1 minute read
Íslenskar heimildamyndir
Advertisement
Ekki einleikið
Heimildamynd | Ásthildur Kjartansdóttir, Anna Þóra Steinþórsdóttir 2021 | Ísland 70 mín. ÍSL ENS
Ekki einleikið er tragikómísk heimildamynd um hina æðislegu Ednu Lupitu og leikhópinn hennar sem afhjúpar hvernig hægt er að lifa eðlilegu, spennandi og innihaldsríku lífi þrátt fyrir að vera á barmi sjálfsmorðs.
Milli fjalls og fjöru
Heimildamynd | Ásdís Thoroddsen | 2021 | Ísland 85 mín. ÍSL ENS
Í kvikmyndinni er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógeyðingar og skógræktar hér á landi af vísindamönnum, skógræktarmönnum og bændum. Hérna kemur fyrir almenningssjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni er beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum.
Hvunndagshetjur
Heimildamynd | Magnea Björk Valdimarsdóttir | 2021 | Ísland 63 mín. BOS, ÍSL, ENS, POL ENS
Zineta, Ebru, Karolina og Maria Victoria búa á Íslandi. Þær eru fæddar í fjórum mjög ólíkum löndum en mismunandi ástæður eru að baki komu þeirra hingað til landsins.