LĂŚknaneminn
2011
62. ĂĄrgangur
Efnisyfirlit 6 Óvæntar fæðingar utan sjúkrahúsa 12 Hjálparstarf í Kenýa 14 Símtalið! 16 Alþjóðanefnd Læknanema, Hvað er að frétta? 18 Skoðun 20 Tilfelli af skurðdeild 24 Handarskoðun 30 Komuástæður á Bangsaspítala Lýðheilsufélags læknanema 32 Yfirlit yfir langvinna hjartabilun 36 Lengi lifir í gömlum glæðum 38 Holsjárhermismót læknanema 40 Tíu rauð augu 42 Blóðgjafamánuður 43 Gillz tjáir sig 46 Gellu spítalinn 2010 50 Getraun — tvífarar 51 Rannsóknarráðstefna 3. árs læknanema
Þökkum stuðninginn: Eirberg Kolbrún grasalæknir Læknasetrið
Læknaneminn, 62. árgangur • Útgefandi: Félag læknanema • Ábyrgðarmaður: Bryndís Baldvinsdóttir Ritstjórn: Bryndís Baldvinsdóttir, Helgi Þór Leifsson & Valdís Guðrún Þórhallsdóttir Uppsetning og hönnun: Helgi Loftsson • Prentun: Prentsmiðjan Oddi ehf.
Ritstjórnarpistill – Léttlyndi Læknaneminn – Bryndís Baldvinsdóttir, ritstjóri Helgi Þór Leifsson Valdís Guðrún Þórhallsdóttir
Læknaneminn kemur nú út í 62. skiptið og nú undir nýjum undirtitli. „Léttlyndi Læknaneminn“. Ástæða léttlyndisins verður rakin hér. „Af hverju er ég að þessu?“, „Hvernig lenti ég í þessu?“ Eru spurningar sem við höfum spurt okkur endurtekið síðan við byrjuðum í læknisfræði. Ástæðurnar eru ýmsar en oftast hafa þær komið upp í óþægilegum aðstæðum í gegnum námið. Má t.d. nefna fyrsta anatómíu tímann hjá Ellu Kollu þar sem nekt var nauðsyn. Verklegu efnafræðina sem var oft skrautleg og ef maður braut eitthvað þá borgaði maður það! Meinafræðitíma þar sem allt leit eins út, úps! Hvað þá vandræðalega stofuganga þar sem enginn vissi svarið, jafnvel ekki sérfræðingurinn ef vel var að gáð. Það sem þó stendur upp úr er hversu gaman það er alltaf í skólanum og hversu… hvert var aftur orðið? Hversu léttlynt það er! Þess vegna kemur „Léttlyndi Læknaneminn“ nú út. Che Guevara prýðir forsíðuna í ár. Ástæðan er einföld, hann var eitt sinn læknanemi! Að mörgu hefur þurft að huga við útgáfu blaðsins og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmdina. Greinarhöfundar og myndasmiðir fá þakkir fyrir sitt framlag og sömuleiðis fá styrktaraðilar okkar þakkir. Við viljum sérstaklega þakka Sigurði Helgasyni lækni sem ákvað að styrkja okkur með upphæð sem hann fékk greidda frá lyfjafyrirtæki vegna fræðslustarfa. Undanfarin ár hefur það verið vaninn að senda lesendum blaðsins gíróseðil upp á 1.000 kr. sem fólk hefur haft val um hvort það greiðir. Við ákváðum að breyta þessu í ár og bjóða áhugasömum að styrkja „Læknanemann“ með frjálsum framlögum. Reikningsnúmerið okkar er 0311-26-005303 (kt. 530169-5109). Með fyrirfram þökkum og von um góðar og léttlyndar stundir. Ritstjórn Léttlynda Læknanemans 2011
4
Annáll Félags læknanema 2010–2011 - Ásdís Egilsdóttir, formaður Félags læknanema 2010-2011
Félag læknanema tókst á við ærin verkefni þetta starfsárið og með öflugu starfi undirnefndanna hefur félagsstarfið svo sannarlega verið fjölbreytt og skemmtilegt. Djamm er snilld! Fulltrúaráð hélt uppteknum hætti við að draga læknanema frá bókunum og bleyta þurrar kverkar. Árið hófst með fjörugri nýnemaferð í Þjórsárver þar sem hópurinn var hristur saman og viku síðar var haldin vel heppnuð spiritusvígsla. Fjölmargir atburðir hafa verið á dagskrá í vetur og næstum hver einasti föstudagur frátekinn fyrir tjútt og trall; vísindaferðir, stelpuog strákakvöld, jólaglögg, golfmót, fótboltamót og lækna leikar. Vel var mætt á atburði vetrarins og hafa læknanemar margsýnt að þeim er ýmislegt fleira til lista lagt en lestur bóka. Árshátíð haldin með glæsibrag Einn af hápunktum félagsstarfsins í vetur var árshátíð félagsins sem haldin var 19. mars á Hótel Sögu. Þar veitti félagið hin eftirsóttu kennslu-, heiðurs- og unglæknaverðlaun. Kennslu verðlaunin féllu í skaut Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurð læknis og prófessors, en hann þykir halda uppi líflegri kennslu í skurðlæknisfræði auk þess að vera mikilvirkur leiðbeinandi í rannsóknarverkefnum læknanema. Heiðursverðlaunin hlaut Þuríður Pálsdóttir, verkefnisstjóri á HVS, en hún ásamt starfs fólki skrifstofu læknadeildar hafa unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu læknanema undanfarin ár. Unglæknaverðlaunin hlaut svo Ásta Dögg Jónasdóttir sem þykir bera af hvað varðar kennslugleði og jákvætt viðmót. Ásta er nýfarin í sérnám í nýrnalækningum í Brighton á Englandi og gat því miður ekki veitt verðlaunum viðtöku. Félag læknanema óskar henni vel farnaðar í því starfi. Fjölbreytt fræðsla Kennslu– og fræðslumálanefnd stóð sig með stakri prýði þetta starfsárið við að fræða námsfúsa læknanema. Í október hélt Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, fræðslufund um úrlestur hjartalínurita og í janúar var svo haldinn stórskemmtilegur fræðslufundur með yfirskriftinni „Hvenær fara læknar að leika Guð“ með fjölmörgum fyrirlesurum. Megináherslan var á stofnfrumur og stofnfrumurannsóknir og hvernig hægt sé að nýta þá þekkinu í lækningalegu skyni. Í apríl var svo haldin stórslysaæfing þar sem sett var á svið rútuslys og fengu lækna nemar að spreyta sig í hlutverki sjúklinga og lækna. Lækna nemar fengu góða undirbúningsfræðslu fyrir æfinguna og var öll umgjörð til fyrirmyndar. Blóðugur marsmánuður og smokkaherferð Lýðheilsufélag læknanema stóð fyrir Blóðgjafamánuði HÍ nú í mars. Vodafone var fengið til að styrkja verkefnið með því að greiða 500 kr fyrir hverja blóðgjöf og var ákveðið að ágóðinn skyldi renna til Krafts, Stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Alls söfnuðust 280 blóðgjafir og hlaut Kraftur því 160.000 kr styrk frá Vodafone. Efnt var til keppni á milli deilda HÍ um hver gæfi mest blóð og skemmst er frá því að segja að Félag læknanema gaf mest blóð en Komplex, Félag framhaldsnema í efnafræði og lífefnafræði, gáfu hlutfalls lega mest. Blóðugum marsmánuði lauk svo með verðlauna afhendingu og fjörugum tónleikum á Háskólatorgi.
Ástráður, Forvarnarstarf læknanema, hefur ekki setið auðum höndum og í vetur tóku þau þátt í að endurvekja smokkaherferðina frá 1986. Um hundrað þjóðþekktir ein staklingar tóku þátt og er afraksturinn glæsilegt plakat þar sem mikilvægi smokksins er undirstrikað. Herferðin vakti strax athygli og vafalaust mun hún hafa erindi sem erfiði. Mál málanna: Ráðningakerfið! Ráðningamál skipuðu stóran sess þetta starfsárið. Forsaga málsins er löng en síðastliðið vor var ljóst að brýn þörf var á að ráðningarreglur FL yrðu endurskoðaðar. Bæði var orða lagið torskilið og villandi auk þess sem innihald reglanna var einfaldlega úrelt. Síðastliðið sumar hófu því núverandi og fyrrverandi formaður FL og núverandi og fyrrverandi ráðningastjórar endurskoðun á reglunum. Boðað var til auka aðalfundar 18. október þar sem samþykkt var að nýtt félag, Ráðningafélag læknanema, skyldi fara með ráðningar lækna nema í sumarstöður og starfa eftir nýjum lagabálki. Góð þátt taka var í félagið og í byrjun árs var stjórn félagsins vongóð um að félagið myndi þjóna tilgangi sínum. Í byrjun febrúar breyttist hinsvegar staðan. Þá sendi velferðarráðuneytið út bréf á heilbrigðisstofnanir í landinu þar sem ítrekað var að við ráðningar í stöður hjá ríkisstofnunum skuli farið eftir lögum auk þess sem heilbrigðisstofnununum var gert að greina frá hvernig staðið hefði verið að ráðningum læknanema undan farin ár. Rétt er að ítreka að ráðningakerfi læknanema hefur aldrei verið dæmt ólöglegt. Í kjölfar þessa bréfs vildu fjöl margar heilbrigðisstofnanir ekki nýta sér þjónustu Ráðninga félagsins og því útséð að Ráðningafélagið gæti ekki þjónað tilgangi sínum. Boðað var til almenns félagsfundar Ráðninga félagsins þar sem greidd voru atkvæði með því samhljóða að Ráðningafélagið skyldi ekki starfa þetta árið og ráðningar gefnar frjálsar. FL berst gegn niðurskurði Kjaramálin hafa einnig verið á oddinum þetta starfsárið enda mikilvægt að standa vörð um gæði námsins á niðurskurðar tímum. Stjórn FL og KF ráð hafa unnið náið með deildarráði læknadeildar við að finna hvernig auðveldast sé að hagræða í náminu án þess þó að það komi niður á gæðum námsins. Sú vinna mun án efa skila árangri til nemenda. Óánægjuraddir kandidata og deildarlækna á spítalanum hafa ekki farið fram hjá neinum og komu bersýnilega í ljós í ánægjukönnun sem gerð var meðal starfsmanna LSH. Ljóst er að vinnuálag og streita lækna á spítalanum kemur verulega niður á klínískri kennslu læknanema. Mikilvægt er að FAL, Félag almennra lækna, og FL sameinist í þessu baráttumáli enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. Gott starfsár að baki Að endingu vil ég þakka þeim stóra og góða hópi sem hefur tekið þátt í starfi vetrarins. Vinnan er búin að vera einstaklega skemmtileg og gefandi og mörg mál verið í eldlínunni. Félag læknanema er stórt félag sem gegnir mikilvægu hlutverki við að efla félagsleg tengsl læknanema en þó ekki síður að gæta hagsmuna þeirra. Verkefni næstu stjórnar Félags læknanema er að halda því góða starfi áfram.
5
Óvæntar fæðingar utan sjúkrahúsa Hjalti Már Björnsson, Lyf- og bráðalæknir á bráðadeild LSH Hildur Harðardóttir, Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, Yfirlæknir Kvenna- og barnasvið LSH Björn Gunnarsson, Barnalæknir og svæfingalæknir, Sjúkrahúsinu á Akureyri
Samskipti: Hjalti Már Björnsson, hjaltimb@gmail.com
Hér á landi eru árlega nokkrar óvæntar fæðingar utan sjúkrahúsa og því mikilvægt að þeir sem starfa við bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa hafi grunnþekkingu á fæðingarhjálp og umönnun nýbura. Fjallað um grunnatriði eðlilegrar fæðingar auk algengustu vandmála við óvæntar fæðingar. Einnig er farið yfir helstu atriði við umönnun og endurlífgun nýbura. Inngangur:
Á Íslandi hefur skipulögð mæðravernd verið til staðar frá því um 1950 og á svipuðum tíma færðu st fæðingar að miklu leyti frá heimilum inn á fæðingar stofnanir. Í dag eru ráðgerðar heima fæðingar um 1% allra fæðinga1 en auk þess fæða st nokkur börn óvænt utan sjúkrahúsa, oftast nær í heimahúsum eða í sjúkrabíl. Fjöldi slíkra tilfella hefur ekki verið skráður sérstaklega. Það er skoðun höfunda að á Íslandi sé ástæða óvæntra fæðinga utan sjúkrahúsa í flest um tilvikum einfaldlega sú að fæðingu beri brátt að og konan komist ekki á fæðingardeild í tæka tíð. Einnig kemur fyrir að konan hafi leynt meðgöngunni eða sé ekki meðvituð um hana. Tíðni vandam ála við óvænta r fæð ingar utan sjúkrahúsa virðist fara nokk uð eftir samfélögum. Þar sem mæðra vernd er takmörkuð eru slíkar fæðingar algengari2,2,5 og meiri líkur á að ógreind heilsufarsvandamál auki verulega áhættu við fæðingu. Í yfirgripsmikilli rannsókn í Ísrael á óvæntum fæðingum utan sjúkra húsa á 12 ára tímabili er að finna yfir lit yfir 2.328 tilvik.3 Reyndust um 94% þeirra eiga sér stað á leið til sjúkrahúss, en tæplega 6% fæðinganna voru á bíla stæði sjúkrahússins. Meðgöngulengd var innan við 32 vikur í 2% tilvika og 1% nýburanna vóg < 1500 g við fæðingu. Tuttugu og níu (1%) barnanna létust, en ekkert þeirra var innan við 1500 g. Ekki var marktækur munur á útkomu fæð inganna eftir því hvort heilbrigðisstarfs maður var viðstaddur eða ekki en ekki var tilgreint hvaða þjálfun viðkomandi hafði í að sinna fæðingum. Ofkæling nýbura er, líkt og búast má við, mikið vandam ál við óvæntar fæði nga r uta n sjúkrahúsa. Rannsóknir hafa sýnt að allt að helmingur nýbura sem fæðast óvænt utan sjúkrahúsa er ofkældur við komu
6
á sjúkrahús4. Einnig er algengt að blóð sykur sé lágur.5 Er dánartíðni nýbura sem fæðast með þessum hætti breyti legur, allt frá 18% niður í að öll börn sem fæðast eftir að minnsta kosti 26 vikna meðgöngu lifi.6 Langflestar fæðingar sem ber brátt að, þannig að konan komist ekki á fæðingar deild, ganga vel og engin þörf er fyrir sér hæfða aðstoð. Nærstaddir þurfa að taka á móti barninu með tryggum höndum, þurrka það til að fyrirbyggja hitatap og örva öndun og færa svo í fang móður innar. Þó hægt sé með vönduðu mæðraeftir liti að spá fyrir um líkur á að móðir eða
barn lendi í erfiðleiku m við fæðingu geta þó komið upp ófyrirséð vandamál við fæðingu. Í slíkum tilfellum reynir á starfsfólk neyðarþjónustu en mikilvægt er að þeir hafi hlotið góða þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum. Hér á eftir er umfjöllun um helstu atriði sem þarf að hafa í huga þegar barn boðar óvænt komu sína í heiminn utan fæð ingardeilda.
Mat og undirbúniningur vegna bráðrar fæðingar utan sjúkrahúsa
Þegar Neyðarlínan ræsir út aðstoð vegna yfirv ofa ndi fæðingar eiga að fylgja í
Mynd 1: Svörunarspjald neyðarlínunnar um fæðingu.
útkallslýsingu upplýsingar um aldur og fyrri fæðingar konunnar, ásamt með göngulengd. Vita þarf hvort höfuð hafi verið skorðað í grind eða hvort lega fóst urs hafi verið þekkt við síðustu heimsókn í mæðraeftirlit. Ef kona missir legvatn og fyrirsætur fósturhluti er óskorðaður er móðurinni ráðlagt að leggjast á vinstri hlið og hringja á sjúkrabíl vegna hættu á naflastrengsframfalli. Einnig verður að lýsa hversu lengi hríðir hafa staðið yfir og hversu langt er á milli þeirra. Lýsa á hvort legvatnið sé farið og hvort það hafi verið litað af barnabiki eða blóði. Neyð arverðir 112 styðjast við staðlaðar leið beiningar sem þeir geta veitt í gegnum síma ef barn fæðist áður en læknir eða sjúkraflutningamaður kemst á staðinn, (mynd 1). Í þeim tilv iku m þar sem fæðing er talin yfirvofandi skal sjúkraflutninga maður kalla á lækni sér til aðstoðar. Séu tök á er ekki verra ef hægt er að kalla til ljósmóður eða fæðingarlækni, en þeg ar fæðingu ber brátt að uta n sjúkra húsa gefst sjaldan tími til að fá aðstoð þeirra sem sinna fæðingum að aðalstarfi. Ef læknir og sjúkraflutningamaður eru kallaðir til vegna erfiðleika við ráðgerða heimafæðingu má búast við alvarleg um vandamálum. Ráðgerð heimafæðing sem stöðvast bendir til undirliggjandi vandamála ólíkt óvæntri fæðingu sem gengur venjulega hratt og örugglega fyrir sig. Við útkall vegna ráðgerðrar heima fæðingar er nauðsynlegt að fá strax allar upplýsingar um ástand móður og barns og tryggja flutning á fæðingarstofnun eða barnaspítala sem fyrst. Eitt af því mikilvæga við bráðalækn ingar utan sjúkrahúsa er að hafa réttan búnað. Þegar sjúkrabíll er yfirgefinn og farið inn í hús til að sinna fæðandi konu þarf að hafa meðferðis fæðingarpakka, sem ávallt er til staðar í sjúkrabílnum. Lyf til að letja eða hvetja samdrátt legs þurfa að vera tiltæk og einnig búnaður til endurlífgunar nýbura. Tafla 1: Innihald fæðingarpakka í sjúkrabílum: Fæðingarpakki: Naflastrengsklemmur Skæri Grisjur Hreinir hanskar og lök Einnota sög Æðatöng Barnataska Belgur og maski til öndunaraðstoðar Æðaleggir Súrefni
Í fæðingarpakka eru einungis allra nauðsynlegustu hlutir, (tafla 1). Gott er að hafa nóg af hreinum handklæðum við höndina til þess að þurrka og halda hita á barninu eftir fæðingu, ekki er verra að geyma handklæðin á heitum ofni. Hita þarf rýmið með því að loka gluggum og hækka á ofnum. Ef fæðing fjölb ura eða fyrirb ura er yfirvofandi getur þurft að bregðast við með nokku ð ólíku m hætti þar sem slíkar aðstæður krefjast mjög sérhæfðrar þekkingar og búnaðar. Sjúkraflutning ur fjölbura eða fyrirbura krefst mikils undirbúnings og samh æfingar og því er nauðsynlegt að hafa fæðingalækni og barnalækni með í ráðum frá upphafi. Mögulegt er að taka hitak assa með í sjúkraflug, hvort heldur sem er í þyrlu eða flugvél, og senda nýburalækni með. Sjúkraflugi á Vestfjörðum, Norður– og Austurlandi er sinnt frá Akureyri og skal ræða mögulegt sjúkraflug við vakthaf andi fluglækni á sjúkrahúsinu á Akur eyri. Sjúkraflugi á Vestur– og Suðurlandi er sinnt frá Reykjavík og læknum á því svæði er bent á að hafa samband við fæð ingar– eða barnalækni á Landspítala til að ræða þörf fyrir sérhæfða aðstoð. Þegar komið er að fæðandi konu þarf að byrja á því að meta hvort fæðing sé yfirvofandi á næstu mínútum og taka af stöðu til þess hvort aðstoð verði veitt við fæðingu á staðnum eða hvort flutnings sé þörf. Sú ákvörðun fer bæði eftir því hvort fæðingin sé yfirvofandi og hvort hættumerki séu til staðar við fæðinguna og eftir staðháttum. Ef hríðir koma á tveggja til þriggja mínútna fresti og kon an finnur fyrir rembingsþörf er líklegt að barnið fæðist innan skamms. Þarf þá að þreifa legháls til að meta útvíkkun, legu barns og stöðu í grind. Slík þreifing er eingöngu framkvæmd af læknum og ljósmæðrum. Ef fæðing er yfirvofandi þarf að gera ráðstafanir til að taka á mót inu barninu á staðnum. Með þreifingu er ekki aðeins hægt að fá upplýsingar um framgang fæðingar en einnig um óeðlilega fósturstöðu eða framfall á naflastreng. Slíkt ástand krefst þess að konan sé flutt með hraði á næstu fæðingarstofnun. Ef fyrirsætur fóstur hluti er kollur og útvíkkun er ekki lokið er æskilegt að hlusta eftir fósturhjart slætti með doppler. Eðlileg tíðni fóstur hjartsláttar er á bilinu 110–150 slög á mínútu. Ef fæðing virðist ekki yfirvof andi og tíðni fósturhjartsláttar er eðlileg er konan flutt á næstu fæðingarstofnun með forgangsakstri. Ef naflastrengur er framfallinn og þreifast í leggöngum er mælt með því að ýta kolli upp úr grind til að forða þrýsting á strenginn. Er það best gert með því að leggja konuna á hlið og hafa höfuðendann á sjúkrabörunum flatan eða hallandi niður. Sé töf á flutn
ingi er æskilegt að konan leggist á grúfu á hnén þannig að höfuðið vísi niður. Einnig er æskilegt að þrýst sé með fingr um á koll barnsins til þess að ýta honum frá leghálsinum. Gefa þarf lyf til þess að draga úr samdrætti legs (sjá umfjöllun að neðan). Nauðsynlegt er að halda stöðugt við kollinn til að létta þrýstingi af nafla strengnum þangað til keisaraskurður er framkvæmdur. Ef um afbrigðilega legu er að ræða, svo sem sitjandastöðu eða þverlegu, og útvíkkun er ekki lokið er mikilvægt að flytja konuna sem allra fyrst á fæðing arstofnun. Við þessar aðstæður þarf að koma konunni til fæðingar þar sem að staða og hæfni til frekari aðgerða er til staðar sé þess nokkur kostur. Hvað staðhætti varðar þarf að meta t.d. hvort bera þurfi konu na niðu r þröngan stiga, hvort langt sé út í sjúkra bílinn eða langur akstur á sjúkrastofnun. Versti möguleikinn er að barnið fæðist í stiga eða í innkeyrslu og því er betra að taka á móti barninu heima en að lenda í slíku. Ef fæðing er yfirvofandi í sjúkrabíl á ferð er hann venjulega stöðvaður í veg kantinum á meðan barnið fæðist.
Fæðing
Þegar tekið er á móti barni er best að halda við spöng og stýra kollinum þann ig að hann komi ekki of hratt fram. Ef til vill þarf að stýra öxlum eftir fæðingu höf uðs og þrýsta kollinum létt niður þegar axlir fæðast. Taka síðan undir holhönd beggja vegna og draga barnið fram þar til sitjandinn fæðist. Þá er hægri hönd hald ið utan um axlir og vinstri hönd und ir sitjanda og barnið lagt á beran kvið móðurinnar þar sem það fær hita frá móðurinni. Ef barnið grætur og svarar eðlilega er nægilegt að þurrka lítillega úr vitum þess og þerra búkinn. Blautt barn kólnar fljótt. Andi barnið ekki sjálfkrafa við fæðingu þarf að örva það og ef til vill aðstoða við öndun með belg og maska. Venja hefur verið að nota 100% súrefni við lífgun nýbura þó til séu rannsóknir sem benda til takmarkaðs gagns af slíku umfram lífgun með andrúmslofti.7,8 Í nýjustu alþjóðlegu leiðbeiningum um endu rlífgu n, sem gefna r voru út árið 2010, er mælt með því að nota andrúms loft til öndunaraðstoðar við fullburða börn (mynd 1). Fyrirb uru m fæddu m fyrir 32 vikna meðgöngulengd þarf hins vegar að gefa aukalega súrefni.9 Náist súrefnismettun ekki upp þrátt fyrir eðli lega öndunaraðstoð er þó ávallt talið rétt að blása með 100% súrefni og því nauð synlegt að súrefni sé tiltækt. Árangur barkaþræðinga hjá börnum utan sjúkra húsa, framkvæmdum af einstaklingum sem ekki barkaþ ræða börn reglulega, hefur reynst takmarkaður.10 Því ber að leggja mesta áherslu á vandaða þjálfun
7
Mynd 5: Sitjandi fæðing búks.
Mynd 2: Fæðing fylgju með þrýstingi á leg
heilbrigðisstarfsfólks í öndunaraðstoð með belg og maska. Þó að á nýbura deildum sé farið að beita virkri kælingu nýbura sem orðið hafa fyrir alvarlegri fósturköfnun er samt mælt með því að utan fæðingarstofnana sé ávallt reynt að halda hita á nýbura.11 Varðandi lífgun nýbura er vísað í grein Þórðar Þorkels sonar og Atla Dagbjartssonar. 12 Strax eftir eftir fæðingu barns er mælt með að gefa móður oxýtósín 10 einingar í vöðva eða æð til að tryggja samdrátt í legi og þannig draga úr blæðingu. Mælt er með því að halda þéttingsfast við naflastreng nálægt spöng og halda við leg á móti of an við lífbein, sjá mynd 2 (e. controlled cord traction). Með þessum hætti er flýtt fyrir fæð ingu fylgju og minna blæðir, en blæð ing eftir fæðingu er einn af alvarlegum fylgikvillum fæðinga. Ekki má þó toga of fast því þá aukast líkur á leghverfu en ef handbragð er rétt með þrýstingi ofan lífbeins eru líkur á leghverfu litlar. Þegar legið hækkar og verður hringlaga eða naflastrengurinn lengist er líklegt að fylgjan sé að losna og þá má setja létt tog á naflastrenginn um leið og haldið er um leg á móti þangað til fylgjan fæðist.13 Ef fylgjan kemur ekki þarf að létta á togi og bíða átekta með aðra hönd á streng og hina á legi ofan lífbeins. Eftir fæðingu fylgju þarf að huga að því hvort hún sé heil eða hvort fylgjubita vanti. Ef vafi leikur á því er best að taka fylgjuna með á fæðingarstofnun og láta reyndan starfs mann meta fylgjuna. Loks þarf að skoða spöng og kanna hvort einhver áverki hafi hlotist við fæðinguna. Ef merki eru um fæðingarrifu má pakka grisjum í leggöng og við spöng til að stilla blæðingu þar til hægt að er að sauma við betri aðstæður.
Mynd 3: McRoberts stelling
sjúkrahús eða útvega aðra aðstoð í þess um tilvikum og því verða þeir sem eru á staðnum að vita hvernig bregðast skuli við þessum aðstæðum. Best er að konan liggi alveg flöt á borði eða í rúmi, draga síðan hné hennar að bringu og út til hliðar (McRoberts man euver), en það opnar grindarútganginn, sjá mynd 3. Á meðan konan rembist er kolli þrýst létt niður að gólfi en gæta þarf vel að toga ekki í kollinn því það getur valdið taugaskaða (Erb’s palsy). Næst má þrýsta þéttingsfast á kvið móður ofan lífbeins til að freista þess að losa öxlina (mynd 4). Þá má reyna að snúa öxlum barnsins í fæðingarveginum eða sækja aftari hand legg en hafa ber í huga að með slíkum aðferðum er hætta á viðbeins– og upp handleggsbroti barns. Beinbrot gróa þó ávallt vel og eru slík vandamál léttvæg í samanburði við alvarlega fósturköfnun sem er óumflýjanleg ef fæðing dregst á langinn við þessar kringumstæður.
Sitjandi fæðing
Af fæðingum eftir fulla meðgöngulengd eru um 3–4% sitjandi fæðingar, en tíðn in eykst mjög við fyrirb urafæðingar. Þannig eru um fjórðungur fæðinga fyrir 28. viku sitjandi en um 7% fæðinga eftir 32 vikna meðgöngu. Sitjandi fæðingum fylgi r verul ega auki n áhætta á dauða barns. Getur þá bæði komið til að aukn ar líkur séu á naflastrengsframfalli og
Fyrirburafæðing
Axlaklemma
Við óvænta fæðingu utan sjúkrahúsa er sjaldnast fyrirstaða í fæðingunni. Axla klemma verður í u.þ.b. 1% fæðinga, oft ar ef fæðingin er langdregin og ef barnið er stórt og er algengari meðal kvenna með sykursýki. Situr þá fremri öxl barns ins föst undir lífbeini móðurinnar eftir að höfuðið hefur fæðst. Axlarklemma er neyðarástand þar sem barnið deyr á fáeinum mínútum ef ekki tekst að losa um axlir. Útilokað er að flytja konuna á
8
einnig að höfuð sitji fast eftir fæðingu búks, sem er minni umfangs í fyrirbur um og gefu r betu r eftir en höfu ð. Ef fætur eru uppslegnir með búk eru meiri líkur á að fæðingin geti gengið vel fyrir sig. Hættulegasta gerð sitjandi fæðinga er þegar fótur kemur fyrst niður. Í slík um tilvikum er rétt að koma konunni á fæðingarstofnun sé þess nokkur kostur og gefa samdráttarletjandi lyf á meðan flutningi stendur. Ef taka þarf á móti barni í sitja ndi stöðu er vænlegast að leyfa fæðingunni að gerast án afskipta þar til búkur og fótleggir eru fæddir að öxlum. Til greina kemur að þrýsta létt á móti sitjandanum en við það þrýstist kollur að bringu sem er æskileg staða höfuðs. Á þessu stigi ætti aldrei að toga í barnið þ.e. gera fram drátt á sitjanda. Ef fótleggir fæðast ekki sjálfkrafa þegar búkur er fæddur skal losa fótleggi með því að beygja þá um hné. Þar sem vott barnið er hált er lagð ur dúkur yfir sitjandann og haldið um mjaðmir á meðan axlir fæðast. (Mynd 5) Mjöðmum er sveigt til vinstri og hægri, handleggur sóttur með því að krækja í olnbogabót og draga niður handlegginn og síðan er vinstri handleggur sóttur á sama hátt með því að sveigja mjöðmum til hægri og krækja í vinstri olnbogabót. Ef höfu ðið fæðist ekki sjálfk rafa á þessu stigi er haldið í fætur með vinstri hönd en með hægri hönd eru tveir fing ur settir yfir efri vör til að þrýsta kolli að bringu (Mauriceau Smellie Veit hand bragð, sjá mynd 6). Við fæðingu höfuðsins er mikilvægt að forðast að reigja höfuð barnsins aftur. Ef aðstoðarmaður er til staðar þá þrýstir hann hönd yfir lífbein konunnar til að ýta á eftir höfði barnsins.
Mynd 4: Þrýstingur á öxl ofan lífbeins.
Fæðing fyrir 37 vikur telst fyrirb ura fæðing en augljóslega eru vandamálin færri eftir því sem meðganga er lengra á veg komin. Eftir 34 vikna meðgöngu er alla jafna ekki reynt að tefja fæðingu enda fylgikvillar barns þá í lágmarki. Við 24–34 vikna meðgöngu er mikilvægt að reyna að stöðva eða hægja á fæðingunni með gjöf samdráttarletjandi lyfja og gefa móður sykurstera til að örva lungna þroska fóstu rs og undi rb úa fyri rb ur ann þannig fyrir líf utan móðurkviðar. Við fyrirsjáanlega fæðingu fyrirbura er mikilvægt að kalla til viðeigandi aðstoð án tafar.
Samdráttarletjandi lyf
Til að draga úr samd ráttu m má gefa terbútalín (Bricanyl®) 0,5mg undir húð eða í æð til að minnka samdrætti í legi á meðan konan er flutt í forgangsakstri á fæðingarstofnun. Annar valkostur er kalsíum–hamlari, t.d. nífedipín (Ada lat®) 20 mg, gefið um munn. Ef um yf irvofandi fyrirburafæðingu er að ræða og löng leið er á áfangastað er æskilegast að nota sérhæfðan oxýtósín antagón ista, atosiban (Tractocile®) sé það tiltækt. Lyfið er gefið sem síd reypi í æð. Við gjöf á atosiban er til einföldunar vikið frá hefðbundnum leiðbeiningum sem koma með lyfinu. Notað er eitt hettuglas af atosiban 7,5mg/ml, 5 ml bæði fyrir hleðsluskammt og sídreypi. Innihaldinu (5ml) er blandað í 45 ml af 0,9% NaCl (styrkleiki lausnar 0,75mg/ml). Lausnin er dregin upp í 50 ml sprautu sem pass ar í lyfjadælu og hleðsluskammtur 9 ml (6,75 mg) gefinn á einni mínútu. Síðan er sídreypi gefið í 3 klukkustundir, 18 mg/klst eða 24 ml á klukkustund. Auka verkanir eru fáar og sjaldgæfar en þær helstu eru: hraður púls, blóðþrýstings fall, höfuðverkur, ógleði og hitasteypur, hár blóðsykur og erting á stungusvæði. Því ætti að fylgjast með lífsmörkum á 10 mínútna fresti fyrstu klukkustundina og síðan á klukkustundarfresti ef ástand móður er stöðugt. Þrýstingur í slagbili ætti ekki að fara undir 95 mmHg og púls ekki yfir 140 slög á mínútu.
Mynd 6: Sitjandi fæðing höfuðs.
Blæðing í kjölfar fæðingar
Eftir fæðingu barnsins þarf áfram að fylgjast náið með móðurinni. Blæði frá leggöngum þarf að bregðast strax við með þrýstingi á legið til að örva samdrátt þess og oft dugir það til að stöðva blæð inguna. Síðan eru gefin samdráttarlyf. Við allar blæðingar er æskilegt að setja inn bláæðalegg sem fyrst. Rétt er að fara varlega í vökvagjöf ef blóðþrýstingur er innan eðlilegra marka, þar sem ríkuleg vökvagjöf getur aukið blóðtapið. Fyrst er gefið oxýtósín í einu m skammti, 10 einingar í vöðva eða æð. Ef áfram blæðir þá er 20–40 einingum af oxýtósíni blandað í 1000 ml af vökva og lausnin gefin í sídreypi í æð, 100–150 ml/klst.
Dugi þessi meðferð ekki er hægt að bæta við metýlergómetrín (Methergin®) 0,2 mg í æð eða vöðva en frábending er háþrýstingur móður. Næsta lyf er prost ag landínlyfi ð mísóp rostó l (Cytotec®) sem má gefa um munn eða endaþarm, allt að 0,8 mg í einum skammti. Sam hliða lyfjagjöf er legið nuddað til að örva samdrátt og þannig draga úr blæðingu. Stöðvist blæðing ekki innan skamms getur verið mikil hætta á ferðum fyrir konu na og því rétt að flytja hana á sjúkrahús með forgangi, hafa ber þó í huga að stefna ekki öryggi konunnar, barnsins og annarra sem eru í sjúkra bílnum í hættu. Æskilegast er að konan sé flutt á fæðingardeild þar sem aðstaða og þjálfað starfsfólk er til þess stöðva blæðinguna.
Andlegt ástand móður
Þegar verið er að aðstoða fæðandi konu þarf að hafa í huga að líðan konunnar skiptir miklu máli um hvernig henni gengur að fæða barn sitt. Mikilvægt er að tala við konuna og útskýra hvert skref jafnóðum og þau eru framkvæmd til að koma í veg fyrir ótta og óöryggi. Ef það fólk sem kemu r til aðs toða r er hrætt smitar það út frá sér til konunnar og allra sem með henni eru. Hræðsla og tilfinning um að hún hafi ekki stjórn á aðstæðum auka líkur þess að vandræði komi upp. Þegar sjúkraflutningamenn og læknar koma brátt á vettvang í þessum tilvik um eru þeir venjulega klæddir í áber andi einkennisfatnað og með talstöðvar og síma. Nærvera þeirra getur því haft truflandi áhrif á fæðinguna. Hlutverk þeirra sem koma á vettvang er tvíþætt, annars vegar eiga þeir að sinna konunni og barninu og vera tilbúnir til að fram kvæma þau inngrip sem geta verið nauð synleg vegna vandamála í fæðingunni. Hins vegar ættu þeir að forðast öll óþarfa inngrip í fæðinguna þegar hún gengur eðlilega fyrir sig og geta unnið fumlaust þannig að nærveran veiti konunni ör yggistilfinningu. Ef barnið fæðist á eðlilegan hátt, græt ur og sýnir eðlileg viðbrögð er rétt að móðirin fái barnið strax í fangið. Læknir eða sjúkraf lutni ngam aðu r sem sinna konunni þurfa þó að halda vöku sinni og fylgjast náið með móður og barni en jafnframt leggja áherslu á að það trufli sem minnst eðlilega tengslamyndun for eldra og barns.
Tafla 2: Atosiban (Tractocile®) til að draga úr samdráttum
Hleðsluskammtur Sídreypi
Skammtur (mg) 6,75 mg 18 mg/klst.
Magn (ml) 9 ml 24 ml
Tími 1 mín. 3 klst.
Niðurlag:
Óvæntar fæðingar utan sjúkrahúsa eru vandamál sem allir læknar þurfa að geta brugðist við, einkum þeir sem starfa við bráðaútköll. Alvarleg vandamál eru fátíð en mikilvægt er að þeir sem vinna við bráðaþjónustu þekki algengustu frávik við fæðingar og geti brugðist við aðstæð um á réttan hátt. Ávallt verður um fá tilvik að ræða sem hver og einn læknir sinnir og því er nauðsynlegt að fræðsla og þjálfun lækna fari fram með regluleg um æfingum. Þakkir fá Þórður Þórkelsson og Berg lind Steffensen fyrir veitta aðstoð við yfirlestur.
Heimildir 1
http://landlaeknir.is/?PageID=1106 Janúar 2011
2
SH Goh, L Tiah, SM Lai,S When the Stork Arri ves Unannounced – Seven Years of Emergency Deliveries in a Non-obstetric General Hospital. Ann Acad Med Singapore 2005;34:432-6
3
Sheiner E, Hershkovitz R, Shoham-Vardi I, Erez O, Hadar A, Mazor M. A retrospective study of unplanned out-of-hospital deliveries. Arch Gynecol Obstet (2004) 269:85–88
4
Moscovitz HC, Magriples U, Mark Keissling M, Schriver JA. Care and Outcome of Out-of-hospital Deliveries. Acad Emerg Med, Vol 7;7, 757-61
5
Bateman DA, O´Bryan L, Nicholas SW, Heagarty MC. Outcome of Unattended Out-of Hospital Births in Harlem. Arch Pediatr Adolesc Med, 1994;148:147-152.
6
Verdile VP, Tutsock G, Paris PM, Kennedy, RA. Out-of-Hospital Deliveries: A Five-Year Experience. Prehospital and Disaster Medicine, 1995;10(1):10-3.
7
Saugstad OD, Rootwelt T, Aalen O. Resuscitation of asphyxiated newborn infants with room air or oxygen: an international controlled trial: the Resair 2 study. Pediatrics 1998;102:e1.
8
Saugstad OD, Ramji S, Vento M. Resuscitation of depressed newborn infants with ambient air or pure oxygen: a meta-analysis. Biol Neonate 2005;87:27–34.
9
Nolan JP, Soar J, Zideman DA, et al. European Resuscitation Council Guidelines for Resusci tation 2010: Section 1. Executive summary. Resuscitation.81(2010) 1219-1276
10 Marianne Gausche; Roger J. Lewis; Samuel J. Stratton; et al. Effect of Out-of-Hospital Pedi atric Endotracheal Intubation on Survival and Neurological Outcome JAMA. 2000;283(6):783790 11 Hoehn T, Hansmann G, Buhrer C, Simbruner G, Gunn AJ, Yager J, Levene M, Hamrick SE, Shankaran S, Thoresen M. Therapeutic hypo thermia in neonates. Review of current clinical data, ILCOR recommendations and suggestions for implementation in neonatal intensive care units. Resuscitation. 78(1):7-12, 2008 Jul 12 Þórkelsson Þ, Dagbjartsson A. Endurlífgun nýbura – klíniskar leiðbeiningar. Læknablaðið 2006;92:859-65 13 http://whqlibdoc.who.int/hq/2007/WHO_ MPS_07.06_eng.pdf Janúar 2011
9
Mikið mál? Minna mál með SagaPro Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga karlmenn. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á salernið og þar með færðu betri hvíld.
SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum, stórmörkuðum og Fríhöfninni.
Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn www.sagamedica.is
Hjálparstarf í Kenýa
12
Við lestur þessarar greinar mælum við með því að þú setjir WakaWaka með Shakiru á playlistann þinn. Bless stofugangur, halló Afríka!
Við höfðu m lengi tala ð um að okk ur langaði að fara til Kenýa í svokallað Kenýav erke fni. Kreppa n var í fullu m gangi og erfitt fyrir blanka læknanema að leggja land undir fót. Langdregnir og þurrir medicine stofugangar ýttu okkur samt út í að skoða flug– og safariferðir og þá var ekki aftur snúið. Við skráðum okkur sem sjálfboðaliðar á heimasíðu Kenýaverkefnisins, www. kenya-project.org. Starfið felst í aðstoð á heilsugæslum í fátækrahverfum Nai robi. Við ákváðum að fara út um mitt sumar en áttuðum okkur ekki á að við vorum að velja kaldasta tímann í land inu. Við herjuðum síðan á öll fyrirtæki sem okkur datt í hug um styrkveitingar og þrátt fyrir litla von um að fá eitt hvað tókst okkur að safna töluverðum vöru– og peningastyrkjum. Við sendum vörurnar út á undan okkur og afhent um forsvarsmönnum heilsugæslunnar fjármagnið þegar út var komið en þeirra starf er algjörlega háð fjárframlögum frá styrktaraðilum.
Destination: Kenya!
Eftir millilendingu og verslunarferð í London var ferðinni heitið áfram til Nai robi. Við komum til Kenya um kvöld, í grenjandi rigningu og 10° C. Við vor um mjög fegnar að hafa ákveðið að taka svefnpoka með á síðustu stundu og Ásdís splæsti sem betur fer í síðbuxur í Lon don. Hostelið okkar var mjög huggulegt þrátt fyrir að okkur hafi ekki alveg litist á herbergið okkar í fyrstu. Kojan lét eins og hún væri að hrynja í sundur í hvert skipti sem maðu r anda ði, myglul ykt fyllti herbergið og eitt flugnanetið var atað blóði. Sturturnar voru kaldar, kló settin oft stífluð og hundar spangóluðu á kvöldin. Þetta vandist þó allt furðufljótt og eftir nokkra daga var hostelið orðið heimilið okkar. Læknanemar frá hinum norðurlöndunum sem voru með okkur í verkefninu gistu á sama hosteli og við kynntumst því öll mjög vel.
Starfið á heilsugæslunni
Á morgnanna vorum við sóttar af bíl stjóru m heilsug æslu nna r og skutla ð heim á hostelið í lok vinnudags. Far arkosturinn voru tveir sendiferðabílar og iðul ega var anna r þeirra eða báð ir bilaðir. Bílferðin tók a.m.k. klukku tíma í brjálaðri umferðinni og þrátt fyrir kremju, hita og ryk náðum við yfirleitt
að blunda aðeins á leiðinni. Þegar við rönkuðum svo við okkur vorum við með dofna líkamsparta hér og þar og klístrað ar af svita. Morgnarnir byrjuðu á tedrykkju með Jonah, ums jóna rm anni verke fni si ns. Okkur var svo skipt niður á fimm heilsu gæslustöðvar í fátækrahverfum Nairobi. Starf okkar á heilsugæslunum fólst að allega í því að fylgjast með. Við vorum mjög ferskar í þeirri iðju enda nýbúnar með fjórða árið. Mismunagreiningarnar voru hins vegar töluvert öðruvísi en þær sem við venjumst hér heima. Taugaveiki og malaría var það helsta sem hrjáði fólk. Það sló okkur að sjá hversu frumstæðar aðstæðurnar voru sem læknarnir unnu við og hvernig þeir björguðu sér með svo lítinn útbúnað. Þegar skortur var á sáraumbúðum að þá notaði læknirinn plástra sem ætlaðir eru til að festa æða leggi til að búa um stungusár. Lyfjaskáp urinn samanstóð af „triple“ penisillini og malaríulyfi og meðferðin við hinum ýmsu kvillum var skot af öðru hvoru eða báðum í rassinn. Rannsóknarstofan var ein lúin smásjá og nokkur margnota gler þar sem hægt var að greina malaríu. Við fóru m í nokkra r heimav itja n ir ásamt starfsfólki heilsugæslunnar til fólks sem bjó við vægast sagt hörmulegar aðstæður. Fjölskyldur sem bjuggu í 8 m2 bárujárnskofa, einn eða fleiri í fjölskyld unni HIV smitaður og enginn matur til. Við fengum einnig að taka þátt í ung barnaskoðun og bólusetningum, mat argjöfum til vannærðra barna og fólks með HIV. Þrátt fyrir háa tíðni af HIV í fátækrahverfinu eru miklir fordómar og vanþekking á sjúkdómnum. Okkur er minnisstæð ung stelpa, ekki eldri en 17 ára, sem var ólétt og að greinast með HIV. Hún hafði ekki hugmynd um hvað HIV var og tók því með jafnaðargeði þegar henni var greint frá því að hún væri með sjúkdóminn. Við vorum svo heppnar að ná að sjá fæði ngu. Ums tangi ð í kringu m hana var töluvert minna en það sem við erum vön. Enginn pabbi eða amma viðstödd, engin hlýleg ljósmóðir eða hugguleg tón list. Bara kaldu r bekku r og truntul eg hjúkrunarkona.
tekin á strandbæinn Mombasa og eyjuna Lamu. Þar tók við algjör afslöppun og sólargeislarnir nýttir til hins ítrasta.
Þakkir
Við viljum þakka þeim fjölmörgu fyrir tækjum sem styrktu okkur; N1, Eirberg, Þvottahús spítalanna, Groco, Rekstar vörur, Kaffitár, Boot camp, Actav is, Takk hreinlæti, Utanríkisráðuneytið og Stúdentasjóður. Þessi ferð var ómetanleg lífsreynsla og mun seint úr minni hverfa. Við mæl um hiklaust með þessu verkefni og hafi einhver áhuga á að fara út þá er hægt að hafa samband við okkur og forvitnast frekar. Ásdís Egilsdóttir, ase11@hi.is Brynhildur Hafsteinsdóttir, brh5@hi.is Fríða Guðný Birgisdóttir, fgb1@hi.is
Gíraffar og gular strendur
Eftir tvær lærdómsríkar vikur á heilsu gæslunum ákváðu m við að taka tvær vikur í að ferðast um Kenýa. Við byrj uðum á því að fara í vikulangt safari þar sem við vorum með okkar eigin bílstjóra og gistum í tjöldum. Ef lýsa ætti ferðinni væri það með þessum orðum: Náttúru fegurð, villt dýralíf, Masaii fólk, hossandi bílferðir, ekki möguleiki á klósettferð um, ótti við að fílar kæmu í tjaldbúðir nar, bjór og varðeldur. Eftir vel heppnað safari var stefnan
13
Símtalið! Allir læknanemar kannast við þá ónotatilfinningu sem svífur að þegar þeir þurfa að hringja í vakthafandi sérfræðing. Þessi tilfinning tekur mislangan tíma að hverfa og er það einstaklingsbundið. Einhverjir ná aldrei að hrista óþægindin af sér og eru hálfnötrandi í símanum löngu eftir útskrift. Léttlyndi læknaneminn á nokkur brögð í sloppnum sem hægt er nota til að sigrast á þessum hvimleiða vanda. Fyrsta stig — Kynningin:
Þriðja stig — Sögubyrjun:
Það er algjört grundvallaratriði að byrja á að kynna sig og vera kurteis. Þegar þú kynnir þig í símann segir vakthafandi sérfræðingur nánast undantekningarlaust “Já, bless aður!” eða “Já sæll”. Við þetta lifna flestir upp og hugsa “Vá! Hann man eftir mér”. Þegar læknanemi hringir er þetta misskilningur í um 90% tilvika. Vakt hafandi sérfræðingur man oftast nær ekkert eftir þér og myndi ekki þekkja þig í sjón. Á þessu eru þó mikilvægar undantekningar, t.d. ef þú hefur verið á deildinni hans og gerðir eitthvað mjög vandræðalegt á stofugangi fyrr um daginn eða þá að hann er pabbi þinn!
Léttlyndi læknaneminn mælir með því að fólk segi aðeins stuttlega af fyrra heilsufari og högum sjúkl ingsins og búi þannig til ákveðna sögu í kringum per sónuna sem sjúklingurinn er.
Annað stig — Upplýsingaflæði: Nú þegar þessu fyrsta kurteisishjali er lokið er komið að alvöru málsins! Þú þarft að koma með sem mestar upplýsingar á sem stystum tíma. Það er á þessu stigi sem flestir kikna undan álaginu. Vandinn er nefnilega sá að upp lýsingarnar þurfa að vera nothæfar og viðeigandi. Það er t.d. ekki töff að nefna skóstærð sjúklingsins. Léttlyndi læknaneminn prófaði það einu sinni og það féll í grýttan jarðveg hjá vakthafandi. Ágæt regla er að byrja á að nefna aldur og kyn sjúklingsins. Á þeim tímapunkti byrjar vakthafandi að sjá sjúklinginn fyrir sér með því að tengja við einhvern sem hann þekkir, t.d. tengdamömmu sína. Sumir segja nafn sjúklingsins líka í símann við vakthafandi. Það getur verið ágætt. Hugmyndin á bak við það er að ýta undir frekari sam kennd. Best er t.d. ef sjúklingurinn heitir sama nafni og barn vakthafandi. Þá ertu dottin í lukkupottinn!
14
Fjórða stig — Sprengjan: Svo kemur „sprengjan“! Af hverju er sjúklingurinn kominn? Þetta er aðalatriðið í samtalinu og þarna kemur í ljós hvernig þú stóðst þig í því sem skiptir mestu máli. Sögutökunni! Lykilatriðið á þessum tímapunkti er að muna alltaf að ef þú veist það ekki þá er það vegna þess að þú spurðir ekki um það. Ekki reyna að ljúga þig út úr því. Viðurkenndu bara mistök þín. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök.
Fimmta stig — Grillið: Eftir „sprengjuna“ er oft hætta á „grillinu“. Þetta er það sem margir óttast hvað mest. Grill á fræðilegum nótum getur þó verið mjög skemmtilegt og gjöfult, þ.e. ef maður veit eitthvað á annað borð. Léttlyndi læknaneminn mælir með því að fólk viti eitthvað. Svo er líka til eitt trix sem margir flaska á í „grilli“ við vakt hafandi í gegnum síma. Það er sú staðreynd að þetta er grill í gegnum síma! Af hverju ekki að fá smá að stoð í slíkum aðstæðum? Léttlyndi ráðleggur fólki að nota Wikipedia í símagrillum.
Sjötta stig — Kveðjustundin: Undir lok samtalsins fara báðir aðilar að vera kurteisir aftur, líkt og í upphafi. Þessi kurteisi getur stundum orðið allt að því smeðjuleg. Léttlyndi læknaneminn ráðleggur fólki að reyna að halda smeðjuskapnum í lágmarki.
Sparnaðarþjónusta fyrir alla VÍB veitir sparifjáreigendum og fagfjárfestum alhliða þjónustu
VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði og veitir alhliða eignastýringar- og verðbréfaþjónustu með áherslu á fagmennsku og fræðslu.
Eigna- og lífeyrisþjónusta
Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift, stakar fjárfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð sérfræðinga okkar.
Einkabankaþjónusta
Netbanki
Viðskiptavinir hafa aðgengi að eignayfirliti sínu í Netbankanum auk þess að hafa aðgang að Kauphöll og einu breiðasta sjóðaúrvali landsins fyrir þá sem stýra eignasafni sínu sjálfir. Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900.
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is
H V Í T A H Ú S I Ð / S Í A 11 - 040 2
Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst þjónusta sem er sniðin að þeirra þörfum. Viðskiptastjóri annast stýringu eignasafns og veitir margvíslega ráðgjöf.
Alþjóðanefnd Læknanema Hvað er að frétta?
Einar Teitur, 5. árs læknanemi, skrifar um Alþjóðanefnd læknanema.
Nefndin
Alþjóðanefnd læknanema eða IMSIC (Icelandic Medical Students International Comm ittee) hefur verið starfrækt við Læknadeild Háskóla Íslands frá árinu 1957 og hefur séð um skiptinám íslenskra læknanema sem vilja kynnast erlendum spítölum og menningu ann arra þjóða. Nefndin er hluti af alþjóðlegu samtökunum IFMSA (International Federation of Medical Students´ Associations) sem eru ein stærstu stúdentasamtök í heimi og viður kennd sem slík af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Heimasíðu samtakanna má sjá á slóðinni www.ifmsa.org. Ásamt því að stuðla að skiptinámi læknanema hafa samtökin 5 aðrar greinar í sinni umsjá sem eru kennslumál, mannréttindi og flóttamannahjálp, lýð heilsustarf, rannsóknarskiptinám og kynfræðsla. Lýðheilsufélag læknanema og Ástráður, kynfræðsla læknanema, eru svo félög runnin undan rifjum Alþjóðanefndarinnar en þau hafa alla tíð unnið sitt starf sjálfstætt. Alþjóðanefndin sendir á hverju ári 2–3 meðlimi á alþjóðlega ráðstefnu í ágústmánuði þar sem gerðir eru samningar fyrir komandi sumar og svo á samnorræna ráðstefnu nefndanna á Norðurlöndunum. Þar er stuðlað að samvinnu þeirra nefnda, t.a.m. varðandi skiptinám og hjálparstarfsverkefnin sem eru í raun sjálfstæð grein innan alþjóðlegu samtakanna. 16
Skiptin
Skiptinám hefur verið aðalverkefni Alþjóðanefndar alla tíð en um er að ræða mánaðardvöl á erlendum spítala í júlí- eða ágústmánuði en íslenskir læknanemar hafa yfir 20 lönd að velja úr á ári hverju. Lönd sem vinsælt hefur verið að sækja heim síðustu ár hafa verið Ítalía, Frakkland, Spánn og Svíþjóð en íslensku nemarnir hafa einnig valið lönd líkt og Þýskaland, Tékkland, Taíland, Perú og Azerbaijan og komið heim með reynslu af erlendu heilbrigðisstarfi og góðar minningar í far teskinu. Skiptin eru oftast ekki metin til námseininga heldur hugs uð sem tækifæri fyrir læknanema að komast á deildir sem þeir velja sjálfir og hafa áhuga á að kynnast og eyða þá virkum dög um á viðkomandi spítala en stjórna annars sínum frítíma sjálf ir. Hluti af samningum Alþjóðanefndar við erlendu nefndirnar er að halda utan um nemahópinn á hverjum stað, sjá þeim fyrir gistingu, einni máltíð á hverjum virkum degi og félagsstarfi svo eitthvað sé nefnt. Þá kynnast nemarnir öðrum læknanem um allsstaðar að sem hafa valið sama stað fyrir sitt skiptinám. Skiptinemarnir velja að sjálfsögðu hvort og að hversu miklu leyti þeir taka þátt í skipulögðum ferðum og viðburðum og geta hagað sínum tíma eins og þeir vilja. Skiptin eru því frábært tækifæri til að kynnast skemmtilegu fólki á spítalanum eða í sumum tilvikum fólki sem nemarnir búa hjá en gistiaðstaða er mismunandi eftir stöðum. Verð skiptinámsins ræðst af samningum Alþjóðanefndar sem nást við viðkomandi land en þeir eru tvenns konar. Ein hliða samningur er þegar íslenskur nemi fer út en enginn kem ur í staðinn. Fyrir það borgar íslenski neminn 8.000 krónur ásamt gjaldi til erlendu nefndarinnar sem er í mesta lagi 350 evrur. Tvíhliða samningur er þegar íslenskur nemi fer erlend is og erlendur nemi kemur í staðinn á LSH. Þá borgar íslenski neminn 20.000 kr.
Hjálparstarfsverkefnin
Hjálparstarfsverkefnin er grein innan alþjóðlegu samtakanna sem Alþjóðanefnd læknanema hefur að markmiði að setja aukinn kraft í og kynna fyrir íslenskum nemum. Dæmi um samnorrænt verkefni sem leitt var af norsku nefndinni og sett á laggirnar fyrir nokkrum árum er Kenýaverkefnið en nokkr ir hópar íslenskra læknanema hafa tekið þátt í því síðustu ár. T.a.m. fóru þrjár stúlkur af 4. ári til Nairobi til að vinna í fátækrahverfum borgarinnar síðastliðið sumar. Hundruðir annarra mismunandi verkefna eru á þessari stundu starfrækt um allan heim og því úr talsverðri flóru að velja. Norrænu nefndirnar hafa nú sett upp nýja heimasíðu fyrir læknanema á Norðurlöndunum sem hafa áhuga á að kynna sér verkefni sem læknanemar þessara landa hafa tekið þátt í síðustu ár en síðan hefur m.a. að geyma upplýsingar um verkefnin og reynslusög ur nemanna. Slóðin er www.finoweb.com en síðuna er sífellt verið að uppfæra og nær vonandi sinni meintu mynd bráðlega.
Áhuginn
Alþjóðanefndin hefur séð um skipti u.þ.b. 3–6 íslenskra nema á sumri síðustu ár en sú tala hefur í raun vakið undrun er lendra nema sem þetta frétta þar sem mun fleiri samningar eru í boði ár hvert. Mikil ásókn er í þessi skipti í flestum öðrum löndum og í mörgum tilvikum starfrækt punktakerfi þar sem nemarnir þurfa að vinna fyrir viðkomandi nefnd og vinna sér
inn punkta til þess að komast að og vinna sér inn rétt á að velja úr löndum sem samningar hafa nást við. Slíkt kerfi hefur ekki þurft hingað til á Íslandi því gnótt hefur verið af valmöguleik um vegna fremur fárra umsækjenda.Markmið nefndarinnar hefur þau 5 ár sem undirritaður hefur verið meðlimur verið að auka áhuga íslenskra nema á skiptináminu og stuðla að því að fleiri íslenskir nemar nýti sér skiptin. Það tókst síðastliðið haust þegar fjöldi læknanema sótti aðalfund nefndarinnar en á honum eru samningar komandi sumars kynntir ásamt því að íslenskir nemar sem farið hafa í skipti segja sína sögu. Fundur inn, sem iðulega hefur verið haldinn á Læknagarði, hefur vana lega verið setinn af nefndarmeðlimum, nokkrum meðlimum FL, þeim nemum sem íhugað hafa skipti og einstaklingurinn sem skúraði 3. hæðina á Læknagarði hverju sinni leit stund um við en staldraði þó stutt við. Húsvörðurinn kom til þess að opna og einu sinni urðu fundarmenn þess heiðurs aðnjótandi að fá Securitas–mann í heimsókn en sá hafði mestan áhuga á því að gluggarnir yrðu lokaðir eftir fundinn og hurðinni læst. Eftir töluverða íhugun nefndarmeðlima um hvernig ætti að trekkja að og virkilega bæta kynningu skiptanna kom hugljóm unin sem oft virðist svo einföld þegar aftur er litið. Í öðrum hópum en ábyrgum læknanemum gæti hún hafa virst vafasöm en setningin sem hljóðaði yfir einn stjórnarfundinn síðastliðið haust var einhvern veginn eftirfarandi: „Krakkar, við höld um fundinn bara á Hressó og verðum með bjór!“. Reyndustu menn komu sér saman um það að annar eins fjöldi hefði ein faldlega ekki sést fyrr á aðalfundinum og nokkrir nemar héldu dúndurkynningar á skiptum og hjálparstarfi síðastliðinna sumra. Stemningin og fjöldi fyrirspurna í aðdraganda fundar ins gáfu tilefni til reglugerðar varðandi umsóknir um skipti til að gefa sem sanngjarnasta niðurstöðu sæktu fleiri en einn um sama samning. Reglugerðin var samþykkt og má finna ásamt öðrum upplýsingum um skiptin á heimasíðu Alþjóðanefndar innar, www.hi.is/~imsic, en hana má vafalaust betrumbæta á næsta fundi eftir reynslu þessa starfsárs. Vitundarvakningin virðist hafa skilað sér en næsta sumar munu 17 íslenskir læknanemar leggja leið sína til Frakklands, Ítalíu, Spánar, Tékklands, Rússlands, Tatarstans, Hollands, Tyrklands, Tælands, Taívans og Egyptalands. Alþjóðanefndin mun svo, líkt og fyrri ár, taka á móti um 20 erlendum nemum sem koma á LSH.
Viðtal
Undirritaður náði tali af Sólveigu Sigurðardóttur, 5. árs lækna nema sem fyrir tveimur árum fór í skipti til Frakklands á heila– og taugaskurðdeild: E: Hvað segirðu Sólveig, var ferðin til Frakklands málið? S: Já haha, uuu já, bæði námslega séð og lífslega. Ég fór í froðu partý og datt í sundlaug. Ég sá líka aðgerðir á parkinsons sjúklingum þar sem rafskautum var komið fyrir í heilanum, massakúl. Lýsandi svar Sólveigar gaf ekki tilefni til frekara viðtals. Alþjóðanefnd er að frétta, Einar Teitur Björnsson, formaður Alþjóðanefndar læknanema
17
Skoðun
Agnes Björg Gunnarsdóttir, læknanemi á 5.. ár: Borðarðu plokkfisk með rúgbrauði eða án? „Mér finnst plokkfiskur vondur.“
Unnur Lilja Þórisdóttir, læknanemi á 5. ár: Brettirðu upp á ermarnar á sloppnum? „Já, annan hvern dag. Ermarnar eru uppi þegar ég er í góðu stuði.“
Anna Kristín Höskuldsdóttir, 5. ár: Hefurðu prófað að setja sónar-gel í hárið? „Já… og það er betra en Silver“
Kristrún Erla Sigurðardóttir, 4. ár: Hvort ertu meira fyrir hvíta eða svarta sokka? „Ég er nú bara í bæði í dag.“
Anna Sigurðardóttir, 5. ár: Hefurðu farið nærbuxnalaus í ‘scrub ‘inn á skurðstofu? „Nei… og það er ekki á fimm ára planinu.“
18
Íris Ösp Vésteinsdóttir, 5. ár: Hvaða uppgötvun í læknisfræði hefur valdið mestum straumhvörfum? „Ég þarf einhverja daga í að hugsa þetta.“
Helga Þráinsdóttir 2. ár: Hver er uppáhaldsminnisreglan þín? „Arachidonic acid er omega-6. Arachidon er næstum því eins og kónguló á latínu og þegar fólk er „having sex“ þá eru átta angar eins og á kónguló.“
Tilfelli af skurðdeild Halldór R. Bergvinsson, læknanemi
Saga núverandi veikinda:
84 ára gamall maður leitar til heimilis læknis vegna gönguerfiðleika sem hafa verið að hrjá hann í nokkur ár. Hann kvartar um gönguóreglu sem hann segir lýsa sér best „eins og hann sé sífellt und ir áhrifum áfengis“. Síðar fór hann að finna fyrir svima, jafnvægisleysi og jafn vel ógleði. Spurður út í önnur vanda mál segist hann taka eftir því að hann þurfi nú oftar á klósett og sé honum mál þurfi hann tafarlaust að finna klósett. Hann fari helst ekki út úr húsi nema vera viss um hvar næsta klósett sé að finna. Einnig segist hann hafa fundið fyrir vax andi skammtímaminnisleysi undanfarna mánu ði. Hann muni ekki hvað hann gerði deginum áður. Heilsufarssaga: 1 Heilab læði ng fyrir 11 áru m. Fékk hægri helftarlömun og málstol en það hefur að mestu gengið til baka. 2 Krabbamein í blöðruhálskirtli, greint fyrir 4 árum. Hefur farið í lyfja- og geislameðferðir. 3 Háþrýstingur. Verið á lyfjameðferð. 4 Gáttatif, greint fyrir 2 árum. Verið á lyfjameðferð. 5 Slitgigt. Fengið gervilið í vinstra hné en er farinn að fá aftur einkenni frá því hné. Einnig er hægra hnéð orðið lélegt. 6 Kæfisvefn greindur fyrir 1 ári. Notar svefnöndunartæki (CPAP).
Fjölskyldusaga:
Saga um sykursýki, háþ rýsting og blöðruhálskrabbamein hjá fjölskyldu meðlimum. Núverandi lyf: Imdur 30 mg Oropram 40 mg Omnic 0,4 mg Vesicare 5 mg Seloken zoc 47,5 mg Skoðun: Unglegur maður og gefur ágæta sögu. Áttaður á stað og stund. Nýlega skorað 28–30 á vitrænu mati (MMSE). Hann er fljótur að standa upp úr stól og með hreyfingar eru hraðar. Gengur rösklega en nokkuð breiðspora en stuttskrefa og lyftir ekki fótum upp af gólfi. Nokkuð öruggur við snúning. Klárar vel Rom berg. Annað í skoðun er ómarkvert.
Rannsóknir:
Tekin er tölvusneiðmynd (CT) af höfði.
20
Mynd 1
Sjá mynd 1. Myndin sýnir víkkun á heila hólfum án verulegrar rýrnunar heilavefj ar. Þá sáust lágþéttnibreytingar í hvíta efninu við framhorn hliðarheilahólfa.
Niðurstöður:
Klíník og rannsóknir benda til vatns höfu ðs með eðlil ega n inna nk úpu þrýsting (Normal pressure hydroceph alus – NPH). Til nánari uppvinnslu er mænuvökvi dreginn úr mænugöngun um (TAP–próf). Sjúklingur er látinn í staðlað göngupróf (TUG) þar sem hann þarf að framkvæma fyrirfram ákveðnar æfingar á tíma. Þá eru tæmdir út 30 ml af mænuvökva með ástungu á mænugöng um. Sjúklingur er svo látinn framkvæma sömu gönguæfingar og athugað hvort sjúklingu r sýni framför eftir að hluti mænuvökvans hefur verið fjarlægður. TAP–próf sýndi 10–15% bætingu í öll um æfingu m. Á næstu 24 klst. sýndi sjúkli ngu r framf ör með minnku ðu m einkennum, en eftir það fór allt í sama farið. Þessar niðurstöður studdu þá vinnu greini ngu að sjúkli ngu ri nn þjáist af NPH.
Umræður:
Vatnshöfuð með eðlilegum innankúpu þrýstingi er heiti til að lýsa ástandi þar sem aldurstengd víkkun er á heilahólf
Mynd 2: Mynd A) sýnir heilarýrn un vegna Alzheimer sjúkdóms en mynd B) sýnir TS mynd af heila sjúklings með NPH.
um en eðlilegur vökvaþrýstingur innan þeirra. Orsök þessa er óþekkt. Þessi teg und vatnshöfuðs er frábrugðin teppu vatnshöfði (obstructive hydrocephalus) að því leyti að ekki er þrýstingshækk un inni í heilahólfum. Þetta er því eitt form tengivatnshöfuðs (communicating hydrocephalus). NPH hefur verið flokkaður í frumkomið (primer) og síðkomið (secunder) form. Síðkomið er frábrugðið frumkomnu að því leiti að hægt er að tengja eitthvað atv ik sjúkd ómnu m t.d. höfu ðá verka, heilahimnubólgu eða utanskúmsblæð ingu1.
Faraldsfræði
Fáar rannsóknir eru til um faraldsfræði NPH og er því erfitt að henda reiður á algengi eða nýgengi sjúkdómsins. Sýnt hefur verið fram á tölur allt frá 1,8 á hverja 100.000 íbúa til 2,2 fyrir hverja 1.000.000 íbúa2. Rannsókn í Þýskalandi sýndi fram á 0,41% algengi NPH meðal einstaklinga 65 ára og eldri3.
Greining
NPH einkennist af klassískri þrenn ingu gönguerfiðleika (gait difficulty), minni st rufla na (dem enti a) og bráðra þvage ink enna 4,5. Eink ennin geta þó komið mismikið fram eftir einstakling um og greiningin því oft verið erfið. Gönguerfiðleikunum er oft lýst sem seg ull sé í skónum (magnetic gait). Skrefin verða hæg, stutt og útskeif. Sjúkling urinn verður breiðspora auk þess sem hann halla r sér fram. Þvage ink enni n hefjast oft sem bráð þvaglátatilfinning auk tíðra þvagláta en síðar í sjúkdómn um fá sjúkli nga r þvagl eka. Þvage in kennin eru talin tengjast því að heila hólfastækkunin teygir sig í taugaþræði sem liggja samh liða heilah ólfu nu m, sérstaklega framhorni hliðarheilahólf anna. Með því minnka hamlandi boð til þvagblöðrunnar. Minnistruflanirnar koma fram sem breytingar í fasi, trufl un á rýmisskynjun, vinnslu nýrra upp lýsinga, skammtímaminnisleysi ásamt öðrum einkennum1. Svimi sem sjúkling urinn telur upp í sjúkrasögunni er ekki dæmigerður hringsvimi (rotatory) held ur skýrist hann af göngutruflununum og skynjun líkt og jörðin undir fótum hans sé á hreyfingu. Svimi tilheyrir því ekki greiningarskilmerkjum sjúkdómsins. Myndgreining er mikilvæg til að greina NPH. Segulómrannsókn er talin besta rannsóknin til að greina NPH en tölvu sneiðmynd er ásættanleg. Þannig er hægt
næstu 24 klst. Svari sjúklingurinn próf inu vel getur verið að aðgerðin muni skila árangri. Létti gönguerfiðleikunum í kjölfar TAP prófsins, þ.e. gönguhraði aukist og fallhætta minnki, bendir það til þess að skurðaðgerð geti haft góð áhrif. Það sem verra er að TAP próf hafa há falsk–neikvæð gildi og því ekki öruggt að aðgerðin skili árangri.
Mynd 3: Heilahólfs–lífhimnuhols leggur lífbeins.
að sjá stækkun heilahólfa án rýrnunar á heilavef, en rýrnunin væri áberandi á skorum (sulci) heilans (sjá mynd 2). Auk þess er hægt að athuga hvort flæði heila– og mænuv ökva sé óhindra ð. Víkku n verður á framhornum hliðarheilahólf anna sem og víkkun á hjarnavatnsrás (cerebral aqueduct) og þriðja heilahólfi. Einnig verða breytingar á hvíta efni heil ans í kringum heilahólfin sem tengist oft blóðþurrð í litlum æðum2,4.
Mismunagreiningar
Mikilvægt er að huga að mismunagrein ingum fyrir NPH. Alzheimer sjúkdóm urinn er ein af mismunagreiningum við NPH en Alzheimer sjúkdómurinn veld ur ekki göngutruflunum. Líklegri grein ing væri Lewy sjúkdómurinn þar sem fram koma vitglöp og göngutruflanir en þeim sjúkdómi fylgja oft ofskynjanir sem fyrirfinnast ekki í NPH. Erfiðara reynist þó að greina á milli NPH og Parkinsons sjúkdómsins. Göngutruflanirnar í þess um sjúkdómum eru svipaðar og engar traustar aðferðir þekktar til að greina á milli þeirra. Þó er þekkt að Parkinsons sjúkdómurinn getur komið fram ein ungis á annarri hlið líkamans á meðan einkenni NPH koma fram beggja vegna1. Aðrir sjúkdómar sem koma til greina eru úttaugakvilli (peripheral neuropathy), mænugangaþrengsli (spinal stenosis), sjúkdómar í önd (vestibular diseases) ásamt fleirum2.
Meðferð
Meðferð NPH felst í skurðaðgerð sem getur haft miklar og langvarandi afleið ingar fyrir sjúklinginn. Því er mikilvægt að vera viss um að aðgerðin muni hjálpa sjúklingnum. Meðferðin felst í því að veita heila– og mænuv ökva úr heila hólfunum og inn í önnur líkamshol 6. Til að kanna hvort þessi aðgerð muni skila sjúklingnum árangri er gert TAP próf. Þá eru um 30–100 ml af mænu vökva tekin út með mænugangastungu og fylgst með einkennum sjúklingsins
Algengast er að setja svokallaðan heila hólfa–lífh imnuh olsl egg (ventric uloperitoneal shunt) (sjá mynd 3) á milli eins hliðarheilahólfs og lífhimnuholsins og veita á þann hátt heila– og mænu vökvanum úr heilahólfunum6,7. Aðrar leiðir eru þó færar s.s. að veita vökvan um inn í hægri gátt hjartans eða inn í fleiðruholið. Flæði vökvans er svo stýrt með ventli. Mism una ndi tegu ndi r af ventlum fyrirfinnast og algengt er í dag að setja ventil sem hægt er að stilla mót stöðu með segli sem borinn er upp að ventlinum. Fylgik villa r aðg erða ri nna r geta veri ð heilablæðing, utanskúmsblæðing, mar gúll (hematoma), sýkingar, oftæming heila– og mænuvökva ofl.1,2 Aðgerðin virðist þó hjálpa u.þ.b. 70–80% sjúklinga með minnku ðu m göngue rfi ðl eiku m, betra minni og minnkuðum þvagein kennum4. Þar sem þau greiningarpróf sem við höfum yfir að ráða í dag eru ekki fullkomin er erfitt að segja til um hverj ir hljóta bata eftir aðgerð. Ef sjúklingur hefur einkenni eftir aðgerð og búið er að útiloka lokun á heilahols–lífhimnuhols leggnum er líklegt að sjúkdómsgreining in hafi ekki verið rétt eða skemmdir af völdum sjúkdómsins séu einfaldlega það miklar að þær séu óafturkræfar.
Heimildir:
1 Diamanto Tsakanikas NR. Normal Pressure Hydrocephalus. SEMINARS IN NEUROLOGY 2007;27. 2 Gallia GLR, D.; Williams, M. A,. The diagnosis and treatment of idiopathic normal pressure hydrocephalus. Nature Clinical Practice 2006. 3 Trenkwalder C, Schwarz J, Gebhard J, et al. Starnberg trial on epidemiology of Parkinsonism and hypertension in the elderly. Prevalence of Parkinson’s disease and related disorders assessed by a door-to-door survey of inhabitants older than 65 years. Arch Neurol 1995;52:1017-22. 4 Malm J, Eklund. A. Idiopathic normal pressure hydrocephalus. Pract Neurol 2006. 5 Krauss JK, Halve B. Normal pressure hydrocephalus: survey on contemporary diagnostic algorithms and therapeutic decision-making in clinical practice. Acta Neurochir (Wien) 2004;146:379-88; discussion 88. 6 Bergsneider M, Black PM, Klinge P, Marmarou A, Relkin N. Surgical management of idiopathic normalpressure hydrocephalus. Neurosurgery 2005;57:S29-39; discussion ii-v. 7 Normal pressure hydrocephalus. 2010. (Accessed at www.uptodate.com.)
Samantekt
Vatnshöfuð með eðlilegum innankúpu þrýstingi er sjúkdómsástand sem ein kennist af göngutruflunum, minnistrufl unu m og þvagl átse ink ennu m. Ors ök fyrir þessu vandamáli er óþekkt. Sjúk dóminn er hægt að meðhöndla og ætti því að vera mismunagreining eldri sjúkl inga sem hafa þessi einkenni. Auðvelt getur þó verið að missa af sjúkdómnum þar sem hann leggst aðallega á fólk á efri árum og þeir einstaklingar hafa oft margþætt heilsufarsvandamál sem byrgt geta sýn á sjúkdómsmyndina. Aðal með ferðin í dag felst í því að setja legg á milli heilahólfs og lífhimnuhols og getur það létt einkennum verulega. Sérstakar þakkir fær Ingvar Hákon Ól afsson heila– og taugaskurðlæknir fyrir aðstoð við skrif tilfellisins.
21
Handarskoðun
Eyþór Örn Jónsson, deildarlæknir við bæklunarskurðdeild Landspítalans Jóhann Róbertsson, sérfræðingur í handarskurðlækningum við bæklunarskurðdeild Landspítalans
Hendurnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samskiptum okkar við umhverf ið og upplifun okkar af því. Hendurnar eru vel úr garði gerðar til að sinna þessu hlutverki en þeim er hægt að stjórna mjög nákvæmlega fyrir tilstuðlan fjöl margra liða, vöðva og nákvæmrar ítaug unar. Auk þess er skynítaugun handanna mjög nákvæm. Vegna fíngerðrar og ná kvæmra r uppb yggi nga r þá eru hend urnar viðkvæmar fyrir slit– og álagssjúk dómum auk þess sem þær eru útsettar fyrir áverkum vegna stöðu sinnar gagn vart umhverfinu. Því er bæði gagnlegt og skemmtilegt að þekkja vel til grunnat riðanna í skoðun handa sem getur gefið miklar upplýsingar og byggir fyrst og fremst á því að þekkja til uppbyggingar handarinnar. Við skoðu n handa er mikilv ægt að bera sig skipulega að. Skoðuninni má skipta upp í nokkra hluta sem þó eru mjög tengdir innbyrðis: Að horfa, þreifa, meta hreyfigetu, starfsemi vöðva og sina, tauga og æða. Hér á eftir verður gerð grein fyrir meginatr iðum hvers hluta en í lokin verða tekin sérstaklega fyrir nokkur algeng vandamál með tilliti til sögutöku og skoðunar. Þó mikilvægt sé að bera sig skipulega að við skoðunina þá er misjafnt hvaða atriði þarf að leggja áherslu á hverju sinni eftir því hvert við fangse fni ð er. Efti rf ara ndi umf jöllu n er ekki ætlað að vera tæmandi úttekt á handarskoðun en gerð verður grein fyrir aðalatriðunum og atriðum sem oft hafa reynst vandasöm. Saga Góð sjúkras aga er undi rs taða góðra r handa rs koðu na r. Miki lv ægt er að fá fram hvaða atv innu eins takli ngu ri nn stundar og hver áhugamál hans kunna að vera. Ákveðnar iðjur útsetja fólk fyr ir tilteknum slit– og álagssjúkdómum. Þegar tekin er ákvörðun um meðferð við áverkum skipta þessir þættir einnig máli því þeir gefa vísbendingar um það hversu miklar kröfur viðkomandi gerir til starfsgetu handanna. Aldur skiptir einnig máli í þessu samhengi sem og hvort viðk oma ndi er örvh entu r eða rétthentur. Mikilvægt er að vita hvort saga sé um fyrri áverka eða sjúkdóma í hendinni. Við áverka þarf að fá fram ná kvæmar upplýsingar um málsatvik.
24
Að horfa Með því að horfa á hendurnar og bera sama n útlit þeirra er hægt að verða margs vísari. Rétt er að gá sérstaklega að vöðvarýrnunum, aflögun, óeðlilegum lit, bólgu, sárum og örum. Vöðvarýrnanir geta stafað af vandamál um í úttaugum þótt sjúkdómar í vöðv um, miðtaugakerfi eða taugarótum komi einnig til greina. Ef litlafingursbungan (hypothenar) er rýr þá getur það ver ið vegna sjúkleika í ölnartauginni (n. ulnaris) sem ítaugar vöðva hennar. Ef þumalfingursbungan (thenar) er rýr þá getur það verið til marks um sjúkdóm í miðtauginni (n. medianus) sem ítaugar flesta vöðva þumalfingursbungunnar. Mikilvægt er að leita eftir fyrirferðum og óeðlilegri stöðu. Hnútar aftantil á fjærliðum fingra eru kallaðir Heberdens hnútar og sambærilegir hnútar á nær liðunum eru kallaðir Bouchards hnútar. Þessir hnútar eru taldir tengjast slitgigt. Svokölluð Boutonnière staða lýsir sér með beygju um nærlið fingurs og yfir réttu á fjærlið. Algengustu orsakirnar eru iktsýki og áverkar. Meingerðin er með þeim hætti að miðhluti réttisinarinnar (central slip) missir hald sitt á aftanverð um nære nda miðk júku nna r. Við það kemur fram beygja um nærliðinn vegna þess að grunnlægi beygiv öðvi fingr anna (m. flexor digitorum superficialis) sem hefur festu lófamegin á nærhluta miðkjúkunnar beygir um nærliðinn án mótverkunar frá réttisininni. Réttisin in dreifir úr sér yfir aftanverðri nær kjúkunni og myndar sinabreiðu (dorsal aponeurosis) sem sendir frá sér bönd hliðlægt við nærliðinn en þau hafa festu á aftanverðum nærhluta fjærkjúkunnar og rétta um fjærliðinn. Ef miðhluti rétti sinarinnar missir hald sitt þá dregst sina breiðan nærlægt með þeim afleiðingum að hliðarböndin flytjast í átt til lófans en þetta veldur yfirréttu á fjærliðnum. Ef grunur er um að miðhluti réttisinarinnar sé slitinn má staðfesta greininguna með því að prófa réttu gegn mótstöðu sem viðkomandi getur þá ekki framkvæmt. Við Boutonnière aflögun tregðast fjær liðurinn við óvirkri (passive) beygju. Mallet afl ögu n kemu r fram þega r réttisinin missir hald sitt á aftanverðum nærhluta ystu kjúkunnar en það leiðir til beygjustöðu um fjærliðinn. Oftast er þetta afleiðing áverka þar sem ysta kjúk
an er þvinguð í beygju gegn virkri réttu. Viðkomandi getur ekki rétt ystu kjúkuna gegn mótstöðu. Svok öllu ð svanah álsa fl ögu n (Swan neck deformity) lýsir sér með yfirréttu í nærlið fingurs en beygju um fjærliðinn og hnúaliðinn. Iktsýki er algengasta or sökin fyrir þessari aflögun en hún getur einnig komið fram við Mallet áverka. Þá missir réttisinin hald sitt á ystu kjúkunni með þeim afleiðingum að réttisinabreið an dregst nærlægt og togar í festuna á afta nv erðu m nære nda miðk júku nna r sem veldur yfirréttu um nærliðinn. Hlaupbelgir (ganglion cysts) eru al gengu stu fyri rf erði rna r sem finnast á höndum. Þeir ganga út frá liðhálu (syn ovia) liða eða sinaslíðra og eru góðkynja. Hlaupbelgir eru reglulegir að lögun og gefa stundum aðeins eftir þegar þrýst er á þá en þéttleiki þeirra og stærð get ur þó breyst til eða frá með þrýstingn um í liðnum eða sinaslíðrinu. Þeir eru stundum aumir viðkomu. Með kröftugu ljósi er hægt að lýsa í gegnum þá. Al gengasta staðsetning hlaupbelgja er yfir aftanverðum úlnliðnum en aðrir algeng ir staðir eru yfir úlnliðnum lófamegin, aftantil á nær– og fjærliðum fingra og lófamegin yfir hnúaliðum. Það er rétt að hafa það í huga að fyr irferðir geta líka verið illkynja og grun ur ætti að vakna um slíkt ef fyrirferð er mjög stór, vex hratt, er föst við undirlag ið, veldur miklum verkjum, brottfalls einkennum eða sárum. Við Dup uytre ns sjúkd óm mynda st hnútar og strengir í bandvefsfelli lóf ans (palmar aponeurosis) sem bæði er hægt að sjá og þreifa á. Eftir því sem sjúkdómurinn gengur lengra geta fing urnir kreppst í hnúaliðum og nærliðum fingra en algengast er að kreppa myndist í baugfingri og litlafingri. Litarbreytingar geta gefið vísbending ar um undirliggjandi ástand. Roði getur bent til sýkingar og mar til brots eða annars áverka. Ef rennsli í slagæðum er tregt getur komið fram hvítur blær en blámi við tregt rennsli í bláæðum. Þreifing Þreifað er yfir beinum og mjúkvefjum með skipulegu m hætti. Á meðal þess sem leitað er eftir eru fyrirferðir, eymsli og hitamismunur. Við brot eru gjarnan eymsli þegar þreifað er yfir brotstaðnum
en oft koma einnig fram óþægindi þegar sett er álag eftir endilöngu beininu, svo kölluð óbein eymsli. Óbein eymsli geta líka komið fram við sjúkdóma í liðum. Ef grunur er um bólgu eða sýkingu í lið getur verið gagnlegt að þreifa á liðn um til að meta hvort vökvi er í honum. Vökvaaukning í úlnlið sem og fingur– og hnúaliðum er yfirleitt mest áberandi aft antil. Hreyfigeta Til að byrja með getur verið fullnægj andi að meta hreyfigetu með því að biðja sjúklinginn um að kreppa hnefann, rétta úr öllum fingrunum og beygja og rétta úlnliðinn. Ef þessar hreyfingar eru óeðli legar eða önnur málsatvik mæla með því er hreyfigeta einstakra liða skoðuð, bæði virk (active) og hlutlaus (passive). Í töflu 1 eru viðmiðunargildi fyrir hreyfigetu úlnliðs og liða handarinnar. Auk þess sem þar kemur fram þá er ranghverfing (pronation) og rétthverfing (supination) framhandleggsins að jafnaði 85°–90°, hvort um sig. Gildin í töflu 1 eru aðeins til viðmiðunar því hreyfigeta getur verið talsvert breytileg á milli einstaklinga. Því getur það gefið mjög mikilvægar upp lýsingar að bera hreyfigetuna saman við hina hendina. Liður Úlnliður Hnúaliðir fingra 2–5 Nærliðir fingra 2–5 Fjærliðir fingra 2–5 Hnúaliður þumals Fingurliður þumals
Beygja Rétta 80°–90° 70°–90° 85°–90° 30°–45° 100°–115° 0° 80°–90° 20° 50°–55° 0° 85°–90° 0°–5°
Tafla 1. Viðmiðunargildi fyrir hreyfigetu úlnliðs og liða handarinnar. Tekið úr: Magee DJ. Orthopedic Physical Assess ment. Blaðsíða 425. 5. útgáfa. St. Louis: Saunders; 2008. Vöðvar og sinar Styrkur tiltekinna vöðva og heilleiki sina þeirra er prófaður með hreyfingu gegn mótstöðu. Ef grunur er um áverka á sin þá er sérstaklega mikilvægt að prófa gegn mótstöðu því annars geta sinaáverkar leynst vegna tengsla við aðliggjandi sin ar, til dæmis vegna samgróninga. Þeir vöðvar sem stýra hreyfingum handar innar skiptast í innri vöðva (intrinsic) og ytri vöðva (extrinsic). Ytri vöðvarnir eiga upptök á framhandleggnum eða í kring um olnbogann en hafa festu á hendinni. Innri vöðva rnir eiga bæði upptök og festu inna n handa ri nna r. Hér verðu r aðallega fjallað um skoðun á þeim ytri vöðvum sem oftast verða fyrir sinaskaða en farið verður yfir skoðun á hluta af innri vöðvunum í kaflanum um tauga skoðun.
Sinahólf
Vöðvi
Hreyfing við prófun
1.
Langur fráfærsluvöðvi þumals Stuttur réttivöðvi þumals
Fráfærsla á þumli í plani handarinnar, eins og við að “húkka” far (sjá mynd 2).
2.
Langur sveifarlægur réttivöðvi úlnliðs Stuttur sveifarlægur réttivöðvi úlnliðs
Úlnliður réttur gegn mótstöðu. Sinarnar eru þreifanlegar sveifarmegin yfir úlnliðnum.
3.
Langur réttivöðvi þumals
Lófinn lagður á borð og þumlinum lyft frá borðinu.
4.
Réttivöðvi fingra Réttivöðvi vísifingurs
Rétta á hnúaliðum II-IV.
5.
Réttivöðvi litlafingurs
Rétta á fimmta hnúalið með fingur II-IV beygða.
6.
Ölnarlægi réttivöðvi úlnliðs
Rétta á úlnlið og fráfærsla í átt til ölnar.
Tafla 2. Hreyfingar sem notaðar eru til að prófa réttivöðva handarinnar. Prófað er gegn mótstöðu. Vöðvarnir eru flokkaðir eftir sinahólfunum sem þeir liggja í.
Grunnlægur beygivöðvi fingra, m. flex or digitorum superficialis, hefur festu lófamegin á nærendunum á miðkjúk um fingra 2–5 og beygir um nærliðina. Djúplægur beygivöðvi fingra, m. flexor digitorum profundus, beygir um fjær liðina en samdráttur hans veldur einnig vissri beygju um nærliðina og því þarf að læsa sinum hans þegar grunnlægur beygivöðvi fingra er prófaður. Það er gert með því að halda hinum fingrunum í réttu. Beygja í nærliðnum er síðan próf uð gegn mótstöðu (sjá mynd 1). Djúpl ægu r beygiv öðvi fingra hefu r festu lófamegin á nærendunum á fjær kjúkum 2–5. Til að prófa hann er fjær liðurinn beygður gegn mótstöðu á með an nærliðnum er haldið kyrrum. Langur beygivöðvi þumals, m. flexor pollicis longus, festist á fjærkjúku þum alsins og er prófaður með því að beygja fingurlið þumalsins gegn mótstöðu. Úlnliðurinn á sér tvo aðal beygivöðva en þeir eru ölnarlægi beygivöðvi úlnliðs, m. flexor carpi ulnaris, sem hefur festu á baunarbeininu (os pisiforme) og sveifar lægur beygivöðvi úlnliðs, m. flexor carpi radials, sem festist lófamegin á nærenda annars og þriðja miðhandarbeins. Þessir vöðvar eru prófaðir með því að beygja
Mynd 1. Grunnlægur beygivöðvi löngutangar prófaður.
Mynd 2. Vöðvar fyrsta réttisinahólfs prófaðir með fráfærslu á þumlinum í plani handar innar. Við þetta verða sinar vöðvanna mjög greinilegar þar sem þær mynda sveifarlægu mörkin á „anatomic snuffbox“, merkt sem A. Á myndinni sést einnig sin langa réttivöðva þumals en hún myndar ölnarlægu mörkin á „anatomic snuffbox“, merkt sem B.
úlnliðinn gegn mótstöðu og þreifa sam tímis á sinunum við festurnar. Réttisinarnar liggja yfir aftanverðum úlnl iðnu m í sex aðs kildu m sinah ólf um. Í töflu tvö kemur fram með hvaða hreyfingum er best að prófa réttivöðv ana og sinar þeirra. Það er rétt að leggja áherslu á það að réttivöðvi fingranna (m. extensor digitorum) réttir aðallega um hnúaliðina og er því prófaður með þeirri hreyfingu. Rétta nær– og fjærliða fingr anna fer hins vegar að miklu leyti fram fyrir tilstuðlan millilægu handarvöðv anna (mm. interossei) og yrmlingsvöðv anna (mm. lumbricales). Við skoðun á réttis inu m fingra er mikilvægt að horfa vel á hvar þær liggja yfir hnúaliðum. Á þetta einkum við hjá sjúklingum með gigtarsjúkdóma. Til að sinarnar virki eðlilega þurfa þær að liggja yfir hnúana en þeim er haldið þar af sinabreiðu. Sú sinabreiða veiklast við gigtarsjúkdóma (getur einnig gerst við áverka) og þá fara sinarnar að skreppa
25
Mynd 3. Húðsvæði sem taugar handarinnar ítauga, á handarbaki annars vegar (a) og á lófa hins vegar (b), eru sýnd með mismunandi litum. Miðtaugin er x, ölnartaugin er xx og sveifartaugin er xxx.
til. Sinin dettur þá niður ölnarmegin við viðkomandi hnúa. Við þetta tapast full réttigeta og þetta er líka þáttur í þeirri óeðlilegu stöðu sem fingu r sjúklinga með iktsýki leita í (flexion contracture og ulnar drift). Taugar Mikilvægur þáttur í handarskoðun er að skoða vandlega virkni þeirra þriggja tauga sem ítauga hendina en þær eru: Sveifartaugin (n. radialis), ölnartaugin (n. ulnaris) og miðtaugin (n. median us). Meta þarf skyn og vöðvavirkni á ítaugunarsvæði hverrar taugar. Áður en vikið verður að helstu atriðum er varða
26
skoðun hverrar taugar fyrir sig verður getið um nokkur almenn atriði er varða taugaskoðun handarinnar. Á mynd 3 sést hvernig ítaugun húðar innar skiptist á milli tauga handarinnar og greina þeirra. Ef fram koma einkenni sem falla ekki að þessa dreifingu get ur það stafað af sjúkleika í mænugeira (spinal segment). Þegar skyn er metið við grunnskoðun er nægilegt að prófa snerti– og sársaukaskyn. Snertiskyn er til dæmis hægt að prófa með því að strjúka yfir húðina á ítaugunarsvæði viðkom andi taugar og sjúklingurinn er beðinn um að gefa til kynna ef eitthvað er óeðli legt við snertinguna. Sársaukaskyn er hægt að prófa með ýmsum ráðum en til dæmis má klípa sjúklinginn varlega með anatómískri pincettu. Ef þörf er á ná kvæmara mati á skyni er einnig hægt að prófa titringsskyn, stöðuskyn og tveggja punkta skyn. Tveggja punkta skyn (two point dis crimination; 2–PD) er prófað með því að snerta húðina á tveimur punktum samtímis. Þetta er endurtekið nokkrum sinnu m með mism una ndi bil á milli punktanna. Til verksins má nota beygða bréfak lemmu, pince ttu eða sérs takt mælitæki. Ef notuð er bréfaklemma eða pincetta er gott að hafa reglustiku við höndina til að mæla lengdina á milli punktanna. Fundið er hvert bilið á milli punktanna þarf að vera að lágmarki til að viðkomandi greini að um tvo punkta sé að ræða en ekki bara einn. Í fingurgómi telst óeðlilegt ef meira en 6 mm bil þarf til að greina tveggja punkta snertingu. Best er að kanna vöðvav irkni með hreyfi ngu m sem framk væmda r eru eingöngu eða að sem mestu leyti með vöðvum sem eru ítaugaðar af þeirri taug sem á að meta hverju sinni. Í úttaug um er að finna greinar frá semjuhluta sjálfv irka taugak erfi si ns (symp athe tic nervous system) sem stjórna vídd æða, svitamyndun og hreyfingum á hárum. Sjúkdómar geta bæði valdið aukningu og minnkun á starfsemi semjuhluta sjálf virka taugakerfisins. Miðtaugin Þau húðsvæði sem taugar handarinnar ítauga geta verið aðeins breytileg á milli einstaklinga en ákveðin svæði hafa nokk uð stöðuga ítaugun og til að meta skyn er heppilegast að nota þau. Fyrir mið taugina er þetta fingurgómur vísifing ursins. Stutti fráfærsluvöðvi þumalsins (m. abductor pollicis brevis) er ítaugað ur af einni af endagreinum miðtaugar innar þannig að kraftur vöðvans gefur vísbendingu um starfsemi endilangrar taugarinnar. Vöðvinn er prófaður með fráfærslu á þumlinum en í henni felst að lyfta þumlinum upp frá lófanum gegn mótstöðu (sjá mynd 4).
Mynd 4. Stutti fráfærsluvöðvi þumalsins próf aður með því að lyfta þumlinum upp frá lófan um gegn mótstöðu.
Ölnartaugin Fingurgómur litlafingursins er ítaugaður af ölnartauginni og því er gott að prófa skyn þar. Vöðvavirkni má prófa með fráfærslu á vísifingri gegn móts töðu. Froments próf reynir á kraftinn í að færsluvöðva þumalsins sem er ítaugaður af ölnartauginni. Prófið er framkvæmt þannig að sjúklingurinn er beðinn um að klemma blað á milli þumalfingurs og vísifingurs með beinan þumal eins og sýnt er á mynd 5. Sá sem skoðar togar í blaðið en sjúklingurinn reynir að halda því á milli fingranna. Ef aðfærsluvöðvi þumalsins er veiklaður þá eru það eðli leg viðbrögð að virkja langa beygivöðva þumalsins til þess að halda blaðinu. Við þetta kemur fram beygja um fingurlið þumalsins eins og sýnt er á mynd 6 og þá er prófið jákvætt.óf. Sveifartaugin Skyn er ágætt að meta á handarbakinu á milli miðhandarbeina eitt og tvö. Til að
Mynd 5. Upphafsstaða við Froments próf. Sá sem skoðar togar í blaðið eins og stefna örvarinnar sýnir.
Mynd 6. Jákvætt Froments próf.
meta vöðvavirkni er gott að prófa réttu á fingurlið þumalsins eða réttu á hnúa liðum 2–5 en hins vegar er ekki heppi legt að nota réttu á nær– eða fjærliðum fingra því millibeinavöðvarnir sem eru ítaugaðir af ölnartauginni og yrmlings vöðvarnir sem eru ítaugaðir af ölnar– og miðtauginni taka þátt í þessum hreyf ingum. Einnig er gott að hafa í huga að sveifartaugin ítaugar enga af innri vöðv um handarinnar.
Helstu atriði skoðunar við nokkra algenga handakvilla Klemma á miðtauginni í úlnliðsgöngum Klemma á miðtauginni í úlnliðsgöngum (carpal tunnel syndrome) er algengust allra taugaklemma. Klemman lýsir sér með dofa á ítaugunarsvæði miðtaugar innar. Einnig geta komið fram verkir. Til eru nokkur próf sem hægt er að nota við greininguna. Tinels próf er framkvæmt með því að banka yfir úlnliðsgöngunum en við jákvætt próf koma fram stingir á ítaugunarsvæði taugarinnar. Við Phal ens próf þá er úlnliðnum haldið í fullri beygju í eina mínútu. Prófið er jákvætt ef fram kemur óeðlileg skynjun (par aesthesia) á ítaugunarsvæði miðtaugar innar. Máttleysi í innri vöðvum þum alsins kemur yfirleitt ekki fram fyrr en klemman er nokkuð langt gengin. Hafa ber í huga að tveggja punkta skyn er að öllu jöfnu eðlilegt við vægari klemmur. Ef það er skert þá er það vísbending um alvarlegri klemmu sem þarf að bregðast fljótt við. Skaði á taugagreinum fingra Ef til staðar eru skurðir á fingrum þarf alltaf að ganga úr skugga um að ekki hafi orðið skaði á taugagreinum en þær eru fjórar í hverjum fingri. Mikilvægastar eru þær tvær sem liggja lófamegin en önnur þeirra er ölnarmegin og ítaugar fingurgóminn þeim megin en hin liggur sveifarmegin og ítaugar fingurgóminn þeim megin. Við skoðunina þarf því að prófa hvorn helming fingurgómsins um sig sérstaklega með tilliti til bæði snerti– og sársaukaskyns. Ef eitthvert skyn er til staðar þá hefur taugin sennilega ekki far ið alveg í sundur. Einnig er gott að hafa í huga að við taugaáverka getur starf semi semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins truflast en í upphafi kemur það einkum fram sem minnkuð svitamyndun með þurri húð. De Quervain sinaslíðursbólga Bólga í sinaslíðri fyrsta réttisinahólfs er kölluð de Quervain sjúkdómur. Í þessu sinahólfi er að finna stutta réttivöðva þumals (m. extensor pollicis brevis) og langa fráfærsluv öðva þuma ls (m. ab
ductor pollicis longus). Við sögutöku kemur oftast fram að viðkomandi finn ur til við réttu og fráfærslu á þumlinum sem og við hreyfinga r um úlnliðinn. Stundum kemur fram saga um endur teknar og einhæfar hreyfingar á þumlin um. Oftast eru til staðar bólga og þreifi eymsli yfir fyrsta réttisinaslíðrinu þar sem það mynda r sveifa rl æga kanti nn á „anat omi c snuffb ox“ (sjá mynd 2). Gjarnan koma fram eymsli við fráfærslu og réttu á þumlinum gegn mótstöðu. Svonefnt Finkelsteins próf er oftast já kvætt en það er framkvæmt með því að biðja sjúklinginn um að kreppa hnefann utan um þumalfingurinn. Sá sem skoð ar sveigir síðan úlnliðinn varlega yfir að ölninni en við jákvætt próf koma fram verulegir verkir (sjá mynd 7). Sýkingar í sinaslíðum Sýking í beygjusinaslíðri fingurs (septic flexor tenosynovitis) getur valdið mikl um skaða á stuttum tíma. Því er mikil vægt að greina og meðhöndla þetta mein fljótt og örugglega. Oftast hefur viðkom andi hlotið sár á fingrinum tveimur til þremur sólarhringum áður en einkenni hefjast. Við greiningu má hafa til hlið sjónar skilmerki Kanavels en þau eru eftirfarandi: Bólginn fingur, eymsli eftir endilöngu sinaslíðrinu, fingur krepptur til hálfs (þannig er rúmmál sinaslíðurs ins mest) og miklir verkir við óvirka réttu á fingri nu m. Síða stn efnda skil merkið hefur mesta næmni. Í flestum til vikum eru virkar hreyfingar einnig mjög sárar og sjúklingurinn er mjög tregur til að hreyfa fingurinn yfirleitt. Snúningsskekkja á fingrum Brot á fingrum og miðhandarbeinum eru um það bil fimmtungur allra bein brota. Við þessa áverka getu r komið fram snúningu r um brotið en ef það grær í þeirri stöðu verðu r fingu rinn skakku r þegar hann er beygðu r. Slík
Mynd 7. Finkelsteins próf.
Mynd 8. Fingur skoðaðir í leit að snúnings skekkju með því að beygja um hnúaliði og nærliði fingra. Hér liggur litlifingurinn að hluta til undir baugfingrinum og það gæti vaknað grunur um snúningsskekkju á litlafingrinum.
Mynd 9. Skoðað til að greina snúnings skekkju. Hallinn á nöglunum metinn miðað við borðplötu.
snúningsskekkja veldur verulegri trufl un á starfsemi handarinnar og því er mikilvægt að greina og meðhöndla hana í upphafi þó það geti reynst krefjandi verkefni. Í grundvallaratriðum eru til tvær leiðir til að átta sig á því hvort snún ingsskekkja sé til staðar. Í fyrsta lagi er sjúklingurinn beðinn um að beygja fing urna (sjá mynd 8). Ef þeir ganga verulega á mis þá vaknar grunur um snúnings skekkju. Það er gagnlegt að hafa hina hendina til hliðsjónar en viss breytileiki er eðlilegur, jafnvel á milli handa sama einstaklings. Hafa má til viðmiðunar að ef fingur skarast sem nemur hálfri fing urbreidd eða meira þá er sennilega um skekkju að ræða. Oft er erfitt fyrir sjúkl inga að beygja fingurna fyrst eftir brot og þá getur þessi skoðun reynst erfið í framkvæmd. Hin aðferðin felur í sér að meta hall ann á nöglunum. Ef því verður við kom ið er best að leggja hendina á borð og meta halla nn á nöglu nu m miða ð við borðið (sjá mynd 9). Sem fyrr er gott að hafa hina hendina til hliðsjónar. Það er eðlilegt að fingurnir séu í um það bil 10° rétthverfingu (supination). Rof á ölnarlæga hliðarliðbandi fyrsta hnúaliðs Í daglegu tali er liðbandið gjarnan nefnt UCL (ulna r colla te ral ligam ent). Það er tiltölulega algengt að fólk slíti þetta liðband. Ef fram kemur við sögutöku að einstaklingur hafi hlotið fráfærslu álag um fyrsta hnúaliðinn ætti að vakna grunur um áverka af þessu tagi. Þetta getur til dæmis gerst við að falla með skíðastaf í hendi samanber enskt heiti
27
Mynd 10. Ölnarlæga hliðarliðband fyrsta hnúaliðs prófað með álagsprófi.
áverkans, „skier’s thumb“. Við eðlilegar aðstæður liggur liðbandið djúpt við sina breiðu rétti– og aðfærsluvöðva þumals ins. Oftast slitnar það við fjærfestu sína á nærenda nærkjúku þumalsins og getur þá skotist nærlægt undan fyrrgreindri sinabreiðu og lagst síðan ofan á hana. Liðbandið liggur þá ekki lengur upp við beinið og hefur ekki möguleika á því að gróa fast. Þetta getur aftur valdið óstöð ugleika í liðnum og þar með ótímabæru sliti með tilheyrandi verkjum. Því er mikilvægt að greina þessa áverka en það getur þó verið krefjandi. Yfirleitt eru til staðar bólga, mar og þreifieymsli sem eru mest áberandi ölnarmegin yfir fyrsta hnúaliðnum. Liðbandið er prófað með álagsprófi þar sem stutt er við fyrsta miðh anda rb eini ð en með fráf ærslu á nærk júku þuma lsi ns er sett kiðá lag
(valgus) á fyrsta hnúaliðinn (sjá mynd 10). Hefðbundin skilmerki slits eru þau að liðurinn gefur eftir meira en 30° eða að munurinn reynist meira en 15° á milli handa eins takli ngsi ns. Nýl ega r rann sóknir hafa hins vegar leitt í ljós að hjá þó nokkrum hluta óslasaðra einstaklinga getur verið meira en 15° munur á milli hliða. Sumir telja réttast að miða grein inguna við það að liðbandið gefi eftir án þess að skýr mótstaða komi fram að lokum eins og gerist þegar liðbandið er heilt. Þakkir Þakkir fá Ólöf Jóna Elíasdóttir og Jón Baldu rss on sem komu með gagnleg ar ábendingar. Sigurði Ragnarssyni eru færðar þakkir fyrir ljósmyndatöku og Auði Sif Jónsdóttur fyrir teikningu. Heimildaskrá 1. Blöndal H. TopographPia membri superioris (Svæðalýsing efri útlims). Reykjavík. 2000. 2. Court–Brown C, McQueen M, Tornetta III P. Orthopedic surgery essentials: Trauma. 1. útgáfa. Philadelphia: Lippincott Williams & Willkins. 2006. 3. Kakar S, Giuffre J, Skeete K, Elhassan B. (iv) Dupuytren’s disease. Orthopaedics and Trauma.
2010;24(3):197–206. 4. Lewis C, Mauffrey C, Newman S, Lambert A, Hull P. Current concepts in carpal tunnel syndrome: A review of the literature. European Journal of Orthopaedic Surgery and Traumatology. 2010;20(6):445–52. 5. Magee DJ. Orthopedic Physical Assessment. 5. útgáfa. St. Louis: Saunders; 2008. 6. Miles SJ, Amirfeyz R, Bhatia R, Leslie I. (ii) Benign soft tissue tumours of the hand. Orthopaedics and Trauma. 2010;24(3):181–5. 7. Ritting AW, Baldwin PC, Rodner CM. Ulnar collateral ligament injury of the thumb metacarpophalangeal joint. Clin J Sport Med. 2010 Mar;20(2):106–12. 8. Seiler J. Essentials of Hand Surgery. 1. útgáfa. Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins; 2001. 9. Tan V, Kinchelow T, Beredjiklian PK. Variation in digital rotation and alignment in normal subjects. J Hand Surg Am. 2008 2008 Jul– Aug;33(6):873–8. 10. Thornton DJA, Lindau T. (iii) Hand infections. Orthopaedics and Trauma. 2010;24(3):186–96.
Littmann fæst hjá MEDOR
Merki um gæði MEDOR Kirkjulundi 17 210 Garðabæ Sími 412 7000 Fax 412 7099 www.medor.is
ANTON&BERGUR
GÓÐ lífeyrisréttindi Séreign, sameign, áfallalífeyrir Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is
29
Komuástæður á Bangsaspítala Lýðheilsufélags læknanema
Tæplega 300 börn og bangsar lögðu leið sína á Bangsaspítalann laugardaginn 30. október 2010. Það voru 1. árs læknanemar sem skelltu sér í hlutverk bangsalækna og sáu til þess að flestir bangsar voru útskrifaðir við hestaheilsu. Læknarnir þurftu að glíma við ansi fjölbreytt verkefni þar sem komuástæðurnar voru af ýmsum toga. Meðal sjaldgæfari kvilla hjá bangsum má nefna rófubeinsbrot (4), munnverki (3), botn langabólgu (2), „hlær of mikið“ (2), illt í hjarta (1) og innvortis blæðing (1). Það var þó í lang flestum tilfellum hægt að lækna kvillana með röntgenmyndatöku og smá plástri á meiddið ásamt góðum ráðleggingum um hvíld og mataræði. Norðlenskum böngsum úr nokkrum Akureyrskum leikskólum var boðið að koma í heim sókn á FSA á bangsadaginn og voru það hjúkrunarnemar í Háskólanum á Akureyri sem að stoðuðu bangsalækna við lækningarnar. Komuástæður á þann spítala voru í heildina mjög svipaðar og þeirra sem komu á Bangsaspítalann í Reykjavík. Lúlli löggubangsi komst heldur betur í hann krappann þegar lögreglubíllinn sem hann var í lenti í árekstri. Lúlli hafði gleymt því að fara í belti og var því talsvert meiddur. Sem betur fer lenti hann í færum höndum og krakkarnir á Bangsaspítalanum hjúkruðu honum vel og hjálpuðu lækninum af miklum áhuga. 30
Tilfelli af Bangsaspítalanum Brunasár eftir dreka
Krabbamein alls staðar
Ástæða komu: Brunasár á fótum Sjúkrasaga: Búr drekans var ekki læst nógu vel svo að hann slapp út og brenndi bangsann á fótunum. Skoðun/rannsóknir: Skoðun leiddi í ljós mikil brunasár á fótum og líka verk í eyrum. Meðferð og ráðleggingar: Bangsinn fékk fullt af sárabindum og extra flottum prinsessuplástrum auk þess sem að við ákváðum að það væri best ef að bangsinn fengi rör í eyrun. Svo átti bangsi bara að vera duglegur að fara að sofa snemma og passa sig á öllum drekum. Þess má geta að stelpan sem átti bangsann var líka að fara að fá rör í eyrun fljótlega.
Ástæða komu: Bella dúkka var með krabbamein alls staðar.
Of mikið kúr um jólin Ástæða komu: Kúraður of mikið. Sjúkrasaga: Lúlli bangsi var kúraður of mikið yfir jólin.
Sjúkrasaga: Bella var með krabbamein alveg eins og ein frænka stúlkunnar sem á Bellu. Henni var líka búið að vera voða illt í fætinum. Skoðun/rannsóknir: Við skoðuðum stoðkerfið sérstaklega vel og tókum röntgenmynd af fætinum. Þá kom í ljós að fóturinn var brotinn en hvergi sást nú samt merki um krabbamein. Meðferð og ráðleggingar: Við komumst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Bella væri líklega ekki með krabbamein og ræddum um það að krabbamein væri nú dálítið erfiður sjúkdómur og fólkið með hann væri nú dálítið veikt. Bella var sem betur fer bara fótbrotin. Hún fékk gifs á fótinn og þurfti að hvíla hann vel og borða hollan mat.
Skoðun/rannsóknir: Magi var skoðaður og stoðkerfi. Meðferð og ráðleggingar: Umbúðir settar um maga. Ráðleggingar að hvílast vel og kúr vel leyfilegt en ekki of fast. Fara snemma að sofa og borða hollt. 31
Yfirlit yfir langvinna hjartabilun
Geir Hirlekar, deildarlæknir á lyflækningasviði
Hjartab ilu n er klíní skt heilk enni og þurfa sjúklingar að vera með einkenni, teikn og merki um vefræna (structural) eða starfræna truflun á starfsemi hjart ans í hvíld til að fá greininguna hjarta bilun.[1] Algengi hjartabilunar í Evrópu er um 2–3% en eykst með hækkandi aldri og er um 10–20% hjá 70–80 ára gömlu fólki.[2] Af þeim sem leita á bráðamóttöku þurfa >80% að leggjast inn á sjúkrahús og hef ur um helmingur þeirra legið á sjúkra húsi sl. 6 mánuði.[3] Horfur sjúklinga eru ekki góðar og er áætlað að um 40% deyi innan 5 ára frá greiningu.[4] Fjölmargar orsakir eru fyrir hjarta bilun en kransæðasjúkdómur er lang algengasta orsökin.[5] Aðrar orsakir eru m.a. háþ rýsti ngu r, lokus júkd óma r, sykursýki og hjartavöðvaslen (dilated cardiomyopathy). Slagbilstruflun (systolic dysfunction) eða hlébilstruflun (diastolic dysfunct ion) er oft notuð til að lýsa hvort truflun sé í samdrætti eða slökun hjartavöðva frumna. Slagb ilst ruflu n kemu r fram þegar samdráttareiningar (sarcomere) ná ekki að dragast saman vegna hjarta vöðvaskaða. Aukið preload getur aukið samdráttinn tímabundið með Frank– Starling lögmálinu en til lengri tíma þá stækkar hjartað vegna myndunar nýrra samdráttareininga sem stækka hjarta vöðvafrumurnar. Enduruppröðun (re mode lling) hefu r einnig áhrif á sam drátt samdráttareiningarinnar. Allt þetta hefur áhrif á útstreymisbrotið (ejection fraction) og því eykst rúmmálið í lok slagb ilsi ns (end–syst olic volu me). [6, 7] Flestir hjartabilaðir sjúklingar hafa bæði slagbils– og hlébilstruflun. Sjúklingar með hlébilshjartabilun (diastolic heart failure) hafa bæði einkenni og teikn um hjartabilun en útstreymisbrot >45–50%. Við hlébilstruflun verður truflun á orku háðri slökunarhæfni hjartavöðvans, sem nær ekki að þenjast út og þá hækkar fylliþrýstingur í sleglinum.[8] Dánartala (mortality rate) hlébilshjartabilunar er um 5–8% á ári en um 10–15% á ári í slagb ilsh jartab ilu n en báði r hópa rni r þurfa jafnoft á sjúkrahúsinnlögnum að halda.[9, 10] Meinaf ræði hjartab ilu na r er helst þekkt eftir kransæ ðas tíflu. Við skert
32
slagmagn hjartans og/eða æðaútvíkkun lækkar þrýstingurinn í slagæðum þannig að neurohormal reflexar virkjast til að halda í salt og vatn (mynd 1). Sympat íska kerfið eykur hjartsláttinn, samdrátt arkraft hjartans og virkjar renin losun og þannig renin–angiotensin–aldoster one kerfið. Einnig virkjast losun á vaso pressin frá heiladinglinum til að halda í vatn. Sympatíska kerfið og angiotensin II (AII) draga saman út– og nýrnaæðar. AII örvar losun aldosterons frá nýrna hettunum sem reynir að halda í Na+ og auka úts kilna ð K +. AII og aldos tero n valda stækku n á hjartav öðvaf rumu m og bandvefsmyndun í hjartavöðvanum. [11, 12]
Góð sögutaka og skoðu n eru lykil atriði í greiningu á hjartabilun. Helstu einkennin eru vegna skerts slagmagns (áreynslu– og hvílda rm æði, þrek leysi), aukins fylliþrýstings í hægri slegli (ógleði, uppþemba) og í vinstri slegli (mæði og orthopnea). Áreynslumæði er lykileinkenni hjartabilunar og næmasta einkennið. Orthopnea eða mæði í liggj andi stöðu sem lagast við að setjast upp og næturm æði (paro xym al noctu rna l dyspnea) eru sértækustu einkennin.[13] Orthopnea og næturmæði koma fram við aukið bláæðaaðfall (venous return) og þá ræður hjartað ekki við þetta aukna álag. Við skoðun á að meta teikn sem koma fram við aukinn fylliþrýsting. Sértæk ustu teiknin við vantempraða (decomp ensated) hjartabilun eru hálsvenustasi (98%) (mynd 2A) og þriðji hjartatónn, S3 (99%). Aukinn hálsvenustasi endur speglar oftast hægri hjartabilun. Þriðji hjartatónn S3, gefur í skyn skerta starf semi vinstri slegils. Tilfærður broddslátt ur er með bestu samsetninguna af næmi og sértæki (66%, 96%). [13] Fótabjúgur er ósértækur og er oftast beggja vegna, verkjalaus og holunar (pitting). (mynd 2B) Brak í lungum myndast þegar vökvi safnast fyrir í lungnablöðrunum og er oftast beggja vegna. Helstu rannsóknir sem þarf að gera eru; hjartalínurit, röntgenmynd af lung um og hjartaó mu n. Hjartal ínur it er fyrsta rannsóknin og er það oftast óeðli legt t.d. Q takkar, LVH, ST–T breytingar eða greinrof. Á röntgenmynd af lungum
sést oft stórt hjarta og interstitial breyt ingar og er það mikilvæg rannsókn til að útiloka aðrar orsakir fyrir mæði. All ir sjúklingar eiga að fara í hjartaómun til að meta starfs emi hjarta ns. [1] BNP (brain natriuretic peptide) á að mæla hjá sjúklingum þegar verulegur grun ur er um hjartabilun og óvíst er með greiningu. Pro–BNP myndast við auk inn fylliþrýsting í sleglunum og er klof ið niður í óvirkan hluta NT–proBNP og virka hlutann BNP. Hafi sjúklingur ekki haft hjartabilun áður getur NT– proBNP/BNP útilokað hjartabilun. Hafa skal í huga að margir aðrir sjúkdómar geta valdið hækkun á NT–proBNP/BNP s.s. nýrnabilun, sýklasótt, skorpulifur og heilablæðing.[14] Markmið meðferðar er að draga úr sjúkdómsbyrði og hafa áhrif á framgang sjúkd ómsi ns. Helstu lyfi n sem notu ð eru ACE hemlar, angiotensin viðtaka hemlar (ARB), betablokkar, aldosteron hemlar og digoxin (tafla 1). ACE hemlar, ARB og betablokkar bæta slegilstarfsem ina, fækkar innlögnum og bæta horfur. Aldosteron hemlar fækka innlögnum og bæta horfur sem viðbótarmeðferð við ACE hemla (mynd 3). Hjá sjúklingum sem eru í sinus takti og með einkenni þá getur digoxin bætt líðan sjúklings og fækkað innlögnum en það hefur engin áhrif á horfur. [1] • ACE hemlar º Ábending: Allir sjúklingar óháð ein kennum með EF < 40%. Íhuga hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm. • Aldosteron viðtaka hemlar º Ábending: EF < 40%, þola ekki ACE hemla eða NYHA II–IV þrátt fyrir ACE og betablokkera. • Betablokkerar º Ábending: EF < 40%, NYHA II – IV, eru á ACE/ARB og ekki með nýlega elnun. Allir sjúklingar eftir kransæðastíflu. • Aldosteron hemlar º Ábending: EF 35%, NYHA II – IV þrátt fyrir ACE og betablokkera. • Þvagræsilyf º Ábending: Við einkenni og teikn hjartabilunar. • Digoxin º Ábending: Ef gáttatif og slegilshraði > 80 slög/mín í hvíld og >110–120
slög/mín við áreynslu. Íhuga digox in sem viðbótarlyf ef áfram einkenni þrátt fyrir ACE og/eða ARB, beta blokkera og aldosteron hemla. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfja meðferð hafi áhrif á horfur í hlébils hjartabilun en mælt er með þvagræsi meðferð sem hluti af einkennameðferð.
Cardioregulatory center
Glossopharyngeal and vagal afferents from highpressure baroreceptors Sympathetic trunk Sympathetic ganglia
[1]
Sympathetic nerves
Forvarnir og lífstílsráðleggingar eru mjög mikilvægar til að koma í veg fyrir endurinnlagnir. Mikilvægt er að sjúkl ingu ri nn fylgi st með þyngdi nni [15], vökva– og saltinntöku [16], haldi góðri sykurstjórn og hætti að reykja [17]. Önnur meðferð er ekki síður mikilvæg eins og lokuaðgerðir þegar við á, cardiac resyn chronization therapy (CRT), implant able cardi ov erte r def ibrilla tor (ICD) o.s.frv.
AVP Aldosterone
Anglotensin II release Peripheral vasoconstriction
Mynd 2. Mynd af hálsvenustasa og holumyndandi bjúg á fæti.
↓ Solute–free water excretion ↓ Sodium excretion
Mynd 1. Meinafræði hjartabilunar. Við lágþrýsting ræsist sympatíska kerfið sem dregur saman æðar, virkjar renin–angiotensin–aldosteron kerfið og eykur losun vasopressins sem stuðlar að auknum blóðþrýstingi. Til lengri tíma hefur það skaðleg áhrif þ.e. lungnabjúg, hyponatr emía, aukið preload og afterload og hefur áhrif á enduruppröð un hjartavöðvafrumna.[11]
Mynd A: Hálsvenustasi sem endurspeglar aukinn þrýsting í hægri gáttinni. Mynd B: Holumyndandi bjúgur.
Heimildaskrá 1.
Þakkir fær Inga S. Þráinsdóttir hjarta lækni r fyri r yfirl estu r og gagnl ega r ábendingar. 2. Symptomatic Heart Failure + Reduced Ejection Fraction
Detect Co-morbidities and Precipitating Factors Non-cardiovascular Anaemia Pulmonary disease Renal dysfunction Thyroid dysfunction Diabetes Cardiovascular Ischaemia/CAD Hypertension Valvular dysfunction Diastolic dysfunction Atrial fibrillation Ventricular dysrhythmias Bradycardia
3.
Diuretic + ACEI (or ARB) Titrate to clinical stability
4.
ß–Blocker
Persisting signs and symptoms
Yes
No
5.
ADD aldosterone antagonic OR ARB
6. Persisting symptoms?
Yes
7. No
8. LVEF <35%?
ORS > 120 ms?
Yes Consider CRT -P or CRT -D
Yes
No Consider: digoxin hydraalzine / nitrate, LVAD, transplantation
Consider ICD
No
9.
No further treatment indicated
10.
Mynd 3. Verkferill í meðferð slagbilshjartabilunar. CRT: cardiac resynchronization therapy, ICD: implantable cardioverter defibrillator, LVEF: left ventricular ejection fraction. [1]
Upphafsskammtur Viðhaldsskammtur (mg) (mg)
ACE hemlar Kaptopríl 6.25 x 3 Enalapril 2.5 x 2 Lisinopril 2.5 – 5.0 x 1 Ramipril 2.5 x1 Angiotensin Candesarta 4 – 8 x 1 viðtaka hemlar Valsartan 40 x 2 Beta hemlar Carvedilol 3.125 x 2 Metoprolol 12,5 / 25 x 1 Þvagræsilyf Furosemíð 20 – 40 Hydrochlorthíasíð 25 Aldosteron hemlar Spironolakton 25 x 1 Eplerone 25 x 1 Digoxin
50–100 x 3 10–20 x 2 20–35 x 1 5x2 32 x 1 160 x 2 25 – 50 x 2 200 x 1 40 – 240 12,5 – 100 25 – 50 x 1 50 x 1 0.0625 – 0.25 x 1
11.
12. 13. 14. 15. 16. 17.
Dickstein, K., et al., ESC guidelines for the diagnosis and treatment of acute and chronic heart failure 2008: the Task Force for the diagnosis and treatment of acute and chronic heart failure 2008 of the European Society of Cardiology. Developed in collaboration with the Heart Failure Association of the ESC (HFA) and endorsed by the European Society of Intensive Care Medicine (ESICM). Eur J Heart Fail, 2008. 10(10): p. 933-89. Cowie, M.R., et al., Incidence and aetiology of heart failure; a population-based study. Eur Heart J, 1999. 20(6): p. 421-8. Roger, V.L., et al., Heart disease and stroke statistics--2011 update: a report from the American Heart Association. Circulation. 123(4): p. e18-e209. Bleumink, G.S., et al., Quantifying the heart failure epidemic: prevalence, incidence rate, lifetime risk and prognosis of heart failure The Rotterdam Study. Eur Heart J, 2004. 25(18): p. 1614-9. Fox, K.F., et al., Coronary artery disease as the cause of incident heart failure in the population. Eur Heart J, 2001. 22(3): p. 228-36. Konstam, M.A., et al., Ventricular remodeling in heart failure: a credible surrogate endpoint. J Card Fail, 2003. 9(5): p. 350-3. Brilla, C.G. and B. Maisch, Regulation of the structural remodelling of the myocardium: from hypertrophy to heart failure. Eur Heart J, 1994. 15 Suppl D: p. 45-52. Zile, M.R., C.F. Baicu, and W.H. Gaasch, Diastolic heart failure--abnormalities in active relaxation and passive stiffness of the left ventricle. N Engl J Med, 2004. 350(19): p. 1953-9. Vasan, R.S., et al., Congestive heart failure in subjects with normal versus reduced left ventricular ejection fraction: prevalence and mortality in a population-based cohort. J Am Coll Cardiol, 1999. 33(7): p. 1948-55. Brogan, W.C., 3rd, et al., The natural history of isolated left ventricular diastolic dysfunction. Am J Med, 1992. 92(6): p. 627-30. Epstein, F.H., R.W. Schrier, and W.T. Abraham, Hormones and Hemodynamics in Heart Failure. New England Journal of Medicine, 1999. 341(8 %R doi:10.1056/NEJM199908193410806): p. 577-585. Weber, K.T., Aldosterone in congestive heart failure. N Engl J Med, 2001. 345(23): p. 1689-97. Davie, A.P., et al., Assessing diagnosis in heart failure: which features are any use? Qjm, 1997. 90(5): p. 335-9. Helgason S, e.a., Hjartabilun - BNP/NTproBNP mæling. Klínískar leiðbeiningar., in Landlæknisembættið. 2008. Ekman, I., et al., Symptoms in patients with heart failure are prognostic predictors: insights from COMET. J Card Fail, 2005. 11(4): p. 288-92. Travers, B., et al., Fluid restriction in the management of decompensated heart failure: no impact on time to clinical stability. J Card Fail, 2007. 13(2): p. 128-32. Suskin, N., et al., Relationship of current and past smoking to mortality and morbidity in patients with left ventricular dysfunction. J Am Coll Cardiol, 2001. 37(6): p. 1677-82.
Tafla 1. Helstu lyf notuð í hjartabilun.[1]
33
Hjálparstarf á Haíti Bjarni Árnason, deildarlæknir á bráðasviði LSH
er leit að fötum fyrir 35 gráðu hita, 80% raka auk „monsoon“ rigningar, töluvert lógistískt vandamál, sérstaklega þegar mosquitoófétin sækja í mann. Það getur einnig tekið á taugarnar að eiga samskipti við sýslumenn, bankafólk og aðra búrokrata. Læknisskoðanir og bólusetningar þurftu að vera á hreinu fyrir brottför. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti einnig strik í reikninginn varðandi ferðaplönin sem breyttust sífellt dagana fyrir brottför.
É H
ugur minn hafði ekki beinlínis alltaf stefnt að hjálpar starfi þótt hugmyndin um að hjálpa þeim sem minna mega sín í kjölfar náttúruhamfara eða stríðsátaka hafi heillað mig allt frá unglingsárum. Lítil auglýsing eftir umsækjendum á sendifulltrúanámskeið Rauða Kross Íslands, sem hengd hafði verið upp á Bráðadeild LSH var kveikjan að þessu ævintýri sem síðar varð að veru leika. 12. janúar 2010 reið skelfilegur jarðskjálfti yfir Haíti. Þessi fyrrum nýlenda Frakka í Karabíahafi er fátækasta ríki Vesturheims. Landið hefur raunar ekki farið varhluta af jarð skjálftum í gegnum tíðina, margir hverjir stórir. Upptök þessa skjálfta voru einungis 25 km vestur af höfuðborginni, Port au Prince, og mældist 7,3 á Richter. Rauði Krossinn telur að um 220 þúsund manns hafi látist, yfir 300 þúsund særst og yfir 1,5 milljón manns misst heimili sín. Sem læknir fann ég skyndilega fyrir mikilli löngun til að leggja lóð á vogarskálarnar og nýta menntun mína og áhuga á bráðalækningum í þágu þessa sárþjáða fólks. Í landi sem skorti alla innviði til að takast á við þennan gríðarlega vanda. Það liðu einungis tæpar þrjár vikur frá því að ég lauk sendifulltrúanámskeiðinu þar til kallið kom. Á því átti ég engan veginn von. “Brottför eftir viku” var sagt á hinum enda línunnar. Fyrir eiginmann og tveggja barna föður var þetta skipulagsleg áskorun en það stóð samt ekki á svarinu. Dagarnir sem í hönd fóru tóku á taugarnar. Til að mynda
34
g held ég gleymi aldrei komudeginum til Port au Prince. Ekkert sem ég hafði áður reynt hefði getað undirbúið mig fyrir þá lífsreynslu. Vaknaði snemma á þriggja stjörnu hóteli í New York, sporðrenndi continental breakfast og síðan hélt ég út á flugvöllinn með kaffi í takeaway krús… Það var eitthvað allt annað sem tók á móti okkur við komuna til Port au Prince. Alger ringulreið! Ekki laust við að maður yrði dálítið skelkaður við aðstæðurnar á flugvellinum sem greinilega voru ekki alveg tryggar!
Við fundum loks Rauða Kross starfsmanninn sem átti að keyra okkur í Base Camp og við tók ferð sem fékk tárin fram í augun hjá manni. Ráfandi munaðarlaus börn í fæðuleit á götunni og fólk sem bjó í tjöldum á umferðareyjum við al gerlega vonlaus skilyrði. Eyðileggingin blasti við manni hvar vetna.
T
jaldsjúkrahús þýska Rauða Krossins var staðsett á stórum íþróttaleikvangi í Carrefour. Einu fátækasta úthverfi PaP og samanstóð af karladeild, kvennadeild, barnadeild og fæðingardeild auk skurðsstofu. Allt saman í stórum tjöldum. Einnig var þar svonefnd outpatient depart ment, sem var einskonar bráðadeild/heilsugæsla. Þá var þar frumstæð rannsóknarstofa og röntgentjald með röntgentæki sem ku hafa verið bilað mánuðum saman en hafði nýlega verið gert við. Á spítalanum störfuðu þegar mest var um 40 sendifulltrúar Rauða Krossins. Vistarverur okkar voru í tjöldum í öðrum enda leikvangsins. Tjöldin voru sæmilega stór. Í þeim stóð bekkur með striga strengdum yfir járngrind. Engar tempur dýnur… aðeins örþunnri tjalddýnu var smellt ofan á strigann. Miðað við faunu tjaldsins, sem innihélt m.a. ofurherskáa hermaura, mosquito flugur, köngulær og stöku kakkalakka varð Mosquito Dome-ið mitt að mínum griðar
stað. Hins vegar var það tvíeggjað sverð þar sem hitinn inni í tjaldinu gat orðið allt að 50 gráður og rakinn óbærilegur um leið og birti og var þá ansi erfitt að sofa inni í þéttmöskvuðu Mosquito Dome inni í sjálfu tjaldinu. Spítalinn var afgirtur og vaktaður af haítiskri öryggis þjónustu allan sólarhringinn. Enginn sendifulltrúanna fór út fyrir leikvanginn nema í lokuðum bílum með öryggisverði og algert útgöngubann var eftir klukkan 18. Þrátt fyrir að senni lega hafi öryggisgæslu að vissu leyti verið ofgert var klárt að aðstæður voru nokkuð ótryggar fyrir hvítan mann í fátækra hverfum PaP. Nokkrum dögum fyrir komu mína höfðu 5 sendifulltrúum annarra samtaka verið rænt. Á þeim þremur mánuðum sem tjaldsjúkrahúsið hafði verið starfrækt höfðu þangað leitað 23 þúsund sjúklingar eða um 260 á dag! Raunar jókst aðsóknin á tímanum sem ég varði þarna þar sem mörg hjálparsamtök voru að loka heilsu gæslum sínum og spítölum og draga sig út úr hjálparstarfinu. Þá fæddust þar um 250 börn á mánuði eða u.þ.b. 8 daglega, en mæðraeftirlit og fæðingaraðstaðan á þýska tjaldsjúkra húsinu þótti meðal þess besta sem gerðist í PaP á þessum tíma. Skurðdeildin var fullbókuð alla daga og nær eingöngu framkvæmdar bráðaskurðaðgerðir. Hún var nokkuð vel búin þótt engin væri svæfingavélin. Skurðlæknarnir, Ollie og Alex, unnu frábært starf. Ollie er finnskur almennur skurðlæknir, hokinn af reynslu með 11 mission á bakinu. Ekkert virtist honum ofviða og gerði hann t.d. bráða-craniotomy á sjúklingi eftir skotárás hér á tjaldsjúkrahúsinu daginn eftir komu mína. Alexandra var ungur traumaskurðlæknir frá Kanada sem gerði allt frá bráða-laparotomium til flipa-aðgerða á sjúklingum með legusár. Hún vann einnig þrekvirki í meðhöndlun bruna sjúklinganna okkar með húðágræðslum.
M
ér var síðan hent út í djúpu laugina, mitt hlutverk var að vera konsúlterandi læknir bráðadeildarinnar, n.k. sérfræðingshlutverk. Ég held reyndar að stjórn endur sjúkrahússins hafi aldrei almennilega skilið að ég væri
“bara” deildarlæknir þótt það hafi ætíð komið skýrt fram á öllum pappírum. Á bráðadeildinni störfuðu 8-9 haítiskir og kúbverskir læknar. Einstakir og glaðlyndir strákar en óreyndir. Þeir unnu alla daga vikunnar en skiptust svo á að taka nætur vaktir. Einungis 2-3 þeirra töluðu ensku en annars eingöngu frönsku og creole sem gerðu samskipti okkar dálítið áhuga verð þar sem kunnátta mín í frönsku var afar takmörkuð. Mér til halds og trausts voru þó túlkar. Hlutverk mitt var svo að vera bakvakt þeirra auk þess að stjórna svo öllum bráðatil fellum, s.s. fjöláverkum og endurlífgunum sem reyndust ansi margar. Það var afar þroskandi fyrir mig, starfandi á háskóla sjúkrahúsi, að koma á stað þar sem ekki er sjálfsagt að fá blóðprufur, þvaggreiningu og myndgreiningu. „Hið kliníska nef“ óx í dvölinni og staðfesti ennfremur gildi góðrar sögu og skoðunar. Á tjaldsjúkrahúsinu voru hlutirnir fremur frum stæðir. Þannig var mögulegt að fá hemóglóbín og hvít blóð korn en þar með var það einnig upptalið. Hver þarf annars electrolyta og TnT? Reyndar átti að vera hægt að stixa blóð sykur en stixstrimlana var ekki hægt að fá út úr tollinum nema að borga fyrir það offjár undir borðið hjá hinum spilltu tolla yfirvöldum Haíti.
Vaktirnar voru langar. Ég vann alla daga og tók svo aðra hverja næturvakt, sem sagt 36 tímar og svo 12 tímar í frí. Þetta reyndi á en það sem maður sá á hverjum degi var svo læknis fræðilega krefjandi og spennandi að það krefðist áralangrar vinnu á bráðamóttöku til þess að upplifa það sama! Margir sjúklinganna báru merki þess að hafa sjaldan eða jafnvel aldrei komið til læknis. Mörg vandamál voru auðleyst og meðferðin þakklát, svo sem minni áverkar, sýkingar, malaría og fleira. Endurlífganir á börnum gengu líka oft mjög vel. Margir þeirra höfðu hins vegar langt leidda króníska sjúkdóma eins og há þrýsting og sykursýki, en aldrei verið meðhöndlaðir. Ég held til að mynda að ég hafi séð alla fylgikvilla sykursýki. Þetta var erfiður sjúklingahópur. Nær tilgangslaust var að hefja með ferð þar sem maður vissi að engin eftirfylgni yrði um leið og sjúklingurinn yrði útskrifaður. Við höfðum yfir að ráða skimunarprófum fyrir HIV en það var eiginlega jafn tilgangs laust að hefja meðhöndlun á þeim sem greindir voru þar sem engin heilbrigðisstofnun gat fylgt þeirri meðferð eftir. Þótt flestir hefðu misst ástvini, foreldra eða jafnvel börnin sín í þeim hörmungum sem hér riðu yfir var svo sannarlega ljóst að lífið hélt áfram. Það var frábært að sjá gleðina í augum fólksins á Haíti, allir ætíð brosandi og dansandi og ævin lega þakklátt. Ég er þakklátur fyrir þessa reynslu og mun ekki skorast undan verði ég beðinn að fara aftur sem sendifulltrúi Rauða Krossins.
35
Lengi lifir í göm
Það er stundum sagt að það lifi lengi í gömlum glæðum. L um starfandi sérfræðinga á Landspítalanum og þekk
Ríkarður Sigfússon, bæklunarskurðlæknir: LL: Hvað heita frumurnar sem framleiða Glúkagon? RS: Eitthvað í Langerhans eyjunum. LL: Hvað eru margar æðar sem tengjast við hjartað? RS: Fimm, allavega fleiri en ein! LL: Hvað eru margar beygjur á ristlinum? RS: Allavega fjórar.
Ari J. Jóhannesson, innkirtlalæknir: LL: Hvað eru margar beygjur á ristlinum? AJJ: Colon islandus er lengsti ristill allra. Þær eru náttúrulega fjórar!
Runólfur Pálsson, nýrnalæknir: LL: Hvað heitir liðskálin í öxlinni? RP: Cavum glenoidale LL: Hvað eru margar æðar sem tengjast við hjartað? RP: Níu
Þorsteinn Gíslason, þvagfæraskurðlæknir: LL: Hvað tákna delta bylgjur á EKG? ÞG: Það var ekki búið að finna þær upp þegar ég var í læknadeild. LL: Hvað afmarkar Hasselbach’s triangle? ÞG: Lig. inguinale, arteria epigastric inferior og rectus vöðvinn
36
mlum glæðum
Léttlyndi læknaneminn fór og athugaði hvort það ætti við kingu þeirra á öðrum sérgreinum. Ekki stóð á svörum.
Steinunn H. Jónsdóttir, slysa- og bráðadeild: LL: Upp hvaða mænubraut fer snertiskyn? S: Einhvern af þessum columnum. LL: Hvað kallast stóra táin á fræðilega málinu? S: Hallux
Haukur Hjaltason, taugalæknir: LL: Hvernig læknir er McDreamy? HH: Ekki græna glóru! LL: Hvað markar Hasselbach’s triangle? HH: Eitthvað chemiu dæmi? LL: Hvað heitir liðskálin í öxlinni? HH: Cavum eitthvað
Aron Björnsson, heila- og taugaskurðlæknir: LL: Upp hvaða mænubraut fer snertiskyn? AB: Tractus spinothalamicus LL: Hvað heitir inngangurinn á galli inn í skeifugörn? AB: Papilla of Vateri
Tryggvi Björn Stefánsson, almennur skurðlæknir: LL: Hvað stendur REM fyrir? TBS: Rapid eye movement LL: Líður þér einhvern tímann eins og rokkstjörnu í vinnunni? TBS: Já alltaf. Held það sé mjög algengt hér á ganginum (skrifstofugangur almennra skurðlækna).
37
Holsjárhermismót læknan ema var haldið í fyrsta skipti í febrúar og mars 2011. Már Egils son læknanemi á 6. ári stóð að baki þessum skemmtilega við burði. Þátttakan var með besta móti en alls 32 læknanemar á klínísku árunum tóku þátt og voru bestu tímarnir afar nærri hvor öðrum enda fáránlega góðir tímar þarna á ferð. Keppendur þreyttu æfingar þar sem perlum var raðað í fyrirfram ákveðið mynstur. Reyndi þetta verulega á rúmskynjun og fín hreyfingar. Eftirf arandi tíu keppe ndur voru hlutskarpastir í mótinu.
1. Stefán Ágúst Hafsteinsson, 5. ár: 01:39 mín. 2. Einar Teitur Björnsson, 5.ár: 01:49 mín. 3. Hrólfur Vilhjálmsson, 5. ár: 02:04 mín. 4. Bjarki Steinn Traustason, 4. ár: 02:10 mín. 5. Dagbjört Helgadóttir, 6. ár: 02:12 mín. 6. Gunnar Sigurðsson, 5. ár: 02:16 mín. 7. Elena Roell, erlendur skiptinemi: 02:19 mín. 8. Guðmundur Vignir, 6. ár: 02:34 mín. 9. Gunnar Jóhannsson, 5. ár: 03:00 mín. 10. Hjörleifur Skorri Þormóðsson, 4. ár: 03:01 mín.
Efstu 5 keppendurnir fengu veglegt viðurkenningarskjal. Talið frá hægri: Már Egilsson, Stefán Ágúst Hafsteinsson, Dagbjört Helgadóttir, Hrólfur Vilhjálmsson og Einar Teitur Björnsson. Á myndina vantar Bjarka Stein Traustason.
Það ríkti gífurleg spenna þegar Kristján Baldvinsson af 4. ári þreytti þrautina.
Stefán Ágúst hlýtur því titilinn Holsjárhermis meistari Læknanema 2011. Mótið þótti heppnast með besta móti og standa vonir til að gera þetta að árvissum viðburði. Stundum dugar ekkert minna en laparotomia til verksins
38
r_marangoni.indd
Tempra
Reykjavík · Skeifunni 5 · Sími: 581 3002 Akureyri · Draupnisgötu 5 · Sími: 462 3002 Egilsstöðum · Þverklettum 1 · Sími: 471 2002
3
23-12-
Tíu rauð augu eftir Andra Elfarsson, deildarlækni á augndeild Landspítalans Enginn verður ólærður læknir. Allir læknar þurfa að vinna á heilsugæslu áður en þeir fá lækningaleyfi og þar er aðalatriði að missa ekki af alvarlegum sjúkdómum eins og þeim í KIA tríóinu (Keratitis, Iritis og Acute glaucoma). Ef leita skal ráða á augndeild má ganga í augun á vakthafandi lækni með því að hafa eftirtalin atriði á hreinu: Saga 1. Verkur 2. Móðusýn 3. Annað auga eða bæði 4. Ljósfælni 5. Útferð Skoðun 1. Dreifing roðans 2. Sjónmæling 3. Útlit hornhimnu 4. Deyfing 5. Ljósop
( P ain) ( V ision) ( C ompare) ( P hotophobia) ( P us) ( P eripheral/central) ( V ision) ( C ornea) ( P ain pharmacy) ( P upils)
Til að efla minnisfestingu lesenda smíðaði ég þessa minnis reglu, PVC-PP. PVC er plastefnið polyvinyl chloride og er öðr um plastefnum, PP (phthalate plasticizers), gjarnan bætt út í það til að fá út mýkra efni sem er til dæmis notað í garðslöngur og rafmagnssnúrur.
Saga: 1. Verkur (Pain) • Mikill verkur, sárt að depla og augað dregið í pung eru merki um hornhimnuvandamál. º Verkur frá hornhimnu gefur aðskotahlutstilfinningu, fólki finnst eins og það sé með stórt korn í auganu eða eitthvað undir augnlokinu. º Ef grunur er um verk frá hornhimnu muna að spyrja um linsunotkun og hvort eitthvað hafi raunverulega farið í augað. • Djúpur verkur getur táknað lithimnubólgu og þá er aug að oft aumt og ljósfælið. • Mikill djúpur verkur og ógleði getur táknað bráðagláku. • Verkur frá auga leiðir gjarnan temporalt. 2. Móðusýn (Vision) • Óskýr sjón sem sjúklingur lýsir sem: „móðu“/„þoku“/ „slikju“ eða jafnvel „sé ekki neitt“. • Fylgir til dæmis lithimnubólgu og bráðagláku. • Þarf ekki að fylgja keratitis en getur gert það. • Færð ekki verri sjón við conjunctivitis. 3. Annað auga eða bæði (Compare) • Lang-oftast eru alvarlegu sjúkdómarnir öðrum megin. • Conjunctivitis fer gjarnan úr einu auga yfir í hitt. • Ofnæmi, hvarmabólga og augnþurrkur eru oft í báðum augum. 4. Ljósfælni (Photophobia) • Verkur við að fá ljós í augað. • Fylgir mjög oft alvarlegum augnvandamálum, t.d. lit himnubólgu, keratitis og bráðagláku. • Klassískt einkenni mígreni höfuðverks. 5. Útferð (Pus) • Aðaleinkenni conjunctivitis, sérstaklega ef um gröft er að ræða. • Klassískt er að augnlok séu límd saman að morgni.
40
• Tárarennsli getur þó fylgt alvarlegum sjúkdómum.
Skoðun: 1. Dreifing roðans (Peripheral/central) • Roði sem er centralt (í kringum hornhimnu) kallast ciliary flush og er teikn um alvarlegt vandamál eins og lithimnubólgu, keratitis og bráðagláku. • Central roða getur einnig fylgt roði í periferiu augans. • Roði sem eingöngu er í periferiu augans er ekki alvarlegt teikn. 2. Sjónmæling (Vision) • Ef Snellen kort (þetta klassíska sjónmælingakort) er á staðnum skal mæla sjónskerpu. º Ef ekki þá reyna að meta hvort sjón sé jöfn beggja vegna. • Mæla sjón með gleraugum ef fólk notar þau til að sjá frá sér. 3. Útlit hornhimnu og litun (Cornea) • Ef ekki er augnsmásjá á staðnum má gera þetta með handheldu ljósi og skoða alla hornhimnuna í mikilli nálægð frá öllum hliðum. • Leita að þéttingum, aðskotahlutum eða rispum. • Gefa fluorescein litarefni og skoða eftir eina mínútu hvort ysta lag hornhimnu taki upp lit. • Skoðist í bláu ljósi og þá litast epithelial defect gulur. 4. Deyfing (Pain pharmacy) • Gott að nota við skoðun ef fólki finnst erfitt að hafa augað opið vegna verks. • Snjallt að gefa samhliða litarefni. • Ef verkur hverfur á mínútu og fólki líður „eins og Guð hafi snert augað“ þá er það klárt merki um hornhimnuverk. 5. Ljósop (Pupils) • Skoða fyrst bæði ljósop án þess að lýsa inn. • Lýsa í bæði augu og meta direct og indirect svörun. º Meta um leið ljósfælni. • Leita að hvort ljósop rauða augans sé jafnt og hreyfist eðlilega. º Ef ljósopið hreyfist ekki getur það t.d. verið vegna bráðagláku eða lithimnubólgu.
10 orsakir fyrir rauðu auga sem gott er að þekkja: Keratitis • Mjög mikill verkur og aðskotahlutstilfinning. • Ljósfælni. • Mögulega móðusýn ef centralt. • Sjást oftast macroscopiskt ef vel er að gáð sem grámi á hornhimnu. • Þéttingin tekur upp lit. • Verkurinn hverfur við deyfingu, „eins og Guð hafi snert augað“ º Fólk myndi gjarnan vilja fá deyfidropana með sér heim en má það ekki. • Ciliary flush, gjarnan mestur roði nálægt þéttingunni. • Pathogen: Bakteríur, veirur, amöbur, sveppir. • Ef grunur um keratitis spyrja út í linsunotkun. Bráðagláka • Djúpur verkur í auga eða í kringum augað til dæmis við augabrún.
º Stundum koma þessir sjúklingar inn á bráðamóttöku með höfuðverk og ógleði og átta sig einfaldlega ekki á því að höfuðverkurinn stafar frá auganu. • Mikil ógleði og jafnvel uppköst. • Móðusýn og mögulega litaður halo kringum ljós. • Ciliary flush eða eldrautt auga þar sem roðinn nær inn að hornhimnu. • Mið-dilaterað og óhreyfanlegt ljósop. • Gjarnan fjarsýnt fólk, 60 ára og eldra, sem ekki hefur farið í augasteinaskipti. º Fjórar konur á móti hverjum karli. Lithimnubólga (uveitis, iritis, iridocyclitis) • Djúpur verkur, áberandi ljósfælni og augað aumt viðkomu. • Móðusýn . • Ciliary flush. • Ljósop getur verið fast eða þrengra. • Gjarnan fólk á fertugsaldri við fyrstu bólgu. Conjunctivitis • Útferð/gröftur – aðaleinkenni og því auðvelt að taka strok frá slímhimnunni: º Bakteríur valda oft miklum þykkum greftri þannig að augnhárin eru jafnvel föst saman þegar fólk vaknar á morgnana. º Veirur valda fremur vatnskenndri útferð, augnlok eru jafnvel klístruð saman á morgnana og oft er saga um efri öndunarfærasýkingu samhliða. º Chlamydia getur valdið vatnskenndri eða þunnri graftrarkenndri útferð. • Roði byrjar í öðru auganu en smitast oft í hitt líka. • Væg óþægindi við að blikka og deyfing breytir litlu. Ofnæmi (allergic conjunctivitis) • Roði og kláði í báðum augum. • Væg útferð, oft vatns- eða slímkennd. • Oft saga um annað ofnæmi til dæmis ofnæmiskvef. • Oft árstíðabundið eða tengt gæludýrum. Augnþurrkur (keratoconjunctivitis sicca) og Meibomian Gland Dysfunction • Augnþurrkur er saklaus en veldur óþægindum. • MGD (aftanverð hvarmabólga) getur valdið augnþurrki. • Sviða-, bruna- eða þurrktilfinning í öðru eða báðum augum og stundum til skiptis. • Oft aðskotahlutstilfinning ef blettir á hornhimnu þorna upp. º Getur komið fram sem talsverður verkur frá hornhimnu. • Tárarennsli getur fylgt . º Sérstaklega við vinnu í tölvu, sjónvarpsáhorf og lestur en þá deplar fólk sjaldnar. • Vægur dreifður roði. • Örlitlir punktar sjást gjarnan við litun neðanvert á hornhimnu. Endophthalmitis • Langoftast í kjölfar aðgerða á augum til dæmis augasteinaskipti. º Algengast í fyrstu viku eftir aðgerð en getur komið fram mörgum vikum síðar. • Mikill djúpur verkur, auga aumt viðkomu og ljósfælni. • Hröð versnun á sjón . • Mjög rautt auga. • Hypopyon getur sést við skoðun. Episcleritis • Staðbundinn roði og óþægindi í auga sem koma skyndilega á innan við einni klukkustund. • Oftast öðrum megin en stundum beggja vegna. • Oft rauður blettur milli augnlokanna (interpalpebral) öðrum megin við hornhimnu.
Subconjunctival blæðing • Ekki víkkaðar æðar heldur samfelld roðabreiða. • Hættulaust og þarfnast engrar meðhöndlunar. • Háþrýstingur og blóðstorkuvandamál auka líkur á því að þetta gerist. Fyrir þá sem lifa fyrir minnisreglur setti ég saman KAMIKAZE; Keratitis, Acute glaucoma, Meibomian gland dysfunction, Iritis, Keratoconjunctivitis sicca, Allergy, ZZZzzzZZZ er fyrir con junctivitis og að lokum Endophthalmitis og Episcleritis. Subcon junctival blæðing fær ekki sess í minnisreglu. Lokaorð: Í mörg horn er að líta varðandi rauð augu og ekki er allt sem sýnist. Oft er gott að fá nýtt sjónarhorn á vandamálið því betur sjá augu en auga. Þá liggur í augum uppi að ráðgjöf augnlæknis er gulli betri. Sjón er sögu ríkari og vilja augnlækn ar gjarnan fá sjúklinga til sín ef grunur er um alvarlegt augn vandamál og hafa auga með þeim. PS. aldrei skrifa upp á stera í augu (þ.m.t. HTP) eða deyfidropa.
Mynd 1. Hér má sjá rétt fyrir ofan ljósopið að hornhimnan tekur upp fluorescein lit í trjágreinamynstri sem er klassískt fyrir herpes keratitis.
Mynd 2. Hér má sjá klassíska subconjunctival blæðingu. Myndir 1 og 2 birtar með góðfúslegu leyfi hins ítalska Umberto Benelli, MD, PhD. (http://www.eyeatlas.com/Eyeatlas)
41
Lýðheilsufélag læknanema stóð fyrir Blóðgjafamánuði Háskóla Íslands nú í mars sl. eins og tíðkast hefur síðastliðin ár. Markmið átaksins er að vekja athygli á blóðgjöf og hvetja nemendur Háskólans til að gerast reglulegir blóðgjafar. Átakið var þó með breyttu sniði að þessu sinni þar sem Vodafone ákvað að gefa 500 kr. til Krafts (Styrktarfélags ungs fólks með krabbamein) fyrir hverja heimsókn stúdenta í Blóðbankann. Ásamt því að leggja Lýðheilsufélagi læknanema lið í að gera átakið að veruleika. Stúdentar Háskóla Íslands höfðu því tvöfalt tækifæri í marsmánuði til að láta gott af sér leiða með því að leggja leið sína á Snorrabrautina auk þess sem Blóðbankabíllinn kom á háskólasvæðið þrisvar í mánuðinum. Keppni var haldin um hvaða nemendafélag skólans gæfi hlutfallslega flestar blóðgjafir miðað við félagsmenn og voru úrslit þeirrar keppni kynnt á Háskólatorgi þann 6. apríl síðastliðinn á lokahófi mánaðarins þar sem hljómsveitirnar Ojba Rasta og Orphic Oxtra skemmtu gestum. Annað árið í röð var það Komplex (Félag framhaldsnema í efna- og lífefnafræði) sem hlaut fyrstu
verðlaun í keppninni en FLOG (Félag lífeinda- og geislafræðinema) hlaut annað sætið og Félag læknanema það þriðja. Fulltrúar frá Krafti veittu þar að auki Félagi læknanema viðurkenningu fyrir að hafa gefið flestar blóðgjafir og safnað þar af leiðandi hæstri upphæð af öllum nemendafélögunum en alls söfnuðu stúdentar 160.000 kr. til styrktar Krafti og rúmir 75 lítrar (153 pokar) söfnuðust í átakinu. Á dagskrá mánaðarins var einnig málþing sem haldið var í samstarfi við UGBFÍ og Actavis um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna þar sem rætt var um álitamál í tengslum við núverandi reglur um hverjum er vísað frá því að gefa blóð sitt. Lýðheilsufélag læknanema þakkar öllum sem tóku þátt í átakinu, starfsfólki Blóðbankans, Vodafone, Félagi læknanema, Félagsstofnun Stúdenta og Stúdentaráði fyrir samvinnuna. Blóðgjöf er lífgjöf! Fyrir hönd lýðheilsufélags læknanema, Fjóla Dögg Sigurðardóttir læknanemi á 2. ári.
Hulda (fulltrúi Blóðbankans) afhendir Guðrúnu Birnu Jakobsdóttur (formanni Komplex) blóðgjafabikarinn. Á myndinni eru (talið frá vinstri): Kristbjörg Gunnarsdóttir formaður FLOG, Guðrún Birna, Hulda, Telma Huld Ragnarsdóttir formaður Lýðheilsufélags læknanema og Ásdís Egilsdóttir formaður Félags læknanema.
Góð mæting var á lokahófið á Háskólatorgi. Hér er Orphan orxtra á sviði.
42
Guðrún Birna formaður FLOG sæl eftir sigur annað árið í röð.
Gillz tjáir sig Egill Gillz Einarsson er þekktur fyrir að hafa skoðanir á öllu. Léttlyndi læknaneminn hitti hann og fékk að heyra hvernig honum fyndist læknar eiga að vera.
LL: Hvernig finnst þér að læknir eigi að vera? Gillz: Hann þarf að vera helskafinn, helst 6–7% í fituprósentu. Menn verða að hugsa um útlitið. Mér finnst að allir læknir eigi að vera eins og Ridge Forrester í Bold and the Beautiful.
að vera kaffibrúnir allan daginn en um að gera að hafa gott krem í bjútítöskunni og nota það til að geta orðið kaffibrúnir og flottir þegar við á. Getur tekið smá tíma að ná þessu, sumir verða appelsínugulir fyrstu vikurnar. Mér finnst að læknar þurfi að finna sinn lit!
LL: Horfirðu meira á útlit heldur en framkomu? Gillz: Hmm… tja erfitt að segja... en ef grjótharður og vel klipptur læknir er að ræða við mann tekur maður frekar mark á honum heldur en einhverjum sem er með allt lóðrétt niður um sig.
LL: Þú gafst út bókina Mannasiðir. Finnst þér læknar hafa góða mannasiði? Gillz: Nei mér finnst það ekki. Mér finnst að margir sem ég hef séð til séu lausgirtir og koma fram við kvenfólk eins og hluti. Of algengt er að maður sjái einhvern lækni á B5 sem er að draga 2–3 kellingar heim í einu. Þannig að fljótt yfir litið eru þeir ekki svo góðir, en þó eru alveg fínir inn á milli.
LL: Eru læknar nægilega massaðir? Gillz: Nei það finnst mér ekki. Þó eru þeir nú sumir farnir að hugsa um þetta, en heilt yfir eru þeir það ekki! LL: Ef þú sérð lækni í hvítum slopp, á hann að hafa uppbrett eða er það tómt rugl? Gillz: Ef menn eru búnir að rífa aðeins í járnin og hafa efni á því. Það er... eru með almennilega framhandleggi. Þá finnst mér það vel við hæfi að bretta upp. En þá finnst mér menn líka þurfa að raka hárin, það sýnir miklu betur línurnar. LL: Eru læknar nógu tanaðir? Gillz: Ég skil vel að læknum sé illa við ljósabekki. Kremin eru þó að koma mjög sterk inn núna! Menn þurfa ekkert
LL: Myndir þú vilja vera læknir? Gillz: Jáá, hver myndi ekki vilja vera læknir! Tillir þér inn á Austur og ert að tala við stelpu sem spyr hvað þú gerir og þú getur sagt; „ég er læknir“. Það er alveg GRJÓTHART! Kellingarnar eru ekkert að hata það að deita lækni! Ég náttúrulega hef svipuð áhugamál og læknar, líkaminn og heilsa. Ég er þó ekki týpan sem nenni 7 ára háskólanámi. Finnst líka töluvert betra vinnuumhverfi í líkamsræktargeiranum, þó ég efist ekki um að það sé skemmtileg vinna að vera læknir.
43
Gellu spítalinn 2010
Anna Lind Kristjánsdóttir & Guðrún Eiríksdóttir
K
lukkan er kortér í ráðningarfund vorið 2010. Skyndilega bættust við tvær heil-sumarstöður á Heilsugæslunni í Ólafsvík. Á Barnaspítala Hringsins ómuðu hróp og köll: „Hvar er Guðrún? Hvar er Guðrún? Hvar er Ólafsvík?!“ Það sem eftir lifði dags blánuðum við og hvítnuðum til skiptis. Að lokum fór það svo að við riðum feitum hesti frá mjög tilfinningaþrungnum ráðningarfundi. Niðurstaðan: Ólafsvík yrði i okkar höndum! Eftir fundinn fannst okkur allar barnaklíníkurnar fjalla um hræðilega hluti sem gerast þegar maður er „einn í héraði“. Blá börn, sepsis, anafylaxi, coarctation… hvað á maður að gera við því þegar maður er “einn í héraði”? Ekki hjálpuðu sögurnar sem traumatiseraðir sérfræðingar sögðu okkur af hrottafengnum slagsmálum og dólgslátum verbúðarmanna í Ólafsvík hér í den.
Daginn eftir síðasta próf lögðum við svo af stað. Það var ekki laust við skjálfta þegar við stoppuðum í Hyrnunni og kvöddum stuttu síðar þjóðveg 1 á dramatískan hátt. Eftir því sem við keyrðum lengra fram nesið urðum við þöglari, hjartslátturinn þyngri og augun stærri. Hvern fjandann vorum við nú búnar að koma okkur út í? Það var ekki fyrr en við komum niður af Fróðárheiðinni og sáum bæinn blasa við sjóinn, gylltan í kvöldsólinni að við vissum að þetta væri bærinn okkar. Þetta yrði allt í lagi.
„Er hægt að tana þarna? Er gym?“ Héraðið telur u.þ.b. 2000 manns, nær frá Grundarfirði og vestur nesið að norðan, auk þess öll suðurhliðin til móts við Borgarnes. Á dagvinnutíma er tveggja lækna móttaka en eftir
46
það tekur vaktin við. Óuppdregnir verbúðardólgar reyndust heyra sögunni til og við nánari viðkynningu voru Ólsararnir skemmtilegt og hörkuduglegt fólk sem vildi bara fá bót sinna meina til að geta haldið áfram að stunda sjóinn og rækta garðinn sinn.
Fyrsti dagur með vaktsímann var sunnudagur og við fengum stuttan kynningarrúnt um stöðina með Ólafi fráfarandi lækni í Ólafsvík. Eftir kynninguna og yfirferð á akútlyfjatöskunni vorum við tilbúnar í slaginn. Þó brann á okkur bráðnauðsynleg spurning: Hvar eru beinmergsnálarnar? Augnaráðið sem við fengum frá Dr. Ólafsvík gaf til kynna að uppsetning beinmergsnála yrði líklegast ekki algengt vandamál á vaktinni. ”Hér er vaktsíminn stelpur, gangi ykkur vel”. Fyrstu kvöldin sátum við stjarfar heima og störðum á vaktsímann og tókum andköf við ef hann gaf frá sér hljóð. Oftast var um að ræða kvefuð börn eða minniháttar slys, smátt og smátt varð maður öruggari með sig. Eftir tvær vikur þorðum við meira að segja að fara í ræktina, saman! Auðvitað með vaktsímann í lúkunum og tilbúnar að taka sprettinn upp á stöð. Ef það kæmi nú blátt barn. Sveitalífið er á margan hátt afslappaðra og þægilegra en hasarinn á spítalanum. Þó að maður komist ekki í Office 1 á nóttunni eða geti valið á milli 100 tegunda af barbeque sósu, þá eru margar góðar hefðir í sveitinni sem því miður hafa tapast. Vingjarnlegt viðmót og hjálpsemi eru dæmi um góðar dygðir sem maður varð strax var við, en drottning allra sveitahefða er óumdeilanlega klukkutíma matarhlé sem ennþá viðhefst á mörgum stöðum úti á landi. Í hádeginu fórum við heim á svalirnar, hlustuðum á fréttir á gömlu gufunni og borðuðum hafragraut í sólinni. Já, sólin skein svo sannarlega
fyrstu dagana en við vorum varaðar við því að þetta myndi nú ekki endast.
Gipslagning-for-dummies Fyrstu vikurnar gengu mikið út á að bjarga sér. Röntgenmyndir tókum við sjálfar og lásum úr. Gipsin lögðum við líka sjálfar og lærðum fljótt að meta handbókina sem lá hjá röntgentækinu. Það var svo einn daginn rétt fyrir hádegi að á stöðina leitaði ungur og upprennandi íþróttakappi, vonarstjarna bæjarins. Hann var með tveggja vikna gamalt bátsbeinsgips úr plasti og þurfti nauðsynlega að láta skipta, kærastan var farin ad kvarta undan vondri lykt. Rútan beið úti á hlaði með allt liðið, tilbúið í mikilvæga keppnisferð. Framtíð liðsins var undir okkur komin!
Plastgips hafði verið sérpantað úr stórborginni fyrir kappann og við, aldar upp á spítalanum af útbrönsuðum læknum sem hræddu okkur með sögum af því hvernig maður þarf að bjarga sér í héraði með ekkert nema lýsi, sökk og vasaljós, vissum þarna nákvæmlega að hér var ekkert annað til ráða en að klippa gipsið- með skærum! Við brettum því upp ermarnar og hófumst handa. Þrátt fyrir að hafa deddað með Ólsurunum í gymminu- og allir vita að Ólsarar eru stórir og sterkir- sóttist okkur verkið seint, enda eru plastgips alræmd fyrir að standast hvað sem er. Á endanum hafðist það þó, hvort sem það var að þakka ofurmannlegum kröftum eða öllum ljótu og beittu orðunum sem við létum falla um það að á slysó í Reykjavík væri sko sög og hvern djöfulinn væri verið að senda á okkur plastgips lengst upp í sveit. Eftir að við höfðum eytt óhemjutíma í þetta annars einfalda verk, kom hjúkrunarfæðingurinn að aðgæta hvort það væri nú ekki allt með feldu. Þegar hún sá aðkomuna og skelfingarsvipinn á strákgreyinu spurði hún okkur: ”Stelpur, af hverju notuðuð þið ekki bara sögina upp í skáp?” Öhem, já einmitt… Fregnir af því að einhverjar stelpuskjátur úr borginni hefðu tekið við stöðu Ólafs læknis bárust eins og eldur um sinu í bænum. Heimamenn voru skeptískir og vildu tryggja að öryggi þeirra væri ekki ógnað. Símalistinn fylltist fljótlega af húsmæðrum sem vildu kanna hvort við kynnum ráð við svefnleysi og einn glaumgosinn gerðist meira að segja svo djarfur að spyrja hvort við værum einhleypar. Fyrst um sinn gengum við undir nöfnunum „þessi ljóshærða og þessi dökkhærða“. Þegar leið á sumarið léttist þó brún bæjarbúa og heilsugæslustöðin fékk viðurnefnið Gelluspítalinn.
Fyrsta F–útkallið Já það hlaut að koma að því. Fyrsta F-útkallið kom á
laugardagsnóttu: Öndunarerfiðleikar, líklegast glæpastarfsemi og morðhótanir. Vakthafandi Guðrún vopnaðist stethóskópi og bláu handbókinni, vippaði sér ótrauð upp í sjúkrabíl tilbúin að bjarga mannslífum. Það var því visst anti-climax að mæta í partý í heimahúsi þar sem ekki nokkur maður talaði stakt orð i ensku og hvað þá íslensku. Umræddir öndunarerfiðleikar reyndust vera unglingsstrákur með yfir 170 í púls og grunsamlega víðar pupillur en kærastan hans keðjureykti kasólétt og virtist vera að henda honum út. Hvern djöfulinn átti ég að gera við hyperventilerandi strákgreyið sem talaði viðstöðulaust á móðurmálinu og gafst alls ekki upp þótt ég skildi hann greinilega ekki. Líklegast var hann að bölva mér harkalega fyrir að draga sig úr partýinu. Löggan var mætt á svæðið og við rúntuðum aðeins um með sjúklinginn í aftursætinu. Þolinmæðin fór minnkandi og mest langaði okkur að setja hann i fangelsi fyrir að vera með leiðindi en úr varð að við hleyptum honum út á fótboltavöll þar sem hann fékk að hlaupa nokkra hringi. Róaðist hann merkilega mikið við það. Flest F-útköllin voru þó með hefðbundnari hætti og í rólegheitunum komumst við að því að þó að maður viti nú ekki allt þá gat maður bjargað sér með því sem maður þó vissi. Eftir að hafa farið fyrstu útköllin með sveitta lófa, þá áttaði maður sig á því að sömu lögmál læknisfræðinnar gilda á þjóðveginum og í kunnuglegu umhverfi spítalans. Oft gat maður ráðfært sig við góða kollega á spítalanum og ekki má gleyma að sjúkraflutningsmennirnir voru nú ekki að fara þennan rúnt í fyrsta skipti. Reyndar höfðu þeir rúntað nesið svo oft að þeir leyfðu okkur stundum að keyra sjúkrabílinn heim úr útköllum. Fyrir stelpuskjátur úr Reykjavík var það sko meiriháttar sport. Stórkostleg náttúra Snæfellsnessins er svo mögnuð að hún getur breytt örgustu glysköttum í kátar sveitakisur. Þó að maður væri bundinn vaktsímafjötrum innan héraðsins allt sumarið var svo ótalmargt að sjá og þá kom talstöðin að góðum notum. Eftir nokkra daga í störukeppni við vaktsímann drógum við þá ályktun að talstöðin væri miklu
betri félagsskapur og við gætum alveg eins notið blíðunnar buslandi í sjónum í Skarðsvíkinni eða í jeppaferð upp á jökulhálsi. Hrakspár heimamanna um veðurfar reyndust sem betur fer ekki réttar. Sumarið var með besta móti, ekki bara á Snæfellsnesinu heldur um allt land. Við héldum því uppteknum hætti og borðuðum hafragraut og sólskin
47
í hádegismat. Eftir vinnu gat maður svo hent sér út í móa með sólgleraugu og bók. Ef ský fór að draga fyrir sólu þegar klukkan nálgaðist fjögur gat maður alltaf hringt út á Hótel Búðir og spurt hvort það væri sól sunnan megin á nesinu og oftar en ekki var það raunin.
Réttir? Er það ekki svona þar sem maður sorterar kindurnar?
S
umarið okkar í héraði var ómetanleg reynsla, vissulega taugatrekkjandi fyrst um sinn og hörkupúl á köflum en gjörsamlega hverrar mínútu virði. Þó að maður sé „einn í héraði“, þá má maður ekki gleyma því að maður er ekki einn í heiminum! Ef maður er í vafa þá er alltaf betra að hringja á spítalann og fá ráðleggingar reyndari læknis. Í kringum mann er hópur góðs fólks sem maður getur leitað ráða hjá, hjúkrunarfræðingur, ritararnir, sjúkraþjálfari og ef maður er heppinn… góður lyfjafræðingur sem umber vitleysisganginn í manni- meira að segja það að vera kallaður út í apótek á laugardegi af því að doktorinn vantar varalit fyrir ball…
dagur & steini
Í svona litlu bæjarfélagi kemst maður ekki hjá því að kynnast fólki og fyrr en varði höfðum við eignast fullt af nýjum vinum. Í lok sumarsins var okkur tilkynnt að við yrðum ad koma aftur um haustid því það yrði gert ráð fyrir okkur i réttunum. Við létum að sjálfsögðu ekki segja okkur það tvisvar og í lok september snerum við aftur til Ólafsvíkur vopnaðar lopapeysum og gúmmístígvélum. Þar sötruðum við kjötsúpu med heimamönnum, tókum í nefið og sýndum áður óséð tilþrif í kindasorteringu. Þó grunar okkur ad réttirnar þetta
árið hefðu alveg mögulega bjargast án okkar hjálpar en engu ad síður uppskárum við nokkur high-five fyrir að sýna lit og mæta. Í lok dags voru svo tvö bráðmyndarleg lömb nefnd Guðrún og Anna Lind.
i
t Stærstista›ur skemm í heimi!
48
0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.
Getraun — tvífarar Léttlyndi læknaneminn hefur rekist á nokkra tvífara kvikmyndastjarna á ferð sinni um ganga Landspítalans. Að neðan eru myndir af leikurum sem hafa gert garðinn frægan og eru að auki það heppnir að eiga tvífara meðal lækna á Landspítalanum. Spurt er… hvaða læknar eru tvífarar þessara stjarna? Rétt (og röng) svör berist til dr.gledi@gmail.com. Verðlaunin eru af betri gerðinni.
50
Rannsóknarráðstefna 3. árs læknanema 26. og 27.maí 2010, Hringsalur, Barnaspítali Hringsins, Landspítali Háskólasjúkrahús
Litlir fyrirburar: Heilsufar og þroski á unglingsárum Gígja Erlingsdóttir1, Ingibjörg Georgsdóttir2, Atli Dagbjartsson1,3, Ásgeir Haraldsson1,3. 1 Læknad eild Hás kóla Íslands, 2Greininga r– og ráðg jafa rs töð ríkisins, 3Barnas pítali Hringsins, Lands pítala.
Ágrip Inngangur: Fæðing barns löngu fyrir áætl aðan fæðingardag hefur í för með sér aukna áhættu fyrir barnið, bæði á fyrstu vikum lífs en einnig á ýmsum síðkomnum fylgikvillum. Lífslíkur lítilla fyrirbura (extremely low birth weight, <1000 g) hafa aukist verulega síðustu tvo til þrjá áratugi einkum eftir að notku n á lungnab löðrus eyti (surf acta nts) sem lyfi við glærhimnusjúkdómi (hyaline membrane disease) varð almenn um 1990. Markmið rannsóknarinnar var að meta heilbrigði lítilla fyrirbura á unglingsárum. Efniv iðu r, eins takl inga r og aðf erði r: Úrt ak ranns ókna r voru 35 litli r fyri rb ur ar á aldrinum 14–19 ára. Samanburðarhóp mynduðu 55 ungmenni af sama aldri og kyni. Fyrirburarnir komu til viðtals og skoðunar barnalæknis á Landspítala í mars 2010. Fyr irburarnir og samanburðarbörn auk foreldra þeirra svöruðu spurningalistum og aflað var upplýsinga um heilsufar, vöxt, þroska, sjúk dóma, hegðun, líðan og námsárangur þeirra. Niðurstöður: Af 35 fyrirburum samþykktu 30 þátttöku í rannsókninni. Af 55 saman burðarbörnum samþykktu 37 þátttöku og skiluðu 29 af þeim inn spurningalistum. Af fyrirburunum voru 11 (38%) með frávik við taugalæknisfræðilega skoðun og fimm (17%) voru greindir með fötlun. Tvö börn til við bótar voru með vitsmunaþroska á mörkum þroskahömlunar. Þrír af fyrirburunum 30 (10%) munu líklega þurfa umsjá annars aðila í framtíðinni. Fyrirburastúlkurnar reyndust marktækt styttri en samanburðarstúlkurnar að meðaltali (163+/– 7,32 cm á móti 169,5 +/– 6,24 cm, p=0,04 eftir að útlagar voru undanskildir). Samkvæmt svörum foreldra eiga marktækt fleiri fyrirburar við félagsleg vandamál að stríða en samanburðarbörn (13 á móti 3) og fleiri fyrirburar hafa einkenni einhverfu (6 á móti 0), sem og athyglisbrests
og ofvirkni (4 á móti 1). Fyrirburar fengu lægri einkunnir að meðal tali í samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku í 4., 7. og 10. bekk en samanburð arbörn og reyndist munurinn marktækur í öllum tilfellum nema í íslenskuprófum í 7. og 10. bekk. Fyrirburar fengu að meðaltali lægri einkunnir í stærðfræði en íslensku og var munurinn marktækur í 7. bekk. Álykta ni r: Litli r ísl enski r fyrirb ura r sem eru komnir á unglingsár eiga við margvísleg vandamál að stríða, flest væg en sum alvar legri. Þeir eiga í meiri erfiðleikum en full burða samanburðarbörn, þá sérstaklega hvað varðar félagslega færni og nám. Flestir fyrir buranna virðast þó spjara sig afar vel miðað við veikindi þeirra við upphaf lífs.
Litlir fyrirburar : stöðustjórnun og heyrn á unglingsárum Arnar Þór Tulinius1, Einar J.Einarsson1, Ingi björg Georgsdóttir3, Ásgeir Haraldsson 1,2, Hannes Petersen1,2 1 Læknad eild Hás kóli Íslands, 2Lands píta li Hás kólas júkrah ús, 3 Greininga r– og ráðg jafa rs töð ríkisins Inngangur: Hreyfi– og jafnvægiserfiðleikar eru þekkt vandamál meðal lítilla fyrirbura (fæðingarþyngd <1000 g). Truflun á kerfi stöðustjórnunnar er þar talinn stór þáttur en það felur sér mikla samhæfingu aðfærslu upplýsinga frá stöðuskyni, jafnvægiskerfi og sjón, úrvinnslu þeirra upplýsinga í miðtauga kerfinu (MTK) og útsendingu fráfærsluboða til vöðva varðandi upprétta stöðu. Einnig hefur lengi verið vitað að litlir fyrirburar eru í aukinni hættu á heyrnarskerðingu hvort sem er á báðum eða öðru eyra. Þáttt ake ndu r og aðf erði r: Til skoðu na r í þessa ri aftu rs kyggnu feri lr anns ókn (co hort) voru 29 litlir fyrirburar (fæðingarþyngd <1000 g) og 40 fullburða börn á aldrinum 14–19 ára. Þátttakendur fóru í jafnvægisritun á POSTCON™ kraftplötu þar sem stöðug leiki, líkamssveifla og aðlögunarhæfni stöðu stjórnunarkerfisins var metinn. Þátttakendur fóru einnig í tvíþætt heyrnarpróf þar sem skoðaðir voru hreintónsheyrnarþröskuldar (Pure tone threshold) og otoacoustic em
issi oni r. Að loku m svöru ðu þáttt ake ndu r tveimur spurningalistum, annars vegar tengt upplifun þeirra á heyrn og hins vegar á svima og jafnvægi þeirra. Niðurstöður: Ein stúlka úr hópi fyrirbura greindist með væga heyrnarskerðingu auk eins einstaklings sem er með áðurgreinda, miðlungs heyrnarskerðingu á hægra eyra. Ekki mátti greina marktækan mun á með altal hreintónsþröskulda. Leiðnitap var ekki greinanlegt. Bjögunarafurðir (distortion pro ducts) OAE voru allt frá 31%–516% sterk ari hjá samanburðarhóp og mátti finna töl fræðilega marktækan mun milli hópa (hægra eyra p= 0,01, vinstra eyra p= 0,001). Ekki var marktækur munur milli hópa úr HMS– spurningal istum. Úr jafnvægisritun mátti greina tölfræðilega marktækan mun á hvíld artímabilum hópanna með opin augu bæði í fram og aftur stefnu (p=0,007) og til hlið anna (p=0,002). Yfir meðaltal áreitistímabila mátti greina mun milli hópa í hliðlæga stefnu með opin augun (p=0,018). Ekki var mark tækur munur úr jafnvægisspurningalistum Ályktun: Þótt einstaklingar innan fyrirbura hóps séu flestir ekki með greinanlega heyrn arskerðingu er öruggt að þessi hópur fólks þarf að fara sérstaklega varlega með heyrn sína eins og styrkl eiki bjögu na ra fu rða og hreintónsþröskuldar gefa til kynna. Hvað varða r stöðus tjórnu n hópa nna má sjá að aðlögunarhæfni fyrirbura er svipuð og sam anb urða rh óps. Jafnv ægi fyrirb urah óps er hins vegar mun verra þegar hóparnir eru með augun opin en ekki finnst marktækur munur með lokuð augun.
Tíðni alvarlegra heilablæðinga hjá fyrirburum, áhættuþættir og afleiðingar Jóhanna Gunnlaugsdóttir1, Laufey Ýr Sigurð ardóttir2, Þórður Þórkelsson1,2 1 Læknad eild Hás kóla Íslands, 2Barnas píta li Hringsins. Inng angu r: Lífslíku r fyrirb ura hafa auk ist mikið á undanförnum áratugum. Flestir fyrirburar verða heilbrigðir einstaklingar, en fötlun er þó algengari meðal fyrirbura en full burða barna. Ein helsta ástæða fötlunar hjá
51
fyrirburum er heilablæðing, sem flokkuð er í fjórar gráður eftir alvarleika. Markmið rann sóknarinnar var að kanna tíðni alvarlegra heilablæðinga (gráðu III–IV) hjá minnstu fyrirburunum hér á landi, helstu áhættuþætti og afleiðingar þeirra. Efni og aðf erði r: Um er að ræða aftu r skyggna tilfella– viðmiða rannsókn þar sem aflað var upplýsinga um tíðni, áhættuþætti og afleiðingar heilablæðingar meðal fyrir bura fædda eftir 24–30 vikna meðgöngu hér á landi á 20 ára tímabili (1988–2007). Til samanburðar við þau börn sem fengu heila blæðingu voru til viðmiðunar fundin börn sem ekki höfðu fengið heilablæðingu pöruð á meðgöngulengd. JMP tölfræðiforritið var notað við tölfræðiúrvinnslu, einkum t–próf og kí–kvaðrat próf. Niðurs töður: Alls greindu st 36 fyrirb ur ar (24–30 vikna meðganga) með III. og IV. gráðu heilablæðingu á rannsóknartímabil inu, 20 drengir og 16 stúlkur. Tíðni heila blæðingar var hæst meðal þeirra fyrirbura sem gengnir voru styst (44% við 24 og 25 vikna meðgöngu) og lægst meðal þeirra sem gengnir voru lengst (5,2% við 29 og 30 vikna meðgöngu). 11,1% tilfellanna höfðu fengið tvíbura–tvíbura blóðrennslissjúkdóm (twin– to–twin transfusion syndrome) í móðurkviði en ekkert viðmiðanna (p=0,016). Börnin í tilfellahópnum fengu lægri Apgar stigun við 5 mínútur (6 ± 1,6 vs. 7 ± 1,5, p=0,0096) og þurftu frekar á endurlífgun að halda (65,6% vs. 38,9%; p=0,03). Á nýburaskeiði fengu 86,1% tilfellanna glærhimnusjúkdóm (re spiratory distress syndrome) en 55,6% við miðanna (p=0,004). Fleiri mæður barnanna sem ekki fengu heilablæðingu höfðu fengið barkstera meira en 48 klst. fyrir fæðingu en í tilfellahópnum (48,6% vs. 23,5%; p=0,03). 61,1% barnanna í tilfellahópnum létust á ný buraskeiði, en 13,9% í viðmiðunarhópnum (p<0,0001). Af þeim sem lifðu fengu 60,0% tilfellanna CP heilalömun (cerebral palsy) síðar á ævinni en einungis 6,5% viðmiðanna (p=0,015). Ályktanir: Tíðni heilablæðingar eykst eftir því sem meðgöngulengdin er styttri. Áföll fyrir fæðinguna og í fæðingunni, og alvarleg veikindi á nýburaskeiði auka líkur á alvarlegri heilablæðingu hjá fyrirburum. Dánartíðni og tíðni fatlana er há meðal barna sem fá alvar lega heilablæðingu.
Afmýlandi bólgusjúkdómar í miðtaugakerfi barna á Íslandi árin 1990–2010 Brynjar Þór Guðb jörnss on1, Ólafu r Thora r ens en1,2, Laufe y Ýr Sigu rða rd óttir1,2, Hildu r Eina rsd óttir3 Læknad eild Hás kóla Íslands, Barnas píta li Hringsins, Mynd greininga rd eild, Lands pítali Hás kólas júkrah ús 1
2
3
Inngangur: Afmýlandi bólgusjúkdómar eru alvarlegir sjúkdómar í miðtaugakerfi barna. Þessir sjúkdómar geta skilið eftir sig skaða
52
sem veldur einstaklingnum sem fyrir verður ævarandi sjúkdómseinkennum. Sjúkdóms gerðir eru flóknar og hafa margar skilgrein ingar verið notaðar yfir sjúkdómana. Þetta hefur gert það að verkum að samanburðir milli rannsókna hafa reynst erfiðir. Til að bæta úr þessu setti International Pediatric Multiple sclerosis Study Group (IPMSSG) saman flokkunarkerfi árið 2007 yfir helstu afmýlandi bólgusjúkdóma í miðtaugakerfi barna. Kerfið flokkar sjúkdómana í barna– MS, clini ca lly isol ate d synd rome (CIS), Neurom yel iti s opti ca (NMO) og Acu te disseminated encephalomyelitis (ADEM). Radiologically Isolated Syndrome (RIS) til heyrir ekki flokkunarkerfinu en er afmýlandi ástand. Tilkoma kerfisins auðveldar saman burðarrannsóknir á sjúkdómunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi afmýlandi bólgusjúkdóma í börn um á Íslandi frá árunum 1990–2010. Ýmsir faraldsfræðilegir þættir voru skoðaðir auk þess sem helstu rannsóknarniðurstöður voru yfirfarnar og niðurstöður segulómskoðunar endurmetnar. Þá var meðferð skoðuð og mat lagt á horfur sjúklinganna. Sjúklingar og aðferðir: Rannsóknin var aft ursæ faraldsfræðileg rannsókn. Fundnir voru sjúklingar yngri en 18 ára og leitað eftir ICD greini nga rn úme ru m. Auk greini nga ri nn ar þurftu sjúklingarnir að uppfylla ákveðin greiningarviðmið. Upplýsinga var aflað úr sjúkras krám um eink enni og ranns ókni r. Segulómmyndir voru endurmetnar. Ástand var metið eftir viðurkenndum kvarða. Unnið var með öll gögn undir rannsóknanúmerum. Tölfræðileg úrv innsla fór fram í Exce l, notast var við lýsandi tölfræði. Fengin voru viðeigandi leyfi. Niðurstöður: Sjúklingar sem uppfylltu inn tökuskilyrði voru 20, 11 drengir (aldursbil: 1,2–16,9 ár miðg ildi:14,5) og níu stúlku r (aldursbil: 13,5–17,5 ár. miðgildi: 15,8). Ný gengi var 1,28/100.000 börn <18 ára. Flestir sjúklingar greindust með CIS (13–7 kvk: 6 kk), 2 greindust með ADEM, RIS og MS, 1 greindist með NMO. Fjöldi greininga var nokkuð jafn milli ára að því frátöldu að 6 einstaklingar greindust árið 2009. Algeng ast var að sjúklingar greindust síðla vetrar. Upplýsingar um sýkingar og bólusetningar voru takmarkaðar. Í tveimur tilvikum var fjölskyldusaga jákvæð. Blóðprufur voru ekki hjálplegar við greininguna en fástofna (oli goclon al) bönd mældu st hjá fimm af sjö sjúklingum sem greindust með MS. Greini legar afmýlandi skemmdir sáust á segulómun hjá 15 af 16 sjúklingum þar sem slíkar mynd ir lágu fyrir. Af þeim sjúklingum sem sýndu einkenni reyndust 16 af 19 sýna einkenni frá mörgum stöðum innan miðtaugakerfisins. Sterameðferð fengu 16 af 20 sjúklingum. Af þeim sjúklingum sem upplifðu afmýlandi kast eru 14 einkennalausir í dag, þar af eru sjö með MS í hvíldarfasa (relapse–remitt ing–MS). Ályktanir: Á síðustu 20 árum greindust 20
börn með afmýlandi bólgusjúkdóma á Ís landi sem er svipað og mælist í nágranna löndum. CIS virðist algengasta sjúkdóms gerðin. Talsverðar líkur eru á að afmýlandi kast þróist út í MS en þó eru horfur sjúklinga oft á tíðum góðar. Rannsókn okkar er mögulega einstök þar sem hún nær til heillar þjóðar. Hún veitir upplýsingar um nýgengi og horfur afmýlandi bólgusjúkdóma. Rannsóknin bætir þannig við þekkingu okkar á þessum erfiðu sjúk dómum og eykur möguleikann á að beita markvissri meðferð.
Aðgerðir vegna opinnar fóstur æðar í börnum og fullorðnum Ingibjörg Anna Ingadóttir1, Gunnlaug ur Sigfússon2, Gylfi Óskarsson2, Hróðmar Helgason2 1 Læknad eild Hás kóla Íslands, 2Barnas píta li Hringsin s Inngangur: Fósturæðin (ductus arteriosus) tengir lungnaslagæðina við ósæðina og beinir hluta blóðflæðis fram hjá lungunum á fóst urskeiði. Æðin lokast fjótlega eftir fæðingu en vegna galla getur hún haldist opin og leitt til hjartabilunar og aukið líkur á hjartaþels bólgu. Nýgengi opinnar fósturæðar er talin vera 1:2000. Lengi var æðinni lokað í skurð aðgerð en árið 1994 var fyrsta hjartaþræð ingin gerð hér á landi. Síðan hafa þræðingar verið að taka við af aðg erðu m. Markm ið rannsóknarinnar er að lýsa þeirri breytingu sem fylgt hefur nýrri tækni með tilliti til ár angurs, fylgikvilla, innlagnartíma, aldurs ofl. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aft urskyggn þar sem farið var yfir sjúkraskrár einstaklinga með greininguna opin fósturæð á Landspítala sem fóru í aðgerð eða þræðingu á árunum 1985–2009, að fyrirburum undan skildum. Einnig var farið yfir sjúkraskrár og upplýsingar í tölvukerfi á stofu hjartalækna. Niðu rs töðu r: Alls 137 aðgerðir og þræð ingar voru gerðar á 128 einstaklingum. Ný gengi á lokun fósturæðar með aðgerð eða þræðingu er 1:851. Þræðingar voru 101 en aðgerðir 36. Kynjahlutfallið (karlar:konur) var 2,4:1; miðaldur við greiningu 1.58 ár og hjartaóhljóð algengasta einkennið sem leiddi til greiningu (65.63%). Með tilkomu þræð ingartækninnar fjölgaði lokunum. Flestar voru þræðingar 14 á ári en aðgerðir 5 á ári. Hjartaþræðing: Í 101 þræðingu lokaðist æðin í 88.12% tilfella. Miðaldur var 4.67 ár, með alstærð fósturæða 2.54mm (+/–0.93). Með alinnlagnartími var 1.32 dagar (+/–0.06). Fylgikvillar komu fram hjá 5.94%. Leki um æð eftir lokun var hjá 7.94% sjúklinga. Að gerðir: Aðgerð bar árangur í 94.44% tilfella. Miðaldur var 0.83 ár, meðalstærð fósturæða 4.26mm (+/–1.51). Meðalinnlagnartími var 7.59 dagar (+/–2.34). Fylgikvillar komu fram hjá 44.44%. Leki um æð eftir lokun var hjá 18.75% sjúklinga. Ályktanir: Bæði aðgerð og þræðing eru ör uggar og árangursríkar aðferðir til lokunar á
opinni fósturæð. Í þræðingu eru fylgikvillar færri, innlagnartíminn styttri og því líklegast ódýrari kostur.
Algengi fæðuofnæmis á Íslandi við tveggja ára aldur. Áhrif um hverfisþátta. Kristrún Erla Sigurðardóttir, Michael Clau sen, Hildur S. Ragnarsdóttir Ingibjörg Hall dórsdóttir og Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. Inngangur: Algengi ofnæmissjúkdóma hef ur aukist síðustu áratugi. Algengi fæðuof næmis er þó á reiki þar sem fáar rannsóknir notast við gullstaðalinn í greiningu á fæðu ofnæmi þ.e. tvíblint fæðuþolpróf með sam anburði við lyfleysu. Fæðuofnæmi er því oft ofgreint, en mikilvægt er að fæðuofnæmi sé rétt greint vegna þess hversu alvarleg of næmisviðbrögðin geta verið og einnig vegna hamlandi áhrifa sem fæðuofnæmi getur haft á líf einstaklingsins. Markmiðið var að kanna alg engi og þróu n fæðuo fn æmi s ísl enskra barna til tveggja ára aldurs. Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin er hluti af EuroPrevall, alþjóðlegri rannsókn á algengi fæðuofnæm is sem er framskyggn ferilrannsókn. Börnin (1345) voru skráð til þátttöku fyrir fæðingu og fylgt eftir til 30 mánaða aldurs. Staðlaðir spurningalistar voru lagðir fyrir við fæðingu, 12, 24 og 30 mánaða aldur. Þessi rannsókn byggir að mestu leyti á 24 mánaða spurn ingalistunum sem voru 1203 þegar tölfræði úrvinnsla hófst. Ef börn fengu einkenni sem gáfu grun um fæðuofnæmi voru þau skoðuð af rannsóknarlækni, fæðusértækt IgE mælt og ofnæmishúðpróf framkvæmt. Ef sagan og niðurstöður þessara rannsókna voru sann færa ndi um fæðuo fn æmi gengu st börni n undir tvíblint fæðuþolpróf með samanburði við lyfleysu. Fæðuofnæmi var aðeins greint ef þolprófið var jákvætt eða ef barnið hafði fengið það alvarleg viðbrögð við fæðu að ekki þótti öruggt að framkvæma prófið. Niðu rs töðu r: Tilk ynnt var um eink enni hjá 515 börnum, 249 voru skoðuð af lækni, lækni gruna ði fæðuo fn æmi hjá 84 og 40 greindust með fæðuofnæmi. Algengi stað fests fæðuofnæmis er því 3,3% (40/1203). Af þeim voru 10 með ofnæmi fyrir fleiri en einni fæðut egu nd. Þrettá n börn greindu st með ofnæmi fyrir mjólk (1,1%), 26 fyrir eggjum (2,2%), 8 fyrir fiski (0,7%), 6 fyrir jarðhnet um (0,5%), 1 fyrir trjáhnetum (0,08%) og 2 fyrir hveiti (0,17%). Fjörutíu og þrjú ofnæmi greindust á fyrsta aldursári en 12 á öðru ald ursári. Eitt var ekki staðfest með tvíblindu fæðuþolprófi vegna alvarleika einkenna. Á rannsóknartímabilinu urðu tíu börn ofnæm islaus. Kannað var samband fæðuofnæm is við umhverfisþættina gæludýrahald, að hafa smakkað ógerilsneydda mjólk, reykingar móður, reykingar annarra á heimilinu, keis araskurð, inntöku lyfja við vélindabakflæði og neyslu lýsis. Álykta ni r: Miðað við rannsókn sem gerð
var fyrir 16 árum hefur algengi fæðuofnæmis aukist hjá íslenskum börnum við tveggja ára aldur. Þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningu fæðuofnæmis í dag virðast ofgreina fæðuofnæmi hjá börnum. EuroPrevall er fjármagnað af EB (FOOD– CT–2005–514000), Vísindasjóði Lsh, GSK
Afstaða foreldra á Íslandi til bólusetninga barna Emma Dögg Ágústsdóttir1, Ragnheiður Elísdóttir3, Sveinn Kjartansson2,5, Þórólfur Guðnason4, Haraldur Briem4, Ásgeir Har aldsson1,2,5. 1 Læknad eild Hás kóla Íslands, 2Barnas píta li Hringsins, 3Miðs töð heilsuv ernda r barna, 4Landlæknise mb ættið, 5Lands píta li Há skólas júkrah ús. Inngangur: Bólusetningar eru ein arðbær asta og mikilvægasta heilbrigðisaðgerð sem til er í dag. Á síðustu árum hefur dregið úr nýgengi smitsjúkdóma sem bólusett er gegn, þökk sé bólusetningum. Þá beinist athyglin frekar að öryggi bólusetninga og aukaverk unum sem þeim kann að fylgja. Lítið sem ekkert er vitað um almenna afstöðu íslenskra foreldra til bólusetninga barna. Rannsóknin er gerð til að meta afstöðu foreldra á Íslandi til bólusetninga barna. Efni og aðferðir: Saminn var spurningalisti sem var lagður fyrir foreldra allra nýfæddra barna á helstu fæði nga rs töðu m landsi ns. Listinn var lagður fyrir föður og móður hvort í sínu lagi. Gögn af spurningalistum voru slegin inn í FileMaker Pro og þaðan flutt í Excel og SPSS til frekari úrvinnslu. Nokkr ar spurningar voru greindar með tvíþátta fjölbreytu aðhvarfsgreiningu (multivariable, logistic regression). Niðurs töður : Alls tóku 845 einstaklingar þátt í rannsókninni, 45% voru karlar og 55% konur. Nær allir þátttakendur (99%) telja bólusetningar veita vörn gegn sýkingum og 97% foreldra ætla að láta bólusetja barn sitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi. Foreldrar eru mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum á fyrsta og öðru aldursári. Meirihluti foreldra (63%) ótta st ekki alv arl ega r aukav erka n ir bólusetninga. Aðeins 38% foreldra telur bólusetningar ákjósanlegri en náttúrulegar sýkingar, 62% eru óvissir eða telja náttúru legar sýkingar gera barnið hraustara en bólu setningar. Menntun, kyn og fjöldi barna eru þeir þættir sem helst hafa marktæk áhrif á afstöðu foreldra til bólusetninga barna. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar eru sigur fyrir bólusetningar á Íslandi. Þetta gef ur von um að áfram megi halda alvarleg um smitsjúkdómum frá íslenskum börnum. Ávinningur af bólusetningum er ríkulegur og fjölþættur bæði fyrir einstaklinga og samfél agið í heild sinni.
Notkun immúnóglóbúlína á Landspítalanum 2001–2009 Bryndís Ólafsdóttir1, Rannveig Einarsdótt ir3,4, Davíð Þór Þorsteinsson2,3, Sigurður B. Þorsteinsson3,4, Björn Rúnar Lúðvíksson3,5, Gerður Gröndal3,6, Ásgeir Haraldsson1,2. 1 Læknad eild Hás kóla Íslands, 2Barnas píta li Hringsins, 3Land spíta li Hás kólas júkrah ús, 4Deild lyfjam ála LSH, 5Ranns ókns tofa ónæmisfræðid eilda r LSH, 6Lyflækningad eild LSH. Inngangur: Notkun immúnóglóbúlína hef ur farið vaxandi á undanförnum árum. Ávinningur immúnóglóbúlín gjafar í æð hjá sjúklingum með meðfæddan eða áunn inn mótefnaskort er mjög mikill og óum deildur. Þá er meðferð með mótefnum við urkennd meðferð í ákveðnum sjálfnæmis sjúkdómum þar sem orsök er þó óþekkt. Þess vegna er meðferðinni stundum beitt í öðrum sjúkdómum, t.d. sjálfnæmissjúkdómum þó árangur sé óviss og ábendingar ekki skýrar. Af þessum sökum og einnig vegna kostn aðar meðferðarinnar hefur immúnóglóbúlín meðferð verið í eftirlitsflokki á Landspítalan um frá árinu 1993. Tilg angu r ranns ókna ri nnar : Að skoða notkun immúnóglóbúlína á Landspítalanum á árunum 2001–2009, hverjar ábendingarnar eru, skammtastærðir, sérgreinar sem nota meðferðina og kostnað við lyfjagjöf. Eins takli nga r og aðf erði r: Samþ ykkta r umsóknir allra þeirra sem fengu immúnó glóbúlín meðferð á árunum 2001–2009 voru yfirf arna r. Fengna r voru uppl ýsi nga r um nöfn, kennitölur og ábendingar fyrir með ferð. Einnig var safnað upplýsingum um þá sem fengið höfðu immúnóglóbúlín meðferð á dag– og göngudeildum. Úr þeim gögnum voru teknar upplýsingar um tegund lyfs sem einstaklingarnir fengu, dagsetning lyfjagjafa, magn lyfs og fjölda gjafa. Einnig voru teknar upplýsingar um þær sérgreinar sem ávísa lyfj unum. Heildarkostnaður meðferðarinnar var fengin frá Lyfjanefnd Landspítala Niðurstöður: Á tímabilinu 2001–2009 voru 402 einstaklingar sem fengu immúnóglóbú lín meðferð á Landspítalanum, 389 einstakl ingar fengu immúnóglóbúlín gjafir í æð og 13 fengu meðferð undir húð. Af þessum 402 ábendingum voru 265 skráðar ábendingar, óskráðar voru 109 talsins, en í 28 tilfellum var um óljósar ábendingar að ræða. Ónæmis gallar voru algengasta ástæða skráðra mót efnagjafa, þá helst Nonfamilial hypogamma globulinemia og blóðflögufæð. Mótefnagjöf í kjölfar krabbameinsmeðferðar var einnig alg eng skráð ábending. Tauga–, lungna–, gigtar– og húðsjúkdómar voru helstu ástæð ur óskráðrar notkunar. Ónæmislækningar og krabbameinslækningar eru þær sérgreinar sem ávísa á flesta einstaklinga. Notkun imm únóglóbúlína hefur aukist á þessu 8 ára tíma bili. Kostnaður meðferðarinnar árið 2009 á Landspítalanum var 384,9 milljónir króna. Ályktanir: Gjafir immúnóglóbúlína eru afar mikilvægar þá sérstaklega þegar um skráðar ábendingar er að ræða í miklum mótefna skorti og blóðflagnafæð, geta jafnvel verið
53
lífsbjargandi, í óskráðu tilfellunum eru þær oft að skila árangri og draga verulega úr ein kennum fólks og auka þar með lífsgæði til muna. Mikilvægt er að fylgjast áfram vel með notkun immúnóglóbúlína svo að hægt sé að beita réttri meðferð á rétta sjúklinga, ekki síst vegna þess hve dýr meðferðin er. Athygli vekur að hlutfall óskráðra ábendinga er hátt, en okkar hlutfall er samt nokkuð lægra en í nálægum löndum.
Faraldsfræði Streptococcus pneumoniae og Streptococcus pyogenes í leikskólabörnum árið 2010 Kolbeinn Hans Halldórsson1, Helga Erlends dóttir1,3, Ásgeir Haraldsson1,2, Karl G. Krist insson1,3, Þórólfur Guðnason1,4 1 Læknad eild Hás kóla Íslands 2Barnas píta li Hringsins 3Sýkla fræðid eild Lands pítala ns 4Landlæknise mb ættið, sóttv arna rs við. Inngangur: Streptoc occu s pneum oni ae (pneumókokkar) eru algeng orsök ýmissa sýkinga í mönnum en þeir finnast þó sem hluti af eðlilegri flóru í nefkoki. Berhlutfall er sérstaklega hátt í börnum á leikskólaldri en lækkar mikið með hækkandi aldri. Mið eyrnabólga og lungnabólga eru meðal algeng ustu sýkinga sem pneumókokkar valda og er meðferð við þessum sjúkdómum að verða æ erfiðari vegna aukins sýklalyfjaónæmis. Festiþræðir (e. pili) eru yfirborðsprótein sem finnast helst á Gram–neikvæðum bakteríum en hafa þó nýlega uppgötvast á pneumókokk um. Markmið rannsóknarinnar var að kanna berahlutfall pneumókokka og S. pyogenes (streptókokkar af flokki A) í börnum á leik skólaaldri, meta sýklalyfjanotkun og tengsl hennar við ónæmi. Einnig að athuga algengi mism unandi hjúpgerða pneum ók okka og meta gagnsemi hugsanlegrar bólusetningar. Jafnframt voru valdir pneumókokkastofnar prófaðir fyrir festiþráðum. Efniviður og aðferðir: Safnað var 446 nef kokssýnum úr börnum á 15 leikskólum úr 3 bæjarfélögum, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjav ík, í marsm ánu ði 2010. Fore ldra r veittu upplýst samþykki og fylltu út spurn ingalista um almennt heilsufar barnsins, sýk ingar sl. 6 mánuði og sýklalyfjanotkun. Gerð voru næmispróf á öllum pneumókokkum og S. pyogenes sem ræktuðust. Jafnf ramt voru allir pneumókokkar hjúpgreindir með latex–kekkjunarprófi. Framkvæmt var PCR (polymerase chain reaction) á 62 pneumó kokkastofnum til að leita eftir festiþráðum. Niðurs töðu r: Meða la ldu r barna nna sem tóku þátt var 4,1 ár og aldursbilið 1,2–6,2 ár. Berah lutf all pneum ók okka var 65,5% (292/446) og fannst minnkað penisillínnæmi (PNSP=penicillin non–susceptible pneumo cocci) (MIC≥0,094 μg/ml) hjá 12,1% (39/ 323). Tveir ónæmir pneumókokkar fundust (MIC≥1,5 μg/ml). Berah lutfall PNSP var mun hærra meðal yngri barna en minnkað penisillínnæmi var algengast hjá hjúpgerð
54
19F, eða 78,1% (25/32). Berhlutfall S. pyo genes var 11,4% og voru þeir allir næmir fyrir penisillíni, en 2% voru ónæmir fyrir erýþrómýsíni, 2% ónæmir fyrir tetrasýklíni og 17,6% ónæmir fyrir klindamýsíni. Alls greindust 18 hjúpgerðir og var sú algengasta 6B en þar á eftir komu 23F og 19F. Festi þræðir fundust hjá 43,5% (27/62) af þeim 62 pneumókokkastofnum sem prófað var fyrir. Neikvæðir voru 46,8% (29/62) og 9,7% (6/62) tókst ekki að greina Álykta ni r: Berah lutf all pneum ók okka og PNSP var ennþá talsvert hátt en hafði þó minnkað frá því í sambærilegri rannsókn sem var gerð árið 2009. Sýklalyfjanotkun var mun meiri hjá yngri börnum sem skýrir aukið PNSP berahlutfall hjá þeim. Einu hjúpgerðir sem mældust með minnkað penisillínnæmi voru 19F og 6B en þær finnast báðar í þeim prót eint engdu bólue fnu m sem framl eidd hafa verið. Með því að taka upp 13–gilt bólu efni (Prevenar 13®) væri hægt að fá vörn gegn 73,4% (238/3 23) af þeim hjúpg erð um sem fundust í þessari rannsókn. Hlutfall pneumókokka sem báru festiþræði var hátt sem skýrist m.a. á því hvaða stofnar voru valdir til að rannsaka. Festiþræðir voru áber andi algengir hjá hjúpgerðum 6B og 19F en aftur á móti mjög óalgengir í hjúpgerð 23F.
Ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus agalactiae á Ís landi 1975–2009 Cecilia Elsa Línudóttir Inng angu r: Streptók okku m af flokki B (Group B streptococcus, GBS) var fyrst lýst sem sýkingavaldi í mönnum árið 1938. Þessar sýkingar voru sjaldgæfar þar til eftir 1970 en voru þá orðnar helsti sýkingavaldur í ífar andi sýkingum í nýburum. Ífarandi sýkingar vegna GBS í fullorðnum hafa aukist síðustu 3 áratugina og eru orðnar verulegt heilbrigð isv andam ál, sem ekki sér fyrir enda nn á. Bakterían hefur um sig fjölsykruhjúp og eru þekktar 10 hjúpgerðir; Ia, Ib, II–IX. Markmið þessarar rannsóknar er að safna klíniskum uppl ýsingu m um ífara ndi GBS sýkinga r í fullorðnum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Fyrir lá listi yfir alla fullorðna sjúklinga (>16 ára) með ífarandi sýkingar af völdum GBS á landinu öllu á árunum 1975–2009, alls 129 sýkingar. Þá lá einnig fyrir hjúpgerð allra tiltækra GBS stofna (alls 105 stofnar). Safnað var úr sjúkraskrám upplýsingum um einkenni, birtingarmyndir, heilsufar, undirliggjandi sjúkdóma og alvar leiki sýkinganna var metinn með APACHE II (Acute physiology and chronic health eva luation). Niðurstöður: Konur voru alls 76, þar af 6 þunga ða r, en karla r voru 53. Meða la ldu r fullorðinna annarra en þungaðra kvenna var 65 ár og dánartíðnin 17% innan 30 daga frá greiningu. Aukning var á nýgengi sýkinganna
í þeim hópi á tímabilinu. Við upphaf tíma bilsins var nýgengið 0,62/100.000/ár en var 3,38/100.000/ár við lok þess. Aukningin var mest meðal aldraðra >65 ára. Bakterían rækt aðist úr blóði í 89% tilvika, úr liðvökva í 12% og mænuvökva í 2.5% tilvika. Alls fengu 20 sjúklingar (16%) GBS sýkingu í spítalalegu. Algengustu birtingarmyndir ífarandi GBS sýki nga voru húð– og mjúkv efjas ýki ng ar (34%), lið– og beinsýkingar (17%), blóðsýk ingar án þekkts uppruna (12%) og þvagfæra sýkingar (9.3%). Alvarlegir undirliggjandi sjúkdómar voru til staðar í öllum þeim 110 tilfellum þar sem upplýsingar um heilsufar lágu fyrir. Algengustu sjúkdómarnir voru ill kynja sjúkdómar (35%), hjarta– og æðasjúk dómar (30%), taugasjúkdómar (24%), þvag færasjúkdómar (20%) og sykursýki (19%). Dreifing hjúpgerða Ia, Ib, II III og V allt tímabilið var nokkuð jöfn eða um 15–20%, en hjúpgerð V jókst marktækt á tímabilinu. Hjúpgerð Ib var marktækt algengari hjá kon um en körlum. Ályktun: Mikil aukning hefur orðið á ífar andi sýkingum með GBS í fullorðnum síð ustu 3 áratugina á Íslandi. Um ástæðu þess arar aukningar er ekki vitað. Eldra fólk og einstaklingar með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru aðal áhættuhóparnir. Bóluefni er í þróun gegn nýburasýkingum en óljóst er hvort slíkt bóluefni verndar fullorðna. Frek ari rannsókna er þörf til að sporna gegn þess um alvarlegu sýkingum.
Breiðvirkir b–laktamasar á Landspítala háskólasjúkra húsi: faraldsfræði á árunum 2007–2009 Hannes Bjarki Vigfússon Inng angu r: Breiðv irki r b–laktam asa r (ESBL) komu fram á níunda áratug seinustu aldar og hafa breiðst hratt út um allan heim. ESBL–myndandi bakteríur eru yfirleitt fjöl ónæmar fyrir nokkrum sýklalyfjaflokkum og valda miklum erfiðleikum við lyfjameð ferð. Rannsóknir hafa sýnt að þær hafa áhrif á afdrif sjúklinga, eins og dánartíðni, lengd sjúkrahúslegu og auka kostnað í heilbrigðis kerfinu. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á klínískum þáttum þeirra sjúklinga sem fá sýkingar með ESBL–myndandi bakteríum hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að draga upp mynd af þessum sjúklingahópi með tilliti til áhættuþátta, meðferðar, sýk ingavarna og afdrifa sjúklinganna. Aðferðir: Framkvæmd var afturvirk rann sókn á sjúklingum Landspítala sem höfðu E. coli eða Klebsiella spp. með jákvæð eða óafg era ndi ESBL–staðf esti nga rp róf á ár unu m 2007–2009. Skráða r voru klíní ska r upplýsingar um sjúklingana sem fengust úr sjúkraskrám, Therapy tölvukerfinu, þjón ustugagnagrunni Sýklafræðideildar og gögn um Sýkingavarnadeildar.
Niðurstöður: Áttatíu og sjö sjúklingar voru rannsakaðir og ræktaðist E. coli frá 59,8% og Klebsiella spp. frá 40,2% sjúklinga. Þvag færasýking var algengasta tegund sýkingar (81,5%) og þar á eftir komu öndunarfæra sýkingar (8,8%). Hátt hlutfall sjúklinga fór í aðgerðir (71,3%) og hafði inniliggjandi íhluti (88,5%) í legunni. Tólf mánuðum fyrir sýk ingu eða sýklun höfðu 44,8% sjúklinga farið í aðgerð, 22,8% haft inniliggjandi íhluti og 77% fengið sýklalyf. Sýkingavarnir voru í samræmi við verklagsreglur Sýkingavarna deildar hjá 74% sjúklinga. Ályktun: Niðurs töðurnar samr æmast því sem erlenda r ranns óknir hafa sýnt. Fyrri sýklalyfjanotkun, lengd innlagnar, þvaglegg ir ofl. hafa verið taldir áhættuþættir fyrir sýkingu með ESBL–myndandi bakteríu og reyndist hátt hlutfall sjúklinga hafa þessa áhættuþætti. Um 20% sýkinganna komu upp utan spítala sem er í takt við þróun seinustu ára þar sem aukning hefur verið á utanspít alasýkingum.
Vanræktir sjúkdómar þróunar landa Júlíus Kristjánsson Leiðbeinandi: Sigurður Guðmundsson
Inngangur: Vanræktir sjúkdómar þróun arlanda er samnefnari fyrir fjölbreyttan hóp smitsjúkdóma, sem eru algengari í þeim löndum sem falla undir skilgreiningu Al þjóðabankans á þróunarlöndum. Þrátt fyrir að talið sé að þeir valdi mikilli sjúkdóms byrði eru þeir vanræktir af alþjóðasamfélag inu ef miðað er við stóru sjúkdómana þrjá: HIV, malaríu og berkla. Vanrækslan felst í því hve litlu fjármagni er veitt til rannsókna á þeim og hve litla athygli þeir hljóta frá vísindasamfélagi og fjölmiðlum. Sjúkdóm arnir eru einnig taldir vanræktir vegna þess sjúklingahóps sem algengast er að smitist. Það eru helst einstaklingar sem búa við afar bágar þjóðfélagsaðstæður og hafa sjaldnast sömu tækifæri til viðunandi heilbrigðisþjón ustu og sjúklingar á Vesturlöndum. Í þessari yfirlitsgrein er fjallað sérstaklega um 14 sjúk dóma, lýsingu á þeim og smitleiðum þeirra, faraldsfræði, greiningu, forvarnir, meðferð og áhrif þeirra á samfélög. Athuga skal hvort þá megi í raun kalla vanrækta og verður þá sérstaklega litið til samanburðar við stóru sjúkdómana þrjá. Efni og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar með leit í leitarvélum PubMed og Science Direct með viðeigandi leitarorðum. Einnig var notast við heimasíðu Alþjóða heilbrigð ismálastofnunarinnar. Leitast var eftir því að nota sem nýjastar upplýsingar um faralds fræði og um fjármagn til rannsókna á sjúk dómunum. Niðurstöður: Vanræktu sjúkdómarnir eru mjög algengir og valda mikilli sjúkdóms byrði. Þeir finnast í mörgum ríkjum heimsins og lang flest þeirra teljast þróunarlönd. Með
ferðir og forvarnir þeirra geta verið efnahag margra ríkja ofviða. Þó stóru sjúkdómarnir þrír valdi aðeins um 1,5 sinnum meiri sjúk dómsbyrði og dánartíðni, hljóta þeir rúmlega fimm sinnum meira fjármagn til rannsókna. Fjármagn sem gefið er til rannsókna virðist ekki vera ákvarðað í hlutfalli við sjúkdóms byrði, dánartíðni, algengi eða nýgengi. Nú eru þó starfrækt nokkur verkefni sem leggja áherslu á eyðingu ákveðinna vanræktra sjúk dóma. Áhrif sjúkd óma nna á eins takli nga jafnt sem samfélög eru slæm. Það sést best á áhrifum þeirra á börn og efnahagsleg afköst samfélagsins. Umræður: Með tilliti til fjármagns miðað við HIV, malaríu og berkla má segja að sjúk dómahópurinn sé í raun vanræktur. Sjúk dómarnir eru þó mjög misjafnir sín á milli og draga má þá ályktun að ákveðnir sjúkdóm ar innan hópsins séu vanræktari en aðrir. Ástæðu r þessa ra r vanr ækslu eru líkl ega st samspil margra þátta og er jafnt um að kenna yfirvöldum þróunarlanda sem og Vestur landa. Lausn vandans felst ekki í að einblína eingöngu á sjúkdómana sjálfa, heldur að taka að auki inn í myndina aðra þætti í þessum samfélögum s.s. aukið hreinlæti, eftirlit með smitberum, eflingu menntunar og baráttu gegn fátækt. Til að betri árangur náist verð ur að hlúa að þeim verkefnum sem nú þegar eru til staðar ásamt því að styrkja nýsköpun á sviði þróunar. Þar ætti Ísland ekki að vera eftirbátur annarra þjóða.
Meðferð og áhættuþættir alvar legra húðsýkinga Hafsteinn Óli Guðnason1, Jón Magnús Krist jánsson1,2 , Heiða Björk Gunnlaugsdóttir2, Elísabet Benedikz2, Már Kristjánsson3, Bryn dís Sigurðardóttir3 1 Læknad eild Hás kóla Íslands, 2Slysa– og bráðad eild LSH, 3 Smits júkd ómad eild LSH Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að finna út hvaða þættir í fari sjúklings og hvaða hluta r meðf erða rú rr æða skipta máli fyrir þá sem leita á slysa– og bráðadeild (SBD) í Fossvogi vegna húðnetjubólgu (e. cellulitis). Lagt var áherslu á lýðfræðilega þætti í fari sjúklinga, hvort sýklalyf voru gef in í æð eða um munn og hvort sjúklingar voru lagðir inn á legudeild, meðhöndlaðir á skammverueiningu SBD (SKE) eða útskrif aðir beint frá SBD. Efni og aðferðir: Framsýni hluti rannsókn arinnar náði til slysa– og bráðadeildar LSH á tímabilinu 15. febrúar til 1. maí 2010 og aft ursýni hlutinn til sjúklinga sem meðhöndlað ir voru á SKE frá janúar 2009 til apríl 2010. Skráðir voru lýðfræðilegir þættir hvers sjúkl ings, lengd dvalar á SBD, niðurstöður blóð prufa, innlögn eða útskrift, val á sýklalyfjum og hvort þau voru gefin í æð eða um munn. Úrv innsla gagna fór fram með Micros oft Excel og SPSS Statistics töflureiknum. Niðurstöður: 38 sjúklingar tóku þátt í fram sýna hlutanum, 28 karlar og 10 konur. Með
alaldur sjúklinga var 52 ára. Meðaltal þyngd arstuðuls (body mass index, BMI) var 30,0. 73% reyndust vera í yfirvigt (BMI>25) og 38% þjáðust af offitu (BMI>30). 160 sjúkl ingar voru skráðir í aftursýna hlutanum, 106 karlar og 54 konur þar sem meðalaldurinn var 53 ára. Algengasta staðsetning sýking ar var í fæti (66% og 67%) og þar á eftir í hendi (13% og 23%). Níu sjúklingar (24%) lögðust beint inn á deild frá SBD í framsýna hlutanum og tíu (27%) lögðust inn á SKE í sólarhringseftirlit til að fá sýklalyfjagjöf í æð og endurmat morguninn eftir. Fimm þeirra lögðust inn á deild og fimm útskrifuðust. 18 sjúklingar (49%) útskrifuðust beint frá SBD og átti enginn þeirra óvænta endurkomu sem krafðist innlagnar innan við viku frá útskrift. Í þeim aftursýna var innlagnarhlutfall 35% og einungis fjórir sjúklingar (2%), sem út skrifuðust af SKE, lögðust óvænt inn á deild innan við viku frá útskrift. Ályktun: Alls lögðust 38% sjúklinga, sem leituðu á SBD vegna húðnetjubólgu, inn á deild. Í helming tilfella þar sem þörf fyrir innlögn var óljós, og sjúklingar voru hafðir á SKE til eftirlits og sýklalyfjagjafar í æð, var hætt við innlögn og sjúklingur útskrifaður. Þessi rannsókn gefur því í skyn að þessi að ferð dragi verulega úr kostnaði Landspítalans þar sem hún lækkar hlutfall innlagnar um a.m.k. 25%. Þar sem óvænt endurkoma, sem krafðist innlagnar, innan viku frá útskrift var einungis 2% í 160 manna úrtaki virðist ákvörðun um meðferð gegn húðnetjubólgu tekin á SBD vera rétt í um 98% tilvika.
Paracetamól lyfjaeitranir á Landspítala 2004–2009 Ragna Sif Árnadóttir, 1Óttar Bergmann, Einar S. Björnsson
2
1,2
Landspítali Háskólasjúkrahús, 2Háskóli Íslands
1
Inngangur: Paracetamól er algengasta or sök bráðrar lifrarbilunar í mörgum lönd um Evrópu og í Bandaríkjunum. Líklega er þó aðeins lítill hluti þeirra sem innbyrða of stóran skammt af paracetamóli sem hljóta lifrarskaða. Algengi lifrarskaða af völdum paracetamóls hefur lítið verið rannsakað á Íslandi. Það er því óljóst hve stór hluti sjúkl inga með lyfjaeitrun af völdum paracetamols hlýtur lifrarskaða og hvernig horfur þessara sjúklinga eru. Efni og aðferðir: Ranns óknin var aftur skyggn og tók til sex ára tímabils, 2004–2009. Leit að sjúkdómsgreiningum sem tengjast lyfjaeitrunum og bráðri lifrarbilun var fram kvæmd í tölvukerfi LSH. Ljóst var frá upphafi að aðeins hluti þessara greininga tók til para cetamóleitrana. Þau tilfelli voru rannsökuð til hlítar. Teknir voru með í rannsóknina þeir sjúklingar sem lögðust inn á LSH vegna of stórs skammts af paracetamóli. Leitast var við að fá sem heildstæðasta mynd af sögu sjúkl ings. Meðal þess sem var kannað var aldur,
55
kyn, skammtastærð, ástæða inntöku, áfengis neysla og geðsaga. Niðurstöður: Á 6 ára tímabili var um að ræða 101 innlögn af völdum paracetamól eitrana á LSH. Konur voru marktækt fleiri en karlar, 71 á móti 30. Meðalaldurinn var 33 ár. Alls 80 innlagnir voru vegna vísvitandi eitr ana en aðeins 17 vegna óáformaðra eitrana. Í heild voru lifrarpróf hækkuð í 22 tilfellum (21,8%). Lifrarpróf voru hækkuð í 11,3% vísvitandi inntaka, en í 70,6% af óáform uðum eitrunum. 60% þeirra sem áttu við áfengisvanda að stríða en neyttu ekki áfengis samhliða inntöku paracetamóls voru með hækkanir á lifrarprófum, en aðeins 5% þeirra sem áttu við áfengisvanda að stríða og neyttu áfengis samhliða eitrun voru með hækkanir á prófum. Minnihluti sjúklinga (13,9%) lagðist inn á gjörgæsludeild í kjölfar paracetamól eitrunar. Tæplega helmingur þeirra var með hækkanir á lifrarprófum og fimm af þeim fengu skilgreinda lifrarbilun. Umræður: Þó svo paracetamóleitranir séu nokkuð algengar hér á landi er ljóst að tíðni lifrarskaða er mjög lág og dánartíðni er ennþá lægri. Oftast er um sjálfsskaðandi athæfi að ræða og eru konur í meirihluta. Ástæða þess að paracetamól verður fyrir valinu þegar um sjálfsskaðandi athæfi er að ræða gæti falist í því að lyfið er ódýrt og auðvelt að nálgast það í miklu magni. Athygli vekur að oftar er hækkun á lifrarprófum þegar um óáformaða eitrun er að ræða. Þessi niðurstaða bend ir til þess að tímalengd inntöku skipti máli varðandi þróun lifrarskaða. Sýnt hefur verið fram á, í fyrri rannsóknum, að þeir sem eigi við krónískt alkóhólvandamál að stríða séu í aukinni hættu á lifrarskaða af völdum para cetamóls en að lotu–drykkja (e. binge drink ing) virki frekar verndandi. Síðastnefnda at riðið er þó umdeilt. Okkar niðurstöður styðja þá kenningu að krónísk alkóhóldrykkja auki líkur á lifrarskaða en ekki fengust marktækar niðurstöður varðandi verndandi áhrif alkó hóls við lotu–drykkju.
Krabbamein í eistum á Íslandi 2000 – 2009 Andri Wilberg Orrason1, Bjarni Agnarsson2, Guðmundur Geirsson3, Helgi H. Hafsteinsson4, Tómas Guðbjartsson1,4 Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofa í meinafræði,
1
urs kyggn og nær til allra íslenskra karla, sem greindust með kímfrumuæxli (n = 97) í eistum á árunum 2000–2009. Upplýsingar um greind tilfelli fengu st úr tveimu r að skildum skrám, meinafræðiskrá Landspítala og Krabbameinsskrá. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Farið var yfir meina fræðisvör og æxlin stiguð með kerfi Boden– Gibb (B&G). Heildarlífshorfur voru reikn aðar með aðferð Kaplan–Meier og kannað hverjir voru á lífi 1. maí 2010. Eftirlitstími var 4,9 ár að meðaltali. Borin voru saman sáðf rumuk rabbam ein og ekki– sáðf rumu krabbamein. Niðurstöður: Aldursstaðlað nýgengi á rann sóknartímabilinu var 5,9 fyrir 100.000 karla á ári. Hlutfall sáðfrumukrabbameina (49,5%) og ekki–sáðf rumuk rabbam eina var jafnt (50,5%). Einkenni, tímalengd einkenna og stærð æxlanna var svipuð fyrir báða hópa. Flestir greindust vegna fyrirferðar (94,8%) og verkja (43,4%) en 56,7% voru bæði með fyrirferð og verki í eistanu. Helmingur sjúkl inganna (51,1%) voru greindir innan fjög urra vikna frá upphafi einkenna en 17,8% höfðu haft einkenni lengur en 6 mánuði. Meðalstærð æxla var 4,0±2,1 cm og hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Meðalaldur sjúklinga var marktækt hærri hjá sjúklingum með sáðfrumukrabbamein (41,6 ár) saman borið við ekki–sáðfrumukrabbamein (30,1 ár) (p<0,0001). Flest æxlanna voru á stigi I, eða 78,4%, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III–IV. Sáðf rumuk rabbam ein greindu st á marktækt lægri stigum samanborið við ekki– sáðfrumukrabbamein (57,9 vs. 42,1% á stigi I; p=0,003). Enginn fjarmeinvörp greindust hjá sjúklingum með sáðfrumukrabbamein en hjá 8 sjúklingum með ekki–sáðfrumu krabbamein (p<0,006). Fjórir sjúklingar lét ust á rannsóknartímabilinu, tveir úr ekki– sáðfrumukrabbameini, tveir vegna óskyldra sjúkdóma en enginn úr sáðfrumukrabba meini. Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn voru 96%. Ályktu n: Miðað við nágrannalönd er ný gengi eistnakrabbameins á Íslandi í meðallagi og hefur haldist stöðugt síðustu tvo áratugi. Á sama tímabili hefur hlutfall sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I) lítið breyst og stærð æxlanna sömuleiðis. Lífshorfur hér á landi eru mjög góðar og með því hæsta sem þekkist.
þvagfæraskurðdeild, 4krabbameinslækningadeild Landspítala.
3
Inngangur: Krabbamein í eistum er algeng asta krabbamein sem greinist í ungum karl mönnum á Vesturlöndum. Langflest þeirra eru upprunin í kímfrumum eistans og skipt ast í tvo hópa, sáðfrumukrabbamein og ekki– sáðfrumukrabbamein. Á síðustu áratugum hafa lífshorfur sjúklinga með eistnakrabba mein batnað umtalsvert, aðallega vegna til komu öflugra krabbameinslyfja. Markmið ranns ókna ri nna r var að kanna nýg engi, stigun og lífshorfur sjúklinga við greiningu eistnakrabbameins á Íslandi á 10 ára tímabili og bera saman við eldri rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aft
56
Notkun á blóðfitulækkandi statínlyfjum og áhrif þeirra á tíðni krabbameina og lífs horfur. Þórunn Halldóra Þórðardóttir, Valgarður Egilsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Matthías Halldórsson, Ólafur B. Einarsson, Helgi Sig urðsson. Inngangur: Statínlyf eru ensímhemlar sem hindra myndun kólesteróls og gegna mikil vægu forvarnarhlutverki við hjarta– og æða sjúkdómum. Allt frá því greint var frá auk
inni krabbameinsáhættu í dýrum sem gefin voru statín hafa áhrif þeirra á æxlisvöxt verið umdeild. Rannsóknir á æxlisfrumum í rækt sýna óyggjandi hömlun þeirra á æxlisvöxt en rannsóknir á notendum statínlyfja hafa gefið misvísandi niðurstöður, ýmsar í raun greint frá verndandi áhrifum. Í ljósi þeirrar aukn ingar sem orðið hefur á statínlyfjanotkun á Íslandi er mikilvægt að rannsaka þennan þátt þeirra nánar. Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvort tíðni krabbameina sé önn ur meðal langtíma statínnotenda og hvort lyfin hafi áhrif á lífshorfur eftir greiningu krabbameins samanborið við þá sem ekki taka slík lyf. Hér á landi er einstakt tæki færi að kanna slíkt með samtengingu á lýð heilsugagnagrunnum, Lyfjagagnagrunni og Krabbameinsskrá. Efniviður og aðferðir: Afturskyggð þýðis ranns ókn með samk eyrslu ofang reindra gagnagrunna. Rannsóknarþýðið í heild taldi 14.281 einstakling sem var á statínlyfjum þegar skráning í Lyfjagagnagrunn hófst árið 2003 og var á slíkum lyfjum í árslok 2004. Úr þjóðskrá fékkst viðmiðunarhópur, paraður fyrir aldri og kyni, með helmingi fleiri ein staklingum sem aldrei höfðu tekið statín eftir upph af skráni nga r. Við samk eyrslu feng ust upplýsingar um öll krabbameinstilfelli, greiningar– og dánardag. Rannsóknin hefur leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Niðurstöður: Notkun statínlyfja hefur auk ist gríða rlega á Íslandi frá komu þeirra á markað 1989, eða fjörutíufaldast miðað við dagskammta. Árið 2009 voru 31.293 manns að taka slík lyf, en voru 14.281 árið 2003 sem nemu r rúmri 200% aukningu. Ein staklingar sem uppfylltu skilyrði rannsóknar voru 12.603 eftir að búið var að útiloka þá 1678 sem fengið höfðu krabbam ein fyrir ranns ókna rt ímab ili ð. Þýði ð sama ns tóð af 7551 körlum og 5052 konum. Af þeim fengu 957 krabbamein eftir áramótin 2004–2005 (7,6%), eða 8,2% karla (n=620) og 6,7% kvenna (n=337). Hlutfall blöðruhálskirtils krabbameins er rúmlega þriðjungur af öllum meinum í körlum og brjóstakrabbameins um fjórðungur af krabbameinum í konum. Ályktanir: Endanleg úrvinnsla við viðmið unarhóp og mat á lífshorfum verða kynnt á ráðstefnu 3. árs rannsóknarverkefna lækna nema þann 26. maí 2010. Athyglisvert er að engin aukning var á árlegri tíðni krabba meina hjá þeim sem tóku statínlyf eins og ætla mætti með hækkandi aldri og viðmiðun artíma. Enn fremur hve hátt hlutfall blöðru hálskirtilskrabbameins fannst hjá þeim sem taka statínlyf samanborið við hlutfall á lands vísu.
Áhrif langtímanotkunar kven hormónalyfja eftir tíðarfrá hvörf á tíðni krabbameina og lífshorfur Elín Arna Aspelund, Valgarður Egilsson, Matthías Halldórsson, Ólafur B. Einarsson,
Jón Gunnlaugur Jónsson, Helgi Sigurðsson. Inngangur: Kvenhormónalyf við tíðahvörf um hafa verið notuð í meira en hálfa öld, en notkun þeirra jókst mikið í lok 20. aldar. Um aldamótin 2000 komu fram rannsóknir sem tengja langtímanotkun þeirra við aukna áhættu brjóstakrabbameins, sem og aukna tíðni hjarta– og æðas júkd óma, þverö fu gt við það sem búist var við. Einnig var minni áhætta á ristilkrabbameini og beinbrotum. Markm ið ranns ókna ri nna r var að kanna hvort samband væri á milli langtímanotk unar slíkra lyfja og tíðni krabbameina svo og meta lífshorfur. Efni og aðferðir: Afturskyggð þýðisrann sókn með samk eyrslu á uppl ýsi ngu m úr Lyfjag agnag runni og Krabbam einss krá. Rannsóknarþýðið voru konur sem voru 50 ára og eldri árið 2003, þegar skráning hófst í Lyfjagagnagrunninn, og tóku hormónalyf árin 2003–2004 og höfðu ekki greinst með krabbamein fyrir árið 2005. Aldursstaðlað viðmiðunarþýði var fengið úr þjóðskrá með um helmingi fleiri konum sem ekki höfðu tekið inn slík lyf á tímabilinu 2003–2010. Samkeyrsla var gerð við Krabbameinsskrá og þá fengust upplýsingar um öll krabbameins tilfelli, greiningar– og dánardag í þessum hópum. Rannsóknin hefur leyfi Vísindasiða nefndar og Persónuverndar. Niðurstöður: Á Íslandi jókst sala kvenhorm ónalyfja þrefalt á tímabilinu 1989–2000. Eft ir árið 2003 minnkaði hún nokkuð. Kon ur sem uppfylltu skilyrði rannsóknarþýðis voru 13.087 talsi ns og af þeim greindu st 726 (5,5%) með krabbam ein á áru nu m 2005–2009. Brjóstak rabbam ein voru tæp 38% krabbameinstilfella (n=275) og krabba mein í ristli eða endaþ armi voru um 7% tilfella (n=52). Áhætta brjóstakrabbameins fór vaxandi á tímabilinu og árið 2009 var brjóstakrabbamein næstum helmingur allra krabbameina sem greindust í þessum hópi. Ályktanir: Endanleg úrvinnsla við viðmið unarhóp og mat á lífshorfum verður kynnt á ráðstefnu vegna þriðja árs rannsóknarverk efna læknanema þann 26. maí 2010. Frum úrvinnsla gagna bendir til 30% aukningar á tíðni brjóstakrabbameina hjá þeim sem taka kvenhormónalyf í lengri tíma eftir tíðarhvörf, séu tölur bornar saman við tölur á landsvísu. Á sama hátt virðist vera um 20% lækkun á tíðni krabbameina í ristli og endaþarmi. Hvoru tveggja er í samræmi við niðurstöður úr stórum erlendum þýðis– og slembirann sóknum. Athyglisvert var að sjá að á Íslandi virðist enn vera nokkuð mikið um langtíma notkun á kvenhormónalyfjum hjá konum eftir tíðahvörf, þó svo að í klínískum leið beiningum Landlæknisembættisins frá 2004 sé varað við slíkri notkun.
Skjaldkirtilskrabbamein á Ís landi 1994–2003, faraldsfræði, meinafræði og meðferð.
Haukur Týr Guðmundsson Bakgrunnur: Tíðni skjaldkirtilskrabbameins hefur verið hærri á Íslandi en í nágranna löndum, eða um tvisvar til þrisvar sinnum alg enga ra en á hinu m Norðu rl öndu nu m. Krabbamein í skjaldkirtli er flokkað í fjórar megin gerðir. Totumyndandi krabbamein og skjaldbúskrabbamein eru algengust og hafa góðar batahorfur en mergfrumukrabbamein og villivaxtarkrabbamein eru sjaldgæfari og horfur þeirra verri. Undirstaða meðferðar er skurðaðgerð en ekki ríkir samstaða um hversu umfangsmikla aðgerð skal gera. Ef út breiðsla sjúkdóms gefur tilefni til er sjúkling um veitt viðbótar geislajoðsmeðferð að lok inni skurðaðgerð en ekki hefur verið kannað hve oft það er gert hjá íslenskum sjúklingum. Markm ið ranns ókna ri nna r var að kanna skjaldkirtilskrabbamein á Íslandi á árunum 1994–2003 með tilliti til faraldsfræði, mein gerðar, greiningar og meðferðar. Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þýðisrannsókn sem nær til allra Íslendinga sem greindust með illkynja æxli í skjaldkirtli á 10 ára tímabilinu 1994 til 2003. Úr sjúkra skrám var aflað upplýsinga um eftirfarandi breytur: Kyn sjúklings, aldur við greiningu, eink enni, sögu um fyrri skjaldk irti lss júk dóm, notkun skjaldkirtilslyfja fyrir greiningu, helstu rannsóknir í greiningarferli, tegund skurðaðgerða, fjölda aðgerða og helstu fylgi kvilla, viðbótarmeðferð eftir aðgerð, ásamt uppl ýsi ngu m um meing erð og útb reiðslu sjúkd ómsi ns við greini ngu. Einni g voru huldumein sérstaklega skráð. Niðurstöður: Alls greindust 239 einstakl ingar með krabbamein í skjaldkirtli á rann sókna rt ímab ili nu (167 konu r og 72 karl ar), þar af 26 við krufningu. 213 greindust í klínísku ferli, 151 kona, meðalaldur 48,8 ár (16–83) og 62 karla r, meða la ldu r 60,4 ár (24–88). Nýgengi á tímabilinu var 11 af 100.000 hjá konum og 4,5 af 100.000 hjá körlum. Algengasta einkenni sjúklinga við greiningu var fyrirferð á hálsi (68%, n =129) en 24% sjúklinga voru án einkenna (n=46). Myndgreining af skjaldkirtli var gerð hjá 174 (79%) og hjá 86% sjúklinga var gerð fínnál arsýnataka til frumugreiningar, sem sýndi krabbamein í 55% tilfella. 98% sjúklinga fóru í skurðaðgerð en 58 sjúklingar (30%) greind ust með huldum ein (grunu r um krabba mein ekki ábending skurðaðgerðar). Í flest um tilfellum var gert skjaldkirtilsbrottnám í einni atrennu (43%, n=83). Næst algengasta skurðaðgerð var brottnám í tveimur skrefum (30%, n=57). Skjaldblaðsnám var gert í 43 tilfellum (22%) og aðrar aðgerðir í 4 tilfell um (2%). Í 5 (3%) tilfellum var engin aðgerð framkvæmd. Frystiskurðarskoðun var gerð í 59 aðg erðu m (32%) og greindi krabba mein í 60% tilfella. Í 10 tilfellum (5%) var gerð formleg hálseitlataka (neck dissection) í sömu aðgerð og skjaldkirtill var fjarlægður. Helstu fylgikvillar voru raddbandarlömun (n=8), sogæðaleki (n=2), sýking (n=1) og
margúll (n=1) og blæðing í aðgerð (n=1). 85% (n=181) greindust með totumyndandi krabbamein, 9% með skjaldbúskrabbamein (n=19), 3% (n=6) með mergfrumukrabba mein og 3% (n=7) með villivaxtarmein. 84 sjúkli nga r (39%) fengu viðb óta rm eðf erð með geislajoði. Flestir (n = 144, 68%) voru á TNM stigi I eða II en 22% greindust á TNM stigi IV (n=47). 10% (n=19) höfðu fengið endurkomu sjúkdóms 5 árum eftir grein ingu. 5 ára sjúkdómsbundin lifun var 92,5%. Ályktun: Tíðni skjaldkirtilskrabbameins á Íslandi er áfram há. Það greinist meira en helmi ngi ofta r hjá konu m en körlu m og þær eru yngri við greiningu. Algengast er að sjúklingar kvarti undan fyrirferð á hálsi en einkenni voru ekki alltaf til staðar. Í nær öllum tilfellum er skurðaðgerð beitt þar sem skjaldkirtilsbrottnám er algengast. Krabba meinsgreining er ekki ljós hjá u.þ.b helmingi sjúklinga og frystiskurðargreining í aðgerð er aðeins 60% örugg. Þetta veldur því að tæp lega þriðjungur sjúklinga þarf að fara í meira en eina skurðaðgerð til lækningar. Skjaldkirt ilsaðgerðir eru öruggar með lága fylgikvilla tíðni. Hlutfall totumyndandi krabbameins er hátt eða um 85% og rúmlega 2/3 hluti sjúkl inga er með lágt sjúkdómsstig við greiningu. Endurkomutíðni sjúkdómsins er lág og 5 ára horfur mjög góðar.
Siðfræðilegir þættir við takmörkun meðferðar við lífslok Hugrún Hauksdóttir, Elsa B. Valsdóttir2, Hildur Helgadóttir, Pálmi V. Jónsson2, Vilhjálmur Árnason3 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala Háskólasjúkrahúsi,
1
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands
3
Inng angur: Árið 1995 var gerð viðhorfs könnu n meðal lækna og hjúkru na rf ræð inga LSH þar sem spurt var um siðfræðileg álitamál varðandi takmörkun meðferðar við lífslok. Nú var talið athyglisvert að endurtaka könnunina og skoða hvort atriði eins og inn leiðsla klínískra leiðbeininga um líknarmeð ferð á LSH, aukin umræða um takmörkun meðferðar við lífslok, tilkoma lífsskrár og auknir meðferðarmöguleikar hafi haft áhrif á viðhorf. Efniv iðu r og aðf erði r: Viðh orfsk önnu n var send út rafrænt til hjúkrunarfræðinga og lækna á legudeildum skurðlækninga– og lyflækningasviða LSH í mars 2010. Könn unin innihélt 12 spurningar og 4 dæmisögur sem könnuðu afstöðu þátttakenda til ýmissa siðfræðilegra álitamála. Upphaflegur spurn ingal isti var endu rs koða ðu r m.t.t. þeirra breytinga sem hafa orðið á skilgreiningum líknarmeðferðar. Niðurstöður: Svör bárust frá 163 hjúkrun arfræðingum og 115 læknum, svarhlutfall var 49% (n=542). Alls voru 98% svarenda fylgj andi skráðum leiðbeiningum um takmörkun meðferðar við lífslok. Aðeins 44% lækna og 76% hjúkrunarfræðinga vissu hvar þær væri
57
Faraldsfræði hjartaþelsbólgu á Landspítala 2000 – 2008
meðfæddir hjartagallar (35%), gervilokur (22%), hrörnunarbreytingar á loku (25%), slæm tannhirða (17%) og sprautufíkn (15%). Lang flestar sýkingar voru í lokum vinstri hluta hjartans en þríblöðkuloka var sýkt í 6 tilfellum (9%). Algengustu orsakavaldar voru streptók okka r (32%), stafýlók okka r (22%) og enterókokkar (19%) en í 8 tilfellum var blóðræktun neikvæð (12%). Sýklalyfja meðferð varði að meðaltali í 44 daga og 12 sjúklingar gengust undir lokuaðgerð (19%). Alls fengu 36 sjúklingar þekktan fylgikvilla en þeir helstu voru blóðrek (32%), hjartabil un (23%), stífludrep (17%) og graftarígerð (14%). Átta sjúklingar létust í legu (12%) og heildarlífshorfur eftir 1 og 5 ár voru 80,0% og 59,6%. Ályktun: Nýgengi IE er lágt hér á landi sam anborið við erlendar rannsóknir en virðist svipað og árin 1976–85. Töluverð aukning hefur orðið á sýkingum hjá sprautufíklum og hærra hlutfall sjúklinga reyndist hafa gervi loku nú en áður. Bakteríuflóran hefur lítið breyst, streptókokka sýkingar voru algeng astar gagnstætt því sem sést víða erlendis þar sem S. aureus er orðinn megin orsakavaldur. Lokuaðgerð er sjaldgæfari úrlausn hér en víða erlendis en virðist þó heldur algengari en áður. Dánartíðni í samanburði við fyrra tímabil og erlendar upplýsingar er fremur lág.
Elín Björk Tryggvadóttir1, Uggi Þórður Agnarsson2, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Sigurður B. Þorsteinsson2, Jón Vilberg Högnason2
Áhrif óbeinna reykinga á kransæðasjúkdóm
að finna, 24% lækna og 36% hjúkrunarfræð inga hafði fengið fræðslu um notkun þeirra og 36% lækna en 41% hjúkrunarfræðinga notað þær. Óskir, lífsgæði og þjáningar sjúkl ings þóttu skipta mestu máli við ákvörðun meðferðar við lífslok. Líknardráp þótti rétt lætanlegt hjá 18% lækna og 20% hjúkrunar fræðinga en aðeins 3% vildu verða við slíkri ósk. Samt öl við sjúkli nga um takm örku n meðferðar við lífslok töldu 66% lækna auð veld en 45% hjúkru na rf ræði nga. Lækna r töldu sig alltaf/oft hafa samráð við hjúkrun arfræðinga í 88% tilvika um ákvörðun með ferðar við lífslok, 55% hjúkrunarfræðinga voru sammála. Kostnaður þótti skipta máli við val meðferðar við lífslok hjá 49% lækna og 33% hjúkrunarfræðinga. Ályktun: Meira tillit er tekið til óska sjúkl inga nú en áður. Fleiri læknar telja líknar dráp réttlætanlegt. Hjúkrunarfræðingar telja lækna hafa oftar samráð við sig varðandi ákvörðun meðferðar við lífslok og fleiri telja kostnað skipta máli við ákvörðun meðferð ar við lífslok. Innan við helmingur lækna og hjúkrunarfræðinga hefur notað klínísk ar leiðbeiningar LSH um líknarmeðferð og þriðjungur hefur fengið fræðslu um þær.
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali, háskólasjúkrahús
1
Inngangur: Hjartaþ elsb ólga (IE) er sýk ing í hjartaþeli. Þetta er fremur sjaldgæf ur sjúkdómur en alvarlegur og leiðir oft til langvarandi veikinda og/eða dauða. Faralds fræði sjúkdómsins hefur breyst mikið sam hliða ýmsum þjóðfélagsbreytingum. Erlendar rannsóknir sýna að fjölgun hefur orðið á sýkingum í gervilokum og hjá sprautufíklum. Samsetning bakteríuflóru IE hefur einnig breyst. Faraldsfræði sjúkdómsins hérlendis var síðast metin fyrir árin 1976–85 og er því orðið tímabært að ný rannsókn fari fram. Markmið okkar rannsóknar er að kanna þær breytingar sem hugsanlega hafa orðið á sjúk dómsmynd IE með tilliti til nýgengis, orsaka og afdrifa. Efniv iður og aðf erðir: Ranns ókni n er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem greindu st með IE á Lands píta la nu m ári n 2000–2008. Við mat á gæðum greiningar var stuðst við Dukes greiningarskilmerkin. Upp lýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru m.a. könnuð; einkenni, áhættuþættir, niðurstöður rannsókna (s.s. ræktana og ómana), fylgi kvillar og afdrif. Nýgengi var fundið og lífs horfur reiknaðar með aðferð Kaplan–Meier. Niðurstöður: Alls greindust 65 sjúklingar með IE á tímabilinu og var nýgengi 2,42/100 þúsund íbúa/ári. Meðalaldur við greiningu var 59 ár (bil 1,3 – 91 árs) og voru karlar í meirihluta (71%). Helstu áhættuþættir voru
58
Kristján Baldvinsson1, Karl Andersen2, Þórarinn Guðnason2, Ísleifur Ólafsson3. Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild LSH,
1
rannsóknardeild LSH.
3
Inngangur: Tóbaksr eyki nga r eru einn af megi ná hættuþ áttu m kransæ ðas júkd óma. Komið hefur í ljós að óbeinar reykingar valda þeim sem ekki reykja umtalsverðu heilsu tjóni. Með banni við reykingum á opinber um stöðum hefur tekist að draga verulega úr óbeinum reykingum. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að nýgengi bráðra kransæðaáfalla hefur minnkað um 17–20% í kjölfar reykingabanns á opinberum stöðum. Í íslensku uppgjöri virðist fækkun hjartaáfalla vera mest hjá körl um. Með þessa ri ranns ókn er ætlu ni n að ranns aka nána r samb andi ð milli óbeinna reykinga og kransæðasjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er fram skyggn ferilrannsókn. Öllum sjúklingum sem fóru í hjartaþræðingu á LSH á tímabilinu 27. janúar 2010 – 12. apríl 2010 var boðin þátttaka. Alls var 361 sjúklingi boðin þátt taka. Þar af tóku 269 þátt, 202 karlar og 67 konur. Þátttaka fólst í því að upplýsingum úr SCAAR og RIKSHIA um áhættuþ ætti kransæðasjúkdóma, meðferð og niðurstöður þræðingingar var tekið saman í gagnagrunn. Einnig var spurningalisti settur fyrir hvern og einn sjúkling þar sem spurt var út í reykinga sögu og munntóbaks– og níkótínlyfjanotkun. Þátttakendur voru einnig beðnir um að meta
hvað þeir teldu sig verða fyrir miklum óbein um reyk. Blóðsýni var tekið úr öllum sjúkl ingum við komu og var cotinine og hs–CRP mælt í blóði hvers og eins. Niðurstöður: Niðurstöður liggja ekki end anlega fyrir þegar þetta er skrifað þann 19. maí 2010.
Langtímaárangur ósæðaloku skiptaðgerða vegna ósæðar þrengsla á Íslandi Sindri Aron Viktorsson1, Inga Lára Ingvars dóttir1, Kári Hreinsson1,3, Ragnar Daniel sen1,2, Tómas Guðbjartsson1,4 1 Læknadeild Hás kóla Íslands, 2hjartad eild, 3svæfinga– og gjör gæslud eild, og 4hjarta– og lungnas kurðd eild Lands píta la Inngangur: Ósæðarlokuskipti er önnur al genga sta hjartaa ðg erði n og er hún ofta st gerð vegna ósæ ða rl okuþ rengsla. Ára ngu r þessara aðgerða hefur lítið verið rannsakað ur á Íslandi. Markmið okkar var því að gera rannsókn á árangri ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla með sérstaka áherslu á langtíma fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aft urvirk og náði til 156 sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarloku þrengsla á Landspítala á árunum 2002–2006. Sjúklingum sem áður höfðu farið í hjarta aðgerð (n=17) eða fóru í aðgerð vegna ós æðarlokuleka eða hjartaþelsbólgu (n=5) var sleppt, jafnframt þeim sem ónóg gögn fund ust um (n=7). Meðalaldur sjúklinga var 71,7 ár (bil 41–88), 101 karl (64,7%) og 55 konur (35,3%). Skráðir voru áhættuþættir, fylgi kvillar aðgerðar og niðurstöður hjartaómana fyrir aðgerð sem og 3–12 mánuðum eftir að gerð. Einnig voru skráðar lokutengdar end urinnlagnir til 1. apríl 2010, en meðal eftir litstími var 4,8 ár (bil 0 – 8). Gefin eru upp meðaltöl og tíðni langtímafylgikvilla miðuð við 100 sjúklingaár. Niðurs töður: Alg engu stu eink enni fyri r aðg erð voru mæði (80,8%) og hjartaö ng (52,6%), en 11 sjúklingar voru einkennalaus ir. Fyrir aðgerð var hámarks þrýstingsfallandi (∆P) yfir loku na 74,1 mmHg, útf allsb rot (EF) 57% og EuroSCORE 9,6%. Aðgerðar– og tangartími voru 282 og 124 mín. Rúmur helmingur sjúklinga gekkst samtímis undir kransæðahjáveitu og 9 undir aðgerð á mít url oku. Gervil oku var komið fyrir hjá 29 (18,6%) sjúklinganna en lífrænni loku hjá 127, (81,4%), og voru 102 þeirra án grindar (stentless). Meðalstærð ígræddra loka var 25,6 mm (bil 21–29) og hámarks þrýstings fallandi yfir nýju lokuna viku eftir aðgerð 28,1 mmHg. Alg engu stu fylgik villa r efti r aðgerð voru nýtilkomið gáttatif (64%) og nýrnaskaði (32%) en 19 sjúklingar (12,2%) fengu fjöllíffærabilun. Enduraðgerð vegna blæðingar þurfti í 19 tilfellum (12%). Legu tími var 13 dagar (miðgildi) þar af 1 á gjör gæslu. Tíu sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (skurðdauði 6,4%). Rúmur fjórðung
ur sjúklinganna (26,3%) lagðist inn vegna lokutengdra vandamála, þar af 4 oftar en einu sinni, eða 6,01 innlagnir/100 sjúkl.ár. Alg engu stu ástæðu r endu ri nnl agna r voru hjartabilun (1,74/100 sjúkl.ár), blóðsegarek (1,60), blæðing (1,6), hjartaþelsbólga (0,67) og hjartadrep (0,40). Hámarks þrýstingsfall andi yfir lokuna 3–12 mánuðum eftir aðgerð ina var 19,8 mmHg (bil 2,5–38) og útfallsbrot (EF) 58%. Ályktun: Fylgikvillar eru algengir eftir ósæð arlokuaðgerðir og skurðdauði helmingi hærri en eftir kransæðahjáveituaðgerðir, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir. Endurinn lagnir eru tíðar (26,3%), og aðallega vegna hjartabilunar. Tíðni alvarlegra blæðinga sem tengjast blóðþynnandi meðferð er lægri en í öðrum rannsóknum, en tíðni blóðsegareks og hjartaþelsbólgu svipuð.
Lyfjameðferð eldra fólks sem leggst inn á bráðadeild og tengsl við breytur í MDS–AC mats tækinu: Samnorræn rannsókn Rósa Björk Þórólfsdóttir1, Ólafur H. Samúelsson2,3, Pálmi V. Jónsson2,3 Læknadeild HÍ, 2Öldrunarlækningadeild Landspítala, 3RHLÖ
1
Inngangur: Lyfjameðferð aldraðra er flókin. Aldurstengdar lífeðlisfræðilegar breytingar, aukinn fjöldi sjúkdóma og fjöllyfjanotkun valda því að eldra fólk er útsett fyrir auka verkunum lyfja. Notkun ákveðinna lyfja felur í sér sérstaka aukaverkanahættu hjá öldr uðum og eru slík lyf stundum flokkuð sem óæskileg. Heildr ænt mat á eldri sjúkling um er mikilvægt fyrir öryggi lyfjameðferðar. Við slíkt mat eru stöðluð matstæki líkt og MDS–AC (InterRAI) gagn–leg. Tækið metur mikilvæg atriði eins og vitræna og líkam lega færni. Í þessari rannsókn var notast við gögn úr samnorrænni rannsókn á MDS–AC öldrunarmatstækinu til að skoða lyfja–með ferð eldra fólks á Norðurlöndunum og kanna tengsl hennar við valdar breytur í MDS–AC auk legutíma og 1 árs lifunar. Áhersla var lögð á fjöllyfjanotkun og óæskileg lyf auk tveggja algengra og áhættusamra lyfjaflokka hjá öldruðum, geðlyfja og hjarta– og æða sjúkdómalyfja. Efniv iður og aðf erðir: Söfnu n lyfjau pp lýsi nga og mat með MDS–AC fór fram á árunum 2001–2002 á völdum sjúkrahúsum í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Legutími og lifun voru metin við útskrift og eftir eitt ár. Þátttakendur voru 770 talsins, valdir með slembiúrtaki úr hópi 75 ára og eldri sjúklinga sem lögðust brátt inn á lyflækningadeild. Notast var við skilgrein ingu sænskra heilbrigðisyfirvalda á óæskileg um lyfjum og fjöllyfjanotkun var skilgreind sem notkun 5 eða fleiri lyfja (vítamín og kalk ekki talin með). Við tölfræðiúrvinnslu var notast við 11. útgáfu SPSS forritsins og mið ast marktækni við p–gildi < 0,05. Niðurstöður: Meðalfjöldi lyfja var 6,2. Fjöl
lyfjanotkun var til staðar hjá 66% þátttak enda, notkun óæskilegra lyfja hjá 16% og geðlyfja hjá 48%. Norðmenn tóku marktækt færri lyf en fólk frá hinum löndunum. Kon ur tóku fleiri lyf en karlar og geðlyfjanotkun var meiri meðal kvenna. Geðlyfjanotkun var áberandi mest á Íslandi og Finnlandi, rúm lega 59%. Samk væmt fjölb reytua ðh varfs greini ngu skýrði lyfjam eðf erð um 2–14% af breytileika í útkomuþáttum. Fjöldi lyfja tengdist verri göngufærni og verri færni í almennum athöfnum daglegs lífs (IADL) en einnig betri vitrænni getu og færri byltum. Óæskileg lyf tengdust lengri legutíma og verri IADL–færni. Geðlyf og undirflokkar þeirra tengdust verri útkomu í flestum færnibreyt um. Hjarta– og æðasjúkdómalyf höfðu tengsl við betri útkomu í þessari rannsókn. Ályktun: Fjöllyfjanotkun, notkun óæskilegra lyfja og geðlyfja er almenn á Norðurlöndun um. Niðurstöður samræmast að mestu leyti niðurstöðum annarra rannsókna. Heildar áhrif lyfjameðferðar á breytileika í útkomu þáttum voru lítil í rannsókninni, en erfitt er að álykta um svo flókið samband út frá þess um niðurstöðum.
Myndun og viðhald æða aðgengis í blóðskilunar sjúklingum Steinþór Runólfsson1, Ólafur Skúli Indriða son2, Elín Laxdal1,3,4, Lilja Þyri Björnsdóttir3, Runólfur Pálsson1,2. 1 Læknadeild Háskóla Íslands; 2nýrnalækningaeining og 3æða skurðlækningaeining Landspítala; 4Dpt of Surgical Sciences, Univ ersity of Bergen. Inngangur: Hvarvetna á Vesturlöndum hef ur sjúklingum í blóðskilunarmeðferð vegna nýrnabilunar fjölgað mikið á undanförnum áratugum. Ríkulegt blóðflæði um skilunar hringrásina er nauðsynleg forsenda blóðskil unar og krefst það myndunar æðaaðgengis þar sem náttúrulegir slagæðar– og bláæðar fistill, gerviæðarfistill og blóðskilunarleggur eru helstu kostir. Náttúrulegir fistlar hafa reynst best og því er mælt með myndu n þeirra ef kostur er. Markmið rannsóknar innar var að kanna tíðni og endingartíma mismunandi tegunda æðaaðgengis á Íslandi. Aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til allra sjúklinga sem hófu blóðskilun á skil unardeild Landspítala á tímabilinu 2000– 2009. Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám um orsök nýrnabilunar, fylgisjúkdóma, tíma setningu upphafs og loka blóðskilunar og tegund og staðsetningu aðgengis. Tímasetn ing myndunar og upphaf notkunar fistla var skráð og þannig lagt mat á þroskunartíma þeirra. Enn fremur var endingartími æða aðgengis metinn. Þá voru fylgikvillar sem kröfðust inngrips skráðir fyrir hvert æðaað gengi og tengsl þeirra við grunnsjúkdóm og áhættuþætti s.s. sykursýki og útæðasjúkdóma könnuð. Sjúklingar sem ekki náðu þremur samfelldum mánuðum í blóðskilun voru úti lokaðir og einnig þeir sem hófu blóðskilun
áður en rannsóknartímabilið hófst eða fengu æðaaðgengi myndað utan Íslands. Beitt var lýsandi tölfræði og hópar bornir saman með Wilcoxon–Mann–Whitney prófi. Niðurstöður: Æðaaðgengi var myndað hjá 145 einstaklingum, 86 körlum og 58 konum. Meðalaldur við upphaf blóðskilunar var 62,1 ár (± 18,3). Hlutfall sykursjúkra var 24,1% og 21,5% höfðu greinst með útæðasjúkdóm. Hjá 85 sjúklingum (59,0%) hófst blóðskil un um fistil en 59 (40,4%) byrjuðu meðferð um legg. Af fistlunum voru voru 80 (90,9%) náttúrulegir, þar af voru 41 staðsettir í fram handlegg og 38 í upphandlegg. Sex fistlar voru myndaðir með ísetningu gerviæðar, 1 á framhandlegg og 5 á upphandlegg. Alls voru mynduð 283 æðaaðgengi á rannsóknartíma bilinu, 169 fistlar (59,7%), 35 gerviæðarfistlar (12,4%) og í 79 tilvikum (27,9%) var notast við legg. Sextíu og einn sjúklingur (42,1%) fékk eitt aðgengi, 50 sjúklingar (34,5%) fengu tvö aðgengi og 34 (23,4%) fengu þrjú eða fleiri. Miðg ildi (spönn) fjölda aðg engja á hvert ár í blóðskilun var 1,20 (0,12–20,87). Meðal sykursjúkra var miðgildið 1,42 (0,12– 20,87) á móti 1,16 (0,14–16,23) hjá þeim sem ekki höfðu sykursýki (P = 0,32). Hjá sjúklingum með útæðasjúkdóm var miðgildi fjölda aðgengja á hvert ár í blóðskilun 1,60 (0,20–20,87) en 1,48 (0,12–16,23) hjá þeim sem ekki höfðu útæðasjúkdóm (P = 0,31). Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að hátt hlutfall fistla eru af náttúrulegum toga. Hins vegar er fremur stór hópur sem byrjar blóð skilun um blóðskilunarlegg og er hugsanlegt að ráðist sé of seint í gerð aðgengis hjá sjúkl ingum með lokastigsnýrnabilun hér á landi. Loks er athyglisvert hversu stór hluti fær fyrsta fistil á upphandlegg.
Tíðni sjúkrahúsinnlagna meðal skilunarsjúklinga á Íslandi Dóra Erla Þórhallsdóttir1, Runólfur Pálsson1,2, Ólafur Skúli Indriðason2. Læknadeild Háskóla Íslands; 2nýrnalækningaeining Land
1
spítala.
Inngangur: Lokastigsnýrnabilun er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi og stafar aukningin að miklu leyti af hækkandi aldri og betri lifun sjúklinga með aðra langvinna sjúkdóma s.s. sykursýki og hjarta– og æða sjúkdóma. Meðferðarúrræði sem völ er á eru skilun og ígræðsla nýra. Skilunarmeðferð er þung byrði fyrir marga sjúklinga og er tíðni sjúkrahúsinnlagna einn þeirra mælikvarða sem nota ði r hafa veri ð til að meta alv ar leika veikinda skilunarsjúklinga og hvernig þeim vegnar. Í Bandaríkjunum er meðalfjöldi sjúkrahúsinnlagna um 2 innlagnir á sjúkl ing á ári. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni og orsakir sjúkrahúsinnlagna meðal skilunarsjúklinga á Íslandi. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til allra sjúklinga sem gengust undir skilunarmeðferð á skilunardeild Landspít ala á árunum 2000–2009. Aflað var upplýs
59
inga úr sjúkraskrám um orsök nýrnabilunar, fylgisjúkdóma, aldur við upphaf skilunar meðferðar, tímasetningu upphafs og loka skilunarmeðferðar og tegund skilunar. Enn fremur var leitað gagna um allar innlagnir á sjúkrahús, sjúkdómsgreiningu og lengd legu. Beitt var aðferðum lýsandi tölfræði. Hópar voru bornir saman með Wilcoxon–Mann– Whitney prófi og kí–kvaðrat prófi. Niðurstöður: Heildarfjöldi skilunarsjúkl inga á tímabilinu var 249, þar af voru 153 karlar (61,4%). Alls voru 149 (59,8%) í blóð skilun, 59 (23,7%) í kviðskilun og 41 (16,5%) reyndu báðar tegundir skilunar. Meðalald ur (± staðalfrávik) við upphaf skilunar var 61,4 ± 18,8. Alls voru 17 (6,8%) með eng an skráðan fylgisjúkdóm, 71 (28,5%) með einn, 69 (27,7%) með tvo og 92 (36,9%) með ≥ þrjá fylgisjúkdóma. Tíðni innlagna (miðgildi (spönn)) var 2,4 (0–46,6) á hvern sjúkling á ári. Marktækur munur var á tíðni innlagna karla og kvenna (2,5 á móti 1,8 á ári, P=0,030) og á tíðni innlagna blóðskil unarsjúklinga og kviðskilunarsjúklinga (2,8 á móti 2,1 á ári, P=0,017). Þá var tíðni inn lagna hjá sjúklingum með ≥2 fylgisjúkdóma marktækt hærri en hjá þeim sem höfðu <2 fylgisjúkdóma (2,5 á móti 1,6 á ári, P=0,002). Ekki var marktækur munur á tíðni innlagna hjá sjúklingum <65 ára og ≥65 ára. Meðal lengd (miðgildi (spönn)) sjúkrahúslegu var 4 (1–180) dagar. Marktækur munur var á lengd sjúkrahúslegu blóðskilunarsjúklinga og kviðskilunarsjúklinga (4,0 dagar á móti 6,0, P<0,001) og hjá sjúkli ngu m <65 ára og ≥65 ára (4,0 dagar á móti 6,0, P<0,001). Ekki var marktækur munur á lengd sjúkra húslegu karla og kvenna né milli sjúklinga með ≥2 fylgisjúkdóma og þeirra sem höfðu <2 fylgisjúkdóma. Hjarta– og æðasjúkdómar voru algengasta orsök innlagnar (20,2%) og á eftir fylgdi lokastigsnýrnabilun og fylgikvillar hennar (18,8%). Vandamál í tengslum við skilunaraðgengi (æðaaðgengi eða kviðskilun arlegg) lágu að baki 10,9% innlagna. Ályktun: Tíðni sjúkrah úsi nnl agna meða l skilunarsjúklinga er há hér á landi og aðeins hærri en í Bandaríkjunum. Hjarta– og æða sjúkdómar eru algenga sta ors ök innl agna enda eru þeir tíði r fylgis júkd óma r meða l sjúklinga með nýrnabilun en einnig er stór hluti innlagna vegna aðgengisvandamála sem sértækt tengjast lokastigsnýrnabilun. Auk þess að rýra lífsgæði sjúklinga fylgir sjúkra húsinnlögnum mikill kostnaður fyrir heil brigðiskerfið.
Ehlers–Danlos heilkenni (teg und IV). Samband svip– og arf gerðar. Signý Ásta Guðmundsdóttir1, Reynir Arngrímsson2,3, Páll Helgi Möller4 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Lífefna– og sameindalíffræði
1
stofu Læknadeildar H.Í., 3Erfða– og sameindalæknisfræðideild og 4Skurðlækningasvið Landspítalans og HÍ.
Inngangur: EDS af gerð IV er A–litnings
60
ríkja ndi sjúkd ómu r og tali ð hættul ega sta EDS afbrigðið, með marga alvarlega fylgi kvilla á borð við æðarof, garnarof og rofi á legi á meðgöngu. Meðal líftími EDS IV sjúkl inga er 48 ár. Markmið rannsóknarinnar er lýsa svipgerð sjúkdómsins og að meta sam band svip– og arfgerðar tengdar stökkbreyt ingu sem ekki hefur verið lýst áður. Efniviður og aðferðir: Íslenskri fjölskyldu sem greinst hefur með EDS IV og splæsstökk breytingu í COL3A1 geni er lýst. Núlifandi EDS IV greindum einstaklingum (>18 ára) var boðin þátttaka í rannsókninni og komu þau í viðt al, sögut öku og líka mss koðu n. Lagður var fyrir spurningalisti um heilsufar og einkenni, teknar voru klínískar ljósmynd ir og líkamshlutföll mæld. Útfrá viðtali og heilsufarsgögnum var tilgreindur fjöldi og tegund fylgikvilla, aldur við greiningu þeirra, dánarmein, dánaraldur og önnur vandamál EDS IV sem nýttar til að meta samband arf gerðar og svipgerðar. Lýsandi tölfræði var notuð við samantekt á niðurstöðum og svip gerðarkort útbúið sem lýsir samband svip– og arfgerðar. Niðurstöður: Tíu einstaklingar voru greind ir með klínísk svipgerðareinkenni EDS IV og DNA greining staðfest í átta þeirra. Meðal aldur úrtaksins var 31,4 ár (aldursbil: 4–65) þar af voru sex konur og fjórir karlar. Í fjöl skyldu nni reyndi st vera splæss tökkb reyt ing, sem leiðir til brottfalls á einni útröð í COL3A1 og tapi á 18 amínósýrum úr þrí stranda helix próteinsins kollagen III. Við mat á sambandi svip– og arfgerðar kom í ljós að tveir höfðu látist vegna æðarofs og einn greindist með ósæðarvíkkun; meðalaldur 38 ár (aldursbil: 36–44) og í tveimur tilfellu hafi komið fram garnarof við 32 ára aldur með alvarlegum fylgikvillum. Legbrestur greind ist hjá engum. Af viðbótarskilmerkjum voru einkenni frá æða– og stoðkerfi algengust, t.d. æðahnútar, marblettir, langvarandi verkir, ilsig og liðhlaup að hluta eða öllu leiti. End urtekin liðhlaup, ofurliðleiki og vandamál tengd húð s.s. léleg sárgróning og óeðlileg öramyndun eftir sár, önnur en stórskurð aðgerðir með fylgikvillum, voru fátíð svo og ótímabær öldrunareinkenni húðar með þynningu og lítilli undirhúðarfitu. Klínískar mælingar á líkamshlutföllum s.s lengd faðms, hæðar og handa sýndu lítil frávik frá því sem búast mátti við. Umræður: Svipgerð tengd brottfalli á 18 am ínósýrum í þrístrandahelix hluta kollagens III sýnir ekki alltaf dæmigerð einkenni um ótímabær öldrunareinkenni húðar né aukin liðleika, sem algengt er að tengja við Ehl ers–Danlos heilkenni en hefur meiri áhrif á bandvef í æðum og innri líffærum sem getur leitt til lífshættulegra veikinda. Í þessari fjöl skyldu reyndust flest einkenni vera væg, sem eflaust skýrir hversu lengi hann var dulinn og ógreindur jafnvel þó feðgar hefðu látist ungir úr æðarofi. Niðurstöður staðfesta að EDS IV sjúkdómur er alvarlegur með lífshættulegum fylgikvillum og hárri dánartíðni.
Erfðameingerð Cenani–Lenz heilkennis Höfundur: Auður Elva Vignisdóttir. Leiðbeinendi: Reynir Arngrímsson. Meðleiðbeinandi: Helga Hauksdóttir. Erfða– og sameindalæknisfræðideild Landspítalans og Lífefna– og sameindalíffræðistofu, Læknadeild Háskóla Íslands.
Inngangur: Cenani–Lenz heilkenni (CL) er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem einkennist af samvexti á fingrum og tám. Orsakir sjúk dómsins eru óþekktar og fáum tilfellum verið lýst (n=27). Markmið rannsóknarinnar er að lýsa svipgerð hjá einstaklingi með CL og bera saman við áður þekkt tilfelli og að kanna hvort finna megi sameindaerfðafræðilega or sök heilkennisins með örflögugreiningu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru einstaklingur með CL og foreldrar hans. Lík amsh lutf öll voru mæld., tekna r klíní ska r ljósmyndir og mat lagt á beinabreytingar á röntgenmyndum. Einangrað DNA úr blóði var notað til örflögugreiningar að lokinni styrkm æli ngu og rafd rætti á agaró sag eli. DNA var merkt og kannað með tvívíðum þáttapörunarrafdrætti (2D–SDE). CGH ör flögur, 12x135K og útraðamiðuð 3x720K frá NimbleGen, voru notaðar til þáttapörunar. Úrlestur var gerður með flúrljómunarskanna og honum umbreytt í tölulegar niðurstöður í Nimblescan. Svæði erfðamengisins með ein takafjöldabreytileika (EFB) voru skráð sam kvæmt Signalmap. Niðurstöður: Eink ennu m nýja tilf elli s ins svipar til áður lýstra tilfella og einkenni voru bundin við útlimi. Í erfðaefni tilfellisins fundust 27 breytingar með örflögugreiningu og af þeim hafði 16 breytileikum ekki verið lýst áður. Á þessum svæðum fundust 9 gen, þar á meðal NELL1. Á 11 svæðum með áður þekktum EFB greindist meðal annars. KCP. Ályktanir: Fyrri ranns ókni r á nagd ýru m hafa sýnt að EFB á NELL1 er þekkt af því að valda samruna á beinum. KCP tengist inn á boðleið BMP, hóps próteina sem stýra beinþroska á fósturskeiði og er talið valda nýrnavandamálum. Í nokkrum tilfellum af CL hefu r meðf æddu m nýrnag öllu m ver ið lýst. Kanna verður nánar þessi gen með öðrum aðferðum, til dæmis qPCR, áður en hægt er að útiloka þau sem orsakavalda heil kennisins.
Gen með áhrif á mislitnun og heilastærð. Höfundur: Hjörleifur Skorri Þormóðsson Leiðbeinendur: Jón Jóhannes Jónsson, Halldóra Sunna Sigurðardóttir, Martin Ingi Sigurðsson. Stofnun: Lífefna– og sameindalíffræðistofa Læknadeildar, Erfða– og sameindalæknisfræðideild Landspítala.
Inngangur: Ísl ensk stúlka er greind með tígla mislitnun (e. Mosaic Variegated Ane uploidy) í blóðfrumum, bandvef og merg frumum. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og með alvarlega svipgerð. Sjúklingur hef ur smáhöfuð (l. microcephalus), flogaveiki,
skertan líkamsvöxt, andlega þroskahömlun og seinkun annars stigs kyneinkenna. Eina þekkta genið sem veldur tígla mislitnun er BUB1B genið. Engin stökkbreyting fannst hjá stúlkunni. Efniviður og aðferðir: Mögulegt meingen NEDD1 og SYCP3 voru fundi n með lík ani af ferli litningaaðskilnaðar sem þáttar í taugaþroska og þekktum meingenum með hliðstæða svipgerð. Erfðaefni stúlkunnar var skimað fyrir stökkbreytingum í þessum gen um með qPCR og bræðslumarksgreiningu og raðgreiningu ef tilefni var til. Við smíðuðum líkan sem lýsir litningum og skipulagi þeirra með utangenamerking um sem grundvallarþætti í eðlilegum tauga þroska. Þetta líkan var prófað með lífupplýs ingagreiningu á tjáningu gena í GNFbioGPS atla si nu m (http://biogps.gnf.org/). Tjáni ng milli greyptra gena og annarra gena var borin saman Kruskal–Wallis dreifnigreiningu og Wilcoxon ópöruðu raðarprófi fyrir einstaka samanburð. Niðurstöður: Bræðslum arksg reini ng á NEDD1 og SYCP3 genum leiddi ekki í ljós stökkb reyti nga r í erfða re fni sjúkli ngsi ns. Tjáning greyptra gena í heilavef virðist taka mið af uppruna litninga. Tjáning greyptra gena á litningum 7, 10, 11, 14,15, 19 sýna markverðar hneigðir í ákveðnum vefjum eftir uppruna litnings og tjáðri samsætu. Umræður: Meingen eru eflaust tengd að skilnaði litninga þó að þessi álitsgen hafi ekki útskýrt svipgerð sjúklingsins. Vefjasérhæfing og væntanlega starfsemi miðtaugakerfis virð ist byggja að hluta á foreldauppruna litnings, þar sem markt æku r munu r er á tjáni ngu gena á litningum á afmörkuðum vefjasvæð um eftir því frá hvoru foreldri greypt svæði litninga koma. Niðurstöður vekja spurningar um hlutverk litninga frá sitt hvoru foreldri í vefjasérhæfingu miðtaugakerfis.
Hafa trefjafrumur (e. fibrocyt es) úr blóði hlutverki að gegna í meinferli arfgengrar heilablæð ingar vegna mýlildis útfellinga í slagæðum miðtaugakerfisins? Nemandi: Marteinn Ingi Smárason. Leiðbeinendur: Birkir Þór Bragason PhD, Leifur Þorsteinsson PhD og Ástríður Páls dóttir D.Phil. Inngangur: Arfgeng heilablæðing (e. here dita ry cystat in C amylo id angiop athy) er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem leggst á ungt fólk og fyrirfinnst eingöngu á Íslandi. Hann er ríkjandi og erfist ókynbundið. Sjúkdómur inn orsakast af stökkbreytingu í geninu sem tjáir fyrir cystatin C próteininu en það veldur útfellingu þess í veggjum heila– og mænu slagæða. Því fylgir aukin bandvefsmyndun og þykknun á slagæðaveggjum sem leiðir til þrengingar á holi slagæðanna. Þessum þreng ingum fylgja heilablóðföll, eitt eða fleiri, sem draga sjúklinga til dauða yfirleitt á aldursbil
inu 20–40 ára. Trefjafrumur eru bandvefskím (e. mesen chymal) forverar sem eiga uppruna sinn í beinmerg. Þær gegna m.a. mikilvægu hlut verki í græðslu sára þar sem þær geta sérhæfst í vöðvatrefjakímfrumur (e. myofibroblasts) fyrir tilstilli boðefna eins og TGF– . Trefja frumur hafa verið bendlaðar við framvindu ýmissa sjúkdóma sem einkennast af lang vinnri bólgu og umfram kollagen myndun s.s. astma, lungnatrefjun (e. pulmonary fibr osis), örbrigsli (e. keloids) og hnútahersli (e. atherosclerosis). Talið er hugsanlegt að trefjafrumur gegni hlutverki í meinferli arfgengrar heilablæðing ar þar sem sýnt hefur verið fram á að cystatin C geti hindrað bindingu TGF– við viðtaka sinn og eigi þannig þátt í að hamla virkni þess. Magn cystatin C í heila og mænuvökva arfbera er um þrisvar sinnum minna en í heilbrigðum einstaklingum. Markmið verk efnisins var því að kanna hvort munur væri á milli arfbera og viðmiða á tjáningu gena sem tengjast sérhæfingu trefjafrumna yfir í vöðva trefjakímfrumur. Efniviður og aðfe rðir: Einkjarna frumur voru einangraðar úr blóði arfbera og viðmiða og settar í ræktun í æti með og án TGF– . Eftir ræktun var formgerð frumanna athug uð og framkvæmd greining í frumuflæðisjá til að kanna sérhæfingu yfir í trefjafrumur. Einnig voru gerðar ónæmislitanir og könnuð genatjáning valinna gena með magnbundnu rauntíma PCR. Niðurstöður: Frumuf læðis járg reini ngi n sýndi aukna tjáningu merkigena sem ein kenna trefjafrumur við bæði ræktunarskil yrði. Þó voru greinil ega mjög blanda ða r frumugerðir sem fengust úr ræktununum. Greinil eg breyti ng varð á genat jáni ngu frumnanna við ræktunina. Athyglisvert er að fyrir þau gen sem athuguð voru með raun tíma PCR, varð í öllum tilfellum meiri aukn ing tjáningar í frumum sem ræktaðar voru í hreinu æti miðað við æti með TGF– . Aðeins voru tvö gen af 8 þar sem niðurstöður bentu til tjáningarmunar á milli arfbera og viðmiða. Í báðum tilfellum var tjáningin aukin í arf berunum miðað við viðmiðin. Ályktanir: Sú aðferðafræði sem hér var beitt við frumuræktun virðist hafa leitt til sérhæf ingar í átt að trefjafrumum, skv. frumuflæði sjárgreiningu og rauntíma–PCR. Enn þarf þó að fínstilla ræktunarskilyrði frekar. Það er athyglisvert að munur sást í tjáningu tveggja gena milli arfbera og viðmiða og er vísbend ing um að frumur arfberanna séu að bregðast öðruvísi við í samræmi við rannsóknartil gátuna. Almennt, þá er erfitt að rannsaka arfgenga heilablæðingu sökum þess hve fáir arfberar eru á lífi. Í sumum tilfellum var tölu verður munur á genatjáningu milli arfber anna og milli viðmiðanna sem á líklega rætur í einstaklingsbreytileika. Því þarf að staðfesta þessar niðurstöður með stærra úrtak.
Sjúkdómsmynd einstaklinga m.t.t. arfgerða sem valda MBL skorti. Valgerður Þorsteinsdóttir1, Helga Bjarna dóttir2, Guðmundur Haukur Jörgensen2 og Björn Rúnar Lúðvíksson 1,2. 1 Læknadeild Háskóla Íslands; 2Ónæmisfræðideild Lands píta l ans, Reykjavík, Ísland.
Inngangur: Mannósabindilektín (MBL) er eitt af upphafspróteinum lektín ferilsins og virkjar komplímentkerfið þegar það bindst sykrum á yfirborði sýkla. MBL stuðlar einnig að eyðingu frumna í stýrðum frumudauða. MBL er tjáð af MBL2 geninu en í útröð þess eru þekkta r 3 punkts tökkb reyti nga r sem nefnast einu nafni O. Arfhreinir um O stökk breytingu (O/O) hafa lægsta magn MBL í blóði (<50 ng/ml). Villigerðin nefnist A og tengist eðlilegum MBL styrk. Sýnt hefur verið fram á möguleg tengsl MBL skorts (≤500 ng/ ml) við sýkingar og sjálfsofnæmissjúkdóma. Markmið rannsóknar: Að athuga klíníska sjúkdómsmynd einstaklinga með MBL skort og möguleg tengsl við ólíkar arfgerðir. Efni og aðferðir: Sóst var eftir þátttöku ein staklinga sem höfðu mælst með MBL styrk undir 500 ng/ml á ónæmisfræðideild LSH á árunum 2006–2010. Af þeim sem náðist í (205/228) samþykktu 163 þátttöku (79,5%) og af þeim hafa 101 verið arfgerðargreindir fyrir stökkbreytingu O, með rauntíma PCR. Þátttakendur svöruðu ítarlegum heilsufars spurningalista sem m.a. laut að tíðni sýkinga og greiningu sjálfsofnæmissjúkdóma. Nið urstöður úr fyrirliggjandi spurningalistum 63 einstaklinga, handahófskennt völdum úr þjóðskrá, voru notaðar til samanburðar. Niðurstöður: Arfgerðargreining sýndi að 17/101 (16,8%) voru arfh reini r um villi gerð (A/A), 67/101 (66,3%) voru arfblendnir (A/O) og 17/101 (16,8%) voru arfhreinir um stökkbreytingu (O/O). Fylgni var milli arfgerða og styrks MBL í blóði (p<0,0001) þar sem O/O voru lægstir. Hjá einstakling um með MBL skort reyndist tíðni sýkinga í öndunarfærum, þvagvegum og slímhúðum munns og augna vera marktækt hærri held ur en hjá viðm iðu na rh ópnu m. O/O ein staklingar reyndust vera líklegri til að vera með sjúkd ómse ink enni frá melti nga rv egi (p<0.05). Þegar litið var á alvarleika sýkinga kom í ljós að 51/120 (42,5%) einstaklinga með MBL skort uppfylltu flokkunarskilyrðin fyrir efsta flokks m.v. 15.9% viðmiðunarhóps (p<0.05). Alls reyndust 47/118 (39,8%) hafa fyrri greiningu um sjálfsofnæmissjúkdóm og þar af höfðu 15 fleiri en einn (29.8%). Hvorki fundust tengsl milli sjálfsofnæmissjúkdóma og ákveðinna arfgerða né milli sjálfsofnæmis og tíðni sýkinga. Ályktanir: Meða l eins takli nga þar sem MBL styrkur í blóði hefur verið metinn er um verulega háa tíðni sýkinga, vélinda– og magabólgna og sjálfsofnæmissjúkdóma að ræða. O/O arfgerð virðist vera áhættuþáttur fyrir sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar og
61
hugsanlega í berkjum. Athyglisvert er að auk in áhætta fyrir sjálfsofnæmissjúkdóma virðist eingöngu vera bundin við lækkað magn MBL frekar en mismunandi arfgerð fyrir skorti.
Faraldsfræði og áhættuþættir ANCA+ æðabólgusjúkdóma á Íslandi 1996–2006 Þórunn Bjarnadóttir1, Tekla Hrund Karls dóttir1, Árni Jón Geirsson2, Jóhannes Björns son1,2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, Landspítali háskólasjúkrahús2.
Inngangur: Frumkomnum fjölkerfa æða bólgus júkd ómu m er skipt í ANCA– og ANCA+ undirhópa. ANCA eru mótefni sem beinast gegn ensímum í seytikornum dauf kyrninga. Þeir æðabólgusjúkdómar sem hafa hvað sterkust tengsl við ANCA eru Wegener‘s granul omat osis (WG), micros copi c poly angiitis (MPA) og Churg–Strauss syndrome (CSS). Lítið er vitað um ónæmismeingerð sjúkdómanna, en þeir geta haft lífshættuleg ar afleiðingar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði og afdrif þessara sjúklinga á Íslandi á árunum 1996–2006, með tilliti til hugsanlegra áhættuþátta. Efni og aðferðir: Rannsóknin er aftursæ og samanstóð rannsóknarhópurinn af sjúkling um uppfylltu ACR og CHCC skilmerki fyrir ANCA+ æðabólgusjúkdóma á LSH og FSA á árunum 1996–2006. Ítarlegum upplýsingum um sjúkdómsgang var aflað úr sjúkraskrám og meinafræðiniðurstöður vefjarannsókna voru yfirfarnar og skráðar. Gildi rannsókn arniðurstaða við greiningu og endurkomu sjúkdóms voru borin saman í leit að lífvísi sem hefði forspárgildi um horfur. Endur koma sjúkdóms var metin eftir skilmerkjum IMPROVE rannsóknarinnar. Niðurstöður: 32 sjúklingar greindust með ANCA+ æðabólgu á tímabilinu. 20 höfðu WG (nýgengi 6,44/106/ár), 6 MPA og 6 CSS (nýgengi 1,93/106/ár). Í rannsóknarhópnum voru 62,5% konur. Endurkoma sjúkdóms átti sér stað hjá 45% WG sjúklinga. 30% WG sjúklinga voru með aðra sjálfsofnæmissjúk dóma á tímabilinu og höfðu þeir marktækt verri horfur en hinir (p<0,05). Allir þessir einstaklingar voru kvenkyns. 50% WG sjúkl inga áttu vefjasýni sem staðfesti æðabólgu á tímabilinu. Þeir höfðu einnig verri horfur (p<0,05). Nær allir WG sjúklingar höfðu óeðlilegar blóðrannsóknir við greiningu en þær höfðu ekki fors párg ildi um afd rif. Á tímabilinu lést 1 úr hópi WG sjúklinga og 1 úr hópi MPA (5 ára lifun 95% og 83%). Umræður: Nýgengi ANCA+ æðabólgusjúk dóma á Ísl andi er nokku ð lægra en í N– Evrópu, þetta á sérstaklega við um MPA. Markvert er hve sterk tengsl annarra sjálfsof næmissjúkdóma eru við horfur hjá þessum rannsóknarhópi en sambærilegar niðurstöð ur hafa ekki fengist annarsstaðar. Rannsókn in staðfestir mikilvægi þess að einstaklingar með æðabólgusjúkdóma gangist undir ná kvæma uppvinnslu við greiningu sem ætti að fela í sér vefjasýnagreiningu, í ljósi þess að
62
sjúklingar sem áttu vefjasýni sem sýndi æða bólgu höfðu marktækt verri horfur. Lifun íslenskra sjúklinga er mun betri en þekkist erlendis, en tíðni endurkomu sjúkdóms hjá WG sjúklingum er sambærileg og í Evrópu og BNA.
Tíðni HER–2 mögnunar í brjóstakrabbameini á Íslandi og fylgni við aðra þætti með forspárgildi fyrir horfur og meðferð Valgerður Dóra Traustadóttir,1, Helgi Sigurðsson,1,2, Bjarni A. Agnarsson,1,3, Jón Gunnlaugur Jónasson,1,3,4, Ásgerður Sverris dóttir,2. Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameinslækningadeild
1
Lands pítala, 3Rannsóknarstofa í meinafræði á Landspítala, Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
4
Inngangur: Við greiningu brjóstakrabba meins eru metnir þeir vefjameinafræðilegu þættir sem hafa áhrif á horfur og forspár gildi um svörun við meðferð. Helstu for spárþættirnir eru æxlisstærð, meinvörp til eitla, fjarm einv örp, gráða æxli s, viðt aka r fyrir östrógeni (ER) og prógesteróni (PgR) og HER–2 sem er frumuhimnuviðtaki með týrósín–kínasavirkni. Aukin tjáning HER–2 viðtaka á yfirborði krabbameinsfruma hefur verið tengd við verri sjúkdómshorfur og góða svöru n við Trastú zum ab meðf erð sem er einstofna mótefni sem hamlar virkni HER–2 viðtakans. Markmið rannsókna rinna r var að kanna tíðni á tjáningu HER–2 hér á landi ásamt því að bera saman vefjameinafræðilega þætti milli HER–2 jákvæðra og neikvæðra æxla, enn fremur að bera saman mótefnalit un og flúorskimun við greiningu á HER–2 mögnun. Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn sjúklinga– viðmiðarannsókn og nær til allra kvenna sem greindust með ífarandi brjósta krabbamein með yfirtjáningu á HER–2 við takanum árin 2005–2009. Valinn var aldurs– og greiningartímastaðlaður samanburðar hópur fyrir HER–2 jákvæðar konur. Skráðar voru þær breytur sem hafa forspárgildi fyrir horfur og svörun við meðferð. Notað var Kí–kvaðrat próf til að bera saman hópana tvo með tilliti til flokkabreyta. Mann–Whitney próf var notað á raðbreytur svo sem æxlis stærð og S–fasa. Niðurstöður: Alls greindu st 1028 konu r með ífarandi brjóstakrabbamein á tímabil inu. Þar af voru 127 konur sjúkdóm sem sýndi HER–2 mögnun eða 12%. HER–2 já kvæð æxli reyndust í samanburði við HER–2 neikvæð nánast alltaf vera af rása (ductal) gerð, þau voru almennt stærri, sýndu oftar æxlisíferð í æðar, óhagstæðari æxlisgráðu, minni tjáningu á ER og PgR, hærri S–fasa og óhags tæða ri DNA litni ngas töðu. Alli r þessir þættir reyndust tölf ræðil ega mark tækir (P<0,05). Ekki var marktækur munur með tilliti til greiningaraldurs og eitlastöðu.
Hjá þeim sýnum sem greind voru 1+ í mót efnalitun fyrir HER–2 (hámark 3+) reyndist genamögnun vera til staðar í 5,5% tilfella en í 28,8% tilfella með 2+ við IHC. Ályktun: Tíðni HER–2 mögnunar reyndist vera 12% sem er lægra en í flestum öðrum ranns óknu m sem hins vega r sjaldna st ná til heillar þjóðar. Konur sem hafa brjósta krabbamein sem oftjá HER–2 viðtakann eru með sjúkdóm sem hefur marktæka tilhneig ingu til að hafa: i) stærri æxli, ii) oftar æxlis vöxt í æðar, iii) síður hormónaviðtaka, iv) hærri æxlisgráðu og háan S–fasa. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra áþekkra rannsókna.
Þunglyndi á meðgöngu hjá íslenskum konum: Könnun á áhættuþáttum og meðferð. Telma Huld Ragnarsdóttir1, Jón Friðrik Sigurðsson1,2, Linda Bára Lýðsdóttir2, Halldóra Ólafsdóttir2 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Geðsvið Landspítala.
1
Inngangur: Þungl yndi er al g engu r kvilli á meðgöngu og er talið að 12,7% ófrískra kvenna þjáist af alvarlegu þunglyndi á með göngu. Afleiðingar þunglyndis á meðgöngu eru að mestu leyti óþekktar en geta þó verið alvarlegar og því er mikilvægt að vera vak andi fyrir einkennum og áhrifaþáttum. Þeir áhrifa þ ætt i r sem helst hafa ver i ð tengd ir við þunglyndi á meðgöngu eru saga um þung l yndi, reyk i ng a r, lágt mennt u n a r s tig og skortur á félagslegum stuðningi. Tilgang ur rannsóknarinnar er að skoða áhrifaþætti þunglyndis á meðgöngu hjá íslenskum kon um, jafnframt því að kanna hvernig staðið væri að mati og meðhöndlun röskunarinnar. Að lokum var samband kvíða og þunglyndis á meðgöngu skoðað sérstaklega. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru konur sem komu í mæðravernd á stórhöfuð borgasvæðinu og Akureyri. Það var skimað fyrir þunglyndi og kvíða hjá þessum konum með sjálfsmatskvarðanum Edinburgh Post natal Depression Scale. Ef kona skimaðist yfir viðmiðunarmörkum eða lenti í saman burðarhóp var henni boðið í greiningarviðtal hjá reyndum sálfræðingum eða geðlæknum. Tekið var viðtal við 447 konur og þær beðnar um að svara spurningalistum. Niðurstöður: 73 konur greindust með al varlegt þunglyndi á meðgöngu skv. MINI+ (Mini International Neuropsychiatric Int erview+), þar af höfðu 60,3% ævireynslu af þunglyndi. Af þeim konum sem greindust þunglyndar voru að eins 38,5% í ein hvers konar meðferð, 20,0% þeirra á lyfjameðferð en hinar í samtalsmeðferð, stuðningsmeð ferð eða annarri meðferð. Helstu áhrifaþættir þunglyndis á meðgöngu hjá íslenskum kon um eru saga um þunglyndi, reykingar, veik indi eða örorka, lágt menntunarstig, slæm fjárhagsstaða, slæmt samband við maka, lítill félagslegur stuðningur og lágt mat á lífsham ingju. 70% þung l yndra kvenna greind u st
einnig með einhvers konar kvíðaröskun á meðgöngu. Ályktanir: Kon u r sem eru þung l ynd a r á meðgöngu eru í fæstum tilfellum að leita sér með f erð a r, þó að þær hafi fyrri sögu um þung l yndi. Saga um fyrra þung l yndi var sterkasti áhrifaþáttur þunglyndis á með göngu og ætti alltaf að spyrja ófrískar konur um hana. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfs fólk að þekkja helstu áhættuþætti þunglyndis á meðgöngu til að geta greint það og með höndlað. Kvíði og þunglyndi haldast oft í hendur.
Gallstasi á meðgöngu — Íslenskur gagnagrunnur Þóra Soffía Guðmundsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Einar Björnsson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali, háskólasjúkrahús
1
Inngangur: Gallstasi á meðgöngu lýsir sér með kláða án húð ú t b rota og hækk u ð u m gallsýrum í sermi. Hann felur í sér aukna hættu á fósturstreitu, fyrirburafæðingum og fósturdauða. Sjúkdómurinn er misalgengur eftir svæðum og þjóðum heims. Algengastur er hann í Chile, í allt að 10% allra meðganga en í Evrópu og Norður–Ameríku hefur tíðn in mælst 0.5–2%. Meinmyndun sjúkdómsins er ekki að fullu skýrð. Áhrif hormóna og gena hafa verið einna mest rannsökuð þótt umhverfisþættir s.s. magn seleníums í fæði hafi einnig fengið athygli. Genin ABCB4, FIC1, NHR1H4,ABCB11 og ABCC2 hafa verið rannsökuð í þessu samhengi sem og áhrif aukins magns estrógena og prógester óna í meðgöngu á flæði galls. Tíðni gallstasa á meðgöngu hefur ekki fyrr verið rannsökuð á Íslandi og er það meginmarkmið þessarar rannsóknar sem og að kanna áhættuþætti og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Fundnar voru allar barnsh afa ndi konu r sem hafa mælst með hækkaðar gallsýrur á rannsóknardeild LSH frá því mælingar hófust árið 2005. Upplýs inga r um meðg öngu r þeirra og fæði nga r fengust úr mæðraskrám og rafrænni sjúkra skrá LSH. Gögn voru færð í Microsoft Access sem ásamt Microsoft Excel var notað við úrvinnslu og tölfræðiútreikninga. Saman burðarhópur var búinn til með því að skrá upplýsingar úr 449 fæðingartilkynningum frá LSH frá árinu 2009. Niðurstöður: Tíðni gallstasa á meðgöngu á Íslandi árið 2009 var 3,4% (n=178) af öll um fæðingum en af fæðingum á LSH var hún 4,4% (n=164), p=0,01. Konur í rann sóknarhópnum fæddu í 3,7% tilvika fjöl bura árið 2009, hlutfall fjölburafæðinga á LSH árið 2009 var 2,0% (p=0,25). Hjá rann sókna rh ópnu m átti framk öllu n fæði nga r eða valkeisari vegna gallstasa sér stað í 33% tilvika en vegna annarra ábendinga í 28% tilvika. (p<0,05) Alls átti framköllun fæð ingar og valkeisari sér því stað í 61% tilvika. Í sama nb urða rh ópnu m var fæði ng fram kölluð eða valkeisari framkvæmdur í 32%
Retina l vessel diameter and oxygen saturation
cant difference in oxygen saturation between temporal and nasal venules. The temporal arterioles had a larger diameter for superior parts of the retina (13±3 pixels superotemp oral vs. 10±2 pixels superonasal p=0.024) and for the inferior retina (13±2 pixels inferotemporal vs. 11±3 pixels inferonasal p=0.057). Temporal venules were also wider than nasa l venules, both for the superior retina (17±2 pixels superotemporal vs. 14±2 pixels superonasal, p=0.011) and the inferior retina (18±3 pixels inferotemporal vs. 12±2 pixels inferonasal, p<0.001). Conclusions: Oxygen saturation measure ments depend on the vessel diameter where narrower vessels show higher oxygen satur ation. This effect explains the measured diff erence between parent and daughter vessels on one hand and temporal and nasal vessels on the other. Linear relationship between oxygen saturation and vessel diameter allows the algorithm to be corrected to make oxygen saturation measurements in the retina inde pendent of vessel diameter.
Halldór Reynir Bergvinsson1, Sveinn Hákon Harðarson1, Einar Stefánsson1,2
Áhrif lystarstols á beinþéttni
tilvika (p<0,05). Fyrirburafæðingar áttu sér stað í 12,3% tilvika í rannsóknarhópnum en í 10,0% tilvika í samanburðarhópnum (p=0,75). Í 15,4% fæðinga í rannsóknarhópi var barnabik í legvatni, meðan tíðnin var 11,8% í samanburðarhópi (p=0,10). Ályktanir: Tíðni galls tasa á meðg öngu á Íslandi er hærri en þekkist í löndu nu m í kringum okkur og er hæsta tíðni sem mælst hefur í Evrópu. Framköllun fæðingar og val keisari er algengari hjá konum með gallstasa á meðgöngu en hjá konum í samanburðar hópnum. Ekki er marktækur munur á hlut falli fyrirburafæðinga né barnabiks í legvatni milli hópa. Þessi rannsókn nær yfir eitt ár, en áfram verða færðar í gagnagrunninn upplýsingar um allar konur sem greinst hafa með gallstasa á meðgöngu frá árinu 2005 þegar gallsýru mælingar hófust á Íslandi.
Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of
1
Ophthalmology, Landspítali University Hospital, Reykjavík, Iceland
Purpose: (1) To test whether retinal vessel oxygen saturation measurements are affected by vessel diameter. (2) To compare retinal vessel oxygen saturation and vessel diameter between tempo ra l and nasa l parts of the retina. Methods: Fundus image s of 12 healthy ind iv iduals were obtained with a fundus camera based retinal oxim eter (Oxym ap ehf., Reykjavík, Iceland). Specialised soft ware analysed the images and measured the oxygen saturation and vessel diameter. (1) Oxygen saturation was measured for parent and daughter vessels and the ratio calculated. A linear regression line was calculated for oxygen saturation – vessel diameter plots, both for arterioles and venules. The slopes of the regression lines were compared to zero. (2) Oxygen saturation and vessel diameter were compared between temporal and nasal parts of the retina. Results: (1) Oxyg en satu ra tion in par ent arte rio le div ide d by oxyg en satur ation in daughter arteriole was 0.97±0.02 (mean±SD). The corres ponding ratio for venules was 0.90±0.04. The slopes of the linear regression lines for oxygen saturation on diameter for arteri oles and venules were significantly non–zero (–0.74±0.7%/pixels for arterioles (p=0.004) and – 1 . 3 4 ± 1 . 0 6 % / p i x e l s f o r v e nu le s (p=0.001)). (2) Oxyg en satu ra ti on was 94±6% in supe ro tempo ral arteri oles and 99±6% in superonasal arterioles (p=0.057). Oxyg en satura tion was 89±6% in infero temporal arterioles and 95±4% in inferonasal arterioles (p=0.009). There was no signifi
Rebekka Guðrún Rúnarsdóttira, Guðlaug Þorsteinsdóttirb, Ólafur Skúli Indriðasonc, Gunnar Sigurðssona,d. a
Læknadeild Háskóla Íslands, bGeðdeild Landspítala, cNýrna
lækningaeining Landspítala, dInnkirtla– og efnaskiptasjúkdóma deild Landspítala.
Inngangur: Ótímabært beintap er þekktur fylgikvilli meðal sjúklinga með lystarstol en á Íslandi hafa engar rannsóknir verið gerðar á beinheilsu þessa sjúklingahóps. Markmið rannsóknarinnar var að athuga beinþéttni ungra kvenna með lystarstol og öðlast betri skilni ng á mögul egu m ors akaþ áttu m svo unnt verði að beita forvörnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aft urskyggn. Fundnar voru beinþéttnimælingar frá árunum 2001–2010 hjá sjúklingum sem leitað höfðu meðferðar á geðdeild Landspít ala og fengið ICD–10 greiningarnar F50.0 og F.50.1. Niðurstöður voru bornar saman við 30 ára heilbrigðar konur (n=58) sem tóku þátt í rannsókn á beinheilsu Íslendinga á árunum 2001–2003. Upplýsingar um sjúk dómsgang og rannsóknaniðurstöður sjúkl inga voru fengnar úr sjúkraskrám. Hópar voru bornir sama n með t–prófi eða Wil coxon–Mann–Whitney prófi, fylgni könnuð með fylgnistuðli Pearsons eða Spearmans. Hjá sjúklingum með endurteknar mælingar voru breytingar kannaðar með pöruðu t– prófi eða Wilcoxon signed ranks prófi. Niðurstöður: Við fundum 63 konur sem höfðu farið í beinþéttnimælingu, 40 þeirra (miðgildi aldurs (spönn) 21 (18–36) ár) voru með greininguna lystarstol og áttu fullnægj andi klínísk gögn í sjúkraskrám, 26 höfðu farið í fleiri en eina beinþéttnimælingu. Bein þéttni í lendhrygg, lærleggshálsi og nærenda lærleggs var marktækt lægri hjá sjúkling um en sama nb urða rh ópi (15,3%–17,5%;
63
p<0,001). Í heild höfðu 55% sjúklinganna beinrýrnun og 15% beinþynningu en aðeins 30% höfðu eðlilega beinþ éttni. Marktæk fylgni fannst milli beinþ éttni og þyngda r og hæðar, en mest var fylgni beinþéttni við lægstu þyngd í veikindum (r=0,482–0,499; p<0,01). Hvorki var fylgni milli beinþéttni og tímalengdar átröskunar né aldurs við upphaf átröskunar. Beinþéttni var marktækt lægri hjá sjúklingum sem höfðu sögu um kalíum skort (K<3,5 mmol/L). Hjá þeim sem áttu fleiri en eina beinþéttnimælingu sást að þær sem töpuðu þyngd milli mælinga lækkuðu marktækt í beinþéttni í lærleggshálsi (–6,6%; p=0,030). Ályktanir: Hátt hlutfall kvenna með lyst arstol hefur beinrýrnun eða beinþynningu og hámarksbeinþéttni þessara ungu kvenna u.þ.b. 15% lægri en ella. Lægsta þyngd í veik indum virðist ráða þar mestu um en nokkuð kom á óvart að ekki var fylgni milli bein þéttni og lengdar átröskunar en margar er lenda r ranns óknir hafa sýnt fram á slíkt. Tengsl kalíumskorts við lága beinþéttni eru áhugaverð og þarf að skoða nánar.
Serum ferritin levels in patients with obstructive sleep apnoea (OSA) – An epidemiological case–control study. Elín Helga Þórarinsdóttir1, Bryndís Benediktsdóttir2,3, Þórarinn Gíslason2,3 and Ísleifur Ólafsson4 Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Ass. Professor
1
Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Department of Allergy, Respiratory Medicine and Sleep, Landspitali University
the Icelandic Sleep Apnoea Cohort (ISAC). These same participants were invited again after two years to take part in a follow up study. A sample of the general population that participated in another epidemiological study at the same time was used as controls. Results: In this ong oing study, 754 OSA subjects had completed the relevant assess ments in Sept. 2009. Of them, 300 had com pleted the follow up visit. Altogether, 758 controls completed the same relevant assess ments, although overnight monitoring was not performed in the control group. S–ferri tin was significantly higher in OSA patients than controls, both in men (p=0.025) and wom en (p<0.001) but afte r adjusting for body mass index (BMI), age, smoking stat us and co–morbidities, s–ferritin was only found to be significantly elevated in OSA women (p=0.032). S–ferritin did not show any significant correlation with severity of OSA, sleepiness or level of CPAP usage at the two–year follow up. Conclusions: Women with OSA had sign ificantly higher s–ferritin levels than controls after adjusting for BMI, age, smoking status and co–morbidities. Keywords: Ferritin, OSA, body mass index, gender, age, smoking, cardiovascular disease, diabetes, stroke, ISAC, BOLD.
Styrkur NT–pro B–type natriuretic peptíð í blóði kæfi svefnssjúklinga Sólborg Erla Ingvarsdóttir1, Þórarinn Gíslason1,2, Bryndís Benediktsdóttir1 og Ísleifur Ólafsson3
Hospital, 4Department of Clinical Biochemistry, Landspitali
1
University Hospital
Landspítalans
Background: Obs tructi ve sleep apno ea (OSA) is a disease characterised by recurr ent episodes of partial or complete upper airway obstruction during sleep. Ferritin is an intracellular iron storage protein but also a marker of acute and chronic inflammat ion. Previous studies have shown that sub jects with OSA have higher levels of circulat ing pro–inflammatory cytokines but little is known about the association between ferritin and OSA. Objective: The aim of the study was to eval uate the association between OSA and s– ferritin and to compare s–ferritin levels in OSA patients to values in a randomly selected contro l group. S–ferritin leve ls were also compared between OSA patients before and after two years of treatment with continuous positive airway pressure (CPAP) as well as in regard to signs and symptoms of the disease i.e. AHI, ODI and ESS. In addition, s–ferritin was correlated with diseases that have been linked to OSA. Methods: All patients diag nose d with OSA and referred for CPAP treatment to the Lands pita li Univ ersi ty Hos pita l from Sept. 2005–Sept. 2009 where invited to join
Inngangur: Kæfisvefn er sjúkdómsástand tilkomið vegna þrenginga í efri loftvegum og einkennist af hrotum og öndunarhléum í svefni. B–type natriuretic peptíð (BNP) er fjölpeptíð sem er aðallega losað úr hvolfum hjartans í samsvari við álag og strekkingu hjartavöðvafrumanna. BNP er klínískt mikil vægur mælikvarði á hjartabilun. Ætlunin í þessu verkefni er að skoða hugsanlegan þátt BNP í meingerð kæfisvefns og skoða hvort styrku r NT–proBNP í blóði breytist eftir meðferð með CPAP tæki(e. continuous posi tive airway pressure). Efni og aðferðir: Þetta var faraldsfræðileg samanburðarrannsókn þar sem sjúklingum sem greindust með kæfisvefn á LSH á tíma bilinu september 2005 til september 2008 var boðin þátttaka. Í samanburðarhópnum voru einstaklingar 40 ára og eldri sem tóku þátt í annarri rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu á Íslandi. Þeir voru rannsakaðir á sama hátt og kæfisvefnssjúklingarnir nema að þeir gengust ekki undir svefnrannsókn. Styrkur NT–proBNP var mældur í blóði hjá völdum hópi þátttakenda og hann borinn saman við breytur sem segja til um alvarleika kæfisvefns (AHI, ODI), þekkta áhættuþætti
64
Læknadeild HÍ, 2Lungnadeild LSH og 3Rannsóknastofa
og sjúkdóma sem honum tengjast. Styrkur NT–proBNP var mældu r hjá 61 karlk yns kæfisvefnssjúklingum, fyrir og eftir tveggja ára CPAP meðferð, og 62 körlum í saman burðarhópnum. Niðurstöður: Styrkur NT–proBNP í blóði var marktækt lægri hjá kæfisvefnssjúkling um bori nn sama n við sama nb urða rh óp (p<0,01). Marktæku r munu r var á styrk NT–proBNP milli aldu rsh ópa, bæði hjá kæfisvefnssjúklingum (p=0,023) og saman burðarhópnum (p<0,01). NT–proBNP hjá háþrýstingssjúklingum var hærra bæði hjá kæfisvefnssjúklingum (p=0,0419) og sam anburðarhópnum (p<0,01). Ekki var mark tækur munur á NT–proBNP styrk milli BMI hópa, né heldur þegar tekið var tillit til reyk ingasögu og alvarleika kæfisvefns þar sem miðað var við fjölda öndunarstoppa (AHI) og minnkun í súrefnismettun (ODI). Styrkur NT–proBNP í blóði breyttist ekki marktækt við CPAP meðferð (p=0,301). Þá var ekki marktækt samband milli alvarleika dagsyfju og styrks NT–proBNP hjá kæfisvefnssjúkl ingum, hvorki fyrir né eftir CPAP meðferð. Ályktanir: Rannsóknin sýndi að styrkur NT– proBNP í blóði er lægri í kæfisvefnssjúkling um miðað við samanburðarhóp. Einnig kom fram að NT–proBNP styrkur hækkar með hækkandi aldri og að hann er marktækt hærri hjá háþrýstingssjúklingum. Ekki er samband milli styrks NT–proBNP og BMI. Lítill fjöldi þátttakanda gæti verið takmarkandi þáttur í rannsókninni og því væri áhugavert að kanna samband NT–proBNP styrks í blóði og kæfi svefns frekar í stærra þýði.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - Actavis 113051
Risedronat Actavis Risedronat Actavis 35 mg filmuhúðaðar töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 35 mg af rísedrónatnatríum (ókristölluðu), sem jafngildir 32,48 mg af rísedrónsýru). Ábendingar: Meðferð á beinþynningu eftir tíðahvörf, til að draga úr hættu á brotum í hrygg. Meðferð á staðfestri beinþynningu eftir tíðahvörf, til að draga úr hættu á mjaðmarbrotum. Meðferð á beinþynningu hjá karlmönnum, sem mikil hætta er á að beinbrotni. Risedronat Actavis 35 mg er ætlað til notkunar hjá fullorðnum. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur hjá fullorðnum er ein 35 mg tafla til inntöku vikulega. Taka skal töfluna alltaf á sama vikudegi. Frásog rísedrónatnatríums verður fyrir áhrifum af fæðu og til að tryggja nægilegt frásog eiga sjúklingar því að taka Risedronat Actavis 35 mg: Fyrir morgunverð: Að minnsta kosti 30 mínútum fyrir fyrstu máltíð, töku annarra lyfja eða fyrsta drykk dagsins (nema drykkjarvatns). Ef skammtur gleymist á að ráðleggja sjúklingum að taka eina Risedronat Actavis 35 mg töflu sama dag og munað er eftir því. Síðan eiga sjúklingar að halda áfram að taka lyfið vikulega á sama vikudegi og venjulega. Ekki á að taka tvær töflur sama dag. Töfluna verður að gleypa í heilu lagi og má hvorki sjúga hana né tyggja. Við töku Risedronat Actavis á að vera í uppréttri stöðu og taka töfluna með glasi af drykkjarvatni (≥ 120 ml), til að auðvelda að hún komist niður í maga. Sjúklingar eiga ekki að leggjast útaf næstu 30 mínúturnar eftir töku töflunnar. Íhuga skal töku kalsíums og D-vítamíns til viðbótar ef ekki er nóg af þeim efnum í fæðunni. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir: Ekki þarf að breyta skömmtum þar sem aðgengi, dreifing og brotthvarf er svipað hjá öldruðum (> 60 ára) samanborið við yngri einstaklinga. Einnig hefur verið sýnt fram á þetta hjá háöldruðum, 75 ára og eldri, eftir tíðahvörf. Skert nýrnastarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga til miðlungi skerta nýrnastarfsemi. Ekki má nota rísedrónatnatríum hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Skert lifrarstarfsemi: Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta öryggi eða verkun rísedrónats hjá þessum hópi sjúklinga. Rísedrónat er ekki umbrotið í lifur, því er ólíklegt að þörf sé á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Börn og unglingar: Öryggi og verkun Risedronat Actavis hjá börnum og unglingum hafa ekki verið staðfest. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Blóðkalsíumlækkun. Meðganga og brjóstagjöf. Alvarlega skert nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <30 ml/mín.). Varúð: Matur, drykkir (aðrir en drykkjarvatn) og lyf sem innihalda fjölgildar katjónir (svo sem kalsíum, magnesíum, járn og ál) hindra frásog bisfosfónata og á ekki að taka þau á sama tíma og Risedronat Actavis. Til að tilætluð verkun náist verður að fylgja ráðleggingum um töku lyfsins nákvæmlega.Virkni bisfosfónata við meðferð beinþynningar tengist áhrifum á lága steinefnaþéttni í beinum og/eða
tíðum beinbrotum. Hár aldur eða klínískir áhættuþættir á beinbrotum einir sér eru ekki nægar ástæður til að hefja meðferð við beinþynningu með bisfosfónötum. Vísbendingar sem styðja verkun bisfosfónata, þar á meðal rísedrónats hjá háöldruðum (>80 ára), eru takmarkaðar. Bisfosfónöt hafa verið tengd vélindabólgu, magabólgu, sáramyndun í vélinda og í maga/skeifugörn. Því skal gæta sérstakrar varúðar: Hjá sjúklingum með sögu um kvilla í vélinda sem seinka færslu um eða tæmingu vélinda, t.d. þrengsli eða vélindalokakrampi, hjá sjúklingum sem geta ekki verið í uppréttri stöðu í a.m.k. 30 mínútur eftir að þeir hafa tekið töfluna inn, ef rísedrónatnatríum er gefið sjúklingum með virka eða nýlega kvilla í vélinda eða efri hluta meltingarvegar. Þeir sem ávísa lyfinu eiga að brýna fyrir sjúklingum mikilvægi þess að fara eftir skammtaleiðbeiningum og vera vakandi gagnvart merkjum og einkennum sem geta bent til vandkvæða í vélinda. Leiðbeina skal sjúklingum um að leita tímanlega til læknis ef þeir verða varir við einkenni frá vélinda eins og kyngingartregðu, verk við kyngingu, verk aftan brjóstbeins, brjóstsviða eða versnun hans. Meðhöndla á blóðkalsíumlækkun áður en meðferð með Risedronat Actavis hefst. Meðhöndla á aðrar truflanir á efnaskiptum beina og steinefna (t.d. kalkkirtlatruflun, D-vítamínskort) um leið og Risedronat Actavis meðferð hefst. Greint hefur verið frá beindrepi í kjálka, sem tengist yfirleitt því að tennur séu dregnar úr og/eða staðbundinni sýkingu (þ.á m. bein- og mergbólgu), hjá krabbameinssjúklingum sem fá m.a. meðferð með bisfosfónötum í bláæð. Margir þessara sjúklinga voru einnig í lyfjameðferð við krabbameini og fengu jafnframt barkstera. Einnig hefur verið greint frá beindrepi í kjálka hjá sjúklingum með beinþynningu sem fengu bisfosfónöt til inntöku. Íhuga ætti tannskoðun m.t.t. forvarna, áður en meðferð með bisfosfónötum er hafin, hjá sjúklingum með tiltekna áhættuþætti (t.d. krabbamein, krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, barksterameðferð, lélega tannhirðu). Þessir sjúklingar eiga helst að forðast viðamiklar tannaðgerðir meðan á meðferð stendur. Hjá sjúklingum, þar sem beindrep í kjálka myndast meðan á meðferð með bisfosfónötum stendur, getur tannaðgerð gert einkennin verri. Ekki eru til gögn sem skera úr um það hvort það dragi úr hættunni á beindrepi í kjálka að hætta meðferð bisfosfónata hjá sjúklingum sem þurfa að fara í tannaðgerð. Klínískt mat læknis, byggt á mati á áhættu/ ávinningi fyrir hvern sjúkling fyrir sig, skal lagt til grundvallar meðferðaráætlun sjúklings. Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið. Milliverkanir: Engar formlegar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar. Hins vegar sáust engar klínískt mikilvægar milliverkanir við önnur lyf í klínískum rannsóknum. Í rísedrónatnatríum fasa III rannsóknum á daglegum skömmtum við beinþynningu var
greint frá notkun asetýlsalicýlsýru hjá 33% sjúklinga og notkun annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) hjá 45% sjúklinga. Í fasa III rannsókn á vikulegum skömmtum hjá konum eftir tíðahvörf var greint frá notkun asetýlsalicýlsýru hjá 57% sjúklinga og notkun annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) hjá 40% sjúklinga. Meðal þeirra sem notuðu asetýlsalicýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf reglulega (3 eða fleiri daga í viku) var tíðni aukaverkana frá efri hluta meltingarvegar svipuð hjá þeim sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með rísedrónatnatríum og þeim sem voru í samanburðarhópnum. Ef þess er talið þörf má nota rísedrónatnatríum samhliða uppbótarmeðferð með estrógeni (aðeins hjá konum). Samhliða inntaka lyfja sem innihalda fjölgildar katjónir (t.d. kalsíum, magnesíum, járn og ál) hindrar frásog Risedronat Actavis. Rísedrónatnatríum umbrotnar ekki í líkamanum, örvar ekki cýtókróm P450 ensím og er lítið próteinbundið. Aukaverkanir: Algengar (≥1/100, <1/10): höfuðverkur, hægðatregða, meltingartruflun, ógleði, kviðverkir, niðurgangur, verkir í vöðvum og beinum. Sjaldgæfar (≥1/1.000, <1/100): lithimnubólga, magabólga, vélindabólga, kyngingartregða, skeifugarnarbólga og sár í vélinda. Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000, <1/1.000): tungubólga, þrengsli í vélinda og óeðlilegar niðurstöður úr prófum á lifrarstarfsemi. Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum eftir markaðssetningu lyfsins (tíðni ekki þekkt): lithimnubólga, æðahjúpsbólga, ofnæmi og einkenni frá húð, þ.m.t. ofsabjúgur, útbrot sem geta komið hvar sem er á líkamann, ofsakláði og blöðrur á húð, sum tilfelli alvarleg þ.á. m. einstaka tilfelli af Stevens-Johnson heilkenni og drepi í húðþekju (e. toxic epidermal necrolysis) hárlos, beindrep í kjálka, bráðaofnæmi, alvarlegar truflanir á lifrarstarfsemi. Í flestum tilkynntum tilfellum fengu sjúklingar einnig önnur lyf sem er þekkt er að valdi truflunum á lifrarstarfsemi. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (1. mars 2011): 35 mg, 12 stk: 4.311 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: E. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Febrúar 2011.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / ACTAVIS 113051
Bein í baki
Risedronat Actavis – Eykur beinmassa og styrk beinagrindar 35 mg tafla einu sinni í viku Meðferð á beinþynningu • eftir tíðahvörf • hjá karlmönnum