Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011. Í umsókn borgarinnar til UNESCO, sem var gefin út í febrúar sama ár, er litið yfir bókmenntir og bókmenntalíf í Reykjavík. Þar er einnig bókmenntaslóð sem hægt er að rölta eftir og viðburðadagatal sem gefur mynd af fjölbreyttum bókmenntatengdum viðburðum frá haustinu 2009 til haustsins 2010.