FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 29. árg. mars 2020 - Frítt
Hjólaferð suður sanda Þriðjudags kvöldferðirnar Hjólaferð um Móseldalinn Reiðhjólið í teiknimyndasögum Árangur Landssamtaka hjólreiðamanna 30 ára afmælishátíð Fjallahjólaklúbbsins og fl.
Páll Guðjónsson
Fjallahjólaklúbburinn - klúbbur fyrir alla sem hjóla Fjallahjólaklúbburinn er fyrir alla sem hjóla. Sumir eru naglar og hjóla um fjöll og firnindi með eins lítinn og léttan farangur og hægt er að komast af með meðan aðrir spá lítið í reiðhjólið sitt, heldur nota það bara af því að það er þægilegasti mátinn til að komast á milli staða. Hjólandi fólk er allskonar. Margir nota það fyrir líkamsþjálfun og taka skrefið jafnvel alla leið í að keppa. Þegur kemur að hjólreiðasportinu þá er það líka allskyns, allt frá því að taka þátt í Hjólað í vinnuna keppninni upp í að keppa í Cycloþon hringinn í kringum landið. Ekki eru allir í keppnisfélögum, t.d. er stór hópur sem æfir mis reglulega og kallar sig Reiðhjólabændur og eru virkar samræður í samnefndum Facebook hóp. Samtök um bíllausan lífsstíl eru líka með líflega umræðu á Facebook. Margir keppa sín á milli í sýndarveruleikaleik á æfingahjólum þar sem margir tengjast á sama tíma og keppa hver við annan. Flest allir nota hjólið til samgangna að einhverju leiti. Stór umræðuhópur á Facebook heitir Samgönguhjólreiðar sem var stofnaður á
sínum tíma af formanni Fjallahjólaklúbbsins sem vettvangur fyrir: “Ráðleggingar - tips & trix - um það hvernig maður getur stundað samgönguhjólreiðar á Íslandi á praktískan hátt. Allir sem nota hjólið reglulega til sam gangna eða skemmtunar eru vekomnir, og velkomið að setja inn greinar og athugasemdir sem og tilkynningar um allskonar hjólaferðir.“ Fjallahjólaklúbburinn eru grasrótarsamtök sem reyna að bæta samfélagið með starfi sýnu. Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir þá sem hjóla og að vinna að eflingu og framgangi ferðalaga og samgangna á reiðhjólum hérlendis. Hann stendur meðal annars fyrir útgáfu- og fræðslu starfsemi til að kynna stefnu sína og markmið. Ef þú er að stýra verkefni sem hvetur til hjólreiða eigum við bæklinga sem gætu gagnast: um kosti hjólreiða, reglur samgönguhjólreiða sem hámarka öryggi hjólandi og Hjóla Bingó leikinn með bestu verðlaunum sem hægt er að bjóða: æsku, hreysti, hamingju og langlífi. Allt um það á hjolreidar.is og bæklingana má nálgast frítt í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins. 2
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 29. árgangur, mars 2020
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi þegar við erum með opið hús 1. og 3. fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði sem eru oft skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Ábyrgðarmaður, ritstjóri og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Páll Guðjónsson Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíðumynd: Árni Davíðsson.
Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félagsmönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn framvísun félags skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmyndavörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins:
Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins. © 2020 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.
fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðaf ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Landssamtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Hjóla mönnum og Hjólreiðafélagi Akureyrar eru jafnframt í LHM. Félagsgjaldið er aðeins 2500 kr. 3500 kr. fyrir fjölskyldur, 1500 kr. fyrir yngri en 18 ára. Einfaldar leiðbeiningar á heimasíðu fjallahjolaklubburinn.is > klúbburinn > Gangið í klúbbinn 33
Helgar- og sumarleyfisferðir 2020 16-17 maí. Eurovision - Úlfljótsvatn. Samkvæmt hefð munum við fara í Eurovision ferð yfir Hengilinn niður að Úlfljótsvatni. Dagleiðirnar eru ca 50 km, mestmegnis á malbiki en 10 km á malarvegi. Gist í góðum bústað með heitum potti. Hægt verður að fylgjast með Eurovision ef fólk vill. Áætlaður hjólatími 5-7 tímar og dótið verður ferjað fyrir okkur. Erfiðleikastig 6 af 10.
18-19 júlí - Þjórsárdalur. Við hefjum hjólaleiðina á laugardag og hjólum 30 kílómetra á línuveg og í skóginum. Hjálparfoss skoðaður, sameiginleg máltíð og gist í Hólaskógi. Næsta dag verður Gjáin og Stöng skoðuð, dagleiðin er ca 30 km eins og fyrri daginn. Við munum koma við á hamborgarastað á leiðinni í bæinn. Hjóla leiðirnar eru á malarvegum báða dagana. Erfiðleikastig 5 af 10.
4
14-16 ágúst. Landmannalaugar - Hella. Við munum fara upp í Landmannalaugar á föstudag, skoða okkur um, kíkja í heita lækinn og gista í skála Ferðafélagsins. Hjólaleiðin á laugardag er krefjandi en okkar bíður lamba læri með tilheyrandi í Dalakofanum, og þar munum við gista. Á sunnudag hjólum við sem leið liggur niður að Hellu. Hentar einungis fólki í góðu hjólaformi. Erfiðleikastig 8 af 10.
Þýskaland - Móseldalur. Við ætlum að hjóla niður Móseldalinn. Gist verður í uppábúnum rúmum, nokkur saman í herbergi. Kostnaði verður haldið í lágmarki. Dagsetningar liggja ekki fyrir en búast má við viku dvöl í Þýskalandi í byrjun september. Erfiðleikastig 5 af 10.
5
Takið þátt í starfinu Klúbburinn rekur sig ekki sjálfur en þegar margir leggja hönd á plóg verður þetta allt skemmtilegra. Ertu með hugmynd að nýju verkefni eða viltu taka við og leiða hefðbundin verkefni klúbbsins t.d. vikulegar hjólaferðir um borgina? Saman búum við yfir mikilli reynslu og erum til í að prófa nýja hluti. Það er enginn starfsmaður á launum til að vinna verkin svo okkur vantar ekki bara hugmyndir heldur líka fólk til að framkvæma þær. Endilega hafið samband ef þið eruð með tillögur eða viljið koma inn í starfið með virkum hætti. Við erum grasrótarsamtök og ekki mikið fyrir að flækja hlutina fyrir okkur.
Fylgist með Við er um með viðburðaalmanak á heimasíðunni þar sem við skráum viðburði í klúbbhúsinu, hjólaferðir á höfuðborgar svæðinu, lengri ferðalög og einnig áhugaverða viðburði skipulagða af öðrum en okkur. Við sendum einnig fréttapósta á póst listann okkar þegar eitthvað er á döfinni, endilega skráið ykkur á hann á forsíðu heima síðunnar. Einnig er gott að „líka við“ Facebook síðu klúbbsins fyrir minni tilkynningar og einnig er spjallgrúppa á Facebook með nafni klúbbsins þar sem félagsmenn mega spyrja og spjalla um allt milli himins og jarðar.
6
Klúbbhúsið okkar Á Brekkustíg 2 er ágætis aðstaða fyrir 20-30 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar,, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppá komur sem við kynnum á póstlistanum okkar eða Facebook síðu klúbbsins. Á jarðhæð er viðgerðaraðstaða fyrir félagsfólk. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna. Myndir: Hrönn Harðardóttir og Þorgerður Jónsdóttir.
Þriðjudagskvöldferðir Brottför er öll þriðjudagskvöld frá maí byrjun til ágústloka frá Fjölskyldu og hús dýragarðinum, kl. 19:30. Fyrsta ferðin verður 5. maí, þá verður hjólað út í Klúbbhúsið í vesturbæ og bakaðar vöfflur. Stígakerfið vex og dafnar og það er ákaflega gaman að finna nýja silkimjúka malbiksræmu til að þjóta eftir. Komdu með okkur eitthvert þriðjudags kvöldið í sumar, jafnvel öll, þá áttu möguleika á að hljóta mætingabikarinn, blóm og konfekt. Það þarf ekki að vera félagi í ÍFHK til að taka þátt í þriðjudagskvöldferðunum.
7
Fjölnir Björgvinsson
Hjólað um Móseldalinn Í nokkur skipti hefur Fjallahjólaklúbburinn staðið fyrir lengri hjólaferðum erlendis. Ein slík var skipulögð síðasta vor og farin 2. til 9. september 2019. Það gekk á ýmsu í undirbúninginum en allt hafðist að lokum og varð að snilldar ferð sem gleymist seint.
enda liggur hún að öllu leiti niður í móti niður með ánni Mósel. Frábærir hjólastígar eru báðu megin við ánna og víða brýr svo auðvelt er að velja hvorn bakkann sem er. Sumstaðar eru reyndar hjólareinar með akvegum og hjólastígarnir blandast gjarnan bílaumferð í þorpunum. Umferð er hvergi vandamál enda eru þýskir bílstjórar vanir hjólreiðafólki og eru mjög tillitssamir. Áður hafði ég farið með hóp þessa leið með börn niður í 4 ára án þess að finna hið minnsta fyrir óöryggi á neinn hátt. Leiðin milli Trier og Koblenz eru sléttir
Að þessu sinni fór 7 manna hópur til Þýskalands. Hjólað var frá Trier sem er rétt við landamærin við Luxemburg, niður með ánni Mósel til Koblenz þar sem hún rennur í Rín. Þessi leið er augljós kostur til hjólreiða
8
200km af samfelldu augnakonfekti í gegnum keðju af smábæjum og vínekrum. (Ótal möguleikar eru á útúrdúrum að ógleymdum helling af köstulum. )
er held ég aldrei hvasst. Áin liggur um dalinn sem er djúpt grafinn í landið sem veitir skjól fyrir annars litlum vindi. Einnig er gróður talsverður sem skýlir líka.
Veðrið á þessum tíma má líkja við „gott íslenskt sumar“ og því tilvalið að framlengja íslenska sumrinu með svona ferðum. Heilt yfir var veðrið frábært og sólarvörnin mikið notuð. En við fengum líka nokkra skúri og þá einkum tvo síðustu dagana. Það er auðvelt að klæða af sér rigninguna þarna því þarna
Við nýttum okkur öll leiguhjól þar sem það er ögn ódýrara og einfaldaði ferðina. Við vorum mis heppin með hjólin sem annars skiluðu okkur vel alla leið. Gistingarnar vor u fremur lágt stemmdar til að hafa hemil á verðmiðanum, en samt allstaðar til fyrirmyndar og fór mjög vel um okkur á þeim
9
öllum. Allt bókað og frágengið fyrirfram. Morgunverður og flutningur á farangri gerði ferðina enn einfaldari og þægilegri. Kostnaður var um 160 þúsund að fluginu meðtöldu. Flogið var með Icelandair um Düsseldorf og notuðum lestakerfið þaðan.
verða staði í Trier áður en við lögðum af stað niður með ánni. Til Trittenheim eru um 35 km sem er þægileg vegalengd til viðbótar bæjarr úntinum fyrsta hjóladaginn. Þegar komið er almennilega út úr Trier tekur sveita sælan við. Eftir eina nótt í Trittenheim heldur sveitasælan áfram þó nokkur þorp séu þrædd. Rétt fyrir utan Bernkastel gistum við í tvær nætur. Auka daginn tókum við strætó með hjólin upp í bæinn Daun og hjóluðum til baka eftir aflagðri lestarleið sem breytt hefur verið í hjólastíg. Þetta voru auðveldir um 70km með 300 metra lækkun. Vegna þess hve gistingar voru uppbókaðar varð næsti dagur yfir 100km langur. Það var full dugleg yfirferð, ekki að
Með morgunfluginu vorum við komin til Trier seinnipartinn og náðum því góðum göngutúr um miðbæinn. Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa aukadag eða jafnvel tvo í Trier því það er svo ótalmargt að sjá þar. Sagan og minjar sem spanna aftur um 2000 ár til tíma Rómverja. Daginn eftir græjuðum við hjólin og hjóluðum um nokkra áhuga
10
það hafi verið erfitt, heldur var margt að sjá sem við þurftum að hraðspóla yfir. Næst verður þessum degi skipt í tvennt. Tvær nætur vorum við síðan í Moselkern. Þann aukadag notuðum við til að skoða kastalann Eltz og í vínsmökkun. Síðasta hjólad aginn fórum við í gegnum vínhátíð í bænum Winningen. Þar var lifandi tónlist á torginu og fólk flutt á heyvögnum sem dregnir voru af dráttar vélum. Vagnarnir voru búnir dúkuðum borðum og stólum, fólkið allt uppáklætt í samræmi við tilefnið, syngjandi og trallandi. Loka áfangastaðurinn Koblenz er mjög falleg borg. Það væri ekki vitlaust að nota einn aukadag þar ef það er möguleiki.
Við vorum öll mjög ánægð með þessa vel heppnuðu ferð. Þó veit ég að betra hefði verið að kljúfa langa daginn, en það gekk ekki þrátt fyrir allt. Fjallahjólaklúbburinn er nú að skipuleggja aðra ferð þessa sömu leið en með nokkrum lagfæringum. Endanleg dagsetning er ekki komin á hreint en verið er að horfa á ágúst – september. Eins verður tekið tillit til nýrra þátta sem skapa óvissu þegar kemur að ferðalögum. M y n d i r : F j ö l n i r, Á r n i D av í ð s o g Björgvin Jónsson. Fjölnir Björgvinsson greinarhöfundur er lengst til hægri á myndinni fyrir neðan.
11
Hrönn Harðardóttir
30 ára afmælishátíð Fjallahjólaklúbbsins Afmælishátíð Fjallahjólaklúbbsins var haldin með pomp og prakt 27. júlí. Við ákváðum að hafa þetta aðeins veglegra en pylsuhátíð vestur í bæ. Leigðum bústað uppi í Heiðmörk og buðum upp á grillveislu, kaffi, köku, bjór, rautt, hvítt og gos.
Hér má sjá Alfreð og Gísla, hinn stofnanda Fjallahjólaklúbbsins beygja inn á Hólmsheiðina. Ekki er kílómetrafjöldinn að slá nein met, 16 kílómetrar, en við vorum samt rúma 3 tíma að hjóla þetta. Veislan hófst kl 14, þá lögðum við af stað hjólandi frá Olís Norðlingaholti og leiðin lá í Norska bústaðinn, Thorgeirsstaði í Heiðmörk. Planið var að fara ekki alveg beina leið, heldur næra sig á náttúrunni sem er rétt fyrir utan borgarmörkin. Hjóla upp að Geitarhálsi, en Magnús Bergsson, annar af stofnendum Fjallahjólaklúbbsins hóf ungur sína ævintýraþrá með því að hjóla út úr borginni inn á þetta fallega svæði. 12
Það er alveg hægt að hjóla fullt þarna á góðum malarvegum en það er líka hægt að fara vegleysur og einhverjar brekkur má finna þarna ef menn leita þær uppi. Ég var búin að lofa að villast aðeins með mannskapinn, og það varð náttúrulega raunin. En ferðafélagar mínir voru vopnaðir snjallsímum með GPS og lóðsuðu okkur öðru hvoru inn á rétta braut. Þorgerður, núverandi formaður Fjalla hjólaklúbbsins er lengst til vinstri. HjólaHrönn, sú er þetta ritar er lengst til hægri. Nú þarf bara að passa að myndin speglist ekki í prentun, þá er ekkert að marka skrif mín lengur.
Veðrið? Ekkert að því en kannski var ég í allt annari hjólaferð en félagar mínir í Fjallahjólaklúbbnum. Nah, ég er bara svona heitfeng. Um leið og þau voru búin að klæða sig í peysur og regnstakka, þá braust sólin aftur fram úr skýjunum. Frá vinstri, Páll Guðmundson, ritsjóri og vefumsjón, Gísli Haralds og Magnús Bergsson.
Þegar við komum í bústaðinn beið okkar dýrindis grillveisla. Geir, yfirgrillmeistari sá um að galdra fram kræsingarnar ásamt dyggri aðstoð Tryggva. 13
Kvöldið leið við glaum og gleði. Ungviðið grillaði sykurpúða á meðan reynsluboltarnir sögðu hreystisögur frá fyrri tíð. Í upphafi skyldi endinn skoða. Ég efast um að félagana Magnús og Gísli hafi órað fyrir því, að Íslenski fjallahjólaklúbburinn myndi vaxa og dafna eins og hann hefur gert. Tæpir 2.000 aðilar hafa verið félagsmenn á einum eða öðrum tímapunkti og í dag eru virkir félagar um 650. Þ.e. félgsmenn og fjölskyldumeðlimir þeirra, sem hafa greitt félagsgjaldið. Röðin í grillið hefði getað náð niður í byggð, en það mættu 27 manns og fögnuðu 30 ára afmæli Fjallahjólaklúbbsins.
14
15
Suður sanda - Haukur Eggertsson Í lok júlí sköpuðust aðstæður fyrir mig að fara í nokkuð langa hjólaferð. Ég hef lítil hjólað á hálendinu norður af Vatnajökli og þar sem langvarandi austanátt var í spilinum, beindi ég sjónum mínum að upphafsstað á Austurlandi. Ég fékk far til Akureyrar á föstudagskveldi, gisti hjá Ingvari frænda mínum og ætlaði að hefja leiðangurinn á laugardagsmorgni með því að taka strætó til Egilsstaða upp á Möðrudalsöræfi. Ingvar taldi mig hins vegar á að fylgja honum í skálann Lamba í Glerárdal, þar sem að ýmsu þurfti að hyggja. Varð það úr að fresta austurför um dag, og kom það sér vel. Við komum þó vistum á hóp frá Ferðafélagi Akureyrar, sem ætlaði með trúss í Dreka, sem létti mér hjólun nokkuð næstu tvo daga. Hjólaði ég síðan inn Glerárdalinn en Ingvar gekk og urðum við samferða, skiptum um batterí, löguðum vatnsveitu og fleira smálegt, en á niðurleiðinni skildu með okkur leiðir. Leiðin var tæknilega nokkuð erfið, sérstaklega á uppleiðinni, og sjálfsagt leiddi ég hjólið helming leiðar, e.t.v. meira en ég þurfti til að vera samferða Ingvari, en á niðurleiðinni var nokkurn veginn allt hjólað. Þarna var stígurinn á köflum svo þröngur og djúpur að ekki var hægt að stíga
hjólið heldur varð að nota sparkhjólsaðferð á uppleiðinni. Var þetta nokkuð krefjandi ferð, en gaman að hafa farið þetta. Næsta morgun tók ég strætó frá Akureyri og hóf leiðangurinn þar sem nýi og gamli hringvegurinn um Möðrudal mætast að austan. Allnokkur austanátt hjálpaði mér fyrstu 8 km í átt að veginum milli Brúar og Sænautasels, en þar fékk ég mér kakó og lummur og hélt síðan áfram suður 24 km, uns ég beygði til austurs um Þríhyrningsfjallgarð aðra 24 km. Þegar komið var á vegamót norður í Möðrudal eða suður, hélt ég suður nokkra km , og síðan yfir hálsinn í Arnardal þar sem ég gisti í skálanum góða eftir u.þ.b. 60 dagsverk. Hafði verið nokkur vindur en sól og hlýtt og ég kominn í náttstað upp úr kl. 16 lítt þreyttur. Um kvöldið komu tjaldgestir í dalinn og kom í ljós að við þekktumst næstum því. Morguninn eftir fyllti ég á vatnið í Álftadalsá, 1,25 l því ekkert vatn yrði fyrr en í Dreka og hélt síðan veg í Krepputungur og síðan undir Upptyppingum yfir Jökulsá á Fjöllum og áfram í Dreka. Ég hleypti nokkuð vel úr dekkjum í sandinum/vikrinum í Krepputungu en annars gekk mér umfram væntingar að hjóla Krepputungurnar, en færið 16
þyngdist þó syðzt. Erfiðustu kaflarnir voru þó í rauða sandinum undir Herðubreiðartöglum og mátti ég leiða hjólið e.t.v. nokkur hundruð metra í heildina. Kom ég á sjötta tímanum í Dreka, komst þar í vistirnar frá Akureyring unum, át vel og hvíldist. Ég vildi hins vegar stytta næsta dag og hélt því suður í Svartár botna, en þar hugðist ég tjalda. Nú var ég hins vegar kominn á þann stað sem ég hafði óttast hvað mest, sandana suður af Öskju. Fyrstu 5-6 km að Dyngjuvatni voru samt nokkuð auðveldir, en eftir það fór að þyngjast færið, en laus foksandur safnaðist saman í hjólförunum. Nú hleypti ég nánast öllu lofti úr dekkjum og fór upp úr hjólförunum og gat nú haldið 13 km hraða utanvega í meðvindinum, sem var framar öllum vonum, nægur raki var í sandinum til að hann þjappaðist vel undir dekkjunum. Vék ég því frá vegi og tók stytting í Svartárbotna og tjaldaði þar, eftir 70 missendna kílómetra, við síðasta örugga vatnsbólið fram að efstu upptökum Sandár við Þríhyrning. Um nóttina var þrumuveður og rigning og um morguninn var lágskýjað og súldaði. Varð ég því seinn af stað, þar sem ég beið nokkuð eftir uppstyttingu en það gekk ekki eftir. Hélt ég nú áfram í átt að aðalveginum
og fljótlega eftir það fór sandur að þéttast það vel í bílförum að ég þurfti ekki lengur að hjóla utan slóðans. Meðvindur var sem fyrr og nú af ANA. Sóttist leiðin allgreiðlega þótt skyggni væri lítið og þegar ég kom í fyrstu læki norður af Þríhyrningi var klukkan ekki nema rúmlega 19 og því haldið áfram eftir nestiss topp. Lítið hafði gengið á vatnið á þessari tæplegu 50 km leið í súld og hrás laga. Fór nú heldur að létta til og þegar ég kom að Réttartorfuafleggjaranum fylgdi ég honum norður í 3 km og beygði síðan til SV svokallaða Laufrandaleið og tjaldaði eftir ca. 10 km við lækjardrag nokkuð eftir um 70 km dagstúr. Á fjórða degi hjólatúrsins var komin sól en sterk austanátt sem þjónaði mér vel vestur á bóginn framan af, en eftir að komið var yfir hina eiginlegu Laufrönd og á veginn í Hraundal þar sem beygt var til suðurs fór vindurinn heldur að gera ógagn. Þegar ég kom á Marteinsflæðurnar nennti ég ekki að fara í bað í strekkingnum, enda lítil þörf á því, ég hafði jú tekið bað síðasta laugardag, og nú ekki nema miðvikudagur. Hélt ég því áfram suður. Landvörður í Dreka hafði varað mig við vatnavöxtum í ánum fyrir norðan Tungna fellsjökul, og þegar ég spurði hana hvort að ég ætti þá ekki bara að fara Vonars karðið, tók hún vel í það. Um svipað leiti höfðu tveir jeppar nánast farið í kaf á Flæðunum og áhöfn verið bjargað í þyrlu, þannig að vatna vextir vor u lítt ýktir. Ákvað ég því að tefla ekki ör yg gi mínu í tvísýnu og fara Vonar skarðið. Vindur var sem fyrr allsterkur að austan, stundum til gagns en stundum ógagns en þegar ég kom að vaðinu sunnan 17
Dvergöldu, gekk vindurinn snögglega niður og eftir nestisstopp var haldið áfram í nánast logni og afbragðsveðri. Fór upp Gjóstuklif og síðan niður gamla vegstæðið, upp á varnargarðinn og óð (eða hjólaði Rauðá) þar fyrir innan. Gönguleiðin liggur nú yfir öldu nokkra stystu leið í Snapadal, en ég fylgdi ógreinilegum og alveg ótroðnum bílförunum útfyrir ölduna. Enginn raki var þarna eins og verið hafði undir Öskju, og var því nokkuð átak að hjóla þetta á ca. 7 km/klst hraða þegar vel lét, en ef ég leiddi hjólið fór ég niður í tæpa 4. Skipti litlu þó ég hleypti nær alveg úr dekkjum því að jarðvegurinn var svo gljúpur að hann þurfti að troða. Voru hjólförin því að sjá jafndjúp hvort sem ég hjólaði eða leiddi, en sýnu dýpst í skóförunum. Sóttist því leiðin seint og var hjólið leitt að mestu þegar sneitt var norður fyrir Deili. Nyrst í Snapadal kom ég inn á gönguslóðina og fylgdi henni síðan með afbrigðum áleiðis yfir Koluskarðið og tjaldaði undir sunnanverðum Svarthöfða þar sem ég hafði tjaldað 9 árum fyrr. Þá hafði ég verið snemma í september, síðasta árið sem bílumferð var leyfð um skarðið og þá hafði
ég flogið áfram eftir vel troðnum slóðum sem nú höfðu reynst mér svo þungar. Var klukkan farin að ganga tólf þegar ég kom á náttstað úrvinda eftir 65 km. Ég var seinn af stað morguninn eftir, en veður var hið besta. Hjólaði meðfram Köldukvíslarlóni og fór svo að úrtaki lónsins, til að sjá hvort þar væri fært yfir á fæti, og þannig möguleg tenging yfir á Bárðargötuna og þannig sleppa vaði yfir Sveðju og jafnvel Köldukvísl. Þar sem lónið var á yfirfalli, var slíkt ekki mögulegt. Hélt ég nú vestur á bóginn, tók slóðann suður fyrir Skrokköldu og síðan Sprengisandsleið til suðurs. Sprengisandsleiðin var gróf, holótt og hundleiðinleg og nokkur umferð. Við Skrokköldu fór ég inn á stytting og tjaldaði þar við lítinn læk eftir um 55 km. Á sjötta degi kom ég fljótlega aftur inn á Sprengisandsleið, kom ögn við í Ver sölum og hélt svo upp á uppbyggða (Lands virkjunar) veginn. Planið hafði verið að fara af Stóru Kjalöldu áfram SSV í stað þess að fylgja uppbyggða veginum að brúnni yfir Köldukvísl. Leiðin sú var hins vegar öll sundurtætt af nýlegri umferð ca. 90 hesta
18
stóðs, sem hafði m.a. þrætt slóðina og því afar ill-hjólanleg. Þess í stað ákvað ég því að fylgja Sprengisandsveginum niður að Köldukvísl og kanna leiðina sem þaðan liggur niður á hægri bakka Köldukvíslar. Varð það úr, og snæddi ég nesti við vaðið yfir Grjótá. Leiðin lá síðan upp í móti og sveigir vel til norðurs í átt að leiðinni sem var skemmd af hestunum, en ég ákvað taka stytting beint í vestur, hjóla og leiða hjólið upp brekku að þeim slóða. Þar var slóðinn e.t.v. eins og búast mátti við, ómögulegur eftir umferð hestana. Ég hjólað með talsverðu erfiði nokkuð til hliðar við slóðina, enda sandur nokkuð gljúpur. Eftir um 5 km var ég kominn með nóg af þeirri leið, og þar sem ekki var nema hálfur þriðji km í „aðalleiðina“ á milli Búðarháls og Kjalvatna, og heldur undan fæti, ákvað ég að skipta yfir í þá leið, enn á vegleysum. Þegar þangað kom fylgdi ég þeirri leið til suðvesturs. Leiðin var nokkuð gróf og ekki gerð betri af nýlegri ferð tveggja vélhjóla sem höfðu ákveðið að þurfa að spóla hana alla upp. Vék ég svo af henni eftir slóða niður á Klifhagavelli, en þegar þangað kom, „hitti“ ég aftur fyrir
hrossastóðið, en þó bara í skamma stund þar sem stóðið hafði farið yfir Köldukvísl á vaði, þar skammt fyrir neðan. Var ég nú í fyrsta skipti í allmarga klukkutíma kominn á þokkalega óskemmdan veg. Kom nú að hinu nýja Sporöldulóni, og fylgdi „nýja“ veginum sem hafði verið færður upp fyrir lónstæðið að inntakinu að Búðarhálsvirkjun. Snæddi ég þar kvöldverð. Fylgdi ég þaðan heldur grófum vegi upp að malbiki á Búðarhálsi og síðan niður á Hald og yfir Tungná og á þjóðveg. Hélt nokkra km til SV og skipti síðan af malbiki yfir á Landveg. Var farið að rökkva, en ég mig langaði til að ná í hús sem ég er með ítök í, skammt norður af Galtalæk, og kom ég þangað skömmu fyrir miðnætti og röska 100 km, en leiðin hafði sóst nokkuð greiðlega um kvöldið, eftir erfiðleikana fyrri partinn. Var þá ekkert eftir af vistum nema einn pakki af þurrmat sem ég nennti ekki að elda. Á sjöunda degi hélt ég áfram suður Landveg þar sem frúin pikkaði mig upp, nokkuð svangan, eftir tæpa 30 km þar sem heitir Púluhóll. Lauk þar þessum leiðangri eftir röska 450 km á 7 hjóladögum í allskonar færi.
Hrönn Harðardóttir
Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins
Frá vinstri: Hrönn, Geir, Árni og Tryggvi. Myndir Hrönn Harðardóttir. og nág renni á þriðjudagskvöldum í sumar. Fyrsta ferðin verður hefðbundið vöfflukaffi í klúbbhúsinu, en síðan mun dagskráin ráðast. Annað hvort munum við ákveða fyrirfram hvert eigi að hjóla, það verður þá tilkynnt á Facebooksíðu klúbbsins. Eða ákveða það á staðnum, það er alla vega ekki freistandi að hjóla upp í Breiðholt með 15 metra á sekúndu í fangið. Þá er nú betra að hjóla um Elliðaárdalinn, en inn á milli trjánna má finna skjól í hvaða veðri sem er.
Árni Davíðsson bretti niður skálmarnar á hjólabuxunum, gerði sér lítið fyrir og var mætingameistari þriðjudagskvöldferða Fjallahjólaklúbbsins árið 2019. Fékk hann að launum Hjólabókina, eftir meistara Ómar Smára, blóm og konfekt. Árni mætti í 12 af 17 ferðum sumarsins. Tryggvi og Hrönn sáu um að leiða hópinn. Geir sá um lokahófið, hélt það heima hjá sér, bakaði vöfflur, lagaði kakó og dúkaði borð. Höfðingi heim að sækja. V i ð mu nu m h a l d a á f r a m þ e s s u m skemmtilega sið, að hjóla saman um Reykjavík
20
Fyrsta kvöldferðin verður 5 maí og við munum hjóla út ágúst og jafnvel lengur ef við verðum í stuði. Við hjólum frá Fjölskylduog Húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30. Hjólum í cirka einn og hálfan tíma og það er róleg yfirferð, lögð áhersla á félagsskap og góða samveru. Við endum túrinn ósjaldan á kaffihúsi eða hamborgarabúllu. Allir félags menn og velunnarar Fjallahjólaklúbbsins eru velkomnir.
21
Ómar Smári Kristinsson
Reiðhjólið í teiknimyndasögum Ég á fleiri en eitt áhugamál. Dag einn er ég gekk inn í þýska myndasagnabúð blasti við mér bók sem sameinaði tvö þeirra: Teiknimyndasögur og hjólreiðar. Þetta var LukkuLákabók eftir þýskan höfund og teiknara – hliðarafurð af hinni einu og sönnu LukkuLákaseríu. Þetta var vel gerð bók með góðum söguþræði og myndum. Líkt og í „alvöru“ bókunum var tekið fyrir ákveðið þema í sögu Norður Ameríku. Hér var það frumtýpan af keðjuhjólinu sem hetjan þurfti að komast á í gegnum hættur vestursins til vesturstrandarinnar. Þar hlaut það hylli
almennings en Léttfeti, reiðhestur LukkuLáka, var ekki eins hrifinn. Eftir lestur bókarinnar fór ég að rifja upp hvað ég hafi lesið fleira um reiðhjól í teiknimyndasögum. Það tókst mér ekki. Þegar ég las allar teiknimyndasögur sem komu út á Íslandi, á gullaldarárum þeirra bókmennta, þá var ég ekki með hjóladellu, þannig að mér var kannski ekki vorkunn þó ég myndi ekki eftir neinu. Ég þurfti því að fletta mig í gegnum staflana, til að fríska uppá minnið. Þar var ekki margt að finna. Ég held að það
Skjótari en skugginn að skipta um slöngu.
22
Óvenjulegur teiknistíll í Andrésblaði. Og fremur óvenjulegt athæfi, hjólreiðar. Þessi lokasena kaflans minnir á lokasenu í LukkuLákabók. séu einkum tvær ástæður fyrir því. Önnur er skiljanleg: Margar sagnanna gerast á því tímabili mannkynssögunnar þegar reiðhjólið er ekki komið til sögunnar. Hin ástæðan gæti verið sú að reiðhjólið sé ekki nógu spennandi farartæki fyrir sögur sem einkennast af hraða og spennu. Það ber að nefna að teikni myndasögur fjalla um allt á milli himins og jarðar, líkt og aðrar bókmenntir gera líka. Það sem þýtt hefur verið á íslensku er ekki nema brotabrot af þeim mikla hafsjó bóka sem teiknaðar hafa verið. Þær sem komu út hér
lendis hafa flestar mikið skemmtanagildi; eru auðmeltar og fullar af hasar og / eða húmor. Auðvitað tókst mér ekki að fletta mig í gegnum allt myndlesefni sem komið hefur út á landi hér. T.d. hef ég ekki fundið nema lítið eitt af öllum þeima aragrúa Andrésblaða sem á vegi mínum hafa orðið í gegnum lífið. Í þeim fer ekki mikið fyrir reiðhjólum. Kannski það hefði verið meira ef Andrés væri danskur, einsog ég hélt fyrst að hann væri. Nei, Andrés greyið er bandarískur og í heimalandi hans eru reiðhjól ekki algengir farskjótar, víðast hvar. 23
meðal annars einhjól og sparkbretti á hjólum. Andrés önd og Rasmus Klumpur eru dýr. Miðað við allar græjurnar sem þessi dýr nota í ævintýrum sínum, ættu þau að fara létt með að valda reiðhjólum. En hvað þá með mannfólkið? Frakkland og Belgía eru Mekka evrópskrar myndasagnahefðar. Þar hefur myndasagan skotið dýpstum rótum og haft til þess einna lengstan tímann. Þar eru hjólreiðar líka gamalgrónar. Þó að þessi lönd standist Danmörku og Hollandi ekki snúning sem hjólalönd, þá eru hjólreiðar fyrir löngu
Það er eitthvað bogið við þetta: önd að hjóla eða bandarískur þegn að spara bensín? Þá sjaldan að reiðhjól kemur við sögu í Andrésarblöðum tengist það gjarnan galdraöndinni Hexíu, líkt og í þessu tilviki. Þá er reyndar oftar um póstinn hennar að ræða. Póstar sjást oft á reiðhjólum í teikni myndasögum. En hvað þá með Rasmus Klump? Hann er danskur. Í þeim bókum sem ég skoðaði (flestar) var ekkert eiginlegt reiðhjól en í einhverskonar keppni notuðu sögupersónur 24
orðnar þar að eðlilegum samgöngumáta almennings. Við lestur myndasagnabókanna þaðan mætti ætla að svo hafi ekki verið. Ætli Tinnabækurnar séu ekki þekktasta franskbelgíska afurðin. Vissulega gerast þær að stórum hluta á stöðum þar sem reiðhjóla er ekki að vænta, svosem á tunglinu, hafsbotni, fjallstindum eða frumskógum. En í flestum þeirra er líka hið venjulega vesturevrópska samtímalandslag. Þrátt fyrir það fann ég aðeins reiðhjól í fjórum Tinnabókum. Í Bláa Lótusnum er eini hjólreiðahasirinn sem Tinni lendir í. Það tók hann ekki nema sjö ramma að klessa hjólið. Vélknúin ökutæki endast honum yfirleitt lengur. Þessi sena gerðist í Kína. En á sömu opnu er minnst á Tour de France. Í sjö kraftmiklum kristalskúlum eru bófar á bíl sem ekki virða stöðvunarmerki belgísku reiðhjólalögreglunnar. Varðmaðurinn Sofmundur lætur orð falla sem minna á samskiptin á netmiðlum nútímans. Palli og Toggi er skyldir Tinna (þeir eru allir afkvæmi Hergés). Þeir eru börn. Börn nota mikið reiðhjól. Nema Palli og Toggi; það eru trúlega of hversdagsleg verkfæri í höndum svo uppfinningasamra drengja. Allskyns
kassabílar og jafnvel heimasmíðaðar flugvélar virðast henta slíkum börnum betur. Frosti og Frikki eru eldri drengir. Þeir eru teiknaðir í sama Tinna-stílnum og Palli og Toggi (enda var höfundur þeirra samstarfsmaður Hergés). Á einum stað í einni þriggja bóka sem komið hefur út um þá á íslensku veita þeir manni í hjólastól eftirför. Það gera þeir á gömlu tandem-hjóli sem þeir fundu. Í annarri bók kemur reiðhjól tvisvar fyrir. Myndin fyrir neðan sýnir annað atvikið. Hergé sjálfur teiknaði Alla, Sigga og Simbó, sem eru börn og apaköttur. Bækurnar einkennast af hraða og spennu, enda eru flugvélar aðal græjurnar í þeim. Þó endar eitt æsispennandi kapphlaup við tímann á reiðhjóli, sem var eini tiltæki kosturinn, eftir að búið var að rústa öðrum farartækjum. Dagbækur Rakelar er líka bók með börn í aðalhlutverkum. Sú bók er samin á 21. öldinni og er nýkomin út hjá Froski útgáfu. Þar eru reiðhjólin venjulegir fylgihlutir daglegs Alli, Sigga og Simbó: Bandarískur skriðdreki ekur yfir belgískt reiðhjól. Skaðinn var bættur með heljarmikilli jarðýtu. Sú Marshallaðstoð olli tómu veseni.
Tinni: Belgíska reiðhjólalögreglan lýtur í lægra haldi.
25
Lóa. Nokkrar talblöðrufyllingar unglinga á sömu opnu í bók um Lóu: „Við viljum komast til upprunans. Finna fyrir náttúrunni og þess háttar...“, „Ég las um það á bloggi. Það er tíska í Svíþjóð.“, „Hugmyndin er að segja skilið við óþarfa hluti í efnishyggjunni, skilurðu?“ lífs. Froskur gefur líka út Skvísur. Það er líka nýlegt verk sem fjallar á ýktan hátt um hið vægðarlausa tímabil gelgjunnar. Meðal þeirra álaga sem hvíla á gelgjum er að finnast mótorhjólatöffarar æðislegir en reiðhjóla lúserar glataðir. Lóa er enn ein serían hjá Froski. Ólíkt og í svo mörgum seríum, þá eldist Lóa. Í fyrstu bókinni er hún barn en í nýjustu bókinni sem komin er út hérlendis er hún á efri unglingsárum. Þessi sjö bóka þroskasaga líður án afskipta söguhetjunnar á reiðhjólum. Á einum stað sést sendill og á öðrum póstur og á þeim þriðja er fyrrverandi fjórh jóla trukkstöffari sem sneri við blaðinu og gerðist dansari og ferðast eingöngu á reiðhjóli. Hér nefni ég til viðbótar nokkrar franskbelgískar seríur um börn og ungmenni sem (að litlum hluta) hafa verið gefnar út á íslensku: Siggi og Vigga og Steini sterki. Reiðhjól eru lítt áberandi í þessum sögum, þó þau sjáist í aukahlutverkum. Tímaflakkararnir
eru nær okkur í útgáfutíma. Sögutíminn þar er mjög rokkandi – stundum í okkar nútíma. Eina reiðhjólið sem þar sést er á árinu 1950. Það er næstum því þversagnakennt að það skuli vera bandarískt Walt Disney-afsprengi sem skákar flestum þessum evrópsku ung mennabókum. Það er Galdrastelpuserían sem Vaka-Helgafell gaf út í upphafi 21. aldarinnar. Sagan gerist í þremur heimum. Einn þeirra er þekkjanlegur okkur Jarðarbúum; bandarísk borg. Vonandi dæmigerð borg, því þar nota 13 – 14 ára unglingar reiðhjól sem hvers dagslegan samgöngumáta. Það þykir hvorki sérstakt né hallærislegt. Aftur að hinni frönskumælandi Evrópu: Hin fjögur fræknu eru á einhverjum óræðum aldri, líklega bara barnalegt hálf—fullorðið fólk. Sögurnar um þau gerast að miklu leyti í evrópsku 20. aldar umhverfi. Reiðhjól sjást í u.þ.b. þriðju hverri bók (mér tókst ekki að finna allar bækurnar). Í bókinni um draugaskipið eiga hin fjögur
Sena úr bók um Skvísur: Vinsældir reiðhjóla meðal fólks á gelgjuskeiði.
26
Hin fjögur fræknu eru tæknivædd ungmenni. Þá sjaldan að þau taka reiðhjólið í sína þjónustu vill svo til að vondu kallarnir eru á mengandi bílskrjóðum. Hversdagslegt athæfi í Galdrastelpum: hrekkjusvín fikta í reiðhjólum annarra.
Þá er komið að Viggó viðutan. Hann ferðast ýmist á bílskrjóð sínum eða reiðhjóli, eftir því hvort hentar söguþræðinum betur (í fleiri en einu tilfelli eru ferðalög hans bland beggja). Reiðhjólið nýtist líka sem hráefni í uppfinningar, líkt og í fyrrgreindri, óvæntri innkomu hans í bók um hin fjögur fræknu (Viggó hefur tilhneygingu til að birtast sem aukapersóna í bókum). Viggó er án efa sú teiknimyndapersóna, sem komið hefur út
fræknu einhverra hluta vegna ekki bílinn sem er svo áberandi í mörgum bókum um þau. Þau nota reiðhjól sem samgöngutæki og svo sem flutningstæki til að flytja fleka til strandar (eitt reiðhjól undir hvert horn). Þar er að fara af stað siglingakeppni á allskyns fleytum. M.a. er þar Viggó viðutan á heimasmíðuðum hjólabáti.
Galdrastelpurnar: Ekki orð um veður, færð, öryggi, hetjuskap o.s.frv. Þarna er bara hjólað hvernig sem viðrar. Punktur og basta.
27
á íslensku, sem heldur merki reiðhjólsins hæst á lofti. Það má spyrja sig hvort það sé vegna þess að hann er andhetja. Sá grunur er farinn að vakna að fransk-belgískir teikni myndasagnameistarar séu ekki lausir við gelgjuna úr sér. En hvað um það, þá á Viggó marga snilldartakta með reiðhjólum. Þau koma meira eða minna við sögu í nær öllum Viggó-bókunum. Hér verða birt fáein mynd dæmi, án skýringa. Í myndinni hér lengst til hægri sést Valur, vinnuveitandi Viggós. Hann er aðalh etja, ásamt Sval, í Sval og Val-bókunum. Ætt fræði teiknimyndasagna getur verið flókin, einkum í langlífum sögum sem teiknurum og höfundum endist ekki ævin til að vinna við. Að margra mati er það André Franquin sem á stærstan þátt í að gera Sval, Val og Viggó að góðvinum teiknimyndasagnaaðdáenda. Hann samdi og teiknaði öll Viggó-mynddæmin hér að framan. Í Sval og Val-bókunum er reið hjólið til sem hluti af umhverfinu en nær ekkert umfram það. Af og til er það hluti af
atburðarás en aldrei afgerandi. Þá sjaldan að því er gaumur gefinn, er það gætt einhverri sérstöðu, svosem tandemhjól eða hjól með hjálparmótor. Franquin virðist vera einna duglegastur Sval og Val-teiknara að setja reiðhjól inn í sögurnar, en munurinn er varla marktækur. Í næstu opnu verða sýnd tvö dæmi af mismunandi teiknurum. Bækurnar um Gormdýrið eru eftir sömu höfunda og Svalur og Valur. Eðlilega eru engin reiðhjól í frumskógi dýranna en þau sjást ekki heldur í því manngerða umhverfi
28
Á þessari opnu eru fimm brot af reiðhjólasögum Viggós viðutan. Myndin hér til hægri er ein af elstu myndunum af honum. sem stundum er sögusvið. Litli Svalur er líka úr sömu smiðju (Tome og Janry). Þær tvær bækur sem komið hafa út á Íslandi eru án reiðhjóla. Snáðinn hefur önnur áhugamál – að sumra mati ekki í samræmi við aldur hans. Bækurnar um Samma og Kobba eru að vísu ekki eftir sömu höfunda og Svalur og Valur en þær eru teiknaðar í svipuðum stíl og komu til að byrja með út í sömu teiknimyndablöðum
29
um heimsstyrjöldina, Sam Pezzo, X men. Í þessum hef ég hvergi komið auga á reiðhjól: Vegur Dixie, Yoko Tsuno, 421, Háskaþrenna, M2, Stjáni blái, Alli kaldi, RBA, Hulk, Frank. Margar teiknimyndasögur gerast í einhvers konar framtíð og / eða öðrum heimum en við búum í. Þær eru gjarnan morandi í allskonar græjum og geimflaugum. Bækur af þeirri gerð sem komið hafa út hérlendis eru algerlega lausar við svo hversd agslegt og jarðneskt fyrirbæri sem reiðhjól. Dæmi um þessar bækur eru Valerian, Enalta, Inkal, og Edena. Framarlega í greininni var fjallað um dýr. Margar teiknimyndasögur fjalla um verur sem eru ekki dýr og ekki menn en eitthvað skyld báðum. Dæmi um það eru strumparnir. Þeir hegða sér einsog menn að því leytinu til að þeim er gjarnt að finna eitthvað upp. Þeir hafa spreytt sig við flugvélar og geimflaugar, með misjöfnum árangri, enda eru þeir einhvers konar miðaldafígúrur. Þeim datt þó ekki í hug að byrja smærra, einsog t.d. að finna upp reiðhjól. Skósveinar eru gulir stautar í gallab uxum. Þeir eru enn tækniglaðari og uppfinningas amari en strumparnir. Í eina skiptið sem reiðhjól koma við sögu hjá þeim, hefur hugvitssömum skósveini tekist að breyta líkamsræktarstöð með æfingahjólum í orkuver (hugmynd sem ég var að vísu búinn að skissa upp sjálfur). Þó múmínálfarnir séu bæði skandínavískir og samfélagslega réttþenkjandi,
Svalur og Valur: Úr bók Franquins, Fanginn í styttunni. Nei, þetta eru ekki leynilögreglumennirnir Skapti og Skafti, heldur sérlega bresku leynilögreglumennirnir Harvey og Douglas. og þeir. Heimur Samma og Kobba er Chicago á bannárunum (og stundum aðrir staðir þess tíma), Nóg er af flottum bílum og frum stæðum vélbyssum en reiðhjól sjást ekki. Ég hef ekki náð að sjá alla teiknimynda sögutitla sem komið hafa út á Íslandi. Mér tókst að skoða hluta eða heild eftirfarandi teiknimyndasagna um fullorðið fólk sem uppi er á tímum reiðhjólsins. Í þessum bókum / seríum sést reiðhjóli bregða fyrir: Benni flugmaður, Fótboltafélagið Falur, sögurnar
Svalur og Valur: Úr bók Tome og Janry, Furðulegar uppljóstranir.
30
Efst:Ofan og neðan Til vinstri: “Þrjú hjól undir bílnum”. Úr bókinni Fleiri íslensk dægurlög eftir Hugleik Dagsson. Neðst annað dæmi úr bók um Hin fjögur fræknu. þá hef ég ekki fundið hjá þeim neitt reiðhjól. Teiknimyndasagan er ný í íslenskri menningu, líkt og flest annað í íslenskri menningu. Hjólið var fundið seint upp á Íslandi. Það á líka við um reiðhjólið. Það hefur varla enn verið fundið upp í sögum íslenskra teiknimyndasagnahöfunda. Því sést bregða fyrir í bókum eftir Kristján Jón Guðnason, Bjarna Hinriksson og Lóu Hlín Hjálmtýs dóttur. Og svo tvö ágætis tilfelli, sem bæði
tengjast Hugleiki Dagssyni. Það er ágætt að ljúka þessari samantekt með þeim. Úr bókinni Ofan og neðan eftir Hugleik Dagsson. Aðdráttarafl Jarðar hætti að virka á fólk, þannig að það datt út í geim. Hugvits samir og heppnir gátu haldið sér á Jörðinni og jafnvel ferðast. Hér hefur aðalhetja sett saman farartæki úr reiðhjóli, garðsláttuvél, húsgögnum og heimilistækjum. Lilja Hlín Péturs teiknaði myndirnar í sögunni.
31
Árangur Landssamtaka hjólreiðamanna Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Landssamtök hjólreiðamanna (LHM)[1] eru hagsmunasamtök sem hafa að markmiði að efla hjólreiðar á Íslandi sem heilsusamlegan lífsmáta og sem samgöngumáta. Þau eru ekki rekin i hagnaðarskyni. Helstu hjólreiðafélög landsins eiga aðild að LHM. Samtökin eru þó ekki aðeins málsvari félagsmanna hinna ýmsu hjólreiðafélaga heldur eru þau jafnframt málsvari allra sem hjóla á Íslandi. LHM er aðildarfélag að European Cyclists’ Federation, sem eru heildarsamtök fyrir hjólreiðafélög til samgangna og ferðalaga í Evrópu. LHM hlaut samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2012 fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi.
að skoða aðra ferðamáta en bílaumferð. Sú könnun sem hefur lengsta sögu og segir okkur mest um aukningu hjólreiða er skoðana könnun sem Bílastæðasjóður Reykjav íkur og Reykjavíkurborg hefur látið framkvæma á haustmánuðum frá um 2002. Hlutd eild hjólreiða hefur vaxið úr um 2% af ferðum fullorðinna úr og í vinnu og skóla í um 6% á haustmánuðum samanber mynd. Aðrar kannanir, talningar og ferðavenjukannanir á höfuðborgarsvæðinu segja sömu sögu. Ferðavenjukönnun á landsvísu Ríkið og flest sveitarfélög hafa til skamms tíma rekið stefnu þar sem bílinn hefur verið settur á stall og aðrir ferðamátar verið látnir mæta afgangi. Hluti af þeirri forgangs röðun hefur verið að safna nær eingöngu upplýsingum um bílferðir en láta upplýsinga söfnun um aðra ferðamáta lönd og leið. Verðmætamatið sem skinið hefur í gegn er að ferð á bíl er mun meira virði en ferð sem er farin gangandi eða hjólandi, þrátt fyrir umtalsverð slæm áhrif af bílferðinni á umhverfi og lýðheilsu. Vonandi er þetta nú að breytast. LHM hefur í mörg ár lagt til í umsögnum að ríkið geri ferðavenjukönnun fyrir landið allt. Til að lyfta upp hlut göngu og hjólreiða og vita hvort ferðavenjur breytist er nauðsynlegt að vita hverjar ferðavenjur eru í nútímanum. Haustið 2019 réðst ríkið í fyrstu ferðavenjukönnunina fyrir landið allt og samkvæmt samgönguáætlun stendur til að gera hana á 3 ára fresti.
LHM einbeita sér að því að efla hjólreiðar og fjölga þeim sem hjóla t.d. með því að reyna að hafa áhrif á stefnumótun ríkis og sveitarfélaga og með upplýsingagjöf til stjórnvalda og almennings. Samtökin sjá ekki um íþróttahlið hjólreiða en Hjólreiða samband Íslands[2] sem er sérsamband innan ÍSÍ vinnur að skipulagningu og útbreiðslu hjólreiðaíþróttarinnar. En látum verkin tala fyrir árið 2019, hvað vann LHM að á árinu og hverju komu samtökin til leiðar? Aukning hjólreiða Frá árinu 2003 hefur orðið umtalsverð aukning í hjólreiðum. Upplýsingar um það eru þó takmarkaðar við höfuðborgarsvæðið enda hafa stjórnvöld til skamms tíma lítið hirt um 32
Ívilnun fyrir reiðhjól og rafmagnsreiðhjól [3] 4. janúar 2019 sendi LHM bréf á ríkis stjórn Íslands og óskaði eftir því að ívilnun fyrir reiðhjól og rafmagnsreiðhjól yrði ekki lakari en fyrir rafmagnsbíla. Efnislega felur það í sér að fella þarf niður virðisaukaskatt af reiðhjólum og rafmagnsreiðhjólum. 1. janúar 2020 var lögum svo breytt og virðisa uka skattur á reiðhjól upp að vsk. 48.000 kr. og virðisaukaskattur á rafmagnsreiðhjól upp að vsk. 96.000 kr. var felldur niður, sem þýðir að reiðhjól að 200.000 kr. og rafmagnsreiðhjól að 400.000 kr. verða án vsk. Þetta gildir frá 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 eins og fyrir rafmagnsbíla. Markmið frumvarpsins var að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum og til að draga úr losun gróðurhúsaloft tegunda. Áhrifin af þessu má sennilega meta til lækkunar á ári um 200-400 milljónir króna af virðisaukaskatti fyrir kaupendur reiðhjóla.
Samgönguáætlun [4] Samgönguáætlun hefur verið í vinnslu hjá stjórnvöldum í á annað ár. Í lok árs 2018 var áætlað að leggja um 6.810 milljónir króna í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng á landinu öllu næstu 15 árin. LHM lagði til í umsögn um áætlunina að framlög ríkisins til göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undir göng yrðu aukin í 13.500 milljónum á 15 ára tímabili samgönguáætlunar. Á árinu 2019 var samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins undirr itaður af ríki og sveitarfélögum og var ákveðið að auka við framlög til hjóla og göngustíga í samgönguáætlun um tæpar 5.756 milljónir kr. Næstu 15 árin eiga að renna samtals 12.566 milljónir til hjóla og göngu stíga og til göngubrúa og undirganga í stað 6.810 milljónir kr. samkvæmt fyrri áætlun. Fjármagnið sem áður var ætlað til göngu- og hjólastíga fyrir landið allt um 4.466 milljónir rennur nú til landsbyggðarinnar. Upphæðin til göngu- og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu verður 6.000 milljónir kr.
Hlutfall fullorðinna Reykvíkinga sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla 33
Umferðarlög [5] Heildarendurskoðun umferðarlaga hefur staðið yfir í meira en 10 ár. Á þessu tímabili hafa LHM gert umsagnir um lögin á öllum stigum. 1. janúar 2020 tóku ný umferðarlög gildi eftir þessa löngu meðgöngu og þótt allt sé þar ekki fyllilega samkvæmt óskum LHM er þetta þó mikilsverður áfangi og hefur ýmislegt náðst fram af hagsmunamálum hjólreiðamanna. Ekki síður er þó mikilvægt að LHM tókst að afstýra ýmsum hugmyndum sem hefðu skemmt fyrir hjólandi umferð og haft slæmar afleiðingar fyrir veg hjólreiða. Af góðum málum sem náðu fram að ganga má t.d. nefna að nægjanlegt hliðarbil við akstur fram úr reiðhjóli (eða léttu bifhjóli) hefur nú verið skilgreint og er 1,5 m. Hugtökin hjólastígur og hjólarein hafa verið skilgreind í lögum, heimilt er að hjóla með tvo aftanívagna í stað eins og búið er að skýra að heimilt er að hjóla yfir á gangbraut. Ennfremur er áfram heimilt að hjóla á gangstétt eða gangstíg en ef það væri bannað myndu börn þurfa að hjóla á götunni í skólann.
Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda Samhliða fjölgun hjólreiðafólks undan farinna ára hefur þörfin fyrir sátt og samlyndi ólíkra hópa í umferðinni aldrei verið brýnni. Hugmyndin að sáttmála hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra kviknaði kjölfar kynningar Maríu Agnar Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og Svavars Svavarssonar ökukennara um gagnkvæman skilning á ráðstefnu Hjólafærni og LHM, Hjólað til framtíðar, sem haldin var á Seltjarnarnesi í september 2018. Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjól reiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vega gerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar og Siggi danski atvinnu bílstjóri kom einnig að undirbúningi hans. Fulltrúi Landssamtaka hjólreiðamanna í þessu verkefni var Birgir Birgisson. Samgöngustofa útbjó lítinn bækling [7] með sáttmálanum en hér til hliðar eru báðar síðurnar skeyttar saman. - Páll Guðjónsson [1] www.LHM.is [2] http://hri.is/ [3] https://lhm.is/lhm/skjol/1306-ivilnanir [4] https://lhm.is/lhm/skjol/1309 [5] M.a. https://lhm.is/lhm/skjol/1255 [6] https://lhm.is/lhm/skjol [7] https://www.samgongustofa.is/um/frettir/ umferdarfrettir/hjolasattmali
SÁT T M Á L I OG HJÓLANDI VEGFARENDA
01.10.2018
34
AT V INNUBÍL S TJÓR A
VIÐ ERUM TIL FYRIRMYNDAR Í UMFERÐINNI MEÐ ÞVÍ AÐ
S ÁT T M Á L I 2 AT V INNUBÍL S TJÓR A OG HJÓLANDI VEGFARENDA
VIÐ ERUM TIL FYRIRMYNDAR Í UMFERÐINNI MEÐ ÞVÍ AÐ
•
fara eftir umferðarlögum
•
fara eftir umferðarlögum
•
sýna ábyrgð og tillitssemi
•
sýna ábyrgð og tillitssemi
•
virða mikilvægi samvinnu
•
virða mikilvægi samvinnu
•
virða sérstöðu hjólandi annarsvegar og þungra bíla hinsvegar
•
virða sérstöðu hjólandi annarsvegar og þungra bíla hinsvegar
ATVINNUBÍLSTJÓRINN •
HJÓLREIÐAMAÐURINN
leitar eftir augnsambandi við hjólandi vegfaranda
•
leitar eftir augnsambandi við bílstjórann
•
er meðvitaður um þau svæði sem hann ekki sér „blinda svæðið“
•
er meðvitaður um skert sjónsvið bílstjórans, þ.e. „blinda svæðið“
•
sýnir hjólandi sérstaka varúð í hægri beygjum
•
tryggir að ökumaður sjái til hans þar sem götur og stígar skarast
•
áttar sig á að hjólandi vegfarendur þvera akbrautir úr báðum áttum
•
er meðvitaður um varasamar hægri beygjur á gatnamótum
•
heldur 1,5 m fjarlægð frá hjólandi vegfaranda á akbraut
•
beitir notkun víkjandi og ríkjandi stöðu við réttar aðstæður
•
veit að stórt ökutæki getur virkað ógnandi á hjólandi vegfaranda
•
notar reiðhjólaljós til að auka sýnileika
•
notar bílflautu í vinsamlegum tilgangi
•
kynnir sér öruggustu leiðina miðað við aðstæður
•
sýnir ávallt varúð óháð forgangi Sjá HJÓLREIÐARMAÐURINN á baksíðu
•
sýnir skilning á sérstöðu stórra ökutækja
•
sýnir ávallt varúð óháð forgangi Sjá ATVINNUBÍLSTJÓRINN á baksíðu
SÁT TMÁLI HJÓL ANDI VEGFARANDA OG AT VINNUBÍL STJÓRA
1 SÁT TMÁLI HJÓL ANDI VEGFARANDA OG AT VINNUBÍL STJÓRA
Rödd hjólreiðamanna Auðvitað er það svo að LHM getur ekki eitt eignað sér heiðurinn að þessum áföngum. Margir hafa komið að málum og það er sjaldan eða aldrei hægt að rekja eina breytingu til einnar raddar. Það má þó segja að stærsti ávinningurinn af því að LHM fylgist með löggjöf, áætlanagerð og skipulagsmálum er að rödd hjólreiðamanna fær að heyrast á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir geta verið teknar um framtíð hjólreiða á Íslandi. Því miður er það svo að á öllum stigum stjórnkerfisins vantar þekkingu og skilning á þörfum hjólandi umferðar. Ástandið hefur þó sennilega lagast síðustu ár en áfram mun verða þörf á öflugum málsvara hjólreiðamanna á Íslandi. Hægt er að skoða þessa og aðra vinnu LHM á vef samtakanna.[6]
ÓRA TJÓRA SÁT TMÁLI HJÓLANDI SÁT TMÁLI VEGFARANDA HJÓLANDI OG VEGFARANDA AT VINNUBÍLOG STJÓRA AT VINNUBÍL STJÓRA
OG HJÓLANDI VEGFARENDA
2 S Á T T M Á L I AT V INNUBÍL S TJÓR A SOG Á TTM ÁLI HJÓLANDI VEGFARENDA AT V INNUBÍL S TJÓR A
VIÐ ERUM TIL FYRIRMYNDAR Í UMFERÐINNI MEÐ ÞVÍ AÐ
OG HJÓLANDI VEGFARENDA •
fara eftir umferðarlögum
•
sýna ábyrgð og tillitssemi
•
virða mikilvægi samvinnu
•
virða sérstöðu hjólandi annarsvegar og þungra bíla hinsvegar
HJÓLREIÐAMAÐURINN VIÐ ERUM TIL FYRIRMYNDAR Í UMFERÐINNI leitar eftir augnsambandi við bílstjórann MEЕÞVÍ AÐ • •
er meðvitaður um skert sjónsvið bílstjórans, þ.e. „blinda svæðið“ fara eftir tryggir aðumferðarlögum ökumaður sjái til hans þar sem götur og stígar skarast
• • • •
virða sérstöðu hjólandi og þungra bíla hinsvegar notar reiðhjólaljós til aðannarsvegar auka sýnileika fara eftir umferðarlögum
• • •
sýnir varúð óháð forgangi virða ávallt sérstöðu hjólandi annarsvegar og þungra bíla hinsvegar leitar eftir augnsambandi við bílstjórann
•
er meðvitaður um skert sjónsvið bílstjórans, þ.e. „blinda svæðið“
• • • • • • • • • • • •
er meðvitaður um varasamar hægri beygjur á gatnamótum leitar eftir augnsambandi við hjólandi vegfaranda beitir notkun víkjandi og ríkjandi stöðu við réttar aðstæður er meðvitaður um þau svæði sem hann ekki sér „blinda svæðið“ notar reiðhjólaljós til að auka sýnileika sýnir hjólandi sérstaka varúð í hægri beygjum kynnir sér öruggustu leiðina miðað við aðstæður áttar sig á að hjólandi vegfarendur þvera akbrautir úr báðum áttum sýnir skilning á sérstöðu stórra ökutækja heldur 1,5 m fjarlægð frá hjólandi vegfaranda á akbraut sýnir ávallt varúð óháð forgangi veit að stórt ökutæki getur virkað ógnandi á hjólandi vegfaranda
•
notar bílflautu í vinsamlegum tilgangi
•
sýnir ávallt varúð óháð forgangi
VIÐ ERUM TIL FYRIRMYNDAR Í UMFERÐINNI sýna ábyrgð ogum tillitssemi • er meðvitaður varasamar hægri beygjur á gatnamótum MEЕÞVÍ AÐmikilvægi virða samvinnu beitir notkun víkjandi og ríkjandi stöðu við réttar aðstæður kynnir sér öruggustu leiðina miðað við aðstæður sýna ábyrgð og tillitssemi
• á sérstöðu HJÓLREIÐAMAÐURINN • sýnir virða skilning mikilvægi samvinnustórra ökutækja
Sjá ATVINNUBÍLSTJÓRINN á baksíðu
ATVINNUBÍLSTJÓRINN • tryggir að ökumaður sjái til hans þar sem götur og stígar skarast
Sjá ATVINNUBÍLSTJÓRINN á baksíðu
Sjá HJÓLREIÐARMAÐURINN á baksíðu
35
6.-26. maí
NOTUM VIRKAN Hjólum - Göngum FERÐAMÁTA Hjólum - Göngum - Hlaupum - Tökum strætó Hlaupum - Tökum strætó
Vertu með!
Skráning og upplýsingar á hjoladivinnuna.is 36