HAUST Í BÍÓ PARADÍS 2021

Page 1

H 20 21 2021

Heimili kvikmyndanna Art House Cinema & Café

Haust í Paradís


2

Bíó Paradís er fyrsta og eina listræna kvikmyndahús Íslands, og er staðsett í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Við sýnum nýjustu listrænu kvikmyndirnar alls staðar að úr heiminum, en einnig klassískar myndir, „költ“ myndir og svo auðvitað íslenskar myndir. Við sköpum hlýtt og notalegt umhverfi fyrir kvikmyndaunnendur af öllu tagi í þrem sýningarsölum og á huggulega barnum okkar þar sem hægt er að láta fara vel um sig milli sýninga og gæða sér á fjölbreyttum veitingum. Við erum sjálfseignarstofnun sem rekin er af fagfélögum kvikmyndafólks á Íslandi. Hverfisgata 54

Sími 412 7711

Nánari dagskrá á

101 Reykjavík

midasala@bioparadis.is

bioparadis.is

eg

t íg

ur

av

ga

ss

fi s

ta

tn

ug

Va

er

ur

Bíó Paradís ur

t is

av

ga

t íg

ól

et

ta

as

Sk

Gr

kk

La

ör

Fr a

Hv ti

r

træ

ígu

as

rst

nk

pp a

Ba

Kla

ti

ga

ar

rst

kj

stu

Au

@bioparadis

ta

/bioparadis

La

Hv

ug

av

er

fi s

eg

ur

ga

ta

ðu st íg ur


Bíó Paradís 2010–2020

Haust 2021

Heimili kvikmyndanna Heimabíó Paradís Betri Paradís Frumsýningar haustsins → Versta manneskja í heimi → Wolka → Fallegasti drengur í heimi → Titane → Tove → Kæru félagar! → Ógæfureið eða klikkað klám → Benedetta → Múttan → Annette Íslenskar heimildamyndir Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð Föstudagspartísýningar Jólapartísýningar Svartir sunnudagar Gleðjumst í Paradís

Bíó Paradís nýtur stuðnings

3

5 6 7 8 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 22 26 27 28 30


Georg og félagar

Georg og klukkan Georg veit hvað klukkan slær og hjálpar krökkum að læra á hana í appinu sínu, sem heitir Georg og klukkan. Þar eru fræðandi og skemmtileg verkefni, æfingar og leikir. Nýttu tímann vel og sæktu appið frítt á islandsbanki.is/georg.


Bíó Paradís

Haust 2021

5

Heimili kvikmyndanna Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís

Það hefur vart farið framhjá neinum sem komið hefur í Bíó Paradís nýlega að hér hefur farið fram mikil og mögnuð andlits­lyfting. Fyrir utan það sem er augljóslega breytt, eins og nýr bar, betri lýsing, allskonar ný húsgögn, fallega málaðir veggir og bólstruð sæti, þá er ýmislegt endurnýjað sem ekki sést en er bráðnauðsynlegt, svo sem nýjar raflagnir, betri loftræsting, nýr ljósabúnaður og nýr öflugur kvikmyndavarpi í 4K myndgæðum af bestu gerð. Bíó Paradís er Heimili kvikmyndanna – og einsog öll góð heimili á það að bjóða uppá ást, hlýleika og góða innviði. Og þar sem þetta er Heimili kvikmyndanna þá má það einnig vera sveipað dulúð og töfrum á sama tíma. Í hönd fer nú tími hinna löngu nátta, þar sem við getum með aðstoð kvikmyndalistarinnar stundað hugsanaflutning, stigið inn í tímavélar, orðið sorgmædd og glöð á sama tíma og gleymt okkur í myrkrinu með ókunnugum. Ég býð ykkur að hafa það notalegt, grípa ykkur popp, og koma ykkur vel fyrir á hinu máttuga Heimili kvikmyndanna.


6

Heimabíó

Paradís

Heimabíó Paradís! Hversu notalegt er það að geta leigt úrval gæðakvikmynda frá Bíó Paradís heima í stofu? Við fögnum því einnig að geta boðið upp á hlaðborð kvikmyndamenningar til landsbyggðarinnar, komdu þér vel fyrir – við sjáum um rest! Kynntu þér málið á heima.bioparadis.is Sjáumst heima!


Bíó Paradís

Haust 2021

7

Paradís á tilboði Fastagestir í Paradís Árskort í Paradís veitir endalausan aðgang að öllum almennum sýningum í Bíó Paradís og korthafi fær 10% afslátt á Bíó­bar. Klippikortið er ótrúlega hagkvæm leið til að kaupa bíómiða og fá afslátt á Bíóbar.

Árskort

29.990 kr.

Aðeins 2.492 kró

nur á mánuði!

Klippikort

8.490 kr.

Sjötti miðinn er

ókeypis!

Gjafakort og gjafamiðar Gjafakortin eru snilldarleið til að splæsa í bíó og með því. Sætt gjafakort kostar 4.500 kr og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og gosi. Létt gjafakort kostar 5.500 kr og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og bjór eða vínglasi. Og fyrir jólin má ekki gleyma gjafamiðunum vinsælu, sem skreyta pakkann og bjóða í bíó um leið.

Miracle on 34th Street (1947)

Til:

Gleðilega hátíð!

Frá: ÞETTA KORT ER LÍKA Gildir ekki á íslenskar

kvikmyndir og kvikmynd

BÍÓMIÐI Í

ahátíðir þar sem það

er tekið fram

Skráðu þig í bíóklúbb Paradísar og tryggðu þér nýjustu fréttir, boð á frumsýningar, ásamt reglulegum tilboðum á bíómiðum og afsláttum á bíóbarnum. Kynntu þér fjölbreytta möguleika á bioparadis.is


8

Bíó Paradís

Frumsýningar haustsins

16

14

10

19


október

desember

2021

9

13

15

18

11

17

12


10

Frumsýning

Versta manneskja í heimi The Worst Person in the World Grín, drama | Joachim Trier | 2021 | Noregur Renate Reinsve, Anders Danielsen Lie, Maria Grazia Di Meo 121 mín.

NOR

ÍSL

Stórkostleg þroskasaga ungrar konu sem er í senn stórfyndin og dramatísk. Hún sló í gegn á Cannes kvikmyndahátíðinni þar sem Renate Reinsve fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Frá leikstjóra Thelma, Louder Than Bombs og Osló, 31. ágúst – og gagnrýnendur eru á einu máli – kolsvört rómantísk gamanmynd sem lætur engan ósnortinn!


Frumsýning

11

Wolka Drama | Árni Ólafur Ásgeirsson | 2021 | Ísland, Pólland Olga Boladz, Anna Moskal, Eryk Lubos, Guðmundur Þorvaldsson 100 mín.

PÓL

ÍSL

Þegar Anna fer á reynslulausn úr fangelsi í Póllandi eftir 15 ár á bakvið lás og slá er einungis eitt sem hún ætlar sér – að finna konu að nafni Dorota. Til þess þarf hún að ferðast til Íslands. Síðasta mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar.


12

Frumsýning

Fallegasti drengur í heimi The Most Beautiful Boy in the World Heimildamynd | Kristina Lindström, Kristian Petri | 2021 | Svíþjóð Björn Andrésen, Annike Andresen, Silva Filmer 93 mín.

ENS

ÍSL

Björn var aðeins 15 ára þegar hann tók að sér að leika aðalhlutverkið í Dauðanum í Feneyjum eftir Luchino Visconti og eftir frumsýninguna í Cannes voru þau orð látin falla að hann væri í raun fallegasti drengur í heimi! Heimildamynd sem sló í gegn á Sundance.


Frumsýning

13

Titane Drama, vísindaskáldskapur, spennutryllir | Julia Ducournau | 2021 | Frakkland Agathe Rousselle, Vincent Lindon, Garance Marillier, Laïs Salameh 108 mín.

FRA

ÍSL

Sigurmynd Gullpálmans í Cannes 2021, Titane mun svo sannarlega hrista upp í öllum skilningarvitum áhorfandans! Myndin fjallar um konu sem verður ólétt eftir að hafa stundað kynlíf með tryllitæki! Búðu þig undir að þenja taugarnar og upplifa líkams-hrylling sem aldrei fyrr á hvíta tjaldinu ...


14

Frumsýning

Tove Drama, ævisaga | Zaida Bergroth | 2020 | Finnland, Svíþjóð Alma Pöysti, Krista Kosonen, Shanti Roney, Joanna Haartti 100 mín.

SÆN, FIN, ENS

ÍSL

Stórkostleg kvikmynd byggð á ævi Tove Jansson, skapara múmínálfanna sem lætur engan ósnortinn! Komdu inn í heillandi heim listamanns og við stígum inn í skemmtanalíf bóhema þar sem jazz slagarar óma, eitthvað spennandi er í loftinu og allt er þetta í rými þar sem sjálfir múmínálfarnir urðu til!


Frumsýning

15

Kæru félagar! Dear Comrades! Drama, saga | Andrey Konchalovskiy | 2020 | Rússland Julia Vysotskaya, Vladislav Komarov, Andrey Gusev 121 mín.

RÚS

ÍSL

Árið er 1962 og kommúnistastjórnin hefur hækkað matvæla­verð. Verkalýðurinn mótmælir harðlega í smábænum Novo­cher­­kassk og endar á því að fara í verkfall. Gullfalleg kvik­­­myndataka í svarthvítu. Átakanleg saga sem hlaut dóm­nefndar­­verðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.


16

Frumsýning

Ógæfureið eða klikkað klám Bad Luck Banging or Loony Porn Grín, drama | Radu Jude | 2021 | Rúmenía Katia Pascariu, Claudia Ieremia, Olimpia Malai 106 mín.

RÚM, ENS

ÍSL

Kennarinn Emi kemst í hann krappann eftir að kynlífsmyndbandi sem hún og maður hennar tóku upp er lekið á netið. Henni er gert að hitta foreldra barna sem hún kennir til að útskýra hvernig í pottinn er búið. Kvikmyndin vann Gullbjörninn, aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2021 og hefur hlotið gríðarlega góð viðbrögð alþjóðlegra kvikmyndagagnrýnenda.


Frumsýning

Benedella

17


18

Frumsýning

Múttan Mama Weed Grín, glæpir | Jean-Paul Salomé | 2020 | Frakkland Isabelle Huppert, Hippolyte Girardot, Farida Ouchani 104 mín.

FRA

ÍSL

Léttgeggjuð gamanmynd sem skartar Isabelle Huppert í aðal­ hlutverki sem Patience Portefeux. Patience á tvær dætur í háskólanámi og aldraða móður á elliheimili. Hún lifir á lúsar­ launum en dag einn kemst hún á snoðir um yfirgefna hasssendingu og þá stígur hin harðsvíraða glæpadrottning Múttan fram á sjónarsviðið.


Frumsýning

19

Annette Drama, söngleikur, rómantík | Leos Carax | 2021 | Frakkland Adam Driver, Marion Cotillard, Simon Helberg 141 mín.

ENS

ÍSL

Stórkostleg söngleikjamynd í leikstjórn Leos Carax með þeim Adam Driver og Marion Cotillard í aðalhlutverkum. Myndin sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes með verðlaunum fyrir bestu leikstjórn og tónlist.


20

Íslenskar heimildamyndir


2021

21

Ekki einleikið Heimildamynd | Ásthildur Kjartansdóttir, Anna Þóra Steinþórsdóttir 2021 | Ísland

70 mín.

ÍSL

ENS

Ekki einleikið er tragikómísk heimildamynd um hina æðislegu Ednu Lupitu og leikhópinn hennar sem afhjúpar hvernig hægt er að lifa eðlilegu, spennandi og innihaldsríku lífi þrátt fyrir að vera á barmi sjálfsmorðs.

Milli fjalls og fjöru Heimildamynd | Ásdís Thoroddsen | 2021 | Ísland 85 mín.

ÍSL

ENS

Í kvikmyndinni er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógeyðingar og skógræktar hér á landi af vísinda­ mönnum, skógræktarmönnum og bændum. Hérna kemur fyrir almennings­sjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni er beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum.

Hvunndagshetjur Heimildamynd | Magnea Björk Valdimarsdóttir | 2021 | Ísland 63 mín.

BOS, ÍSL, ENS, POL

ENS

Zineta, Ebru, Karolina og Maria Victoria búa á Íslandi. Þær eru fæddar í fjórum mjög ólíkum löndum en mismunandi ástæður eru að baki komu þeirra hingað til landsins.


22

Barnakvikmynda –

hátíð

Alþjóðleg barnakvikmyndahátið í Reykjavík 2021 Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í áttunda sinn haustið 2021. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Hátíðin er haldin 28. október – 7. nóvember 2021 í Bíó Paradís. Þema hátíðarinnar er Hrekkjavaka! Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Nánar á bioparadis.is/barnakvikmyndahatid


Opnunarmynd

23

Nellý Rapp Skrímslaspæjari Ævintýri, grín, fjölskyldumynd | Amanda Adolfsson | 2020 | Svíþjóð Matilda Gross, Johan Rheborg, Marianne Mörck, Björn Gustafsson 93 mín.

TALSETT Á ÍSLENSKU

FRUMSÝNING

Opnunarmynd Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík. Sannkölluð ævintýramynd þar sem draugar, vampírur og varúlfar leika lausum hala. Nellý er ung stúlka sem fer í haustfríinu sínu til frænda síns Hannibal ásamt hundinum sínum London. En þá breytist allt því frændinn er skrímsla­ spæjari! Myndin er talsett á íslensku!


24

Barnakvikmynda –

hátíð

Andri og Edda búa til leikhús Fjölskyldumynd | Aurora Gossé og Arne Lindtner Næss | 2017 | Noregur Oliver Dahl, Alba Ørbech-Nilssen, Janne Formoe 81 mín.

TALSETT Á ÍSLENSKU

FRUMSÝNING

Andri og Edda fara í leikhús með leikskólanum sínum … en þá langar þau að búa til sína eigin leiksýningu! Sem þau og gera! Dásamleg barnakvikmynd og sjálfstætt framhald af Andra og Eddu sem urðu bestu vinir á fyrstu Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni í Reykjavík! Myndin er talsett á íslensku!


Íslandsfrumsýning

25

Birta Fjölskyldumynd | Bragi Þór Hinriksson | 2021 | Ísland Kristín Erla Pétursdóttir, Margrét Júlía Reynisdóttir, Salka Sól Eyfeld, Margrét Ákadóttir

85 mín.

ÍSL

FRUMSÝNING

Lokamynd Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík fjallar um hina 11 ára, kraftmiklu en auðtrúa Birtu sem tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita.


26

október

Föstudagspartísýningar Dans og söngur, ástir og örlög, bull, vitleysa og hryllingur. Myndirnar sem enginn fær nóg af. Föstudaga kl. 20:00!

Stella í orlofi (1986)

22. október kl. 20:00 – Ný stafræn útgáfa

Bridget Jones's Diary (2001) 29. október kl. 20:00 – 20 ára!

Mamma Mia! (2008) 5. nóvember kl. 20:00

Twins (1988)

12. nóvember kl. 20:00

Pulp Fiction (1994) 26. nóvember kl. 20:00


desember

2021

27

Jólapartísýningar Fylgstu vel með á bioparadis.is þar sem fleiri myndum verður bætt við í aðdraganda jólanna!

Love Actually (2003) 3. desember kl. 20:00

Home Alone (1990) 4. desember kl 15:00

Home Alone 2 (1992) 5. desember kl 15:00

The Holiday (2006) 10. desember kl. 20:00

Elf (2003)

11. desember kl.20:00

Batman Returns (1993) 18. desember kl.20:00

It's a Wonderful Life (1946) 19. desember kl 15:00

Die Hard (1988)

26. desember kl. 20:00 - annar í jólum!


28

október

The Omen (1976)

janúar

31. október kl. 20:00 – Hrekkjavökusýning!

Badlands (1973) 14. nóvember kl. 20:00

Freaks (1932)

28. nóvember kl.20:00

Das Boot (1981) 12. desember kl.20:00

Suspiria (1977)

26. desember kl.20:00 – Jólasýning!

Ran (1985)

2. janúar kl 20:00 – Nýárssýning!


29


30

Bíó Paradís

Gleðjumst í Paradís Bíó Paradís er frábær kostur við ýmis skemmtileg tækifæri! Veitingasalan er endurnýjuð frá grunni og nýr og fullkominn Barco 4K Laser myndvarpi í sal 1 ásamt nýjum sýningar­ tjöldum í öllum sölum tryggja framúrskarandi myndgæði.

Barnaafmæli Börnin halda afmæli og horfa á skemmtilega barnamynd!

Gæsa- & steggjapartí - starfsmannagleði Ert þú að skipuleggja eitthvað tryllt partí? Nú eða koma skrifstofunni í góðan gír og hrista saman hópinn á einstökum vinnu­ staðahittingi? Hafðu samband!

Kvikmyndasýningar & ráðstefnur/fundir Vilt þú leigja sal fyrir kvikmyndaverkefnið þitt? Stuttmyndir, heimildamyndir, myndir í fullri lengd – það er ekkert of stórt, eða smátt! Ráðstefnur, námskeið og fræðsluviðburðir, við tökum vel á móti ykkur! Nánar á bioparadis.is/salaleigur - sendu okkur fyrirspurn á salarleiga@bioparadis.is




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.