1 minute read
SAGA OG MENNING
Gr Ur Og Grafir H Lavallagar I
STAÐNÁMSKEIÐ
Advertisement
Árið 2023 eru liðin 185 ár síðan fyrsta gröfin var tekin í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötuna í Reykjavík. Garðurinn er þjóðargersemi en hann er einstakur staður með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Hann hefur aldrei verið endurnýttur eða endurskipulagður eins og venjan er í borgarkirkjugörðum nágrannalanda okkar. Hann er eitt stærsta útiminjasafn á landinu, gróður hans er sérstakur og mörg minningarmarka garðsins eru einstök í alþjóðlegu samhengi. Kennsla: Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður og umsjónarmaður Hólavallagarðs
Reykv Ska Eldh Si
STAÐNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu er fjallað um matarmenningu Reykvíkinga á síðustu öld, hún sett í samhengi við mannlíf og tíðaranda og velt upp spurningum á borð við: Hvað var í matinn í Reykjavík á 20. öld? Hvað var á ostabakka fyrirmenna í upphafi aldarinnar? Hver var eftirlætis skyndibitinn á stríðsárunum? Hvernig var jólaísinn frystur áður en frystihólfin komu til sögunnar?
Kennsla: Sólveig Ólafsdóttir, nýdoktor í sagnfræði við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.
Unuh S
STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu er fjallað um Unuhús og þau áhrif sem gestir þess höfðu á íslenskt lista- og menningarlíf, einkum á fimmta áratug síðustu aldar.
Kennsla: Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Par S
STAÐNÁMSKEIÐ
Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð.
Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.
Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ