Ársskýrsla 2010

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2010 Formannafundur haldinn á Flúðum 20. nóvember


Fjöldi kylfinga í golfklúbbum 2010 Klúbbur Golfklúbbur Reykjavíkur Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbburinn Keilir Golfklúbburinn Oddur Golfklúbburinn Kjölur Golfklúbburinn Nesklúbburinn Golfklúbbur Akureyrar Golfklúbbur Suðurnesja Golfklúbburinn Leynir Golfklúbbur Vestmannaeyja Golfklúbburinn Þorlákshöfn Golfklúbburinn Hveragerði Golfklúbburinn Öndverðarnesi Golfklúbbur Bakkakots Golfklúbbur Grindavíkur Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Golfklúbbur Selfoss Golfklúbbur Sandgerðis Golfklúbbur Ásatúns Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbburinn Flúðir Golfklúbburinn Kiðjaberg Golfklúbbur Sauðárkróks Golfklúbbur Ísafjarðar Golfklúbbur Húsavíkur Golfklúbburinn Setberg Golfklúbburinn Hamar Golfklúbburinn Hellu Golfklúbbur Álftaness Golfklúbbur Borgarness Golfklúbburinn Mostri Golfklúbburinn Vestarr Golfklúbburinn Dalbúi Golfklúbbur Ólafsfjarðar G lfklúbb N Golfklúbbur Norðfjarðar ðfj ð Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs Golfklúbbur Hornafjarðar Golfklúbburinn Vík Golfklúbburinn Glanni Golfklúbbur Seyðisfjarðar Golfklúbburinn Hvammur Golfklúbburinn Gláma Golfklúbbur Bolungarvíkur Golfklúbbur Siglufjarðar Golfklúbburinn Jökull Golfklúbburinn Ós Golfklúbbur Fjarðarbyggðar Golfklúbbur Skagastrandar Golfklúbbur Patreksfjarðar Golfklúbburinn Lundur Golfklúbburinn Tuddi Golfklúbburinn Geysir Golfklúbburinn Þverá Golfklúbbur Bíldudals Golfklúbbur Byggðaholts Golfklúbbur Vopnafjarðar Golfklúbbur Mývatnssveitar Golfklúbbur Hólmavíkur Golfklúbbur Djúpavogs Golfklúbbur Staðarsveitar Golfklúbburinn Gljúfri Golfklúbburinn Laki Golfklúbbur Húsafells Golfklúbburinn Skrifla Golfklúbbur Skorradals Samtals

15 ára og yngri

16 ára og eldri

192 255 187 42 70 38 109 65 113 93 30 33 23 16 15 10 41

1

2.701 1.475 1.158 1.224 572 587 515 427 337 248 297 255 250 225 207 198 162 193 185 172 148 151 120 145 116 144 99 117 117 121 112 111 96 71 92 72 71 26 53 30 34 41 48 39 47 44 41 36 35 35 18 31 29 32 30 27 26 20 16 16 16 13 9 6

1.696

14.089

1 21 14 42 15 31 1 40 20 13 7 16 4 1 25 3 8

5 24 18 9 1 10 1 1 4 2 2 19 4 1

2010 2.893 1.730 1.345 1.266 642 625 624 492 450 341 327 288 273 241 222 208 203 193 186 172 169 165 162 160 147 145 139 137 130 128 128 115 97 96 95 80 71 26 58 54 52 50 49 49 48 45 41 40 37 37 37 31 33 32 31 27 26 20 16 16 16 13 9 7 0 15.785

2009 2.924 1.499 1.335 1.461 590 599 596 580 405 336 320 140 238 352 203 245 193 216 152 138 145 189 154 156 148 21 137 158 135 191 116 73 112 101 93 75 65 61 73 38 60 55 83 60 43 44 37 29 43 0 4 22 40 29 0 0 13 12 19 19 17 16 9 0 89 15.529

Breyting -31 231 10 -195 52 26 28 -88 45 5 7 148 35 -111 19 -37 10 -23 34 34 24 -24 8 4 -1 124 2 -21 -5 -63 12 42 -15 -5 2 5 6 -35 -15 16 -8 -5 -34 -11 5 1 4 11 -6 37 33 9 -7 3 31 27 13 8 -3 -3 -1 -3 0 7 256

% -1% 15% 1% -13% 9% 4% 5% -15% 11% 1% 2% 106% 15% -32% 9% -15% 5% -11% 22% 25% 17% -13% 5% 3% -1% 590% 1% -13% -4% -33% 10% 58% -13% -5% 2% 7% 9% -57% -21% 42% -13% -9% -41% -18% 12% 2% 11% 38% -14% 100% 825% 41% -18% 10% 100% 100% 100% 67% -16% -16% -6% -19% 0% 100% -100% 2%

Holur 36 27 18 18 14 9 18 18 18 18 18 9 18 9 13 9 9 18 9 9 18 18 9 9 9 9 9 18 9 18 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 0 9 18 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 756


Golfsamband Íslands... Vinnur að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu á Íslandi ... rekur öfluga afreksstefnu og styður klúbbana við þjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga. ... gefur út tímaritið Golf á Íslandi og handbók kylfingsins. ... rekur og heldur utan hreyfingarinnar, www.golf.is.

um

... býður uppá miðlægt tölvukerfi fyrir klúbbastjórnendur og hinn almenna kylfing. Stuðlar að mótahaldi um land allt ... býður uppá mótaröð fyrir alla aldurshópa. ... heldur Íslandsmót í höggleik og holukeppni í öllum aldursflokkum.

tölvukerfi

... kynnir golf í skólum, fjölmiðlum og annarstaðar þar sem því verður við komið. ... er ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eða byggður er golfvöllur.

... heldur Íslandsmót í sveitakeppni fyrir alla aldursflokka. ... er ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu valla fyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styður SÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.

... veitir allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins.

Annast erlend samskipti ... styður við afreksmenn og sendir þá á alþjóðleg mót.

Samræmir leikreglur og reglur um forgjöf ... þýðir og staðfærir forgjafar,- móta- og keppendareglur ásamt golfreglum í samræmi við reglur R&A og EGA.

... styður áhugamenn á leið þeirra til atvinnumennsku.

... sér um að allir golfvellir landsins séu metnir samkvæmt vallarmatskerfi EGA. ... heldur héraðs- og landsdómaranámskeið.

... skipuleggur alþjóðlega viðburði sem haldnir eru hér á landi. ... styður Golf Iceland sem leggur áherslu á fjölgun ferðamanna í golf.

Efnisyfirlit

05

Skýrsla stjórnar

11

Ársreikningur

19

Rekstraráætlun

24

Tölfræði GSÍ korta

26

Tölfræði iðkenda

28

Úrslit úr mótum



Skýrsla stjórnar Ég vil byrja á því að bjóða alla formenn og framkvæmdastjóra og aðra þá forystumenn golffklúbba sem hingað eru komnir að Flúðum í dag, laugardaginn 20. nóvember á formannafund Golfsambands Íslands. Samkvæmt lögum sambandsins er golfþing haldið annað hvert ár, en formannafundur hitt árið og hefur verið reynt að skapa þá hefð að halda golfþing í Reykjavík en halda formannafund utan Reykjavíkur. Að þessu sinni höldum við formannafundinn hér í Golfskála Golfklúbbs Flúða, en formaður klúbbsins Karl Gunnlaugsson bauð fram aðstöðu klúbbsins fyrir formannafund og færum við klúbbnum þakkir fyrir. Á golfþingi sem haldið var Laugardalshöll þann 21. nóvember 2009 voru eftirtaldir kosnir í stjórn sambandsins og skiptu þeir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi, en forseti er kjörinn sérstaklega.

Bergþóra Sigmundsdóttir, meðstj. Guðmundur Friðrik Sigurðsson, meðstj. Gylfi Kristinsson, meðstj. Varastjórn: Gunnar Gunnarsson, Theódór Kristjánsson

Ómar

Halldórsson,

Endurskoðendur: Stefán Svavarsson, Guðmundur Frímannsson. Varaendurskoðendur: Hallgrímur Þorsteinsson og Ómar Kristjánsson Áhugamennskunefnd: Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson, Gísli Guðni Hall. Varamenn í áhugamennskunefnd: Hannes Guðmundsson og Júlíus Jónsson

Forseti: Jón Ásgeir Eyjólfsson

Aganefnd: Haukur Örn Birgisson, Sigurður Geirsson, Jónatan Ólafsson. Varamenn í aganefnd: Bergsteinn Hjörleifsson, Ríkarður Pálsson og Páll Kristjánsson

Stjórn: Haukur Örn Birgisson, varaforseti Eggert Sverrisson, gjaldkeri Kristín Magnúsdóttir, ritari

Forgjafarnefnd: Guðmundur Ólafsson, Arnar Geirsson, Guðmundur Magnússon. Varamenn: Andrés I Guðmundsson og Baldur Gunnarsson

Stjórn GSÍ 2009-2011. Fv. Gylfi Kristinsson meðstjórnandi, Eggert Sverrisson gjaldkeri, Haukur Örn Birgisson varaforseti, Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti, Kristín Magnúsdóttir ritari, Bergþóra Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Guðmundur Friðrik Sigurðsson meðstjórnandi.

Ársskýrsla 2010 - Síða 5


Skýrsla stjórnar Dómstóll GSÍ: Hjörleifur Kvaran, Tryggvi Guðmundur Sophusson

Guðmundsson,

Áfrýjunardómstóll GSÍ: Rúnar Gíslason, Kristján Einarsson, Þorsteinn Sv. Stefánsson. Varadómarar: Helgi Bragason, Þórir Bragason og Sigurður Geirsson. Dómaranefnd: Sigurður Geirsson, Hörður Geirsson, Þórður Ingason. Varamenn í dómaranefnd: Aðalsteinn Örnólfsson, Þorsteinn Sv. Stefánsson og Kristján Einarsson Starfsárið 2010 er fyrra ár kjörtímabils þessarar stjórnar og telst 68. starfsár sambandsins en Golfsamband Íslands var stofnað 14. ágúst 1942 af Golfklúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbi Akureyrar og Golfklúbbi Vestmanneyja. Einnig má nefna að golfsambandið var fyrsta sérsambandið innan Íþróttaog Ólympíusambands Íslands. Í dag eru 65 klúbbar aðilar að sambandinu og er það sami fjöldi og á síðasta ári, einn klúbbur lagði niður starfsemi og einn nýr var tekinn inn í sambandið. Meðlimir þeirra klúbba sem aðild hafa að sambandinu voru 15.785 þann 1. júlí 2010 s.l. og hafa þeir aldrei verið fleiri. Aukning félagsmanna milli áranna 2009 og 2010 var þannig 256 félagar. Við lok starfsársins er rétt að líta um öxl og fara yfir starfsemi sambandsins á liðnu starfsári. Eins er rétt að skoða golfstarfsemina í heild. Á margan hátt var árið 2010 venjubundið í rekstri þótt sífellt sé reynt að bæta umgjörðina og starfsemi sambandsins. Við erum enn stödd í hringiðu þeirrar óvissu sem efnahagskreppan hefur skilið eftir og markast ákvarðanir stjórnar því af varfærni og hefur markvisst verið dregið úr áhættu í rekstri og umfangi. Þó vonum við að allt umhverfi okkar sé á leið uppá við bráðlega og að öryggi og fótfesta sé handan við hornið. Í samtölum mínum við forystumenn golfklúbba víða um land hefur komið fram að árið 2010 hafi reynst flestum léttara en árið í fyrra og vonandi sjáum við fram á bjartari tíma á næstu árum. Þó er rétt að vara við of mikilli bjartsýni og eru menn hvattir til að fara varlega í fjárfestingum og öðrum fjárhagslegum ákvörðunum, því skiptar skoðanir eru um hvort botninum í efnahagslífinu sé náð. Þá hefur þróunin í nágrannalöndum

Síða 6 - Ársskýrsla 2010

okkar verið á þann veg að kylfingum fer fækkandi og spurning hvort sú þróun eigi eftir að koma hingað. Rekstrarniðurstaða sambandsins er yfir þeim væntingum sem fram komu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, en heildarvelta sambandsins er rúmlega 112 milljónir króna og rekstrarafgangur rúmar sjö milljónir. Eins og áður hefur komið fram þá var ákveðið að fylgja varfærnissjónarmiðum í rekstri og ekki stofna til útgjalda fyrr en tekjur væru tryggar á móti. Það hefur verið stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði um 15-20% af veltu sambandsins til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að það markmið sé að nást. Golfsambandið hefur unnið eftir stefnumótun sem upphaflega var unnin 2002 en verið endurmetin reglulega síðan, en þar kemur fram í markmiðasetningu fyrir afreksstefnu sambandins að Ísland verði í A- riðli í karla- og kvennaflokki árið 2010 á Evrópumótum. Það markmið náðist ekki að þessu sinni þó svo karlalið okkar hafi náð að tryggja sig meðal 20 bestu Evrópuþjóða á Evrópumóti liða í sumar en væntanlega stendur upp úr árangur karlalandsliðs okkar í heimsmeistarakeppni liða áhugamanna í Argentínu en eins og flestir vita enduðum við þar í 19. sæti af 69 þjóðum og skutum fyrir aftan okkur mörgum afreksþjóðum í golfi. Þá ber að fagna sérstaklega sigri Guðmundar Ágústs Kristjánssonar, Golfklúbbi Reykjavíkur, á Duke of York mótinu sem fram fór í september, en þar sigraði hann marga af bestu kylfingum heims á aldrinum 15 til 18 ára. Ég hef oft sagt það að ég tel að það séu forréttindi að hafa kynnst golfi fyrir alla þá sem það stunda. Þessi samhæfing hugar og handar er svo kröftug og öflug að ekkert annað kemst að og allt annað víkur úr huganum. Einbeitingin verður allsráðandi með það í huga að slá þennan litla bolta beint í mark. Svo ekki sé minnst á útiveruna og félagslega þáttinn, uppeldisáhrif fyrir unga fólkið, siðareglur, golfreglur og aga sem okkur finnst vanta í okkar nútímasamfélag. Við erum sem sagt lukkunar pamfílar.


Skýrsla stjórnar Hlutverk Golfsambandsins Golfíþróttin hefur margar hliðar og golfsambandið hefur mörg hlutverk. Ný verkefni eru alltaf til staðar og þau þarf að leysa. Mikilvægi afreksstarf er aldrei ofmetið og vert að vekja athygli á því að afreksstarf hefur á sér margar hliðar. Ein hlið á þeirri starfsemi er að afrekskylfingur vekur upp áhuga á íþróttinni og þannig hvetur hann aðra til að prufa og hefja ástundun á golfíþróttinni.

Íslandsmeistarar í höggleik 2010, Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Tinna Jóhannsdóttir GK.

Afreksnefnd golfsambandsins boðaði til fundar eða ráðstefnu um afreksstefnu sambandsins í þjóðfundarstíl í lok síðasta mánaðar. Nefndin fékk Gylfa Dalmann dósent við H.Í. til að stjórna fundinum og var forystumönnum í afreksmálum klúbbanna, stjórnarmönnum og öðrum þeim sem höfðu áhuga á verkefninu boðið á fundinn. Unnið verður úr niðurstöðum fundarins á næstu misserum en formaður afreksnefndar Theódór Kristjánsson mun þó fara yfir nokkur atriði úr niðurstöðum hér síðar í dag. Eitt af mikilvægum hlutverkum GSÍ er að okkar mati að standa að öflugu útbreiðslustarfi og þjónustu við félagsmenn og er útgáfa blaðs okkar, Golf á Íslandi, mikilvægur hlekkur í því starfi. Útgáfan hefur gengið ágætlega á starfsárinu sem er að líða, en gefin voru út fimm tölublöð á árinu, samtals um 500 blaðsíður. Páll Ketilsson var eins og undanfarin ár ritstjóri blaðsins og hefur hann unnið blaðið ásamt útgáfunefnd golfsambandsins. En auk þess leggja ýmsir blaðinu lið með skrifum og myndaöflun. Ég hef oft nefnt það við forsvarsmenn golfklúbbanna að það væri fengur í því að fá fréttir úr starfi þeirra í máli og myndum

því við megum ekki gleyma því að blaðið okkar er ómetanleg heimild til framtíðar. Við höfum lagt metnað okkar í það að gefa út vandað og fjölbreitt blað sem hefur það hlutverk að fræða og skemmta lesendum. Það mætti ef til vill nefna það hér að við erum eina sérsambandið sem gefur út blað reglulega. Í fyrra var gefin út Handbók kylfingsins og var hún hugsuð til tveggja ára. Gamla formið, þar sem handbókin innihélt mótaskrá sumarsins, er að okkar mati fyrirkomulag sem er barn síns tíma og óþarft þar sem mótahaldið er allt komið á netið. Ætlunin er að gefa út Handbók Kylfingsins næsta vor. Ætlunin er að gefa hana út bæði á íslensku og ensku. Golfreglurnar sem gefnar voru út í 20 þúsund eintökum fyrir þremur árum eru enn í gildi en nýjar endurskoðaðar golfreglur taka gildi 1. janúar 2012, en sú hefð er hjá R&A að endurskoða útgáfuna á fjögurra ára fresti. Á síðasta golfþingi lögðum við fram nokkur hefti með ýmsum fróðleik svo sem handbók dómara, vallarmat 2010, tölfræði 2009 með ýmsum fróðleik svo og mótahandbók 2010 með leiðbeiningum fyrir dómara og forráðamenn klúbba. Við vonum að þessi aukna útgáfa hafi fengið góðan hljómgrunn og nýst ykkur vel í starfi ykkar við að þjónusta ykkar félagsmenn. Annað hlutverk sem aldrei er ofmetið er rekstur tölvukerfis hreyfingarinnar en frá árinu 2000 hefur golf.is verið einn mikilvægasti hlekkur í þjónustu GSÍ við ykkur í klúbbunum og hinn almenna kylfing. Rekstur kerfisins hefur gengið mjög vel í sumar og er það ekki síst því að þakka að hinn almenni notandi hefur verið duglegur að hafa samband við okkur um það sem betur má fara í kerfinu og þannig hefur tekist að byggja upp öflugt þjónustunet sem tekur á flestum þeim þáttum sem snúa að skipulagi íþróttarinnar, hvort sem átt er við mótahald, forgjafarkerfi eða skipulagningu á rástímum. Það er von okkar að áfram verði sú öfluga samstaða um rekstur golf.is sem nauðsynleg er til að kerfið þróist og þroskist. Til eflingar öllum þáttum sem lúta að golfíþróttinni má nefna fjölmarga þætti sem geta bæði viðhaldið áhuga kylfinga og eins geta vakið upp áhuga þeirra sem stunda ekki golf. Í eina tíð var það sagt að golf væri einungis fyrir ellilífeyrisþega og að menn ætluðu sér að taka

Ársskýrsla 2010 - Síða 7


Skýrsla stjórnar þetta upp að lokinni starfsævi. Þetta er allt breytt og golf er stundað af öllum aldursflokkum bæði til skemmtunar og heilsubótar svo og sem afreksíþrótt bæði fyrir unga sem aldna. Forgjöfin gerir það að verkum að einstaklingar geta keppt við hvern annan þó getan sé misjöfn. Þannig gefur íþrótt okkar möguleika sem finnast ekki í öðrum íþróttagreinum. Samstarf okkar við klúbba landsins hefur að mínu viti verið gott og í sumar fór ég hringferð um landið og heimsótti fjölmarga klúbba bæði til þess að kynna starf okkar en ekki síður til þess að heyra hljóðið í forystumönnum golfklúbba á landsbyggðinni. Ég held ég verði að segja það að almennt var gott hljóð í mönnum og á flestum stöðum var ríkjandi bjartsýni um góða afkomu og blómlegt starf. Forgjafar- og vallarmál GSÍ hefur verið aðili að forgjafarkerfi EGA frá upphafi þess kerfis og hefur sambandið innleitt alla þætti kerfisins s.s. árlega endurskoðun forgjafar, útreikning á CSA og aðra þá þætti sem áhrif hafa á forgjafarútreikning kylfinga og hafa þessar aðgerðir verið skrifaðar inn í forgjafarútreikning á golf.is. Til að forgjafarútreikningur sé sem áreiðanlegastur þarf jafnframt að vera öflugt teymi sem sér um vallarmat og eru nú flestir golfvellir landsins komnir með nýtt vallarmat og jafnframt er þegar hafin vinna við endurmat á völlum. Guðmundur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarmaður GSÍ, leiðir forgjafar- og vallarmatsnefnd GSÍ og er ástæða til að fagna því að hafa á að skipa svo öflugri nefnd, en hún hefur á liðnum árum tekið út flesta velli landsins og liggja margar klukkustundir þeirra í sjálfboðaliðastarfi við það verkefni. Afreksmál Þrátt fyrir að hafa að hafa dregið úr þátttöku í erlendum mótum frá því sem var fyrir nokrum árum höfum við sent keppendur í hefðbundin verkefni. Þannig fór karlaliðið í Evrópukeppni liða í Svíþjóð og kvennaliðið til Spánar. Þá sendum við m.a. unglinga á European Young Masters og kylfinga á Opna finnska meistaramótið svo eitthvað sé nefnt. Ragnar Ólafsson er sem áður landsliðseinvaldur og stjórnar æfingum ásamt því að fara fyrir okkar kylfingum sem liðstjóri. Liðstjóri stúlkna og kvenna er Steinunn Eggertsdóttir. Eins og áður

Síða 8 - Ársskýrsla 2010

hefur komið fram var árangur Guðmundar Ágústs Kristjánssonar, Golfklúbbi Reykjavíkur, í Duke of York mótinu stórkostlegur og vakti mikla athygli erlendis og var m.a. minnst á það á vef R&A áamt langri grein um uppgang golfs hér á Íslandi. Þá ber að nefna árangur karlalandsliðs okkar í heimsmeistarakeppni liða áhugamanna sem haldin var í lok október í Argentínu. Þeir lentu í 19. sæti af 69 þjóðum og er það besti árangur okkar í þessari keppni fyrr eða síðar. Ég held að við getum verið bjartsýn á framtíðina ef svo fram heldur sem horfir. Birgir Leifur Hafþórsson GKG undirbýr sig af kappi fyrir annað stig úrtökukeppni Evrópumótaraðarinnar og sýndi það og sannaði að hann er til alls líklegur nánast eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna hér á landi í sumar.

Ísland varð í 19. sæti á HM áhugamanna í karlaflokki sem haldið var í Argentínu. Kvennaliðið varð í 42. sæti.

Mótamál Mótaröð golfsambandsins hét í sumar Eimskipsmótaröðin, en nokkur fyrirtæki komu til liðs við okkur og var hvert einstakt mót á mótaröðinni nefnt nafni þeirra. Það má segja að við séum komin á fyrrri slóðir hvað það snertir að fá nokkur fyrirtæki til liðs við mótaröðina en fyrir tveimur árum vorum við með einn stóran aðila sem var í samstarfi við okkur. Þær breytingar sem urðu í þjóðfélagi okkar urðu til þess að stuðningur við okkur riðlaðist og við urðum að stokka upp á nýtt og leita nýrra leiða. Allt tekur þetta sinn tíma og ég tel okkur á réttri leið. Þetta er annað árið í röð sem við sýnum beint frá Íslandsmótinu í höggleik á RÚV og fór mótið að þessu sinni fram á Kiðjabergsvelli. Glæsileg umgerð og góð skipulagning einkenndi mótið


Skýrsla stjórnar sem bæði var spennandi og skemmtilegt. Útsendingin, sem var tæknilega flókin, heppnaðist mjög vel og var íþróttinni til framdráttar. Þetta var stærsta verkefni sem Golfklúbbur Kiðjabergs hafði ráðist í og verður ekki sagt annað en að þeir hafi staðið sig vel, bæði stjórnendur og þeir fjöldamörgu sjálfboðaliðar sem komu að vinnu við mótið.

síðar. Samtökin, ásamt okkur, tóku á móti stórum hópi blaðamanna og ferðaskrifstofuforkólfa í júní s.l. og fórum við með hópinn vítt og breitt bæði til skoðunar og til þess að leyfa þeim að sannreyna golfvelli okkar. Góður rómur var gerður af ferð þessari og eru greinar um golf á Íslandi að birtast í golfblöðum víðs vegar um heiminn um þessar mundir.

Unglingamótin voru vel sótt í sumar og mikil gróska er í unglingastarfi klúbbanna. Mótin voru flest fullbókuð og mikil og spennandi keppni var meðal okkar fremstu kylfinga í unglingaflokkunum og sáum við oft glæsilegt skor í sumar. Annað árið í röð stóðum við fyrir svokallaðri Áskorendamótaröð en hún er fyrir þá sem eru með aðeins hærri forgjöf. Þar er í flestum tilfellum leikið á níu holu völlum og var almenn ánægja með framkvæmd þessara móta. Þá stóð GSÍ fyrir mótum fyrir 12 ára og yngri í samstarfi við innflytendur á U.S. Kids golfvörum. Margt af þessu unga fólki er að stíga sín fyrstu skref á þessari íþróttabraut og okkur er ljóst að markvissari þjálfun og betri æfingaaðstaða skilar okkur betri kylfingum til framtíðar. Þetta er okkar veruleiki núna.

Erlent samstarf Ekki hefur verið tekin ákvörðun varðandi samstarf okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar að svo stöddu í mótamálum og verður að segja að frændur okkar Danir hafi helst dregið lappirnar. Menn eru þó á því að setja einhvers konar Norðurlandamót af stað og hugnast þeim helst að það verði í unglingaflokkum. Þetta er þó allt til skoðunar og ekkert ákveðið í þeim efnum á þessari stundu.

Sveitarkeppnir GSÍ voru vel sóttar í sumar og bætt var við 5. deild karla og hafa aldrei jafn margar sveitir skráð sig til þátttöku. Þá var einnig metþátttaka í sveitakeppni eldri kylfinga. Segja má að mikil gróska sé í öllu mótahaldi sambandsins þó að tímabilið sé stutt og nánast hver einasta helgi undirlögð af mótahaldi. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum klúbbum sem unnu með okkur að mótahaldi í sumar fyrir samstarfið og samvinnuna. Golf og ferðaþjónusta Eins og flestir vita stofnaði Golfsambandið ásamt aðilum úr ferðaþjónustunni og 18 holu golfklúbbum samtökin Golf Iceland þar sem markmiðið var að kynna Ísland sem golfáfangastað fyrir útlendinga. Samtökin hafa nú starfað um hríð og gengu í fyrra í ferðasamtökin IAGTO sem er ráðandi á golfferðamarkaðnum. Mikil kynningarvinna hefur átt sér stað undir styrkri stjórn Magnúsar Oddsonar, fyrrum ferðamálastjóra. Mikil afföll voru hins vegar í sumar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli af ferðamönnum sem höfðu bókað sig hingað til golfiðkunnar, en þeirra tími kemur

Haukur Örrn Birgisson, varaforseti GSÍ, var kosinn fyrir Íslands hönd í mótanefnd EGA og er það heiður fyrir okkur. Gunnar Bragason, fyrrverandi forseti GSÍ, hefur áður setið í mótanefnd EGA. Forseti sat alþjóðafund golfssambanda sem ætíð er haldinn í tengslum við heimsmeistarakeppni liða áhugamanna en fundurinn var haldinn síðast í október s.l. í Buenos Aires. Starfsmannamál Á skrifstofunni starfa þeir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Arnar Geirsson, skrifstofustjóri, og Stefán Garðarsson, kynningar- og markaðsstjóri. Þetta er einvalalið sem gengur til allra verka í sambandi við allt sem lýtur að okkar störfum. Ekki er hægt að komast af með minna starfsmannahald og er álagið oft mikið. Margir fleiri koma að mótahaldinu og er lögð áhersla á að golfklúbbarnir sjálfir séu framkvæmdaraðilar mótanna en aðkoma fulltrúa GSÍ sé til að gæta samræmingar um framkvæmd mótanna hverju sinni. Þá eru ótaldir þeir dómarar, vallarstarfsmenn og sjálfboðaliðar sem gegna mikilvægum störfum og eru þeim fluttar þakkir hér fyrir þeirra mikilvægu störf. Þungi af landsliðsverkefnum er á herðum Ragnars Ólafssonar sem með dugnaði og samviskusemi hefur áunnið sér virðingu allra þeirra sem koma nálægt hans starfi. Ekki má heldur gleyma hinum dugmikla liðsstjóra kvennalandsliðsins,

Ársskýrsla 2010 - Síða 9


Skýrsla stjórnar Steinunni Eggertsdóttur, sem er vakandi og sofandi í starfi sínu fyrir kvennalandsliðin. Fjölgun iðkenda Stöðugt fjölgar í hreyfingu okkar og eins og oft hefur komið fram er golfsambandið næst fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ. Við efnahagsþrengingarnar sem dundu yfir okkur á haustmánðum 2008 gerðum við ráð fyrir fækkun í golfhreyfingunni. Raunin varð önnur en 5% fjölgun varð á félögum á árinu 2009. Í ár var talið að fækkunin sem búist hafði verið við kæmi fram, en svo var ekki og er fjölgun milli áranna 2009 og 2010 um 2%.

Siglufjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks urðu 40 ára. Þá mun Golfklúbburinn Kjölur halda upp á 30 ára afmæli sitt í byrjun desember. Tveir klúbbar, sem eru nágrannar, voru 25 ára á þessu ári en það eru Golfklúbbur Blönduóss og Golfklúbbur Skagastrandar. Auk þess var Golklúbbur Flúða 25 ára á árinu. Við óskum þessum golfklúbbum til hamingju á þessum tímamótum og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Á þessum tímapunkti er talað um að komandi vetur verði jafnvel sá versti síðan þrengingarnar hófust. Það er því alveg eins hægt að áætla að fækkun félaga komi fram á næsta ári. Aftur á móti eru margir óvissuþættir og lausir endar svo við bíðum átekta og vonum það besta. Þjálfunarmál og dómaramál Mikil gróska hefur verið í fræðslumálum innan golfhreyfingarinnar og hafa tveir hópar golfkennara verið útskrifaðir á undanförnum árum og á næsta ári mun þriðji hópurinn útskrifast, en í þeim hóp eru 10 verðandi golfkennarar. Námið tekur um tvö ár og skiptist í íþróttafræði og golffræði. Markviss uppbygging hefur einkennt námið og hafa kennarar komið víða að til að kenna nemendum í skólanum. Námið hefur verið tekið út af evrópska PGA (European Professional Golf Association) og hefur námið því hlotið formlega viðurkenningu um alla Evrópu. Golfsambandið hefur staðið fyrir dómaranámskeiðum og ánægjulegt er að vita til þess að almennur áhugi er á þessum námskeiðum og fjöldi dómara hefur aukist verulega. Þessi fjölgun auðveldar klúbbum framkvæmd móta og hefur jákvæð áhrif á félagsstarf þeirra. Kosið var í dómaranefnd GSÍ í fyrsta skipti á síðasta golfþingi og hefur hún skipulagt starf dómara á árinu auk þess að sjá um endurmenntun og þjálfun dómara. Ýmislegt Nokkrir golklúbbar hafa átt merkisafmæli á þessu ári og elstur þeirra er Golfklúbbur Akureyrar sem varð 75 ára í sumar. Golfklúbbur

Síða 10 - Ársskýrsla 2010

Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ veitir Guðgeiri Eyjólfssyni frá Golfklúbbnum á Blönduósi silfurmerki Golfsambandsins.

Þá er ekki úr vegi að nefna að Golfsambandið verður 70 ára árið 2012 og er Steinar Lúðvíksson, rithöfundur, kominn vel á veg með að rita sögu sambandsins sem ætlunin er að verði gefin út á afmæli sambandsins. Lokaorð Eindæma veðurblíða var á flestum landshlutum síðastliðið sumar og því mikið leikið á golfvöllum landsins. Þó að við séum ennþá í skugga erfiðleika þá tekst okkur að yfirstíga þá erfiðleika sem verða á leið okkar. Þannig skynja ég ástandið af viðtölum mínum við forsvarsmenn klúbbanna í sumar. Sambandinu hefur tekist ágætlega að ná markmiðum sínum í rekstri á þessu ári en brátt hefst nýtt tímabil með nýjum markmiðum og áskorunum því alltaf þarf að stefna að því að gera betur. Ég tel einnig að það sé almennt góð sátt í golfhreyfingunni sem er forsenda þess að golfið megi vaxa og dafna. Ég vil að lokum þakka forsvarsmönnum klúbbanna og öllum kylfingum fyrir samstarfið um leið og ég þakka formönnum og fulltrúum þeirra fyrir komuna á þennan formannafund.


Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Ársreikningur fyrir starfsárið 2010



Ársskýrsla 2010 - Síða 13


Rekstrarreikningur 1. október 2009 - 30. september 2010

Skýr.

Árið 2010

Áætlun 2010

Árið 2009

Rekstrartekjur Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... 1 Samstarfsaðilar............................. Styrkir og framlög.......................... 2 Árgjöld félaga................................ Rekstrartekjur

26.986.006 11.478.274 19.215.767 54.681.900 112.361.947

25.650.000 13.900.000 18.200.000 50.766.000 108.516.000

26.540.809 4.750.900 18.507.994 48.198.500 97.998.203

23.702.294 24.066.372 17.795.697 4.631.253 12.866.491 22.225.990 105.288.097

25.268.000 28.000.000 13.750.000 5.950.000 12.000.000 22.440.000 107.408.000

25.795.065 27.232.393 10.385.341 3.901.438 10.891.398 22.041.735 100.247.370

Rekstrarhagnaður

7.073.850

1.108.000

(2.249.167)

Vaxtagjöld..................................... Vaxtatekjur.................................... Vextir

(260.897) 626.103 365.206

0 300.000 300.000

(333.517) 1.203.320 869.803

7.439.056

1.408.000

(1.379.364)

Grasvallarsjóður........................... Árgjald í STERF............................ Aðrar tekjur og gjöld

1.402.100 (1.105.550) 296.550

1.500.000 (1.200.000) 300.000

1.538.381 (1.282.096) 256.285

Heildarafkoma

7.735.606

1.708.000

(1.123.079)

Rekstrargjöld Útgáfusvið..................................... Afrekssvið..................................... Mótasvið....................................... Fræðslu-og alþjóðasvið................ Þjónustusvið................................. Stjórnunarsvið............................... Rekstrargjöld

3 4 5 6 7 8

Vextir

Tekjur umfram gjöld Aðrar tekjur og gjöld

Síða 14 - Ársskýrsla 2010


Efnahagsreikningur 30. september 2010 Skýr.

30.09.2010

30.09.2009

9.508.559 21.010.108 30.518.667

13.340.795 5.386.082 18.726.877

30.518.667

18.726.877

20.813.835 (201.072) 20.612.763

13.374.779 (497.622) 12.877.157

4.846.159 5.059.745 9.905.904

3.659.143 2.190.577 5.849.720

30.518.667

18.726.877

Eignir: Veltufjármunir Skammtímakröfur.......................... Handbært fé.................................. Veltufjármunir

9

Eignir alls Skuldir og eigið fé: Eigið fé Óráðstafað eigið fé....................... 10 Eigið fé grasvallarsjóðs................. 10 Eigið fé Skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir............................. 11 Ýmsar skuldir................................ 12 Skammtímaskuldir Skuldir og eigið fé alls

Ársskýrsla 2010 - Síða 15


Sundurliðanir Árið 2010

Áætlun 2010

Árið 2009

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi Golf á Íslandi..................................... Handbók kylfingsins........................... golf.is................................................. Útgáfustarfsemi

25.666.006 0 1.320.000 26.986.006

21.838.000 2.232.000 1.580.000 25.650.000

23.778.809 1.592.000 1.170.000 26.540.809

8.669.259 2.512.009 2.000.000 3.746.479 2.288.020 19.215.767

8.000.000 2.000.000 2.000.000 4.000.000 2.200.000 18.200.000

8.036.736 1.996.258 2.300.000 4.105.000 2.070.000 18.507.994

22.135.764 0 1.566.530 23.702.294

21.558.000 2.054.000 1.656.000 25.268.000

22.838.986 1.379.015 1.577.064 25.795.065

4.210.236 1.358.710 11.638.855 6.858.571 24.066.372

5.000.000 2.000.000 15.000.000 6.000.000 28.000.000

7.813.816 931.514 12.263.979 6.223.084 27.232.393

2.250.000 7.976.012 7.569.685 17.795.697

2.250.000 5.500.000 6.000.000 13.750.000

1.125.000 2.829.234 6.431.107 10.385.341

1.108.165 2.650.270 872.818 4.631.253

1.200.000 3.750.000 1.000.000 5.950.000

(588.349) 3.659.717 830.070 3.901.438

9.244.765 3.621.726 12.866.491

8.000.000 4.000.000 12.000.000

7.246.918 3.644.480 10.891.398

2. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó............................................. Útbreiðslustyrkur ÍSÍ........................... Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... Opinberir styrkir................................. R&A vegna unglingamála................... Styrkir og framlög 3. Útgáfusvið Golf á Íslandi..................................... Handbók kylfingsins........................... Golf.is................................................ Útgáfusvið 4. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður........................... Æfingabúðir....................................... Keppnisferðir..................................... Annað kostnaður................................ Afrekssvið 5. Mótasvið Mótahald, greitt til klúbba................... Annar mótakostnaður......................... Framleiðsla og útsendingar................ Mótasvið 6. Fræðslu-og alþjóðasvið Fræðsla- og útgáfur........................... Alþjóðakostnaður............................... Annar kostnaður................................ Fræðslu-og alþjóðasvið 7. Þjónustusvið Tölvukerfi........................................... Framlög til samtaka ofl....................... Þjónustusvið

Síða 16 - Ársskýrsla 2010


Árið 2010

Áætlun 2010

Árið 2009

8. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld................... Skrifstofukostnaður............................ Fundir og ráðstefnur.......................... Markaðskostnaður............................. Niðurfærsla viðskiptakrafna................ Stjórnunarsvið

15.741.915 3.657.154 1.961.643 865.278 0 22.225.990

16.550.000 3.590.000 1.500.000 800.000 0 22.440.000

15.767.768 3.797.401 1.395.002 581.564 500.000 22.041.735

9. Viðskiptakröfur Félagsgjöld........................................ 14 Auglýsingar........................................ ÍSÍ viðskiptareikningur........................ Niðurfærsla viðsk.krafna.................... Viðsk.kröfur

1.877.305 1.690.675 6.686.824 (746.245) 9.508.559

5.388.905 6.112.996 3.283.229 (1.444.335) 13.340.795

Staða 1. janúar.................................. Rekstrarafgangur ársins..................... Óráðstafað eigið fé

13.374.779 7.439.056 20.813.835

14.754.143 (1.379.364) 13.374.779

Grasvallarsjóður frá fyrra ári............... Óráðstafað umfram framl. ársins........ Eigið fé grasvallarsjóðs

(497.622) 296.550 (201.072)

(753.907) 256.285 (497.622)

2.439.784 2.406.375 4.846.159

1.112.592 2.546.551 3.659.143

4.147.806 911.939 5.059.745

1.365.456 825.121 2.190.577

28.990.349 (3.952.120) (6.163.253) (3.133.061) 15.741.915

32.164.980 (6.911.334) (5.913.988) (3.571.890) 15.767.768

10. Óráðstafað eigið fé

11. Viðskiptaskuldir Visa................................................... Aðrir lánardrottnar.............................. Viðskiptaskuldir 12. Ýmsar skuldir Virðisaukaskattur............................... Launatengd gjöld............................... Ýmsar skuldir 13. Launagreiðslur Heildarlaunagreiðslur......................... Fært á afrekssvið............................... Fært á útgáfusvið............................... Fært á þjónustusvið........................... Fært á stjórnunarsvið 14. Félagsgjöld Golfklúbbur Bakkakots ...................... Golfklúbbur Setbergs......................... Golfklúbburinn Þorlákshafnar.............

1.071.305 246.000 560.000 1.877.305

Ársskýrsla 2010 - Síða 17



Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Rekstraráætlun 2011


Skýr.

Áætlun 2011

Árið 2010

Árið 2009

Rekstrartekjur Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... 1 Samstarfsaðilar............................. Styrkir og framlög.......................... 2 Árgjöld félaga................................ Rekstrartekjur

29.274.000 12.000.000 22.000.000 52.768.000 116.042.000

26.986.006 11.478.274 19.215.767 54.681.900 112.361.947

26.540.809 4.750.900 18.507.994 48.198.500 97.998.203

27.560.000 30.000.000 15.750.000 6.400.000 12.500.000 22.800.000 115.010.000

23.702.294 24.066.372 17.795.697 4.631.253 12.866.491 22.225.990 105.288.097

25.795.065 27.232.393 10.385.341 3.901.438 10.891.398 22.041.735 100.247.370

1.032.000

7.073.850

(2.249.167)

(260.897) 626.103 365.206

(333.517) 1.203.320 869.803

7.439.056

(1.379.364)

Rekstrargjöld Útgáfusvið..................................... Afrekssvið..................................... Mótasvið....................................... Fræðslu-og alþjóðasvið................ Þjónustusvið................................. Stjórnunarsvið............................... Rekstrargjöld Rekstrarafgangur

3 4 5 6 7 8

Vextir Vaxtagjöld..................................... Vaxtatekjur....................................

Tekjuafgangur

Síða 20 - Ársskýrsla 2010

(100.000) 500.000 400.000 1.432.000


Áætlun 2011

Árið 2010

Árið 2009

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi Golf á Íslandi...................................... Handbók kylfingsins........................... golf.is................................................. Útgáfustarfsemi

25.666.000 2.288.000 1.320.000 29.274.000

25.666.006 0 1.320.000 26.986.006

23.778.809 1.592.000 1.170.000 26.540.809

9.000.000 2.000.000 4.000.000 4.000.000 3.000.000 22.000.000

8.669.259 2.512.009 2.000.000 3.746.479 2.288.020 19.215.767

8.036.736 1.996.258 2.300.000 4.105.000 2.070.000 18.507.994

23.360.000 2.400.000 1.800.000 27.560.000

22.135.764 0 1.566.530 23.702.294

22.838.986 1.379.015 1.577.064 25.795.065

5.000.000 2.000.000 15.000.000 8.000.000 30.000.000

4.210.236 1.358.710 11.638.855 6.858.571 24.066.372

7.813.816 931.514 12.263.979 6.223.084 27.232.393

2.250.000 6.500.000 7.000.000 15.750.000

2.250.000 7.976.012 7.569.685 17.795.697

1.125.000 2.829.234 6.431.107 10.385.341

2. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.............................................. Útbreiðslustyrkur ÍSÍ.......................... Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... Opinberir styrkir................................. R&A vegna unglingamála.................. Styrkir og framlög 3. Útgáfusvið Golf á Íslandi...................................... Handbók kylfingsins........................... Golf.is................................................. Fræðslusvið 4. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður........................... Æfingabúðir....................................... Keppnisferðir...................................... Annað kostnaður................................ Afrekssvið 5. Mótasvið Greiðslur til klúbba............................. Annar mótakostnaður......................... Framleiðsla og útsendingar............... Mótasvið

Ársskýrsla 2010 - Síða 21



6. Fræðslu- og alþjóðasvið

Áætlun 2011

Árið 2010

Árið 2009

Fræðsla- og útgáfur........................... Alþjóðakostnaður............................... Annar kostnaður................................. Fræðslu-og alþjóðasvið

1.900.000 3.500.000 1.000.000 6.400.000

1.108.165 2.650.270 872.818 4.631.253

(588.349) 3.659.717 830.070 3.901.438

9.000.000 3.500.000 12.500.000

9.244.765 3.621.726 12.866.491

7.246.918 3.644.480 10.891.398

15.900.000 4.200.000 2.000.000 700.000 0 22.800.000

15.741.915 3.657.154 1.961.643 865.278 0 22.225.990

15.767.768 3.797.401 1.395.002 581.564 500.000 22.041.735

7. Þjónustusvið Tölvukerfi........................................... Framlög til samtaka ofl....................... Þjónustusvið 8. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld.................. Skrifstofukostnaður............................ Fundir og ráðstefnur.......................... Markaðskostnaður............................. Niðurfærsla viðskiptakrafna............... Stjórnunarsvið

Ársskýrsla 2010 - Síða 23


GSÍ kort Golfsamband Íslands hefur heimild til þess að úthluta leikkortum sem eru ætluð fyrir sjálfboðaliðastarf í golfhreyfingunni og til annarra velunnara golfhreyfingarinnar. Leikkortið heimilar korthafa ásamt maka að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli á ári án þess að greiða vallargjald. Árið 2010 voru gefin út samtals 1.005 kort og skiptust þau eftirfarandi. Klúbbakort voru 605, norðurlandakort 123, samstarfsaðilar GSÍ fengu 242 kort og fjölmiðlar voru með 35 kort.

Fjöldi hringja á kortum útgefnum af GSÍ 2010 3%

Selsvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

7 143 12 55 217

Fjölmiðlar

25%

Klúbbakort

6%

66%

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

3%

Strandarvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

Fjölmiðlar

19%

7 145 31 42 225

Klúbbakort

14% 64%

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

2%

Katlavöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

1 55 1 15 72

Fjölmiðlar

21% 1%

Klúbbakort 76%

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

4%

Jaðarsvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

8 139 16 47 210

Leirdalsvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

24 142 25 134 325

Síða 24 - Ársskýrsla 2010

Fjölmiðlar

22%

Klúbbakort 8% 66%

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

Fjölmiðlar

Klúbbakort

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ


Fjöldi hringja á kortum útgefnum af GSÍ 2010

Grafarholtsvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

11 114 12 49 186

Korpúlfsstaðavöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

11 82 7 49 149

Garðavöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

8 84 11 33 136

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

Fjölmiðlar

Klúbbakort

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

Fjölmiðlar

24%

Klúbbakort

8% 62%

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

27 185 61 163 436

Hlíðavöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

24 68 16 54 162

Kiðjabergsvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

Klúbbakort

6%

Hvaleyrarvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

Þorlákshafnarvöllur Fjölmiðlar Klúbbakort Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ Samtals

Fjölmiðlar

Fjölmiðlar

Klúbbakort

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

Fjölmiðlar Klúbbakort

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

3%

4 68 11 35 118

Fjölmiðlar 30%

Klúbbakort 58%

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

9%

10 145 42 64 261

Fjölmiðlar

Klúbbakort

Norðurlandakort Samstarfsaðilar GSÍ

Ársskýrsla 2010 - Síða 25


Fjöldi kylfinga eftir aldri og kyni Aldur

Karlar

Konur

2010

2009

Breyting

%

17

8

25

37

-12

-32%

7 til 14 ára

1151

302

1.453

1.479

-26

-2%

15 til 18 ára

577

103

680

717

-37

-5%

19 til 21 ára

325

38

363

359

4

1%

22 til 49 ára

4869

1286

6.155

6.274

-119

-2%

50 til 54 ára

1221

738

1.959

1.863

96

5%

55 ára +

3352

1798

5.150

4.800

350

7%

Samtals

11.512

4.273

15.785

15.529

256

2%

6 ára og yngri

Fjöldi kylfinga eftir landsvæðum Fjöldi klúbba

Kylfingar 2010

Kylfingar 2009

Breyting

Höfuðborgarsvæðið

9

9.017

8.916

101

6

5

149

Vesturland

10

959

1.016

-57

8

2

108

Vestfirðir

6

348

378

-30

6

0

54

Norðvesturland

4

296

287

9

5

0

36

Norðausturland

8

1.137

1.072

65

7

1

81

Austurland

7

344

287

57

6

0

63

Suðurland

17

2.569

2.329

240

9

7

207

Reykjanes

4

1.115

1.244

-129

2

2

58

Samtals

65

15.785

15.529

256

49

17

756

Landssvæði

Reykjanes

9 -14 holu 18 holu vellir vellir

Fjöldi hola

1.115

Suðurland

2.569

Austurland

344

Norðausturland

1.137

Norðvesturland

296

Vestfirðir

348

Vesturland

959

Höfuðborgarsvæðið

9.017 0

Síða 26 - Ársskýrsla 2010

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000


Verkefni landsliðsins Opna Breska áhugamótið, Royal Liverpool Golf Club 13-18. júní 2010 Ólafur Björn Loftsson, NK Evrópumót kvenna La Manga, Spáni 6-10. júlí 2010 Nírna Björk Geirsdóttir, GKj Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Ragna Ólafsdóttir, GK Signý Arnórsdóttir, GK Tinna Jóhannsdóttir, GK Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Steinunn Eggertsdóttir liðsstjóri Karl Ómar Karlsson kennari Evrópumót karla Österakes GK, Svíþjóð 6-10. júlí 2010 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG Axel Bóasson,GK Hlynur Geir Hjartarson, GK Kristján Þór Einarsson, Gkj Ólafur Björn Loftsson, NK Sigmundur Einar Másson, GKG Ragnar Ólafsson liðsstjóri Derrick Moor kennari

European Young Master Royal Balaton GC, Ungverjalandi 22-24. júlí 2010 Sunna Víðisdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Bjarki Pétursson, GB Ragnar Már Garðarsson, GKG Steinunn Eggertsdóttir liðsstjóri EGA Challeng thropy G&CC, Eistlandi 29-31. júlí 2010 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Guðni Fannar Carrico, GR Hallgrímur Júlíusson, GV Magnús Björn Sigurðsson, GR Páll Theódórsson, GKj Rúnar Arnórsson, GK Ragnar Ólafsson liðsstjóri Evrópumót einstaklinga Vanajanlinna G&CC, Finnlandi 4-7. ágúst 2010 Ólafur Björn Loftsson NK

Finnska opna Helsingi GC. 11-13. ágúst 2010 Tinna Jóhannsdóttir, GK Guðrún Pétursdóttir, GR Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG Ólafur Björn Loftsson, NK Sigurþór Jónsson, GK Ragnar Ólafsson liðsstjóri Duke of York Champions Trophy Royal St. Georg´s 14-16. sept. 2010 Guðmundur Ágúst Kristjánsson Stefán Garðarson fararstjóri Heimsmeistaramót áhugamanna Buenos Aires Golf Club, Argentínu 16-31. október 2010 Signý Arnórsdóttir, GK Tinna Jóhannsdóttir, GK Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Steinunn Eggertsdóttir liðsstjóri Ólafur Björn Loftsson, NK Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Hlynur Geir Hjartarson, GK Ragnar Ólafsson liðsstjóri

Ársskýrsla 2010 - Síða 27


Úrslit úr GSÍ mótum Stigameistarar 2010 Karlaflokkur 1. Hlynur Geir Hjartarson GK 2. Sigmundur Einar Másson GKG 3. Kristján Þór Einarsson GKJ Kvennaflokkur 1. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 3. Signý Arnórsdóttir GK Piltar 17-18 ára 1. Rúnar Arnórsson, GK 2. Magnús Björn Sigurðsson, GR 3. Guðmundur Á. Kristjánsson, GR Drengir 15-16 ára 1. Bjarki Pétursson, GB 2. Hallgrímur Júlíusson, GV 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG Strákar 14 ára og yngri 1. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 2. Birgir Björn Magnússon, GK 3. Símon Leví Héðinsson, GOS Stúlkur 17-18 ára 1. Karen Guðnadóttir, GS 2. Jódís Bóasdóttir, GK 3. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR Telpur 15-16 ára 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 2. Guðrún Pétursdóttir, GR 3. Sunna Víðisdóttir, GR Stelpur 14 ára og yngri 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 2. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 3. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK Áskorendamótaröð Strákar 14 ára og yngri 1 Henning Darri Þórðarson GK 2 Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 3 Arnór Tumi Finnsson GB Stelpur 14 ára og yngri. 1 Harpa Líf Bjarkadóttir GK 2 Eva Karen Björnsdóttir GR 3 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR Drengir 15-16 ára. 1 Þorkell Már Einarsson GB 2 Eggert Rafn Sighvatsson NK 3 Atli Marcher Pálsson GSG Júlíusarbikarinn Hlynur Geir Hjartarson, GK Efnilegustu kylfingarnir Rúnar Arnórsson, GK Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK

Síða 28 - Ársskýrsla 2010

Stigameistarar klúbba Karla- og kvennaflokkur, GR Unglingaflokkur, GK

Piltar 17-18 ára 1. Guðmundur Á. Kristjánsson, GR 2. Rúnar Arnórsson, GK 3. Magnús Björn Sigurðsson, GR

Íslandsmeistarar í höggleik Karlaflokkur 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 2. Kristján Þór Einarsson, GKJ 3. Sigmundur Einar Másson, GKG

Drengir 15-16 ára 1. Bjarki Pétursson, GB 2. Hallgrímur Júlíusson, GV 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG

Kvennaflokkur 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3. Signý Arnórsdóttir, GK

Strákar 13-14 ára 1. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 2. Birgir Björn Magnússon, GK 3. Gísli Sveinbergsson, GK


Úrslit úr GSÍ mótum Drengir 15-16 ára 1. Bjarki Pétursson, GB 2. Pétur Aron Sigurðsson, GL 3. Emil Þór Ragnarsson, GKG Strákar 14 ára og yngri 1. Birnir Snær Ingason, GKJ 2. Aron Snær Júlíusson, GKG 3. Birgir Björn Magnússon, GK Stúlkur 17-18 ára 1. Karen Guðnadóttir GS 2. Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR Telpur 15-16 ára 1. Guðrún Pétursdóttir GR 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 3. Anna Sólveig Snorradóttir GK Stelpur 14 ára og yngri 1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 2. Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 3. Sara Margrét Hinriksdóttir GK Eimskipsmótaröðin Flugfélags Íslandsmótið Karlaflokkur 1. Björgvin Sigurbergsson, GK 2. Kristján Þór Einarsson, GKJ 3. Rúnar Arnórsson, GK 3. Arnar Snær Hákonarson, GR 3. Hlynur Geir Hjartarson , GK 3. Ólafur Björn Loftsson, NK Kvennaflokkur 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Fitness Sportmótið Karlaflokkur 1. Sigurþór Jónsson, GK 2. Sigmundur Einar Másson, GKG 3. Axel Bóasson, GK

Stúlkur 17-18 ára 1. Karen Guðnadóttir, GS 2. Arndís Eva Finnsdóttir, GK 3. Berglind Björnsdóttir, GR Telpur 15-16 ára 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 2. Guðrún Pétursdóttir, GR 3. Sunna Víðisdóttir, GR Stelpur 13-14 ára 1. Þórdís Rögnvaldsdóttir, GHD 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 3. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK

Íslandsmeistarar í holukeppni Karlaflokkur 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 2. Þórður Rafn Gissurarson, GR 3. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG Kvennaflokkur 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Piltar 17-18 ára. 1. Rúnar Arnórsson, GK 2. Alex Freyr Gunnarsson, GR 3. Björn Öder Ólason, GO

Kvennaflokkur 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 2. Signý Arnórsdóttir, GK 3. Bergleind Björsdóttir, GR Canonmótið Karlaflokkur 1. Hlynur Geir Hjartarson, GK 2. Arnar Snær Hákonarson, GR 3. Axel Bóasson, GK 3. Guðmundur Á. Kristjánsson, GR Kvennaflokkur 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 2. Nína Björk Geirsdóttir, GKJ

Ársskýrsla 2010 - Síða 29


Úrslit úr GSÍ mótum Egils Gullmótið Karlaflokkur 1. Haraldur Franklín Magnús, GR 2. Sigmundur Einar Másson, GKG 2. Stefán Már Stefánsson, GR Kvennaflokkur 1. Sunna Víðisdóttir, GR 2. Nína Björk Geirsdóttir, GKJ 2. Berglind Björnsdóttir, GR Arion banka mótaröð unglinga Stigamót 1 Strákar 14 ára og yngri 1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 2. Birgir Björn Magnússon, GK 3. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR Stelpur 14 ára og yngri. 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 2. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 3. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK Drengir 15-16 ára. 1. Benedikt Sveinsson, GK 2. Daði Laxdal Gautason, GK 3. Bogi Ísak Bogason, GR Telpur 15-16 ára. 1. Sunna Víðisdóttir, GR 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK Piltar 17-18 ára. 1. Rúnar Arnórsson, GK 2. Guðmundur Á. Kristjánsson, GR 3. Dagur Ebenezersson, GK

Piltar 17-18 ára. 1. Guðmundur Á. Kristjánsson, GR 2. Guðni Fannar Carrico, GR 3. Magnús Björn Sigurðsson, GR Stúlkur 17-18 ára 1. Karen Guðnadóttir, GS 2. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR 3. Arndís Eva Finnsdóttir, GK 3. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR Stigamót 3 Strákar 14 ára og yngri 1. Símon Leví Héðinsson, GOS 2. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 2. Birgir Björn Magnússon, GK Stelpur 14 ára og yngri. 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 2. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK 3. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK Drengir 15-16 ára. 1. Ragnar Már Garðarsson, GKG 2. Bjarki Pétursson, GB 3. Hallgrímur Júlíusson, GV Telpur 15-16 ára. 1. Guðrún Pétursdóttir, GR 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 3. Sunna Víðisdóttir, GR Piltar 17-18 ára 1. Rúnar Arnórsson, GK 2. Magnús Björn Sigurðsson, GR 3. jón Bjarki Oddsson, GKj

Stúlkur 17-18 ára 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 2. Karen Guðnadóttir, GS 3. Jódís Bóasdóttir, GK

Stúlkur 17-18 ára 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 2. Karen Guðnadóttir, GS 3. Berglind Björnsdóttir, GR 3. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR

Stigamót 2 Strákar 14 ára og yngri 1. Gunnar Smári Þorsteinsson, GR 2. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 3. Gísli Sveinbergsson, GK

Stigamót 6 Strákar 14 ára og yngri 1. Gísli Sveinbergsson, GK 2. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 3. Gunnar Smári Þorsteinsson, GR

Stelpur 14 ára og yngri. 1. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 3. Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA

Stelpur 14 ára og yngri 1. Erna Kristjánsdóttir, GK 2. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG

Drengir 15-16 ára. 1. Bjarki Pétursson, GB 2. Stefán Þór Bogason, GR 2. Ísak Jasonarson, GK 2. Emil Þór Ragnarsson, GKG

Drengir 15-16 ára. 1. Ástgeir Ólafsson, GR 2. Ísak Jasonarson, GK 2. Emil Þór Ragnarsson, GKG 2. Hallgrímur Júlíusson, GV 2. Bjarki Pétursson, GB

Telpur 15-16 ára. 1. Sunna Víðisdóttir, GR 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK

Síða 30 - Ársskýrsla 2010

Telpur 15-16 ára. 1. Sunna Víðisdóttir, GR 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK

2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK Piltar 17-18 ára. 1. Guðmundur Á. Kristjánsson, GR 2. Rúnar Arnórsson, GK 3. Magnús Björn Sigurðsson, GR Stúlkur 17-18 ára 1. Jódís Bóasdóttir, GK 2. Karen Guðnadóttir, GS 3. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR 3. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR Áskorendamótaröð unglinga Stigamót 1 Strákar 14 ára og yngri 1. Henning Darri Þórðarson, GK 2. Gunnar Valdimar Johnsen, GKG 3. Sindri Sigurður Jónsson, GKG Stelpur 14 ára og yngri. 1. Erna Kristjánsdóttir, GK 2. Harpa Líf Bjarkadóttir, GK 3. Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK Drengir 15-16 ára. 1. Birkir Fannar Snævarsson, GK 2. Jón Ágúst Sturluson, GK 2. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, GK Stigamót 2 Strákar 14 ára og yngri 1. Andri Búi Sæbjörnsson, GR 2. Hans Viktor Guðmundsson, GR 3. Henning Darri Þórðarson, GK Stelpur 14 ára og yngri. 1. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 2. Eva Karen Björnsdóttir, GR 3. Harpa Líf Bjarkadóttir, GK Drengir 15-16 ára. Stigamót 3 Strákar 14 ára og yngri 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 2. Viðar Þór Sigurðsson, GMS 3. Atli Már Grétarsson, GK Stelpur 14 ára og yngri. 1. Eva Karen Björnsdóttir, GR 2. Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK 3. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS Drengir 15-16 ára. 1. Viktor Franz Jónsson, GKG 2. Þorkell Már Einarsson, GB 3. Atli Marcher Pálsson, GSG Stigamót 4 Strákar 14 ára og yngri 1. Gústaf Orri Bjarkason, GK 2. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 3. Henning Darri Þórðarson, GK


Úrslit úr GSÍ mótum Stelpur 14 ára og yngri. 1. Elínora Guðlaug Einarsdóttir, GS 2. Harpa Líf Bjarkadóttir, GK 3. Ásthildur Lilja Stefánsdóttir, GKG

Konur 65+ með forgjöf 1. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK 2. Kristín H Pálsdóttir, GK 3. Inga Magnúsdóttir, GK

Drengir 15-16 ára. 1. Eggert Rafn Sighvatsson, NK 2. Eiður Ísak Broddason, NK 3. Pétur Theodór Árnason, NK

Karlar 55+ án forgjafar 1. Jón Haukur Guðlaugsson, GR 2. Óskar Sæmundsson, GR 3. Sæmundur Pálsson, GR

Stigamót 5 Strákar 14 ára og yngri 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 2. Henning Darri Þórðarson, GK 3. Gústaf Orri Bjarkason, GK

Karlar 55+ með forgjöf 1. Jón Haukur Guðlaugsson, GR 2. Hjörleifur Larsen Guðfinnsson, GK 3. Magnús Hjörleifsson, GK

Stelpur 14 ára og yngri. 1. Saga Traustadóttir, GR 2. Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR 3. Elínora Guðlaug Einarsdóttir, GS Drengir 15-16 ára. 1. Eggert Rafn Sighvatsson, NK 2. Rúnar Alex Rúnarsson, NK 3. Þorkell Már Einarsson, GB Stigamót 6 Strákar 14 ára og yngri 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 2. Arnór Tumi Finnsson, GB 3. Henning Darri Þórðarson, GK 3. Elías Björgvin Sigurðsson, GKG Stelpur 14 ára og yngri. 1. Eva Karen Björnsdóttir, GR 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 3. Harpa Líf Bjarkadóttir, GK Áskorendamót landsbyggðin Strákar 14 ára og yngri 1. Viðar Þór Sigurðsson, GMS 2. Nökkvi Freyr Smárason, GMS 3.Hjalti Sigurðsson, GMS Drengir 15-16 ára. 1. Gauti Daðason, GMS 2. Sæþór Sumarliðason, GSM Íslandsmót eldri kylfinga Konur 50+ án forgjafar 1. Steinunn Sæmundsdóttir, GR 2. María Málfríður Guðnadóttir, GKG 3. Erla Adolfsdóttir, GK Konur 50+ með forgjöf 1. Steinunn Sæmundsdóttir, GR 2. Margrét Geirsdóttir, GR 3. Erla Adolfsdóttir, GK Konur 65+ án forgjafar 1. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK 2. Kristín H Pálsdóttir, GK 3. Inga Magnúsdóttir, GK

Karlar 70+ án forgjafar 1. Viktor Ingi Sturlaugsson, GR 2. Jens Karlsson, GK 3. Bogi Ísak Nilsson, GR Karlar 70+ með forgjöf 1. Viktor Ingi Sturlaugsson, GR 2. Jens Karlsson, GK 3. Björn Karlsson, GK Íslandsmót 35 ára og eldri 1. flokkur, karla 1. Sigurjón Arnarsson, GR 2. Guðmundur R. Hallgrímsson, GS 3. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 1. flokkur, kvenna 1. Þórdís Geirsdóttir, GK 2. Andrea Ásgrímsdóttir, GA 3. Herborg Arnarsdóttir, GR Sveitakeppni Karlaflokkur, 1. deild 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 2. Golfklúbburinn Kjölur 3. Golfklúbbur Kóp/Garðab. Karlaflokkur, 2. deild 1. Golfklúbbur Akureyrar 2. Golfklúbbur Kiðjabergs 3. Golfklúbburinn Leynir Karlaflokkur, 3. deild 1. Golfklúbburinn Hellu 2. Golfklúbburinn Sandgerði 3. Golfklúbburinn Jökull

2. Golfklúbbur Kóp/Garðab. 3. Golfklúbburinn Keilir Kvennaflokkur 2. deild 1. Golfklúbbur Suðurnesja 2. Nesklúbburinn 3. Golfklúbbur Sauðárkróks Eldri kylfingar, 1. deild karla 1. Golfklúbbur Akureyrar 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbburinn Keilir Eldri kylfingar, 2. deild karla 1. Golfklúbbur Sauðárkróks 2. Golfklúbbur Öndverðarness 3. Golfklúbbur Borgarness Eldri kylfingar, 1. deild kvenna 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Kóp/Garðab. 3. Golfklúbbur Reykjavíkur Drengir 15 ára og yngri 1. Golfklúbbur Kóp/Garðab. - A sveit 2. Golfklúbburinn Keilir - B sveit 3. Golfklúbbur Reykjavíkur - A sveit Piltar 18 ára og yngri 1. Golfklúbburinn Keilir - A sveit 2. Golfklúbburinn Kjölur/Leynir 3. Golfklúbbur Reykjavíkur - A sveit Telpur 15 ára og yngri 1. Golfklúbburinn Keilir - A sveit 2. Golfklúbburinn Keilir - B sveit 3. Golfklúbbur Reykjavíkur Stúlkur 18 ára og yngri 1. Golfklúbbur Reykjavíkur - A sveit 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Akureyrar/Ólafsfjarðar Bikarinn Yngri: Landsbyggðin sigrar 13/11 Eldri: Höfuðborgin sigrar 15.5/8.5 Forsíðumynd: dalli.is

Karlaflokkur, 4. deild 1. Golfklúbbur Selfoss 2. Golfklúbbur Grindavíkur 3. Golfklúbburinn Mostri Karlaflokkur, 5. deild 1. Golfklúbburinn Hamar 2. Golfklúbbur Norðfjarðar 3. Golfklúbburinn Tuddi Kvennaflokkur, 1. deild 1. Golfklúbburinn Reykjavíkur

Ársskýrsla 2010 - Síða 31


Golfsamband テ行lands Stofnaテー 1942 Engjavegi 6 104 Reykjavテュk Sテュmi: 514-4050 Fax: 514-4051 gsi@golf.is www.golf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.