Efnisyfirlit Þú ert hér - 2 Ávarp Ritstjórnar - 3 Viðtal við Pétur Þorsteinsson - 4 Fréttahornið - 8 Wheremont? - 10 Fiðluballið - 12 Uppreisnin í MR - 14 Boð og bönn í Íran - 16 Þau fórnuðu sér fyrir vísindin - 18 Lesendabréf - 19 Ertu merkjafrík? - 20 Hvernig komast þau í skólann? - 21 Okkur er ekki sama - 22 Bílabíóið - 24 Heitt og kalt - 25 Sjaldséðar myndir - 26 Bakþankar - 28 Veiðar - 29 Tölfræðin - 32 Ráð fyrir Grímuballið - 34 Skiptinemagrein - 36 Önnin á Facebook - 38
Ritstjórn:
Ásgeir Hallgrímsson Fannar Örn Arnarsson Jóhannes Hilmarsson Kári Þrastarson Ólafur Ásgeirsson Þórður Hans Baldursson
Umbrot og Hönnun: Gísli Örn Guðbrandsson
Upplag:
1000 eintök
Prentun: Ísafold
Ávarp Inspectors Kæru MR-ingar! Nú fer senn að líða að kosningum og trúi ég því vart að ár sé liðið frá því við í skólafélagsstjórn fengum í hendurnar það skemmtilega verkefni sem liðið skólaár hefur verið. Undanfarnir mánuðir hafa verið þeir mest krefjandi í mínu lífi en jafnframt þeir ánægjulegustu. Okkur er þó ekki öllum lokið enn því næstu vikur eru stútfullar af spennandi viðburðum og ber þá helst að nefna undanúrslit bæði í Morfís og Gettu Betur, kvöldvöku Nördafélagsins og síðast en ekki síst útgáfu Skólablaðsins/Skinfaxa.
Þakkir:
Sé litið í baksýnisspegilinn stendur ýmislegt uppúr, glæsileg leikrit Herranætur, frábær árshátíð, magnaðir mánudagar og aragrúi balla koma fyrst upp í hugann en allt þetta hefði þó aldrei verið framkvæmanlegt án ykkar. Aðeins hefur skort stuðning við Gettu Betur liðið og Morfís liðið í vetur og er það mín hinsta bón sem Inspector að nemendur skólans styðji þessi frábæru lið til sigurs. Góðar stundir! Einar Lövdahl Gunnlaugsson inspector scholae
Pétur Þorsteinsson Ólafur Grímur Björnsson Molinn Kópavogi Nadia Margrét Jamchi Harpa Þrastardóttir Erla Steina Sverrisdóttir Lilja Dögg Gísladóttir
Gleðilegan Mottumars kæru MR-ingar! Þar sem aðeins hluti af ritstjórninni getur safnað í ásættanlegt yfirvaraskegg ákváðum við að tileinka þessu þarfa átaki forsíðuna á síðasta tölublað Menntaskólatíðinda þetta skólaárið. Stutt hefur verið á milli blaða og hefur mikið mætt á ritstjórninni undanfarnar vikurnar. Því ákváðum við félagarnir að skella okkur austur fyrir fjall, í sveitasæluna, til að leggja
loka hönd á blaðið. Síðustu tvö verkefni okkar hafa tekist framar vonum og það má með sanni segja að líkt og Bítlarnir forðum þá er Veiðifélagið orðið stærra en Jesús. Það er nefnilega vísindalega sannað að fólk var lágvaxnara fyrir 2000 árum síðan. Við vonum að ykkur líki blaðið og þökkum samstarfið undanfarna mánuði. Kv. Veiðifélagið
Ávarp Ritstjórnar
PĂŠtur Ăžorsteinsson
Margir áhugaverðir menn hafa gengið um ganga Menntaskólans í gegnum tíðina. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum, sem útskrifaðist árið 1975. Við settumst niður með Pétri og ræddum m.a. við hann um árin í MR, málfund með Helga Hóseasyni og hvernig hann fór frá því að hrella meðlimi í Kristilegu skólasamtökunum yfir í að gegna stöðu prests í trúarhreyfingu. Auk prestastarfsins gegnir Pétur stöðu æskulýðsfulltrúa á elliheimilinu Grund en þekktastur er hann líklega fyrir orðabók sína, sem er í sífelli þróun. Þar koma fyrir nýyrði úr hans smiðju en bókin heitir „Pétrísk Orðabók”.
Hvenær byrjaðir þú að smíða þessi orð?
„Þetta byrjaði bara strax í menntaskóla. Ég var í fámennum strákabekk, 16 talsins, og enginn okkar var kominn til að læra held ég. Við héldum hópinn mjög vel og
fífluðumst og þá svona mynduðust þessi orð, og hefur þetta verið árátta hjá mér síðan. Ég hef alltaf haldið skipulega utan um þetta og gefið ágóðann af sölu bókanna til Kristinlegs félags heilbrigðisstétta.
Í 16 manna strákabekk hljóta að hafa verið einhverjar uppákomur.
Ég minnist þess þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson átti að sitja yfir okkur í prófi. Þá var hann afleyisingakennari, nýskriðinn úr háskóla, rétt nokkrum árum eldri en við. Við skiluðum enginn prófinu heldur skriðum út um gluggann svo hann fór tómhentur upp á skrifstofu. Eftir það sendum við Guðna rektor reglulega bænarbréf þar sem báðum hann um að senda okkur Hannes Giss. „Hann er svo góður og skemmtilegur”, skrifuðum við. Síðan var það einn úr bekknum sem bjó fyrir austan fjall. Þar var hann vanur að fara á skytterí en hann mætti einn mánudaginn með
fimm gæsir sem hann hafði skotið. Þá vorum við í F-stofunni í Gamla Skóla. Í löngu frímínútum hengdum við gæsirnar upp ljósakrónurnar í stofunni og kveiktum á reykelsum og blésum á gæsirnar. Herbergið fylltist af reyk og kennarar sem áttu leið framhjá treystu sér ekki til þess að eiga við okkur heldur sendu Guðna og þegar kallinn kom var hann klikkaður! Það var líklega af því að slökkviliðið var komið á undan honum. Eitt sinn stormaði Yngvi Pétursson líka út og sagðist aldrei myndu kenna okkur aftur. Við enduðum á því að sárbæna hann um að koma aftur því hann var góður kennari og við sáum eftir því að hafa komið svona illa fram við hann.
Sinntir þú einhverjum embættum?
Já ég var fulltrúi þess sem þá hét skólastjórnin. Svo var ég í stjórn Málfundafélagsins Framtíðin og var eitt árið kjörinn Orator Scholae. Eitthvað latínukjaftæði.
6
Hver var Inspector úr þínum árgangi?
Hann heitir Skafti Harðarson. Hann er einn af þeim sem kærði kosningarnar til Stjórnlagaþings nú nýverið. Hann var umdeildur í embætti eftir að hann kom fyrir sjálfsala í Cösukjallara, en ágóði hans rann til einhverra kalla úti í bæ í stað Skólafélagsins. Þetta lagðist illa í nemendur og tókum við félagarnir okkur saman og stálum sjálfssalanum og földum. Þetta fór fyrir brjóstið á honum og varð hann mjög aumur og sár og var í kjölfarið kallaður Aumi.
Varstu á þessum tíma búinn að ákveða að verða prestur?
„Nei ég var ekki einu sinni kristinn á þessum tíma. Ég lagði meira að
segja til á einum málfundi, ástam Helga Hóseassyni, að kirkjan yrði lögð niður, og allt hennar pakk, eins og við orðuðum það. Tillagan var reyndar felld. Það voru svo margir kristnir þá. En ég ætlaði alla tíð í jarðfræði í Háskólanum en þar voru 90 skráðir og ekkert pláss. Þá ákvað ég að fara í guðfræðideildina til þess að níða kirkjuna innan frá. En svo bara afdjöflaðist ég á öðru ári og tók kristna trú. Þetta er gott að því leiti að nú hef ég verið báðum megin við borðið og skil því einstaklinga sem koma til mín í námskynningum fyrir guðfræði og kvarta undan leiðinlegu kirkjustarfi. Ég skil þeirra sjónarmið en það slær vopnin úr höndum þeirra.
Hvernig er Óhaði söfnuðurinn ólíkur öðru kirkjustarfi og hverju er hann óháður?
Fyrst og fremst er hann óháður Kalla og co. Við erum í beinlínutengslum við Jesú og breiðbandinu eða ljósleiðar. En Kalli og co. þarf að fara í gegnum kirkjuþing og úrskurðarnefnd áfrýjunarnefnd og héraðsnefnd og prófastdæmi. Ef eitthvað kemur upp hjá mér er ég bara rekinn á stund og stað en hjá hinum tekur það svo langan tíma. Fyrst þarf að veita áminningu og þess háttar og ég held að þetta skemmi fyrir kirkjunni að geta ekki hreinsað til.
7
Pétríska Að þykkna upp = verða ólétt Barnaefni = sæði og eggfruma Bálreið = slökkvibifreið Bessastaðabeikonið = Ólafur Ragnar Grímsson Biskupstunga = talsmaður biskups Blámaður = maður sem horfir mikið á bláar myndir Boðhlaup = Þegar hlaupa þarf á milli matar og kaffiboða Boðberi = maður sem berháttar sig í boðum vegna annarlegs ástands eða sýniþarfar Búkarest = kirkjugarður Búsáhöld = tappatogari, m.a. notaður til að opna bús Endurholdgun = að fitna aftur eftir megrun Forrit = Dorrit Moussaieff Skjáskræða = facebook Fantasía = dyravörður, hleypir ekki inn föntum og fúlmennum Gengisfall = maður sem fellur á göngu Gjaldmiðill = miðill sem tekur gjald fyrir þjónustu sína Gæðastimpill = sogblettur Heigull = ull af hræddri rollu Hlandtaka = handtaka lögrelunar á mönnum sem míga niður í bæ Hnífaparið = par sem býr saman eftir að annar aðilinn hefur stungið hinn með hnífi.
Er erfitt að vera prestur í dag?
Jú kannski stundum. Stundum er þetta einyrkjastarf, maður er mikið einn. Fólk er lítið að stökkva til og hrósa manni og þá þarf að hafa svolítið fyrir þessu starfi. En það eru gleðistundir í þessu líka. Það er náttúrulega hundleiðinlegt þegar einhver er tilbúinn til tréverks langt fyrir aldur fram en þegar maður er saddur lífdaga og er fallinn frá, þá er ekki jarðarför hjá mér heldur jarðarfjör. Þá eru sagðar gleðisögur af þeim sem er að fara í búkarest.
Hafa orð úr þinni smiðju aldrei komið þér í vandræði?
Maður getur notað þetta í predikun svnoa bara dags daglega til að skreyta, til að létta lundina eða fíflast með en
þetta á náttúrulega alls ekki heima í jarðarför hjá einhverjum yngri eða þess háttar. Maður passar sig á því. Ég held að menn hafi gaman af þessu og virði þetta sem þannig lagað. Eitt sinn var þó haft rangt eftir mér á skjáskræðunni f eftir jólaskemmtun hjá Rimaskóla. Þar hafði ég útskýrt orðið ‘svertingjasviti’ sem er í orðabókinni. Ég talaði um það þegar svertingjar í Bandaríkjunum voru látnir tína sykurreyr í gamla daga til að búa til Coca Cola en þaðan kæmi orðið svertingjasviti. Þegar einhver sagði foreldrum sínum svo frá þessu nýja orði notaði hann n-orðið. Þar fékk ég 50-60 reiða foreldra en ég útskýrði að hér væri um misskilning að ræða og tókst að friðþægja þá.
Hreðjaverkamaður = kynsjúkdómalæknir Klappstýra = ráðrík kona sem stýrir því hvar megi klappa henni Margfalur Indriðason = Arnaldur Indriðason, glæpasagnahöfundur Míga eftir minni = geta pissað án þess að hafa endilega kveikt inni á klósetti Negrun = fara í ljós Nasisti = maður sem fær sér ranaryk í nasirnar Nýnasisti = maður sem er nýbyrjaður að nota ranaryk Páfagaukur = kaþólikki sem heitir Gaukur Pottormar = spagetti Rotvarnarefni = hjálmur, þar sem hann varnar því að menn verði slegnir í rot Ranaryk = neftóbak Sígildur = maður sem verður ávalt feitur þótt að hann fari í megrunarkúr Skrautskrímsli = vaxtarræktar- og lyftingamaður Sigga Von Alltveit = Sigga Jó Svertingjasviti = Coka Cola Tussutryllir = maður sem ekur um á stórum jeppa til að ganga í augun á konum Tæjutak = kona frá Tælandi sem karl hefur náð taki á Viðbjóður = maður sem starfar í timburverslun Viskustykki = heili
Áttu aðra góða sögu úr MR í lokin?
Já Kvennafrídagurinn 1974 er mér minnisstæður. Þá var smjörlíki sem hét Jurta sem átti auglýsingaspjöld út um allan bæ. Við stálum nokkrum þannig og skrifuðum inná þau : „Hagsýn húsmóðir notar Jurta”. Þessi spjöld festum við á kústsköft, fórum með niður í bæ og stóðum fyrir framan hópinn. Konurnar steyttu hnefann öskuillar þegar þær lásu spjöldin sem við glenntum framan í þær til þess að sýna samstöðu á kvennafrídaginn.
8
Fréttahornið MR og Versló flytja sama leikritið… Aftur
Morfís höfðar mál
Lítil sem engin samskipti virðast eiga sér stað á milli nemendafélaga Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólans í Reykjavík ef marka má nýjustu fregnir af leikfélögum skólanna. Eins og kunnugt er þá vildi svo óheppilega til að leikritið Draumur á Jónsmessunótt var sett upp af báðum félögum nú nýverið en botninn tók alveg úr með síðustu yfirlýsingum. Leikfélögin hafa nú bæði ráðist í uppsetningu Helgileiksins úr
Bjarki Brynjólfsson, formaður Morfís, hefur leitað lögfræðiálits eftir viðureign MR og FS. Sýning Herranætur, Draumur á Jónsmessunótt, var þá sýnd sama kvöld og dró til sín breiðan hóp áhorfenda, meðal annars með sérafslætti. Talsmaður Herranætur segir í samtali við MT að um örþrifaráð hafi verið að ræða en sögðu forsvarsmenn Morfís þau rök vera eintóma útúrsnúninga og bað andmælendur sína að hætta að gefa sér forsendur og halda sig við efnið. Lögfræðingar hafa komist að niðurstöðu og hefur Morfís farið fram á nálgunarbann á hendur Herranætur sem héðan í frá verður að halda sig í hundrað metra fjarlægð frá Morfís. Auðunn Lúthersson, þátttakandi í Morfís og Herranótt, harmar niðurstöðuna og hyggst fara þess á leitir við dómstóla að fá undanþágu.
jólaguðsspjallinu og hyggjast sýna í desember næstkomandi. Formenn félaganna eru miður sín en segjast þó vera of langt á veg komnir til að hætta við. Verzlingar munu þó fara óhefðbundna leið í uppsetningunni en verk þeirra mun bera nafnið Helgin og í stað laganna ,,Bjart er yfir Betlehem” og ,,Helga nótt” mun öll tónlistin í Verzlóleikritinu vera úr smiðju strákahljómsveitarinnar Westlife.
Jarðhræringar á höfuðborgarsvæðinu Töluvert hefur verið um jarðskjálftavirkni á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikurnar. Enn hafa engir stórir skjálftar gert vart við sig en jarðfræðingar eru þó í viðbragðsstöðu. Ástæðu jarðskjálftanna má að öllum líkindum rekja til heilsuátaks Einars Bárðarsonar umboðsmanns en eins og landsmenn vita stendur hann nú í ströngu við að koma sér í form með hjálp Loga Geirssonar. Síðustu tvær vikurnar hefur Einar lagt stund á robefitness og inniheldur æfingaáætlun hans töluvert magn af
hoppum og sippi með tilheyrandi jarðskjálftavirkni. Einar hefur áður ráðist í álíka heilsuátak og árið 2008 endaði eitt slíkt hrapallega þegar stór jarðskjálfti skók Suðurland. Var umboðsmaðurinn landsfrægi að reyna að sippa tvisvar sinnum í sama hoppinu, með ofangreindum afleiðingum. Einar bætt þó allt tjón sem skjálftinn olli og fékk til þess í lið mér sér umbjóðendur sína í Nylon flokknum sem sömdu styrktarlagið 5 á richter. Ágóði lagsins rann beint til fjölskyldna sem misstu hús sín í skjálftanum.
9
Sviptingar í Vinstri grænum Á síðasta þingflokksfundi Vinstri Grænna voru gerðar stórtækar breytingar á stjórnskipulagi flokksins. Þingflokkstillagan sem Lilja Mósesdóttir lagði fram var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta og uppskar mikið lófaklapp frá samkomunni eftir ræðu sína. Tillagan kveður á um að fallið verði frá núverandi stjórnskipulagi flokksins og tekið verði upp sama stjórnskipulag og þekkist í þáttunum um Strumpana. Þar hefur hver sitt hlutverk og allt er gert á sem
skilvirkastan hátt enda aðeins ein verslun. Steingrímur J. Sigfússon myndi þá taka sér stöðu æðstastrumps, Sóley Tómasdóttir fengi hlutverk fýlustrumps og Jón Bjarnason yrði bóndastrumpur. Kraftastrumpur er ekki með.
Rómeo var kærustufaggi Með nýjum rannsóknaraðferðum og auknum orðaforða hefur hópur bókmenntafræðinga komist að þeirri niðurstöðu að Rómeó, úr sögunni Rómeó og Júlía, hafi verið lítið annað en kærustufaggi. Niðurstöðuna byggja þeir á síendurteknum neitunum Rómeós við því að skemmta sér, borða og jafnvel sofa, allt fyrir sakir ástarinnar í lífi hans. Setningar á borð við ,,Hjartað á mér er of þungt til að dansa” staðfestu svo endanlega grun fræðinganna. Talsmaður hópsins segir þessar upplýsingar varpa nýju ljósi á allan bókmenntaarf mannkynsins. Hópurinn hefur hafist handa á greiningu annarra verka á borð við The Notebook og Titanic.
Runa flogaveikiskasta á skemmtistað Mikið hefur borið á flogaveikisköstum í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar þrjár vikurnar. Sérstaklega hefur þessi miður skemmtilegi vágestur verið viðloðandi skemmtistaðinn Oliver á Laugarveginum en tilfellin hafa verið á annan tug síðustu þrjár helgarnar. Öll köstin virðast tengjast innbyrðist en lagið Shomleh, lag sem sjónvarpsmennirnir Auddi og Sveppi gáfu út í samstarfi við Friðrik Dór, var í spilun í öll skiptin.
Eagles boða komu sína til landsins Nýlega bárust þær fregnir að bandaríska hljómsveitin Eagles hygðist halda hér hljómleika í sumar. Þeir hafa nú flýtt komu sinni en ástæðuna má rekja til væntanlegrar útgáfu Skólablaðsins Skinfaxa sem rekið var í miklum hagnaði. Gróðann hefur ritstjórn ákveðið að nota til að gera sér glaðan dag eftir annasama síðustu mánuði. Þá hyggjast þau gera vel við sig í mat og drykk og mun fyrrnefnd hljómsveit spila undir matnum. Um kostnað við þessa kvöldstund vildi ritstjóri Skólablaðsins Skinfaxa ekki tjá sig en benti þó á að aðeins hefðu
þrír meðlimir hljómsveitarinnar verið ráðnir í sparnaðarskyni. Hvaða þrír meðlimir urðu fyrir valinu liggur enn ekki fyrir.
10
Wheremont? Í byrjun síðasta árs skráði ég mig í skiptinám til Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin urðu fyrir valinu var einföld, sjóðheitar kellingar vappandi um í g-strengnum einum á ströndum Kaliforníu hljómaði bara alltof vel. Ég lærði síðan þann bitra veruleika að það var bara engan veginn í mínum höndum að ráða því hvert ég fór. Áfangastaður minn var nefnilega kúabú í miðju Vermont ríki sem er næst fámennasta fylki Bandaríkjanna. Það er ekki nóg að næsti bær inniheldur einungis 10.000 manns sem eru flestir “red-necks” heldur er ég einnig 10 mín fyrir utan þennan smábæ. Búinu, eða Circle Saw Farm, stjórna fósturforeldrar mínir Bob og Tay Simpson(án gríns Simpson) með harðri hendi ásamt þriggja Mexíkana sem ég efast ekki um að séu kol-ólöglegir. Búið er engin smá smíð enda eru hér 400 kýr og 200 nautgripir sem vappa um á 880 ekru lóðinni okkar. Til gamans má geta að Central Park í NYC er 843 ekrur. Það hefur sína kosti og galla að búa á kúabúi og spila margir þættir inní líf mitt hér. Kostirnir eru m.a þeir að ég fæ sjúklega mikla reynslu útur þessu, þú veist svona basic hlutir sem koma sér sjúklega vel í framtíðinni…eins og til dæmis það að kunna að sæða kú, hver þarf ekki á því að halda?
Þegar snjórinn fór að falla, breyttist líf mitt í Vermont svakalega og svæðið breyttist í leikvöll þar sem ég fann tvítugan upptjúnaðan Yamaha snjósleða útí bílskúr. Á hverjum degi eftir skóla tek ég því tveggja tíma “ride” á 90 módelinu mínu, sem líkir einna helst við hegðun Óla Ásgeirs. Skíðasvæðin í Vermont eru einnig mjög góð og þegar hægt er að redda sér fari uppí fjöll endar það yfirleitt með mjög góðum degi.
“ Einnig var máltíðin mín á annan í jólum eftirminnileg en hún samanstóð af Ritz kexi og hálfri kartöflu frá jóladeginum.
Lífið á bænum er ekki alltaf auðvelt enda er ýmsu að venjast. Þegar ég kom fyrst til Vermont fékk ég að kynnast því að mjólkin beint úr kúnni er mikið bakteríu-ríkari en léttmjólkin og sat ég því fastur á kamrinum fyrstu vikuna. Það versta við að búa hérna er eflaust maturinn. Hjónin bókstaflega slátra nauti á 4 mánaða fresti, frysta allt,
og svo er hver líkamsparturinn á fætur öðrum eldaður. Ekki halda þó að það sé borin fram einhver Angus steik með benaise og grilluðum kartöflum á hverju kvöldi því að fósturforeldrar mínir eru einhverjir verstu matgæðingar á þessari plánetu. Þeim finnst best að sjóða kjötið þannig það verði mjög þurrt og bæta smá rósmarín útí, alveg eins og á Argentínu steikhúsi! Einnig var máltíðin mín á annan í jólum eftirminnileg en hún samanstóð af Ritz kexi og hálfri kartöflu frá jóladeginum.
Skólinn minn er líklega einn sá súrasti í bransanum. Það hlýtur að vera kjarnakljúfur sem bræddi úr sér hérna rétt hjá því ástandið á kvenfólkinu hérna er vægast sagt hrikalegt. Kvenfólkið hérna vinnur verðlaun fyrir vonbrigði ársins enda hélt ég að strákurinn væri að fara að detta í pakka með gordídum eins og Vanessu Hudgens í High School Musical. Til að bæta síðan gráu ofan á svart er skólanum mínum stjórnað af rednecks. Engin jock-menning er í skólanum mínum þar sem ósvífnustu og agalegustu gæjarnir eru veiðimenn klæddir í hermannabuxur, skítug stígvél, ermalausa skyrtu og með skítugt hárið lafandi niður á bringu. Ég gæti skrifað heila grein bara um rednecks en ætla ég að láta nægja að segja frá því þegar deila tveggja redneck-a endaði á því að kveikt var í bíl annars á bílastæði skólans.
11
Xbox allan daginn og tennurnar í honum eru nú þegar orðnar eins og í sextugum keðjureykingamanni af völdum gosdrykkjaneyslu. Auk gosdrykkjana borðar hann aðeins ruslfæði og er týpískasti Kani sem ég hef kynnst. Ætla líka að bæta því við að hann er kærasti fóstursystur minnar, Betsyar.
Ekki búa þó einungis red-necks hérna og ætla ég því að segja frá tveimur flottum gæjum sem ég hef kynnst á árinu. Galen er frábær náungi sem er nánast alltaf skakkur. Á síðasta ári tók hann sér frí í skólanum í 3 mánuði og notaði þann tíma í að byggja hús útí skógi svo hann gæti reykt gras í friði frá mömmu sinni. Hann er snjóbretta félagi minn og breyttum við meðal annars bakgarðinum hans í bretta garð. Hann og mamma hans búa
ein útí skógi en hún á sér einnig mjög furðulegan lífsstíl þar sem hún rekur einhverskonar nudd-stofu í kjallaranum þeirra. Það þarf engan Óla Kjaran í að fatta að það er eitthvað skuggalegt í gangi þarna. Annar vinur minn hérna úti heitir því skemmtilega nafni, Booskie. Hann hefur aldrei nokkurn tímann klæðst gallabuxum og gengur því um í kvart og joggingbuxum um hávetur. Hann spilar
Þó margt af því sem ég skrifa hér hljómar illa tel ég mig vera mjög heppinn skiptinema. Ég hef ótrúlegt frelsi og það er mjög auðvelt að finna sér eitthvað að gera hérna á býlinu. Veðrið hér er gott og umhverfið undur fallegt. Ég hélt að ég væri að fara í venjulega skiptinemareynslu með því að velja Bandaríkin en þá kom að skemmtilega í ljós. Maður veit nefnilega aldrei í hvejrum maður lendir ef maður fer sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Hjá mér er reynslan eins og ævintýri því ég veit aldrei hvað gerist næst. Til dæmis snjóaði svo mikið í febrúar að eitt fjárhúsið féll saman undan snjóþunga og allir nágrannarnir komu til að grafa kýrnar út. Þegar nóttin var á enda höfðum við bjargað 16 kúm en 2 drápust. Það gerist ekki á hvejrum degi. Að fara út sem skiptinemi hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Ekki einungis hef ég lært aragrúa af hlutum um menningu annarra þjóða heldur einnig hef ég lært mikið um sjálfan mig. Ég hvet hvern þann sem hefur möguleika á því að gerast skiptinemi, að láta verða af því. Þetta er einstakt tækifæri sem þú, lesandi góður, ættir ekki að láta renna þér úr greipum. Eiríkur Ársælsson Fréttaritari Veiðifélagsins í Bandaríkjunum
12
Fiรฐluballiรฐ
13
Eins og margur veit var nú í síðustu viku haldið Fiðluball 6. bekkinga menntaskólans. Nemendur á útskriftarári klæða sig upp í sitt fínasta púss og
halda til veislu þar sem mikið er dansað við klassíska tónlist. Veiðifélagið náði þó ekki á fiðluballið sjálft en við létum okkur ekki vanta í eftirpartý í
Valsheimilinu að Hlíðarenda. Stemningin var vægast sagt ótrúlega góð og greinilegt að nemendur létu þreytu eftir mikinn dans lítið á sig fá.
14
Uppreisnin í MR 1931 nánari fyrirmæli tók bekkurinn til við stílagerðina nema einn nemandi, Áki Jakobsson. Hann neitaði að gera stílinn: “Við eigum ekki að gera skriflegt í frönsku. Það er ekki tekið fram í reglugerðinni, og við ráðum því sjálfir.” — sagði hann. Áki skilaði auðu blaði. Kennarinn sagði honum, að hann fengi ekki að sitja í tímum hjá sér, fyrr en Pálmi rektor hefði skorið úr um það, hvor réði tilhögun kennslu í kennslutímum, kennarinn eða nemandinn.
Sölvi Blöndal Rödd nemenda er þögnuð. Að undanskildum færslum af vefsvæði Skólafélagsins, sem lekið var til fjölmiðla, heyrist ekki bofs í menntskælingum. Skólinn stærir sig af öflugri útgáfustarfsemi, en þar er fjöldi blaða gefinn eru út með misreglulegu millibili. En þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta allt sama tóbakið. Hefðin ræður ríkjum og stýrir útgáfu hvers blaðs. Hefð er fyrir útgáfu Menntaskólatíðinda tvisvar til þrisvar á önn, og sú er uppskeran. Engin hefð hefur skapast fyrir útgáfu Rerum Natura, enda hefur það blað ekki sést í háa herrans tíð. Hvert blað er ritskoðað af vökulu auga forvarnarfulltrúans, sem verndar okkur fyrir öllu því slæma í heiminum og engin grið gefin. Sú var öldin önnur og betri, þegar Áki Jakobsson, síðar ráðherra, og félagar stunduðu nám við skólann. Það var, áður en Inspector varð beinn undirmaður rektors og fyrir tíma forvarnarfulltrúans. Hér verður sagt frá atburði í tíð Áka snemma á árinu 1931. Það hófst allt saman þriðjudaginn 20. janúar 1931 kl. eitt eftir hádegi í 6. bekk C í MR. Páll Sveinsson, frönskukennari, lagði þá fyrirvaralaust fram stílæfingu í tímanum. Eftir
Pálmi Rektor Í næsta frönskutíma var Áki mættur, en Páll kennari vísaði hún umsvifalaust á dyr, enda ljóst, að rektor hafði ekki enn talað við piltinn. Áki var þrjóskur og neitaði að víkja svo Páll fór til rektors. Svo fór, að Áki lýsti því yfir við rektor, að hann myndi ekki láta þetta koma fyrir aftur, sagðist reyndar ekki hafa mótmælt, nema af því að bekkjarsamþykkt hefði legið fyrir síðan í desember um að mótmæla stílagerð í frönsku. Rektor kom í tíma og spurði, hvort framburður Áka væri réttur. Nemendur játuðu því. Var sátt þá náð í málinu, og rektor las upp yfirlýsingu Áka, og sagði, að honum væri nú heimilt að vera í kennslustundum í frönsku. Spurði rektor Áka að lokum, hvort ekki væri allt rétt eftir honum haft, en nú gerði Áki þá athugasemd,
að yfirlýsing sín gilti aðeins, ef að bekkjarsamtökin væru henni ekki sammála. Krafðist Pálmi þá, að bekkurinn skyldi á stundinni lýsa því yfir, að hann gerði ekki bekkjarsamþykktir gegn skriflegum æfingum í frönsku. Tveir réttu upp hönd því til samþykkis, þrír voru á móti, og aðrir sátu hjá. Rektor vék strax þessum þremur úr kennslustund, sem höfðu mótmælt, og gengu þeir út. Þá sagði Áki Jakobsson: „Þá er best, að við hinir förum út líka.“ Gengu nemendurnir allir út, og urðu þeir tveir eftir í stofunni, Pálmi Hannesson, rektor, og Páll Sveinsson, frönskukennari. Allur 6. bekkur C taldist vera rekinn úr skólanum, þegar enginn þeirra mætti til kennslu daginn eftir (einn nemandi var þó undanskilinn, af því að hann mætti). Skriflegar orðsendingar gengu á milli C bekkjarins og rektors og kennarafundar, og urðu deiluaðiljar ósveigjanlegir; 6. bekkur C mótmælti ekki stílagerð í frönsku, en hann gaf ekki loforð fyrir því, að aldrei yrðu höfð bekkjarsamtök, hvernig sem stæði á. Kennarafundur taldi nemendum með öllu óleyfilegt að bindast bekkjarsamtökum gegn kennslu í skólanum né neinu öðru um framkvæmd á reglum skólans. Kennarar réðu þar einir í samráði við skólastjón. Nemendur yrðu að fallast á þetta í einu og öllu og játa brot sitt. Setti rektor C bekkingum úrslitakosti um þetta. Úrslitakostunum var hafnað á fjölmennum nemendafundi 28. janúar undir stjórn inspectors scholae, Sölva Blöndals, sem hafði gerst forsvarsmaður málsins, þegar hér var komið. Einn yfirkennaranna, Þorleifur H. Bjarnason, taldi málið komið út í mesta barnaskap og bað bæði nemendur og rektor að skoða sinn gang og vægja til. Það fór á annan veg. Inspector boðaði til nemendafundar á Sal 30. janúar og tilkynnti tvegggja daga skólaverkfall til að mótmæla meðferð kennarafundar og skólastjórnar á málinu. Læsti Sölvi Salnum, og kom rektor að læstum
15
Nemendur í 6.C dyrum, þegar hann vildi komast inn. Hann barði æfur á dyrnar og skipaði Sölva að opna hurðina á stundinni. Sölvi svaraði honum að hér væri um fund nemenda að ræða og ætti hann ekkert erindi inn á hann. Inspector lýsti því yfir að enginn færi fyrr en niðurstaða fengist í fundinn. Verkfallið var samþykkt, og urðu andstæðingar þess fáir, og tóku á annað hundrað nemenda þátt í því laugardaginn 31. janúar, en þá var kennt á laugaradögum. Dagblaðið Vísir taldi sig hafa það eftir rektor, að þeir nemendur, sem tóku þátt í verkfallinu, yrðu allir reknir. Málið var komið út um allan bæ. Formaður Stúdentafélags Háskólans, Gunnar Thoroddsen, sagði á fundi, að nemendur hefðu ekki brotið neitt slíkt af sér, að varðaði brottrekstri, og samtök, sem ekki kæmu til framkvæmda, væru ekki refsiverð, og að heimta af nemendum loforð um að bindast aldrei samtökum, hvernig sem stæði á, jafnvel þegar þeir væru beittir órétti, væri ekki rétt. Nú fór nefnd aðstandenda á fund rektors, og rektor bauð nefndinni á kennarafund. Það mun vera einsdæmi í sögu skólans, enda mikið í húfi. Eitrið í
sálunum, vandræði og sorg foreldranna, ef börn þeirra yrðu að víkja úr skóla, alvarlegar afleiðingar fyrir allt landið, skóladeilan var stærsta mál þjóðarinnar um þessar mundir, og svo gæti farið, að heimtuð yrði ný yfirstjórn fyrir skólann og þar með nýr rektor! Yfirkennararnir Jón Ófeigsson og Þorleifur H. Bjarnason beittu sér fyrir
sáttagerð. En þá var eins og Pálma rektor þætti, að hann væri að missa forræði í deilunni, og hann hóf viðræður við Sölva Blöndal, inspector. Rektor fór einnig á fund kennslumálaráðherra, Jónasar Jónssonar, sem sagði, að allar samþykktir kennarafundar skyldu standa, ráðherra studdi sinn mann í
hvívetna … augljóst var, að ráðherra fylgdist vel með málinu. En þá náðist að semja sáttarbréfið, sem batt endi á deiluna; 6. bekkingar C féllust á allar kröfur, nema að þeir héldu þeim fyrirvara, að ef þeir væru beittir órétti í skólanum, þá áskildu þeir sér rétt til bekkjarsamtaka. Aftan við bættu kennarar þeirri klausu, að það væri fjarstæða að telja, að kennarar beittu nemendur nokkurn tíma óretti. Deilan var leyst. Pálmi Hannesson, rektor, taldi sig persónulega hafa tapað í þessu máli. Gylfi Þ. Gíslason var busi í MR þennan vetur. Hann minntist þess löngu seinna, hve hann dáðist að forystumönnum nemenda, og hversu sannfærður hann var, þegar hann tók þátt í vekrfallinu við litla hrifningu foreldra sinna. Gylfi skrifaði: „Hér var í raun og veru um uppreisn að ræða, um byltingartilraun, þótt í smáum stíl og á litlu sviði væri. Mér hefur oft síðar dottið í hug, að ýmsar miklu örlagaríkari uppreisnir sögunnar hafi hafist með eitthvað líkum hætti, að margar byltingar hafi byrjað með svipuðu móti.“
16
Boð og bönn í Íran Þann 23.mars 2010 samþykkti ríkisstjórnin frumvarp um bann við ljósabekkjanotkun einstaklinga undir 18 ára aldri. Þessar fréttir voru mörgum ungmennum þungbærar því við þeim blasti nú algerlega sólarlausir vetur þar til tilskildum aldri yrði náð. Jafnframt lærðu þeir nýtt orð; orðið forræðishyggja, sem þeir notuðu nú óspart um sitjandi ríkisstjórn. Á bak við bannið voru þó margþætt rök sem er meira en segja má um lög annarra landa. Íran er dæmi um slíkt land. Mikið er um boð og bönn sem sum hver virðast vera algerlega úr lausu lofti gripin.
án efa illmennið Ernst Stavro Blofeld. Hans helsta einkenni var hvíti kötturinn sem hjúfraði um sig í kjöltu hans. Það þyrfti þó ámóta illmenni til þess að framkvæma slíkt í Íran þar sem það varðar við lög. Að eiga kött sem gæludýr er lögbrot.
Margar listaspírur tækju andköf ef þessi lög tækju gildi hérlendis. Í Íran eru þröngar gallabuxur ekki leyfilegar.
Fyrir það fyrsta er það póstþjónn internetrisans Google sem ekki er velkominn í landið. Þessi löggjöf kæmi tölvukerfi MR í opna skjöldu þar sem póstþjónn þeirra er hýstur af Google. Hvað myndi maður nú gera ef YouTube yrði bannað? Hádegishlé færu í lærdóm eða eitthvað álíka spennandi og andvaka nætur yrðu jafnvel enn verri. Þetta má fólk í Íran búa við. Einn af svalari óvinum James Bond er
Þröngsýni og fordómar eru þar enn við lýði og er samkynhneigð bönnuð. Hvort ástæðuna megi rekja til hommafælni þeirra helstu ráðamanna er ekki gott að segja.
Óhætt er að segja að enginn framhaldsskóli á landinu eigi fleiri Harry Potter aðdáendur en MR. Annar hver nemandi hefur lesið allar bækurnar og þriðji hver tvisvar. Það er skemmst frá því að segja að skrif J.K Rowling féllu ekki í kramið hjá írönskum stjórnvöldum þar sem allar bækurnar hafa verið bannaðar.
Nýlega var uppi sá orðrómur um að Facebook myndi brátt loka og heimsbyggðin stóð á öndinni. Slík er þörfin fyrir þennan samskiptamiðil. Kannski er það Írönum fyrir bestu að hafa ekki fengið að prufa Facebook.
17 Rapp er tónlist nýrrar kynslóðar en sums staðar, greinilega, hefur verið reynt að sporna við þeirri þróun. Í Íran er rapptónlist ólögleg en miðað við flesta rappara heimsins ætti skitin löggjöf ekki að aftra þeim.
Hvaða tónlistarmann dreymir ekki um að fara í tónleikaferð um heiminn og enda svo á risatónleikum í Teheran? Flestir sem hafa tekið sér hljóðfæri í hönd eiga þennan sameiginlega draum, en hann verður aldrei að veruleika fyrir George Michael. Hann, ásamt fleiri vestrænum tónlistarmönnum, hefur verið bannaður í Íran.
Eftir að hafa verið með mann í vinnu við að sýna viðskiptavinum hvernig fötin líta út datt loksins einhverjum í hug að búa til afsteypu. Í hverri verslun má finna gínur sem, undantekningalaust, eru óaðfinnanlega klæddar. Öðruvísi er um að litast í Íran þar sem gínur eru bannaðar.
Greinilegt er að ráðamenn þjóðarinnar eru hræddir við valdarán vöðvafjalla. Öll sala og dreifing á prótein fæðubótarefnum er ekki leyfð. Það er spurning hvernig stóri G-maðurinn, Arnar Grant og Ívar Guðmunds tækju þessari löggjöf.
Það er spurning hvort Jón stóri léti írönsk lög stöðva sig. Húðflúr eru eitt af því sem er með öllu óheimilt.
Bindi eru algert undirstöðuatriði í klæðaskáp karlmanna og er alltaf til staðar þegar skylda er að skarta sínu fínasta pússi. Íranir hafa þó mátt finna sér einhvern annan klæðnað þar sem hálsbindi eru með öllu óheimil í þeirra heimalandi.
Besta vini mannsins hefur verið fleygt á dyr. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað hefur valdið því að einhver setti sig á móti hundahaldi. Í Íran er það þó einfaldlega þannig að eigir þú hund sem gæludýr áttu á hættu að lenda í steininum.
Týndur strákur í Garðabænum! Ólafur hvarf frá Línakri þann 7. febrúar síðastliðinn. Hann er grábröndóttur með hvíta fætur og hvíta bringu og er afar kelinn inniköttur. Hann var með ól þegar hann hvarf og hann er örmerktur. Vinsamlegast hafið samband við Kára í s. 662-4949 eða Fannar í s. 845-7393 ef þið sjáið til hans.
18
Þau fórnuðu sér fyrir vísindin Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Enn er það okkur ógerlegt að spá fyrir um örlög okkar og afdrif. Tilgangur lífsins er ennþá óljós en margir kappkosta við að skilja eftir sig aðdáunarverða arfleifð áður en þeir geispa golunni. Margir hafa valið sér nýsköpun og efnast vel af því. Uppfinningar sumra hafa þó verið meiri örlagavaldar en þægilegt telst. Þeir sköpuðu tæki og tól sem seinna urðu þeirra bani.
heimi. Það skal ég nú gera.” Hann dó u.þ.b. 10 sekúndum síðar.
Henry Smolinski hugðist koma samgöngum á næsta þrep. Hann var einn af stofnendum fyrirtækis sem ætlaði að framleiða fyrstu flugbílanna. Hann lést í slysi við þróun á tækninni og fyrirtækið fór í kjölfarið á hausinn. Lítið hefur verið um flugbíla síðan þá en hvort það megi reka til þessa óhapps er ekki gott að segja. William Nelson, fæddur 1879 fann upp aðferð til þess að mótorknýja reiðhjól. Uppfinningin vakti aðdáun og tók hann að sér að prufukeyra fyrsta eintakið. Sú ferð varð hans síðasta þar sem hann datt af hjólinu og lést af sárum sínum.
Valerian Abakovsk fann upp nýjan ferðamáta fyrir opinbera starfsmenn Sovétríkjanna. Vagn með þotuhreyfli var festur á járnbrautarteina. Þetta gat flutt menn á milli staða með miklum hraða, en teinarnir þoldu það hreinlega ekki. Í annarri ferð tækisins fór það útaf sporinu og dóu allir um borð, þar á meðal Valerian. James W. Heselden fann reyndar ekki upp Segway-hjólið en var eigandi fyrirtækisins síðustu ár ævi sinnar. Hann lést árið 2010 þegar hann féll af Segway-inu sínu niður 24 metra..
Horace Lawson Hunley var skipaverkfræðingur og þróaði fyrsta orrustukafbátinn. Fyrsta prófun var hans síðasta því áhöfninni tókst ekki að koma bátnum á flot aftur og lést hún fyrir rest af súrefnisskorti. Ismail ibn Hammad al-Jawhari, fæddur á 10.öld, var múslimi frá austur Asíu. Hann er talinn hafa verið einn af þeim fyrstu sem lagði sig fram til að koma fólki á flug. Hann smíðaði sér trévængi og stökk fram af þaki. Varla þarf að taka fram hvernig sú ferð endaði. Lokaorð hans voru: „Kæra fólk! Enginn hefur reynt það sem ég ætla hér að framkvæma. Nú ætla ég að fljúga. Að fljúga er það mikilvægasta í þessum
Li Si, fyrsti ráðherra Kína, var uppi á 3.öld fyrir Krist. Hann fann upp aftökuaðferð sem nefnist „Kvalirnar fimm”. Hún er ómannúðleg með öllu en fyrst er nefið skorið af fórnarlambinu. Svo önnur fóturinn og önnur höndin. Þvínæst er skorið undan fórnarlambinu en loks er það skorið í tvennt við mittið. Li Si sá heldur betur eftir þessari uppfinningu þegar hún var notuð á hann árið 206 f.kr.
Þjóðsaga segir frá því að Wan Hu, sextándu aldar ríkisstarfsmaður frá Kína, hafi ætlað fyrstur að komast út í geim. Honum var skotið á stól sínum upp í loft, en frásagnir herma að hvorki hann né stóllinn hafi nokkurn tíman sést aftur.
19
Nafnlaust lesendabréf: Fordómar gagnvart Vítisenglunum… HALLÓ? Að undanförnu hafa ýmis gífuryrði verið látin falla um mótorhjólaklúbbinn góðkunna, Vítisenglana. Fjölmiðlar kasta ryki í augu almennings og mála klúbbinn upp sem einhver glæpasamtök, en engin viðleitni er sýnd til að samgleðjast þeim samlöndum okkar sem loksins fengu viðurkenningu sem fullgildir Vítisenglar. Þessir sleggjudómar gagnvart frjálsum félagasamtökum eru dæmigerðir fyrir Íslendinga. Landsmenn virðast ekki að skilja að það eru svartir sauðir í hverri hjörð. Í staðinn eru allir vítisenglar settir undir sama hatt og látnir líða fyrir vafasamar athafnir örfárra félagsmanna. Þótt sumir sem stunda mansal séu illa innrættir, þá þýðir það ekki að mansal sem slíkt sé eitthvað ómannúðlegt eða slæmt. Eins eru flestir meðlimir Vítisenglanna mjög huggulegir menn. Kæru samnemendur. Sýnum umburðarlyndi og virðum frjáls félagasamtök. Burt með fordómana. Hefjum umræðuna yfir á hærra plan!
1. Abercrombie - 2. American Eagle - 3. Billabong - 4. Bugatti - 5. Chanel - 6. Daewoo - 7. Ferrari. - 8. Linux - 9. Frams贸knarflokkurinn - 10. LG - 11. Vodafone. - 12. Playstation. - 13. Toyota - 14. Myspace - 15. Carhartt
Ertu merkjafr铆k? 20
21
Hvernig komast þau í skólann?
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
A
B
C
D
E
F
G
H
I
J
K
Svarlykill: 1-E 5-K 2-I 6-A 3-J 7-G 4-D 8-B
9-F 10 - C 11 - H
22
Góðgerðartónleikar SamFram 16. mars fara fram góðgerðartónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefndar undir yfirskriftinni Okkur er ekki sama. Það eru samtökin SAMFRAM sem standa fyrir þessum tónleikum. SAMFRAM er samstarfshópur sem samanstendur af fimm menntaskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru Menntaskólinn í Reykjavík, Verzlunarskóli Íslands, Menntaskólinn við Sund, Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Á fésbókarsíðu samtakanna stendur: „Markmið hópsins er að auðvelda nemendafélögum þessara fimm framhaldsskóla að skipuleggja félagslífið svo það geti blómstrað betur. Einnig er markmið hópsins að gefa góð ráð, bera saman bækur sínar sem og að skipuleggja sameiginlega viðburði. “ Þeim hefur heldur betur tekist vel upp með sinn fyrsta viðburð en þar mun rjóminn af íslensku tónlistarlífi stíga á stokk án þess að taka krónu fyrir. Þeir sem koma fram eru:
Friðrik Dór Agent Fresco Who Knew Jón Jónsson Orphic Oxtra Original Melody Gnúsi Yones Stebbi & Eyfi Tónleikarnir fara fram í Hafnarhúsinu og er miðaverð 1500 krónur sem renna ósnertar til Mæðrastyrksnefndar.
Styrktarnúmer eru: 500kr: 9107-1050 / 1000kr: 907-1010
Mæðrastyrksnefnd var stofnuð árið 1928 sem stuðningshópur við ekkjur sjómanna sem létust sama ár í hræðilegu sjóslysi. Með tímanum tóku þær einstæðar mæður, fráskildar konur og ógiftar upp á sína arma. Hún spilaði stórt hlutverk í lögleiðingu meðlags og voru frumkvöðlar að fyrstu lögunum um barnavernd. Í dag hjálpar Mæðrastyrksnefnd öllum þeim sem eiga um sárt að binda og hefur hjálpað hundruðum fjölskyldna í neyð. Á hverjum miðvikudegi úthlutar nefndin matvælum til þeirra sem eiga ekki salt í grautinn. Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar úthlutar hún einnig munaðarvörum sem gengur hægt á. Mæðrastyrksnefnd verður lífæð æ fleiri eftir því sem líður á kreppuna og því er mikilvægt að hugsa vel um hana og styrkja eftir fremstu getu. Mætum öll í kvöld, styrkjum mikilvægt málefni og njótum ljúfra tóna.
Okkur er ekki sama! 23
Góðgerðatónleikar SamFram
Friðrik Dór Agent Fresco Who Knew Jón Jónsson Orphic Oxtra Original Melody Gnúsi Yones Stebbi&Eyfi 16.03.’11. Hafnarhúsinu Húsið opnar kl. 19:00
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00,
Miðaverð 1.500 kr.
Vímuefni eru með öllu óheimil
500kr: 907-1050 / 1000kr: 907-1010 Mæðrastyrksnefnd
Frá árinu 1928 hefur Mæðrastyrksnefnd verið til staðar fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Upprunalega styrktu samtökin ekkjur látinna sjómanna en það hefur breyst. Nú geta einstæðir foreldrar, eldri borgarar og fjölskyldur leitað til þeirra.
Í hverri viku getur fólk komið í matarúthlutun á þeirra vegum. Aðsóknin hefur aukist gríðarlega á síðustu árum en þegar mest var sóttust um 700 heimili eftir hjálp. Þetta vandamál snertir okkur öll og vilja því SamFram skólarnir leggja sitt af mörkum með því að styrkja þetta málefni. Okkur er ekki sama!
24
Bílabíó
Það var á köldum miðvikudegi í mars sem nemendur Menntaskólans komu saman í bílum sínum í vöruskemmu út á Seltjarnarnesi. Hrollvekjan The Shining með Jack Nicholson í aðalhlutverki varð fyrir valinu. Myndin hentaði stemningunni sem ríkti á þessu snjóþunga og nístingskalda kvöldi. Staðsetningin sem varð fyrir valinu var í porti fyrir aftan Norðurpólinn í vöruskemmu sem keyrt var inn í. Á sama tíma var einmitt verið að sýna hina margrómuðu og æðislega skemmtilegu uppsetningu Herranætur á verki William Shakespeare, Draumur á Jónsmessunótt. Þannig að þetta var kannski ekki eins og þetta týpíska bílabíó sem maður sér í amerísku bíómyndunum. Þetta gekk hins vegar vel upp þar sem þessi sérstaka stemning skapaði spennuþrungið andrúmsloft. Ef það er hægt að setja út á eitthvað þá er það hve fáir mættu því einungis voru mættir örfáir bílar inn í vöruskemmuna til að fylgjast með myndinni. Það má þó með sanni segja að fyrsta bílabíó í sögu
Menntaskólans heppnaðist ágætlega og vonandi verður svipaður viðburður aftur haldinn að ári liðnu.
Finnst ykkur að þessi viðburður ætti að vera fastur liður í félagslífi MR? Já algjörlega, væri samt meira kósí í góðu veðri, úti og þar sem þetta væri auglýst betur.
Mynduð þið mæta ef þessi viðburður yrði haldinn aftur? Hvernig finnst ykkur á þessu fyrsta bílabíói MR? Stemmningin hér er alveg gífurlega góð, sjö bílar inni í ógeðslegu húsi inn í einhverju viðbjóðslegu porti á nesinu (kom okkur á óvart að svona staður fyndist þar). Okkur líður eins og við séum staddar í Efra-Breiðholti.
Hvernig finnst ykkur staðsetningin?
Staðsetningin er creepy, samt töff creepy, ekki nógu stór, illa merkt (hefði ekki drepið ykkur að setja eitt skilti sem benti í rétta átt) en annars þúst, fínt. Gott partýhús (hint hint)
Klárlega, í góðum félagskap, í góðu veðri á góðum degi ☺
Eruði miklir kvikmyndaaðdáendur?
Tjaa bara svona melló. Horfi mest bara á klám (segir Sunnefa og brosir blítt til drengjanna).
Hver er leiðinlegasta mynd sem þið hafið séð? Umm.. við horfum ekkert voðalega mikið á myndir en þessar finnst okkur allavega stand-out leiðinlegar: Shawshank Redemption og Inception
Eitthvað að lokum?
Ef Kiddikerr er maðurinn þá erum við staðurinn
25
Sjaldséðar myndir
Bakþankar
Undir grænlituðum vegg, í rauðum sófa, er ekki annað hægt en að fyllast innblæstri. Það sem átti að vera auglýsing fyrir Góu er nú orðið að samkomu þar sem undirritaður stýrir umræðu. Aðstandendur standa ekki lengur heldur krjúpa við fætur fundarstjórans sem leitt hefur umræðuefnið út fyrir kassann. Þessa nótt fagnaði Inspector Scholae fæðingu sinni í tuttugasta sinn. Raunsæismaðurinn sem hann er, beið til miðnættis með fögnuðinn. Hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun er ekki gott að segja, en þó er víst að hann breytti þar rétt. Án þess að tengja umræðuna við trú eða líf eftir dauða,
þá er tvennt alveg öruggt í þessum heimi. Við fæðumst og við deyjum. Hvar, hvernig og hvenær verður okkur ætíð hulin ráðgáta og sannast við fornkveðna: „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er”. Fyrir þær sakir byggja flest trúarbrögð á því að vera þakklátur fyrir hvern dag og lifa hann til fulls. Enn er óþekkt hver skrifar lífsins almanak svo við þurfum að sætta okkur við myrkrið og óvissu þess, enn um sinn. Afmælisfögnuður er fögnuður ákveðins áfanga. Þá safnast fólk saman og óskar afmælisbarninu til hamingju með afrekið; að hafa haldið lífi öll þessi ár. Í versnandi heimi, þar sem Justin Bieber, Nilli, Vala Grand og Maggi Mix stýra stefnu og straumum, er það
afrek. En það að geta í fljótheitum sagt á hvaða vikudegi afmælisdaginn ber upp, er ekki næg ástæða til herlegheita rétt eins og eins marks forysta í hálfleik hefur enn ekki skilað neinum titli. Líkt og í kappleikjum er óráðlegt að fagna sigri of snemma því dramb er falli næst. Mikið hefur borið á innistæðulausum afmælisveislum sem falla betur að stundaskrá gestgjafans. Að fagna afmæli á laugardegi í stað þriðjudagsins næstkomandi til að þjóna eigin hagsmunum má túlka sem hortugheit og hroka gagnvart því sem enginn fær nokkuð skilið í. Það er háskaleikur sem ber að varast eins og heitan eldinn.
29
Veiðar
Dropi úr viskubrunni Veiðifélagsins
30 Skoplegt er að hugsa til þess að, með Veiðifélag í ritstjórn, ekki hafi einu orði verið minnst á almenna veiði í síðasta tölublaði. Ritstörf eru aðeins tómstundaiðja hópsins sem, eins og nafnið gefur til kynna, hefur einbeitt sér að veiðum. Eftir að merking orðsins tók að breytast þróuðust öll orð því tengdu og urðu tvíræð. Flest orðin eiga við bæði kyn þótt það falli yfirleitt í hlut karlpeningsins að leiða þann dans sem samskipti kynjanna er. Kominn er tími á að Veiðifélagið ausi úr brunni visku sinnar.
Netveiðar
voru bréfaskriftir eina samskiptaleiðin og því gat veiðin tekið margar vikur, jafnvel mánuði. Nú geta veiðimenn náð bráð sinni á nokkrum dögum með hnitmiðuðum skeytasendingum og ástarhótum.
Veiðitímabil
Allir vita, sem stundað hafa veiðar af einhverju tagi, að veiðin er ekki alltaf eins og best væri á kosið. Í byrjun september hefst þó tímabil sem menn töldu áður að væri eintóm mýta en annað hefur komið á daginn. Þegar nýtt busakjöt eru komið í skólann hópast að menn úr öllum landshornum til að gæða sér á kræsingunum. Þetta veiðitímabil mun að sjálfsögðu vera busaballsvertíðin.
Áður en lagt er af stað í veiðiferð undirbúa þeir klókustu jarðveginn fyrst. Þeir vita að illa undirbúinn veiðimaður er mun líklegri til þess að fara tómhentur heim. Auðveldasta leiðin eru samskipti yfir veraldarvefinn með rótsterkri undiröldu. Uppfinningar sem hafa þjónað veiðimanninum í gegnum tíðina eru Facebook, Myspace, MSN og Compare Hotness.
virðist sem tilfinningarök ráði ferðinni. Rétt eins og í skotfiminni virðast stærri skotmörk vera auðveldari viðureignar en ekki er gott að alhæfa í þeim efnum. Enginn vafi er þó á því að hvalveiðar verða stundaðar hérlendis langt eftir okkar tíð.
Veiðivatn
Fátt er jafn fljótt að koma upp um lélegan veiðimann og sterk líkamslykt. Svitalykt og andremma virkuðu kannski á steinöld þegar að hið týpíska stefnumót samansstóð m.a. af handrotun og mammútaveiðum, en nú er öldin önnur. Þegar haldið er af stað í veiðiferð er nauðsynlegt að úða sig með einhverju vellyktandi og seyðandi veiðivatni til að lokka að sér ákjósanlega bráð.
Línuveiðar
Línuveiðar voru mikið stundaðar á 9. og 10. áratug síðustu aldar en eru nú á miklu undanhaldi. Línuveiðar felast í því að lokka bráð sína með hnyttnum línum, svokölluðum „Pick-up”-línum. Lítil nýsköpun hefur átt sér stað í þessari grein hér á landi og fyrir þær sakir þykja flestar línur úreltar eða hallærislegar. Enn finnast þó veiðimenn sem veiða á þennan máta, frekar þó í gríni en í alvöru.
Veiðitími
Tímataka hefst þegar bráð hefur verið valin. Í gegnum árin hefur tíminn styst en má það rekja til tækniframfara síðustu aldar. Fyrir tíma tölvunnar
Hvalveiðar
Hvalveiðar á Íslandi hafa verið mikið til umræðu undanfarin ár. Fólk skiptist í tvennt í afstöðu sinni til málsins og svo
Skotveiði
Í miðbænum kennir ýmissa grasa í veiðiaðferðum og getur verið kostulegt að fylgjast með tilburðum mishæfra einstaklinga. Veiðimaðurinn er aldrei betri en aðferðin sem hann notar og eru nokkrar aðferðir sem hafa sannað notagildi sitt í gegnum árin. Eina þeirra kjósum við að kalla skotveiði. Aðferð þessi er ekki fyrir alla því ásamt því að vera áhættu- og kostnaðarsöm krefst hún mikillar dirfsku. Hún gengur út á það að veiðimaðurinn býður bráðinni upp á drykk sem hann ýmist færir henni sjálfur eða sendir með aðstoð þjónsins. Fáir slá hendinni á móti fríum hlutum og gefur þessi rausnarlega gjöf þín þér yfirleitt forskot á keppinauta þína. Þetta getur þó verið hinn mesti háskaleikur því oft er rennt blint í sjóinn með hvaða bráð verður fyrir valinu og er undirbúningsvinnu því ábótavant. Því eru alltaf líkur á því að spilin snúist
31 í hendi þér og í stað þess að þú eltir bráðina endar þú á harðahlaupum niður Laugarveginn með brjálaðan kærasta/ kærustu á hælunum. Skotveiði er þó engu að síður göfug íþrótt sem alltof fáir leggja stund á.
Akkerið
Þegar veitt er í hópum verður að vera valinn maður í hverju rúmi. Þegar frjálslega er skipað í veiðihóp geta þar leynst akkeri sem falla fyrir borð um miðnætti. Akkerið stöðvar veiðina og dregur alla stemningu með sér til botns. Dæmi um akkeri eru grátandi vinkonur, þreyttir félagar eða vinir sem eiga kærustu heima fyrir sem skipar þeim að nú sé komið gott. Öll þessi vandamál dreifa athygli veiðimannanna og skemma einbeitingu. Akkerin ber að varast eins og heitan eldinn.
Það leyfi getur verið mjög torsótt og ber að hugsa sig vandlega um áður en umsókn er skilað.
Veiða og sleppa
Fiskveiðimenn sleppa gjarnan fiskinum aftur til sinna heimkynna að veiðinni lokinni. Fyrir það hljóta þeir lof fyrir góðmennsku sína og réttlætiskennd. Önnur lögmál gilda í heimi veiðimannsins sem mætir oftast miklu mótlæti þegar veitt er og sleppt. Gjarnan kíkja stelpur í bæinn með vinkonunum en kynnast þá álitlegum strák. Eftir frábæra nótt kveðjast þau með kossi, hún grunlaus um að stund þeirra hafi verið honum merkingarlaus.
Felubúningur
Þegar aukakílóin kíkja í heimsókn getur réttur fatnaður verið gulls ígildi. Yfir vetrarmánuðina á fólk það til að skarta björgunarhring og ástarhöldum en sannur veiðimaður lætur það ekki á sig fá. Með réttum felubúning má fela hverja fellingu og halda áfram veiðinni, fullur sjálfstrausts sem einmitt er lykillinn að góðum árangri.
Sportveiði
Sportveiði er hugmynd fengin úr amerískum kvikmyndum. Þá er það gert að leik sínum að draga hitt kynið á tálar. Jafnan er það tengt veðmáli eða áeggjan vinanna. Sportveiði er lægsta tegund veiði og er bæði siðlaus og svívirðileg.
Stangveiði
Þessi aðferð á rætur sínar að rekja til landanna nær miðbaugi, þar sem frjálslyndi og salsa dans er fólki í blóð borið. Hún lýsir sér þannig að strákar koma aftan að stelpum á balli og byrja að nudda sér upp við þær. Þetta er bæði illa séð og siðlaust en er þrátt fyrir það mikið notað af menntaskólanemum. Þessi aðferð til þess að brjóta ísinn, með stönginni, er lítið hugsuð og stangveiðin því litin hornauga í veiðisamfélaginu.
Veiðileyfi
Þegar tveir vinir/vinkonur hafa stillt miðið á sömu bráðina eru vandamálin oft skammt undan. Þá er grundvallaratriði að samkomulag náist um hvor fái veiðileyfið áður en haldið er af stað út í frumskóginn. Einnig þarf að sækja um veiðileyfi til þess að gera atlögu að fyrrverandi maka vina þinna.
Mokveiði
Busaballið hefur gjarnan verið nefnt uppskeruhátíð veiðimanna en þar má stunda mokveiði með lítilli ef einhverri fyrirhöfn. Í ærandi technotónlist og blikkljósum er ekkert sem heitir siðlaust, en þar einmitt sýna margir sínar myrkustu hliðar og stunda stangveiði, sportveiði og mokveiði, án veiðileyfis, eins og enginn sé morgundagurinn.
32
Tรถlfrรฆรฐin
ÍSLENSKA SIA.IS ARI 53977 03/11
Sérsniðin þjónusta fyrir allar tegundir námsmanna.
Betri kjör og meiri fríðindi með Kortinu og Einkaklúbbskortinu, með allskonar sérsniðnum tilboðum og afslætti auk niðurgreiðslu nemendafélagsgjalda. Nánari upplýsingar um Námsmannaþjónustu Arion banka fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum okkar og á arionbanki.is eða í síma 444 7000.
34
Ráð fyrir Grímuballið Jæja, ástkæru samnemendur, nú styttist í grímuball og þá kemur að því að velja búning. Við í Veiðifélaginu ákváðum að hjálpa þeim sem eru í krísu og gefa nokkur ráð varðandi val á búningum. Áður en þú ferð á grímuball er afar mikilvægt að átta sig á einu. Aldrei mæta án þess að vera í búning! Það er ekki töff að vera gaurinn sem nennti ekki að finna outfit og ætlaði að vera ótrúlega svalur bara á skyrtunni. Auðvitað lítur sá náungi út eins og bjáni við hliðina á Rambo og Indiana Jones. Þegar strákar velja búning eiga þeir að leitast eftir því að velja annað hvort eitthvað grjóthart eða drepfyndið, ekki velja eitthvað „bara allt í lagi”. Þú ert að leitast eftir því að bera höfuð og herðar yfir hina. Auðvitað horfa stelpurnar beint á Loga Geimgengil og hugsa: „Hmm, ég gæti sleikað mig upp og kannski fengið að fikta í geislasverðinu hans”. Veljið líka búninga sem bjóða upp á það að dansa
Látið ekki
náið við dömurnar og vera ekki með einhver bölvuð höfuðföt að þvælast fyrir.
Svo fyrir dömurnar. Stelpur, EKKI VERA NORN. Oj bara. Haldiði að við nennum að horfa á græn ógeðsleg gúmmínef með vörtu þegar við erum að reyna að redda okkur sleik? Verið í búningum sem láta ykkur ekki líta út eins og að þið hafið alist upp í Tsjernobyl. Einnig er gott að sýna línurnar en ekki ganga of langt, því eins og flestir vita eru grímuböll og grímubúningapartý helstu tækifæri stelpna til þess að vera eins druslulegar
u!
svo
t í Gó l l a r e a t t e na. Þ
eins og þær mögulega geta ímyndað sér að mæta á skemmtanir. Stutt pils og berir magar eru hrikalega vel séðir ef að líkaminn til þess er fyrir hendi. Sem leiðir okkur að öðrum punkti, klæðið ykkur eftir holdafari. Ekki vera með eitthvað Jell-o á sveimi um allt dansgólfið og ekki vera með björgunarhring, nema hann sé hluti af búningnum. Fyrir dömur í þyngri kantinum sem eru að spila sig sexí er oft ekkert betra en heit söng- eða leikkona frá fimmta eða sjötta áratugnum. Allir fýla Marilyn Monroe, þó svo að einhver viti varla hver það er, þá vita allir að hún var heitasta skutlan á sínum tíma.
35
Viðtalið Viðmælandi okkar í Menntaskólatíðindum að þessu sinni er fyrrum nemandi Menntaskólans í Reykjavík, Ólafur Ragnarsson. (til hægri) hann var meðal annars í 4.A með mönnum sem enginn þekkir eins og Baldvini Sigurði Jónssyni ofl. Ólafur útskrifaðist árið 1998. Ólafur starfar í Landsbankanum og er þar í fyrirtækjaþjónustunni. Ólafur var þessi venjulegi MR-ingur. Hann var umsjónarmaður í 4. bekk og fór nokkrum sinnum í Cösu ástamt því að taka einu sinni þátt í Herranótt en það líkaði honum illa. Við settumst niður með Ólafi á kaffihúsi í miðbænum og tókum hann tali.
Hefuru einhverjar sögur til að segja okkur af uppsetningunni á sýningunni?
En að allt öðru. Hver var Inspector þegar þú varst að útskrifast?
Hvernig var bekkurinn þinn, þið hljótið að hafa gert eitthvað af ykkur?
Hvað finnst þér um að ganga í hlaupaskóm við gallabuxur?
Segðu okkur aðeins frá göngu þinni í MR.
Nú vinnur þú í Landsbankanum, hefur reynsla þín í MR gefið þér gott forskot á aðra samstafsmenn þína?
Hún var bara fín.
En gaman, virðist vera að þú hafir haft gaman að. Þú tókst þátt í Herranótt, ekki satt?
Jú, ég tók þátt í Herranótt, það var ekki gaman.
Nei.
Bekkurinn minn var fínn. Krakkarnir voru sumir uppátækjasamir.
Áhugavert, segðu okkur aðeins meira frá einhverjum prakkarastrikum sem þið gerðuð. Ég tók aldrei þátt í neinum prakkarastrikum.
Ég hefði eiginlega átt að fara í Versló.
Nú? Bara.
Ég man það ekki.
Það er flott.
Áttu þér uppáhalds mat? Já.
Hver er hann? Vil ekki segja.
Eitthvað að lokum?
Já, heldur betur, Í fyrsta lagi veit ég ekkert hvað ég er að gera hérna og skil ég ekki afhverju í andskotanum þið hringduð í mig og trufluðuð mig við störf til að spyrja mig þessa fáránlegu spurninga sem tengist því ekkert hver ég er eða hvað ég hef gert. Hvað er eiginlega að ykkur? Hvernig datt ykkur í hug að hringja í mig af öllum mönnum? Ég vil ekki að þetta sorp sé birt í blaðinu og ekki láta ykkur detta í hug að hringja í mig aftur.
36
Stundum bara eins og að búa í sjónvarpinu... vinum og styrkti sambönd við nokkra gamla og það vill svo skemmtilega til að nokkrir af þessum vinum eru nú í ritstjórn MT, þessa óaðfinnanlega tímarits, og báðu mig um að skrifa þar inn nokkrar línur, að sjálfsögðu þáði ég þennan heiður með þökkum eins og sést hér. En jæja, nóg komið af þessu og ef þú ert ennþá að lesa þessa steypu (sem mér þykir hálf ótrúlegt) þá vona ég að þú
Kæru lesendur, Á þessari stundu gætuð þið verið að velta fyrir ykkur afhverju þið séuð að lesa þessa grein, þetta er einhver aumkunarverð grein eftir einhvern kauða sem þið hafið líklega ekki hugmynd um hver er, hafið mögulega aldrei séð áður og gengur ekki einu sinni í MR! En svo að ég reyni nú aðeins að bæta úr skák þá skal ég segja ykkur aðeins frá sjálfum mér. Ég heiti Bergur Ástráðsson og gekk í Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2009-2010 og lauk þar 4.bekk skólans. Sterkari tengsl á ég nú harla við þessa frábæru stofnun. Ég tók takmarkaðan þátt í félagslífi sem var á vegum skólans (fyrir utan böllin að sjálfsögðu!), lét lítið til mín taka utan míns eigin bekkjar (4.R represent!!) og er líklegast þekktur sem gæjinn sem bjó til klósettpappírsbikarinn handa Verzló í aðdraganda Gettu Betur 2010, sem var liður í því að hefja eitt kjánalegasta stríð menntaskólasögunnar, allt til styrktar framboðsherferð Óla Ásgeirssonar ykkar fyrrverandi Le Pré. Á þessu ári mínu í MR sat ég nú samt ekki kylliflatur allan daginn, þetta var án efa eitt af bestu árum ævi minnar, þó að þau séu ekki mörg talsins. Á þessu ári eignaðist ég frábæra súpu af nýjum
sért kominn með ágætan skilning á því afhverju í ósköpunum ég var fenginn til að skrifa í þetta glæsta tímarit. Aftur á móti gætirðu þess í stað verið að spyrja sjálfa/n þig hvað í fjáranum ég ætli að skrifa um! Þannig er nú mál með vexti að eftir þetta yndislega ár mitt í MR ákvað ég að leggja í langþráða för til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Það var erfitt að skilja við skólann góða, auk fjölskyldu og vina en þetta hafði verið draumur minn til margra ára og síðasti séns til að láta verða af honum að renna upp, svo ég reið á vaðið.
Daglegt líf í ómenningunni
Flestir skiptinemar fá að vita allar helstu upplýsingar um staðsetningu, fjölskyldumál og skólavist ytra a.m.k. mánuði eða tveimur áður en haldið er út en af einhverjum ástæðum þá fékk ég
ekki neitt að vita þangað til einhverjum tæpum tveimur vikum áður en ég lagði af stað. Mamma alveg á nálum og ég að þeysast út um allan bæ að redda hinu og þessu. Með tvær stútfullar ferðatöskur, smá aur og fartölvuna hennar mömmu hélt ég sigurför minni um heiminn áfram. Nú lá leiðin til Phoenix, Arizona. Í eyðimörkinni beið mín tæpur 50°C hiti og 10 mánaða dvöl. Lífið til að byrja með var nú ekki einhver dans á rósum en ég skipti um fjölskyldu tvisvar sinnum áður en ég fann minn samastað. Ekki eitthvað sem ég hefði kosið að gera en var nokkuð nauðsynlegt samt sem áður. En um mánaðarmótin ágúst-september hafði mér tekist að koma mér almennilega fyrir með Johnson fjölskyldunni, ein vinalegasta fjölskylda sem ég hef komist í kast við! Þó að upphafið hafi nú aðeins komið manni í opna skjöldu þá var nú ekki hægt að neita því að strákurinn var að fýla þetta í ræmur! Uppalinn íbúðastrákur í Reykjavíkurborg kominn í þetta vægast sagt flotta umhverfi. Johnson fjölskyldan býr nefnilega í tveggja hæða einbýlishúsi með bílskúr og sundlaug, eitthvað sem gamli var ekki alveg vanur. Á heimilinu búa gestgjafa-foreldrar mínir, tveir synir þeirra, 15 og 8 ára, dóttir þeirra, 12 ára og einn annar skiptinemi, strákur frá Taiwan, 19 ára. Við búum í sirkað hálftíma fjarlægð frá skólanum (Phoenix Christian High School) sem er staðsettur nokkuð miðsvæðis í Phoenix borg. Fjarlægðin getur verið nokkuð taugatrekkjandi þegar kemur að félagslífinu, fólk hikar nefnilega alveg þegar maður biður um far sem mun taka skutlarann klukkutíma fram og til baka, svo maður nefni nú ekki bensínkostnaðinn, en maður finnur ótrúlegustu leiðir til að vinna í kringum þetta, strákurinn reddar sér.
37 Ég hef nokkrum sinnum fengið spurninguna „Er þetta high-school líf alveg eins og í bíómyndunum þarna úti?“ að heiman síðan ég kom hingað út og ég verð að viðurkenna að það er svolítið þannig. Skólinn sem ég er í er nú samt einkaskóli og ekki mjög fjölmennur og veit ég það fyrir víst að þessi upplifun væri líkari kvikmyndaklisjunni ef ég væri í einum af fjölmennu „public“-skólunum hérna í nágrenninu. Ég er samt mjög sáttur við stöðuna eins og hún er, gæti líklega ekki höndlað klisjuna ef hún væri mikið ýktari.
ekki sjáanleg, en ég held að ég lifi þetta bara alveg af. Fyrir utan áðurnefnda hluti og örfáar auka reglur þá er skólalífið ósköp svipað eðlilegu skólalífi ungmennis. Utan skólans hins vegar finnur maður fyrir enn minni mun, eini munurinn er í raun og veru sá að maður sækir kirkju með fjölskyldunni af og til.
Trúarbrögð og fleira
Þegar fólk hóf að frétta af þessari för minni á seinasta ári fékk ég oftar en ekki spurningarnar „Hví ertu á leiðinni í ómenninguna þarna vestra?“ og „Ef þú ætlar að gerast skiptinemi af hverju ferðu þá ekki í einhverja alvöru ævintýraför til einhvers fjarlægs, ókunnugs lands?“. Satt að segja er ég sammála fólkinu sem lagði þessar spurningar fyrir mig upp að vissu marki, ég öfunda góðvin minn og samnemanda í MR, Magnús Sigurðarson, sem hélt á þessu sama ári í sanna ævintýra för til draumalandsins síns, Argentínu. En ég hef þó mínar ástæður fyrir því að kjósa Bandaríkin, sumar af hverjum sem ég deili með öðrum góðvin og MR-ing, Eiríki Ársælssyni, sem dvelur nú í Vermont fylki hér vestan hafs. En fyrir fólkið sem lagði áðurnefndar spurningar fyrir mig og varð hissa við að frétta af þessari ákvörðun minni þá var þetta ekki sagan öll. Þegar ég fékk mínar upplýsingar upp í hendurnar rétt fyrir brottför kom í ljós að ég væri á leiðinni í kristinn einkaskóla. Þegar ég sagði fólki frá þessu misstu sumir kjálkann í malbikið og sögðu: „Ertu genginn af göflunum?!“. En þrátt fyrir að þetta líti vafasamlega út á pappír, kristinn einkaskóli í landinu þar sem allt er stærra, ádeilanlegra og ýktara, þá er þetta ekki næstum því jafn slæmt og fólk heldur. Margir bjuggust við að ég væri á leiðinni inn í einhverja svaka klikkun þar sem mér væri haldið í ól og harla leyft að gera neitt, en raunin er allt önnur. Að sjálfsögðu er samt lítið sem ekkert um MAFS, dónaskapurinn á dansgólfinu ekki jafn algengur og alræmd kynlífspartý Herranæturhópsins
Skólamál
Þegar kemur að skólamálunum hérna úti þá er hægt að minnast á hitt og þetta, félagslífið er gott þó að ekki sé jafn mikið um utanskóla viðburði og í MR, en að sjálfsögðu vega íþróttaviðburðir skólans algerlega upp á móti. Þegar kemur að menntuninni sjálfri þá eru Amerískir mið-skólar (high school) og MR á algerlega sitt hvorum flekanum! Námið hér er alger biti af böku í flestum greinum og er efnið eitthvað sem flest okkar fóru yfir í 3.bekk. Ekki skal samt nagga alltof mikið yfir skólakerfið hérna þar sem það er einfaldlega bara sett upp á allt annan hátt en heima á Fróni og það eru ótal manns sem kjósa þetta kerfi mun heldur.
Íþróttir hér vestra
Ef það er eitthvað sem er ólíkt milli Íslands og Bandaríkjanna, og klárlega vantar heima (þó að sumir myndu þræta um að slíkt myndi ekki ganga), þá eru það skólaíþróttir þar sem skólar stofna lið í hinum ýmsu greinum og keppa reglulega á milli sín í einhverskonar
deild. Skólaárinu hér er skipt upp í þrjú tímabil, og engin íþrótt kemur fyrir oftar en einu sinni. Strákurinn tæklaði þetta að sjálfsögðu bara með bestu kænsku! Tók ameríska fótboltann til að byrja árið með krafti, fylgdi honum að sjálfsögðu eftir með uppáhaldinu mínu, körfunni, síðan er maður að ljúka af árinu með því að sprikla aðeins í frjálsum, strákurinn með‘etta. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, stundum líður manni eins og maður búi í sjónvarpinu hérna og þá virka íþróttatímabilin stundum eins og fjarstýring sem fleygir manni á milli sjónvarpsþátta. Á ruðningstímabilinu bjó maður inn í verðlaunaþáttaröðinni Friday Night Lights en síðan skipti maður fljótlega yfir í One Tree Hill þegar körfuboltinn byrjaði, núna aftur á móti er mestmegnis bara svona O.C. keimur af lífinu hér. En burt séð frá skólaíþróttum þá hefur verið alger unaður að fylgjast með atvinnuíþróttunum hérna í Ameríku. Kallinn búinn að kíkja á tvo NBA leiki, og sá í öðrum þeirra súperstjörnu liðið Miami Heat. Síðan gerði maður sér glaðan dag einn sunnudaginn og skellti sér í eitt stykki Superbowl partý, ekki slæmt það!
Heimferð í nánd
En örvæntið eigi kæru lesendur! Núna eru 10 mánuðir senn á enda, heimferð í nánd hjá stráknum og þið skulið heldur betur fara að hugsa ykkar gang og gera ykkur tibúin því að í júní mánuði verður ein heljarinnar í-gang-keyrsla! Menn munu ekki hafa séð annað eins áður! En burt séð frá öllu gríni og glefsi þá hafa þessir 10 mánuðir verið algerlega ógleymanleg upplifun sem ég myndi ekki skipta út fyrir eitt né neitt. Ég hef eignast marga vini sem munu endast ævilangt og lært að meta litlu hlutina í lífinu. Ég þakka lesninguna kæru MR-ingar og hlakka til að sjá ykkur fyrr en varir á halanum í sumar! -Bergur Ástráðsson
39
Hvernig hefur bíllinn það? DEKK
PÚST
SMURNING
BREMSUR
FJÖÐRUN
RAFGEYMAR
ÖNNUR ÞJÓNUSTA
Þú slakar á í snyrtilegu umhverfi Við hjá BJB eru sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og öllu því sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla, og þá skiptir stærðin ekki máli. Komdu með bílinn í BJB þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30. BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
bjb_augl_allt_20110202_A5bl.indd 1
2/3/2011 7:43:01 AM