Skjátryggingar ELKO

Page 1

skjátrygging fyrir farsíma

UPPLÝSINGAR

NR. 0503-1 Mars

ÞÍN TRYGGING EF ÓHAPP VERÐUR
SKILMÁLAR SKÍRTEINI
2024

VERÐI TJÓN HRINGIÐ Í SÍMA

414 6671

HÆGT ER AÐ LESA MEIRA

UM TRYGGINGUNA OG

TILKYNNA TJÓN Á ELKO.IS

SKANNAÐU KÓÐANN til að lesa meira um skjátrygginguna þína

2

SKJÁTRYGGING FYRIR FARSÍMA

ÞÍN TRYGGING EF ÓHAPP VERÐUR

Skjátrygging fyrir farsíma er stundum góð viðbót eða eini möguleiki þinn á fullnægjandi tryggingu.

Hvað er innifalið í tryggingunni?

• Grunnvernd

• Slys: (skyndilegt, ófyrirsjáanlegt og utanaðkomandi atvik) Tjón á skjánum vegna skertrar virkni sem verður vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs atburðar sem ekki er hægt að bæta samkvæmt vöruábyrgð eða fellur undir gallaábyrgð söluaðila samkvæmt kaupréttarreglum, t.d. ef varan dettur í gólfið og verður þar með fyrir tjóni.

Hvað er ekki innifalið í tryggingunni?

• Tjón sem felst í eða stafar af sliti, notkun, óeðlilegri notkun, rangri meðhöndlun, rangri uppsetningu, rangri festingu, aldursbreytinga, lit eða lögunarbreytinga, húðun eða vanræktu viðhaldi eða öðrum skemmdum sem hafa ekki áhrif á virkni vörunnar eins og rispur á hylkinu sem flokkast sem útlitsgallar.

• Rekstrarvörur t.d. rafhlöður.

• Tjón af völdum hinnar tryggðu vöru þ.e. afleitt tjón.

• Tjón vegna seríu-galla hjá framleiðanda

• Tjón á hugbúnaði og/eða skemmdum af völdum tölvuvírusa, hugbúnaðarvillur eða skortur á virkni af völdum slíkrar bilunar.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

• Tjón vegna gáleysislegrar meðhöndlunar.

• Tjón vegna stórfellds gáleysis.

• Tjón vegna brots á öryggisreglum.

Hvar gildir tryggingin?

• Tryggingarnar eiga við óháð því hvar í heiminum varan er á þeim tíma sem tjónið verður, en meðhöndlun tjóns og bótagreiðslur fara aðeins fram á Norðurlöndum, þ.e. Ísland, Danmörk (nema Grænland og Færeyjar), Noregur (nema Svalbarði), Svíþjóð og Finnland (nema Álandseyjar).

3

Hverjar eru skyldur mínar?

• Þú verður að greiða iðgjaldið og ganga úr skugga um að upplýsingarnar í vátryggingarskírteininu (kaupkvittun) séu réttar.

• Ef tjón verður, vinsamlegast hafðu samband við okkur strax.

• Þér ber skylda til að veita þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið ákvörðun um hvort tjónið þitt sé bótaskylt.

• Meðhöndla verður tryggðu vöruna með eðlilegri varúð og að reynt sé að forðast tjón eins og kostur er. Til dæmis má ekki nota vöruna í umhverfi þar sem hætta á tjóni er augljós.

• Upphaflegur eigandi verður að tilkynna tryggingafélaginu ef varan hefur verið seld eða látin af hendi og til hvaða aðila.

• Þér ber að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um uppsetningu, festingu, notkun, umhirðu og viðhald.

• Til að bæta tjón vegna bilunar þarf að afhenda vöruna í verslun ELKO eða til viðgerðarmanns sem vátryggingafélagið tilnefnir.

Hvenær og hvernig á ég að borga?

• Tryggingin verður að vera keypt og greidd á sama tíma og varan er keypt.

• Þú greiðir trygginguna eftir samkomulagi við ELKO.

Hvenær gengur tryggingin í og úr gildi?

• Tryggingarnar taka gildi frá áskriftardegi, þ.e. frá þeim degi sem þú hefur greitt fyrsta tryggingariðgjaldið.

• Tryggingin gildir fyrir þann tíma sem samið var um við ELKO, reiknað frá kaupdegi.

Hvernig get ég sagt upp samningnum?

• Þú getur sagt upp tryggingunni hvenær sem er á tryggingartímabilinu.

• Þú getur sagt upp tryggingunni með því að senda tölvupóst til tjon@tmi.is. Í tölvupóstinum verður þú að gefa upp númerið á kaupkvittuninni og skrifa að þú viljir segja upp tryggingunni.

UPPLÝSINGABLAÐ VÁTRYGGINGAVÖRU

Þetta upplýsingablað veitir stutta lýsingu á tryggingunni. Þetta upplýsingablað er ekki tæmandi lýsing á því hvað tryggingin nær yfir eða hvað hún nær ekki yfir. Það eru forkaupsupplýsingar ásamt tæmandi tryggingaskilmálum og skilyrðum sem fela í sér samning sem hægt er að lesa á www.elko.is

Tryggingin á við um skjáinn á þeirri vöru sem innkaupakvittunin sýnir sem tryggða.

4

FORKAUPSUPPLÝSINGAR

ELKO skjátrygging fyrir farsíma

Tryggingaskilmálar 0503-1

MIKILVÆGT AÐ VITA UM SKILMÁLA

TRYGGINGAVERNDAR ÞINNAR

Þetta eru ekki tæmandi tryggingaskilmálar, heldur samantekt upplýsinga með það í huga að gefa yfirlit yfir það sem tryggingin þín nær yfir. Mikilvægt er að viðkomandi lesi upplýsingar um réttindi sín. Ef þú verður fyrir tjóni heyra undir samninginn þeir skilmálar er tæmandi teljast og skilyrði tryggingar ásamt tryggingarskírteini þínu sem teljast til samningsins. Skilmálarnir innihalda fleiri takmarkanir og kröfur um aðgát en þær sem taldar eru upp hér. Þeir skilmálar sem teljast tæmandi er að finna á elko.is.

HVENÆR GILDIR TRYGGINGIN?

Tryggingin gildir þegar vara er keypt hjá ELKO frá og með kaupdegi og rennur út þegar umsamið tryggingatímabil er liðið.

HVAR GILDIR TRYGGINGIN?

Tryggingarnar eiga við óháð því hvar í heiminum varan er á þeim tíma sem tjónið verður, en meðhöndlun tjóns og bótagreiðslur fara aðeins fram á Norðurlöndum, en þá er átt við Ísland, Danmörk (nema Grænland og Færeyjar), Noregur (nema Svalbarði), Svíþjóð og Finnland (nema Álandseyjar).

FYRIR HVERN GILDIR TRYGGINGIN?

Tryggingin gildir um þig sem upprunalegan eiganda vörunnar eða aðra sem síðar gerðu lögbundin kaup á tryggðu vörunni.

5

HVAÐ ER TRYGGT?

Tryggingin gildir fyrir farsímaskjá á vöru sem keypt er hjá ELKO og á við um þá vöru sem kaupkvittunin (tryggingaskírteinið) hefur tilgreint sem tryggða. Tryggingin á einnig við um staðlaða fylgihluti sem fylgja vörunni og eru innifaldir í upprunalegu umbúðunum. Staðlaðir fylgihlutir á við um þá vöru sem nauðsynlegir eru til að geta notað vöruna að fullu eða stjórnað vörunni, svo sem hleðslutæki eða þess háttar.

ATHUGIÐ!

Tryggð vara flokkast ekki undir vörur sem kunna að vera innifaldar í upprunalegum umbúðum vöru á sérstöku tímabili í tengslum við kynningu eða tilboð.

HVAÐ ÆTTI ÉG, SEM TRYGGINGAHAFI, AÐ HAFA SÉRSTAKLEGA Í HUGA?

Þér ber að fylgja leiðbeiningum framleiðanda eftir um uppsetningu, festingu, notkun, umhirðu og viðhald.

Varan skal notuð á þann hátt sem samsvarar neytendanotkun. Meðhöndla þarf vátryggðu vöruna með aðgát og koma í veg fyrir tjón eins og unnt er. Til dæmis má ekki nota vöruna eða geyma í umhverfi þar sem hætta á tjóni er augljós.

Flutningur á tryggðri vöru verður að fara fram á þann hátt að komið sé í veg fyrir tjón eins og kostur er, til dæmis þarf að fylgja flutningsfyrirmælum í notendahandbókinni/leiðbeiningum.

HVERSU HÁAR ERU BÆTURNAR?

Tryggingin nær til viðgerða á skjánum, ef ekki er hægt að framkvæma viðgerðir á skjá verður það bætt með gjafakorti hjá söluaðila upp að þeirri upphæð sem það hefði kostað að gera við skjáinn. Bætur geta aldrei verið hærri en sem nemur upphaflegt kaupverð vörunnar.

6

HVAÐA TJÓNATILVIK GILDIR TRYGGINGIN FYRIR?

Tryggingarnar ná yfir eftirfarandi tjónatilvik á tryggðri vöru, með þeim takmörkunum sem settar eru fram í skilmálum og skilyrðum: Tjón á skjánum vegna skertrar virkni sem verður vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks sem ekki er hægt að bæta samkvæmt vöruábyrgð eða fellur undir ábyrgð seljanda samkvæmt kaupréttarreglum t.d. að varan falli í gólfið og verður þar með fyrir tjóni. Til að geta bætt tjón samkvæmt þessari málsgrein skal skila vörunni til verslunar eða tilnefnds viðgerðarmanns.

VIÐBÓTARTRYGGINGAR

Engin viðbótartrygging er í boði fyrir þessa tryggingu.

KRÖFUUPPGJÖR

Kröfuuppgjörið meðhöndlast af Tryggingamiðlun Íslands sem annast það fyrir Trygg-Hansa Forsikring. Mikilvægt er að tilkynna tjón eins fljótt og auðið er. Þér ber skylda til að leggja þitt af mörkum til hugsanlegrar tjónaskoðunar sem tryggingafélagið vill framkvæma. Geyma skal vöru sem orðið hefur fyrir tjóni nema annað sé tekið fram. Ef þú brýtur gegn skuldbindingum þínum samkvæmt skilmálunum geta bæturnar verið lækkaðar eða felldar niður. Ef þú hefur látið vera að nefna við kröfuuppgjör, með ásetningi eða stórfelldri vanrækslu eða leynt einhverju sem varðar rétt til bóta, getur sanngjörn lækkun átt sér stað í ljósi aðstæðna.

ÞETTA ÁTT ÞÚ AÐ GERA EF ÞÚ SÉRÐ EFTIR KAUPUNUM

Tilkynna verður ELKO áður en fresturinn er útrunninn að þú sjáir eftir tryggingarkaupunum. Ef þú tilkynnir ELKO skriflega, t.d. með tölvupósti eða bréfi verða skilaboðin að hafa borist viðtakanda áður en fresturinn er útrunninn.

7

GILDISTÍMI TRYGGINGARINNAR

Tryggingin gildir frá kaupdegi. Hægt er að segja upp tryggingunni á tryggingatímabilinu ef tryggingaþörfin er ekki lengur fyrir hendi eða ef einhverjar aðrar svipaðar aðstæður hafa komið upp. Ávallt skal beina uppsögn beint til Trygg-Hansa Forsikring í gegnum Tryggingamiðlun Íslands. Þú færð þá eftirstöðvar iðgjaldsins endurgreiddar.

RANGAR EÐA ÓFULLNÆGJANDI UPPLÝSINGAR

Hafi rangar eða ófullnægjandi upplýsingar verið veittar með ásetningi eða vanrækslu á þeim tíma sem tryggingin var tekin er heimilt að lækka bæturnar með sérstökum frádrætti. Í alvarlegri tilvikum getur þetta þýtt að engar bætur eru greiddar. Við mat skiptir ásetningur eða vanræksla máli og að hve miklu leyti og við hvaða skilyrði við hefðum veitt trygginguna ef við hefðum haft réttar upplýsingar og aðrar aðstæður.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Vátrygging okkar er trygging frá Trygg-Hansa Forsikring, sem er hluti af TryggHansa Försäkring, 106 26 Stockholm, Org. Nr. 516403-8662 útibú frá Trygg Forsikring A/S, CVR-Nr. 24260666, Klausdalsbrovej 601, 2750 Ballerup, Denmark. Trygg-Hansa Forsikring er undir eftirliti Finanstilsynet í Danmörku og Finansinspektionen í Svíþjóð. Íslensk lög gilda um samninga milli þín og okkar.

SAMANTEKT Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU HJÁ TRYGG-HANSA FORSIKRING

Persónuupplýsingar þínar eru unnar í samræmi við gildandi löggjöf þar að lútandi, sem frá og með 25. maí 2018 er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins, ESB, 2016/679. Persónuupplýsingarnar sem unnið er með eru t.d. nafn, heimilisfang, kennitala og heilsuástand. Gögnin varða þig sem viðskiptavin en geta einnig fjallað um meðtryggða. Gögnunum er safnað frá þér sem viðskiptavini en einnig er hægt að fá þau hjá einhverjum samstarfsaðila okkar.

Einnig er hægt að safna gögnum eða bæta við þau og uppfæra úr skrám yfirvalda. Persónuupplýsingarnar eru unnar til þess að gera okkur kleift að

8

uppfylla skyldur okkar gagnvart þér sem viðskiptavini, svo sem rannsókn á tryggingaerindum og stjórnun tryggingasamnings þíns. Persónuupplýsingarnar er einnig hægt að nota sem grunn fyrir greiningu, viðskiptaþróun og talnaefni. Í því skyni er heimilt að veita samstarfsaðila upplýsingar, innan og utan ESB og EES, eða annarra fyrirtækja innan samstæðunnar. Það getur einnig verið skylda samkvæmt lögum að veita yfirvöldum upplýsingarnar. Gögnin eru ekki geymd lengur en nauðsyn krefur.

Trygg-Hansa Forsikring er ábyrgðaraðili gagna. Ef þú vilt fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar um þig sem unnið er úr, ef þú vilt biðja um þær persónuupplýsingar eða sjá þær upplýsingar sem þú hefur veitt okkur, getur þú haft samband við okkur með beiðni þína til dataskydd@modernaforsakringar se eða til Trygg-Hansa Försäkringar, Dataskyddsombud, Box 7830, 103 98 Stockholm. Með því að hafa samband við okkur geturðu einnig óskað eftir því að persónuverndarstefnan verði send með pósti til þín og tilkynnt að persónuupplýsingarnar þínar verði ekki notaðar til beinnar markaðssetningar.

PERSÓNUVERNDARSTEFNA ELKO

Upplýsingar um persónuverndarstefnu ELKO og upplýsingar um vinnslu persónuupplýsingar má finna á ELKO.is eða með því að hafa samband við ELKO.

EF VIÐ ERUM EKKI SAMMÁLA

Markmið okkar er að eiga ánægða viðskiptavini. Ef þú ert ekki ánægð(ur) með okkar ákvörðun varðandi eitthvað erindi eða meðhöndlun þess þá biðjum við þig um að hafa samband við ELKO. Ef þú vilt þess í stað að mál þitt sé endurskoðað af yfirmanni í deildinni sendu þá endilega tölvupóst til tjon@tmi.is og settu gjarnan “kvörtun” og tjónsnúmer í efnislínuna. Aðrar tengiliðaupplýsingar:

Tryggingamiðlun Íslands hf.

Hlíðasmári 12

201 Kópavogi

414 6693

9

Til að aðstoða varðandi kvörtunina eins fljótt og auðið er, vinsamlegast gefðu upp nafn þitt, tjónsnúmer og hvað þú ert óánægður með. Ef þú hefur frekari upplýsingar eða gögn sem deildin hefur ekki lesið áður, vinsamlegast sendu okkur það einnig.

AÐRAR LEIÐIR TIL RÁÐGJAFAR OG ÚRSKURÐAR

Neytendasamtökin Frjáls félagasamtök (NS)

Þú getur fengið aðstoð í málum sem tengjast tryggingum eða kröfuuppgjöri með því að hafa samband við NS. Fyrir frekari upplýsingar, sjá www.ns.is eða í síma 545-1200 eða með tölvupósti á: ns@ns.is.

Fjármálaeftirlitið (FME)

FME er með tryggingakvörtunarnefndina. Neytendur geta skotið máli sínu til eftir að tryggingafélagið hefur tekið afstöðu til málsins. Fyrir frekari upplýsingar og málskot, sjá www.fme.is eða með tölvupósti á fme@fme.is

eða: Fjármálaeftirlitið, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Sími: 520-3700.

UM TRYGGINGASALA

Trygg-Hansa er leiðandi á markaði fyrir vörutryggingar. Áralöng reynsla af tryggingasölu og þjónustu ásamt góðum þjónustuaðilum gerir okkur kleift að hjálpa þér.

Trygg-Hansa Forsikring A/S

Klausdalsbrovej 601, 2750 Ballerup, Denmark

Kt. 516403-8662

CVR-Nr. 24260666

10

ELKO SKJÁTRYGGING FYRIR FARSÍMA

NR. 0503-1

UM TRYGGINGARSAMNINGINN

Þessi trygging heyrir undir lög um vátryggingarsamninga, efni þessa vátryggingarskilmála og íslensk lög almennt.

EFTIRLIT

Trygg-Hansa Forsikring er undir eftirliti Finanstilsynet í Danmörku og Finansinspektionen í Svíþjóð varðandi vátryggingarstarfsemi.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Frekari upplýsingar um trygginguna má nálgast á ELKO.is eða með því að hafa samband beint við Trygg-Hansa. Einnig er hægt að hafa samband við Tryggingamiðlun Íslands sem er fulltrúi Trygg-Hansa á Íslandi með því að senda tölvupóst á tjon@tmi.is.

TJON@TMI.IS

11

UM TRYGGINGUNA

Þegar þú kaupir vöru frá ELKO getur þú sótt um þessa tryggingu, um er að ræða vörutryggingu sem gildir fyrir skjáinn á keyptu vörunni.

HVER ER TRYGGINGARTAKI

Tryggingartakinn getur annaðhvort verið einstaklingur sem gerir tryggingarsamning við Trygg-Hansa Forsikring fyrir vöru sem viðkomandi keypti af ELKO eða verið annar aðili sem hefur eignast tryggðu vöruna á löglegan hátt.

FYRIR HVERN GILDIR TRYGGINGIN

Tryggingin gildir fyrir upprunalegan eiganda vörunnar eða annan einstakling sem eignaðist tryggðu vöruna á löglegan hátt.

HVAR GILDIR TRYGGINGIN

Tryggingin heldur gildi sínu óháð því hvar varan er í veröldinni þegar tjón verður, en afgreiðsla bótakrafna og greiðsla skaðabóta fer eingöngu fram á Norðurlöndunum. En þá er átt við Ísland, Danmörk (að Grænlandi og Færeyjum undanskildum), Noreg (að Svalbarða undanskildum), Svíþjóð og Finnland (að Álandseyjum undanskildum).

HVAÐ FELLUR UNDIR TRYGGINGUNA

Eingöngu er hægt að kaupa trygginguna um leið og vörukaup hjá ELKO eiga sér stað, og hún gildir um þá vöru sem tryggingaskírteinið (tryggingarsönnunin) hefur skráð sem tryggða. Tryggingin gildir ekki fyrir þær vörur sem yfir ákveðið tímabil myndu fylgja með í upprunalegum umbúðum tryggðu vörunnar í tengslum við herferð eða tilboð. Skjár er sá hluti framhliðar farsímans sem sýnir upplýsingar, auk þess hluta framhliðar farsímans sem hefur áhrif á virkni vörunnar.

HVERSU LENGI GILDIR TRYGGINGIN

Tryggingin gildir frá kaupdegi, það er að segja um leið og þú hefur greitt ELKO tryggingargjaldið og rennur út án fyrirfram uppsagnar í síðasta lagi þegar 12 mánaða tryggingartímabilinu lýkur. Tegund tryggingar, lengd og greiðslumáti kemur fram á tryggingarskírteininu. Iðgjald greiðist fyrirfram.

12

HVAÐA TJÓN NÆR TRYGGINGIN YFIR

Tryggingin gildir um tjón af eftirfarandi toga

Slys (skyndilegt, ófyrirsjáanlegt og utanaðkomandi atvik)

Tjón á skjánum vegna skertrar virkni sem verður vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks sem ekki er hægt að bæta samkvæmt vöruábyrgð eða fellur undir ábyrgð seljanda samkvæmt kaupréttarreglum, t.d. að varan falli í gólfið og verður þar með fyrir tjóni. Til að geta bætt tjón samkvæmt þessari málsgrein skal skila vörunni til verslunar eða tilnefnds viðgerðarmanns.

Tryggingin gildir ekki um eftirfarandi

Tjón sem felur í sér eða er afleiðing af sliti, notkun, óeðlilegri notkun, rangri meðferð, uppsetningu, samsetningu eða breytingu á ástandi, á lit eða lögun, húðun eða vanrækslu við viðhald, eða annað tjón sem hefur ekki áhrif á virkni tækisins eins og rispur á hulstrinu sem flokkast sem svokallaðir útlitsgallar.

Rekstrarvörur, t.d. rafhlöður eða varnargler.

Kostnað við viðhald, stillingar, breytingar eða lagfæringar.

Tjón sem verður af völdum vátryggðu vörunnar, svokallað afleitt tjón.

Kostnað við uppsetningu, sundurhlutun og/eða samsetningu búnaðarins í tengslum við tjón.

Tjón eða tap, t.d. á forritum, hugbúnaði, efni eða gögnum sem var hlaðið niður, eða vegna tölvuveiru eða bilunar í hugbúnaði.

Skemmdir á skjá sem fela í sér slokknun á pixlum (bilun í pixlum) og/eða að skjámynd „brennist“ inn í skjáinn.

Kostnað vegna óréttmætrar notkunar á öðru verkstæði en því sem TryggHansa Forsikring mælti með.

Kostnað vegna endurheimtar og/eða enduruppsetningar og/eða endurheimtar á gögnum.

Öll önnur tilvik sem tryggingartaki eða aðrir notendur valda viljandi.

Skemmdir vegna framleiðslugalla hjá framleiðanda.

Tjón sem skal bæta samkvæmt vöruábyrgð eða sem fellur undir ábyrgð söluaðila samkvæmt neytendaverndarlögum.

Tjón annars staðar en á skjánum, t.d. á bakhlið farsímans eða á tengingum síma, umgerð eða þess háttar.

Vatnstjón og/eða tjón vegna raka.

13

Öryggisfyrirmæli og tilhlýðileg kostgæfni

Fylgja verður fyrirmælum framleiðandans varðandi samsetningu, uppsetningu, notkun, umhirðu og viðhald vörunnar. Nota verður vöruna á þann hátt sem telst vera hefðbundin notkun neytenda. Meðhöndla skal tryggðu vöruna á þann hátt sem telst vera eðlileg kostgæfni til að koma í veg fyrir skemmdir eins og kostur er. Vöruna má t.d. hvorki nota né geyma í umhverfi þar sem augljós hætta er á að hún geti orðið fyrir tjóni. Tryggða vöru skal flytja á öruggan hátt til að koma í veg fyrir skemmdir, t.d. verður að fylgja leiðbeiningum um flutning sem koma fram í notendahandbókinni/leiðbeiningunum.

Lækkun eða niðurfelling skaðabóta

Þegar öryggisfyrirmælum er ekki fylgt eða tilhlýðileg kostgæfni er ekki viðhöfð lækkar endurgreiðslan, og nemur lækkunin yfirleitt um 25%. Endurgreiðslan kann að falla alveg niður ef um alvarlegt gáleysi er að ræða (100% lækkun) skv. 26.27. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004.

ÁKVÆÐI UM SKAÐABÆTUR

Ef um bótaskylt tjón er að ræða

Trygg-Hansa Forsikring ákveður hvenær gera skal við vöru eða bæta með gjafakorti. Komi til bótaskylds tjóns eru bætur veittar vegna viðgerðarkostnaðar skjásins. Ef viðgerð á skjá þýðir að einnig þarf að skipta um aðra hluta símans er aðeins kostnaður við viðgerð á skjánum greiddur. Kostnaður vegna viðgerða á öðrum hlutum en skjánum er greiddur af tryggingartaka. Ef ekki er hægt að framkvæma viðgerð verður tjónið bætt með gjafakorti sem samsvarar því sem viðgerð hefði kostað og mun þá tryggingin falla niður. Tryggingarfyrirtækið ákveður hvenær gera á við vöru eða bæta með gjafakorti. Einungis er hægt að greiða bætur í því landi þar sem varan er keypt.

Frádráttur vegna aldurs

Enginn frádráttur er veittur ef verðrýrnun á sér stað vegna aldurs og notkunar. Skerðing á virkni

Afhenda skal vöruna til verkstæðis sem mælt hefur verið með eða viðgerðaraðila til að hægt sé að endurgreiða tjón af völdum bilunar.

14

Í TILVIKUM ÞEGAR TJÓN VERÐUR

Tilkynning um tjón

Þú verður að tilkynna um tjónið án tafar til Tryggingamiðlunar Íslands ehf. í síma 414 6693, eða á www.tmi.is innan tímamarkanna sem tilgreind eru í hlutanum „Annað“ undir liðnum „Fyrirmæli“.

Tjónamiðstöð

Sími: 414 6693

Netfang: tjon@tmi.is

Vefsvæði: www.tmi.is

MJÖG MIKILVÆGT!

Mikilvægt er að taka allar öryggislæsingar úr lás áður en varan er látin af hendi til að hægt sé að lagfæra tjónið sem varð á vörunni. Slíkt á við ef varan er varin af öryggiskerfi eins og t.d. „Finna iPhone símann minn“ eða svipuðu kerfi.

Aðgerðir til að takmarka eða fyrirbyggja tjón

Þú skalt eftir bestu getu reyna takmarka tjón sem þegar hefur orðið eða fyrirbyggja yfirvofandi tjón. Okkur er einnig heimilt að grípa til aðgerða til að takmarka eða fyrirbyggja tjón. Endurgreiðsla kann að lækka eða falla niður ef þú af ásetningi eða með stórfelldu gáleysi gerir enga tilraun til að fyrirbyggja tjón.

Tryggingin bætir tjón sem verður á tryggðu vörunni, með því skilyrði að þú grípir til réttmætra aðgerða til að bjarga vörunni og fyrirbyggja yfirvofandi tjón. Hvað endurgreiðanlegt tjón varðar, er aukakostnaður sem hlýst af því að takmarka eða fyrirbyggja tjón einnig endurgreiddur, að viðbættri endurgreiðsluupphæðinni.

Viðgerðir á tjóni eiga sér einungis stað með okkar samþykki

Tjónaviðgerðir eða endurbætur eru einungis framkvæmdar eftir samkomulagi við okkur. Hins vegar er heimilt að framkvæma viðgerðir til bráðabirgða ef slíkt er nauðsynlegt til að fyrirbyggja alvarlegt, afleitt tjón. Tryggingartaki skal halda eftir öllum íhlutum sem kann að vera skipt um þar til gengið hefur verið endanlega frá tjóninu.

15

Endurgreiðsla

Tryggingartaki sem tilgreindur er á kvittuninni fær endurgreitt á reikning sem viðkomandi tilgreinir, hugsanlega beint til verkstæðisins. Tryggingartaki skal vera reikningshafi tilgreinda reikningsins.

TRYGGINGARTÍMABIL OG UPPSÖGN

Tryggingartímabil

Tryggingartímabilið hefst frá undirskriftardeginum sem kemur fram á kvittuninni og gildir án frekari uppsagnar þar til hámark tryggingartímabils er liðið.

Hvenær öðlast tryggingin gildi

Tryggingin öðlast gildi um leið og greiðsla berst til ELKO fyrir fyrsta tryggingariðgjaldið (sjá kvittun), þó í síðasta lagi við afhendingu vörunnar.

Hvenær fellur tryggingin úr gildi

Tryggingin fellur úr gildi við lok tryggingartímabilsins (sjá kvittun).

Uppsögn

Réttur þinn til að segja upp tryggingunni

A) Hægt er að segja upp tryggingunni fyrstu 30 daga samningstímabilsins frá undirskriftardegi talið og fá allt iðgjaldið endurgreitt.

B) Uppsögn á fyrstu 30 dögum samningsins á sér ávallt stað hjá ELKO.

C) Þú hefur rétt á að segja upp tryggingunni tafarlaust ef engin þörf reynist vera á tryggingunni eða við aðrar svipaðar aðstæður.

D) Uppsögn eftir fyrstu 30 daga samningsins skal senda beint til TryggHansa Forsikring. Þá færðu eftirstöðvar iðgjaldsins endurgreiddar.

Réttur okkar til að segja upp tryggingunni

Við höfum rétt á að segja upp tryggingunni á tryggingartímabilinu ef þú brýtur gróflega gegn skuldbindingum þínum gagnvart TryggHansa Forsikring eða af öðrum réttmætum ástæðum. Uppsögn okkar á samningnum öðlast gildi 14 dögum eftir að við sendum þér skriflega tilkynningu um uppsögnina samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 (3., 47. gr.).

16

UNDANTEKNINGAR OG TAKMARKANIR

Tjón vegna kjarnorkugeislunar

Tryggingin gildir hvorki um eignatjón né skaðabótaskyldu, ef tjónið orsakast á beinan hátt af kjarnorkuferli.

Óviðráðanlegar aðstæður

Tryggingin gildir ekki um tap sem verður vegna tjónarannsóknar, viðgerða eða frestunar greiðslna vegna styrjalda, stríðsátaka, borgarastyrjalda, byltinga, uppþota eða aðgerða stjórnvalda, verkfalla, verkbanna, hafnarbanns, farsótta eða svipaðra atburða.

Tjón í styrjöldum

Tryggingin gildir ekki um tjón sem verður vegna styrjalda, stríðsátaka, borgarastyrjalda, byltinga eða uppþota.

Aðgerðir/inngrip stjórnvalda

Tryggingin gildir ekki um tjón sem á uppruna sinn eða þegar orsökina er hægt að rekja til inngripa stjórnvalda, hvort sem slíkt er á beinan eða óbeinan hátt.

Ólöglegir verknaðir

Vátryggingin á ekki við ef tjón verður vegna ólögmætra athafna hins vátryggða, bótaþega hans eða löggilds erfingja.

Sektarákvæði

Tryggingin gildir ekki um tjón, ávinning eða aðrar skaðabætur ef viðskiptabann, lögbann eða takmarkanir eru lagðar á Trygg-Hansa Forsikring samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna. Eða vegna viðskipta- og efnahagsþvingana sem lagðar eru á samkvæmt reglugerðum ESB, Bretlands eða Bandaríkjanna.

Hryðjuverk

Tryggingin gildir ekki um tjón vegna útbreiðslu líffræðilegra efna, íðefna eða geislavirkrar efna í tengslum við hryðjuverk. Með hryðjuverkum er átt við verknaði sem fela í sér en takmarkast ekki við, valdbeitingu eða ofbeldi og/ eða hótanir hóps (hópa) eða einstaklinga um slíkt, hvort sem viðkomandi leggur stund á slíkt á eigin vegum eða fyrir hönd annarra eða í tengslum við fyrirtæki (stofnanir) eða stjórnvöld (ríkisstjórnir) af hvaða toga sem er, skipulagningu

17

aðgerða í stjórnmálafræðilegum, trúarlegum, hugmyndafræðilegum, þjóðernislegum tilgangi eða af öðrum ástæðum. Þ.m.t. fyrirætlanir um að hafa áhrif á stjórnvöld og/eða ógna almenningi eða hluta af almenningi.

ALMENN ÁKVÆÐI

Aðrir samningar eða ábyrgðir

Tryggingin gildir ekki um tjón sem flutningsfyrirtæki eða annar aðili ber lagalega ábyrgð á, ábyrgðartryggingar eða sambærilegar skuldbindingar. Tryggingin heldur samt sem áður gildi sínu ef þú getur sýnt fram á að aðilinn sem skuldbatt sig var ófær um að standa við skuldbindingu sína.

Tvískipt trygging

Í tilvikum þegar sömu hagsmunir eru tryggðir gegn sömu áhættu hjá nokkrum fyrirtækjum í einu ber hvert fyrirtæki ábyrgð gagnvart tryggingataka, á sama hátt og viðkomandi fyrirtæki hefði eitt og sér veitt ábyrgðina. Þú hefur hins vegar ekki rétt á hærri endurgreiðslu frá fyrirtækjunum en sem nemur tjóninu. Þegar heildarupphæð skaðabóta er hærri en tjónið verður greiðslu skaðabótanna skipt á milli fyrirtækjanna samkvæmt hlufallslegri skiptingu skaðabótaupphæða. Lög um vátryggingarsamninga og íslensk lög. Þessi trygging fellur undir íslensk lög og önnur ákvæði falla undir lög um vátryggingarsamninga.

Vátryggjandi

Vátrygging okkar er trygging frá Trygg-Hansa Forsikring, sem er hluti af TryggHansa Försäkring, 106 26 Stockholm, org.nr 516403-8662 útibú frá Tryg Forsikring

A/S, CVR-nr 24260666, Klausdalsbrovej 601, DK-2750 Ballerup, Denmark.

Samskiptaupplýsingar

Tryggingartakinn gerir sér grein fyrir því að samskipti eiga sér stað með upplýsingum sem hann lætur af hendi við töku tryggingarinnar, þ.e. í gegnum tölvupóst, síma, textaskilaboð eða bréfleiðis. Tryggingartaki ber ábyrgð á því að leggja fram réttar samskiptaupplýsingar.

Iðgjald, endurnýjun og greiðsla tryggingarinnar

Iðgjöldin eru samningsbundin milli Trygg-Hansa Forsikring og endursöluaðila og eru sett samkvæmt gjaldskrá Trygg-Hansa Forsikring. Vegna nýrrar tryggingar greiðir þú iðgjaldið til söluaðilans og vegna endurnýjunar greiðir þú það til

18

Trygg-Hansa Försäkringar. Fyrsta iðgjald er greitt í tengslum við kaup vörunnar, þó eigi síðar en við afhendingu hennar og greiðir fullt árs-/mánaðargjald fyrirfram. Ef hægt er að endurnýja trygginguna þína verður þér boðin/n endurnýjun með góðum fyrirvara fyrir aðalgjalddaga. Gjald vegna endurnýjunar þarf að greiða fyrir næsta tryggingartímabil, eigi síðar en síðasta dag yfirstandandi tryggingartímabils til að tryggingin gildi áfram. Við vanskil er greiðsluáminning send, ef iðgjald er ekki greitt innan við 21 daga frá áminningu en þá mun tryggingin falla úr gildi og er þá viðkomandi ekki lengur tryggður fyrir hugsanlegu tjóni. Ef umsamda iðgjaldið fyrir nýja tryggingu hefur ekki verið greitt til TryggHansa Forsikring af endursöluaðila eiga þeir rétt á því að segja upp tryggingunni, sem þýðir að tryggingarverndin fellur niður.

Aðlögun iðgjalds

Trygg-Hansa Forsikring hefur rétt til að leiðrétta iðgjald í tengslum við hvers kyns endurnýjun tryggingarinnar og mun í því tilviki láta þig vita áður en nýtt iðgjald tekur gildi.

Fyrirmæli

Þegar aðili leggur fram kröfu um tryggingarbætur eða aðrar tryggingar, skal höfða mál innan lögbundins fyrningarfrests ef tengsl samkvæmt tryggingarsamningnum veita rétt á slíkri vernd. Hafi aðili sem óskar eftir tryggingu lagt fram kröfu til Trygg-Hansa Forsikring innan tímamarkanna sem tilgreind eru hér á undan. Þá eru tímamörkin til að höfða mál ávallt að lágmarki sex mánuðir frá því að Trygg-Hansa Forsikring tók endanlega afstöðu til kröfunnar. Tryggingarréttur fellur niður ef málið er ekki höfðað innan ofangreinds tímafrests.

Skylda til að tilkynna um aukna áhættu

Til að verða ekki fyrir óþarfa töf ber þér að tilkynna um verulegar breytingar á skilyrðum samningsins sem gætu leitt til aukinnar áhættu, t.d. þegar þú flytur og húsnæði hefur breyst. Endurgreiðsla tryggingar kann að lækka ef slíkt er ekki gert. Endurgreiðsla kann að falla niður ef um alvarlega vanrækslu er að ræða.

Endurheimt

Trygg-Hansa Forsikring tekur yfir rétt tryggingartaka til að krefjast endurgreiðslu af þeim aðila sem olli tjóninu. Að sama marki og Trygg-Hansa Forsikring hefur greitt út skaðabætur.

19

SAMANTEKT PERSÓNUVERNDARSTEFNU

Unnið er úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og reglugerð ESB, 2016/679, Evrópuþingsins og -ráðsins sem tók gildi 25. maí 2018. Persónuupplýsingarnar sem unnið er úr eru m.a. nafn, heimilisfang, kennitala og heilsufar. Upplýsingarnar varða þig sem viðskiptavin en kunna einnig að eiga við um annan tryggðan aðila. Þú sem viðskiptavinur lætur upplýsingarnar í té, en við kunnum að heimta slíkar upplýsingar hjá t.d. einhverjum af okkar.

Upplýsingarnar kunna að vera fengnar úr eða uppfærðar með gögnum úr opinberum skrám. Við vinnum úr persónuupplýsingum í því skyni að standa við skyldur okkar gagnvart þér, viðskiptavininum, t.d. við rannsókn tryggingarmála og hafa umsjón með tryggingarsamningnum þínum. Persónuupplýsingarnar kunna einnig að vera notaðar sem grunnur fyrir greiningar, viðskiptaþróun og töluleg gögn. Upplýsingar kunna að vera birtar samstarfsaðilum í áðurnefndum tilgangi, bæði innan og utan ESB og EFTA eða öðrum fyrirtækjum innan samstæðunnar. Samkvæmt gildandi lögum kann okkur að bera skylda til að birta yfirvöldum slíkar upplýsingar. Þær eru ekki vistaðar lengur en nauðsyn krefur.

Heildarupplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu Trygg-Hansa Forsikring á: https://affinity.modernaforsakringar.se/gdpr/swedish/

Trygg-Hansa Forsikring er ábyrgðaraðili fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvaða persónuupplýsingum er unnið úr eða ef þú vilt fá afrit af slíkum upplýsingum. Sendu tölvupóst á dataskydd@modernaforsakringar.se eða skrifaðu bréf til

Trygg-Hansa Försäkring, Dataskyddsombud, Box 7830, 103 98 Stokkhólmi.

EF ÞÉR MISLÍKAR EITTHVAÐ

Ánægðir viðskiptavinir eru okkar markmið og við metum álit þitt mikils, óháð því hvort þú ert ánægð(ur) eða finnst að eitthvað megi betur fara. Okkar ósk er að leysa öll mál sem koma upp með góðum samskiptum okkar á milli.

20

Hafðu samband við aðilann sem sá um málið, ef þú ert ekki ánægð(ur) með niðurstöðuna í tilteknu máli eða hvernig málið var meðhöndlað. Ef þú vilt frekar að yfirmaður í viðkomandi deild endurskoði málið skaltu senda tölvupóst á tjon@ tmi.is og tilgreina „kvörtun“ þína og tjónsnúmerið í efnislínunni. Ef þú vilt senda ítarlegra bréf er heimilisfangið:

Tryggingamiðlun Íslands hf.

Hlíðasmári 12

201 Kópavogi

Sími 4174-6671.

Gefðu upp nafn, tjónsnúmer og umkvörtunarefnið til að auðveldara sé að vinna úr kvörtuninni. Sendu einnig hugsanlegar viðbótarupplýsingar eða skjöl sem viðkomandi starfsdeild hafði ekki aðgang að.

AÐRAR LEIÐIR TIL AÐ FÁ LEIÐBEININGAR OG LEITA RÉTTAR SÍNS

Neytendasamtökin Frjáls félagasamtök (NS)

Hafðu samband við Neytendasamtökin ef þig vantar aðstoð varðandi tryggingar eða uppgjör skaðabóta. Frekari upplýsingar fást á www.ns.is eða í síma 5451200. Einnig er hægt að senda skeyti á: ns@ns.is.

Fjármálaeftirlitið (FME)

Innan Fjármálaeftirlitsins starfar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, sem neytendur geta lagt sín mál fyrir eftir að tryggingafélagið hefur tekið ákvörðun í málinu. Opnaðu www.fme.is til að fá frekari upplýsingar eða leggja fram kvörtun, eða sendu skilaboð til fme@fme.is eða: Fjármálaeftirlitið, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Sími: 520-3700

Almennir dómstólar

Óháð því hvort gerðardómur hafi fallið eða ekki, áttu í flestum tilvikum kost á að reka mál fyrir almennum dómstólum.

21

TRYGGINGASKILMÁLI ÞESSI ER NR. 0503-1

Skjátrygging okkar er trygging frá Trygg-Hansa Forsikring.

Trygg-Hansa Forsikring A/S

Klausdalsbrovej 601, 2750 Ballerup, Denmark

Kt. 516403-8662

CVR-Nr. 24260666

ÞJÓNUSTUVER ELKO

Sími: 544 4000

Tölvupóstur: elko@elko.is

Opnunartímar: virka daga frá 10 - 18

Netspjall elko.is: alla daga frá 9 - 21

22

ÞÚ GETUR SÉÐ ALLAR ÞÍNAR KAUPNÓTUR Á ELKO.IS

SJÁ NÁNAR Á:

ELKO.IS/MINAR

SKANNAÐU

23
KÓÐANN til að fletta upp kaupnótum þínum á elko.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.