SG1 0
SWAGTRON SG-10
Notendahandbók
Vísun á stillingar
1. Kveiktu á hjólinu með því að ýta á starthnappinn í 3 sekúndur.
2. Sé ýtt tvisvar á start-hnappinn kviknar á ljósinu. 3. Sé ýtt þrisvar á starthnappinn skiptir eining hraða á milli Mílur á klst og Km á klst.
4. Hægt er að breyta um hraðastig með rofa fyrir hraða.
Þegar hjólið er í stilling lægri hraða, er litur á hraðastigi hvítur. Þegar hjólið er í miðjustillingu hraða, er litur á hraðstillingu gulur, og þegar hjólið er á hærra hraðstigi, er litur á hraðastigi rauður.
2. Aðgerðir
Ath.: Hámarkshraði í lægri stillingu er 15 km/klst. Hámarkshraði í miðstillingu er 20 km/klst. Hámarkshraði í hærri stillingu er 25 km/klst.
3. Hjólið sett saman 1) Settu stýrisstöngina upp og hertu skrúfurnar réttsælis.
2) Settu stýrið lóðrétt
Notaðu sexkantlykil sem fylgir til að herða skrúfurnar á stýrinu. 3) Prófaðu straumhnappinn eftir að búið er að setja saman.
4. Lært að hjóla Notaður hjálm og hnjápúða til að verjast falli og gegn meiðslum þegar þú ert að læra á hjólið. • Kveiktu á hjólinu og athugaðu stöðu á rafhlöðunni. • Stígðu á pallinn með öðrum fætinum og ýttu þér hægt af stað • Þegar hjólin byrjar að færast áfram, færði báða fætur á fótstigið og ýttu á inngjöfina. Slepptu inngjöfinni til að hægja á. Endurheimtukerfi orku fer í gang til að hægja á. Togaðu þétt í handfang fyrir diskabremsu ef þú vilt stöðva. • Hallaðu líkamanum í þá átt sem verið er að beygja og snúðu stýrinu hægt.
5. Öryggisleiðbeiningar • Ekki hjóla í rigningu • Haltu hraðanum á milli 5 og 10 km/klst þegar verið er að hjóla yfir ójöfnur eða á ósléttu yfirborði. Beygðu hnén lítillega til að taka við höggum. • Ekki gefa inn þegar ekið er niður brekku • Ekki ýta á inngjöfina þegar þú ert að leiða hjólið • Ekki láta poka eða þunga hluti hanga á stýrinu Til að koma í veg fyrir hættulegan akstur • Ekki aka á of miklum hraða • Beygðu ávallt fram hjá hindrunum • Haltu báðum fótum ávallt á pallinum • Ekki beygja snögglega á miklum hraða. • Ekki hjóla yfir polla sem eru dýpri en 2 cm. • Ekki leyfa öðrum að hjóla með, þar með talin börn. • Ekki stíga á afturbrettið í akstri • Ekki snerta bremsudiskinn þar sem hann gæti verið heitur • Ekki sleppa stýrinu þegar verið er að hjóla • Ekki hoppa yfir hindranir, hjóla upp eða niður tröppur
6. Tilmæli vegna öryggis
1) Þegar þú hjólar á opnu svæði þá ber hjólið í för með sér ákveðna hættu. Til að tryggja þitt öryggi og annarra verður þú að fylgja leiðbeiningunum sem fram koma í þessari handbók. 2) Þú verður að skilja að þegar þú hjólar á almennu svæði verður þú að fylgja öllum tilmælum varðandi öryggi. Einnig ekki gleyma því að það er hætta á árekstri, vegna fótgangandi eða ökutækja. Það er einnig hætta á meiðslum vegna rangrar notkunar á tækinu. Það sama á við um hjólið og önnur ökutæki, því meiri hraði, því lengri bremsuvegalengd. Á sumum vegum getur slétt yfirborð valdið því að hjólið renni til þegar verið er að bremsa, þú missir jafnvægið og jafnvel dettir. Þú þarft því að sýna aðgát þegar verið er að hjóla, fylgja viðeigandi hraða, halda öruggri fjarlægð frá gangandi vegfarendum og/eða öðrum ökutækjum. Þegar verið er að hjóla um óþekktar slóðir þarf að sýna enn meiri árvekni og halda viðeigandi hraða. 3) Virtu réttindi fótgangandi þegar verið er að hjóla. Dragðu úr hraða þegar verið er að aka fram hjá. Haltu þig til hliðar og hægðu á. 4) Fylgdu umferðarlögum í landinu og leiðbeiningum varðandi öryggi. Sé þessu ekki fylgt gæti það valdið skemmdum, meiðslum, umferðarslysum og öðrum óheppilegum aðstæðum. Við sem framleiðandi berum enga ábyrgð á slíku. 5) Ekki lána hjólið neinum til að komast hjá meiðslum hjá þeim sem kunna ekki að hjóla. Láttu viðkomandi æfa sig og tryggðu að hann/eða hún, noti viðeigandi hjálm og öryggisbúnað. 6) Skoðaðu hjólið vel fyrir hverja notkun. Ef þú finnur hluti sem hafa brotnað, orka rafhlöðunnar hefur minnkað mikið, dekkin tapa lofti eða önnur merki um mikið slit, óeðlileg hljóð eða annað slíkt, hættu þá strax að nota hjólið og lagaðu það sem þarf að laga.
7. Brotið saman
1) Tryggðu að slökkt sé á hjólinu, haltu um stýrissúluna, losaðu lásskrúfuna með því að snúa henni andsælis þar til að U-læsingin losnar úr. 2) Leggðu hjólið saman og tengdu krókana tvo á stýrissúlunni og fótstiginu og þá er lokið við að leggja hjólið saman.
Ef hjólið er ekki notað í 30 daga, hladdu þá rafhlöðuna og geymdu hjólið á svölum stað. Það verður að hlaða hjólið á 60 daga fresti að öðrum kosyti er hætta á að rafhlaðan bili og það falli ekki lengur undir ábyrgð. Varist að láta rafhlöðuna tæmast alveg. Hlaðið rafhlöðuna um leið og hún sýnir lágt stig hleðslu því það lengir líftíma rafhlöðunnar. Þegar tækið er notað við venjulegan stofuhita þá endist hún lengur og frammistaðan er betri. Ef hjólið er notað við hitastig fyrir neðan 0°C minnkar frammistaðan verulega. Ef hjólað er við hitastig -20°C styttist vegalengdin um helming eða meira miðað við eðlilegar aðstæður. Ef hitastigið hækkar þá lengist vegalengdin aftur.
8. Hleðsla
Ath. Biðtími fullhlaðins rafhlaupahjóls er 120-180 dagar. Rafhlaðan er með snjallflögu sem geymir upplýsingar um hleðslu-afhleðslu. Ef rafhlaðan er ekki hlaðin um lengri tíma getur það valdið alvarlegum skemmdum, og að það sé ekki hægt að hlaða hjólið aftur. Þessi tegund skemmda fellur ekki undir ábyrgðina. (Varúð: Ekki láta aðila sem eru ekki með næga þekkingu taka hjólið í sundur, því það er hætta á raflosti eða meiðslum vegna skammhlaups.) Opnaðu hlífina
Tengdu hleðslutækið Lokaðu hlífinni
10. 9. Umhirða og geymsla Hreinsun og geymsla Ef þú sérð bletti á hjólinu þurrkaðu þá af með rökum klút. Ef blettirnir eru erfiðir, settu tannkrem á þá og burstaðu af, þurrkaðu af með rökum klút í lokin. Ath.: Ekki hreinsa hjólið með spíra, bensíni, steinolíu eða öðrum ætandi eða leysiefnum til að komast hjá skemmdum. Ekki þvo pallinn með háþrýstiþvotti. Tryggðu að slökkt sé á hjólinu við hreinsun, hleðslukapalinn sé ótengdur og gúmmílokan sé á sínum stað þar eð vatn sem lekur inn getur valdið raflosti eða rakaskemmdum. Geymið hjólin innandyra, þar sem er þurrt og svalt þegar það er ekki í notkun. Ekki geyma það úti um lengri tíma. Mikið sólskin, hiti og/eða kæling getur haft áhrif á líftíma rafhlöðunnar. Viðhald rafhlöðu 1. Notið rafhlöður frá framleiðanda, notkun á öðrum gerðum getur valdið tjóni. 2. Ekki snerta rafsnertur. Ekki taka rafhlöðuna í sundur eða setja á hana gat. Haltu rafsnertum fjarri hlutum úr málmi til að koma í veg fyrir skammhlaup, sem gæti valdið skemmdum á rafhlöðunni og jafnvel meiðslum eða dauða. 3. Notið upphaflegan straumbreyti til að koma í veg fyrir hugsanlegar skemmdir eða eld. 4. Röng meðhöndlun á notuðum rafhlöðum getur valdið skaðlegum áhrifum á umhverfið. Fylgdu staðbundnum reglum varðandi förgun til að vernda umhverfið. 5. Það á að hlaða rafhlöðuna að fullu eftir hverja notkun. Ekki geyma hjólið í rými með hitastig sem er yfir 50¨C eða -20°C (til dæmis ekki skilja rafhlöðuna eftir í bílnum í mikilli sól yfir sumarið), né skilja rafhlöðuna eftir nálægt eldi. Þessar aðstæður geta skaðað rafhlöðuna og valdið yfirhitnun.
Tæknilýsing Model
SG-10
Mynd Heildarstærð Samanbrotin stærð Stærð pakka Stærð fótstigs Þyngd Afl mótors Hámarkshraði Hámarksvegalengd Klifurgeta Hleðslutími Spenna rafhlöðu Geta rafhlöðu Burðargeta Hleðslutæki
1183x460x1216mm 1183x460x498 mm 1250x250x550 mm 210 mm 18 kg 400 W 25 km/klst 35-40 km 15 gráður 4-6 klt 36 V 10 Ah 150 kg 100-240V≈, 50/60Hz,3A 42V----2,0A
SHENZEN ZHOUWU TECHNOLOGY C. LTD
EB SAMRÆMISYFIRLÝSING
FRAMLEIÐANDI: SHENZHEN ZHOUWU TECHNOLOGY CO., LTD. 2TH FLOOR BLOCK C GETAILONG INDUSTRIAL PARK NO.227 BULONG ROAD BANTIAN LONGGANG, SHENZHEN, GUANGDONG, KÍNA TÆKNILEG GÖGN VORU BÚIN TIL AF: SHENZHEN ZHOUWU TECHNOLOGY CO., LTD. 2TH FLOOR BLOCK C GETAILONG INDUSTRIAL PARK NO.227 BULONG ROAD BANTIAN LONGGANG, SHENZHEN, GUANGDONG, KÍNA HÉR MEÐ ER ÞVÍ LÝST YFIR AÐ VARAN SEM LÝST ER HÉR AÐ NEÐAN: NAFN: RAFMAGNSHLAUPAHJÓL GERÐ: SG-5II, SG-2, SG-2PLUS, SG-3, SG-5, SG-7, SG-8, SG-9, SG-11, X-7, SG-10 VÖRUMERKI: RAÐNÚMER: FRAMLEIÐSLUÁR: 2020 ER Í SAMRÆMI VIÐ EFTIRFARANDI TILSKIPANIR: Tilskipun um vélar: MD 2006/42/EB Lágspennutilskipun: LVD 2014/35/EB Tilskipun um rafsegulsvið: 2014/30/EB OG ER Í SAMRÆMI VIÐ EFTIRFARANDI STAÐLA: EN ISO 12100:2010 EN 60204-1:2018 Nafn og heimilsfang aðila sem má sækja tækniskjölin Fullt nafn: Guðni Kristjánsson Fyrirtæki: Actus ehf Heimilisfang: Norðlingabraut 4, 110 Reykjavík, Ísland
COPYRIGHT © 2019 SWAGTRON. ÖLL RÉTTINDI ÁSKILIN.
Gert í: Kína, þann 22.02.2020