1 minute read

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð

Next Article
Tove

Tove

Alþjóðleg barnakvikmyndahátið í Reykjavík 2021

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í áttunda sinn haustið 2021. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga.

Advertisement

Hátíðin er haldin 28. október – 7. nóvember 2021 í Bíó Paradís. Þema hátíðarinnar er Hrekkjavaka! Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

Nánar á bioparadis.is/barnakvikmyndahatid

Nellý Rapp Skrímslaspæjari

Ævintýri, grín, fjölskyldumynd | Amanda Adolfsson | 2020 | Svíþjóð Matilda Gross, Johan Rheborg, Marianne Mörck, Björn Gustafsson 93 mín. TALSETT Á ÍSLENSKU FRUMSÝNING

Opnunarmynd Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykja-

vík. Sannkölluð ævintýramynd þar sem draugar, vampírur og varúlfar leika lausum hala. Nellý er ung stúlka sem fer í haustfríinu sínu til frænda síns Hannibal ásamt hundinum sínum London. En þá breytist allt því frændinn er skrímslaspæjari! Myndin er talsett á íslensku!

Andri og Edda búa til leikhús

Fjölskyldumynd | Aurora Gossé og Arne Lindtner Næss | 2017 | Noregur Oliver Dahl, Alba Ørbech-Nilssen, Janne Formoe 81 mín. TALSETT Á ÍSLENSKU FRUMSÝNING

Andri og Edda fara í leikhús með leikskólanum sínum … en þá langar þau að búa til sína eigin leiksýningu! Sem þau og gera! Dásamleg barnakvikmynd og sjálfstætt framhald af Andra og Eddu sem urðu bestu vinir á fyrstu Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni í Reykjavík! Myndin er talsett á íslensku!

Birta

Fjölskyldumynd | Bragi Þór Hinriksson | 2021 | Ísland Kristín Erla Pétursdóttir, Margrét Júlía Reynisdóttir, Salka Sól Eyfeld, Margrét Ákadóttir 85 mín. ÍSL FRUMSÝNING

Lokamynd Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík fjallar um hina 11 ára, kraftmiklu en auðtrúa Birtu sem tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita.

This article is from: