Rafíþróttir og heilbrigð nálgun

Page 1

RAFÍÞRÓTTIR & HEILBRIGÐ NÁLGUN FRÓÐLEIKUR FYRIR FORELDRA OG TÖLVULEIKJASPILARA


HÖFUM GAMAN


TÖLVULEIKIR

& RAFÍÞRÓTTIR

Rafíþróttir eru sífellt að verða umsvifameiri í samfélaginu. Þetta á þó ekki síst við í hugarheimi barna, þar sem það er auðvelt að heillast af töfrandi heimi tölvuleikjanna. Sýndarveruleikinn getur oft verið meira spennandi en raunveruleikinn og því verður ekki neitað að með þeirri sýn þá getur það haft neikvæð áhrif á börn eða unglinga. Tölvuleikjaiðkun getur nefnilega haft bæði góð og slæm áhrif á vaxandi einstaklinga og gæti haft letjandi áhrif og henni fylgir hætta á félagslegri einangrun. Því er mjög mikilvægt að nálgast tölvuleikjaiðkun með heilbrigðu og góðu hugarfari og spila tölvuleiki á jákvæðan hátt. Tölvuleikjaiðkun getur verið afslappandi dægradvöl, góður félagsskapur, íþrótt og jafnvel atvinna. Það fer eftir áhuga og markmiðum þess sem spilar.

3


JÁKVÆÐ ÁHRIF RAFÍÞRÓTTA Tölvuleikjaspilun getur haft jákvæð áhrif á einstaklinginn með t.d. aukinni heilastarfsemi, þrautseigju og félagsfærni. Einnig hjálpar hún til með lausnamiðaða hugsun og hraða ákvarðanatöku. Jákvæðnin felst einnig í því að styrkja rafíþróttaleikmanninn í samskiptahæfni, gagnrýnni og lausnamiðaðri hugsun ásamt því að vinna vel með heildinni í samhæfingu sem eykur félagsþroska barnsins. Börnin læra þá einnig gott netsiðferði, rétta líkamsbeitingu, mikilvægi andlegrar heilsu, að efla vöðvaminni og snerpu.

AUKIN HÆFNI TIL VERKEFNALAUSNA AUKIN HEILASTARFSEMI GOTT FYRIR HUGANN AUKIN ÞRAUTSEIGJA AUKIN FÉLAGSFÆRNI BETRI ÁKVARÐANATAKA

4


HVAÐ SKER

TÖLVULEIKINN FRÁ ÍÞRÓTTINNI? Tölvuleikir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Það gefur því auga leið að allir tölvuleikir eru ekki rafíþróttaleikir. En það er hægt að nálgast alla tölvuleiki með sama hugarfari og íþróttamenn nálgast sína íþrótt. Með því að byggja sig upp af krafti, vera virk í samfélaginu, lesa sig til um leikinn og taka reglulegar pásur er allavega hægt að tryggja jákvæða nálgun á spilunina. LÍKAMI & SÁL

RAFÍÞRÓTTAÆFING Rafíþróttasamtök Íslands mæla með að þegar það er 90 mín. rafíþróttaæfing þá séu 30 mín. sem fari í að efla líkama og sál: æfingar sem innihalda styrktaræfingar, teygjur, andlegar æfingar, spjall og fræðslu sem inniheldur ekki skjátíma. Þjálfarar kenna iðkendum að tileinka sér íþrótta- og sjálfsbetrunarhugarfar þegar það kemur að spilun tölvuleikja og kenna þeim um leið að tileinka sér heilbrigða spilahætti og ávinning þess. Það að barnið hitti aðra iðkendur á æfingum brýtur upp félagslega einangrun sem er oft tengd við tölvuleikjaspilun og öðlast barnið markvissa kennslu í færni sem skiptir máli í liðsíþróttum. 5


SAMSKIPTI BARNA

OG FORELDRA

Það skiptir miklu máli að búa til heilbrigt umhverfi í kringum tölvuleiki heima fyrir. Fyrstu skref geta verið að foreldrar fræði sig um hvað rafíþróttir eru og viðurkenni rafíþróttir sem íþrótt. Prófið endilega leikina og sjáið hvað þetta er erfitt. Börnin finna þá fyrir því að þú sýnir áhuga og skilning. Það er til dæmis hægt með því að tileinka sér orðaforðann sem er notaður í tölvuleikjaheiminum. Það er þó einnig þörf á uppbyggilegum skilningi fyrir leikjaspilun og þá einnig ef börn eru að horfa á fyrirmyndirnar sínar spila á YouTube þar sem þau eru að læra eitthvað nýtt í leiknum á sama tíma. Það getur því verið gott að spyrja barnið spurninga líkt og; Finnst þér gaman að horfa á þennan einstakling? Hvað hefur þú lært af því? Ertu að ná að yfirfæra það yfir í þinn leik? Með því erum við að opna á umræðuna og erum að fræða okkur á sama tíma og við erum að sýna áhugamáli barnanna okkar áhuga. Eigum samtalið um hvaða tölvuleiki þið spiluðuð í „gamla daga“. Hver var ykkar reynsla? Hlustum á börnin og ungmennin, prófum og þekkjum leikina sem þau spila. Þetta geta verið góð ráð til að efla samskiptin ef þau hafa mögulega verið stirð og erfið varðandi tölvuleiki/skjátíma. Hvetjum til jákvæðrar tölvuleikjaspilunar heima og tileinkum börnunum heilbrigðar venjur.

6


Hvetjum þau til að að vera með vatnsbrúsa sér við hlið og í góðum stól sem styður vel við bakið. Einnig er hægt að opna á félagslegu hliðina með því að bjóða vinum heim að „lana“ og bjóða upp á holla hressingu. Það er einnig hægt að bjóða upp á aðra afþreyingu fyrir hópinn þar sem spilamennskan er brotin upp með sund- eða bíóferð eða frísbígolfi – allt sem fær allan hópinn út og hjartsláttinn aðeins upp. Í stað þess að barn sé eitt í heimahúsi að spila þá er breyting að fara úr sínu eigin herbergi, úr sínum þægindaramma og fara á rafíþróttaæfingu þar sem einstaklingurinn fær félagsskapinn, æfingarfélaga, þjálfun og kennslu á leikinn. Þetta getur verið gríðarlega holl breyting, þar sem líkamleg og andleg þjálfun er orðin partur af öllum rafíþróttaæfingum.

STYRKLEIKAR

RAFÍÞRÓTTAFÓLKS

SAMSKIPTAHÆFNI LIÐSHEILD FÉLAGSÞROSKI GOTT NETSIÐFERÐI ENSKUKUNNÁTTA

LAUSNAMIÐUÐ HUGSUN GAGNRÝN HUGSUN RÉTT LÍKAMSBEITING SAMHÆFT VÖÐVAMINNI SNERPA

7


DÆMI UM

UPPHITUN

&ÆFINGAR FLEIRI GÓÐAR

01

02

BOXAÐ Á STAÐNUM 30 sek.

HNÉBEYGJUR 15 endurtekningar

03

04

ARMBEYGJUR 10 endurtekningar

HNÉBEYGJUHOPP 10 endurtekningar

8


05

06

PLANKA 30 sek.

SPRELLIKALLAHOPP 1 mín.

07

08

STÓLADÝFUR 10 endurtekningar

KVIÐÆFINGAR 10 endurtekningar

AUKAÆFING: Það getur verið góð æfing að kasta litlum bolta, eins og t.d. tennisbolta, í vegg til að auka samhæfingu augna og handa.

9


DÆMI UM TEYGJUR,

ANDLEGA VELLÍÐAN

&LÍKAMSSTÖÐU RÉTTA

01

02

HUGLEIÐSLA 3 mín.

INNANVERÐ LÆRI 20 sek.

03

04

RASS, LÆRI OG MJÓBAK 20 sek. x 2

AFTANVERÐ LÆRI 20 sek. x 2

10


05

06

FRAMANVERÐ LÆRI 20 sek. x 2

HÁLS OG KVIÐUR 20 sek. x 2

90° 90°

60 - 75 CM

40 - 50 CM

07

08

RÖNG LÍKAMSSTAÐA Ekki sitja svona

RÉTT LÍKAMSSTAÐA Sittu frekar svona

AUKAÆFING: Gott er að liðka úlnliðina og hálsinn á meðan leikurinn er að hlaðast. Hringlaga hreyfingar réttsælis og rangsælis til skiptis. Svo er líka gott að vera með stressbolta við hönd. 11


RAFÍÞRÓTTASÁTTMÁLI

FJÖLSKYLDUNNAR 01: SKILNINGUR Foreldri leggur sig fram við að skilja leikinn.

02: SETJA TÖLVUTÍMA Barni er gefið X mikill spilatími eftir dögum. Sumar fjölskyldur hafa jafnvel gert samning þess efnis að tölvuleikir séu ekki spilaðir heima ef barn er á rafíþróttaæfingu þann daginn.

03: HVENÆR MÁ SPILA? Barn má aðeins spila milli klukkan X og X ef það hefur sinnt heimalærdómi, nært sig, farið á æfingu eða lokið tilfallandi verkefnum.

04: HVAÐ MÁ SPILA LENGI? Foreldri og barn setja upp tíma í sameiningu sem má spila en taka með í jöfnuna: skóla, lærdóm, samverustundir og félags- eða tómstundaiðkun. Það má líka prófa sig áfram til þess að finna jafnvægið en alltaf í samráði við barnið.

05: SAMVINNA Hjálpum liðsfélögum okkar og hámörkum líkurnar á sigri. 12


06: TILFINNINGAR OG ANDLEG LÍÐAN Til þess að ná hæfni í tölvuleikjum er mikilvægt að andleg heilsa sé í lagi. Það er því áríðandi ef barn finnur fyrir vanlíðan eða sterkum tilfinningum við eða eftir tölvuleikjaspilun að geta átt í góðum samskiptum við foreldri. Reiðiköst eru ekki ásættanleg.

07: HEILBRIGÐ TÖLVULEIKJANÁLGUN Mikilvægt er að sitja í góðum stól sem styður rétta líkamsbeitingu við leikjaspilun. Þá er ekki síður áríðandi að vera alltaf með vatn innan seilingar.

08: HREYFING Mikilvægt er að standa upp reglulega og teygja úr sér á meðan á spilun stendur. Heilbrigt hugarástand gerir það að verkum að þú ert sneggri að taka ákvarðanir í leiknum og heilbrigður líkami er fljótari að bregðast við hugmyndinni.

09: FRÆÐSLA Hvetjum börnin til að afla sér fróðleiks um leikinn. Aukinn skilningur fæst oft með því að lesa sér til um leikinn og horfa á fræðandi myndbönd, t.d. á YouTube.

10: FRAMKOMA Munum að gott siðferði leiðir til góðs. Eigum í góðum samskiptum við liðsfélaga okkar jafnt sem mótherja. Sýnum öllum virðingu.

13


NÚTÍMAORÐABÓK TÖLVULEIKJASPILARA BRB AFK LOL GG META BM GLHF DLC FPS NT OP ROFL

Be Right Back Away From Keyboard Laughing Out Loud Good Game Most Effective Tactic Available Bad Manners Good Luck, Have Fun Downloadable Content (viðbót við leik) Frames Per Second Nice Try OverPowered Rolling on the Floor Laughing

Noob Camper Clutch Ace Rush Grind Nerf Buff Salty Griefing Gank 1337 Bunny Primary CareBear

Nýliði Sá sem felur sig og bíður Að sigra ómögulegan sigur einn síns liðs Að fella allt óvinaliðið Að sækja hart að Að leggja tíma í leikinn til að bæta sig Að draga úr gæðum/eiginleikum Að auka gæði/eiginleika Að vera bitur eða sár Að pirra/hrekkja aðra spilara Sitja fyrir og drepa aftur og aftur Að vera bestur Sá sem hleypur á eftir fánanum Fyrsta skotmark Sá sem forðast ofbeldi 14


KYNNUM

OKKUR

LEIKINN

TÖKUM

PÁSUR

SPILUM MEÐ

VINUNUM

SPILUM TIL AÐ HAFA

GAMAN

SPILUM MEÐ

SÝNUM VIRÐINGU

FJÖLSKYLDUNNI

HUGUM AÐ LÍKAMA

OG SÁL 15


Þessi fræðslubæklingur er unninn í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands og Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.