Menntaskólatídindi 2.tbl 2009

Page 1


EFNI 6 8 9 10 12 16 18 20 22 24 26 28 30 31

Gettu betur LAN Umsjónarmaður fiskabúrs Busadagur Gillz Busaballið Ferðasaga Tölfræði Meistaradeildarspjall MR-ví Turn on’s & off’s Að snæðingi með sælkerunum gogoyoko Plötugagnrýni

Þakkir Ármann Jónsson Egill Einarsson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Fannar Örn Arnarson Guðmundur Vestmann Hrafnkell Hringur Helgason Jóhann Björn Jóhannsson Jóhannes Hilmarsson Júlía Guðbjörnsdóttir Kjartan Orri Þórsson Magnús Karl Ásmundsson María Björk Kristjánsdóttir Matthías Páll Gissurarson Ólafur Hrafn Steinarsson Paul Joseph Frigge Reynir Snorrason Steingrímur Eyjólfsson Valtýr Breki Björgvinsson Vignir Már Lýðsson Þorgeir Helgason Þorgrímur Þórarinsson

Útgefandi Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík Ábyrgðarmaður Árni Freyr Snorrason Ritstjórn Freyr Sverrisson Gísli Örn Guðbrandsson Ingimar Tómas Ragnarsson Nicolas Ragnar Muteau Ragnheiður Vernharðsdóttir Hönnun og umbrot Gísli Örn Guðbrandsson Prentun Prentheimar Upplag 1000 eintök Forsíðumódel Freyr Sverrisson Gísli Örn Guðbrandsson Ingimar Tómas Ragnarsson Nicolas Ragnar Muteau


Ávarp Inspectors

2.tbl. Haustmisseris 2009

Kæru vinir. Fyrstu vikur skólaársins eru góður fyrirboði fyrir það sem koma skal enda hefur varinn kraftur félagslífsins verið leystur úr læðingi og mun streyma um ganga skólans það sem eftir lifir vetrar. Stórskemmtileg MR-ví vika Framtíðarinnar er nú að baki þar sem toppurinn á ísjakanum var glæsileg frammistaða mælskusnillinganna fjögurra í Bláa sal Verslunarskólans. Nú er hins vegar komið að Skólafélaginu að dreypa sig úr dróma enda er hafin árshátíðarvika þar sem nemendum gefst kostur á að upplifa lystisemdir Las Vegas borgar – borgar drauma og brostinna vona. Í árshátíðarvikunni er tilvalið að gera sér glaðan dag, efla bekkjarandann og enda vikuna svo í anda kvikmyndarinnar Hangover þar sem sýnt var hvernig alvöru Las Vegas skemmtun fer fram. Í vikunni mun Skólafélagið standa fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum en hápunkturinn verður að sjálfsögðu dansleikur á Broadway þar sem Milljónamæringarnir, Coral og Mel

Gibson & Jim Carrey munu leika ljúfa tóna fram eftir nóttu. Samt sem áður viljum við í Skólafélaginu minna fólk á að ganga hægt um gleðinnar dyr og hvetjum ykkur öll til að koma jafnfalleg heim og þið voruð þegar þið fóruð út – þetta á sérstaklega við um Arnór Einarsson, Forseta Framtíðarinnar og annálaða fyllibyttu. Því miður var hegðun Menntskælinga á Busaballinu ekki til fyrirmyndar og því hefur María Björk forvarnarfulltrúi sent lista yfir þá nemendur sem höguðu sér hvað verst og eru því með gult spjald. Þeir eru eftirfarandi: Þengill Björnsson Sunnefa Gunnarsdóttir

Ég vona að aðrir meðlimir Skólafélagsins láti þessa einstaklinga vera sér víti til varnaðar enda var framkoma þeirra á Busaballinu engan veginn til fyrirmyndar. En það er óþarfi að láta örfá rotin epli spilla fyrir eplakörfunni og er því ekkert annað í stöðunni en að taka árshátíðarvikunni, einni eftirminnilegustu viku skólaársins, opnum örmum. Skólafélagið, skreytinganefnd og árshátíðarnefnd hafa sannarlega farið allin við undirbúning þessarar árshátíðar og vonum við að þið munið muna eftir Las Vegas borg MR-inga 2009 til æviloka. Gleðilega árshátíð og Viva Las Vegas! Árni Freyr Snorrason inspector scholae

Brynjólfur Gauti Jónsson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Arnór Einarsson (surprise, surprise....) 3


Ávarp Ritstjórnar Hæææjjj dúllukrútt! Það má með sanni segja að í þetta blað fór mikil vinna, tími, hlátur, grátur og slátur. Það var sko ennginn barnaleikur að gefa út tvö blöð á svo stuttum tíma samhliða því að vera í enndalausum prófum, vera í herranæturstjórn, passa upp á það að fara í sturtu á hverjum degi, lakka á mér neglurnar, greiða á mér hárið og bara yfir höfuð halda mér eins fallegri og

4

raun ber vitni. Hell no, það var sgo geggjað ervitt. En eins og má sjá á Loka Laufeyjarsini, mér sjálfri og þessu blaði þá er allt mögulegt ef viljinn er við hendi. Með metnaði, þrautseigju og fyrst og fremst fabulousity þá tókst það, og tókst vel. Ég gerði þetta fyrir þig kæri samnemandi. Ég gerði það því að allt er fyrir vin sinn gerandi.

Ástarkveðja, Eygló Hilmarsdóttir, ritstjóri Loka Laufeyjarsonar, ritari Herranætur og Herranæturstjarna<3. E.s. Shut up and put your money where your mouth is That’s what you get for waking up in Vegas Get up and shake the glitter off your clothes, now That’s what you get for waking up in Vegas

Ávarp raunverulegrar ritstjórnar MT: það sem Eygló sagði.


e r v ð í Bt ! i r t e B Fifa 10 PC, PS2, PS3, PSP, XBOX 360, WII, NDS Nýjasti og klárlega besti Fifa leikur allra tíma. Að þessu sinni er kynnt til sögunnar svokallaðar 360° hreyfingar, en það auðveldar spilurum að hreyfa leikmenn með meiri nákvæmni. Í leiknum eru öll helstu lið heimsins og þar á meðal landslið Hollendinga, en það hefur ekki borið mikið á því hingað til í leiknum. Gagnrýnendur eru á því að þetta sé langbesti Fifa leikurinn hingað til.

nintendo Wii Fjarstýring Fylgir

44.999 49.

999

Ð rt Ver

LÁN 7,7%

FrÁBÆ

10.799 PS

100 af 100 – Eurogamer Italy 94 af 100 – Vandal Online 93 af 100 – IGN.co.uk

3

það sem gerir þessa vél svo einstaka er hin frábæra “Wiimote” fjarstýring sem notuð er með henni. Hún er með hreyfiskynjara sem nemur nákvæmlega hvernig þú snýrð, hreyfir eða hreinlega sveiflar höndunum.

Til all að 24 mánaða

Karlar sem hata Konur

colin mcrae dirt 2 WII, DS, PS3, XBOX 360 Og PSP

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström. Um sama leyti fær hann einkennilega upphringingu. Henrik Vanger, fyrrum forstjóri hinnar voldugu Vangersamsteypu, vill ráða Mikael til þess að skrifa sögu fjölskyldunnar. Fljótlega kemur í ljós að hið raunverulega verkefni er að komast að því hvað varð um unga frænku forstjórans, Harriet, sem hvarf sporlaust fjörutíu árum fyrr. Honum til aðstoðar er ung kona, Lisbeth Salander.

gt ÓtrÚle VerÐ!

Magnaður bílaleikur þar sem leikmenn þeysast um heitustu “off-road” brautir heimsins. Allt frá byrjun fá leikmenn að smakka á öflugustu farartækjunum sem eru gríðarlega hörð. Leikurinn inniheldur fjölda keppna og æsispennandi multiplayer. 100 af 100 – GamePro 93 af 100 – Games Master UK 90 af 100 – IGN.com UK

10.799 PS3

2.199 2. 499

acer aspire timeline 5810 ALLT Að 8 TíMA RAFhLöðUENDINg

ÓtrÚleg VerÐlÆK Kun

Skjár: 15,6" WXGA (1366x768) high brigtness Örgjörvi: Intel Pentium Processor SU2700 Skjástýring: Intel GMA 4500MHD Vinnsluminni: 3 GB DDR2-667 SDRAM Harður diskur: 320 GB SATA 5400rpm Minniskortalesari 5 in 1 Innbyggð vefmyndavél

99.999

LÁN 7,7% Til all að 24 mánaða

119. 999 139. 999

BT SKEIFAN - BT SMÁRALIND - BT AKUREYRI - www.BT.is - 550-4444

5


Gettu betur Gettu betur liðið í ár er skipað þeim, Elíasi Karli, Halldóri Kristjáni og Ólafi. Þeir ásamt liðstjórum liðssins og lukkudýrssins, hundinum hans Elíasar verja degi og nótt í æfingarbúðum fyrir komandi keppnir sem hefjast í janúar. Tókum við þá tali og létum þá svara nokkrum níðþungum spurningum til að finna út hver sterkasti liðsmaðurinn væri. 1. Hver er höfuðborg Burma? -Nay-Pyi Taw 2. Hvað heitir hæsti foss landsins? -Glymur 3. Hvað eru grunnstöðurnar margar í ballet? -5 4. Hver er formaður skilanefndar Landsbankans? -Lárentsínus Kristjánsson 5. Hvaða leikmaður skoraði flest mörk í Pepsi-deild karla í sumar? -Björgólfur Takefusa 6. Hver er útgefandi Morgunblaðsins? -Óskar Magnússon 7. Hversu hátt er Kebnekaise, hæsta fjall Svíþjóðar? -2111m 8. Hvað nefnist nýjasta plata hljómsveitarinnar Gus gus? -24/7 9. Hverjum er eignaður heiðurinn að veraldarvefnum WWW? -Tim Berners Lee 10. Hvaða stefna nefnist á erlendum tungumálum utilitarianism? -Nytjastefnan 11. Hvort er meira af vetni eða helíni í sólinni? -Vetni 12. Hver á heimsmetið í 1500 metra hlaupi karla? -Hicham El Guerrouj

5. Björgólfur “bumba” Takefusa 6. Óskar Magnússon 7. Skjótum á 2300m (rangt) 8. Tventífor Seven

Halldór Kristján

9. DMS. Jonathan Internet (rangt)

1. Nay-Pyi Taw

10. Nytjastefnan

2. Glymur í Botnsá

11. Það er enn um stund meira af vetni, bíðum í nokkur milljón ár

3. Fimm eða sjö... segjum sjö (rangt) 4. Hann heitir hinu skemmtilega nafni Lárentsínus Kristjánsson, Lárus Finnbogason var sá gamli 6

12. Hicham El Guerrouj

Elías Karl 1.Jan Gon / Nay Pyi Taw. 2. Glymur 3. 7 (rangt) 4. Lárentínus Einarsson (rangt) 5. Björgólfur Takefusa 6. Óskar Magnússon 7. 2311 (rangt) 8. 24/7 9. Tim Berners Lee


10. Pass

7. 4100 (rangt)

11. Vetni

8. Pass

12. Hicham El Guerrouj

9. Tim Berners Lee

Ólafur

10. Pass 11. Vetni

1.Nay-Pyi Taw 2. Glymur 3. 4 (rangt) 4. Lárentínus Kristjánsson

12. Hicham El Guerrouj

Stig. Halldór Kristján 9/12 Elías Karl 8/12 Ólafur 8/12

5. Björgólfur Takefusa 6. Óskar Magnússon 7


Lan Tölvuakademíunnar 8

Kvöldvaka Tölvuakademíunnar og Nördafélagsins var haldin 19. september. Ein af epískustu kvöldvökum allra tíma. Fólkið mætti um 19:30 og tilbúið í LANið. Sumir voru þegar sveittir þegar þeir gengu inn, með tölvuna í hægri og skjáinn í vinstri. Þeir settust niður við borðið sitt, fengu sér dós af Magic, tengdu tölvuna og hófu leikinn. Það sem var mest spilað var auðvitað snilldarleikurinn DotA, Defense of the Ancients, einn virtasti LAN-leikur allra tíma. Það var ekki vegna einskærrar tilviljunar, því um kvöldið átti einmitt að vera DotAmót (lesist Dóta mót). Höfðu 8 lið skráð sig til leiks og um klukkan 21 hófst mótið. Keppt var í tveimur riðlum og komust tvö lið upp úr hverjum riðli. Spennan var í hámarki, spilarar tengdir, leikurinn hafinn og ekkert fokkin backdoor rugl. Liðin sem kepptu voru: The Black Hand, Kökukarlarnir, The Autobots, Mixmen, Elítuteymi 6.X, Fashion Police, Team Banana og Bacardi. Sigurvegararnir, Mixmen, hlutu að launum 5x 5.000 króna úttekt í BT og út að borða fyrir fimm á Argentínu, en liðið skipuðu Ívar Húni, Stefán Haukur,

Elías Kristinn, Sveinn Ragnar og Höður. Seinna um kvöldið, þegar DotA var enn í gangi hófst Countermótið sem var í umsjón Ólafs Ásgeirss. Stefán Páll sigraði og fékk að launum gjafapakka frá Kakólandi! Takk Tetssur! Þegar ég var orðin helv ánægður með hvernig lanið gekk, þá ákvað ég að fara og litast aðeins um. Frammi var Pool-borð og þar var verið að halda mót! Næs! Konráð, 5. X vann og var frekar sáttur. Segið svo að hornafallareikningurinn á Eðl I nýtist ekki! Btw, Magnús Karl sá um það, meistari. Síðan fór ég upp og tjékkaði á stelpukvöldinu. Þar var fólk í gúddý fýling að horfa á OC og Despó. Síðan var e-ð kíkt á Mulan! Swíít. Í næstu stofu var Guitar Hero World Tour og Beatles Rockband. Var fólkið að Lövdahla að berja trommurnar í takt og sjá að trommuleikur Ringó Starr var sko alls ekki einfaldur. Róbert Már var að refsa. Næsta stofa var spilastofan, þar sem Ingimar Tómas, Napoleon Scholae, fyrirliði Áhættufélagsins, sá um spilakvöld. Þar var helst spilað Risk, en líka e-ð Axis and Allies. Eins og tíðkaðist þá var auðvitað Risk-mót og I shit


you not, þá vann Ingimar Tómas Risk-mótið. Kallinn hlaut að launum Risk-spil sem að hann hafði fengið frá Spilavinum. Fußball borð var þarna einnig, og þar var Paul Joseph Frigge, Sleggjan, svo sannarlega að refsa. Tjedllinn kann þetta. Svo var líka PS3 tölva, sem að Egill Viggnisson kom með og var þar verið að spila COD og Fifa. Ef maður gekk aðeins lengra inn, þar sem Kakóland er, þá var Original Nintendo Entertainment System á skjávarpa, og að sjálfsögðu var Super Mario í henni. Fólkið kunni að meta upprunalegu fjarstýringuna! A, B, Select, Start,

Örvatakkar og ekkert kjaftæði! Upp, upp, niður, niður, vinstri, hægri, vinstri, hægri, B, A, start! Síðan þegar maður var kominn framhjá LANinu, þá gat á að líta Nintendo Wii, með upprunalega Super Smash Bros hökkuðum inn á, ásamt Brawl og Melee. Kærar þakkir hljóta Ingimar Tómas, Þengill, Egill Vignis., Hannes Þór, Ívar Örn, Magnús Karl, Árni Freyr og allir þeir busar sem hjálpuðu til við að setja upp.

Kapteinn Matthías Páll Systemus Gissurarson, Inspector Instrumentorum.

Tölvuakademían, Nördafélagið og undirdeildir þess.

Kthxbai,

Ástir og raunir umsjónarmanns fiskabúrs Þennan mann þarf vart að kynna fyrir ykkur kæru samnemendur. Hann er maðurinn sem hefur sinnt af sinni mestu alúð ykkar kæru fiskum. Maðurinn er Þorgeir Helgason, umsjónarmaður fiskabúrs og tókum við hann tali og spurðum hann spjörunum úr. Hvernig myndirðu lýsa venjulegum degi sem umsjónarmaður fiskabúrs? Þorgeir: Já, það er erfitt að segja, hver dagur er hverjum degi ólíkari, ný ævintýri og nýjar áskoranir á hverjum degi. Mín vanafasta rútína hefst þannig að ég vakna klukkan sex og held af stað. Ég reyni að vera ekki kominn seinna en sjö til fiskanna, því mín bíða margskonar verk sem klára þarf áður en skólinn hefst. Í því felst meðal annars að fæða þá, leika við þá og það allra mikilvægasta að tala við þá. En eins og öllum er meðvitað eru fiskar

miklar félagsverur sem þarfnast athygli og umönnunar. Eftir skóla kem ég svo beint til þeirra og dvel með þeim fram á kvöld. Þar fer fram ýmisskemmtun og að lokum eftir að hafa lesið kvöldsöguna þeirra held ég heim. Ánægður eftir viðburðarríkan dag! Nú eins og öllum er ljóst er þetta mikið ábyrgðarstarf og mögulega mikilvægasta embætti innan Menntaskólans, en hvernig ferð þú, eins þíns liðs, að því að höndla þessa ábyrgð? Þorgeir: Þetta er ekki auðvelt, alls ekki! Satt best að segja ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég brotnað niður og grátið tímunum saman. Spurt sjálfan mig, „Af hverju ég?“ En svo alltaf komist að þeirri niðurstöðu að ég mjög heppinn, það er ekki á hvers manns færi að fá að sjá um þessa fiska.

Hvað er svo á döfinni hjá þér núna Þorgeir? Þorgeir: Já, skemmtilegt að þú skulir spyrja en núna eyði ég öllum mínum frítíma í skipulagningu á hinni verðandi árlegu Fiskaviku sem halda skal í nóvember. Vikan verður þéttsetin atburðum en í lok vikunnar er áætlunin að halda „Fiskadjamm“, en allur ágóðinn mun renna í fjárfestingu á nýjum græjum og fiskum fyrir skólann. Við þökkum Þorgeiri fyrir áhugavert viðtal og spyrjum að lokum hvort það séueinhver lokaorð? Þorgeir: Já, ég vil helst bara þakka öllum sem hafa staðið við bakið á mér. Bæði í kosningabaráttunni og í starfi. Þetta hefur verið mér rosalega mikilvægt og ég get ekki tjáð í orðum hversu þakklátur ég er. Grein eftir Þorgeir Helgason Spurningar eftir Þorgeir Helgason Viðtal tekið af Þorgeiri Helgasyni 9


Busadagur

Að morgni busadags vaknaði ég um sjöleytið. Inni á baðherbergi reyndi ég að bursta í mér tennurnar en hendur mínar skulfu of mikið... af hræðslu! Ég ætlaði ekki að þora að mæta í skólann en ég stappaði í mig stálinu og kom mér inneftir. Eftir fyrstu fimm tímana var spennan búin að magnast gríðarlega og þá var komið að því. Við vorum færð niður í Gamla skóla þar sem við biðum, og biðum. Maður sá fyrir utan dökkklædda fjórðu- og fimmtubekkinga koma gangandi á eftir efstubekkingum klæddum tóga. Þeir gengu hring í kringum skólann á meðan við skulfum. Svo allt í einu gengu þeir annan hring, pottþétt til að hræða okkur enn þá meira. Maður gat fundið dauðann færast nær, eða gaurinn í skikkjunni, sem færðist óðum nær. Skyndilega tóku allir á sprett í átt að húsinu, ég öskraði af ótta, ásamt öllum bekknum og eflaust öllum busum, en sem betur fer fóru þeir ekki inn.... strax. Busaræðan var alveg yndisleg, einmitt það sem maður þurfti, meiri kvíði. Jafnvel þó hún væri hræðileg vildi maður samt að hún yrði sem lengst, þar sem hún var núna það eina, sem var á milli okkar busanna og martraðarinnar, sem var búin að ásækja okkur síðustu vikurnar. Á tólfta slagi skulu lömbin þagna! Bjallan 10

drundi (einu sinni, tvisvar, þrisvar og svo fjórum sinnum) í eitt skipti, tvö, þrjú, og svo fjögur, þá voru allir farnir að hlaupa um óðir í pínulitlu stofunni sem hýsti okkur, fimm, sex, sjö, nú voru allir farnir að öskra og kalla, fela sig undir borðum, átta, níu, tíu, hurðum skellt í lás og gluggar kyrfilega lokaðir, ég er við það að fá taugaáfall við ellefta slag og svo tólf... Gamli skóli er nú berskjaldaður, ég stekk upp, undan borði, og gríp borðið með mér og tvo stóla sem ég hleð fyrir dyrnar, „þau munu ekki komast inn!“ .... Þeir komust inn. Nú var voðinn vís, grýlurnar voru komnar á stjá. Allur bekkurinn var búinn að troða sér inn í innsta hornið fyrir utan mig, ég faldi mig inni í fatahengi sem var í einu horninu, ég var ósýnilegur... Eða það hélt ég, þær fundu mig fyrstan og var ég látinn leika Britney Spears-úgáfu af beikoni á pönnu. Þetta var góð áskorun en mér fannst ég standa mig ágætlega. Í kringum mig sá ég fólk stynja eins og enginn væri morgundagurinn, þyljandi Gaudann og taka armbeygjur á hlið, hvernig sem það er svo gert. Loksins, loksins var okkur hleypt út í beinni röð syngjandi Gaudeamus Igitur ábyggilega svona 35 sinnum. Þegar ég svo komst út hélt ég að martröðinni væri lokið

og núna væri tími kominn á tolleringu og skúffuköku. Það var ekki raunin, mér var hent inn í hring af æpandi efribekkingum það sem niðurlægingin hélt áfram. Ég hefði gert margt fyrir einn Beikon Britney, en í staðinn var ég látinn spreyta mig á ballet. Það gekk ekki sem skyldi og því yfirgaf ég hringinn á baki bekkjarfélaga míns, líkt og við værum í burtreiðum. Eftir erfiðan hálftíma var ég loksins tolleraður, enn í sjokki. Skúffukakan sem ég gæddi mér á nokkrum mínútum seinna var eitthvert besta bakkelsi sem ég hef á ævi minni smakkað. Bragðið af lífi var það eina sem ég fann, og lífið rann aftur um æðar mínar. Busadagurinn var án efa einhver skemmtilegasti dagur lífs míns. Af hverju? Hvað er það sem gerir busadaginn að þeim viðburði sem hann er? Er það eftirvæntingin, spennan, kvíðinn, hræðslan, lítillækkunin, tóga, dauðinn eða tolleringin? Nei, Það er að verða MR-ingur. Hrafnkell Hringur Helgason 3.I


Busavikan mín var mjög auðveld vægast sagt. Lé Pre og eftirlitsmennirnir höfðu ákveðið að sýna mér miskunn og hlífa mér við tjah..öllu bara. Ég lenti ekki í neinum leiðindum nema kannski einu sinni. Þá var ég tekin sem töflubusi en var bara búin að vera þarna í svona hálfa mínútu þegar vingjarnlegur eftirlitsmaður dró mig út úr stofunni og spurði hvort það væri ekki allt í lagi? Og ég var minnt aftur á það að ef þeir gætu gert eitthvað fyrir mig HVAÐ SEM VÆRI þá væru þeir bara þarna til að hjálpa mér. Þannig var

öll busavikan mín. Bara frekar mikið tjill. Svo kom busadagurinn, ég vaknaði með kvíðahnút í maganum því ég vissi ekkert rosalega mikið hvað væri að fara gerast.. hafði heyrt minnst á grýlur, háðungargöng og tolleringar. Ég var ekki alveg viss hvað mér fannst um þetta en svo kom í ljós að þetta var ekkert svo hræðilegt, aðallega vandræðalegt. Ég þurfti að leika beikon að fæða barn og svo villtan fola sem vildi ekki láta temja sig, en hey, hvað gerir maður ekki fyrir MR! Um leið og búið var að tollera mig hætti ég að heyra

,,10 ARMBEYGJUR NÚNA og heyrði í staðinn ,,velkomin í MR, má ekki bjóða þér skúffuköku og mjólk? ‘‘ Ég gekk út af busaballinu og hugsaði um hvað þetta hafði verið æðislegur dagur, og fór strax að hugsa um það hvað fjögur ár er stuttur tími. Þess vegna ákvað ég strax að ég ætla að nýta þennan tíma sem best! Ásdís Nína Magnúsdóttir 3. A

11


Kópavogsbúinn Egill ,, Þykki‘‘ Einarsson hefur mikið verið í sviðsljósinu undanfarin ár, Egill gaf út lífstílsbók sem ber nafnið ,,Biblía fallega fólksins‘‘ en hún fjallar um hvernig má losna undan álögum trefilsskapsins og verða alvörukarlmaður/kona og má í henni finna ýmsan nytsaman boðskap og er hún skyldulestur fyrir þá sem vilja hætta að vera ljótir og leiðinlegir. Önnur bók Egils mun koma út von bráðar og er hún mannasiðabók sem kennir fólki að haga sér við hinar ýmsu aðstæður. Egill hefur rekið nokkrar vinsælar heimasíður í gegnum tíðina og ber þá allra helst að nefna Kallarnir.is en hana rak hann með nokkrum vinum sínum og buðu þeir upp á skemmtilegar dagbókarfærslur og annað efni. Nú rekur Egill síðuna Gillz. is þarsem hann svarar ýmsum spurningum og gefur góð ráð ásamt því að blogga reglulega. Menntaskólatíðindi heimsóttu Egil í Sporthúsið í Kópavogi þar sem hann var að þjálfa. Egill sagði litla feita stráknum að taka sér pásu á meðan hann talaði við okkur fallega fólkið.

12

Hvað hefur þú unnið mikið í póker ? Ef ég væri ekki að ljúga þá myndi ég tippa á að ég væri í örlitlum plús. Þegar maður var að byrja þá tapaði maður svolitlu, þá var maður nú ekki orðinn fyrirliði og svona, núna er þetta farið að vera svolítið auðvelt að hirða peninginn af þessum fiskum sem eru að spila þetta. Ég er það góður í dag að ég gæti auðveldlega haft þetta sem atvinnu, en eins og staðan er í dag þá hef ég of gaman af því að koma fólki í form með fjarþjálfuninni. Hvar gæti maður séð Þykka taka upp spilin? Aðallega á Casa, Gullöldinni og Royal, síðan kemur Steak and Play sterkur inn núna. Þessi mót eru líka farin að kikka inn núna, til dæmis er mótaröðin á Casa að fara að byrja núna alltaf á fimmtudögum. Ég var að spila á Hilton um daginn sem var líklega flottasta mótið sem hefur verið haldið á Íslandi, þetta voru sem sagt 191 spilarar sem tóku þátt og kostaði 40 þúsund krónur inn þannig að það voru 6 milljónir í ,,Prize Pool‘‘ og topp 18 fengu borgað. Ég ætlaði

að vinna en drullaði á mig og endaði í 69. sæti sem er skemmtilegt því það er uppáhaldsstellingin mín. Líka gaman að segja frá því að ég get tekið hana standandi, liggjandi, á hlið og sitjandi. Hinn almenni amatör kann bara liggjandi útgáfuna. Hefurðu farið til Vegas? Nei, reyndar ekki. Ég hef þó farið til Atlantic City, fyrir þá sem þekkja ekki til þá er hún svona ,,mini Las Vegas‘‘ fór þangað um páskana. Þar gistum við félagarnir á Trump Taj-Majal sem er Casino og hótel, og fórum í rauninni aldrei út af því enda er allt þarna, hellingur af veitingastöðum, skemmtistaðir og síðan risastórt pókerherbergi, þetta er eiginlega orðin svona árleg páskaferð hjá okkur strákunum. Þú þarft ekkert að fara út að anda út af það er dælt svo miklu súrefni þarna inn, það eru engar klukkur á veggjunum af því þeir vilja ekki að þú vitir hvað klukkan er, síðan þegar þú ætlar að fara að sofa þá geturðu það ekki út af það er svo miklu drasli dælt í andrúmsloftið þannig að þú ferð bara aftur niður að spila. Ég fór líka til Portúgal að


Gillz

spila í stærsta casino í Evrópu sem var mjög gaman. Portúgalarnir voru samt frekar leiðinlegir miðað við Kanana. Á blogginu þínu segir frá því þegar Partý Hans keyrði gegnum í Hvalfjarðargöngin á bílnum þínum og fékk sekt, hvernig lauk því? Það endaði bara þannig að hann vill ekki enn þá viðurkenna það að þetta sé hann þótt að það séu til myndir af honum undir stýri og þetta kostaði mig 50 þúsund kall, réttarstaðan er hans megin og hann getur alveg neitað að þetta sé hann. Ég er samt búinn að plana að hefna mín á honum, ég ætla að taka bílinn hans og láta á mig yfirvaraskegg derhúfu og gleraugu og fara í gegnum göngin á 200. Fyrst að ég fékk 50 þúsund króna sekt fyrir að vera á 97. km/h þar sem er leyft 70, þá hlýtur hann að fá svona hálfa miljón. Þú hefur verið kenndur við mörg nöfn svo sem ,,Gillzenegger‘‘, ,,Störe‘‘ og nú seinast ,,Þykki‘‘. Hvaðan koma þau? Þetta byrjaði allt með einkahúmor sem fór síðan lengra. Þegar við félagarnir opnuðum kallarnir.is á

sínum tíma tókum við allir upp einhver heimskuleg viðurnefni og þá festist þetta ,,Gillzenegger‘‘ nafn við mig sem styttist síðan yfir í ,,Gillz‘‘.Þau hafa öll smá baksögu, til dæmis Störe átti að vera skandinavíska nafnið mitt, smá húmor hjá mér að fara að tækla Norðurlöndin.. ,,Störe fer til Denmark’’ en ég ætlaði náttúrulega aldrei að gera það en það hljómaði fyndið. Þykki er bara komið úr kraftlyftingarlingóinu, þá var maður búinn að taka vel á því í ræktinni og síðan fær maður klapp á bakið frá félaganum og hann segir að þú sért þykkur. Ætli ég verði ekki að halda Þykki í smá tíma í viðbót vegna þess að svokallaðir vinir mínir brutust inn í bílageymsluna hjá mér og skiptu um bílnúmer á bílnum mínum og settu Þykki í stað hins gamla: Þeir þurftu að sjálfsögðu að henda gömlu plötunum svo ég þarf að borga 40 þúsund kall, bara til að fá gömlu númerin aftur.

Það eru engar klukkur á veggjunum af því þeir vilja ekki að þú vitir hvað klukkan er [...] . Hvernig fékkstu hugmyndina að biblíunni?

Ég fékk bara símhringingu frá Eddu og var spurður hvort ég vildi skrifa bók. Menn eru að senda inn kafla og biðjandi að fá bækurnar sínar útgefnar og þarna var bara hringt í mig og boðið það. Ég hugsaði bara af hverju ekki og þá kom þessi Biblía fallega fólksins í hugann, vildi svona aðeins taka fólk í gegn. Núna um jólin er ég að gefa út mína aðra bók svo ég get þá gengið í rithöfundasamtökin og formlega kallað mig rithöfund. Ég ætla að gefa út svona mannasiðabók sem kennir fólki að haga sér og ég er búinn að vera að vinna í henni í alveg 2 ár núna en ég þurfti til dæmis að henda biblíunni saman á 2-3 vikum í algjöru panikki. Mannasiðabókin verður alveg helvíti góð, bæði fyndin og síðan er hún líka svolítið nytsöm, alveg nokkrir punktar sem margir eiga að geta nýtt sér. Hefurðu einhver lífsstílsráð sem þú getur gefið lesendum?

Ég er nú bara alltaf að predika það sama, að menn drulli sér í gymmið nú í kreppunni þegar að ,,fit is the new rich“ og koma sér í betra stand. Mér finnst að þegar allt gengur upp í ræktinni þá gengur einhvernveginn allt annað upp í lífinu. Um leið og þú byrjar að drulla á þig í ræktinni þá drullarðu á þig í vinnunni, skólanum, kellingunum og pókernum. Þetta helst allt í hendur. Hvernig áttu að haga þér í Casino? Eins og staðan er í dag á Íslandi þá er ekkert Casino því að það eru froðuhausar sem að stjórna landinu. En það er ekki ólíklegt að þú farir einhvern tímann í Casino erlendis og því þarftu að kunna að haga þér þar. Það er lykilatriði að vera ekki eins og niðursetningur. Vertu klæddur eins og þú eigir peninga og hagaðu þér eins og þú eigir peninga. Þitt eina markmið þegar þú ert í Casino er að græða peninga. Þú ert aldrei að fara að hitta liðið aftur sem er með þér á borði og þú þarft ekki að vera vinur þeirra. Ekki vera að eyða tíma í að kynnast einhverjum á borðinu. Nema þú sért að sjálfsögðu á pókerborði og það sé hluti af aðferð þinni til að lesa menn. Ef að þú limaðir þig upp með ungri dömu kvöldið áður en þú ferð í casino og ert fastur með henni þegar þú ert að fara að gambla þá eru ákveðnar reglur sem eru. Ef að þú sest niður í spilakassa og daman er með þér og ekki orðin 21 árs þá muntu fljótlega sjá vel þykkan dyravörð koma röltandi að þér og segja ykkur að drulla ykkur í burtu. Ef að þú ert með dömu undir 21 árs þá er í lagi að skottast með hana út um allt, en hún má bara ekki sitja á rassgatinu við spilakassa eða borð sem þú gamblar á. Ef þú vilt græða money í póker þá er yfirleitt gáfulegra að gera það að kvöldi til því að menn eru oft í glasi þá og aðeins heimskari. En passaðu samt að fylgjast með hvað menn eru með stóran stack fyrir framan sig. Menn eru orðnir helvíti góðir að fela dýra chipsa neðst í bunkanum til að fela hvað þeir eiga mikið. Vertu viss hvað allir á borðinu eiga mikið áður en þú kemur með eitthvað bet og færð all-in í andlitið á þér. Ef þú sest á pókerborð í Casino byrjaðu á því að fylgjast með hvernig menn eru að spila og sjáðu hverjir eru „loose“ og hverjr eru „tight“. Fylgstu með hvað menn eru að „betta“ út á hvaða hendur. Ef þú tekur eftir þessu og ert ekki bara að stara á ljóskuna á næsta borði, þá er auðveldara fyrir þig að græða. Og ef þú getur ekki fundið út hver er lélegasti spilarinn á borðinu þá ert það þú.

13



▲ ▲▲


Busaballið Mér leið eins og indíána að fara að skjóta vatnabuffaló í fyrsta skipti. Ég var spenntur , ég var smeykur og djöfull var ég sætur. Loksins var komið að því, busaball MR, mitt fyrsta busaball. Ég var busaballs virgin. En ekki mikið lengur, ég hoppaði í ermalausan og blikkaði mig í speglinum, það verður sko skorað í kvöld. Þegar á ballið var komið fann ég að þetta var mitt kvöld. Ég þurfti ekki annað en að taka nokkrar pósur og einhver skvísan var komin þarna við fæturna á mér. Hey beib, pós og ekki þurfti meira til til að næla sér í fyrsta MR ballsleikinn minn, újee ég var eins og eldibrandur. En nei, ég var ekki

hættur, sorry vinan verð að halda áfram. Þá heyrðist öskrað OMG þetta er söngvarinn í White lies !. Ljúfan ég er hvað sem þú vilt, og folinn hélt áfram að skora. Jahá skothelt plan bara pósið og eitt til tvö vel valin orð. Fyrr en varði var ég kominn upp í tvær þrjár fjórar og váh ég get ekki talið svona mikið maður jeeeeez. Þetta ball gekk eins og í sögu, slellís hér og þar vááh er hægt að biðja um eitthvað meira eða. Neh eftir svona góða uppskeru var bara hægt að eiga minninguna. Minninguna um eilíft líf. Kjartan Orri Þórsson

Mín reynsla af busaballinu var ótrúleg, þetta byrjaði allt á kynngimögnuðu fyrirpartyi þar sem ég byrjaði létt daður og fór að undirbúa mig fyrir ballið (hneppa einni tölu frá og hífa pilsið aðeins upp). Mikið var um veitingar í fyrirpartinu og og varð ég svo sneisafull af kökunum að það hálfa væri nóg. Tíminn leið hratt og stuttu seinna fór fólk að týnast í bíla til að fara á ballið ég fór út, þreytt eftir að hafa þurft að melta mikið af kökum, og fékk far með þremur strákum með þrútna vöðva, þér héldu að þær gætu fengið mig... ekki séns, ég ætlaði að næla mér í eitthvað alvöru. Væntingar mínar til ballsins voru fljótt uppfylltar, ég labbaði inn og viti menn strax voru strákar byrjaðir að snerta mig, brátt kom í ljós að það var í öðrum tilgangi.. þetta voru bara dyraverðirnir :(. Ég ráfaði um sneisafullan og vel sveittan salinn í langan tíma en án árangurs, það leit út fyrir að ég myndi ekki finna

16

„sálufélaga“ í kvöld eða hvað? Þegar ég var nærrum því búinn að missa alla von tók strákur í hendina mína. Hann var með mjúka og vel snyrta hendi.. hann horfði djúpt í augun mín og kyssti mig. Já já já! Loksins, loksins alvöru strákur. Hann var fallegur og vel vaxinn. En mér var alveg sama, hann þyrfti sko að gera meira en þetta til að verðskulda mig. Og þá sagði hann það, þessa setningu.. Þessa setningu sem á víst að virka í tólf af þrettán skiptum.. Hann leit í augu mín og sagði: „RITSKOÐAГ Já hann verðskuldaði mig svo sannarlega, við kysstumst smá meira og trítluðum svo í húsið hans til að *RITSKOÐAÐ* ehh horfa á Gossip Girl. -Ónafngreind stelpa úr 3. bekk


Skreytingarnefnd Kæru samnemendur, ég vil byrja á því að taka það fram að ég get alls ekki sagt ykkur hvert þemað er, enda hernaðarleyndarmál þar á ferðinni. Í skreytingarnefnd starfa aðeins einstaklingar sem eru miklir framapotarar. Þó myndi ég segja að tíðarandinn einkennist ekki af slíkum dólgsháttum, heldur af stressi. Ég hef sérstaklega orðið var við það að mikið er um stress, stress á því að við séum alltaf komin of stutt, en á sama tíma sitja allir og spjölla hálfan daginn. Skreytingarnefnd er svolítið eins og pólskur vinnustaður, þar sem einn er að vinna en hinir 13 standa og horfa á og gagnrýna jafnvel. Meira að segja er maturinn á boðstólnum eins og á pólskum vinnustað. Allir drekka sprite zero og borða bónusbrauð með beikonosti og bönunum, viðbjóður! Mér þætti það við hæfi ef þemað væri bara pólskur vinnustaður. Enda erum við MR-ingar svolítið eins og Pólverjar, þið vitið.. á undan okkar samtíð (en eins og þið vitið eru Pólverjar í þann mund að samþykkja

geldingarlög á alla nauðgara, hversu nett?). Þó lá önnur hugmynd á borðinu varðandi þema og satt að segja hefur hún fengið góðar undirtektir meðal MR-inga og hefur margur maðurinn stöðvað mig á göngum skólans til þess að undirstrika ánægju sína með þessa hugmynd. Sjáið fyrir ykkur að þegar opnun cösu er og allt er dimmt, það er kolniðamyrkur og enginn veit neitt. Síðan er fólkið leitt inn og enginn hefur hugmynd um hvað sé eiginlega um að vera og svo er skyndilega kveikt á þúsundum lampa. Þemað „lampar“ er einmitt frábært þema og hvet ég til þess að þeir sem eru í 3. bekk núna hendi þessu í framkvæmd þegar þeir eru í 6. bekk.

ekki sé nóg af heimþrá hér á Íslandi, kannski skiljanlegt, en við megum vera þakklát fyrir það sem við höfum á þessum stað og stund. Þegar allt kemur til alls er bara mjög gaman að vera í skreytó, maður myndar einhvern veginn tengingu við afl sem maður þekkir ekki. Þetta er svolítið eins og að stökkva út í kaldan sjó og því mæli ég með. Kær kveðja, Magnús Karl

Ég upplifi einnig mikla heimþrá, en ég bý einmitt í Garði í 9 km fjarlægð frá Keflavík og kemst ég því ekkert heim á meðan ég er í skreytó. Heimþrá er einmitt einkennandi fyrir pólskt samfélag hér á Íslandi, ég get ekki ímyndað mér hve mikið þeir sakna heimahaganna. Heimþrá er einkennileg tilfinning, vegna þess að ég hef ekkert að gera heima.. frekar en Pólverjarnir í Póllandi. Ég vil meina að 17


Ferðasaga Bréf 1: Hæ mamma! Á eftir mun ég leggja af stað með Icy Tower landsliðinu til Las Vegas en ég Ívan, Kjartan og Marcel erum að fara keppa á Global-IcyTower-Festivalinu þar. Ég held að þú þekkir þá ekki neitt en þeir eru fínir þó að Ívan sé á sterum og Marcel sé frekar skrýtinn og Kjartan getur ekki hætt að hugsa um mat. En ég ætlaði bara að minna þig á að vökva burknann minn og gefa fiskunum að borða. Sjáumst seinna, Ármann. Svar: Hæ litla mússímússíið mitt! Gaman að heyra í þér! Ég vona að ykkur muni ganga vel á mótinu og að allt verði í lagi þarna og mundu að fara varlega og bursta tennurnar! Ég gaf fiskunum að borða áðan og er að fara vökva burknann. Hlakka til að sjá þig aftur dúllan mín! Kær kveðja, móðir þín. Bréf 2: Blessuð mamma! Við erum komnir á hótelið í Las Vegas, því miður þurfum við allir að gista í sama herbergi (væri best að geta sofið sem lengst frá Marceli). En við erum að fara borða rétt bráðum, Ívan og Kjartan eru að rífast um hvort við eigum að fara á Burger King eða McDonalds og Marcel vill bara fara á stað sem hægt er að fá eitthvað með parmesan osti. Við munum keppa eftir nokkra daga svo við ætlum bara að drepa tímann hér í Vegas á meðan. Sjáumst seinna, Ármann. Svar: Hæ rúsínan mín! Sakna þín rosalega mikið. Leiðinlegt að heyra þetta með herbergið og ég vona að þið finnið ykkur eitthvað að borða! Ekki fara að gera einhverja vitleysu þarna á meðan þið bíðið. Kær kveðja, móðir þín. Bréf 3: Sæl mamma! Við enduðum á því að fara bæði á McDonalds og Burger King og Marcel mætti bara með sinn egin parmesan ost. Við erum að pæla í því að fara í spilavíti í dag og prófa hvernig það er að gambla! Síðan vill Marcel að við förum á einhverja klúbba en við sjáum bara til með það. Sjáumst seinna: Ármann

18

Svar: sæll Ármann minn! Gott að þið funduð ykkur eitthvað að borða en mér líst ekki á að þið séuð að fara í spilavíti! Vona bara að þið hafið hætt við það! Kær kveðja, mamma þín P.s ef þú ferð á strippklúbb þá brýt ég tölvuna þína! Bréf 4: Blessuð mamma! Ég er með slæmar fréttir, við fórum í spilavítið í gær og við misstum okkur í því. Við töpuðum allir öllum peningunum okkar nema Marcel hann vann helling en hann neitar að lána okkur nema við snertum eitthvað kýli sem er á lærinu á honum. Svo ég var að pæla hvort þú gætir lagt inn á mig? Svar: Ármann, hvernig datt þér í hug að fara í spilavíti og hvað þá að nota alla ferðapeningana þína í það?! Þú færð sko að heyra það þegar þú kemur heim! Ég lagði inn á þig og ef þú dirfist að nota eitthvað af þessu í fjárhættuspil þá verð ég BRJÁLUÐ!! Kv. mamma. Bréf 5: Hæ mamma! Takk fyrir að leggja inn á mig en það er alveg óþarfi að öskra. Í dag vorum við því miður dæmdir úr keppninni því að Ívan féll á lyfjaprófi. Við vorum svo leiðir að við ákváðum að fara á kaffihús og þar drukkum við helling af kaffi. Við vorum í svo miklu koffínsjokki að við gerðum hluti sem teljast í daglegu lífi vera ógjörlegir. Kv. Ármann. Svar: Hvernig gátuð þið klúðrað þessu svona! Once in a lifetime opportunity farið í vaskinn! Og ert þú ekki of ungur til að vera farinn að drekka kaffi? Ég hef aldrei verið jafn reið á ævinni! Þú ert heppinn að ég sé ekki hjá þér annars væri ég búinn að rota þig. Vona þér alls ills! Kv. mamma. Bréf 6: Hæ fýlupúki, í dag hitti Kjartan einhverja araba sem við skildum ekkert í en þeir rétt náðu að koma því til skila að þeir vildu bjóða okkur út að borða og við fórum með þeim, en það hefðum við ekki átt að gera því að eftir matinn réttu þeir Kjartani tösku og drógu Marcel út með sér. Stuttu seinna þegar við litum í

töskuna komumst við að því að Kjartan hefði óvart selt Marcel því pokinn var fullur af peningum. En hérna, geturðu hreinsað fiskabúrið mitt? Kv. Ármann. Svar: Hvað í andskotanum ertu að pæla drengur? Ferð út að borða með einhverjum bláókunnugum mönnum og hvernig er hægt að vera svo heimskur að selja óvart manneskju? Það er eins gott að þið farið með þetta til lögreglunnar og skilið peningunum! Þú getur gleymt því að ég þrífi fiskabúrið! Kv. móðir hálfvita. Bréf 7: Slappaðu af kellingin þín! Þetta mun allt reddast. Kjartan var að kaupa smákökur af einhverjum gaur fyrir utan hótelið og nú erum við inni að pæla í því hvernig við getum fengið Marcel aftur. By the way, þetta eru bestu smákökur sem ég hef smakkað! HAHAHA! Þú ættir að sjá Ívan! Hann talar eins og Jabba the Hut! Ég ætla að fá mér meira af þessum smákökum! Sjáumst! Svar: ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA AÐ DJÓKA! Þegar þú kemur heim mun ég flá þig lifandi! Þú getur gleymt því að ég þrífi fiskabúrið! Þú ert dauður! Kv. mamma. Bréf 8: Djóka hvað? Ég var að vakna og ég veit ekki alveg hvað gerðist í gær, en ég sá sirka 30 pizzakassa í eldhúsinu og það lítur út fyrir að við höfum pantað alla réttina sem hótelið býður upp á og ég veit ekki hvað Kjartan er að gera í rúminu hjá Ívani. By the way, ef þú þrífur ekki fiskabúrið þá gætu fiskarnir dáið! Svar: Hvað ertu búinn að gera ófétið þitt? Hvernig datt þér í hug að borða þessar smákökur? Fyrst farið þið að drekka kaffi, seljið síðan vin ykkar og farið síðan upp í herbergi og endið í einhverri orgíu? Ætla bara að láta þig vita að ég henti fiskabúrinu þínu út um gluggann og kveikti í burknanum þínum! Kv. kona sem á engan son. Ármann Jónsson


Hvað gerðist þennan dag?

6. október. 1889:

Thomas Edison sýnir fyrstu bíómynd sína.

1981:

Forseti Egyptalands myrtur.

1987:

Fiji verður lýðveldi

Hvað eru þau að hlusta á? Eygló Hilmarsdóttir

Life’s Too Good Sykurmolarnir

Einar Lövdahl Gunnlaugsson

IV Hjálmar

Vampire Weekend Vampire Weekend


Tölfræði og staðreyndir innan veggja Lærða skólans Þegar við lesum Morkinskinnu blasir við okkur mergð upplýsinga um samnemendur okkar. Enginn hefur hingað til (svo að ég viti) unnið úr tölfræðigullnámu þessari en ég hef á undanförnum árum skráð niður algengustu nöfn og póstnúmer árgangsins sem hefur verið í 3. bekk hverju sinni. Í ár ákvað ég að vera aðeins stórtækari og hef því unnið úr fleiri upplýsingum um alla árgangana sem nú eru í MR. Þær upplýsingar sem eru ekki í Morkinskinnu (heimilisföng og póstföng) fékk ég frá Einari scribu og færi ég honum bestu þakkir fyrir. Ef þið viljið svo fá einhverja tölfræði birta í De Rerum Natura í vor hafið þá samband við mig.

Nafnatölfræði Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar talað er um tölfræði er án efa tíðni nafna. Eru algengustu nöfnin í árgangunum eins eða hefur tískan breyst ár frá ári? Eru sum nöfn miklu algengari en hinir eða gætir jafnræðis? Og umfram allt, er

nafnið. Upplýsingarnir eru úr fyrstu bekkjarlistunum sem komu á netið svo þær gætu verið úreltar á sumum sviðum. Hér má sjá algengustu nöfn bæði í drengja- og telpuflokki.

Strákar 6. bekkur:

Fornafn

Millinafn

Eftirnafn

Ívar, Tómas (4)

Freyr, Þór (4)

Einarsson, Gunnarsson (4)

5. bekkur:

Sigurður (5)

Þór (4)

Ragnarsson, Kristinsson (4)

4. bekkur: 3. bekkur: Alls:

Tómas, Helgi (4)

Björn (4)

Sigurðsson (5)

Jón (5)

Þór (5)

Sigurðsson, Jónsson (6)

Jón (13)

Þór (16)

Sigurðsson (16)

Stelpur 6. bekkur: 5. bekkur:

Fornafn

Millinafn

Eftirnafn

Anna (6)

Ósk, Kristín, Björg (4)

Gunnarsdóttir (5)

Anna (5)

Rún, María (3)

Sigríður (6)

Ósk (5)

Kristín (7)

Rún, Björk (5)

Guðmundsdóttir (6)

Anna (19)

Ósk (15)

Ólafsdóttir (17)

4. bekkur: 3. bekkur: Alls:

20

eitthvert algengasta nafn fyrir dæmigerða stelpu eða strák í MR? Eftirfarandi tafla ætti að hjálpa ykkur við að komast að niðurstöðu. Ég hef skráð niður þau nöfn sem koma oftast fyrir í hverjum árgangi fyrir sig og í lokin fundið algengasta

Gunnarsdóttir, Halldórsdóttir (5) Ólafsdóttir, Jónsdóttir, Guðmundsdóttir (6)


Póst- og heimilisföng Næsta skrefið er að kanna úr hvaða skólum þessir nemendur koma. Þar sem ég get ekki séð það beint (og má það örugglega ekki) verð ég að láta póstföngin vísa mér leið. Eins og sjá má er algengast að MR-ingar komi úr 107 (Vesturbærinn, 116 manns) en Garðbæingar eru í öðru sæti (póstnúmer

210, 86 manns). Athygli vekur að aðeins 4 nemendur koma úr 111 (Efra-Breiðholti). Einnig komu athyglisverðar upplýsingar úr heimilisfangakönnunin. Tölfræðin segir að hinn dæmigerði MR-ingur búi á Bollagörðum 1 í Seltjarnarnesi. Næstalgengast er að búa á Kaplaskjólsvegi á nokkrum stöðum. Það merkilegasta sem kom í ljós var að nr. 76 er fyrsta númerið sem enginn býr í. Einnig er skemmtileg tilviljun að nákvæmlega 17

manns búa í húsum sem eru nr. 17. Þar sem ekki er nægilegt rými til að birta allar upplýsingarverður að nægja að birta topp 15 - 16 póstnúmer og götunúmer. Kveð ég í bili.

Góðar stundir. Paul Frigge, 5.X

21


Meistaradeildarspjall Nú þegar boltinn er farinn að rúlla í helstu deildum Evrópu er fátt annað í stöðunni en að fara aðeins yfir málin, spá og spekúlera um það sem hefur gerst og það sem mun gerast. Svo ég byrji nú á því að gera hreint fyrir mínum dyrum, þá er ég dyggur áhangandi tveggja klúbba á Spáni, Deportivo de la Coruña og Espanyol. Eins og er þá er ég formaður íslenska Deportivo-klúbbsins og hef verið síðustu tvö ár. Meðal meðlima eru til dæmis Sölvi Þrastarson og Kristinn Kjærnested. Þessi tvö lið hafa átt hug minn allan síðustu ár svo ég hef ekki getað eytt neinni orku í að styðja annað félagslið, t.d. á Englandi. Þetta ætti því að tryggja óhlutdræga umfjöllun. Meistaradeildin fór af stað um miðjan síðasta mánuð og fer hún svona la-la af stað. Riðlakeppnin verður seint talin góð skemmtun, enda fá leikirnir sjaldan færi á því að vera skemmtilegir þökk sé litlu liðunum sem mæta inn í leikina með því hugarfari að hafa 10 menn fyrir aftan bolta í 90 mínútur, sbr. Arsenal Olympiakos nú í seinustu viku. Ekki bætir úr skák þegar stóru leikjunum lyktar báðum með steindauðum jafnteflum, sbr. Bayern - Juventus og Inter – Barcelona. Riðlakeppnin er næstum því óþarfur partur af þessari keppni. Félögin í styrkleikaflokkum 1 og 2 eru nær garanteruð áfram en öðru hverju slysast þó lið úr þriðja styrkleikaflokki inn í 16. liða úrslitin.

22

Fyrsti og annar styrkleikaflokkur líta svona út: Styrkleikaflokkur 1: Barcelona Chelsea Liverpool Manchester United Sevilla Arsenal Bayern AC Milan Styrkleikaflokkur 2: Lyon Inter Milan CSKA Moskva Real Madrid AZ Alkmaar Juventus Rangers Porto Það sem gæti hugsanlega gerst er að Stuttgart færi áfram á kostnað Rangers og Fiorentina kæmi inn í staðinn fyrir Lyon. Eins og er þá er mesta spennan í E-riðli þar sem Lyon, Liverpool og Fiorentina berjast um sæti í 16. liða úrslitum. Liverpool hafa sýnt það síðustu ár að sama hvað bjátar á, þá ná þeir alltaf að redda sér inn í 16. liða úrslitin. Ég held það verði tæpt þetta árið en það mun þó takast. Hvort liðið fari lengra fer

algjörlega eftir mótherjanum í 16. liða úrslitunum en ég tel að 16. liða úrslitin verði stoppistöð fyrir Liverpool þetta árið. Þótt Liverpool sé í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar gefur það ekki endilega rétta mynd af spilamennsku liðsins. Liðið hefur farið í gegnum einstaklega létt prógram í byrjun deildar og á meðan hefur liðið fallið á þremur prófum, gegn Aston Villa, Tottenham og Fiorentína. Sést þar greinilega að Alonso er sárt saknað. Samvinnu Alonso og Macherano hjá Liverpool líkti ég oft við kítti og kíttispaða. Alonso er þá kíttið sem heldur öllu saman en hvað hefurðu að gera með kíttispaða þegar þú hefur ekkert kítti? Kenny Moyes, bróðir David Moyes, hefur hrósað mér fyrir þessa samlíkingu og sagði mig hafa hitt naglann á höfuðið. Það er mjög erfitt að ætla að spá fram í 8. og 4. liða úrslit, því drátturinn spilar þar stórt hlutverk. Í átta liða úrslitum eru þó hin ensku lið fastagestir, auk þess sem Barcelona, Real Madrid, Bayern Munich, Inter Milan og jafnvel Sevilla munu að öllum líkindum vera í hattinum þegar dregið verður í 8. liða úrslitin. Meistararnir í Barcelona er þar líklegir til afreka, þrátt fyrir að hafa misst Eto´o og Eið Smára Guðjónssen í sumar. Hinn sænski Zlatan reynir þó eftir fremsta megni að fylla upp í það skarð sem Eiður og Eto‘o skildu eftir sig. Bayern Munich eru fyrir mér óskrifað blað. Eftir vasklega framkomu í


riðlakeppninni í fyrra, þar sem liðið setti m.a. met í 12-1 sigri á Portúgölunum í Sporting, töpuðu þeir óvænt stórt í útsláttarkeppninni gegn verðandi meisturunum í Barcelona. Stöðuleikinn er því stórt spurningamerki í leik Bayern, en ég tel þó að þeir muni verða sterkir í keppninni í ár. Ég set einnig spurningamerki við Arsenal. Arsenal hafa yfir þunnum hópi að skipa og meiðsli koma því augljóslega illa við félagið. Eins og er prýða 7 leikmenn meiðslalista Arsenal, sex af þeim eiga erindi í byrjunarlið liðsins. Gengi Arsenal í vetur mun því velta mjög á því hvernig meiðslin þróast. En þegar Arsenal er með sitt sterkasta lið eru þeir illviðráðanlegir. Afríkukeppnin í febrúar hefði getað komið sér illa fyrir Arsenal en Wenger var klókur og losaði sig við Adebayor og Kolo Toure til City nú í sumar. Ungu leikmennirnir munu vera áberandi í vetur og eru menn hvattir til að fylgjast með þeim Jack Wilshere, Carlos Vela og Francisco Merida Perez. Liðin í Mílanóborg hafa bæði sýnt það í gegnum árin að þau eru alltaf líkleg til afreka. Inter eru þó öllu líklegri þar sem

AC Milan, án Kaká, Maldini og Senderos hafa byrjað sísonið hræðilega, með einungis tvo sigra í fyrstu sex leikjum sínum í Seríu A. Tap gegn FC Zurich í síðustu viku var svo ekkert til að bæta á gleðina. Leið Inter inn í 16. liða úrslitin ætti að minnsta kosti að vera greið. Chelseamenn munu vera gríðarlega sterkir í vetur. Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn á síðasta tímabili annað árið í röð er ekki annað hægt en að búast við miklu af þeim. Elstu menn muna vart eftir fallegri sjón en þegar Frank Lampard leiddi félaga sína í úrslitaleikinn í meistaradeildinni, með hjálp móður sinnar á himnum sem nýverið hafði fallið frá. Hver einn og einasti fótboltaáhugamaður fylgdist með þessu með grátstafinn í kverkunum. Lið Chelsea er firnasterkt með leikmenn á borð við Essien, Drogba, Ballack og fótboltaíkonið Carl Magnay. Byrjun Chelsea í deildinni hefur verið sterk þrátt fyrir slysatap gegn Wigan um þarsíðustu helgi. Við höfum þó litlar áhyggjur af því enda lenda öll lið í svona einstaka slysatöpum, sbr. Man. Utd. á móti Burnley og Arsenal á móti liðunum í Manchesterborg.

Manchester United fara alltaf langt, svo mikið er víst. United hafa fram að þessu höndlað það ágætlega að vera án Cristiano Ronaldo það sem af er tímabili. En hver á að setja mark af 30 metrunum og klára þannig leik í 8. liða úrslitum upp á sitt einsdæmi ? Eitt veit ég og það er að Antonio Valencia er ekki sá maður. Rooney virðist hafa verið að stíga upp upp á síðkastið svo það verður gaman að sjá hvernig málin þróast hjá Manchester. Ef kókaínnösin Rio og Nemanja Vidic haldast heilir þá er liðið til alls líklegt. Fergie þurfti að horfa uppá hetjuna Owen haltra meiddur af velli í leiknum gegn Wolfsburg. Hann hefur því að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir United á þessu tímabili. Við fótboltamenn eigum því spennandi vetur í vændum og þri- og miðvikudagskvöld munu að öllum líkindum verða bókuð, sérstaklega þegar líða fer á veturinn. Gleðilega Meistaradeild !

23


MR -

24


Epíkin byrjaði í Hljómskólagarðinum þar sem barist var í köldu og blautu grasinu, á heimavelli okkar. Úrslit dagsins voru frekar jöfn en það skipti litlu máli því MR-ingar voru einblíndu á allt annað ... KVÖLDIÐ. Blái salur var troðinn þegar ræðulið MRinga steig á svið.. og lýðurinn féll í trans. Ræðu eftir ræðu hakkaði ræðulið MR vesalingana í sig og stefndi allt í þúsundfalt rúst.. Eða hvað? „Munurinn á liðunum voru 40 stig“ „Dómarar voru ekki sammála“

„Ræðumaður kvöldsins er Eva Fanney“ Hvað var í gangi? SVIK og PRETTIR? Ótti byrjaði að mjakast inn í hjörtu MRinga... Hrollur fór um salinn Gat það gerst? Mútur? Eða bara hatur á Lærða skóla? ,,Til hamingju..“ Alger þögn ,,Menntaskólinn í Reykj-“ var það eina sem hann náði að segja,þvíví salurinn TRYLLTIST! VIÐ UNNUM VIÐ UNNUM, ENGINN GAT STOPPAÐ ÞAÐ.

EKKI EVA RAUÐSOKKUR, EKKI TACO, EKKI EINUSINNI GAURINN SEM STAMAÐI. Minning um sigur á vesalingum mun að eilífu varðveitast í hjörtum okkar og mun montréttur sem við höfum öðlast í eitt ár vera óspart notaður. Já, það má með sanni segja að strákarnir okkar hafi tekið þetta í ósmurt rúnstykkið. Lærði skólinn alltaf númer eitt.

25


Topp 10 turn on’s og turn off’s Jóhann Björn Jóhannsson

Turn on’s

Turn off’s

1) Að kunna að dansa. Ef þú kannt að dansa þá ertu bókað heit.

1) Bringuhár og öll óviðeigandi hár almennt. Já þú veist hvað ég meina......

2 )Fallegt bros og fallegar tennur. Gotta luv it. 3) Háir hælar og löng stígvél. Allur djarfur klæðnaður er vel metinn.

2) Gellur sem taka 120 kg í bekk með sixpack og stærri byssur en Gillzenegger 3) Ömmu gleraugu og öll gleraugu sem eru stærri en 1 fermetri.

Tískan er eitt það mikilvægasta í lífi stelpna á unglingsárunum, sérstaklega Dóru Dúlíu. Hvað er inni og úti er eitt en það sem skiptir máli er hvað er heitt. Hvað er fallegra en ung snót með fallegt bros, öryggi í framkomu og ekki síst góð í rúmfræði. Hvað er betra en eplalaga stinnur rass, stórar melónur og smettið í lagi (Ekki must, annars fjárfestirðu í bréfpoka). Stutt pils og háir hælar bræða að sjálfsögðu úr hverjum manni augun en ekki væri verra að hafa línurnar í lagi og afbragðs fatasmekk. En allt þetta skiptir engu máli heldur er aðalatriðið hvernig þú horfir á sjálfa þig því eins og hún Dóra Júlía mælti: ,,Sé konan ófríð, veldur það henni svíðandi sársauka, sem þjáir hana alla ævi.“

4 )Mini pils, Push up, þröngur kjól, þröngur bolur, þröngar leðurbuxur eða leggings. Bara allt sem er þröngt.

Hugrún Lind Arnardóttir

Turn on’s

Turn off’s

Tækifærinn gefast ekki alltaf í skólanum, við stelpurnar ferðumst um í hópum, sem getur oft verið ógnandi. Þegar tækifærin þó gefast, er um að gera að vera herramenn og t.d opna hurðarnar fyrir stelpum, þó það sé ekki nema að halda þeim opnum. Því það eru líka litlir hlutir sem geta vakið athygli okkar. Á böllum er hinsvegar tækifærið til að taka af skarið og athuga hvernig landið liggur, því það skilar engu að vera feiminn. Í versta tilfelli þurfiði að sæta höfnun en án hennar vitiði ekki að þið hafið reynt.

1) Flottur fatasmekkur – og stelpurnar slefa 2) Menntamenn. 3) Fallegir og vel pússaðir skór – það er eitthvað við það. 4) Að kunna á Hljóðfæri – allar stelpur eiga erfit með að standast það! 5) Suits – Barney Stinson 6) Góður húmor – ómetanlegt! 7)Að kunna erlend tungumál (ekki ensku) – shjarmerandi! 8) Fallegt bros – bræðir allar stelpur! 9) Góðan tónlistarsmekk – FM 957 eitt og sér er ekki tónlistarsmekkur 10) Að hafa skoðannir – að kinka kolli er ekki nóg!

1) Mottur og bartar – hver vill á útbrot eftir að hafa dottir í sleik? 2) Hnakkar – eru greinilega að reyna að bæta upp fyrir eitthvað... 3) Ástarljóð – svo 1800’s 4) Hattar – nei...veistu...nei! 5) Lumma – ...og þú lítur út eins og hamstur... 6) Fallegar neglur – það er eitthvað bogið við það... 7) Tepruskapur – sýndu smá karlmensku og bjargaðu stelpum frá vondum bjöllum og kóngulóm 8) Hommagos – litaðir drykkir eru ætlaðir stelpum 9) Hroki – æjjj... 10) Dólgur – ekki alveg leiðin til að pikka upp gellur

5) Flottir leggir og að vera óhrædd við að láta þá njóta sín. 6) Liðug. Ef þú ert góð að teygja þig þá ertu örugglega góð í að teygja hitt og þetta. 7) Ákveðnar stelpur með öryggi í framkomu. 8 )Góðar í sleik 9) Fyndnar stelpur með húmor og skemmtilegan hlátur

4) Of mikið meik. Þið eruð að mála andlit ekki hús. 5) Gotharar, hvít og svört málning, gaddar, blóð og allt sem viðkemur blóði. 6) Víð föt, skíðagallar o.s.frv. Halló, MR ekki mh. 7 =Appelsínugult tan og brúnkukrems flekkir. 8) Kynsjúkdómar, neiiiiii takk. 9) Skítugt ógeðslegt hár. Hefurðu heyrt um sturtu?

Billiard.is 26


Júlía Guðbjörnsdóttir Á göngunum gerast hlutirnir! Við stelpurnar lærum í tímum og höfum ekki tíma til að einbeita okkur að því hvernig þið látið þar… heillið okkur í Cösu, á göngunum og í frímínútum. Hagið ykkur eins og villidýr, við fílum það! Takið brjálaðan dans, syngið eða reynið að koma hnefanum ykkar upp í munninn ykkar fyrir framan okkur, það er hot. Til að fanga athygli kvendýranna alveg örugglega er málið að blikka hverja gellu sem gengur framhjá, jafnt með hægra og vinstra auga helst eins hratt og mögulegt er!

Turn on’s

1) kyssilegar varir MJÖG mikilvægt, smá raspberry gloss og málið er dautt! Gott bragð líka.. like it 2) vöðvar SÝNIÐ ÞÁ! Hvítir hlýrabolir eða labbið bara um gangana berir að ofan 3) Brúnkukrem ljósabekkir hvað? Brúnkukrem er málið í dag, helst svo mikið að það leki af stæltum vöðvunum 4) **BLING BLING BLING** eins mikið og hægt er svo það lýsi upp

Ólafur Hrafn Steinarsson (iPhone Dude) Turn on’s

1) Heitur líkami, allir strákar fílaða 2) Kunna að dansa, það bendir til hæfileika á öðrum stöðum líka 3) Lítil máning, allir strákar fíla náttúrulega fegurð 4) Sjálfsöryggi, ekki húka utí horni.. farðu og talaðu við hann 5) Húmor, ef þú kemur mér til að hlæja þá kemuru mér heim

hina dimmu ganga skólans! 5) BIG, I like it big big big… 6) sýnið áhuga stelpur vilja vita ef strákur hefur áhuga, hressilegt klíp á rass skotmarksins í tíma og ótíma er merki sem fer ekki á milli mála! 7) týpur tónlistargaurar, lanarar, nördar, rokkarar.. name it, bara ef þið eruð einhverskonar týpa þá vil ég ykkur! 8) vel dúað hár eins mikil svínafita og hægt er, mmmm maður hatar það ekki! 9) ástarbréf allar stelpur dýrka að fá ástarbréf og ekki skrifa: leynilegur aðdáandi, xxxxxxxx.. elskur, við viljum vita hver þetta er!

2) playerar SOOOO 2008! Haldið ykkur við eina stelpu 3) anti kúrari er bara hell… þá getum við alveg eins verið að kúra með bangsanum okkar 4) heimskur =stupidooooo, kill me now! 5) Tóbak, djammreykingar, lummur… not cool, sérstaklega þar sem vel tenntir strákar eru turn on! 6) nískupúkar við viljum láta dekra við okkur.. 7) væmnir gubb! Ekki vera að væla í okkur og ég tek það fram að væminn og rómantískur er ekki það sama!

10) góða nótt sms ekkert sætara en það (661-2312 ;))

8) svitablettir ewwwww, sleppið því þá að mæta í lituðum bolum eða verið í peysu!

Turn off’s

9) prump í návist okkar okay, það er án efa mesta turn off í heimi!

1) verða fan af skonet.is á facebook okay, það er skelfilegt!

eru klipptar úr hagkaupsbækling 8) Flott bros, hugsið um tennurnar stelpur! 9) Kunna að bera sig, réttur líkamsburður getur breytt öllu 10) Fallegar hendur, hugsið um þær, þær skipta máli

Turn off’s

1) Of mikið meik, ég vil ekki fara í sleik við snyrtivöruhilluna í hagkaup, ég vil ekki fara í sleik við þig 2) Lítið sjálfstraust, ef þú trúir ekki á þig sjálf þá gerir það enginn annar

6) Kunna að daðra... segir sig sjálft

3) Slæmt útlit, það geta ekki allir unnið í genalottóinu

7)Flott föt.. strákar fíla ekki stelpur sem

4) Matur í tönnunum, mjög slæmt,

10) bootycall við erum ekki svona easy

sérstaklega þegar við deilum ekki sama matarsmekk 5) skítug föt, okei... þarf að segja meira 6) Svitalykt.... ég meina okei þú varst að dansa á djamminu en hugsaðu aðeins um þig 7) Of mikið áfengi, það vill þig enginn útælda og með maskara útum allt 8) Of lítið áfengi, þetta má ekki vera of erfitt 9) Ekki þykjast vera heimskar, strákar fíla ekki heimskar stelpur 10) GELGJUSTÆLAR, sjitt.... sýnið að þið séuð þroskaðar!

27


Að snæðingi með Sælkerunum Kæru menntskælingar. Matur er það besta í heiminum, á því leikur enginn vafi. Matur er okkur lífsnauðsynlegur og heldur okkur á lífi en hann getur líka drepið okkur ef við virðum hann ekki eins og guðina. Þegar við erum einmana veitir maturinn okkur félagsskap og þegar við erum í góðum félagsskap gerir maturinn þann félagsskap enn betri. Helsta og stærsta tenging matarins við mannkynið er frækinn fjarki sem kominn er af sjálfum Óðni. Þetta goðsagnakennda fereyki gengur í Miðgarði undir nafninu „Sælkerarnir“ Þessi hópur samanstendur af þeim Þorgrími Þórarinssyni (Prófessorinn), Jóhannesi Hilmarssyni (Herrann), Ólafi Ásgeirssyni (Höfðinginn) og Fannari Erni Arnarssyni (Refurinn). Því miður urðu þung forföll úr þessum hópi og því leitaði vængbrotinn fjarkinn til tveggja manna sem við vissum að væru hæfir í þetta verk en það eru þeir Nicolas Ragnar Muteau (Doktorinn) og Gísli Örn Guðbrandsson (Sérann) og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Kofi Tómasar frænda Það var á ansi kuldalegum haustmiðdegi um sem Prófessorinn, Refurinn, Doktorinn og Sérann gengu frá Menntaskólanum í Reykjavík upp að horni Laugavegs og Skólavörðustígs. Þar er staðsettur sá staður sem fyrstur allra veitingastaða í Reykjavík er prófaður af Sælkerunum. Þegar við komum inn á staðinn blasti við okkur mannlaust herbergi fullt af stólum og borðum. Við vorum komnir á Kofa Tómasar frænda. Eftir dágóða stund birtist þybbin kona og býður okkur afgreiðslu. Við getum til nafns og uppruna og hún kveikir á perunni. Hún greinir okkur frá því að við getum þá ekki pantað allt af matseðlinum því hún sé sú eina á staðnum en býður okkur að koma frekar síðar ef við kjósum það heldur. Móðgaðir sælkerar fá sér sæti og panta sér mat af matseðlinum sem bauð ekki upp á marga möguleika. Prófessorinn og Doktorinn pöntuðu sér panini, Refurinn sveppasúpu og Sérann fékk sér pasta.

Okkur var ekkert boðið að drekka og matseðlarnir voru ekki fjarlægðir. Ansi langur tími leið þar til að maturinn var borinn á borð og fengum við hann ekki á sama tíma þrátt fyrir að vera einu viðskiptavinirnir á staðnum. Þetta skapaði ansi vandræðalega stöðu fyrir okkur. Súpa dagsins kom í brauðskál þ.e.a.s. búin hafði verið til skál úr brauði og súpan borin fram í því. Það olli því að þetta varð að einhverskonar sveppabrauðgraut sem var mjög ógirnilegur. Pastað var af skornum skammti og hefði varla mettað leikskólabarn. Á meðan við borðuðum fór þybbna konan út í ZÍGÓ og að spjalla í símann og í því fólst lítil skemmtun fyrir okkur félagana. Leiðinleg tónlist kórónaði síðan leiðinlega upplifun og sælkerar yfirgáfu staðinn vonsviknir. Kofi Hauks frænku fær einn Ólaf Ásgeirs af fimm mögulegum ;(


Tívolí – Brunch Daginn eftir um svipað leyti rúlluðu Sælkerarnir svellkaldir inn á Tívolí á Laugavegi. Eftir laka frammistöðu nágrannana á Kofa Hauks frænku bjuggumst við ekki við miklu. Frönsk gengilbeina sem talaði svo lélega ensku að hún er sennilega réttdræp í augum Lindu Rósar tók á móti hungruðum sælkerum og greina mátti girnd í augnráði hennar. Við létum það ekki á okkur fá enda erindi okkar mun verðugra en frönsk portkona. Eftir að Doktor Muteau hafði útskýrt fyrir henni á móðurmálinu hverjir við værum hljóp hún og náði í eiganda staðarins sem kom fáeinum sekúndum síðar, kyssti skó sælkeranna og fór með bæn. Hún fær plús í kladdann fyrir það að kunna sig. Þegar þeirri athöfn var lokið héldum við til borðs. Á Tívolí er svokallaður brunch-matseðill í gildi frá kl

11:00-16:30. Af honum má panta sér rétti sem kosta á bilinu 700 – 1800 kjeddlz. Á meðan sælkerarnir fjórir biðu eftir matnum duttu kjellarnir í smá myndaflipp og spottuðu einn ýkt ógeðslegan, gulan Hummer og EVE nörda að reprezenta. Ekki leið á löngu þar til sú franska kom með matinn og það mætti orða það þannig að sælkerarnir hafi látist allir sem einn og farið til Valhallar því þessi matur var svo sannarlega ekkert skaf úr beyglu. Amerískar pönnukökur með sýropi, hrærð/spæld egg, beikon, niðurskornar melónur og ananas, brauð, álegg og kartöflubátar var það sem kitlaði bragðlauka Prófessorsins og Doktorsins. Herrann fékk sér aðeins minni útgáfu af þessari sömu máltíð en Sérann sem var low on cash fékk sér ávaxtafylltar pönnukökur með rjóma og súkkulaðisósu. Einn hrikalegur, svartur blettur var hins vegar á þessari annars frábæru máltíð því appelsínusafinn sem við bjuggumst við nýkreistum og eiturferskum var í raun

Bónus „appelsínusafi“. Það mætti í raun segja að appelsínusafinn hafi verið bilaði rússibaninn í tívolíinu. Eftir að sælkerarnir höfðu etið nægju sína greiddu þeir fyrir matinn og héldu svo saddir niður í Lærða skóla, endurnærðir og ferskir með bros á vör. Er við gengum niður Amtmansstíginn var okkur hugsað til kollega okkar: Ólafs Ásgeirssonar með mikinn söknuð í brjósti en sökum harðra veikinda gat hann ekki verið meðal oss í þetta sinn. Af því tilefni er einnkunarkerfið að þessu sinni tileinkað þeim mikla öðlingi og fagmanni. Tívolí fær fjóra Ólafa Ásgeirssyni af fimm mögulegum <3

29


TÓNLISTARBÚÐIN OG NETSAMFÉLAGIÐ GOGOYOKO.COM OPNAR Á ÍSLANDI gogoyoko er nýr vettvangur og tónlistarveita þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni á framfæri og í sölu á alþjóðavísu, án milliliða, og verið í beinu sambandi við sína áhangendur. gogoyoko er rekið af íslenska sprotafyrirtækinu gogoyoko ehf.

Allir geta verið með á gogoyoko. Með opnun gogoyoko geta allir tónlistarunnendur á Íslandi skráð sig inn á síðuna og stofnað sína eigin gogoyoko notendasíðu. Í gegnum notendasíðunar er hægt að hlusta á tónlist, raða lögum inn í spilarann sinn og tengjast hljómsveitum og listamönnum. Listamenn og hljómsveitir geta sömuleiðis stofnað notendasíður á gogoyoko og sett tónlist sína beint í sölu. Þeir ákveða sjálfir verðið á einstökum lögum og plötum – og geta sent tónlistina milliliðalaust til tónlistarunnenda.

30

Allir gestir gogoyoko geta farið í beint tónlistarbúð gogoyoko, hvort sem þeir eru skráðir notendur eða ekki, og keypt tónlist. gogoyoko er vefur í stöðugri þróunn. Enn er verið að prufa og vinna að ýmsum viðbótum við síðuna, og mun sú vinna halda áfram næstu mánuði. Vefurinn er opinn í svokallaðri Beta prufuútgáfu hérlendis, og verður í slíku umhverfi fyrst um sinn - sem þýðir að enn er verið að gera endurbætur á ýmsum þáttum hans, m.a. í samræmi við óskir og viðbrögð notenda okkar. Við hvetjum því notendur gogoyoko til að nota ’Feedback-kerfið’ sem hefur verið sett upp á síðunni, til að hafa áhrif á mótun síðunnar. gogoyoko býður íslenska tónlistarlistamenn og tónlistaráhugmenn velkomna á gogoyoko.com. Það er trú aðstandenda gogoyoko að þessi nýji vettvangur sem verið er að hleypa af stokkunum, og haldið verður áfram að framleiða og móta verði íslenskum listamönnum, sem og tónlistamönnum annarstaðar á jarðkringlunni, öflugt tól til að koma sér og tónlist sinni á framfæri og í alþjóðlega dreifingu og sölu. • Það eina sem þú þarft að gera til að vera með á gogoyoko er að heimsækja www.gogoyoko.com og skrá þig. • Það kostar ekkert að nota gogoyoko og skrá sig á síðuna.

Nýr vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur gogoyoko er tónlistarveita þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni á framfæri og í sölu á alþjóðavísu, án milliliða, og verið í beinu sambandi við sína áhangendur. Markmiðið er að gefa tónlistarmönnum sem mesta stjórn á sínum verkum. Þeir sem selja tónlist sína á gogoyoko ákveða sjálfir verðið á sínum lögum og plötum. Þeim eru engin takmörk sett hvað varðar tónlistarsölu annars staðar, t.a.m. í öðrum netverslunum. gogoyoko tekur ekki skerf af tónlistarsölu listamanna og plötuútgáfna, ef frá eru talin gjöld er tengjast rétthafagjöldum og greiðslugáttakerfi sem starfrækt er í samvinnu við Global Collect. Á gogoyoko geta listamenn og rétthafar tónlistar fylgst með tónlistarsölu sinni í rauntíma. Þeir fá einnig hluta af þeim auglýsingatekjum síðunnar, í samræmi við spilun á tónlist þeirra. Auglýsingatekjurnar skiptast með eftirfarandi hætti; 40% til listamanna, 50% til gogoyoko og 10% til góðgerðarmála. Listamenn þurfa ekki að vera á mála hjá plötuútgáfum til að koma tónlist sinni í sölu og dreifingu gegnum gogoyoko. Ef listamenn eru hins vegar með verk sín útgefin að hluta eða öllu leiti af


plötuútgáfum er ekkert því til fyrirstöðu að selja þau gegnum gogoyoko, að því gefnu að samþykki útgefanda liggi fyrir. gogoyoko er nefnilega líka þjónusta við plötuútgáfur, stórar sem smáar, sem þurfa ekki að fara í gegnum milliliði eins og stafrænar tónlistarveitur – eða tónlistarbúðir sem taka skerf af tónlistarsölunni – til að koma tónlistinni til tónlistaráneytandans. En gogoyoko er ekki síður hugsuð sem þjónusta við tónlistarunnendur og allt áhugafólk um tónlist. Í gegnum síðuna geta tónlistarunnendur keypt og hlustað á tónlist milliliðalust, en bráðlega verður sett inn sérstök merking við þá tónlist sem listamenn eru að selja beint. Tónlistarunnendur geta átt í samskiptum sín á milli og við listamenn og lagt sitt af mörkum með skrifum og ábendingum.

gogoyoko er því bæði markaðstorg, tónlistarbúð en líka samfélagsvefur sem snýst um allt sem viðkemur tónlist.

Sagan, hugmyndafræðin og góðgerðarmál gogoyoko er búið til að af tónlistarmönnum fyrir tónlistamenn. gogoyoko var stofnað í nóvember 2007 af tónlistarmönnunum Hauki Magnússyni og Pétri Einarssyni, sem vildu búa til nýjan vettvang fyrir sig og aðra tónlistarmenn til koma tónlist sinni á framfæri á alþjóðavettvangi og hafa jafnframt tekjur af verkum sínum. Reynir Harðarson, einn stofnenda CCP, sýndi hugmyndinni áhuga á frumstigi hennar og er einn af stofnendum fyrirtækisins. Góðgerðarmál eru hluti af Time to Die er þriðja breiðskífa San Francisco tríósins. Áður var The Dodos reyndar dúó en hefur á þessari plötu bætti við sig víbrafónista sem spilar bæði rullu bassaleika og sólóista. Eins og gefur að skilja þá breytist hljómur bandsins mikið með tilkomu þessa nýja meðlims fjölskyldunnar (sem og nýs upptökumanns). Hljómurinn er mjúkur og örlítið fínlegur, þvert á það hráa og kæruleysislega sánd sem einkenndi Visiter. Ekki jákvæð þróun í mínum eyrum.

Plötugagnrýni The Dodos - Visiter Útgáfuár: 2009 Label: Frenchkiss / Wichita

♥♥♥♥♥ Ég á vin sem heitir Richard. Helsta áhugamál Richards eru skriftir Carls Jungs. Speki þýska hugsuðarins ausir Richard svo út í tíma og ótíma. Carl Jung á víst að hafa sagt að listamenn væru ofboðslega frumstætt fólk. Afhverju í ósköpunum er ég að þrasa um þetta? Jú, þetta flaug mér hug þegar ég renndi Visiter, plötu The Dodos, fyrst í gegn. Bandið náði að hrífa mig með sínum undarlega, frumstæða krafti. Á plötunni náðu The Dodos að þeyta saman vinalegu indípoppi við rafmögnuð óhljóð og træbalskan trumbuslátt: tónlist sem hljómaði fullkomnlega áreynslulaus, en engu að síður svo kraftmikil.

Ef við snúum okkur að lagasmíðunum, þá má segja að fyrstu 4 lög plötunnar eru virkilega heillandi – hvert á sinn hátt. “Small Deaths” er gott singalong með flottri hrynjandi þar sem víbrafónninn fær að njóta sín á skemmtilegri melódíu. “Fables”, fyrsta smáskífa plötunnar, er vel poppað kassagítarpartí sem hefði þó gott af smá andlitsupplyftingu, bandið er í hægagangi í gegnum allt lagið. “The Strums” er byggt upp mjög línulega og er grípandi í einfaldleika sínum – þar að auki er textinn fullur af yndislegri biturð! “Longform” er líka vel heppnað: træbalskur taktur og gítarhamagangur í bland við drengslega rödd Long lokka áheyrandan til sín. En Dodos missa því miður dampinn á seinni hluta plötunnar. Lögin hafa eitthvað kítlandi element á köflum en ná aldrei að kalla fram nein stórkostleg hljómhrif. “Acorn Factory” er glöggt dæmi um þetta: lagasmíðin hringsnýst í kringum snilldarlega gítarlínu en þroskast aldrei úr því að vera bara 1 stk.

hugmyndafræði gogoyoko og renna 10% af auglýsingatekjum fyrirtækisins til alþjóðlegra samtaka sem vinna á sviði mannúðar- og umhverfismála. Notendur og listamenn eru jafnframt hvattir til að láta gott af sér leiða, listamenn geta gefið 10% eða meira af sölu tónlist sinnar til málefnis að eigin vali og öllum er frjálst að styrkja samtökin beint í gegnum síðuna. Tilkynnt verður um það sérstaklega hvaða samtökum gogoyoko mun vinna með. Tilkynnt verður um það sérstaklega hvaða samtök gogoyoko mun vinna með.

www.gogoyoko.com

góð hugmynd. “This is a business” má líka taka sem dæmi: lag sem einungis er keyrt á þessum áðurnefnda krafti en þar gleymist algjörlega að gefa laginu stefnu. Það er ekki fyrr en að komið er að loka- og titillagi plötunnar, “Time to Die”, að Dúdúfuglarnir ná áheyrandanum aftur á sitt band. Lagið hefst á draumkenndu, víbrafón-drifnu intrói og svo kemur það manni á óvart með hressandi taktskiptingu – eitthvað sem hefði vantað miklu fyrr! Það verður að segjast eins og er: á Time to Die eru Dúdú-fuglarnir eru ekki lengur ófleygar, frumstæðar skepnur. Og af einhverjum ástæðum veldur það vonbrigðum. Hnökrar plötunnar eru augljósir: krafturinn er að mestu horfinn og eftir stendur letilegt gítarglamrið sem nær hreinlega ekki að halda uppi heilli plötu – jafnvel þó svo að það sé stutt af nýjum hljóðfæraleikara. Í raun og veru hefði The Dodos átt að fleyta rjómann ofan af og þá hefði staðið eftir frábær EP-plata. www.myspace.com/thedodos

Guðmundur Vestmann www.rjominn.is

31



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.