Eimskipsmótaröðin 2015

Page 1


EIMSKIPSMÓTARÖÐIN

Mótaskrá Golfsambands Íslands Dags.

Mót

Staðsetning Maí

23.– 24.

Eimskipsmótaröðin (1) - Egils Gull mótið

Hólmsvöllur, Leira (GS)

23.– 24.

Íslandsbankamótaröðin (1)

Garðavöllur, (GL)

23.

Áskorendamótaröðin (1)

Kálfatjarnarvöllur, (GVS)

29. – 31.

Eimskipsmótaröðin (2) - Securitasmótið

Vestmannaeyjavöllur, (GV) Júní

3. – 6.

Smáþjóðaleikar

Korpúlfsstaðavöllur, Reykjavík, (GR)

5. – 7.

Íslandsbankamótaröðin (2) - Íslandsmót í holukeppni

Strandarvöllur, Hella, (GHR)

6.

Áskorendamótaröðin (2)

Svarfhólsvöllur, Selfoss, (GOS)

12. – 14.

Eimskipsmótaröðin (3) - Símamótið

Hlíðavöllur, Mosfellsbær (GM)

19. – 21.

Eimskipsmótaröðin (4) - Íslandsmót í holukeppni

Jaðarsvöllur, Akureyri (GA)

20. – 21.

Íslandsbankamótaröðin (3)

Húsatóftavöllur, Grindavík, (GG)

20.

Áskorendamótaröðin (3)

Kirkjubólsvöllur, Sandgerði, (GSG)

27.

KPMG Bikarinn - Golfdagurinn

Grafarholtsvöllur, Reykjavík, (GR)

16. – 19.

Íslandsmót eldri kylfinga

Vestmannaeyjavöllur, (GV)

16. – 19.

Íslandsmót 35 ára og eldri

Þorlákshafnarvöllur, (GÞ)

17. – 19.

Íslandsbankamótaröðin (4) - Íslandsmótið

Korpúlfsstaðavöllur, (GR)

18. – 19.

Áskorendamótaröðin (4)

Bakkakotsvöllur, (GM)

23. – 26.

Eimskipsmótaröðin (5) - Íslandsmótið - Eimskipsmótið

Júlí

Garðavöllur, Akranes, (GL)

Ágúst 7. – 9.

Sveitakeppni GSÍ - 1. deild karla

Hamarsvöllur, Borgarnes (GB)

7. – 9.

Sveitakeppni GSÍ - 2. deild karla

Vestmannaeyjar, (GV)

7. – 9.

Sveitakeppni GSÍ - 3. deild karla

Bárarvöllur, Grundarfjörður, (GVG)

7. – 9.

Sveitakeppni GSÍ - 4. deild karla

Syðridalsvöllur, Bolungarvík (GBO)

7. – 9.

Sveitakeppni GSÍ - 5. deild karla

Brautarholtsvöllur, Kjalarnes (GBR)

7. – 9.

Sveitakeppni GSÍ - 1. deild kvenna

Hólmsvöllur, Leira, (GS)

7. – 9.

Sveitakeppni GSÍ - 2. deild kvenna

Gufudalsvöllur, Hveragerði (GHG)

14. – 16.

Sveitakeppni eldri kylfinga - 1. og 2. deild kvenna

Þverárvöllur, Hellishólar (GÞH)

14. – 16.

Sveitakeppni stúlkna 15 og 18 ára og yngri

Selsvöllur, Flúðir, (GF)

14. – 16.

Sveitakeppni drengja 15 ára og yngri

Strandarvöllur, Hella, (GHR)

14. – 16.

Sveitakeppni pilta 18 ára og yngri

Jaðarsvöllur, Akureyri, (GA)

21. – 23.

Sveitakeppni eldri kylfinga - 2. og 3. deild karla

Kirkjubólsvöllur, Sandgerði, (GSG)

21. – 23.

Sveitakeppni eldri kylfinga - 1. deild karla

Öndverðarnesvöllur, (GÖ)

22. – 23.

Eimskipsmótaröðin (6) - Nýherjamótið

Urriðavöllur, (GO)

22. – 23.

Íslandsbankamótaröðin (5)

Hamarsvöllur, Borgarnes, (GB)

22.

Áskorendamótaröðin (5)

Glannavöllur, Borgarfjörður, (GGB) September

5. – 6.

Íslandsbankamótaröðin (6)

Hvaleyrarvöllur, Hafnarfjörður, (GK)

5.

Áskorendamótaröðin (6)

Nesvöllur, Seltjarnarnes, (NK)

2


EIMSKIPSMÓTARÖÐIN

Golfsumarið 2015 Það er mat fagmanna og sérfræðinga sem sjá um umhirðu golfvalla landsins að vellirnir komi vel undan vetri. Þrátt fyrir leiðindatíð í vetur, þar sem hver lægðin rak aðra, er ljóst að grasplantan hefur haft það býsna gott í frekar mildum vetri. Ástandið er því mun betra en fyrir árið síðan. Vorið hefur samt sem áður verið frekar kalt en það ætti ekki að koma niður á gæðum valla þegar golfvertíðin hefst af fullum krafti. Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni ár hvert markar upphafið á skemmtilegri keppni hjá afrekskylfingum landsins. Það er ljóst að breiddin er mun meiri en áður og margir kylfingar ætla sér stóra hluti á golfsumrinu 2015. EIMSKIPSMÓTARÖÐIN Fyrsta mótið á mótaröð bestu kylfinga landsins hefst á Hólmsvelli í Leiru . Alls verða mótin sex í sumar á Eimskipsmótaröðinni og að venju er keppt um titilinn stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar í karla- og kvennaflokki. Keppnisdagskráin er þétt í upphafi tímabilsins en fjórum mótum verður lokið um miðjan júní. Lokamótið fer fram um miðjan ágúst. Leikið verður á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Akranesi og Akureyri en tvö mót fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð stigameistari í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja varð stigameistari í kvennaflokki. Það eru spennandi keppnisstaðir á Eimskipsmótaröðinni líkt og á undanförnum árum. Leikið verður á einum nýjum velli á Eimskipsmótaröðinni í sumar - og einn gamalgróinn völlur hefur stimplað sig inn að nýju eftir margra ára fjarveru. Leiknar verða 54 holur á mótunum á Eimskipsmótaröðinni, að Íslandsmótinu undanskildu þar sem leiknar eru 72 holur. Á fyrsta og síðasta mótinu verða keppnisdagarnir tveir og leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 á síðari keppnisdeginum. Árangur keppenda telur á heimslista áhugamanna og ljóst er að mikil spenna mun ríkja á mótum sumarsins. Egils Gull mótið 23.-24. maí (1) Hólmsvöllur í Leiru er einn af þekktustu keppnisvöllum Eimskipsmótaraðarinnar og landfræðileg staðsetning vallarins gerir það að verkum að „Leiran” er ávallt á meðal fyrstu golfvalla landsins sem opnar inn á sumarflatir að vori til. Flatirnar í „Leirunni” þóttu mjög góðar sumarið 2014 og eftir mildan vetur eru miklar líkur á því að þær verði jafnvel enn betri golfsumarið 2015. Leiknar verða 54 holur, 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudegi.

Securitasmótið 29.-31. maí (2) Vestmannaeyjavöllur er í hópi bestu golfvalla landsins og töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum undanfarin misseri. Ný flöt á 15. braut hefur reynst vel og verður áhugavert að sjá hvernig kylfingum tekst að venjast þeirri breytingu. Í Vestmannaeyjum verða leiknar 18 holur á dag á þremur keppnisdögum - alls 54 holur. Símamótið 12.-14. júní (3) Í fyrsta sinn í sögunni fer fram mót á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Golfklúbbur Mosfellsbæjar verður gestgjafi mótsins en klúbburinn var stofnaður í fyrra með sameiningu Kjalar og Bakkakots. Hlíðavöllur hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Það verður spennandi að sjá hvernig bestu kylfingum landsins tekst til á nýjum keppnisvelli á Eimskipsmótaröðinni.Í Mosfellsbæ verða leiknar 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. Íslandsmótið í holukeppni 19.-21. júní (4) Jaðarsvöllur á Akureyri er á ný að skipa sér í fremstu röð golfvalla og fer Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli. Keppt var á Eimskipsmótaröðinni í fyrra á Jaðarsvelli og var það í fyrsta sinn í rúman áratug að keppt var á mótaröð þeirra bestu á Akureyri. Á Íslandsmótinu í holukeppni hefur Kristján Þór Einarsson titil að verja í karlaflokki og Tinna Jóhannsdóttir, GK, í kvennaflokki. Breytingar voru gerðar á stigaútreikningi fyrir Íslandsmótið í holukeppni - og telur nú árangur kylfinga á Eimskipsmótaröðinni aftur til Íslandsmótsins í holukeppni 2014. Því er að miklu að keppa fyrir kylfinga að koma sér í hóp þeirra stigahæstu en aðeins 32 karlar og konur fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi. Íslandsmótið í golfi 23.-26. júlí (5) Sjálft Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi. Þetta verður í annað sinn sem mótið fer þar fram en Leynir hélt mótið árið 2004 í fyrsta sinn. Golfklúbburinn fagnar 50 ára afmæli á árinu og er Íslandsmótið í golfi hápunkturinn í afmælisdagskrá Leynis. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur titil að verja á Íslandsmótinu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mikil vinna hefur staðið yfir á undanförnum misserum hjá Leyni við undirbúning vallarins fyrir Íslandsmótið og innra starf klúbbsins hefur eflst mikið – og ríkir mikil tilhlökkun hjá mótshöldurum að taka á móti kylfingum og gestum á stærsta viðburð 3



EIMSKIPSMÓTARÖÐIN

Golfsumarið 2015 Eimskipsmótaraðarinnar. Leiknar verða 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum en keppni hefst á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi. Nýherjamótið 22.-23. ágúst (6) Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Keppt var síðast á Urriðavelli árið 2011 á Eimskipsmótaröðinni og er því töluvert langt um liðið frá því að bestu kylfingar landsins kepptu sín á milli á þessum fallega velli sem var vígður árið 1997 sem 18 holu völlur. Íslandsmótið í golfi hefur einu sinni farið fram á Urriðavelli - árið 2006. Leiknar verða 36 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.

myndir og myndbönd. Markmiðið er að sem flestir fjölmiðlar nýti sér þessa þjónustu. Önnur verkefni Það verður nóg um að vera í mótahaldinu hjá GSÍ og má þar nefna Sveitakeppni GSÍ. Keppt er í fimm deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Þar að auki er keppt í unglingaflokkum og flokkum eldri kylfinga. Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri fer fram á Þorláksvelli. Íslandsmót eldri kylfinga 55 ára og eldri karla og 50 ára og eldri kvenna fer fram í Vestmannaeyjum. Íslandsmót unglinga fer fram á Korpúlfsstaðavelli – en þessi mót fara fram vikuna fyrir sjálft Íslandsmótið á Garðavelli.

KPMG bikarinn Keppnisfyrirkomulagið á KPMG bikarnum verður með öðru sniði í ár en undanfarin ár. Keppt verður á Grafarholtsvelli samhliða Golfdeginum sem fram fer 27. júní. Í keppninni munu kylfingar úr landsliði Íslands keppa við „Pressulið“. Keppnin er hluti af lokaundirbúningi landsliðsins fyrir Evrópumótið.

Afrekskylfingar Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Landsliðsverkefnin verða mörg á þessu sumri líkt og áður.

Bein textalýsing og lifandi skor Eimskipsmótaröðinni Golfsambandið stefnir að því að bæta enn frekar þjónustuna hvað varðar upplýsingar um gang mála á Eimskipsmótaröðinni. Sjálfboðaliðar á mótsstöðunum hafa staðið vaktina á undanförnum árum og uppfært skor keppenda á þriggja holu fresti. Það fyrirkomulag hefur gefist vel og verður það notað áfram en skorin er skráð í IPAD. Á lokadegi Íslandsmótsins á Garðavelli á Akranesi verða skor keppenda í lokaráshópunum uppfært eftir hverja holu. Ný framsetning og útlit á vefnum golf.is býður upp á nýja möguleika að koma á framfæri lifandi lýsingu á gangi mála á lokakeppnisdögum Eimskipsmótaraðarinnar. Þar verður að finna textalýsingar, uppfærsla á stöðu mála,

Okkar fremstu áhugakylfingar munu keppa á einu virtasta móti heims, The Amateur Championship, sem haldið er í Skotlandi um miðjan júní. Piltalandslið undir 18 ára og kvennalandsliðið keppa á Evrópumótum landsliða, piltarnir í Finnlandi, og kvennalandsliðið í Danmörku. Karlalandsliðið keppir í 2. deild landsliða í Póllandi og freistar þess að vinna sér sæti á ný í Evrópumóti landsliða. Í byrjun ágúst keppa 3-4 kylfingar á Evrópumóti einstaklinga karla í Slóvakíu. Tvær stúlkur og tveir piltar 16 ára og yngri keppa á hinu sterka European Young Masters móti í Sviss í lok júlí. Loks keppa Íslandsmeistarar í 17-18 ára flokki á Duke of York mótinu í Skotlandi í september, en íslenskir kylfingar hafa sigrað á þremur af seinustu sex mótum. 5


Keppt í fyrsta sinn á Hlíðavelli

– Eimskip verður áfram aðalstyrktaraðili GsÍ Alls verða mótin sex í sumar á Eimskipsmótaröðinni og að venju er keppt um titilinn stigameistari Eimskipsmóta­ raðarinnar í karla ­ og kvennaflokki. Keppnisdagskráin er þétt í upphafi tímabilsins en fjórum mótum verður lokið um miðjan júní. Lokamótið fer fram um miðjan ágúst. Leikið verður á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Akranesi og Akureyri en tvö mót fara fram á Höfuðborgarsvæðinu. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð stigameistari í karla­ flokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja varð stigameistari í kvennaflokki. Það eru spennandi keppnisstaðir á Eimskips­ mótaröðinni líkt og á undanförnum árum. Einn nýr völlur verður notaður á Eimskipsmótaröðinni í sumar – og einn gamalgróinn völlur hefur stimplað sig inn að nýju eftir margra ára fjarveru. Jaðarsvöllur á Akureyri er á ný að skipa sér í fremstu röð golfvalla og fer Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri í júní. Það var keppt á Eimskipsmótaröðinni í fyrra á Jaðarsvelli og var það í fyrsta sinn í rúman áratug að keppt var á mótaröð þeirra bestu á Akureyri. Á Íslandsmótinu í holukeppni hefur Kristján Þór Einarsson titil að verja í karlaflokki og Tinna Jóhannsdóttir. GK, í kvennaflokki. Breytingar voru gerðar á stigaútreikningi fyrir Íslandsmótið í holukeppni ­ og telur nú árangur kylfinga á Eimskipsmótaröðinni aftur til Íslandsmótsins í holukeppni 2014. Það

6

10

GOLF.is - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

er því að miklu að keppa fyrir kylfinga að koma sér í hóp þeirra stigahæstu en aðeins 32 karlar og jafnmargar konur fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Sjálft Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi en þetta verður í annað sinn sem mótið fer fram á þeim velli en Leynir hélt mótið árið 2004 í fyrsta sinn. Golfklúbburinn fagnar 50 ár afmæli á árinu og er Íslandsmótið í golfi hápunkturinn í afmælisdagskrá Leynis. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur titil að verja á Íslandsmótinu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Keppt verður á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um miðjan júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröð bestu kylfinga landsins fer fram á Hlíðavelli. Leiknar verða 54 holur á mótunum á Eimskipsmótaröðinni ­ en á fyrsta og síðasta mótinu verða keppnisdagarnir tveir og leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 á síðari keppnisdeginum. Árangur keppenda telur inn á heimslista áhugamanna og það er ljóst að mikil spenna mun ríkja á mótum sumarsins.

Mótin á EiMsKipsMóta­ röðinni 2015: 23.–24. maí: Hólmsvöllur í Leiru, Egils Gull­mótið (1) – 36 holur á laugardegi, 18 á sunnudegi. 29.–31. maí: Vestmannaeyjavöllur, Securitasmótið (2) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 12.–14. júní: Hlíðavöllur í Mosfells­ bæ, Símamótið (3) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 19.–21. júní: Jaðarsvöllur á Akureyri (4) – Íslandsmótið í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi. 23.–26. júlí: Garðavöllur á Akranesi (5) – Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótið. 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. 22.–23. ágúst: Urriðavöllur – Oddur, Nýherjamótið (6) – 36 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi.


„Frábær fjölskylduíþrótt” – Eimskip leggur sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst síðari hluta maí mánaðar og fer fyrsta mótið fram á Hólmsvelli í Leiru. Keppnistímabilið í ár er það fimmta í röðinni undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar. Farsælt samstarf Golfsambands Íslands og Eimskips mun halda áfram næstu þrjú árin. Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar– og markaðsdeildar Eimskips og Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ, skrifuðu undir samning þess efnis á dögunum og verður Eimskip aðalstyrktar – og samstarfsaðili Golfsambands Íslands. „Eimskip hefur átt gott samstarf við Golf­ sambandið undanfarin ár. Með endurnýjun á samkomulagi um það samstarf leggur Eimskip sitt af mörkum til enn frekari

uppbyggingar á golfíþróttinni. Golf er frábær fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt land. Umgjörð íslenskra golfvalla er orðin afar glæsileg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað

víðsvegar um land bæði á völlunum sjálfum og í því félagsstarfi sem klúbbarnir sjálfir reka. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið þátt allt frá börnum til afa og ömmu. Allir geta leikið og keppt á jafnréttisgrundvelli. Snyrtimennska, heilbrigði og góðir siðir eru hluti af golfíþróttinni og erum við hjá Eimskip sannfærð um að þau ungmenni sem fá gott uppeldi á golfvellinum með fjölskyldum sínum njóti forskots þegar út í lífið er komið. Forvarnarstarf hefur verið Eimskip hugleikið á undanförnum árum. Golfíþróttin er mikilvægur þáttur í því starfi. Mikilvægt er að börn og unglingar finni til sín í félagsstarfi og fái tækifæri til þess að stunda þær íþróttir sem þau hafa gaman að og ekki skemmir fyrir að þau geti notið þess með foreldrum sínum. Eimskip þakkar GSÍ fyrir það samstarf sem félagið hefur átt á síðustu árum og horfir jákvætt fram á veginn. Eimskip hvetur svo alla til þess að fylgjast með Eimskipsmótaröðinni í sumar og það er best gera það með því að fara á vellina og ganga með kylfingunum. En fyrir þá sem ekki komast á vellina þegar mótin eru þá verður sýnt frá Eimskipsmótaröðinni í sjónvarpi í sumar. Hápunkturinn er svo í júlí þegar Íslandsmótið í höggleik fer fram það er viðburður sem enginn golfáhugamaður má láta framhjá sér fara,” sagði Ólafur William Hand við undirritun samningsins.

„Eimskip hefur verið öflugur stuðningsaðili golf­ íþróttarinnar um árabil og mikilvægur samstarfs­ aðili Golfsambands Íslands. Með stuðningi Eimskips hefur GSÍ tekist að bæta umgjörð afrekskylfinga en um leið haft tækifæri til að kynna golfíþróttina fyrir almenningi, með því að sýna beint frá Íslandsmótinu í sjónvarpi. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir golfhreyfinguna að stór fyrirtæki eins og Eimskipafélag Íslands, sjái ástæðu til að styðja við íþróttina á þeirri forsendu að golfíþróttin sé heppileg fyrir samfélagið og hafi jákvæð áhrif þá sem taka þátt og spila golf,“ sagði Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ. 7 GOLF.IS

11


„Framtíðin er björt“

– Íslandsbankamótaröð unglinga hefst á Garðavelli Íslandsbankamótaröð kylfinga 18 ára og yngri hefst á Garðavelli í lok maí en alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandarvelli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafarholtsvelli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli. „Þetta er þriðja árið í röð sem Íslandsbankamótaröðin fer fram og við erum mjög ánægð með samstarfið við GSÍ og golfklúbba landsins,“ segir Hólmfríður Einarsdóttir markaðsstjóri Íslandsbanka. „Umgjörðin á mótunum hefur verið til fyrirmyndar og við sjáum það á fjölda þátttakenda að áhuginn er mikill hjá yngri kylfingum landsins.“ Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Hólmfríður bætir því við að Íslandsbanki leggi áherslu á að styðja við íþróttaiðkun barna og unglinga á landsvísu og Íslandsbankamótaröðin skipar stórt hlutverk í því. „Það hefur verið gaman að fylgjast með ungum og efnilegum kylfingum á mótaröðunum, hvort sem þau eru að stíga

sín fyrstu skref eða eru lengra komin. Kylfingarnir fá ætíð glaðning frá Íslandsbanka og fulltrúi bankans mætir í mótslok og hittir keppendur. Það er að mínu mati mjög gaman að sjá nýja golfvelli bætast við á mótaröðina og það er mikilvægt að mótin fari fram bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og völlum sem eru úti á landsbyggðinni. Keppendurnir eru alltaf að ná betri og

MóTIn á ÍSLandSBankaMóTaröðInnI SuMarIð 2015:

MóTIn á áSkOrendaMóTaröð ÍSLandSBanka SuMarIð 2015:

23.–24. maí: Garðavöllur, Akranesi (1)

23. maí: Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysuströnd (1)

5.–7. júní: strandarvöllur, Hellu (2) – Íslandsmótið í holukeppni.

6. júní: svarfhólfsvöllur, selfossi (2)

20.–21. júní: Húsatóftavöllur, Grindavík (3)

20. júní: Kirkjubólsvöllur, sandgerði (3)

17.–19. júlí: Grafarholtsvöllur, Reykjavík (4) – Íslandsmótið í höggleik.

18.–19. júlí: staðsetning óákveðin (4)

22.–23. ágúst: Hamarsvöllur, Borgarnesi (5)

5. september: nesvöllur, seltjarnarnesi (6)

5.–6. september: Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði (6)

8

14

betri árangri og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Hólmfríður. Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17–18 ára, 15–16 ára, 14 ára og yngri.

GOLF.IS ­ Golf á Íslandi „Framtíðin er björt“ – Íslandsbankamótaröð unglinga hefst á Garðavelli

22.–23. ágúst: Glannavöllur, Borgarfirði (5)


Íslandsmeistarar frá upphafi Íslandsmeistarar í karlaflokki 1942 Gísli Ólafsson (1) 1943 Gísli Ólafsson (2) 1944 Gísli Ólafsson (3) 1945 Þorvaldur Ásgeirsson (1) 1946 Sigtryggur Júlíusson (1) 1947 Ewald Berndsen (1) 1948 Jóhannes G. Helgason (1) 1949 Jón Egilsson (1) 1950 Þorvaldur Ásgeirsson (2) 1951 Þorvaldur Ásgeirsson (3) 1952 Birgir Sigurðsson (1) 1953 Ewald Berndsen (2) 1954 Ólafur Á. Ólafsson (1) 1955 Hermann Ingimarsson (1) 1956 Ólafur Á. Ólafsson (2) 1957 Sveinn Ársælsson (1) 1958 Magnús Guðmundsson (1) 1959 Sveinn Ársælsson (2) 1960 Jóhann Eyjólfsson (1) 1961 Gunnar Sólnes (1) 1962 Óttar Yngvason (1) 1963 Magnús Guðmundsson (2) 1964 Magnús Guðmundsson (3) 1965 Magnús Guðmundsson (4) 1966 Magnús Guðmundsson (5) 1967 Gunnar Sólnes (2) 1968 Þorbjörn Kjærbo (1) 1969 Þorbjörn Kjærbo (2) 1970 Þorbjörn Kjærbo (3) 1971 Björgvin Þorsteinsson (1) 1972 Loftur Ólafsson (1) 1973 Björgvin Þorsteinsson (2) 1974 Björgvin Þorsteinsson (3) 1975 Björgvin Þorsteinsson (4) 1976 Björgvin Þorsteinsson (5) 1977 Björgvin Þorsteinsson (6) 1978 Hannes Eyvindsson (1) 1979 Hannes Eyvindsson (2) 1980 Hannes Eyvindsson (3) 1981 Ragnar Ólafsson (1) 1982 Sigurður Pétursson (1) 1983 Gylfi Kristinsson (1) 1984 Sigurður Pétursson (2) 1985 Sigurður Pétursson (3) 1986 Úlfar Jónsson (1) 1987 Úlfar Jónsson (2) 1988 Sigurður Sigurðsson (1) 1989 Úlfar Jónsson (3) 1990 Úlfar Jónsson (4) 1991 Úlfar Jónsson (5) 1992 Úlfar Jónsson (6) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1) 1995 Björgvin Sigurbergsson (1) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson (1) 1997 Þórður E. Ólafsson (1) 1998 Sigurpáll G. Sveinsson (2) 1999 Björgvin Sigurbergsson (2) 2000 Björgvin Sigurbergsson (3) 2001 Örn Æ. Hjartarson (1)

2002 Sigurpáll G. Sveinsson (3) 2003 Birgir Leifur Hafþórsson (2) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson (3) 2005 Heiðar Davíð Bragason (1) 2006 Sigmundur Einar Másson (1) 2007 Björgvin Sigurbergsson (4) 2008 Kristján Þór Einarsson (1) 2009 Ólafur B. Loftsson (1) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson (4) 2011 Axel Bóasson (1) 2012 Haraldur Franklín Magnús (1) 2013 Birgir Leifur Hafþórsson (5) 2014 Birgir Leifur Hafþórsson (6)

Íslandsmeistarar í kvennaflokki 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir (1) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir (2) 1969 Elísabet Möller (1) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir (1) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir (3) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir (2) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir (3) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir (4) 1975 Kristín Pálsdóttir (1) 1976 Kristín Pálsdóttir (2) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir (1) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir (2) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir (3) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir (1) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir (2) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir (3) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir (1) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir (2) 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 1986 Steinunn Sæmundsdóttir (1) 1987 Þórdís Geirsdóttir (1) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir (2) 1989 Karen Sævarsdóttir (1) 1990 Karen Sævarsdóttir (2) 1991 Karen Sævarsdóttir (3) 1992 Karen Sævarsdóttir (4) 1993 Karen Sævarsdóttir (5) 1994 Karen Sævarsdóttir (6) 1995 Karen Sævarsdóttir (7) 1996 Karen Sævarsdóttir (8) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir (1) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir (2) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir (2) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir (1) 2001 Herborg Arnardóttir (1) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir (3) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir (3) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir (4) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (4) 2006 Helena Árnadóttir (1) 2007 Nína Björk Geirsdóttir (1) 2008 Helena Árnadóttir (2) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir (1) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir (2)

2013 Sunna Víðisdóttir (1) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (2)

Íslandsmeistarar í holukeppni Karlaflokkur: 1988 Úlfar Jónsson (1) 1989 Sigurður Pétursson (1) 1990 Sigurjón Arnarsson (1) 1991 Jón H Karlsson (1) 1992 Björgvin Sigurbergsson (1) 1993 Úlfar Jónsson (2) 1994 Birgir Leifur Hafþórsson (1) 1995 Örn Arnarson (1) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson (2) 1997 Þorsteinn Hallgrímsson (1) 1998 Björgvin Sigurbergsson (2) 1999 Helgi Þórisson (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson (3) 2001 Haraldur Heimisson (1) 2002 Guðmundur I. Einarsson (1) 2003 Haraldur H. Heimisson (2) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson (3) 2005 Ottó Sigurðsson (1) 2006 Örn Ævar Hjartarson (1) 2007 Ottó Sigurðsson (2) 2008 Hlynur Geir Hjartarson (1) 2009 Kristján Þór Einarsson (1) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson (4) 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson (1) 2012 Haraldur Franklín Magnús (1) 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1) 2014 Kristján Þór Einarsson (1)

Kvennaflokkur

1988 Karen Sævarsdóttir (1) 1989 Þórdís Geirsdóttir (1) 1990 Ragnhildur Sigurðard (1) 1991 Karen Sævarsdóttir (2) 1992 Karen Sævarsdóttir (3) 1993 Ragnhildur Sigurðard (2) 1994 Karen Sævarsdóttir (4) 1995 Ólöf María Jónsdóttir (1) 1996 Ólöf María Jónsdóttir (2) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir (3) 1998 Ólöf María Jónsdóttir(3) 1999 Ólöf María Jónsdóttir(4) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir (4) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (5) 2002 Herborg Arnarsdóttir (1) 2003 Ragnhildur Sigðurðard. (6) 2004 Ólöf María Jónsdóttir (5) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (7) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir (1) 2007 Þórdís Geirsdóttir (2) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir (1) 2009 Signý Arnórsdóttir (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1) 2012 Signý Arnórsdóttir (2) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (2) 2014 Tinna Jóhannsdóttir (1)

9


Íslandsmeistarar frá upphafi Stigameistarar GSÍ Karlaflokkur:

1989 Sigurjón Arnarsson (1) 1990 Úlfar Jónsson (1) 1991 Ragnar Ólafsson (1) 1992 Úlfar Jónsson (2) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1) 1995 Björgvin Sigurbergsson (1) 1996 Birgir L. Hafþórsson (1) 1997 Björgvin Sigurbergsson (2) 1998 Björgvin Sigurbergsson (3) 1999 Örn Ævar Hjartarson (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson (4) 2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson (2) 2003 Heiðar Davíð Bragason (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason (2) 2006 Ólafur Már Sigurðsson (1) 2007 Haraldur H. Heimisson (1) 2008 Hlynur Geir Hjartarson (1) 2009 Alfreð Brynjar Kristinsson (1) 2010 Hlynur Geir Hjartason (2) 2011 Stefán Már Stefánsson (1) 2012 Hlynur Geir Hjartason (3) 2013 Rúnar Arnórsson (1) 2014 Kristján Þór Einarsson (1)

Kvennaflokkur:

1989 Karen Sævarsdóttir (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 1991 Ragnhildur Sigurðardóttir (2) 1992 Karen Sævarsdóttir (2) 1993 Ólöf M. Jónsdóttir (1) 1994 Ólöf M. Jónsdóttir (2) 1995 Ólöf M. Jónsdóttir (3) 1996 Ólöf M. Jónsdóttir (4) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir (5) 1998 Ólöf M. Jónsdóttir (6) 1999 Ragnhildur Sigurðardóttir (3) 2000 Herborg Arnarsdóttir (1) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (4) 2002 Herborg Arnarsdóttir (2) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir (5) 2004 Ragnhildur Sigurðardóttir (6) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (7) 2006 Ragnhildur Sigurðardóttir (8) 2007 Nína Björk Geirsdóttir (1) 2008 Ragnhildur Sigurðardóttir (9) 2009 Signý Arnórsdóttir (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1) 2011 Signý Arnórsdóttir (2) 2012 Signý Arnórsdóttir (3) 2013 Signý Arnórsdóttir (4) 2014 Karen Guðnadóttir (1)

10

Sveitakeppni GSÍ Karlaflokkur:

1961-66 Golfklúbbur Akureyrar 1967-70 Golfklúbbur Reykjav. 1971 Golfklúbbur Akureyrar 1972 Golfklúbbur Reykjavíkur 1973 Golfklúbbur Suðurnesja 1974 Golfklúbburinn Keilir 1975 Golfklúbbur Reykjavíkur 1976 Golfklúbbur Reykjavíkur 1977 Golfklúbburinn Keilir 1978 Golfklúbburinn Keilir 1979 Golfklúbbur Reykjavíkur 1980 Golfklúbbur Reykjavíkur 1981 Golfklúbbur Reykjavíkur 1982 Golfklúbbur Suðurnesja 1983 Golfklúbbur Reykjavíkur 1984 Golfklúbbur Reykjavíkur 1985 Golfklúbbur Reykjavíkur 1986 Golfklúbbur Reykjavíkur 1987 Golfklúbbur Reykjavíkur 1988 Golfklúbburinn Keilir 1989 Golfklúbburinn Keilir 1990 Golfklúbburinn Keilir 1991 Golfklúbburinn Keilir 1992 Golfklúbbur Reykjavíkur 1993 Golfklúbburinn Keilir 1994 Golfklúbbur Reykjavíkur 1995 Golfklúbburinn Keilir 1996 Golfklúbbur Suðurnesja 1997 Golfkúbbur Reykjavíkur 1998 Golfklúbbur Akureyrar 1999 Golfklúbbur Reykjavíkur 2000 Golfklúbburinn Keilir 2001 Golfklúbbur Reykjavíkur 2002 Golfklúbbur Reykjavíkur 2003 Golfklúbbur Reykjavíkur 2004 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. 2005 Golfklúbburinn Kjölur 2006 Golfklúbburinn Kjölur 2007 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. 2008 Golfklúbburinn Keilir 2009 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. 2010 Golfklúbbur Reykjavíkur 2011 Golfklúbbur Reykjavíkur 2012 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. 2013 Golfklúbburinn Keilir 2014 Golfklúbburinn Keilir

Fjöldi titla:

Golfklúbbur Reykjavíkur (24) Golfklúbburinn Keilir (13) Golfklúbbur Akureyrar (8) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4) Golfklúbbur Suðurnesja (3) Golfklúbburinn Kjölur (2)

Sveitakeppni GSÍ Kvennaflokkur:

1982-84 Golfklúbbur Reykjav. 1985 Golfklúbburinn Keilir 1986 Golfklúbbur Reykjavíkur 1987 Golfklúbbur Reykjavíkur 1988 Golfklúbbur Reykjavíkur 1989 Golfklúbburinn Keilir 1990 Golfklúbbur Reykjavíkur 1991 Golfklúbburinn Keilir 1992 Golfklúbbur Reykjavíkur 1993 Golfklúbbur Reykjavíkur 1994 Golfklúbburinn Keilir 1995 Golfklúbburinn Keilir 1996 Golfklúbburinn Keilir 1997 Golfklúbburinn Keilir 1998 Golfklúbburinn Kjölur 1999 Golfklúbbur Reykjavíkur 2000 Golfklúbbur Reykjavíkur 2001 Golfklúbburinn Kjölur 2002 Golfklúbburinn Keilir 2003 Golfklúbburinn Keilir 2004 Golfklúbbur Reykjavíkur 2005 Golfklúbbur Reykjavíkur 2006 Golfklúbburinn Keilir 2007 Golfklúbburinn Kjölur 2008 Golfklúbburinn Keilir 2009 Golfklúbburinn Keilir 2010 Golfklúbbur Reykjavíkur 2011 Golfklúbbur Reykjavíkur 2012 Golfklúbbur Reykjavíkur 2013 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab.

Fjöldi titla:

Golfklúbbur Reykjavíkur (16) Golfklúbburinn Keilir (13) Golfklúbburinn Kjölur (3) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)


Samfélagsmiðlar Golfsambandið leggur áherslu góð samskipti og því nýtum við samfélagsmiðla til að miðla fræðslu til kylfinga og því sem er efst á baugi hverju sinni.

You Tube

Á YouTube rás Golfsambandsins sem kallast Golfstraumurinn er að finna fjölda fróðlegra myndskeiða frá fundum og ráðstefnum. Einnig má finna skemmtileg myndbrot frá mótaröðum bæði eldri og yngri kylfinga. youtube.com/golfstraumurinn golfstraumurinn.is Golfsambandið nýtir facebook til þess að eiga samskipti við kylfinga. Við rekum tvær Facebook síður. Önnur þeirra er hugsuð fyrir hinn almenna kylfing. Þar birtum við fréttir frá mótum, viðburðum og áhugaverð myndbönd. facebook.com/golfaislandi Hin Facebook síðan er helguð erlendum kylfingum og ferðamönnum. Sjá golficeland.org. Fjölmargir fylgjast með Golfsambandinu á Twitter. Við tístum gjarnan frá Íslandsmótinum í holukeppni og flestum sveitakeppnum GSÍ. Okkur finnst samt skemmtilegast að eiga í beinum samskiptum við aðra Twitter kylfinga. twitter.com/golfsamband Við erum líka duglegir að taka ljósmyndir af öllu sem tengist íþróttinni. Myndasafnið okkar auðveldar fréttamönnum og öðrum aðgang að myndum af bestu kylfingum landsins. Heimilt að birta myndirnar gegn því að heimilda sé getið. gsimyndir.smugmug.com gsimyndir.net

Tengiliðir við fjölmiðla Tengiliðir Golfsambandsins við fjölmiðla og aðra sem þurfa upplýsingar um allt sem snýr að mótahaldi GSÍ.

Sigurður Elvar Þórólfsson Útbreiðslustjóri

Hörður Þorsteinsson Framkvæmdastjóri

Stefán Garðarsson Markaðsstjóri

Úlfar Jónsson Landsliðsþjálfari

Beinn simi: 514-4058 GSM sími: 864-1865 seth@golf.is

Beinn simi: 514-4052 GSM sími: 896-1227 hordur@golf.is

Beinn simi: 514-4053 GSM sími: 663-4656 stebbi@golf.is

Beinn simi: 514-4057 GSM sími: 862-9204 ulfar@golf.is

11


Golfsamband テ行lands Engjavegi 6, 104 Reykjavテュk Sテュmi: 514 4050 info@golf.is

www.golf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.