H 20 23 Heimili kvikmyndanna Art House Cinema & Café
Haust í Paradís
2
Bíó Paradís er fyrsta og eina listræna kvikmyndahús Íslands og er staðsett í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Við sýnum nýjustu listrænu kvikmyndirnar alls staðar að úr heiminum, en einnig klassískar myndir, „költ“ myndir og svo auðvitað íslenskar myndir. Við sköpum hlýtt og notalegt umhverfi fyrir kvikmyndaunnendur af öllu tagi í þremur sýningarsölum og á huggulega barnum okkar þar sem hægt er að láta fara vel um sig milli sýninga og gæða sér á fjölbreyttum veitingum. Einnig er bara hægt að koma og tylla sér í drykki og spjall. Við erum sjálfseignarstofnun sem rekin er af fagfélögum kvikmyndafólks á Íslandi. Hverfisgata 54
Sími 412 7711
Nánari dagskrá á
101 Reykjavík
midasala@bioparadis.is
bioparadis.is
La
ug
ur
fi s
av
ga
eg
t íg
er
ss
Hv ti
ta
tn
træ
Va
as
r
nk
ur
Bíó Paradís
av
ur
ga
ta
ör
Fr a
t is
t íg
ól
et
as
Gr
kk
Sk
Kla
pp a
Læ
Ba
ígu
ti
rst
ræ
@bioparadis
ga
rst
ar
stu
kj
Au
@bioparadis
ta
/bioparadis
La
Hv
ug
av
er
fi s
eg
ur
ga
ta
ðu st íg ur
D N U T 19 IS – A Ð 17 EG LE . L G K L AG D
2010–2020 Bíó Paradís
Haust 2023
3
Kvikmyndamenning Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís
Heimili kvikmyndanna var stofnað árið 2010 með aðeins tvö mjög skýr markmið – að efla kvikmyndamenningu og kvikmyndafræðslu á Íslandi. En hvað er kvikmyndamenning og hvernig byggjum við hana frá grunni? Fyrsta skrefið var að hefja reglulega ókeypis kennslu í kvikmyndalæsi fyrir börn og unglinga veturinn 2011. Nú 12 árum síðar er fyrsta kynslóð kvikmyndaunnenda sem ólst upp í Bíó Paradís að líta dagsins ljós. Annað skrefið var tekið með því að sýna kvikmyndir hvaðanæva úr heiminum, klassískar kvikmyndir, heimildamyndir og íslenskar kvikmyndir. Síðan 2010 höfum við haldið kvikmyndadaga frá flestum löndum heims, höfum stofnað Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina Stockfish og Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíð. Klassíkin á sér sinn fasta sess á Svörtum Sunnudögum, uppselt er á flestar föstudagspartísýningar í Bíó Paradís vetur hvern og nýjasta viðbótin er Bíótekið í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Þriðja mikilvæga skrefið var útgáfa alþjóðlegra verðlaunakvikmynda. Gestir bíósins geta treyst því að áhrifamestu kvikmyndir samtímans séu alltaf sýndar í Bíó Paradís og fjölbreytileiki þeirra kvikmynda sem Íslendingar hafa aðgang að hefur margfaldast með tilkomu streymisveitunnar Heimabíó Paradís. Ef Bíó Paradís væri einstaklingur, þá væri hann rétt um fermingu. Og síðustu árin hafa allskonar áhugaverðir hlutir gerst. Kvikmyndamenning inniheldur líka skynvænar sýningar, kórabíó, prjónabíó, sjónlýsingar og allskonar nýjar upplifanir í bíó. Ég býð ykkur öll velkomin í Bíó Paradís, þar sem kvikmyndamenningin er lifandi, fersk og rétt að byrja! Bíó Paradís nýtur stuðnings
VELJUM ÍSLENSKT
Bíó Paradís
Haust 2023
5
Paradís á tilboði Fastagestir í Paradís Árskort í Paradís veitir endalausan aðgang að öllum almennum sýningum í Bíó Paradís og korthafi fær 10% afslátt á Bíóbar. Klippikortið er ótrúlega hagkvæm leið til að kaupa bíómiða og fá afslátt á Bíóbarnum.
Árskort
35.990 kr.
Aðeins 2.999 kró
nur á mánuði!
Klippikort
8.990 kr.
6 mið ar á ótrúle
gu verði!
Gjafakort og gjafamiðar Gjafakortin eru snilldarleið til að splæsa í bíó og með því. Sætt gjafakort kostar 6.000 kr. og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og gosi. Létt gjafakort kostar 7.500 kr. og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og bjór eða vínglasi. Og fyrir hátíðarnar má ekki gleyma jólagjafamiðunum vinsælu, sem skreyta pakkann og bjóða í bíó um leið.
Gleðilega hátíð! Til: Frá: ÞETTA KORT ER LÍKA BÍÓMIÐI Í Gildir ekki á íslenskar kvikmyndir og kvikmyndahátíðir
þar sem það er tekið fram
Skráðu þig í bíóklúbb Paradísar og tryggðu þér nýjustu fréttir, boð á frumsýningar, ásamt reglulegum tilboðum á bíómiðum og afslátt á Bíóbarnum. Kynntu þér fjölbreytta möguleika á bioparadis.is
Sensuela 1973
City Lights 1931
Foxtrot 1988
Sansho the Bailiff 1954
Rakkauden risti 1946
Humanity and Paper Balloons 1937
Louisiana Story Robert J. Flaherty 1948
The Ballad of Narayama 1983
Ísland á filmu: Vigfús Sigurgeirsson 1936 – 1975
Aguirre, the Wrath of God 1972
BÍÓTEKIÐ er heiti yfir reglulegar kvikmyndasýningar á vegum Kvikmyndasafns Íslands sem haldnar eru í samstarfi við Bíó Paradís og Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sýndar verða valdar íslenskar og erlendar kvikmyndir einn sunnudag í hverjum mánuði, frá september 2023, fram í apríl 2024. Boðið verður upp á sérstaka viðburði, fræðslu og spjall í tengslum við þær kvikmyndir sem til sýningar verða.
Sjá nánar á kvikmyndasafn.is eða bioparadis.is
Bíó Paradís
Haust 2023
Frumsýningar haustsins
7
14
15
16
17
13
10
12
8
9
11
8
Frumsýning
Óstýrlát Unruly Drama | Malou Reymann | 2023 | Danmörk Emilie Kroyer Koppel, Danica Ćurčić, Lene Maria Christensen 135 mín.
Danska
Íslenskur texti
Myndin er byggð á sönnum atburðum þar sem við fylgjumst með ungri stúlku sem er send gegn vilja sínum á heimili fyrir stúlkur í vanda, þar sem hún er svipt öllum réttindum sínum í Danmörku. Myndin hlaut Dragon Award, aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2023.
Frumsýning
9
Grænu landamærin Green Border Drama | Agnieszka Holland | 2023 | Pólland Jalal Altawil, Behi Djanati Atai, Mohamad Al Rashi 147 mín.
Pólska og önnur tungumál
Íslenskur texti
Sýrlensk flóttafjölskylda, enskukennari frá Afganistan og landamæravörður mætast á landamærum Póllands og HvítaRússlands. Ein áhrifamesta kvikmynd úr smiðju Óskarsverðlaunahafans Agnieszka Holland en myndin hlaut dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2023.
10
Frumsýning
Látum ána flæða Let the River Flow Drama | Ole Giæver | 2023 | Noregur, Finnland Ella Marie Hætta Isaksen, Maria Bock 118 mín.
Norska og samíska
Íslenskur texti
Ester er ungur Sami og sem á við togstreitu að stríða, hvort á hún að standa með sínu fólki eða fela uppruna sinn í norsku samfélagi? Þegar Samar mótmæla áformum um stífluvirkjun á landi sínu þarf Ester að gera upp hug sinn. Myndin hlaut bæði áhorfenda- og gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2023, stærstu kvikmynda hátíð Norðurlanda.
Frumsýning
11
Fallin laufblöð Fallen Leaves Grín, Drama | Aki Kaurismäki | 2023 | Finnland, Þýskaland Alma Pöysti, Jussi Vatanen, Alina Tomnikov 81 mín.
Finnska
Íslenskur texti
Tvær einmana sálir mætast fyrir tilviljun eina örlagaríka nótt í Helsinki. Mun þetta verða fyrsta ástin í lífi beggja? Með þeim Ölmu Pöysti (Tove) og Jussi Vatanen (Óþekkti hermaðurinn) í aðalhlutverkum. Aki Kaurismäki teflir hér fram nýjustu mynd sinni, en hún hlaut dómnefndarverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni 2023.
12
Frumsýning
Krimmarnir The Delinquents Grín, Drama | Rodrigo Moreno | 2023 | Argentína, Brasilía, Síle, Lúxemborg | Daniel Elías, Esteban Bigliardi, Margarita Molfino 180 mín.
Spænska
Íslenskur texti
Hverju viltu stela? Til að endurheimta líf þitt? Tveir vinir sem vinna í banka eru hundleiðir á rútínunni og hversdeginum. Þeir ákveða að fremja glæp! Og þá breytist allt... Stórskemmtileg kvikmynd sem sló í gegn á kvikmyndahátíðinni Cannes 2023, það er alveg á hreinu að þú munt skella upp úr!
Frumsýning
13
Bændurnir The Peasants Teiknimynd, Drama, Saga, Rómans | Dorota Kobiela, Hugh Welchman | 2023 Kamila Urzędowska, Robert Gulaczyk, Mirosław Baka, Sonia Mietielica 166 mín.
Pólska
Íslenskur texti
Við fylgjumst með ungri sveitastúlku sem giftist ríkum manni sem er mikið eldri en hún. Stórmynd, þar sem hver rammi er handmálaður, saga sem byggð er á bók Wladyslaw Reymont sem hlaut Nóbelsverðlaunin. Eftir höfunda Loving Vincent sem sló í gegn í Evrópu.
14
Frumsýning
Fallið er hátt Anatomy of a Fall Glæpir, Drama, Mystería | Justine Triet | 2023 | Frakkland Sandra Hüller, Milo Machado-Graner, Swann Arlaud 150 mín.
Franska, enska, þýska
Íslenskur texti
Dularfull spennumynd sem skartar stórleikkonunni Söndru Hüller (Toni Erdmann) sem leikur þýskan rithöfund sem er ákærð fyrir morð á eiginmanni sínum. En ekki er allt sem sýnist ... Vinningsmynd Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni Cannes 2023.
Frumsýning
15
Skrímslið Monster Drama, Þriller | Hirokazu Kore-eda | 2023 | Japan Sakura Ando, Eita Nagayama, Soya Kurokawa, Hinata Hiiragi 166 mín.
Pólska
Íslenskur texti
Móðir ungs drengs krefst svara frá skólayfirvöldum þegar sonur hennar fer skyndilega að hegða sér undarlega. Nýjasta mynd Hirokazu Kore-eda (Shoplifters) sem fær hárin til að rísa! Myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið á kvikmyndahátíðinni Cannes 2023.
16
Frumsýning
Pólýjól Four Little Adults Drama | Selma Vilhunen | 2023 | Finnland, Frakkland, Svíþjóð Vilhelm Blomgren, Alma Pöysti, Eero Milonoff 122 mín.
Finnska
Íslenskur texti
Miðaldra par ákveður að opna hjónaband sitt eftir að upp kemst um framhjáhald eiginmannsins. Stórkostlega grátbrosleg mynd þar sem fjölkærir einstaklingar eiga um ramman reip að draga með þeim Ölmu Pöysti (Tove) og Eero Milonoff (Border) í aðalhlutverkum en Alma var valin besta leikkonan í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2023.
Frumsýning
17
Smoke Sauna Sisterhood Heimildamynd | Anna Hints | 2023 | Eistland, Frakkland, Ísland 89 mín.
Eistneska
Íslenskur texti
Heimildamynd þar sem fylgst er með konum sem endurheimta styrk sinn í saunaböðum. Þær tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni, leyndarmálum og áhorfandanum finnst líkt og hann sé með. “Stórkostlegt rými, sem skorið er út frá heimi karlmanna, sett fram með ljóðrænum styrkleika”
18
19
Íslenskar heimildamyndir Heimaleikurinn Heimildamynd | Smári Gunnarsson, Logi Sigursveinsson | 2023 | Ísland 79 mín.
Íslenska
Enskur texti
Myndin segir á gamansaman hátt frá tilraun manns til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborg, Hátíð Heimildamynda 2023.
Endurgjöf Heimildamynd | Einar Þór Gunnlaugsson | 2023 | Ísland 90 mín.
Íslenska
Enskur texti
Regluleg kennaraverkföll á Íslandi í nærri fjóra áratugi eru mörgum kynslóðum í fersku minni, daglegt líf um fjórðung þjóðarinnar raskaðist og líf nemenda tók nýja stefnu á meðan þjóðfélagsátök einkenndust af baráttu við efnhagssveiflur. „Endurgjöf“ segir frá kennaraverkfallinu 1995 en rekur einnig sögu verkfalla kennara frá 1977 og áhrif þjóðarsáttar á kjaramálaumræðu.
Hristur og fjaðrafok Heimildamynd | Torfi Þór Runólfsson | 2023 | Ísland 95 mín.
Íslenska
Enskur texti
Burlesque í Reykjavík er, fyrir flesta, furðulegur menningarkimi. Innan hans er enginn spéhræddur, feiminn né hljóðlátur. Fíflagangur er miðlægur en áhrif listformsins á fjöllistafólkið er mótandi til frambúðar. Hristur og fjaðrafok býður áhorfendum í skoðunarferð um þennan heim. Hann er greindur út frá sýn þriggja fjöllistamanna, sem eru stólpar í sinni senu. Af hverju hefur listrænn strípidans með kómísku ívafi teygt anga sína út um alla veröld?
20
Barnakvikmyndahátíð
2023
Tíu ára afmælishátíð! Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í tíunda sinn dagana 28. október til 5. nóvember í Bíó Paradís. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður í Reykjavík og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Nánar á bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid
21
A
RM
YND
A
RM
YND
Teiknimynd, Drama, Tónlist | Pablo Berger | 2023 | Frakkland, Spánn 102 mín.
Ekkert tal
Hundur býr í New York og er einmana. Einn daginn ákveður hann að smíða sér vin, Vélmennið. Óður til New York á níunda áratugnum, bráðfyndin kvikmynd fyrir bæði börn og fullorðna. Ein óvæntasta mynd ársins!
Dansdrottningin Dancing Queen Drama, fjölskyldumynd | Aurora Langaas Gossé | 2023 | Noregur 92 mín.
Norska
Íslenskur texti
Mina er 12 ára. Henni bregður í brún þegar frægur götudansari byrjar í skólanum hennar. Hún ákveður í kjölfarið að taka þátt í áheyrnaprufum fyrir danshóp til þess að ganga í augun á nýja stráknum. Eina vandamálið er að hún kann ekki að dansa! Mynd sem sló í gegn á kvikmyndahátíðinni Berlinale sem vann hug og hjörtu áhorfenda.
Einar Áskell Teiknimynd, Fjölskyldumynd | Tomas Alfredson | 2022 | Svíþjóð 36 mín.
Lifandi talsetning á íslensku!
Einar Áskell er svo skemmtilegur! Á hátíðinni sýnum við Einar Áskel og Manga Leynivin, Góða nótt Einar Áskell og Var það vofa, Einar Áskell? með lifandi talsetningu á íslensku. Sýningin tekur samtals 36 mínútur og er ætluð fyrir yngstu kynslóðina.
NUN
OP
OP
Vélmennadraumar Robot Dreams
NUN
Brot af því besta
22
Föstudagspartísýningar Dans og söngur, ástir og örlög, bull, vitleysa og hryllingur. Myndirnar sem enginn fær nóg af. Föstudaga kl. 21:00!
Purple Rain (1984) 20. október kl 21:00
Beetlejuice (1988) 27. október kl 21:00
Íslenskur texti
Face / Off (1997) 3. nóvember kl 21:00
Idiocracy (2006) 10. nóvember kl 21:00
Jurassic Park - 30 ára! (1993) 17. nóvember kl 21:00
Bad Boys
Íslenskur texti
(1995)
24. nóvember kl 21:00
23
Kung Fu Hustle (2004) 3. september kl.21:00
Enskur texti
17. september kl.21:00
Enskur texti
Solaris (1972) Akira (1988) 1. október kl.21:00
Enskur texti
15. október kl.21:00
Enskur texti
Låt den rätte komma in (2008) The Texas Chain Saw Massacre (1974) 29. október kl.21:00
Paris, Texas (1984) 12. nóvember kl 21:00
Tampopo (1985) 26. nóvember kl 21:00
Enskur texti
Escape from New York (1981) 10. desember kl 21:00
24
Jólapartísýningar og fjölskyldubíó The Holiday (2006) 1. desember kl. 21:00
Íslenskur texti
8. desember kl. 21:00
Íslenskur texti
Gremlins (1984)
Home Alone (1984)
Jólafjölskyldusýning 9. desember kl. 14:30
Íslenskur texti
National Lampoons Christmas Vacation (1989) 15. desember kl. 21:00
Íslenskur texti
Home Alone 2: Escape from New York (1992) Jólafjölskyldusýning 16. desember kl. 14:30
Íslenskur texti
25
The Nightmare Before Christmas (1993) 16. desember kl.21:00
How the Grinch Stole Christmas (2000) 22. desember kl.21:00
Íslenskur texti
It's a Wonderful Life (1946) Jólafjölskyldusýning 26. desember kl.15:00
Die Hard (1988) 26. desember kl.21:00
Íslenskur texti
Batman Returns (1992) 29. desember kl 21:00
N
FI
|
B BU
BL
O
AR |W
SA
IL
O
R
E
ÍS
SE
|O
P
PO
N
EN
DK
FE
M
EÐ
Ö
M
M
U
T
G
|E
|Á
RÐ
M
M
PI
RE
L
|T
HE
ED
G
E
O
F
TH
E
S
D HA
O
W
S
27
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) stendur fyrir sýningum á myndum tilnefndum til kvikmyndaverðlaunanna í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu og sýna allar sex tilnefndu kvikmyndirnar dagana 26. – 30. október 2023.
Á ferð með mömmu (Driving Mum) Leikstjórn: Hilmar Oddsson | Ísland 26. október kl. 19:00 Enskur texti
The Edge of the Shadows (Alanngut Killinganni) Leikstjórn: Malik Kleist | Grænland 27. október kl. 19:00 Enskur texti
War Sailor (Krigsseileren) Leikstjórn: Gunnar Vikene | Noregur 28. október kl. 19:00 Enskur texti
Bubble (Kupla)
Leikstjórn: Aleksi Salmenperä | Finnland 29. október kl. 19:00 Enskur texti
Opponent (Motståndaren) Leikstjórn: Milad Alami | Svíþjóð 30. október kl. 19:00 Enskur texti
Empire (Viften)
Leikstjórn: Frederikke Aspöck | Danmörk 30. október kl. 21:20 Enskur texti
Internetið námsmenn Hraðasta netið Ótakmarkað gagnamagn Bíópassi í Laugarásbíó út skólaárið
frá 7.500 kr.
hringdu.is 537 7000
Heimabíó
Paradís
29
Gæðamyndir frá Bíó Paradís heima í stofu Hversu notalegt er það að geta leigt úrval gæðakvikmynda frá Bíó Paradís heima í stofu? Við fögnum því einnig að geta boðið upp á hlaðborð kvikmyndamenningar með íslenskum texta til landsbyggðarinnar, komdu þér vel fyrir - við sjáum um rest! Kynntu þér málið á heima.bioparadis.is Sjáumst heima!
30
Bíó Paradís
Gleðjumst í Paradís Bíó Paradís er frábær kostur fyrir hópa við ýmis skemmtileg tilefni! Endurnýjaður og ennþá flottari Bíóbar býður upp á frábæra veitingasölu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ný sýningartjöld í öllum sölum ásamt fullkomnum Barco 4K Laser myndvarpa og öflugu nýju hljóðkerfi í sal 1 tryggja framúrskarandi mynd- og hljóðgæði.
Barnaafmæli
Ýmislegt í boði og geysivinsæl leið til þess að halda afmælisveislu fyrir barnið þitt!
Gæsa- & steggjapartí - starfsmannagleði
Ert þú að skipuleggja eitthvað tryllt partí? Nú eða koma skrif-
stofunni í góðan gír og hrista saman hópinn á einstökum vinnustaðahittingi? Hafðu samband!
Kvikmyndasýningar & ráðstefnur/fundir
Vilt þú leigja sal fyrir kvikmyndaverkefnið þitt? Stuttmyndir, heimildamyndir, myndir í fullri lengd – það er ekkert of stórt, eða smátt! Ráðstefnur, námskeið og fræðsluviðburðir, við tökum vel á móti ykkur! Nánar á bioparadis.is/salaleigur - sendu okkur fyrirspurn á salarleiga@bioparadis.is
KEMUR KONFEKTIÐ ÞÉR TIL ÚTLANDA?
Nældu þér í kassa af gómsætu Nóa konfekti og þú gætir unnið draumaferð með Icelandair að verðmæti 400.000 kr. Taktu mynd af kvittuninni og skráðu þig til leiks inni á noi.is. Dregið verður úr innsendum kvittunum mánaðarlega fram að jólum.* Nóa Konfekt. Gott að gefa, himneskt að þiggja!
*Dregið verður 30. hvers mánaðar í október nóvember og desember.