Biblíufélagið 200 ára
k ynntu þér Dagskr á afmælisársins
Biblían er trúarbók um tveggja milljarða manna
Engin bók hefur náð meiri útbreiðslu en Biblían Biblían hefur algjöra sérstöðu í heimi bókmennt anna. Engin bók hefur náð meiri útbreiðslu en hún og haft víðtækari áhrif á trú, sögu og menningu fjölmargra þjóða um allan heim. Skáld og rithöf undar, myndlistarmenn og tónlistarmenn, hafa sótt til hennar hugmyndir og túlkað boðskap hennar með list sinni og gera enn. Íslendingar og íslensk menning er engin undantekning.
Biblían á íslensku í liðlega 800 ár Elstu íslensku biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti frá 12. öld og segja má að síðan þá hafi að mestu ríkt óslitin hefð í íslensku biblíumáli.
Nýja testamenti Odds Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar kom út í apríl 1540. Þetta er elsta bók prentuð á íslensku sem hefur varðveist.
Guðbrandsbiblía
10. júlí 1815 Hið íslenska biblíufélag var stofnað 10. júlí 1815. Hvatamaður að stofnun félagsins var skoskur maður, Ebenezer Henderson. Með tilkomu Hins íslenska biblíufélags var farið að vinna að nýrri þýðingu Biblíunnar úr frummálunum, hebresku og grísku. Hún kom út árið 1841 og var prentuð í Viðey.
Biblían öll kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1584. Hún er kennd við Guðbrand Þorláksson, biskup á Hólum, og er eitt mesta afrek í bókaútgáfu á Íslandi. Hún var 17. prentun Biblíunnar í öllum heiminum, talið eftir þjóðtungum. Árið 1728 kom út önnur þýðing Biblíunnar sem Steinn biskup Jónsson annaðist.
Endurskoðaðar þýðingar Það var ekki fyrr en með fimmtu útgáfunni árið 1813 sem Biblían varð almennings eign á Íslandi. Allar útgáfurnar voru byggðar á útgáfu Guðbrands og Steins þótt ýmsar breytingar væru gerðar.
stiklur
Hið íslenska biblíufélag Með stofnun Hins íslenska biblíufélags 10. júlí 1815 urðu straumhvörf í útgáfu Biblíunnar á íslensku. Hvatamaður að stofnun félagsins var skoskur maður, Ebenezer Henderson. Með tilkomu Hins íslenska biblíufélags var farið að vinna að nýrri þýðingu Biblíunnar úr frummálunum, hebresku og grísku. Hún kom út árið 1841 og var prentuð í Viðey. Styttri tími leið þar til fjórða þýðing Biblíunnar kom út 1866, prentuð í Lundúnum. Árið 1908 gaf Biblíufélagið út nýja heildarþýðingu sem, vegna gagnrýni sem hún sætti, var endurbætt um 1912. Þetta er sú Biblía sem notuð var fram til ársins 2007, þó með þeirri breytingu að í útgáfunni frá 1981 birtist ný þýðing á guðsjöllunum og Postulasögunni, auk þess sem smávægilegar breytingar voru gerðar á öðrum ritum.
17. prentun Biblíunnar í heiminum öllum Guðbrandsbiblía er fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð á Hólum í Hjaltadal 1584 og kennd við Guðbrand Þorláksson biskup þar. Prentuð voru 500 eintök og tók það tvö ár. Upprunalegt eintak af Guðbrandsbiblíu er til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands. Ef raðað er eftir þjóðtungum, er Guðbrandsbiblía 17. heildarútgáfa Biblíunnar í heiminum. Hún er talin gersemi íslenskrar bókagerðar, vegna handverks og frágangs, og um leið einhver mesti skerfur til íslenskrar menningarsögu fyrr og síðar. Guðbrandsbiblía hefur tvisvar verið ljósprentuð sem næst í upprunalegri mynd.
Elsta bók prentuð á íslensku Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu var prentuð í Hróarskeldu árið 1540. Þetta mun vera fyrsta prentaða bók á íslensku. Þýðinguna byggði Oddur á þýskri þýðingu Marteins Lúthers og Vúlgötunni, hinni opinberu latnesku útgáfu. Þýðingin er stórmerkilegt frumkvöðulsverk þar sem Oddur smíðaði t.d. mörg nýyrði sem enn eru í notkun. Áhrif þýðingarinnar á íslenskt mál urðu því mikil. Þýðing Odds var tekin upp með örlitlum breytingum í Guðbrandsbiblíu 1584 og töluvert af henni stendur enn í nútímaútgáfum.
Yngsta rit Biblíunnar var skrifað um 100 e.Kr. Elstu ljóðin eru talin 1200–1300 árum eldri.
Hvernig varð Biblían til? Biblían er eitt rit í þeirri merkingu að hún er oftast bundin í eina bók milli tveggja spjalda. Hins vegar eru í henni mörg sjálfstæð rit sem hafa orðið til á löngum tíma af margvíslegu tilefni við ólíkar aðstæður og eru um fjölbreytilegt efni. Á grísku merkir orðið BIBLÍA sama og bækur. Á latínu varð þetta síðan eintöluorð og þaðan höfum við orðið BIBLÍA sem merkir bók.
Biblían öll í nýrri þýðingu 2007 Biblían kom öll út í nýrri íslenskri þýðingu árið 2007. Unnið var við þýðinguna í rúman hálfan annan áratug. Þetta var fyrsta heildarþýðing Biblíunnar frá árinu 1912 en sú sjötta frá upphafi. Aftur á móti var þetta 11. íslenska biblíuútgáfan, en sumar útgáfurnar voru prentaðar mörgum sinnum.
Apókrýfu bækurnar
Hebreabréfið 4.12 „Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“
Í nýju þýðingunni voru hinar svokölluðu apókrýfu bækur Gamla testamentisins hafðar með, en þær höfðu ekki birst í íslenskum biblíuútgáfum frá því árið 1859. Apókrýfu bækurnar urðu flestar til á síðustu tveimur öldunum fyrir Krists burð og eru náskyldar yngri ritum Gamla testamentisins. Þýðing þeirra frá árinu 1994 var endurskoðuð fyrir útgáfuna 2007.
Biblía 21. aldarinnar Biblíuþýðingin 2007 miðast við breiðan lesendahóp og notkun í helgihaldi kirkju og safnaða. Þýtt var nákvæmlega úr frummálunum og tillit tekið bæði til stíls frumtexta og íslenskrar biblíumálshefðar. Hið íslenska biblíufélag samdi við JPV-útgáfu um að annast útgáfuna og var vandað mjög til verksins. Nýja Biblían er Biblía 21. aldarinnar.
Tveir hlutar Biblían skiptist í tvo hluta, Gamla testamentið (ásamt apókrýfu bókunum) og Nýja testamentið. Orðið testamenti merkir sáttmáli og því mætti kalla þessa tvo hluta Gamla sáttmála og Nýja sáttmála.
stiklur
Gamla testamentið er safn helgirita Gyðinga. Það var einnig heilög ritning Jesú og hinna fyrstu kristnu manna og er hluti af heilagri ritningu kirkjunnar á okkar dögum. Nýja testamentið er safn rita sem kristin kirkja hefur bætt við helgiritasafn Gyðinga. Saman mynda bæði testamentin helgiritasafn kristinna manna.
Jesús Messías Fylgjendur Jesú leituðust við að sýna fram á að í ritum spámannanna væri að finna lýsingu á Messíasi sem ætti nákvæmlega við Jesú. Því meira sem leiðtogar Gyðinga reyndu að stöðva útbreiðslu þessarar nýju kenningar, þeim mun fleiri snerust til fylgis við hana.
Vúlgata Í nokkrar aldir var Biblía Vesturlanda fyrst og fremst latneska Biblían. Guðsþjónustan fór fram á latínu og lesið var úr Biblíunni á latínu. Um 400 gekk Híerónímus frá endurskoðun gömlu latnesku þýðinganna með hliðsjón af frumtextanum. Þýðing hans er enn notuð í rómversk-katólsku kirkjunni og þekkt undir nafninu Vúlgata.
Kristnir menn litu á sig sem erfingja fyrirheitanna sem gefin höfðu verið í gamla sáttmálanum og lesa má um í Gamla testamentinu.
Marteinn Lúther Siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther þýddi Nýja testamentið úr frummálinu á þýsku árið 1522 og Gamla testamentið nokkru síðar. Um 1600 hafði Biblían verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu og víðar. Það má teljast þrekvirki að íslensk Biblía skyldi koma út á prenti aðeins um 50 árum eftir að Lúther þýddi Biblíuna á þýsku. Áhrifa 16. aldar þýðinganna gætti í síðari biblíuþýðingum íslenskum og þeirra sér enn merki í nýju þýðingunni frá 2007.
Dagskr á viðburðir á afmælisárinu
Janúar
Apríl
15. janúar | Áhrifasaga Saltarans í Seltjarnarneskirkju.
Málþing: Biblían á 21. öldinni
24.–25. janúar | Biblíumaraþon
30. apríl | Útgáfa á frímerki
Febrúar 12 hátíðarvers, myndskreytt af leikskólabörnum frá leikskóla KFUM og K 8. febrúar | Biblíudagurinn
21. apríl | Málstofa: Ólafur Ólafsson Kínafari
Útstilling barnabiblía á Borgarbókasafni
Maí Biblíusýning og dagskrá í Amtsbókasafninu á Akureyri
Útvarpsguðsþjónusta í Dómkirkjunni Guðsþjónustur í kirkjum á Biblíudegi
Júní
Mars
150 ára afmælisrit Biblíufélagsins frá árinu 1965 kemur út á stafrænu formi
13.–14. mars | Málstofur á hugvísindaþingi Háskóla Íslands Áhrifasaga Saltarans: Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, Haraldur Hreinsson doktorsnemi og Rúnar Þorsteinsson lektor. Biblíuþýðingar: Dr. Einar Sigurbjörnsson, dr. Guðrún Kvaran og dr. Sigurður Pálsson. 19. mars | Málþing á vegum Skálholts um messulestraskrá (perikópur) þjóðkirkjunnar
Sýning á Þjóðminjasafni
Júlí 10. júlí | Stofndagur Biblíufélagsins — Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni Gengið að Aðalstræti 10 þar sem Biblíufélagið var stofnað 18.–19. júlí | Skálholtshátíð, fjölbreytt dagskrá
Fylgstu nánar með dagskránni www.biblian.is www.facebook.com/Bibliufelag
Viðburðirnir verða auglýstir hver um sig þegar nær dregur Ágúst 16. ágúst | Hólahátíð, fjölbreytt dagskrá Stafræn útgáfa á bókinni Orðið eftir dr. Sigurð Pálsson 29. ágúst | Afmælishátíð í Hallgrímskirkju kl. 14
Auk þessara viðburða verður vikulegur þáttur á útvarps stöðinni Lindinni allt árið þar sem ýmsir velunnarar félagsins vekja athygli á Biblíunni og áhrifum hennar. Þá hafa nokkrir tónlistarmenn lagt félaginu lið og munu semja lög við ritningartexta sem hljóma munu á árinu.
September Biblíusýning á Landsbókasafni 15. september | Málstofa: Biblían í íslenskum bókmenntum
Október 17. október | Tónleikar í Hvítasunnu kirkjunni Fíladelfíu kl. 20 31. október | Lúther og Biblían. Málstofa í samstarfi við nefnd um fimm alda afmæli siðbótarinnar 2017
Nóvember Viðeyjarbiblía gerð rafræn 16. nóvember | Dagur íslenskrar tungu. Málstofa: Viðeyjarbiblía (1841). Sú þýðing hefur löngum þótt sérstök um margt og ekki síst einkennast af málhreinsun Dr. Guðrún Kvaran, dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og dr. Sigurður Pálsson
Desember 8. desember | Málstofa: Biblían og íslenskt mál
Námskeið um Biblíufræðslu fyrir börn Myndlistarsýning í Neskirkju í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna
Kirkjur og söfnuðir Vakin er athygli á því að í kirkjum og söfnuð um landsins er víða boðið upp á sérstaka dagskrá í tilefni af 200 ára afmæli Biblíu félagsins.
Elsta starfandi félag á Íslandi Biblíufélagið er elsta starfandi félag á Íslandi. Markmið þess er að vinna að aukinni útbreiðslu og notkun Biblíunnar. Félagið er aðili að Sameinuðu biblíufélögunum, sem eru alþjóðasamtök biblíufélaga, 140 að tölu, og tekur þátt í starfi þeirra á alþjóðavettvangi.
Ert þú í Biblíufélaginu? Biblíufélagið leitar að nýjum félagsmönnum og styrktaraðil um. Félagsaðild er öllum opin og nemur árgjaldið einungis 2000 krónum. Með því að gerast félagi stuðlar þú að áframhaldandi útbreiðslu Biblíunnar hér á landi og um heim allan. Sendu okkur línu með nafni þínu og heimilisfangi og við sendum þér frekari upplýsingar.
Sími 528 4004 Hið íslenska biblíufélag ∙ Laugavegi 31 ∙ 101 Reykjavík ∙ hib@biblian.is ∙ www.biblian.is