Þýskir kvikmyndadagar 1. - 10. febrúar 2019 í Bíó Paradís

Page 1

ÞÝSKIR KVIKMYNDADAGAR

DEUTSCHE FILM TAGE GERMAN FILM DAYS 1 10 FEB 2019


VELKOMIN Á ÞÝSKA KVIKMYNDADAGA Bíó Paradís í samstarfi við Goethe Institut í Danmörku og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í tíunda sinn dagana

1. – 10. febrúar 2019 10 ára afmælishátíð Þýskra kvikmyndadaga býður upp á mikið líf og

fjör - við sýnum brot af því besta úr þýskri kvikmyndalist með úrvali af sjö sérvöldum nýjum og fjölbreyttum bíóperlum - auk þess sem haldinn verður lokaviðburður þar sem Bíó Paradís verður breytt í þýskan teknóklúbb laugardaginn 9.febrúar!

Kvikmyndaveislan hefst með engri annarri en Mack the Knife Brecht’s Threepenny Film (Mackie Messer - Brechts Dreigroschenfilm), stórkostleg dramamynd um hvað hefði gerst ef Brecht hefði reynt að gera kvikmynd eftir Túskildingsóperunni. Á meðal kvikmyndakræsinga á þýska hlaðborðinu má meðal annars nefna The Captain (Der Hauptmann), stórmynd um ungan mann sem dulbýr sig sem nasistaforingja í þýska hernum í seinni heimsstyrjöldinni, hryllingsmynd um norn í þýsku þorpi á miðöldum, ásamt The Silent Revolution (Das schweigende Klassenzimmer) sem farið hefur sigurför um heiminn, myndin fjallar um þagnarbindindi austur-þýskra nemenda til að sýna samstöðu með fórnarlömbum ungversku uppreisnarinnar 1956.

Allar myndir verða sýndar á þýsku með enskum texta.

WELCOME TO GERMAN FILM DAYS Bíó Paradís in collaboration with Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland organize the German Film Days for the tenth time during

Februar y 1st - 10th 2019 This 10 year anniversary edition of the German Film Days will be extremely festive - with screenings of seven new and diverse films representing a great selection of the best that current German cinema has to offer - as well as a closing event where Bíó Paradís will be turned into a German techno-club Saturday February 9th. The film festivities open with the highly acclaimed Mack the Knife Brecht’s Threepenny Film, a spectacular drama about what would have happened if Brecht himself would have made a film based on his Threepenny Opera. Amongst other great delicacies from the German film buffet, audience will be able to experience movies dealing with a young army deserter dressing up as a Nazi-officer in WWII, horror film about a witch in a German village in the middle-ages, as well as a gripping true story about an entire classroom in GDR showing solidarity through silence to victims of Hungarian uprising in 1956.

All films are screened in German with English subtitles.


OPNUNARMYND // OPENING FILM

MACK THE KNIFE - BRECHT’S THREEPENNY FILM (MACKIE MESSER - BRECHTS DREIGROSCHENFILM) Drama | Joachim Lang | 2018 | 130 min. Þýskaland/Germany, Belgia/Belgium ÞÝSKA MEÐ ENSKUM TEXTA // GERMAN WITH ENGLISH SUBTITLES

Í kjölfar gífurlegrar velgengni Túskildingsóperunnar, nýjasta söngleiks Bertolt Brechts sem slær í gegn í Berlín árið 1928, rennur kvikmyndabransinn fljótt á lyktina og leitar á náðir meistarans til að færa verkið í kvikmyndaform. En Brecht neitar að fara eftir þeirra leikreglum þar sem hans eigin sýn á kvikmyndina er óhefðbundin, róttæk og rammpólitísk, eitthvað sem kvikmyndaframleiðslufyrirtæki mun aldrei samþykkja. Margrómuð og fersk bíómynd sem hrífur áhorfendur með sér í anda meistara Brecht! “The Threepenny Opera” as it has never been seen before: full of innuendo, exuberantly musical and cheeky. Cinematic entertainment at the highest level! Owing to the international success of his stage play “The Threepenny Opera” (1928) and Kurt Weill’s “Ballad of Mack the Knife”, which has become a hit around the world, film producers are lining up with offers for author and playwright Bertolt Brecht. Always the idealist, he refuses to play by the film industry rules, as Brecht wants to create a completely new kind of film — radical, uncompromising, political - something that a production company would never agree to.

THE CAPTAIN

(DER HAUPTMANN)

Drama, Saga/History, Stríð/War | Robert Schwentke | 2017 | 118 min. Þýskaland/Germany, Frakkland/France, Pólland/Poland, Kína/China ÞÝSKA MEÐ ENSKUM TEXTA // GERMAN WITH ENGLISH SUBTITLES

Á síðustu augnablikum seinni heimsstyrjaldarinnar, kynnumst við Willi Herold, ungum þýskum hermanni sem er liðhlaupi á flótta og berst fyrir lífi sínu. Hann finnur einkennisbúning nasistaforingja sem hann fer í til að halda á sér hita. Willi neyðist skyndilega til að villa á sér heimildir sem embættismaður, en það að taka upp óhugnalega sjálfsmynd og einkenni nasista sem hann sjálfur er á flótta frá hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. “POWERFUL...CHILLINGLY EFFECTIVE” - ScreenDaily In the last moments of World War II, a young German soldier fighting for survival as an army deserter finds a Nazi captain’s uniform. Impersonating an officer, the man quickly takes on the monstrous identity of the perpetrators he is trying to escape from.


THE SILENT REVOLUTION (DAS SCHWEIGENDE KLASSENZIMMER) Drama, Saga/History | Lars Kraume | 2018 | 111 min. Þýskaland/Germany ÞÝSKA OG RÚSSNESKA MEÐ ENSKUM TEXTA GERMAN AND RUSSIAN WITH ENGLISH SUBTITLES

Grípandi sönn saga um ótrúlegt hugrekki einstaklinga á tímum pólitískrar kúgunar og valdníðslu í kommúnistaríki. Heill framhaldsskólabekkur í Þýska alþýðulýðveldinu ákveður að sýna samstöðu sína við fórnarlömb ungversku uppreisnarinnar árið 1956 með því að halda tveggja mínútna þögn í einni kennslustund. Þetta tiltæki veldur mun meiri usla en búist var við og kemur þeim uppá kant við bæði skólann og stjórnvöld, en ákvörðunin mun breyta lífi nemendanna að eilífu. “This is a solid, good-looking piece of filmmaking which is elevated by a clutch of strong performances from the young cast.” - Screen International

TRANSIT Drama | Christian Petzold | 2018 | 101 min. Þýskaland/Germany, Frakkland/France ÞÝSKA OG FRANSKA MEÐ ENSKUM TEXTA GERMAN AND FRENCH WITH ENGLISH SUBTITLES

Georg nær naumlega að flýja Frakkland undan innrás nasista, en hann kemst undan með því að stela skilríkjum þekkts rithöfundar sem er nýlega fallinn frá. Málin flækjast þegar hann hittir unga örvæntingarfulla konu í leit að eiginmanni sínum, sem síðar reynist vera umræddur rithöfundur. Stórkostleg kvikmynd sem keppti um Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2018.

A gripping true story of an entire classroom of twelfth graders in the Communist-controlled German Democratic Republic, that decide to show their solidarity with the victims of the 1956 Hungarian uprising by staging two minutes of silence during a lesson. But this small gesture causes much bigger ripples than expected and brings them into conflict with the school and government authorities. The students decide to stick together, making a decision that will change their lives forever.

WIR SAGEN NICHTS!

“German auteur Christian Petzold takes a big, possibly divisive risk with this modern-dress Holocaust drama — but the payoff is wrenching.” – Variety When a man flees France after the Nazi invasion, he assumes the identity of a dead author whose papers he possesses. Stuck in Marseilles, he meets a young woman desperate to find her missing husband - the very man he’s impersonating. Spectacular film that competed for the Golden Bear in the main competition section at Berlin International Film Festival 2018.

Hefð hefur skapast fyrir því að sýna kvikmynd fyrir framhaldsskólanemendur á Þýskum kvikmyndadögum.

SKÓLASÝNING // SCHOOL SCREENING 7. FEB. FIMMTUDAGUR // THURSDAY @20:00


HAGAZUSSA - A HEATHEN’S CURSE IN MY ROOM Drama | Ulrich Köhler | 2018 | 119 min. Þýskaland/Germany, Ítalía/Italy ÞÝSKA OG ENSKA MEÐ ENSKUM TEXTA GERMAN AND ENGLISH WITH ENGLISH SUBTITLES

Armin er að verða of gamall fyrir kæruleysislegan lífstíl sinn og konurnar sem hann hrífst af. Hann er í raun og veru óhamingjusamur, en getur samt ekki ímyndað sér öðruvísi líferni. Dag einn vaknar hann upp við vondan draum, veröldin lítur óbreytt út en allt mannkynið er horfið. Mynd um hina óhugnanlegu gjöf algjörs frelsis.

(HAGAZUSSA - DER HEXENFLUCH) Drama, Hryllingur/Horror | Lukas Feigelfeld | 2017 | 102 min. Þýskaland/Germany, Austurríki/Austria ÞÝSKA MEÐ ENSKUM TEXTA // GERMAN WITH ENGLISH SUBTITLES

Heillandi leikstjórnarfrumraun sem fjallar um skuggalega þjóðsögu ungu konunnar Albrun og baráttu hennar við að halda geðheilsunni. Myndin rannsakar hárfín skil á milli ævaforna galdra, trúar og geðveiki á tímum þegar heiðingjatrú á nornir og náttúruvætti olli ótta og hræðslu á meðal sveitafólks. Titill myndarinnar vísar í gamalt orðatiltæki sem notað var til að lýsa nornum og kvendjöflum í þýskumælandi Evrópulöndum á miðöldunum.

“an elegant, exciting character study.” - Variety

“A spooky, stylish, spellbinding debut.” The Hollywood Reporter

Armin is getting too old for his nightlife habits and the woman he likes. He’s not really happy, but can’t picture living a different life. One morning he wakes up: the world looks the same as always, but mankind has disappeared. - A film about the frightening gift of maximum freedom.

The dark legend of the young woman Albrun and her struggle to preserve her own sanity. The film tries to explore the fine line between ancient magic, faith and madness at a time when pagan beliefs in witches and nature spirits spread fear and terror in the minds of the rural population.


LOKAMYND // CLOSING FILM + TEKNÓPARTÍ LAU.9/2 // TECHNO-PARTY SAT.9/2

IF I THINK OF GERMANY AT NIGHT (DENK ICH AN DEUTSCHLAND IN DER NACHT) Heimildamynd/Documentary | Romuald Karmakar | 2017 | 105 min. Þýskaland/Germany ÞÝSKA MEÐ ENSKUM TEXTA // GERMAN WITH ENGLISH SUBTITLES

Þjóðverjar hafa ætíð verið á meðal öflugustu framleiðenda teknó-tónlistar á heimsmælikvarða, en þessi heimildamynd veitir einstaka innsýn í heim fimm þýskra frumkvöðla á sviði rafrænnar danstónlistar. Skyggnst er inn í hugarheim tónlistarfólksins í gegnum náin viðtöl og hugleiðingar þeirra um hvernig þróun þeirra og danstónlistarinnar hefur verið í gegnum árin. Við sjáum þau við tónlistarsköpun og undirbúning fyrir verkefni, en. einnig að störfum sem plötusnúðar fyrir aragrúa dansþyrstra teknóaðdáenda á tónlistarhátíðum. “These Djs may save your life” The Hollywood Reporter A look at five pioneers of electronic music for whom work is their raison d’etre: Ricardo Villalobos, Sonja Moonear, Ata, Roman Flügel, David Moufang/Move D. In between eloquent thoughts from the musicians in interviews, quiet observations of them at work at their DJ home and images of sweating masses at raves, a selective image gradually and very quietly emerges of a music scene in transition.

MIÐBORGIN Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt.


SÝNINGARTÍMAR // SCREENING TIMES ÞÝSKIR KVIKMYNDADAGAR // GERMAN FILM DAYS

TRANSIT

SÝND DAGLEGA // DAILY SCREENINGS SÝNINGARTÍMAR // SCREENING TIMES @ BIOPARADIS.IS

MACK THE KNIFE

- BRECHT’S THREEPENNY FILM

1. FEB. FÖSTUDAGUR // FRIDAY @17:30 5. FEB. ÞRIÐJUDAGUR // TUESDAY @20:00 10. FEB. SUNNUDAGUR // SUNDAY @20:00

THE CAPTAIN 3. FEB. SUNNUDAGUR // SUNDAY @20:00 6. FEB. MIÐVIKUDAGUR // WEDNESDAY @20:00 9. FEB. LAUGARDAGUR // SATURDAY @17:40

THE SILENT REVOLUTION 2. FEB. LAUGARDAGUR // SATURDAY @20:00 7. FEB. FIMMTUDAGUR // THURSDAY @20:00 SKÓLASÝNING // SCHOOL SCREENING 10. FEB. SUNNUDAGUR // SUNDAY @17:45

IN MY ROOM 1. FEB. FÖSTUDAGUR // FRIDAY @20:00 4. FEB. MÁNUDAGUR // MONDAY @20:00 8. FEB. FÖSTUDAGUR // FRIDAY @17:40

HAGAZUSSA - A HEATHEN’S CURSE 2. FEB. LAUGARDAGUR // SATURDAY @20:00 6. FEB. MIÐVIKUDAGUR // WEDNESDAY @18:00 8. FEB. FÖSTUDAGUR // FRIDAY @20:00

IF I THINK OF GERMANY AT NIGHT 9. FEB. LAUGARDAGUR // SATURDAY @20:00 LOKAMYND // CLOSING FILM +TEKNÓPARTÍ // TECHNO-PARTY @22:00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.