2 minute read

hreinlæti og viðhald

Haltu grillinu hreinu og gefðu því aukinn líftíma

Grilla N Ju Grilli

Áður en nýtt grill er notað í fyrsta sinn skal hreinsa grindurnar vel með heitu vatni og mildri sápu. Þar á eftir á að hita grindina vel með því að setja grillið á hæsta hita. Leggðu eldhúspappír í matarolíu og dreifðu henni með grilltöng yfir grindina, láttu grillið vera á mestum hita í 15 mínútur.

Mundu Eftir Grillburstanum

Notaðu grillbursta á grillgrindina og endaðu svo á því að strjúka yfir með rökum klút. Sumir grillburstar eru eingöngu ætlaðir fyrir grillgrindina, ekki innan í grillið sjálft. Þar getur þú notað samþjappaðan álpappír. Notið almennt aðeins bursta úr messing eða ryðfríu stáli.

Grilli Rifi A Utanver U

Utanvert grillið er best að þrífa með sápu og rökum klút. Strjúkið svo yfir með þurrum klút.

Ry Yfirbor I

Ef lítilsháttar ryð fellur á samskeyti grillsins getur þú fjarlægt það með sýrufrírri olíu (WD40). Gott er að bera sýrufría olíu reglulega á utanáliggjandi samskeyti grillsins og pússa yfir með klút. Aldrei setja sýrufría olíu eða svipuð efni ofan í sjálft grillið.

Berið ávallt olíu á grillgrindina áður en byrjað er að grilla. Olían gerir það að verkum að minni hætta er á að maturinn festist við grillgrindina. Ekki er ráðlagt að nota ólífuolíu þar sem hún getur gefið frá sér óæskilegt bragð við mikinn hita. Til að setja olíuna á grindina á auðveldan og öruggan hátt er hægt að væta eldhúspappír með matarolíu og bera hana á grindina með grilltöng.

Pottj Rnsgrindur

Berið alltaf olíu á pottjárnsgrindurnar eftir notkun. Öðru hverju er gott að taka kalda grindina og leggja hana í volgt sápuvatn. Leggið svo grindina aftur í grillið og setjið á mesta hita í 15 mínútur. Nú ættu síðustu óhreinindin að hafa þornað og þú getur burstað þau í burtu með grillburstanum. Berið svo vel af matarolíu á grindina eftir notkun til að hindra að hún ryðgi.

Brennarana og botninn á Q grillunum og öðrum gasgrillum þarf að þrífa reglulega. Slökktu á grillinu, láttu það kólna og burstaðu óhreinindin af brennaranum með hreinum grillbursta úr ryðfríu stáli eða messing. Hreinsaðu einnig fituna reglulega úr botninum með góðum svampi. Skrapið óhreinindin niður í álbakkann, svo ekki sé hætta á að það kvikni í fitunni.

Grillhreinsir

Ef þú vilt ráðast í allsherjarhreingerningu getur þú notað eitt af hreinsiefnunum frá Weber sem gefur aukagljáa á yfirborð grillsins. Til eru hreinsiefni fyrir allar tegundir af grillum sem auðvelda hreingerninguna og setja punktinn yfir i-ið.

Fitubakkar

Gamlir fitubakkar með uppsafnaðri fitu geta skapað eldhættu. Skiptu reglulega um bakka til að tryggja öryggi við grillið. ELKO selur úrval álbakka sem henta vel til að grípa umfram fitu og olíu.

Brag Burstir Hreinsa Ar

Setjið alla brennara á hæsta hita og hafið kveikt á grillinu í 15 mínútur. Leyfið grillinu að kólna og takið bragðburstirnar úr grillinu og burstið með grillbursta úr ryðfríu stáli eða messing. Ef þú ætlar að taka grillið alveg í gegn getur þú lagt bragðburstirnar í sápuvatn. Notið þá svamp til að hreinsa þær, hreinsið vel og þurrkið af með tusku.

WEBER hreingerningarsvampur

• Frábær á allar gerðir grilla

• 2 stk. í pakka

WA17688 álbakkar - 10 stk

• Grípur fitu og olíu

• Fyrir Weber gasgrill

WA6415

WEBER uppkveikjukubbar - 48 stk

Hraðari uppkveikja

• Virkar í roki og rigningu

WA17612

WEBER iGrill 2 kjöthitamælir

• Tvöfaldur skynjari WiFi, BT, snjallforrit

WA7221

WEBER reykviðarspænir - 700 g

• Fleiri tegundir í boði

• 700 g

WA17664

WEBER

T-laga grillbursti Hentar á grillgrindur o.fl.

WEBER grillbursti - 46 cm

Stálþræðir og Bamboo

• Hallandi haus

WA6276

WEBER hreinsiefni

• Fyrir Weber Q og Pulse grill

• Viðurkenndur hreinsir

WA17874

WEBER grillkol - 4 kg

• 100% náttúruleg

• Án allra aukaefna

WA17590

IGT þrýstijafnari + slanga

• Smellt 80 cm

IGT48021010

WEBER viðarspænir - 700 g

• Fleiri tegundir í boði

• 700 g

WA17624

WEBER hreinsiefni f. grillgrindur

• Fyrir grindur og bragðburstir

• Viðurkenndur hreinsir

WA17875

WEBER

Premium grillhanskar

• Verndar gegn hita

• Sílikon fyrir öruggt grip

WA6669 WA6670

WEBER einnota gaskútur

• Fyrir Q1000 seríuna 0,445 kg

WA17846

This article is from: