Þjóðbraut Göngu-og hjólastígur umhverfis Þingvallavatn Vatn er uppspretta lífs. Á Þingvöllum slær hjarta þjóðar. Þjóðbraut er göngu-og hjólreiðastígur umhverfis gjörvallt Þingvallavatn. Bæta þarf aðgengi að Þingvallavatni. Ekki er hægt að komast umhverfis vatnið eins og staðan er í dag. Líta ber á vatnið sem heild, og skapa þjóð og gestum aðgengi til útivistar með hliðsjón af vatninu öllu. Þjóðgarður tekur fagnandi á móti eigendum sínum ef aðgengi er óheft umhverfis gjörvallt Þingvallavatn. Ríflega sjötíu kílómetrar eru umhverfis vatnið. Á löngum köflum má nýta slóða sem fyrir eru í landinu. Með Þjóðbraut verður hringleið um vatnið greiðfær gangandi og hjólandi umferð. Leiðin yrði kjörin dagsferð fyrir vana hjólreiðamenn og þægileg tveggja daga ferð fyrir aðra. Gangandi gætu farið leiðina á nokkrum dögum með gistimöguleikum hringinn í kringum vatnið, en lagt er til að hótel Valhöll verði endurreist í anda Þingvallabæjar. Þjóðbraut myndi tengjast öðru gönguleiðakerfi í þjóðgarðinum og opna möguleika á ótal öðrum gönguleiðum. Við leiðina væru áningastaðir með reglulegu millibili.
Þingvellir Almannagjá Almannagjá
Gjábakkahraun Presthólmi
Skálabrekka
Hótel Valhöll
Svörtuklettar Arnarfell
Þingvallavatn Steingrímsstöð Sandey Hestvík Hótel Hengill
Hrafnsklettar
Nesjaey Sandskeið
Hæðir
Hótel Hengill
Hagavík
Stefna ber að því að Þjóðbraut liggi sem næst Þingvallavatni. Þjóðbraut tekur að öllu leyti tillit til náttúru og landslags hvað varðar efnisval og lögun. Með Þjóðbraut breiðir þjóðgarður á Þingvöllum sinn stóra faðm mót gangandi og hjólandi gestum. Með Þjóðbraut eiga fatlaðir auðveldara með að komast að vatninu gjörvöllu og njóta í lengri og skemmri leiðöngrum. Þjóðbraut krefst nærgætni og nákvæmni í hönnun en einnig samninga við þá sem eiga land að vatninu. Jafnframt styðst hugmyndin sterklega við rétt almennings til aðgengis að vatnsbakka samkvæmt landslögum.
Hótel Valhöll
Hagavík
Lambhagi Ölfusvatnsvík
Steingrímsstöð Sog
Nesjahraun Ölfusvatnsfjöll
Úlfljótsvatn Sandfell Hagavíkurhraun Hjóla-og göngustígur
Úlfljótsvatn
Nr. 869298