Velkomin á Evrópska kvikmyndahátíð
Evrópskir kvikmyndagerðarmenn halda áfram að vera fremstir meðal jafningja þegar kemur að frábærum og áhugaverðum kvikmyndum. Evrópsku kvikmyndahátíðinni (e. European Film Festival Iceland / EFFI), sem fram fer í Bíó Paradís dagana 19.-29. september 2013, er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða innan kvikmyndagerðar á síðustu misserum. Hátíðin er haldin á vegum Evrópustofu – upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi í samstarfi við Bíó Paradís. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er pólska kvikmynda- og sjónvarpsleikstýran Agnieszka Holland sem einnig er vel þekkt sem handritshöfundur. Hún er ein af fáum starfandi kvenleikstjórum í Hollywood og hefur getið sér gott orð fyrir bæði listræna og pólitíska kvikmyndagerð. Á hátíðinni verður boðið upp á 12 nýjar og nýlegar myndir frá Evrópu auk eldri mynda í leikstjórn Agnieszku Holland. Auk þess verða sérviðburðir sem tengjast þeim myndum sem sýndar eru. Stærsti viðburður hátíðarinnar verður sýning á kvikmyndinni „Í myrkrinu“ (e. In Darkness) eftir Agnieszku Holland með sérstakri s j ó n l ý s i n g u f y r i r b l i n d a o g s j ó n s ke r t a . Þ e s s i d a g s k rá l i ð u r e r hluti af samvinnuverkefni Bíó Paradísar og Wroclaw-West Menningarmiðstöðvarinnar í Póllandi um að bæta aðgengi fatlaðra að menningu. Verkefnið nýtur stuðnings EES styrkja (e. EEA grants) en verndari þess í Póllandi er Agnieszka Holland. Meðal annarra sérviðburða hátíðarinnar er móttaka fyrir börn í tilefni frumsýningar lettnesku barnamyndarinnar „Mamma ég elska þig“ (Mother, I Love You) og fjörug dansveisla til til heiðurs evrópskri dansmenningu í k j ö l fa r sý n in gar h e i m il d a myndar in n ar „Shut Up and Play the Hits“. Þetta er í annað sinn sem Bíó Paradís stendur fyrir Evrópskri kvikmyndahátíð í samvinnu við Evrópustofu. Þjóðinni er boðið í bíóferð til Evrópu við setningu hátíðarinnar þann 19. september kl 19:30 en þá verða þrjár opnunarmyndir sýndar samtímis í Bíó Paradís og aðgangur er öllum frjáls og ókeypis. Evrópulönd eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð. Það er okkar von að Evrópsk kvikmyndahátíð, þar sem kastljósinu er beint að evrópskri kvikmyndagerð og menningu, verði að árlegum viðburði.
Kv i k m y n d i r The Broken Circle Breakdown Fegurðin mikla (La Grande Bellezza) Kvöl (Child’s Pose) Hunang (Miele) Oh Boy Gyllta búrið (The Gilded Cage) Mamma, ég elska þig (Mother, I Love You) Shut Up and Play the Hits Í blóma (In Bloom) Í myrkri (In Darkness) - með sjónlýsingu. Agnieszka Holland – spurt og svarað
Evrópa Evrópa (Europa Europa) Brennandi runni (Burning Bush) Fyrsti hluti
Brennandi runni (Burning Bush) Annar hluti
Brennandi runni (Burning Bush) Þriðji hluti Agnieszka Holland – Leikstjóraspjall Smærri útgáfa hátíðarinnar verður haldin á Akureyri síðar á árinu á vegum Kvikyndis, félags kvikmynda áhugamanna á Akureyri.
The Broken Circle Breakdown Belgía / Holland 2012 - 111 MÍN
LEIKSTJÓRI: Felix Van Groeningen. AÐALHLUTVERK: Veerle Baetens, Johan Heldenbergh, Nell Cattrysse. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Broken Circle Breakdown er nýjasta mynd leikstjórans Felix van Groeningen. Myndin er byggð á vinsælu samnefndu leikriti eftir Johan Heldenbergh og Mieke Dobbels og segir sögu Elise og Didier, tveggja mjög svo ólíkra einstaklinga sem kynnast fyrir tilviljun. Þau verða ástfangin, gifta sig og Elise verður óvænt ólétt. Þegar barn þeirra greinist með ólæknandi sjúkdóm reynir á samband þeirra. Myndin hefur farið sigurför um Evrópu og meðal annars hlotið verðlaun sem besta evrópska myndin hjá Europa Cinemas Label og áhorfendaverðlaun Berlinale 2013. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013. The Broken Circle Breakdon is director’s Felix van Groeningen’s latest film. Based on a theater play by Johan Heldenbergh and Mieke Dobbels, the movie tells the story of Elise and Didier, two very different people who get to know each other by chance. After they fall in love and get married, Elise unexpectedly becomes pregnant. When their child becomes seriously ill, their love is put to the test. The Broken Circle Breakdown won the Europa Cinemas Label as Best European Film and the Panorama Audience Award at the 2013 Berlinale. It is also nominated for the 2013 Lux Prize and the Peoples Choice Award at the 2013 European Film Awards. Fegurðin mikla
Ítalía / Frakkland 2013 - 142 MÍN
LEIKSTJÓRI: Paolo Sorrentino. AÐALHLUTVERK: Toni Servillo, Carlo Verdone, Sabrina Ferilli. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Fegurðin mikla er ítölsk/frönsk mynd eftir leikstjórann Paolo Sorrentino. Myndin gerist í Róm og segir sögu rithöfundar sem á erfitt með að horfast í augu við að vera farinn að eldast og lítur með biturleika aftur til ástríðufullra ára. Kvikmyndin var meðal annars tilnefnd til Gullpálmans á Cannes kvikmyndahátíðinni 2013 og hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á ítölsku Golden Globe kvikmyndahátíðinni. Myndin er einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2013. La Grande Bellezza (Eng: The Great Beauty) is an Italian/French film by director Paolo Sorrentino. Set in Rome, the movie tells the story of an aging writer who bitterly recollects his passionate, lost youth. The film was nominated for the Palme d’Or at the 2013 Cannes Film Festival and won the prize for best cinematography at the Italian Golden Globes. It is also being screened at the 2013 Toronto International Film Festival.
LEIKSTJÓRI: Calin Peter Netzer. AÐALHLUTVERK: Luminita Gheorghiu, Bogdan Dumitrache, Natasa Raab. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Kvöl
Rúmenía 2012 - 112 MÍN
Kvöl er rúmensk kvikmynd eftir leikstjórann Călin Peter Netzer. Myndin segir sögu Corneliu, stjórnsamrar móður sem sér sér leik á borði til að ná stjórn á fullorðnum syni sínum eftir að hann er ákærður fyrir manndráp. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún hlaut hin virtu verðlaun Gullbjörninn árið 2013. Child’s Pose (Romanian: Poziția copilului) is a Rumenianfilm by director Călin Peter Netzer, a 2013 Romanian drama, tells the story of Cornelia, a domineering mother who sees a chance to regain control over her adult son when he faces manslaughter charges. The film premiered in competition at the 2013 Berlinale, where it won the prestigious Golden Bear award.
LEIKSTJÓRI: Valeria Golino. AÐALHLUTVERK: Jasmine Trinca, Carlo Cecchi, Libero De Rienzo. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Hunang
Frakkland / Ítalía 2013 - 100 MÍN
Irene býr ein og lifir heldur einangruðu lífi. Hún hefur helgað lífi sínu aðhlynningu við fólk sem leitar aðstoðar og reynir að létta þjáningu þeirra, jafnvel þegar það tekur örlagaríkar ákvarðanir. Dag einn þá gefur hún sjúklingnum Grimaldi, sem er nýlagstur inn, of stórann lyfjaskammt til þess eins að komast að því að hann sé í raun og veru langt frá því að vera veikur. Samband Irene og Grimaldi er þrungið spennu og þróast á þann veg að líf hennar verður aldrei samt. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Hún er einnig tilnefnd til Lux verðlauna Evrópuþingsins árið 2013. Irene, nicknamed ‘Honey’ lives a lonely, solitary existence. She has devoted herself to people looking for help, and tries to alleviate their suffering even when they make extreme decisions. One day she supplies a new “client”, Grimaldi, with a fatal dose, only to find out that he’s perfectly healthy. From this moment on, Irene and Grimaldi become unwillingly locked in a tense and unusual relationship which will change Irene’s life forever. Miele premiered at the Un Certain Regard section of the 2013 Cannes Film Festival, where it won a commendation from the Ecumenical Jury. It was also nominated for the 2013 Lux Prize.
Gyllta búrið
Frakkland - Portúgal 2013 - 90 MÍN
LEIKSTJÓRI: Ruben Alves. AÐALHLUTVERK: Rita Blanco, Joaquim de Almeida, Roland Giraud. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Sprenghlægileg gamanmynd sem segir frá Portúgölsku pari, þeim Maríu og José, sem hafa búið í notalegri íbúð húsvarðar í glæsilegri 19. aldar byggingu í virtu hverfi í París í tæp 30 ár. Í gegnum tíðina hafa þau tengst fólkinu í umhverfi sínu svo um munar en innst inni vilja þau María og José fara frá Frakklandi og flýja hið gullna búr sem þau hafa skapað sér í París. Hversu langt munu nágrannar þeirra, fjölskylda og vinnuveitendur ganga til þess að koma í veg fyrir það að þau flytji? Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013 (The Peoples Choice Award at the 2013 European Film Awards). For nearly 30 years, Portuguese Maria and José Ribeiro have lived in the cozy concièrge’s apartment in a handsome 19th-century building in an upscale neighborhood in Paris for almost 30 years. Over the years, they’ve become very connected to those around them but deep down, Maria and José want to leave France and escape the guilded cage they have created in Paris. Just how far will their family, neighbors and employers go to prevent them from leaving? Oh Boy
Þýskaland 2012 - 85 MÍN
LEIKSTJÓRI: Jan Ole Gerster. AÐALHLUTVERK: Tom Schilling, Katharina Schüttler,Justus von Dohnányi. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Oh Boy er margverðlaunuð þýsk gamanmynd frá 2012 og er frumraun leikstjórans Jan Ole Gerster. Myndin er svarthvít og fylgst er með sólarhringi í lífi Nikos, ungs manns sem er atvinnulaus og hættur í námi, þar sem hann rekur stefnulaust um götur Berlínar. Myndin hefur hlotið fjöldan allann af verðlaunum, meðal virtustu verðlaun innan þýskrar kvikmyndaiðnaðarins; Þýsku kvikmyndaverðlaunin (German Film Award - Lola) 2013 fyrir bestu myndina. Myndin hlaut auk þess Lola verðlaun fyrir besta handrit, besta leikara í aðalhlutverki (Tom Schilling), besta aukaleikara (Michael Gwisdek) og bestu kvikmyndatónlistina. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013 (The Peoples Choice Award at the 2013 European Film Awards). Oh Boy is an awarded German comedy made in 2012 and is the debute of director Jan Ole Gerster. This black and white German comedy, the debut feature of director Jan Ole Gerster, recounts a day and a night in the life of Niko, an unemployed university dropout, as he wanders the streets of Berlin. Oh Boy was the winner of the 2013 German Film Award - Lola, for best feature film, the most prestigious award in German cinema. It also received Lolas for best screenplay, best director, best male actor in leading role (Tom Schilling), best male actor in supporting role (Michael Gwisdek) and best score. It is also nominated for the Peoples Choice Award at the 2013 European Film Awards.
LEIKSTJÓRI: Janis Nords. AÐALHLUTVERK: Kristofers Konovalovs, Vita Varpina, Matiss Livcans. ÍSLENSKUR TEXTI/ICELANDIC SUBTITLES
Mamma, ég elska þig Lettland 2013 - 82 MÍN
Mamma, ég elska þig er raunsæ dramatísk mynd sem gefur áhorfandanum innsýn inn í tilfinningalíf innhverfs ungs drengs, Raimond. Í myndinni er þeim samskiptum sem móðir og sonur eiga til þess að endurbyggja samband sitt lýst á einstaklega næman hátt. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. á kvikmyndahátíðinni í Berlín (Berlinale Film Festival) 2013 og á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles 2013. Myndin vann til verðlauna Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna á kvikmyndahátíðinni í Zlín. Mother, I Love You is a realistic drama that explores the emotional life of an introverted boy named Raimond. It charts the difficult path a mother and a son must travel to rebuild their troubled relationship. The film has won several awards, including the Grand Prix of the Generation Kplus International Jury at the 2013 Berlinale Film festival, best narrative feature at the 2013 Los Angeles Film Festival and the European Children’s Film Association Award at the 2013 Zlín Film Festival. LEIKSTJÓRAR: Nana Ekvtimishvili, Simon Groß. AÐALHLUTVERK: Lika Babluani, Mariam Bokeria, Zurab Gogaladze. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Í blóma
Georgía / Frakkland / Þýskaland 2013 - 102 MÍN
Myndin gerist í upphafi tíunda áratugarins í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, þá nýlega sjálfstæðu ríki. Eftir fall Soviétríkjanna er landið þjakað af ofbeldi sem birtist í sjálfskipuðum löggæslumönnum og stríði á Svartahafsströndinni (Abkhazia). Fyrir hinar fjórtán ára óaðskiljanlegu vinkonur, Eka og Natia, heldur lífið áfram þrátt fyrir ráðríka karlmenn, snemmbúin hjónabönd og að vera sviptar öllum tálvonum um ást. Myndin vann til C.I.C.A.E. verðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Berlín (Berlinale Film Festival) árið 2013 og ásamt fjölda annarra verðlauna hlaut hún verðlaun Aljóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda (FIPRESCI) á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Hong Kong. It’s the early nineties, in Tbilisi, the capital of the newly independent Georgia. Following the collapse of the Soviet Union, the country is plagued by violence, in the form of vigilante justice and war on the Black Sea coast (Abkhazia). But for Eka and Natia, two inseparable 14-year-olds confronted with dominating males, early marriage and the disillusionment of love, life simply goes on. In Bloom received the C.I.C.A.E. prize at the 2013 Berlinale, the FIPRESCI prize at the 2013 Hong Kong International Film Festival, and various other awards.
Í myrkri
Pólland 2011 - 145 MÍN
LEIKSTJÓRI: Agnieszka Holland. AÐALHLUTVERK: Robert Wieckiewicz, Benno Fürmann, Agnieszka Grochowska. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES með sjónlýsingu. Agnieszka Holland – spurt og svarað.
Í myrkri, eftir leikstjórann Agnieszka Holland, er byggð á sannsögulegum atburðum Myndin fjallar um Leopold Socha, sem vinnur í holræsum og stundar smáþjófnað í borginni Lvov í Póllandi, sem er hernuminn af nasistum. Dag einn verður hópur gyðinga sem reyna að flýja útrýmingu gyðingahverfisins á vegi hans. Hann ákveður, gegn greiðslu, að fela fólkið í völundarhúsi holræsanna, fyrir neðan eril borgarinnar. Myndin verður sýnd með sjónlýsingu ásamt því að leikstjórinn mun bjóða upp á spurningar úr sal eftir sýningu myndarinnar. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum Besta erlenda myndin árið 2012. Heyrnartól sem notuð verða við sjónlýsinguna verða aðgengileg blindum og sjóndaufum á staðnum. Heiðursgestur hátíðarinnar, Agnieszka Holland, mun sitja fyrir svörum að lokinni sýningu. From acclaimed director Agnieszka Holland, In Darkness is based on the true story of Leopold Socha, a sewer worker and petty thief in Lvov, a Nazi-occupied city in Poland, who one day encounters a group of Jews trying to escape the liquidation of the ghetto. In exchange for money, he keeps them hidden in the labyrinth of the town’s sewers, beneath the bustling activity of the city above. The film was nominated for the Oscar for best foreign language film in 2012. For this screening, headsets with a recorded audio description of the film will be available for visually impaired members of the audience. A Q&A with the director Agnieszka Holland, the festival’s guest of honor, will follow the screening. Evrópa Evrópa
Þýskaland / Frakkland / Pólland 1990 - 112 MÍN
LEIKSTJÓRI: Agnieszka Holland. AÐALPERSÓNUR: Solomon Perel, Marco Hofschneider, René Hofschneider. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Myndin er byggð á sjálfsævisögu Solomon Perel, þýskættuðum gyðingi, sem flúði barnungur útrýmingabúðir nasista þegar hann þóttist vera arískur þjóðverji. Myndin heitir á frummálinu Hitlerjunge Salomon sem þýðir Salomon í Hitlersæskunni. Myndin vann Golden Globe verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin árið 1991 og var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sama ár fyrir besta handritið. Based on the 1989 autobiography of Solomon Perel, a German Jew who as a boy escaped the Holocaust by masquerading not just as a non-Jew but as an elite, Aryan German. Its original German title, Hitlerjunge Salomon, means “Hitler Youth Salomon”. Europa Europa won the Golden Globe for best foreign language film in 1991 and was nominated for the Oscar for best adapted screenplay.
LEIKSTJÓRI: Agnieszka Holland. AÐALHLUTVERK: Tatiana Pauhofová, Jaroslava Pokorná, Petr Stach. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES Hluti 1 – Hluti 2 – Hluti 3
Brennandi runni Tékkland, 2013
Brennandi runni er röð þriggja þátta sem gerðir voru fyrir sjónvarpstöðina HBO eftir hina heimsþekktu pólsku leikstýru Agnieszku Holland. Þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum og persónum. Þessi áleitna og dramatíska saga fjallar um persónulegar fórnir sagnfræðinemans Jan Palach sem kveikti í sér til að mótmæla hersetu sovéska hersins í Tékkóslóvaíku árið 1969. Ungi lögfræðingurinn Dagmar Buresová varð hluti af arfleið Jans þegar hún tók að sér að vera fulltrúi fjölskyldu hans í réttarhöldum gegn kommúnískri ríkistjórn, sem reyndi að svipta Jan heiðrinum af þessari hetjulegu fórn sem hann færði til að frelsa Tékkóslóvakíu. Burning Bush is a three-part miniseries created for HBO by world-renowned Polish director Agnieszka Holland. Based on real characters and events, this haunting drama focuses on the personal sacrifice of a Prague history student, Jan Palach, who set himself on fire in 1969 to protest the Soviet occupation of Czechoslovakia. Dagmar Buresová, a young lawyer, became part of Palach’s legacy by representing his family in a trial against the communist government, which tried to dishonor Palach’s heroic sacrifice for the freedom of Czechoslovakia.
LEIKSTJÓRAR: Will Lovelace, Dylan Southern. AÐALPERSÓNUR: James Murphy, Chuck Klosterman, Keith Anderson. ENSKUR TEXTI/ENGLISH SUBTITLES
Shut Up and Play the Hits Heimildamynd / Bretland 2012 - 108 MÍN
Shut Up and Play the Hits er heimildamynd frá 2012 eftir Dylan Southern og Will Lovelace. Myndin fylgir framlínumanni hljómsveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy, í 48 klukkutíma, frá deginum sem hljómsveitin hélt sína síðustu tónleika í Madison Square Gaden, þar til morguninn eftir tónleikana. Í myndinni eru einnig sýnd brot úr viðtali sem hinn vinsæli blaðamaður Chuck Klosterman tók við Murphy. Myndin vann verðlaun fyrir „bestu efnistök á lifandi tónlist“ á Bresku myndbandatónlistarverðlaununum (UK Music Video Awards) árið 2012. This 2012 documentary follows LCD Soundsystem frontman James Murphy over a 48-hour period, from the day of the band’s final gig at Madison Square Garden until the morning following the show. The film also features excerpts from an extended interview Murphy gave pop-culture writer Chuck Klosterman. It was the winner in the Best Live Music Coverage category at the UK Music Video Awards.
H e i ð u r s g e st u r
Agnieszka Holland Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er pólska kvikmynda- og sjónvarpsleikstýran Agnieszka Holland sem einnig er vel þekkt sem handri t shöf u n d u r. Hún er ein af fáum starfandi kvenleikstjórum í Hollywood og h e f u r g e t i ð s é r g o t t o r ð f y r i r b æ ð i l i st ræ n a o g p ó l i t í s k a kvikmyndagerð. Sérstök sýning verður sett upp í anddyri Bíó Paradísar þar sem margvíslegir munir sem koma fyrir í verkum Holland eru sýndir í heiðursskyni við feril þessarar merku leikstýru. Sýningin veitir gestum einnig einstaka innsýn inn í heim kvikmyndaleikstjórnar í Evrópu á níunda og tíunda áratugnum.
G u e st o f H o n o u r
Agnieszka Holland The guest of honor of the second European Film Festival Iceland is Agnieszka Holland, an acclaimed Polish film and TV director and screenwriter. Holland is one of Poland’s most prominent contemporary filmmakers, most known for her highly political contributions to Polish and world cinema. A special exhibition of artifacts from Holland’s films, in honor of Holland’s career, will also be on display in the lobby of Bíó Paradís. The exhibition also provides a unique insight into the world of European film direction in the 1980´s and 90´s.
Ísland og Pólland fyrir aðgengi að menningu
Ísland og Pólland fyrir aðgengi að menningu, er verkefni sem að standa þessar tvær þjóðir og er markmiðið að stuðla að betra aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum. Á árunum 2013-2016 verða haldnir, á Íslandi og í Póllandi, reglulegir menningarviðburðir sem styðja eiga við markmið verkefnisins. Við aðstandendur Evrópskrar kvikmyndahátíðar erum stolt af því að kynna fyrsta viðburðinn í þessu verkefni en laugardaginn 28. september kl 15:00 verður verðlaunamynd Agnieszku Holland, Í myrkri (e. In Darkness), sýnd í Bíó Paradís með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta.
Með sjónlýsingu á kvikmyndum er blindu og sjónskertu fólki veittur aðgangur að þeim hluta sjónmenningar sem stendur þeim mjög sjaldan til boða. Leikstýran Agnieszka Holland er verndari verkefnisins í Póllandi en verndari þess hér á landi er Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Hún verður viðstödd þessa sýningu í Bíó Paradís og mun svara spurningum að lokinni sýningu. Næsti hluti verkefnisins fer fram í Póllandi og verður þá íslensk kvikmynd sýnd á sama hátt þar.
Iceland and Poland f o r A c c e s s t o C u lt u r e
Iceland and Poland for Access to Culture is a joint program between the two countries to promote improved access to cultural events for people with all types of handicaps. Between 2013 and 2016, both Iceland and Poland will hold a series of events in support of the project. We at Bíó Paradís and the European Film Festival Iceland are proud to bring you the first such event. 28 September at 15:00, In Darkness, an awarded film by Agnieszka Holland will be screened and a recorded audio description of thefilm willbeavailablefortheblindandvisually impairedmembersof theaudience.
The audio description provides blind and visuallu impaired people a rare access to a visual medium which is usually unavailable to them. Director Agnieszka Holland is the Polish ambassador for the Access to Culture project and she will attend this screening and be present for a Q&A session afterwards. The Icelandic ambassador for the project is the Mayor of Reykjavík, Jón Gnarr. The next event in connection to the project will be the screening of an Icelandic film with an audio discription available in Poland.
SÝNINGATÍMAR / SCREENING TIMES
Fimmtudagur 19. september - Opnunarkvöld: 1 9 : 3 0 Létt móttaka // Fordrykkur 20:00 Broken Circle Breakdown Fegurðin mikla (La Grande Bellezza) Kvöl (Child’s Pose) 22:00 Lifandi tónlist – Hljómsveitin Illgresi veitingar – allir velkomnir
FÖSTUDAGUR 20. september: 18:00 Hunang (Miele) 20:00 Gyllta búrið (The Gilded Cage) 22:00 Oh Boy
LAUGARDAGUR 21. september: Móttaka – öll fjölskyldan velkomin kl 17:30 18:00 Mamma, ég elska þig (Mother, I Love You) 20:00 Shut Up and Play the Hits 22:00 DANSPARTÝ MEÐ DJ YAMAHO OG DJ HOUSEKELL
Sunnudagurinn 22. september: 18:00 Mamma, ég elska þig (Mother, I Love You) 20:00 Oh Boy 22:00 Fegurðin mikla (La Grande Bellezza)
Mánudagur 23. september: 18:00 Oh Boy 20:00 Gyllta búrið (The Gilded Cage) 22:00 Hunang (Miele)
Þriðjudagur 24. september: 17:20 Fegurðin mikla (La Grande Bellezza) 20:00 Í blóma (In Bloom) 22:00 Broken Circle Breakdown
Miðvikudagur 25. september: 17:50 Kvöl (Child’s Pose) 20:00 Broken Circle Breakdown 22:00 Í blóma (In Bloom)
Fimmtudagur 26. september: 17:50 Broken Circle Breakdown 20:00 Hunang (Miele) 22:00 Gyllta búrið (The Gilded Cage)
Föstudagur 27. september: 18:00 Í blóma (In Bloom) 20:00 Evrópa Evrópa (Europa Europa) 22:00 Kvöl (Child’s Pose)
Laugardagur 28. september: 15:00 Í myrkri (In Darkness) – með sjónlýsingu Agnieszka Holland – spurt og svarað 1 8 : 0 0 Mamma, ég elska þig (Mother, I Love You) 20:00 Oh Boy
Sunnudagur 29. september : 16:00 Brennandi runni (Burning Bush) hluti 1 1 8 : 0 0 Brennandi runni (Burning Bush) hluti 2 20:00 Brennandi runni (Burning Bush) hluti 3 LEIKSTJÓRASPJALL MEÐ AGNIESZKU HOLLAND
Lokahóf og mótttaka til heiðurs Agnieszku Holland
NJÓTIÐ EVRÓPSKRA KVIKMYNDA Á GÓÐU VERÐI ENJOY GREAT EUROPEAN CINEMA AT A GREAT PRICE Almennt miðaverð / General admission: 700 kr
Þ a k k a r e ft i r fa r a n d i s t y r k ta r a ð i l u m
POLAND Sendiráðið Lýðveldísins Póllands í Reykjavík
ICELAND AG A I N S T E X C L U S I O N F R O M C U LT U R E
Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu
SENDINEFND ESB Á íslandi
Bíó par a d í s - HV er f i s gata 5 4 - b i o par a d is .is