Hugleiðslan Hvernig á að hugleiða? Hugleiðsla kallast ástand án hugsana sem felur í sér vitundarvakningu. Þetta gerist þegar okkur tekst að tæma huga okkar af amstri hins daglega lífs, en dveljum engu að síður í ró og næði óskiptrar athygli. Byrjaðu á því að staðsetja ljósmynd af Shri Mataji (á borðið) fyrir framan þig. Farðu úr skónum og kveiktu á kerti og settu það fyrir framan myndina. Bæði ljósið og eldurinn í loganum hjálpa þér að uppræta hvers konar vandamál á meðan hugleiðslan fer fram.