Vikudagur 13. útgáfa, 2. apríl 2020

Page 1

13. TÖLUBLAÐ \ 24. ÁRGANGUR \ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

Götusópun og þvottur er hafinn á Akureyri. Þótt vetur konungur hafi líklega ekki alveg sagt skilið við okkur þá er hvert tækifæri nýtt til að hreinsa bæinn og vinna sér í haginn, segir á vef bæjarins. Akureyrarbær leggur áherslu á að halda gönguleiðum í sem bestu ástandi og stuðla að góðum loftgæðum. Það er ekki síst mikilvægt núna þegar mikill fjöldi fólks er á ferðinni gangandi, hlaupandi og hjólandi. Ljósmynd/Hrafn Svavarsson

9

8

FÍTON / SÍA

Öll hreyfing af hinu góða einföld reiknivél á ebox.is

auðveldar smásendingar

2

Frumsýnir stuttmynd

Íþróttafélögin uggandi

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

VIKUDAGUR โ FIMMTUDAGUR 2. APRร L 2020

ร รพrรณttafรฉlรถgin uggandi vegna samkomubannsins Samkomubanniรฐ vegna kรณrรณnuveirunnar hefur mikil รกhrif รก รญรพrรณttalรญfiรฐ รพar sem allar รฆfingar liggja niรฐri og รณvรญst er hvenรฆr hรฆgt verรฐur aรฐ fara af staรฐ aftur. Fjรกrhagslegt tjรณn blasir viรฐ รญรพrรณttafรฉlรถgum รพar sem fรฉlรถgin gera rรกรฐ fyrir รกkveรฐnum tekjum af รฆfingagjรถldum, kappleikjum, viรฐburรฐum, krakkamรณtum o.s.frv. auk styrkja frรก fyrirtรฆkjum. Banniรฐ verรฐur til 13. aprรญl hiรฐ minnsta en lรญklegt รพykir aรฐ รพaรฐ verรฐi framlengt um รณรกkveรฐinn tรญma. Vikudagur kannaรฐi stรถรฐ-

una hjรก รญรพrรณttafรฉlรถgunum ร รณr og KA og heyrรฐi hljรณรฐiรฐ รญ framkvรฆmdastjรณrum fรฉlaganna.

ร vissa um stรณr krakkamรณt โ ร aรฐ er mismunandi eftir รญรพrรณttagreinum hvernig banniรฐ kemur viรฐ fjรกrhag fรฉlagsins,โ segir Reimar Helgason framkvรฆmdastjรณri ร รณrs. โ Handboltinn og kรถrfuboltinn eru aรฐ klรกra tรญmabilin meรฐan fรณtboltinn er รก fullu รญ undirbรบningi og bรบiรฐ aรฐ gera samninga viรฐ leikmenn og รพjรกlfara og รพar er รณvissan mest. Viรฐ frest-

uรฐum tveimur stรณrum krakkamรณtum sem รกttu aรฐ vera รญ mars sem hefรฐu vรฆntanlega gefiรฐ okkur รญ kringum 10 milljรณnir og รพaรฐ er allt รญ รณvissu meรฐ รพaรฐ. ร aรฐ segir sig sjรกlft aรฐ รพaรฐ er mikiรฐ hรถgg fyrir รพรฆr deildir sem standa fyrir รพvรญ mรณti. ร etta allt kemur ofanรญ 2019 รพar sem allir lentu รญ niรฐurskurรฐi รก styrkjum,โ segir Reimar. Hann segir fรฉlagiรฐ รณttast brottfall meรฐal iรฐkenda. โ Jรก viรฐ gerum รพaรฐ. Viรฐ vitum ekki hvort viรฐ getum klรกraรฐ vertรญรฐina miรฐaรฐ viรฐ รกstandiรฐ og รพegar viรฐ byrjum nรฝtt tรญmabil รญ sumar รพรก mรก

,-;0930;:4(รฐ<9 (2<9,@90 =LNHNLYรณPU }ZRHY LM[PY Hรณ YmรณH x Z[HYM LM[PYSP[ZTHUUZ m MYHTR]ยคTKHKLPSK Z[VMU\UHYPUUHY m (R\YL`YP :[HYMPรณ MLSZ[ x ]PUU\ ]Pรณ TPรณSยคN ]LYRLMUP MYHTR]ยคTKHKLPSKHY m Z]PรณP ]PรณOHSKZZ[Q}YU\UHY ]LNH VN ZRYmUPUN\ \WWSรปZPUNH \T mZ[HUK ]LNH m SHUKZ]xZ\ x ZSP[SHNHZRYm VN ]PรณOHSKZZ[Q}YU\UHYRLYMP <T Z[HYM LY Hรณ YยครณH :;(9-::=0รฐ ย ร Z[HUKZZRVรณ\U I\UKPUUH ZSP[SHNH ย :RYmUPUN NHNUH x NHNUHNY\UU ZSP[SHNH ย ร Y]PUUZSH \WWSรปZPUNH ย Y ZSP[SHNHIHURH ย :RYmUPUN NHNUH x ]PรณOHSKZZ[Q}YU\UHYRLYMP ZSP[SHNH ย ร Y]PUUZSH \WWSรปZPUNH ย Y ]PรณOHSKZZ[Q}YU\UHYRLYMP ZSP[SHNH ย :HTZRPW[P ]Pรณ LYSLUKH HรณPSH \T YLRZ[\Y ]PรณOHSKZZ[Q}YU\UHYRLYMPZ ย -YHTZL[UPUN NHNUH M`YPY HรณYHY KLPSKPY =LNHNLYรณHYPUUHY

Reimar Helgason.

bรบast viรฐ aรฐ รพaรฐ detti einhverjir รบt.โ Reimar segir sรฉrstakt andrรบmsloft รญ Hamri og รก รฆfingasvรฆรฐi ร รณrs รพessa dagana รพar sem fรกir eru รก ferli. โ En รพaรฐ er ekkert alslรฆmt รพvรญ aรฐ รพegar svona hlutir koma upp รพรก sรฉr maรฐur alltaf hvaรฐ baklandiรฐ รญ svona fรฉlagi er sterkt og hvaรฐ viljinn til aรฐ komast รญ gegnum รพetta og lifa รพetta af sem fรฉlag er sterkur.โ

Fresta eรฐa fella niรฐur allt 65% af รกรฆtluรฐum tekjum โ ร etta samkomubann er aรฐ hafa grรญรฐarleg รกhrif รก allan rekstur KA,โ segir Sรฆvar Pรฉtursson framkvรฆmdastjรณri KA. โ Fรฉlagiรฐ er aรฐ gera rรกรฐ fyrir รพvรญ aรฐ รพurfa fresta eรฐa fella niรฐur um 60-65% af รกรฆtluรฐum tekjum nรบna รญ mars/aprรญl รพannig aรฐ รพaรฐ setur allt fjรกrflรฆรฐi fรฉlagsins รบr skorรฐum. Viรฐ vonum vissulega aรฐ eitthvaรฐ af รพessum tekjum koma sรญรฐar รก รกrinu en รณvissan er รณรพรฆgileg,โ segir Sรฆvar. ร รก standi yfir samtal viรฐ starfsmenn fรฉlagsins. โ Leikmenn og รพjรกlfarar eiga mikiรฐ hrรณs skiliรฐ รพvรญ allir sem rรฆtt hefur veriรฐ viรฐ skilja stรถรฐuna og vilja hjรกlpa fรฉlaginu sรญnu meรฐ รพvรญ aรฐ taka รก sig tรญmabundnar launalรฆkkanir og er รพaรฐ grรญรฐarlega vel gert. Fyrir รพaรฐ verรฐum viรฐ รญ KA รฆvinlega รพakklรกt en รพaรฐ er รญ raun og veru รพaรฐ eina sem hรฆgt er aรฐ gera รญ stรถรฐunni til aรฐ halda fรฉlaginu gangandi.โ

4,55;<5(9 6. /ย -50:29k-<9 ย 4LUU[\U m MYHTOHSKZZR}SHZ[PNP ZLT Uรป[PZ[ x Z[HYMP ย (STLUU ย R\Yt[[PUKP ย .}รณ [ย S]\R\UUm[[H LY UH\รณZ`USLN [ย MS\YLPRUHY ย 5mR]ยคTUP VN ย N\รณ ]PUU\IYย Nรณ ย -Y\TR]ยครณP VN OยคMUP [PS Hรณ ]PUUH ZQmSMZ[ยค[[ ZLT VN x O}W ย .}รณPY ZHTZ[HYMZOยคMPSLPRHY VN รดQ}U\Z[\S\UK ย .V[[ ]HSK m xZSLUZR\ VN LUZR\

=LNHNLYรณPU LY LM[PYZ}RUHY]LYรณ\Y ]PUU\Z[Hรณ\Y ZLT OLU[HY QHMU[ Imรณ\T R`UQ\T 3H\U LY\ NYLPKK ZHTR]ยคT[ RQHYHZHTUPUNP YxRPZPUZ VN :[HYMZNYLPUHZHTIHUKZ ร ZSHUKZ <TZ}RUHYMYLZ[\Y LY [PS VN TLรณ HWYxS :}[[ LY \T Z[HYMPรณ m ^^^ Z[HYMH[VYN PZ ร \TZ}RUPUUP RVTP MYHT WLYZ}U\SLNHY \WWSรปZPUNHY mZHT[ \WWSรปZPUN\T \T รดm TLUU[\U VN OยคMUP ZLT }ZRHรณ LY LM[PY ;LRPรณ ZRHS MYHT Hรณ \TZ}RUPY NL[H NPS[ x ZL_ TmU\รณP MYm รด]x Hรณ \TZ}RUHYMYLZ[\Y YLUU\Y ย [

5mUHYP \WWSรปZPUNHY \T Z[HYMPรณ ]LP[PY ร ZRHY kYU 1}UZZVU MVYZ[ย รณ\THรณ\Y MYHTR]ยคTKHKLPSKHY x ZxTH kSS\T \TZ}RU\T ]LYรณ\Y Z]HYHรณ รดLNHY mR]ย Yรณ\U \T YmรณUPUN\ OLM\Y ]LYPรณ [LRPU

Sรฆvar Pรฉtursson.

โ Skrรฝtin tilfinningโ Sรฆvar segir veruna รญ KA-heimilinu รพessa dagana vera einkennilega. โ ร etta er mjรถg skrรฝtin tilfinning; aรฐ vera hรฉr รญ vinnunni meรฐ lokaรฐ mannvirki sem venjulega er fullt รบt รบr dyrum af iรฐkendum og fรฉlagsmรถnnum. ร sama tรญma hef รฉg eiginlega aldrei haft meira aรฐ gera, รพvรญ รกstandiรฐ รญ รญรพrรณttalรญfinu breytist svo hratt og viรฐ รพurfum รพvรญ aรฐ reyna aรฐ aรฐlagast breyttum aรฐstรฆรฐum jafnรณรฐum. Fjรกrhagslegar รกhyggjur taka sรญรฐan sinn toll รก okkur sem sitja รญ รพessari stรถรฐu um land allt og eru margar stundir sem maรฐur eyรฐir รก koddanum รก kvรถldin aรฐ hugsa hvernig skuli bjarga morgundeginum eรฐa nรฆstu vikum. ร g vona aรฐ รพetta รกstand vari ekki of lengi og viรฐ fรถrum aรฐ nรก tรถkum รก rekstrinum samhliรฐa รพvรญ sem รฉg fari aรฐ sjรก bรถrn og fullorรฐna mรฆta hรฉr รญ hรบs full af orku og gleรฐi, tilbรบin aรฐ รฆfa og keppa รก nรฝjan leik,โ segir Sรฆvar Pรฉtursson.


VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

3


4

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

Byggja við flugstöðina og stækka flughlaðið

Nauðsynlegt er að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. Þetta eru niðurstöður skýrslu aðgerðahóps sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að meta þörf fyrir aðstöðu og þjónustu í flugstöð á Akureyrarflugvelli og er greint er frá á vef Stjórnarráðsins. Hópurinn telur núverandi flugstöð vera of litla og aðstöðu ófullnægjandi til að sinna hlutverki sínu til framtíðar. Lagt er til að ráðist verði í hönnun 1.000 m2 viðbyggingar svo hægt verði að afgreiða allt að 220 sæta millilandavél á innan við klukkutíma samhliða 70 sæta innanlandsvél. Í skýrslunni er gert ráð viðbyggingu við núverandi flugstöð og að hönnun hennar verði sveigjanleg til að hægt verði að stækka bygginguna eða breyta nýtingu einstakra svæða.

Kostar 900 milljónir Kostnaður er áætlaður um 900 m.kr. og lagt er til að þegar í stað verði ráðist í hönnun, færslu olíutanka og jarðvinnu þannig að byggingaframkvæmdir geti hafist strax að hönnun lokinni. Áætlað er að við framkvæmdir við viðbygginguna verði til um 50 ársverk. „Það er ánægjulegt að geta stigið mikilvægt og myndarlegt skref að frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli sem

Lagt er til að þegar í stað verði ráðist í hönnun, færslu olíutanka og jarðvinnu þannig að byggingaframkvæmdir geti hafist strax að hönnun lokinni. Áætlað er að við framkvæmdir við viðbygginguna verði til um 50 ársverk.

gátt inn til landsins. Hafist verður handa við hönnun og síðar stækkun á flugstöðinni á Akureyri innan skamms. Tími fjárfestinga er núna og fyrir Norður- og Austurland skiptir öllu máli að vera vel í stakk búin til að taka á móti ferðamönnum þegar Covidtímabilið er afstaðið,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu-

og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir að á síðustu árum hafi verið unnið að því að efla Akureyrarflugvöll og að lenging flugbrautarinnar hafi verið fyrsta skrefið. Árið 2018 hafi síðan verið tryggt fjármagn fyrir aðflugsbúnað, ILS, sem þegar hafi sannað gildi sitt.

90 störf vegna framkvæmda Samhliða stækkun á flugstöðinni verður flughlaðið á Akureyrarflugvelli stækkað til að koma á móts við aukin umsvif og öryggi vallarins. Áætlað er að við báðar þessar framkvæmdir verði til um 90 ársverk, í hönnunar- og verktakavinnu að sögn Sigurðar Inga.

Farsóttadeild tilbúin í Hlíð

Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða á Öldrunarheimilum Akureyrar til að vernda íbúa og koma í veg fyrir útbreiðslu Covid-19 þar. Enn hefur ekki greinst smit, en starfsfólk er vel undirbúið og er allt tilbúið fyrir opnun farsóttardeildar í Hlíð. Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila eru flestir aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og eru því í sérstökum áhættuhópi að veikjast alvarlega. Undirbúningur hófst fyrir alvöru á öldrunarheimilunum 6. mars og hefur síðan verið unnið samkvæmt aðgerðaáætlun og eftir tilmælum almannavarna og heilbrigðisyfirvalda. Þrátt fyrir að þetta séu mjög íþyngjandi ákvarðanir fyrir íbúa þá hefur þetta almennt gengið vel og hefur ekki enn greinst smit meðal íbúa eða starfsfólks Öldrunarheimila Akureyrar. Nokkur sýni hafa verið tekin en þau hafa öll reynst neikvæð. Flestir íbúar hafa skilning á aðstæðum og taka ástandinu með ró. Áhersla hefur verið lögð á að létta fólki lífið og nota tæknilausnir til að koma á samskiptum við ástvini.

Deild fyrir sjö veika íbúa Eitt af stóru verkefnunum hefur verið

D l h i ilið Hlíð Dvalarheimilið Hlíð.

að loka sex rýmum fyrir tímabundnar dvalir í Hlíð og útbúa farsóttadeild fyrir íbúa sem greinast með kórónaveiruna. Opnun deildarinnar krefst mikils undirbúnings, útvega hefur þurft sóttvarnabúnað, lyf og ýmis tæki og tól sem þarf við hjúkrun mikið veikra einstaklinga. Fræðsla til þeirra sem munu starfa á deildinni skiptir einnig miklu máli. Ýmsir verkferlar hafa verið yfirfarnir og áætlanir gerðar sem taka gildi

þegar fyrsta smitið greinist hjá íbúa. Allt er tilbúið fyrir opnun farsóttadeildarinnar, en þar eru pláss fyrir sjö veika íbúa. Starfsfólki er skipt upp í fjögur teymi með fjórum starfsmönnum hvert og verða þau virkjuð þegar smit greinist. Þeir sem vinna í þessum teymum munu ekki vinna annars staðar þegar deildin hefur verið opnuð.

„Algjörlega frábært starfsfólk“ „Öldrunarheimilin búa að því að hafa

algjörlega frábært starfsfólk sem hefur mikla faglega reynslu í hjúkrun einstaklinga með fjölþætta sjúkdóma,“ segir Helga Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. „Starfsfólkið hefur lagt sig fram af alúð og samviskusemi til þess að viðhafa bestu mögulegu smitgát og undirbúa hjúkrun og meðferð íbúa sem veikjast,“ segir Helga.


VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

5


6

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

Sóttkví Ég er einn af þeim þúsundum Íslendinga sem hafa þurft að vera í sóttkví vegna kórónuveirunnar og vonandi mun ég sleppa við að þurfa að fara þann veg aftur. Þó að fjölskyldur geti vissulega átt góðar stundir saman heiman við og foreldrar notið aukinnar samvistar með börnunum í skipaðri eða sjálfskipaðri sóttkví á heimilinu þá er staðan oft önnur hjá þeim foreldum sem eiga börn með greiningar og borð við einhverfu; börn sem þurfa fasta rútínu og þola illa rask á hinu hefðbundna lífi. Þannig er einmitt staðan á mínu heimili þar sem einhverfur drengur er á heimilinu með mikla hegðÞröstur Þ ö t Ernir E i unarörðugleika. Hér eru dagarnir ólíkt því Viðarsson, ritstjóri. sem forsíðumynd sunnudagsmoggans sýndi undir fyrirsögninni Heima er best; mamman horfir úr sófanum brosandi á börnin sín leika sér hlæjandi á gólfinu og hundurinn situr stilltur og horfir á. Sóttkví í sinni allra fullkomnustu mynd. Ef myndin væri tekin á mínu heimili væri hún nær því að sýna foreldra á barmi taugaáfalls, rífandi í hár sér og tvo drengi að rífast og öskra á hvorn annan. Auðvitað koma góðir dagar inn á milli með góðum og yndislegum samverustundum. Það sem ég er einfaldlega að benda á er að aðstæður fólks eru mjög mismunandi til að takast á við innilokunina.

Svaðilför í sýnatöku Að öðru og þessu vissulega tengdu. Ég fór í sýnatöku á dögunum vegna Covid-19 og blessunarlega kom það neikvætt út. Ég vona sannarlega að ég þurfi aldrei að fara í slíka sýnatöku aftur. Það sem ég hélt að væri ekkert mál reyndist skelfileg upplifun. Þegar röðin var komin að mér kom kona til mín í búningi sem minnti mig helst á Rene Russo í myndinni Outbreak og stakk pinna nánast alla leið upp í heilann á mér að mér fannst. Hún sagði svo eitthvað við mig eftir þetta um að ég myndi fá símtal eða eitthvað, en ég var í svo miklu sjokki að ég heyrði varla hvað hún sagði. Ég er allavega búinn að vara ykkur við.

Sími 4 600 750 Netfang: vikudagur@vikudagur.is – Veffang: vikudagur.is Útgefandi: Útgáfufélagið ehf. Ritstjóri: Þröstur Ernir Viðarsson (ábm.) Ritstjórn og auglýsingar: Glerárgata 28, 600 Akureyri Prentvinnsla: Ásprent Stíll ISSN 1670-4010

• FRÉTTIR • MANNLÍF • VIÐTÖL • ÍÞRÓTTIR

Á götuhorninu unarvélar á SAk og þegar þetta er skrifað er einn einstaklingur á gjörgæsludeildinni í öndunarvél og líklegt að þeim muni fjölga sem veikjast það alvarlega. Framtak Hollvinana getur því skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna.

Á bara ekkert að vora á þessu skeri? Hrós á Hollvinina Hollvinir SAk hafa safnað 45 milljónum til kaupa á öndunarvélum fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri og öðrum mikilvægum tækjum. Frá þessu er greint á Facebooksíðu Hollvinasamtakanna. Söfnunarátakið hófst fyrir tveimur vikum og segir í færslu Hollvinanna að söfnunin hafi verið með ólíkindum. „Um leið og ég þakka innilega fyrir stuðninginn vil ég minna á að söfnunin stendur enn yfir því verkefnið er ærið. Kennitala Hollvinasamtakanna er 640216-0500 og reikningsnúmer

0565-26-10321. Kærar þakkir,“ segir í færslunni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur Sjúkrahúsið á Akureyri lagt inn pöntun fyrir þremur öndunarvélum en sú þriðja er hugsuð sem öndunarvél þegar verið er að flytja sjúklinga en getur nýst sem hefðbundin. Fyrir liggur líka að panta ný fæðingarrúm, tvö sérútbúin gjörgæslurúm og tæki til kælingar hjá sjúklingum eftir hjartastopp. Á götuhorninu er fólk afar ánægt með framtaka Hollvina SAk sem hafa gert frábærlega vel við sjúkrahúsið. Nú eru til taks þrjár önd-

Vorið ætlar heldur betur að láta bíða eftir sér. Því miður. Þegar dálkahöfundur ritar þessi orð er allt orðið hvítt á ný og bíllinn á bílastæðinu þakinn snjó. Maður var nýbúinn að hreinsa allan snjó af pallinum, sparka bolta í sólaryl og allt að tíu stiga hita og vorið sannarlega í loftinu. Hélt maður allavega og var farin að gæla við það að grilla núna um helgina. En þá dynja enn ein veðurósköpin yfir. Veðrið mætti nú alveg fara að snúa sér alfarið með okkur í lið á þessum ófremdartímum. Við biðjum ekki um mikið, bara eitt stykki vor takk. -þev


7

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

Skilaboð samgönguráðherra Á þessum síðustu og verstu tímum veirunnar voðalegu má greina almenna samstöðu meðal landsmanna um að hefja gagnsókn strax og sigur er unninn á vágestinum. Gert er ráð fyrir að í þeirri sókn muni ríki og sveitarfélög hafa frumkvæði að framkvæmdum víða um land og hvetja um leið fjárfesta til að fylgja í kjölfarið og taka þátt í enn frekari uppbyggingu innviða samfélagsins. Í viðtali við RÚV á dögunum við samgönguráðherra og formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, áréttaði hann að ríkisvaldið myndi leggja fram verulega fjármuni í ýmis konar uppbyggingu víða um land. Hann bætti síðan við að nauðsynlegt væri að sveitarfélögin gerðu slíkt hið sama, fjárfestu í uppbyggingu til framtíðar og tækju jafnvel lán ef það þyrfti til að koma hlutunum í framkvæmd. Í orðunum fólst að sveitarfélögin gætu ekki látið nægja að gera kröfur á ríkisvaldið; þau þyrftu líka að leggja sitt fram og sýna að þeim væri alvara.

Meiri kröfur til annarra Eins og við Akureyringar þekkjum vel er forsvarsfólk í bæjarmálum töluvert iðið við að lemja á „þeim fyrir sunnan“ þegar því þykir seint ganga í ýmsu sem ríkisvaldið á að hafa á sinni könnu hér fyrir norðan. Eru þá ekki spöruð stóru orðin um deyfð og jafnvel skilningsleysi valdhafa fyrir sunnan. Allt í góðu með það enda full ástæða til að halda ríkisvaldinu og alþingi við efnið. Hins vegar verður allur þessi ákafi næsta broslegur þegar kemur að þeim verkefnum sem þetta ágæta fólk ber sjálft ábyrgð á að komist til framkvæmda hér hjá okkur. Þá slær það jafnvel sunnanmönnum við með tafaleikjum og sjúklegri frestunaráráttu. Frægasta dæmið er auðvitað miðbæjarskipulagið sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn árið 2014 eftir tíu ára undirbúning. Frekar en að koma því í framkvæmd hefur bæjarstjórn skipað nefnd á nefnd ofan til að fjalla um einstaka liði skipulagsins eða það í heild. Enn sem komið er hefur nákvæmlega ekk-

ert komið út úr því starfi nema mas og kostnaður fyrir bæjarsjóð. Á meðan gerist ekkert og það sem sorglegra er að engin leið er að kenna þeim fyrir sunnan um seinaganginn.

Nýta tækifærið Með þetta í huga eru þessi ágætu hvatningarorð samgönguráðherra, um frumkvæði heimamanna við uppbyggingu í kjölfar veirunnar, bæði tímabær og skynsöm. Að þessu sögðu tel ég vel viðeigandi að minna á tillögu mína í Vikudegi 26.09.2019 þess efnis að bærinn taki lán til að hefja framkvæmdir samkvæmt miðbæjarskipulaginu og leysi þetta mikilvæga verkefni með því úr læðingi. Þá geta áhugasamir fjárfestar og byggingafyrirtæki loks sótt um þessar dýrmætustu lóðir bæjarins og hafið uppbyggingu í samræmi við gildandi skipulag. Samkvæmt óvísindalegri rannsókn minni bendir flest til þess að öflugir fjárfestar muni þá sjá sér leik á borði og beina umtalsverðu fé til þessarar uppbyggingar. Rís þá

Ragnar Sverrisson skrifar

nýr og vistvænn miðbær við hlið þess gamla í samræmi við vilja fjölmennasta íbúaþings sem haldið hefur verið á Akureyri og þó víða væri leitað. Vonandi verður hvatning samgönguráðherra til þess að bæjaryfirvöld á Akureyri bregðist loks við og hefji framkvæmdir við uppbyggingu miðbæjar sem mun taka öðrum slíkum fram með fjölskrúðugt og lifandi mannlíf. Þar munu einnig blómstra fjöbreytt þjónustufyrirtæki sem þrífast best í kröftugum og aðlaðandi miðbæ. Höfundur er kaupmaður

www.vikudagur.is Krossgáta Vikudags

Höfundur: Bragi V. Bergmann / bragi@fremri.is

PRÓTÍNRÍKUR KAFFIDRYKKUR

Lausnarorð gátunnar er nafnorð og fæst með því að raða saman stöfunum úr tölusettu reitunum. Rétt lausnarorð birtist í næsta Vikudegi. Lausnarorð síðustu gátu var: FNYKUR


8

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

Frumsýnir stuttmynd á netinu eftir fimm ára meðgöngutíma Pétur Guðjónsson athafnamaður hefur lengi verið með stuttmynd í bígerð eftir sögu sem hann skrifaði árið 2010. Myndin nefnist „Hvar er draumurinn?“ og fjallar um þann nöturlega heim sem unglingar í heimi fíkniefna lifa í. Eftir fimm ára meðgöngu er loksins komið að því að sýna stuttmyndina. „Þetta verkefni, sem hefur farið í allar áttir, hefur verið skrautlegt en nú verður hún sýnd eftir að hafa farið í gegnum þrjá kvikmyndaráðgjafa og nokkra klippara,“ segir Pétur. Hann segist hafa stefnt að því að sýna myndina þann 8. apríl í Borgarbíói en vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður ekkert úr því, enda öll bíóhús lokuð vegna kórónuveirunnar. „Í ljósi þess ákvað ég að sýna hana bara á netinu og það á nýjum vef, www.draumaleikhúsid.is, þann 8. apríl. Síðan mun Borgarbíó sýna hana eitthvað fyrir okkur, bara svo hún komist á hvíta tjaldið,“ segir Pétur og bætir við: „Það má segja að hópurinn sem gaf alla vinnu ætli nú að gefa þjóðinni myndina. Ekki síst til þess að hún verði notuð í forvarnarskyni.“

Fékk innblástur eftir störf á Laugalandi Innblásturinn af sögunni var atvik sem gerðist er Pétur starfaði á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafjarðarsveit fyrir nokkrum árum. „Þá varð ég vitni að ýmsu og kynnti mér þennan heim talsvert vel. Svo fékk ég stundum fréttir af stúlkunum eftir að þær útskrifuðust frá Laugalandi og að þeim gengi vel. Það er mjög gleðilegt að heyra svoleiðis fréttir. En því miður var það ekki alltaf raunin. Sumar fréttir var erfitt að fá. Það var ung stúlka sem lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum og það hafði mikil áhrif á mig. Þá læddist þessi hugsun að mér að partýin geta verið ansi heillandi þegar fólk er ungt og áhyggjulaust. Fíkniefnaheimurinn spennandi, fullt af peningum, athygli og þess háttar. En yfirleitt enda þó partýin illa. Það er útgangspunkturinn í myndinni,“ segir Pétur.

Frá upptökum.

Sagan fjallar í stuttu máli um líf nokkurra unglinga sem leiðast út í heim fíkniefna.

Vilja vekja fólk til umhugsunar Handritið er skrifað af Pétri, Jokku G. Birnudóttur og Úlfhildi Örnólfsdóttur en sagan fjallar í stuttu máli um líf nokkurra unglinga sem leiðast út í heim fíkniefna. Tökur á myndinni stóðu yfir í október 2015 og tóku alls 14 daga. Pétur segist hafa fengið margt gott fólk í lið með mér varðandi handritaskrif, tæknivinnu og fleira. „Ég þvældist með myndina fram og til baka, var með þrjá kvikmyndaframleiðendur í takinu til að ráðleggja, Baldvin Z, Gunnar Björn og Kidda K. en sagan gekk frekar illa upp þegar hún var komin á klippiborðið. Það var ekki fyrr en Ragnar Bollason, nýlega útskrifaður úr kvikmyndaskólanum, kom og lagðist yfir þetta að lokaútkoman leit dagsins ljós.“ Pétur bætir við að það beri mörgum að þakka og án þessa góða fólks hefði myndin aldrei orðið að veruleika. „Við byrjuðum tveir, ég og Helgi Steinar Halldórsson, svo bættist Þórhallur Jónsson í Pedró við og síðan stækkaði hópur-

inn og endaði í alls 40 manns sem kemur að myndinni.“ Pétur segir að í upphafi hafi hann og Helgi Steinar stefnt að því að gera mynd sem yrði m.a. notuð í forvarnarskyni. „Með

Pétur Guðjónsson.

Frá upptökum.

þessari mynd viljum við vekja fólk til umhugsunar og ekki bara unglinga heldur foreldrana líka.,“ segir Pétur Guðjónsson.


9

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

„Öll hreyfing af hinu góða“ „Þetta er eðlilega mjög skrýtið, enda skrýtnir tímar sem hafa verið og verða næstu vikurnar. Mikið af fólki hefur þennan fasta punkt í tilverunni að koma og æfa hjá okkur og maður finnur að mörgu fólki finnst þetta erfitt,“ segir Guðrún Gísladóttir stöðvarstjóri hjá World Class Akureyri og einkaþjálfari til margra ára. Eins og flestum er kunnugt eru líkamsræktarstöðvar landsins lokaðar vegna samkomubannsins. Guðrún brá á það ráð að senda út æfingaprógrömm sem hægt er að gera heima meðan á samkomubanninu stendur. „Ég er umkringd fólki allan daginn í vinnunni, fylgist með fólki æfa og kenni sjálf eins og síðustu 28 ár. Nú er ég með sex tíma í viku, fjölbreytta tíma fyrir mjög fjölbreyttan hóp af viðskiptavinum. Ég er í draumastarfinu þegar kemur að því að hvetja fólk áfram í hreyfingu og sjá fólk eflast og styrkjast. Ég þurfti því ekki að hugsa mig lengi um að setja saman æfingadaga af og til í samkomubanninu og hef sent út alla dagana eftir að við lokuðum nema einn. Ég veit að margir eru að því í dag en fyrir mig snýst þetta um það að ef einn af mínum kúnnum tekur þátt þá er ég ánægð. Þá er ég a.m.k. að hjálpa einum. Ég hef þó verið að fá skemmtileg skilaboð og þakkarpósta eftir að ég byrjaði. Fólk er að æfa á Spáni, í Hafnarfirði og svo mikið af mínum fastakúnnum. Kannski einhverjir fleiri, hver veit,“ segir Guðrún.

Gera allar æfingar, ekki bara það skemmtilegasta Hún setur æfingu dagsins á Facebooksíðuna sína sem tengist líkamsræktinni og þar getur fólk séð hver æfing dagsins er. „Best að taka það fram hér að það þarf að gera allar æfingarnar, ekki bara velja þær skemmtilegustu,“ segir Guðrún. Hún segir brýnt að halda áfram að hreyfa sig og fólk megi ekki missa dampinn. „Það er mjög mikilvægt að æfa sig á þessum tímum og öll hreyfing af hinu góða, bara komast út að ganga er dásamlegt. Hjóla, gönguskíði eða þessi æfingaplön – allt er gott og maður þarf að passa að vera ánægður með allt sem maður gerir. 30-60 mínútna hreyfing á dag hjálpar okkur mikið. Það er vel hægt að halda í formið með því að fylgja æfingunum eftir þó að ekki séu til öll tæki og tól á heimilinu. Það er bara eigin þyngd notuð. Áður en við vitum af verðum við komin í World Class aftur, full þakklætis yfir því hversu fjölbreytta flóru af líkamsrækt er hægt að stunda þar,“ segir Guðrún Gísladóttir. Við fengum Guðrúnu til að bjóða lesendum upp á æfingaplan fyrir tvo daga. Nú er bara um að gera að reima á sig skóna og taka á því! Góða skemmtun og gangi þér vel!

Úr einum af tímunum sem Guðrún kennir.

Æfing dagsins 1

Æfing dagsins 2

Upphitun/þolæfingar: (úti eða inni). Klifur (byrja í plankastöðu) (40x). Jumping squats, hnébeygjuhopp (20x) EÐA hnébeygja. Jumping jacks, hoppa sundur/saman (20x) EÐA ganga sundur/saman. Afturstig (stíga með hæ/vinstri fót aftur í framstigsstöðu/lunge) EÐA lunge jump (20x). 4 hringir af þolæfingunum. Ef endurtekningar eru of margar þá má að sjálfsögðu gera færri. STYRKTARÆFINGAR, ÞRÍHÖFÐI/AXLIR Þríhöfða armbeygjur 3x15. Axlaflug með eða án lóða 3x15. Þríhöfðalyftur með eða án lóða. Lóð eða annað fyrir ofan höfuð og beygja hendur niður/olnbogar vísa beint fram 3x20. Áskorun 2 mín. armbeygjur -Telja hversu margar þið gerið og skrá 1 mín. burpees -Telja hversu margar þið gerið og skrá 3X2 mín. planki Slökun í 5. mín. Góðar alhliða teygjur-Halda hverri teygju í a.m.k. 20. sek.

Að planka er mjög góð æfing sem hægt er að gera nánast hvar sem er.

Ganga/skokk 15-20 mín. Þrekhringur: Fjölbreyttar æfingar. Allar teknar í 1 mín. 2-3 hringir. Tvíhöfði, lóð eða teygja. Þríhöfðaarmbeygjur. Bakæfing, liggja á maga – lyfta búk og fótum frá gólfi. Thruster (hnébeygja, axlapressa). Framstig (hægri/vinstri). Jumping jacks eða ganga sundur saman. Kviðæfingar Fótlyftur ( á fjórum fótum), rassæfing hæ/vi. Hliðarplanki, skákviður – lyfta mjöðmum hæ/vi. Axlaflug. Kálfar. Klifur. Áskorun Armbeygjur í 2 mín. – telja og skrá hvað margar. Burpees í 1 mín. – telja og skrá hvað margar. 3x2 mín. planki. Hvíld og góðar teygjur skipta miklu máli – hlusta á fallega tónlist og slaka í 10 mín.

„Það er gott að njóta útivistar meðfram æfingum inni,“ segir Guðrún Gísladóttir.


10

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

HÚSIN Í BÆNUM

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar

Hús vikunnar: Hafnarstræti 86a Umfjöllun þessi er ekki skipulagðari en svo, að greinarhöfundur ákveður aðeins frá viku til viku, hvaða hús skal tekið fyrir næst. Á Facebook-hópnum Gamlar myndir af Akureyri birtist í vikunni mynd af húsi einu við Hafnarstræti, sem er aldargamalt í ár. Ég áleit upplagt, að það skyldi verða næsta Hús vikunnar. Um er að ræða Hafnarstræti 86a. Hafnarstræti 86a er tvílyft timburhús með háu risi og miðjukvisti. Veggir og þak eru bárujárnsklædd og krosspóstar í gluggum. Á suðurstafni eru svalir á efri hæðum. Húsið var allt endurbyggt frá grunni árin 2010-12. Þrjár íbúðir eru í húsinu, ein á hverri hæð. Hafnarstræti 86a reisti Jóhann Ragúels kaupmaður árið 1920. Stundaði hann verslunarrekstur á neðri hæð en bjó á efri hæðum. Verslaði hann með tóbak, sælgæti og ýmis konar smávöru. Hann bjó í húsinu til æviloka, árið 1942, eða í 22 ár. Jóhann og kona hans, Guðrún Davíðsdóttir, önnuðust einnig bókavörslu á Amtsbókasafninu um svipað leyti. Neðri hæð hússins var síðar breytt í íbúðarrými. Margir bjuggu í húsinu um lengri eða skemmri tíma fram eftir 20. öld. Um 2005 stóð húsið orðið autt, og höfðu þá lengi verið uppi áform um niðurrif þess. Snemma árs 2008

skemmdist húsið mikið í heitavatnsleka, og taldi sá sem þetta ritar, fullvíst að húsið fengi að fjúka. En undirritaður hafði þar rangt fyrir sér, einu sinni sem oftar. En um 2010 hófust gagngerar endurbætur á húsinu. Var húsið allt

endurnýjað að utan sem innan, m.a. stigahús á austurhlið rifið og asbestklæðningu skipt út fyrir bárujárn. Ekki þarf að fjölyrða um það, að viðgerðir þessar tókust stórkostlega, svosem meðfylgjandi mynd ber með sér. Hún

er einmitt tekin skömmu eftir að endurbótum lauk, eða 30. júní 2012.

Lesendum er velkomið að senda höfundi fyrirspurnir, ábendingar eða annað slíkt á póstfangið hallmundsson@gmail.com.


11

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

Svar við opnu bréfi vegna fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings Í Vikudegi 12. tbl., 26. mars 2020, ritar Einar Brynjólfsson, stutta grein þar sem hann skorar á fyrrverandi og núverandi formann Eyþings að veita ítarlegar upplýsingar um starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings. Í sama tölublað ritar fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings grein þar sem hann greinir frá nokkrum atriðum málsins, eins og þau horfa við honum. Eins og kunnugt er voru Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sam-

einuð í lok síðasta árs undir heitinu Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Af hálfu SSNE er tekið fram að þar sem um málefni fyrrverandi starfsmanns Eyþings er að ræða getur sambandið ekki tjáð sig opinberlega um málið umfram það sem áður hefur komið fram. Hið sama gildir um fyrrum stjórnarmenn Eyþings. Umræddu máli lauk með dómsátt þann 27. janúar sl. Í framhaldi af því var málið kynnt fyrir sveitarstjórnum aðildarsveitarfé-

laganna og afgreitt. Því hefur málinu verið lokað af okkar hálfu og munum við ekki tjá okkur um það frekar. Stjórn SSNE og fyrrum fulltrúar stjórnar Eyþings, Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Akureyri (formaður) Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings (varaformaður) Helga Helgadóttir, bæjarfulltrúi Fjallabyggð Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps

Tökum flUgið á ný, fjárfestum í flugvöllum

Nú þegar aðeins er boðið upp á örfá flug á dag milli landsbyggðanna og Reykjavíkur og flugumferð í heiminum dregst saman dag frá degi, skýtur kannski skökku við að skrifa um flugvelli. Á tímum samdráttar og óvissu er nauðsynlegt að horfa til framtíðar og mikilvægt að opinberir aðilar fjárfesti í verkefnum sem geta ýtt undir framfarir í samfélags- og efnahagsmálum í landinu. Áætlun ríkisstjórnarinnar um sérstakt fjárfestingarátak fyrir árið 2020 til viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf vegna veirufaraldursins liggur nú fyrir Alþingi. Meðal verkefna sem lögð er áhersla á að hefjist strax er stækkun flugstöðvar á Akureyri, vinna við flughlað á Akureyri og gerð akbrautar á Egilsstaðaflugvelli. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða. Í desember 2019 var skipaður aðgerðahópur til að vinna tillögur um endurbætur á flugvellinum á Akureyri til framtíðar. Honum er ætlað að vinna greiningu á markaðssetningu á Norðurlandi sem áfangastaðar og gera kostnaðaráætlun um mögulega stækkun eða endurbætur á mannvirkjum og þjónustu. Nú liggja tillögur hópsins um stækkun flugstöðvar fyrir og því er hægt að hefjast handa við viðbyggingu vestur af norðurenda núverandi flugstöðvar.

Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Hægt væri að bjóða verkið út á vormánuðum sem gæti skapað um 50 ársverk hjá verktökum á svæðinu. Í ársbyrjun var ILS aðflugsbúnaður tekinn í notkun á Akureyrarflugvelli, í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók af skarið og tryggði fjármagn í búnaðinn á árinu 2018. Búnaðurinn hefur nú þegar sannað gildi sitt. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli getur svo aukið enn frekar umsvif og öryggi flugvallarins. Þar er lagt til að hafist verði handa við undirbúning nýrrar akbrautar fyrir flugvélar meðfram Egilsstaðaflugvelli, til að tryggja öryggi og styrkja varaflugvallarhlutverkið. Gert er ráð fyrir að undirbúningur fari fram í ár og þá liggur beint við að fjármagn til framkvæmda skili sér í fjárfestingaátaki næstu ára. Einnig er áríðandi að fara í yfirlagningu á flugbrautinni á Egilsstöðum og hagkvæmt væri að tengja þessar framkvæmdir saman. Akbrautin meðfram flugvellinum er mikilvæg til þess að hægt sé að lenda sem flestum flugvélum á sem skemmstum tíma. Hægt væri að útfæra hana þannig að hluti hennar þjóni jafnframt hlutverki flughlaðs. Við undirbúning verksins er mikilvægt að meta hvernig akbraut og flughlöð henta best fram-

tíðarþróun vallarins. Með framkvæmdum á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðaflugvallar og flugöryggi á Íslandi.

Skýr stefna um uppbyggingu flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum Framangreind verkefni eru atvinnuskapandi í bráð og lengd. Verkefnin byggja á öflugri stefnumótun í samgöngum, þ.e. samgönguáætlun sem samþykkt var á vorþingi 2019 og uppfærðri áætlun sem Alþingi vinnur nú með. Flugstefna hefur verið mótuð í fyrsta sinn í 100 ára sögu flugsins. Lykilatriði hennar er að millilanda- og varaflugvellirnir verða á einni hendi, Isavia sem taki ábyrgð á varaflugvöllunum. Uppbygging varaflugvalla á Íslandi er mikilvæg til að tryggja flugöryggi fyrir þá sem fljúga um Keflavíkurflugvöll, s.s. þegar aðstæður breytast skyndilega vegna veðurs eða óhappa. Þörfin fyrir framkvæmdir og þjónustu miðast við að skapa aðstöðu til að taka við nægum fjölda véla í neyðarástandi. Isavia hefur tekið við rekstri, viðhaldi og uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar af ríkinu frá síðustu áramótum Á sama tíma lækkuðu þjónustugreiðslur ríkisins til Isavia sem nýtast nú í innanlandsflugvelli um land allt og til að efla innanlandsflugið.

Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Akureyri Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Svalbarðshrepps Elías Pétursson, fyrrverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Akureyri Axel Grettisson, oddviti Hörgársveitar Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Akureyri

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Nú er verið að fylgja eftir skýrri stefnu um að byggja flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum upp sem alþjóðlegar fluggáttir, samhliða varaflugvallahlutverkinu og innanlandshlutverkinu. Öflugt innanlandsflug er mikilvægt byggðamál, hluti af almenningssamgöngum og öryggi byggðanna. Flugið er einn lykillinn að jafnræði byggðanna og nú er ákveðið að skoska leiðin komi til framkvæmda seinnihluta ársins, sem er mikilvægt skref til að jafna aðstöðumun íbúa landsins.

Samvinna er lykill að árangri Þegar fram í sækir mun samkeppnishæfni landsins eiga mikið undir góðum alþjóðlegum flugtengingum og fleiri hlið inn til landsins eru á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Ég álít mjög mikilvægt að fylgja nýrri flugstefnu og aukinni fjárfestingu í flugvöllum eftir með öflugri samvinnu um markaðssetningu nýrra fluggátta og þar er samstarf um markaðssetningu og samvinna sveitarfélaga á Norður- og Austurlandi lykillatriði. Notum tímann vel - Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NA og nefndarmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd

Vandræðaskáld og Hvanndalsbræður í beinni frá Græna hattinum

Þriðju tónleikarnir í röðinni „Deyjum ekki ráðalaus“ verða sýndir á N4 næsta föstudagskvöld, þann 3. apríl en þá koma fram Vandræðaskáldin þau Vilhjálmur Bergmann Bragason og Sesselía Ólafsdóttir. Tónleikarnir hefjast eftir Föstudagsþáttinn eða kl. 21.00. Laugardagskvöldið 4. apríl er komið að Hvanndalsbræðrum og ætla strákarnir að halda hefðbundna Hvanndalstónleika á Græna hattinum en þeim verður streymt á veraldarvefinn um leið. Exton á Akureyri og Menningarhúsið

Hof styðja við verkefnið. Magni Ásgeirsson mun koma fram með Hvanndalsbræðrum. Engin forsala er á miðum því það eru engir miðar. Eina sem þú þarft að gera er að skella þér í partígallann og kveikja á tölvunni, og auðvitað tengja góða hátalara,“ segir í tilkynningu. Þó enginn aðganseyrir sé á tónleikana er bent á frjáls framlög til Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri. Kt: 640216-0500 og reikn: 0565-26-10321. Streymið hefst kl. 21.00.

Hvanndalsbræður.


12

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

Nýjar rannsóknir um svifryk Ég rakst á grein í blaði ekki alls fyrir löngu, sem bendir til þess að svifryk og rannsóknir tengdar því segi til um að útblástur frá bílum sé ekki aðal orsakavaldur loftmengunar bæði hér í bæ og annars staðar og einnig hafa naglar í dekkjum bíla verið taldir mikill skaðvaldur ekki síst hér á Akureyri og mikið hamrað á því. Nú er komið upp úr kafinu samkv. rannsóknum að skaðvaldurinn er dekkin sjálf og einnig bremsurnar og er þar um að ræða verulega uppsprettu öragnamengunar og einnig þegar að rafbílar eiga í hlut svo útblástur og naglar í dekkjum hafa þar miklu minna að segja. Þetta hefur opinber bresk sérfræðinganefnd, sem fjallar um loftgæði kallað

Svifryksmengun.

eftir því að viðurkennt verði að dekk, bremsur og vegir séu uppspretta öragnamengunar og jafnvel þegar rafbílar eru annars vegar því nefndin telur að öragnalosun rafbíla geti jafnvel verið verri en frá sambærilegum bensín eða dísilbílum. Þá þykir tímabært að skoða ekki bara hvað úr púströrinu kemur heldur

Mynd/Akureyri.is

líka öragnamengunina frá sliti á dekkjum og bremsum. Sem stendur gilda heldur engar reglur um mengun frá dekkjum bíla því raunveruleikinn mun trúlega vera sá að hlutfallslega mjög fáir bílar eru á dekkjum með réttum loftþrýstingi, sem líklega þýðir að að önnur losun frá bílum

Grunnskólakennarar standa vörð um velferð barna Í umræðunni um vána sem geisar um heimsbyggðina hafa grunnskólarnir oft borið á góma. Skiptar skoðanir eru meðal grunnskólakennara um mikilvægi þess að halda skólastarfinu áfram. Margir óttast smit eða smita börnin. Kannski óþarfa áhyggjur. Í ljós hefur komið að veiran leggst sem betur fer síður á börn. Eins og Kári Stefánsson segir; „Númer eitt, börn og unglingar smitast síður en fullorðnir. Ef þau smitast þá veikjast þau jafnframt minna.“ Sem trúnaðarmaður í grunnskóla hvatti ég grunnskólakennara með undirliggjandi sjúkdóma að draga sig í hlé, það sama og sóttvarna- og landlæknir gerðu. Ég verð að trúa því að yfirvöld haldi hönd yfir þá kennara sem tóku þá ákvörðun, heilsu sinnar vegna, og hýrudragi þá ekki. Sennilega búið að stoppa þann leka. Starf grunnskólakennara hefur breyst. Nú er skipulag og framkvæmd kennslu með allt öðrum hætti. Margir ganga svo langt og benda á að hér sé um pössun að ræða. Stangast svolítið á við það sem fræðin halda fram, að allt sem við gerum sé nám. Nemendur fá hvoru tveggja formlegt og óformlegt nám í skólunum í dag. Nemendur læra um veiru og smit. Nemendur læra um mikilvægi hreinlætis. Nemendur læra að breyta þurfi skólastarfi með litlum fyrirvara. Nemendur læra og upplifa að fullorðna fólkið passi upp á það. Nemendur læra að kennarar séu sveigjanlegir í vinnubrögðum og störfum. Nemendur læra annars konar vinnubrögð við nám, s.s. aukna fjarkennslu. Eldri nemendur læra meira um sjálfstæð vinnubrögð og aukna ábyrgð á eigin námi. Nemendur kryfja eigin styrkleika og veikleika í fjarnámi sem og við breyttar aðstæður. Yngri nemendur halda áfram að læra það sem kennt er í skólum öllu jöfnu, lestur, stærðfræði o.fl. Nemendur sinna líka óformlegu námi. Sumar námsgreinar breytast eins og íþróttir. Útivera með hreyfingu er meiri nú en áður. Margir kennarar hafa hreyfingu fast í stundatöflunni, bæði inni og úti. Ekkert bannar að kennarar fari í góðan

göngutúr með nemendur, læra á nærumhverfið. Hér er ekki um tæmandi lista að ræða. Þegar vorið lætur á sér kræla bætist útikennsla við. Á krefjandi tímum þarf annars konar hugsun og framkvæmd í grunnskólanum. Það ástand og sú kennsla sem hefur staðið nemendum til boða er krefjandi fyrir kennara. Nemendur þreytast sem og kennarar vegna íþyngjandi en nauðsynlegra reglna sem og verulegra breytinga í skólastarfi. Nú ríður á að starfsmenn sameinist í að létta undir hvor með öðrum, með öllum tiltækum ráðum. Mikilvægt er að aðstoða þann sem óskar eftir hjálp. Við verðum að virða að ekki eru allir jafn sterkir til starfans undir þessu álagi. Það er í lagi að beygja af og óska eftir hjálp. Vænti þess að allir stjórnendur bregðist við slíkum beiðnum. Kennarar við erum mennsk, ekki ,,súperman“ úr kvikmynd sem getur

bjargað öllu. Betra er að biðja um hjálp fyrr en seinna. Bæjarfélagið getur lagt sitt að mörkum og óskað eftir bakvarðasveit grunnskólakennara sem eru tilbúnir að koma tímabundið inn til að létta álagi af kennurum. Slíkt er gert innan heilbrigðis- og félagsgeirans. Hér með hvet ég fræðsluyfirvöld á Akureyri að hefja undirbúning að slíkri bakvarðarsveit til að grípa til þegar skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí grunnskólanna. Ég hef áhyggjur af að hluti grunnskólakennara snúi ekki aftur eftir páskafrí en vonandi eru þær áhyggjur innistæðulausar. Samkvæmt orðum sérfræðinga mun þessu ástandi vart linna fyrr en í maí og jafnvel síðar. Því gætum við verið að tala um breytt skólastarf það sem eftir lifir skólastarfsins. Grunnskólakennarar hafa staðið vörð um velferð og heilsu nemenda og skólastarfið.

Hjörleifur Hallgríms skrifar en í útblæstri gæti verið miklu verri en raun ber vitni. Mikið er skelfilegra að á meðan losun á útblæstri bíla hefur sætt ströngum reglum um árabil gilda engar reglur um dekkin því með vaxandi sölu á þyngri jeppum og rafgeymisdrifnum rafbílum er önnur losun en úr púströrinu verulegt vandamál segi í útskýringum. Að lokum segir í viðkomandi prófunum að leitt hafi í ljós að átakanlega mikil öragnamengun stafi frá dekkjum jafnvel þúsund sinnum meira (eins og sagt er) og verri en frá útblæstri vélarinnar.

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Þeir hyggjast halda því áfram ákveði stjórnvöld að halda skólum opnum. Ég vil nota tækifærið og þakka stjórnendum Síðuskóla á Akureyri fyrir gott skipulag á óvissutímum. Þeir hafa hlustað á raddir kennara, bætt og breytt eftir því sem hægt er og létt undir með kennurum. Stjórnendur hafa auk þess séð til þess að starfsmenn fái glaðning með kaffinu af og til, þarf ekki mikið til að gleðja starfsmenn á álagstímum. Vona að kennarar úr öðrum skólum bæjarins hafi sömu sögu að segja. Ég óska öllum starfsmönnum grunnskólanna gleðilegra páska og minni á mikilvægi þess að hlaða rafhlöðurnar fyrir næstu törn. Höfundur er grunnskólakennari og trúnaðarmaður í Síðuskóla á Akureyri.

fer í páskafrí Blað vikunnar er það síðasta fyrir páskafrí og kemur næsta blað út

fimmtudaginn 16.apríl.

Við minnum hins vegar á vefinn okkar

www.vikudagur.is, þar sem nálgast má fréttir og áhugavert efni.

Gleðilega páska


13

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

ÁSKORENDAPENNINN

Dagrún Birna Hafsteinsdóttir

Í síðustu viku tók ég þá ákvörðun að taka börnin mín tvö úr skóla og leikskóla. Það gerði ég vegna þess að ég hef tök á því og vil ég að börn fólks í framlínu nái að vera áfram í skóla og leikskóla eins vandræðalaust og hægt er. Ég hef unnið í leikskólum og grunnskólum síðustu tíu árin svo ég vissi nánast, að ég hélt, að þetta yrði ekkert stórmál. Það eina sem ég þyrfti að gera væri að vera með pottþétta dagskrá hvern einasta dag fyrir börnin. Auðvelt ekki satt? Fyrstu tveir dagarnir gengu einsog í sögu. Ég montaði mig af því að hafa reynsluna svo þetta gæti ekki klikkað hjá mér. Það fór fljótt að halla undan fæti hjá okkur litlu fjölskyldunni því jú það eru flutningar á næsta leiti en ég þurfti samt að passa að börnin fengju þá umhyggju og það aðhald sem þær þurfa. Þetta er alls ekki auðveld blanda að eiga við. Nú er ég í ógrynni af mömmuhópum á Facebook þar sem mæður úr öllum áttum tjá sig um uppeldi, fá læknisráð, deila um hitt og þetta og síðast en ekki síst nota mikið orðið mammviskubit. Ef þú lesandi góður veist ekki hvað það þýðir þá er þetta orð náskylt orðinu samviskubit, nema þetta orð tengist því þegar mæður fá samviskubit yfir því hvernig þær ala upp börnin sín. Kröfurnar í samfélaginu okkar eru orðnar svo gríðarlega miklar á mæður. Ekki leyfa börnunum að horfa of lengi á sjónvarpið, ekki gefa börnum sykur, leyfið börnum að hafa skoðanir á öllu, farðu út að leika með barnið þitt að minnsta kosti einu sinni á dag, hafðu barnið þitt alltaf klætt í nýjustu tísku og í guðs bænum aldrei láta barnið gráta! Ég hef lesið ófá rifrildin um ofantalin atriði á samfélagsmiðlum og það versta í kommentakerfunum er þegar ég sé mæður sem leggja sig allar fram við að láta aðrar mæður fá mammviskubit. Ég sé ekki hvað það kemur öðrum mæðrum við hvernig aðrar mæður ala upp börnin sín. Við erum, að ég held, allar að gera það sem við teljum börnunum okkar fyrir bestu. Svo er það með blessuð börnin að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg, rétt eins og við fullorðna fólkið. Það er engin ein leið rétt við að ala upp börn. Það tel ég að ég geti fullyrt. Nú á ég tvö börn eins og ég sagði hér að ofan og guð hjálpi mér ef ég hefði ætlað að nota sömu uppeldisaðferðir á þá yngri eins og ég notaði á þá eldri. Þær eru jafn ólíkar og svart og hvítt. Þannig

Mammviskubit

er þetta líka í stóra samhenginu. Ef við sem mæður gætum bara allar áttað okkur á því að við stjórnum einungis okkar eigin hegðun þá gætum við í sameiningu útrýmt orðinu mammviskubit. Ég var með krónískt mammviskubit eftir að ég eignaðist eldri stelpuna, sem nú er á tólfta ári, sem varði í ein átta ár eða svo. Ég var átján ára og mörgum í kringum mig fannst þeir knúnir til að setja út á það sem ég var að gera varðandi uppeldið. Uppskeran varð krónískt mammviskubit. Ég er alls ekki að tala um að fólk megi ekki gefa góð ráð, en það er alltaf for-

eldrisins val hvort það nýtir sér ráðið. Það sem ég er að tala um er þegar foreldrar eru að dæma aðra foreldra og það oft á opnum miðlum til þess eins að koma því til skila að þeirra ráð er betra en öll önnur ráð. Ég verð nú að segja að ég er ekki hissa á að jákvæð sjálfsmynd fari hratt niðurávið hjá nýbökuðum foreldrum þegar þetta er það sem þau mæta. Niðurstaðan er sú að mammviskubit er eitthvað sem mæður eiga ekki að fá. Við erum allar að gera okkar besta. Þú ert ekki verri mamma þó barnið þitt fái sykur, þú ert ekki verri mamma fyrir að

barnið þitt horfi á sjónvarpið, þú ert ekki verri mamma fyrir að eiga ekki öll flottustu fatamerkin fyrir krílið og þú ert alls ekki verri mamma en einhver önnur mamma sem tjáir sig um sínar uppeldisaðferðir á samfélagsmiðlum. Ekki ætla ég að fá mammviskubit yfir því að ég sitji hér á miðvikudagsmorgni að skrifa þennan pistil og tæplega fjögurra ára dóttir mín gæðir sér á sleikjó og horfir á youtube á meðan. Mig langar að enda þennan pistil á að skora á vinkonu mína Katrínu Eiríksdóttur að skrifa næsta pistil.


14

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

SPORTIÐ

Íþróttaveturinn í – ANNAR HLUTI Þar sem allt íþróttalíf liggur niðri er fátt um fréttir úr heimi sportsins. Því munum við grípa til þess ráðs að birta myndir frá vetrinum í næstu blöðum. Hér birtum við myndir frá Páli Jóhannessyni og Þóri Tryggvasyni sem eru iðnir við að senda blaðinu myndir frá vettvangi íþróttanna.

Garðar Már Jónsson, leikmaður Þórs, kominn í ákjósanlegt færi í leik með Þór í vetur í Grill 66-deildinni.

Rakel Sara Elvarsdóttir svífur inn í teiginn í leik með KA/Þór í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Mynd/Þórir Tryggvason.

Akureyringurinn og leikmaður ÍR, Bergvin Þór Gíslason, reynir hér að brjótast í gegnum vörn KA í leik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Mynd/Þórir Tryggvason.


15

VIKUDAGUR – FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 20200

myndum Baldur Örn Jóhannesson leikmaður Þórs í þann mund að setja boltann í netið í vetur. Mynd/Páll Jóhannesson.

Júlíus Orri Ágústsson átti gott tímabil með Þór í vetur í Dominos-deild karla í körfubolta. Búið er að blása deildina af. Mynd/Páll Jóhannesson.

Leikmenn SA í íshokkí karla fylgjast með af hliðarlínunni.

Mynd/Þórir Tryggvason.

Hart barist á ísnum.

Mynd/Þórir Tryggvason.

Útboð á smáverkum hjá Akureyrarbæ Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í smáverk fyrir Akureyrarbæ fyrir árin 2020-2022 samkvæmt útboðsgögnum. Útboðsgögn verða send á rafrænu formi til þeirra sem þess óska, frá og með 6. apríl 2020. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið umsarekstur@akureyri.is og óskið eftir gögnum. Tilboðum skal skila rafrænt á sama netfang fyrir kl. 10.00 miðvikudaginn 22. apríl 2020 og verða tilboð opnuð á sama tíma á rafrænum fundi að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Þórður Tandri Ágústsson í leik með Þór í vetur í Grill 66-deild karla. Mynd/Þórir Tryggvason.

Geislagata 9

Sími 460 1000

www.akureyri.is

akureyri@akureyri.is


BÓKHALDSÞJÓNUSTA

AKUREYRI / 13. TÖLUBLAÐ / 24. ÁRGANGUR / FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020

180 milljónir til uppbyggingar á HSN og SAk Í nýju frumvarpi meirihluta fjárlaganefndar Alþingis til fjáraukalaga fyrir árið 2020 er lagt til að Heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra fái 100 milljónir kr. en búið er að vinna þarfagreiningu fyrir tvær heilsugæslustöðvar á Akureyri. Í framhaldi af því er hægt að hefja hönnunarvinnu. Bygging á nýrri heilsugæslustöð á Akureyri hefur lengi verið á döfinni en nýverandi húsnæði þykir úrelt og ekki standast nútíma-

kröfur. Þá er gert ráð fyrir að Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) fái 80 milljónir kr. til fullnaðarhönnunar á nýrri legudeildarálmu en þarfagreiningu er lokið. Hefur stjórn SAk haft það á stefnuskránni undanfarin ár að reist verði ný legudeild. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður situr í fjárlaganefnd og segir þetta ánægjuleg tíðindi fyrir heilbrigðisþjónustu á Akureyri og nágrenni, nái tillögurnar fram að ganga. ,,Það hefur lengi verið unnið að því að

Reisa á tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri.

Njáll T Traustii F Friðbertsson. iðb ð

bæta aðstöðu heilsugæslunnar á Akureyri og reisa tvær heilsugæslustöðvar í stað einnar og því mjög ánægjulegt. Einnig að vinna hefjist við hönnun á nýrri viðbyggingu við sjúkrahúsið á nýrri legudeildarálmu. Þessu ber að fagna,“ segir Njáll Trausti. Atkvæðagreiðslur um fjáraukann og fjárfestingaáætlunina kláruðust í vikunni. „Það hefur margt gott áunnist hjá okkur í fjárlaganefndinni og þinginu síðustu daga.“

Hrísey.

Vilja fleiri fjarvinnustörf til Hríseyjar Hverfisráð Hríseyjar fagnar því að Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við verkefnið Brothættar byggðir og Akureyrarbæ auglýst fjarvinnslustarf í Hrísey. Heimildir hverfisráðsins herma að margir hafi sótt um starfið og því óskar hverfisráð eftir því við Akureyrarbæ að unnið verði markvisst að því að finna fleiri sambærileg störf sem unnt er að vinna í fjarvinnslu frá Hrísey. „Nauðsynlegt er að fjölga störfum til að minnka atvinnuleysi í Hrísey en jafnframt stuðla að mögulegri fólksfjölgun í eyjunni. Samfélagsleg áhrif af einu starfi geta verið heilmikil, til dæmis ef barnafjölskylda flytur með þeim starfsmanni sem ráðinn er og fjölgun verður í skólanum,“ segir í bókun ráðsins.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.