Fasteignaskoðun Frumherja

Page 1

Við skoðum líka fasteignir!


LEIGUSKOÐUN Fyrir leigusala og leigutaka sem þurfa stöðumat á ástandi leiguhúsnæðis Leiguskoðun er stöðumat á fasteign með skráningu og myndatöku áður en hún er sett í leigu og/eða þegar henni er skilað aftur úr leigu. Leiguskoðun hentar bæði leigutökum og leigusölum og geta málsaðilar ávallt nálgast myndir og önnur gögn sem varða skoðunina, komi upp ágreiningur um skil á eign. Frumherji tekur einnig að sér leiguskoðanir fyrir byggingafulltrúa og leigufélög.

SKOÐANIR FYRIR TRYGGINGAFÉLÖG Fyrir tryggingafélög sem þurfa áhættuskoðun vegna húseigendatrygginga, tjónamat eða mat á ábyrgð í tengslum við tryggingar byggingaraðila Skoðunarmenn Frumherja hafa áhættuskoðað þúsundir eigna í tengslum við húseigendatryggingar og hafa einnig langa reynslu í mati á fasteignagöllum, tjónum og mati á ábyrgð byggingaraðila.

SKOÐUN GÆÐASTJÓRNUNARKERFA - í byggingariðnaði Fyrir hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara Frumherji er stærsta faggilta skoðunarstofan á sviði skoðana á gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði. Frá því að skoðanir hófust árið 2014, hafa yfir þúsund aðilar í byggingariðnaði fengið skoðun á gæðastjórnunarkerfi sínu hjá Frumherja.


SÖLUSKOÐUN Fyrir þá sem þurfa almennt yfirlit yfir ástand fasteignar Seljendur og kaupendur fasteigna Söluskoðun fasteigna er sjónskoðun og miðar að því að draga fram galla sem almenningi gæti auðveldlega yfirsést. Leitað er að hverju því sem gæti talist til skemmda/galla á eigninni eða ljóst þykir að valdið geti verulegri kostnaðaraukningu og ágreiningi í söluferlinu eftir að viðskiptin hafa farið fram. Söluskoðun nýtist því bæði kaupendum eigna og seljendum þeirra til að taka meðvitaða ákvörðun um viðskiptin. Einnig er boðið uppá sérskoðanir eins og skoðun á þaki, rakamælingar, hitamyndatöku og sýnatöku ásamt skoðun á rafmagni. Fasteignasölur Það er ótvíræður gæðastimpill bæði fyrir fasteignasölu og seljanda eignar þegar skoðunarskýrsla fylgir eign í sölu. Reynslan hefur sýnt að skoðanir fyrir sölu eignar hafa leitt ýmislegt í ljós sem annars hefði valdið ágreiningi í viðskiptunum. Söluskoðun gefur fasteignasölunni og seljanda eignar forskot á fasteignamarkaðnum. Fjárfestar og eignasöfn Oft er þörf á aukinni yfirsýn á eignasafni félaga bæði hjá eigendum og kaupendum. Skoðun úrtaks gefur góða mynd af eignasafni og eykur um leið traust í viðskiptum.


ÁSTANDSSKOÐUN Fyrir þá sem þarfnast skoðunar á ákveðnu vandamáli í fasteign Ástandsskoðanir hafa náð miklum vinsældum hjá viðskiptavinum Frumherja en þar er um að ræða skoðanir á afmörkuðum þáttum fasteignar. Um getur verið að ræða mat á því hvort viðkomandi byggingarhluti hafi verið byggður samkvæmt hönnunargögnum ásamt mati á ábyrgð í tengslum við nýlegt húsnæði, eða sem fyrsta skref til sátta við seljanda og/eða byggingaraðila. Ástandsskoðun getur einnig innihaldið rakamælingar sjáanlegra ummerkja um raka/leka og sýnatöku vegna myglusveppa ef þörf er á, ásamt greiningu á rót vandans.

RAFMAGNSSKOÐUN Fyrir þá sem hafa grun um að raflagnir uppfylli ekki kröfur laga og reglna Skoðaðar eru tengingar í rafmagnstöflu og mælingar gerðar til staðfestingar á virkni. Raflagnir fasteignarinnar eru einnig yfirfarnar og jarðtengingar á tenglum mældar. Skoðunin er fyrst og fremst öryggisskoðun í samræmi við skoðunarreglur Mannvirkjastofnunar.


SÉRSKOÐANIR Þakskoðun Fyrir þá sem vilja vita um ástand þakvirkis, hafa grun um leka eða að frágangur þaks sé ekki í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Skoðun á þakvirki er mikilvægur þáttur þegar fjárfesta á í eign, enda getur kostnaður við viðgerðir eða útskipti á þakvirki skipt milljónum. Skoðunin nýtist kaupendum, seljendum og eigendum eigna. Skoðun á þaki er sjónskoðun á yfirborði þaksins, en getur innifalið nánari skoðun á þakvirki með áherslu á frágang, einangrun, rakavarnarlag og útfærslu öndunar ef þörf er á og eftir því sem aðgengi leyfir. Rakamælingar og sýnataka Fyrir þá sem hafa grun um raka eða leka í byggingum Frumherji býður upp á rakamælingar og sýnatöku vegna myglusveppa ef við á, annað hvort í sérferð eða til viðbótar við aðrar skoðanir. Rakamæling gefur góða mynd af því hvort raki sé til staðar á mældu svæði. Sýnataka vegna myglusveppa er ýmist tekin með prófi sem gefur niðurstöðu á staðnum eða með töku sýnis sem sent er á rannsóknarstofu til greiningar. Hitamyndataka Fyrir þá sem hafa grun um einangrunarvandamál í byggingum eða leka frá heitavatnslögnum Hitamyndataka getur gefið nánari upplýsingar um eiginleika bygginga sem auganu er hulið eins og einangrun, þéttleika og rakavandamál. Hitamyndataka gefur ljósa mynd af staðsetningu heitavatnslagna og nýtist vel við greiningu á staðsetningu leka. Einnig má nota hitamyndavél til að greina óeðlilega hitamyndun í rafmagnstöflum vegna lausra tenginga eða of mikils álags á greinar.


BYGGINGAREFTIRLIT Fyrir byggingarfulltrúa sem vilja yfirfæra byggingareftirlit og yfirferð hönnunargagna til skoðunarstofu að hluta til eða í heild. Frumherji býður upp á byggingareftirlit og yfirferð hönnunargagna, fyrir byggingarfulltrúa um land allt. Hjá Frumherja starfa skoðunarmenn með mikla reynslu af byggingareftirliti og yfirferð hönnunargagna sem og öðrum skoðunum á sviði mannvirkja.

Fasteignaskoðanir hafa verið starfræktar hjá Frumherja frá því í lok ársins 2010 og frá þeim tíma hafa skoðunarmenn Frumherja skoðað mikinn fjölda fasteigna fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skoðanir gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði hófust síðan haustið 2014 í tengslum við kröfur laga um mannvirki. Nýjasta viðbótin er þjónusta á sviði byggingareftirlits og yfirferðar hönnunargagna fyrir byggingafulltrúa um land allt. Hafðu samband! - Við tökum vel á móti þér! Fasteignaskoðanir fast@frumherji.is s.570 9360. Byggingareftirlit og skoðun gæðastjórnunarkerfa bygg@frumherji.is s.570 9340.

Sími: 570 9360 - Netfang: fast@frumherji.is - www.frumherji.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.