1 minute read

pizzasósa að hætti ooni

Next Article
á næsta stig?

á næsta stig?

INNIHALD:

2 msk jómfrúarólífuolía (30 g)

2 hvítlauksgeirar, muldir eða smátt skornir

4 bollar San Marzano plómutómatar (800 g)

1 tsk sykur (5 g)

1 tsk salt (8 g)

Handfylli af fínt skornu basil

Svartur pipar eftir smekk

LEIÐBEININGAR:

Hitið olíuna á meðalheitri pönnu. Leyfið olíunni að hitna og snöggsteikið hvítlaukinn þar til hann verður mjúkur. Eldið hvítlaukinn ekki lengur en 1 mínútu.

Hellið tómötum í skál og brjótið þá niður með gaffli eða maukara og hellið svo á heita pönnuna.

Setjið basil, sykur, salt og pipar á pönnuna og leyfið að malla við lágan hita í 45 mínútur eða þangað til sósan hefur þykknað örlítið. Smakkið sósuna og kryddið eftir smekk.

Sósuna má nota strax eða geyma í lofttæmdum umbúðum í kæli í allt að viku eða í frysti í allt að 6 mánuði. Afþíðið sósuna yfir nótt eða með „Defrost“ stillingu í örbylgjuofni.

LEIÐBEININGAR:

1

Blandaðu saman vatninu og þurrgerinu. Setjið önnur þurrefni í aðra skál og blandið gerblöndunni vel saman við. Ef þú notar hrærivél með krók er best að hnoða deigið í vélinni í 5 til 10 mínútur. Ef þú ert að hnoða deigið í höndunum er mælt með að hnoða í 10 mínútur. Settu svo rakt viskustykki yfir og láttu hefast á heitum stað í tvær klukkustundir. Deigið ætti að tvöfaldast í stærð á þeim tíma.

Skiptu deiginu í 3 til 4 jafna hluta, miðað við hvort þú ætlar að baka 12 eða 16 tommu pizzur. Settu hverja kúlu í sér skál eða á bakka, settu viskustykki yfir og leyfðu þvi að hefast í annað skiptið í 30 til 60 mínútur.

Þegar deigið er tilbúið setur þú hveiti á borðplötuna og notar fingurgómana til að fletja út kúluna. Því næst notar þú lófana til að snúa og teygja deigið í rétta stærð. Napólískar pizzur eru að jafnaði mjög þunnar og bakast hratt.

This article is from: