„Svolítið eins og helgistund“
Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona og rithöfundur, les um þessar mundir inn Rutarbók, Esterarbók, Harmljóðin og Ljóðaljóðin.
Hvernig kom til að þú fórst að lesa inn hljóðbækur fyrir Biblíufélagið?
„Það var haft samband við mig fyrir nokkrum árum og ég beðin um að vera í hópi leikara sem fengu það verkefni að koma Biblíunni yfir á hljóðbókaform. Ég var strax mjög þakklát og spennt yfir verkefninu.“
Hvernig finnst þér að lesa inn bækur Biblíunnar?
„Það hefur verið ótrúlega gefandi og gott. Að lesa inn hljóðbækur er alltaf svolítið helg stund í mínum augum og hvað þá þegar Biblían er lesin, svo er það gefandi verkefni að vita að taka þátt í því að gera nýjustu útgáfu Biblíunnar aðgengilega þeim sem vilja hlusta og vita að lesturinn er aðgengilegur öllum á netinu. Það hefur líka verið fræðandi og ég hef átt góðar stundir í stúdíóinu, stundum er hlegið að því sem hefur ekki staðist tímans tönn og er helst að finna í lýsingum á gömlu feðraveldi eins og til dæmis í Esterarbók, en í öðrum ritum hefur viskan nært andann.“
Varst þú ekki einu sinni í guðfræðinámi?
„Jú, ég tók BA í guðfræði og útskrifaðist árið 2003. Það var einstaklega góður tími
með góðu fólki. Nemendur voru á öllum aldri og ég var langsamlega yngst og mér leið vel með öllum þessum þroskuðu sálum sem höfðu mörg hver meiri lífsreynslu en ég þá en um margt sömu sýn á lífið og það sem skiptir máli. Kærleikurinn, hlustun og hlýja í garð annarra. Ég er ágætlega lesin í Nýja testamentinu en ekki eins vel að mér um öll ritin í því gamla og því hefur hljóðbókalesturinn aukið aðeins þekkingu mína á Biblíunni.“
Áttu þér uppáhaldsbók eða vers í Biblí unni?
„Ég gæti nefnt mörg rit en Lúkasarguðspjall hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi. Þess vegna þótti mér einstaklega vænt um að fá að lesa inn guðspjallið sem hljóðbók. Lúkas var læknir og því finnst mér áhugavert að lesa og kynnast hans sýn á Jesú og kraftaverkalækningar hans. Það er heilandi rit. Svo hefur 23. Davíðssálmur fylgt mér eins og svo mörgum öðrum og í raun finnst mér Nýja testamentið uppfullt af hagnýtum ráðum og orðum sem nýtast í daglegu lífi.“
Stjórn Hins íslenska biblíufélags hefur falið Halldóri Elíasi Guðmundssyni að vera framkvæmdastjóri félagsins frá 1. desember 2022. Halldór hefur sinnt ráðgjöf og verkefnastjórnun fyrir Biblíufélagið í nokkur ár, en mun nú koma inn í starfið af auknum krafti. Halldór hefur áratugareynslu af kirkjulegu starfi og hefur komið víða við. Hann mun sinna verkefnum fyrir Biblíufélagið samhliða hlutastarfi sem prestur í Church of the Redeemer UMC í Cleveland Heights, Ohio.
Framundan eru spennandi verkefni, en auk áframhaldandi starfrænna verkefna mun Biblíufélagið gefa út tvær prentbiblíur á komandi ári, auk þess að opna vefverslun með Biblíur. Halldór mun m.a. koma að þessum verkefnum.
Biblíufélagið gleðst yfir að njóta þjónustu Halldórs í auknum mæli og hlakkar til nýrra tíma með nýjum tækifærum.
Aðsetur Biskupsstofa Katrínartúni 4 105 Reykjavík
Forseti Hins íslensk A biblíu F él A gs Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Aðrir í stjórn F él A gsins Ásta Guðrún Beck, lögfræðingur Fjalar Freyr Einarsson, kennari Grétar Halldór Gunnarsson, prestur Guðni Már Harðarson, prestur Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur Kristján Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sveinn Valgeirsson, prestur
Fr A mkvæmd A stjóri Halldór Elías Guðmundsson s ími 528-4000 n et FA ng hib@biblian.is v e FFA ng www.biblian.is
u msjón með bl A ði, Hönnun og umbrot Brynjólfur Ólason
Prentun Ísafoldarprentsmiðja
Forsíðumyndin
„Hefjið upp augun og horfið til himins. Hver hefur skapað allt þetta? Það er hann sem kannar her stjarnanna, allan með tölu, nefnir þær allar með nafni. Þar sem hann er mikill að mætti og voldugur að afli verður engrar vant.“ (Jesaja 40.26.) Víkurkirkja, Vík í Mýrdal. Mynd: Shutterstock.
Hvað er Biblían? Þ
egar við lesum Biblíuna, þá er mikilvægt að hafa í huga hvað Biblían er og hvað Biblían er ekki. Þetta er mér mjög hugleikið, sérstaklega nú þegar ég hef tekið að mér að vera framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags.
Það er mikilvægt að skilja að Biblían er skrifuð af einstaklingum og hópum sem leituðust við að skilja vilja Guðs og reyndu að endurspegla það nána samband sem þau áttu við Guð, bæði sem einstaklingar, ættbálkar, þjóðir og samfélög. Biblían birtir okkur því eins og mósaíkmynd af því hver Guð er. Það er vegna þessarar fjölbreyttu mósaíkmyndar af Guði sem Biblían er einstakt rit í hugum milljarða jarðarbúa.
Bókin, Biblían, er skrifuð á fornum tungumálum, sem fæst okkar skilja og því þurfa flest okkar að treysta á fræðimenn í fornmálum og menningu, guðfræðinga og málfræðinga, til að þýða textann svo við megum njóta, nýta og læra.
Sem kristinn einstaklingur, þá trúi ég því að höfundar, ritstjórar, þýðendur og útgefendur séu einlæg og heiðarleg í tilraunum sínum til að deila með okkur upplifun sinni og leit að vilja Guðs. Ég trúi því að Guðs Heilagur andi hafi verið með þeim í verkefninu sem þeim var falið. Ég treysti því að þau hafi verið innblásin af anda Guðs, af náð og elsku Skaparans.
En um leið tel ég persónulega mikilvægt að við skiljum að Guð hvíslaði ekki orðum Biblíunnar inn í eyru þeirra sem skrifuðu. Það eru vissulega til trúarrit, þar sem áhangendur trúa því að Guð hafi sagt riturum hvað ætti að standa, en það á ekki við um Biblíuna. Biblían er ekki orð Guðs í merkingunni að Guð sagði hvað ætti að standa orð frá orði, heldur vegna þess að Biblían birtir okkur vitnisburðinn um hið sanna orð Guðs (Logos), Jesú Krist, á einstakan hátt.
Biblían er einstakur vegvísir, sem bendir á Jesú Krist. Þegar við gleymum þessu og teljum Biblíuna hafa verið skrifaða beint af Guði, þá verður Biblían
er einstakur vegvísir, sem bendir á Jesú Krist. Þegar við gleymum þessu og teljum Biblíuna hafa verið skrifaða beint af Guði, þá verður Biblían að skurðgoði.“
að skurðgoði, við förum að tilbiðja vegvísinn, en ekki þann sem vegvísirinn vísar á.
Markmið Biblíufélagsins er að koma vegvísinum, Biblíunni, upp á sem flestum stöðum og tryggja að vegvísirinn sé eins aðgengilegur og unnt er. Ekki svo vegvísirinn verði tilbeðinn, heldur svo að sem flestir megi sjá þann Guð sem Biblían bendir til. Guð náðar, friðar og elsku.
Það er mikill heiður að vera treyst fyrir því verkefni að leiða útgáfu Biblíunnar á íslensku. Ég veit að verkefnið er ekki mitt eða stjórnarinnar, heldur Guðs.
Með von um blessun,
Halldór Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags
MUNIÐ SÖFNUNARREIKNING BIBLÍUFÉLAGSINS
„Biblían
„Biblían er undirstaða guðsþjónustunnar“
Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur sent frá sér nýja bók þar sem hann rannsakar kirkjuárið og textaraðirnar og gerir tilraun til að ritskýra guðsþjónustu íslensku kirkjunnar.
Bókin Tíminn og trúin er 11. bók séra Sigurjóns Árna Eyjólfssonar og kemur út hjá Skálholtsútgáfunni fyrir þessi jól. Hún er að sumu leyti framhald bókarinnar Augljóst en hulið sem Sigur jón sendi frá sér í miðjum kórónuveirufaraldri árið 2020. „Tími og rúm hafa verið mér umhugsunarefni mörg undanfarin ár,“ segir Sigurjón í samtali við B+, „ekki síst í guðfræðilegu og trúarlegu samhengi, en kannski ekki síður í samhengi listfræði, sem ég hef nú lagt stund á um fjögurra ára skeið. Kirkjurýmið er meginviðfangsefni fyrri bókarinnar, en í þessari bók sem nú kemur út er tíminn í brennidepli og þá ekki síst hvernig hann birtist í kirkjurýminu.“
Sigurjón segist leitast við að rekja uppruna kirkjuársins og hvernig tilteknir biblíutextar urðu að kjölfestu guðsþjónustunnar. „Það er alveg ljóst að Biblían er undirstaða guðsþjónustunnar. Ég skoða ritningartextana sem raðað hefur verið á hátíðardaga kirkjunnar og liggja kirkjuárinu beinlínis til grundvallar. Þessir textar eru lesnir upp í messum um víða veröld allt árið um kring og lagt út af þeim í prédikun, söng og bæn.“
Sigurjón segir að textaraðirnar birti nokkuð skýra mynd af hugmyndaheimi kristninnar. „Textaraðirnar eiga sitt upphaf og sinn endi og skiptast í þrjá meginhluta sem afmarkast af tímabili jóla, páska og sunnudaga eftir þrenningarhátíð. Ritningartextunum, sem lesnir eru upp í guðsþjónustum – lexía, pistill og guðspjall – má líkja við mósaíksteina sem veita ekki einungis innsýn í hugmyndaheiminn sem liggur að baki kirkjuárinu, heldur birta heildarmynd hans þegar þeim er raðað saman. Allt kemur heim og saman að lokum.“
Sigurjón segist víkja lítillega að mótunarsögunni til að varpa ljósi á merkingu textanna. „Rannsóknin hefst ekki í óljósu upphafi, heldur í textunum eins og þeir koma fyrir í samtímanum og rekur sig aftur á bak þar sem við á. Þessi sagnfræðilega og hugmyndasögulega aðferð er vel þekkt. Ég hef kosið að nota hana í túlkun minni á textum ritningarinnar sem hér eiga við og ég nefni trúfræðilega eða samstæðilega ritskýringu.“
Megintextaröðin sem íslenska kirkjan hefur lengstum stuðst við á sér býsna langa sögu, segir Sigurjón. „Fornkirkjulega textaröðin er að stofni til frá því á 6. öld og varð á 8. öld lögbundin í ríki Karls mikla (747–814). Upp frá því varð hún bindandi í Evrópu fyrir vesturkirkjuna og er það enn.“
En handa hverjum er þessi bók? Á hún eitthvert erindi við nútímafólk?
„Heimur messunnar er heimur blessunar þar sem manninum er boðað fagnaðarerindið í ákveðinni tímaröð sem myndar ákveðið samhengi. Því miður er þessi heimur að verða mörgum illskiljanlegur í ys og þys nútímans. Það er mikil áskorun að reyna að opna þennan heim fólki sem hefur engan tíma og þekkir ekki tungutak helgihaldsins. Það er megintilgangur bókarinnar. Við reynum að koma böndum á tímann með því að mæla hann. Slík viðleitni mótar óneitanlega allt tímaskyn nútímamanna. Sannleikurinn er þó sá að tíminn rennur okkur sífellt úr greipum. Það er einlæg ósk mín að efni bókarinnar gagnist öllum sem vilja staldra við og kynnast betur dagatali kirkjunnar, kirkjuárinu, og ritningartextunum sem liggja því til grundvallar. Því að trúin er stundum það eina sem veitir manninum hald og traust, von og fullvissu í hverfulum heimi.“
Hvers vegna ættum við að lesa Biblíuna?
Biblían er höfuðtrúarrit kristinna manna og sú bók sem mest hefur mótað vestræna menningu. En biblíuþekkingu hrakar og af þeim sökum spurði B+ nokkra einstaklinga hvort þeir teldu að það skipti einhverju máli.
„Það væri synd að segja að ég læsi Biblíuna reglulega og ég hef heldur ekki lesið hana alla. En þegar ég hef blaðað í henni og lesið valda búta til að glöggva mig á einhverju sem ég annars hef óljósa hugmynd um hefur það í hvert sinn veitt kærkominn innblástur, kveikt í ímyndunaraflinu og vakið til umhugsunar.“
Guðrún er rithöfundur.
Steinunn Sigurðardóttir
„Biblían hlýtur að vera ómissandi lesning öllum þeim sem hafa áhuga á orðum og framúrskarandi texta. Hún er líka ómissandi fyrir þá sem vilja hafa veður af sameiginlegum menningararfi kristna heimsins. Ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að vera raunverulega vel menntaður í þeim heimi án þess að þekkja vel til Biblíunnar. Og fyrir þá sem eru trúaðir eru valdir biblíukaflar auðvitað sérstök andleg leiðsögn, hald og traust.
Það er ekki endilega meðvitað, en hlutar af mínum langa höfundarverki sækja mjög til Biblíunnar, á einn eða annan hátt, hvað textann varðar. Eins og jafnvel má sjá á sumum bókatitlum mínum. Í sérstöku dálæti hjá mér er Predikarinn, Ljóðaljóðin, og svo valdir Davíðssálmar. Ég var svo heppin að kynnast frægasta Davíðssálminum vel þegar ég var fimm ára og hafði valist til þess að lesa hann upphátt á samkomu. Þetta undraljóð og huggandi fegurð þess hefur fylgt mér dyggilega allar götur og hljómar í höfðinu á mér þegar ég valsa um í heiðríkju íslenskrar sumarnáttúru, eða þegar harðnar á dalnum:
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.“
Steinunn er rithöfundur.
„Biblían mín er öll í henglum“
Pétur Gunnarsson, rithöfundur og þýðandi, fjallar um Biblíuna sína sem hefur lengi átt sinn sess í hilluverkinu.
Biblían mín er öll í henglum. Ég fékk hana splunkunýja í stúdentsgjöf frá gamalli konu sem bjó á miðhæðinni heima og það fylgdi henni þessi áritun:
15-6-1968
Aðeins minning um stúdentsafmælið með hjartanlegum heillaóskum
Síðan hefur hún fylgt mér og átt sinn sess í hilluverkinu, sum árin kannski bara heimsótt á jólum og páskum, en með tímanum hefur erindi mitt við bók allra bóka einkum staðið í sambandi við Íslendingasögurnar. „Bækur eru búnar til úr bókum,“ segir málshátturinn og ef við gerum ráð fyrir að fornritin hafi að stærstum hluta verið sett saman í klaustrum miðalda getur nærri að Heilög ritning hafi verið innan seilingar við skrifpúltin. Stundum er engu líkara en Biblían hafi verið þeim
sem forskriftarbók, til dæmis líkindin á milli Höskuldar Hvítanessgoða og Jósefs Jakobssonar í fyrstu Mósebók. Eins og Höskuldur var augasteinn Njáls var Jósef augasteinn Jakobs sem hafði átt hann í hárri elli líkt og Njáll sem gengur Höskuldi í föðurstað aldraður. Og bræður Jósefs öfunda hann líkt og Njálssynir taka að sjá ofsjónum yfir velgengni uppeldisbróðurins. Bæði bræðrasettin afráða að drepa þann yngsta, Jósef er að binda kornbundin á akri og Höskuldur tók sér kornkippu í hönd og fór út að sá.
„Þarna kemur draumamaðurinn,“ segja bræður Jósefs í háðsskyni þegar þeir sjá hann koma, og minnir á setningu Skarphéðins þegar Njáll spyr hvað þeir hyggist fyrir að fólskuverkinu afstöðnu, „lítt rekjum vér drauma til flestra hluta …“ svarar Skarphéðinn.
Bræður Jósefs taka kyrtilinn sem faðir þeirra hafði gefið honum og velta honum upp úr svínsblóði til að láta líta út eins og
eigandinn hafi verið étinn af villidýrum. Og Hildigunnur, ekkja Höskuldar, færir Flosa skikkjuna sem hann hafði gefið Höskuldi, gegndrepa af blóði.
Það er engu líkara en atriðið sé sprottið út úr 1. Mósebók, 37. kafla.
Höfundur Njálu var hér!
•
Það er til marks um sígildi Biblíunnar hvað hún getur talað til ólíkra tíma. Alla nítjándu öldina og vel fram á þá tuttugustu höfðu menn brosað í kampinn yfir fyrstu Mósebók: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð …“ Samkvæmt Aristótelesi hafði veröldin jú alltaf verið til og myndi vera til um aldur og ævi. En eftir því sem tuttugustu öldinni vatt fram tók að framkallast mynd um alheim sem hefði einmitt orðið til í einu hendingskasti, kenningin um Miklahvell (The Big Bang):
„Í upphafi varð alheimurinn til í einum hvelli …“, þannig hljóðar hið nýja „guðspjall“.
Og þá var komið að Biblíunni að brosa!
•
Að endingu má ég til með að nefna Hómilíubókina sem birtir okkur hið heilaga orð eins og það hljómaði í árdaga íslensks ritmáls á elleftu og tólftu öld. „Óvíða flóa lindir íslensks máls tærari en í þessari gömlu bók“ voru ummæli prófessors Jóns Helgasonar og bætti við þeim frýjunarorðum að sá rithöfundur sem hefði ekki þaullesið hana væri „litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna.“ (Handritaspjall, bls. 16.)
Að sjálfsögðu tók ég áskoruninni og sannreyndi að prófessorinn fór ekki með fleipur, setningarnar líða fram eins og silfurtær lækur, lausar úr skorðum vanans, jafnvel getur okkur fundist hin gömlu orð hljóma í fyrsta skipti, en líka rekur á fjörur manns óvænta visku:
„Þá er vér biðjumst fyrir, þá mælum vér við Guð. Þá er vér lesum, þá mælir Guð við oss.“ (Hómilíubókin, bls. 16).
Getur flottara slagorð fyrir lestrarátaki?
Biblíusafnið í Washington 5 ára
Biblíusafnið stendur við 4. stræti í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, og er hið veglegasta.Mynd: Alan Karchmer.
ú eru liðin fimm ár síðan Biblíusafnið, Museum of the Bible, var opnað í Washington DC. Það keppir við yfir 70 söfn af öllu mögulegu tagi í borginni, þar á meðal 17 söfn Smithsonian Institution. Á þessum skamma tíma hefur safnið náð að skapa sér sess meðal merkustu safna borgarinnar. Sérstakt orð fer af því hversu vel safnið er búið tæknilega. Ferðabækur Fodor’s lýsa safninu sem einu af þeim bestu í borginni og kynn
ingarrit um ráðstefnur í Washington segir það vera eitt af „Must see“ ómissandi söfnum í borginni. Safnið var stofnað að undirlagi Green fjölskyldunnar, en hefur hlotið stuðning frá fjölda annarra einstaklinga og menningarstofnana. Yfirlýst stefna er að endurnýja tengsl við Biblíuna og þátt hennar í að skapa þá veröld sem við þekkjum.
Hún segir sögu Biblíunnar frá því að Fyrsta Mosebók var skrifuð til okkar daga.
Áhersla er lögð á áhrif Biblíunnar
á lifnaðarhætti, mannúð og menningu, siðgæði, vísindi og listir í áranna rás.
Safnið er í friðuðu húsi í Miðborg Washington, sem upphaflega var járnbrautar stöð fyrir vöruflutninga. Veitt var leyfi til að byggja tvær hæðir ofan á húsið og auk þess veitingahús og garð þar fyrir ofan. Þetta var risavaxið verkefni, enda hver hæð 5.100 fermetrar að stærð. Byggingarkostnaður var um 400 milljónir dollarar.
Á fyrstu hæð er anddyri með 42 metra lofthæð, þar sem listaverk er í loftinu gert með LED ljósum og skiptir reglulega um mynd.
Á annarri, þriðju og fjórðu hæð eru fastasýningar, bæði fornminjar, listaverk, bækur, endurgerð á húsum og umhverfi í sveitum við Genesaret vatnið í Galíleu, þar sem Jesús Kristur ólst upp. Stór sýning á Biblíum, allt frá elstu handritum til okkar daga, á ýmsum tungumálum. Fjölmargt mætti lengi telja.
Á sjöttu hæð er fullbúið 500 sæta leikhús þar sem sýnd eru leikrit, söngleikir og haldnir tónleikar. Á sjöundu hæð er veislu og ráðstefnusalur sem rúmar um þúsund manns. Á þakinu er veitingasalur og garður með sýnishorn af gróðri á sögustöðum Biblíunnar.
Þar sem þessi orð segja fátt um þetta mikla safn má benda á að á YouTube er að finna nokkrar lýsingar á safninu, auk þess sem Wikipedia gerir góða grein fyrir safninu og sögu þess.
Ólafur Sigurðsson tók saman.
Ráðstefna um Biblíuhandverk og hönnun
Laugardaginn 27. ágúst var haldin ráðstefna um Biblíuhandverk og hönnun á Biblíusafninu í Washington DC í Bandaríkjunum. Ráðstefnan var jafnframt stofnfundur Samtaka um Biblíuhandverk og hönnun sem mun styðja við og hvetja til fagmennsku og nýsköpunar í prentun og útgáfu Biblíunnar á heimsvísu.
Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi varafréttastjóri, og Albína Thordarson sóttu ráðstefnuna ásamt Halldóri Elíasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Hins íslenska biblíufélags.
Einn aðalfyrirlesara ráðstefnunnar var Klaus Erik
Krogh, framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins 2K/ Denmark, en 2K/Denmark er um þessar mundir að hanna tvær nýjar Biblíur fyrir Hið íslenska biblíufélag.
Ráðstefnan var mjög gagnleg og áhugaverð. Sú þekking sem íslensku þátttakendurnir öðluðust mun nýtast vel, jafnt til nýsköpunar og í hefðbundnari verkefnum Biblíufélagsins á komandi árum.
Á myndinni eru: Ólafur Sigurðs son, Albína Thordarson, Klaus Erik Krogh og Halldór Elías Guðmundsson að loknum löngum og spennandi degi í Biblíusafninu í Washington.
Silja Aðalsteinsdóttir
„Fyrir manneskju eins og mig sem hefur atvinnu af því að þýða bókmenntaverk og lesa texta annarra yfir í handriti eða próförk er alveg nauðsynlegt að þekkja hina góðu bók sæmilega vel. Því betur sem maður þekkir hana, því auðveldara verður starfið. Því að það gerist oft, nánast daglega þegar mikið er að gera, að fyrir kemur í texta sem er undir bein eða óbein vísun í Biblíuna, og þá er brýnt að hafa vísunina rétta eða leika sér að henni þannig að hún afbakist ekki – eða afbakist á „réttan“ hátt. Nú til dags er auðvelt að gúggla lykilorð í textum og komast að því hvar þá er að finna í Biblíunni. En ef maður þekkir ekkert til Biblíunnar fara þessar vísanir auðvitað framhjá manni; merkingarmiðið glatast og með því heill heimur sem myndi annars opnast manni.
Biblían ætti að vera skyldulestur, að minnsta kosti valdar sögur úr henni eins og mín kynslóð fékk í Biblíusögunum í barnaskóla. Rétt eins og íslensk börn þurfa að vita hver þau eru Njáll, Hallgerður og Guðrún Ósvífursdóttir þurfa þau að þekkja Nóa, Kain og Abel, Móse og Davíð í Gamla testamentinu og allar helstu persónur Nýja testamentisins. Þetta er grundvöllur menningar okkar og hreint ekki dauður bókstafur, því rétt eins og fornsögurnar okkar er stöðugt verið að nota þetta efni, jafnt í listaverkum sem afþreyingarefni. Og þó að ekki sé kannski lífsnauðsynlegt að þekkja allt sem vísað er til stækkar það veröld manns til mikilla muna að tengja. Skilningurinn og skynjunin margfaldast og bæði hjarta og heili þenjast út af fögnuði.
Silja er ritstjóri og þýðandi.
„Sálmurinn er svar okkar við orði Guðs“
Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, gleðst yfir nýrri sálmabók þessa dagana. Hún segir að bókin sé tímamótaverk sem eigi að endast syngjandi kirkju næstu fimmtíu árin eða svo.
Nýja sálmabókin kom formlega út 13. nóvember síðastliðinn, en vinna við hana hefur staðið frá árinu 2005. Í bókinni eru 795 sálmar, kjarnasálmar kirkjunnar ásamt nýjum sálmum sem margir hafa orðið til á síðustu árum. Nótur eru við alla sálma og hljómar við öll lög. En var þörf á nýrri sálmabók?
„Þessari spurningu svara ég hiklaust játandi, og þó fyrr hefði verið!“ segir Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. „Síðasta sálmabók kirkjunnar kom út 1972 en síðan hafa komið viðbótarheftið Sálmar 1991, Sálmabók með nótnamynd allra sálma og nokkrum viðbótarsálmum 1997 og svo Sálmar 2013, sem var nokkurs konar prufubók með nýju efni í aðdraganda þessarar útgáfu. Sálmabókin frá 1997 var löngu uppseld og var einhugur um að gefa hana ekki út aftur í óbreyttri mynd. Því var hálfgert ófremdarástand í sumum stærri kirkjum þar sem sálmabókin var úr sér gengin og ekki hægt að fá nýja.“
Hversu mikilvæg er sálmabókin?
„Kirkjan styðst við þrjár meginbækur í starfi sínu; Biblíuna, handbók presta og sálmabók. Biblían er eins og segir svo fallega í barnasöngnum „bókin bókanna“, handbókin hefur að geyma form allra athafna í helgihaldinu og sálmabókin er bók safnaðarins.
Stutt skilgreining á því hvað sé sálmur er að sálmurinn er svar okkar við orði Guðs. Mennirnir leggja út orð Guðs og setja það í form ljóðs og tóna og þannig svarar söfnuðurinn á sinn hátt því orði sem lesið er úr
Það er því afar mikilvægt að sálmabókin sé hugsuð sem hliðarbók með Biblíunni og að bæði val sálma og öll efnisflokkun miði að því að styðja og styrkja það orð sem flutt er í ritningarlestrum og guðspjalli helgidagsins.
Ég hef sagt að það sé eitt sem þurfi að vera alveg á hreinu; að tónlistin í helgihaldinu sé ekki uppfyllingarefni, heldur stoð og stytta þess boðskapar sem fluttur er hverju sinni.“
Hver eru helstu nýmælin?
„Mikilvægustu nýmælin eru tvímælalaust hljómsetning allra laglína þessara 795 sálma sem eru í bókinni. Með því getur hver sá sem kann að spila á hljómborðshljóðfæri eða gítar spilað lög sem hann eða hún þekkir ekki einu sinni. Nú til dags læra allir sem fara í píanónám að spila eftir hljómatáknum. Með þessu nýtist bókin betur utan kirkjuhússins og þarf ekki hefðbundna undirleiksbók til að leika með sálmasöng, þó að sú bók verði vissulega gefin út bæði prentuð og rafræn.“
Margrét segir að það séu einnig nýmæli hversu mikil breidd sé í vali sálmanna. „Í bókinni eru hefðbundnir kjarnasálmar kirkjunnar, ungir og nýir íslenskir sálmar og lög, þýddir sálmar frá öllum heimshornum og tónlistar stílar í takt við uppruna sálmatextans.
Hin nýja og vandaða efnisflokkun bókarinnar er svo grundvallandi fyrir þau sem vinna með bókina. Bókin skiptist í þrjá meginflokka: kirkjuárið, guðsþjónustuna og trúarlífið. Þessir flokkar hafa svo fjölmarga undirflokka, t.d. hefur trúarlífið 22 undirflokka með efnisorðum sem ekki hafa áður verið, s.s.friður og réttlæti, leit og efi, gleði og þakklæti.
Öll þessi flokkun er mjög vönduð og til þess fallin að sálmarnir styðji vel við það viðfangsefni sem helgihaldið hefur hverju sinni.“
Þá segir Margrét að það sé einnig nýmæli að sérstök skrá skuli vera yfir biblíutilvitnanir
og í hvaða sálmum megi finna tengsl við ýmsa ritningar staði. „Oft hafa sálmar verið ortir út frá ákveðnum ritningarstað. Þetta styrkir einnig þann grundvöll að sálmavalið og textar helgihaldsins eigi sinn samhljóm.“
Spegill samtíma í trú og menningu „Sálmabók hverrar kirkju heimsins er ekki aðeins söngbók safnaðarins, hún er bók sem birtir menningararf þjóðar,“ segir söngmálastjórinn. „Hún er spegill samtíma í trú og menningu og þegar best lætur vegvísir til framtíðar í söngþátttöku safnaðarins. Ég tel að sálmabókarnefndin, sem taldi 10 manns nú síðustu vinnuárin, ásamt fjölmörgu aðstoðarfólki og sérfræðingum með mismunandi fagþekkingu, hafi unnið þrekvirki að halda utan um alla þætti og skila svo góðu verki. Það tók lengri tíma en við áætluðum þar sem ekkert okkar
hafði þá reynslu að geta sagt fyrir um alla þá óteljandi verkþætti sem birtust hver af öðrum og þurfti að leysa; hvort sem það voru tæknimál í uppsetningu, heimildarleit eða leyfisbeiðnir, og svo kom Covid og gerði okkur skráveifu eins og öðrum.
En nú er bókin komin og hún er sérlega falleg og faglega unnin. Bæði kápa og öll uppsetning ber höfundum sínum fagurt vitni, rauður litur sálmanúmeranna og í tilvitnunum skapa hátíðlegan blæ og Lútersrósin á bókarkápu er látlaus og smekkleg. Allt samstarf við Skálholtsútgáfuna var eins og best verður á kosið og öll vandamál voru aðeins til að leysa þau.“
Margrét segir að sálmabókin sé tímamótaverk. „Bókin á líka að endast okkur næstu fimmtíu árin eða svo. Hún mun duga vel og þjóna okkur til að verða enn betur syngjandi kirkja. Það er höfuðmarkmið með útgáfu sálmabókar.“
„Nú er bókin komin og hún er sérlega falleg og faglega unnin. Bæði kápa og öll uppsetning ber höfundum sínum fagurt vitni, rauður litur sálmanúmeranna og í tilvitnunum skapa hátíðlegan blæ og Lútersrósin á bókarkápu er látlaus og smekkleg,“ segir Margrét Bóasdóttir. Mynd: Jón Svavarsson.
„Sálmabók er ekki aðeins söngbók safnaðarins, hún er bók sem birtir menningararf þjóðarinnar.“
Biblíufélagið gefur út nýjar Biblíur
Hið íslenska biblíufélag og JPV/Forlagið hafa sammælst um að endurnýja ekki útgáfusamning um Biblíuútgáfu sem var gerður í tengslum við nýja þýðingu Biblíunnar 2007. Í kjölfar þess hefur Biblíufélagið ákveðið að hefja eigin Biblíuútgáfu á árinu 2023.
Fyrsta Biblían sem kemur út á nýju ári verður handhæg og falleg Biblía í svörtu harðspjaldabandi sem verið er að prenta í St. Michel’s prentsmiðjunni í Finnlandi. Biblían er hönnuð og brotin um af hönnunarfyrirtækinu 2K/Denmark
sem hefur yfir 30 ára reynslu í hönnun á Biblíum á fjölmörgum tungumálum um allan heim. Við hönnunina var lögð mikil áhersla á læsileika textans, um leið og leitast var við að halda blaðsíðufjölda í lágmarki.
Markmiðið með þessari biblíuútgáfu er að bjóða upp á vandaða Biblíu á lægra verði en boðist hefur áður, án þess að slá af gæðum þegar kemur að gæðum bókbandsins, útliti eða læsileika.
Biblíufélagið hlakkar til að geta á ný farið að gefa út og selja Biblíur til að mæta mismunandi þörfum lesenda orðsins.
Biblíugjöf
Mikið gott starf er unnið í þjóðkirkjunni á meðal ýmissa hópa. Þar má t.d. nefna prest innflytjenda sem sinnir málefnum innflytjenda og flóttamanna, og fangaprest, sem sinnir þörfum fanga og aðstandenda þeirra. Hið íslenska biblíufélag hefur komist að því að það getur auðveldlega stutt við skjólstæðinga prestanna með því að útvega þeim bókina góðu, Biblíuna.
Á dögunum var stjórn HÍB gert viðvart að þörf væri á Biblíum fyrir innflytjendur og fanga á ýmsum tungumálum. Fyrsta sendingin barst nýverið. Við tilefnið færði Biblíufélagið sr. Toshiki Toma og sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur Biblíur á tungumálinu farsí, og Evu Björk Valdimarsdóttur, starfandi fangapresti, kiljubiblíur á íslensku. Væntanlegar í næstu sendingu eru síðan Biblíur á arabísku og spænsku sem vitað er að munu koma að gagni.
Hljóðbókaútgáfan heldur áfram
Biblíufélagið er að vinna að gerð hljóðbóka fyrir átta rit Biblíunnar um þessar mundir. Þóra Karítas Árnadóttir les núna í nóvember Rutarbók, Esterarbók, Harmljóðin og Ljóðaljóðin. Arnar Jónsson mun halda áfram lestri Mósebókanna eftir áramót er hann les 2. Mósebók. Þá mun Eggert Kaaber lesa bókina um Jónas, auk Esra og Nehemía. Hægt verður að nálgast hljóðbækurnar á vef Biblíufélagsins og í Bible.com appinu án endurgjalds. Lestur, upptaka, hljóðblöndun og prófarkahlustun, auk tæknifrágangs fyrir vef og appið, kostar um 500 krónur á hvert vers, en þessi 8 rit eru rétt tæplega 2.500 vers og kostnaður því um 1.250.000 krónur. Bakhjarlar Biblíunnar hafa stutt dyggilega við hljóðbókarverkefnið, en betur má ef duga skal. Hægt er að styrkja hljóðbókarverkefnið á vef Biblíufélagsins og ástæða til að hvetja velunnara félagsins til að taka þátt með einstöku framlagi eða með því að ganga í lið Bakhjarla Biblíunnar og styrkja félagið mánaðarlega.
Á myndinni má sjá sr. Grétar Halldór Gunnarsson, stjórnarmann í HÍB, afhenda sr. Evu Björk Valdimarsdóttur, sr. Toshiki Toma, sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur Biblíur úr fyrstu sendingu. Þau munu síðan koma Biblíunum áfram til þeirra skjólstæðinga sinna sem þess óska.
Af vettvA ngi stA rfsinsKvikmynd við hljóðritun Lúkasarguðspjalls
Nú er tilbúin kvikmyndagerð Lúkasarguðspjalls á íslensku, þar sem notast er við hljóðbók Biblíunnar. Biblíufélagið hefur verið í góðum tengslum við félagasamtökin Faith Comes By Hearing síðustu ár. Þau hafa nú haft milligöngu um að talsetja kvikmyndagerð Lúkasarguðspjalls á íslensku. Er um að ræða framhald af fyrra verkefni þar sem
Markúsarguðspjall var unnið með sama hætti. Fjölmargir söfnuðir hafa þegar nýtt sér talsetningu Markúsarguðspjallsins, m.a. í fermingarfræðslu. Efnið er til frjálsra afnota fyrir einstaklinga, söfnuði og kirkjur á Íslandi.
Þóra Karítas Árnadóttir las Lúkasaguðspjall og er kvikmyndin því spiluð við rödd hennar. Hægt er að nálgast myndina bæði á YouTube og á slóðinni: biblian.is/ lukasarmynd.
Lestri 1. Mósebókar lokið
Fyrr á árinu var hljóðritun 1. Mósebókar gerð aðgengileg á Biblían.is. Er það Arnar Jónsson leikari sem ljáir verkinu sýna þekktu rödd og les afbragðsvel. Hægt er að hlusta á afraksturinn inni á hljóðbókarvef Biblíufélagsins á slóðinni biblian.is.
Biblíuteiknimyndir fyrir börn –aðgengilegar öllum
Það er mikilvægt að geta boðið börnum upp á vandað Biblíutengt efni. Biblíufélagið með aðstoð Bakhjarla Biblíunnar styrkti nýverið gerð teiknimynda sem byggjast á texta Biblíunnar og verða birtar án endurgjalds á vefnum sunnudagaskolinn.is. Myndirnar eru stuttar, flestar innan við 5 mínútur, og henta vel yngstu kynslóðinni. Með teiknimyndunum fá krakkar að læra um fjöldann allan af biblíusögum á aðgengilegan hátt. Verkefnið er að öðru leyti fjármagnað með hópfjármögnun og er aðgengilegt á YouTube og á vefnum sunnudagaskolinn.is.
Hið færeyska biblíufélag í heimsókn á Íslandi
Ímaímánuði 2022 kom Hið færeyska biblíufélag í heimsókn til Íslands og fundaði með fulltrúum Hins íslenska biblíufélags. Það var ánægjulegur fundur og ljóst að mikill kraftur er í Hinu færeyska biblíufélagi sem nú undirbýr nýja þýðingu Biblí
unnar á færeysku. Færeyska biblíufélagið hafði áhuga á að eiga reglulegt samtal og samráð við Hið íslenska biblíufélag og var sá áhugi gagnkvæmur. Á myndinn til hægri er Grétar Halldór með framkvæmdastjóra færeyska félagsins, Gunnari Nattestad.
Gunnlaugur er höfundur bókarinnar Áhrifasaga Saltarans sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 2014 og fjallar um Davíðssálma.
„Áhrif hinna fornu texta hafa alltaf heillað mig“
Gunnlaugur A. Jónsson guðfræðiprófessor lét af störfum fyrir aldurs sakir í sumar, en hann hefur átt langa samleið með Biblíufélaginu. Hann sat í stjórn félagsins um 12 ára skeið og í þýðingarnefnd Gamla testamentisins um 15 ára skeið. Hann ræddi við B+ í tilefni tímamótanna, en hann er síður en svo sestur í helgan stein. Hann hyggur á ferð til Jerúsalem á vori komanda.
Gunnlaugur tók sæti í stjórn Hins íslenska biblíufélags árið 2006. „Ég tók sæti sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar (1941–2005) að honum látnum og sat í stjórn til 2018. Venjan er sú að a.m.k. einn biblíufræðingur sitji í stjórninni. Samleið mín með HÍB var þó mun lengri. Ég hafði strax sem guðfræðinemi tekið þátt í undirbúningi útgáfunnar 1981. Vann biblíuskýringarnar aftanmáls þar undir ritstjórn prófessoranna Jóns Sveinbjörnssonar og Þóris Kr. Þórðarsonar, og einnig vann ég ásamt fleirum tilvitnanakerfið neðanmáls. Þá vann ég sem starfsmaður fimm háskólastofnana og HÍB að útgáfu Biblíulykilsins sem út kom 1994 og hafði að geyma orðalykla að Biblíunni 1981. Það var gefandi starf. Síðast en ekki síst sat ég í þýðingarnefnd Gamla testamentisins frá 1991 til 2006. Þá vil ég minnast þess og þakka að HÍB styrkti útgáfu bókar minnar, Áhrifasaga Saltarans (2014), en hún lýsir vel áherslum mínum í biblíufræðum.“
Hvers vegna ákvað Gunnlaugur að verða biblíufræðingur? Og hvers vegna Gamla testamentið?
„Það voru ekki síst tungumálin, fornu biblíumálin, sem vöktu áhuga minn í upphafi guðfræðináms míns sem ég hóf strax að loknu stúdentsprófi 1972. Hebreskan heillaði mig sérstaklega, en eins og kunnugt er, þá er Gamla testamentið nær allt upphaflega skrifað á hebresku. Þessi framandi og forna tunga var það sem öðru fremur leiddi mig inn í Gamla testamentið. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson átti sannarlega sinn þátt í því. Viðleitni hans til að brúa
bilið frá hinum fornu textum yfir til samtíma okkar höfðaði til mín. Hann fól mér ótrúlega snemma að kenna grunnnámskeiðið í hebresku og hvatti mig til að fara í doktorsnám á fræðasviðinu. Það átti svo fyrir mér að liggja að verða eftir maður hans. Og ég hafði raunar kennt við deildina sem stundakennari um langt árabil áður en ég var skipaður prófessor 1995. Áherslur mínar í biblíufræðunum fluttust snemma talsvert yfir á áhrifasögu textanna, sem ég hef kallað svo, þ.e. mikilvægi þess að kanna hlut hinna fornu texta í síðari tíma menningu og umræðu. En sú áhersla má aldrei verða til að vanrækja hinn fornfræðilega þátt.“
Gunnlaugur segist bjartsýnn á framtíð Biblíufélagsins. „Mikið og gott starf er unnið hjá félaginu. Meginverkefnið er sístætt, þ.e. að gera boðskap Biblíunnar sem aðgengilegastan, ungum sem öldnum. Þar hefur verið bryddað upp á margvíslegum nýjungum. Biblíupappið fyrir börn er ánægjulegt dæmi þar um. Einnig það að gera Biblíuna aðgengilega sem hljóðbók. Það er sannarlega lestrarform sem hentar mörgum og til fyrirmyndar hve vel er lesið það efni sem þegar er til staðar.“
Þá segist Gunnlaugur telja afar dýrmætt að eiga aðgang að eldri þýðingum Biblíunnar á vef HÍB. „Saga íslenskra biblíuþýðinga er mikilvæg heimild, m.a. um þróun íslensks máls. Gaman er t.d. að bera saman Guðbrandsbiblíu (1584) og Viðeyjar biblíu (1841). Ég vildi sjá að Steinsbiblíu (1728) yrði bætt við, en hún þykir skera sig nokkuð úr íslenskum biblíuþýðingum. Útgáfa skýringarefnis er afar brýnt verkefni sem HÍB hlýtur að beita sér fyrir og mikið má þar læra af erlendum biblíufélögum sem HÍB er í samstarfi við. Spurningin um
„Raunin er sú að það fólk sem helst talar um tómar kirkjur er fólkið sem kemur þangað ekki sjálft og veit því ósköp lítið um hvað það er að tala.“
nýja biblíuþýðingu hlýtur svo að vera til umræðu í hverri kynslóð. En vissulega búum við að tiltölulega nýrri þýðingu núna.“
Hefur Gunnlaugur engar áhyggjur af framtíð kirkjunnar? „Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af henni. Ég minnist þess að á fyrsta ári mínu í guðfræðideild voru guðfræðinemar boðnir í biskupsgarð. Framhleypinn nemandi spurði Sigurbjörn biskup: „Nú er sagt að kirkjan sé beinlínis að fara í hundana. Er það ekki alveg rétt?“ Sigurbjörn brosti góðlátlega og svaraði: „Þetta hafa menn sagt um aldir, en alltaf fór það svo að hundarnir
dóu, en kirkjan lifði.“ Raunin er sú að það fólk sem helst talar um tómar kirkjur er fólkið sem kemur þangað ekki sjálft og veit því ósköp lítið um hvað það er að tala. Ég þekki kirkjuna sem afar virka stofnun þar sem mikil og fjölbreytileg starfsemi er flesta daga vikunnar og mikið af því í sjálfboðastarfi. Mikið og dýrmætt starf fer fram á vettvangi kirkjunnar á sviði menningar og lista að ógleymdu mannúðar starfinu, starf með öldruðum o.s.frv. Sjálfur kem ég í mína sóknarkirkju flesta daga vikunnar, hef setið þar í sóknarnefnd síðan 1995, og við vorum að fagna með listahátíð 30 ára afmæli þeirra hátíða, sem jafnan eru tengdar einhverju biblíuhugtaki eða yfirskrift. Myndlist, tónlist og talað orð haldast í hendur. Helgi og heilagleiki var það núna og mæltist vel fyrir. Þetta hátíðarform kallast á við áhuga minn á áhrifum hinna fornu texta í nútímamenningu.“
Gunnlaugur telur að mestu skipti fyrir framtíð kirkjunnar að styrkja sjálfan grunninn. „Það verður best gert með því að auka biblíufræðslu hinna ungu. Skólarnir sinna því starfi sífellt minna, eins og þekkt er, og þá verður kirkjan að bæta um betur og efla sína fræðslu til muna. Þar eiga Hið íslenska biblíufélag og kirkjan sannarlega samleið og mikilvægt að auka samstarfið.“
Gamlatestamentisfræðingurinn gnæfir yfir borgina helgu, Jerúsalem, árið 2019, rétt áður en kórónuveirufaraldurinn braust út. Myndina tók svili hans, Jón G. Hauksson. Gunnlaugur heldur í sína 15. ferð til borgarinnar í mars á næsta ári með Rótarýklúbbi Seltjarnarness.