1 minute read

Heimili kvikmyndanna

Next Article
Annette

Annette

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís

Það hefur vart farið framhjá neinum sem komið hefur í Bíó Paradís nýlega að hér hefur farið fram mikil og mögnuð andlitslyfting. Fyrir utan það sem er augljóslega breytt, eins og nýr bar, betri lýsing, allskonar ný húsgögn, fallega málaðir veggir og bólstruð sæti, þá er ýmislegt endurnýjað sem ekki sést en er bráðnauðsynlegt, svo sem nýjar raflagnir, betri loftræsting, nýr ljósabúnaður og nýr öflugur kvikmyndavarpi í 4K myndgæðum af bestu gerð.

Advertisement

Bíó Paradís er Heimili kvikmyndanna – og einsog öll góð heimili á það að bjóða uppá ást, hlýleika og góða innviði. Og þar sem þetta er Heimili kvikmyndanna þá má það einnig vera sveipað dulúð og töfrum á sama tíma. Í hönd fer nú tími hinna löngu nátta, þar sem við getum með aðstoð kvikmyndalistarinnar stundað hugsanaflutning, stigið inn í tímavélar, orðið sorgmædd og glöð á sama tíma og gleymt okkur í myrkrinu með ókunnugum. Ég býð ykkur að hafa það notalegt, grípa ykkur popp, og koma ykkur vel fyrir á hinu máttuga Heimili kvikmyndanna.

This article is from: