Bíó Paradís er fyrsta og eina listræna kvikmyndahús Íslands og er staðsett í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Við sýnum nýjustu listrænu kvikmyndirnar alls staðar að úr heiminum, en einnig klassískar myndir, „költ“ myndir og svo auðvitað íslenskar myndir. Við sköpum hlýtt og notalegt umhverfi fyrir kvikmyndaunnendur af öllu tagi í þremur sýningarsölum og á huggulega barnum okkar þar sem hægt er að láta fara vel um sig milli sýninga og gæða sér á fjölbreyttum veitingum.
Einnig er bara hægt að koma og tylla sér í drykki og spjall. Við erum sjálfseignarstofnun sem rekin er af fagfélögum kvikmyndafólks á Íslandi.
Hverfisgata 54
101 Reykjavík
/bioparadis
Austurstræti
Lækjargata
Sími 412 7711
midasala@bioparadis.is
Nánari dagskrá á bioparadis.is
@bioparadis @bioparadis
Bíó Paradís Laugavegur
Laugavegur
Heimili íslensku kvikmyndanna
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís
Bíó Paradís er sjálfseignarstofnun í eigu kvikmyndagerðarfólks sem hefur að markmiði að efla kvikmyndamenningu og fræðslu á Íslandi. Áður en Bíó Paradís kom til sögunnar var ekki til kvikmyndahús sem sýndi flóruna í íslenskri kvikmyndagerð; það var enginn vett vangur fyrir íslenskar heimildarmyndir, stuttmyndir, tilraunamyndir og íslenska kvikmyndaarfinn.
Bíó Paradís breytti landslaginu í kvikmyndamenningu á Íslandi og í fjórtán ár hefur húsið verið mikilvægur áfangastaður fyrir alþjóðlegar verðlaunakvikmyndir, kvikmyndahátíðir og íslenskar kvikmyndir.
Á þessum árum hefur íslensk kvikmyndagerð vaxið hratt og orðið fjölbreyttari. Við sjáum oftar kvikmyndir um og eftir konur, hinsegin fólk og innflytjendur. Einnig hafa íslenskar kvikmyndir notið fleiri alþjóðlegra viðurkenninga en nokkru sinni og við höfum upplifað íslenskt kvikmyndasumar. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að framlög til Kvikmyndasjóðs verði skorin niður um tæpan helming m.v. árið 2021. Þessi tillaga færir íslenska kvikmyndagerð áratugi aftur í tímann. Íslensk kvikmyndagerð hefur sannað sig sem arðbær fjárfesting þar sem hver króna sem sett er í framleiðslu skilar sér margfalt til baka. Þetta er því ekki bara léleg menningarstefna – þetta er líka slæm efnahagsstefna.
Með íslenskri kvikmyndagerð stuðlum við að eflingu tungumálsins, endurspeglum samtímann, styrkjum þjóðarvitundina og auðgum menningar og atvinnulíf. Er það ekki einmitt það sem við ættum að gera kröfu um að stjórnvöld standi fyrir?
Bíó Paradís nýtur stuðnings
Paradís á tilboði
Fastagestir í Paradís
Árskort í Paradís veitir endalausan aðgang að öllum almennum sýningum í Bíó Paradís og korthafi fær 10% afslátt á Bíóbar.
Klippikortið er ótrúlega hagkvæm leið til að kaupa bíómiða og fá afslátt á Bíóbarnum.
39.990 kr. Árskort
Aðeins 3.333 krónur á mánuði!
Gjafakort og gjafamiðar
Klippikort
9.990 kr.
6 miðar á ótrúlegu verði!
Gjafakortin eru snilldarleið til að splæsa í bíó og með því. Sætt gjafakort kostar 6.500 kr. og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og gosi. Létt gjafakort kostar 8.500 kr. og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og bjór eða vínglasi. Og fyrir hátíðarnar má ekki gleyma jólagjafamiðunum vinsælu, sem skreyta pakkann og bjóða í bíó um leið.
Til:
Frá:
Gleðilega hátíð!
ÞETTA KORT ER LÍKA BÍÓMIÐI Í
Skráðu þig í bíóklúbb Paradísar og tryggðu þér nýjustu fréttir, boð á frumsýningar, ásamt reglulegum tilboðum á bíómiðum og afslátt á Bíóbarnum.
Kynntu þér fjölbreytta möguleika á bioparadis.is
BÍÓTEKIÐ er heiti yfir reglulegar kvikmyndasýningar á vegum Kvikmyndasafns Íslands sem haldnar eru í samstarfi við Bíó Paradís . Sýndar verða valdar íslenskar og erlendar kvikmyndir einn sunnudag í hverjum mánuði, frá september 2024 fram í apríl 2025. Boðið verður upp á sérstaka viðburði, fræðslu og spjall í tengslum við þær kvikmyndir sem til sýninga verða.
Picnic at Hang-
Salka Valka
The Kid 1921 Victim 1961 Gesetze der Liebe Lögmál ástarinnar
Frumsýningar haustsins
Elskuleg Elskling
Drama | Lilja Ingólfsdóttir | 2024 | Noregur
Helga Guren, Oddgeir Thune, Elisabeth Sand 104 mín. Norska Íslenskur texti
María á í erfiðleikum með að takast á við krefjandi feril, heimilishald og umönnun fjögurra barna. Seinni maðurinn hennar, Sigmund, er frjálsari við og ferðast mikið. Einn daginn rífast þau heiftarlega og þá breytist allt. Fyrsta mynd norsk/íslensku leikstýrunnar Lilju Ingólfsdóttur.
Óvæntar kenndir
Sex
Drama, rómantík | Dag Johan Haugerud | 2024 | Noregur
Thorbjørn Harr, Jan Gunnar Røise, Siri Forberg, Birgitte Larse 125 mín. Norska Íslenskur texti
Látlaust samtal tveggja sótara tekur óvænta stefnu þegar annar þeirra játar að hafa átt kynmök við ókunnugan karlmann, á vinnutíma. Þetta er fyrsta myndin í hörku þríleik úr smiðju Dag Johan Haugerud, sem var frumsýnd á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2024. Myndin hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2024.
Renate Reinsve, Anders Danielsen Lie, Bjørn Sundquist, Bahar Pars 97 mín. Norska Íslenskur texti
Á heitum sumardegi í Ósló lenda þrjár fjölskyldur í óvissuástandi þegar látnir ástvinir þeirra snúa aftur. Hver eru þau núna og hvað vilja þau? Eftir höfunda Let the Right one In með Renate Reinsve (Versta manneskja í heimi ) í aðalhlutverki.
Stúlkan með nálina
The Girl with the Needle
Drama | Magnus von Horn | 2024 | Danmörk, Pólland, Svíþjóð
Trine Dyrholm, Vic Carmen Sonne, Besir Zeciri, Anna Terpiłowska 115 mín. Danska Íslenskur texti
Líf hinnar ungu Karoline (Vic Carmen Sonne), sem vinnur í verksmiðju rétt eftir síðari heimsstyrjöld, tekur dramatíska stefnu þegar hún heyrir af dularfullri konu (Trine Dyrholm) sem er þekkt fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Þessi óhugnanlega saga, lauslega byggð á raunverulegum atburðum, opnar dyr að heimi leyndarmála og örvæntingar.
Jean-Pascal Zadi, Mathieu Demy, Laetitia Dosch, François Damiens 83 mín. Franska Íslenskur texti
Stórskemmtileg og bráðfyndin saga um ungan lögfræðing sem sérhæfir sig í að verja dýr. Hún tekur að sér vonlaust mál, að verja hund sem á sér engar málsbætur. Myndin vann Palm Dog, sérleg hundaverðlaun á kvikmyndahátíðinni Cannes 2024!
Lærlingurinn
The Apprentice
Drama, Saga | Ali Abassi | 2024 | Kanada, Danmörk, Írland Sebastian Stan, Jeremy Strong, Maria Bakalova 120 mín. Enska Íslenskur texti
Sagan af því hvernig Donald Trump hóf fasteignaviðskipti sín á áttunda og níunda áratugnum í New York með hjálparhönd hins alræmda lögfræðings Roy Cohn. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes 2024 þar sem hún keppti um Gullpálmann.
Herbergið við hliðina
The Room Next Door
Drama | Pedro Almodóvar | 2024 | Spánn, Bandaríkin
Julianne Moore, Tilda Swinton, John Turturro, Alessandro Nivola 110 mín. Enska Íslenskur texti
Erfitt samband Mörthu við móður sína rofnar algjörlega þegar misskilningur rekur þær í sundur. Sameiginleg vinkona þeirra Ingrid sér báðar hliðar deilunnar. Nýjasta mynd Pedro Almodóvar með þeim Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, en hún hlaut Gullna Ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2024.
Hygge!
Drama, Grínmynd | Dagur Kári | 2023 | Danmörk Sofie Torp, Jesper Groth, Joachim Fjelstrup, Andrea Heick Gadeberg 100 mín. Danska Íslenskur texti
Þetta er fyndnasta matarboð sem þú hefur farið í! Leggið símana á borðið og deilið öllu með gestunum! Um er að ræða danska útgáfu af ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti, líkt og Villibráð var íslenska útgáfan af sama verki. Dagur Kári (Nói Albinói, Fúsi, The Good Heart) leikstýrir, en myndin hefur slegið í gegn í dönskum kvikmyndahúsum.
Armand
Drama | Halfdan Ullmann Tøndel | 2024 | Noregur Renate Reinsve, Ellen Dorrit Petersen, Øystein Røger, Loke Nikolaisen 117 mín. Norska Íslenskur texti
Armand er sex ára strákur sem er ásakaður um að hafa farið yfir mörk besta vinar síns í grunnskóla. Með Renate Reinsve í aðalhlutverki (Versta manneskja í heimi ) en myndin var valin besta frumraunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2024.
Kobieta Z...
Woman Of …
Drama | Michał Englert, Małgorzata Szumowska | 2024 | Pólland, Svíþjóð Mateusz Więcławek, Małgorzata Hajewska-Krzysztofik, Joanna Kulig 132 mín. Pólska Íslenskur texti
Hjartnæm pólsk kvikmynd um líf transkonu sem spannar 45 ár, við fáum við að fylgjast með ferðalagi hjartans á raunsannan og ljóðrænan hátt. Myndin er úr smiðju höfundana Michał Englert og Małgorzata Szumowska sem þekkt eru fyrir kvikmyndir á borð við Mug og Never Gonna Snow Again
Heimsveldið
The Empire
Sci-Fi, Grínmynd, Drama | Bruno Dumont | 2024 | Frakkland, Ítalía Lyna Khoudri, Brandon Vlieghe, Camille Cottin, Anamaria Vartolomei 110 mín. Franska Íslenskur texti
Við strandlengju í hljóðlátum bæ í Norður Frakklandi fæðist mjög sérstakt barn. En eftir komu þess þá breytist allt þar sem það leysir úr læðingi baráttu góðra og illra afla ... Stórkostlega furðuleg mynd úr smiðju Bruno Dumont, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!
Minningar snigils Memoir of a Snail
Teiknimynd, Drama | Adam Elliot | 2024 | Ástralía
Dominique Pinon, Nick Cave, Sarah Snook, Eric Bana, Jacki Weaver 94 mín. Enska Íslenskur texti
Tregafullt ferðalag konu að nafni Grace, sem safnar sniglum, rómantískum skáldsögum og naggrísum. Stórkostleg leirmynd (Claymotion) úr smiðju höfunda Mary and Max með þungavigtarröddum á borð við Sarah Snook, Nick Cave og Eric Bana.
Um aldamótin grasseraði graffítí um alla Reykjavík. Tjáningarform sem graffarar álíta list en yfirvöld skemmdarverk. En í undirgöngunum við Klambratún réð Jói ríkjum. Opinber starfsmaður sem hafði eigin sýn á málefnið.
The Day Iceland Stood Still
Heimildarmynd | Pamela Hogan, Hrafnhildur Gunnarsdóttir | 2024 | Ísland
70 mín. Enska og íslenska Íslenskur texti Þegar 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf á kvennafrídeginum 1975 lagði það hornsteininn að einum stórkostlegustu þjóðfélagsbreytingum sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum.
Temporary Shelter
Heimildarmynd | Anastasiia Bortuali | 2024 | Ísland 93 mín. Úkraínska og rússneska Enskur texti
Úkraínska kvikmyndagerðarkonan Anastasiia Bortuali fékk hæli á Íslandi og segir sögu samlanda sinna sem eins er komið fyrir.
Halla Har
Heimildarmynd | Lára Zulima Ómarsdóttir | 2024 | Ísland
70 mín. Íslenska og þýska Enskur texti
Halla Har – brautryðjandi er heimildarmynd eftir Láru Zulima Ómarsdóttur og fjallar um ævi listakonunnar Höllu Haralds
dóttur sem með ótrúlegri útsjónarsemi sameinaði húsmæðrahlutverkið og listamannsferil á tímum þegar konur voru ekki metnar að verðleikum.
Ævintýri í Paradís
Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík
verður haldin í ellefta sinn dagana 26. október til 3. nóvember í Bíó Paradís.
Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður í Reykjavík og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Þema hátíðarinnar er teiknimyndir.
Nánar á bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid-2024
Kisi Flow
Teiknimynd, ævintýri, fjölskyldumynd | Gints Zilbalodis | 2024 | Lettland, Belgía, Frakkland 84 mín. Ekkert tal
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð finnur hann skjól á báti með allskonar dýrum og upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli. Töfrandi teiknimynd þar sem stórbrotið handbragð fær að njóta sín.
Hugljúfar og dásamlegar sögur, töfrandi ævintýri um norðurslóðir þar sem norðurljósin tindra! Gleði og töfrar jólanna fléttast saman í fimm sögum eftir fimm evrópska kvenleikstjóra! Myndin er talsett á íslensku, það er lítið talað í myndinni en hún hentar yngsta aldurshópnum.
Eysteinn og Salóme fara í ævintýralegt ferðalag til Sarabíu til þess að laga bilaða fiðlu. En þar uppgvöta þau að allar tegundir
tónlistar hafi verið bannaðar í mörg ár! Þau taka höndum saman með vinum sínum og dularfullum grímuklæddum útlaga til þess að koma tónlist og gleði aftur til Bjarnarlands. Myndin hentar yngstu kynslóðinni og er talsett á íslensku.
Einar Áskell
Teiknimynd, Fjölskyldumynd | Tomas Alfredson | 2024 | Svíþjóð 36 mín. Lifandi talsetning á íslensku!
Dásamleg stund í bíó, þar sem við horfum á þrjár myndir í röð: Bittu slaufur, Einar Áskell! Höldum veislu, Einar Áskell! og Útsmoginn Einar Áskell með lifandi talsetningu á íslensku í lestri Þórunnar Lárusdóttur. Sýningin tekur samtals 36 mínútur og er ætluð fyrir yngstu kynslóðina.
Föstudagspartísýningar
Dans og söngur, ástir og örlög, bull, vitleysa og hryllingur.
Myndirnar sem enginn fær nóg af.
Föstudaga (og stundum laugardaga) kl. 21:00!
Django Unchained (2012)
25. október kl 21:00
Beetlejuice (1988)
26. október kl 21:00 Íslenskur texti
Scream (1996)
1. nóvember kl 21:00
Reality Bites (1994)
8. nóvember kl 21:00
Dumb
and Dumber (1994)
15. nóvember kl 21:00
Cry-Baby (1990)
22. nóvember kl 21:00
Planes, Trains and Automobiles (1987)
29. nóvember kl 21:00
Election (1999)
3. nóvember kl.21:00 The Night of the Hunter (1955)
17. nóvember kl.21:00 Sunset Boulevard (1950)
1. desember kl.21:00 Kiss Kiss Bang Bang (2005)
15. desember kl.21:00 Blue Velvet (1986)
29. desember kl.21:00
Jólapartísýningar og fjölskyldubíó
The Holiday (2006)
6. desember kl. 21:00 Íslenskur texti
Home Alone (1984)
Jólafjölskyldusýning 7. desember kl. 14:30 Íslenskur texti
National Lampoons
Christmas Vacation (1989)
7. desember kl. 21:00 Íslenskur texti
Die Hard (1988)
13. desember kl.21:00 Íslenskur texti
Home Alone 2: Escape from New York (1992)
Jólafjölskyldusýning 14. desember kl. 14:30 Íslenskur texti
Love Actually (2003)
14. desember kl.21:00 Íslenskur texti Lethal Weapon (1987)
20. desember kl.21:00 Elf (2003)
23. desember kl.19:00 Íslenskur texti
Edward Scissorhands (1990)
27. desember kl 21:00
Gæðamyndir heim í stofu
Hversu dásamlegt er að sjá allt það besta frá Bíó Paradís á streymisveitu?
Bíó Paradís býður upp á veislu sem færir þér besta arthousestöffið heim í stofu, svo þú getur notið þess með vinum á notalegum bíókvöldum – hvort sem er í sumarbústaðnum eða heima í stofu um land allt!
Dramatískar morðgátur, djúp samtöl í sánaböðum og mannlegasta saga allra tíma um vélmenni! Láttu koma þér á óvart, þú átt það skilið!
Kíktu á úrvalið á heima.bioparadis.is – Sjáumst heima!