KNATTSPYRNU SUMARIÐ
okkar
2014
LEIKIR SUMARSINS MEISTARAFLOKKUR KARLA YNGRI FLOKKAR
MEISTARAFLOKKUR KVENNA FRÓÐLEIKSMOLAR
SUMARNÁMSKEIÐIN
HLYNSMÓTIÐ LEIKSKÓLAVERKEFNIÐ
ALLIR Á VÖLLINN
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
1
2
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
Formannspistill Kæru ÍR-ingar! Tímabilið 2014 er handan við hornið og fyrsta hugsunin er tilhlökkun. Síðastliðið ár markaðist af því að tryggja rekstrargrundvöll knattspyrnudeildar ÍR og fá sjálfboðaliða til að taka þátt í uppbyggingu hennar. Í fyrsta skipti í langan tíma er rekstrarniðurstaðan jákvæð og vel það, en ánægjulegast er þó að öll ráð innan deildarinnar eru mönnuð kraftmiklu hugsjónafólki sem lætur sig starfið varða. Mótahald knattspyrnudeildarinnar verður aukið enn frekar milli ára og er fyrirhugað að halda fimm mót á vegum félagsins nú í ár, fjögur þeirra verða í samstarfi við Subway, en minningarmótið um Hlyn Sigurðsson verður í samstarfi við Þína verslun. Hlynsmótið verður nú haldið í fimmta sinn en tvö ný Subwaymót bætast nú við; fyrir 4. flokk karla og 4. flokk kvenna. Í þeim mótum verður spilað með níu í liði á velli sem spannar ,,teig á teig“ og er það algjör nýlunda hér á landi. Eru ýmsir spenntir að sjá útkomuna
Stuðningsmönnum ÍR mun í sumar gefast kostur á að kaupa ársmiða sem gildir á alla heimaleiki karlaliðs ÍR í 2. deildinni. Miðaverði er stillt í hóf, en ársmiðinn mun einungis kosta 4.500 krónur. Óhætt er að segja að stuðningsmenn fái mikið fyrir lítið því fyrir alla heimaleiki mun ársmiðahöfum gefast kostur á að sitja fundi með Arnari Þór Valssyni, þjálfara ÍR, þar sem farið verður yfir leikskipulag liðsins og mun hann svara spurningum stuðningsmanna eftir bestu getu. Boðið verður upp á súpu á fundunum fyrir ársmiðahafa. ,,Markmið okkar með þessu er að færa ÍR-liðið
úr því og mun KSÍ aðstoða ÍR við að taka saman skýrslu um hvernig til tekst, þ.e. upplifun iðkenda af því að keppa við slíkar aðstæður. Síðastliðið ár var gott í uppbyggingu meistara flokkanna okkar. Sú stefna að byggja á ÍR-ingum hefur gefið ungum leikmönnum meistara flokkana byr undir báða vængi og gefur það öðrum iðkendum, sem koma upp úr yngri flokka starfinu, réttar væntingar um framtíð þeirra innan ÍR. Hvort árið 2014 verði árangursríkt snýst nefnilega ekki bara um það hvort liðin okkar fari upp um deild, heldur fyrst og fremst hvort leikmenn okkar þroskist og dafni innan félagsins. Mikilvægast af öllu er samt að við í ÍR njótum fótboltasumarsins 2014 og stöndum saman innan vallar sem utan; látum gleðina og ánægjuna bera allt annað ofurliði og þá er næsta víst að árangurinn lætur ekki á sér standa. Áfram ÍR! Jóhannes Guðlaugsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR
nær stuðningsmönnum, koma á betra sambandi milli liðsins og okkar ómetanlegu stuðningsmanna. Samhliða því vonum við að áhorfendum fjölgi á Hertzvellinum enda þarf liðið virkilega á góðum stuðningi að halda í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Einar Þór Sigurðsson, fulltrúi í meistaraflokksráði ÍR í knattspyrnu. Ársmiðarnir verða til sölu í miðasölunni á Hertz-vellinum út maímánuð og eru stuðningsmenn hvattir til að láta þetta einstaka tilboð ekki framhjá sér fara.
ÓDÝRIR ÁRSMIÐAR
OG SÚPUFUNDIR
ÓDÝRIR ÁRSMIÐAR
OG SÚPUFUNDIR
KÆRAR ÞAKKIR TIL ALLRA ÞEIRRA SEM AÐSTOÐUÐU EÐA STYRKTU Á EINN EÐA ANNAN HÁTT GERÐ ÞESSA BLAÐS OG ÞAR MEÐ KNATTSPYRNUDEILD ÍR - ÁN YKKAR VÆRI ÞETTA ALDREI HÆGT. RITSTJÓRN: Atli Geir Jóhannesson, Guðjón Ingi Eiríksson, Jóhannes Guðlaugsson, Sigurður Ómarsson og Sigurður Þórir Þorsteinsson. AUGLÝSINGAR: Jóhannes Guðlaugsson, Sigurður Þórir Þorsteinsson, Sigurfinnur Sigurjónsson og fleiri ÝMIS AÐSTOÐ: Halldór Þorvaldur Halldórsson og fleiri. UMBROT: Atli Geir Jóhannesson. ÁBYRGÐARMAÐUR: Jóhannes Guðlaugsson. PRENTUN: Prentmet ehf.
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
3
www.lyfja.is - Lifi› heil
Við stefnum að vellíðan Á hverjum degi leitar fólk til okkar til að auka vellíðan sína. Sérfræðingar okkar veita faglega ráðgjöf, hvort sem fólk stríðir við sjúkdóma, vill hugsa um heilsuna með bætiefnum, vítamínum og heilsuvörum eða lífga upp á tilveruna með snyrtivörum. Þótt leiðin sé misjafnlega greið þá höfum við öll sama takmark: Við stefnum að vellíðan.
Grundarfirði Smáralind Lágmúla Stykkishólmi Smáratorgi Laugavegi ÍR - KNATTSPYRNA 4 Borgarnesi - 2014 Búðardal Nýbýlavegi
Patreksfirði Ísafirði Blönduósi
Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki
Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum
Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði
Reyðarfirði Höfn Laugarási
Selfossi Grindavík Keflavík
Knattspyrnunámskeið ÍR, BK kjúklings og JAKO Námskeið fyrir börn fædd 2001-2004
Tveggja vikna námskeið fyrir bæði kyn milli kl. 10:00-12:30 í ÍR-heimilinu. 1. námskeið 10., 11., 12., 13., 16.,18. og 19. júní 2. námskeið 7., 8., 9., 10., 14., 15., 16. og 17. júlí 3. námskeið 11., 12., 13., 14., 18., 19., 20 og 21. ágúst
7 dagar 8 dagar 8 dagar
12.250 kr. 14.000 kr. 14.000 kr.
ATH! Einungis takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Skráning rennur út miðvikudaginn 4. júní næstkomandi fyrir námskeið 1, þriðjudaginn 1. júlí fyrir námskeið og miðvikudaginn 6. ágúst fyrir námskeið 3. Skráning á námskeiðin fer fram inn á www.ir.is Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að sjá á www.ir.is og vefsíðum yngriflokka. JAKO íþróttabolur fylgir gjaldinu.
ÍR spáð efsta sætinu - veit vonandi á gott Fótbolti.net birti þann 9. maí spá þjálfaranna í 2. deild karla um lokastöðu liðanna í deildinni. ÍR er spáð efsta sætinu, sem vonandi gefur góð fyrirheit um ganginn í sumar, en spáin er annars þessi:
1. ÍR 2. Afturelding 3. Grótta 4. Fjarðabyggð 5. Njarðvík 6. Ægir 7. Sindri 8. KF 9. Völsungur 10. Reynir Sandgerði 11. Dalvík/Reynir 12. Huginn
116 stig 103 stig 101 stig 94 stig 65 stig 64 stig 61 stig 55 stig 41 stig 38 stig 35 stig 17 stig
Samstarf ÍR og Leiknis Þó svo mikill rígur hafi löngum verið á milli nágrannaliðanna ÍR og Leiknis þá slíðra menn engu að síður sverðin þegar svo ber undir og ganga i takt. Þannig er því einmitt farið með yngri flokka kvenna og 3. flokk karla. Sökum fámennis hjá liðunum í þessum flokkum var ákveðið að sameina þá undir heiti beggja, ÍR/Leiknir, og hefur sú ráðstöfun reynst vel hingað til. Þetta hófst með því að haustið 2011 voru kvennaflokkarnir, frá 7. og upp í 3. flokk, sameinaðir og tveimur árum síðar var gripið til hins sama hjá 3. flokki karla. Þetta kemur vitaskuld í veg fyrir að krakkar úr Breiðholtinu leiti yfir í önnur lið, vegna ónógra eða engra verkefna í hverfinu sínu, eða jafnvel hætti allri knattspyrnuiðkun. Þrátt fyrir að vel hafi tekist til í þessu sameiningarferli þá er það engu að síður ósk viðkomandi félaga að þau geti með tíð og tíma boðið upp á alla flokka, hvort í sínu nafni. En er á meðan er
Hvað veistu um boltann? 1. Hver var knattspyrnustjóri Swansea á árunum 2010 til 2012? 2. Með hvaða liði lék Kolbeinn Sigþórsson áður en hann gekk í raðir Ajax árið 2011? 3. Með hvaða þýska liði lék Ásgeir Sigurvinsson keppnistímabilið 1981-1982? 4. Hverrar þjóðar er knattspyrnukonan Nilla Fischer? 5. Hvaða fyrrum íslenskur atvinnuknattspyrnumaður, sem kennir sig við móður sína, lék meðal annars með Watford, Fulham, Queens Park Rangers og Cardiff á ferli sínum? 6. Hversu oft var hin brasilíska Marta kosin Besta knattspyrnukona heims? 7. Frá hvaða landi eru knattspyrnuliðin Fiorentina og Parma? 8. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var nálægt því að komast á HM í Brasilíu 2014. Einn af mótherjum þess í riðlakeppninni voru Svisslendingar og endað leikur þeirra ytra með jafntefli, 4-4. Hver skoraði þrjú af mörkum Íslendinga í leiknum? 9. Leikir hvaða tveggja liða á Spáni kallast El Derbi madrileno? 10. Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Britannia Stadium? Svör við fótboltaspurningum: 1. Brendan Rodgers. 2. AZ Alkmaar. 3. Bayern München. 4. Sænsk. 5. Heiðar Helguson. 6. Fimm sinnum og það í röð, frá 2006 til 2010. 7. Ítalíu. 8. Jóhann Berg Guðmundsson. 9. Real Madrid og Atlético Madrid. 10. Stoke.
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
5
HÖ ÁRS FUM O PNA TÍÐ ADE ÐG ILD LÆS Í BY ILEG KO A BRE IDD
BYKO BREIDD
6
facebook.com/BYKO.is ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
2. FLOKKUR KK.
ÆFINGAR
Æfingatímar eldri flokka breytast af og til vegna leikja, ferða og annara ástæðna. Því viljum við biðja foreldra og iðkendur til að setja sig í samband við þjálfara flokksins áður en það er komið á æfingu. Nánari upplýsingar um flokkinn er hægt að fá hjá þjálfara hans Sigurði Höskuldssyni, gsm: 776-0360
7. FLOKKUR KK.
Mánu-, þriðju- og fimmtudaga kl. 13:00 – 14:00. Einnig eru tækniæfingar í boði fyrir þá sem vilja til kl. 14:30 Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Halldóri Þ. Halldórssyni, gsm: 891-6320
ÆFINGAR
4. FLOKKUR KVK.
ÆFINGAR
Mánu-, þriðju-, miðviku-, fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00. ATH! Á mánu- og þriðjudögum eru þær á Leiknisvelli annars á Hertz-vellinum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Engilberti Friðfinnsyni. gsm: 699-7669
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
7
MAX1 Jafnaselin6 unni ró
við hliðina á K
DEKKJAUTRILBOÐ
Í tilefni styrktarsamnings við ÍR býður MAX1, Jafnaseli 6, Breiðhyltingum og ÍR-ingum
20% AFSLVÁelTduT
AF DEKKJUM TIL 1.JÚNÍ
margVerðlaun
uð
nokian gæðad ekk h já maX1 Mikið úrval fyrir fó lksbíla, je
Ný og betr heimasíða!i
Skoðaðu MAX1.is
ppa og sendibíla
Reykjavík: Bíldshöfða 5a Jafnaseli 6 Knarrarvogi 2
Aðalsímanúmer: Mikið úrv al fyrir fólksbíla, je Opnunartími: opin virka daga kl. 8-17 a verkstæði og sensjá Laugardaga: dibMAX1.is 515 7190 ppÖll íla
Hafnarfjörður: Dalshrauni 5
20% afsláttur af nýjum ÍR Jako vörum til mánaðarmóta!
VERSLUNARMIÐSTÖÐIN
8
HÓLAGARÐUR
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
ÆFINGAR Æfingatímar eldriflokka breytast af og til vegna leikja, ferða og annara ástæðna. Því viljum við biðja foreldra og iðkendur til að setja sig í samband við þjálfara flokksins áður en það er komið á æfingu. Nánari upplýsingar um flokkinn er hægt að fá hjá þjálfara hans Óla H. Sigurjónssyni, gsm: 861-5648
3. FLOKKUR KK.
ÆFINGAR Mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 15:30 - 16:45 ATH! Á mánu- og þriðjudögum eru æfingar á Leiknisvelli annars á Hertz-vellinum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Helgu Bjarnadóttur, gsm: 865-2406
5. FLOKKUR KVK.
ÆFINGAR Mánudagar kl. 16:30, Miðvikudagar kl. 15:00, Fimmtudagar kl. 16:00, Sunnudagar kl. 19:30
4. FLOKKUR KK.
ÆFINGAR Þriðju- og fimmtudaga kl. 17:30 – 18:20 Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Halldóri Þ. Halldórssyni, gsm: 891-6320
8. FLOKKUR ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
9
10
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
ÆFINGAR
Mánu-, þriðju- og fimmtudaga kl. 15:00 – 16:15 Miðvikudaga kl. 13:00 – 14:15 Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Halldóri Þ. Halldórssyni, gsm: 891-6320
ÆFINGAR
Mánu-, þriðju- og fimmtudagar kl. 13:00 – 14:00 Einnig eru tækniæfingar í boði fyrir þá sem vilja til 14:30 Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Eiði Ottó Bjarnasyni Gsm: 659-3011
ÆFINGAR 7. FLOKKUR KVK.
Mánu-, þriðju- og fimmtudaga kl. 16:30 - 17:30 ATH! Á fimmtudögum eru æfingar á Leiknisvelli annars á Hertz-vellinum. Nánari upplýsingar um flokkinn er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Óla H. Sigurjónssyni, gsm: 861-5648
ÆFINGAR
6. FLOKKUR KVK.
5. FLOKKUR KK.
6. FLOKKUR KK.
Mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 16:30 - 17:30 ATH! Á miðviku- og fimmtudögum eru æfingar á Leiknisvelli annars á Hertz-vellinum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjálfara flokksins Halldóri H. Halldórssyni, gsm: 659-3011 ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
11
Davíð Logi Óskarsson fæddur 2001 - 4. flokki Af hverju ÍR? Því að það eru skemmtilegir strákar í ÍR. Staða á vellinum? Fremri miðja. Hvaða tegund eru fótboltaskórnir? Adidas Predator. Hvaða knattspyrnumanni/konu myndirðu helst vilja líkjast og af hverju? Ég myndi helst vilja líkjast Ronaldo, af því að hann er bestur. Uppáhaldslið í enska boltanum? Manchester United. Uppáhaldsleikmaður? Cristiano Ronaldo. Hverjir verða heimsmeistarar? Brasilía. Hver er frægasti frændi þinn/frænka þín? Gulli Helga. Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst sent og frá hverjum var það? „Er ekki gaman í bíó.“ Frá mömmu. Hvernig hljómaði síðasta sms-ið sem þú sendir og hverjum var það ætlað? „Jú, geðveikt.“ Til mömmu. Í hverju ertu bestur í skólanum? Stærðfræði. Uppáhaldstónlistarmaðurinn/ hljómsveitin? Justin Timberlake. Besta lagið fyrir úrslitaleikinn á Íslandsmótinu? The Man. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Chuck. Uppáhaldskvikmyndin? Hobbit 2. Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik? Þegar við vorum 8 ára að keppa á móti 12 ára ÍA stelpum á Akranesi og við vorum að rústa leiknum þannig að markmaðurinn okkar Gunnar Olgeir prófaði að skjóta úr markinu og skoraði. Eitt leyndarmál að lokum sem að sjálfsögðu fer ekki lengra? Ég er rauðhærður.
12
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
Bragi Karl Bjarkason fæddur 2002 - 5. flokki
Af hverju ÍR? Af því ég á heima í Breiðholtinu. Staða á vellinum? Hægri kantur eða frammi. Hvaða tegund eru fótboltaskórnir? Nike Hypervenom. Hvaða knattspyrnumanni/konu myndirðu helst vilja líkjast og af hverju? Ronaldo af því mér finnst hann svo góður. Uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool. Uppáhaldsleikmaður? Ronaldo. Hverjir verða heimsmeistarar? Brasilía. Hver er frægasti frændi þinn/frænka þín? Leifur Geir í Gettu betur liði MH sem sigraði 2014. Hvernig hljómaði síðasta sms-ið sem þú sendir og hverjum var það ætlað? Man það ekki. Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst sent og frá hverjum var það? „Inneignin þín hefur hækkað í 514 kr.“ Frá Símanum. Í hverju ertu bestur í skólanum? Íþróttum. Uppáhaldstónlistarmaðurinn/ hljómsveitin? Margir koma til greina, t.d. Bruno Mars og Jón Jónsson. Besta lagið fyrir úrslitaleikinn á Íslandsmótinu? Happy með Pharrel Williams. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? Castle. Uppáhaldskvikmyndin? Happy Gilmore. Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik? Þetta var á Norðurálsmótinu, við vorum að spila við Fram og staðan var 1-1 þegar ½ mín. var eftir. Fram fær víti og skorar, við tökum miðju, sendum út á kantinn, ég öskra á boltann inní. Fæ boltann og smelli honum í markið út við stöng, 2-2, og leikurinn búinn. Eitt leyndarmál að lokum sem að sjálfsögðu fer ekki lengra? No comment.
FJÖRKÁLFAR Krakkarnir fá að kynnast fjölda íþróttagreina í bland við ýmsa leiki og útiveru. Á hverju námskeiði verður ákveðið þema sem gerir námskeiðin skemmtilegri og skapar fjölbreytni milli vikna fyrir þá sem taka þátt í mörgum námskeiðum. Hvert námskeið er fimm morgnar. Gæsla er í boði frá kl. 08:00–08:30 fyrir þá sem þurfa, en námskeiðið sjálft stendur yfir daglega frá kl. 08:30–12:30. Börnin hafa með sér nesti sem þau borða um kl.10:30. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er íþróttafræðingur og hann hefur sér til aðstoðar nokkra aðstoðarþjálfara. Börnin vinna öll saman og í smærri hópum eftir aldri og kunnáttu. Þátttakendur fá að kynnst skemmtilegum íþróttum í góðum félagsskap þar sem allir fá jöfn tækifæri til að vera með. Á lokadegi hvers námskeiðs er grillað og allir þátttakendur fá viðurkenningu. Aðstaða fyrir íþróttir er mjög góð við félagsheimili ÍR að Skógarseli s.s. einn fullkomnasti gervigrasvöllur landsins og hlaupa- og stökkbrautir lagaðar gerviefni. Fjörkálfanámskeiðin eru samstarfsverkefni Knattspyrnudeildar ÍR og Frjálsíþróttadeildar ÍR. Báðar deildir hafa áratuga reynslu af íþróttanámskeiðahaldi fyrir börn.
STAÐSETNING Félagsheimili ÍR
við Skógarsel VERÐ 6.000,- kr hvert námskeið SKRÁNING Hjá starfsfólki ÍR í síma 5877080 eða www.ir.is
NÁMSKEIÐIN 1. 2. 3. 4. 5. 6.
10.-13. júní 16.-20. júní* 23.-27. júní 30. júní - 4. júlí 7.-11. júlí 14.-18. júlí
*Ekki er námskeið 17. júní en börnunum er frjálst að mæta einn dag í vikunni á eftir
FJÖRKÁLFAR
Fjölbreytt íþróttanámskeið fyrir stráka og stelpur fædd árin 2005–2008.
5., 6., 7. og 8. flokkur karla / haustið 2013
Gullkorn
Hödda Magg
Markahrókurinn Hörður Magnússon, sem nú starfar sem knattspyrnulýsandi á Stöð 2 Sport, á glæsilegan feril að baki sem leikmaður FH. Hann lauk þó knattspyrnuferli sínum innan deildakeppninnar með því að spila fjóra leiki með ÍR í 2. deildinni árið 2003. Höddi hefur átt nokkur gullkornin í knattspyrnulýsingum sínum og hér er lítilsháttar sýnishorn af þeim: Desailly maldar í móðinn. Veron með fræga sendingu. Þarna sjáum við Houllier. Hann er glaður á bragðið. Hann rann á hættulegu augnabliki. Það er mikil barátta um samkeppni í liðinu. Þetta var skott got. Við gerum nú örstutt hlé og komum síðan með síðari Liverpool getur andað öndinni léttar. hálfleikinn fyrir handan. Hann er lang-næst-markahæstur. Newcastle-liðið fer á toppinn ef fram horfir sem heldur. Maradona lét lítið fyrirfara sér þegar hann kom af spítalanum. ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
13
Úr heilsubrunni íslenskrar náttúru
Sæktu styrk í íslenska náttúru
SagaPro
SagaMemo
Angelica
Voxis
færri salernisferðir
fyrir minnið
fyrir aukna orku
fyrir sáran háls
www.sagamedica.is
14
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
Meistaraflokkur kvenna
Meistaraflokkur kvenna sumarið 2014. Efri röð frá vinstri: Anna Konráðsdóttir, Tara Kristín Kjartansdóttir, Tinna Rut Isebarn, Selma Rut Gestsdóttir, Kristín Freyja Óskarsdóttir, Guðrún Ósk Tryggvadóttir, Hafdís Erla Valdimarsdóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Anna Pála Þorsteinsdóttir og Þórdís Sara Þórðardóttir. Neðri röð frá vinstri: Tanja Björk Þórðardóttir, Sigríður Guðnadóttir, Karen Rut Ólafsdóttir, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir, Helga Dagný Bjarnadóttir, Sandra Dögg Bjarnadóttir, María Kristín Bjarnadóttir, Ivana Anna Nikolic og Erla Hrönn Gylfadóttir. Á myndina vantar: Evu Dröfn Ólafsdóttur, Ana Sidonia og Lilju Guðrúnu Liljarsdóttur Einungis tvær deildir eru í kvennaknattspyrnunni á Íslandi, Úrvalsdeild og 1. deild, og er þeirri síðarnefndu skipt í tvo riðla, A og B. ÍR-konur voru í A-riðli 1. deildar sumarið 2013 og héldu hinir reyndu þjálfarar Sigurður Þórir Þorsteinsson og Ásgrímur Helgi Einarsson um stjórnartaumana hjá þeim. Satt best að segja var búst við því að þær yrðu í efri hlut riðilsins. Það fór þó á annan veg. Þær byrjuðu illa og gerðu einungis tvö jafntefli í fyrstu sjö leikjunum, en töpuðu fimm og sumum þeirra nokkuð stórt. Um miðbik mótsins kom reyndar ágætur kafli hjá þeim. Sá varð til þess að þær sögðu skilið við botnbaráttuna, en lokaspretturinn gaf þeim lítið og þegar
Vantaði smáheppni til að komast hærra upp var staðið höfnuðu þær í þriðja neðsta sætinu með 14 stig úr þremur sigurleikjum og fimm jafnteflisleikjum – átta leikjum höfðu þær aftur á móti tapað. Fyrir neðan ÍR var BÍ/Bolungarvík með 9 stig og Víkingur úr Ólafsvík með 6. Fylkiskonur urðu hins vegar langefstar með 46 stig og næstar komu stöllur þeirra í ÍA með 37 stig. Það var því mikið bil á milli efstu liðanna og þeirra neðstu, en þau lið sem urðu í tveimur efstu sætunum í A-riðlinum létu ekki þar við sitja og unnu sig jafnrframt upp í Úrvalsdeildina á meðan efstu lið B-riðilsins sátu eftir með sárt ennið. Það má því til sanns vegar færa að A-riðillinn hafi verið sterkari en B. Markahæstar í liði ÍR á umræddu tímabili voru
þær Hildur Egilsdóttir, sem gekk í raðir FH í júlílok, og Þórdís Sara Þórðardóttir, hvor um sig með 3 mörk, en alls skoraði það 17 mörk og fékk á sig 47. Þó svo að stigin hafi ekki verið eins mörg og menn vonuðust eftir og markatalan óhagstæð um 30 mörk þá verður að segjast eins og er, að oft og tíðum léku ÍR-konur ágæta knattspyrnu og hefðu með smáheppni getað náð mun hærra á töflunni. Halldór Þ. Halldórsson var ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR haustið 2013 og mun hann því stýra „stelpunum“ nú í sumar, líkt og hann gerði hérna um árið. Þetta eru að miklu leyti sami leikmannahópur og í fyrra að frátöldum nokkrum lánsstelpum sem hurfu aftur til „síns heima“ eftir síðasta tímabil, en þó má vera að einhverjar þeirra klæðist ÍR-búningnum aftur nú í sumar. Sjá lista yfir leikmenn meistarflokks kvenna á bls. 28. Dregið er í riðla 1. deildar og því verður alltaf einhver breyting á mótherjum á milli ára, enda færast þá sum lið þar á milli, auk þess sem tvö lið fara upp í Úrvalsdeildina og jafnmörg lið þaðan færast niður um deild. Andstæðingar ÍR-kvenna, sem nú eru í B-riðli, verða eftirtalin lið: KR, Þróttur R., Sindri, Álftanes, Völsungur, Fram, Höttur og Fjarðabyggð. KR er gamalt stórveldi í kvennaboltanum og hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast 2003, og fjórum sinnum bikarmeistari, síðast 2008. Það er öruggt mál að Vesturbæjarkonur ætla upp í efstu deild og vitaskuld er það raunhæft markmið hjá þeim, með aðra eins sögu á bakinu. Þær unnu
reyndar B-riðillinn í fyrra, en lutu lægra haldi fyrir ÍA í undanúrslitunum að Úrvalsdeildinni. Þróttur R. féll úr Úrvalsdeildinni síðastliðið haust
Mótherjarnir í sumar og var raunar langneðst þar; vann aðeins einn leik en tapaði sautján. Konurnar úr Laugardalnum ætla sér örugglega að berjast á toppi og þar er toppkona við stjórnvölinn, hin reynda Vanda Sigurgeirsdóttir, sem örugglega veit hvað gera þarf til að ná árangri. Þá er það Fram, sem var með ÍR í A-riðlinum 2013, og endaði í þriðja sæti hans. Þau unnu sinn leikinn hvort, þótt miklu hefði munað á stigum þeirra í lokin. Álftanes fylgir ÍR einnig yfir í B-riðilinn. „Forsetakonurnar“ voru eins og Fram þó nokkuð fyrir ofan „Breiðholtsdömurnar“ í fyrra og höfðu hinar síðarnefndu þó betur í annarri viðureign þeirra, en hin endaði með jafntefli. Það er spá þess sem þessar línur slær inn í tölvuna að þessi lið, Reykjavíkurliðin fjögur og þar með talið ÍR, sem og Álftanes, muni berjast um efstu sætin í B-riðlinum nú í sumar. Enginn skyldi þó afskrifa Hattarstelpurnar, sem eru sýnd veiði en ekki gefin og höfnuðu í þriðja sæti B-riðilsins í fyrra. Völsungur, Fjarðabyggð og Sindri voru líka í þeim riðli, en stóðu sig mun lakar. Þau geta þó bitið hressilega frá sér, einkum á heimavelli.
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
15
Meistaraflokkur karla
Meistaraflokkur karla sumarið 2014. Efri röð frá vinstri: Tinni Kári Jóhannesson, Kristján Ari Halldórsson, Helgi Freyr Þorsteinsson, Jóhann Björnsson, Alexander Kostic, Reynir Magnússon, Arnþór Sigurðsson, Haraldur Árni Hróðmarsson, Magnús Þór Magnússon, Arnór Björnsson, Viktor Smári Segatta, Már Viðarsson, Jónatan Hróbjarsson, Rizon Gurung, Jón Gísli Ström, Guðmundur Gunnar Sveinsson og Steinar Haraldsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þór Arnarsson, Arnar Már Runólfsson, Jóhann Arnar Sigurþórsson, Reynir Haraldsson, Atli Guðjónsson, Ari Viðarsson, Halldór Hrannar Halldórsson og Aakash Gurung. Á myndina vantar: Atla Þór Jóhannsson, Jakub Warzycha og Hafliða Hafliðason. Árið 2012 féll meistaraflokkur karla hjá ÍR niður í 2. deild. Í kjölfarið urðu miklar breytingar hjá flokknum; um tuttugu leikmenn ýmist hættu eða réru á önnur mið, líkt og oft vill gerast þegar illa hefur gengið hjá liðum, þótt vissulega hafi þetta kannski verið fullmikill leikmannaflótti á einu bretti. En ÍR-ingar lögðu ekki árar í bát. Arnar Þór Valsson, ÍR-ingur í húð og hár og iðulega kallaður Addó, tók við þjálfun meistaraflokksins og ákveðið var að leita ekki eftir liðsstyrk utan félagsins, heldur treysta á þá sem leyndust innan þess; unga og spræka stráka með kröftugt ÍR-hjarta. Þeirra á meðal voru Halldór Hrannar Halldórsson, Guðmundur G. Sveinsson, Jóhann Arnar Sigurþórsson, Jónatan Hróbjartsson og bræðurnir Steinar og Reynir „Hallasynir Reynis-
UNGU STRÁKUNUM TREYST sonar“. Þá lék Jón Gísli Ström með liðinu á fyrri hluta tímabilsins 2013, en hann hafði sagt skilið við ÍR eftir hörmungina 2012 og gengið í raðir ÍBV. Þaðan kom hann síðan sem lánsmaður í tvo mánuði, á meðan hann var að vinna sig í form eftir meiðsli, og munaði vissulega um hann eins og ætíð áður. Hann skoraði 7 mörk í 10 deildarleikjum og varð markahæsti leikmaður liðsins, þótt einungis tæki hann þátt í tæpum helmingi leikjanna, sem alls voru 22
16
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
í 2. deild- inni. Þá má líka nefna endurkomu annars gamals ÍR-ings, Axels Kára Vignissonar. Hann hafði yfirgefið liðið um svipað leyti og Jón Gísli og kom til baka á láni frá Víkingi í Reykjavík um leið og „Strömarinn“ hélt aftur út í Eyjar. Axel Kári lék sömuleiðis 10 deildarleiki með ÍR og skoraði í þeim 6 mörk, þar af 4 í 3-5 sigri á Hamarsmönnum í Hveragerði og má ætla að blómailmurinn hafi farið svona vel í hann. Varð hann næstmarkahæstur ÍR-inga á tímabilinu ásamt Arnóri Björnssyni. Axel Kári fór aftur til Víkinga að tímabilinu loknu og hefur nú verið lánaður þaðan til HK. Skemmst er frá því að segja að ÍR byrjaði tímabilið 2013 nokkuð vel og var lengi vel í toppbaráttunni. Síðan kom slæmur kafli, frá 9. til 13. umferðar, þar sem þrír leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Þar með hvarf möguleikinn á því að endurheimta sætið í 1. deildinni. Sigrar í þremur síðustu leikjunum löguðu þó myndina og á endanum var mjótt á munum milli fjögurra efstu liðanna: HK og KV hlutu hvort um sig 40 stig og fluttust upp um deild, en Afturelding og ÍR komu fast á hæla þeirra, hvort með 39 stig. Það var aldrei markmiðið hjá ÍR að fara strax aftur upp í 1. deildina. Til þess var leikmannahópurinn of ungur og óreyndur. Það verður þó ekki annað sagt, en að strákarnir hafi staðið sig með prýði og ekki spillti það fyrir að prýðis-
góðan markvörð, Magnús Þór Magnússon, rak á fjörur liðsins fyrir mótið og var hann valinn varamarkvörður úrvalsliðs 2. deildar í kjöri þjálfara og fyrirliða í deildinni. Enginn annar ÍR-ingur komst þar á blað. Leikmannahópur ÍR hefur lítið breyst frá tímabilinu 2013 og aftur er Addó við stjórnvölinn. Þeir leikmenn, sem fyrr eru nefndir að Axeli Kára frátöldum, eru enn til staðar hjá liðinu og er Jón Gísli Ström þar á meðal, enda er hann kominn aftur heim í Breiðholtið.
LEIKMANNAHÓPURINN Þessir piltar eru nú reynslunni ríkari en í fyrra, enda árinu eldri, svo gamalli speki sé varpað hér fram, og því aukast kröfurnar til þeirra í samræmi við það. Þá munu Alexander Kostic, Atli Guðjónsson, Reynir Magnússon og fleiri til leggja sitt lóð á vogarskálarnar líkt og áður og nú skal stefnan tekin upp um deild – upp í 1. deildina. Það er markmiðið og til þess að það megi takast verða allir ÍR-ingar að leggjast á eitt og ekki mega stuðningsmennirnir láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Hvatningaróp þeirra skipta miklu máli og geta í rauninni skipt sköpum ef út í það er farið. Samtaka hópur stuðningsmanna er á við tólfta leikmanninn.
Andstæðingar ÍR í 2. deildinni eru: Afturelding, Dalvík/Reynir, Fjarðabyggð, Grótta, Huginn, KF (Fjallabyggð), Njarðvík, Reynir, Sindri, Völsungur og Ægir. KF og Völsungur féllu niður í deildina síðastliðið sumar, en
MÓTHERJARNIR Fjarðabyggð og Huginn komu upp í hana á sama tíma. Það liggur alveg ljóst fyrir að baráttan í 2. deildinni verður hörð í sumar. Ómögulegt er að segja til um það fyrirfram hvaða lið verða í toppbaráttunni og hver í botnbaráttunni, en skrifari þessara lína ætlar þó að reyna að spá í spilin og er það fyrst og fremst til gamans gert. Afturelding og ÍR voru við toppinn í fyrra og verða það áfram. Einnig munu KF, Grótta og Fjarðabyggð blanda sér í baráttuna um efstu sætin. Skoðum þessi lið nánar – önnur en ÍR sem teflir fram svipuðum hópi leikmanna og í fyrra og þeir eru árinu eldri, reyndari og ... betri. Mosfellingar hafa misst nokkra af sínum bestu mönnum, m.a. þá Arnór Snæ Guðmundsson og Wentzel Steinarr Kamban, til ÍA. Leikmannahópurinn þar á bæ
Myndir: Þorsteinn Jóhannesson
er hins vegar öflugur og svo hefur Atli nokkur Eðvaldsson – einn reyndasti þjálfari landsins og þar áður sigursæll knattspyrnumaður hér heima og erlendis – tekið við þjálfuninni og hann kann ýmislegt fyrir sér, þótt ekki hafi honum gengið sem best með Reyni í Sandgerði í fyrra. KF, eða Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, ætlar sér örugglega sem fyrst aftur upp í 1. deild. Það er mikil knattspyrnuhefð í þeim byggðarkjörnum sem mynda bæjarfélagið, Ólafsfirði og Siglufirði, og um tíma átti það fyrrnefnda lið í efstu deild, Leiftur. Þá var KS á Siglufirði lengi í næstefstu deildinni (sem þá hét 2. deild), en þessi tvö lið mynda nú KF. Grótta beit nokkuð hressilega frá sér í fyrra og var aðeins tveimur stigum á eftir liðunum sem fóru upp í 1. deild, HK og KV, og stigi á eftir Aftureldingu og ÍR. Seltirningarnir hafa unnið vel í sínum málum á undanförnum árum og tefla fram reyndum leikmönnum í bland við unga og efnilega. Það er löngu liðin tíð að Grótta sé auðveld viðureignar, en til gamans (fyrir okkur ÍR-inga) má nefna að árið 1983 biðu Seltirningarnir sinn stærsta ósigur í deildakeppninni þegar ÍR-ingar tóku þá í kennslustund og rótburstuðu, 16-1! Liðin voru þá í gömlu 4. deildinni og er þetta jafnframt stærsti deildasigur ÍR fyrr og síðar.
Fjarðabyggð er nú aftur komið upp í 2. deild eftir stutta fjarveru þaðan. Þjálfari þess er Brynjar Gestsson, FH-ingur að upplagi sem um tíma þjálfaði ÍR. Hann hefur innan sinna vébanda einn reyndasta og sigursælasta leikmann seinni tíðar hér á landi, Danann Tommy Nielsen, sem kominn er eitthvað á fimmtugsaldurinn og vann til fjölda titla hér áður fyrr með FH. Hann getur vafalítið miðlað af reynslu sinni til samherjanna og munar um minna, fyrir nú utan það að hann er ennþá býsna góður leikmaður. Nokkur lið til víðbótar gætu einnig blandað sér í toppbaráttuna og þá helst Njarðvík og Völsungur. Það þýðir að Reynir, Sindri, Huginn, Dalvík/Reynir og Ægir verða í botnbaráttunni, en engu verður spáð um það hér, hvaða lið muni falla, frekar en hvaða lið muni fara upp. Að lokum er rétt að biðja lesendur að taka framansögðu sem hverjum öðrum vangaveltum – ekki var rýnt í kristalskúlu áður en þessar línur voru settar á blað og kannski eru þær dálítið litaðar af óskhyggju. En ... upp um deild skal stefnt, ÍR-ingar!
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
17
18
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
LEIKSKÓLAKnattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur byrjaði í haust á nýju spennandi verkefni í samvinnu við leikskóla hverfisins. Þar gefst foreldrum/forráðamönnum barna á elsta ári í leikskóla tækifæri á að senda þau í fjölbreytt íþróttastarf á leikskólatíma. Þetta er nýjung sem einungis eitt annað félag hefur getað boðið uppá og hefur það reynst vel í því hverfi.
VERKEFNIÐ
Þau börn sem skrá sig í verkefnið geta einnig mætt á sérhæfðar knattspyrnuæfingar án endurgjalds einu sinni í viku en þar hafa áhugasömustu einstaklingarnir um knattspyrnu komið og klárað umfram orku sína. Verkefnið hefur farið ótrúlega vel af stað og það er ljóst að ÍR á marga upprennandi íþróttamenn í sínum röðum. Halldór Þ. Halldórsson, yfirþjálfari barna og unglinga hjá knattspyrnudeildinni, hefur haft umsjón með verkefninu og boðið upp á fjölbreytta kynningu á þeim íþróttum sem iðkaðar eru innan félagsins.
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
19
STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR Jóhannes Guðlaugsson Sigurður Þ. Þorsteinsson Hrólfur Sumarliðason Guðmundur Sigurðsson Árni Birgisson Sveinn Sveinsson Ingimundur Bergsson Bjarni Sverrisson
Formaður Framkv.stj. Gjaldkeri Ritari Meðstjórnandi Meðstjórnandi Varamaður Varamaður
BARNA- OG UNGLINGARÁÐ Sveinn Valtýr Sveinsson (3.fl) Lára Benediktsdóttir (4. fl) Addý Ólafsdóttir (6. fl) Ingimundur Bergsson (5.fl) Lísa Björg Ingvarsdóttir (6. fl) Védís Árnadóttir(5. fl) Unnur Eggertsdóttir (7. fl) Ólafur Arason (5. Fl) Óskar Jónsson (4.fl.)
Formaður Gjaldkeri Gjaldkeri Meðstjórnandi Ritari Meðstjórnandi Meðstjórnandi Meðstjórnandi Meðstjórnandi
KNATTSPYRNUDÓMARAR HJÁ ÍR 695 5040 861 9401 861 2929 899 7200 617 1703 895 1740 822 1122 783 7005
johannes.gudlaugsson@reykjavik.is sigurdurth@bhs.is hrolfur@landsprent.is gudmus@simnet.is arni@tengi.is svennisv@simnet.is ijb@itn.is bjarnisverrisson@gmail.com
898 8383 863 9191 899 0695 822 1122 860 3185 893 9115 660 7554 899 5700 899 9169
svennihelena@gmail.com lara@asbjorn.is addyola@hotmail.com ijb@itn.is lisa@gopro.net vedisa@icloud.com unnur.eggertsdottir@gmail.com gardasmidi@gardasmidi.is oskar@sjonlag.is
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KARLA
Kristinn F. Hrafnsson 664 1091 kristinn.hrafnsson@gmail.com Sigmann Þórðarson 867 1971 sigmannth@gmail.com Bjarmi Halldórsson 865 3328 polarisq@hotmail.com Einar Þór Sigurðsson 866 0808 einar@dv.is Gunnar Örn Guðmundsson 866 2594 gunnarorn@outlook.com
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KVENNA Svanhvít Bragadóttir Þórður Már Jónsson Gestur Guðjónsson Gylfi M. Einarsson
20
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
Gjaldkeri
868 4031 693 6666 697 6822 891 8135
svanhvitb@hotmail.com thordur@lagarad.is gestur@jardboranir.is gylfime@simnet.is
Héraðsdómarar: Aðalsteinn R. Björnsson Guðmundur Karl Guðjónsson Halldór Þ. Halldórsson Ingólfur Hersir Steingrímsson Jakob Hallgeirsson Stefán Arnar Harðarson Sævar Óli Ólafsson Þorsteinn Ragnar Jóhannesson Þórður Arnar Árnason Unglingadómarar: Aakash Gurung Adam Jens Jóelsson Arnar Már Runólfsson Arnór Björnsson Aron Ingi Sveinsson Ásgeir Anton Þorsteinsson Benedikt Óli Sævarsson Birkir Steinn Vésteinsson Bjarni Bentsson Daníel Þór Steinsson Eiður Ottó Bjarnason Engilbert Imsland Guðmundur Þór Róbertsson Halldór Hrannar Halldórsson Hrannar Logi Gíslason Jón Ágúst Engilbertsson Júlíus Ingi Guðmundsson Kristján Þór Sigurðsson Magnús Valdimarsson Ottó Valur Leifsson Róbert Kristjánsson Runólfur Bjarki Sveinsson Sverrir Steinn Stefánsson Sverrir Úlfur Ágústsson
Laugarnar í Reykjavík
r i r Fy a m a lík l á s og fy r ir a l la fj ö l sk y l d un a
600 kr. F u ll orð n ir 130 kr. B ör n
Afgreiðslutími Laugardalslaugar Mánudaga - fimmtudaga: kl. 6.30 - 22.00 Föstudaga: kl. 6.30 - 22.00 Helgar: kl. 8.00 - 22.00 Sími: 411 5000 • www.itr.is
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
21
FERSKUR ALLA DAGA
BEsTa vErDiD í BrEiDHOLTI ÍslEnsK laxaflöK KLAUSTURSBLEIKJA ÝSUFLÖK, FRÁ… P ORSKHNAKKAR LÖNGUHNAKKAR
1990 2090 1590 1990 1790
kr/kg KR/KG KR/KG KR/KG KR/KG
TTUR 10% AFSLÁ R I ELD FYRIR H A BORGAR 22
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
LÓUHÓLAR HÓLAGARDI
HLYNSMÓTIÐ 2014 Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, bauð ÍR hressum fótboltastrákum í 7. flokki velkomna á Hlynsmótið sem var haldið í fjórða sinn.
Hlynsmótið er minningarmót um leikmann ÍR og þjálfara 7. flokks karla, Hlyn Þór Sigurðsson, sem varð bráðkvaddur á æfingu langt fyrir aldur fram, einungis 18 ára gamall þann 25. nóvember 2009.
Hlynur Þór Sigurðsson
2., 3. og 4. flokkur karla / haustið 2013
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
23
Dagbjört Sara Imsland fædd 2000 - 4. flokki Af hverju ÍR? Það er hverfisfélagið mitt. Staða á vellinum? Miðjumaður. Hvaða tegund eru fótboltaskórnir? Nike Mercurial. Hvaða knattspyrnumanni/konu myndirðu helst vilja líkjast og af hverju? Söru Björk Gunnarsdóttur því hún er frekur og skemmtilegur leikmaður og verður alltaf svona rauð á kinnunum eins og ég. Uppáhaldslið í enska boltanum? Manchester United. Uppáhaldsleikmaður? Messi. Hverjir verða heimsmeistarar? Portúgalir. Hver er frægasti frændi þinn/frænka þín? Ari Eldjárn. Hvernig hljómaði síðasta sms-ið sem þú sendir og hverjum var það ætlað? „Hvar ertu?“ Það var til vinkonu minnar. Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst sent og frá hverjum var það? „Ég er frábær.“ Það var frá vinkonu. Í hverju ertu best í skólanum? Dönsku og landafræði. Uppáhaldstónlistarmaðurinn/ hljómsveitin? Justin Bieber. Besta lagið fyrir úrslitaleikinn á Íslandsmótinu? Changes með Faul & Wad. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? Pretty Little Liars. Uppáhaldskvikmyndin? Bridesmaids, hlæ alltaf jafnmikið. Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik? Einu sinni var ég að spila á móti KR og ég sagði við eina stelpu að hún væri með eitthvað á peysunni, hún leit niður og á meðan stakk ég hana af, fékk sendingu og skoraði. Eitt leyndarmál að lokum sem að sjálfsögðu fer ekki lengra? Ég borða ekki súkkulaði!
24
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
María Harðardóttir fædd 2003 - 5. flokki Af hverju ÍR? Það er hverfisliðið mitt. Staða á vellinum? Frammi og stundum hægri kantur. Hvaða tegund eru fótboltaskórnir? Nike. Hvaða knattspyrnumanni/konu myndirðu helst vilja líkjast og af hverju? Ronaldo, hann er geggjaður í fótbolta. Uppáhaldslið í enska boltanum? Manchester United. Uppáhaldsleikmaður? Ronaldo/Gylfi/Rooney. Hverjir verða heimsmeistarar? ÍR/Leiknir!!! Hver er frægasti frændi þinn/frænka þín? Gylfi Þór Sigurðsson. Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst sent og frá hverjum var það? Það var partur úr Aulinn ég 2, sent af pabba mínum. Hvernig hljómaði síðasta sms-ið sem þú sendir og hverjum var það ætlað? Það var partur úr Aulinn ég 2, sent til pabba míns. Í hverju ertu best í skólanum? Ensku. Uppáhaldstónlistarmaðurinn/ hljómsveitin? Rihanna/Avicii. Besta lagið fyrir úrslitaleikinn á Íslandsmótinu? We Are the Champions. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Cleveland Show/Family Guy. Uppáhaldskvikmyndin? Grown Ups (báðar myndirnar). Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik? Það er bara skemmtilegast þegar allar stelpurnar fagna saman. Eitt leyndarmál að lokum sem að sjálfsögðu fer ekki lengra? Áfram ÍR og ÍR/Leiknir!
Samkomulag ÍR og Gáska um sjúkraþjálfun iðkenda
Knattspyrnudeild ÍR og Gáski sjúkraþjálfun í Mjódd hafa gert með sér samkomulag um sjúkraþjálfun fyrir yngri iðkendur knattspyrnudeildarinnar. Sævar Ómarsson sjúkraþjálfari Gáska í Mjódd verður tengiliður við alla þjálfara yngri flokka deildarinnar. Ef meiðsli koma upp þá hefur þjálfari eða aðstandandi iðkanda beint samband við Sævar í síma 771-3505 eða Gáska í síma 568-9009 til að fá tíma. Vandamálið er greint, meðhöndlað og upplýsingar veittar til þjálfara, sem í sameiningu ákveða hvað má gera og hvað má ekki gera á æfingum. Þannig komast upplýsingar milliliðalaust til þjálfara og endurkoma iðkanda gengur sem best. Kostnaður fyrir iðkanda yngri en 18 ára er 1.132 kr. fyrir hverja komu í sjúkraþjálfun. Skoðunargjald, 1.225 kr. bætist við 1. tíma.
ÖFLUGT BARNA- OG UNGLINGASTARF Í KNATTSPYRNUDEILD ÍR Um 220 börn iðka knattspyrnu undir merkjum ÍR um þessar mundir. Á sumrin æfa allir flokkar á ÍR vellinum, en á veturna æfa yngri flokkarnir líka í íþróttahúsum og einnig í Egilshöllinni. Foreldrastarfið í yngri flokkunum er öflugt, en það er í mörg horn að
líta við undirbúning móta og ferðalaga sem gefa þessu starfi enn meiri lit. Gefandi starf þar sem þú kynnist börnum og foreldrum í þínu hverfi. Allar upplýsingar um yngri flokka starf og æfingatíma er að finna á www.ir.is.
Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.
Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs, ekki gagnrýna þegar illa gengur. Hvetjið þau og uppörvið eftir tapleiki og klappið fyrir þeim þó leikurinn hafi ekki unnist.
Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans, ekki reyna að hafa áhrif á hann meðan á leik eða æfingu stendur og látið hann um þjálfunina og leikstjórnunina. Ekki hrópa og kalla á ykkar börn á æfingum og í leikjum, það truflar einbeitingu þeirra og gerir þau taugaóstyrk.
Lítið á dómarann sem leiðbeinanda barnanna, ekki gagnrýna ákvarðanir hans.
Hvetjið liðið í heild, ekki bara ykkar börn.
Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.
Látið aðeins jákvæð og hvetjandi orð frá ykkur fara, þetta er bara leikur og ánægjan yfir því að taka þátt er númer 1.
Sýnið starfi félagsins virðingu, verið virk á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um starfsemina, þar er ykkar vettvangur.
Hafið hvatninguna einfalda og almenna, ekki reyna að fjarstýra börnunum frá hliðarlínunni, það ruglar þau.
Athugið hvort þið getið orðið að liði á einhvern hátt, það eru foreldrar sem sjá um alla starfsemina í yngri flokkunum og þeir gætu þurft hjálparhönd - margar hendur gera verkið auðvelt.
Sýnið ekki mótherjum barnanna ykkar neikvætt viðhorf, gagnkvæm virðing og kurteisi er hinn sanni íþróttaandi.
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
25
Fróðleikur um ÍR Theodór Guðmundsson, Teddi, þjálfaði meistaraflokk karla hjá ÍR, sem þá var í B-deildinni, árin 1988 og 1989. Löngu áður, eða árið 1974 þegar ÍR sendi aftur karlaflokk til keppni á Íslandsmótinu eftir að hafa spilað þar einn leik 1944 og síðan hætt keppni og látið hléið vara í 30 ár, hafði mágur Tedda, Ásgeir Elíasson, þá nýútskrifaður íþróttakennari, þjálfað sama flokk sem ýtti úr vör í C-deildinni eftir „svefninn langa“. Hann lék þó ekki með liðinu, heldur spilaði hann með Fram, en að vísu lék hann handbolta með ÍR. Ásgeir þjálfaði ÍR bara þetta eina ár að sinni, en löngu síðar kom hann aftur til starfa hjá félaginu og þjálfaði sama flokk og áður – sem var þá líka í C-deildinni – og stýrði honum á Íslandsmótinu 2007. Því miður náði hann ekki að ljúka því starfi sem hann ætlaði sér, það er að koma liðinu upp um deild, en hann lést áður en tímabilinu lauk, eða þann 9. september 2007, aðeins tæpra 58 ára. Ekki tókst að koma ÍR upp um deild fyrr en ári síðar, en eftir stendur þó að þetta var bæði fyrsta og síðasta meistaraflokksliðið sem þessi geðþekki og góði drengur þjálfaði. Til gamans má þess geta að Hörður, sonur Theodórs, varð Íslandsmeistari með 5. flokki ÍR 1979. Njáll Eiðsson, kunnur knattspyrnukappi hér áður fyrr meðal annars með Val, þjálfaði meistaraflokk karla hjá ÍR á árunum 1997 til 2000. Hann er uppalinn í því kyngimagnaða austfirska þorpi Borgarfirði eystri sem þekkt er fyrir álfa og álfasögur – og afar fallega steina. Þetta er um 100 manna byggðarlag í dag og hefur verið í kringum þá tölu um nokkuð langt skeið, en samt fóstraði það einnig annan þjálfara ÍR, Guðlaug Baldursson, sem þjálfaði karlana á árunum 2008 til 2011. Það er reyndar undarlegt hversu margir úr íþróttaheiminum eiga rætur sínar að rekja til þessa fámenna staðar og er kunnasta nafnið vafalítið Ásgeir nokkur Sigurvinsson, sem óþarfi er að kynna eitthvað frekar. Þó svo að hann hafi alist upp í Vestmannaeyjum þá er móðurætt hans úr Borgarfirði eystri og vafalítið kemur krafturinn og boltatæknin þaðan! Þá hafa margir listamenn komið frá þessum stað og nægir að nefna Magna Ásgeirsson söngvara sem þar er uppalinn. Meistaraflokkur karla hjá ÍR hefur tvívegis verið í efstu deild. Lýðveldisárið 1944 hóf félagið þátttöku í deildinni, en það hætti keppni eftir aðeins einn leik, sem var gegn Fram og tapaðist 8-0, og áttu ÍR-ingar ekki aftur meistaraflokkslið á Íslandsmótinu fyrr en 30 árum síðar, eða 1974. Árið 1998 lék ÍR aftur á meðal þeirra bestu, en féll jafnharðan niður um deild og hefur ekki hnusað af efstu deildinni síðan að heitið geti. Ef einhver sem þetta les veit hverjir voru í þessum eina Íslandsmótsleik ÍR árið 1944 þá mætti sá hinn sami senda um það upplýsingar á netfangið holar@holabok.is, en engin leikskýrsla virðist vera til varðandi þennan leik. Stærsti sigur ÍR-karlanna í deildakeppninni var gegn Gróttu árið 1983. Liðin voru þá í D-deildinni og tölurnar urðu 16-1. Tryggvi Gunnarsson skoraði 8 af mörkunum, en alls setti hann 38 mörk á þessu tímabili og hefur enginn annar skorað jafnmörg mörk eða hvað þá fleiri á einu og sama tímabilinu.
26
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
Stærstu ósigrar ÍR-karla í deildakeppninni innihalda hins vegar þrjá leiki þar sem markamismunur hvers þeirra var 7 mörk, Breiðhyltingunum í óhag. Sá fyrsti af þessum skellum var gegn Aftureldingu í C-deildinni árið 1976 og urðu úrslitin 8-1 Mosfellingum í hag. Sá næsti var gegn KA í B-deildinni árið 1993 og þar urðu lyktirnar 7-0. Sama niðurstaða varð gegn FH í sömu deild sjö árum síðar, eða árið 2000. Leikjahæsti leikmaður ÍR í efstu deild er markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson, en hann lék alla 18 leiki liðsins þar árið 1998. Markahæsti ÍRingurinn á þessum slóðum er aftur á móti Sævar Þór Gíslason með 6 mörk. Meistaraflokkur karla hjá ÍR hefur lengst komist í 16-liða úrslit bikarkeppninnar og það þrívegis – árin 1987, 1998 og 1999. Aðeins einu sinni hefur knattspyrnumaður orðið fyrir valinu sem Íþróttamaður ársins hjá ÍR. Sá heiður kom í hlut Kristjáns Halldórssonar árið 1997, eða í kjölfar þess að ÍR vann sér sæti í efstu deildinni. Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR hefur lengst náð í 8-liða úrslitin í bikarkeppninni. Það gerðist árið 2006. Stærstu sigrar ÍR-kvenna í deildakeppninni urðu 2005 og 2006, en sitthvort árið unnu þær leik með þrettán marka mun. Þær voru þá í B-deildinni og í fyrra skiptið hraunuðu þær yfir Víði 13-0. Í hið síðara burstuðu þær KFR/Ægi 14-1. Stærsti ósigur ÍR-kvenna í deildakeppninni var gegn Þrótti, Reykjavík, árið 2002. Liðin vru þá í B-deildinni og urðu lokatölurnar 12-0. Þegar ÍR flutti starfsemi sína í Breiðholtið, árið 1970, fékk knattspyrnudeildin afnot af sparkvelli við Arnarbakka. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að um völlinn lágu leiðir úr flestum blokkunum í kjörbúð hverfisins. Frúrnar áttuðu sig ekki á því að æfingar og kappleikir færu þarna fram og þar af leiðandi varð ósjaldan að gera hlé á æfingu eða leik á meðan þær roguðust með innkaupapokana eða ýttu á undan sér barnavögnum þvert yfir völlinn. Þetta varð mörgum knattspyrnumanninum erfitt, enda voru sumir þeirra stundum komnir í hin ákjósanlegustu marktækifæri þegar allt í einu var sjálfhætt um stund vegna óvæntrar „gestakomu“. Og það var einmitt vegna þessa sem Knattspyrnusamband Íslands fór þess á leit við ÍR-inga að þeir léku heimaleiki sína í meistara flokki karla á Melavellinum er þeir skráðu sig til leiks á Íslandsmótinu 1981, eftir fjögurra ára hvíld frá slíkri keppni í þeim aldursflokki. Flesta leiki fyrir ÍR-konur í efstu deild eiga þær Aleksandra Mladenovic og Joana Rita Pavao, eða 33 hvor. Markahæstar í þágu félagsins í fyrrnefndri deild Aleksandra Mladenovic og Bryndís Jóhannesdóttir, hvor um sig með 7 mörk þar. ÍR-konur hafa eins og karlarnir úr sama félagi bara verið tvö ár í efstu deild, 2007 og 2009.
HUGSAÐU UM HEILSUNA Á B YRGÐ , SK I L JA N L E I K I O G TR A U ST
MÚLTI VÍT
MÚLTIDOPHILUS FORTE
fjölvítamín blanda
blanda meltingargerla
þrekleysi
þarmaflóran
heilbrigði
hitaþolin í ferðalagið
SKAMMTASTÆRÐ | 1 MÁNUÐUR
LIÐAKTÍN QUATRO
SKAMMTASTÆRÐ | 2 MÁNUÐIR
MÚLTÍ SPORT
FJÖREFNI FYRIR ÍÞRÓTTAMANNINN
bólgueyðandi
orkugjafi
verkjastillandi
eykur kraft
uppbyggiefni fyrir liðina
aukin súrefnisupptaka
SKAMMTASTÆRÐ | 1 MÁNUÐUR
STEINEFNABLANDA MÚLTÍMÍNERAL
SKAMMTASTÆRÐ | 1-2 MÁNUÐIR
B-SÚPER
STERK BLANDA B VÍTAMÍNA
bein/tennur
taugakerfið
vöðvar
húð
taugafrumur
blóðmyndun orka
SKAMMTASTÆRÐ | 2 MÁNUÐIR
SKAMMTASTÆRÐ | 1 MÁNUÐUR
Í yfir tuttugu og fimm ár, var einn miði, nú kynnum við hann, með nýju sniði. www.gulimidinn.is
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
27
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.
Leikir sumarsins Meistaraflokkur kvenna 1
sun. 18. maí
12:00
Þróttur R. - ÍR
Gervigrasv. Laugardal
2
lau. 24. maí
16:30
Sindri - ÍR
Sindravellir
3
sun. 01. júní
16:00
ÍR - Álftanes
Hertz völlurinn
4
mán. 09. júní
16:00
ÍR - KR
Hertz völlurinn
5
lau. 21. júní
17:00
ÍR - Völsungur
Hertz völlurinn
6
fös. 27. júní
20:00
Fjarðabyggð - ÍR
Norðfjarðarvöllur
7
sun. 29. júní
14:00
Höttur - ÍR
Vilhjálmsvöllur
8
mán. 07. júlí
20:00
Fram - ÍR
Framvöllur
9
fim. 10. júlí
20:00
ÍR - Þróttur R.
Hertz völlurinn
10
lau. 19. júlí
17:00
ÍR - Sindri
Hertz völlurinn
11
sun. 27. júlí
14:00
ÍR - Fjarðabyggð
Hertz völlurinn
12
mið. 30. júlí
20:00
KR - ÍR
KR-völlur
13
mið. 13. ágúst
19:00
Álftanes - ÍR
Bessastaðavöllur
14
sun. 17. ágúst
16:30
Völsungur - ÍR
Húsavíkurvöllur
15
lau. 23. ágúst
14:00
ÍR - Höttur
Hertz völlurinn
16
fös. 29. ágúst
18:00
ÍR - Fram
Hertz völlurinn
Meistaraflokkur karla 1
lau. 10. maí
14:00
ÍR - Fjarðabyggð
Hertz völlurinn
2
lau. 17. maí
16:00
ÍR - Völsungur
Hertz völlurinn
3
fös. 23. maí
20:00
ÍR - Njarðvík
Hertz völlurinn
4
lau. 31. maí
14:00
Grótta - ÍR
Gróttuvöllur
5
fös. 06. júní
20:00
ÍR - KF
Hertz völlurinn
6
lau. 14. júní
15:00
Huginn - ÍR
Seyðisfjarðarvöllur
7
lau. 21. júní
13:00
ÍR - Sindri
Hertz völlurinn
8
fös. 27. júní
20:00
Reynir S. - ÍR
N1-völlurinn
9
fim. 03. júlí
20:00
ÍR - Afturelding
Hertz völlurinn
10
þri. 08. júlí
20:00
ÍR - Ægir
Hertz völlurinn
11
lau. 12. júlí
17:00
Dalvík/Reynir - ÍR
Dalvíkurvöllur
12
lau. 19. júlí
15:00
Fjarðabyggð - ÍR
Eskjuvöllur
77
lau. 26. júlí
16:00
Völsungur - ÍR
Húsavíkurvöllur
14
mið. 30. júlí
19:15
Njarðvík - ÍR
Njarðtaksvöllurinn
15
fös. 08. ágúst
19:00
ÍR - Grótta
Hertz völlurinn
16
þri. 12. ágúst
18:00
KF - ÍR
Ólafsfjarðarvöllur
17
sun. 17. ágúst
14:00
ÍR - Huginn
Hertz völlurinn
18
lau. 23. ágúst
16:00
Sindri - ÍR
Sindravellir
19
fim. 28. ágúst
18:30
ÍR - Reynir S.
Hertz völlurinn
20
lau. 06. september
14:00
Afturelding - ÍR
N1-völlurinn Varmá
21
lau. 13. september
14:00
Ægir - ÍR
Þorlákshafnarvöllur
22
lau. 20. september
14:00
ÍR - Dalvík/Reynir
Hertz völlurinn
28
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
Anna Konráðsdóttir, f. 1992, kantur, Anna Pála Þorsteinsdóttir, f. 1995, hægri bakvörður, Auður Sólrún Ólafsdóttir, f. 1986, markvörður/miðvallarspilari/ kantur, Erla Hrönn Gylfadóttir, f. 1995, hægri bakvörður/miðvallarspilari, Eva Dröfn Ólafsdóttir, f. 1987, vinstri bakvörður/vinstri kantur, Guðrún Ósk Tryggvadóttir, f. 1994, kantur, Hafdís Erla Valdimarsdóttir, f. 1988, miðvörður/miðvallarspilari, Helga Dagný Bjarnadóttir, f. 1992, miðvallarspilari, Ivana Anna Nikolic, f. 1995, miðvallarspilari/kantur, Karen Rut Ólafsdóttir, f. 1991, framherji, Kristín Freyja Óskarsdóttir, f. 1988, miðvallarspilari, Lilja Guðrún Liljarsdóttir, f. 1986, framherji, María Kristín Bjarnadóttir, f. 1994, framherji, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir, f. 1996, miðvörður/bakvörður, Sandra Dögg Bjarnadóttir, f. 1996, miðvallarspilari/kantur, Selma Rut Gestsdóttir, f. 1991, miðvörður/miðvallarspilari, Sigríður Guðnadóttir, f. 1992, vinstri/hægri bakvörður/miðvallarspilari, Tanja Björk Þórðardóttir, f. 1996, kantur, Tara Kristín Kjartansdóttir, f. 1992, miðvallarspilari, Tinna Rut Isebarn, f. 1988, kantur, Þórdís Sara Þórðardóttir, f. 1987, framherji.
Helgi Freyr Þorsteinsson, f. 1995, markmaður, Magnús Þór Magnússon, f. 1983, markmaður, Atli Guðjónsson, f. 1988, varnarmaður, Steinar Haraldsson, f. 1994, varnarmaður, Reynir Haraldsson, f. 1995, varnarmaður, Már Viðarsson, f. 1994, varnarmaður, Sigurðu Þór Arnarsson, f. 1991, varnarmaður, Atli Þór Jóhannsson, f. 1990, varnarmaður, Reynir Magnússon, f. 1992, varnarmaður, Halldór Hrannar Halldórsson, f. 1994, varnarmaður, Arnþór Sigurðsson, f. 1988, varnarmaður (byrjaður aftur), Tinni Kári Jóhannesson, f. 1987, varnarmaður (kom frá Létti), Jóhann Björnsson, f. 1985, varnarmaður (kom frá Létti), Alexander Kostic, f. 1992, miðvallarspilari, Guðmundur Gunnar Sveinsson, f. 1993, miðvallarspilari, Hafliði Hafliðason, f. 1988, miðvallarspilari, Jónatan Hróbjarsson, f. 1994, miðvallarspilari, Arnar Már Runólfsson, f. 1993, miðvallarspilari, Rizon Gurung, f. 1994, miðvallarspilari, Ari Viðarsson, f. 1994, miðvallarspilari, Aakash Gurung, f. 1997, miðvallarspilari, Jóhann Arnar Sigurþórsson, f. 1994, sóknarmaður, Kristján Ari Halldórsson, f. 1987, sóknarmaður, Arnór Björnsson, f. 1991, sóknarmaður, Joshua Daníel Guðsteinsson, f. 1994, sóknarmaður, Jakub Warzycha, f. 1995, sóknarmaður, Haraldur Árni Hróðmarsson, f. 1987, sóknarmaður, Jón Gísli Ström, f. 1993, sóknarmaður, Viktor Smári Segatta, f. 1992, sóknarmaður.
Full búð af flottum flísum
Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Komdu og skoðaðu allt það nýjasta í flísum í dag. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
29
HEILSAN ÞÍN ER MIKILVÆG Heilsurækt, snyrti - og nuddmeðferðir
HEILSURÆKT FYRIR ÞIG - Á 9 STÖÐUM Laugar - Seltjarnarnes - Egilshöll - Hafnarfjörður - Turninn - Ögurhvarf - Mosfellsbær - HR - Kringlan
www.laugarspa.is
Sími: 533 1177 30
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
www.worldclass.is
Sími: 553 0000
Gamla myndin 5. flokkur karla á Pollamóti Eimskips árið 1987. Leikmenn í efri röð frá vinstri: Steinar, Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Ingi Árnason, Brynjar Óðinsson og Sigurður. Neðri röð frá vinstri: Valur Þór Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Haraldur Guðmundsson og Ólafur Sigurjónsson. Þjálfarinn er Kristján Guðmundsson. Til gamans má þess geta að Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, lék með yngri flokkum ÍR í handbolta. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson varð síðan leikjahæsti leikmaður ÍR í efstu deild en hann lék alla 18 leiki liðsins árið 1998.
ehf.
Melabraut 27 • 220 Hafnarfjörður • Sími 575 9700 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
Tek að mér alla almenna málningarvinnu - úti sem inni ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
31
Þetta er lífið - nýr bæklingur Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á ferðabæklingi VITA 2014 sem geymir úrval spennandi ferða og heillandi staða þar sem gott er að njóta lífsins.
Sýnishorn af ferðum okkar 2014 Bodrum á Tyrklandi Verð frá 119.900 kr.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja til 11 ára. Gisting á Bodrum Beach Resort 10. júlí í 11 nætur. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 144.400 kr.
Gríska eyjan Krít Verð frá 124.500 kr.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja til 11 ára. Gisting á Sunset Suites 3. júlí í 11 nætur án fæðis - verð á mann m.v. 2 fullorðna 134.900 kr.
Benidorm, Albir og Calpe Verð frá 89.900 kr.* * 3. júní í 7 nætur - verð á mann miðað við fjóra í íbúð. Án fæðis. Gisting á Larimar, Calpe - verð á mann miðað við tvo í íbúð 112.200 kr.
Tossa de Mar og Salu
í beinu flugi með Icelandair til Barcelona Verð frá 89.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar *á mann 28. júní í 7 nætur - verð á mann miðað við tvo fullorðna 122.400 kr. Verð án Vildarpunkta 99.900 kr./132.400 kr.
Úrval spennandi borgarferða í haust RÓM • VÍN • VARSJÁ • AACHEN DUBLIN • EDINBORG Uppselt til Kúbu, þökkum frábærar viðtökur
Nú býr Vita í Skógarhlíð 12
ÍSLENSKA SIA.IS VIT 68972 05/14
VITA hefur flutt sig um set og tekur á móti sumrinu í nýjum höfuðstöðvum ferðaskrifstofunnar að Skógarhlíð 12. Verið velkomin til okkar í Skógarhlíðina og njótið lífsins með Vita.
Birt með fyrirvara um breytingar og prentvillur.
32
ÍR - KNATTSPYRNA - 2014
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444
Síðustu eru að