samfélagsskýrsla 2020
0.0 efnisyfirlit
Samfélagsskýrsla 2021
1.0 2.0 2.1 2.2 3.0 3.1 3.2 3.3 4.0 4.1 4.2 4.3 4.4 4.5 4.6 4.7 4.8 5.0 5.1 5.2 5.3 5.4 6.0 6.1 7.0 7.1 7.2 7.3 8.0 8.1 9.0 10.0 11.0
ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR VIÐ HJÁLPUM ÖLLUM AÐ NJÓTA ÓTRÚLEGRAR TÆKNI FARSÆLT SAMSTARF VIÐ ELKJØP STEFNA ELKO SJÁLFBÆR ÞRÓUN HEIMSMARKMIÐIN OG ELKO FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR UMHVERFISVERND SKIPTIR MÁLI KOLEFNISJÖFNUN 80,6% FLOKKAÐ ENDURNÝTING MIKILVÆG HRINGRÁSARAHAGKERFIÐ VISTVÆNAR SAMGÖNGUR ÖRYGGISATRIÐI FYRIR RAFMAGNSHLAUPAHJÓL STAFRÆNT ELKO STERKUR NEYTENDARÉTTUR FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR HVATT TIL FRUMKVÆÐIS KARLLÆGUR HEIMUR SAMNINGUR VIÐ SIÐFERÐISGÁTTINA HEILSA OG ÖRYGGI ÞAÐ SEM SKIPTIR ÞIG MÁLI SKIPTIR OKKUR MÁLI STYRKTARSJÓÐUR ELKO STJÓRN OG STJÓRNARHÆTTIR GÓÐIR VIÐSKIPTAHÆTTIR ÁBYRG INNKAUP UMHVERFISVÆNN LÍFSSTÍLL MARKMIÐ MARKMIÐ ELKO FYRIR 2021-2022: UM SJÁLFBÆRNIUPPGJÖRIÐ UFS YFIRLITSTAFLA HEIMSMARKMIÐ ELKO
1.0
Ánægðustu viðskiptavinirnir
Við erum mjög meðvituð um almenna sóun í heiminum og þá staðreynd að við erum hluti af vandamálinu. Breytingar í framleiðslu raftækja hafa leitt til þess að endingartími þeirra er oft skammur, nýting lítil og takmarkaður möguleiki á viðgerðum. Því rennur okkur blóðið til skyldunnar að vinna í því að koma tækjunum í endurvinnslu. Við höfum í nokkur ár keypt eldri raftæki af viðskiptavinum okkar og sent þau í endurvinnslu. Með því sláum við tvær flugur í einu höggi, höldum góðu sambandi við viðskiptavini og komum til móts við umhverfisleg sjónarmið. Gamall GSM sími gerir ekkert gagn í skúffunni, það munar miklu að geta selt hann inn á aðra markaði eða notað íhluti úr honum í önnur tæki. Hér er kominn vísir að hringrásarhagkerfi.
Ný stefna ELKO var formlega samþykkt árið 2019 en í henni voru lagðar línurnar um áherslu á þjónustu og tryggð viðskiptavina. Við stefnum að því að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði og verður áhersla á þjónustu og tryggð við viðskiptavini aukin í takt við nýja stefnu. ELKO er ábyrgt fyrirtæki sem leggur metnað í störf sín með skilvirkni og framsýni að leiðarljósi. Er sú fullyrðing að miklu leyti byggð á þeirri áherslu sem lögð verður á stafræn ferli bæði innanhúss og á dreifileiðum. Þar er ekki undanskilin vefverslun ELKO sem verður hornsteinn starfsemi ELKO til framtíðar. Starf okkar á árinu 2020 tók mið af þeim reglum sem settar voru vegna COVID-19. Veltulega séð fundum við þó ekki mikið fyrir breytingunni þar sem viðskiptin færðust yfir á vefinn og náði vefverslunin okkar hámarki á árinu en heildartekjur félagsins námu 13,1 milljarða króna. Við ætlum í framhaldinu að halda áfram að bæta og leggja áherslu á þjónustu og stafræna þróun.
Við hófum sorpflokkun fyrir nokkrum árum og nú er hlutfall flokkaðs úrgangs rúm 80% en við ætlum að auka það hlutfall enn frekar. Við erum að mestu hætt að prenta út á skrifstofunni og einnig höfum við ákveðið að nota Teams meira í fundahöldum og spörum þannig bæði tíma, fjármagn og kolefnisfótspor og gerum náttúrunni gott. Við höfum einnig ákveðið að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og jafnvel heimavinnu þar sem það er mögulegt. Við tókum þá ákvörðun á árinu að setja okkur loftslagsmarkmið og ætlum að bæta okkur umtalsvert í umhverfismálum. Framtíðin er björt.
Í framtíðinni ætlum við að leggja meiri áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð og gefum því í fyrsta sinn út sérstaka samfélagsskýrslu fyrir ELKO. Sem hluta af samfélagslegum áherslum höfum við valið að vinna í anda fjögurra heimsmarkmiða, 5, 8, 12 og 13 og verður gerð grein fyrir þeim í skýrslunni.
Gestur Hjaltason Framkvæmdastjóri ELKO
Samfélagsskýrsla 2020
3
2.0 Við hjálpum öllum að njóta ótrúlegrar tækni
„ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins en verslunin opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax leiðandi á sínu sviði á Íslandi. ELKO rekur sex verslanir sem staðsettar eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Akureyri og Vefverslun elko.is.“ Nánar á næstu síðu.
Samfélagsskýrsla 2020
2.0 Við hjálpum öllum að njóta ótrúlegrar tækni ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins en verslunin opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax leiðandi á sínu sviði á Íslandi. ELKO rekur sex verslanir sem staðsettar eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Akureyri og Vefverslun elko.is. Félagið opnaði á árinu nýja 1.000 fermetra verslun á Akureyri. Starfsmenn félagsins eru 174 og er fyrirtækið 100% í eigu Festi hf. Frá fyrsta degi hefur ELKO keppt á lægra verði og þekktum vörumerkjum. Á árinu 2019 var gangsettur nýr bakendi vefverslunar sem á að tryggja stöðuga vinnslu á næstu árum og auk þess var lögð mikil fjárfesting í alla stafræna vinnslu á öðrum sviðum félagsins. Til þess að styðja við verslanir, vefverslun og markaðsmál var ræst vöruupplýsingakerfi sem tryggir að samræmi sé í vöruupplýsingum á öllum snertipunktum við viðskiptavininn.
2.2 Stefna ELKO ELKO ætlar áfram að vera leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Í nýrri stefnu sem hefur verið í innleiðingaferli frá ársbyrjun 2020 var skilgreint nýtt hlutverk; Við hjálpum öllum að njóta ótrúlegrar tækni. Loforð okkar til viðskiptavina er að það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli. Gildi fyrirtækisins eru ábyrgð, metnaður, skilvirkni og framsýni. Sérstaða okkar er að vera þau einu sem fólk þarf á að halda varðandi raftæki. Markmið okkar er að eiga ánægðustu viðskiptavinina og veita þeim framúrskarandi þjónustu og byggja þannig traust viðskiptasamband til framtíðar.
2.1 farsælt samstarf við Elkjøp ELKO hefur frá upphafi átt mjög farsælt samstarf við Elkjøp, stærstu raftækjakeðju Norðurlandanna. Samningurinn tryggir að ELKO geti boðið samkeppnishæft raftækjaverð á Íslandi. Keðjan kaupir inn í miklu magni fyrir allar sínar verslanir og dreifir því síðan á milli verslana um alla Evrópu frá einum lager og stuðlar þannig að hagkvæmum innkaupum. Elkjøp er í eigu breska raftækjarisans Dixons Carphone sem er öflugasta raftækjakeðja Evrópu og rekur u.þ.b. 1.300 verslanir á Bretlandi og Írlandi og 300 verslanir í norður Evrópu.
Samfélagsskýrsla 2020
5
3.0 sjálfbær þróun ELKO hefur ákveðið að setja sér loftslagsmarkmið og áformar að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nánar á næstu síðu.
Samfélagsskýrsla 2020
3.0 Sjálfbær þróun ELKO hefur tekið þátt í sjálfbærnivinnu móðurfélagsins í nokkur ár og hefur með ýmsum hætti dregið úr kolefnisfótspori sínu meðal annars með markvissri flokkun úrgangs ásamt ýmsum sértækum aðgerðum tengdum kjarnastarfsemi sinni. Þar má nefna móttöku á notuðum búnaði og endursölu þeirra, rafrænum reikningum, flokkun og orkusparnaði.
3.1 Heimsmarkmiðin og ELKO
ELKO er aðili að FESTU, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Auk þess er félagið aðili að Viðskiptaráði Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins, Dokkunni og Stjórnvísi.
ELKO hefur ákveðið að velja fjögur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem snerta kjarnastarfsemi félagsins mest til þess að auka enn frekar áherslur sínar á sjálfbærni og ábyrga viðskiptahætti.
ELKO hefur ákveðið að setja sér loftslagsmarkmið og áformar að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Á árinu hófst vinna við að móta markmið í sjálfbærni og samræma þau við heimsmarkmiðin. ELKO hefur valið að leggja sérstaka áherslu á fjögur heimsmarkmiðanna.
LOFTSLAGSMARKMIÐ ELKO ERU:
Félagið vill leggja áherslu á jafnrétti með jafnlaunavottun og jafnlaunastefnu og styðja þannig við Heimsmarkmið 5 um jafnrétti kynjanna.
Að minnka myndun úrgangs með meiri endurvinnslu og endurnýtingu
Einnig ætlar félagið að leggja áherslu á Heimsmarkmið 8 um góða atvinnu og hagvöxt með því að hjálpa viðskiptavinum sínum að njóta ótrúlegrar tækni.
Að draga úr óflokkuðum úrgangi um 2% á ári til ársins 2030
ELKO vill halda áfram að draga verulega úr úrgangi með forvörnum, meiri endurvinnslu og endurnýtingu og styðja þannig við Heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu.
Að amk 90% sorps frá ELKO verði flokkað árið 2030 Að veita upplýsingar um árangur og aðgerðir með útgáfu sjálfbærniskýrslu
Áfram verður stutt við loftslagsmarkmiðin í anda móðurfélagsins og hefur ELKO sett sér loftslagsmarkmið með það að markmiði að draga úr losun og kolefnisjafna eigin starfsemi félagsins. Þannig er unnið í anda Heimsmarkmiðs 13 aðgerðir í loftslagsmálum.
Að kolefnisjafna notkun eigin bíla í gegnum gróðursetningu trjáa Að koma notuðum búnaði í hringrásarhagkerfið
Samfélagsskýrsla 2020
7
3.2 Framúrskarandi þjónusta
722 svör
8.2
Í nýrri stefnu ELKO er sérstök áhersla lögð á að veita framúrskarandi þjónustu og er loforð ELKO til viðskiptavina að það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli. Árið litaðist af samkomutakmörkunum þar sem aðgengi viðskiptavina í verslanir var takmarkað og ákveðið hlutfall starfsfólks vann heima mest allt árið. Þjónustan á vefnum var því efld til muna og jukust vinsældir netspjallsins gríðarlega þar sem viðskiptavinir kusu frekar að hafa samband við fyrirtækið í gegnum netspjallið og fá vörur sendar með mismunandi afhendingarmátum heldur en að leggja leið sína í verslanir. Lögð hefur verið mikil áhersla á að gera vefinn notendavænni og var töluverð áhersla lögð á að auka afköst heimasíðunnar þannig að hún næði að anna aukinni umferð. Einnig var leitarvélin bætt til muna á árinu þar sem aukin þörf var á að viðskiptavinir finndu það sem þeir leituðu að, hratt og örugglega, án aðstoðar þjónustuvers eða sölumanna í verslunum. Veltuaukning í vefverslun á árinu öllu var um 135%.
8.2
1.0 10.0
767 svör
8.4 1.0 10.0
7.1
8.4
Sófús Árni Hafsteinsson Þjónustustjóri
3.3 Ánægðir viðskiptavinir
„Við höfum lagt mesta áherslu á stafræna þróun í þjónustu. Við sömdum við fyrirtækið Dropp til þess að bregðast við fjölgun pantana en þeir afhenda viðskiptavinum vörurnar samdægurs. Þannig komum við betur til móts við þarfir viðskiptavina okkar. Í fyrstu bylgju COVID-19 var vöktum og hlutastarfsfólki fjölgað eða samtals um 3,5 stöðugildi vegna aukinna umsvifa í netspjalli og vefverslun.“ segir Sófús Árni Hafsteinsson, þjónustustjóri.
Samfélagsskýrsla 2020
7.1
Í þjónustukönnun sem gerð var í ágúst var kannað hvernig fólki líkaði samskipti við fyrirtækið, eftirkaupaþjónustu og upplifun af því að koma í búðirnar. Heildarmeðaltal ELKO var 8,4 og hækkaði skorið á milli ára. Spurt var á heildina litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín þegar þú ferð í verslunina? Vöruúrval, gæði og virði kom jafnframt mjög vel út með heildarmeðaltalið 8,2. Þá skoruðu vörugæði 8,4.
8
4.0 umhverfisvernd skiptir máli „Við sýnum umhverfinu virðingu og leitumst við að bjóða umhverfisvænar vörur og þjónustu. Við leggjum okkur fram um að valda sem minnstum skaða á umhverfinu með starfsemi félagsins og fylgjum viðurkenndum umhverfis-, gæða-, öryggis- og heilsufarsstöðlum.” Nánar á næstu síðu.
Samfélagsskýrsla 2020
4.0 Umhverfisvernd skiptir máli
4.1 Kolefnisjöfnun Gripið hefur verið til ýmissa mótvægisaðgerða til að draga úr notkun á rafmagni og vatni allt eftir eðli starfsemi viðkomandi rekstrareiningar. Heildar orkunotkun hjá ELKO var 777 kWst eða 100,2 kWst/m2 og 6.119 kWst/starfsmann. 89,8% orkunotkunar hjá félaginu er endurnýtanleg orka og 10,2% er jarðefnaeldsneyti fyrir bifreiðar.
Umhverfismál eru gríðarlega mikilvæg í starfseminni og lögð hefur verið áhersla á að minnka kolefnissporið. Leitast er við að valda umhverfinu sem minnstum skaða með starfseminni og framundan hjá ELKO er að setja frekari markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Í áhættumati í rekstri ELKO er lögð aukin áhersla á umhverfismál en breytt neysluhegðun viðskiptavina þýðir að ELKO þarf að bregðast við aukinni vitund um neyslu- og umhverfismál. Þau atriði sem ELKO getur lagt áherslu á er aukin áhersla á líftíma tækjanna og aukin vitund starfsmanna um sóun.
Samtals var losun gróðurhúsalofttegunda hjá ELKO 27,9 tCO2. Móðurfélagið hefur til nokkurra ára kolefnisjafnað beina losun frá kjarnastarfsemi allra dótturfélaganna og hefur kolefnisjafnað samtals 20 tonn CO2 á árinu 2020 með gróðursetningu sem samsvarar 270 trjáa í gegnum Kolvið fyrir ELKO. Á árinu var ákveðið að sundurliða umhverfisuppgjör dótturfélaganna þannig að þau nái sjálf að skoða betur sína frammistöðu og setja sér nákvæmari markmið.
„Umhverfisvernd er orðinn stór þáttur í kaupferli raftækjaneytandans. Framundan hjá ELKO er að bæta aðgengi í verslunum til þess að auðvelda viðskiptavinum að koma eldri raftækjum í endurvinnslu. Í sameiginlegum siðareglum allra félaganna er sérstakur liður þar sem kveðið er á um eftirfarandi: „Við sýnum umhverfinu virðingu og leitumst við að bjóða umhverfisvænar vörur og þjónustu. Við leggjum okkur fram um að valda sem minnstum skaða á umhverfinu með starfsemi félagsins og fylgjum viðurkenndum umhverfis-, gæða-, öryggis- og heilsufarsstöðlum.” segir Gestur.
4.2 80,6% flokkað Heildarhlutfall flokkaðs úrgangs fyrir 2020 var 80,6% og flokka allar starfsstöðvar ELKO úrgang frá starfsemi sinni eins og hægt er með tilliti til aðstöðu flokkunaraðila í hverju sveitarfélagi. Um 78% af úrgangi fer í endurvinnslu og 22% til urðunar.
ELKO lítur til Elkjøp um stefnu um að lengja líftíma á vörum en það er í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Það verður gert með því að verða betri í endurnýtingu og endurvinnslu og tryggja að ELKO verði fyrsta val þegar kemur að skilum á notuðum raftækjum. Unnið verður m.a. að því að lengja líftíma í gegnum viðgerðir og með sölu á varahlutum.
Samfélagsskýrsla 2020
„Við viljum vera ábyrg og það kemur m.a. fram í áhættumati fyrirtækisins í takt við aukna umhverfisvitund hjá neytendum. Við reynum að lágmarka áhættu og vera eins umhverfisvæn og hægt er. Við leggjum okkur fram um að minnka sóun og auka flokkun. Auk þess greiðum við förgunargjald við innflutning og úthýsum ákveðnum hluta
10
förgunar til Terra og Íslenska gámafélagsins sem taka við tækjum eins og t.d. ísskápum, losa kæliskápana við hættuleg efni og senda þá úr landi til endurvinnslu.” segir Óttar Örn Sigurbergsson – aðstoðarframkvæmdastjóri.
4.3 Endurnýting mikilvæg Mikil tækifæri eru ónýtt hér á landi í því að taka á móti notuðum tækjum og endurvinna þau hér á landi í stað þess að senda þau úr landi. ELKO greiðir sérstakt gjald til Úrvinnslusjóðs vegna innflutnings raftækja sem tryggir ábyrga og örugga förgun að líftíma loknum. Úrvinnslusjóður sér um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds með það að markmiði að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnýtingu úrgangs og endanlega förgun spilliefna. Hlutfall raftækjaúrgangs á einstakling í Evrópu er með því hæsta sem gerist í heiminum en í þeim er oft að finna hættuleg efni. Framleiðsla á hátæknibúnaði krefst hágæða og sérhæfðra málma sem tapast við almenna söfnun raftækja eða gæðum þeirra er ábótavant. Það skiptir því miklu máli að þeim sé skilað rétt.
ELKO hefur boðið upp á hringrásarsíma frá Apple undir vörumerkinu Reborn og eru þeir þá uppgerðir og yfirfarnir af sérfræðingum. Símarnir eru boðnir með 2ja ára neytendaábyrgð til að tryggja viðskiptavinum góða eftirkaupaþjónustu. ELKO hefur selt um 600 eintök á árinu af hringrásarsímum.
4.5 Vistvænar samgöngur
4.4 Hringrásarahagkerfið Viðskiptavinir eru hvattir til þess að skila inn símum og tölvum og fá greidda inneign séu tækin metin hæf til endurnýtingar en einnig er mögulegt að skila öðrum tækjum án endurgjalds. Árið 2019 hóf félagið samstarf við eistneska fyrirtækið Foxway um móttöku á notuðum raftækjum. Alls greiddi ELKO viðskiptavinum sínum 10 milljónir króna fyrir notuð raftæki á árinu 2020. Með þessu fyrirkomulagi hafa yfir 2.000 notuð raftæki frá íslenskum neytendum farið í endurvinnslu og endursölu hjá Foxway. Öll gölluð eða ósöluhæf raftæki í síma- og tölvudeild ELKO sem falla til við rekstur verslana ELKO eru einnig seld erlendis til endurvinnslu. Samfélagsskýrsla 2020
Hleðslustöð var sett upp fyrir starfsmenn í verslun ELKO í Lindum en tækifæri felast í því að leggja enn meiri áherslu á umhverfisvænan lífsstíl starfsmanna og viðskiptavina. Sala á rafmagnshlaupahjólum kom mjög á óvart en ELKO seldi fleiri þúsundir slíkra hjóla á árinu. Mikil áhersla var jafnframt lögð á að selja hjálma með hjólunum öryggisins vegna. Einnig hafa starfsmenn bent viðskiptavinum á að breyta ekki uppsetningu hjólanna þannig að þau komist hraðar því þá falla þau úr ábyrgð. Auk rafmagnshlaupahjólanna náðu rafmagnsvélhjól og svifbretti miklum vinsældum. 11
„Rafmagnshlaupahjól eru mjög umhverfisvænn samgöngumáti og starfsmenn nota þau mikið. Í ár er áformað að koma upp hleðslustöðvum fyrir hlaupahjólin og jafnvel líka fyrir hefðbundin rafmagnshjól fyrir viðskiptavini og starfsmenn.” segir Sófús Árni Hafsteinsson, þjónustustjóri.
staðan er í dag fara tvær síður með á hverja pöntun. ELKO blaðið hefur verið mikilvægur þáttur í markaðssetningu á vörum ELKO til margra ára, blaðinu hefur verið dreift reglulega á nær öll heimili í landinu og áhersla hefur verið lögð á vörur og verð. Ákveðið var að fækka útgáfudögum og beina markaðsfé í meira magni í stafræna miðla. Með þessari tilfærslu á markaðsfé úr prentmiðlum í stafræna miðla hefur einnig skapast aukið svigrúm til að byggja undir nýja stefnu fyrirtækisins.
4.6 Öryggisatriði fyrir rafmagnshlaupahjól Vegna vinsælda rafmagnshlaupahjólanna gaf ELKO út bækling á rafrænu formi um örugga notkun rafmagnshlaupahjóla til að efla öryggi notenda í samfélaginu. Samkvæmt lögum þá má ekki keyra hlaupahjól hraðar en 25 km/klst og einungis er leyfilegt að ferðast á göngu- eða hjólreiðastígum. Á Íslandi er hægri umferð og því er æskilegt að halda sig hægra megin á stígunum til þess að vera réttu megin þegar öðrum vegfarendum er mætt. Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis, nota hjálm, fylgja umferðarreglum og passa upp á aðra vegfarendur. Hlaupahjól eru mjög hljóðlát og því mikilvægt að nota bjölluna til að láta vita af sér. Nauðsynlegt er að vera með ljós á hlaupahjólunum í myrkri þannig að þau sjáist almennilega.
4.8 Sterkur neytendaréttur
Mikið er lagt upp úr góðri þjónustu en neytendaréttur leikur þar stórt hlutverk. Þar ber einna helst að nefna 30 daga skilarétt (lengri í kringum jól og fermingar) og ELKO verðöryggi sem þýðir að viðskiptavinir geta fengið mismun vöru endurgreiddan fáist hún ódýrari innan 30 daga frá kaupum. Viðskiptavinir geta meira að segja prófað vörurnar og einfaldlega skipt þeim eða skilað gegn fullri endurgreiðslu ef þeir eru ekki sáttir, sjá nánar á www.elko.is/skilarettur.
4.7 Stafrænt ELKO Samþykkt reikninga og meiri hluti reikninga frá birgjum eru gefnir út stafrænt. Viðskiptavinir geta sótt afrit af sínum reikningum og séð kaupsögu rafrænt á „Mínum síðum“. Á næstu mánuðum mun þjónustan þar verða ennþá yfirgripsmeiri og minnka pappírsnotkun. Á næsta ári er fyrirhugað að hefja rafræna móttöku á vörum og við það verða allir reikningar handskannaðir og fara beint inn í upplýsingakerfið. Þegar þeirri breytingu er lokið verður vörum pakkað án nótu eða afhendingarseðils en eins og Samfélagsskýrsla 2020
Arinbjörn Hauksson Markaðsstjóri
„Þessir þjónustuþættir ásamt fleirum eru okkar leið til þess að sýna það í verki að það sem skiptir viðskiptavini máli, skiptir okkur máli. Þannig viljum við stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina til lengri tíma og festa ELKO efst í huga fólks þegar það kemur að raftækjum á Íslandi“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO. 12
5.0 FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR
Stefna ELKO er að laða að og halda í hæft og traust starfsfólk. Það er gert með því að skapa því gott og hvetjandi starfsumhverfi, efla og styrkja með markvissri þjálfun og starfsþróun. Lögð er áhersla á að starfsfólk þekki hlutverk, stefnu og gildi félagsins í því skyni að ná betri árangri. Árið 2020 hefur farið í að innleiða stefnu sem mótuð var á árinu 2019. Einnig höfum við unnið í því að samræma vinnubrögð og kerfi á milli allra félaganna. Með þjónustumiðaðri stefnu urðu til ný verkefni við stjórnendaog starfsmannaþjálfun. Hluti samræmingarinnar snýr einnig að kerfum og ýmsum ferlum.
Samfélagsskýrsla 2020
5.1 Hvatt til frumkvæðis
2020 var 0,67%. Faglega er staðið að ráðningum og laun og hlunnindi eru í samræmi við jafnlaunastefnu og virði starfa út frá hæfnikröfum, ábyrgð og árangri.
Mannauðurinn er mikilvægur en lögð er áhersla á að ráða og efla hæfa starfsmenn sem hafa metnað til að ná árangri í starfi. Mikilvægt er að upplýsingagjöf sé góð og jafnræðis sé gætt og tryggt sé að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta. Starfsfólk er hvatt til þess að sýna frumkvæði og taka virkan þátt í að betrumbæta fyrirtækið. Stuðlað er að góðri heilsu og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs starfsfólks á opin og heiðarleg samskipti og að öryggisstöðlum sé fylgt í hvívetna til að tryggja öryggi starfsfólks. Lögð er áhersla á hraða og góða upplýsingagjöf á milli starfsmanna þvert á starfsstöðvar. Til þess að efla samskiptin er samskiptaforritið Workplace mikið notað. Starfsmenn geta því brugðist vel við og hjálpast að við að leysa brýn mál. Björn Másson Mannauðsstjóri
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi var 21,5% á árinu. Bónuskerfi sem er til staðar fyrir alla starfsmenn í verslunum er tvískipt, annars vegar sölubónus og hins vegar bónus fyrir þjónustu og stoðdeildir. Í janúar 2021 tóku nýjar bónusreglur gildi en þær miða meira að þjónustu en sölu.
Vonast er til þess að breyttar áherslur sem teknar voru upp á árinu hafi áhrif á að fleiri konur sæki um störf.
5.2 Karllægur heimur ELKO hefur sett mannauðs-, jafnlauna- og jafnréttisstefnu sem endurspeglar þá staðreynd að einn mikilvægasti auður félagsins er fólginn í starfsfólkinu. Fyrirtækið hefur í nokkur ár verið með jafnlaunavottun í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012 sem gefinn er út af Staðlaráði Íslands. Á árinu 2020 hefur verið unnið að samræmingu jafnlaunavottunar innan samstæðunnar. ELKO leggur áherslu á að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum og styður það þannig heimsmarkmið 5 um jafnrétti kynjanna. Jafnlaunastefnan er rýnd árlega ásamt því að launagreining er framkvæmd. Niðurstaða jafnlaunavottunar
Samfélagsskýrsla 2020
„Við erum mjög meðvituð um kynjahallann hjá fyrirtækinu þegar við erum að ráða í nýjar stöður, sérstaklega í stjórnendastöður og er kynjahlutfall í stjórnendastöðum 38% konur en í heildina eru 25% starfsmanna okkar konur. Á skrifstofunni eru konur þó fleiri eða 51%. Auðvitað vill maður hafa jafnrétti en við höfum samt sem áður farið eftir þeirri reglu að ráða hæfari einstaklinginn, burtséð frá kyni. Þessi heimur er töluvert karllægur en það væri áhugavert að setja meiri fókus á að fjölga konum í verslunum, segir Björn Másson, mannauðsstjóri.
14
5.3 samningur við Siðferðisgáttina COVID-19 hefur sett mikið mark á starfið á árinu og hefur það falið í sér töluverða áskorun í mannauðsmálum. Vel gekk að aðlaga starfið að reglum almannavarna á vormánuðum og skrifstofustarfsmenn unnu mestmegnis heima. Til þess að viðhalda síþekkingu starfsmanna var ákveðið að innleiða rafræna fræðslu frá Elkjøp. ELKO er með samning við Siðferðisgátt Hagvangs en markmiðið með Siðferðisgáttinni er að styrkja stoðir góðrar vinnustaðarmenningar og skapa fyrirtækjum og stofnunum farveg til þess að takast á við erfið mál tengdum óæskilegri hegðun meðal starfsmanna. Allir starfsmenn, óháð stöðu, geta þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri til óháðra aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri hegðun og fer málið þar með strax í faglegan farveg. ELKO vinnur eftir sáttmála Samtaka atvinnulífsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi að sínum í daglegum rekstri. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu.
5.4 Heilsa og öryggi Í mannauðsstefnu ELKO kemur fram að félagið leggi áherslu á að vera fyrirmyndarvinnustaður og búa til starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu, og öryggi starfsfólks. ELKO er í samvinnu við Heilsuvernd um veikindaskráningu, flensusprautu og heilsufarstengda ráðgjöf. Starfsmenn hafa aðgang að sérfræðingum Heilsuverndar og geta meðal annars í gegnum veikindaskráningu fengið ráðgjöf hjá þeim. Einnig ákvað fyrirtækið að bjóða starfsfólki upp á 3 tíma hjá sálfræðingi Einnig er fastráðnum starfsmönnum veittur styrkur til líkamsræktar að upphæð 20.000 kr. árlega. Fyrirtækið tekur mið af íslenskri vinnulöggjöf, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnalögum nr. 76/2003 um rétt barna til m.a. umönnunar í samræmi við aldur þeirra og þroska. Sáttmálinn inniheldur kröfu um verndun barna gegn hvers kyns þvingunum eða ofbeldi.
Samfélagsskýrsla 2020
15
6.0 Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli Samfélagsskýrsla 2020
6.1 Styrktarsjóður ELKO ÞAU FÉLÖG SEM FENGU ÚTHLUTANIR ÚR STYRKTARSJÓÐI ELKO ÁRIÐ 2020:
ELKO styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári en mikil áhersla er lögð á að styrkja verkefni sem tengjast velferð barna og ungmenna. Styrktarsjóður ELKO hefur það hlutverk að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni og eru styrkir því oftast nær í formi raftækja, búnaðar eða annarra styrkja sem efla menntun og nýsköpun og/eða stuðla að auknum lífsgæðum fólks. Styrktarúthlutanir fara að jafnaði fram fjórum sinnum á ári en hægt er að sækja um styrki í sjóðinn á heimasíðu ELKO.
HSÍ Kleppur Lionsklúbbur Kópavogs Landakot Elliheimilið Grund Smitsjúkdómadeild Landspítalans Bergið Head Space Móvað Afeitrunardeild ólögráða ungmenna PEPP Styrktarsamtök fátæks fólks Góðvild Barnaspítali Hringsins Fjölsmiðjan Landspítalinn gjörgæsludeild Félagsheimilið Lækur Elliheimilið Grund Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur SÁÁ Draumasetrið Krabbameinsdeild Landspítalans Stígamót MS félagið Hjálpræðisherinn Hjólakraftur Kvennaathvarfið Akureyri Aflið Akureyri Hetjurnar Akureyri Barnaspítalinn Akureyri Stómasamtökin Ljósið Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Blönduóss Einstök börn
<5.000.000 Til viðbótar við almennar umsóknir hefur síðastliðin ár verið biðlað til starfsmanna að leggja fram tillögur að úthlutunum úr styrktarsjóðnum. Verkefnið hefur gefist virkilega vel og er það liður í því að sýna í verki loforð fyrirtækisins sem er: Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli. Meðfylgjandi má sjá nokkur af þeim fjölmörgu málefnum sem fengu úthlutanir úr styrktarsjóð ELKO árið 2020 en alls námu styrkirnir rúmum 5 milljónum:
Samfélagsskýrsla 2020
17
7.0 Stjórn og stjórnarhættir „Félagið leggur áherslu á sanngjarnan vinnurétt og að starfsmenn hafi val um það hvort þeir eru í stéttarfélagi. Starfsmenn ELKO eru með aðild að ýmsum stéttarfélögum og greiða rekstrarfélögin öllum almennum starfsmönnum laun samkvæmt kjarasamningum þeirra.“ Nánar á næstu síðu.
Samfélagsskýrsla 2020
7.0 Stjórn og stjórnarhættir Í stjórn ELKO, í samræmi við lög nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sitja tveir karlar og ein kona. Stjórn Festi hf. fer með æðsta vald í málefnum ELKO og annara rekstrarfélaga í eigu móðurfélagsins á milli lögmætra hluthafafunda. Framkvæmdastjóri ELKO situr í framkvæmdastjórn Festi og fer framkvæmdastjórn móðurfélagsins með meginábyrgð á rekstri Festi hf. og rekstrarfélaganna, þar með talið ELKO. Stjórn Festi hefur sett sér starfsreglur sem yfirfarnar eru árlega. Í reglunum er meðal annars að finna ákvæði um skipan stjórnar, samskipti við hluthafa, boðun funda og ályktunarhæfni. Nánar má lesa um stjórnarhætti í heild sinni á heimasíðu félagsins.
7.1 Góðir viðskiptahættir Stjórnendur ELKO eru meðvitaðir um þau áhrif sem þau hafa á samfélagið allt og leggja því áherslu á að stunda heilbrigða viðskiptahætti. Siðareglur móðurfélagsins gilda um alla starfsemi ELKO, alla starfsmenn og stjórn félagsins, sem og þá verktaka, sem sinna verkefnum fyrir það. Siðareglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu móðurfélagsins.
Félagið leggur áherslu á sanngjarnan vinnurétt og að starfsmenn hafi val um það hvort þeir eru í stéttarfélagi. Starfsmenn ELKO eru með aðild að ýmsum stéttarfélögum og greiða rekstrarfélögin öllum almennum starfsmönnum laun samkvæmt kjarasamningum þeirra. Á meðal stéttarfélaganna eru Efling stéttarfélag, Eining-Iðja, Félag íslenskra rafvirkja, Félag verslunar- og skrifstofufólks, Fræðagarður, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Sameyki, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélagið Báran, Verkalýðsfélagið Hlíf og VR. ELKO greiðir öll opinber gjöld og engin svört atvinnustarfsemi er stunduð hjá félaginu. Árið 2020 eru alls 99% starfsmanna í stéttarfélagi.
Samfélagsskýrsla 2020
Eins og áður hefur komið fram eru starfssöðvar ELKO í rekstri víðsvegar um landið. Starfsstöðvarnar eru allar starfsleyfisskyldar og lúta fjölmörgum lögum, reglugerðum og reglum og heyrir starfsemin undir eftirlit fjölmargra stjórnvalda. Á það jafnt við um kjarnastarfsemi félagsins og starfsemi verslana og afgreiðslustöðva þess um land allt. Samstæðuársreikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfum í lögum um ársreikninga þar sem við á.
19
7.2 Ábyrg innkaup ELKO gerir ekki kröfu um formleg birgjamöt á sína birgja en farið er eftir öllum lögum og reglum sem lúta að starfsemi félagsins og starfsmenn leggja sig fram um að vera traustir þátttakendur í samfélaginu. Ný innkaupastefna ELKO er í vinnslu og verður hún birt á vef fyrirtækisins þegar hún hefur verið samþykkt. ELKO er sérleyfisfyrirtæki sem kaupir stóran hluta af sínum vörum frá einum stórum birgja, Elkjøp. Aðrir birgjar en Elkjøp eru valdir í samræmi við kröfur ELKO er varða samkeppnishæf verð, þjónustu, markaðsstuðning og samfélagslega ábyrgð. Innkaup skulu gerð með eins hagkvæmum hætti og kostur er, á gagnsæjan hátt og í samræmi við ferla ELKO. ELKO gætir fyllsta trúnaðar við sína birgja. Ný löggjöf Evrópusambandsins um verndun persónuupplýsinga, GDPR, tók gildi 2018 en hún setur ríkari kröfur á fyrirtæki um meðferð persónuupplýsinga. Félagið fékk aðstoð sérfræðinga til þess að endurgera samninga við birgja eftir að GDPR reglurnar tóku gildi.
Berglind R. Guðmundsdóttir Innkaupastjóri
7.3 Umhverfisvænn lífsstíll „Helstu áskoranir okkar í innkaupadeildinni felast oft í því að finna hvað er nýtt og spennandi hverju sinni. Við erum alltaf á tánum með vörustjórunum til þess að finna út hver verður næsta vara sem slær í gegn. Á árinu 2020 hófum við að koma til móts við viðskiptavini okkar um umhverfisvænan lífsstíl með sölu á rafmagnshlaupahjólum og rafmagnsvespum. Chilly´s vatnsflöskurnar eru líka hluti af umhverfisvænum lífsstíl auk bakpoka sem eru framleiddir úr endurvinnanlegum efnum.” segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri.
Samfélagsskýrsla 2020
20
8.0 MARKMIÐ Fyrirhugað er að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni og samfélagsábyrgð hjá ELKO á næstunni. Nú þegar er er verið að taka á móti notuðum ljósaperum, tölvum og símum en sett hafa verið markmið um að koma á fót aðstöðu til þess að taka á móti umbúðum af smávörum sem viðskiptavinir gætu skilið eftir.
Samfélagsskýrsla 2020
8.1 Markmið ELKO fyrir 2021 - 2022 Markmiðasett loftslagsstefna:
ELKO setur meiri innanhúsvinnu í sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð
Að minnka myndun úrgangs með meiri endurvinnslu og endurnýtingu
Skilgreina móttöku umbúða í öllum verslunum
Að draga úr óflokkuðum úrgangi um allt að 2% til ársins 2030
ELKO hvetur viðskiptavini til að skila inn tækjum ELKO innleiðir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Að amk 90% sorps frá ELKO verði flokkað árið 2030 Rafræn móttaka á reikningum fyrirtækisins Að veita upplýsingar um árangur og aðgerðir með útgáfu sjálfbærniskýrslu
Fjölga konum í þjónustu
Að koma notuðum búnaði í umferð í hringrásarhagkerfinu
Samfélagsskýrsla 2020
22
9.0 um sjálfbærniuppgjörið „Upplýsingarnar í skýrslunni koma frá starfsmönnum og sérfræðingum á viðkomandi sviðum hjá ELKO. Skýrslan nær yfir alla starfsemi félagsins og byggir á rekstrarárinu 2020.“ Nánar á næstu síðu.
Samfélagsskýrsla 2020
9.0 Um sjálfbærniuppgjörið Móðurfélagið, Festi hf. er skráð á aðallista NASDAQ og er sjálfbærniuppgjör þetta unnið með hliðsjón af UFS leiðbeiningum NASDAQ á Íslandi og Norðurlöndum, útgefnum í febrúar 2020. Þær leiðbeiningar byggja á ráðleggingum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exhange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Upplýsingarnar í skýrslunni koma frá starfsmönnum og sérfræðingum á viðkomandi sviðum hjá ELKO. Skýrslan nær yfir alla starfsemi félagsins og byggir á rekstrarárinu 2020. Fjöldi flugferða var gefinn upp hjá viðkomandi flugfélagi og úr bókhaldi og eldsneytislítrar úr viðskiptamannabókhaldskerfi ELKO, upplýsingar um sorplosun eru fengnar frá viðkomandi losunaraðila og orku- og vatnsnotkun frá viðkomandi veitum. UFS uppgjörið fyrir félögin þrjú er fengið úr kerfi Klappa ehf. en ráðgjafarfyrirtækið Podium ehf. tók saman og ritstýrði skýrslunni.
Samfélagsskýrsla 2020
24
10.0 ufs yfirlitstafla
Samfélagsskýrsla 2020
10.1 rekstrarþættir Rekstrarþættir Rekstrarbreytur Heildartekjur Eignir alls Fjöldi stöðugilda Heildarrými fyrir eigin rekstur
Einingar ISK ISK starfsgildi m²
Árangursmælikvarði félags Losunarkræfni starfsmanna Losunarkræfni tekna
Einingar kgCO2í/stöðugildi kgCO2í/ISK
2020 219,5 0
Eignastýring Fjöldi bygginga Fjöldi bifreiða Þar af rafmagnsbílar Þar af tengitvinnbílar
Einingar fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi
2020 6 4 -
Samfélagsskýrsla 2020
26
2020 13.100.667 4.971.425 127 7.753
10.2 umhverfi Umhverfi Losun gróðurhúsalofttegunda Umfang 1 Umfang 2 (landsnetið) Umfang 3 Kolefnisspor án mótvægisaðgerða Samtals mótvægisaðgerðir Kolefnisspor með mótvægisaðgerðum
Einingar tCO2í tCO2í tCO2í tCO2í tCO2í tCO2í
2020 20 6,4 1,4 27,9 20 7,9
Einingar kgCO2í/MWst tCO2í/stöðugildi kgCO2í/ISK kgCO2í/m²
2020 35,9 0,22 0 3,59
E1|UNGC: P7|GRI 305-1,305-2,305-3|SASB: General Issue / GHG Emissions|TCFD: Metrics & Targets Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda Losunarkræfni orku Losunarkræfni starfsmanna Losunarkræfni tekna Losunarkræfni á hvern fermetra
E2|UNGC: P7, P8|GRI 305-4 |SDG: 13|SASB: General Issue / GHG Emissions, Energy Management Orkunotkun Heildarorkunotkun Þar af orka frá jarðefnaeldsneyti Þar af orka frá rafmagni Þar af orka frá heitu vatni Bein orkunotkun Óbein orkunotkun
Einingar kWst kWst kWst kWst kWst kWst
2020 777.115 79.312 285.181 412.622 79.312 697.803
E3|UNGC: P7, P8|GRI 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management Orkukræfni Orkukræfni starfsmanna Orkukræfni veltu Orkukræfni á fermetra
Einingar kWst/stöðugildi kWst/ISK kWst/m²
2020 6.119 0,1 100,2
E4|UNGC: P7, P8|GRI 302-3|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management Samsetning orku Jarðefnaeldsneyti Endurnýjanleg orka
Einingar % %
2020 10,2% 89,8%
Einingar m³ m³ m³
2020 7.114 7.114
E5|GRI 302-1|SDG: 7|SASB: General Issue / Energy Management Vatnsnotkun Samtals vatnsnotkun Samfélagsskýrsla 2020Kalt vatn Heitt vatn
E6|GRI: 303-5|SDG: 6|SASB: General Issue / Water & Wastewater Management
27
E5|GRI 302-1|SDG: 7|SASB: General Issue / Energy Management Vatnsnotkun Samtals vatnsnotkun Kalt vatn Heitt vatn
Einingar m³ m³ m³
2020 7.114 7.114
Umhverfisstarfsemi Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu?
Einingar já/nei
2020 Nei
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi?
já/nei já/nei
E6|GRI: 303-5|SDG: 6|SASB: General Issue / Water & Wastewater Management
Nei Nei
E7|GRI: 103-2|SASB: General Issue / Waste & Hazardous Materials Management Loftslagseftirlit / stjórn Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?
Einingar já/nei
2020 Nei
Einingar já/nei
2020 Nei
Einingar ISK
2020 -
Meðhöndlun úrgangs Samtals úrgangur Þar af flokkaður úrgangur Þar af óflokkaður úrgangur Endurunnið / endurheimt Urðun / förgun Hlutfall flokkaðs úrgangs Hlutfall endurunnins úrgangs
Einingar kg kg kg kg kg % %
2020 9.526 7.676 1.850 7.425 2.101 80,6% 77,9%
Úrgangskræfni Úrgangskræfni starfsmanna Úrgangskræfni veltu
Einingar kg/stöðugildi kg/ISK
2020 75 0
Einingar tCO2í tCO2í
2020 0 0
E8|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure A) Loftslagseftirlit / stjórnendur Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu?
E9|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure B) Mildun loftslagsáhættu Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun
E10|UNGC: P9|SASB: General Issue / Physical Impacts of Climate Change, Business Model Resilience|TCFD: Strategy (Disclosure A)
Viðskiptaferðir
Samfélagsskýrsla 2020Losun vegna viðskiptaferða Flug
28
Úrgangskræfni Úrgangskræfni starfsmanna Úrgangskræfni veltu
Einingar kg/stöðugildi kg/ISK
2020 75 0
Viðskiptaferðir Losun vegna viðskiptaferða Flug
Einingar tCO2í tCO2í
2020 0 0
Ferðir starfsmanna til og frá vinnu Endurgreiðir fyrirtækið vistvænan ferðamáta starfsmanna?
Einingar já/nei
2020 Já
Helstu orkugjafar Samtals eldsneytisnotkun í lítrum Bensín Dísilolía Samtals eldsneytisnotkun bifreiða í kg Bensín Dísilolía
Einingar lítrar lítrar lítrar kg kg kg
2020 7.871 180 7.691 6.673 135 6.538
Mótvægisaðgerðir Samtals mótvægisaðgerðir Mótvægisaðgerðir með skógrækt Mótvægisaðgerðir með endurheimt votlendis Aðrar mótvægisaðgerðir
Einingar tCO2í tCO2í tCO2í tCO2í
2020 20 20 0 0
Eignastýring Fjöldi ökutækja og tækja Bensín / dísel Rafknúin farartæki
Einingar fjöldi fjöldi fjöldi
2020 4 -
Fjöldi bygginga Raftækjaverslanir og vefverslanir
Kolefnisgjöld Kolefnisgjald, gas- og dísilolía Kolefnisgjald, bensín Kolefnisgjald, eldsneyti Samfélagsskýrsla 2020Kolefnisgjald, hráolía o.s.frv. Samtals kolefnisgjald (ESR)
fjöldi
29
Einingar ISK/lítra ISK/lítra ISK/kg ISK/kg ISK
6
2020 11,45 10 14,1 12,55 89.861,95
Fjöldi bygginga Raftækjaverslanir og vefverslanir
fjöldi
Kolefnisgjöld Kolefnisgjald, gas- og dísilolía Kolefnisgjald, bensín Kolefnisgjald, eldsneyti Kolefnisgjald, hráolía o.s.frv. Samtals kolefnisgjald (ESR)
Samfélagsskýrsla 2020
Einingar ISK/lítra ISK/lítra ISK/kg ISK/kg ISK
30
6
2020 11,45 10 14,1 12,55 89.861,95
10.3 FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR Félagslegir þættir Launahlutfall forstjóra Heildarlaun forstjóra Laun og bónusgreiðslur forstjóra (X) sem hlutfall af miðgildi launa starfsmanna í fullu starfi Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtækinu þínu í skýrslugjöf til yfirvalda?
Einingar ISK X:1 já/nei
2020 Nei
Einingar X:1 %
2020 0,67%
Einingar
2020
%
21,5%
Einingar
2020
S1|UNGC: P6|GRI 102-38 Launamunur kynja Miðgildi heildarlauna karla (X) sem hlutfall af miðgildi heildarlauna kvenna Niðurstaða jafnlaunavottunar
S2|UNGC: P6|GRI: 405-2 | SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion Starfsmannavelta
Starfsmenn í fullu starfi Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi
S3|UNGC: P6|GRI: 401-1b|SDG: 12|SASB: General Issue / Labor Practices Kynjafjölbreytni
Starfsmannafjöldi Hlutfall kvenna í fyrirtækinu
%
Konur Karlar
fjöldi fjöldi
25% 44 130
Hlutfall kvenna í byrjendastarfi og næsta starfsþrepi fyrir ofan Konur
% fjöldi
25% 1
Karlar
fjöldi
4
% fjöldi fjöldi
38% 3 5
Byrjenda- og millistjórnendastöður
Yfirmenn og stjórnendur Hlutfall kvenna í stöðu yfirmanna og stjórnenda Konur Karlar
S4|UNGC: P6|GRI: 102-8, 405-1|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion Hlutfall tímabundinna starfskrafta Stöðugildi Prósenta starfsmanna í hlutastarfi
Samfélagsskýrsla 2020
Einingar fjöldi %
31
2020 127 -
Hlutfall kvenna í stöðu yfirmanna og stjórnenda Konur Karlar
% fjöldi fjöldi
38% 3 5
S4|UNGC: P6|GRI: 102-8, 405-1|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion Hlutfall tímabundinna starfskrafta Stöðugildi Prósenta starfsmanna í hlutastarfi Prósenta verktaka og/eða ráðgjafa
Einingar fjöldi % %
2020 127 -
Einingar já/nei
2020 Já
Einingar %
2020 0,06%
Einingar já/nei
2020 Já
Barna- og nauðungarvinna
Einingar
2020
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun? Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu? Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda?
já/nei já/nei já/nei
S5|GRI: 102-8|UNGC: P6 Aðgerðir gegn mismunun Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti?
S6|UNGC: P6|GRI: 103-2 (see also: GRI 406: Non-Discrimination 2016)|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion Vinnuslysatíðni Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna
S7|GRI: 403-9|SDG: 3|SASB: General Issue / Employee Health & Safety Hnattræn heilsa og öryggi Hefur fyrirtækið birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu?
S8|GRI: 103-2 (See also: GRI 403: Occupational Health & Safety 2018)|SDG: 3|SASB: General Issue / Employee Health & Safety
-
S9|GRI: 103-2 (See also: GRI 408: Child Labor 2016, GRI 409: Forced or Compulsory Labor, and GRI 414: Supplier Social Assessment 2016)|UNGC: P4, P5|SDG: 8|SASB: General Issue / Labor Practices Mannréttindi Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu? Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda?
Einingar já/nei já/nei
S10|GRI: 103-2 (See also: GRI 412: Human Rights Assessment 2016 & GRI 414: Supplier Social Assessment 2016)|UNGC: P1, P2|SDG: 4, 10, 16| SASB: General Issue / Human Rights & Community Relations
Samfélagsskýrsla 2020
32
2020 -
10.4 STJÓRNARHÆTTIR Stjórnarhættir Kynjahlutfall í stjórn Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanborið við karla) Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanborið við karla)
Einingar % %
2020 66% 100%
Einingar já/nei %
2020 Já 100%
Kaupaukar
Einingar
2020
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni?
já/nei
G1|GRI 405-1|SDG: 10|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion (See also: SASB Industry Standards) Óhæði stjórnar Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku? Hlutfall óháðra stjórnarmanna
G2|GRI: 102-23, 102-22
Nei
G3|GRI: 102-35 Kjarasamningar
Einingar
Hlutfall starfsmanna sem fellur undir almenna kjarasamninga
%
2020 99
G4|UNGC: P3|SDG: 8|GRI: 102-41|SASB: General Issue / Labor Practices (See also: SASB Industry Standards) Siðareglur birgja
Einingar
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum?
já/nei
Ef svarið erP2, já, hversu hlutfall birgja103-2 hefur formlega þeir fylgiEnvironmental siðareglunum? G5|UNGC: P3, P4,hátt P8|GRI: 102-16, (See also:staðfest GRI 308:aðSupplier Assessment 2016 & GRI 414: Supplier Social Assessment 2016|SDG: % 12|SASB General Issue / Supply Chain Management (See also: SASB Industry Standards) Siðferði og aðgerðir gegn spillingu
Einingar
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum?
já/nei
Ef já, hvaða hlutfall starfsmanna hefur formlega staðfest að það fylgi stefnunni?
%
2020 Nei -
2020 Já -
G6|UNGC: P10|SDG: 16|GRI: 102-16, 103-2 (See also: GRI 205: Anti-Corruption 2016) Persónuvernd
Einingar
2020
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu?
já/nei
Já
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum?
já/nei
Já
G7|GRI: 418 Customer Privacy 2016|SASB: General Issue / Customer Privacy, Data Security (See also: SASB Industry Standards) Sjálfbærniskýrsla
Samfélagsskýrsla 2020Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu? Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni?
G8|UNGC: P8
Einingar
33
2020
já/nei
Já
já/nei
Nei
G7|GRI: 418 Customer Privacy 2016|SASB: General Issue / Customer Privacy, Data Security (See also: SASB Industry Standards) Sjálfbærniskýrsla
Einingar
2020
Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu?
já/nei
Já
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni?
já/nei
Nei
G8|UNGC: P8 Starfsvenjur við upplýsingagjöf
Einingar
Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti?
já/nei
2020 Nei
Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?
já/nei
Já
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ?
já/nei
Já
G9|UNGC: P8 Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila
Einingar
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila?
já/nei
G10|UNGC: P8|GRI: 102-56
Samfélagsskýrsla 2020
34
2020 Nei
11.0 heimsmarkmið elko
Samfélagsskýrsla 2020
11.1 Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 5
jafnrétti kynjanna
ÁHERSLUR: Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins 5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.
Samfélagsskýrsla 2020
MARKMIÐ ELKO: Tenging við stefnu Festi
TENGING VIÐ:
Heiti markmiðs
Undirmarkmið
2020
UFS
Jafnlaunavottun
Samræming JV
0,67
S2
Fjölga konum um 10%
25%
S4
Fjölga konum í stjórnendastöðum í 40%
38%
S4
Mannauðsstefna Jafnrétti
36
11.2 Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 8
góð atvinna og hagvöxtur
ÁHERSLUR: Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins 8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.
Samfélagsskýrsla 2020
MARKMIÐ ELKO: Tenging við stefnu ELKO/Festi
Stefna ELKO
Heiti markmiðs
Þjónustuáherslur
37
TENGING VIÐ:
Undirmarkmið
2020
UFS
Ánægja viðskiptavina
8,4
S10
Við hjálpum öllum að njóta ótrúlegrar tækni
Innleiðing stefnu
S4
Ný viðskiptatækifæri í hringrásarhagkerfinu
Endurvinnsla/ nýting
E10
11.3 Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 12
ábyrg neysla og framleiðsla
ÁHERSLUR: Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins
MARKMIÐ ELKO: Tenging við stefnu Festi
Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra
12.3 Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframl. og hjá birgðak. verði bætt, þ.m.t. við uppskeru. 12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.
Samfélagsskýrsla 2020
Heiti markmiðs
Loftlagsmarkmið
Umhverfi
TENGING VIÐ:
Undirmarkmið
2020
UFS
Minnka myndun úrgangs
9.526 kg
E7
90% sorps verði flokkað 2030
80,6%
E7
Að minnka urðun
22,6%
E7
Hringrásarviðskiptamódel með samstarfsaðilum
Foxway, Reborn
E7
Fjöldi tækja sem fara í hringrás
2.000
E7
Bjóða úrval varahluta
NA
E7
Skoða samninga við Pure North
Greiningarvinna
E7
Lengja líf tækja
Efla flokkun
38
11.4 Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 13
verndun jarðarinnar
ÁHERSLUR: Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins
MARKMIÐ ELKO: Tenging við stefnu Festi
Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra
13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum. 13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.
Heiti markmiðs
Undirmarkmið
2020
UFS
Orkunotkun kWst/stöðugildi
45.329
E4
Skipta út bifreiðum
12
E5
Áætlun um minni losun tCO2/stöðugildi
1,66
E2
Kolefnisjöfnun Umfang 1
Samningur við Kolvið
87,7
E1
Sjálfbærnistefna
Upplýsingar um árangur
Sjálfbærniskýrsla
G8
Innleiðing
Ekki hafin
E10
Fræðsla
Ekki hafin
E10
Áætlanir og markmið
Umhverfi
TENGING VIÐ:
Heimsmarkmiðin
Samfélagsskýrsla 2020
39
endir
Samfélagsskýrsla 2020