ÍR-ingar
N
ú er keppnissumarið 2016 handan við hornið og fiðringur kominn í tærnar á okkur öllum. Eftir þriggja ára þrotlausa vinnu við endurskiplagningu deildarinnar teljum við okkur nú komin fyrir horn. Það ber að þakka gífurlega mikilli vinnu tveggja forvera minna, þeim Jóhannesi Guðlaugssyni og Árna Birgissyni ásamt meðstjórnendum þeirra. Staðan er nú þannig að deildin hefur verið rekin með hagnaði þrjú ár í röð sem hefur leitt það að verkum að allar utanaðkomandi skuldir hafa verið þurrkaðar út.
I
nnra starfið hefur verið endurskipulagt með tilliti til verkaskiptinga manna á millum. Nú er að störfum gífurlega öflugt Barna- og unglingaráð sem hefur í samstarfi við stjórn endurskipulagt þjálfunar- og æfingamál deildarinnar ásamt því að vinna þrekvirki í mótahaldi á vegum ÍR sem er gífurlega mikilvægt fyrir okkur sem og sýnileika okkar út á við.
N
ýr yfirþjálfari, Sigurður Þórir Þorsteinsson, tók við í haust og sjáum við fram á stöðugleika í þjálfaramálum næstu misserin. Allir þjálfarar á vegum ÍR uppfylla nú mennt-
unarskilyrði skv. kröfum KSÍ. Samstarfi við önnur lið er lokið og stefnum við að því að tefla fram liði í öllum flokkum fljótlega og með markvissri kynningu á starfinu hefur okkur tekist að auka iðkendafjölda um 100. Það er að sjálfsögðu stefnan að halda áfram og gera enn betur.
Á
haustmánuðum var Guðmundur Guðjónsson ráðinn til að þjálfa meistaraflokk kvenna. Honum hefur gengið vel að fjölga í leikmannahópnum og var sú ákvörðun tekin að tefla fram liði undir merkjum ÍR í 1. deildinni. Núverandi keppnisfyrirkomulagi verður breytt eftir þetta sumar og því mikilvægt að ná góðum árangri þetta sumarið til að öðlast sæti í deildinni á næsta ári.
M
eistaraflokkur karla er að hefja sitt fjórða ár í 2. deild og það er yfirlýst markmið okkar að fara upp um deild í ár. Við höfum verið ansi nálægt því undanfarin ár og má t.d. nefna að stigafjöldinn sem við fengum í fyrra hefði dugað til að komast upp um deild undanfarin fimm ár. Þjálfarateymið er óbreytt og að okkar mati hefur leik mannahópurinn styrkst töluvert.
A
ðstöðumál eru okkur hugleikin og stöðugt verið að vinna í bætingu þar á. Nú eru hafnar framkvæmdir á splunkunýjum frjálsíþróttavelli á ÍR-svæðinu og mun það verða mikil lyftistöng fyrir starfið á svæðinu. Ekki bara fyrir frjálsíþróttafólk ÍR heldur alla ÍR-inga. Stefnt er að því að hylja gamla malarvöllin með grasi og losna þannig við fok og ryk frá honum. En það er mikilvægt að við sjálf göngum vel um svæðið því allir vilja jú hafa snyrtilegt og fínt í kringum sig. Áfram ÍR! Runólfur B. Sveinsson formaður knattspyrnudeildar ÍR
NÝ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR ÍR Þann 15. ferbrúar sl. var haldinn aðalfundur Knattspyrnudeildar ÍR. Mættir voru margir áhugasamir fundargestir og voru venjulega aðalfundarstörf kláruð með sóma. Helst bera að geta að knattspyrnudeildin skilaði um 5,8 milljón króna hagnaði á síðasta rekstrarári og staða knattspyrnudeildarinnar hefur sjaldan verið betri. Á fundinum rakti Árni Birgisson, fráfarandi formaður, helstu atriði síðasta starfsárs og kynnti fyrir fundargestum þau verkefni sem stóðu upp úr. Svo var kosin ný stjórn,
en Árni sem setið hefur í stjórn deildarinnar í fjögur ár vék nú úr henni ásamt Sveini Sveinssyni, Hrólfi Sumarliðasyni og Guðrúnu Katrínu Gísladóttur. Nýju stjórnina skipa: Runólfur B. Sveinsson formaður, Jóhann G. Ásgrímsson, Guðmundur Axel Hansen, Sigurður Þórir Þorsteinsson, Matthías Imsland, Magnús Þór Jónsson og Ísleifur Gissurarson. Þar af eru nýir í stjórn: Jóhann, Sigurður, Matthías, Magnús og Ísleifur. Þó mörgum hafi verið skipt út að þessu
sinni er alls ekki um óreynda menn að ræða sem tóku við því Jóhann og Matthías hafa báðir gengt stöðu formanns knattspyrnudeildar ÍR áður. Þá er Sigurður formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og margreyndur þjálfari hjá ÍR og víðar og Runólfur er fyrrum formaður Handknattleiksdeildar ÍR. Fráfarandi stjórnarmönnum er þakkað kærlega fyrir vel unnin störf síðust ár og það er ekki síst þeim að þakka að ÍR-ingar líta björtum augum til framtíðar.
REYKJAVÍKURÚRVAL
Fjórir ungir knattspyrnumenn úr ÍR voru á dögunum valdir í úrvalslið Reykjavíkur til að keppa á grunnskóla móti höfðuðborga Norðurlanda. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 og fór að þessu sinni fram í Helsinki í Finnlandi í lok maí. Það er skemmst frá að segja að Reykjavík vann alla leiki sína í keppninni og unnu þar með mótið með markatöluna 24-3. Valdir voru 15 leikmenn, 14 ára og yngri, frá félögunum í Reykjavík. Þeir sem urðu fyrir valinu frá ÍR eru markvörðurinn Adam Thorstensen, miðjumaðurinn Róbert Andri Ómarsson og framherjarnir Bragi Karl Bjarkason og Ívan Óli Santos. Þessir kappar eru allir burðarásar í stórefnilegu liði 4. flokks, sem varð í öðru sæti í Reykjavíkurmótinu. Þess má geta að 8 leikmenn úr flokknum hafa verið við æfingar hjá úrvalsliðinu í vetur. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og vitum að þeir muna halda merki félagsins hátt á lofti í komandi átökum. Adam, Ívan, Bragi Karl og Róbert Andri. ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
3
NÝTT SPF 30
HALLÓ SÓLSKIN, BLESS BLESS HRUKKUR.
MINNKAR HRUKKUR. VERNDAR GEGN ÖLDRUN AF VÖLDUM SÓLARINNAR. 4
NIVEA.com
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
LEIKIR Í SUMAR - MFL. KK.
fös. 06. maí.
19:15
ÍR - Grótta
Hertz völlurinn
fös. 13. maí.
19:15
Njarðvík - ÍR
Njarðtaksvöllurinn
lau. 21. maí.
14:00
ÍR - Vestri
Hertz völlurinn
lau. 28. maí.
14:00
Höttur - ÍR
Fellavöllur
lau. 04. júní
14:00
ÍR - KF
Hertz völlurinn
lau. 11. júní
14:00
ÍR - KV
Hertz völlurinn
fös. 24. júní
19:15
Ægir - ÍR
Þorlákshafnarvöllur
lau. 02. júlí
16:00
ÍR - Völsungur
Hertz völlurinn
þri. 05. júlí
18:00
Magni - ÍR
Grenivíkurvöllur
lau. 09. júlí
14:00
ÍR - Sindri
Hertz völlurinn
fim. 14. júlí
19:15
Afturelding - ÍR
N1-völlurinn Varmá
fim. 21. júlí
19:15
Grótta - ÍR
Vivaldivöllurinn
mið. 27. júlí
19:15
ÍR - Njarðvík
Hertz völlurinn
lau. 06. ágú.
15:00
Vestri - ÍR
Torfnesvöllur
mið. 10. ágú. 19:00
ÍR - Höttur
Hertz völlurinn
sun. 14. ágú. 16:00
KF - ÍR
Ólafsfjarðarvöllur
fös. 19. ágú.
18:30
KV - ÍR
KR-völlur
fim. 25. ágú.
18:00
ÍR - Ægir
Hertz völlurinn
lau. 03. sep.
13:00
Völsungur - ÍR
Húsavíkurvöllur
sun. 11. sep.
14:00
ÍR - Magni
Hertz völlurinn
lau. 17. sep.
14:00
Sindri - ÍR
Sindravellir
lau. 24. sep.
14:00
ÍR - Afturelding
Hertz völlurinn
Leikmenn koma og fara
ÍR hefur fengið öfluga leikmenn í raðir sínar fyrir komandi tímabil. Miðvörðurinn Halldór Arnarson er kominn heim á ný í Breiðholtið eftir að hafa kynnt sér þróun knattspyrnumála hjá Fram og síðar Selfossi. Kristján Ómar Björnsson kemur frá Gróttu og einnig Guðjón Gunnarsson, sem lék með ÍR hér í eina tíð, Jón Tómas Rúnarsson frá Breiðabliki og Eyþór ÖrnÞorvaldsson frá Víkingi R. Árni Þór Jakobsson var svo fenginn að láni frá Þrótti R. og Sigurður
Gísli Snorrason frá FH. Hilmar Kárason yfirgaf svo Sindra fyrir ÍR, en hann er þriðji leikmaðurinn sem fer þessa leið – frá suðausturhorninu í Mjóddina – á einu ári. Fyrstur fór Þorsteinn Jóhannsson og svo Atli Haraldsson um mitt síðasta sumar. Ef framheldur sem horfir þá verður Humarhátíðin flutt frá Hornafirði í Breiðholtið áður en langt um líður. Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið ÍR frá síðasta sumri. Fyrstan ber að nefna Jónatan Hróbjartsson, uppalinn ÍR-ing, sem hélt yfir í Grafarvoginn og
gekk í raðir Fjölnis, en kom svo reyndar aftur lánsmaður til ÍR. Þá fór Styrmir Erlendsson til baka í sitt gamla lið, Fylki, Aakash Gurung í HK, Alex Birgir Gíslason í ÍH og Pál Magnús Pálsson í Val. Tveir hinir fyrstnefndu voru fastamenn í liði ÍR á síðasta tímabili, en hinir þrír léku sárafáa leiki. Þá hafa Ari Viðarsson, Sigurður Þór Arnarsson og Steinar Haraldsson skipt yfir í Létti, en enginn þeirra lék deildarleik með ÍR á síðasta sumri. Marteinn Urbancic fór svo í Reyni, Sandgerði, skömmu áður en Íslandsmótið skall á.
ehf.
Melabraut 27 • 220 Hafnarfjörður • Sími 575 9700 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
5
ENNEMM / SÍA / NM61307
> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
6
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
www.samskip.com
Saman náum við árangri
ÉG ER KOMINN HEIM SPJALLAÐ VIÐ MAGGA SKÓLASTJÓRA OG MARKMANNSÞJÁLFARA HJÁ ÍR Magnús Þór Jónsson – ekki Megas! – hefur tekið að sér það vandasama hlutverk að þjálfa markverði ÍR í öllum flokkum og af báðum kynjum. Hann var ráðinn skólastjóri Seljaskóla síðasta sumar og hafði áður verið í sama hlutverki í Snæfellsbæ í nokkur ár. Þar áður var hann kennari í Breiðholtsskóla og lék þá með meistaraflokki ÍR, auðvitað á milli stanganna, um skeið, auk þess að þjálfa hann síðar. Þrátt fyrir annasama vinnu í skólakerfinu hefur Maggi aldrei getað slitið sig frá knattspyrnunni – og kannski aldrei reynt það. Hann varð góðfúslega við þeirri beiðni að svara nokkrum spurningum sem lúta að markmannsþjálfuninni og fer spjall okkar hér á eftir: Á hvaða þætti leggurðu einkum áherslu á við þjálfun markvarða? „Með yngri markmennina er ég fyrst og fremst að vinna með grunnatriðin. Fótavinnu, grip, spyrnutækni og vinnu með réttar tímasetningar. Það er meginatriði markmannsþjálfunar frá 7. og
upp í 4. flokk, þó vissulega byggt sé ofan á þessa grunnvinnu því ofar sem fer í aldurinn. Markmenn sem hafa þessi atriði í góðu lagi munu ná miklum árangri ... það er bara þannig. Í meistaraflokkunum vinnum við svo með þessa grunnþætti áfram en þar erum við farin að vinna með fullþroskaða einstaklinga og út frá því vinnum við eftir þeirri leið sem líklegust er til árangurs fyrir einstaklinginn og liðin.“ Eru efnilegir markverðir innan vébanda ÍR þessi misserin? „Já, við búum vel að markmönnum í yngri flokkunum okkar, við erum með mjög áhugasama krakka sem hafa lagt sig mjög mikið fram á æfingum og taka framförum sem við ætlum svo að nýta enn betur í sumar. Í meistaraflokkunum eru á sama hátt mjög öflugir einstaklingar sem verða án vafa tilbúnir í baráttuna í deildunum sínum.“
Því er oft haldið fram að markverðir séu sérstakur þjóðflokkur - eða þá skýtnir fuglar. Er eitthvað til í þessu og þá af hverju? „Við erum sérstakur þjóðflokkur, ekki nokkur vafi! Það eru 10 einstaklingar sem hlaupa út um allan völl til að vinna alls konar verk á meðan við stöndum mest í búrinu okkar góða inni í teignum og höldum þeirri athygli sem við þurfum hafa til að geta gripið inn í leikinn þegar þörf er á. Auðvitað kallar þetta á það að við hugsum leikinn öðruvísi en hlaupagikkirnir okkar góðu sem við þurfum reglulega að bjarga. En þegar öllu er á botninn hvolft erum við sennilega ekkert skrýtnari en þeir hinir sem eru í liðinu okkar.“ Hvaða markvörður er að þínu mati bestur í dag: a) íslenskur? b) á heimsvísu? a) „Mér finnst Hannes Þór Halldórsson besti íslenski markmaðurinn í dag. Hannes er gott dæmi um markmann sem eyddi gríðarlegri vinnu í að auka styrkleika sína og vinna í veikleikum sínum, hann spilaði í 2. deild fyrir ekki svo mörgum árum,
átti erfitt með spörk og augljós veikleiki hjá honum var að sækja boltann út í teig. Hann vann sig í gegnum það, valdi sér rétt félög og vann alveg ótrúlega vel í því að verða betri - við sjáum það vel í leikjum íslenska landsliðsins hvað við höfum saknað hans.“ b) „Þegar kemur að þeim erlendu eru margir góðir. Manuel Neuer stendur þar fremstur í röðinni að mínu mati. Það er kannski augljóst en það sem gerir það að verkum að hann ber af er hversu snöggur hann er í öllum hreyfingum, svona stór maður, það er ekki einfalt. Hann sparkar betur en flestir og enginn kemst með tærnar þar sem hann er með hælana í stöðunni einn-á-einn. Svo Neuer er bestur ...en Buffon er minn uppáhalds, en það er meira af því að hann er frekar svalur ... og það fíla ég. En sá þýski velti þeim ítalska úr sessi sem sá besti fyrir nokkru.“
Hvað gerir þá framúrskarandi að þínu mati? „Þessir markmenn eru góðir alhliða markmenn, þeir eiga sína styrkleika vissulega en afskaplega fáa veikleika sjáum við. Það finnst mér yfirleitt vera mælikvarðinn - fjöldi mistaka, hvað þá þeirra sem leiða til marka, segir til um það hverjir eru framúrskarandi í leikstöðunni.“ Nú ert þú skólastjóri Seljaskóla „í hjáverkum!“ með markvarðarþjálfuninni. Börkur Vígþórsson í Ölduselsskóla var jú bakvörður með Hetti á sínum tíma og með þeim harðari í bransanum (nokkrir kantarar á Austurlandi hafa enn ekki borið þess bætur að hafa leikið gegn honum!) og Jónína Ágústsdóttir í Breiðholtsskóla kann örugglega eitthvað fyrir sér í boltanum líka. Væri ekki tilvalið að draga þau niður á ÍR-völl og koma þeim í þjálfun? Hvaða þætti myndirðu fela þeim? „Hjáverkin já ... ég þekki Börk af reynslu að austan, ég er nú ekki viss um að ég beri enn merki þess að við mættumst á einhverjum innanhússmótum
en það er ekki ólíklegt. Börkur yrði að sjálfsögðu varnarþjálfari algerlega upp á allar þær tíur sem hægt væri að hugsa sér, kenndi mönnum þann stálvilja sem býr til sigurinn. Jónínu hef ég ekki mætt á vellinum ennþá en ég er handviss um það að þar er hún a.m.k. jafn öflug og í starfi sínu. Hún er afskaplega skipulögð í sínum störfum svo ég myndi fela henni að vinna með okkar leikfræði ... og jafnvel þá líka sjá til hvort við gætum ekki sent hana í njósnatúra um andstæðinginn. Ég skora hér með á þau, Börk og Jónínu, að gefa sig fram við okkur og bæta við sig því hvítbláa blómi sem ÍR-merkið er og bera það með okkur – með stolti.“
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
7
8
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is
2. FLOKKUR KARLA
Efri röð f. vinstri: Sverrir Sveinn Stefánsson, Gústaf Hreinn L. Kristjánsson, Eyþór Guðmundsson, Aron Sveinn Elínarson, Þorgeir Markússon, Mikael Jóhannesson, Marías Leó Daníelsson, Kristófer Guðjón Þórðarson, Benóný Orri Benediktsson, Kristján Gylfi Guðmundsson þjálfari. Neðri röð f. vinstri: Ingi Ásmundsson, Halldór Óli Ólafsson, Brynjar Örn Birgisson, Jóhann Steinar Sigurðarson, Konráð Ragnarsson, Sverrir Úlfur Ágústsson. Á myndina vantar: Arnar Frey Hrólfsson, Dalmar Inga Daðason, Einar Gunnar Matthíasson, Gabríel Frey Hafsteinsson, Gísla Má Guðmundsson, Jóhannes Guðlaugsson þjálfara, Júlíus Inga Guðmundsson og Pál Edwald.
4. FLOKKUR KARLA
Efsta röð f. vinstri: Sigurður Ómarsson aðst.þj., Kristján Jóhannesson, Róbert Andri Ómarsson, Ívan Óli Santos, Torfi Már Markússon, Bragi Karl Bjarkason, Róbert Örn Helgason, Adam Thorstensen, Egill Logason, Ingólfur Darri Sigurðarson, Sijan Gurung og Jóhannes Guðlaugsson þjálfari. Miðröð f. vinstri: Valgeir Níls Vignisson, Jason Máni Guðmundsson, Jóhann Bjarki Birgisson, Davíð Ásmundsson, Arent Orri Jónsson, Jóhann Haraldur Dan Hafdísarson, Viktor Guðmundsson, Marinó Ólafsson, Orri Faulkes, Andri Már Valdimarsson, Þorsteinn Tjörvi Sigurðsson, Ragnar Örn Jóhannesson og Jósef Gabríel Magnússon. Neðsta röð f. vinstri: Radoslaw Zalewski, Sveinn Gísli Þorkelsson, Árni Rúnar Leifsson, Róbert Ingi Hrólfsson, Óliver Úlfar Helgason, Atli Baldur Atlason, Arnar Máni Ingimundarson, Jónatan Reynisson, Högni Snær Sveinbjörnsson, Bjarni Dagur Svansson og Daníel Freyr Sigmundsson. Á myndina vantar: Dragi Pavlov aðst. þjálfara, Bjarna Þór Guðjónsson, Fannar Má Guðmundsson og Ívar Örn Lúðvíksson.
4. FLOKKUR KARLA
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
9
2016 ÍR - MEISTARAFLOKKUR KVENNA
Aftari röð f. vinstri: Gunnlaugur Jónasson sjúkraþj., Guðmundur Guðjónsson þjálfari, Andrea Katrín Ólafsdóttir, Selma Rut Gestsdóttir, Heba Björg Þórhallsdóttir, Jónína Björk Bogadóttir, Guðrún Ósk Tryggvadóttir, Kristín Elísabet Skúladóttir, Mist Elíasdóttir, Ásgerður Arna Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir og Magnús Þór Jónsson markmannsþjálfari. Fremri röð f. vinstri: Helga Dagný Bjarnadóttir, Klara Ívarsdóttir, Elín Sveinsdóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Elín Huld Sigurðardóttir, Sandra Dögg Bjarnadóttir og Ástrós Eiðsdóttir. Á myndina vantar: Helgu Þórdísi Björnsdóttur, Heklu Pálmadóttur, Sigríði Guðnadóttur, Urska Pavlec, Eddu Björgu Snorradóttur, Rannveigu Hjaltadóttur, Karen Rut Ólafsdóttur, Lilju Gunnarsdóttur, Höllu Marinósdóttur og Margréti Sveinsdóttur.
Sumarið 2015
Síðasta sumar tefldi ÍR fram sameinuðu liði með BÍ/Bolungarvík og kom það til vegna þess að hversu fámenn hvort um sig var. Þetta var sem sagt þrautarlending af hálfu beggja til þess einfaldlega að geta tekið þátt í Íslandsmótinu 2015. Þetta sameiginlega lið var í A-riðli 1. deildar, sem er næstefsta deildin og innihélt þrjá riðla. Þar endaði það í næstneðsta sætinu með sjö stig, eftir tvo sigra, eitt jafntefli og sjö ósigra. Auðvitað má deila um það hvort að þessi sameining liðanna hafi verið skynsamleg eða ekki. Sitt sýnist hverjum, en hún varð þó alltént til þess að lífsmark hélst í kvennaknattspyrnunni hjá ÍR og eftir að samstarfinu lauk, síðastliðið haust, varð ljóst að þessi björgunaraðgerð hefði reynst félaginu dýrmæt. Í stað þess að meistaraflokkurinn lognaðist út af, eins og stefndi um tíma í, tók hann hægt og bítandi við sér og lofar nú góðu. Á þessu sést, að stundum þarf að stíga eitt skref aftur á bak áður en tvö eru tekin fram á við.
10
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
Þjálfarinn
Halldór Þ. Halldórsson þjálfaði sameiginlegt lið ÍR og BÍ/Bolungarvíkur árið 2015 og þar á undan ÍR. Hann lét af störfum hjá félaginu eftir síðasta tímabil og við tók Guðmundur Guðjónsson, sem hefur ekki þjálfað hjá því áður og þar af leiðandi er rétt að kynna hann aðeins til leiks. Guðmundur er 37 ára gamall Ísfirðingur og lék á sínum tíma knattspyrnu með með BÍ og seinna BÍ/Bolungarvík. Hann þjálfaði yngri flokka hjá BÍ, Stjörnunni, Val og Þrótti R., áður en hann tók við ÍR-stelpunum, en það segir hann vera skemmti legasta þjálfarastarf sitt hingað til, enda séu þær mjög metnaðarfullar og hafi tekið miklum framförum að undanförnu. Guðmundur er giftur Helgu Sólveigu Aðalsteinsdóttur og saman eiga þau tvær dætur, Jóhönnu Elísabetu, sjö ára, og Viktoríu Ýr, tveggja ára. Hann starfar hjá Sagtækni, fyrir utan þjálfunina, og vill að það komi skýrt fram að hann sé harður stuðningsmaður Liverpool – nokkuð sem tveir af þremur ritstjórum þessa blaðs botna ekkert í, en leyfa þó að fljóta hér með af góðmennsku einni saman!!!
Sumarið 2016
Fyrirkomulag kvennaknattspyrnunnar verður með sama sniði og í fyrra. Pepsideildin er efsta þrepið, en síðan er það 1. deildin og hún er leikin í þremur riðlum. ÍR-stelpurnar eru í A-riðli og leika þar gegn Hvíta riddaranum, Skínanda, HK/Víkingi, KH, Víkingi Ó., Þrótti R. og Fram. Þær hafa staðið sig vel í æfingaleikjum vetrarins og því gætir nokkurrar bjartsýni hvað árangur þeirra varðar í sumar. Það er þó engu að síður ljóst að þarna verður hörð barátta, en vonandi láta fulltrúar Breiðholts í deildinni hraustlega til sín taka og gera sitt besta. Þá er eins víst að uppskeran verður góð að hausti.
LEIKMANNAHÓPURINN Nafn
Staða
Aldur
Auður Sólrún Ólafsdóttir
markvörður
30
Andrea Katrín Ólafsdóttir Helga Dagný Bjarnadóttir Helga Þórdís Björnsdóttir Hekla Pálmadóttir Sigríður Guðnadóttir Selma Rut Gestsdóttir Tara Kristín Kjartansdóttir Urska Pavlec Andrea Magnúsdóttir Ásgerður Arna Pálsdóttir Elín Huld Sigurðardóttir Elín Sveinsdóttir Edda Björg Snorradóttir Heba Björg Þórhallsdóttir Jónína Björk Bogadóttir Klara Ívarsdóttir Kristín Elísabet Skúladóttir Mist Elíasdóttir Rannveig Hjaltadóttir Sandra Dögg Bjarnadóttir Ástrós Eiðsdóttir Guðrún Ósk Tryggvadóttir Karen Rut Ólafsdóttir Lilja Gunnarsdóttir Halla Marinósdóttir Margrét Sveinsdóttir
varnarmaður varnarmaður varnarmaður varnarmaður varnarmaður varnarmaður varnarmaður varnarmaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður miðjumaður sóknarmaður sóknarmaður sóknarmaður varnarmaður miðjumaður varnarmaður
22 24 18 28 24 25 24 25 21 27 20 19 21 25 21 21 21 28 21 20 26 22 25 26 26 26
NÝIR LEIKMENN Leikmannahópur ÍR hefur tekið talsverðum breytingum frá 2015. Þrjár stúlkur hafa gengið til liðs við félagið frá Fjarðabyggð, þær Andrea Magnúsdóttir, Elín Huld Sigurðardóttir og Klara Ívarsdóttir og bera þær væntanlega með sér kröftugan austanblæ. Þá kom Andrea Katrín Ólafsdóttir frá Fylki, Kristín Elísabet Skúladóttir frá Selfossi, Mist Elíasdóttir frá Aftureldingu, Sandra Dögg Bjarnadóttir frá Stjörnunni og Urska Pavlec frá Sindra. Á lokaandartökum félagsskiptagluggans bættust svo þrjár stúlkur við og það sem meira er – þær eru allar 26 ára! Margrét Sveinsdóttir kom frá Fylki og var í rauninni að koma „heim“ og Halla Marinósdóttir og Lilja Gunnarsdóttir komu frá FH. Á meðal þeirra sem yfirgáfu ÍR og réru á önnur mið má nefna Brynju Rós Ólafsdóttur, sem gerðist Hvítur riddari, og Helgu Siemsen Guðmundsdóttur, sem gekk í raðir Hauka. Þá er eitthvað af stúlkunum, sem léku með blöndunni ÍR og BÍ/Bolungarvík í fyrra, ekki að finna í leikmannahópi ÍR að þessu sinni og verður ekki farið nánar út í slíka sálma.
LEIKIRNIR Í SUMAR mán. fös. fim. fim. mán. fös. mið. mán. mið. mán. fös. fim. fim. mið.
16. maí 20. maí 02. júní 09. júní 27. júní 01. júlí 06. júlí 11. júlí 20. júlí 25. júlí 05. ágú. 11. ágú. 18. ágú. 24. ágú.
14:00 20:30 20:00 20:00 20:00 20:00 20:00 20:00 20:00 20:00 19:00 19:00 18:30 18:00
ÍR - Hvíti riddarinn KH - ÍR ÍR - Skínandi Fram - ÍR ÍR - Þróttur R. HK/Víkingur - ÍR ÍR - Víkingur Ó. Hvíti riddarinn - ÍR ÍR - KH Skínandi - ÍR ÍR - Fram Þróttur R. - ÍR ÍR - HK/Víkingur Víkingur Ó. - ÍR
Hertz völlurinn Valsvöllur Hertz völlurinn Framvöllur - Úlfarsárdal Hertz völlurinn Víkingsvöllur Hertz völlurinn Tungubakkavöllur Hertz völlurinn Samsung völlurinn Hertz völlurinn Þróttarvöllur Hertz völlurinn Ólafsvíkurvöllur ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
11
KNATTSPYRNUSKÓLI ÍR 2016 Knattspyrnuskóli ÍR verður starfræktur á ÍR-svæðinu við Skógarsel í sumar. Knattspyrnuskólinn hefst mánudaginn 13. júní næstkomandi. Skólinn er fyrir hádegi frá kl. 9-12. Í skólanum verður unnið í grunn- og tækniþáttum íþróttarinnar með einstaklingsmiðaða nálgun að leiðarljósi. Skólastjórar eru Kristján Gylfi Guðmundsson, þjálfari 2., 6. og 7. flokks karla, og Magnús Þór Jónsson markmannsþjálfari meistaraflokka og yngri flokka. Áhersla verður lögð á að iðkendur snerti boltann oft, að þeir venjist boltanum, knattstjórnun, snúninga, móttöku á bolta, sendingar, spilæfingar, skotæfingar og ýmsar tækniæfingar, megináhersla er lögð á æfingar með bolta þannig að iðkendur bæti alhliða knattfærni sína. Í knattspyrnuskólanum verður iðkendum skipt í hópa eftir aldri, reynslu og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Knattspyrnuskólinn hentar því bæði byrjendum og lengra komnum. Við hvetjum pilta og stúlkur til þess að mæta á námskeið sumarsins enda alltaf gleði og gott veður á ÍR-vellinum. Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti. Brýnt er fyrir foreldrum
að senda börnin með hollt og gott nesti. Aðstaða til að matast er í ÍR-heimilinu. Við munum nýta okkur það að EM í Knattspyrnu mun standa yfir í sumar til að búa til aukna stemmingu. Á meðan EM stendur yfir mun knattspyrnuskólinn halda sína eigin EM keppni þar sem öllum iðkendum er raðað jafnt niður í lið sem spila innbyrðis undir merkjum liðanna á EM. Hverju námskeiði lýkur með uppskeruhátíð og afhendingu viðurkenninga auk þess sem í heimsókn kemur þekkt knattspyrnufólk, bæði karlar og konur. Hvert námskeið er tvær vikur og kostar 12.000 kr. 20% systkinaafsláttur (á við þegar systkini eru á sama tímabili) Skráning hófst 13. maí á www.ir.is Námskeið 1: Námskeið 2: Námskeið 3: Námskeið 4:
SPÁ ÞJÁLFARA OG FYRIRLIÐA Svona leit spá þjálfara og fyrirliða liðanna í 2. deildinni út fyrir keppnistímabilið 2016, en hún birtist í allri sinni dýrð, daginn fyrir fyrsta leikinn á Íslandsmótinu, á fotbolti.net. ÍR á toppnum og svo er bara að vona að hún gangi eftir.
12
1. ÍR 230 stig
2. Grótta 220 stig
3. Afturelding 194 stig
4. KV 152 stig
5. Magni 150 stig
6. Vestri 133 stig
7. Höttur 116 stig
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
13. – 24. júní (árg. 2009-2003) 27.júní – 8. júlí (árg. 2009-2003) 11. – 22. júlí (árg. 2007-2003) 8. – 19. ágúst (árg. 2007-2003)
ÍR-INGAR Í EFRI DEILDUM Þó nokkrir leikmenn af karlkyninu, sem léku með ÍR í gegnum yngri flokkana og komu einnig við sögu í meistaraflokknum, eru nú á mála hjá liðum í 1. og Úrvalsdeildinni. Axel Kári Vignisson er í fyrrnefnda hópnum. Hann fór frá ÍR í Víking í Reykjavík í ársbyrjun 2013, var svo lánaður aftur í sitt gamla félag þá um sumarið og síðan árið eftir í HK, áður en hann gekk að fullu til liðs við síðarnefnda liðið snemma árs 2015. Axel Kári ákvað að fylgja þjálfaranum sínum úr Kópavogsliðinu, Þorvaldi Örlygssyni, yfir til Keflavíkur að loknu síðasta keppnistímabili og freista þess að koma særðu Suðurnesjastoltinu aftur upp í Úrvalsdeildina, en þaðan féll það í haust eftir miklar ófarir. Reynir Haraldsson er einnig í 1. deildinni. Hann fór frá ÍR í Fylki fyrir keppnistímabilið 2015, en eltir nú á láni nafna sinn og fyrrum aðstoðarþjálfara Árbæjarliðsins, Reyni Leósson, í Kópavoginn, þar sem þessi fyrrum baráttujaxl af Skaganum tók við stjórnataumunum af Þorvaldi Örlygssyni. Eyjólfur Héðinsson er skörinni ofar en þeir félagar, Axel Kári og Reynir, eða í Úrvalsdeildinni. Hann lék með ÍR 2001 og 2002, fór þá í Árbæinn og spilaði með Fylki til 2006, en hélt svo til útlanda í boltaspark og lék með GAIS í Svíþjóð og SönderjyskE og Midtjylland í Danmörku. Á tíma sínum hjá Midtjylland, 2013-2015, glímdi hann við erfið meiðsli og ákvað vegna þeirra að gefa hina eiginlegu atvinnumennsku upp á bátinn og gerðist í nóvember á síðasta leikmaður Stjörnunnar. Stefán Þór Pálsson yfirgaf ÍR fyrir Breiðablik eftir keppnistímabilið 2011. Þaðan var hann síðan lánaður til Grindavíkur og svo KA, áður en hann rambaði niður í Fossvoginn, snemma árs 2015, og gerðist leikmaður Víkings. Sindri Snær Magnússon fór sömuleiðis frá ÍR til Breiðabliks og það um svipað leyti og Stefán Þór. Hann var lánaður frá Kópavogsrisunum til Selfoss sumarið 2013, gekk síðan í raðir Keflavíkur fyrir keppnistímabilið 2014, en gerðist leikmaður ÍBV í ársbyrjun 2016. Skemmst er frá því að segja að þótt forystusveit Knattspyrnudeildar ÍR óski fyrrnefndum leikmönnum velfarnaðar á komandi sumri, þá óskar hún þess ekki síður að þeir snúi til baka á heimaslóðirnar og það fyrr en síðar.
2016 HLYNS
H
ið árlega Hlynsmót ÍR var haldið í sjötta sinn sumardaginn fyrsta í Egilshöll. Mótið er minningarmót um Hlyn Þór Sigurðsson sem varð bráðkvaddur á æfingu hjá ÍR aðeins 18 ára gamall. Eins og allir ÍR-ingar vita var Hlynur mikill félagsmaður og lék upp alla yngri flokka félagsins. Hann þjálfaði m.a. 7. flokk, auk annarra starfa fyrir félagið.
M
ótið er fyrir 7. flokk karla og það eru foreldrar drengja í þeim flokki sem standa fyrir mótinu. Fjórði flokkur karla sá um dómgæslu. Það er alltaf mikið fjör hjá þessum ungu og upprennandi knattspyrnustjörnum.
SUMARDAGINN FYRSTA
MÓTIÐ
EGILSHÖLL
2016
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
13
Gríska eyjan
Krít
Fyrir fjölskylduna 8. ÁGÚST - 10 NÆTUR
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
14
Verð frá:
79.900
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Sunset Suites.
Vertu vinur VITA á Facebook | www.facebook.com/vitaferdir
5. FLOKKUR KARLA
5. FLOKKUR KVENNA
6. FLOKKUR KVENNA
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
15
SJÁUMST Á
16
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
ÆFINGATAFLA FLOKKAR
MÁNUD.
ÞRIÐJUD.
8. fl. barna (2010 og yngri) 16.00 - 17.00 7.fl.ka. (2008 og 2009)
13.00 - 14.00
7.fl.kv. (2008 og 2009)
12.10 - 13.10
6.fl.ka. (2006 og 2007)
14.00 - 15.00
6.fl.kv. (2006 og 2007)
MIÐVIKUD.
FIMMTUD.
FÖSTUD.
Helgi F. Þorsteinsson helgiostur@gmail.com
16.00 - 17.00
Kristján Gylfi Guðmundsson kristjangylfi@gmail.com Róbert Jóhannsson ruberamo@gmail.com Kristján Gylfi Guðmundsson kristjangylfi@gmail.com Ástrós Eiðsdóttir aeidsdottir@gmail.com.com Dragi Pavlov
13.00 - 14.00 13.00 - 14.00 12.10 - 13.10
12.10 - 13.10 14.00 - 15.00 14.00 - 15.00
17.30 - 18.30 17.00 - 18.30 17.00 - 18.00
5.fl.ka. (2004 og 2005)
16.15 - 17.15
5.fl.kv. (2004 og 2005)
17.00 - 18.00
4.fl.ka. (2002 og 2003)
17.15 - 18.30
17.15 - 18.30
4.fl.kv. (2002 og 2003)
17.00 - 18.30
16.00 - 17.30 17.00 - 18.30
2.fl. ka. (1997,1998 og 1999)
20.00 - 21.30
20.00 - 21.30 20.00 - 21.30
Aðstoðarþjálfarar: 2. flokkur karla: Jóhannes Guðlaugsson 4. flokkur karla: Dragi Pavlov 4. flokkur og 5. flokkur kvenna: Kristján Ari Halldórsson
16.15 - 17.15
ÞJÁLFARAR
LAUGARD.
16.15 - 17.15 16.30 - 17.30
suzanapavlova@hotmail.com
Helga Dagný Bjarnadóttir helgabjarna92@gmail.com
17.00 - 18.00 17.00 - 18.00 17.15 - 18.30
11.00 - 12.30
Jóhannes Guðlaugsson
johannes.gudlaugsson@reykjavik.is
Helga Dagný Bjarnadóttir helgabjarna92@gmail.com 20.00 - 21.30
5. flokkur karla: Hjörtur Harðarson 6. flokkur karla: Helgi Freyr Þorsteinsson, Gísli Már Guðmundsson, Bragi Karl Bjarkason og Þorsteinn Tjörvi Sigurðsson 7. flokkur karla: Róbert Jóhannsson, Gísli Már
Kristján Gylfi Guðmundsson kristjangylfi@gmail.com
Guðmundsson, Bragi Karl Bjarkason, Þorsteinn Tjörvi Sigurðsson og Steingrímur Karl Þórhallsson 7. flokkur kvenna: Sigrún Tómasdóttir 8. flokkur: Gísli Már Guðmundsson
SUMARIÐ 2016 Þessi æfingatafla tekur gildi 13. júní. Sunnudagar kl.13-14.15 Styrktaræfing hjá 4. og 5. flokki kvenna
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
17
201
ÍR - MEISTARAFL
Aftari röð frá vinstri: Sigurður H. Höskuldsson, Arnar Þór Valsson, Jónatan Hróbjartsson, Andri Jónasson, Jó son, Árni Þór Jakobsson, Már Viðarsson ,Jón Gísli Ström, Halldór Hrannar Halldórsson, Eiður Ottó Bjarnason Arnar Már Runólfsson, Jóhann Arnar Sigurþórsson, Þorsteinn Jóhannsson, Helgi Freyr Þorsteinsson, Halldó mannsson, Kristján Ari Halldórsson og Kristján Ómar Björnsson. Sumarið 2015
Þriðja árið í röð sat ÍR eftir í 2. deildinni og aldrei hefur það verið eins sárt og síðasta sumar. Liðið vann sex fyrstu leikina, þar af fimm þá fyrstu án þess að fá á sig mark. Svo gerði það jafntefli og vann síðan þrjá leiki, áður en fyrsta tapið kom. Og að loknum ellefu umferðum var ÍR efst með 28 stig. Leiknir á Fáskrúðsfirði var fjórum stigum neðar og Huginn á Seyðisfirði fimm. Á þessum tímapunkti sáu hörðustu ÍR-ingar 1. deildina í hillingum, enda var það aldrei inni í myndinni hjá þeim – og eflaust mörg-um fleiri – að Austfjarðarliðin, Leiknir
18
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
og Hugin færu bæði upp. Þau voru hins vegar ansi seig, óx ásmegin eftir því sem leið á sumarið og fóru á endanum upp um deild, en ÍR sat eftir eina ferðina enn. Það var vissulega blóðugt því byrjun þess hafði lofað svo góðu. Að sama skapi var endaspretturinn dapur – einungis fimm stig í fimm síðustu umferðunum – og fjórða tímabilið í röð í 2. deildinni blasti við Breiðholtsliðinu. ÍR missti nokkra leikmenn í háskólanám til Bandaríkjanna í ágústmánuði, þar á meðal helsta markaskorara sinn, Jón Gísla Ström, en einnig sóknarmennina Andra Jónasson og Martein Urbancic. Patrik Snær Atlason átti að
bera uppi sóknarlínuna að þeim brottförnum, en varð fyrir því óláni að meiðast illa þegar nokkrir leikir voru eftir af tímabilinu og þar af leiðandi var orðið fátt um eiginlega framherja innan raða ÍR þegar kom að lokatörninni. Það hefur eflaust haft sitt að segja í bakslaginu sem liðið þurfti þá að glíma við. Ekki verður minnst á frammistöðu ÍR í bikarkeppninni á síðasta ári – nema það eitt sagt – að liðið féll þar úr leik í annarri umferðinni fyrir vinafélagi sínu, Létti, og voru margir lengi að ná sér eftir þá niðurstöðu!
16
LOKKUR KARLA
ón Tómas Rúnarsson, Björn Anton Guðmundsson, Alexander Kostic , Arnór Björnsson, Guðjón Gunnarsn og Eyjólfur Þórður Þórðarson. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Gísli Snorrason, Trausti Björn Ríkharðsson, ór Arnarsson, Magnús Þór Magnússon, Hilmar Þór Kárason, Guðfinnur Þórir Ómarsson, Andri Már Her-
Sumarið 2016
Síðasta sumar varð á endanum þriggja liða einvígi um tvö efstu sætin í 2. deildinni og þegar upp var staðið kom það í hlut ÍR að halda þar kyrru fyrir. Nú í sumar gerir ÍR fjórðu tilraunina í röð til þess að komast upp í 1. deild og sennilega munu fleiri lið gera sig gildandi í toppbaráttunni en í fyrra. ÍR verður auðvitað þar á meðal, en skrifari þessara lína spáir því
ennfremur að Grótta, KV, Vestri (áður BÍ/ Bolungarvík), Njarðvík og Magni á Genivík – sem á eftir að koma á óvart, sanniði til – verði þar einnig. Svo er bara að vona það besta!
Þjálfarinn
Arnar Þór Valsson var þjálfari ÍR sumarið 2015 og verður það einnig 2016, sem þýðir að hann hefur þá haldið um stjórnvölinn
hjá meistaraflokki karla fjögur ár í röð. Addó, eins og hann er kallaður, hefur unnið mjög gott starf við til þess að gera erfiðar aðstæður, en allan þann tíma sem hann hefur stýrt liðinu hefur keppikefli knattspyrnudeildarinnar fyrst og fremst verið að rétta af fjárhaginn. Það hefur gengið bærilega og nú þarf liðið sjálft að stíga næsta skref – upp í 1. deild.
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
19
eykjavík Laugarnar í R
Fyrir líkaammaa lík
og sál fyrir alla fjölskyl duna
20
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000
• www.itr.is
DOMINO’SMÓTIÐ 2016
Líf og fjör var á ÍR vellinum fimmtudaginn 5. maí, uppstigningardag, þegar 6. flokkur karla hélt sitt árlega vormót. Mótið var haldið í samvinnu við Domino´s og var vel sótt. Um 300 framtíðarstjörnur fótboltans mættu til leiks og komu úr 7 félögum: Aftureldingu, Álftanesi, Breiðabliki, Fylki, Haukum og Skallagrími, auk ÍR. Leikið var í 5 manna liðum
á 7 völlum samtímis og því var í mörg horn að líta fyrir foreldra strákanna en þeir höfðu veg og vanda að keppninni. Inni á vellinum voru það hins vegar strákarnir sem sýndu sínar bestur hliðar og oft á tíðum frábær tilþrif. Þó hart hafi verið tekist á var það ánægjan og leikgleðin sem var í fyrirrúmi enda ekkert skemmtilegra en að fá að takast á við
jafnaldra sína úr öðrum liðum. Allir þátttakendur voru síðan leystir út með pizzum, fótboltaspilum og verðlaunapeningum. Að lokum vilja ÍR-ingar þakka þeim sem lögðu sitt á vogarskálarnar; keppendum, foreldrum, dómurum og Domino´s til að gera þennan dag að þeirri frábæru skemmtun sem raunin varð.
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
21
22
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
YFIRHEYRSLAN
Fullt nafn: Heba Björg Þórhallsdóttir. Gælunafn: Heba, létt og laggott. Aldur: 24 að detta í 25. Númer á treyju: 20. Á lausu eða í sambandi? Í sambandi. Staða á vellinum: Fremst á miðju. Hvað eldaðir þú síðast? Pizzu. Hvað viltu fá á pizzuna þína? Sósu, skinku, smá pepp og bacon, hvítlauk, smá rjómaost og engan pizzaost = veisla. Uppáhalds sjónvarpsefni? Friends klikkar aldrei. Er svo frekar mikill Biggest Loser fan í laumi. Besta bíómyndin? Gladiator. Uppáhaldstónlistarmaður? Amy Winehouse. Frægasti vinur þinn á Facebook? Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló). Ertu hjátrúarfull fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Nei, ekki lengur, hélt að Toffipops myndi veita mér lukku … það gerir það ekki. Uppáhaldsstaður í Breiðholtinu? Hertz völlurinn! (og kjallarinn hjá Strósu) Í hvernig takkaskóm spilaru? Nike Mercurial Vapor. Fyrri lið? Sindri og Þróttur í stutta stund. Besti samherjinn? Allar frekar nettar, ekki hægt að gera upp á milli þessa snillinga. Lélegust í reitarbolta? Guðrún klobbameistari. Mesti sprellarinn í liðinu? Ástrós og Andrea eru flottar saman. Mesti höstlerinn í liðinu? Auðveld þessi, Andrea Magg. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Vera með Gumma í liði (versti markmaður Íslands sennilega). Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Ekkert eitt, góður klefa listi er nauðsyn. Sætasti sigurinn? Með ÍR er það klárlega gegn KR í Reykjavíkurmótinu. Mestu vonbrigði? Að Ástrós sé númer 10. Vandræðalegasta augnablikið? Pass. Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Þessi er easy - Liverpool, ojbara. Skemmtilegt atvik sem gerst hefur í leik: Þegar Selma datt við að taka innkast gegn Keflavík, það var mjög skemmtilegt fyrir alla nema hana. Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Bannað að dúndra. Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki í leik nei, mögulega á æfingu. Besta ÍR-minningin? Á þær ekki margar ennþá, en besta minningin hingað til var fyrsta markið – það er alltaf skemmtilegt að skora. Fallegasti knattspyrnumaður Íslands? Þorsteinn Roy Jóhannsson, wow. Besta knattspyrnukona Íslands í dag? Margrét Lára fær að eiga þennan titil þar til hún hættir sennilega. What a woman. Komdu með eina sturlaða staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er varla með eyrnasneppla. Eitthvað að lokum? Lifi …… ÍR!
Heba Björg Þórhallsdóttir
LEIÐINLEGASTI SVÍINN! Framundan er mikil knattspyrnuveisla - sjálft Evrópumót landsliða og Ísland er þar á meðal eins og hvert mannbarn á landinu veit. Um mánaðamótin maí/júní kemur út bók þessu tilheyrandi. Hún heitir LARS LAGERBÄCK OG ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ. Höfundur hennar er Guðjón Ingi Eiríksson og fjallar hann þar m.a. um aðdragandan að ráðningu Lars hingað til lands, rekur knattspyrnu- og þjálfaraferil hans, “ást” hans á leikkerfinu 4-4-2, samstarf hans og Heimis, uppbyggingu liðs- og blaðamannafundanna og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt. Hér á eftir verður gripið niður í einn kafla bókarinnar: Þegar það kvisaðist út í október 2011 að Lars yrði ráðinn landsliðsþjálfari Íslands var í DV viðtal við Simon Bank, pistlahöfund hjá Aftonbladet í Svíþjóð, sem þekkir vel til Lars, bæði sem þjálfara og persónu. Svíinn nefndi bæði kosti og galla landa síns og dró ekkert undan. Í máli hans kemur fram að Lars sé mikill nákvæmnismaður og gefi smáatriðunum mikinn gaum, sé góður takt-
ískur þjálfari, en byggi ákvarðanir sínar frekar á regluverki en tilfinningu fyrir leiknum. „Sterkasta hlið Lagerbäck er varnarleikurinn myndi ég segja. ... Ég hef túlkað hugmyndafræði hans þannig að hann taki sjaldan áhættu. Því eins og ég segi leggur hann ríka áherslu á varnarleikinn og vill
loka fyrir allar leiðir andstæðingsins að markinu og koma í veg fyrir sóknarbolta hjá honum.“ (DV, 14.16. október 2011.) Þegar talið barst að veikleika Lars, svaraði Benk: „Að hvetja menn, vinna með leikmenn maður á mann, tala við pressuna og þá skortir hann alla hlýju sem persónu.“ (DV, 14.-16. október 2011.) Á meðan Lars stýrði sænska landsliðinu hafði hann það orð á sér að „hata blaðamenn“. Hvort
það á við einhver rök að styðjast verður ósagt látið, en hann hefur þó alltaf hegðað sér mjög fagmannlega í samskiptum sínum við fjölmiðlamenn og kemur eins fram við þá alla, óháð því hvort honum líkar við þá eða ekki. Sumir blaðamannafundir skera sig úr og lifa lengur í minningunni en aðrir – og þá ekki alltaf fyrir gáfulegheit. Þannig var með einn slíkan sem Lars sat, ásamt Zlatan Ibrahimovic, þegar hann stýrði sænska landsliðinu. Á fundinum voru tveir náungar sem sáu um einhvern skemmtiþátt í sjónvarpinu. Þeir höfðu engan áhuga á knattspyrnu, en létu þó manna mest í sér heyra og spurðu Lars og Zlatan út í eitthvað sem átti að gerast eftir 100 þúsund ár. Lars svaraði því til að þeir væru ekki hérna til að tala um slíka hluti og í framhaldinu útnefndu þeir hann í þætti sínum „leiðinlegasta Svíann“. Sagan af þessum fundi hefur eitthvað skekkst í áranna rás og ýmsir halda að Lars hafi hlotið þennan titil í kosningu þar um. Svo er alls ekki, heldur kemur þarna til grallaraháttur tveggja spaugara. ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
23
24
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
4. FLOKKUR KVENNA
Efri röð f. vinstri: Helga Dagný Bjarnadóttir þjálfari, Margrét Júlía Skúladóttir, Elísabet Lilja Ísleifsdóttir, Marý Elísabet Magnúsdóttir, Dagný Rut Imsland, María Karenardóttir, Maren Rún Gísladóttir, Bergdís Sóley Sveinsdóttir og Álfheiður Bjarnadóttir. Fremri röð f. vinstri: Elín Kristjánsdóttir, Natalia Talkowska, Jóhanna Birna Guðmundsdóttir, Halla Hrund Ólafsdóttir, Guðrún Pála Árnadóttir og Hekla Dís Kristinsdóttir.
7. FLOKKUR KARLA
6. FLOKKUR KARLA
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
25
VAR 100% VISS UM AÐ ÉG MYNDI DEYJA UM NÓTTINA Viðtal við Alexander Kostic, leikmann meistaraflokks ÍR Síðastliðið haust birtist á fotbolti.net viðtal Magnúsar Más Einarssonar við Alexander Kostic, leikmann meistaraflokks ÍR. Það á tvímælalaust erindi við okkur öll og því fengum við góðfúslegt leyfi þeirra beggja til að birta það í ÍR-blaðinu. Fer það hér á eftir, en rétt er að taka það fram að þar sem talað er um í fyrra eða í fyrrasumar á við árið 2014:
Gat ekki verið einn heima
Alexander náði á einhvern hátt að klára háskólanám síðastliðið vor þrátt fyrir kvíðann. Hann spilaði hins vegar ekkert með ÍR framan af sumri enda í engu standi til þess. „Ég var orðinn 60 kíló og allir vöðvar voru farnir.
Ofsakvíði
„Þegar ég fór að sofa var ég 100% viss um að ég væri að fara að deyja um nóttina. Það væri pottþétt að ég væri að fá hjartaáfall.“ Svona lýsir Alexander Kostic, fyrirliði ÍR, því hvernig það var að vera með ofsakvíða sem hann glímdi við í fyrra. „Ég var að rúnta með Torfa Karli Ólafssyni, vini mínum, og finn að ég er eitthvað þungur í brjóstinu. Maður hefur heyrt að það geti verið hjartaáfall og þarna fór ég að vera með kvíða. Ég fékk ofsakvíðakast og hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég fór upp á spítala og fékk þau skilaboð að það væri ekkert að mér. Næstu tvo til þrjá mánuðina vissi ég ekkert hvað var í gangi. Ég fór í hverja einustu rannsókn sem hægt var að fara í. Ég trúði því ekki að það væri ekkert að mér,“ segir Alexander.
Leiðin í átt að bata Í leit að bata fór Alexander reglulega til sálfræðingsins Hauks Haraldssonar. Hann fór einnig að taka inn lyf til að glíma við kvíðann. Hann náði í kjölfarið að komast á betra ról og spila síðustu fjóra leiki ÍR á síðasta keppnistímabili. Alexander hélt eftir það að hann væri algjörlega laus við kvíðann en svo var ekki. „Ég hætti á lyfjunum beint eftir síðasta deildarleik í fyrra en mér leið alls ekki vel. Ég var ennþá kvíðinn og fékk hjartsláttartruflanir á 43. mínútu í æfingaleik gegn Leikni í nóvember. Ég hélt að ég væri að fara að deyja. Ég labbaði að bekknum og bað um skiptingu. Þjálfararnir spurðu hvort þetta væri aftan í læri og ég sagði já. Ég laug að þeim að ég væri meiddur aftan í læri og þóttist vera meiddur í eina og hálfa viku eftir þetta. Ég hugsaði með mér eftir þetta að ég gæti ekki gert þetta áfram. Það er ósanngjarnt gagnvart liðsfélögum, þjálfurum og öllum. Ég æfði en ekki á fullu tempói, heldur dinglaðist þarna bara með og þorði ekki að taka almennilega á því. Í mars þá talaði ég við Hauk sálfræðing og hann sagði mér að taka lyfin aftur og láta reyna á þetta í sumar. Ég tek ennþá hálfa töflu á dag en ég hef ekki farið til sálfræðings í nokkra mánuði.“
Í sjúkrabíl af æfingu
Alexander hafði aldrei fundið neitt þessu líkt áður á ævinni og var viss um að hann væri með einhvern lífshættulegan sjúkdóm. Rannsóknir sýndu ekkert og eftir nokkra vikna hlé ákvað hann að mæta á fótboltaæfingu á nýjan leik. „Ég mætti á æfingu en fékk ofsakvíðakast og hélt að það væri að líða yfir mig. Það var kallað í sjúkrabíl sem sótti mig á æfingu á ÍR-völl. Ég fór aftur í hjartaskoðun og það var ekkert að mér. Læknirinn spurði mig þá hvort þetta gæti verið kvíði en ég sagði að það gæti ekki verið. Þarna var kvíði ekkert uppi á borðinu. Ingólfur Sigurðsson var ekki búinn að fara í viðtalið sem opnaði á þessa umræðu og ég spurði sjálfan mig: „Hvað er kvíði?“ Er það ekki bara að vera stressaður fyrir próf?“ Líðan Alexanders versnaði til muna og hver dagur varð mikil þjáning. „Eftir þetta tók við helvíti á jörðu. Hver einasti dagur þarna snérist um að lifa af. Ég fór í rúmið á kvöldin og var bókstaflega dauður. Ég var búinn á því eftir daginn og grét og grét. Ég var að fá 7-8
Ég borðaði ekki, ég svaf ekki og ég var kvíðinn allan daginn. Mér var alltaf óglatt og þegar þú borðar ekki og sefur ekki þá færðu meiri líkamleg einkenni. Þegar ég fór að sofa var ég 100% viss um að ég væri að fara að deyja um nóttina. Það væri pottþétt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég var ótrúlega háður öllum mínum nánustu á þessum tíma. Ég gat ekki verið einn heima. Ég gat varla farið í sturtu. Ég hafði ólæst til að einhver gæti
„Þetta er lítill púki á öxlinni á þér en þú verður að hunsa hann og vera svolítill kall á móti honum, þá er allt hægt.“ ofsakvíðaköst á hverjum degi. Eitt kvöldið lá ég til dæmis uppi í rúmi og var dofinn frá sköflungi og niður. Ég fann ekki fyrir tánum á mér. Pabbi og stjúpmamma settu teppi yfir mig og klæddu mig í skó en ég fann ekkert. Þá var ég 110% viss um að ég væri með MS og þetta væri taugasjúkdómur. Ég var jafn viss um að ég væri með MS eins og að þessi veggur er hvítur,“ segir Alexander og bendir á vegginn við hliðina á sér.
26
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
fór að trúa því að hann væri í raun og veru að glíma við kvíða. „Það tók 6-7 mánuði fyrir mig að viðurkenna að þetta væri kvíði. Ég las viðtalið við Ingólf og talaði við hann. Þetta er rosalega erfitt og fólk þekkir oft ekki hvernig er að glíma við svona sjúkdóm. Í fyrra sumar var ég til dæmis spurður að því hvort ég gæti ekki harkað af mér bara. Þetta er ekki þannig. Þetta er ekki eins og að fá hné í læri í fótboltaleik. Ég fór ennþá lengra niður eftir að ég fékk þessa spurningu“
komið inn og bjargað mér ef ég myndi fá hjartaáfall. Þú býrð til þráhyggju og kvíðinn ýtir þvílíkt undir hana. Ég fór til sálfræðings og eftir svona 20 tíma sætti ég mig við það að ég væri með kvíða. Fram að því var ég alltaf ákveðinn í að ég væri með alvarlegan líkamlegan sjúkdóm og ég trúði aldrei orðum sálfræðingsins.“ Í fyrrasumar fór Alexander að átta sig á því að það væri í raun ekkert að honum líkamlega. Hann
Fékk kvíðakast þegar hann tók hornspyrnu
Síðan í mars hefur Alexander varla misst úr leik með ÍR og hann hefur verið fyrirliði liðsins í toppbaráttunni í 2. deildinni. Kvíðinn skýtur upp kollinum af og til en Alexander er búinn að læra að takast á við hann. „Í leik á móti Hugin í sumar var ég að fara að taka horn þegar ég fékk kvíðakast. Ég fékk dofa í löppina og kvíðaeinkenni. Ég hugsaði: „Ef ég er að fara að deyja þá gerist það bara. Ég get ekkert gert í því.“ Þú verður að vera ógeðslega ýktur að tala við sjálfan þig. Áhorfendur voru að kalla þegar ég tók hornið og ég var stjarfur. Ég tók hornið og skokkaði síðan til baka. Þjálfarinn fór að öskra á mig af því að ég var ekki með í leiknum í svona hálfa mínútu. Ég hélt áfam með leikinn og þetta fór. Þetta er lítill púki á öxlinni á þér en þú verður að hunsa hann og vera svolítill kall á móti honum, þá er allt hægt. Kvíðinn er þarna en þú þarft að læra á hann og láta hann ekki stjórna þér. Þetta er langt ferli. Ég er ennþá kvíðasjúklingur í dag og ef ég fæ slæman hausverk þá hugsa ég hvort það sé heilablóðfall en ég næ svo að ýta þessu frá mér.“
Þakklátur að geta spilað fótbolta
ÍR-ingar rétt misstu af sæti í 1. deild eftir harða baráttu við Hugin og Leikni Fáskrúðsfirði. „Ég var ákveðinn í að koma út með þessi vandamál mín eftir tímabilið en þá ætlaði ég að vera farinn upp um deild og vera með bikar í hönd. Fyrsta sem ég hugsaði eftir að sá draumur var úti var „fokk, mér mistókst“. Ég hugsa samt ekki þannig núna. Þrátt fyrir allt er ég búinn að spila 19 leiki og vera fyrirliði liðsins og ég er mjög stoltur af því. Fyrir ári gat ég ekki einu sinni verið einn heima. Eftir það sem maður hefur lent í þá verður maður þakklátur að geta spilað fótbolta. Lagt sig fram og svitnað. Það er þröskuldur að komast yfir það að hugsa ekki um að þú fáir hjartáafall ef þú reynir of mikið á þig. Ég er hættur að fá ofsakvíðaköst. Ég fæ mikinn kvíða en það er eins og heilinn átti sig á því að þetta er false alarm eftir allt sem á undan er gengið.“ Alexander segir að liðsfélagarnir hafi ekki áttað sig á því hvað var í gangi fyrst þegar hann tók sér hlé frá æfingum. Hann segir hins vegar að þeir hafi sýnt honum mikinn stuðning allan tímann. „Það er þeim að þakka að ég er sá sem ég er í dag. Þeir gerðu mikið fyrir mig þó að þeir hafi kannski ekki vitað af því. Þegar ég mætti á æfingar þá knúsuðu þeir mig og sögðust sakna mín. Maður tárast af því að tala um þetta. Ég var alltaf áfram einn af strákunum og maður vildi komast aftur á fótboltavöllinn fyrir þá. Ég er líka mjög ánægður með Addó (Arnar Þór Valsson, þjálfara ÍR). Hann var mjög skilningsríkur og gaf mér allan þann tíma sem ég þurfti.“
Allt í lagi að tala við þjálfara
Luka Kostic, faðir Alexanders, hefur stutt son sinn í ferlinu líkt og aðrir í fjölskyldunni. Í fyrra mætti hann meðal annars með Alexander á æfingar hjá
ÍR þegar kvíðinn var sem verstur. Luka er reyndur þjálfari og þekkir því fótboltaheiminn vel , en þar er umræðan byrjuð að opnast um andleg veikindi hjá leikmönnum. „Það þarf að vera viðurkennt í fótboltanum að andlegir kvillar fylgja líka og eru algengir. Það er skemmtilegt hvað hann hefur breyst af því að sjá mig ganga í gegnum þetta. Þetta er svo ótrúlega karllægur heimur. Við erum svo lokaðir sem fótboltamenn og manneskjur. Það er allt í lagi að tala við þjálfarann ef þú ert með kvíða. Hann er ekki að fara henda þér út úr liðinu. Maður myndi halda að í öllum tilvikum myndi þjálfari leitast eftir því að útvega leikmanni sínum þá viðeigandi hjálp sem hann þarf. Það þarf að vera viðurkennt í fótboltanum að andlegir kvillar fylgja líka og eru algengir. Það getur leitt til hrikalegra atburða ef maður er kvíðinn og þunglyndur og segir ekki neitt,” segir Alexander og bendir á að hann sjálfur horfi allt öðruvísi á lífið núna en í byrjun árs 2014. „Ég er búinn að fá nýja lífssýn. Núna snýst lífið um að gera þá hluti sem mér finnst skemmtilegir og ef ég hef eitthvað að segja þá hika ég ekki við það. Þetta hefur verið ótrúlega þroskandi ferli. Maður var svolítill spaði með stæla en í dag sér maður betur ef einhverjum líður illa og vill hjálpa.“
„Þú verður að leita þér hjálpar“
Undanfarna mánuði hefur orðið mikil vitundarvakning á andlegum veikindum hjá íþróttamönnum. Margir leikmenn hafa stigið fram og sagt frá baráttu sinni við andleg veikindi. Rauði krossinn hefur einnig staðið fyrir átaksverkefninu Útmeða þar sem ungir karlmenn eru hvattir til að tala um það ef eitthvað bjátar á. Því liggur beinast við að spyrja Alexander að því hvað aðilar í svipuðum sporum og hann geti gert til að leita sér hjálpar? „Í raun er þetta eitthvað sem getur gerst fyrir
hvern sem er og hvenær sem er. Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta var fyrst. Ég vissi ekki hvað í ósköpunum þetta væri en núna ætti einhver sem lendir í svipuðum aðstæðum kannski að átta sig á því fyrr og sleppa við svona langt ferli eins og ég lenti í. Þú verður að bera virðingu fyrir kvíðanum og gera eitthvað í þínum málum. Ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég væri með kvíða og leyfa mér að vera það. Síðan þarftu að fara í hugræna atferlismeðferð hjá sálfræðingi og taka lyf. Fólk hugsar oft að það vilji ekki taka lyf en það þarf. Þú verður að leita þér hjálpar. Bestur dagarnir í fyrra voru þegar ég talaði við sálfræðinginn. Það var svo gott að geta létt af mér. Það er ógeðslega mikilvægt að hafa fyrirmynd eins og Ingó í þessu. Það er auðveldara í dag að leita að fyrirmyndum og fá hjálp. Ég og Ingó erum tilbúnir að taka við hvaða símtölum og emailum sem er til að hjálpa öðrum. Vitundarvakningin er mjög góð og vonandi heldur það áfram. ÍSÍ þarf samt aðeins að bregðast við. Mér finnst ekki eðlilegt að íþróttafélög sjái fyrir sjúkraþjálfarakostnaði vegna meiðsla, en ekki neinu gagnvart andlegum veikindum. Ef ég er leikmaður með andlega kvilla og fer til þjálfara míns þá þarf hann að vera með boðleiðir fyrir mig til að eitthvað ferli fari af stað. Til dæmis sálfræðing hjá ÍSÍ eða eitthvað svoleiðis,” sagði Alexander að lokum.
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM, OSTAGOTT EÐA KANILGOTT OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345
DOMINO’S APP
WWW.DOMINOS.IS
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
27
HEILRÆÐI Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir. Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans, ekki reyna að hafa áhrif á hann meðan á leik eða æfingu stendur og látið hann um þjálfunina og leikstjórnunina. Ekki hrópa og kalla á ykkar börn á æfingum og í leikjum, það truflar einbeitingu þeirra og gerir þau taugaóstyrk. Hvetjið liðið í heild, ekki bara ykkar börn. Látið aðeins jákvæð og hvetjandi orð frá ykkur fara,þetta er bara leikur og ánægjan yfir því að taka þátt er númer 1. Hafið hvatninguna einfalda og almenna, ekki reyna að fjarstýra börnunum frá hliðarlínunni, það ruglar þau. Sýnið ekki mótherjum barnanna ykkar neikvætt viðhorf, gagnkvæm virðing og kurteisi er hinn sanni íþróttaandi. Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs, ekki gagnrýna þegar illa gengur. Hvetjið þau og uppörvið eftir tapleiki og klappið fyrir þeim þó leikurinn hafi ekki unnist. Lítið á dómarann sem leiðbeinanda barnanna, ekki gagnrýna ákvarðanir hans. Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið. Sýnið starfi félagsins virðingu, verið virk á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um starfsemina, þar er ykkar vettvangur. Athugið hvort þið getið orðið að liði á einhvern hátt, það eru foreldrar sem sjá um alla starfsemina í yngri flokkunum og þeir gætu þurft hjálparhönd - margar hendur gera verkið auðvelt.
28
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
HVAÐ VEISTU UM ENSKA BOLTANN? 1. Hjá hvaða liði hóf Aaron Ramsey knattspyrnuferil sinn? 2. Leicester var á alla vörum síðasta vetur og ekki að ástæðulausu. Tveir Íslendingar og það Skagamenn að upplagi hafa í gegnum tíðna leikið með því. Annar þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, en hver er hinn og hér kemur ein vísbending: hann er í dag einn af þessum svokölluðu sparkspekingum? 3. Hverrar þjóðar er Emre Can? 4. Frá hvaða liði keypti Manchester United varnarmanninn Chris Smalling á sínum tíma? 5. Hver af þessum knattspyrnustjórum hefur aldrei haldið um stjórnvölinn hjá Chelsea: Luiz Felipe Scolari, Claudio Ranieri, Gianfranco Zola eða Rafael Benítez?
7. Hvaða enski framherji fæddist 28. júlí 1993, er 188 cm á hæð, dekkur ekki áfengi eða sækir næturklúbba, nýtur þess að labba með labrador-hundana sína tvo, Brady og Wilson, og er af sumum kallaður „Hurricane“? 8. Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Britannia Stadium? 9. Umrætt lið var stofnað í London árið 1895 og hét í fyrstu Thames Ironworks. Það er eitt af átta atvinumannaliðum á Englandi sem aldrei hefur leikið neðar en í næst efstu deildinni og hefur reyndar verið á talsverðu flakki á milli tveggja efstu deildanna. Það er í efstu deildinni núna, hefur getið af sér marga góða knattspyrnumenn í gegnum tíðina, en getur þó ekki talist sigursælt þegar titlar eru annars vegar. Hefur til dæmis aldrei orðið Englandsmeistari, en hins vegar unnið bikarinn þrívegis, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni og jafnoft Intertoto-bikarinn. Gælunafn þessa liðs er „Hamrarnir“, en hvert er heiti þess? 10. Hver tók við stjórnartaumunum hjá Southampton þegar Mauricio Pochettino hvarf þaðan á braut til að taka við Tottenham?
6. Wigan (sigraði 1-0). 7. Harry Kane. 8. Stoke. 9. West Ham. 10. Ronald Koeman.
SVÖRIN
6. Hvaða lið, sem vart getur talist annað en smálið, lagði Manchester City að velli í úrslitaleik bikarkeppninnar 2013?
1. Cardiff. 2. Arnar Gunnlaugsson. 3. Þýskur. 4. Fulham. 5. Gianfranco Zola (lék bara með Chelsea, en stýrði því aldrei).
Hér á eftir eru 10 „laufléttar“ spurningar úr enska boltanum og auðvitað geturðu svarað þeim öllum – nema hvað! Svörin við þeim eru hér að neðan og það á hvolfi, bara til þess að þú getir fullvissað þig um að svar þitt sé rétt. Hefjum leikinn:
SKEMMTIDAGUR MEÐ MEISTARAFLOKKI KARLA OG KVENNA
ehf.
Melabraut 27 • 220 Hafnarfjörður • Sími 575 9700 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
29
ÍR vörurnar fást hjá okkur
IR_Hertz_Helm_A4_002_2016.pdf 1 13/05/2016 09:20:49
30
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
NÝR YFIRÞJÁLFARI
Síðastliðið haust var Sigurður Þórir Þorsteinsson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR og er um hlutastarf að ræða. Hann er ÍR-ingur í húð og hár og þekkir félagið eins og handarbakið á sér, lék með því upp alla flokka og hefur á einhverjum tímapunkti komið að þjálfun þeirra allra, en alls hefur hann starfað við knattspyrnuþjálfun í 34 ár og geri aðrir betur. Sigurður Þórir er íþróttakennari að mennt, út skrifaðist sem slíkur árið 1996, og hefur kennt í Borgarholtsskóla, framhaldskólanum í Grafarvogi, síðan seint á síðustu öld, eða frá 1999. Hann er, auk þessa og starfsins hjá ÍR, kennari á þjálfaranámskeiðum og í þjálf-araskóla KSÍ, situr jafnframt í fræðslunefnd sambandsins og gegnir ennfremur formennsku í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands. En í hverju felst starf yfirþjálfara: „Starf mitt felst í því að styðja við þjálfara deildarinnar í störfum þeirra, þjálfa þjálfarana, halda þjálfarafundi og auka gæði þjálfunarinnar. Ég kem að ráðningu þjálfara fyrir hvert tímabil - vinn í undirbúningi að æfingatöflu deildarinnar fyrir hvert tímablil (haust, vor og sumartöflu). Vinn einnig í kynningarmálum fyrir deildina ásamt öðrum þjálfurum deildarinnar, barnaog unglingaráðinu og stjórn hennar. Markmið okkar er að auka gæði þjálfunarinnar með vel menntuðum þjálfurum og fjölga iðkendum deildarinnar. Vonumst við til þess að árið 2020, þegar knattspyrnudeildin verður 50 ára (endurvakin árið 1970), verði fjöldi iðkenda um 500 talsins, en í dag eru 397 iðkendur hjá knattspyrnudeild ÍR.“ Þrátt fyrir að Siggi hafi varið drjúgum hluta ævi sinnar á knattspyrnuvöllum þá gafst honum engu að síður svigrúm til að gifta sig og það sem meira er – eignast tvö börn! Knattspyrnudeild ÍR væntir mikils af störfum Sigurðar Þóris, en hann tók við þessu embætti af Halldóri Þ. Halldórssyni og eru hinum síðarnefnda hér með færðar þakkir fyrir mikið og óeigingjart starf í þágu félagsins til margra ára.
VERTU BESTA EINTAKIÐ AF SJÁLFUM ÞÉR
-hreyfa börn sig nóg?
Ritstjórar ÍR-blaðsins báðu Sigurð Þóri Þorsteinsson, yfirþjálfara yngri flokka félagsins og þjálfara og íþróttakennara til margra ára, um að taka sama stuttan heilsupistil sem ætti ekki hvað síst erindi til iðkendanna í yngri flokkunum. Hann brást vitaskuld vel við því og hér kemur pistillinn: Þegar fjalla á um heilsuna koma margir hlutir upp í hugann. Það er mjög mikilvægt að huga vel að henni á öllum aldursstigum lífsins. Það eru töluvert breyttir tímar í dag miðað við það þegar ég lék mér í Bakkhverfinu sem strákur (átti heima á Jörfabakka). Núna er framboðið á afþreyingarefni fyrir börn og unglinga orðið það mikið að það er á kostnað hreyfingarinnar hjá mörgum. Skjááhorf er orðið allt of mikið í dag, þá á ég við að horfa á sjónvarp og tölvu. Gallinn er sá að sum börn fara til vina/vinkvenna sinna og halda foreldrar að þau séu að fara út að leika en þá halda þau bara áfram í tölvuleikjum í stað þess að hreyfa sig eitthvað utandyra. Ýmsir takmarka tíma barnanna sinna í skjááhorfi og tel ég það mjög góðan kost. Miklu sniðugara er samt að fara út að leika sér, t.d. í fótbolta. Það að æfa fótbolta og aðrar íþróttir og hafa gaman af er
MEIÐSLAPÉSINN
Í lok febrúar síðastliðinn var þessa frétt, um knattspyrnumanninn Gareth Bale, að finna á hinum vinsæla vef fotbolti.net: „Hinn 26 ára gamli Bale hefur misst af síðustu sex meiðslum vegna meiðsla á kálfa en hann hefur misst mikið úr vegna meiðsla síðan hann kom til Real árið 2013.“ Líklega þarf býsna alvarleg meiðsli til að missa af meiðslum!
KOSTULEGAR KNATTSPYRNULÝSINGAR Hér á eftir eru nokkrar ófeðraðar knattspyrnulýsingar og það skal tekið fram að þær eru ekki ættaðar frá Íslandi: „Ef Englendingar ætla að vinna þennan leik, þá verða þeir að skora.“
frábært og bara af hinu góða. En það er ekki nóg, það þarf að hugsa vel um mataræðið, koma við í öllum fæðuflokkunum, borða 5 - 6 sinnum á dag. Einnig er mjög mikilvægt að hugsa vel um svefninn, hvíldina, sofa nægilega mikið. Þessir þrír þættir, hreyfingin (t.d. fótboltinn), hollt mataræði og hvíldin verða að vinna saman. Oft er þetta kallað H-in þrjú. Mikilvægt er fyrir íþróttafólk að vera þolinmótt, góðir hlutir gerast hægt eins og sannast hefur hjá nokkrum atvinnumönnum sem hafa ekki verið í efsta liði hjá sínum félagsliðum en aldrei gefist upp og komist í aðalliðið og síðar meir í landslið. Stundvísi - skipulag og að setja sér markmið til styttri og lengri tíma skiptir mjög miklu máli. Þú færð eitt aðalhlutverk á ævinni og það er að vera þú sjálf/ur. Vertu besta eintakið af sjálfum þér. ÁFRAM ÍR Kveðja, Siggi
„Celtic-menn höfðu níu stiga forskot um tíma, en á lokasprettinum fór skip þeirra út af teinunum.“ „Ef sagan endurtekur sig, þá megum við búast við því sama aftur.“ „Davie Hay, framkvæmdastjóri Celtic, á ennþá nokkra óþreytta fætur uppi í erminni.“ „Souness gaf Fleck annað tækifæri og hann greip það með báðum fótum.“ „Það yrði algjör skömm ef annað hvort liðið ynni. Það á að sjálfsögðu við um bæði liðin.“ Og svo ein feðruð í lokin:
RÖSKLEGA SVARAÐ Knattspyrnuleikir bjóða oft og tíðum upp á óvænta hluti og það gerðist einmitt í viðureign Leiknis og ÍR í Reykjavíkurmótinu síðasta vetur, nánar tiltekið í janúar. Leiknir komst í 3-0 þegar ellefu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og björninn virtist unninn. En einmitt þá hrukku ÍR-ingar í gang og jöfnuðu leikinn með nokkuð rösklegum hætti og geri aðrir betur með bakið gjörsamlega upp að vegg. Jóhann Arnar Sigurþórsson skoraði fyrsta mark þeirra úr vítaspyrnu á 69. mínútu, Arnar Már Runólfsson bætti öðru marki við mínútu síðar og Már Viðarsson kvittaði svo út forystu Leiknis með marki á 72. mínútu. Úrslitin urðu því jafntefli, 3-3.
„Hann hefur ekki einungis gefið Junior Lewis rauða spjaldað, heldur einnig rekið hann af velli.“ Chris Kamara, leikmaður hvorki fleiri né færri en ellefu liða, steinhissa í knattspyrnulýsingu.
8. FLOKKUR Á ÆFINGU
RITSTJÓRN: Atli Geir Jóhannesson, Guðjón Ingi Eiríksson og Sigurður Ómarsson. AUGLÝSINGAR: Atli Geir, Árni Birgisson, Sigurfinnur Sigurjónsson og fleiri. LJÓSMYNDIR: Bjarki Viðarsson og Þorsteinn Jóhannesson. UMBROT: Atli Geir - ÁBYRGÐARMAÐUR: Runólfur B. Sveinsson - PRENTUN: Litlaprent ehf. ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
31
GLASSLINE Unidrain® er þekkt um heim allan fyrir gólfniðurföll sem hafa breytt hugmyndum okkar hvar og hvernig niðurföllum er komið fyrir. Uppsetning á GlassLine (sambyggt niðurfall og sturtuhlið) frá unidrain® byggir á sömu grundvallarhugmyndum og er örugg lausn með sérstaklega fallegum frágangi.
Smiðjuvegi 76
www.unidrain.dk
32
ÍR - KNATTSPYRNA - 2016
• Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
•
Sími 414 1050