Menntaskólatíðindi 1.tbl Haust 2011

Page 1

Menntaskólatíðindi


2


4 Ávarp inspectors 5 Ávarp ritsjórnar 6 Ávarp Le Pré 7 Busareglur 8 Ofurbusar 10 Skólafélagsstórn 12 Busaball 14 Hvernig skal nota löngutöng 16 Ræktin með Sindra 20 Marmaris 24 Örfáar leiðir til að vera pirrandi í skólanum 27 MT stúlkan 29 Litið til fortðíðar 30 Bitri Birnir 32 Sumarferðin 34 Siðblinda 34 Herranótt 40 Reynsla af busaballi 42 Hvernig skal 44 Viðtal - Jón stóri 48 Busahlaðborð 50 Spaðaspilið Þakkir:

Adda Guðrún Gyladóttir Adolf Smári Unnarsson Árni Þór Lárusson Arnór Gunnar Gunnarsson Aron Freyr Lárusson Gísli Örn Guðbrandsson Guðrun Snorra Þórsdóttir Gunnar Jörgen Viggóson Halldóra Ársælsdóttir Hanna María Geirdal Helena Hanna Guðlaugs Jóhann Páll Jóhannsson Jóhannes Bjarki Urbancic Jón H. Hallgrímsson Jón Sigurður Gunnarsson

Krisín Ólafsdóttir Kristján Norland Kristjana Zoëga Skólafélagsstjórn Soffía Gunnarsdóttir Viktor Padjak Þórður Ingi Jónsson

Ritstjórn:

Birnir Jón Sigurðsson Bragi Guðmundsson Elías Bjartur Einarsson Freyr Sverrisson Johan Sindri Hansen

Hönnun og umbrot:

Gísli Örn Guðbrandsson

Forsíðufyrirsæta:

Guðrún Snorra Þórsdóttir Förðun: Halldóra Ársælsdóttir Prentun: Prentmet Upplag: 1000 pylsur 3


Ávarp inspectors Kæru MR-ingar, Eins og flest ykkar hafa eflaust tekið eftir hafa gangar skólans fyllst af krakkadjöflum og skítseyðum. Því munu næstu vikur fara alfarið í það að kenna þessum úrþvættum hvernig skal haga sér. Þetta munu vera langar og strangar vikur og eflaust vilja flest ykkar eyða ykkar dýrmæta tíma í eitthvað annað en að þurfa að kenna grunnskólakrökkum á lífið, en þetta er sem betur fer aðeins árlegur viðburður. Að sjálfsögðu munum við í Skólafélagsstjórn launa ykkur erfiðið með glæsilegu balli. Busaballið er þó aðeins gulrótin á endanum á prikinu og þið megið ekki gleyma hinu raunverulega markmiði, að slátra busum! 4

Reynið að njóta þessarar nauðsynlegu illsku og njótið rave-snilldarinnar sem Busaballið mun vera. Blóðkveðja, Þengill Björnsson Inspector Scholae Busar, Við ykkur vil ég segja að hér eruð þið ekki velkomin og þið getið búið ykkur undir erfiða viku...


Ávarp Ritstjórnar

Halló, Eymdin hér. Við höfum vandað okkur við að gera mjög alverlegt blað, því ekki viljum við að ykkur stökkvi bros á vör, enda skal eymdin ráða ríkjum. Ekkert er betra í amstri skóladagsins en sorglegur lestur sem lætur hvern og einn hugsa um stöðu sína í hinum gríðarstóra alheimi. Til að ítreka afstöðu okkar höfum við safnað saman nokkrum eymdarlegum hlutum sem þú getur ímyndað þér: Dáinn hvolpur, svífandi helíum blaðra án eiganda, soltið

Afríkubarn, andarungi án móður, jarðarför þar sem einn mætir, yfirgefinn kettlingur í kassa við þjóðveginn, brostnir draumar og þegar Mufasa dó. Allt þetta eru atburðir sem við vonum að þið munið tengja við Eymd og þetta blað okkar í framtíðinni, ef hún verður nokkur. Þið eigið alvarlegan og leiðan lestur fyrir höndum. Sorgarkveðja, Eymd 5


Óverðugu busar Þið haldið e.t.v. að þið hafið nú þegar fengið inngöngu í Lærða Skólann, þið labbið upp allar tröppurnar og inn um dyrnar á ganga skólans og hugsið að loksins séuð þið komin út í lífið. Þið hangið kannski niðri í kösu, verslið kannski í Kakólandi og lærið jafnvel á Íþöku. EN EKKI BLEKKJA YKKUR SJÁLF EITT ANDARTAK! þið hafið ekki skilið eftir ykkur neitt markvert, þið hafið ekki sannað að þið séuð þess verðug að ganga í þennan skóla og þið eigið enn eftir að lúta æðri nemendum og grátbiðja um miskunn og inngöngu í þetta forna samfélag. Menntaskólinn í Reykjavík tekur ekki við 6

úrhrökum og úrhrökin mun ég finna og losa mig við. Síðustu daga hafið þið busalingar fengið að ganga nokkuð óáreittir um ganga skólans en það mun breytast. Skólavist ykkar fram til þessa hefur aðeins verið upphitun, smá forleikur fyrir alvöruna, lognið á undan storminum. Búið ykkur undir að ganga gegnum hreinsunareldinn, búið ykkur undir að þjást og búið ykkur undir að öskra af sársauka. Því hér eru engin vettlingatök, hér er ekkert grín, hingað koma busar til að deyja. -Le Pré


Ef þið viljið halda lífi og geta gengið upprétt annan dag um ganga Menntaskólans er ykkur hollast að fylgja eftirfarandi reglum.

1. Enginn busi má sjást einn á göngum MR. 2. Allir busar skulu hneigja sig fyrir Inspector Scholae, Forseta Framtíðarinnar og Le Pré. 3. Busum ber að þekkja nöfn meðlima Framtíðarstjórnar og Skólafélagsstjórnar, einnig Portners, Rektors og Le pré. 4. Busum er bannað að gera grín að þessum reglum. 5. Busar skulu ekki beygja til hægri. 6. Busar skulu ganga með boli girta ofan í buxur. 7. Busar skulu lúta eldri nemendum í einu og öllu. 8. Öllum busum ber að þagna tafarlaust sé eldri nemandi á svæðinu. 9. Busar hafa hvorki leyfi né erindi til að fara á Amtmannsstíg. Sjáist busi á skrifstofum nemendafélagana hefur hann gert sig réttdræpan. 10. Busum ber að kunna Gaudeamus Igitur á latínu og íslensku og þeim ber að syngja hann aðspurðir. Séð verður til þess að téðum reglum sé framfylgt af eftirlitsmönnum Le pré og verður hverjum þeim busa sem fundinn er sekur um að brjóta relgurnar refsað, ásamt því að nafn hans verður sett á Ofurbusalistann. 7


Ofurbusar

8

Sindri Engilbertsson, ungabarn sem vex upp með ekkert annað að leiðarljósi en Tomb Raider og Línu Langsokk hlýtur heldur sorgleg örlög. Í viðtali við Sindra játaði hann að hann væri stelpusnáta föst í líkama jötuns og væri opinn fyrir líkamsskiptum þrátt fyrir ítrekaðar ráðleggingar fagmanna um að það sé hreint ekki mögulegt, hann bíður við línuna s. 661-2803

Hann Óli kemur beint í MR frá Helsingborg í Svíþjóð. Í fólsku sinni reyndi hann að klekkja á okkur eldri nemunum með hinu einfalda og ofurheimska bragði að skrá sig til náms í 5. bekk. Ekki láta blekkja ykkur! Ólafur Hrafn er jafn mikill busi og hver annar ómerkilegur 3.bekkingur.

Markaðsnefndarbeilarar - Þessar stelpur ákváðu í skyndingu að yfirgefa störf við markaðsnefnd MT og skipuðu sér þannig sjálfar sæti efst á ofurbusalistanum. Þetta illskeytta tríó er þekkt fyrir sassí framkomu og eru ófeimnar við að trampa á hjörtum flekklausra pilta. Bitsjes4evah, eins og þær eru oft kallaðar eftir blog.central stríðið í 7unda bekk, eru allar ofarlega á lista hjá PETA yfir dýraóvini, enda allar dyggir aðdáendur leðurs.

Guðrún Brjánsdóttir er rebound Menntaskólans í Reykjavík frá nýtilkominni fjarveru systur sinnar. Hún heldur að hún geti svifið á ljósbleiku skýji gegnum skólagönguna á frama systur sinnar og hefur verið dugleg í að hefja sig yfir samnemendur sína. Þessi litli hrokabolti krýndi sig sjálfa prinsessu Menntaskólans og mun þurfa að taka afleiðingunum...


Spila WOW

Rækt í eldhúasgkryddjurtir lugganum

Læra

Styðja Læra borða suaðsh i

Fá hraðari nettengingu

Semja ljóð

Taka

upp

Kaupa bækur á Amazon

Byrja að drekka

st

tónli

Stytt

a Holl

Facebook-póker

Hætta

Borða morgunmat

ywoo

d my

nd

asíðu

fin

kaffi fyrir pró

Taka afritgöafgnum mikilvægum

pace

á Mys

Búa til heim

Búa til

rstarf

hjálpa

Ná fullkomnum tökum á excel

Gera sumarið 2011u ódauðlegt í skáldsög

Halda sam ndi við nýju viba nina

tónlist

ð a á ð ust? a v H í ha gera Nákvæmlega það sem þú vilt Dell Inspiron N5110 með Intel® Core™ i5 örgjörva er verkfæri, eins og hamar eða blýantur, bara aðeins flóknari. Það sem skiptir máli er hvað þú gerir við hana. Notarðu HD myndavélina til að spjalla við vini eða í eitthvað enn sniðugra? Notarðu útskiptanlegu bökin til að sýna hvaða smekk þú hefur eða til að senda kennaranum skilaboð? Læturðu Intel örgjörvann sýna krafta sína í tölvuleikjum eða við kvikmyndagerð? Þú ert það sem þú gerir – gerðu það með Dell!

Grensásvegi 10 108 Reykjavík

Tryggvabraut 10 600 Akureyri

440 9000 sala@ejs.is

Vefverslun www.ejs.is

Intel, the Intel Logo, Intel Inside, Intel Core, and Core Inside are trademarks of Intel Corporation in the U.S. and/or other countries. For more information about the Intel processor feature rating, please refer to www.intel.com/go/rating.


Skólafélagið Þengill

Þórður

Þengill, Inspector þessa árs var grafinn upp úr undirheimum Íslands. Hefur hann varla mætt í skólann frá því að nám hans hófst en með bellibrögðum, mútum og baktjaldamakki hefur hann fleytt sér áfram í Lærða skólanum og að lokum komist í æðsta embætti Skólafélagsins. Hefur hann helst unnið sér til frægðar innan veggja menntaskólans að vera góður í að útvega hluti eða eins og hann kallar það „að redda þessu“. Svo ef þig vantar eitthvað, ekki vera hræddur við að hringja í Þengilinn, því hann „reddar‘essu“ (fyrir rétt verð). Kosningarloforð mafíuforingjans voru meðal annars að:

Þórði líkar langar göngur á ströndum, rauðvín, ostar og kósíkvöld með hundinum sínum Nökkva. Uppáhalds bíómyndin hans er P.S. I love you, en honum líkar að auki flestar myndir sem hjartaknúsarinn Hugh Grant hefur leikið í. Þórður vill einnig skjóta að að hann elski gott súkkulaði.

• Fá erlendan tónlistarmann á árshátíðina • Gera besta reiv-ball hingað til • Skipta út sófum og fjölga • Fá füssball-spil í cösu. • Halda sundlaugarpartí • Leikir og útgefið efni birtist á Skólafélagssíðunni.

10

Silja

Silja er betur þekkt innan stjórnarinnar sem „handrukkarinn“ og beitir Þengill henni óspart við hin ýmsu skítastörf. Eftir miklar barsmíðar og hótanir, kom Silja, sá og sigraði annað sætið í collegukosningunum. Við MT-ingar hörmum það því Silja hefur óspart beitt svipunni sem hún keypti á marmaris á okkar stritandi ritstjórnarkroppa.


Árni

Hörn

Árni hefur alltaf verið gæðablóð. Eftir að hann útskrifaðist úr Hagaskóla tók hann eitt ár þar sem hann fór til Afríku að fæða hungruð börn og veita nauðsynlega læknisaðstoð. Ekki þarf að leita langt til að finna hvaðan gæðablóðið hans Árna er komið. Foreldrar hans eru þekktir í góðgerðarheiminum og hefur faðir hans unnið til margra verðlauna í sambandi við gamlar konur og gangbrautir og móðir Árna bjó til hinn svokallað „læknabjörn“ sem fræðir 3. Heims ríki um mikilvægi lyfja og hreinlætis. Að auki er Árni líffæragjafi og hefur þegar látið af hendi annað nýrað, þá er einnig í bígerð að gefa hægra lungað til frænda Jamals litla. Árni vill koma því hér á framfæri að blóðbíllinn mun koma við í MR eftir busavikuna og mælir hann með því að allir gefi sinn skerf!

Hörn er Scriba skólafélagsins. Scriban í ár er manneskja sem við hin ættum öll að taka til fyrirmyndar. Hörn óhlýðnast foreldrum sínum ekki enda sjaldnast ástæða til. Að vísu klæðir hún sig heldur gljáfralega á dansleikum skólans en faðir hennar er í þessum orðum töluðum að semja reglur um klæðnað og þar fyrirferðarmest reglan um hnésídd á pilsum. Hörn tekur oftast strætó í skólann á morgnana en fær stundum far hjá pabba sínum. Í skólanum fylgist hún samviskusamlega með og masar við vinkonur sínar í hléum. Hún lærir heima þegar hún kemur heim eftir skóla og hittir síðan vinkonur sínar eftir kvöldmat. Að því loknu er komið að kvöldsnarli sem samanstendur af cheeriosi, mjólk og nýkreistum appelsínusafa. Að lokum fer hún snemma að sofa (nema þegar hún gleymir sér á facebook, hehe ;) ).

11


Busaball Skólafélagsins

Allt frá því að skólahald hófst í Skálholtsskóla árið 1056 hefur verið hefð fyrir því að slá upp blikkljósadansleik í ljósaskiptum haustannarinnar. Þessari hefð verður viðhaldið þetta árið innan menntavegsins í veglegu félagslífi er þörf á leiðbeiningum varðandi hegðun, klæðnað og almennar tælingar. Ritstjórnin svarar kalli lærdómsþyrstra busa og deilir af barmafullum viskubikar busunum til heilla.

Hegðun: Já

Dansa eins og enginn sé morgundagurinn Fara í sleik Detta í klósettspjall (það heyrir engin hvað þú segir þó þú öskrir í eyrað á þeim á dansgólfinu)

Nei

Brjóta glowstick og hella shittinu yfir allt Fara í bekkjarsleik Slást Vera með fávitaskap

12


Klæðnaður: Ekki vera í:

Jakkafötum / Samkvæmiskjólum Gallabuxum Kjólföt Dökkum fötum Litlausum fötum Heitum fötum Í rauninni engu sem þú vilt eiga og nota aftur

Vertu í:

Hlýrabol Litríkum (skærlituðum) Nota fataliti og yfirstrikunarpenna Hvítu/neon

Pikkup línur:

. Ég er í embætti

. Þú ert að fara að ríða í kvöld - afhverju? - Af því ég er sterkari en þú . Kodd’í sleik* . Þú mátt vera þjóðvegurinn, ég skal vera kindin . Ertu svöng? því það er bjúga í buxunum mínum . Hefurðu gaman af böllum? *Áhrifaríkast 13


Þú ert í aðstæðum þar sem önnur manneskja hefur móðgað þig en þú virðist ekki geta komið með viðunandi „comeback“. Margur maðurinn hefur lent í slíkri stöðu og örvænt, að óþörfu, því að hið svokallaða „fokkjú-merki“ er einmitt hannað fyrir þessar kringumstæður. En þá vandast málið, hvernig skal gefa hið svokallaða „fokkjú-merki“?

14

Uppruni merkisins er óljós en eftir mikla eftirgrennslu hafa vísindamenn sammælst um tvær kenningar. Báðar kenningar eru komnar úr einhvers konar frumstæðu táknmáli. Fyrri kenningin er sú að Sjómenn hafi notað hið umtalaða merki sem bendingu til félaga sinna að hitta sig í skútunni, þar sem formið á fingrunum minnir á seglskip, hvar langatöng er miðmastrið og þumalfingurinn stefnið. En á milli stefnisins og miðmastursins má einmitt strengja fokku (fremsta seglið).

Seinni kenningin (og sú líklegri) er sú að langatöng sé tákn fyrir getnaðarlim í reisn og að merkið sé notað sem meiðyrði.

„Barnið“

„Hardcore“

Þetta er hin klassíska gerð og flestir læra hana fyrst. Gerð 1 er algengari hjá börnum og þeim sem nýbyrjaðir að stúdera merkið. Hefur mér-er-alveg-sama bragð yfir sér en einnig nokkuð ég-veit-ekki-alveg-hvað-ég-erað-gera.

Hér hefur þumallinn misst tilgang sinn en það kemur svo sem ekki að sök því þú nærð fram allt öðru „attitude“. Hér gefurðu í skyn að viðkomandi eigi að drulla sér í burtu því annars sé þér að mæta. Hefur að mínu mati hina fullkomna blöndu af mér-er-alveg-sama og ég-veit-hvað-ég-er-aðgera

Frá þessu hafa þróast hinar ýmsu gerðir merkja sem allar fela það í sér að lyfta löngutöng upp úr kreftum hnefa. Til að finna þína uppáhalds fingurstellingu í merkinu hef ég tekið saman fjórar helstu gerðir merkisins og útlistað þeim frá hlutlausu sjónarhorni:


Hvernig skal nota löngutöng

„Typpið“

„Freysinn“

Þessi gerð er notuð af „pælurunum“. Enda hafa þeir formað fingurna svo þeir líkjast sem mest typpi og eistum. Við hér í ritstjórn MT mælum alls ekki með þessari gerð en hún er bæði asnaleg og flókin. Svo notar Adolf Smári Unnarsson hana að auki.

Gerðin hans Freys. Hann og félagar hans æfðu sig að móta fingurna á þessa vegu í frímínútum í 6. Bekk. Er ekki nógu hörð gerð fyrir minn smekk en þó betri en „Typpið“. Einnig er til ýktari tegund af þessari gerð sem er notuð í gríni en í henni er langatöngin í lágmarksreisn.

15


16

Rรฆktin meรฐ Sindra


17


Það komið að skuldadögum, húðlötu busar. Þið eydduð eflaust sumrinu liggjandi í grasinu í unglingavinnunni, víðsfjarri ræktinni. Líklega hafið þið flest hrörnað svo mikið í sumar að fæstir væru að maxa það sem þeir voru að reppsa fyrir sumarið. Ég tala fyrir hönd allra MR-inga þegar ég segi að enginn hefur áhuga á að sjá grindhoruð hræ sem eru að maxa í bekk það sem ég er að repsa í curli. MT hefur því tekið sig til og kynnir hér að neðan fjórar einfaldar æfingar sem ættu að geta gagnast ykkur vel á ballinu. Ská-teygjuæfing. Byrjunarstaða: Þú byrjar beinn í baki og önnur höndin er í beinni línu við mótstæðan fótlegg. Ónotaða höndin er í hvíldarstöðu og axlarbreidd er milli fóta. Hreyfing: Þú kreppir front-deltann og vænginn svo höndin er í öruggri hreyfingu uppá við. Endastaða: Höndin er ennþá í beinni línu við mótstæðan fótlegg en vísar nú upp í loftið. Tilgangur: Nauðsynlegt fyrir langvarandi Grúv-diskó-dans.

2. Æfing. Sleikitogið

1. Æfing. Skáteygja 18

Sleikitogið: Ballsleikar eru ein af elstu hefðum MRinga og hafa fylgt skólanum allt frá því að skólahald var hafið í Skálholti. Þó aðeins hafi verið piltar í skólanum fyrstu árin var það ekki látið spilla gleðinni. Æfingin er einföld. við komum teyjunni þannig fyrir að toga megi í hana og líkja eftir öxlum targetsins. Þetta reynir á báða hausana í bisepnum, axlirnar og gripið. Þessi æfing er nauðsynleg til að auka styrk svo unnt sé að toga til sín targetin hvort sem þau hafa áhuga eða ekki. Á busareivinu gildir ævinlega að þeir sterkari fá sínu fram ef þeir eru í embætti, annars er það nauðgun.


Drekinn: Eftir maraþon mjólkudrykkjuna sem ævinlega einkennir busareivið er líkaminn kominn á vonarvöl. Hvort sem það ástand tekur við eftir rútuferð úr fyrirpartyinu eða á miðju balli er nauðsynlegt að þjálfa vöðva likamans til þess að púlla drekann. Drekinn er ekki fyrir hvern sem er enda sérhönnuð æfing til þess að losa um magainnihald og dreifa sýnishornum úr kvöldmatnum yfir víðan völl. Þegar drekinn er púllaður er nauðsynlegt að geta blakað höndunum af krafti og því nauðsynlegt að hafa sterka trappa og tricepa. Æfingin er einföld við tökum víða fótstöðu og höllum efri líkama fram um 90°. Með lóð í höndum líkjum við eftir flugi arnarins meðan við þenjum lungun og öskrum.

4. Æfing. Dauðafallið

3. Æfing. Drekinn

Dauðafallið: Þú hefur djammað of mikið og hefur líklega púllað drekann nú þegar. Myrkrið er alls staðar og þú missir mátt í fótleggjunum. Fallið til jarðar virðist spilað hægt og raunveruleikinn virðist halda sína leið. Hljóðlaust dettur þú í gólfið og liggur þar og gefur þig á vald örlaganna. Nei, alvöru reivarar deyja aldrei. Við þessa æfingu notum við uppblásinn íþróttabolta til þess að líkja eftir gólfinu. Við látum okkur detta afturábak á boltann og notum glútana í samneyti við quaddana og hammana til þessa að rífa okkur upp á fætur aftur. Það deyr enginn á busaballinu. 19


Marmaris

20


Kæri lesandi, leyfðu mér að leiða þig inn í höllina mína, Green Nature Resort & Spa, þar sem ég bý með vinum mínum í tíu daga sem líða alltof hratt. Þetta eru dagar ótakmarkaðs magns veiga og matar, hláturskasta, hamingju, ólgandi minninga, yljandi sólar og ljúfrar hafgolu. Hér erum við himinglöð (og svörum að vanda -JÁ!- þegar dónalegu bresku strákarnir spyrja okkur hvort við séum gay, því að vissulega erum við hýr á brá). Hér njótum við lífsins eins og kóngar: á sólarbekk, í sundlaug og með óhóflega mikið af drykkjum í fanginu. Við steikjum okkur í sólbaði og liggjum á uppblásnum dýnum. Og stundum veltum við því fyrir okkur hvað sé að gerast við enda regnbogarennibrautarinnar, þarna í skugganum. -Æj, JayJay er að koma...,- segja sumir, -hann er svo gervilegur eitthvað-. Okkur langar flest til þess að murka úr honum líftóruna. En aðrir, eins og fröken E., vilja daðra og fara með honum niður í bæ á mótorhjóli. Úps. En jafnvel JayJay verður skárri þegar nóg er til af Efes og yfirgnæfandi rímix af vinsælum vestrænum lögum hljóma við sundlaugarbakkann. Við förum í skoðunarsiglingu á bát á tveimur hæðum og horfum ofan í sjóinn og fáum loksins að hoppa út í. Flestum líst meira að segja svo vel á Marmaris-sjóinn að seinna fara þeir í köfun og klappa góðum fiskum á bakið (það þurfa allir umhyggju, líka fiskar), fara svo á spíttbát og festa sig jafnvel við spíttbát í fallhlíf. Í aðra kemur ferðahugur og þeir halda til Rhodos og menningarþrá er

Greinarhöfundur: Kristján Norland 21



svalað í Efesus. Margir vilja samt bara fara niður í Marmaris-bæ og kíkja á markaðina og fá sér kebab. Þar er nefnilega hægt að kaupa merkjavöru á rosalega góðum prís og ég veit ekki betur en ferðalangar fylli þar heilu ferðatöskurnar af klæðum úr smiðju sjálfs Armani með hagsýni að leiðarljósi. Og ef einhver spyr erum við frá landinu Typpi, ekki satt? Við förum heim og spjöllum saman á sundlaugarbarnum um ævintýri dags og nætur, spjöllum um tyrkneska kvöldið, hvernig við hvöttum Katrínu Þóru til sigurs í magadanskeppninni. Og fyrr en varir erum við komin í tóga og erum stödd á einkaströnd. Þar skemmtum við okkur í ólýsanlegri gleði og galsa. Því hvað er betra en nóttin ung við brennu og tónlist í góðra vina hópi? En tíminn líður hratt á gleðistundu og fáeinum augnablikum síðar er flokkurinn kominn á hið sögufræga og neonlýsta Bar Street sem inniheldur þá staði sem heilla ferðalýðinn hvað mest. Þar skína skærast ofurklúbbarnir High End og Shame (Partíbáturinn líka, við gleymum honum ekki!). Á torginu og í húsasundum er líka hægt að reykja vatnspípur, en hvort sem þær eru reyktar niðri í bæ eða á hótelinu er það mjög félagsleg iðkun sem styrkir vinabönd. Í lok djamms fá margir sér plat-tattoo og er ljóst að Voldemort eignast marga fylgismenn þetta kvöldið. Við heimkomu úr bænum sitja djammarar

þreyttir í sófunum í lobbíinu og spjalla við Hollendinga, Tyrki eða tvíbura og gefa því jafnvel auga hver koma heim saman. Sumir ganga langt og vappa um hótelið allsnaktir og flýja undan talstöðvavopnuðum hótelstarfsmönnum. Aðrir hlaupa vitfirrtir um dýflissur hótelsins og vekja leðurblökur af djúpum svefni. Restin leggur líklega bílnum sínum í bílskúr ástarinnar, ef þið vitið hvað ég meina. Kæri lesandi, þessi ferð er ljúf, í góðra vina hópi líður manni vel. Það er gaman að vera saman. En allt tekur sinn endi, þó svo að (þessi væmni er ekki grín) alltaf sé hægt að opna konfektkassa minninganna og gæða sér á bestu molunum. Takk, 5. bekkjarráð, fyrir frábæra ferð! Takk, Emmerringar!


Örfáar leiðir til að vera pirrandi í skólanum

Nú þegar skólinn er byrjaður á ný eru ófáir nemendur sem láta sér leiðast í tímum. Hvers vegna ekki að lífga upp á daginn þinn og gera dag félaga þíns enn ömurlegri um leið? Hallaðu þér makindalega aftur í sætinu, glottu lymskulega í átt að kennara þínum og félögum og fylgdu eftirfarandi atriðum.

• Þegar einhver er að stroka út af töflunni, farðu og skrifaðu meira á hana.

• Settu fæturnar upp á borðið hjá félaga þínum.

• Fáðu lánaðan penna hjá félaga þínum, taktu hann í sundur og skilaðu honum aftur.

• Þegar þú ert að skrifa upp á töflu, skrifaðu það í bylgjum.

• Notaðu yfirstrikunarpenna til að strika yfir ómerkilega hluti í bók félaga þíns.

• Skilaðu ritgerð í leturstærð 4 og láttu stækkunargler fylgja með.

• Ef kennarinn biður þig um að sýna sér heimanámið þitt, réttu honum blautan pappamassa og segðu að þetta sé það eina sem er eftir.

• Skilaðuritgerðmeðengumbilum.

• Segðu kennaranum að verkefnin sem hann er láta bekkinn fá séu of létt og að þið ættuð að fá erfiðari verkefni.

• Í stað þess að skila verkefni, skilaðu mynd af hundinum þínum að borða blað.

• Spyrðu félaga þinn skringilegra spurninga og ritaðu svörin í bók sem þú átt.

• Þegar einhver er spurður spurningar af kennara, hvíslaðu vitlaust svar að honum.

• Ef þér gekk vel á prófi, segðu að þér hafi gengið ömurlega og að þú sért fallinn. • Ef þú færð hátt á prófi, segðu að þú hafir eiginlega ekkert lært fyrir það. • Bankaðu á klósettbás sem er í notkun og spyrðu með ásakandi röddu: „Hver er þarna inni?!“

24


• Notaðu bók félaga þíns sem matardisk. • Mættu með háværa ritvél í skólann. • Flæktu tvær gormabækur félaga þíns saman. • Hnerraðu í bók félaga þíns. • Ef kennarinn biður um sjálfboðaliða upp á töflu, segðu nafn félaga þíns. • Ef einhver gerir lítið í hópavinnu, settu nafnið hans í sviga þegar verið er að merkja verkefnið. • Gerðu lítið í hópavinnu. • Biddu félaga þinn um hjálp í miðju prófi en kallaðu svo á kennarann og sakaðu félagann um að hafa verið að reyna að sjá hjá þér.

• Byrjaðu smám saman að færa allt draslið á borðinu þínu yfir á borðið við hliðina á þér. • Talaðu í gátum. • Laumaðu jalapeno í samlokuna hjá félaga þínum. • Rífðu línustrikað blað úr bók félaga þíns þegar hann er búinn að skrifa á það. • Slepptu því að stoppa á punkti þegar þú lest upphátt í tíma. • Ef kennarinn leyfir bekknum að ráða hvað gert sé í tímanum, stingdu upp á glósukeppni. • Ef þú gleymir að skrifa heimastíl í ensku (eða öðru tungumálafagi), segðu að þú hafir óvart skrifað hann á íslensku.

• Taktu brauðgrillið úr sambandi þegar einhver er að grilla í því.

25


dagur & steini

ti

Stærstista›ur skemm í heimi!

26

0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 490 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.


Sandra Rós í 3.F er 16. ára Grafarvogsmær. Sandra hefur gaman af hestum, sundi, strákum og að tala við vinkonur sínar í símann

MT-stúlkan

27


28


29

r

Lit til ið fo rtí ða


Bitri Birnir Kvikmyndir með þemanu fastur-einhversstaðar hafa verið vinsælar uppá síðkastið og vakið verðskuldaða athygli, og ber þar helst að nefna Buried og hina frábæru 127 hours. En Frozen er aftur á móti dæmi um það að góð uppskrift er ekki það eina sem þarf, séu léleg hráefni notuð í matargerðina þá verður útkoman eftir því. Og Frozen er svo sannarlega kjötsúpa úr úldnu kjöti. Aðalpersónurnar eru þrjár, tveir vinir, Dan og Joe (eins frumlegt og það gerist)og kærasta eins þeirra, Parker. Persónurnar gætu ekki verið klisjukenndari og ættu frekar heima sem örhlutverk í Highschool musical kvikmynd. Dan er harði gæinn sem þykist hafa allt á hreinu en endar 30

á því að vera vælukjói. Joe er harður og nettur og yfir allt hafinn. Að lokum virðist leikkonan sem leikur Parker hafa verið ráðin í hlutverk hennar á þeim forsendum einum að hún geti ofleikið grát, en ekki líða 5 mínútur af myndinni án þess að sjá hana skælandi. Samband Parker og Dan er yfirborðskennt og líkist engan veginn því eins árs sambandi sem þau eiga að hafa verið í. Enda hélt ég langt inn í myndina að Parker væri bara einhver gella sem Dan væri að reyna við, eða allt þangað til Joe sagði: „You‘ve been his girlfriend for what, a year? But I‘ve been his best friend for my whole life!“. Léleg persónusköpun gerir það að verkum að áhorfandinn hefur enga samúð með persónum myndarinnar en það er eiginlega


það eina sem þarf í svona oohh-við-erumsvo-óheppin-hryllingsmynd. Vinirnir þrír svindla sér inn í síðustu lyftuferð dagsins og gleymast þar. Lyftan er stöðvuð og þau í henni miðri, svæðið verður ekki opnað fyrr en eftir viku. (það myndi aldrei gerast hlutur nr.1, hver lokar skíðasvæði í viku þegar það er fullt af snjó?). Eftir nokkra klukkutíma áræður Dan að stökkva úr lyftunni, það fer ekki betur en svo að hann brýtur báða fæturna, opin beinbrot á báðum, og rekur höfuðið harkalega í. En það líður ekki yfir hann, nei nei (það myndi aldrei gerast hlutur nr. 2). Hann stöðvar síðan blæðinguna með klút sem þau henda niður úr lyftunni (stundum að nota skóreimarnar, fíflið þitt). Síðan er hann étinn af úlfum. Joe og Parker sofna svo og vakna daginn eftir (það myndi aldrei gerast hlutur nr. 3, ef þú sofnar í snjóstormi, ekki með lambúshettu, ekki með vettling á hægri hendi, ekki í tjaldi, ekki búin að borða né drekka í svona 24 klukkutíma, þá ertu ekki að fara að vakna aftur daginn eftir). Eftir heilan dag af væli klifrar Joe með erfiðleikum yfir vírinn yfir í einhvern stiga (notar bara hendurna en ekki fæturna til að klifra, hálfviti), hann klifrar niður og er étinn af úlfunum. Þá er bara Parker eftir, en til allrar lukku þá losnar lyftustóllinn sem hún er í en dettur ekki alla leið niður, festist á smá vír (það myndi aldrei gerast hlutur nr. 4, í fyrsta lagi myndi stóllinn aldrei detta af og í öðru lagi þá var enginn vír, hann mætti bara í þetta eina atriði)

Hún kemst þá niður og skríður niður fjallið. Skríður meðal annars framhjá úlfunum, sem ákveða að éta hana ekki, voru pottþétt saddir eða eitthvað (þ.m.a.g.h. nr. 5). Og þá er myndin búin. fjúkk. Niðurstaða, góðu þema gerð afleit skil með hræðilegum leik og asnalegu handriti, eini ljósi punkturinn er að myndin er bara 90 mínútur.

31


Sumarferðin

Okkur þótti það dálítið fyndið að við tvö skyldum vera beðin um að skrifa grein um sumarferðina. Dolli grætur nefnilega ef hann er meira en klukkutíma í burtu frá Vesturbænum og/eða mömmu sinni, Möggu. Svo er Stína með heymæði. Einnig erum við lítið fyrir ferðir, hvorugt okkar fór í busaferðina og Dolli ákvað að vera frekar heima í Football Manager en að fara á Sokkaballið(hvað er að okkur? Djöfulsins agúrkur erum við!). Við urðum þess vegna að mæta í sumarferðina, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Að redda fari tók langan tíma og var mikið vesen 32

vegna þess að við höfðum ekki hugsað okkur að gista(Dolli er með ofnæmi fyrir tjöldum, svefnpokum og hreinu lofti). Það tókst þó að lokum(væntanlega, eða þú veist, annars værum við ekki að skrifa þessa grein). Við lögðum af stað þegar hefðbundnum vinnudegi var lokið og brunuðum beinustu leið að Seljalandsfossi(en stoppuðum þó á KFC, N1 í Hveragerði, Selfossi, Hellu og einhvers staðar úti í móa). Ferðin tók fáránlega langan tíma. Við vorum fjóra klukkutíma á leiðinni og styttum okkur stundir með því að hlusta á Dolla syngja hátt


með David Bowie. Fyrsta stopp ferðarinnar var svo á KFC. Hannes, Heiður og Stína fengu sér að borða. Dolli horfði hins vegar á okkur borða og drakk sódavatn á meðan. Hann er í átaki. Ragga krafðist þess að vera keyrð á Subway vegna þess að hún heldur að kjúklingar á Íslandi séu pyntaðir. Án gríns, síðan borðar hún ekkert sem inniheldur E-efni(já, OK, Dolli að kasta steinum úr glerhúsi hér). Þar sem við vorum rúmlega sjö tímum of sein og enn þá í Reykjavík ákváðum við að byrja að „skemmta okkur“ í bílnum. Það var mjög gaman og mikið fjör. Þó má deila um hversu skynsamleg sú ákvörðun var. Eftir þrjátíu og sjö Bowie-lög og eitt kælibox stoppuðum við

á ferð. Hann hótaði þá að hringja í mömmu sína, Möggu, sem væri sko kennari og gæti fellt okkur öll. Enginn svaraði Dolla og stoppið á Selfossi varð ekki lengra. Þarna var klukkan farin að ganga tólf á miðnætti og við enn þá á leiðinni. Því var tekin ákvörðun um það að næsta pissustopp yrði á Hellu og svo skyldi ekið beinustu leið á tjaldstæðið. Pissustoppið tók þó lengri tíma en áætlað var. Dolla fannst klósettið minna sig á „rotþróna í Örkinni hans Nóa“ og sagði enn fremur að hann „færi ekki þangað inn þótt honum væri borgað fyrir það, sko í alvöru“. Rétt er að benda á að Dolli hefur verið atvinnulaus síðustu fjögur sumur og þarf nauðsynlega á pening að halda. Eftir að allir

á N1 í Hveragerði. Afgreiðslukonan þar var frá Englandi og með rosalega mikið af bláum augnskugga. Stína lenti í slag við hana. Hér getið þið lesið um það sem fram fór þeirra á milli: Stína: „Hey, bitch!“ Abigail: „Sorry, what?“ Stína: „I dont like what you have been saying!“ Abigail: „What?“ Stína: „About my family and friends in the newspapers!“ Abigail: „What?“ Svo lamdi Stína Abigail í fótinn og gekk út úr búðinni. Hún gleymdi að kaupa kaffijógúrt og hafraköku handa Dolla sem varð alveg brjálaður. Svo var haldið áfram. Ekkert merkilegt gerðist þangað til við komum á Selfoss. Þar neitaði Dolli að fara lengra nema við færum í sund. Honum var sagt að sundlaugin væri lokuð, enda vorum við seint

höfðu lokið sér af(nema Heiður, sem ítrekaði að hún væri með „partíblöðru“ og gæti alveg haldið í sér) lögðum við aftur af stað. Þremur mínútum seinna tilkynnti Heiður okkur að hún þyrfti að kasta af sér þvagi, og það strax. Sú tilkynning féll í grýttan jarðveg en við keyrðum þó út í kant og Heiður hljóp út í móa. Á meðan við biðum eftir Heiði fékk Ragnhildur kast. Öllum að óvörum tók hún á rás í átt að íbúðarhúsi sem stóð við veginn. Þar hljóp hún um í nokkrar mínútur en kom svo til baka vonsvikin á svip. Hún sagðist hafa séð sérstaklega illa pyntaðan kjúkling á vappi fyrir framan húsið en misst af honum. Við létum þetta okkur litlu skipta og þegar Heiður kom inn í bílinn gátum við loksins lagt aftur af stað. Við komum á tjaldstæðið seint um kvöld. Það var ágætt í ferðinni. Svo fórum við heim. - Adolf Smári Unnarsson - Kristín Ólafsdóttir 33


Siðblinda eftir Gunnar Jörgen Viggóson

Siðblinda hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Við í ritstjórninni báðum Gunnar Jörgen um að fræða okkur nánar um þessa hluti.

Hugtakinu siðblinda er ætlað að lýsa ákveðnum hópi einstaklinga sem skeyta ekki um tilfinningar annarra og aðhafast það eitt sem þeim er í hag þá stundina. Við byrjum á því að skoða möguleikann á tilvist slíkra einstaklinga; Umræða okkar væri til lítils ef hugtakið ætti sér ekki samsvörun í raunveruleikanum; Við gætum skeggrætt eðli Mínotárosar eða skyggnigáfu okkur til gamans, en fræðandi væri það ekki. Við vitum að fólk hegðar sér ekki alltaf eins og Sókrates hefði viljað, sumir meira en aðrir, en það er ekki það sem við eigum við með siðblindu. Við gerum greinarmun á siðleysi (sociopathy) og siðblindu (psychopathy). Siðleysi er brot á samfélagslega viðurkenndum reglum á kostnað annarra; og einstakling sem ítrekað brýtur þær gætum við kallað siðleysingja. Slíkir einstaklingar hafa margskonar hvata og réttlætingar fyrir gjörðum sínum, eða í einfeldni sinni og barnaskap hugleiða ekki afleiðingar gjörða sinna. Meintir siðblindingjar finna aftur á móti ekki fyrir samúð eða sektarkennd auk þess að vera bókstaflega samviskulausir. Góður byrjunarpunktur til að velta fyrir okkur möguleikanum á slíku fólki er uppspretta upplifana okkar og hugsana - heilinn. Heilinn stjórnar hugsun okkar og upplifun, og mismunandi uppbygging heila leiðir af sér mismunandi hegðun. Kettir hegða sér eins og kettir, maurar sem maurar, og menn sem menn. Umhverfisaðstæður móta auðvitað 34

heilann til skamms og langs tíma og hafa þannig áhrif á hegðun, en það skiptir okkur ekki máli. Það sem skiptir máli er að milli manna getur verið munur á upplifun og hegðun. Hann getur orsakast af fráviki á stórum skala eins og hjá Henry Molaison sem glataði drekanum og þar með hæfileikanum til að mynda langtímaminningar, S.M sem missti möndluna og með henni getuna til að upplifa ótta, og listmálaranum í sjúkrasögu Oliver Sacks sem missti hæfileikann til að sjá eða einu sinni ímynda sér liti, eftir skemmdir á hnakkablaðinu. En það er ljóst að miklar breytingar á skynjun fyrirfinnast þrátt fyrir að líffræðilegar orsakir séu ekki jafn stórsæjar. Manneskja getur allt í einu fundið fyrir stöðugri streitu, grannur einstaklingur getur byrjað að upplifa sig feitan, og einhverfir einstaklingar upplifa félagslegar aðstæður líklega allt öðruvísi en flest fólk. Ég segi líklega, vegna þess að ekki er hægt að vita neitt um reynslu annarra. En óháð því getum við samt vitað að upplifun er breytileg eftir stöðu heilans, vegna þess að við höfum reynt það á eigin skinni. Maður upplifir sömu aðstæður öðruvísi pirraður, langþreyttur, sorgmæddur eða drukkinn. Það mikilvægasta


brögðum, ógnunum, kynlífi og ofbeldi til að ráðskast með aðra og uppfylla sínar eigingjörnu þarfir. Samvisku- og samúðarlausir taka þeir það sem þeir vilja og gera sem þeim sýnist, þvert á reglur og væntingar samfélagsins, án samviskubits eða eftirsjár“ og telur hann að þetta eigi við um eitt prósent fólks. Til viðmiðunar má nefna að fjöldi geðklofaþola er af sömu stærðargráðu, og við hugsum fæst um geðklofa sem algengan.

í umræðu okkar er þó að við lítum ekki alla hluti sömu augum. Okkur getur þótt vænt um eitt pennaveski, en hatað annað; Þótt hundur einn ágætur en Pol Pot leiðinlegur. Það er þó ekkert í náttúru þessara hluta sem segir til um hver upplifun manna ætti að vera á þeim. Raunar eru flestar lífverur óhæfar um að greina á milli limlestingu manneskju og trés. Hvers vegna ætti ekki að vera til fólk sem lítur á manneskjur sem hvern annan hlut; fólk sem hefur ekki samvisku; finnur ekki fyrir streitu; er ófært um að elska og eiga raunverulegt vinasamband. Og raunin virðist einmitt vera að slíkt fólk sé til. Meðal þeirra sem eru á þeirri skoðun er dr. Robert Hare sem rannsakað hefur siðblindingja í 35 ár og lýsir þeim sem „rándýrum sem beita persónutöfrum,

Þessi eitt prósent tala fæst út ef notast er við próf sem samanstendur af tuttugu atriðum sem hafa sýnt mikla fylgni við siðblindu og snúa þau að persónuleika, bakgrunnssögu og öðru. Þetta er ekki sjálfspróf heldur metur sérþjálfaður sérfræðingur fólk eftir ítarleg viðtöl og gefur 0, 1 eða 2 stig fyrir hvert atriði eftir því sem þau eiga við. Oft er miðað við 30 stig sem skilin milli siðblindra og annarra, en 25 í rannsóknarskyni. Listinn er auðfinnanlegur á netinu, en hafið varnarorð mín að hann er ætlaður fagmönnum til nota í löngum viðtölum, og vei þeim sem stimplar einhvern siðblindan að ósekju. Heilaskannanir sýna að þeir sem greinast siðblindir samkvæmt þessum staðli hafa talsvert minni möndlu en aðrir, auk frávika í fremsta hluta ennisblaðsins. Einnig sýna þeir talsvert frábrugðna virkni þegar þeim eru sýnd tilfinningaþrungin orð eða subbulegar myndir, og þegar þeir vænta sársaukafulls raflosts. Skannar sem þessir geta kostað hundruði miljóna, og eru auk þess ónákvæmir og dýrir í rekstri svo enn er notast við fyrrgreint próf sem bersýnilega er mjög óvísindalegt. Einhver manneskja krossar í reiti eftir eigin mati og ef þú færð 30, ertu greindur siðblindur - einu stigi minna og þú ert það ekki. Það er þó þægileg viðmiðun meðan við höfum 35


hugfast að heimurinn er ekki svartur og hvítur. Rétt eins og fólk finnur missterkar tilfinningar eftir atvikum hlýtur mismunandi fólk að finna fyrir mismikilli (eða lítilli) samúð, og samviskubiti eftir misgerðir að jafnaði. Það er þó hegðun þessa hóps en ekki sálarlíf sem gerir hann áhugaverðan; einstakar sögur, almennt hegðunarmynstur og þau orð sem þeir láta falla í þau fáu skipti sem þeir opinbera hugsanir sínar. Þeir eru kannski ekki einir um það en siðblindingjar sækja í peninga, völd, kynlíf og áhrif. Munurinn á þeim og öðrum með sama markmið er þó að þeir svífast augljóslega einskis til að fá sínu framgengt, sama hvaða kostnað það þýðir fyrir aðra. Þeir eru þó margir mjög vel gefnir og kunna að koma sér áfram. Þeir hafa ekki tilfinningar sjálfir en skoða fólk og læra hvernig hægt hægt er að spila með það. Sjái þeir not fyrir þig hegða þeir sér á þann hátt sem þeir telja munu höfða til þín, oft með því að spegla hegðun þína og sammælast þér. Þeir hika ekki heldur við að ljúga um gjörðir sínar og áhugamál sem leiðir til þess að fólk þekkir þá sem mismunandi einstaklinga svo heimavöllur siðblindingja er þar sem þeir geta átt í persónulegu sambandi við einstaklinga, án þess að neinn annar komi við sögu. Við fólk sem þeir telja ómikilvægt eru þeir aftur á móti hrokafullir og leiðinlegir. Ef þú hugsar að enginn gæti hagað sér svona, hafðu hugfast að þeir finna ekki fyrir stressi eða hræðslu um að upp um þá komist. Og ef það gerist spinna þeir lygavef og í sannfæringu sinni fá jafnvel fólk til að efast um það sem það vissi fyrir víst. Þetta gengur sérstaklega vel upp þegar fólk er ekki meðvitað um að slík hegðun sé möguleg og gengur út frá því að aðrir starfi af heilindum. Þess vegna geta þeir spilað með fólk, og nýta sér allt sem þeir geta fengið út úr því. Það er ástæðan fyrir því að þeir eru svona slæmir. Þeir þekkja engin mörk. Nema þá mörkin hversu mikið þeir geta fengið út úr fólki eftir því hversu veiklynt það er. Þeir sækjast í völd en hafa óþol fyrir vinnu, og komast í gegnum lífið með blekkingum, 36

stela verkum annarra og koma vinnu sinni yfir á aðra, og ef viðkomandi er nógu vel gefinn kemst mögulega aldrei upp um hann. Og með þessari hegðun sinni ná þeir oft í titla og stöður. Siðblindingjar verða oft harðsvíraðir smákrimmar sem beita minna snúnum aðferðum til að fá sínu fram. Nú gæti einhver verið haldin þeirri fordómafullu staðalímynd að eingöngu finnist siðblindir karlmenn, en svo er að sjálfsögðu ekki. Allt sem snýr að siðblindunni sjálfri gildir jafnt um konur og karla, þó mismunandi leikáætlanir henti hvoru kyni eins og maður getur ímyndað sér. Ef þið teljið lýsingar mínar ýktar ættuð þið að sjá hvað helstu sérfræðingar heims láta hafa eftir sér. Aðspurð segir Martha Stout, sálfræðingur og höfundur bókarinnar „Siðleysinginn í næsta húsi“, að maki siðblindingja ætti að fara frá honum „Þú ert ekki að særa tilfinningar neins af því að það eru engar tilfinningar til að særa“. Þrátt fyrir mikla leit hefur enn ekki fundist lækning við siðblindu. Margar meðferðir hafa verið prófaðar og enn er leitað. Fyrir mér er hugmyndin um meðferð jafn fáránleg og meðferð við litblindu; þetta er ekki jafn sálfræðilegt og streituröskun eða þunglyndi. Eftir eina fræga tilraun til bóta þar sem siðblindingjar og fólk með eðlilegar tilfinningar áttu að ræða tilfinningar sínar dögum saman sagði einn þátttakandinn að meðferðin hefði verið gagnleg; Hann hefði lært miklu betur á fólk og gæti þannig stjórnað því betur. Nú ættir þú að vita betur en að trúa á hið góða í öllum, og ert vonandi örlítið hæfari til að vara þig á siðblindingjum, því eins og einhver þeirra sagði: „Ég elska gott fólk - það gerir mér svo gott.“


37


Herranótt

Jóhann Páll, 6.A: Ég veit ekki hvar ég væri ef Herranótt hefði ekki orðið á vegi mínum, þessi ástkæra fjölskylda sem opnaði faðm sinn þegar öll sund virtust lokuð. Herranæturnámskeiðin eru gullið tækifæri til að kynnast fólki, leika listir sínar og gefa athyglissýkinni lausan tauminn. Svo er fokking gaman að taka þátt í sýningunni sjálfri þrátt fyrir njálg og alnæmi og svoleiðis.

Ásdís Birna, 4.A: Ég er núna búin taka þátt í 2 sýningum sem Herranótt hefur sett upp, í bæði skiptin sá ég um hárgreiðslur leikaranna. Það er rosalega gaman að vera svona bakvið tjöldin og taka þátt í uppsetningu leikritsins og mæli ég með því fyrir alla sem vilja kynnast fleirum og eignast góða vini að vera með í ár, hvort sem það er leikhópurinn, uppsetning leikmyndar, hár eða smink :)

Eygló, 5.B: Ég hef tekið þátt í uppsetningu Herranætur öll þrjú árin mín í MR, og ég stefni á að gera það aftur síðustu tvö (reikniði stærðfræðina). Herranótt er ástæðan fyrir því að... ...ég beilaði ekki á MR strax um áramótin í 3.bekk (og hef ekki beilað á MR yfir höfuð). ...ég hef eignast fullt af vinum úr öllum árgöngum MR, bæði yngri og eldri. ...ég er ekki á bömmer yfir því að vera að endurtaka 5.bekk. ...mörg skólasystkyni mín fundu ástina á síðasta ári. ...mörg skólasystkyni mín misstu mey/sveindóminn á síðasta ári. ...ég kom einu sinni í Séð og heyrt (fokking næs). Á hverju haustmisseri heldur Herranæturstjórn leiklistarnámskeið fyrir alla nemendur skólans. Herranæturnámskeiðin í ár hefjast 26. September. Þú þarft ekki að vera með í uppsetningu Herranætur til þess að taka þátt í námskeiðinu heldur er þetta kjörið tækifæri til að kynnast samnemendum, sletta úr klaufunum og hafa gaman. Skráningar hefjast síðar. 38

Vissir þú að...

- Herranótt er elsta nústarfandi leikfélag á Norðurlöndunum. - Herranótt hófst á 18.öld þegar flipparar í Skálholtsskóla gerðu grín að predikunum presta. - Herranótt hefur sett upp 8 sýningar eftir William Shakespeare. - Herranótt hefur verið stökkpallur fyrir marga leikara, leikhúsfólk og aðra þjóðþekkta einstaklinga eins og Baltasar Kormák, Davíð Oddsson, Hilmi Snæ, Ólaf Darra, Angelinu Jolie og Dag B. Eggertsson.

Afhverju ættir þú að fara í Herranótt?

- Þá verður þú spaði eins og ég – kv. Jakob. - Því þú hefur áhuga á leiklist, leikhúsförðun, búningahönnun, leikmyndahönnun, leikhúsljósum, gellum, tónlist, að hanga með vinum og að ferðast. - Þá færð þú alltaf kúr á kvöldin – kv. Hildur Ýr. - Því þú vilt fara í skemmtilegustu partýin í MR. - Því þú vilt kynnast hressum krökkum. - Því þá færð þú möguleika á að sýna byssurnar – kv. Árni Beinteinn.


Herranæturnámskeiðin hefjast 26. September! Á hverju haustmisseri heldur Herranæturstjórn leiklistarnámskeið fyrir alla nemendur skólans. Herranæturnámskeiðin í ár hefjast 26. September. Þú þarft ekki að vera með í uppsetningu Herranætur til þess að taka þátt í námskeiðinu heldur er þetta kjörið tækifæri til að kynnast samnemendum, sletta úr klaufunum og hafa gaman. Skráningar hefjast síðar.

39


Mín reynsla af busaballinu

Kvöldið sem ég sótti mitt fyrsta busaball, já það var stórskemmtilegt kvöld, skal ég segja þér. Andrúmsloftið var spennandi og framandi fyrir nýbusaðan og óharðnaðan dreng sem og tilhugsunin um fyrsta menntaskólaballið; gagnfræðiskólaböll höfðu alltaf verið skelfilega leiðinleg fyrir utan eitt skipti bakk í denn í Hagaskóla, þar sem okkur drengjunum var leyft að koma fram uppi á sviði, fyrir framan lungann af nemendum skólans. Þá afhjúpuðum við uppfinningu okkar “Kúkarann”. Sú merkilega vél spilar hljóðtíðnir, flestar ógreinanlegar fyrir mannseyrað. Er vélin kannar hið skerandi litróf hljóða orsaka tíðnirnar þrýstingsfall í görnum manna og valda óstjórnlegri skitu og ælu. Eins og við mátti búast vorum við félagarnir búnir eyrnartöppum. Frá þessum örlagaríka degi hefur Kúkarinn einungis verið notaður við einstaka hátíðleg tilefni eða á sorgarstundum svo sem við jarðarfarir eða kistulagningar. Ef þú eða þínir hafa áhuga á að leigja Kúkarann fyrir veislur, afmæli barna eða útfarir þá er það mögulegt, gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu en það er sagt að ekkert fáist frítt í þessum stórkostlega og hverfula heimi okkar. Hvað um það, fyrirpartíið var haldið í Frímúrarahúsinu fyrir ofan Hlemm. Avíð

40

Doddsson var heiðursgestur og flutti hann hjartnæma og átakanlega ræðu um baráttu sína við gyllinæð. Ræðan snart mig djúpt en ég þurfti að klára þónokkur glös af drykk hússins til að komast yfir tilfinningalega uppnámið og brátt leið ég smám saman í þægilegt og ölvað ástand algleymis. Eftir ræðuna batt Avíð Doddsson fyrir augu sín og hóf að snúa sér í hringi í fjölkvæminu, haldandi á hárbeittu katana-sverði, himinlifandi á svipinn og rauður í framan, í hláturskasti. Það kætti mig að einhverju leyti en þrátt fyrir skemmtunina var þetta einkar ófríður atburður að upplifa því margir féllu í blóðbaðinu fyrir syngjandi sverði Abbadabba Krullkrull. Að teitinu loknu hélt okkar fríða föruneyti af 3. og 6. bekkingum til fúla pittsins sem kenndur er við Broadway. Það sem gerðst eftir það er önnur saga. Hár uxu á punginn. Ég vaknaði næsta dag með nýuppgötvaðan smekk fyrir rauðvíni og ostum. Ég byrjaði að hlusta á klassíska tónlist og lesa dagblöðin frá fyrstu blaðsíðu í stað þess að byrja aftast. Ég vissi ekki einu sinni hvað í andskotanum bókasafn væri, fyrir þetta kvöld. Hvað þá Château Margaux. -Þórður Ingi Jónsson


41


Hvernig á að skera lauk

Takið lauk og flettið hýðinu utan af honum þangað til hann er orðinn fallega ljósgrænn.

Finnið því næst beittan hníf og skerið laukinn í tvennt í gegnum rótina.

Skerið laukinn í þunnar sneiðar þvert á rótina án þess þó að skera í rótina

Þrýstið lauknum saman og skerið tvisvar sinnum í átt að rótinni með hnífsblaðið í láréttri stöðu.

Grípið svo laukinn og haldið honum þétt saman á meðan laukurinn er skorinn í litla teninga þvert á fyrri skurði.42


Hvernig skal reima skó

Takið reimarnar, hvora í sína hönd.

Vefjið þeim um hvora aðra og búið til lykkju með þeirri sem er hægra megin.

Komi vinstri reimin út í átt að tánni vefjið henni þá undir lykkjuna hægra megin og í gegn um raufina sem myndast við það.

Komi vinstri reimin út í átt að ökkla skal hún fara yfir hægri lykkjuna og í gegn raufina sem myndast við það.

Þessi aðferð reiminga hjálpar til að halda slaufunni á sínum stað auk þess að vera falleg.

Í lokinn er á að líta fríða slaufu sem liggur lárétt yfir skóinn.

43


J贸n st贸ri

44


Þegar ritstjórnin sat í sumarsólinni og braut heilan um hvern skyldi fá í viðtal var nafn hans ekki lengi að koma upp. Fjölmiðla stórstjarnan og athafnamaðurinn Jón H. Hallgrímsson eða Jón Stóri eins og flestir þekkja hann úr fjölmiðlum. Við hittum Jón á heimili hans í Reykjavík og ekki væsti um okkur þar. Jón mætti okkur af einstakri prúðsemi og gestristni sem ekki var við búist eftir oft harðorðar greinar fjölmiðla um hann. Okkur er boðið inn í borðstofu þar sem við sitjumst við borðstofu borðið en heimilshundurinn vappar um stofuna forvitinn.

Hvar finnst þér skemmtilegast að djamma?

Ég djamma mest heima. Mér finnst skemmtilegast að fara á útihátíðir og svona. En þegar maður tók þennan hring heima var það Óliver - Vegamót - Vestur. Maður stoppar á prikinu stundum. Annars er það bara góð party. Mér finnst langskemmtilegast að vera bara í góðra vina hópi. Ef maður er kannski með gott hús, 300fm plús. Ég meina ég var með party hérna fyrir 30-40manns á laugardaginn.

Konvos Kronborg Menntaskólanum í Svíþjóð, sproddar svenska og svona. Síðan er maður að spá í að smella sér. Ég hef líka verið í HR í verðbréfa miðlun en ég gat ekki hætt að sjúga kók svo ég ákvað að hætta. Tilgangslaust að vera alltaf kókaður í tíma.

Við hvað vinnuru?

Maður er mikið búinn að vera braska. Gera upp íbúðir og taka hagnað á því. Kaupa bíla pumpa þá upp. Maður er náttúrlega að innheimta líka ég ætla ekki að neita því. Ég má alveg hringja í fólk eins lengi og skuldin er réttmæt þá er ekkert því til fyrirstöðu. Það er líka svo mikið um kennitölu flakk, sérstkalega í byggingarbransanum. Hæsta innheimtan mín er 120 milljónir. Ég rukka 50þúsund kall fyrir símtalið. Það eru peningar í þessu ef maður vill vera í þessu og er duglegur.

Finnur þú mikið fyrir frægðinni?

Já þetta er alveg pirrandi shit. Sérstaklega þegar maður fer út og fer á skemmtistað og það vilja allir tala við mann á sama tíma. Jújú það er allt í lagi að leyfa fólki að taka myndir af sér og svona. En maður getur ekki prumpað og þá eru fjölmiðlar komnir á fullt. Sama hvað ég geri þá fer það í DV og pressuna og svona. Ég hef reynt að tala við Reyni Traustason (Ritsjóri DV). Mér finnst Reynir Traustason persónulega vera hálfviti og ef það væru ekki svona ströng lög á Íslandi væri ég líklega búinn að berja hann. En fólk hefur enga ástæðu til þess að vera hrætt við mig nema það hafi gert mér eitthvað.

Í hvaða menntaskóla varst þú?

Ég hef verið í FB, og Menntaskólanum Egilsstöðum ég hef verið í FSU þegar ég sat inni á Litla Hrauni og síðan hef ég verið í

Áttu þér eitthvað áhugamál?

Já ég hef málað eitt og annað. Ég ætlaði bara að reyna finna mér eithvað hobbí, maður hefur áhuga á því að mála og ýmislegu öðru. Maður er að finna sér nýtt hobbí en ég var einmitt að kaupa mér golfsett 45


Eru tattúin eftir þig?

Nei ég kann ekkert að tattúa. Ég er með alla fjölskylduna tattúaða á mig. Þrjár kærustur og mamma og pabbi og svona. Ég er alveg tattúaður frá tám og að hálsi. Ég vil geta farið í jakkafötin sérstaklega þegar maður er að tala við bankastjórana. Maður vill geta verið eðlilegur svona inn á milli, ekki með hanakambinn og keyra það upp með baseball kylfunni

Ræktin?

Ég tók þrjár æfingar fyrir versló, annars ekkert æft síðan í fyrra haust. Mætti á æfingu í dag þegar kæarastan byrjaði í skólanum. Maður þurfti að skutla henni í skólann svo maður tók æfingu í World Class í staðinn. Ég var einu sinni orðinn 140kg en þá passaði ég ekki í nein föt. Maður nennir því ekkert. Ég á föt fyrir nokkrar milljónir þú átt kannski eitt bellt, eitt Lou Tom belti kostar bara 80 þúsund og þú getur ekki notað þau. Það er ferkar pirrandi þú þarft ekkert að vera ég meina til hvers að vera eitthvað svona? Þetta er fyrir suma en ég nenni þessu ekki. Ég hef tekið 180 í bekk það er alveg nóg

Siemper Fi?

Við vorum nokkrir strákar bara, vinahópur af æskuvinum. Bara nokkrir vinir sem finnst gaman að detta í það saman. Allt í einu bara orðnir glæpaklíka merkt af Interpool. Ég meina glæpastarfsemi, maður þyrfti nú kannski að fara láta renna af sér ef maður ætlaði að vera með einbeittan brotavilja. Þetta er bara algjört bull sko, þetta er bara tjútt hópur. Héldum eitt party um áramótin, keyptum flugelda fyrir milljón og vorum með þjóna og áfengi fyrir tvær milljónir og héldum svaka veislu bara. Ég meina auðvitað erum við allir á sakaskrá, allir vinir mínir eru á sakaskrá. Ætli það sé þess vegna sem þeir kalla okkur glæpa klíkur, ég veit það ekki. Hells Angles eru líka góðir strákar.

Hvernig var helgin?

Hún var bara fín, ég hélt 30-40 manna party. Síðan fóru ég og kelling bara inn í herbergi að ríða. Kláruðum tvo og hálfan brúsa af sleipiefnum og örugglega tvo brúsa af sjampó til að þrífa það af. Það var riðið alveg fram til þrjú á sunnudeginum. Tekið svona powerfucking á þetta.

Eru einhverjir hlutir sem eru þér mjög kærir?

Símarnir mínir koma líklega fyrst upp í hugann, ég er alveg að nota um 3 síma eins og er. Svona er þetta þegar þú vinnur í rauninni við það að hringja í fólk! ég á 2 gullhúðaða Nokia síma sem ég keypti á 360 þúsund krónur stykkið, síðan er svona svokallað crown jewelið mitt sem er Vertu síminn minn. ég keypti hann úti á 8000 evrur sem gerir rúmar 1.3 milljónir. 46

Hvað er á döfinni hjá þér?

Bara flytja eins mikið kókaín til landsins og ég get. Haha nei segi svona, bara reyna byrja lyfta aftur og koma rútínu á lífið. Núna fer maður í smá tjútt pásu og hreynsa hausinn og fara kannski í smá nám.

Hefuru hugsað þér að vera með raunveruleikaþátt?

Mér hefur verið boðið það nokkrum sinnum. En ég veit ekki. Ég hugsa að ég yrði bara


handtekinn. Ef ég væri á eimnhverju svakalegu blasti og þátturinn væri bara að taka myndir af mér að fá mér línur. Ég myndi horfa á hann, ég man sjaldnast eftir því hvað ég gerii á djamminu.

Hvenær byrjaðir þú að vera Jón Stóri?

Ég hef alltaf vitað þetta, að ég ætlaði að vera krimmi. Ég fékk mér tattúið selastus þegar ég var tvítugur, og það þýðir glæpamaður. Minn draumur var að verða hvítflibba glæpamaður og ná að svíkja 200-300 milljónir út úr ríkinu og sitja inni í 2 ár og koma svo út með nokkurhundruð milljónir bíðandi eftir mér. Maður var að selja dóp í gamla daga og svona. Byrjaður að selja e töflur á hlemmi 17 ára gamall.

Ég keypti einusinni kókaín sem var svo krakk og ég spurði við félaga minn hvað gera við þetta fokkin krakk og hann stakk uppá því að reykja þetta bara. Ég hef alveg prufa krakk, heróin, ecstasy LSD, sveppi, ég var hasshaus í átta ár, aldrei farið í meðferð, alltaf hætt sjálfur bara. Ég hef verið háður sterum ég hef verið háður læknadópi maður var að éta E alveg hverja helgi 17 ára gamall. Var að reykja Chrystal meth úti það er alveg rosalegt efni, maður getur alveg flogið á því. En núna stefni ég bara að heilbrigðum lífstíl.

Ertu með einhver drykkjutrix fyrir þá sem hafa aldur til?

Hefuru verið laminn?

Já, oft og mörgum sinnum, eitt eftirminnilegt skipti er þegar ég var laminn í Svíþjóð. Vaknaði í fangaklefa allur útí blóði, með þvílíkann hausverk og allur útí ælu. Ég þurfti að pissa í ræsið í klefanum og það slettist útum allt svo ég þurfti síðan að liggja í eigin þvagi. Svo var ég fluttur í annað fangelsi en ég vissi ekki hvort ég hefði drepið einhvern eða hvað. Ég hef samt sloppið nokkuð vel. Vinur minn er 28 ára og hefur verið stunginn 13 sinnum í þremur stunguárásum. Hann hefur líka sitið inni 8 ár fyrir tilraun til manndráps og annað. Góður vinur minn var að gifta sig um daginn og ég og vinur minn, Fjölnir tattú, reiknuðum út að strákarnir þarna inni væru með 400ára fangelsisdóm samanlagt.

Hvaða eiturlyf hefuru tekið?

Mann langaði að prufa heróín eftir Trainspotting, þá hugsaði maður „er þetta svona andskoti gott?“. En ég hef reykt heróin.

Rússarnir kenndu mér að drekka vodka. Þegar þú ert að drekka vodka þá smellir þú því bara í munnin dry og hafðu munnin bara lokaðan. Ef það kemst ekkert loft í munnin þá finnur þú ekkert bragð sko. Þá geturu skellt þessu í þig alveg dry. Svo bara vatnsglas með til að skola vodkanu úr munninum þá er þetta bara ekkert mál. Svo bara búmm kickar þetta inn. Eftir þetta sýndi Jón okkur um húsið þar sem við kíktum meðal annars á málverk eftir hann. Húsið var hið snyrtilegasta í stíl við Jón og huggulegt yfirbragð yfir öllu þótt ýmislegt endurspegli lífstílinn sem einkennir Jón. Að lokum gaf Jón okkur nokkur eintök af bókinni ,,Jóns saga Stóra” sem eins og flestir vita er skrifuð um hann. Það er vert að benda á það að allur ágóði sem Jón fékk í sinn hlut af bókinn lét hann renna óskipt til góðgerðamála. Við þökkum Jóni kærlega fyrir ánægjulegan eftirmiðdag og hlökkum til að sjá hvað hann tekur sér næst fyrir hendur.

47


Busahlaðborðið

48

Diljá Kristjánstóttir átti erfitt með að setja krossinn við MR þar sem reglulegar skíðaæfingar komu í veg fyrir að hún gæti tileinkað frítíma sínum í lærdóm. Að öllu jöfnu endaði hún hér, metnaðafull, hjartaheil og eftirtektasöm stúlka.

Kristrún Ragnarsdóttir er fagurt fljóð úr Firðinum. Komin af miklum hjartaknúsaraættum ætti hún að vekja mikla lukku á busaballinu, sem og brostin hjörtu. Bróðir hennar er hins vegar ekki á sama máli og höfum við eftir honum. „Ekki einu sinni láta þér detta það í hug“

Óskar Jónsson þarf ekki að sækja langt í tónlistasnilli sína sem kemur helst fram þegar hann svæfir unga munaðarlausa hvítvoðunga með hörpuleik. Hann er í samstæðri fjölskyldu og á því í nokkrum erfiðleikum með að fara frá henni svona stóran hluta dags, þar sem menntaskólinn er svo langt í burtu.

Hugi Hólm Guðbjartsson er kaktusáhugamaður af guðs náð. Frístundir fara flestar í nákvæmis líffræðirannsóknir á kaktusum og náskyldum ættingjum. Hugi er skarpur mannþekkjari og dágóður skákspilari.


22. sept. – 2. okt. 2011

Ræmunum rignir inn - Sjáumst í haust

RIFF.IS 49


Spaรฐaspil Menn

50

30

29

28

27

19

20

21

22

18

17

16

15

7

8

9

10

6

5

4

3


ntaskólatíðinda

7

26

25

2

23

24

5

14

13

0

11

12

3

2

1

Eitt sinn, þegar ritstjórnin var öll í 3 bekk, nema Birnir, sem var í tíunda, voru engir spaðar. En nú er orðin breyting á. Sá sem er ekki spaði mætti alveg eins þvo sér í köldu baði. Allir leitast við að spaða sig í gang en enginn veit hvernig skal fara að. Til eru margar leiðir en ákveðnar aðferðir eru áhrifaríkari. Svo eru aðrar leiðir sem munu eyðileggja orðspor ykkar, þær skal forðast. Þar kemur ritstjórn menntaskólatíðinda inn í spilið (hint hint). Við höfum útbúið lítinn borðleik sem leiðbeiningar hvernig skal komast í gegnum félagslífið og enda á toppnum, í ritstjórn menntaskólatíðinda. Merkja skal 6 hliðar blýants með strikum eða tölum og nota sem tening.

1: Þú ert óbreyttur busi að byrja í MR. 4: Tekur þátt í Skreytó og ferð á reit 8. 6: Kemst í Herranótt og „leikur“ að reit 17. 7: Kemst í Gettu betur liðið, áfram um 1 reit. 10: Pósar nakin á plakati og kemst í Skólafélagsstjórn. 12: Tapar Gettu betur með 1 stigi, farðu á 2. 13: Syngur óperu nakinn í pontu, á reit 25. 14: Skellir þér beint í Morfís liðið, kjéllinn. 16: Tekur LOKSINS til á Amtmannsstíg, reit 2 19: Framma! 23: Þú gefur út Morkinskinnu kemur út 4 vikum of seint. Á reit 11. 28: Gleymir að stofna markaðsnefnd. Á 20. 29: Skrifar pólitískan þráð á skólafélagsspjallinu. Til baka á reit 18.

51



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.