B+ 2020

Page 1

B+

BLAÐ BIBLÍUFÉLAGSINS

2020

Jón Vídalín

á tímum faraldurs

Albert Thorvaldsen

Fremsti myndhöggvari Evrópu

Iðrun og afturhvarf Hvað er það?

Biblíuþýðingar Þrotlaust erfiði, brennandi áhugi

Biblían og fermingin Að mæta fólki í augnhæð


Guðjón Samúelsson húsameistari Guðjón Samúelsson húsameistari var frumkvöðull á mörgum sviðum og átti veigamikinn þátt í nútímavæðingu íslensks samfélags. Í þessari bók skoðar höfundurinn, Pétur H. Ármannsson, verk og hugmyndir Guðjóns út frá sérstöðu hans sem háskólamenntaðs arkitekts. Bókina prýðir fjöldi mynda og teikninga.


B+ BL AÐ BIBLÍUFÉL AGSINS 2020 Aðsetur Biskupsstofa Katrínartúni 4 105 Reykjavík Forseti Hins íslensk a biblíufél ags Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands Aðrir í stjórn fél agsins Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur Fjalar Freyr Einarsson, kennari Grétar Halldór Gunnarsson, prestur Guðni Már Harðarson, prestur Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur Kristján Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sveinn Valgeirsson, prestur Sími 528-4000 Netfang hib@biblian.is Veffang www.biblian.is Ritstjóri Brynjólfur Ólason Hönnun og umbrot Brynjólfur Ólason Prentun Ísafoldarprentsmiðja Forsíðumyndin „Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar“ (Orðskviðirnir 3.6). Greið leið að elstu steinsteyptu kirkju heims, Ingjalds­hóls­ kirkju á Snæfellsnesi, sem reist var 1903. Ljósmynd: Cassie Boga / Unsplash.

„Biblían er undirstaða allrar kristinnar guðrækni“

S

vo segir í Bænabókinni eftir Karl Sigurbjörnsson biskup. Sú góða bók kom út árið 2006 og seldist upp og hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Nú kemur hún út í nýrri útgáfu sem Karl hefur unnið að á ári farsóttar og sóttkvíar. Óhætt er að fullyrða að Bænabókin eigi góða samleið með Biblíunni á vegi trúarlífsins. Nokkur gróska hefur að vísu verið í útgáfu bóka að undanförnu sem styðja við notkun Biblíunnar í hversdeginum og hlýtur það að vera fagnaðarefni öllum sem láta sig varða útbreiðslu Guðs orðs. Á tímum heimsfaraldurs, þegar fjölskyldan þarf að þjappa sér saman heima við, jafnvel sitja með hendur í skauti, er gott að hafa góðan bókakost sem styður ferðalagið sem aldrei endar þó að við hreyfumst ekki úr sporunum: leiðina inn á við. Í B+ að þessu sinni er ekki eitt tiltekið þema, heldur kennir ýmissa grasa. Auk þess að vekja athygli á nokkrum nýjum bókum er þess minnst að 30. ágúst sl. var 300 ára ártíð Jóns Þorkelssonar Vídalíns Skálholtsbiskups og 15. nóvember sl. voru 250 ár liðin frá fæðingu eins fremsta myndhöggvara Evrópu, Alberts Thorvaldsens. Dr. Gunnar Kristjánsson skrifar grein um Vídalín í ljósi stórubólu sem geisaði á Íslandi um hans daga og lagði marga að velli, einkum ungt fólk, þ. á m. dóttur hans. Albert Thorvaldsen var íslenskur í föðurætt og gaf hingað forláta skírnarfont höggvinn í marmara sem prýðir Dómkirkjuna í Reykjavík. Í tilefni afmælisins flutti Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarp við hátíðarguðs­ þjónustu í Dómkirkjunni, sem hér er birt. Kristján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup, skrifar um iðrun og afturhvarf og veltir fyrir sér höfuðdeginum, sem er minningardagur allra sem misst hafa höfuð sitt og líf vegna sannleikans og vegna trúarinnar. Hann bendir á að yfirbótin þurfi einnig að snúa inn á við. Við Íslendingar þekkjum það hversu óendanlega dýrmætt það er að eiga Guðs orð á eigin máli. Sameinuðu

biblíufélögin hafa þýtt Biblíuna alla á tungumál meira en helmings jarðarbúa. Það eru um það bil 70% allra Biblíu­ þýðinga sem aðgengilegar eru. Þó eru enn margir sem bíða eftir þýðingu Biblíunnar á sínu tungumáli, þ. á m. notendur u.þ.b. 400 táknmála um allan heim. Markmið Sameinuðu biblíufélaganna næstu 20 árin er að ljúka 1.200 þýðingaverkefnum sem veita um 600 milljónum manna aðgang að heilagri ritningu. Hið íslenska biblíufélag tekur fullan þátt í þessu verkefni og reiðir sig sem fyrr á félagsmenn til að halda áfram því starfi sem hér á landi hófst um miðja 16. öld og felur í sér að allir íbúar heimsins eignist Biblíuna í heild á sínu eigin tungumáli. Sá sem kann ekki að lesa hefur takmarkaðan aðgang að Biblíunni. Lestrarkennsla á vegum Biblíufélaganna hjálpar um það bil 100.000 manns á hverju ári að læra grunnfærni í lestri og skrift. Þetta hjálparstarf lýtur að sjálfsögðu ekki eingöngu að Biblíulestri, heldur eykur lífsgæði fólks sem býr við bága heilsu, mikla fátækt og ýmislegt annað félagslegt óréttlæti. Hið íslenska biblíufélag er eitt elsta starfandi biblíufélag í heiminum. Allt frá stofnun hefur félagið notið dyggilegs stuðnings fjölda einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Við skulum minnast þess að án þess mikla stuðnings hefði aldrei tekist að gera Biblíuna að almenningseign á Íslandi. Ekki eru nema 200 ár síðan fæst heimili hér á landi áttu Biblíu og margar kirkjur bjuggu við svo rýran kost að enga Biblíu var í þeim að finna! Starf Biblíufélagsins tekur aldrei enda og því skiptir áframhaldandi stuðningur þinn miklu máli. Ritstj.

MUNIÐ SÖFNUNARREIKNING BIBLÍUFÉLAGSINS Reikningur 0101-26-003555 Kennitala 620169-7739


4  B+

„Til þess að mæta fólki í augnhæð þurfum við að vera sönn“ Guðrún Karls Helgudóttir hefur sent frá sér bók með hversdagshugleið­ingum fyrir hverja viku ársins þar sem valin vers úr Biblíunni liggja til grundvallar.

S

éra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur Grafarvogssóknar í Reykjavík, hefur sent frá sér bók sem ber heitið Í augnhæð: Hversdagshugleiðingar. Skálholtsútgáfan gefur út. Í bókinni er að finna 52 hugleiðingar, eina fyrir hverja viku ársins. En hvers vegna hversdagshugleiðingar? „Kristin trú er ekki sunnudagstrú, heldur hversdagstrú,“ segir Guðrún. „Kristin trú lætur sig varða hvernig það er að vera manneskja alla daga, líka þá daga þegar ekkert sérstakt gerist. Það eru ákveðnar spurningar sem manneskjan hefur glímt ítrekað við í gegnum aldirnar, allt frá ritunartíma Biblíunnar. Þetta eru spurningar sem snúast um lífið sjálft og tilgang okkar hér á jörðinni. Spurningarnar hafa þó tekið á sig ólíkar myndir þar sem hverjum tíma fylgja ákveðnar áskoranir.“ Óhætt er að segja að hugleiðingarnar hverfist mjög um mannleg samskipti en Guðrún fjallar m.a. um vanmátt, efa, veikleika, frelsi, hugrekki og fegurð, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er glímt við ýmsar tilfinningar og hvernig það er að vera manneskja í heimi sem er með ýmsu móti. Það er nefnilega þannig að þær spurningar sem er að finna í Biblíunni eru sömu spurningar og við erum að glíma við í dag. Hugleiðingarnar eru fyrst og fremst um það hvernig það er að vera manneskja í breyskum heimi. Þær aðstæður koma í lífi okkar allra

„Kristin trú er ekki sunnudagstrú, heldur hversdagstrú.“

að við getum ekki annað en horfst í augu og mæst þar sem við erum. En til þess að mæta fólki í augnhæð þurfum við að vera sönn,“ segir Guðrún. Hvernig kom það til að hún skrifaði þessa bók? „Margar hugleiðinganna eru unnar út frá prédikunum sem ég hef samið og flutt í gegnum tíðina en nokkrar urðu til þegar ég tók mér leyfi frá störfum og dvaldist í Ástralíu.“ Guðrún hefur lokið Doctor of Ministry-prófgráðu í prédikunarfræðum frá Lutheran School of Chicago og hefur í sínu starfi lagt mikla áherslu á að prédika á aðgengilegan hátt á máli sem fólk á auðvelt með að tengja sig við. „Þetta er ekki þannig bók að fólk þurfi að hafa mikla biblíuþekkingu eða heita trú, því að þetta er svolítið líka eins og sjálfshjálparbók. Hugleiðingarnar eru skrifaðar á máli allra kynja og nokkrum Biblíuversum hef ég breytt yfir á málfar allra kynja. Auk þess geng ég út frá grunnhugtakinu „manneskja“ en ekki „maður“ eins og venja er í íslensku máli. Því eru margar endingar í kvenkyni í stað þess að vera í karlkyni.“ Samhliða bókinni kemur út askja með spjöldum sem geyma styttri útgáfu hugleiðinganna. „Spjöldin geta staðið ein og sér en askjan fer vel á borði og draga má spjald og íhuga yfir daginn eða út vikuna.“


Mynd: Björg Vigfúsdóttir


Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. 1. Pétursbréf 3.15



Mynd: Geirix.

Biblían og fermingin

Þ

Karl Sigurbjörnsson rifjar upp þegar skömm þótti að því að „fermast upp á faðirvorið“ eins og sagt var um þau sem kunnu ekki annað fyrir sér en að stauta sig í gegnum bæn Drottins.

egar ég var ungur kallaðist fermingarfræðslan „að ganga til prestsins“ eða „að ganga til spurninga“. Þá var gengið út frá því að barnið hefði fengið fræðslu á heimili sínu og skóla, hefði lært bænir í heimahúsum og Biblíusögur og sálma í skólanum. Hlutverk prestsins var þá að ganga úr skugga um að barnið kynni það sem til var ætlast. Það þótti skömm að því að vera „fermdur upp á faðirvorið“ eins og sagt var um þau sem ekki kunnu annað fyrir sér en að geta stautað sig gegnum bæn Drottins. Nú er öldin önnur. Ég get ekki fullyrt um hvernig staðið er að því um þessar mundir á heimilum landsins að kenna börnum bænir og vers. Ég hef samt á tilfinningunni að þar sé víða pottur brotinn. Um hitt get ég fullyrt að verulega sé áfátt um þekkingu barna á sögum og boðskap Biblíunnar, að ekki sé talað um sálma. Barnastarf kirkjunnar og fermingarundirbúningurinn er nánast

eini vettvangur fræðslu um þann mikilvæga grundvöll trúar og siðar sem Biblían er og eins sú líftaug sem bænin í Jesú nafni er. Aldrei hefur verið mikilvægara en einmitt nú að kirkjan sinni þessum þætti af kostgæfni. Það er vart öðrum til að dreifa. Það er óbætanlegt tjón menningu og samfélagi ef sögur Biblíunnar týnast úr vitund og minni þjóðarinnar. Þær eru helsta grunnstoð og viðmið vestrænnar siðmenningar, guðsmyndar, mannskilnings og samfélagssýnar. Það er óbætanlegt tjón trú og sið ef Biblían og

„Það er óbætan­legt tjón ef sögur Biblíunnar týnast úr vitund og minni þjóðarinnar.“

sagnaheimur hennar verður mönnum framandi eins og hver önnur forneskja, ef sú lífslind og andleg auðsuppspretta sem Biblían er verður ókunn og óaðgengileg. Enn skipar fermingin mikilvægan sess í þjóðlífinu. Hún hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skírskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meira en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Ég er þakklátur fyrir þá kristinfræðslu sem ég hlaut sem barn í foreldrahúsum og barnaskólanum, þar sem Faðir vor, bænavers og Biblíusögur og sálmar var lagt á minni og hjarta. Ekki alltaf þrautalaust, og oft skorti allmjög á skilninginn. Ég er þakklátur fyrir kristinfræðikennsluna sem við fengum í Hagaskóla hjá séra Árelíusi Níelssyni, og fermingarfræðsluna hjá fermingarföður mínum, séra Jakobi Jónssyni. Kennslubók hins fyrrnefnda hét Leiðarljós og var byggð upp af ritningarversum og sálmum úr Sálmabókinni. Fermingarkver séra Jakobs hét Vegurinn og samanstóð af Biblíusögum. Sögurnar og myndirnar hafa búið með mér alla ævi, persónur og atburðir hinnar helgu sögu. Margt af því skildi ég ekki sem barn og unglingur, og skil ef til vill ekki enn. Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að læra hluti sem ég skildi ekki og hafði kannski lítinn áhuga á að læra þá. En hafa reynst ómetanlegur sjóður sál og huga, staðgott veganesti og ómetanlegt leiðarljós.


B+  9

Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð. Jóhannesarguðspjall 10.10


10  B+

Jón Vídalín á tímum stórubólu Dr. Gunnar Kristjánsson skrifar í tilefni af þriggja alda ártíð Jóns Þorkelssonar Vídalíns biskups, en svo virðist sem biskupinn hafi farið að hugleiða að semja húspostillu handa þjóðinni skömmu eftir hamfarirnar af völdum stórubólu.

V

ídalínspostilla var ekki skrifuð í sögulegu tómarúmi. Þjóðfélagsaðstæður höfðu áhrif á þessa bók sem þjóðin unni eins og sagan sýnir, og allar útgáfurnar og allar tilvitnanirnar fyrr og síðar eru til vitnis um. Þetta var bókin sem þjóðin las og kunni að meta, henni var ætlaður virðingarstaður á heimilinu. Postillan verður til í kjölfar stórubólu, einnar skæðustu drepsóttar sem hefur heimsótt þetta land og þessa þjóð. Árið 1707 verður stórubólu fyrst vart hér á landi. Manntölin segja sína sögu: 1709 eru Íslendingar orðnir 34 þúsund og hafði þá fækkað um 16 þúsund frá 1703 þegar þeir voru 50 þúsund samkvæmt manntali. Þegar í upphafi (1707) tók sóttin Sólveigu, tveggja ára dóttur biskupshjónanna í Skálholti.


B+  11

Teikning frá Stórubóluspítalanum í Hampstead í Lundúnum frá 1842. Heimild: Wellcome Library, London.

Í Sögu Íslendinga lýsir Páll Eggert Ólason árferði á fyrstu biskupsárum Jóns Vídalíns í Skálholti, þar segir meðal annars að árið 1707 muni verða þjóðinni minnisstætt vegna einnar mestu drepsóttar sem gengið hefur yfir landið. Hann telur að um það bil þriðjungur þjóðarinnar hafi látist í pestinni, m.a. hafi 23 prestar í Skálholtsbiskupsdæmi látist, víða hafi 30 manns verið jarðsettir í einu eða á einum degi við sömu kirkju. Getum er að því leitt að þessar hörmungar hafi haft einhver áhrif á að meistari Jón hóf ritun postillunnar; hann hafði verið biskup í Skálholti í áratug þegar stórabóla lætur fyrst á sér kræla. Þetta var á árunum 1707 og 1708. Skömmu eftir hamfarirnar virðist sem biskup hafi farið að hugleiða að semja húspostillu handa þjóðinni. Í pestinni misstu biskupshjónin ekki aðeins dóttur

„Það er innsta eðli trúarinnar: að miðla manninum hugrekki til að lifa og horfast í augu við það óumflýjanlega.“

sína, heldur einnig – eins og að líkum lætur – fjölmarga ættingja, vini, samstarfsmenn og nágranna. Þetta var ólýsanleg blóðtaka fyrir þjóðina. Hlutverk Vídalíns, prédikarans, var að boða vonina, telja kjark í hina huglitlu, áminna þá sem efnaðir voru að safna ekki auði, heldur deila með fátækum, og hann setur ofan í við þá sem ofbeldi beita og ofríki. Boðskapur hans er því ýmist harður og hvass eða mildur og mjúkur. Ýmist brýnir hann raustina eða hvíslar blíðlega. Og þar kemur mælskulist hans til skjalanna. Postillan er öðrum þræði kennslubók í klassískri mælskufræði. En mælskulistin er samt sem áður aðeins umbúðir utan um það sem öllu skiptir, innihaldið sjálft, þann boðskap sem biskup flytur og þjóðin þráði, boðskap um von og hugrekki til að þreyja. Það er innsta eðli trúarinnar: að miðla

manninum hugrekki til að lifa og horfast í augu við það óumflýjanlega. Enginn flytur þann boðskap af meiri þrótti og sannfæringu en Vídalín. Árið 1718 kemur fyrri hluti postillunnar út. Þar endurspeglast samfélagsástandið: fésýslumenn æða nú um eins og gráðugir úlfar, gera sér far um að komast yfir eigur þeirra sem féllu í pestinni. Þeir áttu engan vin í biskupnum í Skálholti, hörðustu orð Postillunnar sendir hann þeim sem virða hvorki lög né reglur, þekkja ekki lengur orð eins og samúð og sjá enga ástæðu til að virða lög og rétt ef undan því verður komist. Þar voru ekki aðeins óbreyttir borgarar, heldur einnig og ekki síður þeir sem höfðu það embætti að gæta lagar og réttar með þjóðinni, jafnvel menn í æðstu embættum. Postillan er minnisvarði um þjóðfélagslega vörn gegn mis-


12  B+ Í sumar var settur upp nýr kross í Biskupsbrekku við Uxahryggja­veg (Kaldadals­veg) ásamt minnismerki um Jón Vídalín Skálholtsbiskup. Páll Guðmundsson á Húsafelli var fenginn til að gera minnismerki við krossinn. Til vinstri á myndinni er Páll og uppi á pallinum að blessa er Helgi á Kolsstöðum. Mynd: Hreinn Hákonarson.

„Aðeins í þessu samspili dauðans og vonarinnar á sögulegum örlagatímum er aðdáun þjóðarinnar á Vídalínspostillu skiljanleg.“ rétti og yfirgangi í íslensku samfélagi fyrri tíma. En hún er líka minnisvarði um annað. Í höfundi Postillunnar áttu hinir veiku og hrjáðu talsmann og verjanda, hann flytur boðskap vonarinnar: „Þá mun Drottinn segja: Komið þér sem naktir eruð, eg mun gefa yður hvítan skrúða og fá pálmablöð í hendur yðar. Komið þér sem þyrstir eruð, eg mun drykkja yður af straumum lifanda vatns. Komið þér sem hungraðir eruð, eg mun metta yður af nægðargæðum Guðs húss“ (Vídalínspostilla, bls. 33, lestur annan sunnudag í aðventu). Þannig heldur biskupinn áfram og svarar kalli tímans, flytur þau orð sem vekja nýjar vonir með hinum hrjáðu. Hin stóru og þungu orð Vídalíns sem oft er vitnað til voru hvorki sögð né rituð að tilefnislausu: Jón Vídalín er talsmaður réttlætis og mannúðar á tímum

ranglætis og sérgæsku, á tímum upplausnar og óreiðu þar sem hinir veikustu eru dæmdir til að tapa, þá er það einmitt hans rödd sem heyrist. Með sumum vekur hún huggun og gefur styrk og kraft til að lifa af erfiða tíma, með öðrum vekur hún ótta og stundum iðrun. Vídalín stendur ekki á hliðarlínunni, hann tekur sér ekki stöðu við hentuga undankomuleið. Hann er episkopus, tilsjónarmaður með hinu heilaga orði þar sem manninum er borgið um tíma og eilífð. Í skjóli hans eiga hinir veikustu og smæstu tryggan bandamann í grimmu samfélagi. Hann heldur áfram: „Komið þér sem erfiðið og þunga eru þjáðir, eg mun endurnæra yður. Komið þér sem sýtið og grátið, eg mun þerra öll tár af yðar augum. Komið þér sem borið hafið mitt sæta ok og mína létta byrði, eg vil yður endurgjalda með eilífri þyngd dýrðarinnar“ (bls. 33).

Vídalín er með fæturna á jörðinni, hann horfir ekki framhjá því ranglæti sem viðgengst í samfélagi sem er ofurselt drepsóttinni – og þeim sem nýta sér hana í eigin þágu – hann er vakandi um hag þeirra sem minna mega sín. Og ekki aðeins þeirra, heldur allra: samfélagið er heltekið af ótta við hinn óþekkta óvin sem gengur um og leggur unga sem aldna í gröfina. Vídalín þekkti þessa sögu af eigin raun. Hlutverk hans er augljóst og eindregið, hann boðar samfélagslegt réttlæti. En einnig vonina í samfélagi þar sem vonleysið hrópar dag hvern til himins og veikir þann veika kjark sem enn lifir með einstaklingum og samfélagi sem berst við ofursterkan og ósýnilegan óvin hinnar skelfilegu drepsóttar. „Komið þér sem reiknaðir eruð fyrir afrak og hreinsun veraldar, eg vil setja yður til borðs með Abraham, Ísak og Jakob. Já, komið, blessuð börn míns föður og eignist það ríkið sem yður er fyrirbúið frá upphafi veraldar“ (bls. 33). Einnig hér er Vídalín með fæturna á jörðinni. Hann þekkti sjálfur sorgina sem lagðist yfir land og þjóð með hinum óboðna gesti. En hann þekkti einnig og ekki síður þann endurnýjandi kraft og þá lífgefandi von sem háum sem lágum hlotnaðist í trúnni. Aðeins í þessu samspili dauðans og vonarinnar á sögulegum örlagatímum er aðdáun þjóðarinnar á Vídalínspostillu skiljanleg. Þess vegna var hinni þungu bók með hinn stóra boðskap valinn heiðursstaður á hverju heimili.


B+  13

Ævisaga Jóns Vídalíns Á þessu ári er 300 ára ártíð Jóns Vídalíns og hefur Skálholtsútgáfan af því tilefni gefið út veglegt tveggja binda verk um ævi og ritstörf biskupsins að tilhlutan Kirkjuráðs. Saman eru bindin 1400 blaðsíður og yfir 60 myndir prýða bækurnar. Formála að fyrra bindi skrifar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Agnes M. Sigurðardóttir biskup að síðara bindi. Í ævisögunni kemur m.a. fram að biskupstíð Jóns hafi verið honum örðug um margt, einkum vegna yfirgangs veraldlegra embættismanna og deilna við þá, en þessa sögu rekur höfundur bókarinnar, dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, skilmerkilega og leitar víða fanga í heimildir. Sem biskup var Jón í senn strangur og mildur en ljóst er af rannsókn bókarhöfundar að hann hefur ekki alltaf fengið að njóta sannmælis. Það sem birtist í fyrsta sinn á prenti í hinu nýja ritsafni er predikanir Jóns yfir Faðir vor, þýðing hans á Hebreabréfinu og skýringar hans við það, og að lokum mörg bréfa hans. Þá er þar að finna Kristindómskverið og Miðvikudagspredikanirnar sem voru næstum jafnvinsælar og Vídalínspostilla en hafa á síðari árum gleymst að mestu. Óhætt er að segja að útgáfa á verkum Jóns hafi verið löngu tímabær.

Bænabókin í nýrri útgáfu

B

Ef einhver bók á góða samleið með Biblíunni er það Bænabókin.

ænabókin eftir Karl Sigur­ björnsson biskup kom fyrst út árið 2006 en hún hefur verið uppseld um nokkurt skeið. Karl hefur nú endurskoðað útgáfuna, aukið hana og bætt. Ritningartextar hafa verið færðir til samræmis við útgáfu Biblíunnar 2007 og bænir og textar víða lagfærðir. Auk þess hefur verið bætt við bænum, einstaka hafa fallið úr, aðrar styttar, málfar fært nær talmáli, svo sem hvað varðar notkun fleirtölunnar vér/ þér. „Allt vona ég að þetta sé til bóta,“ segir Karl í tilefni endurútgáfunnar. B+ vill vekja athygli á nýju útgáfunni, en ef einhver bók á góða samleið með Biblíunni er það Bænabókin. Bókin er hugsuð sem förunautur á vegi bænar og trúarlífs, leiðsögn í bænalífi, leiðbeiningar um það hvernig dýpka má og þroska trúarlíf sitt. Hún gefur margvíslegar leiðbeiningar og geymir mikinn fjölda bæna, gamalla og nýrra, úr ýmsum áttum, allt frá fyrstu tíð kristninnar til okkar daga. „Bæn er trúnaðarsamtal við Guð,“ segir Karl. „Við megum tala við hann um allt sem okkur liggur á hjarta.

Mikilvægt er að minnast þess að bænin er líf, andans andardráttur, en ekki reglur og form eða aðferðir til að virkja máttarvöldin. Ritaðar bænir eru eins og handtak til stuðnings, leiðbeiningar, hjálpar og hughreystingar. Stundum þurfum við slíkt handtak, stundum ekki.“ Við samantekt Bænabókarinnar hefur Karl víða leitað fanga, ekki síst í íslenskum trúararfi. „Ég hef um langt árabil safnað bænum og versum og fólk hefur gaukað að mér einu og öðru í þeim efnum. Uppruni bænanna er tilgreindur þar sem því er við komið. Mikilvægt er að muna að í bæninni tökum við undir bænir systkina í trúnni og njótum reynslu þeirra. Í hinni almennu kirkju eiga allar kynslóðir sína rödd og leggja sitt af mörkum. Bæn og tilbeiðsla kirkjunnar er sameign hennar,“ segir Karl. Bókin er undurfalleg en hönnuðir hennar eru myndlistarkonurnar Björg Vilhjálmsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir. „Þær viðtökur sem Bænabókin hefur hlotið hafa glatt mig óumræðilega,“ segir Karl. „Ég þakka Guði fyrir það og þau öll sem leitast við að feta veg bænalífsins í önn sem yndi daganna.“


14  B+

En heimsbyggðin mun mettast af þekkingu á dýrð Drottins eins og vatnið fyllir höfin. Habakkuk 2.14


B+  15


16  B+

250 ár frá fæðingu Alberts Thorvaldsens Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, í hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík 15. nóvember 2020

Þ

að á hvergi betur við en hér í Dómkirkjunni að heiðra minningu myndhöggvarans Alberts Thorvaldsens. Hér er varðveitt sú gersemi, skírnarfontur úr fegursta marmara, sem hann gaf „Íslandi, ættarlandi sínu“. Þannig orðaði hann sjálfur tileinkun á latínu sem höggvin er í fontinn. Ræktarsemi Thorvaldsens verður seint fullþökkuð. Tengsl listamannsins við kirkju og trú voru frá upphafi til enda veruleg. Foreldrar hans voru bæði börn djákna og mörg þekktustu listaverk Thorvaldsens eru trúarlegs eðlis. Móðir hans, Karen Dagnes, var frá vestasta hluta Danmerkur, Jótlandi, en faðir Thorvaldsens, Íslendingurinn Gottskálk Þorvaldsson, var fæddur að Reynistað í Skagafirði. Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og síðar forseti Íslands benti á að listhneigðar hafi mjög gætt hjá ættmennum Gottskálks, hinum íslensku forfeðrum myndhöggvarans. Er þar meðal annarra nefndur til sögu Guðbrandur Þorláksson, biskup á Hólum, sem móðir Gottskálks, Guðrún Ásgrímsdóttir, föðuramma Thorvaldsens, var komin af. En Guðbrandur biskup tók sjálfur þátt í

„Tengsl listamannsins við kirkju og trú voru frá upphafi til enda veruleg.“

að myndskreyta Biblíuna sem hann gaf út árið 1584, þá fyrstu á íslensku. Margt skýtur þannig stoðum undir þá fullyrðingu að listræn æð Thorvaldsens sé runnin frá hinum íslensku ættmennum hans. Og vitað er að myndlist kynntist hann fyrst í gegnum föður sinn. Sú snilld sem hann sýndi í teikningu strax í bernsku fleytti honum aðeins 11 ára gömlum inn í Listaakademíuna í Kaupmannahöfn sem líka var iðnskóli. Þar var honum veitt sú staðgóða undirstöðumenntun í listinni sem leiddi hann til Rómar, miðstöðvar lista og menningar á hans tíð. Og þar varð frægð hans til, viðurkenningin á honum sem fremsta myndhöggvara Evrópu. Í starfi mínu á sviði menntamála og lista er markmiðið stöðugt að reyna að bæta skilyrðin til að sinna þessum mikilvægu þáttum í lífi landsmanna. Og sem betur fer verður okkur ágengt í mörgu. Umskiptin sem orðið hafa frá fyrri tíð eru mikil. Saga Gottskálks, föður myndhöggvarans sem við heiðrum á þessu ári, leiðir hugann að aðstæðum í þjóðfélagi okkar á hans tíma, 18. öldinni og fram á þá 19. Ekki aðeins til að hljóta háskólamenntun, heldur líka til að stunda listnám eða öðlast iðnmenntun, var þá vænlegast, oft eini kosturinn, að leita til Kaupmannahafnar, höfuðborgarinnar í ríki Danakonungs; ríkisins sem við svo lengi vorum hluti af, uns við á 20. öldinni heimtum á ný fullt sjálfstæði. Gottskálk var ekki nema 16 ára, þegar hann fór til Kaupmannahafnar að læra tréskurð árið 1757. Með sama skipi fóru út tvö eldri systkini hans, Ari til að læra silfursmíði, og systir þeirra, Ólöf, sem sneri fljótlega heim aftur. Áður höfðu þeir bræðurnir unnið með föður sínum, Þorvaldi Gottskálkssyni, að því að reisa nýja kirkju að Miklabæ í Skagafirði;


B+  17


þar var Þorvaldur djákni þá orðinn prestur. Kirkjan var torfkirkja að þeirra tíma hætti. En einstaklega vandað tréverk hennar vakti athygli og er talið að sú kirkja hafi lengi verið fyrirmynd kirkjusmiða. Svo mikla áherslu lagði séra Þorvaldur á velferð barna sinna að hann sendi þau öll til Kaupmannahafnar til að mennta sig. Gekk hann mjög nærri sér fjárhagslega til að þetta mætti verða, en hann hafði líka varið verulegu fé til kirkjusmíðinnar. Móðir þeirra systkina var látin fyrir rúmum áratug. Þorvaldur prestur sjálfur lést fimm árum síðar (1762), án þess að sjá syni sína aftur. Gottskálk og Ari störfuðu við myndskurð og silfursmíði í Danmörku alla ævi. Sú áhersla, þær fórnir, sem séra Þorvaldur færði til þess að búa börn sín sem best undir lífið með staðgóðri menntun, minna okkur á – og eru okkur hvatning til – að hlynna vel að menntun þeirrar uppvaxandi kynslóðar sem okkur er trúað fyrir. Listirnar, hverskonar skapandi greinar, sem auðga svo ríkulega mannlífið — og vekja sífellt með ungum og hinum eldri gleði í huga og hjarta — verðum við einnig að hafa í hávegum. Dvöl Thorvaldsens í Róm stóð í 40 ár. Ásamt Ítalanum Antonio Canova hóf hann höggmyndalistina til nýs vegs. Hann rak stórar vinnustofur með tugum listamanna og listnema sem vildu njóta leiðsagnar hans. Listaverk hans dreifðust um álfuna og vestur um haf — og vöktu hvarvetna aðdáun. Mörg þekktustu verka Thorvaldsens eru, eins og ég nefndi í upphafi, tengd trú og kirkju. Skírnarfonturinn góði hér í kirkjunni, gjöf Thorvaldsens, er eitt þeirra. Hann sýnir á framhlið Jóhannes skíra Jesú í ánni Jórdan; á vinstri hlið Maríu með þá Jesú og Jóhannes á unga aldri; á hægri hlið er Jesús að blessa börnin; og á bakhlið eru þrír englar yfir tileinkun Thorvaldsens til „ættarlandsins Íslands“ höggvinni í marmarann. Fonturinn ber ártalið 1827 og kom til Íslands árið 1839. Var fyrsta barnið skírt í höfuðið á gefandanum. Í dómkirkju Kaupmannahafnar, Frúarkirkjunni, er hin fræga Kristsmynd Thorvaldsens. Þar eru líka styttur

Hér má sjá skírnarfontinn sem Thorvaldsen gaf „ættjörð sinni í ræktar skyni“ og varðveittur er í Dómkirkjunni í Reykjavík. Talið frá vinstri: Thor Aspelund, sr. Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sr. Sveinn Valgeirsson. Mynd: Laufey Böðvarsdóttir.

hans af öllum postulunum og Skírnar­ engillinn, annar skírnarfontur, þar sem engill heldur framréttum höndum á hörpuskel fyrir skírnarskál. Skírnarfontur þeirrar gerðar úr marmara er einnig í Akureyrarkirkju, gjöf frá kaupmannshjónunum Ryel. Ég get ekki stillt mig um að skjóta því hér inn í, til marks um tíðarandann — og þá jafnframt framfarirnar sem orðið hafa síðan — að ferðasaga Jóhönnu í Sunnanpóstinum 1838 hefur verið talin fyrsta ritgerð eftir íslenska konu sem birtist hérlendis á prenti. Nafns hennar er hins vegar hvergi getið. Ritgerðin er aðeins sögð vera „bréf frá íslenskum „quennmanni“ í Róm frá í janúar 1827“! Þegar horft er á hin heillandi verk Thorvaldsens, Kristsmyndina og postulana, kallar það fram í hugann,

hve sá boðskapur sem þeir fluttu hefur öldum saman haft mikilvæg jákvæð áhrif í íslensku þjóðlífi. Ekki síst þegar á móti hefur blásið. Örvað kærleika, þolgæði, sanngirni, heiðarleika, umburðarlyndi og trúfesti, svo nokkuð sé nefnt. Öll eru hin kristnu gildi til þess fallin að bæta samskipti okkar mannfólksins. Þau fela í sér eiginleika sem við þurfum á að halda, til að geta notið lífsins vel. Gleðjumst nú öll í aðdraganda 250 ára afmælis myndhöggvarans Alberts Thorvaldsens yfir því að hafa átt, ásamt Dönum, svo frábæran listamann. Við gleðjumst yfir því sem hann áorkaði og yfir þeirri ræktarsemi sem hann sýndi Íslandi. Og ekki þykir okkur minna til hans koma fyrir það sem sagt er, að hann hafi aldrei ofmetnast og umgengist alla jafnt.


B+  19

Af vettvangi starfsins

A

Glæsileg sjónvarps­auglýsing og ­kynningarherferð

Stórsókn Biblíu­félagsins lýst á aðalfundi

ðalfundur Hins íslenska biblíufélags var haldinn í Lindakirkju fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir verkefni liðins starfsárs. Mikil ánægja ríkti á fundinum, enda unnið að mörgum spennandi verkefnum á liðnu ári og mörg fleiri verkefni í deiglunni. Séra Grétar Halldór Gunnarsson formaður framkvæmdanefndar flutti skýrslu stjórnar þar sem eftirfarandi kom m.a. fram: „Á liðnu starfsári hefur Hið íslenska biblíufélag lagt áherslu á tvennt. Annars vegar hefur Biblíufélagið lagt áherslu á að gera Biblíuna aðgengilega á nýjum miðlum með góðum árangri. Hins vegar hefur félagið undirbúið mikla sókn í að gera félagið fjárhagslega sjálfstætt og treysta fjárhagslegar undirstöður þess. Þannig gerði Biblíufélagið hljóðritun Nýja testamentisins aðgengilega á Biblían.is, Biblíuappi YouVersion og á Storytel. Einnig voru Davíðssálmarnir hljóðritaðir og er um þessar mundir verið að leggja lokahönd á frágang þeirra. Þá opnaði Biblíufélagið Instagram-síðu þar sem ritningarvers og annað efni birtist daglega og Youtube-síðu þar sem ýmislegt efni frá Biblíufélaginu er gert aðgengilegt svo sem falleg myndgerð við alla kafla Markúsarguðspjalls.“ Séra Guðni Már Harðarson fór yfir reikninga félagsins, en mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhag þess á liðnum árum og gat Guðni þess sérstak-

lega að félagið hefði á liðnu ári staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gagnvart Sameinuðu biblíufélögunum, en á undanförnum árum hafa Biblíufélög hinna Norðurlandanna, sér í lagi Noregs, tekið að sér að greiða framlag Íslands. Í lokaorðum skýrslu stjórnar má finna þessi hvetjandi orð: „Biblíufélagið er á skemmtilegu skriði. Það er að nýta sér mörg tækifæri og mæta ýmsum áskorunum sem samfélagsbreytingar bjóða upp á og krefjast. Guðs orð og Biblíufélagið er nú sýnilegt með nýjum hætti, í krafti samfélagsmiðla, snjallsíma, auglýsingaherferðar og úthringiátaks. Á sama tíma styrkist fjárhagur félagsins þrátt fyrir miklar fjárfestingar í áðurnefndum sóknar­ átökum. Og víst er að framtíðarvon er til þess að sá hagur vænkist enn frekar á misserunum framundan. Hið íslenska biblíufélag er kannski elsta félag landsins en með því er ferskur kraftur sem Guð gefur og nýjar aðstæður hafa kallað fram.“ Stjórn Hins íslenska biblíufélags skipa eftir fundinn auk forseta félagsins, Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands: Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur; Fjalar Freyr Einarsson, kennari, aga- og uppeldisráðgjafi; Grétar Halldór Gunnarsson, prestur; Guðni Már Harðarson, prestur; Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri; Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur; Kristján Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri; Sveinn Valgeirsson, prestur.

Stjórn hins íslenska biblíu­félags sá þörf til að gera kynningar­ myndband sem gæti minnt á sístætt og endurnýjað erindi Biblíufélagsins í samtímanum. Upprunlega stóð vilji til þess að hægt væri að nota slíkt myndband í kynningum í kirkjum og söfnuðum. Eftir forvinnu var Þorleifur Einarsson ráðinn til þess verks að taka upp og leikstýra kynningarmyndbandinu. Í vinnunni sem fram fór í kjölfarið kom í ljós að myndbandið hefði meiri kynningarmöguleika en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir! Kynningarmyndbandið gæti orðið flaggskip auglýsingaátaks sem væri ætlað að minna á mikilvægi Biblíunnar, vekja athygli á sókn hennar inn á nýja miðla og bjóða fólki að gerast bakhjarlar Biblíunnar á Íslandi með því að styðja félagið. Kynningarmyndbandið varð að auglýsingu sem minnir á upprunalegt markmið Biblíufélagsins, en sýnir á sama tíma hvernig félagið mætir áskorunum nýrra tíma. Auglýsingunni lýkur með sannfærandi hvatningu til allra um að taka þátt. Hafa margir lýst yfir ánægju með auglýsinguna og er stjórn Biblíufélagsins afar stolt af henni. Auglýsingin var frumsýnd á Facebook og kostuð þar svo hún birtist í tölvum og símum fjölda Íslendinga sem fóru inn á samfélagsmiðilinn. Þá voru kostaðar auglýsingar á RÚV á bestu tímum á páskadag, hjá Sjónvarpi Símans og hjá sjónvarpsstöðinni Hringbraut á dögunum og vikunum eftir páska. Hægt var að fá gífurlega góð auglýsingatilboð á tímum fyrstu bylgju covid19 og á sama tíma var áhorf geysilega mikið í samkomubanninu. Viðbrögðin við frumsýningu myndbandsins voru svo sterk að aðsókn var meiri en svo að vefsíða Biblíufélagsins réði við. Skilaði auglýsingin sömuleiðis nýjum félagsmönnum og fjárhagslegum bakhjörlum.


20  B+

Af vettvangi starfsins

H

Davíðssálmar hljóðritaðir

ið íslenska biblíufélag var vart fyrr búið að gera hljóðritanir Nýja testamentisins aðgengilegar en að ákveðið var að byrja á textum Gamla testamentisins. Fyrsta bók Gamla testamentisins til að vera hljóðrituð er Sálmarnir, oft betur þekktir sem „Davíðssálmarnir“ eða „Saltarinn“. Það ætti engan að undra enda eru Davíðssálmarnir svo gjarnan prentaðir með Nýja testamentinu. Þeir hafa enda verið bænabók manna um aldir og mótað bænamál kynslóðanna. Fá bókmenntaverk ef nokkur hafa verið

Biblíufélagið á Instagram og Youtube Á vordögum 2019 setti Halldór Elías Guðmundsson upp Instagram-reikning og Youtube-rás fyrir Biblíufélagið. Er hvort tveggja mikilvægur liður í að koma Biblíunni og Biblíufélaginu á framfæri á nýjum miðlum. Á Instagram birtast reglulega myndskreytt Biblíuvers líkt og á Facebook. Á Youtube er safnað saman ýmsu efni frá Biblíufélaginu sem gæti komið að gagni. Þar er t.d. að finna auglýsingar Biblíufélags sem sýndar voru í sjónvarpi og auk þess myndgerðir fyrir alla kafla Markúsarguðspjalls.

meira lesin og mætti leiða að því líkur að best þekkti bókmenntatexti Biblíunnar, og þar með veraldarsögunnar, sé 23. Davíðssálmur. Þessi góðkunni sálmur og aðrir voru lesnir inn af Guðjóni Davíð Karlssyni (Góa) leikara. Eru lestrarnir fluttir af mikilli fagmennsku eins og einnig var þegar Guðjón Davíð las inn Markúsarguðspjall. Til verksins fékk Hið íslenska biblíufélag veglegan styrk frá Hallgrímssókn, veittur í minningu dr. Sigurðar Pálssonar prests í Hallgrímskirkju og fyrrum starfsmanns Biblíufélagsins. Sigurður lést árið 2019 og var mikill unnandi Davíðssálma og var hljóðritunin unnin í hans minningu. En aðrir vinir Davíðssálmanna létu ekki sitt eftir liggja og tryggðu hljóðritunina með óeigingjörnum einstaklingsgjöfum. Það var Hljóðbók.is sem annaðist upptökur og er þegar hægt að hlusta á Davíðssálma á Biblían.is og á Biblíuappi YouVersion.

Vinsældir Biblíu­ appsins vaxa Í upphafi árs 2018 var íslenska Biblíuþýðingin frá 2007 gerð aðgengileg í snjallforrit YouVersion. Síðan þá hafa meira en 15.000 notendur sótt íslenska Biblíutextann. Á árinu 2019 bættust við 2.100 nýir íslenskir notendur, að jafnaði um 6 á dag. Samanlagt lásu íslenskir notendur 48.000 kafla í Biblíunni árið 2019. Mikil aukning hefur verið á fjölda Biblíuversa sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum. Frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020 hefur 4.385 Biblíuversum verið deilt á samfélagsmiðlum miðað við 2.946 versum sem deilt var á sama tímabili árið á undan. Sýnileiki Biblíunnar á samfélagsmiðlum heldur áfram að aukast við þetta.

Áhrifamikil myndgerð við Markúsar­ guðspjall Hið íslenska biblíufélag hefur átt í góðu samstarfi við bandarísku samtökin Faith Comes By Hearing (FCBH) um skemmtilegt verkefni. Sneri verkefnið að því að setja saman hljóðritun Markúsarguðspalls á íslensku og fallega kvikmyndagerð sem FCBH gerði við sama guðspjall. Myndin er fallega unnin í alla staði og gerir hlustun guðspjallsins mjög ríkulega. Efni sem þetta getur hjálpað skjákynslóðinni að halda sig við að halda einbeitingunni þegar kemur að því að lesa í Orðinu. Þá hefur efnið þegar komið að góðum notum á fordæmalausum tímum. Þegar fermingarfræðsla hefur fallið niður vegna samkomutakmarkana á tímum covid19 hafa margar kirkjur hvatt fermingarbörnin til að nota umrædd myndbönd og svara síðan spurningum um efnið. Voru margir íslenskir fermingarfræðarar efninu fegnir enda enginn hægðarleikur að útbúa gott fjarkennsluefni með stuttum fyrirvara. Vinsældir myndgerðarinnar sjást á því að á fyrstu 6 mánuðum birtingar hafa fleiri en 1.500 manns horft og hlustað á fyrsta kafla Markúsarguðspjalls. Þau sem hafa áhuga geta auðveldlega nálgast efnið á Youtube-rás Hins íslenska biblíufélags.


B+  21

Vel heppnuð söfnun Bakhjarla

Breytingar á starfsmanna­haldi Breytingar hafa orðið á starfsmannamálum Biblíufélagsins. Guðmundur Brynjólfsson er þannig ekki framkvæmdastjóri félagsins í hálfri stöðu lengur. Stjórn Biblíufélagsins sá að verkefni félagsins voru orðin svo fjölbreytt að það þurfti fjölbreyttan hóp fólks til að vinna þau. Var sú ákvörðun tekin af stjórn félagsins að breyta starfsmannamálum Biblíufélagsins á þann veg að ráða einstaklinga til sérstakra verkefna, enda þarf Biblíufélagið mikla sérhæfða þjónustu. Á liðnum mánuðum hefur Hið íslenska biblíufélag ráðið nokkra einstaklinga í einstök verkefni. Pétur Ragnarsson útbjó félagaog styrktaraðilakerfi, Auður Gylfadóttir var ráðin til úthring-

inga til að safna bakhjörlum, Halldór Elías Guðmundsson til að sjá um erlend samskipti, heimasíðu og fleiri tæknimál, Einar Aron Fjalarsson til að sjá um ýmsa hluti tengda Facebook og Biblíuappinu, Þorleifur Einarsson til að sjá um myndband, fyrirtækið Hljóðbók.is til að sjá um upptökur, Guðjón Davíð Karlsson og Kristján Franklín Magnúss til að sjá um lestur á textum Biblíunnar, Þorgils Hlynur Þorbergsson til að skrifa greinar fyrir heimasíðu, Brynjólfur Ólason til að sjá um hönnun og umbrot prentefnis og Emil Hreiðar Björnsson til að sjá um valda grafíska hönnun. Hér er það helsta nefnt en alls ekki allt upp talið.

Í tengslum við kynningarherferð Biblíufélagsins fyrr á árinu var ákveðið að opna fyrir nýja leið til að styðja við Biblíufélagið umfram félagsgjöld. Sú leið kallast Bakhjarlar Biblíufélagsins. Þar getur fólk skráð sig til að greiða félaginu 1000 krónur eða meira á mánuði til að styðja verkefni þess. Auður Gylfadóttir var ráðin til verkefnisins en hún er vön slíkri vinnu frá SOS-barnaþorpum. Hringt var í alla félagsmenn og samtals buðu fleiri en 400 Biblíuvinir sig fram til að vera bakhjarlar og styrkja nú Biblíufélagið mánaðarlega. Þetta hefur gjörbreytt stöðu Biblíufélagsins og styrkt það til muna í sókn þess inn á nýja miðla og í öðrum spennandi verkefnum.

Vefur í örum vexti Vefur Biblíufélagsins, biblian.is, fékk ríflega 22 þúsund gesti á liðnu ári og kom hver og einn að jafnaði tæplega fjórum sinnum í heimsókn. Það gerir að jafnaði um 230 heimsóknir á dag sem er veruleg aukning frá fyrra ári en þá voru að jafnaði 100 heimsóknir á dag. Engin breyting hefur þó orðið á notkun á Biblíuleitarvélinni milli ára sem er notuð daglega fyrir 60–70 leitir.

Orð Guðs fyrir hvern dag

Lykilorð færa þér texta úr Biblíunni, vers fyrir hvern einasta dag, því við vitum að Guð vill tala til þín. • Kilja – þú færð hana í næstu bókabúð • Rafbók – hún fæst hjá helstu efnisveitum • Hljóðvarp – það má heyra það víða • Samfélagsmiðlar – við deilum og tístum Fylgdu okkur eftir, hlustaðu, lestu! lykilord.is postur@lykilord.is sími 864 8790


Hvernig liggur landið í heimi Biblíuþýðinga?

1½ milljarður manna hefur ekki aðgang að Biblíunni á eigin tungumáli

Meira en helmingur tungumála heims er Biblíulaus

246 milljónir manna geta ekki lesið neina ritningartexta á móðurmáli sínu

Biblían er til á 692 tungumálum sem

5,6 milljarðar manna tala

Biblían er aðeins til á 40 táknmálum af rúmlega 400

Á ritmáli blindra og sjónskertra (Braille) er Biblían einungis aðgengileg á 45 ólíkum málum


B+  23

Biblíuþýðingar

Þrotlaust erfiði, brennandi áhugi Á bak við hverja Biblíuþýðingu er margra ára fórnfúst starf karla og kvenna úr ólíkum starfsstéttum.

B

iblíuþýðing er vandasamt, tímafrekt og kostnaðarsamt verk. Á bak við hverja Biblíuþýðingu er margra ára fórnfúst starf karla og kvenna um heim allan og úr öllum starfsstéttum: kirkjufólk, þýðendur, biblíufræðingar, gjafmildir stuðningsmenn að ógleymdum fyrirbiðjendum um víða veröld. Margir biblíuþýðendur vinna á afskekktum stöðum og þurfa að takast á við ýmsar áskoranir, eins og t.d. reglubundið rafmagnsleysi. Sumir þeirra búa í löndum þar sem það er beinlínis hættulegt að vera kristinn og þurfa því að fara huldu höfði og taka mikla áhættu. Þrátt fyrir þessar áskoranir eru biblíuþýðendur afar staðfastir í sínu starfi, oftast er um að ræða hugsjónafólk sem er staðráðið í því að gera orð Guðs aðgengilegt sínu heimafólki. Nú geta þeir sem mæla á Bura-tunguna í Nígeríu lesið alla Biblíuna á móðurmáli sínu, þökk sé staðfestu þýðingateymisins sem lauk störfum undir stöðugri ógn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Til marks um hversu erfiðar þær aðstæður allar hafa verið var verkefnastjórinn myrtur sama ár og Buraþýðingin kom út, 2014, og eldur borinn að þýðingarmiðstöðinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

FR A

Hringrás Biblíunnar í starfi félaganna

O

Ð

TR Ú

Þýðingar

Fr

ðsla lei

IK

Sa

I

mfé

la g s áb yr

D

G

I

n

re

ðu

i fi

Bo

UGLE

Persónulegur og menningarlegur ávinningur

ng

a

am

VERÐ

Þjón us t

MB

„Kirkjurnar sem Boko Haram-hryðjuverkasamtökin brutu niður hafa nú verið endurreistar,“ segir talsmaður Biblíufélagsins í Nígeríu, Benjamin Mordi. „Þökk sé Bura-þýðingunni, þá vex nú kirkjan og birtu bregður yfir þennan heimshluta.“ Í Venesúela reyna þýðingarteymi að vinna sitt starf í skugga djúprar efnahagslægðar og stjórnmálakreppu sem hefur nánast komið þjóðinni á kné. Upptökubúnaði þeirra var stolið þrisvar árið 2018 og ófriður hefur valdið því að ekki hefur tekist að þjálfa nýja þýðendur til starfa. Það bitnar á Pemonverkefninu svokallaða sem nýverið var hleypt af stokkunum og felur í sér að þýða Nýja testamentið. „Þeir þýðendur sem fyrir eru halda áfram að vinna sína vinnu við erfiðar aðstæður vegna þess að þeir eru staðráðnir í því að veita samfélaginu aðgang að orði Guðs,“ segir Javier Chacón, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins í Venesúela. Biðjum fyrir öllum sem vinna að því að gera bók bókanna aðgengilega í sínu nærsamfélagi, að Guð sé þeim nærri, blessi þá og búi þeim viðunandi starfsaðstöðu. Biðjum sérstaklega fyrir þeim þýðendum Biblíunnar sem leggja á sig ómælt erfiði langt umfram það sem skylt er og starfa við lífshættuleg skilyrði.

N GE

Sameinuðu biblíufélögin (United Bible Societies) starfa í yfir 240 löndum og landsvæðum um allan heim. Myndritið sýnir vel hversu starf félaganna er fjölbreytt. Félögin reyna í fyrsta lagi að tryggja framboð Biblíunnar með því að sinna þýðingarstarfi á heimavelli og framleiða Biblíur og annað lesefni sem tengist ritningunni. Þá reyna þau að tryggja aðgengi að Biblíunni með því að standa að lestrarkennslu og skuldbinda sig til að dreifa bókum á staðnum. Þá er ónefndur boðunarþátturinn sem félögin sinna vítt og breitt um heiminn og þjónustan sem þau inna af hendi, sums staðar jafnvel á sviði velferðar og heilsugæslu. Með því að gerast félagi í Hinu íslenska biblíufélagi leggur þú þessu fjölbreytta starfi lið — og það kemur mörgum afar vel.


24  B+

Biblían er baklandið

Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur hefur verið iðinn við kolann en á rúmum 20 árum hefur hann sent frá sér 11 ljóðabækur og 3 bænabækur þar sem heilög ritning kemur allmikið við sögu.

Y

ngsta bók Sigurbjörns, Faðmlög, kom út fyrr á þessu ári en sú elsta, Vef mig vængjum þínum, er 23 ára. Sigurbjörn talar um bækurnar eins og afkvæmi sín. „Allar standa þær saman og hafa veitt mér mikla gleði og uppörvun. Enda þykir líklega fáum eins vænt um þær og mér sjálfum. Aðeins eitt líf varð tvítug í upphafi árs, Lífið heldur áfram 18 ára fyrr á árinu og því algjörlega sjálfráða. Sítenging er 14 ára og því nýfermd.“ Viðtökur hafa borið langsamlega af eftirvænting­unni sem Sigurbjörn gerði sér í upphafi rithöfundarferilsins. Útbreiðslan hefur einnig farið fram úr öllu sem hann hefði getað búist við

miðað við að hann gefur bækurnar út sjálfur. Dr. Bjarni Karlsson, sem starfaði lengi með Sigurbirni í Laugarneskirkju, segir að bækurnar séu býsna útbreiddar. „Ég veit ekki hve víða ég hef komið í hús og séð bækur hans liggjandi í hillum og á náttborðum. Það væri fróðleg félagsleg rannsókn að vita hvar hann er mest lesinn. Og nú þegar við höfum covid býður hann Faðmlag!“ Biblían skipar virðingarsess í bókum Sigurbjörns en hann sækir efniviðinn ekki síst til hennar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Sigurbjörn var framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á árunum 1998–2000, framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins 1986–1998, forseti fé-


B+  25

Trú Veistu að sjálfur höfundur og fullkomnari lífsins hefur trú á þér.

lagsins 2001–2004 og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju 2000–2010 og jafnframt meðhjálpari. Hann starfaði sem forstöðumaður í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi part úr sumrum 1989–2004 og aftur 2011. „Það gaf mér mjög mikið“, segir Sigurbjörn, „en þar sá ég daglega um svokallaða biblíulestra og að kenna drengjunum að fletta upp í Nýja testamentinu.“ Sigurbjörn hefur einnig leitt guðsþjónustur í Fríkirkjunni við Tjörnina í Reykjavík í afleysingum frá árinu 2013. „Ég hef sagt frá útbreiðslu Biblíunnar og Nýja testamentisins á vegum Gídeonfélagsins í prédikunum í kirkjum landsins frá árinu 1987 líklega í yfir 150 skipti. Auk þess að flytja ljóð, prédikanir, erindi og ræður af öðru tilefni í kirkjum landsins og víðar yfir 400 sinnum þar sem Biblían er baklandið.“ Sigurbjörn yrkir ekki á ábúðarmikinn hátt, ljóðin eru á alveg vægðarlausan mælikvarða eins skýr og altæk og framast verður á kosið. Sigurbjörn segir hið háleitasta með ótrúlega einföldum orðum. En efni ljóðanna er ekki að því skapi vanhugsað sem það er á ljósu og skýru máli. Ljóðin eiga sér miklu dýpri merkingu. Ljóðmælandinn reynir að stjaka við lesandanum, reita hann til umhugsunar, brýna hann til viðnáms svo að hann greini á milli sannra og falsaðra gæða lífsins. Ekki er alltaf auðgreint í milli hvort um bæn eða ljóð sé að ræða en það er síst til lýta. B+ birtir hér fjögur ljóð upp úr bókum Sigurbjörns. Það stóð reyndar til að gera í blaðinu í fyrra en fórst fyrir. „Bækurnar biðja fyrir hlýjar friðar- og kærleiks­k veðjur til ykkar allra hvar sem þið kunnið að vera stödd í ævinnar glímu,“ segir ljóðahöfundurinn að skilnaði en panta má bækurnar beint frá honum með því að senda honum tölvupóst á netfangið sigurbjorn.thorkelsson@gmail.com eða hringja í farsíma hans: 863-0488. Sumar bókanna eru einnig til sölu í bókaverslunum.

Jafnvel þótt þú hafir ekki trú á honum. Lifi lífið, 2017

Smitandi kærleikur Málið er að þiggja kærleikann, meðtaka hann af þakklæti og lifa honum. Með því að finna honum farveg, koma honum áfram svo fleiri fái notið hans. Kærleikurinn er tær, hann er heill, honum fylgir sannleikur og frelsi, umhyggja og umburðarlyndi, von og traust, ábyrgð og agi. Sítenging, 2006

Loforð Þér var aldrei lofuð auðveld ævi. Það eina sem öruggt var þegar þú fékkst dagsbirtuna í augun var að fyrr eða síðar myndu augu þín bresta og hjarta þitt hætta að slá. Það eina sem þér var lofað var eilíf samfylgd af höfundi og fullkomnara lífsins. Sjáðu með hjartanu, 2013

Von Þegar þú ferð að heiman vonastu til að koma aftur heim. Þegar þú ferð að sofa vonastu til að vakna aftur. Þegar síminn hringir og þú svarar áttu von á að heyra rödd í símanum. Þegar þú leggur fé í banka vonastu til að ávaxta það og geta tekið það aftur út. Þegar þú kaupir hús, vonarðu að það haldi vindi og vatni. Þegar þú kaupir bíl vonastu til að hann komi þér á milli staða án þess að bila. Þegar klukkan er eitt máttu eiga von á því að klukkustund síðar verði hún tvö. Þannig vonarðu að tíminn haldi áfram og að þú sért ekki stöðugt að upplifa þitt síðasta. Vonin og kvíðinn togast á. Vonin vekur bjartsýni, þrek og þor, en kvíðinn dregur úr þér og vekur ótta. Barn sem leikur sér þarf á von að halda. Ungt fólk sem fetar sig til sjálfstæðis þarf á von að halda. Ástfangið fólk þarf á von að halda. Öll hjónabönd þurfa á von að halda. Uppalendur þurfa á von að halda. Syrgjendur þurfa á von að halda. Ef þú tapar voninni er fátt eftir. Höldum því í vonina, verum vonarneistar, „vonistar.“ Svalt, 2007


26  B+

Mynd: Jared Wong


Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. Jóhannesarguðspjall 6.63

B+  27


Biblían var það fyrsta sem Lewis skyggndist eftir þegar hún kom að húsrústunum. Mynd: Shutterstock.

Bókin sem stóð af sér fellibylinn Fjölskyldu-Biblía Peggy og Harry í Kansas­fylki fannst óskemmd innan um brakið í húsrústum þeirra.

H

ið víðkunna og vinsæla tímarit Reader’s Digest birtir iðulega frásagnir af óvæntum viðburðum í lífi fólks víðsvegar um heim. Ein þeirra fjallar um hjónin Peggy Lewis og Harris Lee í bænum Eureka í Kansasfylki í Bandaríkjunum. Í júní 2018 sátu þau á heimili sínu í ró og næði og fylgdust með trjánum í garðinum sveiflast til í vaxandi vindi. Skyndilega kvað við mikill brestur og allt í kringum þau sáldruðust glerbrot úr mölbrotnum gluggum hússins. Þakið sviptist af og veggirnir hrundu. Fellibylur hafði skollið á og æddi um með meira en 240 km hraða. Það þurfti hóp nágranna til þess að ná hjónunum út úr brakinu og koma þeim á

sjúkrahús. „Ég hélt að þetta væri okkar síðasta“, sagði Lewis, 58 ára. En þegar hjónin gátu snúið til baka þremur dögum eftir hryllinginn var ljóst að ekki lægi annað fyrir en rífa niður afganginn af húsinu. Áður en það gerðist vildi Lewis vita hvort hún gæti ekki fundið einn hlut — Fjölskyldu-Biblíuna. Lewis hafði keypt hana 35 árum fyrr í upphafi hjónabandsins. Eins og svo margir hafði hún geymt í henni sitthvað sem snerti sögu fjölskyldunnar, ljósmyndir, minningargreinar um ástvini, vasaklút langalangömmu sinnar, lokk

úr hári dóttur sinnar, meira að segja afklippu af klúti sem frændi hennar hafði komið með úr Kóreustríðinu. Biblían var það fyrsta sem Lewis skyggndist eftir þegar hún kom að húsrústunum. Bókin var ekki á kommóðunni í svefnherberginu, þar sem hún hafði síðast skilið við hana. Satt að segja var hvorki að finna tangur né tetur af húsgagninu sjálfu. Ekkert nema þykku marmaraplötuna sem verið hafði ofan á kommóðunni. Tveir góðviljaðir grannar gengu í lið með þeim hjónum að grafa í rústunum. Og Lewis sagði við þau: „Það sem ég vil umfram allt að þið reynið að finna er Biblían mín.“ Eftir að hafa streðað í klukkutíma kom annar granninn þjótandi til hennar. Tárin streymdu niður kinnar henni og hún var með bók í höndunum. Þessi unga kona hafði fundið Biblíuna innan um allt brakið. Bókin hafði kastast u.þ.b. þrjá metra frá staðnum þar sem kommóðan stóð. Þó að margar af bókum heimilisins væru illa tættar og nánast ónýtar í rústunum var Fjölskyldu-Biblían ósködduð. Og það þótt líka hefði rignt. „Ég missti alla stjórn á mér,“ sagði Lewis. „Ég hélt hún væri að eilífu glötuð. Þetta var kraftaverk.“ Fáeinar af þeim minjum sem varðveittar höfðu verið í Biblíunni vantaði. En jafnvel þær komu líka í leitirnar smám saman. Nokkrum dögum síðar fundu nágrannar eina af minningargreinunum í námunda við húsrústirnar. Það voru liðnar tvær vikur, þá kom nágranni með aðra úrklippu. „Ég varð steinhissa,“ sagði Lewis. Lewis og fjölskylda hennar fengu að gista hjá vinafólki meðan þau voru að koma undir sig fótunum aftur. En Biblían komst þegar í stað á sinn heiðurssess á svefnherbergiskommóðu Lewis í húsi vinanna. Lewis var ljóst að í góðum bókum mætti lesa um illviðri og hvernig hægt væri að bjargast úr þeim, en að Biblían hennar hefði beinlínis staðið af sér fellibyl.


B+  29

Iðrun og afturhvarf Hvað er það?

Kristján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup, segir að höfuðdagurinn sé ekki aðeins til þess fallinn að hugleiða iðrunina, heldur sé hann minningardagur allra sem misst hafa höfuð sitt og líf vegna sannleikans og vegna trúarinnar.

ú er verið að endurskoða lestraskrár fyrir kirkjuárið, þar sem tekið er tillit til þess að Biblíuþekkingu hrakar í landinu og í kirkjunni. Það leiðir af sér þá kröfu að fleiri kaflar heilagrar ritningar heyrast á samkomum safnaðanna og í öllu kirkjustarfi og að kirkjan nýti vel alla sína minningardaga — einnig höfuðdaginn. Halda mætti að Jóhannes skírari væri ekki í miklu uppáhaldi í okkar kirkjusöfnuðum. Helsta hátíð Jóhannesar, sjálf Jónsmessan, 24. júní, er nokkurn veginn týnd og höfuðdagurinn, 29. ágúst, er næstum öllum gleymdur, nema helst þeim sem ólust upp við það í sveitinni að þurrka allt hey. Tenging milli Jóhannesar og veðurfarsins var samt óljós. Á óþurrkasumri lifði maður í voninni um að það stytti upp um höfuðdag. Höfuðdagur er viku eftir að hundadagar enda, 23. ágúst, og stundum rigndi hundadagana alla. Kannski eru hundadagar líka gleymdir. Og líka Egedius, sem er 1. september. Því ef enn væri rigning á höfuðdag var von um uppstyttu á Egedius. Þetta á ekki að vera hugleiðing um veðurfar. En í gamla daga hefði það ekki komið á óvart eftir bjarta og þurra tíð á hundadögum, að þegar þeir enduðu færi að rigna. Og svo segði maður kannski af biturri reynslu: Það birtir ekki upp fyrr en fer að frysta! Allt eru þetta að mestu týnd fræði, enda kannski merkingarlaus í nútímasamhengi. En höfuðdagurinn er meira en veðraskil. Þess vegna er hann haldinn hátíðlegur víða um heim. Ég myndi óska þess að Þjóðkirkjan héldi í höfuðdaginn í kirkjulegu og trúarlegu samhengi. Höfuðdagurinn er dagurinn til að minnast Jóhannesar skírara og þess sérstaklega að hann missti höfuðið vegna sannleikans. Hins óþægilega sannleika. Jóhannes skírari fær orðið í kirkjunni fyrst og fremst þegar nær dregur jólum. Á þriðja og fjórða

sunnudegi í aðventu. Það er vegna sannleikans sem borinn verður í heiminn og vegna undirbúningsins fyrir að mæta honum. Það er jafnframt vegna spurningarinnar um það hvort það er enn þannig í þessum heimi að einhverjir missa höfuðið og líf sitt vegna þess sannleika. Jóhannes predikaði iðrun og afturhvarf. Og hann var fyrirrennarinn. Hann var sá sem ruddi brautina fyrir Krist. Til þess að taka á móti Kristi í trú þarf undirbúning með iðrun. Allt líf og starf Jóhannesar sem ritningin greinir frá einkennist af því. Ekki er ólíklegt að predikun um iðrun og afturhvarf síðustu dagana fyrir jólin sé fágæt. Jafnvel mætti búast við því að predikari iðrunar og afturhvarfs gæti væri púaður niður fyrir að spilla tilhlökkuninni, jólaspenningnum og þeim ytri siðum sem hafa tekið yfir í jólaundirbúningnum. Líka þess vegna þurfum við að hugleiða boðskap Jóhannesar á höfuðdaginn, svona löngu fyrir jól. Hvað táknar það að Jóhannes predikaði iðrun og afturhvarf og skírði iðrunarskírn í ánni Jórdan, meira að segja frænda sinn, Jesú? Iðrun merkir ekki aðeins að ég sé eftir því sem ég gerði eða sagði og að mig langar að bæta fyrir það. Iðrun er ekki aðeins gagnvart öðrum, heldur einnig sjálfum sér. Nánast eins og að horfa í spegil. Ég horfi í spegilinn og sé hver ég er. Við látum okkur ekki nægja að horfa á hið ytra, við horfum innar, alveg óhrædd við að takast á við það sem þar sést. Iðrun og afturhvarf minnir á söguna um týnda soninn sem sá sig um hönd og sneri aftur heim þótt hann hefði í raun fyrirgert rétti sínum til þess. Hann kafaði í djúp sinnar eigin persónu og hann beygði ekki af leið þó að hann mætti orðum og gjörðum sem hann skammaðist sín fyrir og sá að voru röng. Það er vegna þess að krafturinn og kjarkurinn sem lætur mann þora að horfast í augu við mistök sín og yfirsjónir nægir til þess að vilja bæta fyrir það og


30  B+

„Ég get sjálfur verið minn eigin skuldunautur sem ég fyrirgef ekki.“ nægir til að þora að segja: fyrirgefðu, þegar það á við, og: ég skal ekki gera þetta aftur, ég vil bæta fyrir þetta. Viltu fyrirgefa mér? Þorir þú að treysta því að ég meini það sem ég segi í alvöru? Þorir þú að treysta því að ég geri þetta ekki aftur? Hvenær þori ég að horfast í augu við sjálfa/n mig, og ekki bara það sem ég veit að ég hef gert vel og get glaðst yfir, heldur líka hitt sem ég gerði ekki vel og sé eftir? Kannski þori ég aldrei? Kannski gerist það ekki nema þegar ég er tilneydd/ur vegna einhverra ytri aðstæðna. Jóhannes sagði: Ég er kominn til að greiða honum leið. Honum, Jesú Kristi, sem er Drottinn og frelsari. Og með þeim hætti verður Jóhannes að fyrirmynd okkar allra sem viljum greiða frelsaranum Jesú Kristi leið. Vilji hans á að verða meiri og sterkari í lífi mínu en minn eigin vilji. Og ég þarf að vera alveg einlægur þegar ég mæti honum. Hann er ljósið sem skín í myrkrinu, og þegar ég mæti honum verður bjart í mér öllum, nema ég reyni að halda einhverju í skugganum. Get ég það? Já, ég get það. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Ég get sjálfur verið minn eigin skuldunautur sem ég fyrirgef ekki. Það getur búið til horn í mér sem áfram eru dimm þótt annars verði bjart. Hvað geri ég þá? Ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesú minn. Þetta er fyrsta áhersla höfuðdagsins. Iðrunin. Iðrun er orð sem er næstum því týnt í okkar nýjustu Biblíuþýðingu. Það er mjög miður. Þar sem áður í eldri þýðingum hét iðrun heitir nú sinnaskipti. Að mínum skilningi nær orðið sinnaskipti ekki merkingunni. Það er ekki ætlun mín að draga í efa þekkingu nefndarinnar sem gekk frá nýjustu þýðingu Biblíunnar á íslensku.

Það er ótvírætt og alveg rétt að gríska orðið metanoia getur merkt sinnaskipti eða bara einfaldlega það að skipta um skoðun. Íslensk nútímamálsorðabók Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur dæmi um orðið sinnaskipti með eftirfarandi hætti: Sinnaskipti no hk ft. ORÐHLUTAR: sinna-skipti það að breyta gagngert um afstöðu. DÆMI: „hún fagnaði sinnaskiptum flokksins í náttúru­verndarmálum.“ Taka sinnaskiptum. Skipta algjörlega um skoðun. Sama heimild segir svo um orðið iðrun: Það að iðrast e-s, sjá eftir e-u. DÆMI: „hann hefur framið mörg afbrot en sýnir þó enga iðrun.“ Ég hlýt að álykta að þýðingarnefndin hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að nota ekki iðrunarmerkinguna í orðinu metanoia. Það er mjög miður og ég sé ekki betur en að það sé alveg á skjön við biblíuþýðingar systurkirknanna. Mér þykir til dæmis notalegt að lesa eftirfarandi: „The repentance (metanoia) called for throughout the Bible is a summons to a personal, absolute and ultimate unconditional surrender to God as Sovereign. Though it includes sorrow and regret, it is more than that. … In repenting, one makes a complete change of direction (180° turn) toward God.“ Ritningin segir um postulana: Þeir lögðu af stað og predikuðu að menn skyldu gjöra iðrun. Önnur áherslan í boðskap Jóhannesar er iðrun og réttlæti. Hvernig eigum við að kljást við morgundaginn ef við svíkjum okkur um að ljúka deginum í dag og gær? Hvernig getum við tekist á við framtíðina ef fortíðin er óuppgerð? Það er iðrun í reynd. Við í okkar lútersku þjóðkirkju berum með okkur iðrun vegna Jóns biskups Arasonar og sona hans Björns og Ara. Og líka vegna Daða í Snóksdal sem braut á þeim kirkju-

grið í kirkjunni að Sauðafelli. Þar með var kirkjufriðurinn eyðilagður. Það er réttlætismál að minnast þessa og iðrast þess. Lúkas segir um predikun Jóhannesar: „Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“ Með mörgu öðru hvatti hann fólk og flutti því fagnaðarboðin“ (Lúk 3.15–18). Jóhannes áminnti. Það var hluti þess að flytja fagnaðarboðin, sem ekki var öllum fagnaðarefni. Þess vegna missti hann höfuðið. Aðeins þannig var hægt að stöðva tunguna sem talaði sannleikann. Heródías kona Heródesar fjórðungsstjóra var í raun kona bróður hans. Þess vegna predikaði Jóhannes gegn þeim. Þetta er hórdómur, sagði hann, og brot á sjötta boðorðinu. Guðspjallið segir að Heródesi hafi sjálfum líkað vel við Jóhannes og að hann hafi gjarnan hlustað á hann þótt hann þyrði ekki annað en að varpa honum í fangelsi. Heródías vildi ganga lengra og taka hann af lífi, til að þagga niður í honum, sem og varð með þeim hætti sem guðspjallið lýsir. Í stað iðrunar og réttlætis kom morð. Að láta drepa andstæðinga sína, til þess að þagga niður í þeim er aðferð sem allar kynslóðir grípa til. Að drepa beinlínis er þó ekki alltaf raunin, það getur nægt að eyðileggja mannorð og orðspor. Hvenær á að segja sannleikann? Höfuðdagur er ekki aðeins til þess fallinn að hugleiða iðrunina og efla hana


B+  31

Mynd: Árni Svanur Daníelsson

í sjálfum sér, heldur er hann minningardagur allra þeirra sem hafa misst höfuð sitt og líf vegna sannleikans og vegna trúarinnar. Alltof sjaldan er þess minnst hvernig kristið fólk er ofsótt og myrt í heiminum vegna trúarinnar. Í fimmtíu löndum þessa heims sérstaklega með markvissum hætti. Lengst er gengið í Norður-Kóreu, Súdan, Pakistan, Afganistan og Sómalíu. Fyrir fjórum árum var tala hinna ofsóttu og burtreknu og myrtu komin yfir 100 milljónir á heimsvísu. Engin trúarbrögð eru ofsótt í sama mæli. Sannarlega eru margir aðrir en kristnir ofsóttir fyrir trú

sína. Sannarlega má segja margar ljótar sögur – líka af vondum verkum kristinna manna. En við megum ekki una því að þess vegna megi bara ekki tala um það hvernig kristninni er markvisst úrýmt á mörgum stöðum. Jafnvel 2000 ára gömul hefð og saga er þurrkuð út. Við þekkjum alltof mörg dæmi þess þegar kristnir einstaklingar og fjölskyldur falla fyrir hendi morðingja vegna þess að þau vilja ekki afneita Jesú Kristi og taka upp aðra trú. Og ennfremur: Þó að oft sé erfitt að greina hvað er satt og rétt í fréttamiðlun samtímans, hafi maður ekki sjálfur verið á staðnum, virðist það þó vera þannig að í

flóttamannabúðum heimsins séu það hin kristnu sem oftast verða fyrir árásum, barsmíðum og limlestingum. Sannarlega eigum við að taka á móti fólki á flótta vegna þess að það eru systur okkar og bræður sem hafa hrakist burt frá heimkynnum sínum, óháð öllu öðru en því að þau eru á flótta. En er það rétt að telja það mismunun ef við veitum þeim sem leita til okkar vegna þess að þau eru kristin sérstakt brautargengi innan safnaðanna? Við erum kölluð til þess að bera vitni um sannleikann. Sannleikann finnum við ekki nema í, með og hjá Jesú Kristi. Þess vegna verðum við líka að vera vakandi yfir því að þeim fækkar meðal okkar sem vilja ryðja þeim sannleika braut, og á sama tíma fjölgar þeim sem vilja ryðja þeim sannleika burt. Hér eru ekki átök og ofsóknir, Guði sé lof, en samt mun með friðsamari hætti en alveg jafnmarkvisst kristnin hrekjast burt hér á Íslandi nema við spyrnum við fótum. Hvenær á að segja sannleikann? Er það hættulegt? Hið mikla starf Jóhannesar skírara, fyrirrennarans og brautryðjandans sem boðaði komu Drottins Jesú Krists og benti á hann — „sjá Guðs lambið sem ber burt synd heimsins“ — endaði með því að hann var leiddur til slátrunar. Hann sem kallaði fólkið að ánni Jórdan og skírði það iðrunarskírn svo það mætti taka upp nýja stefnu í lífinu, halda boðorðin og ganga á Guðs vegum. Það voru sannarlega líka sinnaskipti og jafnvel 180 gráðu stefnubreyting — í því skyni að taka á móti Jesú Kristi sem sagði: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið“ (Lúk 12.32). „Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þið þrenging. En verið hughraust. Ég hef sigrað heiminn“ (Jóh 16.33).


grátt

LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Um helgar 11–16 | www.forlagid.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.