UMHVERFIS- OG FLOKKUNARHANDBÓK
Efnisyfirlit Ávarp forstjóra...............................2 Umhverfisstefna BYKO................3 Úrgangur í BYKO...........................5 Markmið og tilgangur..................6 Mikilvægi þess að flokka og endurvinna......................................6 Vistvænni lífstíll.............................7 Helstu sorpflokkar.......................8 Flokkunartafla............................ 17 Málað eða ómálað timbur.......20
Ávarp forstjóra
Umhverfismál eru okkur hugleikin. Við viljum gera betur, við viljum láta taka okkur alvarlega þegar kemur að umhverfismálum. Ábyrgð okkar er tvöföld sem snýr annars vegar að okkar eigin rekstri og hins vegar að viðskiptavininum þ.e. að bjóða upp á vistvæna valkosti þegar kemur að framkvæmdum. Umhverfisvandamál eru vandamál fólks, umhverfismál stafa af umsvifum fólks, hafa áhrif á fólk og lausn þeirra er undir fólki komin. Við gerum okkur grein fyrir okkar hlutverki og hvað við þurfum að gera til að ná árangri. Eitt af markmiðum okkar er einmitt það að við öll sem eitt lítum okkur nær, vinnum í því að auka umhverfisvitund okkar og þá breytist hegðunin. Starfsáætlun og umhverfisstefna BYKO í umhverfismálum og mælikvarðar því samfara sýna okkur með skýrum hætti hvert við stefnum. Saman náum við árangri og slagorðið okkar á vel við í þessum efnum „GERUM ÞETTA SAMAN“
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
2
Umhverfisstefna BYKO Síðastliðið ár hefur verið aukin áhersla á umhverfismál í starfsemi BYKO en eitt af stóru stefnumótandi verkefnum fyrirtækisins er innleiðing á umhverfisstefnu BYKO. Umhverfisnefnd hefur verið starfandi innan fyrirtækisins og fór hún í greiningarvinnu á starfsemi BYKO með hliðsjón af umhverfismálum. Nefndin skilaði af sér umhverfisáætlun og umhverfisstefnu BYKO sem ber yfirskriftina Vistvæn saman.
BYKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingarvörumarkaði fyrir fagmenn og einstaklinga sem eru í framkvæmdahug. Vistvænt BYKO er hugtak sem lýsir því hvernig við vinnum að umhverfismálum í eigin starfsemi og í samstarfi við birgja og viðskiptavini. Þannig minnkum við stöðugt vistspor fyrirtækisins. Til að ná árangri fylgir BYKO eftirfarandi meginreglum:
VIÐ AUÐVELDUM VISTVÆNAR FRAMKVÆMDIR
Í samstarfi við birgja bjóðum við upp á hagkvæma og vistvæna valkosti í öllum vöruflokkum. Við auðveldum viðskiptavinum að finna og velja vörur sem hægt er að nota í vistvænar byggingar, óháð vottunarkerfi.
VIÐ ERUM FAGLEG OG FRAMSÆKIN
Við búum yfir þekkingu og reynslu og leggjum metnað í að fagmennska og áreiðanleiki einkenni störf okkar. Starfsmenn fá stöðuga endurmenntun svo viðskiptavinir geti treyst ráðgjöf okkar varðandi umhverfismál og framkvæmdir.
VIÐ SETJUM OKKUR MARKMIÐ
Við setjum okkur tímasett markmið með framkvæmdar- og tímaáætlun.
VIÐ GERUM BETUR
Í eigin starfsemi fylgjum við lögum og reglum og bjóðum vörur og lausnir sem eru umfram það sem lög og reglur krefjast.
VIÐ BERUM ÁBYRGÐ
Við berum ábyrgð á umhverfisáhrifum fyrirtækisins í öllum stigum virðiskeðjunnar og væntum þess að birgjar og aðrir hagsmunaaðilar geri það einnig.
UMHVERFISSTEFNAN SNÝR AÐ FJÓRUM MEGINÞÁTTUM: 1. Við auðveldum vistvænar framkvæmdir og erum skýr valkostur viðskiptavina þegar kemur að umhverfisvænum lausnum 2. Setjum okkur skýr og mælanleg markmið 3. Við ætlum að gera betur en lög og reglugerðir kveða á um 4. Stöðug þjálfun og fræðsla starfsfólks sem og viðskiptavina Umhverfisáætlun 2019 segir að BYKO sé til fyrirmyndar í umhverfismálum en það að vera fyrirmynd þýðir að önnur fyrirtæki, óháð atvinnugreinum, líta til okkar varðandi nálgun og aðgerðir okkar í umhverfismálum.
Eins og umhverfisstefnan kveður á um þá setjum við okkur skýr og mælanleg markmið og höfum lagt áherslu að setja okkur markmið í eftirfarandi málaflokkum:
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
3
Bætt flokkun - magn flokkaðs / óflokkaðs úrgangs
VELJUM VISTVÆNT
– Sjá nánar í kaflanum „Úrgangur í BYKO“
Fækkun plastpoka í verslunum Árið 2018 notaði BYKO um 100 þúsund plastburðarpoka ásamt 135 þúsundum smápoka úr plasti en það eru sjálfsafgreiðslupokar undir skrúfur, festingar og fleira. Nú höfum við skipt yfir í burðar- og smápoka úr pappír og stefnum á að nota helmingi minna af plastburðarpokum árið 2019. Árið 2020 stefnum við svo á að hætta alfarið með plastpoka. Drögum úr pappírsnotkun Kolefnismarkmið BYKO hefur sett sér það markmið að draga úr kolefnislosun frá eigin starfsemi en losunin var um 450 tonn árið 2018. Ef vöruflutningar eru teknir inn í reikninginn þá má tífalda þessa tölu. Uppsetning hleðslustöðva, rafvæðing tækja- og bílaflota, bætt flokkun eru allt dæmi um aðgerðir sem munu skila sér í minni kolefnislosun frá eigin starfsemi.
Starfsmenn með samgöngusamning Við hvetjum starfsfólk okkar til að nýta sér vistvæna ferðamáta með samgöngusamningum ásamt því að bjóða starfsfólki okkar strætókort á sérkjörum. Framboð og sala á „umhverfishæfum“ og umhverfisvottuðum vörum BYKO er nú þegar með gott úrval af umhverfisvottuðum og umhverfishæfum vörum til sölu. Við viljum auka framboð okkar á vistvænum vörum ásamt því að auðkenna þær í verslunum okkar og á heimasíðu okkar til að auðvelda vistvænar framkvæmdir. Sóun Sóun er líklegast eitt af stærstu umhverfisvandamálum fyrirtækisins og er stefnan sett á að fara í greiningarvinnu til að kortleggja sóunina. Í kjölfarið verður svo farið í að skoða þær úrbætur sem hægt væri að fara í til að draga úr sóuninni. Meirihluti verkefnanna, sem voru sett fram í umhverfisáætlun BYKO fyrir árið 2019, er kominn af stað en það sem hefur skipt sköpum hefur verið jákvæðni starfsfólks í garð þeirra. Það er þó nóg eftir og hugsa mætti um þessa vegferð okkar sem langhlaup en ekki spretthlaup. Við getum alltaf gert betur en það er einmitt það sem við höfum sett okkur stefnu í að gera betur og vinna stöðugt að því að afla okkur þekkingar.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
4
Úrgangur í BYKO
ÚRGANGUR Í BYKO
Árið 2018 var úrgangur frá starfsemi BYKO í kringum 970 tonn en þar með talið eru ekki þau spilliefni sem þurfti að farga. Við greiddum um 40 milljónir króna fyrir þennan úrgang.
Mynd 1: Úrgangsflokkar Byko Á mynd 1 má sjá umfang úrgangsflokka BYKO árið 2018, umfangsmestu flokkarnir voru óendurvinnanleg efni og blandað timbur. Það sem er áhugavert við þessar tölur er að við ættum að geta dregið úr umfangi þessara flokka til muna með aukinni og bættri flokkun. Líkleg ástæða fyrir því að óendurvinnanleg efni eru svona stór hluti hjá okkur er vegna þess að almennileg flokkunaraðstaða hefur hingað til ekki verið til staðar. Því gætu endurvinnanleg efni hafa lent með óendurvinnanlegum efnum. Mikilvægt er að við náum góðum tökum á úrgangsmálum okkar til að við sköpum trúverðugleika. Eitt af verkefnunum undir umhverfisáætlun BYKO var að koma flokkun á starfsstöðvum í lag og er nú þegar hafin vinna við að koma upp flokkunaraðstöðu á öllum starfsstöðvum okkar.
Við höfum sett okkur eftirfarandi markmið í úrgangsmálum fyrir árið 2019: Minnka magn af blönduðu timbri um helming Minnka magn blandaðs og grófs úrgangs um 20% Við teljum að þessi markmið ættu að vera vel framkvæmanleg en sem dæmi má nefna að eftir yfirfærslu á skilgreiningum um hvað telst hreint timbur kom í ljós að mest allt timbur frá BYKO er hægt að flokka sem hreint timbur.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
5
MINNKUM KOLEFNISSPORIÐ
Markmið og tilgangur Þessi handbók er liður í umhverfisfræðslu sem við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái. Í henni er hægt að fræðast um ýmislegt tengt umhverfismálum eins og umhverfisáætlun BYKO og hvers vegna flokkun og endurvinnsla eru mikilvæg. Í handbókinni eru líka ýmis góð ráð um hvernig lifa má vistvænni lífstíl ásamt ítarlegum skilgreiningum á helstu úrgangsflokkum BYKO. Megintilgangur þessarar flokkunarhandbókar er því að leiðbeina og fræða starfsfólk BYKO um úrgangs- og flokkunarmál með von um að hægt verði að draga úr þeim gífurlega mikla úrgangi sem er sendur til urðunar frá starfsemi BYKO. Einnig viljum við auka þekkingu og færni starfsfólks okkar til að stuðla að vistvænu samfélagi og vera vistvæn saman.
Mikilvægi þess að flokka og endurvinna Allt sem við kaupum, eignumst, neytum, notum og hendum er unnið úr hráefnum sem eiga sér uppruna í náttúrunni. Tré þarf að fella svo hægt sé að framleiða pappír, plast er unnið úr olíu, málmar eru unnir úr námum með tilheyrandi jarðraski og meira má telja upp. Mikið af þessum hráefnum endurnýja sig ekki í náttúrunni eða eru mjög lengi að endurnýja sig. Við erum því að ganga óhóflega á þessar auðlindir. Með því að endurvinna þau efni, sem eru til nú þegar, náum við að draga úr þessari óhóflegu notkun og minnka álag á auðlindir okkar. Við búum til hringrás og miðar hún að því að frumvinnsla á hráefnum minnki. Í staðinn fyrir að sækja efni til framleiðslu í auðlindirnar notum við það efni sem er nú þegar til staðar. Flokkun sorps er forsenda endurnýtingar og endurvinnslu. Með því að flokka úrgang komum við hráefnum í réttan endurvinnslufarveg og drögum úr því magni sem fer til urðunar. Við náum því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því að nýtingartími urðunarstaða lengist.
Frumvinnsla hráefna
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
6
Vistvænni lífstíll – nokkur ráð Í hugum margra getur spurningin „Hvað get ÉG gert til að sporna gegn slæmum umhverfisáhrifum?“ verið flókin en við stöndum frammi fyrir mörgum ákvörðunum. Hér eru nokkur einföld ráð um hvernig hægt er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, bæði í starfi og í daglegu lífi. Að velja frekar fjölnota vörur í stað einnota Gríptu frekar fjölnota bollann þegar þú ætlar að fá þér kaffi og settu hann síðan í uppþvottavélina eða vaskaðu hann upp eftir notkun. Það er miklu einfaldara en að grípa einnota kaffimál sem þurfti að framleiða, flytja til landsins, flytja á starfsstöð BYKO, sem verður eftir notkun sent í endurvinnslu eða mjög líklega endar í urðun. Allt þetta hnjask fyrir um það bil 5-10 mínútna notkun á kaffimálinu. Tileinkaðu þér sorpflokkun og skilaðu til endurvinnslu Með því að flokka og skila til endurvinnslu minnkum við rúmmál þess úrgangs sem fer til urðunar ásamt því að stuðla að aukinni endurnýtingu á auðlindum. Dragðu úr óhóflegri neyslu og sýndu nægjusemi Þótt markmiðið sé að flokka úrgang og koma honum í endurvinnslu er aðaltakmarkið að draga úr umfanginu sem fellur til. Veldu umhverfisvottaðar eða vistvænar vörur ef þú þarft að kaupa eitthvað Umhverfisvottaðar vörur, eins og Svansmerktar vörur, þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur og ná þær yfirleitt yfir allan líftíma vörunnar, það er framleiðslu, notkun og förgun á vörunni. Kröfurnar eru t.d. settar á auðlindanotkun við framleiðslu, efnanotkun; að varan innihaldi ekki ákveðin umhverfis- eða heilsuskaðleg efni, orkunotkun á framleiðslu- og líftíma. Notaðu vistvænar samgöngur – hjólandi, gangandi eða taktu strætó BYKO hvetur allt starfsfólk sitt til að nýta sér vistvænar samgöngur. Hægt er að kaupa strætókort á sérkjörum, árskort að andvirði níu mánaða strætókorts. Einnig er hægt að gera samgöngusamning en þá getur þú fengið 7.500 krónur á mánuði skattfrjálst fyrir það að mæta fjórum sinnum í viku með vistvænum samgöngum. Endurnýttu það sem þú átt til nú þegar og gefðu ónotuðum hlutum nýtt líf með því að gefa þá áfram. Dragðu úr orkunotkun Slökktu á ljósum og á rafmagnstækjum þegar þau á ekki að nota.
FRÓÐLEIKSMOLAR Vissir þú að... ... sumt efni ber úrvinnslugjald. Það þýðir að ef við komum því í rétt endurvinnsluferli og pössum upp á flokkunina fáum við greitt fyrir hvert kíló sem við skilum til endurvinnslu. ... allur úrgangur, sem endar í eða er safnað í svartan ruslapoka, flokkast sem blandaður úrgangur. ... endurvinna má sama bylgjupappakassann allt að sjö sinnum ... fyrir hvert tonn af pappír sem fer í endurvinnslu sparast um 17 fullvaxin tré. ... hægt er að finna út hvort umbúðirnar séu úr plasti eða áli með mjög einföldum hætti. Ef þú krumpar umbúðirnar saman og það sprettur út aftur er það plast, ef það helst samankrumpað er það ál.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
7
Helstu sorpflokkar Lífrænt sorp Lífrænn úrgangur er sá úrgangur sem brotnar niður í náttúrunni eða er notaður í gasgerðarstöðvar. Dæmi: Matarleifar – kjötbein meðtalin, munnþurrkur, garðaúrgangur, sag, trjákurl. Frágangur: Lífrænum úrgangi er safnað í jarðgeranlegan (e. biodegradable) poka, poka sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni, og er settur í ílát fyrir lífrænan úrgang. Hvað verður um: Gámaþjónustan sækir lífrænan úrgang sem safnast saman. Úrgangurinn er sendur í jarðgerð og er moltan sem fæst úr henni jarðvegsbætir með háu áburðargildi.
Blandaður úrgangur Allur úrgangur sem hefur ekki skilgreindan endurvinnslufarveg. Dæmi: Uppsóp, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastefni með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), óhreinar umbúðir (t.d. umbúðir með leifum af mat) Frágangur: Blönduðum úrgangi er annað hvort safnað í glæran eða svartan plastpoka, sem er síðan komið fyrir í viðeigandi íláti frá Gámaþjónustunni fyrir blandaðan úrgang, eða úrganginum er hent beint í ílát fyrir blandaðan úrgang. Allur úrgangur, sem endar í eða er safnað í svartan ruslapoka, flokkast sem blandaður úrgangur. Hvað verður um: Gámaþjónustan sækir blandaðan úrgang sem hefur safnast upp á starfsstöðvum. Úrgangurinn er sendur til urðunar eða í brennslu.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
8
Grófur úrgangur Blandaður byggingaúrgangur sem flokkast ekki í ofangreinda flokka og er ekki með skilgreindan endurvinnsluferil. Dæmi: Frárennslirör, þakpappi, einangrunarplast, PE og PP rör. Frágangur: Grófum úrgangi er komið fyrir í viðeigandi ílát frá Gámaþjónustunni fyrir óendurvinnanlegan úrgang. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir grófan úrgang sem hefur safnast saman. Grófur úrgangur er sendur til urðunar eða í brennslu.
Plast Mikið plast fellur til hjá BYKO. Til einföldunar munum við skipta því í glæra plastfilmu, litaða plastfilmu, plastbönd og blandað umbúðarplast. Annað plast, sem telst ekki sem umbúðarplast, eins og rör, barkar og fleira, flokkast sem grófur úrgangur. Mikilvægt er að allt plast, sem er sent til endurvinnslu, sé hreint, þ.e.a.s. tómt, án allra aðskotahluta, án matarleifa o.s.frv.
GLÆR PLASTFILMA Glær plastfilma utan af vörubrettum, trjábúntum og fleiru er verðmæt og ber úrvinnslugjald. Við viljum því koma henni í endurvinnslufarveg en glæru filmuna þarf að skilja frá öðrum plastfilmum og -umbúðum þegar henni er komið áfram í endurvinnslu.
Sé filman flokkuð MEÐ bylgjupappa og sett í pressu eða pressugám Filman þarf að vera aðskilin frá pappanum, litaðri filmu og plastböndum. Glæru filmunni er safnað saman í glæra plastpoka og er pokanum komið fyrir í pressu eða gámi. Ástæðan fyrir því er að Gámaþjónustan getur þá léttilega tínt út pokana með glæru filmunni og komið henni í endurvinnslufarveg. Fari filmurnar í pressu þarf að passa að réttir plastpokar séu notaðir en nota þarf plastpoka sem hentar við pressun. Þeir pokar eru gataðir með örsmáum götum til að koma í veg fyrir að þeir springi við þrýsting.
Breidd, Timburverslun, Lagnaverslun, Grandi og Selfoss
Frágangur: Misjafnt er eftir starfsstöðvum hvernig flokkun á umbúðafilmum er háttað.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
Suðurnes
Sé filman flokkuð MEÐ bylgjupappa og sett í gám eða annað ílát: Filman þarf að vera aðskilin frá pappanum, litaðri filmu og plastböndum. Glæru filmunni er safnað saman í glæra plastpoka og er pokanum komið fyrir í gámi eða öðru viðeigandi íláti. Ástæðan fyrir því er að Gámaþjónustan getur þá léttilega tínt út pokana með glæru filmunni og komið henni í endurvinnslufarveg.
9
Akureyri
Sé filman flokkuð ÁN bylgjupappa og fer ein og sér í baggapressu: Glæra filman er sett beint í pressu. Gámaþjónustan sér um að flokka glæru filmuna frá lituðu umbúðarfilmunum.
Leigumarkaður
Sé filman flokkuð sem annað umbúðaplast: Filman þarf að vera aðskilin frá öðru umbúðaplasti og flokkast ein og sér í glæran plastpoka, pokanum er síðan komið fyrir í íláti fyrir blandað umbúðaplast. Á starfsstöð Gámaþjónustunnar tína starfsmenn út pokana með glæru filmunni og koma henni í endurvinnslufarveg.
LITUÐ PLASTFILMA Litaðri plastfilmu utan af vörubrettum, trjábúntum og fleiru er safnað saman. Frágangur: Misjafnt er eftir starfsstöðvum hvernig flokkun á umbúðafilmum er háttað. Breidd, Timburverslun, Lagnaverslun, Grandi og Selfoss
Sé filman flokkuð MEÐ bylgjupappa og sett í pressu eða pressugám Filman þarf að vera aðskilin frá pappanum, glæru filmunni og plastböndum. Filmunni er safnað saman í glæra plastpoka og er pokanum komið fyrir í pressu eða gámi. Ástæðan fyrir því er að Gámaþjónustan getur þá léttilega tínt út pokana með lituðu filmunni og komið henni í endurvinnslufarveg. Fari filmurnar í pressu þarf að passa að réttir plastpokar séu notaðir en nota þarf plastpoka sem henta við pressun. Þeir pokar eru gataðir með örsmáum götum til að koma í veg fyrir að þeir springi við þrýsting Sé filman flokkuð MEÐ bylgjupappa og sett í gám eða annað ílát: Suðurnes
Filman þarf að vera aðskilin frá pappanum, glæru filmunni og plastböndum. Filmunni er safnað saman í glæran plastpoka og er pokanum komið fyrir í gámi eða öðru viðeigandi íláti. Ástæðan fyrir því er að Gámaþjónustan getur þá léttilega tínt út pokana með lituðu filmunni og komið henni í endurvinnslufarveg.
Akureyri
Sé filman flokkuð ÁN bylgjupappa og sett ein og sér í baggapressu: Litaða filman er sett beint í pressu. Gámaþjónustan sér um að flokka lituðu filmuna frá glæru umbúðafilmunum.
Leigumarkaður
Sé filman flokkuð sem annað umbúðaplast: Filman þarf að vera aðskilin frá öðru umbúðaplasti og flokkast ein og sér í glæran plastpoka, pokanum er síðan komið fyrir í íláti fyrir blandað umbúðaplast. Á starfsstöð Gámaþjónustunnar tína starfsmenn út pokana með lituðu filmunni og koma henni í endurvinnslufarveg.
PLASTBÖND Plastböndum af vörubrettum, trjábúntum og fleiru er annað hvort safnað saman í glæran plastpoka einum og sér eða flokkuð undir „blandað umbúðaplast“. Frágangur: Misjafnt er eftir starfsstöðvum hvernig flokkun á plastböndum er háttað.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
10
Breidd, Timburverslun, Lagnaverslun, Grandi og Selfoss
Séu böndin flokkuð MEÐ bylgjupappa og sett í pressu eða pressugám Böndin þurfa að vera aðskilin frá pappanum og filmunum. Böndunum er safnað saman í glæran plastpoka og er pokanum komið fyrir í pressu eða gám. Ástæðan fyrir því er að Gámaþjónustan getur þá léttilega tínt út pokana með böndunum og komið þeim í endurvinnslufarveg. Fari böndin í pressu þarf að passa að réttir plastpokar séu notaðir en nota þarf plastpoka sem henta við pressun. Þeir pokar eru gataðir með örsmáum götum til að koma í veg fyrir að þeir springi við þrýsting.
Suðurnes
Séu böndin flokkuð MEÐ bylgjupappa og sett í gám eða annað ílát: Böndin þurfa að vera aðskilin frá pappanum og filmunum. Böndunum er safnað saman í glæran plastpoka og er pokanum komið fyrir í gámi eða öðru viðeigandi íláti. Ástæðan fyrir því er að Gámaþjónustan getur þá léttilega tínt út pokana og komið böndunum í endurvinnslufarveg.
Akureyri
Séu böndin flokkuð ÁN bylgjupappa og fara ein og sér í baggapressu: Böndin eru sett beint í pressu. Gámaþjónustan sér um að flokka böndin frá umbúðafilmunum.
Leigumarkaður
Séu böndin flokkuð sem annað umbúðaplast: Böndin þurfa að vera aðskilin frá öðru umbúðaplasti og er safnað saman í glæran plastpoka, pokanum er síðan komið fyrir í íláti fyrir blandað umbúðaplast. Gámaþjónustan tínir út pokana með böndunum og kemur þeim í endurvinnslufarveg. Samantekt á plastfilmum og -böndum Ef við tökum þetta saman þá er mikilvægt að halda þessum þremur flokkum algjörlega aðskildum. Glær plastfilma -> safnað saman í sér plastpoka eða sett beint í pressu -> fer í viðeigandi ílát eða pressu Lituð plastfilma -> safnað saman í sér plastpoka eða sett beint í pressu -> fer í viðeigandi ílát eða pressu Plastbönd -> í sér plastpoka -> fara í viðeigandi ílát eða pressu Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir umbúðaplastið sem safnast upp á starfsstöðvum BYKO. Á starfsstöðvum Gámaþjónustunnar á sér stað ítarlegri flokkun á efninu. Efnið er síðan pressað og baggað, það er síðan flutt utan til endurvinnslu eða nýtt sem orkugjafi.
BLANDAÐ UMBÚÐAPLAST Blandað umbúðaplast telst til allra umbúða, bæði úr mjúku og hörðu plasti. Umbúðirnar þurfa að vera tómar og hreinar svo þær smiti ekki frá sér. Dæmi: Sælgætisbréf, hreinar skyrdósir, plastpokar, einnota plasthanskar, drykkjarrör. Frágangur: Safnað saman í glæran eða grænan plastpoka sem er komið fyrir í íláti fyrir blandað umbúðaplast. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir blandaða umbúðaplastið sem hefur safnast saman. Á starfsstöð Gámaþjónustunnar fer fram ítarlegri flokkun. Efnið er pressað og baggað, það er síðan flutt utan til endurvinnslu eða nýtt sem orkugjafi. FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
11
Pappír BYLGJUPAPPI Í þennan flokk fer bylgjupappi. Bylgjupappi ber úrvinnslugjald og fáum við greitt fyrir að skila honum til baka í endurvinnslu. Hann þekkist af bylgjum sem sjást ef brúnir hans eru skoðaðar. Hefti og límbönd mega fylgja með en fjarlægja þarf plast sem gæti leynst með, eins og plastpoka eða frauðplast, sem fylgja oft innfluttum vörum. Bylgjupappinn þarf að vera án matarleifa en það getur rýrt endurvinnslugildi efnisins. Frágangur: Bylgjupappa er safnað saman og er komið fyrir í gámi eða pressu fyrir bylgjupappa. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir bylgjupappa sem hefur safnast upp. Á starfsstöðvum Gámaþjónustunnar fer fram ítarlegri flokkun á efninu. Efnið er pressað og baggað og síðan flutt utan til frekari flokkunar og endurvinnslu.
BLANDAÐUR PAPPÍR Hér fer ýmis pappír sem ber ekki úrvinnslugjald. Hefti og bréfaklemmur mega fara með. Pappír með límröndum, eins og post-it miðar, flokkast sem blandaður pappír. Pappírinn þarf að vera án aðskotahluta, eins og plasts, og má ekki innihalda matarleifar en það getur rýrt endurvinnslugildi efnisins. Bylgjupappa má flokka með blönduðum pappír en betra er að koma honum í réttan flokk þar sem hann ber úrvinnslugjald. Dæmi: Einnota pappamál (kaffibollar, pappadiskar án matarleifa), mjólkurfernur (með plasttappa), skrifstofupappír, gluggaumslög, post-it miðar, kvittanir, dagblöð, tímarit, umbúðir úr bylgjupappa. Frágangur: Blönduðum pappír er safnað saman á vinnustöðum og síðan komið fyrir í viðeigandi gámi, kari eða tunnu fyrir blandaðan pappír sem Gámaþjónustan sækir. Misjafnt er hvernig pappanum er safnað saman á vinnustöðum en honum getur annað hvort verið safnað saman í glæra eða bláa plastpoka eða í einhvers konar ílát, eins og pappakassa eða tunnu. Ílátin og pokarnir eru síðan tæmd í gám, kar eða tunnu frá Gámaþjónustunni. Pokarnir, sem eru tæmdir, mega ekki fara með. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir blandaðan pappír sem hefur safnast upp. Efnið er pressað og baggað, það er síðan flutt utan til frekari flokkunar og endurvinnslu.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
12
Flöskur og dósir Hér fara allar flöskur og dósir, hvort sem þær eru úr plasti, áli eða gleri, sem hafa skilagjald á sér. Umbúðirnar þurfa að vera tómar. Séu umbúðirnar beyglaðar þarf að flokka þær eftir því hvort umbúðirnar eru plast, gler eða ál og telja fjöldann áður en þeim er skilað til Endurvinnslunnar. Séu umbúðirnar heilar og óbeyglaðar geta þær farið í vélræna flokkun hjá Endurvinnslunni og þarf því ekki flokka þær né telja. Ath. Hér fara ekki umbúðir eins og krukkur, matar- og olíuflöskur, umbúðir utan um ávaxtaþykkni, tómatssósu, þvottalög og fleira. Frágangur: Flöskum og dósum er safnað saman í glæran eða rauðan plastpoka og þeim skilað á endurvinnslustöðina af starfsfólki BYKO. Ágóðinn, sem fæst við skil, fer í starfsmannasjóð. Hvað verður um? Endurvinnslan hf. tekur við umbúðunum. Þar eru áldósir og plastumbúðir pressaðar í bagga. Efnið er flutt utan til endurvinnslu. Úr endurunnum plast- og álumbúðum eru t.d. framleiddar nýjar áldósir og polyester ull sem nýtist í fataiðnað, teppaframleiðslu o.fl. Glerflöskur eru muldar og nýttar sem undirstöðuefni í landmótun á urðunarstað.
Timbur TIMBUR BYKO selur mikið timbur, bæði málað og ómálað. Mikilvægt er að við vöndum flokkun á þessum tveimur hópum þar sem það er talsverður munur á förgunarkostnaði. Þessir tveir flokkar þurfa að vera að stórum hluta hreinir en ef það leynist máluð spýta í ómálaða timbrinu er gámurinn gjaldfelldur og við greiðum förgunargjald fyrir málað timbur sem er um 10-16 kr. dýrara (fer eftir landssvæðum). Málað timbur Hér fer allt timbur sem er plasthúðað og þekjandi málað, og einnig timbur með þekjandi viðarvörn. Naglar, skrúfur og aðrir minni málmhlutir mega fara með. Dæmi: Plasthúðaðar spónaplötur, H-TEX Olíusoðið, mótakrossviður, gólflistar, garðefni úr timbri. Sjá má ítarlegri flokkunartöflu aftast í flokkunarhandbókinni.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
13
Frágangur: Máluðu timbri er safnað saman og komið fyrir í gámi eða tunnu fyrir málað timbur. Ef starfsstöð hefur ekki tilgreint ílát fyrir málað timbur og lítið er að falla til má setja það í tunnu eða gám fyrir blandaðan úrgang til að koma í veg fyrir gjaldfellingu flokkunar á hreinu timbri. Sé það tilfallandi að mikið af blönduðu timbri fellur til og starfsstöð hefur ekki tilgreint ílát fyrir blandað timbur er best að hafa samband við Gámaþjónustuna og biðja um aðstoð við losun. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir málað timbur sem hefur safnast upp. Efnið er kurlað sem gerir því kleift að endurheimta málmhluti með vélrænni flokkun. Kurlið er notað í landmótun á Íslandi.
ÓMÁLAÐ (HREINT) TIMBUR Allt annað timbur, sem er ekki plasthúðað né þekjandi málað, telst hreint timbur. Fúavarið timbur, sem er ekki með þekjandi fúavörn, og timbur með glæru lakki má einnig fara með. Naglar, skrúfur og smærri áfastir málmhlutir mega fara með. Dæmi: Byggingatimbur, fura, smíða-og harðviður, heflaður viður, panill, vatnsklæðning. Sjá má ítarlegri flokkunartöflu aftast í flokkunarhandbókinni. Frágangur: Ómáluðu timbri er safnað saman og komið fyrir í gámi fyrir ómálað timbur. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir málað timbur sem hefur safnast upp. Efnið er kurlað í timburtætara en með því er hægt að ná í málm, svo sem skrúfur og nagla, í vélrænni flokkun. Hluti af timbrinu er síðan notaður sem kolefnisgjafi í framleiðslu kísilmálms Elkems. Með því er dregið úr innflutningi kola og urðun á lífrænum úrgangi. Hinn hlutinn af kurlaða timbrinu er nýttur til moltugerðar eða sendur til reiðhalla.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
14
Gifs Hér fara gifs og gifsplötur án aðskotahluta. Ónýtir múrefnapokar mega fara hér með. Annað efni, timbur, plast o.s.frv. má ekki fara með í gifsgáminn. Mikilvægt er að við flokkum gifsið rétt en það má ekki urða gifs með lífrænum úrgangi vegna efnasambanda brennisteinsvetnis sem losnar frá því við slíkar aðstæður. Frágangur: Gifs, gifsplötum og ónýtum múrefnapokum er safnað saman. Ef ekki næst að selja vörurnar á niðursettu verði, eða gefa, er því komið fyrir í gifsgámi. Ef starfsstöð er ekki með tilgreint ílát fyrir gifs og mikið fellur til er best að safna því saman og hafa samband við Gámaþjónustuna til að fá aðstoð við losun á efni. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir gifs sem hefur safnast upp. Efnið er urðað á sérstaklega tilgreindum urðunarsvæðum.
Málmur Málm er hægt að endurvinna aftur og aftur og því er málmur mjög verðmætt efni. Hér fara hlutir og umbúðir úr öllum tegundum málma, m.a. áli, járni, stáli og kopar. Athugið að hér má ekki setja raftæki og gaskúta en slíkt flokkast ekki undir málma heldur spilliefni. Gaskútar og kolsýruhylki geta borið skilagjald. Dæmi: Stálbönd, bárujárn, hamrar, hnífapör, kopar, látún, naglar, pönnur, ryðfrítt stál, rör, skrúfur, lok af glerkrukkum. Frágangur: Málmhlutum er safnað saman og þeir settir í tunnu eða gám fyrir málma. Hvað verður um? Gámaþjónustan sækir málminn sem hefur safnast upp. Efnið er flutt til brotamálmsfyrirtækja, sem flokka það eftir málmtegundum. Málmar eru fluttir utan til bræðslu og endurvinnslu.
Spilliefni RAFHLÖÐUR Hér fara allar tegundir rafhlaðna. Mikilvægt er að rafhlöður séu fjarlægðar úr raftækjum áður en þær eru settar í viðeigandi tunnu en það dregur úr íkveikjuhættu. Hér fara ónýtir pricer-ar. Frágangur: Rafhlöðum er safnað saman í viðeigandi söfnunarkar eða -tunnu frá Efnamóttökunni sem losar síðan þau kör. FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
15
Hvað verður um: Efnamóttakan sækir og meðhöndlar rafhlöður sem hafa safnast saman. Rafhlöður fara til viðurkenndra móttökuaðila spilliefna þar sem þær eru flokkaðar og meðhöndlaðar á réttan hátt og komið til eyðingar eða í endurvinnslu.
RAFTÆKI OG RAFEINDABÚNAÐUR Raftæki Hér fara öll tæki sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum. Fjarlægja þarf þó rafhlöður og flokka þær sér í viðeigandi söfnunarkar. Dæmi: Öll raftæki sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum. Hér má setja tæki sem ganga fyrir bensíni. Frágangur: Raftækjum er safnað saman í viðeigandi söfnunarkar eða -tunnu frá Efnamóttökunni sem losar síðan þau kör. Hvað verður um: Efnamóttakan sækir og meðhöndlar rafeindabúnað sem hefur safnast upp, honum er ekki lengur „bara“ hent. Raftækin eru tekin í sundur og efnin flokkuð. Efni, hættuleg umhverfinu, eru flokkuð frá og meðhöndluð með viðeigandi hætti. Endurvinnsluefni, t.d. málmar, eru flokkuð frá og komið í réttan endurvinnslufarverg.
LJÓSAPERUR Hér fara allar tegundir ljósapera. Mikilvægt er að þær brotni ekki þar sem þá geta spilliefni flust út í umhverfið. Dæmi: Glóperur, halogenperur, LED, flúrperur, ljóstvistur, sparperur Frágangur: Ljósaperum er safnað saman í viðeigandi söfnunarkar eða -tunnu frá Efnamóttökunni sem losar síðan þau kör. Hvað verður um? Efnamóttakan sækir og meðhöndlar ljósaperurnar sem hafa safnast upp. Enduvinnsluefni, eins og málmar, eru flokkuð frá og komið í viðeigandi ferli. Efni, hættuleg umhverfinu, eru flokkuð frá og meðhöndluð með viðeigandi hætti.
ÖNNUR SPILLIEFNI Spilliefnum, öðrum en ljósaperum, rafhlöðum og raftækjum, er safnað saman í viðeigandi söfnunarkar. Umbúðir utan um ýmis spilliefni, eins og olíubrúsar, málningardollur og þess háttar, eru menguð og teljast sem spilliefni. Dæmi: Sparsl, sílikon, úðabrúsar, frostlögur, lakk, leysiefni, skordýraeitur, stíflueyðir, terpentína, þynnir, málning, hreinsiefni sem og umbúðir utan um fyrrnefnda hluti Hvað verður um? Efnamóttakan sækir og meðhöndlar spilliefni sem hafa safnast upp.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
16
Óendurvinnanlegt
Flokkunartafla Lífrænn Lífrænn úrgangur úrgangur
Matarleifar – kjötbein meðtalin, munnþurrkur, garðaúrgangur
Lífrænum úrgangi er safnað í jarðgeranlegan poka, t.d. maíspoka, og er settur í ílát fyrir lífrænan úrgang.
Blandaður úrgangur Blandaður úrgangur
Allur úrgangur sem hefur ekki skilgreindan endurvinnsluferil.
Blönduðum úrgangi er annað hvort safnað saman í glæran eða svartan plastpoka, sem er síðan komið fyrir í viðeigandi íláti fyrir blandaðan úrgang eða úrgangnum er hent beint í ílát fyrir blandaðan úrgang.
Grófur Grófur úrgangur úrgangur
Blandaður byggingaúrgangur sem flokkast ekki í ofangreinda flokka. Dæmi eru frárennslisrör, þakpappi, plasteinangrun, PE og PP rör.
Sett í viðeigandi ílát fyrir óendurvinnanlegan úrgang.
Glær plastfilma
Glær plastfilma af t.d. vörubrettum, trjábúntum og þess háttar. Plastið þarf að vera hreint, þ.e.a.s. án aðskotahluta, og aðskilið frá litaðri plastfilmu.
MEÐ bylgjupappa í pressu eða pressugám:
Lituð plastfilma, t.d. af vörubrettum, trjábúntum og þess háttar.
MEÐ bylgjupappa í pressu eða pressugám: Filmunni er safnað saman einni og sér í glæra plastpoka. Komið fyrir í pressu eða -gámi. Filman þarf að vera í sérstökum plastpokum sem henta pressun. MEÐ bylgjupappa í gám eða annað ílát: Filmunni er safnað saman einni og sér í glæra plastpoka. Sett í viðeigandi gám eða ílát. ÁN bylgjupappa: í pressu: filman er sett beint í pressu Í ílát fyrir blandað umbúðaplast: Filmunni er safnað saman einni og sér í glæra plastpoka.
Dæmi: uppsóp, samsettar umbúðir, óhreinar umbúðir (umbúðir með matarleifum.
Plast
Glær plastfilma
Lituð plastfilma
Plastið þarf að vera hreint, þ.e.a.s. án aðskotahluta.
Lituð plastfilma
Breidd, Timburverslun, Lagnaverslun, Grandi og Selfoss
Filmunni er safnað saman einni og sér í glæra plastpoka. Komið fyrir í pressu eða -gámi. Filman þarf að vera í sérstökum plastpokum sem henta pressun. MEÐ bylgjupappa í gám eða annað ílát: Filmunni er safnað saman einni og sér í glæra plastpoka. Sett í viðeigandi gám eða ílát. ÁN bylgjupappa: í pressu: filman er sett beint í pressu Í ílát fyrir blandað umbúðarplast: Filmunni er safnað saman einni og sér í glæra plastpoka.
Suðurnes
Akureyri
Leigumarkaður FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
17
Plast
Plastbönd
Plastbönd t.d. af vörubrettum, trjábúntum og þess háttar.
MEÐ bylgjupappa í pressu eða pressugám: Böndunum er safnað saman einum og sér í glæra plastpoka. Komið fyrir í pressu eða -gámi. Filman þarf að vera í sérstökum plastpokum sem henta pressun. MEÐ bylgjupappa í gám eða annað ílát: Böndunum er safnað saman einum og sér í glæra plastpoka. Sett í viðeigandi gám eða ílát. ÁN bylgjupappa: í pressu: böndin eru sett beint í pressu Í ílát fyrir blandað umbúðaplast: Böndunum er safnað saman einum og sér í glæra plastpoka og sett í viðeigandi ílát.
Blandað umbúðaplast
Allt annað plast en plastfilmur og -bönd sem er hreinlegt. Dæmi: sælgætisbréf, hreinar skyrdósir, plastpokar, plastlok.
Safnað saman í glæran eða grænan plastpoka sem er komið fyrir í íláti fyrir blandað umbúðaplast.
Bylgjupappi
Allur bylgjupappír, má vera plasthúðaður, áprentaður og litsterkur. Þarf þó að vera án aðskotahluta, eins og t.d. plasts eða matarleifa. Hefti og límbönd mega fylgja með.
Bylgjupappa er safnað saman og komið fyrir í gámi eða pressu fyrir bylgjupappa.
Ýmis pappír eins og skrifstofu pappír, kvittanir, einnota pappamál, gluggaumslög, pappír með lím röndum, mjólkurfernur. Pappírinn þarf að vera án aðskotahluta og má ekki innihalda matarleifar en það getur rýrt endurvinnslugildi efnisins. Hefti og bréfaklemmur mega fara með. Bylgjupappír má fara hér með.
Safnað saman í ílát eða í glæra eða bláa plastpoka. Ílát eða pokar eru tæmdir í viðeigandi tunnu eða kar fyrir blandaðan pappír. Athugið að plastpokanum, sem er notaður til að safna saman pappírnum, má ekki henda í tunnuna eða karið.
Allar flöskur og dósir sem hafa skilagjald á sér. Umbúðirnar þurfa að vera tómar.
Flöskum og dósum er safnað saman í glæran eða rauðan plastpoka, eða einhvers konar ílát, og þeim skilað á endurvinnslustöðina af starfsfólki. Ágóðinn fer í starfsmannasjóð.
Plastbönd
Blandað umbúðaplast
Pappír
Bylgjupappi
Blandaður pappír
Blandaður pappír
Flöskur og dósir
Flöskur og dósir
Breidd, Timburverslun, Lagnaverslun, Grandi og Selfoss
Suðurnes
Akureyri
Leigumarkaður
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
18
Málað timbur
Timbur
Málað timbur Ómálað (hreint) timbur
Ómálað (hreint) timbur
Gifs
Gifs
Gifs
Málmur
Málmur
Rafhlöður
Rafhlöður Raftæki og rafeindabúnaður
Spilliefni
Raftæki og rafeinda búnaður Ljósaperur
Ljósaperur Annað spilliefni
Annað spilliefni
Allt timbur sem er plasthúðað og þekjandi málað. Sem dæmi málaðar loftaplötur, plasthúðaðar spónaplötur, Harðtex – MDF olíusoðið, mótakrossviður. Sjá yfirlitstöflu neðst í flokkunarhandbókinni.
Máluðu timbri er safnað saman og komið fyrir í gámi eða tunnu fyrir málað timbur. Ef lítið af máluðu timbri fellur til má henda því í blandaðan úrgang til að koma í veg fyrir að gjaldfella flokkun á hreinu timbri.
Allt annað timbur sem er ekki plasthúðað né þekjandi málað. Til dæmis byggingatimbur, smíðaog harðviður, heflaður viður, panell og vatnsklæðning. Sjá yfirlitstöflu neðst í flokkunarhandbókinni.
Ómáluðu timbri er safnað saman og komið fyrir í viðeigandi íláti fyrir ómálað timbur.
Gifs og gifsplötur án aðskotahluta eins og timburs, plasts og fleira. Ónýtir múrefnapokar mega fara með.
Gifs, gifsplötum og ónýtum múrefnapokum er safnað saman. Ef ekki næst að selja á niðursettu verði eða gefa er því hent í viðeigandi ílát fyrir gifs.
Hlutir og umbúðir úr málmum, m.a. úr áli, járni, stáli og kopar. Dæmi, stálbönd, hamrar, naglar, lok af glerkrukkum. Athugið, hér fara ekki raftæki eða gaskútar.
Safnað saman í viðeigandi ílát fyrir málma.
Rafhlöður af öllum gerðum, fjarlægja þarf rafhlöður úr raftækjum. Hér fara pricer-ar úr verslunum.
Safnað saman í viðeigandi söfnunarkar eða -tunnu frá Efnamóttökunni sem losar síðan.
Öll tæki sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum, fjarlægja þarf rafhlöður úr raftækjum og koma þeim í viðeigandi ílát.
Safnað saman í viðeigandi söfnunarkar eða -tunnu frá Efnamóttökunni sem losar síðan.
Bensíntæki mega einnig fara hingað. Ljósaperur af öllum gerðum, passa að þær brotni ekki.
Safnað saman í viðeigandi söfnunarkar eða -tunnu frá Efnamóttökunni sem losar síðan.
Spilliefni, önnur en ljósaperur, rafhlöður og raftæki, t.d. sparsl, sílikon, úðabrúsar, frostlögur, lakk, leysiefni, skordýraeitur, stíflueyðir, terpentína, þynnir, málning, hreinsiefni. Tómar umbúðir utan um spilliefni fara einnig hingað.
Safnað saman í viðeigandi söfnunarkar eða -tunnu frá Efnamóttökunni sem losar síðan.
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
19
Málað eða ómálað timbur Tegund
Hreint
Blandað Steinefni
Byggingatimbur 011 Almennar stærðir bt.
x
012 Sérlengdir bt.
x
013 Sérstærðir bt.
x
015 Heflað á þrjá vegu bt.
x
017 Pallettuefni
x
019 Sérpantað byggingatimbur
x
021 Almennar stærðir 4. fl.
x
023 Sérstærðir 4. fl.
x
025 Styrkleikaflokkað timbur
x
029 Sérpantaður 4. flokkur
x
032 Oregon pine og wrc
x
033 Birki
x
034 Beyki
x
035 Eik
x
037 Mahogany
x
038 Annar harðviður
x
039 Sérpantaður harðviður
x
041 Ofnþurrkuð fura, u/s
x
049 Sérpantaður smíðaviður fura us
x
251 Málaðar loftaplötur
x
253 Álímdar gifsplötur, loft
051 Alheflað, fura/greni
x
053 Heflað lerki-pallaefni
x
056 Spænir, drumbar, eldiviður
x
057 Réttskeiðar, þríkantl.
x
058 Alheflað, gagnvarið
x
071 Furupanill, húsþurrk.
x
072 Furupanill, ofnþurrk.
x
073 Grenipanill
x
075 Gólfborð
x
077 Vatnsklæðning
x
Fura 4. Flokkur
Smíða- og harðviður
Þurrkaður smíðaviður
x
Heflaður viður
Panell og vatnsklæðning
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
20
– yfirlitstafla Spónaplötur 100 Standard spónaplötur
x
101 Stand. spónapl. fasaðar
x
102 Vatnslímdar spónaplötur
x
103 Eldvarnarspónaplötur
x
x
105 Spónlagðar spónaplötur
x
109 Sérpantaðar spónaplötur
0136131 H-TEX STANDARD 3,0/1220X2440
x
0136132 H-TEX STANDARD 3.0/1220X2745
x
0136332 H-TEX OLIUSOÐ 3.0/1220X2745
x
0136432 H-TEX HVITT 3.0/1220X2745
x
0136433 H-TEX HVITT 3.0/1220X2440
x
0136434 H-TEX GRÁTT 3,0 1220X2745MM
x
0138212 TRETEX NORBIT 12/1200X2740
x
0136632 H-TEX HV. GATAÐ 3,0/1220X2745
x
x
x
x
x
161 Birkikrossviður
x
163 Furukrossviður
x
164 Grenikrossviður
x
166 Mótakrossviður
x
x
x
x
061 Karma- og póstaefni
x
063 Glerlistar
x
065 Frágangslistar
x
067 Gólflistar o.fl.
x
241 Þiljur, plasthúðaðar
x
244 Þiljur, plasthúð. baðherb
x
330 Sement og kalk
x
331 Múrblöndur og sandur
x
332 Milliveggjast./holsteinn
x
334 Gólfefni
x
341 Garðefni úr timbri
x
104 Plasthúðaðar spónaplötur
Harðtex - MDF
115 Mdf-plötur Sólbekkir og borðplötur Límtrésplötur Hilluefni
Krossviður
167 Mótaborð 168 Sérkrossviður
Gifsplötur og prófílar 173 Gifsplötur, innanhúss Heraklith plötur
x
Gluggar
Byggingaefni
FLOKKUNARHANDBÓK BYKO
21
Okkur er annt um umhverfiรฐ