1. TBL. // 104. ÁRGANGUR // DES 2016
Verkalýðsfélagið Hlíf óskar félagsmönnum og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar aðventu og hamingjuríkra jóla!
Endurnýjuð áhersla á jöfnun lífeyrisréttinda Eins og fjallað er um í Hjálmi er jöfnun lífeyrisréttinda frumforsenda þess að kjarasamningar haldi og sátt á vinnumarkaði renni ekki út um þúfur snemma á næsta ári. Þar spila líka inn í viðbrögð Alþingismanna við gríðarlegum launahækkunum af hálfu Kjaradóms, sem voru í engum takti við almennar hækkanir. En ljóst er að jöfnun lífeyrisréttinda er lykillinn að sátt. Það er því fagnaðarefni að stjórnmálamenn hugi áfram að þessu stóra máli. Þann 12. desember lagði starfsstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar fram nýtt frumvarp til laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins í nokkuð breyttri mynd, eins og fram kom á vef Ríkisútvarpsins: „Frumvarpið hefur tekið breytingum og reynt þá að horfa til þeirra sjónarmiða sem komu fram í
3 Fræðandi ferð til Noregs og Danmerkur
Atvinnuflugnám í Hafnarfirði
þinginu frá ólíkum aðilum. Svo hefur samtalið við hagsmunaðilana haldið áfram og miðar að því að það sé hægt að ljúka þessu verkefni, sem við höfum tækifæri til að gera á þessu ári, vegna frábærrar stöðu ríkissjóðs.“ Þessi orð og framlagning nýs frumvarps gefur tilefni til bjartsýni um að loksins verði að veruleika þetta 40 ára baráttumál í kjarabaráttu.
„Jöfnun lífeyrisréttinda snýst um samræmt og sveigjanlegra lífeyriskerfi til framtíðar. Allt launafólk mun þá njóta sambærilegra lífeyrisréttinda.“ Sigurður Ingi í grein í Morgunblaðinu 2. desember 2016
14 Sögu Ölfusborga minnst
Nú í haust varð sú breyting á flugnámi hér á landi að Flugskóli Íslands/Tækniskólinn færði alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar. „Það sem er sérstakt við flugnámið eru strangar reglur um flugtíma. Nemendur þurfa fyrst að taka einkaflugmanninn á námskeiðum og síðan að ná sér í tiltekinn fjölda flugtíma á rellu áður en hægt er að skrá sig í atvinnuflugmanninn. Þetta eru því engir byrjendur sem hófu námið í haust,“ segir Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari Tækniskólans og bætir við að önnur starfsemi skólans í Hafnarfirði haldi sér eftir sem áður. „Við erum núna með tvo bekki í námi í atvinnuflugmennsku, alls 60 manns sem byrjuðu í haust í fullu námi, og horfum spennt til framtíðar í þessum geira,“ bætir Þór við.
10 Uppbygging almennra íbúða að hefjast