Ársskýrsla 2008

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2008 Formannafundur haldinn í Reykjavík 15. nóvember


Nr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

Klúbbur Golfklúbbur Reykjavíkur Golfklúbbur Akureyrar Golfklúbbur Vestmannaeyja Golfklúbbur Hellu Golfklúbbur Suðurnesja Nesklúbburinn Golfklúbbur Norðfjarðar Golfklúbburinn Leynir Golfklúbbur Húsavíkur Golfklúbburinn Keilir Golfklúbbur Ólafsfjarðar Golfklúbbur Sauðárkróks Golfklúbbur Siglufjarðar Golfklúbbur Hornafjarðar Golfklúbbur Selfoss Golfklúbburinn Jökull Golfklúbbur Borgarness Golfklúbbur Öndverðarness Golfklúbbur Eskifjarðar Golfklúbbur Ísafjarðar Golfklúbburinn Kjölur Golfklúbbur Grindavíkur Golfklúbbur Bolungarvíkur Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs Golfklúbburinn Mostri Golfklúbbur Skagastrandar Golfklúbburinn Flúðir Golfklúbburinn Ós Golfklúbbur Sandgerðis Golfklúbbur Seyðisfjarðar Golfklúbbur Mývatnssveitar

Stofnaður 1934 1935 1938 1952 1964 1964 1965 1965 1967 1967 1968 1970 1970 1971 1971 1973 1973 1974 1976 1978 1980 1981 1983 1984 1984 1985 1985 1985 1986 1988 1989

Holur 36 18 18 18 18 9 9 18 9 18 9 9 9 9 9 9 18 18 9 9 14 13 9 9 9 9 18 9 9 9 9

Nr. 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61

Klúbbur Golfklúbburinn Dalbúi Golfklúbburinn Hamar Golfklúbburinn Oddur Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Golfklúbburinn Gláma Golfklúbburinn Laki Golfklúbbur Bakkakots Golfklúbbur Patreksfjarðar Golfklúbburinn Kiðjaberg Golfklúbburinn Vík Golfklúbbur Bíldudals Golfklúbbur Djúpavogs Golfklúbbur Hveragerðis Golfklúbburinn Gljúfri Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbbur Hólmavíkur Golfklúbbur Kóp. og Garðabæjar Golfklúbburinn Setberg Golfklúbburinn Vestarr Golfklúbbur Húsafells Golfklúbbur Þorlákshafnar Golfklúbbur Staðarsveitar Golfklúbburinn Hvammur Golfklúbburinn Þverá Golfklúbbur Álftanes Golfklúbbur Ásatúns Golfklúbbur Fjarðabyggðar Golfklúbburinn Glanni Golfklúbburinn Geysi Golfklúbbur Skorradals

Stofnaður 1989 1989 1990 1991 1991 1991 1991 1992 1992 1992 1992 1993 1993 1993 1993 1994 1994 1994 1995 1996 1997 1999 2003 2003 2004 2004 2005 2006 2006 2007 Samtals

Holur 9 9 18 9 9 9 9 9 18 9 9 9 9 9 9 9 27 9 9 9 18 9 6 9 9 9 6 9 9 9 705


Efnisyfirlit Síða Dagskrá formannafundar 2008...........................................................................................

4

Skýrsla stjórnar...................................................................................................................

5

Æfinga og keppnisferðir 2008.............................................................................................

11

Stiga- og Íslandsmeistarar 2008.........................................................................................

15

Ársreikningur 2008..............................................................................................................

17

Fjárhagsáætlun 2009..........................................................................................................

26

Fjöldi kylfinga í golfklúbbum 2008.......................................................................................

31


Dagskrá Formannafundur í Reykjavík 15. nóvemer 2008 Íþróttamiðstöðinni í Laugardal

Laugardagur 15. nóvember - Fundarsalur E og D Kl. 10:00

Gengið til fundarstarfa samkvæmt lögum GSÍ. 1. 2. 3. 4.

Skýrsla stjórnar GSÍ Samþykkt reikninga GSÍ Fjárhagsáætlun næsta starfstímabils Önnur mál a. Eggert Ágúst Sigurðsson, Golf Iceland b. Ólafur Þór Ágústsson formaður SÍGÍ, “Stefna og starfsemi SÍGÍ” c. Edwin Rögnvaldsson, “Framtíðin í golfvallagerð á Íslandi” d. Hörður Þorsteinsson, “Golfhreyfingin á tímamótum” Mál þessi verða rædd í vinnuhópum að loknum framsögum

Kl. 12:00

Hlé gert og boðið verður uppá hádegisverð í Íþróttamiðstöðinni.

Kl. 13:00

Fundarstörfum haldið áfram.

Kl. 20:00

Sameiginlegur kvöldverður formanna á Hótel Sögu.

Síða 4 - Formannafundur 2008


Skýrsla stjórnar Á golfþingi sem haldið var í húsakynnum Laugardalshallar í Laugardal 17. nóvember 2007 voru eftirtaldir kosnir í stjórn sambandsins og skiptu þeir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi:

Forgjafarnefnd: Guðmundur Ólafsson Ágúst Geirsson Guðmundur Magnússon Varamenn í forgjafarnefnd: Anna Björk Birgisdóttir og Baldur Gunnarsson Dómstóll GSÍ: Hjörleifur Kvaran Tryggvi Guðmundsson Guðmundur Sophusson

Forseti: Jón Ásgeir Eyjólfsson NK Stjórn: Róbert Svavarsson GS varaforseti Haukur Örn Birgisson GO, meðstj. Eggert Sverrisson GR gjaldkeri Guðmundur Ólafsson GKG meðstj. Guðmundur Friðrik Sigurðsson GK meðstj. Kristín Magnúsdóttir GR ritari Varastjórn: Gunnar Gunnarsson GV Ómar Halldórsson GA Theódór Kristjánsson GKj Endurskoðendur: Stefán Svavarsson Guðmundur Frímannsson. Varaendurskoðendur: Hallgrímur Þorsteinsson og Ómar Kristjánsson Áhugamennskuefnd: Georg Tryggvason Örn Höskuldsson Gísli Guðni Hall Varamenn í áhugamennskunefnd: Hannes Guðmundsson og Júlíus Jónsson Aganefnd: Sigurður Geirsson Jónatan Ólafsson Guðbrandur Sigurbergsson Varamenn í aganefnd: Reynir Þorsteinsson, Ríkarður Pálsson og Páll Kristjánsson

Áfrýjunardómstóll GSÍ: Sveinn Snorrason Kristján Einarsson Þorsteinn Sv. Stefánsson Varadómarar: Helgi Bragason, Þórir Bragason og Sigurður Geirsson. Starfsárið 2008 er 66. starfsár Golfsambandsins en það var stofnað árið 1942 af Golfklúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbi Akureyrar og Golfklúbbi Vestmannaeyja. Klúbbar sem mynda Golfsamband Íslands eru nú orðnir 61 og félagar í þeim voru 14.741 þann 1. júlí sl. Það er hefðbundið að fara yfir nýliðið starfsár, skoða rekstur sambandsins, væntingar og niðurstöður í mótum og rekstri. Niðurstöður eru ásættanlegar og í takt við áætlanir. Heildarvelta sambandsins var um kr. 135 milljónir og rekstrarafgangur kr. 1,1 milljón að teknu tilliti til útgjalda til grasvallarmála. Verður það að teljast viðunandi niðurstaða þó svo heildartekjur hafi ekki náð þeim áætlunum sem gerðar voru fyrir árið. Skýrist það helst af samdrætti á árinu en gjöld voru í samræmi við áætlun og er ástæða til að vekja sérstaka athygli á því þar sem hækkandi gengi jók mjög kostnað á afrekssviði en þegar það var fyrirséð að gengisþróun væri okkur andstæð þá var brugðið á það ráð að fækka ferðum og draga úr kostnaði eins og hægt var. ÚTBREIÐSLU- OG FRÆÐSLUMÁL Á árinu gáfum við út sex tölublöð af Golfi á Íslandi, alls 746 blaðsíður. Auglýsingahlutfall var um 42% sem er með því hæsta sem þekkist í sambærilegum blöðum. Árið 2008 var því, þrátt fyrir samdrátt á auglýsingamarkaði, eitt hið besta hvað snertir auglýsingaöflun í Golfi á Íslandi frá upphafi.

Formannafundur 2008 - Síða 5


Páll Ketilsson var ritstjóri blaðsins eins og undanfarin ár og hefur hann unnið blaðið ásamt ritnefnd golfsambandsins en auk þeirra leggja ýmsir blaðinu lið með skrifum og myndaöflun. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja klúbbana til að senda okkur efni frá starfi sínu og upplýsingar frá mótum, því slíku efni er tekið fagnandi af hálfu ritnefndar blaðsins. Golfsambandið hefur lagt metnað sinn í að gefa út vandað og fjölbreytt blað og hægt er að fullyrða að blaðið sé ómetanleg heimild til framtíðar um golf á Íslandi auk þess sem hlutverk þess á að vera að skemmta og fræða lesendur blaðsins. En við gefum út fleira en Golf á Íslandi. Golfhandbókin kom út að venju í vor en hún er ásamt því að vera mótaskrá hugsuð sem uppflettirit fyrir ferðamenn og kylfinga sem ferðast um landið og hafa áhuga á því að spila golf. Nýjar golfreglur tóku gildi 1. janúar sl. og gilda til 1. janúar 2012. Golfreglur eru endurskoðaðar og gefnar út á fjögurra ára fresti. Þær eru prentaðar í 20 þúsund eintökum þar sem um fjögurra ára birgðir er um að ræða. Allir dómarar þurftu að fara á námskeið vegna nýju reglnanna til þess að viðhalda dómararéttindum sínum. Dómaranámskeið eru haldin reglulega en dómara- og reglumál eru sífellt til umræðu. Golfreglur eru hluti af golfiðkun og kunnátta í þeim er hluti af ánægjunni sem íþróttin býður upp á. Til þess að viðhalda almennri þekkingu á golf- og siðareglum verðum við að eiga öflugan hóp dómara. Þetta er þáttur sem klúbbarnir mega ekki vanrækja og eru þeir hvattir til þess stuðla að þátttöku félaga sinna á námskeiðum sem sambandið stendur fyrir á hverjum tíma. Í hóp dómara bættist einn landsdómari á þessu ári og einn alþjóðlegur dómari, en til að öðlast alþjóðleg réttindi þarf viðkomandi að sækja námskeið á vegum R&A sem fram fer árlega í St. Andrews í Skotlandi. Tölvukerfið okkar www.golf.is er í stöðugri þróun. Á síðasta golfþingi var sambandinu falið að koma nokkrum nýjungum inn í kerfið svo sem greiðslukortamöguleikum fyrir mótagjöld. Ekki er annað að heyra en að nýjungarnar hafi tekist ágætlega og þeir álagsbrestir sem þjakað hafa kerfið á undanförnum árum,virðist að mestu úr sögunni. Miðað við önnur tölvukerfi í nágrannalöndum okkar virðist okkar kerfi standa sig bærilega. Svo geta menn metið hvað er gott

Síða 6 - Formannafundur 2008

og ekki gott en ég held að við getum verið sammála um það að við vildum ekki vera án kerfisins.

Fjöldi innlita á golf.is 2004-2008, júní - ágúst. FORGJAFAR OG VALLARMATSMÁL Árið 2007 var lokið við að meta alla 18 holu velli landsins og í ágúst það ár kom skotinn Bill Mitchell okkur til aðstoðar og voru þá sex síðustu 18 holu vellirnir metnir og tóku þær breytingar gildi í sumar. Á síðasta golfþingi sagði Guðmundur Ólafsson, formaður forgjafarnefndar sambandsins, að raunhæf markmið væru að ljúka við mat á öllum völlum landsins á næstu tveimur árum. Í ár voru metnir 13 vellir en þeir voru eftirfarandi: Húsatóftavöllur GG, Kirkjubólsvöllur GSG, Kálfatjarnarvöllur GVS, Hlíðavöllur GKj, Báruvöllur GVG, Víkurvöllur GMS, Litlueyrarvöllur GBB, Hlíðarendavöllur GSS, Katlavöllur GH, Ekkjufellsvöllur GFH, Öndverðanesvöllur GÖ, Kiðjabergsvöllur GKB og Svarfhólsvöllur GOS. Áætlað er að ljúka úrvinnslu nú í lok þessa árs þannig að nýtt vallarmat liggi fyrir að vori. Stefnt er að því að ljúka vallarmati á þeim völlum sem eftir eru næsta sumar. Reikna má með því að nú hafi verið metnir heimavellir um það bil 90% kylfinga hér á landi. Guðmundur Ólafsson hefur leitt vallarmatsnefnd auk þess sem Arnar Geirsson, starfsmaður GSÍ, hefur verið nefndinni til aðstoðar. Þá fóru á vegum GSÍ þeir Andrés Guðmundsson og Ásgeir Eiríksson á vallarmatsnámskeið sem haldið var á Tenerife fyrr á þessu ári og erum við því vel settir hvað löggilda matsmenn snertir, því auk þeirra eru þeir Guðmundur Magnússon og Stefán Pálsson með réttindi til að stýra vallarmati. Þeim til aðstoðar er síðan öflugur hópur og eru þessi störf unnin í sjálfboðavinnu og er öllum þeim sem lagt hafa þessu verkefni lið, færðar þakkir


fyrir mikil og fórnfús störf. Þá var tekinn í gagnið CSA (Competition Stableford Adjustment) leiðréttingastaðall sem tekur tillit til afbrigðilegra aðstæðna og leiðréttir Stableford punkta með tilliti til þess. Námskeið var haldin fyrir framkvæmdastjóra golfklúbbanna og forgjafarnefndir til þess að kynna fyrir þeim CSA ásamt því að handbók var dreift til klúbbanna þar sem leitast var við að útskýra útreikninga sem liggja á bak við CSA. Rétt er þó að geta þess að útreikningur á CSA hefur verið forritaður inn í www.golf.is og því er um algjörlega sjálfvirkan útreikning að ræða á breytingum á forgjöf. Þá var jafnframt tekið í gagnið í byrjun árs sá möguleiki að klúbbar gátu endurskoðað forgjöf allra klúbbmeðlima með hliðsjón af árangri liðins árs auk þess sem í sumar tóku í gildi ákvæði EGA forgjafarkerfisins um að kylfingar þurfi að leika að lágmarki fjóra hringi á ári til að viðhalda sinni EGA forgjöf. Allar þessar breytingar miða að því að forgjafarkerfið gefi sem réttustu mynd af getu hvers kylfings og sé sambærileg milli klúbba og þeirra landa sem eru aðilar að EGA forgjafarkerfinu. MÓTAHALD Mótahald Kaupþingsmótaraðarinnar gekk fyrir sig á hefðbundinn hátt í sumar. Reynt var að bæta umgjörð mótanna með ýmsum hætti og var t.d. skráð skor og það fært á netið á þriggja holu fresti á Kaupþingsmótaröðinni auk fleiri nýjunga. Mótaröð afrekskylfinga, unglinga og öldunga bar nafn aðalsamstarfsaðila okkar, Kaupþings. Veðrið í sumar var yfirleitt gott en veðurguðirnir minntu þó á sig í Íslandsmótinu í höggleik í Vestmanneyjum. Þar var vissulega dramatík sem endaði í umspili og bráðabana bæði í karla og kvennaflokki. Margir ungir kylfingar létu að sér kveða í sumar og urðu í efstu sætum og það var að sjá að kynslóðaskipti væru hafin í golfinu. Áhyggjuefni er þó hve síðustu mótin eru verr sótt en hin fyrri og má vera að skólar, sem eru byrjaðir á þessum tíma, séu þess valdandi að þátttaka sé minni. Það er því verkefni mótanefndar að vinna úr þessu, væntanlega með því að þétta mótaskrána eða fækka mótum. Auk hinna hefðbundnu móta á árinu 2009 verða hér alþjóðleg mót næsta sumar. Evrópumót 70 ára og eldri verður haldið í Leirunni í umsjón LEK og Norðurlandamót verður haldið um verslunarmannahelgina á

tveimur völlum þ.e. hjá Golfklúbbnum Keili og Golfklúbbnum Oddi. Þar verður eins og í Danmörku í fyrra leikið í fjórum flokkum karla og kvenna, þ.e. afreksflokki, unglingaflokki, flokki 35 ára og eldri og öldungaflokki. Skemmst er að minnast þess að strákarnir okkar í flokki 35 og eldri urðu Norðurlandameistarar árið 2007 og stúlkurnar okkar voru einungis einu höggi frá því að sigra í afreksflokki. Framkvæmd móta gekk vel í sumar í góðri samvinnu við golfklúbbana og eru þeim öllum færðar þakkir fyrir framlag þeirra. Það eru margir sem koma að framkvæmd móta og það er ánægjulegt að finna það jákvæða hugarfar sem almennt ríkir í mótahaldinu. AFREKSMÁL Eins og fram kemur í stefnumótun GSÍ sem stjórn sambandsins hefur til hliðsjónar við skipulag starfsins er það eitt af okkar hlutverkum að hlúa að efnilegum kylfingum, efla þá og styrkja til framfara og árangurs. Afreksnefnd okkar er undir formennsku Gunnars Gunnarssonar en ásamt honum eru í nefndinni þeir Ómar Halldórsson og Haukur Örn Birgisson. Starf nefndarinnar er að vinna að uppbyggingu og framgangi afrekskylfinga áhugamanna sem atvinnukylfinga. Þjálfara okkar þarf vart að kynna en Staffan Johansson hefur verið hjá okkur í mörg ár og Arnar Már Ólafsson hefur verið hjá okkur í tvö ár. Þá má ekki gleyma þeim Ragnari Ólafssyni og Steinunni Eggertsdóttur sem hafa verið liðstjórar okkar í hinu ýmsum mótum og verið okkur ómetanleg aðstoð. Team Iceland er vinnuheiti á úrvalshópi sem við höfum unnið markvisst með. Þar ganga kylfingar inn í æfingaráætlun með kröfum og skyldum sem henni fylgja. Alltaf aukast kröfur um árangur og þó að þetta ár hafi ekki skilað okkur miklu þá erum við stöðugt að sjá lægri tölur, sérstaklega hjá okkar yngri kylfingum. Alls staðar eru framfarir í golfi og sífellt þarf að leggja harðar að sér til þess að ná árangri. Að öðru leyti vísast til upptalningar hér í skýrslunni um ferðir til æfinga og móta á erlendum vettvangi. Öll höfum við fylgst með atvinnukylfingum okkar á erlendri grund. Þar höfum við reynt að styðja við bakið á þeim með ýmsu móti. Eitt og annað hefur orðið til þess að árangur hefur verið undir væntingum. En við skulum horfa fram á veginn og vona það besta.

Formannafundur 2008 - Síða 7


SAMSTARFSAÐILAR Það hefur ekki farið fram hjá neinum sú niðurdýfa sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi í kjölfar hruns bankanna. Kaupþing sem hefur verið okkar aðalstuðningsaðili sagði upp samstarfssamningi okkar nú í október. Það er alveg ljóst að þessi uppsögn hefur mikil áhrif á rekstur golfsambandsins og kallar á endurskoðun og endurmat á rekstur sambandsins. Þá er einnig ljóst að erfitt verður að afla auglýsinga í okkar miðla og öll liðveisla verður stirðari og erfiðari. En það þýðir ekki að það eigi að leggja árar í bát, heldur þurfum við að endurskipuleggja okkur, sýna ráðdeildarsemi og vera útsjónarsöm. Fjárhagsáætlun okkar ber vott af samdrætti og varkárni, því satt best að segja vitum við ekki hvort eða hvenær botninum er náð og hvenær fótfesta og viðspyrna verður raunhæf. En lífið heldur áfram, grasið mun spretta áfram á golfvöllunum. Golfið er jú lífstíll eða eins og Danir segja "Golf er en sport for livet". Við missum því ekki móðinn heldur höldum ótrauð áfram. ERLENT SAMSTARF Hluti af skyldum Golfsambandsins er að vera í erlendu samstarfi. Við erum hluti af EGA eða European Golf Association, þar sem löndum er skipt í svæði eftir staðsetningu í Evrópu. Við tilheyrum norðursvæði ásamt Norðurlöndunum og löndum í norðurhluta Austur-Evrópu. Framkvæmdastjórar þessa svæðis hittast reglulega til fundarhalda. Mikilvægt er að svæðin komi fram sem ein heild á fundum EGA. Þá sitjum við fundi IGF eða International Golf Federation en aðalfundur þess var haldinn í Ástralíu samtímis heimsmeistarakeppni liða áhugamanna nú í október sl. Norðurlönd hafa með sér samstarf og hittast framkvæmdastjórar og forsetar annað hvert ár til skrafs og ráðagerða. Næsti fundur Norðurlandanna verður hér á Íslandi næsta sumar í tengslum við Norðurlandamót sem haldið verður hér á landi dagana 1.-3. ágúst 2009. STARFSMANNAMÁL Á skrifstofunni starfa þeir Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Arnar Geirsson, skrifstofustjóri og Stefán Garðarsson kynningarog markaðsstjóri. Þar fyrir utan ganga þeir til allra verka í sambandi við allt mótahaldið sem

Síða 8 - Formannafundur 2008

sambandið stendur fyrir. Óhætt er að segja að ekki sé hægt að komast af með minna starfslið og oft er mikið álag, ekki síst þegar mótaraðirnar eru í gangi. Þjálfarar okkar eru eins og áður segir Staffan og Arnar Már og liðstjórar eru þau Ragnar og Steinunn. Þá hefur Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari verið okkur innan handar með líkamsþjálfun kylfinga. Einnig hafa aðstoðað okkur bæði sálfræðingar og næringarfræðingar. Margir fleiri koma að sjálfu mótahaldinu og í samræmi við umræður á síðasta golfþingi er lögð áhersla á að golfklúbbarnir séu framkvæmdaaðilar mótanna en fulltrúar GSÍ eru einungis til að gæta samræmis um framkvæmd mótanna hverju sinni. Þá er ótaldir þeir dómarar, vallarstarfsmenn og sjálfboðaliðar sem koma að framkvæmd mótanna svo allt megi ganga snuðrulaust fyrir sig. Að lokum má ekki gleyma þeirri vinnu sem leggja þarf í varðandi skráningu og úrslit móta. PGA Á ÍSLANDI Samtök atvinnukylfinga á Íslandi eru 20 ára á þessu ári, en þau voru stofnuð 1988. Fram að þeim tíma höfðu nánast eingöngu enskir golfkennarar starfað á Íslandi. Undantekning á þessu var Þorvaldur Ásgeirsson sem sinnt hafði golfkennslu um árabil. Golfkennaraskóli IPGA og GSÍ var stofnaður á vormánuðum 2006. Námið tekur 30 mánuði og fylgir öllum lágmörkum PGA í Evrópu. Þrjátíu sérfræðingar hafa kennt við skólann. Námið skiptist í tvo hluta, íþróttafræði og golffræði. Fyrstu nemendur Golfkennaraskólans útskrifuðust 17. júní sl. Þá bættust við 11 nýir golfkennarar í PGA á Íslandi og nú eru 24 fulllærðir kennarar í IPGA. Að öllu óbreyttu munu 10 kennarar útskrifast og bætast í hópinn á næsta ári. GOLFICELAND.ORG Golfsambandið stóð fyrir stofnun samtaka til eflingar á heimsóknum erlendra kylfinga á íslenska golfvelli. Flestir golfklúbbar með 18 holu velli voru meðal stofnenda ásamt hótelum, bílaleigum og Icelandair. Kosin var stjórn samtakanna á stofnfundinum og hefur hún skipt með sér verkum og er Magnús Oddsson formaður nefndarinnar. Heimasíða samtakanna hefur litið dagsins ljós og verið er að vinna að því að fá stuðningsaðila til eflingar á markaðsstarfi samtakanna. Ætlunin er að fara á


ferðaráðstefnur með kynningarefni og taka á móti blaðamönnum frá erlendum golftímaritum í vor og hugmyndir eru um að bjóða upp á alls konar golfpakka. Ráðinn hefur verið tímabundinn starfsmaður í hlutastarf til að fylgja málum eftir en það er Eggert Ágúst Sverrisson. Öll vonum við að þetta efli ferðaþjónustu í tengslum við golfíþróttina. Nú er kjörið tækifæri á þessum vettvangi og er samtökunum óskað velfarnaðar. GRASVALLARMÁL Golfsambandið er aðili að STERF sem eru samtök sem að standa golfsamböndin á Norðurlöndunum og er hlutverk þeirra að styrkja ýmsar grasvallarannsóknir. Hörður Þorsteinsson er fulltrúi okkar á fundum þeirra sem haldnir eru reglulega en auk þess er Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Ágúst Jensson vallarstjóri GR í vísindanefnd STERF fyrir hönd sambandsins. Það rannsóknarverkefni sem er í gangi hér á landi er staðsett á Korpu. Þar er staðsett 400 fermetra tilraunarflöt þar sem rannsakaðar eru ýmsar grastegundir og hvernig þær standast íslenskar aðstæður. Verkefni þetta er styrkt af STERF. Þá er í undirbúningi rannsóknarverkefni í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur um upphitun flata og teiga og verður spennandi að fylgjast með nýjungum á því sviði. Samtök golfvallarstarfsmanna, SÍGÍ, hafa sífellt sótt í sig veðrið og hafa samtökin nú opnað glæsilega vefsíðu, www.sigi.is, þar sem miðlað er upplýsingum um viðahald og uppbyggingu golfvalla. GSÍ hefur stutt samtökin við þetta verkefni og leggur áherslu á gott samstarf við golfvallarstarfsmenn, enda um sameiginlegt hagsmunamál að ræða.

næst stærsta sérsambandi ÍSÍ og hvetjum við ykkur til að taka höndum saman við að efla þessa hátíð sem ætlunin er að halda árlega. Þátttaka íslands í heimsmeistarakeppni liða áhugamanna er minnisstæð en mótið var haldið í Adelaide í Ástralíu nú í október. Piltarnir okkar lentu í 27. sæti af um það bil 70 þjóðum. Árangur sem við getum öll verið stolt af. LOKAORÐ Það er á brattann að sækja, það held ég að okkur sé öllum ljóst, en með samheldni tekst okkur að yfirstíga þá erfiðleika sem verða á vegi okkar. Sambandinu hefur tekist ágætlega að ná markmiðum sínum í rekstri á þessu ári og ég tel að það sé sátt í golfhreyfingunni sem er nauðsynleg til þess að golfið megi vaxa og dafna. Að lokum vil ég þakka kylfingum og forsvarsmönnum golfklúbbanna fyrir samstarfið í sumar um leið og ég þakka öllum formönnum og fulltrúum fyrir komuna á þennan fund og óska öllum góðrar heimkomu.

ÝMISLEGT Nokkrir golfklúbbar áttu merkisafmæli á árinu. Golfklúbbur Seyðisfjarðar átti 20 ára afmæli. Þá átti Golfklúbbur Ísafjarðar 30 ára afmæli og Golfklúbbur Ólafsfjarðar 40 ára afmæli. Golfklúbbur Vestmanneyja, þriðji elsti klúbbur landsins, státaði af 70 ára afmæli og vegna þeirra tímamóta var Íslandsmótið í höggleik haldið þar í ár. Við óskum öllum afmælisklúbbunum til hamingju með afmælin. Golfsambandið stóð fyrir lokahófi á Hótel Íslandi í lok vertíðar. Hófið heppnaðist ágætlega en þó hefðum við viljað sjá fleiri á slíku lokahófi hjá

Formannafundur 2008 - Síða 9


Síða 10 - Formannafundur 2008


Æfinga og keppnisferðir 2008 JANÚAR Æfingaferð til Spánar Arnar Már Ólafsson - þjálfari Derrick Moore - þjálfari Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK Ástrós Arnarsdóttir GR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR Ingunn Gunnarsdóttir GKG Signý Arnórsdóttir GK Sunna Víðisdóttir GR Jódís Bóasdóttir GK Eygló Myrra Óskarsdóttir GO Berglind Björnsdóttir GR Hallgrímur Júlíusson GV Rúnar Arnórsson GK Guðmundur Ágúst Kristinsson GR Björn Öder Ólason GO Guðni Fannar Carrico GR Andri Þór Björnsson GR Oddur Valsson GSS Andri Már Óskarsson GHR Jón Bjarki Oddsson GKj Theodór Sölvi Blöndal GO Haraldur Franklin Magnus GR

Opna Portúgalska áhugamannamótið Ólafur Björn Loftsson NK Kristján Þór Einarsson GKj Stefán Már Stefánsson GR

Æfingaferð til Florída Staffan Johansson - þjálfari Ragnar Ólafsson - fararstjóri Elísabet Oddsdóttir GR Heiðar Davíð Bragason GR Ragna Ólafsdóttir GK Valdís Þóra Jónsdóttir GL Sigurþór Jónsson GR Örn Ævar Hjartarson GS Stefán Már Stefánsson GR Sigmundur Einar Másson GKG Ólafur Björn Loftsson NK Kristján Þór Einarsson GKj Pétur Freyr Pétursson GR Tinna Jóhannsdóttir GK

APRÍL Keppnisferð til Kýpur Arnar Már Ólafsson - þjálfari Guðjón Henning Hilmarsson GKG Björn Guðmundsson GA Andri Már Óskarsson GHR Axel Bóasson GK Rúnar Arnórsson GK

FEBRÚAR Æfingaferð til Spánar - Sotogrande Staffan Johansson - þjálfari Tinna Jóhansdóttir GK Helana Árnadóttir GR Valdís Þóra Jónsdóttir GL Kristján Þór Einarsson GKj Sigþór Jónsson GR Pétur Freyr Pétursson GR Stefan Már Stefánsson GR

Æfingaferð til Spánar - Arcos Garden Staffan Johansson - þjálfari Steinun Björk Eggertsdóttir - fararstjóri Heiðar Davíð Bragason GR Birgir Leifur Hafþórsson GKG Örn Ævar Hjartarson GS Stefán Már Stefánsson GR Ólafur Loftsson NK Guðjón Henning Hilmarsson GKG Sigurður Pétur Oddsson GR Arnor Ingi Finnbjornsson GR Axel Bóasson GK Krisján Þór Einarsson GKj Ragna Ólafsdóttir GK Valdís Þóra Jónsdóttir GL Heiða Guðnadóttir GS Tinna Jóhannsdóttir GK Nína Björk Geisdóttir GKj Helena Árnadóttir GR

JÚNÍ German Boys & Girls Arnar Már Ólafsson - fararstjóri Andri Már Óskarsson GHR Björn Guðmundsson GA Elísabet Oddsdóttir GR Signý Arnórsdóttir GK Opna Írska áhugamannamótið Tinna Jóhansdóttir GK Ragna Ólafsdóttir GK Valdís Þóra Jónsdóttir GL

Formannafundur 2008 - Síða 11


Æfinga og keppnisferðir 2008 JÚNÍ Opna Skoska unglingamótið Ragnar Ólafsson - fararstjóri Pétur Freyr Pétursson GR Sigurdur Pétur Oddsson GR Olafur Björn Loftsson NK Arnor Ingi Finnbjornsson GR Gudjon Henning Hilmarsson GKG JÚLÍ European Young Masters Arnar Már Ólafsson - fararstjóri Jódís Bóasdóttir GK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR Rúnar Arnórsson GK Evrópumót liða - karlar Staffan Johansson - þjálfari Ragnar Ólafsson - fararstjóri Kristján Þór Einarsson GKj Hlynur Geir Hjartarsson GK Sigurþór Jónsson GK Ólafur Björn Loftsson NK Sigmundur Einar Másson GKG Stefán Már Stefánsson GR Evrópumót liða - piltar Arnar Már Ólafsson - þjálfari Ragnar Ólafsson - fararstjóri Andri Már Óskarsson GHR Andri Már Björnsson GR Axel Bóasson GK Haraldur Franklin Magnússon GR Pétur Freyr Pétursson GR Rúnar Arnórsson GK Evrópumót liða - stúlkur Staffan Johansson - þjálfari Steinunn Eggertsdóttir - fararstjóri Eygló Myrra Óskarsdóttir GO Ingunn Gunnarsdóttir GKG Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR Signý Arnórsdóttir GK Skotland Junior Open Hörður Þorsteinsson - fararstjóri Bjarki Pétursson GB Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK

Síða 12 - Formannafundur 2008

Æfingaferð á Hellu Arnar Már Ólafsson - þjálfari Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK Ástrós Arnarsdóttir GR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR Ingunn Gunnarsdóttir GKG Signý Arnórsdóttir GK Sunna Víðisdóttir GR Jódís Bóasdóttir GK Eygló Myrra Óskarsdóttir GO Berglind Björnsdóttir GR Hallgrímur Júlíusson GV Rúnar Arnórsson GK Guðmundur Ágúst Kristinsson GR Björn Öder Ólason GO Guðni Fannar Carrico GR Andri Þór Björnsson GR Oddur Valsson GSS Andri Már Óskarsson GHR Jón Bjarki Oddsson GKj Theodór Sölvi Blöndal GO Haraldur Franklin Magnusson GR ÁGÚST Evrópumót einstaklinga - karlar Staffan Johansson - þjálfari Ólafur Björn Loftsson NK SEPTEMBER Nations Cup - Portúgal Staffan Johansson - þjálfari Guðjón Henning Hilmarsson GKG Axel Bóasson GK Kristján Þór Einarsson GKj Duke of York Haukur Örn Birgisson fararstjóri Haraldur Franklin Magnússon GR Signý Arnórsdóttir GK Heimsmeistaramótið Staffan Johansson - þjálfari Ragnar Ólafsson, fararstjóri Jón Ásgeir Eyjólfsson, fararstjóri Eygló Myrra Óskarsdóttir GO Tinna Jóhansdóttir GK Helena Árnadóttir GR Sigmundur Einar Másson GKG Kristján Þór Einarsson GKj Ólafur Björn Loftsson NK


Keppnisferðir LEK 2008 JÚLÍ Evrópubikarkeppni eldri kvenna Lucinda Grímsdóttir fararstjóri María Málfríður Guðnadóttir, GKG Kristín Pálsdóttir, GK Guðrún Garðars, GO Erla Adolfsdóttir, GK Rut Marsibil Héðinsdóttir, GKJ Inga Magnúsdóttir, GK

ÁGÚST Evrópumót karla 70 ára og eldri Lucinda Grímsdóttir fararstjóri Sigurður Albertsson, GS Páll Bjarnason, GR Björn Karlsson, GK Ríkarður Pálsson, GR Júlíus Sólnes, GR Hans J. Kristinsson, GR

JÚLÍ Evrópumót karla 55 ára og eldri Helgi Daníelsson - fararstjóri Sveinn Sveinsson - fararstjóri Jón Haukur Guðlaugsson, GO Rúnar Svanholt Gíslason, GR Viðar Þorsteinsson, GA Haraldur Júlíusson, GA Jón Alfreðsson, GO Jóhann Reynisson, NK Baldur Skúlason, GR Guðmundur Ágúst Guðmundsson, GK Magnús Hjörleifsson, GK Jóhann P. Andersen, GK Helgi Hólm, GVS Gunnar Árnason, GKG

Formannafundur 2008 - Síða 13


Stiga- og Íslandsmeistarar 2008 Stigameistarar 2008 Stelpuflokkur 13-14 ára: 1. Sunna Víðisdóttir GR 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 3. Anna Sólveig Snorradóttir GK Strákaflokkur 13-14 ára: 1. Hallgrímur Júlíusson GV 2. Ragnar Már Garðarsson GKG 3. Emil Þór Ragnarsson GKG Telpnaflokkur 15-16 ára: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2. Jódís Bóasdóttir GK 3. Berglind Björnsdóttir GR Drengjaflokkur 15-16 ára: 1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 2. Rúnar Arnórsson GK 3. Páll Theodórsson GKJ Stúlknaflokkur 17-18 ára: 1. Signý Arnórsdóttir GK 2. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 3. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO Piltaflokkur 17-18 ára: 1. Axel Bóasson GK 2. Haraldur Franklín Magnús GR 3. Guðjón Ingi Kristjánsson GKG Kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 2. Ásta Birna Magnúsdóttir Gk 3. Helena Árnadóttir GR Karla: 1. Hlynur Geir Hjartarson GK 2. Kristján Þór Einarsson GKJ 3. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG Íslandsmeistarar 2008 Karla: 1. Kristján Þór Einarsson GKJ 2. Heiðar Davíð Bragason GR 3. Björgvin Sigurbergsson GK Kvenna: 1. Helena Árnadóttir GR 2. Nína Björk Geirsdóttir GKJ 3. Tinna Jóhannsdóttir GK

Stelpuflokkur 13-14 ára: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2. Guðrún Pétursdóttir GR 3. Sunna Víðisdóttir GR Strákaflokkur 13-14 ára: 1. Hallgrímur Júlíusson GV 2. Ragnar M. Garðarsson GKG 3. Emil Þór Ragnarsson GKG Telpnaflokkur 15-16 ára: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2. Karen Guðnadóttir GS 3. Jódís Bóasdóttir GK Drengjaflokkur 15-16 ára: 1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 2. Rúnar Arnórsson GK 3. Páll Theodórsson GKJ Stúlknaflokkur 17-18 ára: 1. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 2. Signý Arnórsdóttir GK 3. Ingunn Gunnarsdóttir GKG Piltaflokkur 17-18 ára: 1. Haraldur Franklín Mangús GR 2. Guðjón Ingi Kristjánsson GKG 3. Axel Ásgeirsson GR 55 ára og eldri karlar: 1. Jón Haukur Guðlaugsson GO 2. Björgvin Þorsteinsson GA 3. Sváfnir Hreiðarsson GK 55 ára og eldri karlar (m. forgjöf): 1. Kristján W Ástráðsson GR 2. Jóhann Peter Andersen GK 3. Ólafur Z Ólafsson GR 50 – 64 ára konur: 1. Erla Adolfdóttir GK 2. Kristín H Pálsdóttir GK 3. Unnur Sæmundsdóttir GK 50 – 64 ára konur (m. forgjöf): 1. Erla Adolfdóttir GK 2. Ágústa Dúa Jónsdóttir NK 3. Unnur Sæmundsdóttir GK

Formannafundur 2008 - Síða 15


Stiga- og Íslandsmeistarar 2008 65 ára og eldri konur: 1. Inga Magnúsdóttir GK 2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK 3. Lucinda Grímsdóttir GK

Drengir 16 ára og yngri: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur A 2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 3. Golfklúbburinn Kjölur

65 ára og eldri konur (m. forgjöf): 1. Inga Magnúsdóttir GK 2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK 3. Lucinda Grímsdóttir GK

Telpur 16 ára og yngri: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur A 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

70 ára og eldri karlar: 1. Sigurður Albertsson GS 2. Sigurjón Rafn Gíslason GK 3. Hans Jakob Kristinsson GR

Öldungar karla 1. Golfklúbbur Akureyrar 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbburinn Keilir

70 ára og eldri karlar (m. forgjöf): 1. Hans Jakob Kristinsson GR 2. Jens Karlsson GK 3. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS

Öldungar kvenna 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmeistarar í holukeppni 2008 Karla: 1. Hlynur Geir Hjartarson GK 2. Ottó Sigurðsson GR 3. Sigmundur Einar Másson GKG

Júlíusarbikarinn: Ólafur B. Loftsson NK

Kvenna: 1. Ásta Birna Magnúsdóttir GK 2. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 3. Þórdís Geirsdóttir GR

Efnilegasti kylfingur í kvennaflokki: Eygló Myrra Óskarsdóttir GO

Sveitakeppni 2008 Íslandsmeistarar karla: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbburinn Kjölur 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Íslandsmeistarar kvenna: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbburinn Kjölur Piltar 18 ára og yngri: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur A 2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 3. Golfklúbburinn Keilir Stúlkur 18 ára og yngri: 1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Reykjavíkur

Síða 16 - Formannafundur 2008

Efnilegasti kylfingur í karlaflokki: Axel Bóasson GK


Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Ársreikningur fyrir starfsárið 2008

Formannafundur 2008 - Síða 17


Efnisyfirlit Bls. Áritun stjórnar og framkvæmdastjóra

3

Áritun endurskoðenda

4

Rekstrarreikningur

5

Efnahagsreikningur

6

Skýringar

Síða 18 - Formannafundur 2008

7-8


Formannafundur 2008 - Síða 19


Síða 20 - Formannafundur 2008


Rekstrarreikningur 1. október 2007 - 30. september 2008

Áætlun 2008

Árið 2007

41.003.606 26.960.000 18.894.665 1.050.000 47.083.400 134.991.671

40.941.700 30.405.450 18.500.000 3.400.000 44.517.568 137.764.718

29.689.808 27.368.500 17.534.629 0 41.776.800 116.369.737

32.332.149 46.059.234 10.308.629 2.608.072 9.479.681 32.768.865 133.556.630

35.264.000 43.800.000 7.850.000 5.400.000 8.000.000 33.030.000 133.344.000

24.210.058 41.117.147 10.532.396 750.571 7.050.130 32.110.320 115.770.622

Rekstrarafgangur

1.435.041

4.420.718

599.115

Vaxtagjöld..................................... Vaxtatekjur....................................

(296.833) 1.051.030 754.197

(400.000) 500.000 100.000

(781.154) 871.598 90.444

Tekjuafgangur

2.189.238

4.520.718

689.559

Grasvallarsjóður........................... Árgjald í STERF............................ Rannsóknarkostnaður ofl.............. Aðrar tekjur og gjöld

1.345.200 (1.600.000) (774.278) (1.029.078)

1.144.500 0 (1.000.000) 144.500

1.228.700 (1.200.000) (1.398.029) (1.369.329)

Heildarafkoma

1.160.160

4.665.218

(679.770)

Skýr.

Árið 2008

Rekstrartekjur Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... Samstarfsaðilar............................. Styrkir og framlög.......................... Aðrar tekjur................................... Árgjöld félaga................................ Rekstrartekjur

1 2

Rekstrargjöld Útgáfusvið..................................... Afrekssvið..................................... Mótasvið....................................... Fræðslusvið.................................. Þjónustusvið................................. Stjórnunarsvið............................... Rekstrargjöld

3 4 5 6 7 8

Vextir

Aðrar tekjur og gjöld

Formannafundur 2008 - Síða 21


fnah E agsreikningur 30. sep temb er 2008

Ský r.

30.09 .2008

30.09 .2007

Eignir: Veltufjármunir Skammtímakröfur.......................... Fyrirfram greitt vegna HM............. Handbært fé.................................. Veltufjármunir

9

ignir alls E

12.298.447 3.090.235 10.948.330 26.337.012

15.620.818 0 9.903.888 25.524.706

26.337.012

25.524.706

14.754.143 (753.907) 14.000.236

12.564.905 275.171 12.840.076

0 9.072.503 3.264.273 12.336.776

1.153.972 7.991.857 3.538.802 12.684.631

26.337.012

25.524.706

Skuldir og eigið fé: Eigið fé Óráðstafað eigið fé....................... 10 Eigið fé grasvallarsjóðs................. 10 Eigið fé Skammtímaskuldir Skuld við banka............................ Viðskiptaskuldir............................. 11 Ýmsar skuldir................................ 12 Skammtímaskuldir Skuldir og eigið féalls

Síða 22 - Formannafundur 2008


Sundurliðanir Árið 2008

Áætlun 2008

Árið 2007

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi Golf á Íslandi...................................... Handbók kylfingsins........................... golf.is................................................. Útgáfustarfsemi

35.647.710 4.105.896 1.250.000 41.003.606

33.602.950 4.488.750 2.850.000 40.941.700

24.879.512 3.510.296 1.300.000 29.689.808

7.561.343 2.032.311 3.460.000 4.100.000 1.741.011 18.894.665

6.000.000 2.000.000 5.000.000 4.000.000 1.500.000 18.500.000

5.539.640 1.622.668 4.560.000 4.252.500 1.559.821 17.534.629

29.189.031 3.143.118 32.332.149

31.664.000 3.600.000 35.264.000

19.384.579 4.825.479 24.210.058

14.119.875 8.060.279 16.663.513 7.215.567 46.059.234

12.500.000 7.000.000 16.000.000 8.300.000 43.800.000

9.836.998 8.662.160 13.780.937 8.837.052 41.117.147

3.255.069 7.053.560 10.308.629

3.100.000 4.750.000 7.850.000

4.850.650 5.681.746 10.532.396

1.719.320 888.752 2.608.072

3.500.000 1.900.000 5.400.000

0 750.571 750.571

2. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.............................................. Útbreiðslustyrkur ÍSÍ.......................... Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... Opinberir styrkir................................. R&A vegna unglingamála.................. Styrkir og framlög

3. Útgáfusvið Golf á Íslandi...................................... Handbók og golf.is............................. Fræðslusvið 4. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður........................... Æfingabúðir....................................... Keppnisferðir...................................... Annað kostnaður................................ Afrekssvið 5. Mótasvið Mótahald............................................ Verðlaun og annar kostnaður............ Mótasvið 6. Fræðslusvið Útgáfa golfreglna............................... Annar kostnaður................................. Fræðslusvið

Formannafundur 2008 - Síða 23


7. Þjónustusvið Tölvukerfi........................................... Framlög til samtaka ofl....................... Þjónustusvið

Árið 2008

Áætlun 2008

Árið 2007

4.553.063 4.926.618 9.479.681

4.500.000 3.500.000 8.000.000

3.762.829 3.287.301 7.050.130

20.466.065 5.094.945 4.918.987 1.288.868 1.000.000 32.768.865

20.500.000 4.280.000 4.850.000 2.400.000 1.000.000 33.030.000

19.873.738 3.830.669 3.507.972 2.175.072 2.722.869 32.110.320

8. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld.................. Skrifstofukostnaður............................ Fundir og ráðstefnur.......................... Markaðskostnaður............................. Niðurfærsla viðskiptakrafna............... Stjórnunarsvið 9. Viðskiptakröfur Félagsgjöld........................................ Auglýsingar........................................ ÍSÍ viðskiptareikningur........................ Niðurfærsla viðsk.krafna.................... Viðsk.kröfur

3.025.755 7.885.576 3.887.116 (2.500.000) 12.298.447

5.157.866 8.036.634 3.926.318 (1.500.000) 15.620.818

Staða 1. janúar................................... Rekstrarafgangur ársins.................... Óráðstafað eigið fé

12.564.905 2.189.238 14.754.143

11.875.346 689.559 12.564.905

Grasvallarsjóður frá fyrra ári.............. Ráðstafað umfram framl. ársins......... Eigið fé grasvallarsjóðs

275.171 (1.029.078) (753.907)

1.644.500 (1.369.329) 275.171

4.159.264 3.313.239 1.600.000 9.072.503

2.994.446 3.797.411 1.200.000 7.991.857

1.562.520 1.701.753 3.264.273

1.693.673 1.845.129 3.538.802

10. Óráðstafað eigið fé

11. Viðskiptaskuldir Eurocard og Visa............................... Aðrir lánardrottnar.............................. STERF............................................... Viðskiptaskuldir

12. Ýmsar skuldir Virðisaukaskattur............................... Laun og tengd gjöld........................... Ýmsar skuldir

Síða 24 - Formannafundur 2008


Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Rekstraráætlun 2009

Síða 26 - Formannafundur 2008


ekstraráætlun 2009 R

Skýr.

Áætlun 2009

Árið 2008

Árið 2007

32.845.120 8.870.000 19.000.000 400.000 41.667.570 102.782.690

41.003.606 26.960.000 18.894.665 1.050.000 47.083.400 134.991.671

29.689.808 27.368.500 17.534.629 0 41.776.800 116.369.737

29.184.000 30.800.000 7.625.000 5.250.000 8.000.000 21.500.000 102.359.000

32.332.149 46.059.234 10.308.629 6.103.087 9.479.681 29.273.850 133.556.630

24.210.058 41.117.147 10.532.396 750.571 7.050.130 32.110.320 115.770.622

423.690

1.435.041

599.115

500.000 500.000

(296.833) 1.051.030 754.197

(781.154) 871.598 90.444

923.690

2.189.238

689.559

Rekstrartekjur Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... Samstarfsaðilar............................. Styrkir og framlög.......................... Aðrar tekjur................................... Árgjöld félaga................................ Rekstrartekjur

1 2

Rekstrargjöld Útgáfusvið..................................... Afrekssvið..................................... Mótasvið....................................... Fræðslu-og alþjóðasvið................ Þjónustusvið................................. Stjórnunarsvið............................... Rekstrargjöld Rekstrarafgangur

3 4 5 6 7 8

Vextir Vaxtagjöld..................................... Vaxtatekjur....................................

Tekjuafgangur

Formannafundur 2008 - Síða 27


Sundurliðanir Áætlun 2009

Árið 2008

Árið 2007

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi Golf á Íslandi...................................... Handbók kylfingsins........................... golf.is................................................. Útgáfustarfsemi

27.354.120 3.591.000 1.900.000 32.845.120

35.647.710 4.105.896 1.250.000 41.003.606

24.879.512 3.510.296 1.300.000 29.689.808

7.000.000 2.000.000 4.000.000 4.000.000 2.000.000 19.000.000

7.561.343 2.032.311 3.460.000 4.100.000 1.741.011 18.894.665

5.539.640 1.622.668 4.560.000 4.252.500 1.559.821 17.534.629

24.744.000 4.440.000 29.184.000

29.189.031 3.143.118 32.332.149

19.384.579 4.825.479 24.210.058

9.200.000 2.000.000 13.000.000 6.600.000 30.800.000

14.119.875 8.060.279 16.663.513 7.215.567 46.059.234

9.836.998 8.662.160 13.780.937 8.837.052 41.117.147

1.125.000 6.500.000 7.625.000

3.255.069 7.053.560 10.308.629

4.850.650 5.681.746 10.532.396

400.000 3.450.000 1.400.000 5.250.000

1.719.320 3.495.015 888.752 6.103.087

0 0 750.571 750.571

2. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.............................................. Útbreiðslustyrkur ÍSÍ.......................... Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... Opinberir styrkir................................. R&A vegna unglingamála.................. Styrkir og framlög

3. Útgáfusvið Golf á Íslandi...................................... Handbók og golf.is............................. Fræðslusvið 4. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður........................... Æfingabúðir....................................... Keppnisferðir...................................... Annað kostnaður................................ Afrekssvið 5. Mótasvið Mótahald............................................ Verðlaun og annar kostnaður............ Mótasvið 6. Fræðslu- og alþjóðasvið Útgáfa golfreglna............................... Alþjóðakostnaður............................... Annar kostnaður................................. Fræðslusvið

Síða 28 - Formannafundur 2008


7. Þjónustusvið

Áætlun 2009

Árið 2008

Árið 2007

Tölvukerfi........................................... Framlög til samtaka ofl....................... Þjónustusvið

5.000.000 3.000.000 8.000.000

4.553.063 4.926.618 9.479.681

3.762.829 3.287.301 7.050.130

16.000.000 3.800.000 1.100.000 600.000 0 21.500.000

20.466.065 5.094.945 1.423.972 1.288.868 1.000.000 29.273.850

19.873.738 3.830.669 3.507.972 2.175.072 2.722.869 32.110.320

8. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld.................. Skrifstofukostnaður............................ Fundir og ráðstefnur.......................... Markaðskostnaður............................. Niðurfærsla viðskiptakrafna............... Stjórnunarsvið

Formannafundur 2008 - Síða 29


Fjöldi kylfinga í golfklúbbum 2008* Klúbbur Golfklúbbur Reykjavíkur Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbburinn Keilir Golfklúbburinn Oddur Golfklúbburinn Nesklúbburinn Golfklúbburinn Kjölur Golfklúbbur Suðurnesja Golfklúbbur Akureyrar Golfklúbburinn Leynir Golfklúbburinn Þorlákshöfn Golfklúbbur Vestmannaeyja Golfklúbbur Bakkakots Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Golfklúbburinn Hveragerði Golfklúbbur Sandgerðis Golfklúbbur Borgarness Golfklúbbur Grindavíkur Golfklúbbur Selfoss Golfklúbburinn Hellu Golfklúbbur Ísafjarðar Golfklúbburinn Mostri Golfklúbburinn Öndverðarnesi Golfklúbburinn Flúðir Golfklúbbur Húsavíkur Golfklúbburinn Kiðjaberg Golfklúbbur Álftaness Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs Golfklúbbur Sauðárkróks Golfklúbbur Ólafsfjarðar Golfklúbbur Bolungarvíkur Golfklúbbur Norðfjarðar Golfklúbburinn Hamar Golfklúbburinn Vestarr Golfklúbburinn Hvammur Golfklúbburinn Dalbúi Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbbur Hornafjarðar Golfklúbbur Ásatúns Golfklúbburinn Vík Golfklúbburinn Glanni Golfklúbbur Patreksfjarðar Golfklúbbur Siglufjarðar Golfklúbburinn Gláma Golfklúbburinn Jökull Golfklúbburinn Ós Golfklúbburinn Þverá Golfklúbburinn Setberg Golfklúbbur Fjarðarbyggðar Golfklúbbur Skagastrandar Golfklúbbur Seyðisfjarðar Golfklúbbur Eskifjarðar Golfklúbbur Bíldudals Golfklúbbur Staðarsveitar Golfklúbburinn Gljúfri Golfklúbbur Djúpavogs Golfklúbburinn Laki Golfklúbbur Hólmavíkur Golfklúbbur Mývatnssveitar Golfklúbbur Húsafells Samtals * Byggt á gögnum úr Felix 1. júlí 2008

15 ára og yngri 208 194 128 42 48 67 77 59 86 4 110 27 16 28 29 26 21 14 23 7 20 12 13 22 7 21 22 20 28 8 15 4 12 4 1 2 1 1 8 6 4 1 4

1 1

1.452

16 ára og eldri 2.719 1.422 1.234 1.211 564 509 473 457 325 377 231 299 246 213 149 144 145 139 129 138 113 121 118 108 120 98 93 91 65 75 83 67 76 58 61 63 62 59 60 54 51 41 38 43 38 40 34 34 29 29 27 25 20 16 15 14 12 12 2 13.289

Samtals 2.927 1.616 1.362 1.253 612 576 550 516 411 381 341 326 262 241 178 170 166 153 152 145 133 133 131 130 127 119 115 111 93 83 83 82 80 70 65 64 62 61 60 55 52 49 44 43 42 40 35 34 33 29 27 26 21 16 15 14 12 12 2 14.741


Golfsamband テ行lands Stofnaテー 1942 Engjavegi 6 104 Reykjavテュk Sテュmi: 514-4050 Fax: 514-4051 gsi@golf.is www.golf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.