VERNDARBLAÐIÐ 36. árg. 2004
UM AFBROT, FANGA OG FANGELSISMÁL
Markmið refsinga
Konur í fangelsi
Um vald og valdaleysi
R Ragnheiður Bragadóttir
VERNDARBLAÐIÐ
Krafa um jafnrétti
36. árg., 2004 Úgefandi: Félagasamtökin Vernd Skúlatúni 6, 105 Reykjavík sími 562 3003, fax 562 3004 Netfang: vernd@vernd.is Heimasíða: www.vernd.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson Ritnefnd Verndarblaðsins: Hreinn S. Hákonarson, ritstj. Ingibjörg Briem Smári Arnfjörð Kristjánsson Stjórn Verndar: Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar, formaður Sigríður Heiðberg, forstöðumaður, varaformaður Jón Páll Hallgrímsson, ráðgjafi Smári Arnfjörð Kristjánsson, leigubílstjóri Ingibjörg Briem, sálfræðinemi Ólafur Þröstur Sveinbjörnsson, kerfisfræðingur Elsa Dóra Grétarsdóttir, deildarstjóri Varastjórn: Axel Kvaran, fulltrúi hjá Félagsþjónustunni Áshildur Emilsdóttir, félagsráðgjafi Erlingur B. Kristjánsson, kerfisstjóri Ævar Agnarsson, sjómaður Áslaug Cassata, fyrrv. kaupkona Ásgeir Guðmundsson, löndunarstjóri Erla Sigurðardóttir, félagsráðgjafi Húsnefnd áfangaheimilis Verndar: Þráinn Bj. Farestveit Erlendur S. Baldursson Sigríður Heiðberg Smári Arnfjörð Kristjánsson Guðjón Sveinsson Erla Sigurðardóttir Pétur Sigurðsson, Hreinn S. Hákonarson Framkvæmdastjóri: Þráinn Bj. Farestveit Endurskoðendur: Hannes Þ. Sigurðsson Jón Ma. Ásgeirsson Varaendurskoðendur Carl Brandt Edda Gísladóttir Umbrot og útlit Prentmet ehf. Prentun og bókband: Prentmet ehf. Auglýsingar: Markaðsmenn Forsíðumynd: Myndina gerði ung kona í Kópavogsfangelsinu árið 2004
VERNDARBLAÐIÐ 36. árg.,. 2004
UM AFBROT, FANGA OG FANGELSISMÁL
TIL LESENDA
Lengi hefur það verið vitað að konur sem afplána dóma sitja ekki við sama borð og karlar þegar í fangelsi er komið. Konur eru eingöngu vistaðar í Kópavogsfangelsinu, sem gjarna er kallað kvennafangelsið. Þar eru þær í afplánun ásamt karlföngum og eru alla jafna færri en þeir. Vistun karla og kvenna í fangelsinu hefur yfirleitt gengið vel og þeir karlfangar sem þangað fara eru valdir sérstaklega og mega t.d. ekki hafa verið dæmdir fyrir kynferðisafbrot. Afplánunarfangelsi á Íslandi eru alls fimm. Litla-Hraun er þeirra stærst og gefur föngum einna mesta möguleika hvað starf, nám og tómstundaiðkun snertir. Þar afplána m.a. karlfangar sem framið hafa mjög alvarleg brot og margir síbrotamenn. Kvíabryggja vestur á Snæfellsnesi hefur sérstöðu einkum vegna þess frelsis sem fangar hafa innan fangelsissvæðisins. Þar er einnig fangelsisbragur ekki mjög áberandi og minnir fangelsið oft á heimavistarskóla í sveit eins og þeir voru hér fyrr á árum. Vinna er nokkuð fjölbreytileg þó stundum sé hún stopul. Á Kvíabryggju eru sendir gjarna menn sem ekki hafa hlotið dóm áður og aðrir sem ekki eru með of langa dóma. Stundum hefur fangelsið að Kvíabryggju verið kallað hvítflibbafangelsið því þar hafa margir afplánað brot sem kennd eru við hvítflibba. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er skilgreint sem móttökufangelsi og þangað koma allir karlfangar og fara síðan flestir í önnur fangelsi til afplánunar. Á Akureyri er svo lítið fangelsi og þangað fara menn með tiltölulega stutta dóma. Af framansögðu er ljóst að fangelsiskerfið flokkar fangana með tilliti til dóma, lengdar þeirra og hvers eðlis afbrotin eru. Þessi flokkun nær þó fyrst og fremst til karlfanganna. Ætíð er ljóst hvert konur fara og um það þarf ekki að hafa mörg orð. Konur fremja að sjálfsögðu margvísleg brot og sum hver alvarleg en allar eru þær sendar í eitt og sama fangelsið í Kópavogi. Það hefur komið æ betur í ljós hin síðari ár að fangelsið er ótækt til að vista konur með langa dóma, s.k. langtímakonur. Þar kemur margt til. Sjálft fangelsið er til þess að gera lítið hús og sú hugsun íþyngjandi langtímakonum að eyða mörgum árum í þessu þrönga rými. Útivistarsvæðið er ekki stórt og gefur ekki mikið svigrúm til fjölbreytilegrar útivistar þó ekki sé annað en bent á útivistarsvæðið Kvíabryggjufangelsisins til samanburðar. Á Kvíabryggju má til að mynda ganga meðfram fjöru og þar er einnig að finna lítinn golfvöll. Þar er líka einn besti líkamsræktarsalur á öllu Vesturlandi! Allt er þetta til fyrirmyndar. Litla-Hraun er með ágætan fótboltavöll og nokkuð góða líkamsræktaraðstöðu. Þannig mætti lengi halda áfram og bera saman mismunandi aðstöðu í fangelsum landsins. Allur þessi samanburður gagnar konum í fangelsi harla lítið því þær eru allar settar undir einn og sama hattinn og njóta í engu alls þess besta sem hin fangelsin hafa upp á að bjóða. Allir sjá það í hendi sinni að hér er kynjamisrétti á ferð. Því þarf strax að breyta. Kvenfangar eiga að sitja við sama borð og karlfangar í fangelsiskerfinu. Misréttið er hróplegt og þá einkum og sér í lagi hvað langtímakonur snertir eins og vikið var að hér að framan. Því hefur stundum verið fleygt að málið sé erfitt viðfangs vegna þess að kvenfangar séu svo fáir. Það er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem konur þurfa að sæta því sem minnihlutahópur að brotið sé á þeim og slíkt má ekki þola. Fangelsisyfirvöldum er þetta ljóst eins og kemur m.a. fram í skýrslu þeirra um markmið í fangelsismálum og framtíðaruppbyggingu fangelsa frá því í október s.l. Auk þess ræddi nýr fangelsismálastjóri þetta í viðtali í Ríkisútvarpinu í lok nóvember s.l. og taldi málið hafa forgang.
Markmið refsinga
Konur í fangelsi
Um vald og valdleysi
Verndarblaðið ítrekar að í þessu máli sem öðrum verður jafnrétti kynjanna að vera leiðarljós. Hreinn S. Hákonarson
2 VERNDARBLAÐIÐ
Markmið refsinga II. Inngangur Á undanförnum árum hafa refsingar fyrir fí fíkniefnabrot þyngst mjög. Af því tilefni ve verður hér gerð stutt grein fyrir markmiðum re refsinga. Svo viðamiklu og flóknu efni verða ek ekki gerð tæmandi skil í stuttu máli, en hér á ef eftir verður tæpt á helstu sjónarmiðum. Refsingar eru þyngstu viðurlög sem ríkisvaldið beitir vegna brota á reglum samfélagsva ins. Þar sem refsingar eru svo alvarlegar fyrir in þþá sem þeim sæta og einnig ýmsa aðra í kringum þá, hefur verið talið að rökstyðja þurfi u hvers vegna þeim er beitt. Til þess að lýsa h markmiðum refsinga hafa verið settar fram í m refsiréttinum svonefndar refsikenningar. Þær re eru ekki vísindalegar kenningar sem unnt er er að sanna eins og yfirleitt tíðkast um fræðilegar tilgátur eða kenningar, heldur sjónarmið sem ti rréttarkerfið byggir á. Þær hafa orðið til á löngum tíma, við mismunandi þjóðfélagsaðlö stæður, þar sem ýmsir ólíkir hagsmunir og st hugmyndir hafa haft áhrif. Í fornöld fjölluðu h grískir og rómverskir heimspekingar um gr markmið refsinga og siðferðilegan rétt ríkisins m til þess að beita refsingum. Þá strax kom fram ti ssú meginskipting refsikenninga sem síðan varð ríkjandi um aldir. Þessi sjónarmið eru va annars vegar að refsa vegna þess að brot hafa an verið framin og hins vegar að refsa til þess að ve ekki verði síðar framin brot. ek
III. Refsikenningar Í refsingu felst endurgjald vegna þess að brot h hafa verið framin og fráfæling og betrun til þþess að koma í veg fyrir að brot verði framin í framtíðinni. Það sjónarmið að markmið re refsinga sé réttlátt endurgjald fyrir afbrot kkemur fram í grárri forneskju, sbr. auga fyrir aauga og tönn fyrir tönn. Þessar endurgjaldskkenningar (gjaldstefna) greinast í nokkur ti tilbrigði. Fyrst skal þar nefna sjónarmið, sem á sér rætur langt aftur í öldum, um að refsing ssé friðþæging fyrir brot. Talið var að með re refsingu væri sefuð reiði náttúruaflanna, gguðs eða guðanna vegna þess að brot hafði ve verið framið. Síðar komu fram hugmyndir u um refsingu sem innri friðþægingu þannig að brotamaðurinn hreinsaðist af sök sinni ggegnum þjáningu refsingarinnar. Annað tilbbrigði endurgjaldskenninga er sjónarmiðið u um refsingu sem réttlátt endurgjald fyrir afbbrot og samkvæmt því er endurgjald markm mið refsingar. Þessi sjónarmið ásamt öðrum
komu fram í fornöld hjá Aristótelesi, í kenningum kirkjunnar á miðöldum og hjá heimspekingnum Immanuel Kant á 18. öld. Kant taldi að endurgjald væri eina markmið refsinga. Valda þyrfti hinum brotlega þjáningu vegna þess að hann hefði brotið af sér. Í seinni tíma endurgjaldskenningum er litið á endurgjaldið sem tæki til þess að ná jákvæðum nytsömum markmiðum þannig að refsing sem svari til brotsins sé besta aðferðin til þess að koma í veg fyrir ný brot. Þriðja tilbrigði endurgjaldskenninga kom fram í lok
Ragnheiður Bragadóttir.
Mynd: Mbl.
19. aldar og samkvæmt því er refsing vanþóknun eða siðferðileg fordæming á brotamönnum. Á síðari tímum kom einnig fram fjórða og síðasta tilbrigði endurgjaldskenninganna, þ.e. sefun. Hugsunin er þá sú að séu brot framin valdi það réttlátri reiði í þjóðfélaginu og kröfu um að hinum brotlega sé refsað, enda sé endurgjaldsþörfin hluti af mannlegu eðli. Refsingin sefar reiðina og kemur aftur á jafnvægi í þjóðfélaginu. Andstæðan við endurgjaldskenningarnar er svonefnd nytjastefna sem leggur áherslu á varnaðaráhrif refsinga. Þá er refsað til þess að fyrirbyggja brot. Hugmyndir um að refsingar hafi þessi áhrif koma snemma fram. Heimspekingurinn Protagoras sem uppi var á 5. öld f. Kr. sagði að sá sem vildi refsa af skynsemi, refsaði ekki til þess að gjalda fyrir brot, heldur með framtíðina í huga til þess að fæla bæði brotamanninn og aðra frá því að fremja brot. Hér kemur fram skipting varnaðaráhrifa í almenn og sérstök varnaðaráhrif.
Almenn varnaðaráhrif eru þau áhrif sem refsingar eiga að hafa á fólk almennt í þá átt að það fremji ekki brot. Fyrr á öldum voru almenn varnaðaráhrif bundin við refsiframkvæmdina. Reynt var að vekja viðbjóð hjá fólki á afbrotum og afbrotamönnum með grimmilegum refsingum. Dauðarefsingar voru tíðar og aftökur opinberar. Á tímum upplýsingastefnunnar varð þessi harðneskjulega afstaða að víkja fyrir mannúðlegri hugmyndum. Árið 1799 setti Anselm von Feuerbach fram refsihótunarkenningu sína. Hann sagði að setja þyrfti í lög hvaða háttsemi væri refsiverð og hver refsingin væri. Vitneskjan þar um ætti að fæla menn frá brotum. Síðar varð ljóst að þetta var ekki einhlítt, auk þess sem fleiri þættir refsikerfisins en lögin sjálf hefðu jafnvel meiri fráfælingaráhrif, svo sem eftirlit og rannsóknir lögreglu og þar með uppljóstrunarhættan, hve fljótt brugðist er við brotum, dómarnir sjálfir og frásagnir fjölmiðla af þeim. Þá eru almennu varnaðaráhrifin talin vera mjög mismunandi eftir því hver brotin eru og hvaða einstaklingar eiga í hlut. Refsingarnar geta haft siðferðismótandi áhrif, einkum þegar í hlut eiga þau brot sem ekki styðjast jafnframt við siðferðisreglur. Þá eru sumir einstaklingar alltaf löghlýðnir, án tillits til hótana refsikerfisins, aðrir ólöghlýðnir. Refsikerfið gæti hins vegar haft áhrif á þá sem fremja ekki brot vegna refsihótunarinnar, en myndu annars gera það. Almennu varnaðaráhrifin er erfitt að meta. Þó er talið að breytingar á lögum sem ekki eru mjög verulegar, t. d. að refsimörk eru þyngd, hafi ekki veruleg áhrif á brotatíðni. Sérstök varnaðaráhrif eru áhrif refsingarinnar á þann mann sjálfan sem henni sætir. Áhrifin geta verið að gera brotamanninn óskaðlegan, fæla hann frá brotum og bæta hann. Nú á dögum eru menn gerðir óskaðlegir með því að svipta þá frelsi sínu. Í lok 19. aldar beindist athyglin að brotamanninum sjálfum í stað afbrotsins áður. Meðferðarstefnan kom fram og val á viðurlögum byggðist á vitneskjunni um einstaka brotamenn. Þeim var skipt í flokka, svo sem unga brotamenn, geðsjúka, drykkjusjúka og síbrotamenn og fundin viðurlög eða meðferð, oft hálf- eða ótímabundin, sem hentaði hverjum hópi fyrir sig. Þetta skilaði ekki tilætluðum árangri, ítrekunartíðni minnkaði ekki, og meðferðarstefnan leið undir lok á 7. áratug 20. aldar. Í
3 VERNDARBLAÐIÐ
kjölfarið ríkti það sjónarmið að í raun dygðu engin úrræði til þess að fækka brotum. Ekkert eitt sjónarmið eða ein stefna hefur verið ríkjandi í viðurlagapólitík undanfarinna ára. Talið er að viðurlagakerfið eigi að vera einfalt, skilvirkt og fyrirsjáanlegt hvaða refsing liggur við broti. Horft er til þess brots sem framið hefur verið þannig að sú refsing sem beitt er verður að vera í samræmi við það. Gæta verður jafnræðis milli brotamanna. Einnig er refsingum ætlað að hafa almenn varnaðaráhrif. Á allra síðustu árum þykja tilraunir með hópmeðferð brotamanna í fangelsum erlendis hafa skilað árangri og þar með hafa sérstöku varnaðaráhrifin aftur komið fram.
III. Refsingar fyrir fíkniefnabrot Í greinargerð með frumvarpi til almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.) kemur fram að markmið refsinga sé „fyrst og fremst verndun almenns réttaröryggis og viðhald lögbundins þjóðskipulags“, auk þess að fullnægja réttlætistilfinningu almennings, sem sætti sig ekki við „að menn skerði órefsað mikilvæg réttindi annarra“. Refsingarnar eigi einnig að hafa almenn og sérstök varnaðaráhrif og siðferðismótandi áhrif. Ljóst er að hér sameinast flest þau sjónarmið sem gerð er grein fyrir hér að framan. Ákvæði um stórfelld fíkniefnabrot var sett í hgl. árið 1974, sbr. 173. gr. a. hgl., sbr. lög nr. 64/1974. Vörðuðu brotin fangelsisrefsingu allt að 10 árum. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að hvers konar meðferð fíkniefna hafi verið lýst refsiverð í nágrannalöndum okkar vegna hættu á heilsutjóni sem fylgir neyslu efnanna og þess að ýmis afbrot megi rekja til neyslu þeirra. Í fyrstu dómunum um fíkniefnabrot kemur fram, að almenn varnaðaráhrif vega þungt við ákvörðun refsingar, t. d. í H. 1974:219. Þar segir að fíkniefnin feli í sér „þjóðfélagslega hættu, ekki síst fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði ungs fólks“. Á síðari árum hafa dómar í fíkniefnamálum þyngst mjög, m. a. vegna innflutnings hættulegra fíkniefna í miklu magni. Refsihámark 173. gr. a var hækkað í 12 ára fangelsi með lögum nr. 32/2001. Um rök fyrir þeirri hækkun segir í greinargerð með frumvarpi til laganna að refsingar hafi þyngst verulega fyrir alvarlegustu fíkniefnabrotin, einkum þegar um mjög hættuleg efni sé að ræða eins og MDMA (ecstacy). Er vitnað í tvo héraðsdóma frá árinu 2000, þar sem refsað var með 9 ára fangelsi fyrir innflutning, sölu og vörslu á þúsundum taflna af efninu. Síðan segir að þar sem refsimörk 173. gr. a hafi verið nýtt nánast að fullu í alvarlegustu málunum, þyki nauðsynlegt að hækka refsimörkin svo að dómstólar geti ákveðið þyngri refsingar ef enn alvarlegri brot koma upp. 4 VERNDARBLAÐIÐ
Refsilög verði að gera ráð fyrir viðhlítandi refsingum vegna slíkra brota. Þetta vekur að sjálfsögðu upp þá spurningu hvort það sé raunhæf leið að draga úr þessum brotum með því að þyngja refsingar. Rannsóknir benda til þess að fangelsisrefsingar dragi ekki úr ítrekunartíðni brota og þær séu oftast skaðlegar. Rannsóknir benda einnig til þess að varnaðaráhrif fangelsisrefsinga aukist ekki með lengri fangelsisdómum, heldur jafnvel minnki. Í þeim þjóðfélögum þar sem þyngstu refsingum er beitt er brotatíðni síst minni, oft mun meiri, en þar sem refsingum er beitt af meiri hófsemd. Hver eru þá rökin fyrir því að halda mönnum í fangelsi árum saman með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið? Er unnt að ná betri árangri í baráttunni við þessi brot með öðrum leiðum, t. d. að leiða í ljós þær bágu félagslegu og persónulegu aðstæður sem leiða unglinga út í fíkniefnaneyslu og reyna að ráða bót á þeim og draga þannig úr eftirspurn eftir efnunum? Fíkniefnavandinn er ekki einkamál réttarkerfisins heldur mikið félagslegt og heilsufarslegt vandamál. Væri ef til vill nær að verja meiri orku í að grafast fyrir um rót vandans og byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann? Að minnsta kosti er ljóst að ekki hefur dregið úr böli af völdum fíkniefna á Íslandi þrátt fyrir mjög þungar refsingar.
Heimildir: Andenæs, Johs.: Straffens formål. Avhandlinger ger og foredrag. Oslo 1962. Frumvarp til laga um breytingu á almennum m hegningarlögum nr. 19/1940. 126. löggjafarþing ng 2000-2001. Þskj. 376 - 313. mál. Greve, Vagn: Straffene. 2. útg. Kaupmannahöfn fn 2002. Hurwitz, Stephan: Den danske Kriminalret, Alm. m. del. 4. útg. Kaupmannahöfn 1971. Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum. m. Reykjavík 1992. Safn greinargerða við almenn hegningarlög. ög. Úlfljótur 1989. Waaben, Knud: Strafferettens almindelige del. I Ansvarslæren. 3. útg. Kaupmannahöfn 1993. Höfundur er prófessor or við lagadeild Háskóla Íslands ds
MOLAR Frumvarp um fangelsi og fangavist Lagt hefur verið frumvarp til laga um fullnustu refsingaa og er þingskjalið nr. 379, 336. mál 131. löggjafarþingg m 2004. Svo sem kunnugt er var lagt fram frumvarp um sama mál á síðasta þingi en hlaut nokkra gagnrýni ogg var því tekið aftur. Nú er semsé nýtt frumvarp komiðð fram og eru allir hvattir til að kynna sér efni þess.. Frumvarpið má skoða á netinu: http://www.althingi.is/altext/131/s/0379.html
IV. Lokaorð Að lokum er það umhugsunarefni hvort rétt sé að taka út eina brotategund eins og fíkniefnabrot og þyngja svo mjög refsingar fyrir þau. Oft er bent á kynferðisbrot gegn börnum til samanburðar, en dæmdar refsingar fyrir þau eru mun vægari en refsingar fyrir avarlegustu fíkniefnabrotin. Það er auðvitað mjög erfitt að bera saman svo ólíkar brotategundir og óvíst að þyngri refsingar séu nokkur lausn varðandi kynferðisbrotin fremur en önnur brot. Í stað þess að taka út eina og eina Félagsþjónusta Kópavogs brotategund í einu og Fannborg 4 þyngja refsingar fyrir þær þyrfti að gera heildBrim hf. arúttekt á þeirri háttsemi Fiskitangi - 600 Akureyri sem er svo ámælisverð að við viljum refsa fyrir hana og meta heildstætt hvaða refsing hæfi hverju broti.
Intis á Íslandi Dunhaga 5
Fangelsismálastofnun Borgartúni 7
M Margrét Sæmundsdóttir
K Konur í fangelsi og félagsleg staða þeirra U Upplýsingar um konur í fangelsi A Að meðaltali sitja um 10 til 15 konur í fangel elsi á Íslandi á ári hverju sem er um 5-6% af h heildarfjölda fanga í landinu. Þessi fjöldi kkvenfanga hefur haldist nánast óbreyttur á sí síðustu tveimur áratugum. Svipað prósentuh hlutfall kvenna er í fangelsum á hinum Norðurlöndunum og víðast hvar annars staðar. Algengast er að konur hér á landi séu st að taka út refsingu í fangelsi fyrir þjófnað eða skjalafals. Í ársskýrslum Fangelsismálaeð stofnunar má þó sjá að færri konur eru að st afplána refsingu fyrir slík brot í dag en á af áratugnum á undan. Í stað þess hefur aukist ár hlutfall kvenna sem afplána fyrir fíkniefnah bbrot. Í raun hefur dómum vegna fíkniefnabbrota fjölgað stórlega, bæði hér á landi og í mörgum öðrum vestrænum ríkjum, hvort m sem megin skýringin er vegna aukinnar se áherslu yfirvalda á að stemma stigu við slíkáh um brotum eða hvort að neysla fíkniefna u hefur aukist. Þegar skoðaðar eru tölfræðilegh ar upplýsingar frá nágrannalöndum okkar ssést að fangelsisdómum fyrir fíkniefnabrot hefur fjölgað mest og sérstaklega á meðal h kkvenna. Ekki er því ólíklegt að sama muni ggerast á Íslandi í nánustu framtíð. Tíðni oofbeldisbrota, manndrápa og rána á meðal kkvenna hefur aftur á móti aldrei verið há en hefur þó farið vaxandi á Vesturlöndum. Á h Íslandi hafa slík brot verið færri í samanÍs bburði við önnur lönd og nánast haldist óóbreytt tvo síðustu áratugi þótt tölurnar sveiflist milli ára. Í lok ársins 2003 sátu hér á sv landi 2 konur í fangelsi fyrir manndráp, 1 la fyrir ofbeldisbrot og engin fyrir rán. fy Eins og málum er háttað í dag eiga konur á Íslandi eingöngu möguleika á að taka út refsingu í einu fangelsi, Fangelsinu að Kópare vogsbraut 17. Karlfangar eru hins vegar vistvo aðir í 5 mismunandi fangelsum við ólíkar að aðstæður og þar með talið með konum í að oofangreindu fangelsi. Það hversu fáar konur eru í fangelsi hefur verið notað sem rök fyrir er þþví að takmarkaðir möguleikar eru fyrir hendi til að bæta aðstöðu þeirra. Þessi rök h ættu þó ekki að vera viðhöfð til að réttlæta æ
kynjamisrétti á vistunarmöguleikum fanga. Nauðsynlegt er að búa svo um að kynin eigi jafnan möguleika á að vistast við mismunandi aðstæður. Reynslan hér á landi að vista kynin saman hefur verið góð og lítið verið um árekstra. Með tilliti til smæðar landsins væri hægt að jafna stöðu kynjanna í fangelsum með því að samnýta fangelsin meira fyrir bæði kynin en gert er í dag, þannig að komið væri upp aðskildum deildum, en nám og vinna færi saman.
Margrét Sæmundsdóttir
Félagslega staða kvenfanga Á undanförnum árum hafa í auknum mæli birst erlendar rannsóknir um konur í afbrotum og stöðu kvenna sem sitja í fangelsum. Margar þeirra hafa sýnt fram á að meirihluti kvenfanga eigi við mun meiri félags- og heilbrigðisvanda að etja en karlar sem sitja í fangelsi. Í athugunum hjá t.a.m. Pollock 2002; Belknap 2001; Chensey-Lind 1997; Pogrebin, M. og Dodge, M. 2001, kom í ljós að hátt hlutfall kvenfanga hefur alist upp við mikla óreglu í æsku og orðið fyrir kynferðislegri misnotkun eða ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima, vinar eða síðar sambýlismanns. Þær upplifa meiri einangrun í fangelsi en karlfangar m.a. vegna þess að hátt hlutfall þeirra eru mæður. Þær finna því mun meira fyrir sektarkennd vegna aðskilnaðar frá barni/börnum eða vitandi að barn/
börn þeirra hafi verið send í fóstur (Barry, 1987; Bloom og Chesney-Lind, 2000). Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þær konur sem sitja í fangelsi eru margar hverjar langt leiddar af fíkniefnaneyslu (sbr. Peugh og Belenko, 1999; McClellan, Farabee og Crouch, 1997) og með ýmiss önnur heilbrigðis- og geðvandamál í samanburði við karlfanga (sbr. Cosden og Cortez-Ison, 1998; Gombert og Hirenberg, 1993). Á árinu 1998-2003 var gerð athugun á félagslegum högum fanga á Íslandi, auk heilsufars og vímuefnasögu þeirra. Spurningalisti var lagður fyrir fanga sem hófu afplánun á þessu tímabili og tók til alls 689 fanga. Hér fyrir neðan verður fjallað um hlut kvenna í athuguninni og skoðuð sérstaklega félagsleg staða og vímuefnasaga þeirra í samanburði við karlfanga. Alls 49 konur sem hófu afplánun í fangelsi á þessu tímabili tóku þátt í rannsókninni. Aldur þeirra var frá 18 ára til 56 ára. Meðalaldurinn var um 33 ára og hæsta tíðni kvenfanganna var í aldurshópnum 31 árs til 40 ára. Meirihluti þeirra var að afplána fangelsisrefsingu í fyrsta sinn eða 88%. Flestar höfðu fastan samastað áður en þær hófu afplánun. Um 61% bjó í leiguhúsnæði eða í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda. Um 14% hafði búið hjá foreldrum/ættingja en 6% hafði komið af götunni.
Helstu niðurstöður: • 65% kvenfanganna hafði alist upp hjá báðum blóðforeldrum sem var svipað og á meðal karlfanganna. • Rúmlega helmingur kvenfanganna sagðist hafa alist upp við óreglu í æsku. Hlutfallslega var algengara að konur svöruðu þessari spurningu játandi þótt ekki hafi fengist marktækur munur á milli kynjanna. Þær voru ekki spurðar út í hvort þær hefðu orðið fyrir annars konar vanrækslu, kynferðislegri misnotkun í æsku eða ofbeldi en nauðsynlegt er að skoða þá þætti frekar. • Meirihluti kvenfanganna hafði eingöngu lokið grunnskólaprófi eða 61% og rétt
5 VERNDARBLAÐIÐ
•
•
•
•
•
innan við 25% hafði byrjað í framhaldsskóla en hætt án þess að ljúka námi. Svipað var að segja um karlfangana og menntun þeirra. Niðurstöðurnar eru í samræmi við margar erlendar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að fangar hafi almennt stutta skólagöngu. Meirihluti kvenfanganna eða 51% var einhleypur eða í lauslegu sambandi. Ekki var munur á milli kynjanna og hjúskaparstöðu. Allmargir af kvenföngunum voru mæður eða 70% þeirra en meirihlutinn eða 53% þeirra sagðist Kvenfangar með börn sín í fangelsi. hins vegar ekki hafa haft barnið/ • Helmingur kvenfanganna sagðist eiga börnin í sinni umsjón áður en afplánvið þunglyndi/kvíða að stríða. Á móti unin hófst. Margar nefndu að barnið/ sögðu tæplega 26% karlkyns fangarnir börnin væru vistuð á vegum barnaþað sama. verndaryfirvalda en aðrar sögðu að for• Um 60% kvenfanganna sögðust hafa eldrar sínir önnuðust uppeldið. Þær sem þegið félags- eða örorkubætur áður en bjuggu með barni voru langflestar einþær komu í fangelsið en 38% karlfangstæðar mæður. Á móti sögðust 52% anna þáðu bætur. Þeir karlfangar sem karlkyns fanganna eiga börn og af þeim voru á bótum höfðu flestir afplánað áðsögðu rúmlega 70% þeirra ekki vera með ur fangelsisrefsingu en slíkur munur var barnið í sinni umsjón. Það kemur ekki á ekki á meðal kvenfanganna. óvart þótt svarhlutfall karlfanganna sé • Fíkniefnavandinn reyndist vera mikill hátt vegna þess að margir eru einhleypir eða nærri 80% kvenfanganna sögðust og því mun algengara að konur haldi hafa neytt fíkniefna áður en afplánun barni/börnum við skilnað eða þegar hófst. Þótt ekki hafi verið marktækur barn fæðist utan hjónabands/sambúðar. munur á milli kynjanna á svörun var Sláandi er hversu hátt hlutfall kvenfanga hlutfallið aðeins lægra hjá karlföngunsagðist ekki hafa börnin hjá sér sem lýsir um eða um 9%. þeirri erfiðu stöðu sem þær eru komnar í • 44% kvenfanganna hóf neyslu fíkniefna áður en þær fara í fangelsi. 15 ára eða yngri og 28% þeirra á Tæplega helmingur kvenfanganna átti aldrinum 16 til 18 ára. fleiri en eitt barn, þar af sagðist 24% • Við svörun á fíkniefnaneyslu og tegund eiga 2 börn og svipað hlutfall sagðist fíkniefna kom í ljós að margar notuðu eiga fleiri börn. Með þessu má segja að alla flóru þeirra fíkniefna sem finnast á fangelsun mæðra á tímabilinu 1998 til íslenskum markaði. Niðurstaðan var sú 2003 hafi snert um 60 börn á Íslandi. að 31% reykti kannabis daglega eða oft í Meirihluti kvenfanganna var ekki í fastri viku, 37% neyttu amfetamíns daglega vinnu áður en þeir hófu afplánun fangeða oft í viku, 45% notuðu stundum eða elsisvist eða 64% þeirra. Um 35% kvennhöfðu prófað sveppi og LSD og 6% anna voru öryrkjar og 29% voru atnotað alsælu oft í viku. Rúmlega 14% vinnulausar. Til samanburðar var meirisprautaði sig daglega eða oft í viku og hluti karlkyns fanganna eða 57% í fastri 22% misnotaði lyf daglega eða oft í viku. vinnu áður en þeir komu í fangelsið. Þeir Munur var á milli kynjanna og tegund karlfangar sem höfðu verið atvinnulausir fíkniefna sem þau neyttu. Algengara var til langs tíma eða öryrkjar höfðu flestir að karlfangar notuðu kannabisefni daglangan sakaferil og höfðu setið áður í lega eða oft í viku en kvenfangarnir fangelsi. Fáar kvennanna höfðu aftur á amfetamín og sprautur. Þá var mikill móti slíka sögu á bak við sig. munur á milli kynjanna á misnotkun Fjórði hver kvenfangi sagði líkamlega lyfja. Konur misnotuðu í mun ríkari heilsu sína góða en þær konur sem svörmæli lyf heldur en karlmenn eða mælduðu því neitandi nefndu oftast öndunust um 15% hærri. Í rannsókn sem Jón arsjúkdóma eða bakverki. Algengara var Friðrik Sigurðsson og Gísli Guðjónsson, að konur finndu fyrir líkamlegri vanlíð1994, gerðu á íslenskum föngum kom an en karlmenn, þótt ekki hafi verið þessi munur líka fram á neyslumynstri marktækur munur á milli kynjanna.
6 VERNDARBLAÐIÐ
Mynd frá 17. öld. d. kvenfanga og karlfanga, sérstaklega hvaðð varðar notkun sprautna. • Um 70% kvenfanganna hafði farið í vímuefnameðferð áður en þeir komu í fangelsið og af þeim hafði helmingur ur þeirra farið oftar en þrisvar sinnum í meðferð. Marktækt algengara kom fram m að konur hefðu lengri meðferðarsögu gu en karlfangar. Þeir karlfangar sem höfðu u svipaða fjölda meðferða á bak við sig ig höfðu flestir áður afplánað í fangelsi. si. Segja má hér að það séu í raun lítil til tengsl á milli meðferðar annars vegar og fangelsisvistar hins vegar. • Helmingur kvenfanganna átti ólokið í máli í refsivörslukerfinu sem gaf sömu u niðurstöðu og hjá karlkyns föngunum.
En hver er ástæðan fyrir því, ef raunin er ssú, að staða kvenfanga sé bágbornari þegar þþær koma í fangelsi? Ýmsar skýringar hafa kkomið fram sem fjalla almennt um hlutdeild kkvenna í afbrotum og hvers vegna þær séu svo miklu færri en karlmenn. Sú skýring sem sv er hvað þekktust er að konur séu aldar upp vvið meiri félagslegar hömlur og ábyrgð en kkarlmenn og fremji því síður afbrot nema þþær missi þetta taumhald. Önnur skýring sem hefur verið að koma fram er sú, að se refsivörslukerfið líti meira til þess að konur í re afbrotum eigi við vandamál að stríða sem af bberi að aðstoða en karlmenn í afbrotum séu til vandræða sem beri að refsa. Konur eru því ti síður fangelsaðar og oft ekki fyrr en önnur sí rráð hafi verið könnuð til þrautar. Ennfremur er þekkt sú skýring að konur séu oft verndaðar af karlmönnum sem stunda með þeim að afbrot, þ.e. að karlmenn sýni karlmennsku og af taki á sig sökina eða að konur séu einfaldlega ta mun skipulagðari í afbrotum og komist því m síður upp um þær. Hvað sem þessum sí skýringum líður er ljóst að miklu færri sk kkonur afplána í fangelsi en karlmenn hér á landi og annars staðar. Það vekur því athygli la
að þær konur sem eru dæmdar í fangelsi séu mun líklegri en karlfangar að eiga við félagsog heilsufarsvanda að stríða, óháð því hvort þær hafi áður afplánað í fangelsi eða ekki. Ástæða er því til að aðgreina kynin í allri umræðu og athugunum á afbrotum í samfélaginu og kanna hvernig kerfið bregst við þeim. Á sama hátt er mikilvægt að staðið sé vel að verki við mat á refsingu og þegar kemur að aðstoð og meðferð fyrir bæði kynin í fangelsi.
Heimildir: Ársskýrslur Fangelsismálastofnunar (1995-2003) Barry, E. (1987): Imprisoned mothers face extra hardships. National Prison Journal, 14. Belknap, J. (2001). The Invisible Women: Gender, Crime and Justice. Belmont, CA. Wadsworth Publishing Co. Bureau of Justice Statistics USA (2002): Factsheet, Women in Prison Chesney-Lind, M. (1997). The Female Offender: Girls, Women and Crime. Thousand Oaks, CA. Saga Publications. Cosden, M and Cortez-Ison, E (1998). Sexual abuse, Parental bonding, Social Support and Program Retention for Women in Substance Abuse Treatment. Journal of Substance Abuse Treatment, 16(2), 149-155.
M Minning
SSnjólaug Stefánsdóttir f. 25. maí 1951 – d. 21. apríl 2004
Umræða Niðurstöðurnar gefa til kynna að konur í fangelsi á Íslandi séu bæði félagslega- og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Þaðð u má sjá með því að bera saman m.a. hversu atvinnuþátttaka þeirra var mun minni en á umeðal karlfanganna. Margar þáðu örorkuar bætur vegna andlegra sjúkdóma og margar ma höfðu misst tímabundið eða til langs tíma ar barnið/börnin frá sér. Þá áttu mjög margar við alvarlegan vímuefnavanda að stríða og algengt að þær hefðu lengri meðferðarsögu á ur bak við sig en karlfangar. Þessar niðurstöður sa eru sambærilegar við niðurstöður ýmissa erlendra rannsókna sem gerðar hafa verið á föngum og minnst var á hér að framan. Þá benda niðurstöðurnar til þess að tengsl sé á smilli afplánunarsögu karlfanganna og félagsal og heilsufarsstöðu þeirra en ekki á meðal st kvenfanganna. Þeir karlfangar sem sögðust da eiga við alvarlegan félags- og heilsufarsvanda u að etja í sama mæli og kvenfangarnir, höfðu flestir áður afplánað refsingu í fangelsi og ir sumir margsinnis. Á móti voru langflestir kvenfangarnir að afplána í fyrsta sinn í fangelsi.
Einn varastjórnarmanna í stjórn Verndar, Snjólaug Stefánsdóttir, félagsráðgjafi og uppSn eldisfræðingur, lést 21. apríl s.l., eftir langel varandi veikindi. va Snjólaug heitin var fædd í Reykjavík 25. maí 1951 en ólst upp í Hafnarfirði. Foreldrar m hennar eru Margrét Guðmundsdóttir, húsh móðir og fyrrverandi dómritari, og Stefán m Gunnlaugsson, fyrrverandi alþingismaður og G bbæjarstjóri í Hafnarfirði. Snjólaug lauk prófi í uppeldisfræðum frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð vorið 1980 h oog fraumhaldsnámi í námsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1992. Eiginmaður Snjólaugar var Dan Ís Gunnar Hansson, skrifstofumaður og skákG meistari, en þau skildu. Þau eignuðust tvær m ddætur. Félagsmál áttu alla tíð hug Snjólaugar og hóf hún ung að árum störf hjá Unglingaheimh ilili ríkisins og á skólaheimilinu í Breiðuvík. FFélagsmálastofnun Reykjavíkur naut starfskkrafta hennar um hríð og var hún yfirmaður unglingadeildar stofnunarinnar. Forvarnaru málum sinnti hún mikið og var verkefnisstjóri m þþess málaflokks hjá borginni sem og vímu-
varnarnefndar Reykjavíkur. Þá var hún og verkefnisstjóri Samstarfsnefndar um afbrotaog fíkinivarnir. Hún lét líka stjórnmál til sín taka og starfaði hún að málum Kvennaframboðsins og Samfylkingarinnar. Gegndi hún fleiri trúnaðarstörfum fyrir ýmis félög og samtök sem ekki verða tíunduð hér. Snjólaug sat um árabil í varastjórn Verndar og lagði einatt gott til mála og veitti hollráð af reynslu sinni í þeim málum sem Vernd hefur unnið að í rúm fjörutíu ár. Hún var opinská í viðræðu og fljót að átta sig á málum, full af eldmóði og bjartsýni. Skilningur hennar á kjörum þeirra er minna máttu sín var djúpur og hún bjó yfir sterkum vilja til að rétta fram hjálparhönd. Hún ræddi af innsæi um aðstæður fanga og þá einkum hinna yngri og þann vanda sem þeir flestir áttu við að etja
Gomberg, E.S.L and Nirenberg, T.D, (1993) Antecedents and Consequences. Women and substance abuse, bls. 118-141. Norwood, NJ. Ablex Publishing Co. Home Office UK (2001). Follow-up to Women in Prison, Thematic Review 1997. Jon. F. Sigurdsson og Gisli H. Gudjonsson (1994): Illicit drug use among Icelandic prisoners prior to their imprisonment. CBMH. Criminal Behaviour and Mental Health. Vol 6, no 1. Marcelo F. A. (2002): Space 1 Council of Europe annual penal statistics. Counsil of Europe, survey 2002. McClellan, D.S., Farabee, D and Crouch, B.M. (1997). Early Victimization, Drug Use, and Criminality: A Comparison of Male and Female Prisoners. Criminal Justice and Behavior, 24, bls. 455-476. Peugh, J og Belenko, S (1999). Substance-Involved Women Inmates: Challenges to Providing Effective Treatment. The prison Journal,79(1), bls. 23-44 Pogrebin, M. R. and Dodge M (2001). Women´s accounts of their prison experiences: A retrospective view of their subjective realities. Journal of Criminal Justice, 29, bls. 531-533. Pollak, O. (1978): The Criminality of Women. Greenwood Press Pollock, J. (2002). Women, Crime and Prison. Belmont CA: Wadsworth. Höfundur er deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins
sem voru og eru fíkniefnin. Snjólaug var kröftug baráttukona gegn fíkniefnum og þreyttist á aldrei að ræða þá vá sem þau eru í samfélagi nútímans. Þegar hún var í forsvari fyrir herferðinni Eiturlyfjalaust Ísland árið 2000 þótti mörgum sem bjartsýnin gengi úr hófi fram. En hún var sér fullkomlega meðvituð um markmiðið sem var: að ræða í fullri alvöru þann möguleika að það væri hægt að ná því og þó svo að árið 2000 yrði ekki haldin sigurhátíð – þá myndi það ár renna einn góðan veðurdag upp að landið væri laust við böl og harm fíkniefna. Öll umræðan skilaði sterkari vitund inn í samfélagið um að aldrei skyldi gefist upp fyrir eitrinu sem leggur svo marga að velli sem raun ber vitni. Þetta var göfug hugsjón sem allir munu fagna þegar hún verður að veruleika og þá mun nafn Snjólaugar heitinnar vera þar ofarlega á blaði. Málefni fanga komu iðulega til umræðu í tengslum við eiturlyfjalaust Ísland og taldi hún mikilvægt að afeitrunarmeðferð færi m.a. fram innan fangelsa. Stjórn Verndar kveður hana með söknuði og þakkar henni góð störf að málum fanga. Hlýja hennar og óbilandi baráttuhugur er öllum öflug fyrirmynd sem starfa að málum fanga og annarra þeirra er þarfnast umhyggju í samfélaginu. Guð blessi minningu Snjólaugar Stefánsdóttur, styrki dæturnar hennar tvær og ástvini alla. Stjórn fangahjálparinnar Verndar
7 VERNDARBLAÐIÐ
Viðtalið:
Konur í fangelsi Í hugum margra er það meira framandi að konur séu í fangelsi en karlar. Afbrot og undirheimar eru að mestu u leyti heimur karla og þar ráða þeir lögum og lofum. Á síðasta ári komu tuttugu og þrjár konur í kvennafangelsið Kópavogi til afplánunar um lengri eða skemmri ri tíma. Alls luku ellefu konur afplánun árið 2003 sem er 5.3% af fangafjölda. Þrjár konur sættu gæsluvarðhaldi á síðasta ári. Þessar konur koma úr ýmsum áttum og eru flestar ungar að árum. Þær eru sumar mæður í hjónabandi eða sambúð, aðrar einstæðar mæður eða einar á báti og barnlausar, sumar eru meira að segja orðnar ar ömmur. fi Margar spurningar vakna þegar hugað er að því hvað leiði konur inn fyrir dyr fangelsis. Hvað hefur gerst í lífi þeirra? Hvaða afbrot fremja þær? Eru afbrot þeirra öðruvísi en afbrot karlanna? Hvernig líta þær á fangelsisvistina? Þannig mætti lengi spyrja. VERNDARBLAÐIÐ leitaði til ungrar konu sem skrifaði síðastliðið vor lokaritgerð í félagsfræði um konur í ur fangelsi og gerði jafnframt rannsókn á viðhorfum þeirra og líðan. Þessi unga kona er Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir. Þar sem hún hefur einnig starfað sem fangavörður í Kópavogsfangelsinu liggur beinast við að spyrjaa hana út í það starf í upphafi samtalsins. Er munur á karlfangavörðum og kvenfangavörðum? Ég hef ekki orðið vör við neinn kynjamun í því hvernig fangaverðir sinna starfi sínu. Þetta getur auðvitað verið einstaklingsbundið en þessi fjögur sumur sem ég hef starfað sem fangavörður hef ég ekki komið auga á þennan kynjamun, sem stundum er talað um. Það er stundum sagt að konur sem eru fangaverðir séu ákveðnari og strangari en karlfangaverðir en ég hef ekki sjálf upplifað þetta í sumarafleysingum. En það getur vel verið að fangarnir finni einhvern mun á konum og körlum hvað þetta snertir en ástæðan þarf ekki endilega að vera kynjamunurinn, ég hallast frekar að því að það sé einstaklingsmunur.
Væntingar samfélagsins til kvenna Það eru ýmsar skýringar til á því hvers vegna færri konur eru í fangelsum en karlar. Ein skýring er stundum nefnd og hún er sú að staða konunnar í samfélaginu sé lægri en karlanna. Árið 2002 luku alls sextán konur afplánun eða 10% af fjölda fanga. Ári síðar voru þær ellefu sem luku afplánun eða 5.3% af fjölda fanga. Þær eru semsé alltaf miklu færri en karlar. Einhver hlýtur skýringin að vera. Til eru svo kallaðar femínskar kenningar og þær ganga flestar út frá lægri stöðu konunnar í þjóðfélaginu og hafi þær þar af leiðandi færri tækifæri til afbrota. Staða karlanna er sterkari og því hafa þeir fleiri tækifæri til að brjóta af sér en konurnar. Þessar femínísku kenningar byggja á því að hugmyndir og væntingar samfélagsins séu aðrar til kvenna en til karla. Konurnar eiga
8 VERNDARBLAÐIÐ
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir að vera blíðar og umhyggjusamar, verndandi og skilningsríkar. Hugur þeirra beinist að hefðbundunum kvennastörfum í samfélaginu þar sem þessi lund þeirra kemur vel fram og nýtist þeim. Þessi nefndu atriði eru nátengd taumhaldi og hömlum og þau geta heft frelsi kvenna og haldið aftur af þeim. Þetta félagsmótar þær eins og sagt er. Breytni þeirra verður önnur og félagslega taumhaldið heldur aftur af þeim og minnkar svigrúm þeirra til athafna í samfélaginu. Sjálfsmynd kvenna er miklu tengdari umönnunarhlutverkinu og þess vegna þróa þær kannski með sér annars konar siðferðisvitund en karlar – siðferðiskennd sem er tengd þessu hlutverki umönnunar og skilnings – og leiðir þær þá frekar frá því að tengjast afbrotum. Þetta eru auðvitað þá jákvæðar væntingar fyrir samfélagið fyrst þær hafa þessi áhrif þó svo eflaust megi líka gagnrýna þær. Konur verða á vissan hátt fórnarlömb þessara vænt-
inga þegar litið er t.d. til launamunar kynjjanna og að kvennastörf eru almennt minna na metin en störf karla. Væri nokkuð svo fráleitt tt að beina þessum jákvæðu væntingum sem m gerðar eru til stúlkna samkvæmt framansögðu ðu til drengja? Kannski hugsanlegur liður í jafnnréttisbaráttu? Já, kannski. Það er líka farið að viðurkenna na karlmenn meira í samfélaginu sem umönnnunaraðila eins og til dæmis feðraorlofið sýnnir. – En sjálf er ég efins um að konur hafi í sjálfu sér færri tækifæri til afbrota í nútímaasamfélagi en aftur á móti hafa þessar róttgrónu hugmyndir um kynhlutverkin áhrif á lægri hlutdeild þeirra í afbrotum. Þær halda da frekar aftur af sér af því að staða þeirra er önnur – þær eru mæður og eiga að vera ra viðkvæmar og þolinmóðar. Þessar huggmyndir eru í gangi og þess vegna eru u sjálfsmynd og siðferðið sem þær þróa með eð sér tengt þessu móðurhlutverki og kannski ki til þess fallið að þær haldi frekar aftur af sér..
Öll samvinna um málefni fanga er mikilvæg a? Ættu fleiri fagstéttir að koma að málum fanga? sTvímælalaust. Þar væru efstir á blaði félagsm ráðgjafar og náms- og starfsráðgjafar sem ðgætu stuðlað að velferð fanganna bæði meðan þeir eru í afplánun og ekki síður til aðð tt undirbúa brottför þeirra úr fangelsi. Gott væri til dæmis að félagsráðgjafi kæmi til starfa hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og fengi þar visst svigrúm til starfa. ga Það þarf að mínu mati einnig að huga meira að innihaldinu í fangavistinni og þá lmeð markvissum hætti. Til dæmis er mikil-
vvægt að fangelsismálakerfið, lögreglan, féla lagsmálakerfið og heilbrigðiskerfið vinni sa saman að málefnum sem snúa að föngum til að vel takist til með allan undirbúning fyrir þþað þegar þeir losna úr fangelsinu. Stundum bber á því að þessi kerfi - ef ég má orða það sv svo - viti ekki alveg nógu vel hvert af öðru og þþess vegna skýtur alls konar misskilningur u upp kolli og óþarfa vandræði trufla fangana oog þau sem starfa að málum þeirra. Starfsffólk fangelsa – fangaverðir – hafa ekki þekkin ingu né svigrúm til að taka á þeim margvísle lega vanda sem upp kemur í fangelsum og þþví er mikilvægt að fleiri fagstéttir komi að m málefnum fanga og að þessi kerfi sem ég n nefndi vinni saman. Það er líka mikilvægt í mínum huga að stuðla að markvissri endurmenntun og síst menntun meðal fangavarða og efla Fangam vvarðaskólann til að fá sem hæfasta einstaklinga til að starfa við þetta mikilvæga starf. in Hvað þetta snertir mætti taka sér til fyrirH myndar Lögregluskólann – þar eru nokkuð m ströng inntökuskilyrði og skólinn allerfiður st oog kröfuharður. Geturðu nefnt dæmi um núning milli þessara G kkerfa sem þú gast um? JJá, geðdeildum er til dæmis oft illa við að vvista fanga. Oft er fólk illa haldið á geði og bbýr við geðveilur sem starfsmenn fangelsa rráða ekki við. En allt kostar auðvitað fjármuni og líklegt að þá þurfi til að smyrja þessi m kkerfi sem ég nefndi svo þau vinni betur saman. Í dag er þetta einungis spurning um sa ppeninga og pólitík en ekki samvinnu.
K Konur sem brjóta af sér - endurh hæfing E En hvers eðlis eru afbrot kvenna? FFlest afbrot þeirra tengjast fíkniefnabrotum. SSamkvæmt ársskýrslum Lögreglustjórans í R Reykjavík árið 2002 voru 14% kærðra konur oog 72% þeirra voru kærðar fyrir vörslu og
neyslu fíkniefna. Auk þess er líka um innflutning fikniefna að ræða og sölu. Þá ýmis auðgunarbrot sem tengjast skjalafalsi, þjófnuðum og innbrotum – oft í tengslum við fjármögnun á fíkniefnaneyslu. Hlutur kvenna í kærðum þjófnuðum var 37% - og 14% í innbrotum. Ofbeldisbrot eru hins vegar fátíðari. Hvað dregur konur út í afbrot? Það hefur reynst erfitt að benda á einhvern einn þátt frekar en annan. Um er að ræða samspil margra þátta eins og t.d. erfið uppeldisskilyrði, misnotkun, fíkniefnaneyslu o.s.frv. Ég hallast að því að það sé eitthvað í kringum einstaklinginn í umhverfinu sem veldur því að hann leiðist út á braut afbrota. Þú hallast semsé að hinu pósitífíska sjónarhorn (sjónarhorni vísindahyggjunnar)? Já, samkvæmt vísindahyggjunni er einstaklingurinn ekki frjáls. Hann stjórnast af öflum sem hann ræður ekki við – það geta verið utanaðkomandi þættir og líka innri þættir af sálrænum toga eða líffræðilegum. Þættir eins og greind, erfðir og persónuleiki koma hér til. Afbrotamennirnir eru því í raun þvingaðir út á óheillabraut af orsökum sem þeir ráða ekki við. Út frá þessu sjónarhorni er talið heppilegast að endurhæfa brotamennina og að refsingar taki tillit til ástands brotamannsins en ekki alvarleika brotsins. Klassíski skólinn gengur út á það að hagnaðurinn af brotinu verði að vera minni en refsingin – þú mátt ekki sjá þér hag í brotinu. Réttarkerfið gengur líka út frá þessu og einnig eru viðhorf almennings í þessa átt. Þú nefndir endurhæfingu. Það er náttúrlega verið að bjóða upp á ýmis úrræði eins og t.d. vist í Byrginu og nú síðast á Sólheimum í Grímsnesi. Sumir fangar ljúka afplánun í meðferð annað hvort hjá SÁÁ eða í Hlaðgerðarkoti. Þá má ekki gleyma áfanga-
heimili Verndar sem hefur gengið vel. Þessi úrræði bjóðast hins vegar aðeins í lok afplánunar og því miður er ekkert markvisst meðferðarstarf í gangi innan fangelsanna. Það eru reyndar AA-fundir í fangelsunum sem er hið besta mál. Og nú er boðið upp á nokkur námskeið á Litla-Hrauni – sjálfsstyrkingarnámskeið – og svo hefur fangaprestur verið með námskeið í Kópavogsfangelsinu, þar hefur líka verið boðið upp á jóga og einnig myndlistarnámskeið. Það væri ákjósanlegt að námskeið væru stöðugt í boði allan ársins hring og gengju fyrir sig eins og e.k. lífsleikniskóli. Allt sem kemur svona inn í fangelsin er af hinu góða. Ný andlit þeirra sem koma inn í fangelsin með námskeið eða viðtöl o.s.frv. hafa yfirleitt jákvæð áhrif á fangahópinn.
Aðstaðan í kvennafangelsinu Hvernig er aðbúnaðurinn í kvennafangelsinu í Kópavogi? Mér finnst aðbúnaðurinn í sjálfu sér ágætur í fangelsinu almennt talað. Það er reyndar frekar þröngur húsakostur – en þarna er allt til alls. Það vantar hins vegar betri aðstöðu fyrir tómstundaiðkun fanga. Það er lítið herbergi í fangelsinu þar sem þrektæki eru og þó lítið sé þá þjónar það tilgangi sínum fyrir þau sem sækja hann. Þetta þrekherbergi er auðvitað notað mismikið en það er alltaf svo að ef einhver fangi er áhugsamur um líkamsrækt þá smitar hann út frá sér og dregur fleiri með sér, sem er mjög af því góða. Vinnuaðstaðan í fangelsinu er viðunandi miðað við hvers eðlis vinnan er. Hún eflir yfirleitt góðan anda meðal fanganna. En því miður er vinnan ekki stöðug og kemur í nokkuð snörpum lotum. Matsalurinn er sameiginleg aðstaða fanganna og er eiginlega líka setustofa þeirra og þar er sjónvarp. Þegar einhver námskeið eru eða fundir þá þarf því miður að vísa þeim þaðan út – vilji þau ekki taka þátt í því sem er í boði. Það eru allir einhvern veginn ofan í
9 VERNDARBLAÐIÐ
öllum þarna. – Útivistarsvæðið er ekki stórt og það fer í taugarnar á mörgum hvað það er opið – en hægt væri að bæta úr því t.d. með því að setja dúk á einhvern hluta girðingarinnar. Þá er karfa þarna úti en ekki aðstaða til að spila fótbolta því svæðið er það lítið og auk þess færi boltinn ansi oft yfir girðinguna. Hvernig er starfsaðstöðu fangavarða háttað? Aðstaða starfsfólks mætti vera betri. Það er engin aðstaða í Kópavogi til að einangra fanga en þess gerist vissulega stundum þörf eins og gengur og gerist. Það er töluvert ferli að senda fanga í einangrun í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg – það getur verið þörf á að senda fanga í einangrun á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Í hinum fangelsunum gengur þetta hratt fyrir sig þar sem einangrunarklefar eru fyrir hendi. Ég tel líka að fangelsið sé undirmannað. Það eru aðeins tveir á vakt - og á virkum dögum kemur verkstjóri milli kl. 8 og 16 - en það þyrftu að vera þrír fangaverðir á vaktinni meðan að herbergi eru opin því að oft eru það miklir snúningar í fangelsinu að tveir fangaverðir anna því ekki sem skyldi. Á nóttunni sleppur að hafa tvo starfsmenn.
þar sem vel má hugsa sér að fangi afpláni allan sinn dóm. Það má nefna Kvíabryggju sem dæmi um opið úrræði – ef svo má að orði komast – og slíkur staður er náttúrlega óskastaða fyrir flesta. En því miður eru ekki allir hæfir til að ganga inn í það úrræði. Mér finnst hins vegar að konur ættu að vera í afplánun á öllum þeim stöðum sem eru í boði – margar konur væru t.d. hæfar til að vera á Kvíabryggju og aðrar t.d. á Litla-Hrauni. En ég legg áherslu á að mikilvægt er að velja einstaklinga saman sem gengur að hafa saman og hafa svipaðan bakgrunn. Þetta er ekki beint spurning um kynferði og það eru auðvitað svo fáar konur í afplánun á hverjum tíma að það getur verið erfitt að flokka þær mjög nákvæmlega og þá getur verið betra að
En hvað með Kópavogsfangelsið sem stað fyrir langtímafanga? Það hentar bara alls ekki vel sem langtímaúrræði að mínu mati. Konur sem þurfa að vera í Kópavogsfangelsinu svo árum skiptir verða eirðarlausar eftir smátíma og vilja komast annað. Annað sem hefur líka mikil áhrif á þær og það er hve ör fangaskipti eru í húsinu. LangMóðurást í fangelsi tímakona er kannski rétt búin að mynda tengsl við fanga sem síðan er á förum innan flokka þær með körlum sem þær eiga meiri tíðar. Þær horfa á eftir þeim og sitja eftir. Það samleið með heldur en öðrum konum. Ég sé getur verið erfitt að mynda tengsl sem eru því fyrir mér blönduð fangelsi af ýmsum sífellt rofin með þessum hætti. tegundum. Fyrirmyndarfangelsi væri því opið úrræði fyrir fanga burtséð frá kynferði sem hafa staðið sig vel, eru að gera góða hluti og Hvers konar fyrirmyndarað taka á sínum málum. – Þetta kallar auðfangelsi? vitað á fleiri fagstéttir til að koma að málum. En fyrirmyndar kvennafangelsi? Ég er ekki viss um að kvennafangelsi sé endi- Það þarf mannlegt innsæi, þekkingu og lega rétta lausnin. Það er að mínu mati rétt menntun til að velja fólk saman þegar um að vista karla og konur saman en um það eru fangavist er að ræða – þarna þyrfti að koma til líka skiptar skoðanir. Karlar og konur eru alls faglegt mat hins færasta starfsfólks. staðar á sama vettvangi úti í þjóðfélaginu, Og meðferðardeildir? vinnustöðum og skólum o.s.frv. Ég sé frekar fyrir mér blönduð fangelsi Já, það er mikilvægt að koma þeim upp. eins og í Kópavogi og þeir fangar sem þangað Deildum þar sem markvisst prógramm er í kæmu væru frekar flokkaðir eftir eðli brot- gangi. Öll vitum við að mjög margir fangar anna og lengd dóma, aldri og hæfni þeirra til eiga við fíkniefnavanda að stríða og það er að vera í ákveðnum tegundum af rýmum eins nauðsynlegt að mæta þeim hópi. Mikilvægt og t.d. opnu fangelsi eða lokuðu, - eða úrræði er að gefa meðferðaraðilum nægilegt svigeins og áfangaheimili Verndar býður upp á rúm til að gera það sem þeir telja að sé 10 VERNDARBLAÐIÐ
heppilegast. Virkt meðferðarúrræði í upphafi fi afplánunar væri ákjósanlegast. Fangar koma ma oft inn í mjög slæmu ásigkomulagi og þurfa fa strax á meðferðarhjálp að halda. Það er erfitt tt fyrir þá að vera fyrstu dagana og vikurnar í fráhvörfum og kæmi betur út ef tekið væri á þeim í formlegri meðferð. Þó hefur þaðð viðhorf líka heyrst að það væri mjög erfitt að ð koma úr meðferð og mikilli sjálfsvinnu beint nt inn í fangelsi. Kostur í þessu væri sá að viððkomandi fangi færi ekki út af meðferðardeild ld fangelsisins heldur væri þar eða á einhverri ri eftirmeðferðardeild sem væri með öðrum m brag en sjálft fangelsið – eða þá í opið ið úrræði. Í þessu sambandi er líka rétt að minna á að það er mikilvægt að móta stefnu sem snýr ýr að innra starfi fangelsanna. Margt gt má betur fara í innra starfi þeirra ra en þá þarf auðvitað stefnan hjá já stjórnvöldum að breytast Fólk lk þarf að hafa eitthvað að gera, sjá já einhvern tilgang með fangavisttinni því mikið af tíma fanga fer í sjónvarpsgláp og hangs og er ekki ki uppbyggilegt til lengdar og skilar ar ekki bættari einstaklingum út í þjóðfélagið.
Kynjamisrétti í fangelsiskerfinu Hvað með jafnrétti kynjanna í fangelsiskerfinu? aÞað viðgengst því miður kynjasmisrétti í þessu kerfi. Kópavogsir fangelsið er eina úrræðið fyrir ið konur. Þær fá ekki besta úrræðið ar sem kerfið býður upp á. Karlar nganga að fleiri úrræðum. Gagnta vart langtímakonum er þetta mi bagalegast. Þær eru vistaðar í þröngu rými ga með einstaklingum sem hafa tiltölulega ta stutta dóma. Þær eru líka svo fáar með þetta n langa dóma. Það er erfitt að vera alltaf ein ki eftir – þær eru minntar á þetta – eru ekki flokkaðar eftir hegðun eða tegundum brota.. lSvo er einnig misrétti sem snýr að karlst föngum. Í lögunum um fangelsi og fangavist m. er ákvæði er snýr að konum sem mæðrum. ri Þær geta haft börn upp að 18 mánaða aldri m hjá sér – þetta ákvæði tengist ekkert körlum ra og má vel vekja athygli á því. Samvistir þeirra nmeð börnum sínum á þessum aldri eru einir göngu innan almennra heimsókna og fá þeir ekkert fleiri heimsóknir þótt börnin séu á st þessum aldri. Spyrja má hvort í þessu felist psú viðtekna skoðun að hlutverk þeirra í uppr. eldinu sé ekki eins mikilvægt og konunnar. út Samkvæmt þessu virðist ekki vera gengið m frá því að karlar í fangelsi eigi ungabörn sem tu mikilvægt er að vera samvistum við á fyrstu
m mánuðum. Tengsl móður og barns eru álitin m mikilvægari en tengsl föður og barns og er þþetta náttúrlega misrétti. E En hvað finnst þér um það að mæður hafi ung bbörn hjá sér í fangelsi? FFangelsi og börn eiga ekki samleið að mínu m mati. Það hefur auðvitað jákvæð áhrif á ssumar konur þegar börn eru í fangelsi með m mæðrum sínum. Það getur líka hins vegar h haft stuðandi áhrif á aðrar að heyra barnsggrátur og verða fyrir truflunum sem óneitanle lega fylgja oft börnum. Mér finnst að það ei eigi að leita annarra úrræða þegar um er að ræ ræða mæður og börn. Það mætti t.d. athuga m með frestun á afplánun í þessu sambandi. A Annars er móðurhlutverk í fangelsi áhugave vert rannsóknarverkefni út af fyrir sig.
88. gr. laga um fangelsi og fangavist 1988 nr. 48 19. maí: FFangelsismálastofnun ákveður í hvaða ffangelsi afplánun fer fram. Við þá ákvörðun skal tillit tekið til aldurs, kynferðis, bbúsetu og brotaferils fangans. Fangi, sem á vvið andlega eða líkamlega fötlun að stríða eeða þarfnast af öðrum ástæðum sérstaks aaðbúnaðar, skal afplána í því fangelsi sem uppfyllir skilyrði um slíkan aðbúnað. Eigi kona ungbarn við upphaf afplánunar eða fæði barn í afplánun má heimila henni að hafa það hjá sér í fangelsinu. h Þ Þú segir að kynjamisrétti sé á báða bóga en hheldur þú að það sé meira gagnvart konum en kkörlum? JJá, ég tel að það sé meira misrétti ríkjandi ggagnvart konum hvað snetrir fangelsisvistina oog annað sem henni tengist. Það er bara á an annan hátt.
dæmis óánægju sína í ljós - og fá því fyrir vikið stimpilinn erfiðar. Konur tala almennt meira um tilfinningar sínar. Það er hins vegar ekki hægt að alhæfa um þetta út frá Kópavogsfangelsinu því þar eru ekki hinir erfiðu karlfangar og brjóti karlmaður af sér í fangelsinu í Kópavogi er hann sendur austur á Litla-Hraun en brjóti kona aftur á móti af sér fer hún ekki neitt nema brotið sé því mun alvarlegra og þá er hún oftast send í einangrun í Hegningarhúsið. Auðvitað er spenna í fangelsinu, þessu litla rými, spenna sem getur verið skilin sem erfið eða að hún ýti undir atferli sem kallast erfitt. Konur í fangelsi eru yfirleitt í nánara sambandi við börnin sín heldur en karlar þó það sé líka misjafnt. Sumar þeirra eru mæður en eru kannski ekki í neinum tengslum við börnin sín. – Konur upplifa sennilega fangelsisvistina sem meiri stimplun vegna þeirra væntinga sem gerðar eru til þeirra á þeim forsendum að þær séu umhyggjusamar og þægilegar. Margir telja líka út frá þessum uppeldislegu væntingum að það sé lengra frá hugsunarhætti kvenna að brjóta af sér. Það er meira mál fyrir konu en karlmann að segjast vera að koma úr fangelsi. Þær eiga ekki að brjóta af sér.
Rannsókn á högum kvenna í Kópavogsfangelsinu Í hverju fólst rannsóknin á högum íslenskra kvenfanga? Þetta var s.k. eigindleg rannsókn en slíkar rannsóknir snúast um það að taka viðtöl við fólk og fá þeirra upplifun á viðfangsefninu og leitast er við að lýsa veruleikanum eins og það sjálft
upplifir hann - niðurstöður eigindlegra rannsókna hafa því ekki almennt alhæfingargildi því um er að ræða rannsókn á tilteknum hópi við vissar aðstæður á vissum tíma. Eigindlegar rannsóknir geta hins vegar verið góð forsenda fyrir frekari rannsóknir, gefið hugmyndir svo hægt sé að fara út í s.k. meigindlegar rannsónir. Eigindlegar rannsóknir gefa auðvitað yfirleitt góða mynd af viðfangsefninu sem rannsakað er en það er semsé bundið þessum tiltekna tíma og aðstæðum sem ég nefndi. Ég tók viðtal við fimm konur sem sátu í fangelsi í lok síðasta árs og byrjun þessa. Markmiðið var að fá upplifun þeirra á þeim aðstæðum sem þær voru í þessa stundina og rýna aðeins í fortíðina og reyna að sjá hvort þar væri eitthvað sem hægt væri að tengja við að þær voru í þessum sporum – þ.e. í fangelsi. Ég spurði ýmissa spurninga m.a. um fjölskyldusögu og fjölskylduaðstæður, hvað þær hefðu verið að gera fram að þessu, þeirra hugmyndir um hvers vegna lífið tók þessa stefnu; ég spurði hvort þær hefðu undirbúið sig fyrir fangelsisvistina og hvort þær hefðu þá gert eitthvað sérstakt í því skyni. Reynsla þeirra í fangelsi með tilliti til fjölskyldu, og þeirra eigin upplifun að vera í fangelsi, var meginmarkmið rannsóknarinnar. Rannsóknin beindist líka að viðbrögðum samfélagsins við fangavistinni og hvernig þær ímynduðu sér að þau yrðu þegar þær losnuðu. Ég reyndi að sjá hver framtíðarsýn þeirra væri í ljósi þeirrar stimplunar sem fangelsisdómur því miður er. Rannsóknin fór fram í fangelsinu og inni á herbergjum kvennanna. Hvert viðtal var um ein klukkustund og tók ég eitt viðtal
H Hver er erfiður fangi? SStundum er fullyrt að konur séu erfiðari fa fangar en karlar. Hvað segir þú um það? O Oft er talað um að konur séu meiri tilfinnin ingaverur en karlar og þær virðast taka það m meira nærri sér en karlar að fara í fangelsi og sæ sækja sér meiri aðstoðar innan kerfisins eins oog til sálfræðinga og lækna. Einhvern tíma h heyrði ég því fleygt að ein kona væri á við sex kkarlmenn – ég sel það ekki dýrara en ég kkeypti það. Þeir karlmenn sem vistaðir eru í K Kópavogsfangelsinu eiga að vera góðir samkv kvæmt flokkun kerfisins. Sjálf hef ég ekki re reynslu sem fangavörður af erfiðum karlfö föngum enda hef ég aðeins starfað í kvennafa fangelsinu og hef því engan samanburð við þþau fangelsi þar sem eingöngu karlar afplána. Ég held hins vegar að konur séu duglegri vvið að tjá tilfinningar sínar en karlar – láta til
Móðir á leið í fangelsi. 11 VERNDARBLAÐIÐ
við hverja konu. Engin viðtöl voru tekin við langtímakonur né þær sem eiga við verulega geðræna erfiðleika að stríða. Niðurstöður? Almennt má segja að þær hafi verið sáttar við aðbúnaðinn í fangelsinu. Það kom mér á óvart að þær voru allar hallar undir þetta klassíska viðhorf í afbrotafræðunum þ.e. að engar utanaðkomandi aðstæður ollu því að lífið fór eins og það fór. Þetta var þeirra val. Þær kenndu ekki neinum öðrum um aðstæður sínar en sjálfum sér - þó svo sumir þættir í lífi þeirra gætu að mínu mati vegið þungt í því hvernig að svo fór sem fór. Hvers vegna ætli þær líti svo á að þær hafi sjálfar valið? Það er nokkuð ríkt í samfélaginu að hver maður skuli taka ábyrgð á lífi sínu og ekki nema gott eitt að segja um það í sjálfu sér. Sumar voru búnar að ganga í gegnum meðferð og þar er nokkuð sterkt viðhorf í mörgum meðferðarprógrömmum að þú ert þinnar eigin gæfu smiður. Þú stjórnar sjálfri þér og það þýðir ekki að varpa ábyrgðinni yfir á aðra. Ég taldi mig geta lesið ákveðið mynstur út úr þessu, þ.e. af hverju hugmyndir þeirra væru í anda klassíska skólans. Ýmsir þættir í lífi þeirra voru þess eðlis að þeir höfðu örugglega áhrif í þá átt að þær leiddust út á
vafasamar brautir og þar kemur sjónarhorn vísindahyggjunnar inn. Þetta er dálítið athyglisvert og fróðlegt væri að spyrja karlfanga út í þetta. Já, það væri spennandi að sjá hvernig þeir myndu svara. En ég átti ekki von á svörum af þessu tagi í upphafi en þegar ég skoðaði heildarmyndina og bar saman við viðhorf samfélagsins og það starf sem unnið er í meðferðum kemur þetta ef til vill allt heim og saman.
Áfangaheimili Verndar Hvaða augum litu konurnar á áfangaheimili Verndar? Þrjár kvennanna sem ég talaði við voru á leiðinni á áfangaheimili Verndar. Tvær áttu ólokið málum í kerfinu og það er dapurlegt að fólk skuli vera svona lengi í óvissu um framvindu mála sinna og hefur afar slæm áhrif á sálarlífið að vita ekki neitt. Það á að mínu mati að vera algjört forgangsatriði þegar fólk er komið í fangelsi að óloknum málum í kerfinu sé hraðað í gegn svo sem kostur er. Þær báru allar jákvæðan hug til Verndar. Ein vissi reyndar ekki af Vernd fyrr en hún kom inn og fannst það alveg frábært að þetta væri til og að fá svona tækifæri. Sumar þeirra voru kvíðafullar yfir væntanlegri dvöl á áfangaheimilinu og voru hræddar við að klikka – koma ekki inn á réttum tíma o.s.frv. – svona óvart og verða sendar til baka. Það bar á stressi en jafnframt tilhlökkun. Ég spurði þær einnig hvort þeirra nánustu vissu að þær væru í fangelsi. Það
var upp og ofan hvort svo var. Ein sagði þeim m að hún væri í meðferð og ræddi aðeins við ið sína nánustu í síma. Önnur hafði einungis is sagt þeim allra nánustu frá stöðu sinni. Þær ær voru hræddar við stimplun samfélagsins og sá ótti endurspeglar varnarviðbrögðin.
Lýst eftir stefnu í fjölskyldumálum dFjölskyldustefnu í fangelsiskerfinu ber stundum á góma. Hvernig gæti slík stefna litið út? Já, það vantar skýra stefnu í fjölskyldumálum. m. Það væri margt sem hægt væri að gera. Til dæmis væri hægt að rýmka dagsleyfin þar sem m það á við og koma jafnvel á helgarleyfum. Og foreldrar ungra barna ættu að geta nýtt sér ér ér frestun á afplánun. Það mætti líka hugsa sér m einhver námskeið inni í fangelsinu þar sem sfjallað væri um grundvallaratriði í uppeldisfræði – það eru oft ungar mæður í fangelsi – og aungir feður. Ef félagsmálayfirvöld og barnaverndaryfirvöld skipulegðu samstarf sitt þá m gætu þau komið að þessum einstaklingum pmeð jákvæðum hætti, með fræðslu og uppki byggingu, og leitað allra leiða til að rjúfa ekki ja tengsl foreldra og barna. Þá ætti að styrkja ra sambönd fanga við fjölskyldur sínar og gera ru börnum kleyft að hitta foreldra sína í öðru fa umhverfi en fangelsi. Börn eiga ekki að þurfa si. að gjalda þess að foreldrar þeirra séu í fangelsi. ru Hugmyndir barna um fangelsi og fanga eru ér mjög afdráttarlausar og sjá þau fyrir sér gharðsvírað fólk og illmenni. Þá mætti fangm elsiskerfið koma sér upp heimasíðu þar sem ga veittar væru aðgengilegar upplýsingar til fanga in og aðstandenda. Segja má að það sé ákveðin u, þjónusta og sjálfsögð gagnvart samfélaginu, föngum og aðstandendum þeirra. Viðtal og mynd: Hreinn S. Hákonarson on
FULLORÐINSFRÆÐSLA Í 65 ÁR
Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið - fjarnám
PRÓFADEILD – ÖLDUNGADEILD INNRITUN: 7. – 12. janúar. Kennsla hefst 17. janúar
ALMENNIR FLOKKAR – FRÍSTUNDANÁM INNRITUN: 13.-20.janúar kl. 09 - 21. Kennsla hefst 24.janúar
MOLAR Heimasíða fangaprests þjóðkirkjunnar Öll starfsemi nútímans gerir nú orðið kröfu um heimasíður. Upplýsingar um starfsemii samfélagsins er öll meira og minna komin á netið enda Íslendingar með eindæmum vell nettengdir. Heimasíður eru sjálfsagðar upplýsingaveitur og geta t.d. verið vettvangur fyrirr opinská skoðanaskipti. Fangaprestur þjóðkirkjunnar er kominn með heimasíðu og err slóðin: http://www.kirkjan.is/annall/fangaprestur
Vernd.is ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA INNRITUN: 13.-20.janúar kl. 09 - 21. Kennsla hefst 24.janúar Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma: 551 2992 Netfang: nfr@namsflokkar.is - Vefsíða: www.namsflokkar.is Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4.
SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR 12 VERNDARBLAÐIÐ
Minnt skal af þessu tilefni á heimasíðu Verndar en hún hefur verið í stöðugri vinnslu fráá því í fyrra. Sjá má myndir úr áfangaheimilinu að Laugateig o.m.fl.
SSr. Hreinn S. Hákonarson
Um vald og valdaleysi Þ Það er kunnara en frá þurfi að segja að allt va vald er vandmeðfarið. Mörg eru dæmin úr sö sögunni um herfilega misbeitingu þess og því m miður eru þau sennilega fleiri heldur en þau se sem greina frá því að vel hefur verið farið með þþað. Þeir sem fara með vald þurfa að vera sér ve vel meðvitaðir um afl þess og þau takmörk se sem beitingu þess eru sett. Vald snýr ætíð að fó fólki og er ákveðið taumhald á hegðun þess í sa samfélaginu. Skýrasta dæmi um vald eru boð la laga og reglna í samfélaginu, sem er ætlað að ve verja það og þar með þegnana. Auðvitað eru ti til dæmi um að vald hafi verið bundið í lög ei einstakra ríkja í því skyni að ná tangarhaldi á ák ákveðnum hópum í samfélaginu og markm miðið hefur jafnvel verið að losa sig við þá. Sk Skýr dæmi eru um þetta í stjórnmálasögunni er eru svo kallaðar hreinsanir, hvort heldur h hóphreinsanir eða þjóðernishreinsanir. Menn hafa litið ýmsum augum á upprruna valds sem þeir hafa haft yfir öðru fólki. SStundum hafa menn talið að valdið væri frá gguðunum komið eða jafnvel þeim sjálfum. Valdið hefur endurspeglað geðþótta og hugsV anir þess sem telur sig hafa þegið það frá an gguðunum eða tekið sér það í hendur og slegið eign sinni á það og þá oft í eigngjörnum tilgangi. Í lýðræðissamfélögum nútímans er ti ssú skoðun ríkjandi að valdið komi frá fólkinu sjálfu. Með valdið er farið í umboði in fjöldans og gagnvart honum þarf að standa fj skil á því og sýna að með það hafi veið farið sk af ábyrgð og virðingu. Kjörnir valdamenn lýðræðissamfélaga nútímans þurfa alla jafna lý að gjalda fyrir það að misnota vald sitt eða að beita því ekki - þó er þetta nokkuð bbreytilegt í lýðræðisríkjum Vesturlanda. Vald rráðamanna er tæki sem þeir nota til að binda í lög og reglur skoðanir og gildi samfélagsins, stefnur og jafnvel hugsjónir. Stundum keyrir st reyndar þrá manna eftir völdum úr hófi re fram og þá er talað um valdasýki. Sá sem fr haldinn er þeirri sýki þráir að fara með vald h oog beita því hvort heldur til góðs eða ills. Langflestir þegnar einstakra lýðræðisríkja fagna því grundvalllarvaldi sem endurspeglfa ast í lögum samfélagsins því þeir telja að það as leggi traustan laga- og siðferðisgrunn undir le samfélagið. Sumir kunna að vera ósáttir við sa einstaka reglur og telja þær jafnvel vera hrópei andi óréttlæti og misbeitingu valdsins. En an samdóma álit flestra er að lögin séu frumsa forsenda skipulags samfélags þó svo þau séu fo
Hreinn S. Hákonarson.
Mynd: Mannlíf
með ýmsa annmarka og megi kannski teygja og toga í ýmsar áttir. Öll lög og allar reglur eru nefnilega háð því mannlega atferli sem heitir túlkun og verður ekki farið nánar út í það í þessu pistli. Margar stofnanir hins opinbera hafa vald sem þeim hefur verið afhent af stjórnvöldum til að fara með af skynsemi, festu og sanngirni. Þessi afhending valdsins er gerð m.a. með það í huga að færa valdið nær uppruna sínum, þ.e. fólkinu sjálfu. Í umsýslu með valdið þurfa þessar stofnanir hins opinbera að fara eftir setttum reglum og venjum sem hafa skapast og sumar hverjar kannski á löngum tíma. Oft þarf líka að semja verklagsreglur sem segja til um hvernig farið skuli með valdið. Flestir eru á einu máli um að nauðsynlegt sé að stofnanir hins opinbera hafi vald að vissu marki til þess einfaldlega að gangvirki lýðræðissamfélagsins svo flókið sem það er á hverjum tími gangi sem best fyrir sig til farsældar fyrir þegnana. Í samfélagi nútímans eru iðulega sett lög til að verja þegnana fyrir valdi hins opinbera m.a. vegna þess að sagan kennir að oft hafa stjórnvöld og stofnanir á þeirra vegum hafa farið illa með þetta vald og beitt því purkunarlaust gegn sínum eigin þegnum þegar því hefur verið að skipta. Valdamenn eða valdaherrar hafa tilhneigingu til að gleyma því að valdið er ekki runnið frá þeim sjálfum heldur fólkinu. Þeir eru umboðsmenn fólksins – umboðsmenn valdsins. Fólk í lýðræðissamfélagi finnur í mismiklum mæli fyrir valdi hinna opinberu
stofnana þess. Það kemur harla oft fyrir að þegnar kvarta yfir meðferð valdsins hjá hinni og þessari stofnuninni. Þess hafa verið settar með lögum aðrar stofnanir sem geta tekið á umkvörtunum þegnanna og skorið úr um hvort tilteknar stofnanir samfélagsins hafi t.d. annað hvort beitt valdi ranglega eða sýnt tómlæti. Munur er á stofnunum samfélagsins og því valdi sem þær hafa yfir fólki. Þegar þegn leitar til sjúkrastofnana gengst hann sjálfviljugur undir viðkomandi stofnun og treystir henni til að fara með vald yfir líkama sínum í því skyni að fá bót meina sinna. Hann telur sjálfan sig hafa lítt um almenna læknismeðferð að segja og vill kannski sem minnst um hana vita. Traust sitt hefur hann sett á aðra og horfir til þess að því verði ekki brugðist. En séu málin af siðferðilegum toga þá gildir öðru máli. Þetta á t.d. við um þegar alvarlegir sjúkdómar hafa búið um sig þar sem þarf að taka ákvarðanir sem lúta að hvoru tveggja læknisfræðí og siðfræði. Sjúklingar og aðstandendur hafa sjálfir töluvert um það að segja hvaða stefna skulin tekin í lækningu alvarlegra sjúkdóma. Valdaleysi sjúklingsins er ekki algert. Hann hefur vald yfir eigin líkama að vissu marki – getur t.d. neitað að gangast undir meðferð sem ætlað er að hægja á banvænum sjúkdómi eða vill m.ö.o. fá að horfast í augu við dauðann með eðlilegum hætti ef svo má segja. Enginn leitar sjálfviljugur í fangelsi. Samfélagið dæmir í krafti lagavalds einstaklinga til fangavistar hafi þeir gengið gegn þeim lagaramma sem það hefur sett í umboði þegnanna sjálfra. Dómur sem þarf að afplána í fangelsi setur allt líf úr skorðum og sumir fyllast örvæntingu andspænis honum. Réttindi fanga eru almennt skilgreind í lögum og reglum. Þar segir til um hvaða vald þeir hafa og hverju þeir þurfa að lúta. Fangelsi eru staðir þar sem valdi hefur verið deilt út til þeirra er þeim stjórna. Þar eru annars vegar valdamörk einstaklinga yfir sjálfum sér og mörk fangelsiskerfisins hins vegar afdráttarlausari en í öðrum stofnunum samfélagsins. Daglegt líf fanga dregur dám sitt af valdaleysi þeirra yfir eigin högum og er sveigt undir vald fangelsiskerfisins. Fangelsi er að vissu leyti staður hinna valdalausu. Þau sem þangað eru komin hafa glatað miklum hluta af því valdi sem frjálsir einstakl-
13 VERNDARBLAÐIÐ
ingar hafa. Hinir valdalausu í fangelsinu eru í ans. Nú má leiða rök að því að fangar hafi nánum tengslum við þá sem eru fulltrúar með einhverjum hætti sýnt mikið ábyrgðarhins opinbera valds eða m.ö.o. fangaverðina. leysi eða gáleysi gagnvart náunga sínum og Nú má ekki skilja þessi orð svo að fanga- samfélaginu sem hafi orðið til þess að þeir verðir séu að beita valdi í tíma og ótíma. voru settir á bak við lás og slá. Flestir sem í Fangelsi sem stofnun er ákveðin yfirlýsing fangelsi eru átta sig á gjörðum sínum og um að þar sé skýr markalína milli valds og stöðu. En þeir þurfa að fá tækifæri til að sýna valdaleysis og á þessari línu standa fanga- ábyrgð í ríkari mæli en nú er. Auðvitað sýna verðir. Þau sem ganga inn fyrir dyr fangelsis langflestir fangar ábyrgð í daglegum athöfngera sér flest grein fyrir þessari markalínu og um sínum eins og t.d. með því er þeir sækja vinnu og skóla, nýta dagsleyfi sín vel og sýna lúta því valdi sem hún endurspeglar. Þegar fangi er kominn í fangelsi finnur skilning á högum samfanga sinna. Hvatning hann fljótt fyrir valdaleysi. Grunneðli fangelsis er að skorður eru settar frjálsri ráðstöfun þess tíma sem hver maður hefur alla jafna yfir að ráða. Tími er afstæð eign ef svo má segja sem hverjum manni er fengin í hendur til afnota sjálfum sér og öðrum til heilla. Innan fangelsis eru eðli máls samkvæmt færri tækifæri til að nýta þessa tímaeign því vald fangans yfir henni er af skornum skammti. Hversdagslegt líf í fangelsi mótast af þeirri hugsun að þrengt er að lífi fangans. Athafnir daglegs lífs í fangelsinu draga fram tímabundið valdaleysi einstaklingsins yfir lífi sínu. Einföldustu dæmi um þetta eru reglur um lokun og opnun fangaklefa en þeim þurfa fangar að sæta og hafa ekkert um þær að segja. Í sumum fangelsum þurfa fangar að hringja bjöllu eftir innilokun Er ný stefna í fangelsismálum í augsýn? á klefum þegar þeir þurfa að sinna kalli náttúrunnar. Sú aðstaða dregur einnig skýrt til að sýna ábyrgð er sýnu mikilvægari í fangfram valdaleysi þeirra og mörgum finnst elsi en annars staðar og ætti því að spyrna eins og hægt er mót þeirri innbyggðu tilþetta vera á vissan hátt niðurlæging. Valdaleysi hefur áhrif á sjálfsmyndina og í hneigingu í fangelsiskerfinu sem felst í því að sumum tilvikum eru þau varanleg. Mann- taka hversdagslega ábyrgð af föngunum. eskjur eru misviðkvæmar fyrir því hvernig Þessi hvatning til ábyrgðar mætti t.d. vera sú einstök kerfi meðhöndla þær og sumar sjá í að fangar í þeim fangelsum þar sem því gegnum fingur við það sem þær þurfa að verður við komið sæju alfarið um matsseld, ganga í gegnum tímabundið meðan aðrar bakstur o.þ.h. Það er mikilvægt að fangaverðir geri sér þola það illa og ekki. Andleg sjálfsstyrking fanga er því mjög mikilvæg og skyldu öll þau glögga grein fyrir því að starf þeirra er áyrgðarmikið og vandasamt. Þeir eru fulltrúer starfa meðal þeirra hafa það í huga. Ábyrgð er tengd hversdagslegum athöfn- ar valdsins og ber að halda uppi lögum og um okkar hvort heldur í smáu sem stóru. reglum innan fangelsis. Hver sá sem hefur Fangelsi sviptir fólk þessari ábyrgð að hluta vald og er sífellt í nánd við valdaleysi verður til sem dregur fram ótvírætt valdaleysi fang- að hafa gát á sjálfum sér. Hér kemur til sálar-
þroski fangavarðar því það er gömul saga og ný að vald getur alið af sér hroka og yfirgang. g. Mannvirðing á að vera aðalsmerki fangaavarða ásamt umhyggju. Það kemur reyndar ar fyrir að fangaverðir verða að beita valdi við ið skyldustörf sín gegn hinum valdalausu og er það hörmulegt en ekki hjá því komist eins og t.d. í sjálfsvörn eða til að koma í veg fyrir aðð fangi skaði sjálfan sig eða samfanga sinn. Ef fortölur hafa ekki komið að gagni eða bráðaahætta verið yfirvofandi er hófsemi í átökum m og yfirvegun hugans nauðsynleg ásamt mt samtölum við viðkomandi fanga eftir aðð átök hafa hjaðnað. Þetta er nefnt hér af gefnu tilefni þar ar sem frumvarp til laga um fangelsi mun ef samþykkt verður á yfirstandandi di þingi - veita fangavörðum heimild til aðð beita valdi ef nauðsyn krefur. Það er hagur alls samfélagsins aðð fangar sem lokið hafa afplánun séu færir ir um að takast á við lífið utan fangelsis. s. Mikilvægt er að hinn valdalausi, fanginn, n, sé virtur sem manneskja af öllum þeim er koma við sögu í lífi hans innan fangelsis is sem utan. Virðing treystir sjálfsmyndina na og hvetur menn til að virða aðra. Fangelsi er ekki endastöð heldur ur lykkja á leið manna í lífinu – miskröpp p að sönnu. Þau sem búið hafa lengi við ið valdaleysi yfir eigin persónulegu högum m og það mótað huga og sál geta stundum m illa fótað sig utan fangelsisveggja. Koma ma þarf á fót öflugu stuðningskerfi innan fanggelsanna sem undirbýr fanga undir frelsið á sem bestan hátt eins og t.d. með persónuulegri mótun ábyrgðar og sjálfsstyrkingu. Höfundur er fangaprestur þjóðkirkjunnar ar
MOLAR Nýr forstöðmaður Í október s.l. var ráðinn nýr forstöðumaður að áfangaheimili Verndar. Það er Guðjón Sveinsson sem fæddur er í Reykjavík árið 1946. Síðast liðin þrjú ár hefur hann starfað sem meðferðarfulltrúi í Krýsuvík. Guðjón er þjónn að mennt og var um árabil í margvíslegum veitingahúsarekstri. Þá var hann
14 VERNDARBLAÐIÐ
deildarstjóri í Fjarðarkaupum á annan áratug. Guðjón spilaði lengi fótbolta með Fram og Haukum auk þess sem hann sinnir golfíþróttinni af kappi. Hann er virkur AAmaður. Félagasamtökin Vernd bjóða hann velkominn til starfa og þakka jafnframt fráfarandi forstöðumanni, Hallgrími Einari Hannessyni, fyrir vel unnin störf í þágu Verndar og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Konukot Heimilislausar konur hafa hvergi átt höfði sínu að að halla en nú rætist úr því. Fyrir nokkru var opnað næturathvarf
fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Þetta athvarf kallastt Konukot og er í Eskihlíðinni og mun verða rekið aff Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Vissulega er dapurlegt till þess að hugsa að koma þurfi upp athvarfi sem þessu enn engu að síður er það nú staðreynd. Athvarfið er hugsaðð fyrir konur sem eru nánast á vergangi m.a. vegna neysluu vímuefna. Vernd óskar þessu athvarfi alls hins besta ogg lýsir ánægju sinni með að því hafi verið komið á fót.. m Jafnframt er ljóst að það er í góðum höndum þar sem Rauði kross Íslands er annars vegar.
M MOLAR V Völundarhús og andlegt jafnvægi Öll þekkjum við völundarhús og vitum að um þau er ekki aauðratað. Völundarhús er ævafornt tákn sem stendur fyrir llífið og allar þær dularfullu leiðir sem mennirnir fara um. O Oft vita þeir ekki hvert ferðinni er heitið og fara villir vega. E En þeir fara líka um rétta slóða og ná að höndla hamiingjuna. Maður að nafni John Ridder hefur vakið áhuga ffangelsa í Bandaríkjunum á nytsemi þess að koma upp vvölundarhúsi í fangelsum. Blaðið The Indianapolis News ggreindi frá þessu í október s.l. og ræddi við fanga sem hhefur notfært sér leið völundarhússsins til að ná áttum. E Ekki má þó skilja það svo að komið sé upp ranghölum iinnan veggja fangelsa og leiðum þar sem enga útgönguleið eer að finna. Nei, völundarhús er málað á stóra gólfflöt og ssíðan taka menn sér stöðu á einhverri innleiðinni í völundarhúsið og ganga af stað. Völundarhúsið er hugsað ssem leið til íhugunar – leið til að ná andlegu jafnvægi. Ef m menn ætla sér að æða í gegnum völundarhúsið er eins víst aað þeir rati í ógöngur. Er það sama ekki uppi á teningnum í lífinu? Skynsamlegast er að hafa yfirsýn og reyna að finna rrétta leið. Skref skal tekið fyrir skref og við hvert fótmál ííhugað, beðið og þakkað. Allt skal gert asalaust og í kyrrð.
U Umræða í Svíþjóð um geðdeildir í ffangelsum O Oft kemur til umræðu sá vandi sem fylgir þeim föngum er bbúa við ýmis konar geðraskanir. Í október s.l. gat að lesa í ssænska blaðinu Dagens Nyheter, frétt þess efnis að ffangelsisyfirvöld þar í landi hygðust opna sérstakar fangaddeildir fyrir þá fanga sem glíma við alvarleg geðræn vvandamál. Blaðið segir svo frá að um 250 fangar sem nú eeru í fangelsum eigi heima á geðdeildum fangelsa. Margir þþessara fanga hafa verið greindir með ýmsar geðveilur áður een þeir koma í fangelsi og sumir þó mjög veikir séu hafa
V Vernd þakkar stuðninginn! A AM Praxis, Sigtúni 42, 150 Reykjavík A Antikmunir sf, Klapparstíg 40, 101 Reykjavík A Arnardalur sf, Þinghólsbraut 558, 200 Kópavogur Á Árneshreppur, 524 Norðurfjörður Á Árnesprófastdæmi, Túngötu 20, 820 Eyrarbakki Á Árvík hf, Garðatorgi 3, 210 Garðabær B Bedco og Mathíesen, Bæjarhrauni 10, 220 Hafnarfjörður B Bertra Líf, Kringlunni 8-12, 103 Reykjavík B Bifreiðastöð Þórðar, Dalbraut 6, 300 Akranes B Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar, Smiðjuvegi 14, 200 Kópav. B Blikkás ehf., Skemmuvegi 36, 200 Kópavogur B Blikksmiðja Harðar, Eldhöfða 155, 112 Reykjavík B Borgarbyggð, Borgarbraut 11-13, 310 Borgarnes B Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík B Bóksafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabær B Brauðhúsið ehf., Grímsbæ, Efstalandi, 108 Reykjavík B Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni, 107 Reykjavík EEfling stéttarfélag, Skipholti 50d, 105 Reykjavík EEignamiðlunin, Síðumúla 21, 108 Reykjavík EEldhestar ehf., Völlum, 810 Hveragerði EEndurskoðun og reikningshald ehf., Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík EEndurvinnslan, Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík FFasteignasalan Ás, Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfjörður FFaxavélar, Funahöfða 6, 112 Reykjavík FFeró sf, Steinaseli 6, 109 Reykjavík FFjarhitun, Borgartúni 17, 105 Reykjavík FFjölbrautarskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25, 800 Selfoss FForsætisráðuneytið, v/Lækjargötu, 150 Reykjavík FFönix hf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík G Garðasókn, Safnahúsið, 210 Garðabær G Gesthús Dúna, Suðurhlíð 35d, 105 Reykjavík G Gistiheimilið Syðra-Langholti, Syðra-Langholti, 845 Flúðir G Goldfinger, Smiðjuvegi 14, 200 Kópavogur G Gullberg hf, Langatanga 5, 710 Seyðisfjörður H H.Á. Teiknistofan, Dalsbraut 1, 600 Akureyri H Hafnarbúðin ehf., Hrannargötu 4, 230 Keflavík H Hafnarfjarðarkirkja, 220 Hafnarfirði
jafnvel aldrei undir læknishendur komið. Einhverjir þeirra geta reynst öðrum mjög hættulegir og eru óútreiknanlegir. Í sumum sænskum fangelsum eru sérstakar öryggisdeildir þar sem geðveilir fangar og hættulegir eru vistaðir um lengri eða skemmri tíma. Geðlæknisþjónustan sem þeir njóta þar er hins vegar ekki nægileg. Fangelsið í Norrtälje hefur sérstaka stuðningsdeild fyrir fanga með geðraskanir og þangað hafa erfiðustu fangarnir verið gjarnan sendir. Nú stendur semsé til að taka á þessum málum með skipulegum hætti hjá frændum vorum Svíum.
Kærleikssjóður Sogns stofnaður
Þann 26. nóvember var undirrituð í safnaðarheimili Neskirkju skipulagsskrá sjóðs sem ber heitið Kærleikssjóður Sogns. Frumkvöðull þessa sjóðs er frú Rósa Aðalheiður Georgsdóttir en hann er stofnaður til minningar um dóttur hennar, Kristínu Kjartansdóttur, er lést í Reykjavík af sárum sem geðsjúkur maður veitti henni vorið 1947 og var hún aðeins tæplega tveggja ára gömul. Kærleikssjóði Sogns er ætlað að styrkja réttargeðdeildina að Sogni og styðja við bakið á ósakhæfum afbrotamönnum sem dvelja þar um lengri eða skemmri Hagvagnar, Melabraut 18, 220 Hafnarfjörður Hegningarhúsið, Skólavörðustíg, 101 Reykjavík Henson sport, Brautarholti 8, 105 Reykjavík Hersir -ráðgjöf og þjónusta, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík Hitaveita Egilsstaða og Fellahrepps, Heimatúni 2, 700 Egilsstaðir Hjólbarðaviðgerðin sf, Dalbraut 14, 300 Akranes Hofskirkja, Ásbrandsstöðum, 690 Vopnafjörður Hólmavíkurkirkja, Kópnesbraut 17, 510 Hólmavík Hreinsitækni, Stórhöfða 35, 112 Reykjavík Hugver, Vitastíg 12, 105 Reykjavík Húsavíkurbær, Ketilsbraut 9, 640 Húsavík Höfðakaffi, Vagnhöfða 11, 112 Reykjavík Ísfang Meleyri, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður Ísfugl ehf., Reykjavegi 36, 270 Mosfellsbær Íslandsspil, Smiðjuvegi 11a, 200 Kópavogur J.S. Bílaleiga, Lækjargötu 6, 200 Kópavogur Jarðvélar sf, Bakkabraut 14, 200 Kópavogur Jeppasmiðjan ehf., Ljónsstöðum, 801 Selfoss Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík Karl Kristmannsson, Ofanleiti 15, 900 Vestmannaeyjar Katþólska kirkjan, Box 489, 121 Reykjavík Keflavíkurkirkja, v/Kirkjuveg, 230 Keflavík Kjörgarður Laugavegi 59, Laugavegi 59, 101 Reykjavík Knarrareyri, Garðarsbraut 18, 640 Húsavík Kumbarvogur, Kumbarvogi, 825 Stokkseyri Kvótabankinn, Heiðarlundi 1, 210 Garðabær Langanes hf, Skólagörðum 6, 640 Húsavík Litla kaffistofan, Suðurlandsvegi, 810 Hveragerði Lögfræðistofa Arnar Clausen, Barónsstíg 21, 101 Reykjavík Lögfræðistofa Hilmars Ingimundarsonar, Austurstr. 10a, 101 Rvík Lögreglan í Reykjavík, Hverfisgötu 113-115, 150 Reykjavík Mjólkurbú Flóamanna, Austurvegi 65, 800 Selfoss Nesradío, Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík Nýsir hf, Flatahrauni 5a, 220 Hafnarfjörður Orkubú Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafjörður Ólafur Þorsteinsson og co, Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík Pharmaco, Hörgatúni 2, 210 Garðabær Radióverkstæðið Sónn, Einholti 2, 105 Reykjavík Raförninn ehf., Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík Reykjanesbær, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík Reykjaprent, Síðumúla 14, 108 Reykjavík Reykjavíkurhöfn, Hafnarhúsinu, 101 Reykjavík Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði, 800 Selfoss
tíma. Stuðningur þessi getur verið með ýmsu móti eins og til dæmis kaup á ýmsum tækjum til nota á heimilinu sem og jólagjafir handa vistmönnum að Sogni. Margir ósakhæfir afbrotamenn glíma við mikinn vanda og vilja á stundum gleymast en þeir eru svo sannalega hinir minnstu bræður og systur sem þurfa á hjálp og stuðningi að halda. Kærleikssjóður Sogns er líknar- og hjálparsjóður en jafnframt er honum ætlað að halda nafni stúlkunnar litlu lifandi. Hún var fórnarlamb sjúks manns á sama hátt og Rósa sjálf. Sú sem ráðist var að gengst í það að hjálpa ógæfumönnum sem vega í geðsýki sinni að öðrum. Í þessu ómar sterkur hljómur fyrirgefningar og náungakærleika. Frú Rósa Aðalheiður hefur lengi borið hag ósakhæfra afbrotamanna fyrir brjósti og barðist fyrir því í mörg ár að réttargeðdeild yrði komið á fót þar sem geðsjúkum afbrotamönnum yrði sinnt með viðunandi hætti svo sómi væri af. Í sjóðsstjórn sitja auk frú Rósu sr. Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar og Magnús Skúlason, geðlæknir, yfirlæknir á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi. Kærleikssjóður Sogns er í umsýslu Landsbanka Íslands, sem lagði fram kr. 800.000 sem höfuðstól en auk þess lagði frú Rósa Aðalheiður fjármuni til sjóðsins. Reikningur Kærleikssjóðs Sogns er í Landsbanka Íslands - aðalbanka - en bankinn er sérlegur verndari sjóðsins. Þau sem vilja leggja sjóðnum lið geta lagt inn á reiking nr. 0101-18-930084 Á myndinni sem Jim Smart tók, má sjá frú Rósu Aðalheiði Georgsdóttur, frumkvöðul sjóðsins, og Björgólf Guðmundsson, formann bankaráðs Landsbanka Íslands. Aðrir á myndinni eru: Guðmundur P. Davíðsson, Jón Ársæll Þórðarson og sr. Hreinn S. Hákonarson. Samhjálp, Hverfisgötu 42, 101 Reykjavík SBS innréttingar, Hyrjarhöfða 3, 112 Reykjavík Seltjarnarneskaupstaður, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes Siglufjarðarkaupstaður, Gránugötu 24, 580 Siglufjörður Sigurður Sveinsson, Hlíðarvegi 1, 400 Ísafjörður SÍBS, Síðumúla 6, 108 Reykjavík Sjómannafélag Reykjavíkur, Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skefjar, Laugavegi 1182, 112 Reykjavík Skinney –Þinganes, Krossey, 780 Höfn í Hornafirði Smith og Norland, Nóatúni 4, 150 Reykjavík Sorpa, Gufunesi, 112 Reykjavík Sólheimar í Grímsnesi, Grímsneshreppi, 801 Selfoss Sparisjóður Mýrarsýslu, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes Spennubreytar, Trönuhrauni 5, 220 Hafnarfjörður Staðastaðarprestakall, Staðarstað, 356 Snæfellsbær Stafholtsprestakall, Stafholti, 311 Borgarnes Suzukibílar, Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sveitafélagið Ölfus, Selvogssbraut 2, 815 Þorlákshöfn Sýslumaðurinn á Akranesi, Stillholti 16-18, 300 Akranes Sýslumaðurinn í Bolungarvík, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík Sýslumaðurinn í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík Sýslumaðurinn á Hólmavík, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík Sökkull ehf., Dugguvogi 9-11, 104 Reykjavík Tannlæknast. Ragnars M. Traustasonar, Grensásvegi 16, 108 Rvík Teiknistofan Torgið, Ármúla 36, 108 Reykjavík Tor ehf., Eyrartröð 13, 220 Hafnarfjörður Tónskóli Þjóðkirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 108 Reykjavík Trésmiðja Guðna Þórarinssonar, Másseli, 700 Egilsstaðir Tryggingastofnun, Laugavegi 114, 150 Reykjavík Verkalýðs– og sjómannafélag Keflavíkur, Hafnargötu 8, 230 Keflavík Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Pólgötu 2, 400 Ísafjörður Vélsmiðja Einars Guðbrandssonar, Funahöfða 14, 112 Reykjavík Þorbjörn-Fiskanes, Hafnargötu 12, 240 Grindavík Ögurvík, Týsgötu 1, 101 Reykjavík
Síld og Fiskur ehf. - Dalshrauni 9
15 VERNDARBLAÐIÐ