Hugleiðslan

Page 1

Hugleiðslan Hvernig á að hugleiða? Hugleiðsla kallast ástand án hugsana sem felur í sér vitundarvakningu. Þetta gerist þegar okkur tekst að tæma huga okkar af amstri hins daglega lífs, en dveljum engu að síður í ró og næði óskiptrar athygli. Byrjaðu á því að staðsetja ljósmynd af Shri Mataji (á borðið) fyrir framan þig. Farðu úr skónum og kveiktu á kerti og settu það fyrir framan myndina. Bæði ljósið og eldurinn í loganum hjálpa þér að uppræta hvers konar vandamál á meðan hugleiðslan fer fram.


Að reisa kundalini Byrjaðu og endaðu hugleiðsluna með þessum æfingum: Staðsettu vinstri hönd fyrir framan neðri maga, snúðu lófanum í átt að líkamanum. Reistu vinstri höndina lóðrétt upp fyrir höfuðið. Á meðan þetta er gert, snýrðu hægri hönd áfram í hringi utan um þá vinstri, það er að sega réttsælis, þar til báðar hendurnar ná upp fyrir höfuðið. Notaðu þá báðar hendurnar til að búa þar til hnút. Endurtaktu allar hreyfingarnar þrisvar sinnum. (1x fyrir hverja orkurás). Eftir að hafa reist Kundalini í fyrsta sinn, býrðu til einn hnút, eftir annað skiptið tvo hnúta og eftir þriðja skiptið þrjá hnúta. Þú skalt snúa hægri höndinni réttsælis í kringum þá vinstri eins og áður nokkrum sinnum á milli hnútanna, þ.e. á eftir annað og þriðja skiptið.


Að gera bandhan Að gera bandhan þýðir að við búum til vörn fyrir kundalini sem við höfum nú þegar reist. Um leið tryggjum við okkur frekara jafnvægi á milli hægri og vinstri hliðar líkamans. Réttu út vinstri hönd (eða leggðu hana á lærið), haltu henni opinni og snúðu lófanum upp. Staðsettu hægri hönd fyrir ofan þá vinstri og reistu hana rólega yfir öxl og höfuð, vinstra megin og síðan niður með síðunni hægra megin. Reistu svo aftur hægri höndina í öfuga átt, nú fyrst yfir öxl og höfuð frá hægri og svo niður með síðunni vinstra megin. Endurtaktu þessa hreyfingu, frá vinstri til hægri og hægri til vinstri, (eitt skipti), alls sjö sinnum fram og til baka.


Hugleiðslan Hvíldu hendur þínar á lærum, snúðu lófum upp með fingurna í átt að mynd af Shri Mataji. Dragðu athyglina upp fyrir höfuðkrúnuna og reyndu að sleppa takinu á hugsunum þínum. Sittu í þögn í 10 til 15 mínútur. Til að ná betri einbeitingu er tilvalið að fara með æfingarnar hér á eftir.         

Leggðu hægri hönd á hjartað og spurðu: Móðir Kundalini, er ég hreinn andi? Leggðu hægri hönd á efri hluta magans, vinstra megin, rétt fyrir neðan rifbeinin og spurðu: Móðir Kundalini, er ég Minn eigin meistari? Leggðu hægri hönd á neðri hluta magans, vinstra megin, rétt fyrir ofan vinstri mjöðmina og spurðu: Móðir Kundalini, færðu mér hreina vitneskju! Leggðu hægri höndina aftur á efri hluta magans, vinstra megin, rétt fyrir neðan rifbeinin og segðu staðfastlega: Móðir Kundalini, ég er minn eigin meistari! Leggðu hægri hönd á hjartað og segðu af öryggi: Móðir Kundalini, ég er hreinn andi! Leggðu hægri hönd vinstra megin, á mörkum háls og axlar. Snúðu höfðinu til hægri og segðu: Móðir Kundalini, ég er ekki sekur um neitt! Leggðu hægri hönd á ennið og taktu utan um bæði gagnaugun. Segðu: Móðir Kundalini, ég fyrirgef öllum og ég fyrirgef sjálfum mér. Leggðu hægri hönd rétt fyrir ofan hnakkann, hinumegin við ennið og segðu: Móðir Kundalini, fyrirgefðu mér mistök mín! Leggðu hægri hönd á hvirfilinn, spenntu lófann, og fettu fingurna upp. Þrýstu lófanum fast á hvirfilinn og snúðu honum réttsælis alls sjö sinnum. Segðu: Móðir Kundalini, gefðu mér sjálfsvitundarvakningu!



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.