Hjólhesturinn 27. árg. 1. tbl. mars. 2018

Page 1

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 27. árg. mars 2018 - Frítt

Hjólað um New York Borgarörin: Frábært fjölskylduhjól Börn og hjólavagnar, reynslusögur Hjólavænir vinnustaðir. Fréttapunktar Hjólaferðalög: Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Berlín


Páll Guðjónsson

Fjölbreytt starf Fjallahjólaklúbbsins Hvað er Fjallahjólaklúbburinn? Er hann bara fyrir fólk með fjallahjól sem hjólar á fjöll? Nei, hreint ekki en samt líka, því hann er fyrir alla sem hjóla eða vilja „auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir þá sem hjóla“ eins og segir í lögum félagsins auk þess að „ÍFHK stendur meðal annars fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.“ Klúbburinn hefur stutt hvata- og fræðslu­ verkefnið Hjólreiðar.is sem hvetur óreynda til að prófa að hjóla, bendir á hversu hollur og góður valkostur reiðhjólið er til sam­ gangna og ekki síst að fræða um hvernig hægt er að hámarka öryggið með því að nýta sér tækni samgönguhjólreiða. Um þá tækni má lesa á hjólreiðar.is en einnig eigum við fræðslubæklinga sem má nálgast frítt í klúbb­ húsinu okkar fyrir þá sem eru með kynningar á vinnustöðum, í tengslum við Hjólað í

vinnuna eða aðra heilsueflingu. Klúbburinn stendur fyrir vikulegum hjóla­ferðum þar sem stígakerfi höfuð­borgar­ svæðisins er kannað á léttu nótunum og gjarnan endað á kaffihúsi og spjallað enda snúast þessar ferðir um félagslega þáttinn en ekkert um keppnisþjálfun. Margir hafa farið í sitt fyrsta hjólaferðalag með klúbbnum enda kjörið að prófa slíkt í góðum félagsskap og læra af reynslu annara. Sumar ferðirnar henta nýliðum sérlega vel og aðrar eru fyrir lengra komna. Vinnan fyrir bættri aðstöðu færðist mikið til úr nefnd innan klúbbsins yfir í Landssamtök hjólreiða­manna þegar þau voru stofnuð og á klúbburinn sína fulltrúa þar. Það væri of langt mál að telja upp allt starf LHM en 16 blaðsíðna ársskýrslan er áhugaverð lesning sem má finna á lhm.is. Eitt mottó okkar er; Virkjum eigin orku. 2


Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi þegar við erum með opið hús 1. og 3. fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði sem eru oft skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.

Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 27. árgangur, mars 2018 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Ábyrgðarmaður, ritstjóri og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Áslaug Ólafsdóttir Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíðumynd: Kristín Ólafsdóttir Athugið: Skoðanir greina­höf­unda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félags­mönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn fram­vísun félags­ skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmynda­vörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiða­f ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Lands­­samtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Hjóla­ mönnum og Hjólreiðafélagi Akureyrar eru jafnframt í LHM.

© 2018 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.

Félagsgjaldið er aðeins 2500 kr. 3500 kr. fyrir fjölskyldur, 1500 kr. fyrir yngri en 18 ára. Einfaldar leiðbeiningar á heimasíðu fjallahjolaklubburinn.is > klúbburinn > Gangið í klúbbinn 33


Helgar- og sumarleyfisferðir 2018 12. - 13. maí: Eurovision - Úlfljótsvatn Við munum halda í hefðina og hjóla Nesjavallaleið og halda gott Eurovision teiti um kvöldið. Gist í bústað með heitum potti. Farangur trússaður og sameiginleg kvöld­máltíð og morgunverður. Verð 8.000. Fararstjórar Hrönn og Þórður. Vegalengd 50 km á dag. Erfiðleikastig 6 af 10. Getur lækkað niður í 5 ef fólk fær far upp mestu brekkurnar, sem verður í boði.

24. júní: Hvalvatn - Leggjabrjótur - dagsferð Ferðin hefst við Svartagil kl. 10:30, og þaðan hjólað norður á Uxahryggi og að Ormavöllum. Þar hefst fjallahjólapuð af bestu gerð, áð við Hvalvatn og hjólað síðan norðan við vatnið (töluvert puð hér) vestur að Glym og hjólin teymd niður brattasta partinn og hjólað að Stóra-Botni og þaðan upp á Leggjabrjót og þaðan í Svartagil. Erfiðleikastig 9 af 10. Vegalengd 45 km. Fararstjóri Örlygur Sigurjónss.

8. - 10. júní: Reykjanes Hjólað að heiman með allan farangur. Hjólað um Vigdísarvelli í Grindavík á föstudegi, gist þar í tjaldi og við Garðskagavita á laugardegi, hjólað heim á sunnudegi. Vega­ lengdir 50-60 km. á dag. Fararstjórar Auður, Björn og Guðný. Erfiðleikastig 6 af 10.

27. - 29. júlí: Heydalur Vestfirðir verða heimsóttir í ár. Gist á tjaldsvæðinu í Heydal (fólk getur líka valið innigistingu) og hjólaðar stuttar vegalengdir,

4


30-40 km á dag. Engar brekkur og góðir vegir. Bæði malar og malbik. Mjóifjörður verður hjólaður á laugardag, snætt á veitingastaðnum Heydal og svo verður hjólaður Gilsfjörður á leiðinni aftur suður. Fólk þarf sjálft að koma sér á staðinn, en reynt verður að sameinast í bíla eftir því sem hægt er. Fararstjóri Hrönn. Erfiðleikastig 4 af 10.

Erfiðleikastig Erfiðleikastig eru á bilinu 1-10. Það er undirlag, lengd ferðar, brekkur, farangur, árstíð og mat fararstjóra hversu erfið ferð er. Allir geta tekið þátt í ferðum upp að 5; þá nægir að hafa hjólað reglulega eða verið í líkamsrækt. Fólk þarf að vera í góðu hjólaformi fyrir erfiðleikastig 6 og því hærra erfiðleikastig, því betra þarf formið að vera. Ef þú ert í vafa er upplagt að hafa samband við einhvern í ferðanefnd, tölvupóstföng og símanúmer má finna á heimasíðunni eða í ferðalýsingu.

25. - 26. ágúst: Borgarfjörður Hjólað frá Varmalandi upp Norðurárdal, yfir Grjótháls og Þverárhlíðar til baka. Vegalengd um 55 km. Gist í tjaldi á Kleppsjárs­ reykjum, mögulegt að tjalda í gróðurhúsi ef eitthvað er að veðri. Á sunnudegi verður hjólaður hringur um Skorradal. Vegalengd um 42 km. Fararstjórar Auður, Björn og Guðný. Erfiðleikastig 6 af 10.

Opnumynd: Friðjón Snorrason úr ferð klúbbsins um Kaldadal 2017.

5


Fylgist með Við er um með viðburðaalmanak á heima­­síðunni þar sem við skráum viðburði í klúbbhúsinu, hjólaferðir á höfuð­­borgar­ svæðinu svo sem þriðjudags­­kvöld­­ferðirnar okkar, lengri ferðalög og einnig áhugaverða viðburði skipulagða af öðrum en okkur. Við sendum einnig fréttapósta á póst­ listann okkar þegar eitthvað er á döfinni, endilega skráið ykkur á hann á forsíðu heima­ síðunnar. Einnig er gott að líka við Facebook síðu klúbbsins fyrir minni tilkynningar og einnig er spjallgrúppa á Facebook með nafni klúbbsins þar sem má spyrja og spjalla um ýmislegt.

Þriðjudagskvöldferðir Brottför er öll þriðjudagskvöld frá maí­­ byrjun til ágústloka frá Fjölskyldu og hús­ dýra­garðinum, kl. 19:30. Fyrsta ferðin verður 3. maí, þá verður hjólað út í Klúbb­húsið í vesturbæ og bakaðar vöfflur. Stígakerfið vex og dafnar og það er ákaflega gaman að finna nýja silkimjúka malbiksræmu til að þjóta eftir. Komdu með okkur eitthvert þriðju­dags­ kvöldið í sumar, jafnvel öll, þá áttu möguleika á að hljóta mætinga­bikarinn, blóm og konfekt. Það þarf ekki að vera félagi í ÍFHK til að taka þátt í þriðjudags­kvöldferðunum.

6


Klúbbhúsið okkar Á Brekkustíg 2 er ágætis aðstaða fyrir 20-30 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar,, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppá­ komur sem við kynnum á póstlistanum okkar eða Facebook síðu klúbbsins. Á jarðhæð er viðgerðaraðstaða fyrir félags­­fólk. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna. Myndir: Hrönn Harðardóttir, Auður Jóhannsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Friðjón Snorrason, Geir Harðarson og fleiri félagar í klúbbnum.

7


Fjölnir Björgvinsson

Börn og hjólavagnar Það að verða foreldri breytir miklu varðandi hjólreiðar en þær verða langt frá því ómögulegar. Fljótlega eftir að það varð ljóst að ég yrði foreldri fór ég að spá í það hvernig maður hjólar með barn. Og áður en ég vissi af var ég búinn að græja mig upp, meira að segja nokkru fyrir komu eldri dóttur minnar. Upplýsingar og leiðbeinandi efni um hjólavagna og barnasóla var hvergi að fá. Í Forvarnarhúsi sem þá var nýtilkomið voru einu svörin að ekki væri ráðlegt að hjóla með barn í hjólavagni né barnastól fyrr en barnið væri um tveggja ára gamalt, með þeim rökum að ekki eru til hjálmar fyrir yngri börn. Vitandi að margir framleiðendur hjólavagna selja allskyns búnað fyrir allt að nýfædd ungabörn, ákvað ég sjálfur að skoða hvað væri væri til og mynda mér sjálfur skoðun á því. En hvort hentar mér að vera með stól eða vagn? Til að svara þessu ákvað

ég að prófa bæði. En þar fyrir utan eru til ótal aðrar útfærslur á því hvernig maður hjólar með börn en látum það vera í bili. Dæturnar fæðast báðar í nóvember og ég var ekkert að flýta mér af stað að prófa vagninn. Þær voru því orðnar átta mánaða gamlar þegar þær fengu fyrstu ferðina í vagninum. Ég hafði ekki keypt innlegg í vagninn en notaði þess í stað púða, trefla og teppi til að skorða þær af, og svo hjólaði ég auðvitað lúshægt og mjög varlega. Stóllinn var ekki prófaður fyrr en löngu seinna enda verða börnin að geta haldið vel höfði og að sjálfsögðu að vera með hjálm þar sem þau eru jafn óvarin og sá sem hjólar með þau. Hvað er eiginlega fengið með dýrari hjólavögnum ef verðmunurinn getur verið margfaldur? Það fyrsta sem ég skoðaði var úrvalið á hjólavögnum og muninn á milli þeirra. Verðbilið var frá um 35 þúsund upp í 8


200 þúsund sem er svakalegt. Eiginleikar hvers vagns segir mikið til um verð, og gæði gera það svo sannarlega líka. Hvort hjólavagninn sé á fjöðrum eða ekki, með stillanlegu baki, fyrir eitt eða tvö börn, harður eða mjúkur botn, sumum vagnanna er hægt að breyta í „hlaupakerru“ ef möguleiki er fyrir nefhjól í stað hjólafestingarinnar, stærð, þyngd og burðargeta. Allt þetta skiptir máli en samt er ekki hægt að gefa neina hreina línu um hvað er rétt og hvað óþarfi. Það verður hver og einn að ákveða út frá eigin forsendum. Ég var svo lánssamur að komast yfir notaðann vagn af Winther Dolphin gerð. Hann er með öllu sem gerir hann sem þægilegastan og öruggastan; harður botn úr polyethylene plasti (óbrjótanlegu samkvæmt framleiðanda), yfirbyggingu úr hertu áli, fjöðrum, stillanlegu baki og nefhjóli. Stórt farangurshólf fyrir aftan sætin eykur enn notkunarmöguleikana og burðargetan 50 kg. Hann hefur þó þann ókost að það fer talsvert fyrir honum jafnvel þó maður brjóti hann saman, en það hefur ekki truflað mig. Ódýrustu vagnarnir eru með þunga stálgrind, mjúkum botni og fjaðralausir – síðan er öll flóran þar á milli. Í samanburðinum við barnastól hefur vagninn alltaf betur að því undanskyldu að hann hefur meiri fyrirferð, er dýrari og það er

aðeins erfiðara að tala við barnið/börnin. Úr vagninum er betra útsýni framávið, meira pláss fyrir bangsa og dót. Vagninn veitir skjól fyrir veðri, það er pláss fyrir aukafötin í leikskólann og innkaupapokana úr matvörubúðinni. Alveg frá upphafi þótti dætrum mínum þetta gríðarlegt sport og besti ferðamátinn. Ef þannig vildi til að ég þurfti að fara á bílnum þegar þær voru á leikskólaaldrinum varð ég að draga þær grátandi framhjá hjólavagninum á leiðinni út (en vagninn var geymdur í stiga­ ganginum). Barnastólinn notaði ég takmarkað enda bara fyrir eitt barn og engan farangur. Hann er samt mjög heppilegur fyrir akkúrat það. Ferðalag í Húsdýragarðinn er frábært með hjólavagninn. Við komuna er nefhjólið sett undir þannig að vagninn verður að kerrunni sem rúllar með inní garðinn, því þarf ekki að raska rónni þó einhver sofni á leiðinni. Hægt er að tengja hjólavagna aftaní allar gerðir hjóla (mis auðveldlega). Fjallahjól er að mínu mati ákjósanlegasti kosturinn til að draga hjólavagn. Léttir gírarnir eru heppilegir þegar komið er að brattri brekku með fulllestaðan vagninn. Það er líka hægt að stíga af og teyma. Á ferðalagi erlendis leigði ég ferðahjól og vagn af Croozer gerð. Ferðahjólið bar vagninn vel en leiðin sem við fórum var mest megnis um flatlendi.

9


Mikilvægast er að ganga tryggilega frá festingunni sem tengir vagninn við hjólið. Það eru talsverðir kraftar sem verka á festingarnar frá öllum áttum og mikilvægt að þær losni ekki. Það á að vera öryggisól eða lykkja sem krækist í stellið óháð sjálfri festingunni. Festingarnar eru misjafnar milli vagna. Sumar fara undir bolta gjarðarinnar en aðrar festast beint á stellið. Til eru hliðarspeglar af ótal gerðum og er gott að hafa einn vinstra megin (eða þeim megin sem beislið er) til að geta fylgst með barninu.

Í samanburði við barnavagna og barna­ ker r ur er hjólavagninn mjög ör ug gur. Þyngdar­­­punkturinn er lægri og meira hjóla­ haf í hjólavagninum og því er hann mun stöðugri, hann er með yfirbyggingu sem er líka veltigrind, góð öryggisbelti og þegar hann er tengdur við hjól er útilokað að hjóla­vagninn velti fram eða aftur fyrir sig. Ég hef aldrei séð barn í barnavagni né kerru með hjálm- ekki einu sinni í hlaupakerru. Það er svo auðvelt að setja samasemmerki milli hjálms og reiðhjóls og þar af leiðandi er auðvelt að sjá fyrir sér barn í vagni með hjálm – bara það sé „hjóla“vagn. En eins og fyrr segir er hjólavagninn mun öruggari en vagnar og kerrur sem engum dettur í hug að setja barn í með hjálm. Því ætti þá svo að vera? Jú, það er hægt að fara hraðar með hjólavagninn. Barn í bílstól í bíl með hjálm – það dettur heldur engum í hug þó hraði bíls sé margfaldur og tölfræðin engum í hag. Það skal samt tekið skýrt fram að ég hef aldrei og mun aldrei ráðleggja neinum frá hjálmanotkun. Vilji einhver nota hjálm á börn í hjólavögnum er það besta mál. Ég geri það líka stundum. Það er eins með hjólavagna og öll önnur farartæki, að þau verða aldrei öruggari en sá sem þeim stjórnar (stýrir hjólinu sem vagninn tengist við). Og öryggisbúnaður kemur aldrei í staðinn fyrir góða skynsemi.

Mörgum vögnum fylgir fána­stöng sem er gott öryggistæki þurfi maður að vera eitthvað á akbrautum. Til viðbótar í því sambandi er sjálfsagður hlutur að setja rautt afturljós á vagninn því hann skyggir á ljósið sem staðsett er á hjólinu. Langt bretti yfir afturdekkið og helst síðan drullusokk sem nær næstum niður í götu er af hinu góða. Enginn virðist hafa stjórn á því hvar gæsir gera stykkin sín og í rigningum ýrist af afturdekkinu á vagninn. Annað sem lærist við notkun á hjóla­ vögnum er hvernig maður klæðir barnið í vagninn. Sjá sem hjólar hlýnar við að stíga pedalana en barnið situr kjurt. Því ætti auka teppi að vera sjálfsagður aukahlutur í öllum ferðum.

10


2.-22. maí

Notum NOTUM virkan VIRKAN FERÐAMÁTA Hjólum - Göngum ferðamáta Hjólum - Göngum - Hlaupum - Tökum strætó Hlaupum - Tökum strætó Skráning og upplýsingar á hjoladivinnuna.is

Vertu með! 11


Guðrún Hreinsdóttir

Stokkhólmur – Kaupmannahöfn Mig hafði lengi langað að hjóla ein frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar og haustið 2016 fór ég að skipuleggja ferðina. Ég var með tjald meðferðis en hafði hugsað mér að gista á farfuglaheimilum ef veðrið væri þannig. Í Kaupmannahöfn ætlaði ég að hitta þrjá félaga mína og hjóla með þeim til Berlínar. Ég lagði af stað frá Keflavík að morgni 4. júní 2017 og flaug til Stokkhólms.

utan flugstöðina vakti ég nokkra athygli enda kannski ekki algengt að kona á miðjum aldri, ein á ferð, sé að pakka upp reiðhjóli og greinilega á leið í langferð miðað við allar hjólatöskurnar sem lágu í kringum mig. Var mikið spurt hvaðan ég væri og hvert ég væri að fara og af hverju ég ætlaði þessa leið. Svarið var að ég hafði búið í Svíþjóð í stuttan tíma á árum áður og hafði verið með annan fótinn þar í nokkur ár eftir að ég flutti heim svo Svíþjóð væri mér kær og mig langaði að sjá meira af landinu. Dóttir mín bjó í Berlín þegar ég fór að skipuleggja þessa ferð og því ekki að hjóla til hennar fyrst ég væri nú hvort sem er farin á flakk. Hún var reyndar flutt aftur heim

4. júní: Arlanda - Märsta Lenti á Arlanda flugvelli um hádegi og var búin að ákveða að fyrsta dagleið yrði stutt því flugið frá Íslandi var eldsnemma morguns og ég vissi að ég yrði nánast ósofin. Þegar ég var að setja hjólið mitt saman fyrir 12


þegar ferðin var farin en það breytti engu um ferðaplönin. Ég var búin að panta gistingu í Märsta áður en ég fór að heiman og þar sem ég var vel kunnug bænum var notalegt að koma þangað og eyða deginum þar. Fyrsta dagleið var um 15 kílómetrar.

þar sem skráð tjaldstæði átti að vera var búið að loka því og staðurinn orðinn heimili fyrir hælisleitendur. Áfram hjólaði ég um bæinn og fann ekkert svo ég endaði á að kaupa ódýra gistingu. Ég var rétt komin í hús þegar það kom úrhellis rigning og var ég þá ósköp fegin að vera ekki í tjaldi. Þennan dag hjólaði ég bæði á hjólastígum, á veginum og eins var á sumum vegum hliðarrein afgirt fyrir reiðhjól svo mér fannst ég mjög örugg þegar ég hjólaði þessa 104 kílómetra til Västerås.

5. júní: Märsta – Västerås Lagði af stað upp úr klukkan átta í mikilli rigningu. Ég þekkti leiðina til Sigtuna og kveikti því bara á GPS tækinu og var ekkert að skoða hvaða leið ég ætti að fara fyrr en ég kom inn í bæinn og ætlaði að leggja af stað í átt að Västerås. Þegar til kom náði tækið mitt ekki sambandi við evrópska götukortið sem ég var með og hafði notað árinu áður í þýskalandi þar sem það hafði virkað vel. Ég var með annað kort á mér sem var hjólakort af Evrópu; get ekki mælt með því korti því það vísaði mér alltaf lengstu leiðina en trúlega þá fallegri líka. Það var hvorki hægt að slá inn land né heimilisfang og átti þetta eftir að lengja dagleiðirnar mikið og gera ferðina erfiðari en til stóð. Sem betur fer var ég með kort í símanum sem hjálpaði mér aðeins en þarna var enn dýrt að nota símann í öðru landi svo ég sparaði hann eins og ég gat. Þegar ég kom til Västerås ætlaði ég að gista á tjaldstæði sem ég var búin að finna á netinu en ég hjólaði um bæinn og fann það bara alls ekki. Þegar ég kom á heimilsfangið

6. júní: Västerå - Örebro Upp úr klukkan átta lagði ég af stað og var stefnan sett á Örebro. Ég hafði reiknað út að leiðin væri um 95 kílómetrar en annað átti eftir að koma á daginn. Veðrið var fallegt, lítill vindur og sólin skein. Þegar ég var komin um einum kílómetra framhjá þeim stað þar sem ég gafst upp kvöldinu áður við að leita að tjaldstæði kom ég að þessu glæsilega tjaldstæði. En þar sem það hafði rignt fram eftir kvöldinu áður gat ég huggað mig við að vera allavega með þurran farangur. Ég var fljótlega komin á sveitaveg sem gaman var að hjóla og var ein í heiminum enda snemma á ferð. Þjóðhátíðardagur Svía var þennan dag og fáir á ferli. Náði samt að villast aðeins en það voru bara tíu kílómetrar í mínus.

13


Þegar ég var að hjóla út úr bænum Köbing sá ég annan hjólreiðamann meira klyfjaðan en ég þar sem hann var að skoða kort. Ég stoppaði og spjallaði við hann. Hann spurði mig á hvaða ferðalagi ég væri og hvert ég væri að fara. Þegar ég sagðist vera frá Íslandi ljómaði hann og sagðist einmitt vera á leiðinni þangað þar sem hann ætlaði að vera í sex vikur að hjóla um landið og þetta yrði þá önnur ferðin hans til Íslands. Ég heyrði að hann talaði ekki sænskuna eins og innfæddur svo ég spurði hvaðan hann væri og þegar hann sagðist vera Þjóðverji var gaman að segja honum að ég væri á leiðinni til Þýskalands. Skemmtileg tilviljun. Við hjóluðum saman þennan dag en ég var á leið til Örebro og hann til Noregs svo leiðir skildu en við ákváðum að hittast þegar hann kæmi til Íslands. Ég hafði pantað mér gistingu á far­ fugla­heimili og þegar þangað kom var mér vísað í herbergi með átta kojum. Ég var ein til að byrja með en seinna um kvöldið kom karlmaður í herbergið og fannst mér frekar óþægilegt að vera ein í herbergi með ókunnugum manni svo piparúðinn sem mér var gefin fyrir ferðalagið var ekki langt undan. Þetta var reyndar fínn karl frá Skáni í viðskiptaferð í Örebro og gaman að spjalla við hann. Kílómetrarnir urðu 140.

7. júní: Örebro – Askersund Það var búið að spá mjög slæmu veðri þennan dag, miklum vindi og enn meiri rigningu með þrumum og eldingum og þannig var spáin fyrir næstu daga á þessu svæði svo ég var hálf kvíðin fyrir deginum. Ég hafði samband við bróðurdóttur mína sem býr í Sölves­borg á Skáni og ákvað að taka lestina til hennar og hjóla þá þaðan í rólegheitum til Kaup­mannahafnar. Ég fór því beint á brautastöðina til að athuga með lestarferð en þar var mér sagt að ég yrði að pakka hjólinu í kassa til að fá að taka það í lestina. Ég spurði þá um rútuferð en fékk sama svar; pakka hjólinu í kassa. Ég fann þá út hvar næsta hjólabúð væri og spurði hvort þeir gætu pakkað hjólinu í kassa en svarið var: „Nei det går inte i dag kanske í morgon“. Ég fékk þó hjá þeim illa farinn kassa og límbandsrúllu og gekk rúman kílómetra, teymandi hjólið með öllum farangri og haldandi á risastórum pappakassa. Það hefur trúlega verið skondin sjón. Þegar á lestarstöðina kom reif ég allt af hjólinu og ætlaði að fara að taka það í sundur en fann ekki stykkið sem sett er upp í bremsuna svo glussinn leki ekki úr þegar dekkið er farið af. Það var sama hvað ég leitaði í öllum farangrinum, ekki fann ég þetta litla plast­stykki og sá ég því að ég yrði bara að

14


halda plani og hjóla til Karlsborg eins og ég ætlaði í byrjun. Dagleiðin átti að vera 107 kílómetrar samkvæmt mínum útreikningum. Veðrið var slæmt, mikil rigning og mótvindur en ég silaðist þó rólega áfram, kíkti á símann og taldi mig vera á réttri leið. Það þýddi ekkert að skoða kort enda hefði það rennblotnað á nokkrum sekúndum. Þegar ég var búin að hjóla um 25 kíló­ metra kom ég að bensínstöð og ákvað að flýja úrhellið og kíkja á kortið. Það voru mikil vonbrigði þegar ég sá að ég var að fara í alveg öfuga átt við Karlsborg svo það var ekki annað í stöðunni en að snúa við og blóta sjálfri mér en mikið fannst mér gott að vera ein að villast þetta. Verra hefði verið ef ég hefði verið með ferðafélaga sem hefði skellt skuldinni á mig. Ég ákvað að hjóla þar til ég væri komin í 100 kílómetra yfir daginn. Ég neyddist til að hjóla á veginum þar sem var mikil umferð af stórum vöruflutningabílum og verð að játa að ég var frekar hrædd um líf mitt þennan dag. Loks komst ég á sveitaveg sem leiddi að bænum Askersund sem er fallegur bær efst við Vättern vatn. Það voru góðar móttökurnar þegar ég kom á gististaðinn. Þegar ég var spurð hvernig hjóladagurinn hefði verið sagði ég sem satt var að þetta hefði verið versti

hjóladagur lífs míns. Hjólið var sett í ráðustefnusalinn yfir nóttina og stúlkan í móttökunni bar með mér töskurnar inn á herbergið mitt en ég ákvað að splæsa á mig hótelherbergi eftir þennan erfiða dag. Það fyrsta sem kom í ljós þegar ég tæmdi mittis­töskuna um kvöldið var litla plaststykkið fyrir bremsurnar sem ég hafði leitað sem mest að í Örebro. En nú var ég komin 50 kílómetra í mínus miðað við planið mitt. Kílómetrarnir urðu 114. 8. júní: Aksersund – Jönköping Eftir góðan svefn og ferð í búðina að kaupa nesti yfir daginn lagði ég af stað. Það var enn vindur og einhver úrkoma og aftur þurfti ég að hjóla á vegi þar sem töluverð umferð var af stórum bílum og aftur ákvað ég að hjóla 100 kílómetra og taka stöðuna. Ég var líka búin að ákveða að ef ég kæmist lifandi til Jönköping þennan dag ætlaði ég að reyna að taka lest niður til Halmstad og spara mér tveggja daga hjólaleið því mér fannst ekkert vit að hjóla á þessum fjölförnu vegum. Það voru nákvæmlega 50 kílómetrar í Karlsborg, bæinn sem ég hafði ætlaði að enda á deginum áður. Ég fór að skoða gististaði fyrir næstu nótt og fann tjaldstæði í um 35 km fjarlægð frá Jönköping en ég sá líka að það gekk Pendeltåg

15


til Jönköping og ég vissi að í þannig lest gæti ég tekið hjólið með í heilu lagi. Ég tók því lest síðustu kílómetrana og það var notalegt að koma á tjaldstæðið í Jönköping. Þegar ég tékkaði mig inn bað afgreiðslu­ konan mig um vegabréf sem ég rétti henni samviskusamlega en hún tók það og fór út úr herberginu sem mér fannst skrítið. Þegar hún kom aftur var hún með íslenska konu með sér sem vann á tjaldstæðinu. Þetta var skemmtilegt tilviljun og gaman að hitta og spjalla við landa minn. Kílómetrarnir urðu 141.

Þegar ég kom upp á aðra hæð og af­ greiðslu­maðurinn sagði mér að það væri ekkert mál að taka hjólið með varð ég svo glöð að ég nánast faðmaði manninn. Það var notalegt að koma í lestina og að hafa hjólið við hliðina á mér, þurfti ekki einu sinni að taka töskurnar af, því nóg var plássið. Þegar lestin var hálfnuð til Halmstad stoppaði hún og tilkynnt var að vegna bilunar færi hún ekki lengra – úff hvað var þetta með mig og lestarferðir. Rúta átti að koma og sækja hópinn og keyra okkur til Halmstad sem var í um 100 km fjarlægð. Þá var það spurningin, fengi ég að fara með hjólið í rútuna? Bílstjórinn varð nú bara hissa þegar ég spurði, bað mig að taka töskurnar af hjólinu og svo skellti hann því í heilu lagi í farangursrýmið. Þetta var nú ekki meira mál en það. Seinni part dagsins vorum við komin til Halmstad. Hjólastígarnir þarna voru eins og af öðrum heimi miðað við það sem ég hafði upplifað dagana á undan og hjólaði ég Kattegatleden til Mellbystrand. Þarna var sól og blíða og gisti ég á litlu en eldgömlu hóteli við ströndina. Kílómetrarnir urðu 35.

9. júní: Jönköping – Halmstad - Mellbystrand Ég var lögð af stað niður á lesarstöð fyrir klukkan sjö um morguninn því ég hafði séð að það færi lest til Halmstad rétt uppúr klukkan átta. Þegar ég talaði við starfsmanninn í afgreiðslunni sagði hún að ég yrði að pakka hjólinu í kassa en hún benti mér á að tala við rútufélagið því kannski mætti taka hjólið í heilu lagi þar. En þar var sama svarið í kassa yrði hjólið að fara en þeir bentu mér á að fara upp á aðra hæð því þar væri afgreiðsla Krösatåget og þar mætti fara með reiðhjól í heilu lagi. Ég var mjög sátt með að þetta fólk var tilbúið að hjálpa mér og benda mér á aðra valkosti, annað en í Örebro þar sem engin gat bent mér á neitt og alltaf var svarið NEI.

10. júní: Mellbystrand – Helsingör Að venju lagði ég af stað upp úr klukkan átta í dásamlegu veðri, sól og hita. Landslagið var frekar flatt þar til ég kom að einu brekku

16


dagsins en þar var hækkunin 180 metrar á tæpum fjórum kílómetrum. Það tók á að hjóla með fullhlaðið hjólið upp þessa brekku en þarna voru margir á keppnishjólum að fara upp og niður enda góð brekka til æfinga. Það var svo frábært að renna niður brekkuna. Í Helsingborg tók ég ferjuna yfir til Helsingör. Þegar þangað var komið skoðaði ég kastalann og hjólaði aðeins um bæinn áður en ég fór í náttstað. Kílómetrarnir urðu 73.

Það var mjög heitt þennan dag og náði ég að villast fram og til baka í borginni. Ákvað því að sleppa því að fara á flugvöllinn og koma mér frekar út á Amager þar sem við ætluðum að gista. Ferðafélagarnir komu svo stuttu á eftir mér þangað en ætlunin var að ég kæmi þangað 12. júní en þar sem ég hafði tekið lestina frá Jönköping til Halmstad og sparað mér þannig tíma gat ég hvílt mig í tvo daga áður en næsta ferð hæfist. Þann 14. júní lögðum við svo af stað frá Kaupmannahöfn til Berlínar og vorum þá orðin fjögur talsins. Mörgum þótti það undarlegt að vilja hjóla ein á milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar en það er ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Gott að hafa öðlast vissu á því að geta bjargað sér ein á hjólinu í þetta marga daga, kynnast nýju fólki og upplifa ferðina öðruvísi heldur en ég hefði gert í félagsskap, sama hversu góður sá félags­skapur er. Ókunnugt fólk gefur sig á tal við mann og forvitnast hvert maður sé að fara svo það var alltaf einhver til að spjalla við; í nestisstoppi, á gististöðum, í lestinni og ferjunni. Ég hef verið spurð hvort ég hafi ekki verið hrædd en ég fann aldrei fyrir ótta né óþægindum nema í Örebro þegar ég deildi herbergi með ókunnugum manni en sá ótti var ástæðulaus. Piparúðanum mundi ég sem sagt bara eftir á þessum eina stað. Eftir þessa reynslu er ég örugglega ekki hætt að ferðast ein bara spurning hvenær og hvert ég fari næst.

11. júní: Helsingör – Kaupmannahöfn Það var hávaða rok beint í fangið en hlýtt þegar ég lagði af stað frá Helsingör í átt að Kaupmannahöfn. Ég ætlaði nú að hjóla alla leið en var að flýta mér því mig langaði að hitta ferðafélaga mína á Kastrup þegar þau kæmu með fluginu um hádegi. Leiðin er ekki nema um 50 km svo ég sá að það ætti að takast. En ég náði að villast í Hörsholm á leiðinni og þegar ég spurði til vegar var mér sagt að fara fram hjá lestarstöðinni og svo eitthvað. Ég hætti hinsvegar að heyra eftir orðið lestarstöð og spurði hvort ég gæti tekið hjólið með í lestina og fannst fólkinu þetta skrítin spurning, auðvitað mætti ég taka hjólið með. Þannig að ég tók lest að Österport. Þegar þangað var komið var GPS-ið batterís­laust og hvergi fann ég auka batteríin.

17


Hrönn Harðardóttir

Á ég að skella mér með í ferð með Fjallahjólaklúbbnum?

„Á ég að skella mér í ferð með Fjalla­ hjólaklúbbnum? Það væri nú gaman að hjóla Nesjavellina. Hef ekki komið þangað síðan ég var smápolli í bíltúr með pabba og mömmu. Hjól? Nei, ég hef nú ekki hjólað eftir fermingu en fékk gjafabréf frá vinnu­ félögunum í hjólreiðaverslun. Kannski leynileg ábending um að nú þurfi að bæta líkams­á standið. Stjáni á lagernum fékk rakspíra og undirhanda svitalyktareyði í jóla­vinaleiknum. Það ætti að segja honum eitthvað karlanganum.“ Ef þú hefur ekkert hjólað í mörg ár, þá er kannski best að byrja í ræktinni, taka 20 mínútna rólegan hjólatúr á þrekhjóli og auka smám saman viðnámið. Þó að fólk sé í góðu gönguformi, þá leynast víða vöðvar sem maður hefur ekki hugmynd um og þrjggja til fjögurra klukkutíma hjólatúr getur sko framkallað harðsperrur frá helvíti. Og sáran bossa. Það þarf líka að herða afturendann smám saman. Að byrja að hjóla úti um hávetur eftir langt hlé er ekki sniðugt. Hálka

og sandur á stígum getur orsakað fall hjá fólki sem áttar sig skyndilega á hvað það er gaman að hjóla hratt. Víííí... búms. Um leið og snjóa leysir og búið að sópa stíga, þá er upplagt að rífa fram reiðskjótann og taka létta hringi í sínu nánasta umhverfi. Taka þátt í Hjólað í vinnuna. Í byrjun maí hefjast kvöldferðirnar okkar. Öll þriðjudagskvöld kl. 19:30 frá Húsdýragarðinum, aðalinngangi. Þangað er upplagt að mæta, kynnast félögunum í Fjalla­hjólaklúbbnum og kanna formið fyrir ferðir sumarsins. Við hjólum í einn til tvo klukkutíma eftir veðri og kíkjum stundum á kaffihús. Ég byrjaði að hjóla aftur eftir langt hlé árið 2008. Vinnustaðurinn minn flutti niður í miðbæ Reykjavíkur og ég sat pikkföst í langri röð ökutækja á leiðinni heim. Horfði svo á hvern hjólreiðamanninn á fætur öðrum hjóla viðstöðulaust fram hjá og hverfa út í buskann. Þegar snjóa leysti um vorið birtist gamalt reiðhjól undan skaflinum við

18


húsið. Einhver hafði greinilega gefist upp á miðri leið og fleygt hjólinu frá sér. Það var kolryðgað, en samt vel hjólafært og eftir að hafa hjólað fram og aftur í götunni ákvað ég að prófa að hjóla í vinnuna; ca fjóra kílómetra. Í kjölfarið fór ég að hjóla með strákunum mínum í Elliðaárdalnum og eftir að ég uppgötvaði Fjallahjólaklúbbinn hef ég verið óstöðvandi og er nú fararstjóri; sé um þriðjudags­kvöldferðirnar og verð fararstjóri í tveimur helgarferðum í sumar. Já, en þú ert þá í góðu formi, ekki satt? Ja, ég veit ekki alveg hvað segja skal. Ég er nefnilega miðaldra gigtveik húsmóðir í rúmum meðalholdum. Nýkomin úr aðgerð þar sem skipt var um hnjáliði. Ég hef ekkert hjólað í marga mánuði og er búin að vera rúmliggjandi í fjóra mánuði af síðustu sex. Núna fer ég í ræktina þrisvar í viku og hjóla þar í 20 mínútur. Í mars mun ég útskrifa mig úr rúmlegunni og hefja markvissa þjálfun utandyra. Þessi pistill

er skrifaður í byrjun febrúar. Ég hjóla ekki hratt og ef það verður brekka á vegi mínum, þá stíg ég bara af baki og leiði hjólið upp brekkuna. Þá virkar hjólið eins og göngugrind og léttir mér sporin. Það má vel vera að ég hafi hjólað með þennan Hjólhest til þín. Eða einhver annar félagi í Fjallahjólaklúbbnum. Við berum nefnilega út sjálf í sum hverfi, til að spara póstburðargjöld og upplifa ánægjuna af því að koma á nýjar slóðir. Veist þú hvar Mjóahlíð er? Eða Þjórsárgata? Ég þekki Reykjavík eins og lófann á mér núorðið. Á reiðhjóli. Ég villist endalaust á bíl. Ég segi stundum í gamni og alvöru að reiðhjólið sé minn hjólastóll. Ég get ekki gengið langar vegalengdir, en ég get farið í dagsferðir á hjólinu. Það er nefnilega mun auðveldara og léttara að hjóla en ganga. Æ, þar fór víst alveg harðjaxlabragurinn af mér. Ljósmyndir: Hrönn, Geir og Anna Magnúsdóttir

19


ร akgil

Hrรถnn Harรฐardรณttir

20


ákváðum við að svissa á dögum; taka lág­ lendið fyrri daginn og Þakgil þann seinni. Fyrir ofan Vik er gamall sveitavegur sem liggur niður að Kerlingardalsá. Eitthvað hafði lækjunum fjölgað frá því ég heimsótti svæðið síðast; við komumst ekki niður að jökulánni fyrir vatnavöxtum í lækjunum. Það var blautur en hress hjólahópur sem kom til baka af Heiðinni. Ákváðum að kíkja niður í

Þakgil er einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi. Náttúrufegurðin þar er einstök og landfræðilega er það bakgarður Þórsmerkur. Í júlí 2017 skipulögðum við ferð um þetta fallega svæði. Veðrið ræður enginn við og þegar við skriðum úr tjöldunum á laugar­ dagsmorgni var grenjandi rigning, þoka og lítt fýsilegt ferðaveður. Eftir sellufund í upphitaðri nestisaðstöðu tjaldsvæðisins 21


talsverð umferð ökutækja þarna og, ef meira hefði hrunið úr veginum hefði litlu mátti muna að fólk yrði innlyksa í Þakgili. Við létum skála­vörðinn vita af holunni. Vonandi er búið að fylla í hana. Þetta hamlaði ekki för okkar, minnsta málið að krækja fram hjá óvæntum uppá­komum, eða í þessu tilfelli, óvæntum niður­f öllum. Þegar maður er á reiðhjóli. Á leiðinni í bæinn stóðumst við ekki mátið að hjóla niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi. Það eru fjórir km frá bíla­ stæðinu að flakinu, og ferðin tekur gangandi tvo til þrjá klukkutíma, en á reiðhjóli er það þægilegur hálftími. Þetta er eitt það albesta við að ferðast á reiðhjóli. Maður nær að sjá svo miklu meira en á tveimur jafnfljótum.

Dyrhólaey og koma við í Loftsalahelli. Smá puð sem hefði launað okkur með geðveiku útsýni ef þokan hefði ekki byrgt okkur sýn. Mótlæti þjappar fólki saman og eftir hressandi heimsókn í sundlaugina fórum við út að borða í Suður-Vík. Þar var góðgætið snætt, ölið kneifað og veðurguðir mærðir, svo við gætum farið upp í Þakgil næsta dag. Næsti dagur tók á móti okkur með sól og blíðu. Frá þjóðvegi 1 er 15 km leið upp í Þakgil. Fyrst framhjá grösugum sveitabæjum, svo tekur ægifögur náttúran við. Og brekkur. Það þarf að vera í sæmilegu hjólaformi fyrir þessa leið og nú er búið að brúa mestu ána á leiðinni svo þessi vegur er líka fær fólksbílum. Þegar við komum yfir brúna var stór hola í veginum, ca. tveggja metra djúp. Það var

22


Í maí 2017 fengu RB gullvottun og Íbúða­ lánasjóður og Reykja­ lundur silfurvottun.

Sesselja Traustadóttir

Hjólavænn vinnustaður; vinnur þú þar? Er gott að koma í blautum utanyfirfötum, í smá hitakófi og vera klár í vinnuna eftir augnablik? Er gott að koma á hjóli til ykkar og sinna erindum sem viðskiptavinur? Eru hjóla­stæðin í skjóli við innganginn og gott að læsa stellinu tryggilega við stæðin? Er boðið upp á samning um samgöngu­ styrk? Er til samgöngustefna hjá fyrirtækinu? Fáið þið hvetjandi fræðslu um ágæti hjólreiða til samgangna? Þetta og fleiri atriði eru á meðal þess sem gefur stig í hjólavæni vinnustaða. 25 - 49 stig gera brons, 50 – 74 silfur og yfir 75 stig er gull. Hæsta skor er 100 stig. Fram til dagsins í dag er enginn kominn með skor yfir 90 stig en mögulega nokkrir á leiðinni. Nánast öll ráðuneyti landsins, nokkrar stofnanir, einn háskóli og eitt sveitarfélag eru í úttektarferli og ætla að útskrifast í lokaathöfn Hjólað í vinnuna í vor. Veturinn hefur verið nýttur í gera það meira aðlaðandi að koma á hjóli á vinnustaðina fyrir gesti og starfsmenn . Í ársskýrslu Vínbúðarinnar 2016, sem var fyrsta fyrirtækið til að hljóta Gullvottun, er

vottunar­­innar getið í 11. kafla Heims­mark­ miða Sameinuðu þjóðanna um sjálf­b ærar borgir og samfélög. Eins kom fram í umsókn Land­s pítalans vegna umverfisverðlauna Norður­­landa­ráðs 2017, að spítalinn væri með 11 hjóla­­vottaðar starfsstöðvar . Hjólafærni á Íslandi annast úttekt vinnu­ staðanna og veitir ráðgjöf um úrbætur. Hjóla­ vottun var búin til af Hjólum.is, sem er sam­ félagslegt samstarfsverkefni Hjólafærni á Íslandi, Landsbankans, Vínbúðarinnar, Varðar, Rio Tinto, Landsvirkjunar, Reykjavíkurborgar og TRI. Hjólavottunin gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrktu Hjóla­f ærni árið 2017 til að hefja vegferð Hjóla­vottunarinnar á meðal ríkisstofnana, sem eina leið til að ná markmiðum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu frá 2016. Áhugasamir um Hjólavottunina geta haft samband við Hjólafærni í síma 864 2776 eða með póst á hjolafaerni@hjolafaerni.is. Heimasíða: www.hjolavottun.is. 23


Gylfi Ólafsson

Borgarörin: Frábært fjölskylduhjól Samgönguhjólreiðar og rafmagnshjól hafa verið líflegir sprotar síðustu misseri, ekki eingöngu á Íslandi heldur einnig í nágranna­ löndunum. Þróunin er ör og borgaryfirvöld víða um heim líta til þess að breikka notkun hjóla út fyrir hefðbundin hjól. Oslóborg niðurgreiddi til dæmis rafmagnshjól af stærri gerðinni í fyrra í sérstöku átaki til að fjölga slíkum hjólum. Síðasta sumar fæddist mér sonur og um það leyti hafði dóttir mín, tveggja ára, vaxið upp úr þeim stól sem ég hef haft á götuhjólinu mínu. Valkosturinn var nú að kaupa vagn eða nýtt hjól. Eftir töluverða rannsóknarvinnu varð

úr að ég keypti Urban Arrow Family, sem hannað er og framleitt í Hollandi. Hjólið hefur reynst mjög vel í daglegu brasi þennan vetur sem ég hef átt það. Það er með snörpum raf­ stuðningi, sem ég tel nauðsynlegan í öllum bæjum og borgum Íslands, og nægir til að koma hjólinu fullhlöðnu upp bröttustu brekkur. Rafstuðningurinn gerir það að verkum að í mótvindi eða þegar maður er að flýta sér er hægt að komast mjög hratt og örugglega á milli staða án þess að svitna um of. Vilji maður æfinguna, er hægt að slökkva á rafmagninu og púla þeim mun meira. Rafhleðslan dugar í viku miðað við mína notkun.

24


þeysist í gegnum snjó. Regnskýli sem hægt er að kaupa aukalega ætti enn frekar að auka þægindin yfir vetrartímann. Ég hlakka til fæðingarorlofsins í sumar þegar ég get tekið börnin tvö í löng ævintýri út um borg og bý. Enginn umboðsaðili er hér á landi, svo það var keypt í gegnum umboðsaðila í Bretlandi. Hjólið er ekki það ódýrasta en gerir mér kleift að komast allra minna ferða árið um kring og leysir langflesta snúninga sem ella væru á bílnum. Þrátt fyrir gallann með gírafrostið mæli ég heilshugar með hjólinu og vona að einhver hjólabúðin byrji að selja hjólið hérlendis. Ítarlegri útgáfu má lesa á www.gyl.fi/kassahjol/

Þó framdekkið sé af óhefðbundinni stærð var hægt að fá nagladekk á það hér á Íslandi og lágur þyngdarpunktur gerir það að verkum að það er mun stöðugra heldur en þegar ég var með tveggja ára stelpuna á götuhjólinu, ofan á afturdekkinu. Einn galli er á hjólinu, en hann er að glussinn sem stýrir annars prýðilegri gír­ skipting­unni frýs undir -2°C. Norskir eigendur svipaðra hjóla segja að það nægi að olíubera vírinn, en það hefur ekki virkað hjá mér svo á það sé treystandi. Samkvæmt samtali við fram­leiðandann virðist ekki vera nein opinber lausn á þessu máli. Þetta kemur ekki að sök ef hægt er að geyma hjólið innanhúss eða ef maður man eftir að skilja gírana eftir í einhverri millistillingu; hægt er að stilla raf­ stuðninginn á móti. Kassinn er nógu stór fyrir þrjú börn og allan heimsins varning til heimilisins, en einnig var hægt að nota hjólið til að flytja til dæmis gönguskíði þegar skíðafært var á Klambratúni í vetur. Hægt er að fá fjöldann allan af aukahlutum á hjólið, meðal annars regnhlífar og festingar fyrir barnastóla af nokkrum gerðum. Keðjan er öll í lokuðu kerfi, svo engin hætta er á að buxur óhreinkist eða að keðjan detti af. Snjór og vindur eru ekkert mál. Síðan ég fékk hjólið hef ég getað án vandkvæða hjólað alla daga. Hjólið lætur glettilega vel í vindi og

Myndir: Forsíða. Gylfi með þrjú börn á leið úr Garðabæ. Frænd­systkin­unum finnst hjólið spennandi, útsýnið gott og aðbúnaður hinn besti. Mynd: Kristín Ólafsdóttir. 1. Í Vatnsmýrinni. Takið eftir hjóli stelpunnar, sem komst fyrir ofan í kassanum, eins konar svar samgönguhjólreiðanna við hús­­bílunum sem rúmað geta lítinn bíl inni í sér. 2. Á leið heim úr búðinni. 3. Auðvelt að finna stæði í bílakjallaranum. 4 - 5. Hjólið var fullkomið til að flytja þrjá krakka um vetur eða bara gönguskíðin út á Klambratún.

25


Grétar William Guðbergsson

Kaupamannahöfn – Berlín Kaupamannahöfn – Berlín, 11. – 23. júní 2017 Þegar við vorum lent í Köben hófumst við Kolla (Kolbrún Sigmundsdóttir) og Jón (Jón Torfason) handa við að setja hjólin saman fyrir utan flugstöðvarbygginguna í skugga, því það var sól og nokkuð hlýtt. Að því loknu fundum við leiðina á korti að hótelinu þar sem við ætluðum að gista og héldum af stað þangað um sjö km leið, rétt hjá Bella Center. Þegar við komum þangað tók Guðrún á móti okkur (hún hafði komið hjólandi frá Stokkhólmi. Sjá ferðasögu hennar annars staðar í blaðinu). Við kíktum svo í bæinn. þ.e.a.s. Kaupmannahöfn. Næsta dag héldum við af stað til strand­ bæjarins Dragør. Veðrið var ekkert sérstakt, töluverður vindur og gekk á með skúrum og ekkert sérstaklega hlýtt. Týpískt íslenskt

sumarveður. Við skoðuðum þennan fallega bæ og virki sem þar er, og var byggt 19101915. Að þessari ferð lokinni fórum við á hótelið til að skipta um föt og tókum strætó niður í bæ;gengum um miðbæinn og komum m.a. við í Nyhavn og Tivoli, þar sem við fengum okkur að borða og hittum bróður Guðrúnar. Að þessu loknu héldum við á hótelið til að pakka niður fyrir hjólaferðina framundan. Hjólaferð dagsins endaði í um 31 km. Nú var komið að fyrsta degi hinnar eiginlegu hjólaferðar. Við lögðum af stað um klukkan níu. Veðrið var ekkert sérstakt, skýjað, ekkert sérlega hlýtt og hvasst. Að sjálfsögðu var vindurinn á móti. Við fylgdum sjónum að brúnni yfir Kalveboderne. Þegar yfir hana var komið fylgdum við austurströndinni til suðurs. Það stóð til að tjalda í Støby, en þar sem við 26


komum þangað snemma héldum við áfram til Store Spjellerup. Þegar við höfðum tjaldað og ætluðum að finna okkur veitingastað til að borða á kom í ljós að það var enginn veitingastaður í bænum. Við borðuðum því morgunmat, snakk og súkkulaði í kvöldmat. Þegar hér var komið sögu var sólin farin að skína og það hlýnaði aðeins, en nokkuð hvasst ennþá. Við hjóluðum um 69 km þennan dag. Næsta dag héldum við af stað aðeins seinna en áætlað var. Veðrið var fínt. Léttskýjað, tiltölulega hlýtt og mun minni vindur en daginn áður. Leiðin þennan dag lá að miklu leiti meðfram sjónum með fallegu útsýni, meðfram Præstøfjord að Prestø. Þaðan lá leiðin að brúnni yfir Ulvsund á eyjuna Møn. Þar er bærinn Stege, þar sem til stóð að tjalda. En við ákváðum að að fara lengra. Héldum að Bogø By, þar sem við tókum ferju til Stubbekøbing þar sem við slógum upp tjöldum. Um kvöldið röltum við um, kíktum á sólsetrið og fórum yfir farinn veg áður en við fórum að sofa. Við hjóluðum rúma 72 km. Þriðji hjóladagur tók á móti okkur með sól og blíðu. Við lögðum af stað upp úr klukkan níu áleiðis til Gedser þaðan sem við ætluðum við að taka ferjuna yfir til Rostock. Við stoppuðum í Norøping til að snæða. Á leiðinni þangað hittum við líflegan Ameríkana, sem starfaði sem kúreki. Hann var á leiðinni til Tyrklands, ef ég man rétt og var hann búinn að

hjóla vítt og breytt um heiminn. Við komum tímanlega til Gedser. Ferjan var ókomin, en átti að fara klukkan þrjú en svo kom í ljós að það var um einnar klukkustundar seinkun á henni. Að lokum kom hún blessunin og viti menn, Ameríkaninn var einnig að fara með henni. Siglingin tók um eina klukkustund og fjörtíu og fimm mínútur. Þegar við komum til Rostock byrjuðum við á því að leita að hliðinu Steintor frá sextándu öld. Við fundum það og hótelið þar sem við vorum búin að panta herbergi og var við götu niður frá torginu þar sem hliðið stóð. Frábært. Rétt þegar við vorum komin að hótelinu kom hellidemba. Þannig að við sluppum með skrekkinn. Við gátum loksins þvegið óhreinu fötin okkar þarna og á meðan þau voru í þurrkaranum fórum við út að borða. Að lokum fórum við að sofa, sátt eftir góðan dag. Við hjóluðum rúma 66 km. Við vorum aðeins seinna á ferðinni þennan dag. Lögðum ekki af stað fyrr en um klukkan tíu. Áður en við lögðum í hina raunverulegu ferð, var farið í smá verslunar­ leiðangur. Guðrúnu langaði að kaupa Garmin úr og GPS tækið hans Jóns hafði dáið daginn áður. Þetta voru átta km úr leið. Guðrún fékk úrið, en ekki var til GPS tæki fyrir Jón. Síðan tókum við stefnuna á Krakow am See, þar sem við ætluðum að tjalda. Við vorum með hjólakort og fylgdum leið samkvæmt því. En

27


við komum að lokuðu hliði. Vorum ekki viss hvað við ættum að gera, ákváðum að prófa aðra leið en hættum við hana. Þarna voru geltandi hundar og sumum leist bara ekkert á blikuna. Við vorum í smá húsaþyrpingu þannig að við Jón fórum og bönkuðum upp á í einu húsanna. Þar kom eldri kona til dyra sem talaði enga ensku. En við skildum hana þannig að við mættum ekki fara í gengum hliðið og þyrftum því að fara aðra leið. En Guðrún hafði náð sambandi við aðra konu sem gaf okkur leyfi til að fara í gegnum hliðið. Ekki vorum við komin langt þegar á vegi okkar urðu…nei ekki ljón, heldur kindur. Alveg lifandi býsn af kindum með lömb. Við heldum áfram í gegnum þvöguna og gekk það stórslysalaust. Eftir stutta stund vorum við komin til Schwaan. Við vorum rétt komin þangað þegar það kom hellidemba. Við fundum skjól undir tré, ásamt nokkrum öðrum vegfarendum. Við fórum svo á kaffihús eða bakarí þar sem við settumst niður til að næra okkur. Þar sem rigndi og um 40 km eftir til næsta áfangastaðar og við aðeins á eftir áætlun, ákváðum við að taka lest til Gustrow, sem var í um 20 km fjarlægð. Tók sú ferð um 20 mínútur og við sáum svo sannarlega ekki eftir því. Síðan héldum við áfram til Krakow am See. Þar tjölduðum við og fórum í sturtu áður en við hjóluðum í bæinn til að fá okkur að borða.

Við hjóluðum yfir 55 km þennan dag. Þegar við lögðum af stað um morguninn fórum við að leita að hraðbanka. Já, þó að það sé 2017 er ekki öruggt að hægt sé að greiða með kreditkorti í Þýskalandi. Við fundum einn og tókum út peninga. Við héldum svo suður á bóginn niður með Krakower See til Plau am See. Þar stoppuðum við og fengum okkur að borða. Eftir þetta héldum við áfram niður með Plauer See, í gegnum nokkur þorp og skóga til Wittstock / Dosse. Þar byrgðum við okkur upp af mat, því óvíst var um að komast í búðir daginn eftir því þær eru flestar lokaðar á sunnudögum. Þegar við ætluðum að finna tjaldstæði var ekkert í næsta nágrenni, þannig að við þurftum að fara 13 km í norð/ austur, í öfuga átt, til að komast í eitt sem við fundum, við Glambecksee. Þegar þangað var komið leist okkur ekki alveg nógu vel á tjaldstæðið til að byrja með. Sú sem að afgreiddi okkur var í reykmettuðu herbergi þegar við komum, en við komumst í sturtu og eftir matinn gengum við niður að vatninu til að taka myndir. Þegar sólin var sest var nokkuð ljóst að það var mikill raki í loftinu og það féll strax á tjöldin. En að lokum lögðumst við til hvílu. Við hjóluðum 92 km þennan dag. Það var blautt, rakt og töluverð þoka þegar við fóru á fætur næsta dag. Tjöldin voru rennandi blaut og þannig gengum við frá þeim. Við héldum af stað til Wittstock/

28


Dosse klukkan átta og það lá nokkuð þétt þoka yfir öllu. Þar er bakarí sem var opið milli sjö og tíu. Við áttum ekki von á að ná því en það slapp svo við gátum keypt okkur eitthvert snarl. Þar sem töluverður aukarúntur var frá tjaldstæðinu til Neuruppin ákváðum við að taka lest þessa 30 km leið. Lestin var pakkfull af hjólum! Það var hópur af krökkum með kennurum, eða öðrum forráðamönnum sem fylltu vagninn. Það var varla pláss fyrir okkar hjól en við náðum að troða okkur inn. Miðavörðurinn átti í vandræðum með að troða sér á milli hjólanna til að athuga miðana. Svo á einni stöðinni kom einn í viðbót með hjól! Sem betur fer gat hann lagt það saman, þannig að það slapp. Loksins komum við á áfangastað og yfirgáfum lestina. En ekki nóg með að við færum úr lestinni heldur fór allur hópurinn einnig úr henni og tafðist lestin um nokkrar mínútur vegna þessa. Þegar hér var komið sögu var farið að hlýna þannig að við þurftum að fækka fötum. Við héldum áfram okkar leið og stoppuðum á golfvelli og kíktum inn til að fá okkur hressingu. Þar réði ríkjum skemmtilegur dani, sem vissi töluvert um Ísland og við spjölluðum við hann í góðan tíma meðan við átum snarl og ís af bestu list. Hann sagði að við værum ekki á þessari týpisku Berlín - Kaupamannahafnar leið, sem við vissum.

Þaðan héldum við áfram til Oranienburg. Þar ætluðum við að tjalda og héldum að meintu tjaldstæði. En það var húsbílastæði. Bara bílastæði í miðbænum þar sem fólk gat lagt húsbílum en ekki gert ráð fyrir tjöldum. Nú þurftum við að finna annað tjaldstæði. Þegar við komum þangað var enginn í afgreiðslunni. Við hringdum í uppg efið símanúmer og sá sem svaraði sagðist koma eftir eina klukkustund. Ekki lét hann sjá sig eftir meira en einn og hálfan tíma og tvö símtöl. Þá gáfumst við upp og fundum hótel til að gista í. Á meðan við biðum eftir afgreiðslu á tjaldstæðinu höfðum við tekið tjöldin fram til að þurrka þau, enda ennþá rennblaut eftir nóttina. Það var hlýtt og sólin skein þannig að þau þornuðu fljót og vel. Maðurinn kom loksins þegar við vorum að leggja af stað frá tjaldstæðinu og var víst ekki sáttur við að við værum að fara en okkur var alveg sama; þetta var hans vandamál. Það voru nokkrir kílómetrar að hótelinu, til suðurs í bæ sem heitir Velten, þannig að það stytti næstu dagleið. Þetta var ágætis hótel, eða öllu heldur farfuglaheimili og kostaði ekki mikið. Við komum okkur fyrir og fórum að leita að matsölustað. Þegar við komum út kom í ljós að sprungið var á hjólinu hennar Kollu, dekkið rifið og handónýtt. Guðrún var með varadekk, en það fór ekki á án mótþróa. Nei, það gekk mjög illa að koma því á. Annar

29


Ómar Smári Kristinsson

Um söfnunaráráttu og landakort Margir eru haldnir söfnunaráráttu og hún tekur á sig margar myndir. Ein birtingarmynd hennar er sú tegund túrisma þegar fólk safnar stöðum; 100 hæstu toppar landsins, fjöldi landa í heiminum, austasta og vestasta hitt og þetta og svo framvegis. Ég verð víst að játa að ég tilheyri þessum hópi fólks. Samt er það yfirlýst trú mín að ferðalög snúist um upplifanir fremur en tölfræði eða landakortaútfyllingar. Mín söfnunarhneigð tengist teiknaraeðlinu í mér. Ég hef í hálfa öld unnið að sömu teikningunni. Hún sýnir ferðir mínar um landið. Ég safna línum í þá teikningu. Þessi mynd hefur fengið að þróast tilviljunarkennt. Líkt og sumir rithöfundar og myndlistarmenn 20. aldarinnar hafa fengist við ósjálfráða sköpun, hef ég skemmt mér við að fylgjast með hvernig teikningin mín þróast, einsog af sjálfu sér. En nú er orðið spurning hvort söfnunaráráttan fer að hafa áhrif á þessa sjálfsprottnu teikningu; hvort ég fer að velja mér leiðir til að hafa áhrif á hana. Þá myndi eðli hennar breytast og hætt er við að nautnin af ferðalögunum myndi minnka. Hitt er svo annað mál að ef eina leiðin til að fá fólk til að fara út að hreyfa sig sé að höfða til söfnunaráráttu þess, þá er það vel ásættanlegt.

Er ánægja mín af teikningunni minni aðeins fólgin í því að sjá línunum fjölga og netið þéttast? Nei, línurnar eru hugsanafarvegir. Ég get setið sem dáleiddur fyrir framan myndina og rifjað upp ferðir. Svo er líka gaman að ímynda sér hvernig myndin muni þróast í framtíðinni. Ég hef líka gaman af að skoða ferðalínuteikningar annarra. Þær gefa hugmyndir og maður fer að bera sjálfan sig saman við þær. Það að skoða línuteikningar eftir t.d. Hauk Eggertsson eða Andreas Makrander er skemmtilegt og hvetjandi en ef maður passar sig ekki, þá getur það fyllt mann minnimáttarkennd, því þeir hafa ferðast svo miklu meira en ég. Ekki þarf að taka það fram að línur sem standa fyrir gönguferðir og hjólreiðar eru hærra skrifaðar

30


Kaupamannahöfn – Berlín framhald: gestur á hótelinu, nokkuð sterklegur maður, bauðst til að hjálpa okkur en hann átti einnig í erfiðleikum með að koma því á. Að lokum gekk það og við gátum farið og fengið okkur að borða og enduðum á ansi góðum ítölskum stað. Við hjóluðum 75 km. Síðasti hjóladagurinn rann upp bjartur, fagur og heitur. Hitinn var um 18°C þegar við lögðum af stað. Við byrjuðum á að fá okkur að borða á lestarstöð rétt við hótelið. Að áti loknu héldum af stað til Berlínar. Við vorum eiginlega í úthverfi Berlínar, eða í bæ í útjaðri borgarinnar, svona eins og Hafnarfjörður, Garðabær eða eitthvað svoleiðis. Maður sá ekki nein bæjarmörk. Þannig að núna vorum við meira og minna að hjóla í byggð. Þó fórum við í gegnum garða þar sem fólk naut veðurblíðunnar, m.a. við vötn. Á einni brú hittum við eldri mann sem bauðst til að sýna okkur bestu og fljótlegustu leiðina inn í borgina. Hann fór með okkur skemmtilega

leið sem er kölluð „Múravegurinn“ Þetta er stígur sem lig gur meðfram þar sem Berlínarmúrinn stóð. Þar komum við að einum varðturni sem var við múrinn. Búið er að taka múrinn í burtu á þessum stað en hellur hafa verið lagðar til að sýna hvar hann lá. Við gerðum ísstopp í einum garðinum sem við fórum í gegnum. Það var mjög gott, enda frekar heitt. Síðan héldum við áfram þar til að við komum að hluta af múrnum í einu úthverfi borgarinnar. Við stoppuðum þar í dágóða stund til að skoða og mynda. Að þessu loknu brunuðum við í gegnum borgina að Alexsanderplatz. Þangað komum við kl. rúmlega eitt eftir um 45 km ferð. Þar tókum við myndir af okkur enda komin á leiðarenda. Síðan héldum við að hótelinu þar sem við ætluðum að gista. Þegar við fundum það kom í ljós að herbergin voru í íbúð í austur þýskri blokk við Karl Marx Alle, af öllum stöðum. Aldrei, aldrei, hefði mér nokkurn tímann dottið í hug að ég ætti eftir að dvelja í austur þýskri blokk og því síður við Karl Marx götu! En herbergin voru í fínu lagi. Við skiptum um föt og fórum aftur á Alexanderplatz til að kíkja í búðir og fá okkur að borða áður en við fórum til baka í íbúðina og lögðum okkur eftir fínan dag. Þar með lauk þessari hjólaferð. Við vorum í þrjá daga í Berlín til að skoða okkur um áður en við héldum heim á leið þann 22. júní eftir alveg hreint frábæra ferð.

Um söfnunaráráttu - framhald: en þær sem tákna akstur vélknúins ökutækis. Ég er nú að skrifa í Hjólhestinn. Ég læt fylgja bút úr teikningunni minni. Auðvitað vel ég stað þar sem ég hef verið mikið á ferðinni; annars myndi fólk sjá hversu lítið ég hef farið um landið. Ég vil að fólk haldi að ég sé reynslumikill ferðalangur með víðfeðma þekkingu á Íslandi. Gulu línuna hef ég fremsta, því hún táknar hjólaleiðir og ég er að skrifa í hjólreiðablað. Grænt er gönguferðir og bleikt stendur fyrir leiðir sem ég hef ekið. Myndin sýnir 70 x 100 km á Suðurlandi, aðallega í Rangárvallasýslu. Svartur flötur kemur í korts stað. Þannig geta lesendur Hjólhestsins notið listræns gildis ómengaðrar línuteikningarinnar eða gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn eða gert sér gátu úr þessu; reynt að þekkja leiðirnar út frá lögun þeirra. Góða skemmtun – eða ekki. 31


Páll Guðjónsson

Allir hagnast á auknum hjólreiðum Það er margsannað að starfsmenn sem hjóla til vinnu mæta ferskari, þeir eru hraust­ ari, taka færri veikinda daga og þeir taka ekki síðasta lausa bílastæðið. Það er því til margs að vinna fyrir bæði starfsmenn og atvinnu­ veitendur að vel sé gert við þá sem hjóla og að hvetja fleiri til að prófa það. Hér eru nokkrir punktar. Hjólastæði: Hjólabogar fyrir starfsmenn og viðskiptavini eru góð hjólastæði því þeir styðja vel við hjólið og auðvelt er að læsa stellinu við boga með traustum U-lás. Grindur sem framhjóli er stungið í uppfylla ekki þessi skilyrði og ætti að skipta þeim út. Aðstaða fyrir föt: Allir eiga að geta hengt upp blaut föt til þerris, geymt skó, reið­hjóla­ hjálm og bakpoka. Einnig er gott ef boðið er upp á aðstöðu til að geyma vinnuföt og vinnu­skó til skiptanna. Samgöngusamningur: Samgöngu­ samningar verða sífellt algengari á vinnu­ stöðum enda gagnast þeir bæði starfsmönnum og atvinnuveitendum. Skattfrjálsar greiðslur geta numið 7.500 kr. mánaðarlega sem samsvarar launum upp á 123.246 kr. fyrir skatt á einu ári. Greiðsluna má líka nýta til kaupa á hjóli fyrir starfsmanninn og auðvelda þannig breyttar ferðavenjur til og frá vinnu. Viðbúið er að þessi útgjöld skili sér til baka í formi færri veikindadaga. Nánari umfjöllun: lhm.is Síðan má auðvitað gera enn betur með

sturtuaðstöðu, læstri hjólageymslu, aðstöðu til að hlaða rafmagnshjól og fl. Bílastæði kosta: Flest fyrirtæki hafa verulegan kostnað af bílastæðum, jafnvel mun meiri en sem nemur greiðslum vegna sam­göngu­samninga. Ef starfsmenn þurfa ekki að borga af bílastæðum eru það hlunnindi sem hvetja fólk til að koma á einkabílnum í vinnuna frekar en að hjóla. Lánshjól eru sniðug og nýtast starfsfólki sem þarf að skreppa stutta vegalengd á fund. Þau nýtast líka þeim sem ekki hjóluðu í vinnuna þann daginn eða vilja ekki nota sitt eigið hjól í vinnunni. Einnig gæti vinnustaður lánað starfsmanni sem ekki á hjól reiðhjól í ákveðinn tíma meðan hann er að prófa samgöngu­mátann og jafnvel gæti viðkomandi keypt hjólið að lánstíma liðnum. Hvatning: Það má hvetja til hjólreiða með ýmsum hætti. Hjólabæklingar eins og þessi og þeir sem eru nefnir á bls. 2 mættu liggja frami á kaffistofum. Það má prenta út kort sem sýnir hversu langt er hægt að hjóla á 5-15 mínútum; margir gera sér ekki grein fyrir því hversu langt stutt hjólaferð skilar manni fyrr en maður prófar það. Félagslíf: Það er skemmtilegt hópefli að fara í hjólatúra saman af og til og gera það þá á rólegu nótunum og njóta ferðarinnar og félags­skaparins. Skreppa til dæmis í lautarferð í hádeginu og borða nesti.

32


Sesselja Traustadóttir

Gefðu hjólinu þínu nýtt líf Á síðasta ári opnuðum við verkstæði, söfnuðum gömlum hjólum og buðum hælis­ leit­e ndum á Íslandi að koma og gera upp gömul reiðhjól til eigin nota. Rétt um 160 hjól fengu þannig framhaldslíf, komu aftur á götuna og fóru ekki í förgun hjá Sorpu, þar sem svo ótal reiðhjól enda árlega. Hjólafærni er í samvinnu við Rauða krossinn við að gera upp þessi gömlu reiðhjól með hælisleitendum. Fyrsta verkaðstaðan sem við unnum í var einmitt að Brekkustíg 2 í hús­ næði Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Sólver, Árni og Darri hafa mest miðlað þekkingu sinni í hjólaviðgerðunum auk þess sem sjálf­boða­ liðar Rauða krossins voru oftast líka með á verkstæðunum. Við lentum á flakki með verkefnið. Eftir tvo mánuði á Brekkustígnum fórum við í sam­starf við hjólasöfnun Barnaheilla. Það vakti mikla ánægju og gleði. Hælisleitendur lögðu til heilmikla vinnu við að gera upp reiðhjól fyrir Barnaheill til úthlutunar til íslenskra barna. Þegar kom að því að Barnaheillaverkefninu lauk, varð HæHó! heimilislaust en mikill áhugi var enn á meðal hælisleitenda að eiga þess kost að gera upp sín eigin reiðhjól, starfsmaður Rauða krossins fann nýtt húsnæði og við hófum samstarf við Músík og mótor að Dals­

hrauni 10. Þar störfum við á mánudögum frá kl. 12 – 16. Tveir sjálfboðaliðar koma úr röðum Rauða krossins við hverja opnun og frá Hjólafærni kemur einn starfsmaður til að vinna í viðgerðum og stýra faglegri ráðgjöf vegna viðgerðanna. Nokkrir hælisleitenda sýndu strax mikla færni í viðgerðum og unnu þétt með okkur í verkefninu, þannig að þeir urðu eins konar verkstæðisformenn og hafa lagt öðrum lið í viðgerðum. Þegar við lögðum fyrst upp með verk­efnið var meira á prjónunum hjá okkur. Við buðum hælisleitendum í samvinnu við Farfugla í Laugardalnum að hjóla með á laugardags­ morgnum í hjólaferðum LHM og Hjólafærni. Það gekk ágætlega fram eftir hausti 2016 en svo fór kuldinn að bíta hraustlega í og þá dró mjög úr þátttöku í verkefninu. S o r p a o g Re y k j a v í k u r b o r g hafa stutt verk­e fnið auk annarra. Almenningur hefur gert frábærlega í því að leggja til hjól. Mikil ánægja er með þetta samvinnuverkefni og stefnum við að því með vorinu að opna verkstæði á ný og þá frá byrjun í góðri samvinnu við Barnaheill líka. Áhugasamir sjálfboðaliðar sem vilja leggja verkefninu lið eru hvattir til að láta vita af sér hjá Hjólafærni í s. 864-2776 eða með tölvupósti í hjolafaerni@hjolafaerni.is. 33


Ólafur Þórðarson

Hjólað í New York Ólafur Þórðarson fæddist í Reykjavík 1963 og ólst upp í Hvassaleiti þar til hann kláraði menntaskóla og fór í nám til Bandaríkjanna. Hann hefur á þessu ári hjólað í hálfa öld.

reiðhjól. Í Milwaukee og svo seinna New York, var svo pláss- og aðstöðuleysi, enda fátækur námsmaður sem eyddi flestum stundum við teikniborð, á ritvél og við lestur. Það er því kannski svolítið öfugt við hvernig margir aðrir upplifa það, eru á hjóli með námi og enda svo á bíl þegar byrjað er að vinna.

Frá Reykjavík til náms í Ameríku Eins og svo margir byr jaði ég að hjóla fimm ára og því fylgdi fljótlega mikið frelsi til að fara leiða sinna. Maður fékk líka góða þjálfun í moldargryfjum í kringum golfskálatjörnina, þar sem nú eru Borgarleikhúsið og Verzlunarskólinn. Sem unglingur ca. 1976/77 var ég sendill einn vetur og fór um í snjó og hálku á tíu gíra DBS kappreiðahjóli, sem í dag er bara kallað götuhjól. Þá voru svona græjur varla til í landinu og mikið horft á eftir mér úti á götu. En þegar ég var í arkitektúr- og skipulags námi í Milwaukee tók við smá tímabil þar sem farið var um allt í bílum og ég átti ekki

Hjólað í New York Svo var það þegar ég var að vinna á teiknistofu í SóHó einhvern tímann eftir 1990 að mér áskotnaðist fjallahjól sem ég gat geymt uppi á hæðinni. Þá fór ég að hjóla reglulega í vinnuna, engar hjólareinar og bara í bílaumferð. Engir hjólastígar voru á minni leið í New York borg á fyrri hluta tíunda áratugar og þó þeir hafi ekki verið til staðar voru ökumenn ekki endilega hættulegri. Við hjólreiðamenn þurfum alltaf að passa okkur, enda er almennt 34


séð ekki hægt að leggja traust sitt á hæfni öku­manna. Þegar hjólastígakerfi New York borgar fór að þróast af alvöru eftir aldamót tók maður meira eftir einhverri reiði gagnvart hjól­reiðafólki, þar sem mörgum ökumönnum fannst þeir hafa misst spón úr aski sínum vegna “reiðhjólaliðsins” sem þrengdi að bíl­frelsinu og gleypti bílastæði meðfram gang­ stéttar­brúnum o.s.frv. En það er nú svo að einu stoppin á ca. 12 km leið minni í vinnu, fyrir utan rauð ljós, eru bíla­stöppur þar sem allt er stopp og maður fer upp á gangstéttir til að komast leiðar sinnar - framhjá bílunum, sem eru allir að flækjast hver fyrir öðrum. Með árunum hef ég svo lært hvaða leiðir er skemmtilegast að hjóla. Borgin er stórt og flókið umhverfi og býður upp á svo mis­ munandi hluti. Mest af því sem ég hjóla er í vinnuna og fer þá yfir einhverja brúna, sem er u.þ.b. 50 m hækkun, þ.e. svona tvöföld Ártúns­b rekkan. Ég tékka alltaf á veðrinu til að vera viðbúinn veðurbreytingum og hjóla eiginlega í hvaða veðri sem er, enda er bara spurning um hvernig þú ert undirbúinn (nagladekk, regnkápa, stundum aftaníkerra fyrir þungt stöff). Því er haldið fram að hjálmaskylda geti haldi fólki frá því að hjóla, en í borginni sýnist mér það miklu frekar vera hjólaþjófar. Það er ekki alls staðar vel séð að fara inn

í skrifstofuhús með reiðhjól og þá verður hjólið sem maður læsir fyrir utan að vera rétt læst og helst rispað og forljótt svo þjófarnir sýni því engan áhuga. Þetta passar nú sko engan veginn við þá hugmynd að eiga góðar og flottar græjur. Svo er nú eitt að hafa góðan lás en annað að koma að hjólinu í heilu lagi. Vegna þessa (og veðurs) hef ég hjólin mín alltaf inni við. Hlutverk hjólsins Ég tek mikið eftir því að fólk hjólar hvert á sinn máta og það endurspeglar heilmikið borgina sjálfa sem er með fólki hvaðanæva að úr heiminum. Það finnur hver og einn sinn stað og tíma fyrir spandex, gallabuxur, jakkaföt + bindi eða þrjá krakka á hjóli. Maður hefur séð mann sem hjólar með hjálm, olnbogahlífar og hnéhlífar og svo aðra hjálmlausa með krakka á stýrinu að senda textaskilaboð -með báðar hendur á símanum. Fjölbreytnin í hjólalífinu er alveg frábær og ég er ekki í neinu “liði” hvað allt þetta varðar. Ég á tvenn hjól, sem hafa hvort sitt hlutverkið, og nota þau til skiptis eftir því hvernig ég er að fara að hjóla. Myndir: Ólafur á bíllausa deginum í ágúst sl. Bromton hjólið með aftaníkerru og samanbrotið í „hjólaskúrnum“ á vinnustað ásamt ýmsum fylgihlutum.

35


Annað hjólið er ósköp venjulegt 15 ára gamalt Giant 700 hybrid sem ég fer á í lengri ferðir (40-100 km), til að fara hraðar yfir og reyna meira á mig. Hef farið lengst 180 km leið á því í einum rykk en það er sem sagt svona skemmti-/æfingahjól í aukatíma. Ég hef sem minnst aukadót á því til að halda því í svona 11 kg, þar sem ég hengi það upp yfir haushæð og þarf því að geta lyft því með góðu móti (mynd). Maður hefur auðvitað engann bílskúrsaðgang í borginni (og engann áhuga á að eiga bíl) og þarf því að koma þessum hlutum fyrir inni hjá sér svo allir séu sáttir. Dags daglega (ca. 20-25 km) nota ég svo Brompton í vinnuna, háþróað breskt samanbrjótanlegt hjól, sem ég smelli undir vinnuborðið í stúdíóinu. Það er hægt að brjóta saman hálfa leið og rúlla þvi inn í búðir eins og innkaupakerru. Það nota ég í öll matarinnkaup og hef líka sér tösku framan á því. Þegar heim er komið hverfur það inn í eigin skáp eða hjólskúrinn minn. Á því fer ég yfir Brooklyn eða Manhattan brýrnar og suma morgna hitti ég félaga minn Jón Emil sem kemur úr hinni áttinni og þá er high-five á miðri brú.

Leiðir í borginni Síðasta áratug hefur hjólastíganetið stækkað svo um munar og það, ásamt því að Citibike var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum og minnkuðum hámarkshraða bifreiða, hefur orðið mikil fjölgun hjólreiðafólks, eða rúmlega tvöföldun á áratug. Þessi fjöldi snar­e ykur öryggi í umferðinni. Munurinn á að hjóla fyrir 25 árum og í dag er sá að maður velur sér leiðir fyrirfram og reynir þá að halda sér meira við hjólastígana, sem eru samanlagt í dag orðnir lengri en hringvegurinn í kringum Ísland. Stígarnir eða hjólareinarnar eru misjafnir eins og gengur og gerist, sumir mjög góðir og aðrir illa merktir og þegar maður hjólar í bílaumferðinni eru ökumenn greinilega meira varir við hjólin en áður fyrr. Þegar nýr hjólastígur er gerður er skondið að fylgjast með ökumönnum sem eru vanir að leggja bílnum sínum á sama stað. Þeir þráast við og “eiga ennþá plássið” og keyra á hjólastígunum. Þeir leggja bílunum sínum á hjólareinunum og eru sumir eiginlega alveg ótrúlega miklir þverhausar. Það er ekki eins og þeir hafi einhvern rétt á því frekar en að keyra um á gangstéttunum. Ég er einmitt að klára smá kvikmynd þar sem ég hef tekið saman efni með ökumönnum að keyra á hjólareinum. Mót­staða margra gegn hjólreiðum er eiginlega stórfurðuleg (jafnvel afbrigðileg) en það má jú vel láta fylgja að stærstur hluti ökumanna er til mikillar fyrirmyndar.

Brooklyn brúin með u.þ.b. 50m hækkun. Brooklyn brúin í þokubakka gangandi öðrum megin, reiðhjól nær okkur

36


frá fjármálahverfinu/Wall Street að George Washington brúnni (15 km löng leið) á mjög góðum hjólastíg sem gerður var milli 19902000. Þá finnst mér skemmtilegt að taka hring í kringum Manhattan (50 km) en það er á köflum á umferðargötum (MYND) og ekki alls staðar hjólastígar. Oft bæti ég við aukadúrum, s.s. hinni eða þessari brú eða tek tvo hringi í Central Park í og með, kannski upp í 100 km leið. Það er reyndar tiltölulega létt að hjóla út fá borginni og eru ótal lengri leiðir og dagsferðir. Einnig eru langleiðir, til dæmis í norður, upp meðfram Hudson ánni. Verið er að vinna að stórfelldu reiðhjólaneti þar norður af sem mun á endanum tengjast ca. 500 km leið að Lake Erie, einu af fimm stóru vötnum Bandaríkjanna. Þá er farið meðfram gamla skipaskurðinum Eirie Canal sem gerður var á fyrri hluta 19. aldar og var fyrir tíma flugvéla einn aðal grunnurinn að velgengni New York borgar.

Hjólaviðburðir Yfir árið eru ótal reiðhjólaviðburðir í borginni sem gera það vel þess virði að heimsækja hana og taka þátt. Til dæmis með því að leigja hjól, eða þá kaupa sér draumahjólið, prófa það á þessum leiðum og láta pakka því fyrir heimferðina. Af helstu viðburðum má nefna að á vorin er vissum hraðbrautum lokað fyrir “Five Boroughs” sem er ca. 65 km leið og fer í gegnum öll fimm hverfi borgarinnar; Manhattan, Bronx, Queens, Brooklyn og Staten Island. Það er mjög pakkað og getur verið steikt upplifun. “Century Ride” er svo í september. Þá er farin 160 km leið eða valdar styttri leiðir eftir því hverju maður hefur áhuga á. Sá viðburður er rólegri, en í lok þeirrar ferðar hefur mér aldrei þótt frostpinni jafn svalandi. Svo á ákveðnum dögum í ágúst er ákveðnum götum lokað og hægt að hjóla á Manhattan þar sem venjulega er bara hraðakstur bíla. Dags daglega er geysimikill fjölbreytileiki í hjólaumhverfi borgarinnar. Fyrir utan að hjóla bara í vinnuna er hægt að hjóla langt á tiltölulega flötum leiðum, en svo eru líka leiðir með ágætum brekkum eins og til að mynda stóru brýrnar, sem eru mjög skemmtilegar. Þær eru svona tveir til þrír km á lengd hver um sig. Þar sem ég þekki borgina eins og handarbakið vel ég leiðirnar mínar oftast fyrirfram, t.d. hjóla meðfram Hudson ánni

Þáttaka og vellíðan Sl. ár hef ég verið með annan fótinn í TransAlt, reiðhjólagrúppu sem beinir kröftum sínum að breytingum á borginni, Gamla Giant 700 hybrid hjólið hangir hátt. Bílum lagt á hjólastíga, jafnvel af löggunni fyrir framan Dunkin Donuts

37


ég kem til landsins á hverju ári er fyrsta verkið að ná í hjólið og á því fer ég um alla borg. Kveðjur heim. Ólafur Þórðarson er arkitekt og listamaður sem býr í New York borg þar sem hann hefur hjólað sl. 25 ár. veffari@gmail.com www.thordarson.com Allar myndir: Ólafur Þórðarson.

hjólastígum o.fl. Í krafti meðlima knýja þeir fram breytingar sem auka öryggi og bæta leiðir. Það þarf svona grúppur til að fara beint til stjórnmálamanna og skipulagsyfirvalda, þannig nást fram breytingar á göllum í kerfinu. Ég hjóla af því það er skemmtilegt og gagnlegt. Hef hjólað með 14 ára dóttur minni í skólann síðan hún var fimm ára. Mér finnst voða gaman að flottum hjólum og hjólagræjum, en held mig samt við grunnatriðið, sem er að drífa sig út að hjóla og halda því við á komandi áratugum. Það er fyrst og fremst spurning um vellíðan og að maður þarf ekki bíl nema til að komast milli bæja. Ef ég þarf að keyra, þá hjóla ég í bílaleiguna, fæ bíl og set Brompton í skottið. Þá get ég fengið að hjóla á áfangastaðnum. Ég hef líka hjól í geymslu úti á Granda og þegar

Hjólastígur hjá Flat Iron byggingunni. Lilja dóttir Ólafs er 14 ára og hefur hjólað í skólann frá 5 ára aldri. Century ride 160 km. Manhattan hringur Ólafs - 50km. Hjólastígur - pirraðir bíleigendur að moka snjó af gangstétt út á hjólastíginn. Citibike í Litlu Ítalíu

38


Landsins mesta mestaúrval úrvalaf afhjólum hjólumog ogaukahlutum aukahlutum Landsins

Skoðaðu Skoðaðu úrvalið úrvaliðááwww.orninn.is www.orninn.is Faxafen 8 588 9890 Faxafen 8 - 588 9890

Stofnað Stofnað1925 1925


40


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.