10 20 20 Heimili kvikmyndanna Art House Cinema & Café
ár í Paradís
haustdagskrá
2
Bíó Paradís er fyrsta og eina listræna kvikmyndahús Íslands, og er staðsett í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Við sýnum nýjustu listrænu kvikmyndirnar alls staðar að úr heiminum, en einnig klassískar myndir, „költ“ myndir og svo auðvitað íslenskar myndir. Við sköpum hlýtt og notalegt umhverfi fyrir kvikmyndaunnendur af öllu tagi í þrem sýningarsölum og á huggulega barnum okkar þar sem hægt er að láta fara vel um sig milli sýninga og gæða sér á fjölbreyttum veitingum. Við erum sjálfseignarstofnun sem rekin er af fagfélögum kvikmyndafólks á Íslandi. Hverfisgata 54
Sími 412 7711
Nánari dagskrá á
101 Reykjavík
midasala@bioparadis.is
bioparadis.is
eg
t íg
ur
av
ga
ss
fi s
ta
tn
ug
Va
er
ur
Bíó Paradís ur
t is
av
ga
t íg
ól
et
ta
as
Sk
Gr
kk
La
ör
Fr a
Hv ti
r
træ
ígu
as
rst
nk
pp a
Ba
Kla
ti
ga
ræ
ar
rst
kj
stu
Læ
Au
@bioparadis
ta
/bioparadis
La
Hv
ug
av
er
fi s
eg
ur
ga
ta
ðu st íg ur
Bíó Paradís 2010–2020
2010–2020
3
Velkomin í Paradís Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís
Stjórn, starfsmenn og þeir sem að Bíó Paradís standa vilja þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við enduropnun bíósins síðustu vikur og daga. Við viljum sérstaklega þakka Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytinu fyrir ómetan legan stuðning og það traust sem okkur er sýnt. Við viljum þakka öllum samstarfsaðilum okkar sem hafa lagt okkur lið. Og síðast en ekki síst viljum við þakka þeim ótal sjálfboðaliðum sem hafa sýnt það í verki hvers virði kvikmyndahúsið er þeim.
Lifandi
samfélag
kvikmyndaunnenda,
skólahópa,
áhugamanna, kvikmyndagerðarfólks og fólks sem vill ein faldlega njóta kvikmynda í skemmtilegum félagsskap er það fólk sem byggir Bíó Paradís. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin í Bíó Paradís á ný.
Bíó Paradís nýtur stuðnings
4
Bíó Paradís
Bíó Paradís fagnar tíu árum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Samfélagsvirði kraftmikillar og lifandi kvikmyndamenningar verður seint ofmetið. Kvikmyndamenning verður til gegnum samverkan fjölmargra þátta; Góð kvikmyndahandrit, næma sögu menn, leikstjóra og fagfólk, áhugasama kvik mynda unnendur,
kvikmyndahátíðir
og
ekki
síst
metnaðarfull
menningarleg kvikmyndahús. Atvinnulíf kvikmyndagerðar á einnig mikilvægan þátt í að skapa kraftmikla kvikmynda menningu og orðspor Íslands sem lands menningar og lista. Ársvelta þessarar hratt vaxandi skapandi atvinnugreinar hefur þrefaldast á áratug, nú starfa vel á fjórða þúsund manns við hana. Elja og dugnaður þeirra sem starfa innan greinarinnar birtist vel á tímum heimsfaraldurs þegar samtals um tuttugu kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir eru í framleiðslu hér heima á einu ári.
Hugsjónin um menningarlegt kvikmyndahús kviknaði
á sínum tíma hjá kvikmyndagerðinni sjálfri. Bíó Paradís hefur á tíu árum sannað gildi sitt í höfuðborginni. Hér hefur hjarta al þjóðlegrar - og íslenskrar - kvikmyndamenningar slegið undanfarinn áratug. Heimili kvikmyndanna; staður bíómynda frá öllum heimshornum, staður alþjóðlegra kvikmyndahátíða, staður samkenndar og sameiginlegar upplifunar, gleði og sorgar, staður gagnrýnnar hugsunar og fræðslu fyrir nemendur og almenning, staður forvitni og frjórrar umræðu. Hugsjónafólkið sem lagði upp í ævintýraferðina fyrir áratug hefur nú tryggt að ævintýrið mun halda áfram. Ég er þakklát öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum við að tryggja tilurð og framtíð Bíó Paradísar í höfuðborginni.
Ég óska okkur öllum til hamingju með Bíó Paradís.
Megi þetta frábæra kvikmyndahús áfram dafna vel og blómstra í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum sem auðga kvikmynda menningu og skapandi atvinnugreinar á Íslandi, landi og þjóð til heilla.
2010–2020
5
Áratugur í Bíó Paradís Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Bíó Paradís opnar nú dyr sínar á nýjan leik eftir hafa þurft að loka um stundarsakir og fagnar um leið 10 ára afmæli! Menningarleg verðmæti bíósins eru ótvíræð, ekki bara fyrir Reykja vík og miðborgina heldur fyrir Hverfisgötuna sem hefur gengið í algjöra endurnýjun á undanförnum árum. Ég var ótrúlega ánægður þegar það náðist að tryggja framtíðina og klára samninga við leigusala þótt heimsfaraldurinn hafi sannarlega sett strik í reikninginn. Framundan eru frábærir tímar fyrir kvikmyndaunnendur og sjálfur bíð ég spenntur eftir að fá að setjast í myrkvaðan stóra salinn, anda að mér popplyktinni og njóta góðrar kvikmyndar.
Reykjavík er kvikmyndaborg í blóma. Á næstu
árum munu Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, EFA fara fram í Hörpu. Hinumegin í borginni, í Gufunesi rís svo eitt stærsta kvikmyndaþorp í Evrópu þar sem bíómyndir og þáttaraðir á heimsmælikvarða eru framleiddar, enda er okkar fólk í bransanum líka á heimsmælikvarða í þekkingu sinni og kunnáttu á kvikmyndalistinni. Í Gufunesi hafa helstu fyrir tæki í kvikmyndaframleiðslu komið sér fyrir og borgin vill skapa fleiri fyrirtæki í kvikmyndagerð og tengdum greinum framtíðarstaðsetningu í Gufunesi.
Sterkur
kvikmyndaiðnaður,
kvikmyndahátíðir
af
öllum stærðum og gerðum og kvikmyndahús eins og Bíó Paradís styrkja hvort annað og gera borgina betri, áhuga verðari og skemmtilegri. Ég vil því nota tækifærið og óska stjórnendum og starfsfólki, velunnurum, sjálfboðaliðum og öllu kvikmyndaáhugafólki til hamingju með 10 ára afmæli þessa einstaka kvikmyndahúss.
6
Bíó Paradís
2010–2020
7
2010 > 16. ágúst er Heimili kvikmyndanna stofnað af Félagi kvikmyndagerðarmanna,
Samtökum
kvikmyndaleikstjóra,
Sam tökum íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og Félagi kvikmyndaunnenda til að reka fyrsta listræna kvikmyndahús landsins. 15. september er Bíó Paradís opnað með Backyard eftir Árna Sveinsson. 2011 > Bíó Paradís gerist meðlimur í Europa Cinemas og hefur skólasýningar fyrir börn og unglinga. Þýskir kvikmyndadagar haldnir í fyrsta sinn og í kjölfarið pólskir, rússneskir, japanskir, indverskir, rúmenskir, serbneskir, kúbanskir, spænskir og kvikmyndaviðburðir frá öllum heimsins hornum næstu 10 árin. 2012 > Svartir sunnudagar hefja göngu sína og Bíó Paradís gerist meðlimur í CICAE. 2013 > Stafrænn sýningarbúnaður og 5.1 surround sound. 2014 > Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð haldin í fyrsta sinn. Bíó Paradís dreifir yfir 20 kvikmyndum á ári til að sýna í bíóinu, á VOD og í sjónvarpi. 2015 > Stockfish Film Festival. 2017 > Föstudagspartísýningar. Nýjar pólskar kvikmyndir frumsýndar á sama tíma og í Póllandi. Fyrsta myndin slær aðsóknarmet. 2018 > Aðsóknarmet slegið í Bíó Paradís með yfir 100.000 gesti. 2020 > Paradís opnar aftur á 10 ára afmælinu eftir stórfelldar endurbætur með fjölda kvikmyndahátíða og viðburða.
8
Bíó Paradís
Frumsýningar haustsins
13
17
16
september
desember
2020
9
12
11
14
15
10
10
Bíó Paradís Frumsýning
Hin einstöku Hors normes Grín | Olivier Nakache, Éric Toledano | 2019 | Frakkland Vincent Cassel, Reda Kateb, Hélène Vincent 114 mín.
FRA
ÍSL
Frá teyminu sem færði okkur Intouchables kemur glæný hjartnæm gamanmynd sem þú vilt ekki missa af með Vincent Cassel (Black Swan, Westworld) í aðalhlutverki sem fjallar um mann sem vinnur að liðveislu hóps ungmenna með sérlega erfiða einhverfu.
Frumsýning
11
Disco Drama | Jorunn Myklebust Syversen | 2019 | Noregur Josefine Frida, Nicolai Cleve Broch, Kjærsti Odden Skjeldal 94 mín.
NOR, ENG
ÍSL
Diskódansarinn Mirjam (Josefine Frida) er stöðugt að keppa til verðlauna í danskeppnum þar sem allt liggur undir. Fjölskylda hennar tilheyrir trúarkölti, en söfnuðurinn reynir allt til þess að ná til ungs fólks og fá þau í lið með sér. Plötusnúðar, dans, veitingar og fleira eru á boðstólum á samkomum á vegum safnaðarins. En einn daginn þá kemur svolítið upp á hjá Mirjam sem breytir öllu…
12
Frumsýning
Um hið óendanlega Om det oändliga Drama | Roy Andersson | 2019 | Svíþjóð Bengt Bergius, Anja Broms, Marie Burman 78 mín.
SWE
ÍSL
Nýjasta mynd hins sænska Roy Andersson fer með áhorfendur í dulmagnað ferðalag um mannlega tilveru, í allri sinni fegurð og ljótleika. Við fylgjum sögumanni í gegnum atburði, bæði sögulega og hversdagslega sem allir fá sömu vigt í þessari einstöku kvikmynd.
Frumsýning
13
Sáli í Túnis Un divan à Tunis Grín | Manele Labidi Labbé | 2019 | Frakkland, Túnis Golshifteh Farahani, Majd Mastoura, Aïsha Ben Miled 88 mín.
FRA, ARA
ÍSL
Sálgreinirinn Selma snýr aftur til heimabæjar síns í Túnis til þess að opna sálfræðistofu. Ekki eru allir bæjarbúar sáttir við þetta framtak í fyrstu en fljótlega fara furðufuglar bæjarins að láta sjá sig og kúnnahópur Selmu stækkar ört. Fljótlega er Selma komin inn í öll leyndarmál og slúður bæjarins og málin flækjast enn frekar þegar myndarlegur lögreglumaður fer að sýna henni áhuga.
14
Bíó Paradís Frumsýning
Muggur og götuhátíðin Mugge & vejfesten Teiknimynd, Grín | Anders Morgenthaler, Mikael Wulff | 2019 | Danmörk 80 mín.
ÍSL
Án texta
Muggur er glaður strákur en einn daginn breytist líf hans þegar foreldrar hans ákveða að skilja. Mun hin árlega götu hátíð nágrannana mögulega bjarga fjölskyldunni hans?
Frumsýning
15
Hold og blóð Kød og blod Glæpir, Spenna | Jeanette Nordahl | 2020 | Danmörk Sandra Guldberg Kampp, Sidse Babett Knudsen, Joachim Fjelstrup 89 mín.
DAN
ÍSL
Eftir að móðir Idu ferst í skelfilegu bílslysi flytur hún inn til móðursystur sinnar og sona hennar. Heimilið er kærleiksríkt og það er vel tekið á móti Idu en það líður ekki á löngu áður en hún kemst að því að ekki er allt sem sýnist og fjölskyldan er flækt í eitthvað glæpsamlegt sem á eftir að hafa gríðarleg áhrif á líf Idu.
16
Frumsýning
Sannleikurinn La vérité Drama | Hirokazu Koreeda | 2019 | Frakkland, Japan Catherine Deneuve, Juliette Binoche, Ethan Hawke 106 mín.
FRA, ENS
ÍSL
Fabienne er frönsk kvikmyndastjarna sem er vön að vefja karlmönnum um fingur sér. Eftir að hún gefur út endur minningar sínar snýr dóttir hennar Lumir aftur til Parísar, ásamt bandarískum eiginmanni sínum og barni. Endurfundir móður og dóttur verða viðburðarríkir og hulunni er svipt af ýmsum leyndarmálum þegar þær neyðast til þess að horfast í augu við sannleikann.
Frumsýning
17
Drykkja Druk Drama | Thomas Vinterberg | 2020 | Danmörk Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Lars Ranthe 115 mín.
DAN
ÍSL
Fjórir vinir, sem allir eru menntaskólakennarar, ákveða að sannreyna kenninguna um að þeim muni ganga betur í lífinu ef þeir eru alltaf með örlítið áfengismagn í blóðinu. Þessi tilraun á eftir að hafa óvæntar afleiðingar og sýna þeim félögum nýjar hliðar á sjálfum sér sem þeir áttu kannski ekki von á.
18
19
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020 Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs, en síðan kvikmyndaverðlaunin festust i sessi árið 2005 hafa þau verið veitt árlega. Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Bíó Paradís sýnir allar þær fimm myndir sem tilnefndar eru og býður upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 22. – 26. október.
Tilnefndar kvikmyndir: Ísland: Bergmál / Echo Rúnar Rúnarsson (leikstjórn og handrit) Danmörk: Frændi / Onkel Frelle Peterson (leikstjórn og handrit) Finnland: Hundar eru buxnalausir / Koirat eivät käytä housuja Jukka-Pekka Valkeapää (leikstjórn og handrit) Noregur: Börn / Barn Dag Johan Haugerud (leikstjórn og handrit) Svíþjóð: Leiguflug / Charter Amanda Kernel (leikstjórn og handrit)
20
Bíó Paradís
Föstudagspartísýningar Dans og söngur, ástir og örlög, bull, vitleysa og hryllingur. Myndirnar sem enginn fær nóg af. Alla föstudaga kl. 20:00!
The Greatest Showman (2017) 25. september kl. 20:00 – Sing-A-long
Charlie’s Angels (2000) 2. október kl. 20:00
The Room (2003) 9. október kl. 20:00
september 2010–2020
nóvember
2020
Demolition Man (1993) 16. október kl. 20:00
Mamma Mia: Here We Go Again! (2018) 23. október kl. 20:00
Little Shop of Horrors (1986) 30. október kl. 20:00
The Naked Gun (1988) 6. nóvember kl. 20:00
Boogie Nights (1997) 13. nóvember kl. 20:00
21
22
Jólamyndir
í Bíó Paradís
Jólabíó fyrir alla fjölskylduna kl. 15:00 Klassískar jólamyndir fyrir alla fjölskylduna á laugardögum í aðdraganda jóla! Allar með íslenskum texta.
Home Alone (1990) 21. nóvember kl. 15:00
Gremlins (1984) 28. nóvember kl. 15:00
National Lampoon’s Christmas Vacation (1989) 5. desember kl. 15:00
Elf (2003)
12. desember kl. 15:00
How The Grinch Stole Christmas (2000) 19. desember kl. 15:00
nóvember
desember
2020
Jólapartísýningar kl. 20:00 Komdu þér í jólastuð í Bíó Paradís!
Love Actually (2003)
20. nóvember + 18. desember kl. 20:00
Home Alone (1990) 21. nóvember kl. 20:00
Die Hard (1988)
27. nóvember + 23. desember kl. 20:00
Gremlins (1984) 28. nóvember kl. 20:00
The Holiday (2006) 4. desember kl. 20:00
National Lampoon’s Christmas Vacation (1989) 5. desember kl. 20:00
Scrooged (1988) 11. desember kl. 20:00
Elf (2003)
12. desember kl. 20:00
How The Grinch Stole Christmas (2000) 19. desember kl. 20:00
West Side Story (1961) 26. desember kl. 20:00
23
24
Enter the Dragon (1973) 27. september kl. 20:00
The Wicker Man (1973) 4. oktรณber kl. 20:00
Badlands (1973) 11. oktรณber kl. 20:00
Das Boot (1981) 18. oktรณber kl. 20:00
september
desember
2020
Veronika Voss (1982) 25. október kl. 20:00
The Omen (1976) 1. nóvember kl. 20:00
Galaxy Quest (1999) 8. nóvember kl. 20:00
The Seventh Seal (1957) 15. nóvember kl. 20:00
Freaks (1932)
22. nóvember kl. 20:00
X: The Man With the X-Ray Eyes (1963) 29. nóvember kl. 20:00
Attack the Block (2011) 6. desember kl. 20:00
Kwaidan (1964) 13. desember kl. 20:00
Rollerball (1976) 20. desember kl. 20:00
Suspiria (1977) 27. desember kl. 20:00
25
26
National Theatre
september
desember
2020
27
Cyrano de Bergerac National Theatre Live | Jamie Lloyd | UK 196 mín.
ENG
19. og 21. september
Cyrano reynir að heilla hina fallegu Roxane, þrátt fyrir að vera með ógnarstórt nef sem fellur ekki að útlitskröfum samfélagsins. Hann beitir mætti orðanna, enda gríðarlega tungulipur, en er það nóg til þess að vinna ástir Roxane? Martin Crimp aðlagar meistaraverk Edmond Rostand á þann hátt sem honum einum er lagið og beitir til þess öllum tækjum tungumálsins í þessari nýstárlegu uppfærslu!
All My Sons National Theatre Live | Jeremy Herrin | UK 180 mín.
ENG
24. og 26. október
Við fylgjumst með Joe og Kate (Sally Field, Bill Pullman) sem hefur gengið vel í lífinu, komið sér upp heimili, alið upp tvo syni og stunda blómleg viðskipti. Árið er 1947 í Ameríku – ekki missa af All My Sons í uppfærslu Breska Þjóðleikhússins.
King Lear National Theatre Live | Jonathan Munby | UK 225 mín.
ENG
14. og 16. nóvember
Sígilt leikverk úr smiðju Shakespeare, sem tekur á mannlegum brestum sem geta afskræmt hegðun og hæfileika. Uppfærslan skartar hinum stórkostlega leikara Ian McKellen sem hér hefur unnið enn einn leiksigurinn að mati gagnrýnenda.
A View from The Bridge National Theatre Live | Ivo van Hove | UK 140 mín.
ENG
12. og 14. desember
Leikskáldið Arthur Miller yfirheyrir ameríska drauminn í þessu ástríðufulla verki um leyndarmál og svik. Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone býður tvo sikileyska frændur sína velkomna til Brooklyn, New York, í landi hinna frjálsu. En þegar annar þeirra fellir hug til ungrar frænku hans, kemur í ljós að frelsið er dýrkeypt.
ALÞJÓÐLEGAR BÍÓPERLUR
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
AMBASSADE DE FRANCE EN ISLANDE
AMBASSADE DE FR
RANCE
2010–2020
29
Gleðjumst í Paradís Sumarið nýttist Bíó Paradís teyminu vel og við gerðum umfangsmiklar endurbætur á húsnæði og tækjabúnaði með dyggri hjálp fjölda sjálfboðaliða. Við erum stolt af því að geta boðið gestum okkar uppá nýja og betri sjoppu með fullkomnum bar, ásamt stórglæsilegum Barco 4K Laser myndvarpa í sal 1 og nýjum sýningartjöldum í öllum sölum sem tryggja framúr skarandi myndgæði. Bíó Paradís býður einnig uppá salaleigu fyrir alls konar samkomur og veislur. Hvort sem þú ætlar að halda uppá afmæli, gleðja starfsfólkið, halda ráðstefnu eða sýna nýjustu heimildamyndina þína, erum við með allt sem þú þarft og erum sveigjanleg í samningum. Sendu okkur fyrirspurn til info@bioparadis.is og við veitum upplýsingar um möguleika og verð.
AMBASSADE DE FRANCE EN ISLANDE
30
Bíó Paradís
Paradís á tilboði Bíó Paradís býður upp á frábærar og skemmtilegar lausnir fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr bíóupplifun sinni – já eða deila gleðinni með öðrum. Nú verður loksins hægt að gerast áskrifandi með föstu mánaðargjaldi fyrir ótakmarkaðan að gang að perlum Bíó Paradísar. Klippikortin okkar eru frábær lega hagkvæm fyrir fastagesti og gjafamiðar snilldarleið til að splæsa á einn, tvo eða fleiri vini og vandamenn í bíó. Gjafakort með veitingum er sniðug og vegleg gjöf fyrir fólk sem á allt, og ekki síðri fyrir fólk sem á ekki neitt. Svo má ekki gleyma jólagjafamiðunum sem gera alla pakka innihaldsríkari því þau nýtast bæði sem merkimiðar og bíómiðar. Hin geysivinsælu listaplaköt sem eru sérhönnuð fyrir Svarta sunnudaga er hægt að kaupa í gegnum samstarfsaðila okkar, Postprent. Kynntu þér fjölbreytta möguleika á bioparadis.is
Gleðilega hátíð!
Miracle on 34th Street (1947)
Til: Frá:
ÞETTA KORT
Gildir ekki á íslens
kar kvikmyndir
MIÐI Í ER LÍKA BÍÓ
og kvikmyndah
átíðir þar sem
það er tekið fram
MIÐBORGIN Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt.