Hjalmur2017

Page 1

1. TBL. // 105. ÁRGANGUR // DES 2017

Verkalýðsfélagið Hlíf óskar félagsmönnum og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar aðventu og hamingjuríkra jóla!

Öfugþróun í skattkerfinu Nýleg úttekt hagdeildar Alþýðusambandsins sýnir svo ekki verður um villst, að breytingar á skattkerfinu undanfarna tæpa tvo áratugi hafa komið verst niður á þeim sem lægst hafa launin. Skatthlutfall segir ekki nema hluta sögunnar, vegna samspils þess og annarra þátta í skatta- og bótakerfinu. Stjórnvöld hafa látið látið bótakerfið reka á reiðanum og grafið undan hlutverki þess. Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun. Viðmiðanir í vaxta og barnabótakerfunum hafa ekki fylgt annarri þróun og stuðningur við leigjendur ekki heldur. Barnabótakerfið er veikburða og það hefur veikst enn meira á undanförnum árum, því bótafjárhæðir hafa rýrnað að raungildi og tekjuskerðingar hafa aukist. Þetta kemur vitaskuld verst við þá sem hafa lægst laun.

Meðvitaðar ákvarðanir Þessi öfugþróun er öll komin til vegna meðvitaðra ákvarðana stjórnvalda. Henni þarf að snúa við og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort ný ríkisstjórn skiptir um kúrs, hverfur af þessari óheillabraut og eflir tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins að nýju. Það gæti orðið mikilvægt innlegg í komandi kjarasamninga. Fjallað er um skýrslu hagdeildarinnar á bls. 9-11.

Skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998-2016 og mest hjá þeim tekjulægstu.

19

28 Húsaleiga verði allt að 20-30% lægri en markaðsleiga

Kynbundið ofbeldi

Línur að skýrast Bjarg, íbúðafélag, er búið er að undirrita viljayfirlýsingar við þrjú sveitarfélög, Hafnarfjörð, Reykjavík og Akureyri um allt að 1200 almennar leiguíbúðir. Undirbúningur vegna helmings þeirra er kominn nokkuð langt á veg, en hefur þó tekið lengri tíma en ráðgert hafði verið. Meginástæðan er sú, að félagið hefur fengið úthlutað lóðum í hverfum sem höfðu verið deiliskipulögð áður, með færri og stærri íbúðum. Því hefur þurft að breyta deiliskipulagi til að aðlaga það þörfum félagsins. Þetta hefur meðal annars tafið það að hægt sé að hefjast handa í Hafnarfirði, en líkur eru á að málin skýrist þar mjög fljótlega. Sjá nánar umfjöllun og viðtal við Björn Traustason, framkvæmdastjóra Bjargs á bls. 28-29.

13 Hagur fyrirtækja að fjárfesta í fræðslu starfsfólks


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.