Dreymir um Ólympíuleika og risamót Valdís Þóra rýkur upp heimslistann
1. TBL. 2017
GOLFVÖRUR VANDAÐAR VÖRUR Á GÓÐU VERÐI
BYRJENDASETT Úrval af byrjendasettum frá MacGregor með poka.
PÚTTERAR EVNROLL eru heitustu pútterarnir á markaðnum í dag. Verð frá 39.900 - 44.900 kr. Sama verð og í USA.
VERÐ FRÁ 29.900 - 79.900 KR
GPS ÚR
VATNABOLTAR 12 bolta pakkar frá Srixon, Titleist, Callaway og Taylor Made
VERÐ 1.950 KR
GOLFPOKAR
Úrval af GPS úrum og fjarlægðarmælum frá Bushnell, Pargate, Tom Tom og Precision Pro.
Vatnsheldir pokar frá Big Max í öllum stærðum og gerðum
GOLFKERRUR Úrval af kerrum frá Big Max og Clicgear, (líka fyrir krakka).
VERÐ FRÁ 19.900 KR
VERÐ FRÁ 24.900 KR
GOLFBUXUR Alberto buxur fyrir dömur og herra. Buxurnar sem kylfingar elska.
PUMA FATNAÐUR Puma fatnaður fyrir dömur og herra. Erum einnig með fatnað frá Puma fyrir krakkana, stráka og stelpur.
VERÐ 17.900 - 20.900 KR
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRUR, VERÐ OG GOLFFERÐIR MÁ SJÁ
Á GOLFSKALINN.IS
VERÐ FRÁ 9.800 - 36.800 KR
COBRA KYLFUR Cobra kylfurnar hafa slegið í gegn hjá okkur. Erum með úrval af kylfum frá Cobra fyrir dömur og herra.
GOLFFERÐIR GOLFSKÁLANS HAUST 2017 Hjá Golfskálanum eru í boði: Almennar ferðir, Heldri kylfinga ferðir, Golfskóla ferðir, Helgarferðir, Lengri ferðir, Sérsniðnar ferðir að óskum hvers og eins.
Verð frá kr. 125.500 NÝ
EMPORDÁ GOLF
TT
Barcelona svæðið Dags.:
22.09 - 02.10
Lengd: 10 daga ferð Vellir:
2 flottir 18 holu vellir
Hótel:
Gott 4* hótel
Virkilega skemmtilegir 18 holu golfvellir, Forest og Links, hafa hlotið viðurkenningar fyrir mikil gæði og er Forest ofarlega á topp 100 listanum yfir bestu velli Spánar.
BONALBA GOLF Alicante
Bonalba er í tæplega 30 mín. akstursfjarlægð frá flugvellinu í Alicante og aðeins 20 mín frá miðborg Alicante.
Bæði 7 og 10 daga ferðir í október Völlur: Skemmtilegur 18 holu golfvöllur Hótel: Gott 4* hótel,
ALICANTE GOLF Alicante
Úrval ferða frá 22.09 - 31.10 Vinsælasti áfangastaðurinn á Alicante svæðinu undanfarin 14 ár
Völlur: Fallegur 18 holu golfvöllur Hótel: 4* hótel staðsett í útjaðri Alicante borgar
Völlurinn er skemmtilega uppsettur með jafnmörgum par 3, 4 og 5 holum sem gerir völlinn sérlega skemmtilegan og fjölbreytilegan.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRUR, VERÐ OG GOLFFERÐIR MÁ SJÁ Á GOLFSKALINN.IS
Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum
HJARTANLEGA
V E L K O M I N
GJAFAKORT KRINGLUNNAR
er frábær gjöf sem hentar við öll tækifæri Af öllu hjarta
kringlan.is
facebook.com/kringlan.is
Meðal efnis:
48
24
„Landsliðið á að setja markið hátt“ – Jussi Pitkanen afreksstjóri Golfsambands Íslands.
Söguleg stund – Ólafía Þórunn stóðst prófið á Pure Silk LPGA-mótinu á Bahamaeyjum
116 94 „Hitti boltann vel“ – 55 ára bið Hallgríms eftir draumahögginu lauk á El Plantio.
Hvað er lega á golfkylfu? – Í mörg horn er að líta þegar velja skal golfkylfur, í bókstaflegri merkingu.
40
Markmiðið er að öllum líði vel í klúbbnum – Elín Hrönn er fyrsta konan sem er formaður Golfklúbbsins Odds í 23 ára sögu klúbbsins
Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
32
„Hef alltaf haft trú á sjálfri mér“ – Valdís Þóra Jónsdóttir hefur náð frábærum árangri á undanförnum mánuðum
Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson, Birgir Björnsson, Hörður Geirsson. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl. Guðmundur Bjarki Halldórsson tók forsíðumyndina.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júní 2017.
ÖRYGGI Í EINUM SMELLI Skjáboðinn er nýr hugbúnaður frá Securitas sem gerir þér kleift að kalla eftir aðstoð samstarfsfélaga og senda boð til stjórnstöðvar Securitas með einum smelli
SKJÁBOÐI Einföld öryggislausn fyrir vinnustaði
Kynntu þér Skjáboðann og aðrar öryggislausnir fyrir þitt fyrirtæki securitas.is
securitas@securitas.is
S: 580-7000
Að rækta garðinn sinn Þótt fjölgun hafi orðið í golfhreyfingunni undanfarin ár þá hefur fjöldi barna og unglinga 15 ára og yngri að mestu leyti haldist óbreyttur. Hann hefur reyndar sveiflast nokkuð til milli einstakra ára en þegar horft er yfir lengra tímabil þá hefur fjöldinn staðið í stað. Þannig voru t.a.m. 1.696 skráðir kylfingar í þessum aldursflokki árið 2010 og í fyrra voru þeir 1.663 talsins. Má því segja að börn og unglingar séu að jafnaði um 10% af skráðum félagsmönnum í golfhreyfingunni. Það er markmið allra í golfhreyfingunni að fjölga börnum og unglingum í golfi og langflestir klúbbar landsins reyna eftir fremsta megni að halda vel utan um sitt barna- og unglingastarf. Við erum samt alltaf að leita að leiðum til úrbóta og við söguskoðun mína um daginn rakst ég á áhugaverða staðreynd.
Á hverju ári eru haldin um 1.500 til 1.600 golfmót af golfklúbbum landsins, sem í dag eru 62 talsins. Maður heyrir oft þeirri skoðun haldið á lofti innan klúbbanna að mótadagskráin sé alltof þétt og skora félagsmenn reglulega á stjórnir sinna klúbba að fækka mótum. Ekki ætla ég að hafa skoðun á því hér hvort golfmót séu of mörg eða of fá en það sem vakti athygli mína er að af þessum 1.600 golfmótum sem haldin eru á hverju ári, verða opin unglingamót talin á fingrum annarrar handar, ef frá er talin Íslandsbankamótaröð GSÍ (stigamótaröð unglinga). Þannig hafa verið haldin á bilinu eitt til tvö opin unglingamót á ári undanfarin sjö ár – hvorki fleiri né færri. Á höfuðborgarsvæðinu hefur samtals verið haldið eitt opið unglingamót frá árinu 2010 – en það var haldið í tilefni af 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur árið 2014. Þegar þetta er ritað þá hafa tvö unglingamót verið auglýst á landinu fyrir komandi sumar. Þetta hljómar eins og það sé svigrúm fyrir bætingu. Rétt er að halda því til haga að á hverju ári eru haldin fleiri unglingamót heldur en að framan greinir en þau mót eru hins vegar öll því marki brennd að vera innanfélagsmót, boðsmót eða landshlutamót – þ.e. ekki opin öllum börnum eða unglingum óháð því hvaða golfklúbbi þau tilheyra.
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Á Íslandsbankamótaröðinni gefst börnum og unglingum á ólíkum getustigum kostur á að keppa við jafnaldra sína úr öðrum golfklúbbum. Þessi mót eru ekki mörg og það má vel vera að þessi mót svali að öllu leyti þeirri þörf sem börn og unglingar hafa til keppni í opnum unglingamótum – ég leyfi mér samt að draga það í efa. Ég held að það sé full ástæða til þess að veita börnum og unglingum úr ólíkum klúbbum fleiri tækifæri til að koma saman og keppa við skemmtilegar aðstæður. Við sem leikum golf vitum vel hversu skemmtilegt það getur verið að taka þátt í opnum golfmótum og það er full ástæða til að ætla að það sama eigi við um þá sem yngri eru. Gleðilegt sumar. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
Lifðu þig inn í Sjónvarp Símans Premium
Horfðu á allar þáttaraðirnar af Dexter þegar þér hentar. Yfir 6.000 klukkustundir af heilum þáttaröðum. Svona á sjónvarp að vera.
Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Appið
Sjónvarpsþjónusta Símans
11 erlendar sjónvarpsstöðvar
13.500
kr./mán.
Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán.
Sjónvarp Símans Premium Endalaus heimasími
Netið 250 GB
Spotify Premium
Pantaðu Heimilispakkann á siminn.is eða í síma 800 7000
TVIST 10360
með Heimilispakka Símans
Golfvellir landsins koma vel undan vetri
Golfmót var haldið um miðjan febrúar í Leirunni, og leikið á sumarflatir.
Golfvellir landsins komu vel undan vetri víðsvegar um landið og opnuðu margir þeirra óvenju snemma inn á sumarflatir þetta árið. Opnunarmót voru haldin hjá flestum stóru klúbbum landsins fyrstu vikuna í maí og um miðjan maímánuð voru flestir klárir í slaginn með nýslegnar sumarflatir fyrir sína klúbbfélaga. Ástandið var nokkuð óvenjulegt í febrúar en þá voru m.a. haldin opin golfmót hjá Golfklúbbi Suðurnesja og víðar. Mörg hundruð kylfingar léku við fínar aðstæður þar sem það var í boði. Vetrarmótaraðir fóru fram hjá mörgum golfklúbbum og var mætingin í þau mót með besta móti enda aðstæðurnar óvenjulegar. Veturinn á landinu var hagfelldur fyrir golfvelli landsins. Lítið var af klaka og snjó á völlum landsins í vetur og nánast ekkert um kalskemmdir sem hafa gert óskunda á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að á Akureyri var opnað mun fyrr en tíðkast hefur inn á sumarflatir og á Vestjörðum
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
voru vellir opnaðir í byrjun maí sem er óvenjulegt á þeim slóðum. Sömu sögu er að segja af ástandinu í Grafarholti en þar fór fram opnunarmót 6. maí, degi áður en opnað var inn á sumarflatir á völlunum á Korpúlfsstöðum. Elstu menn muna vart eftir því að Grafarholtsvöllurinn hafi opnað á undan Korpunni. Það er því útlit fyrir frábært golfsumar 2017 við bestu aðstæður sem hugsast getur. Vellirnir hafa sjaldan verið betri miðað við árstíma og skiptir þá engu máli hvar á landinu þeir eru. Við á ritstjórn Golf á Íslandi hvetjum alla kylfinga til þess að nýta sér þá möguleika sem eru í boði víðsvegar um landið til þess að leika golf - og njóta þess sem íslenskt golf hefur upp á að bjóða.
Sláttur var hafinn á brautum á Urriðavelli þann 4. maí og allt var fagurgrænt eins og sjá má á myndinni. Mynd: seth@golf.is
BRAUTARHOLT GOLFVÖLLUR BÓKAÐU HÓPINN
Einstaklega fallegur golfvöllur í 30 mínútna fjarlægð frá miðborginni. Einn af 100 bestu golfvöllum Norðurlanda samkvæmt Golf Digest.
GOLFSKUTLA
Tilvalið að bjóða viðskiptavinum eða starfsmannahópum í golf. Við erum með 8 manna bíl fyrir smærri hópa. Hópurinn getur þá notið þess að skemmta sér saman í Brautarholti. Sendu póst á gbr@gbr.is og við sendum þér tilboð fyrir hópinn.
www.gbr.is | gbr@gbr.is | sími: 566 6045 Golfklúbbur Brautarholts
Golfklúbbur Brautarholts
Golfklubburinn Brautarholti
Eimskipsmótaröðin:
Eimskipsmótaröðin hefst að nýju á Hólmsvelli í Leiru dagana 19.-21. maí á þessu ári. Mótið er jafnframt þriðja mótið á tímabilinu 2016-2017. Þetta er annað tímabilið þar sem átta mót fara fram á Eimskipsmótaröðinni en mótunum var fjölgað úr sex í átta á síðasta ári. Breytingar sem gerðar voru á mótaröð þeirra bestu fyrir síðasta tímabil tókust vel. Ríkir því mikil tilhlökkun hjá keppendum og forsvarsmönnum GSÍ fyrir mótunum á Eimskipsmótaröðinni 2017. Tvö fyrstu mót tímabilsins fóru fram sl. haust í Vestmannaeyjum og á Akranesi en lokamót Eimskipsmótaraðarinnar 20162017 fer fram á Grafarholtsvelli dagana 18.-20. ágúst. Það er að miklu að keppa á fyrstu mótum þessa árs, þar sem keppendur
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
geta bætt stöðu sína á stigalistanum fyrir Íslandsmótið í holukeppni og „final four“ mótin þar sem keppendafjöldinn er takmarkaður. Á meðal breytinga sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi Eimskipsmótaraðarinnar á árinu 2017 má nefna að keppnisdögunum á haustmótunum hefur verið fækkað úr þremur í tvo. Á þeim mótum verða leiknar 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudegi.
Eimskipsmótaröðin 2017: 19.- 21. maí: Hólmsvöllur, Leira (GS) / Egils Gull mótið. 2.- 4. júní: Hamarsvöllur, Borgarnes (GB) / Símamótið. „Final four“: 22.- 25. júní: Vestmannaeyjavöllur, (GV) Íslandsmótið í holukeppni / KPMG-bikarinn. 20.- 23. júlí: Íslandsmótið í golfi, Hvaleyrarvöllur (GK) / Eimskip. 28.- 30. júlí: Hvaleyrarvöllur (GK) / Hvaleyrarbikarinn / Borgunarmótið. 18.- 20. ágúst: Grafarholtsvöllur / GR bikarinn / Securitasmótið. Tímabilið 2017-2018: 2.- 3. september: Jaðarsvöllur (GA) / Bosemótið. 16.- 17. september: Urriðavöllur (GO) / Honda Classic.
ÍSLENSKA/SIA.IS VOR 80672 01/17
ER ÞITT ÖRUGGLEGA TRYGGT? Heimilið Líf og heilsa Bíllinn Reksturinn
Það er sárt að sjá það brotið og beyglað sem var þér svo kært. Þá er dýrmætt að það sé tryggt að þú fáir tjónið bætt. Hafðu samband og saman finnum við út hvað þú átt – að tryggja.
VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT?
Ragnhildur Kristinsdóttir varð stigameistari í fyrsta sinn á ferlinum á Eimskipsmótaröðinni 2015-2016. Mynd: seth@golf.is
Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á Eimskipsmótaröðinni 2016 má nefna: ■■ Fjöldi keppenda á haust- og vormótum, auk Íslandsmótsins í golfi, er með sama sniði og var áður, en færri keppendur verða á öðrum mótum.
Axel Bóasson varð stigameistari 2015-2016 í annað sinn á ferlinum. Mynd: seth@golf.is
■■ Tveimur nýjum mótum var bætt við Eimskipsmótaröðina á síðasta ári. Þátttakendafjöldi á þeim mótum er takmarkaður. Tekið er mið af stöðu keppenda á heimslista atvinnu- og áhugamanna og stigalista GSÍ á hverjum tíma. ■■ Hámarksforgjöf í mót á Eimskips mótaröðinni er 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.
Mikið úrval af golfskóm
Bíldshöfða 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
14
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
Stak
kahr
aun
r Vorum hé
Golfbúðin er flutt að Dalshrauni 10
Dalshraun
Flutt hingað
Verðvernd
Ef vara sem við seljum er til í annarri sérverslun með golfvörur þá jöfnum við verðið -5% stgr. afsl. Gildir ekki um tilboðsvörur
Innflutningstilboð
Contour, mýksti vatnsheldi leðurskórinn frá FJ
Contour FIT: 19.900 kr
*Gildir út maí
Contour Casual:17.900 kr
www.golfbudin.is - www.facebook.com/golfbudin
Í tveimur elstu aldursflokkunum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Alls eru keppnisflokkarnir fjórir hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 19-21 árs, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri. Leikfyrirkomulag Áskorendamótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Á Áskorendamótaröðinni á fyrst og fremst að vera gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.
Íslandsbankamótaröðin:
Áhugaverðar breytingar á mótaröð yngri kylfinga Íslandsbankamótaröðin hefur notið vinsælda hjá yngri afrekskylfingnum landsins á undanförnum árum. Tímabilið í ár verður það fimmta í röðinni frá því samstarf Golfsambands Íslands við Íslandsbanka hófst. Áhugaverðar breytingar verða gerðar á Íslandsbankamótaröðinni á þessu ári. Helst ber þar að nefna að bætt hefur verið við einum aldursflokki, 19-21 árs, hjá báðum kynjum. Er það gert til þess að koma við móts við þá kylfinga sem ná ekki forgjafarviðmiðum sem eru til staðar á Eimskipsmótaröðinni - og einnig vegna þess
hve margir kylfingar eru að keppa á þessu aldursbili. Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár og samhliða verður leikið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni.
Mótin á Íslandsbankamótaröðinni sumarið 2017: 26.-28. maí: Strandarvöllur, GHR (1). 9.-11. júní: Hólmsvöllur, GS (2). 16.-18. júní: Húsatóftavöllur, GG (3), Íslandsmótið í holukeppni. 14.-16. júlí: Garðavöllur, GL (4), Íslandsmótið í höggleik. 28.-30. júlí: Jaðarsvöllur, GA (5). 25.-27. ágúst: Leirdalsvöllur, GKG (6). Mótin á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sumarið 2017: 27. maí: Svarfhólsvöllur, GOS (1). 10. júní: Kirkjubólsvöllur, GSG (2). 17. júní: Gufudalsvöllur, GHG (3). 13. júlí: Garðavöllur, GL (4). 29. júlí: Jaðarsvöllur, GA (5). 26. ágúst: Setbergsvöllur, GSE (6).
SPEQ - KYLFUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA SPEQ eru gæða kylfur fyrir krakka sem koma í fimm mismunandi stærðarflokkum Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin
SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.
GOLF.IS
17
Hvar verða Íslandsmótin 2017?
Það eru margir hápunktar á keppnistímabilinu 2017. Íslandsmótin í golfi standa þar upp úr en að venju er keppt í mörgum aldursflokkum á Íslandsmótum GSÍ. Keppt er á Íslandsmótum í höggleik, Íslandsmótum í holukeppni og Íslandsmóti golfklúbba. Eimskipsmótaröðin:
LEK og eldri kylfingar:
20.-23. júlí: Íslandsmótið í golfi á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Klúbburinn fagnar 50 ára afmæli á árinu 2017. Íslandsmótið fór fram síðast á Hvaleyrarvelli árið 2007.
14.-16. júlí: Íslandsmót eldri kylfinga (Icelandair) fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið er höggleikur með og án forgjafar og má búast við fjölmenni á þessu móti líkt og undanfarin ár.
23.-25. júní: Íslandsmótið í holukeppni: Eimskipsmótaröðin, GV, Vestmannaeyjavöllur.
27.-29. júlí. Íslandsmót 35 ára og eldri fer fram í Vestmannaeyjum. Mótið hefur fest sig í sessi sem eitt skemmtilegasta golfmót ársins í þessum aldursflokki. Mótið hefur farið fram í Vestmannaeyjum undanfarin ár.
Íslandsbankamótaröðin: 16.-18. júní: Íslandsmótið í holukeppni: GG, Húsatóftavöllur, Grindavík. 14.-16. júlí: Íslandsmótið á Íslandsbankamótaröð yngri kylfinga fer fram á Garðavelli á Akranesi. Íslandsmót unglinga hefur ekki farið fram á Garðavelli frá árinu 2006.
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvar verða Íslandsmótin 2017?
Íslandsmót golfklúbba fer fram víðsvegar um landið á tveimur helgum í ágúst. 11.-13. ágúst: 1. deild karla, GKB, Kiðjabergsvöllur. 2. deild karla, GB, Hamarsvöllur, Borgarnesi.
3. deild karla, GVS, Kirkjubólsvöllur, Vogum Vatnsleysuströnd. 4. deild karla, GÞ, Þorláksvöllur, Þorlákshöfn. 1. deild kvenna, GL, Garðavöllur, Akranesi. 2. deild kvenna, GVG, Bárarvöllur, Grundarfirði. 18.-20. ágúst: 1. deild karla, eldri kylfingar, GÖ, Öndverðarnesvöllur. 2. og 3. deild karla, eldri kylfingar, GSG, Kirkjubólsvöllur, Sandgerði. 1. og 2. deild kvenna, eldri kylfingar, Vestmannaeyjavöllur. Piltar 18 ára og yngri, GHR, Strandarvöllur, Hellu. Stúlkur 15/18 ára og yngri, GF, Selsvöllur, Flúðum. Piltar 15 ára og yngri, GM, Hlíðavöllur, Mosfellsbæ. 12 ára og yngri, GR.
ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR.
ENNEMM / SÍA /
NM81853
ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
Fjölbreytt efnisval í
Golfinu á RÚV
– Hlynur Sigurðsson ætlar meira út á land í sumar „Það verður fjölbreytt efnisval í þættinum, við höldum áfram með marga fasta liði frá fyrri árum en gerum á sama tíma töluverðar breytingar milli ára,“ segir Hlynur Sigurðsson umsjónarmaður Golfsins á RÚV. Þættirnir hafa vakið mikla athygli á undanförnum misserum og fengið mikið áhorf samkvæmt mælingum. Fyrsti þátturinn á þessu ári hefur göngu sína 24. maí en alls verða ellefu þættir á dagskrá. „Golfkennslan, golfreglur og uppáhalds holan verður á sínum stað. Á meðal þeirra nýjunga sem verða í þættinum er að við munum fara meira út á land. Kynna golfvellina sem eru þar og komast nær fólkinu sem heldur þessu öllu saman gangandi úti á landi,“ segir Hlynur en hann er bjartsýnn á gott golfsumar 2017. „Vellirnir koma vel undan vetri og útlitið er því gott fyrir tímabilið.“
Hlynur mun líkt og undanfarin ár beina kastljósinu að yngri kylfingum landsins. „Það er einstakt starf unnið hér á landi hvað barna- og unglingagolfið varðar hjá klúbbunum og GSÍ. Við ætlum að bæta aðeins í þessa umfjöllun frá því í fyrra og það verður spennandi að hitta framtíðarstjörnurnar sem eiga eftir að feta í fótspor kylfinga á borð við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, Valdísi Þóru Jónsdóttur eða Birgi Leif Hafþórsson.“ Hlynur hefur sjálfur stundað golf frá árinu 2000. Hann verður eitthvað lengur af stað þetta vorið vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fótbolta fyrr á þessu ári. „Það
er fátt betra en að hlaða rafhlöðurnar á golfvellinum seint á kvöldin yfir sumar tímann. Ég hlakka til að byrja aftur og þetta verður án efa skemmtilegasta golfsumarið frá upphafi hér á Íslandi,“ segir Hlynur Sigurðsson.
Sigurður Pétur ráðinn sem mótastjóri GSÍ
20
GOLF.IS
Sigurður Pétur Oddsson hefur verið ráðinn mótastjóri Golfsambands Íslands. Sigurður Pétur mun hafa umsjón með mótum á vegum GSÍ og vera klúbbum, keppendum og samstarfsaðilum innan handar við mótahald og skipulagningu. Sigurður tekur við starfi mótastjóra af Andreu Ásgrímsdóttur. Vægi mótahalds á vegum GSÍ hefur á undanförnum árum aukist jafnt og þétt. Auknar kröfur eru gerðar til GSÍ og golfhreyfingin hefur metnað til þess að standa vel að mótamálum og gera enn betur með hverju árinu sem líður. Sigurður Pétur er sjálfur þaulreyndur keppnismaður í golfi en hann var í fremstu röð sem afrekskylfingur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann þekkir því mótahaldið vel og þær væntingar sem keppendur og aðrir hafa til GSÍ-móta, þá sérstaklega á Eimskipsmótaröðinni. „Við hlökkum til að fá Sigurð Pétur með okkur í lið í sumar. Jafnframt viljum við þakka Andreu Ásgrímsdóttur kærlega fyrir hennar framlag í þessu starfi sl. ár. Andrea lagði góðan grunn í þessum málum, sem við getum nýtt okkur og byggt ofan á jafnt og þétt á næstu árum,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ. Sigurður Pétur, sem starfar einnig sem vörustjóri hjá Vodafone, hefur áður starfað innan golfhreyfingarinnar, bæði fyrir Golfklúbb Reykjavíkur og Pro Golf. Sigurður er með BS gráðu í viðskiptafræði og leggur stund á framhaldsnám í markaðsfræði. „Það er gríðarlega spennandi að fá að taka þátt í og leiða þau verkefni sem snúa að mótastarfi hjá GSÍ. Mikið og gott starf hefur verið unnið þar síðustu ár. Það verður gaman að taka við keflinu. Markmiðið er að gera mótastarf GSÍ enn betra, með öllu því góða fólki sem að hreyfingunni kemur. Ég hef verið tengdur golfhreyfingunni frá unga aldri frá ólíkum hliðum hennar og er það trú mín að sú reynsla sem ég hef aflað mér í gegnum tíðina komi til með að nýtast GSÍ vel,“ segir Sigurður Pétur Oddsson.
Allt hefur lækkað með hagstæðu nýju gengi! Golffatnaður frá NIKE, Callaway ofl. FATNAÐUR
Fallegur fatnaður frá Callaway fyrir dömur og herra.
Regnfatnaður frá Proquip, Nike, Callaway og Catmandoo
BUXUR DÖMU OG HERRA
Vatnsheldar og vindheldar. Venjulegar golfbuxur kr. 12.990
Kerrupokar og burðarpokar mikið og gott úrval KYLFUR GOLFSETT Nike golfskór DRÆVERAR BRAUTARTRÉ PÚTTERAR
LYNX vatnsheldur kerrupoki kr. 29.900
CLICGEAR KERRUR
Callaway golfskór
Clicgear 3,5+ kr. 36.900
LYNX fjórhjólakerra
Eitt handtak að setja saman kr. 35.900
Laser fjarlægðarkíkjar frá kr. 23.900
Rafmagnskerrur með lithium rafgeymi frá kr. 129.500
Barna golfkylfur og sett í poka kr. 16.900 – 24.900
Opið:
ga Virka da 10–18 Laugard
aga
11–15
Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is
GERIR LEIKINN KRAFTMEIRI Orkudrykkir eru ekki รฆtlaรฐir bรถrnum yngri en 15 รกra.
#FYRSTUKAUP
KOMDU TIL OKKAR OG GERÐU PLAN
Söguleg stund
ENNEMM / SÍA /
NM81850 Jaguar F-pace A4 Golf
– Ólafía Þórunn stóðst prófið á Pure Silk LPGAmótinu á Bahamaeyjum
24
GOLF.IS
NÝR JAGUAR F-PACE
ENNEMM / SÍA /
NM81850 Jaguar F-pace A4 Golf
SPORTJEPPI SEM ÞÚ HEFUR BEÐIÐ EFTIR.
F-PACE er fyrsti hraðskreiði jeppinn í Jaguar-fjölskyldunni. Hér er kominn ótrúlega hagkvæmur sportbíll sem sameinar einstaka fegurð og snarpa aksturseiginleika. F-PACE er afar afkastamikill og með honum er hægt að velja aldrif eða afturhjóladrif og AdSR-gripkerfi sem greinir mismunandi yfirborð til að tryggja hámarksgrip. Hægt er að velja úr mörgum öflugum vélum sem eyða frá 4,7 l/100 km* og losa frá 139 g/km í blönduðum akstri. Í bílnum er rúmgóð 650 l farangursgeymsla auk þess sem fjölhæf 40:20:40 sætaskipanin býður upp á allt að 1.740 l farangursrými. Aukin þægindi eru fólgin í tómstundalyklinum, vatnsheldu armbandi sem læsir og aflæsir F-PACE. Hægt er að hafa það á sér í stað lykils með fjarstýringu. InControl upplýsinga- og afþreyingarkerfið sér svo um afþreyingu og tengingu til að allir njóti hverrar einustu ökuferðar. jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE Bíll á mynd: Jaguar F-Pace R-Sport. Verð frá 8.290.000 kr. * Eldsneytisnotkun miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda í blönduðum akstri.
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
Ólafía slær hér fyrsta höggið sitt á LPGA-mótaröðinni. Mynd: seth@golf.is
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að fylgjast með því þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir skrifaði nýjan kafla í íslensku golfsöguna í lok janúar á þessu ári. Þann 26. janúar sl. sló Ólafía sitt fyrsta golfhögg á sterkustu atvinnumótaröð heims. Höggið var þráðbeint, hnitmiðað og langt. Taugarnar voru þandar hjá fámennum hópi Íslendinga sem var á staðnum. Eftirvæntingin var ekki síðri á Íslandi þar sem fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu frá íslensku afrekskonunni sem var mætt á stóra sviðið í fyrsta sinn á ferlinum.
LPGA-mótaröðin er sú sterkasta í heimi og umgjörðin á mótinu á eyjunni Paradise Island var glæsileg.
26
GOLF.IS - Golf á Íslandi Söguleg stund
Ólafia Þórunn sýndi engin merki um að hún væri óstyrk eða stressuð. Í stuttu máli stóðst hún stóra prófið með glæsilegum hætti. Ólafía lék hringina fjóra á -5 samtals og um tíma var hún í efri hlutanum á skortöflunni. Þriðji keppnisdagurinn var henni erfiður Cheyenne Woods. Mynd: seth@golf.is
og þar kom bersýnilega í ljós að þrek hennar var ekki 100%. Ólafía Þórunn fór í viðamikla aðgerð á kjálka í desember í fyrra og hún gat ekki borðað nema fljótandi fæði í nokkrar vikur eftir aðgerðina. Krafturinn var því ekki til staðar alla keppnisdagana en hún náði þremur frábærum dögum af alls fjórum, endaði í 69. sæti og komst í gegnum niðurskurðinn. Lokakafli mótsins var æsispennandi þar sem Brittany Lincicome sigraði Lexi Thompson
Ólafía lék hringina fjóra á -5 samtals og um tíma var hún í efri hlutanum á skortöflunni.
á fyrstu holu í bráðabana um sigurinn. Þetta var sjöundi sigur Lincicome á LPGAmótaröðinni frá upphafi. LPGA-mótaröðin er sú sterkasta í heimi og umgjörðin á mótinu á eyjunni Paradise Island var glæsileg. Strangar reglur gilda um aðgengi fjölmiðlamanna á keppnissvæðinu. Aðgengi okkar að keppendum var ekki eins og á Íslandi. Aðeins mátti ganga á ákveðnum svæðum við myndatökur og
Moriya Jutanugarn. seth@golf.is
æfingasvæði keppenda var lokað fyrir fréttamenn. Við komumst heldur ekki inn í
klúbbhúsið, þar áttu keppendur að fá frið til þess að nærast án aðkomu fréttamanna.
Ólafía Þórunn á 8. flöt á Ocean vellinum á Bahamas. Mynd: seth@golf.is
GOLF.IS
27
Flestar stórstjörnur LPGA-mótaraðarinnar voru á meðal keppenda á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum. Það var áhugavert að fylgjast með þeim undirbúa sig fyrir mótið og hvaða aðferðum þeir beittu eftir keppnishringinn til að laga það sem fór úrskeiðis. Rauði þráðurinn í því er sá að keppendur nýta hverja einustu mínútu til þess að verða betri í golfi. Upphitunin var þaulskipulögð frá upphafi til enda og eftir hringinn fóru keppendur á æfingasvæðið að vinna með þá hluta leiksins sem voru ekki í lagi að þeirra mati. Pútt, vipp og stutta spilið var í raun það sem flestir lögðu áherslu á eftir hringinn. Það vakti einnig athygli mína hversu miklum tíma keppendur eyddu í líkamsræktinni á milli keppnishringja. Þar var rifið í lóðin af krafti samhliða teygjuæfingum og greinilegt að þessi þáttur er alltaf að verða mikilvægari í golfíþróttinni. Á hverjum keppnisdegi voru keppendur í 10-12 tíma á golfvallarsvæðinu þegar allt er tekið saman. Dagarnir eru mjög langir og það þarf að vera í góðu líkamlegu ástandi til þess að ná að halda einbeitingunni út allt mótið. Pure Silk mótið er haldið á Bahamaeyjum. Staðsetning mótsins gerir það að verkum að
28
GOLF.IS - Golf á Íslandi Söguleg stund
mótið er nokkuð frábrugðið öðrum mótum á LPGA hvað áhorfendur varðar. Fjöldi áhorfenda er ekki eins mikill á þessu móti og öðrum LPGA-mótum og þeir sem mættu voru flestir meðlimir í Ocean golfklúbbnum þar sem mótið fór fram. Fjölskyldur keppenda voru einnig áberandi á svæðinu. Mömmur, pabbar og unnustar voru þar til staðar og margar fjölskyldur ferðast saman allt árið um kring á meðan keppnistímabilið stendur yfir á LPGA. Ocean golfvöllurinn er engum líkur og þá sérstaklega þar sem hann liggur meðfram ströndinni. Par vallarins er 73 högg og leikið var af teigum sem voru tæplega 6.100 metrar. Það er ívið lengra en af hvítum teigum í Grafarholti og Korpunni, svo dæmi séu tekin. Veðrið lék við keppendur allt fram að lokahringnum þegar mikið hvassviðri gekk yfir eyjuna, með tilheyrandi úrkomu og þrumuveðri. Það var mikil munur á stemningunni í ráshópunum hjá Ólafíu á þriðja keppnisdeginum miðað við tvo fyrstu dagana. Ólafia lék með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis fyrstu tvo keppnisdagana. Þar var léttleikinn til staðar, enda eru Woods og Ólafía miklar vinkonur frá námsárum sínum í Wake
Forest háskólanum. Gulbis var einnig létt í lund og ræddi mikið við Woods og Ólafíu á hringjunum tveimur. Það var aðeins önnur nálgun hjá Moriya Jutanugarn sem var með Ólafíu Þórunni í ráshópi á þriðja hringnum. Taílenski kylfingurinn bauð góðan daginn í upphafi hringsins - en eftir það yrti hún ekki á nokkurn mann. Það er ekkert óvenjulegt á LPGA-mótum að keppendur gefi lítið af sér á meðan keppnin fer fram. Mikið er í húfi og einbeitingin er mikil hjá flestum allan hringinn. Leikmennirnir sem eru á mótaröð þeirra bestu á LPGA eru stórkostlegir íþróttamenn. Það var upplifun að komast nálægt þessum leikmönnum og sjá hvers megnugir þeir eru. Það sem kom mér mest á óvart var hversu langt keppendur á LPGA geta slegið boltann án þess að taka mikið á því. Lágvaxnir og léttir leikmenn léku sér að því að slá 230 metra upphafshögg þar sem tækni og hraði voru í aðalhlutverki. Ég hvet alla sem hafa tækifæri til þess að komast á LPGA-mót eða mót á LET í Evrópu að láta verða af því. Það er upplifun sem gleymist seint. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar.
Kærastinn á pokanum Thomas í mörgum hlutverkum á Bahamas
Kylfuberi og aðstoðarmaður Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á Bahamas var Thomas Bojanowski, unnusti hennar. Thomas er Þjóðverji en þau kynntust í Wake Forest háskólanum þar sem þau voru bæði á skólastyrk sem íþróttamenn. Thomas var einn fremsti hlaupari Þýskalands í 400 og 800 metra hlaupum. Hann hefur nú lagt þann feril á hilluna og rekur fyrirtæki sem aðstoðar ungt og efnilegt íþróttafólk að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum. Thomas og félagar hans í fyrirtækinu eru með á fjórða hundrað viðskiptavini og eru þeir flestir frá Þýskalandi.
Á Pure Silk mótinu upplifði Thomas þetta umhverfi í fyrsta sinn, líkt og Ólafía. Thomas hefur oft verið aðstoðarmaður Ólafíu á atvinnumótum og staðið sig með prýði.
Ólafía og Thomas lögðu mikla vinnu í að undirbúa sig sem allra best fyrir keppnina. Á hverjum einasta degi eyddu þau um tveimur tímum í að reikna út fjarlægðir miðað við holustaðsetningar næsta dags. Ekki má nota fjarlægðarmæla á keppnisdögunum á atvinnumótum en það má nota slík tæki á æfingadögunum fyrir mótið. Thomas og Ólafía rýndu í allar upplýsingar sem þau voru með fyrir hvert einasta högg. Á flötunum nýttu þau sér upplýsingar úr lasermælingum sem gerðar eru á flötunum en þær upplýsingar er að finna í ítarlegum vallarvísi sem keppendur þurfa að kaupa fyrir um 100 dali. Ólafía nýtir sér aðeins upplýsingarnar um brotið í flötunum úr vallarvísinum ef hún er ekki viss um hvernig brotið er í flötinni. Ef hún er örugg og líður vel með ákvörðunina þá byggir hún það eingöngu á tilfinningu og vöðvaminni. Ef hún er ekki viss þá spyr hún aðstoðar manninn um tölurnar í vallarvísinum en þar er hægt að finna út með nákvæmum hætti hvernig brotið í flötinni er.
GOLF.IS
29
Íslandsvinurinn vildi ganga með Ólafíu
Brock McPherson kom alla leið frá Kanada í sjálfboðaliðastarf á Pure Silk mótinu Brock McPherson kom alla leið til Bahamas frá Ontario í Kanada til þess að vera sjálfboðaliði á Pure Silk mótinu. Brock hafði mikinn áhuga á að fá það verkefni að skrá skorið hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á lokahringnum. Ástæðan var sú að Brock hefur mikinn áhuga á Íslandi. Sumarið 2016 kom hann ásamt eiginkonu sinni til Íslands. Þau keyrðu um landið og léku golf á ýmsum stöðum. Brock sagði í samtali við Golf á Íslandi að margir vellir hefðu staðið upp úr í Íslandsheimsókninni. „Við hjónin keyrðum bara eitthvað án þess að vera búin að plana mikið hvar við ættum að leika. Það var mjög skemmtilegt að leika Hvaleyrarvöllinn og þá sérstaklega í hrauninu. Það var einstakt. Hins vegar fórum við tvívegis til Vestmannaeyja á ferðalaginu. Við vorum algjörlega heilluð af eyjunni og golfvöllurinn er einn sá eftirminnilegasti sem við höfum leikið,“ sagði Brock McPherson við Golf á Íslandi á Ocean vellinum á Bahamas.
30
GOLF.IS - Golf á Íslandi Söguleg stund
Sjálfboðaliðar gegna stóru hlutverki á LPGA-mótaröðinni. Með hverjum einasta ráshópi voru sjálfboðaliðar sem skráðu niður skor keppenda og ýmsa tölfræði, s.s. högglengd á nokkrum brautum. Þar að auki voru á annað hundrað sjálfboðaliðar í ýmsum verkefnum á meðan mótið fór fram. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir afhenti McPherson áritaðan golfbolta til minningar um Pure Silk mótið og fór vel á með þeim þegar Golf á Íslandi smellti þessari mynd af þeim í mótslok.
MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar
Borgaðu flugið með punktum og peningum Lítill fugl hvíslaði því að okkur að þig langaði í golfferð. Kannski er styttra í grínið en þig hafði órað fyrir. Nú er nefnilega hægt að borga öll flug með blöndu af Vildarpunktum og peningum. Kannaðu punktastöðuna – hver veit nema þú sláir holu í höggi.
Afþreyingarkerfi í hverju sæti.
Hægt að nota og safna Vildarpunktum um borð.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 84291 05/17
DRYKKIR INNIFALDIR
ER STYTTRA Í GOLFFERÐINA EN ÞIG GRUNAR?
Valdís Þóra Jóns dóttir hefur náð frábærum árangri á undanförnum mánuðum
32
GOLF.IS
Haltu stílnum. Hvar sem þú lendir.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur svo sannarlega stimplað sig inn með eftirminnilegum hætti á undanförnum mánuðum. Atvinnukylfingurinn úr Leyni á Akranesi varð í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópu mótaröðina í desember á síðasta ári. Fetaði hún þar með í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur en Valdís er þriðja konan sem nær að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Hef alltaf haft trú á sjálfri mér“
Það hefur verið nóg að gera hjá Valdísi Þóru það sem af er þessu ári. Vegna góðs árangurs hennar á úrtökumótinu er hún næstfremst í röðinni á nýliðalistanum á LET 2017. Hún hefur því fengið mun fleiri mót en t.d. Ólafía Þórunn fékk á síðasta ári þegar hún var í sömu stöðu. Þegar viðtalið var skrifað hafði Valdís Þóra leikið á þremur mótum á LET og komist í gegnum niðurskurðinn á þeim öllum. Auk þess hafði hún náð góðum árangri á tveimur mótum á LET Access mótaröðinni sem er sú næststerkasta í Evrópu. Eftir því sem er best er vitað er þetta besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á sterkustu mótaröð Evrópu - þ.e. að komast í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð á meðal þeirra bestu. Valdís Þóra var í þrjú tímabil á LET Access mótaröðinni áður en hún braut ísinn í desember og komst inn á stóra sviðið. Hún segir að það hafi margt verið í gangi í kollinum á sér á þessum tíma. „Ég var ekki með neina pressu á mér en ég hafði vissulega velt því fyrir mér hvað gæti gerst ef ég kæmist ekki í gegnum úrtökumótið á LET. Það var eiginlega komið gott á LET Access mótaröðinni sem er góð mótaröð til að byrja á en ekki til þess að dvelja mjög lengi á. Ég hefði hugsað mig vel um að fara inn á þá mótaröð í fjórða sinn en ég var ekki komin mjög langt í þeim pælingum.“
Niðurstaðan var frábær og sannfærði mig enn frekar um það sem ég hafði alltaf trúað - að ég ætti heima á LET Evrópumótaröðinni. Á góðum degi get ég alveg keppt við þær allra bestu.
GOLF.IS
35
Valdís Þóra var nokkuð lengi að finna golfgleðina á ný eftir Íslandsmótið í golfi í júlí á síðasta ári
36
GOLF.IS
Árangur Valdísar í Marokkó vakti mikla athygli en hún lék sitt besta golf og náði sér vel á strik á síðari hluta ársins 2016. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra þetta, það small allt saman. Hlutir sem ég hafði unnið að með Hlyni Geir Hjartarsyni þjálfaranum mínum í tvö ár voru á réttum stað og hugarfarið var gott eftir að hafa talað reglulega við Tómas Frey Aðalsteinsson íþróttasálfræðing í Bandaríkjunum. Í raun var þetta bara þannig að ég var ekkert að pæla í lélegu höggunum, ég vissi að þau myndu koma en það var nóg af holum til þess að bæta þau upp. Þegar ég hafði farið áður í lokaúrtökumótið var ég að stressa mig aðeins á lélegu höggunum. Það var bara ákveðið æðruleysi sem ég tileinkaði mér, og það að taka því sem að höndum ber án þess að láta hugfallast. Niðurstaðan var frábær og sannfærði mig enn frekar um það sem ég hafði alltaf trúað - að ég ætti heima á LET Evrópumótaröðinni. Á góðum degi get ég alveg keppt við þær allra bestu.“
Spáum í hverja einustu krónu Eins og áður segir hefur Valdís Þóra verið atvinnukylfingur í þrjú ár og hún er á sínu fjórða ári sem atvinnumaður. „Ég hef kynnst mörgum kylfingum á LET Access mótaröðinni og við erum orðnar góðar vinkonur. Við reynum enn að ferðast saman og gera ferðalögin eins ódýr og hægt er. Við spáum í hverja einustu krónu og reynum að gera þetta hagkvæmt. Það hefur svo sem gengið ágætlega að láta þetta ganga upp en við þurfum að hafa fyrir þessu og vinna okkur inn peninga á mótaröðinni.“ Valdís Þóra er ekki með umboðsmann og gerir því nánast allt sjálf sem viðkemur sinni útgerð sem atvinnukylfingur. „Ég þarf að gera eitthvað meira á mótaröðinni til þess að einhverjir fái áhuga á að vinna með mér. Það eru ekki eins margir sem hafa sérhæft sig í LET leikmönnum og það að ég sé frá Íslandi er ekki nógu stórt fyrir marga þeirra. Ég hef því einbeitt mér að markaðnum hérna á Íslandi en það er erfitt
að finna stuðningsaðila. Forskot hefur stutt mjög vel við bakið á mér ásamt fleirum en ég þyrfti að fá enn meiri aðstoð. Ég kvarta hins vegar ekki, þetta er eitthvað sem ég hef valið mér að gera. Ég er vön því að vera blönk, ég finn ávallt ódýr flug, ódýr hótel eða aðra gistingu. Fjárhagsramminn sem ég hef sett upp fyrir hvert tímabil hefur nánast alltaf gengið upp - en ég hef alveg þurft að fá lánaðan 2.000 kall hjá mömmu og pabba til þess að fara í bíó.“
Er enn með fiðring í maganum fyrir keppni Lífið á atvinnumótaröðinni getur verið erfitt og segir Valdís Þóra að hún mikli það ekki fyrir sér. „Ég þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir alein á mótsstað. Þá er ég kannski með ömurlegan aðstoðarmann eða eitthvað slíkt. Ég hef ekki lent oft í því og verið frekar heppin með aðstoðarmennina sem ég fæ með mér á hverjum keppnisvelli fyrir sig. Friðmey og Arnar, systkini mín, hafa komið í nokkrar
keppnisferðir með mér og vonandi kemur Hlynur Geir þjálfarinn minn í eitthvert mót. Það er samt alltaf eitthvað sem kemur upp á hverjum stað fyrir sig en ég þarf bara að tækla það.“ Valdís Þóra hefur fengið tækifæri til þess að ferðast um heiminn og sjá staði sem hún hefði líklegast ekki farið til ef hún væri ekki atvinnukylfingur. „Ég keppt á LET Evrópumótaröðinni í Ástralíu og ég var mjög spennt að fara þangað. Ég sá hins vegar lítið af landinu og þetta voru langir dagar. Ég er enn með fiðring í maganum að fara að keppa og ég hlakka ávallt til þess. Þrátt fyrir að golfið sé í dag vinna en ekki áhugamál. Það sem er erfiðast og jafnvel leiðinlegt við atvinnumennskuna eru löng ferðalög og að þrífa fötin í hótelvaskinum. Það sem bætir það upp eru góðir dagar með vinkonum mínum á flottum golfvöllum. Þetta er ekkert glamúrlíf en mér finnst þetta vel þess virði.“ Það gengur erfiðlega að fá Valdísi Þóru til þess að tjá sig opinberlega um markmið
ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu ár, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.
GOLF.IS
37
sín en þau eru samt sem áður skýr hjá henni. „Ég ræði slíka hluti við mína nánustu og þjálfarana mína en ég blaðra ekkert um það. Þá fara margir að efast um að ég geti náð þeim ef ég segi það við alla. Mig langar bara að sjá hvert ég get komist í golfinu, ég er með markmið og held þeim út af fyrir mig.
Umræðan særði Valdísi Valdís Þóra varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í golfi í fyrra á Jaðars velli á Akureyri þar sem hún lék á næstbesta skori allra á mótinu á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Einvígi þeirra tveggja á loka hringnum var eftirminnilegt og ekki síst stutt viðtal sem tekið var við Valdísi á RÚV í mótslok. Valdís Þóra fer ekki leynt með að viðbrögð margra við því sem hún sagði hafi dregið dilka á eftir sér - og hún var lengi að jafna sig eftir þá gusu sem hún fékk yfir sig í umræðunni á netinu. „Það man enginn eftir spurningunni sem ég var að svara; annað sætið staðreynd, hvernig er tilfinningin, og ég sagði bara eins og var, ég var brjáluð en ekki út í neinn nema sjálfa mig. Ég þoli ekki að tapa og kom bara hreint fram með það, og ég var jörðuð fyrir þetta svar mitt. Mér leið virkilega illa og grét í tvo daga eftir að hafa lesið það sem fólk skrifaði á netinu. Margt af því frá fólki sem ég hef þekkt lengi og mér sárnaði virkilega. Ég hef aldrei sætt mig við annað sætið og að tapa. Ég hugsa líka um það hvort það skipti máli að ég sé kona og hafi sagt þetta. Ég var bara ekki sátt. Það sama var ekki uppi á teningnum þegar Kári Árnason landsliðsmaður í fótbolta sagði eftir tapleik að hann væri brjálaður. Það voru bara allir sáttir við það. Af hverju má ég ekki að vera brjáluð? Er það af því að ég er stelpa? Á ég bara að vera prúð og góð og leika Pollýönnu? Ég er bara ekki þannig og ef ég má ekki vera óánægð þá hef ég ekkert til að bæta og vinna að, og drifkraftinn vantar.
Var lengi að vinna úr þessu
BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
38
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Hef alltaf haft trú á sjálfri mér“
Valdís Þóra var nokkuð lengi að finna golfgleðina á ný eftir Íslands mótið í golfi í júlí á síðasta ári. „Ég áttaði mig á því að ég var ekki búin að vinna úr þessu áður en ég fór til USA í nóvember. Mér fannst oft leiðinlegt í golfi eftir þetta og mér fannst vera mikið af fólki þarna úti sem fékk ánægju út úr því ef mér gekk illa. Smátt og smátt fór ég að finna gleðina á ný. Ég beitti ýmsum aðferðum við það. Ég æfi t.d. þangað til að ég er sátt, ég fer aldrei af æfingasvæðinu ef ég er ósátt og ég geri ýmislegt til þess. Ég er ekki að þvinga mig til þess að æfa bara til þess að æfa. Mér þarf að líða vel í vinnunni og líða vel á golfvellinum. Ég veit að fólk mun alltaf hafa skoðun á mér. Ég er frekar köld á svipinn þegar ég er einbeitt - en þess á milli þá er ég að grínast í þeim sem eru í kringum mig á vellinum, og það á líka við um þá sem ég er að keppa við þá stundina.“ Það voru fáar stelpur í golfinu á Akranesi þegar Valdís Þóra var að taka sín fyrstu skref sem afreksíþróttamaður. „Mér fannst bara gaman að vera í kringum strákana, ég var í fótbolta með golfinu og það dugði mér fínt. Ég byrjaði ekki að æfa af krafti fyrr en ég var 13 ára og það sem hefur dregið mig áfram er löngunin til þess að sigra og gera ávallt betur. Konurnar eru í sókn í golfinu og það væri gaman að fá tækifæri til þess að keppa á risamóti - og Ólympíuleikarnir eru ekki fjarlægur draumur. Það væri frábært ef það tækist,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir.
Markmiðið er að öllum líði vel í klúbbnum – Elín Hrönn er fyrsti formaður Golfklúbbsins Odds í 23 ára sögu klúbbsins
40
GOLF.IS
Sérstakt tilboð til golfara
kr. 40.00r0tilboð!
afslátitlt3a1. ágúst 2017 Gildir
Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?
Fullt verð 360.000 kr.
Tilboðsverð 320.000 kr.
Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK) augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin. Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.
Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is
Við bjóðum; Nýju tækin Nýjustu tækni Mikla reynslu Gott verð Frábæra þjónustu
Elín Hrönn Ólafsdóttir er fædd árið 1971. Hún ólst upp í Fossvoginum, gekk í Fossvogsskóla og fór þaðan í Hvassaleitisskóla. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri og starfar sem markaðsstjóri hjá Vistor í Garðabæ. Foreldrar hennar eru Ólafur Viggó Sigurbergsson og Sólrún Jónasdóttir sem eru miklir Oddfellowar líkt og eiginmaður Elínar, Árni Geir Jónsson. Samtals eiga þau Elín og Árni Geir fjögur stálpuð börn og tvö barnabörn. Börnin eru: Hlynur Kristján Árnason (´89), Carl Jónas Árnason (´91), Jón Árni Árnason (´98) og Harpa Hinriksdóttir (´02). „Ég hef aldrei verið í stjórn Golfklúbbsins Odds áður og ég byrjaði ekki í golfi fyrr en árið 2010. Ég tók að mér verkefni að stýra starfinu hjá 80 sjálfboðaliðum á EM kvenna á Urriðavelli sumarið 2016. Það verkefni var viðamikið en skemmtilegt og þar lærði ég mjög mikið um innra starf klúbbsins. Kannski gerði ég eitthvað rétt á EM. Síðastliðið haust var leitað til mín um að taka að mér að verða formaður í Golfklúbbnum Oddi. Ég tók mér góðan tíma að hugsa málið og ákvað síðan að taka þetta skref alla leið í formanninn,“ segir Elín Hrönn Ólafsdóttir sem var kjörin formaður Golfklúbbsins Odds á aðalfundi klúbbsins þann 8. desember á síðasta ári. Elín Hrönn, sem er 46 ára, er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í 23 ára sögu klúbbsins. Hún tók við af Inga Þór Hermannssyni sem ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs eftir sjö ár í embættinu. Golf á Íslandi heimsótti Elínu Hrönn nýverið og ræddi við hana um sýn hennar á golfíþróttina og framtíðarsýn Golfklúbbsins Odds. „Ég var alltaf mikið í íþróttum, stundaði skíði og fótbolta af krafti, prófaði í raun allt sem krakki nema golf. Það voru fáir krakkar í golfi þegar ég var í skóla og í raun man ég
42
bara eftir einum strák úr hverfinu sem var í golfi. Okkur þótti það bara undarlegt að hann væri í golfi en hann vinnur einmitt með mér hérna í fyrirtækinu Vistor/Veritas í dag. Ég hef oft óskað þess að hafa byrjað fyrr í golfi enda sér maður að þeir sem byrja ungir ná betri tökum á golfinu en margir aðrir,“ segir Elín Hrönn en hún tók golfíþróttina svo sannarlega föstum tökum þegar hún byrjaði árið 2010.
mikið á þessum tíma. Þetta varð síðan til þess að ég fékk tækifæri til að taka þátt í Íslandsmóti golfklúbba með GO - sem er eitt það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Elín Hrönn en hún er með 13 í forgjöf og þykir frekar högglöng. „Mér er sagt að ég sé líklega með hröðustu golfsveiflu allra tíma. Og margir sem leika með mér í ráshóp hafa spurt mig: „Ertu búin að slá?“ Ég held að þessi hraði endurspegli persónugerðina mína eða karekterinn. Ég er kappsöm, elska að keppa og verð að ná árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur. Þegar ég er í golfi með Árna Geir, manninum mínum, þá keppum við grimmt, högg, punktar, pútt, allt er talið og gert upp í lok hringsins. Fyrir mér er keppnin við sjálfa mig í golfinu gríðarlega mikilvæg. Ég get ekki sagt að ég sé góð í golfi en ég hef náð að bæta mig jafnt og þétt.“
Golfferð til Spánar kveikti neistann
Konurnar blómstra í Oddi
„Upphafið að þessu öllu saman var að ég fór í golfferð til El Rompido árið 2009 með foreldrum mínum. Þar var ég með sett sem ég fékk lánað hjá vinkonu mömmu og afrekaði að fá álagsbrot á sköflung í ferðinni. Það var því lítið spilað í þessari ferð en árið 2010 gekk ég í GO og fékk mína 40 í forgjöf eins og aðrir nýliðar. Mér fannst alls ekki erfitt að byrja og lék eitthvað með foreldrum mínum, sem spiluðu í raun lítið sem ekkert, og með manninum mínum. Ég þurfti meira áreiti og fór í kennslu hjá hinum og þessum PGA-kennurum og síðar fékk ég að æfa með hópum hjá Phil Hunter hjá GO. Þar byrjaði ég að æfa enn meira í kringum árið 2013 og ég lærði gríðarlega
Um 40% félagsmanna í Golfklúbbnum Oddi eru konur og er Elín Hrönn stolt af því að vera hluti af þeim góða hópi. Þegar viðtalið var tekið var kvennakvöld GO fram undan og þar komust færri að en vildu. „Það eru margir þættir sem geta útskýrt það af hverju það eru svona margar konur í GO. Kvennastarfið er helsta einkenni GO, gríðarlega góð nefnd sem við erum stolt af. Það er öflugt fólk í klúbbnum sem hefur áhuga á að vera með öflugt starf og þaðan kemur krafturinn og félagsandinn. Konurnar gera sér margt til skemmtunar, innanfélagsmótin eru þar stór þáttur, sitt sýnist hverjum um keppnina, en að mínu mati eflir allt slíkt félagsandann.“
GOLF.IS - Golf á Íslandi Markmiðið er að öllum líði vel í klúbbnum
Volvo
volvo v90 cross country awd Keyrðu burt frá erli dagsins. Láttu íslenska náttúru endurnæra þig, fylla þig orku. Á Volvo V90 Cross Country AWD kemstu þangað sem þig langar. Þú færð tímamóta Volvo öryggi, afl og snjalltækni í Volvo V90 Cross Country AWD. Endurnærðu þig, stingdu af á vit ævintýranna. SKOÐAÐU VOLVOCARS.IS INNOVATION MADE BY SWEDEN
Menning Svíþjóðar og samfélagsleg vitund hefur mótað gjörðir okkar frá stofnun Volvo árið 1927. Frá upphafi hefur megináhersla verið lögð á fólk sem hefur leitt af sér einstakar öryggisuppfinningar og áhrifaríkar umhverfisáherslur. Uppfinningar okkar hafa sett Volvo bíla fremsta í öryggi og leitt til lágmarksáhrifa á umhverfið. Við höfum nú sett okkur enn eitt krefjandi markmiðið. Frá árinu 2020 muni enginn slasast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo. Vertu í fararbroddi og veldu öryggi í fremstu röð og bíl þar sem allt hefur verið gert til að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið.
Brimborg
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000
Volvo V90 CC 210x297 Frjals verslun_20170313_END.indd 1
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 • Sími 515 7050
volvocars.is
13/03/2017 11:20
Elín Hrönn segir það markmið félaga í GO að öllum líði vel í klúbbnum. Hún nefnir sem dæmi að starfsmenn í afgreiðslu GO hafi aðstoðað marga við að stíga sín fyrstu skref á Urriðavelli. „Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt fá aðstoð við að komast inn í hópinn. Sem dæmi má nefna að þegar einhver er einn á ferð þá eru starfsmenn í afgreiðslunni
ansi góðir í því að finna skemmtilega meðspilara fyrir þann sem er einn og hvetja viðkomandi til að taka þátt í innanfélagsmótum. Ég kynntist að mér fannst „öllum“ í klúbbnum á einni viku þegar ég byrjaði í GO. Þannig á það líka að vera, að þeir sem koma nýir inn í klúbbinn upplifi að þeir séu hluti af hópnum og séu velkomnir.“
Eins og áður segir hefur Elín Hrönn enga reynslu af stjórnarstörfum hjá GO en hún er ekki smeyk við verkefnið að vera formaður í golfklúbbi sem telur rúmlega 1.200 félagsmenn. „Við erum með frábæra aðstöðu og Urriða völlur er einn sá allra besti og fallegasti á landinu. Keppendur og erlendir gestir á EM í fyrra hrósuðu vellinum mikið og við getum verið stolt af því hvernig til tókst. Það vantar ýmislegt upp á hjá okkur til að gera GO að heilsársíþróttafélagi. Æfingaaðstaða fyrir félagsmenn yfir vetrartímann er ekki eins og góð og við viljum hafa hana. Við höfum leyst það með skammtímaúrræðum. Það þarf að finna aðra lausn á því til framtíðar en það er ekki mikið framboð á leiguhúsnæði fyrir okkur eins og er. Lausnin er að byggja okkar eigin inniaðstöðu hér á vellinum. Félagsmenn hafa fengið inni hjá GKG á þeim tímum sem eru ekki mikið nýttir og það er góð samvinna hjá GO og GKG á þessu sviði. Mín framtíðarsýn á þessu sviði er björt og nokkuð ákveðin. Einnig langar okkur í stjórninni að markaðssetja Urriðavöll betur fyrir erlenda kylfinga. Urriðavöllur er í óvenjulegu umhverfi og þeir sem koma hingað heillast af fegurðinni.“
EAGLE
GOLFBÍLAR
Litir: Hvítur, svartur, grænn, rauður, blár, kampavínslitur.
Rafgeymar, stærð 6 og 8 volt í golfbíla 36V eða 48V. Sænskir rafgeymar á góðu verði, leytið tilboða.
„Við höfum selt og leigt út EAGLE golfbílana í Svíþjóð í meira en 10 ár og höfum mjög góða reynslu af þeim.“ Björn Raumer, Rebykon Golf AB, Svíþjóð
Umboðsaðili: Tímon ehf., sími 588 4422, Baldur sími 893 6818, tölvup.: baldurd@simnet.is
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Markmiðið er að öllum líði vel í klúbbnum
VEFLAUSNIR VALITOR Posar
Reglulegar greiðslur
Þegar við byrjuðum með ferðaþjónustuna þurftum við að geta tekið við greiðslum gegnum netið. Valitor buðu okkur greiðslulausnir sem smellpassa okkar starfsemi. Nú tökum við allt í senn við greiðslum í
Veflausnir
Kortalán
ólíkum gjaldmiðlum, á netinu, um posa og í gegnum smáforrit og við finnum það á hverjum degi hvernig þessar snjöllu lausnir auðvelda okkur vinnuna og auka ánægju viðskiptavinanna.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Skrítið að það sé fréttaefni að kona sé formaður í stórum golfklúbbi Elín Hrönn er í hópi fárra kvenna sem hafa tekið að sér formennsku hjá golfklúbbi á Íslandi. Hún segir að það hafi komið henni á óvart hversu fáar konur hafi tekið að sér að vera í forystu fyrir golfklúbba á landinu. „Ég fór aðeins yfir þetta áður en aðalfundurinn var í desember hjá okkur. Ég hélt að þetta væri algengara. Ég hef aldrei horft á golfið sem eitthvert karlavígi því mér finnst eiginleikar hvers og eins skipta meira máli en kyn. Ég taldi mig vera með þá kosti sem þyrfti í þetta embætti. Vilja, kraft, skipulagshæfni og góða yfirsýn yfir þær áherslur sem ný stjórn vildi koma til skila. Það hafa margir komið til mín, bæði konur og karlar, og óskað mér til hamingju með formannsembættið og bætt því við að þetta sé vel gert hjá mér. Mér fannst þetta bara sjálfsagt og finnst í raun skrítið að fólki þyki það fréttaefni að kona taki að sér formannsembætti hjá stórum golfklúbbi.“ Verkefnin sem stjórn GO þarf að leysa á næstu misserum eru mýmörg. Tæplega 5 milljóna kr. tap var á síðasta rekstrarári. Rekstrartekjur klúbbsins voru 169,6 milljónir króna á starfsárinu og jukust um tæpar 10 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld voru 173,6 milljónir króna.
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi Markmiðið er að öllum líði vel í klúbbnum
„Það er helmingur stjórnarinnar nýtt fólk og við höfum verið að skipta með okkur verkum. Við höfum skilgreint betur starfs reglur og starfssvið hvers og eins. Nýtt okkur rafrænar lausnir og reynt að vinna sem mest á milli funda sem eru alls ellefu á hverju ári. Golfklúbburinn Oddur er eins og hvert annað íþróttafélag og ætti að vera meðhöndlaður sem slíkur. Eitt af stóru málunum hjá okkur er að auka skilning bæjarfélagsins Garðabæjar á okkar starfi og þá sérstaklega það sem snýr að uppbyggingu á barna- og unglingastarfi. Staðsetning Urriðavallar er að breytast með þeim hætti að byggðin er að færast nær vellinum. Félagsmenn munu í auknum mæli koma úr nærumhverfinu og það er okkar verkefni að GO verði fyrsta val í barna- og unglingastarfi hjá þeim sem búa í næsta nágrenni við Urriðavöll. Einnig finnst mér mikilvægt að mannvirki á borð við klúbbhúsið nýtist í auknum mæli með annarri tegund útivistar. Má þar nefna gönguskíði yfir vetrartímann svo eitthvað sé nefnt.“ Það má heldur ekki gleyma því að enn er ónotað mjög fallegt landsvæði sem við stefnum á að nýta í allra þágu og bæta við Urriðavöll þannig að úr verði allsherjar útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar finnst okkur verk að vinna hvað varðar stuðning frá sveitarfélaginu en ég er sannfærð um að það leysist með farsælum
hætti. Til að þetta allt náist þarf einfaldlega bara samvinnu og skilning. Elín Hrönn hefur ekki áhyggjur af því að formennskan í Oddi muni draga úr áhuga hennar á golfíþróttinni - þvert á móti. „Það er nú bara þannig að því fleiri verkefni sem ég glími við þá skila ég meiru af mér. Ég er golfsjúk og ég mun halda áfram að spila 60–70 golfhringi á næsta sumri. Ég hef gert það frá því ég byrjaði í golfi. Við erum heppin að hafa afnot af sumarbústað í Borgarfirði og við leikum því mikið á Garðavelli á Akranesi og Hamarsvelli í Borgarnesi. Golfferðir erlendis eru einnig ofarlega á forgangslistanum og við horfum mikið á golf í sjónvarpinu. Fjölskyldulífið snýst að mestu um golf.“ „Ein af goðsögnunum um Golfklúbbinn Odd er að hér séu aðeins gamalt, hæg spilandi fólk úr Oddfellow-reglunni. Það er einfaldlega ekki rétt, við erum með gögn sem sýna fram á leikhraði á Urriðavelli er rétt rúmlega fjórar klst. og aldursskipting 1200 félagsmanna er ekkert öðruvísi en hjá öðrum klúbbum. Það gengur bara vel að halda uppi leikhraða á Urriðavelli sem má klárlega þakka góðum vallarstarfsmanni sem stendur vaktina þar sem það þarf hverju sinni. Á hverju ári fáum við um 50 nýliða og það hætta alltaf einhverjir á hverju ári. Við fylgjumst vel með því og spyrjum af hverju kylfingar hætta í klúbbnum. Í flestum tilvikum er það af heilsufarsástæðum.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Golfsettið er alltaf innifalið
Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Jussi Pitkanen afreksstjóri Golfsambands Íslands
48
GOLF.IS
„Landsliðið á að setja markið hátt“
GOLF.IS
49
„Ég byrjaði í golfi ári eftir að við fluttum frá Finn landi til Írlands. Þá var ég 10 ára gamall. Fjölskylda mín flutti til Írlands á þessum tíma þar sem faðir minn var að vinna þar. Ég æfði íshokkí áður en ég fór í golfið og ég er á þeirri skoðun að krakkar eigi að æfa eins margar íþróttir og hægt er á meðan þeir geta það,“ segir Jussi Pitkanen afreksstjóri Golfsambands Íslands. Jussi er 39 ára gamall og var um tíma atvinnukylfingur og lék á mótaröðum í Evrópu. Hann er enn í dag mikill keppnis maður og fær útrás fyrir keppnisskapið í hjólreiðakeppnum á Írlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og börnum. Jussi segir að það hafi margt komið honum skemmtilega á óvart hér á Íslandi frá því hann tók við starfinu hjá GSÍ. „Hér eru allir boðnir og búnir að aðstoða og hafa tekið vel á móti mér. Mitt hlutverk er að aðstoða þjálfarana sem eru að þjálfa afrekskylfingana, skipuleggja með þeim, greina veikleika og styrkleika og vinna markvisst að því að bæta leikmennina. Ég mun ekki vera sveifluþjálfari og ég finn að þjálfararnir hér á landi eru mjög tilbúnir í að takast á við þetta með okkur hjá GSÍ.“
Erfið ákvörðun að hætta í atvinnumennsku „Ég var með 5 í forgjöf þegar ég flutti frá Írlandi um tvítugt og náði að komast í 0 í forgjöf í Finnlandi. Ég gerðist atvinnumaður
Jussi hefur lokið meistaranámi í íþróttaþjálfun við háskólann í Birmingham á Englandi.
árið 2003 og lék í nokkur misseri á minni mótaröðum Evrópu. Ég áttaði mig á því að ég væri ekki nógu góður og það var erfið ákvörðun að hætta. Konan mín spurði mig erfiðra spurninga og þá sérstaklega hvernig við ætluðum að fjármagna húsið sem við vorum búin að kaupa á Írlandi. Ég tók því ákvörðun um að hætta í atvinnumennsku og fór að vinna „venjulega“ vinnu.“ Jussi hefur lokið meistaranámi í íþrótta þjálfun við háskólann í Birmingham á Englandi. „Í meistaranáminu mínu rannsakaði ég m.a. hvernig afrekskylfingum gengur að stíga skrefið úr áhugamennsku í atvinnumennsku. Reynslan sem ég bý yfir ætti að geta nýst íslenskum kylfingum og þjálfurum þeirra. „Það væri án efa auðveldara fyrir mig að koma því áleiðis ef ég hefði náð enn lengra sem atvinnumaður. Nánast allt sem ég hef gert eftir að ég hætti sem atvinnumaður hefur miðast við að aðstoða aðra leikmenn. Ég reyni að afla mér þekkingar úr öðrum
íþróttagreinum þar sem maður getur fengið aðra sýn á hlutina - og aðra nálgun. Það er gott fyrir alla að gera slíkt. Keppnisíþróttir eru í eðli sínu mjög líkar og ég fæ t.d. mjög mikið út úr því að keppa í hjólreiðum í dag, og það hefur komið í staðinn fyrir keppnisgolfið hjá mér. Jussi segir að hann taki við góðu búi frá Úlfari Jónssyni og það sé markmiðið að byggja ofan á þann grunn á næstu árum.
Þurfum að bæta marga þætti „Ég hef fengið mikið af upplýsingum frá leikmönnum, þjálfurum og forsvarsmönnum golfíþróttarinnar hér á landi. Það mun taka tíma að móta ferlið, ramma þetta allt saman inn, en þetta er á réttri leið. Það sem ég veit í dag er að tæknilega eru íslenskir kylfingar ekkert síðri en aðrir. Við þurfum að bæta aðra þætti, s.s. sálfræðihlutann, leikskipulagið og líkamlega þáttinn. Hvað golfið varðar þá ætla ég að leggja mesta áherslu á að miðla minni þekkingu í stutta spilinu.“
BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ Í GOLFI 2UNDR herranærbuxurnar hafa fengið ótrúlega góðar viðtökur um allan heim meðal íþróttamanna og þar með talið kylfinga. Einstaklega þægilegar nærbuxur sem gerðar eru úr hágæða efnum með góðri öndun. Það eru tvær línur í gangi hjá okkur, Swing Shift og Gear Shift. Swing Shift eru hannaðar fyrir golf og til daglegra nota. Verð 3.400 kr. Joey Pouch er aðalsmerki 2UNDR. Mjúkur og þægilegur „kengúrupoki” innan á nærbuxunum sem verðmætin eru sett í. Pokinn heldur utan um verðmætin og kemur í veg fyrir „skinn við skinn” núning. Non-Drip-Tip er einstakt rakastjórnunar lag sem gefur mjúka og kælandi tilfinningu.
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Landsliðið á að setja markið hátt“
Gear Shift henta betur fyrir þá sem stunda „líkamlegri” íþróttir eins og hlaup, hjólreiðar, fótbolta, handbolta, körfubolta, fjallgöngur, crossfit og ýmsa líkamsrækt. Verð 3.900 kr.
Eitt af verkefnum okkar er að auka möguleika afreks kylfinga að leika á grasi í lengri tíma en hægt er að gera á Íslandi. Við sjáum hvað getur gerst þegar kylfingar komast í þannig aðstæður.
Nýverið gerði GSÍ samkomulag við Há skólann í Reykjavík þar sem markmiðið er að komast betur að því hvað einkenni íslenska kylfinga. Margskonar rannsóknir verða gerðar á næstunni og niðurstöðurnar nýttar til þess að ramma inn það sem kylfingar þurfa að leggja mest áherslu á til þess að bæta sig enn frekar. „Þetta er frekar formleg leið sem við veljum og allt verður byggt á staðreyndum. Ef okkur tekst að bæta okkur smátt og smátt á mörgum ólíkum sviðum þá verður heildarniðurstaðan jákvæð.“
Þarf getu og vilja til að ná langt „Eitt af verkefnum okkar er að auka möguleika afrekskylfinga að leika á grasi í lengri tíma en hægt er að gera á Íslandi. Við sjáum hvað getur gerst þegar kylfingar komast í þannig aðstæður. Gísli Svein bergsson, Bjarki Pétursson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru allt dæmi um slíkt í bandaríska háskólagolfinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson draga vagninn áfram núna á stóru mótaröðunum. Það
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Landsliðið á að setja markið hátt“
er ómetanlegt að þau séu búin að sýna að það er allt hægt - og við þurfum að nýta meðbyrinn og koma enn fleirum á stóra sviðið í atvinnumennskunni.“ „Ég hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að ég vil árangur hjá kylfingunum okkar. Við eigum að stefna á efstu sætin á heimlista áhugamanna. Við eigum að stefna á að vera með tvær konur og tvo karla á mótaröðum þeirra bestu í heiminum. Landsliðin okkar eiga að setja markið hátt og við eigum að segja frá því að við ætlum að ná árangri. Hvað atvinnukylfingana varðar þá eiga þeir að setja sér það markmið að vera sem allra, allra styst á minni mótaröðunum. Ég er ekki að gera lítið úr þeim mótaröðum. Ég er aðeins að benda á þá staðreynd að það tekur fjögur ár að meðaltali fyrir atvinnukylfinga að komast inn á Evrópumótaröð karla. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir yngri kylfinga, sem geta þá byrjað að undirbúa sig enn betur. Það þarf getu og vilja til þess að ná alla leið í hóp þeirra bestu.“ Jussi mun á næstu mánuðum ferðast mikið með landsliðskylfingum Íslands og það ríkir tilhlökkun hjá honum að fá tækifæri til
að kynnast þeim betur. „Ég hef farið með nokkrum æfingahópum hjá golfklúbbum Íslands í vor. Það sem ég hef séð lofar góðu og það eru mikil tækifæri framundan. Við þurfum að beisla orkuna hjá þessum ungu kylfingum, beina henni í rétta átt, huga að meiri gæðum í æfingunum, og vinna mest með þá þætti sem hver og einn þarf að laga hjá sjálfum sér.“ Fjölbreytni er eitt af lykilorðunum hjá Jussi þegar hann ræðir um áherslur í barna- og unglingaþjálfun hér á landi. „Ég segi við alla að þeir eigi að vera í eins mörgum íþróttum og hægt er á meðan þeir hafa tímann í það. Sérhæfing á unga aldri er ekki rétta leiðin. Mér finnst frábært að sjá hversu margir krakkar stunda íþróttir hér á Íslandi og það er mikil íþróttamenning hérna. Ég lít þannig á það að þeir sem velja golfið og ætla sér alla leið geti nýtt sér þá reynslu sem þeir hafa fengið úr öðrum íþróttum í að komast alla leið. Fjölbreytnin er að mínu mati mikilvæg hjá þeim sem yngri eru og ég vil sjá sem flesta fara þá leið áður en þeir velja sína grein,“ segir Jussi Pitkanen.
GlassLine
• Heildstæð lausn fyrir sturtuna • Niðurfallsrenna úr ryðfríu stáli • 10 mm öryggisgler með „Cleantec“ áferð sem auðveldar þrif • Auðvelt í uppsetningu • Einhalla sturtubotn • Engar sýnilegar skrúfur
Smiðjuvegur 76 Kópavogur Sími 414 1000 Baldursnes 6 Akureyri Sími 414 1050 www.tengi.is
„Hef mikla ánægju af þessari hreyfingu“
KYNNING
– Unloader One Spelkan frá Össuri gefur Snorra meiri lífsgæði á golfvellinum
Snorri Gissurarson er golfari með meiru. Á daginn sinnir hann viðskiptaráðgjöf í fyrirtækinu Wise-lausnir en í frítímanum æfir hann golfsveifluna. „Það eru örugglega fimm eða sex ár síðan ég byrjaði í golfinu. Ég hef verið þó nokkuð mikið í því síðustu ár og í fyrrasumar var ég duglegur að fara. Nú fer að byrja nýtt tímabil þannig að ég neita því ekki að maður er að verða spenntur.“ Snorri er vanur því að vera á hreyfingu en frá unga aldri og fram til 25 ára aldurs stundaði hann frjálsar íþróttir, fótbolta og handbolta. Stífar æfingar í mörg ár kostuðu sitt og hefur Snorri glímt við íþróttameiðsl í hægra hné sem hefur leitt til þess að brjósk og liðþófi hafa eyðst í hnéliðnum öðrum megin og liðbil lækkað með samsvarandi verkjum og óþægindum. „Aðstæðurnar voru öðruvísi þá og mun verri að flestu leyti. Gervigrasið var stamt og gríðarlega varasamt, skórnir sem við
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Hef mikla ánægju af þessari hreyfingu“
æfðum í voru ekki gerðir fyrir mikið álag og maður fór aldrei til sjúkraþjálfara sem hefðu getað komið í veg fyrir meiðsl. Nú horfir þetta öðruvísi við iðkendum í íþróttum, sem betur fer,“ segir Snorri. Hann var í afrekshópi á sínum tíma sem þýddi ennþá meira álag enda fleiri æfingar. „Þegar ég hugsa til baka kemur eiginlega bara á óvart að ég sé ekki verri!“ „Þegar verkir í hnénu fóru að verða meira og meira áberandi fór ég að þreifa mig áfram til að bæta líðan mína. Ég fór í ómskoðun þar sem sást greinilega að ég var með langt gengna slitgigt í hnénu. Þá þurfti að taka ákvörðun um hvort ég ætti að fara í aðgerð.“ Þetta var fyrir um áratug síðan. „Hjá stoðtækjaþjónustu Össurar sá ég spelkur til sýnis sem ég hugsaði með mér að gætu hentað mér og sú varð raunin.“ Spelkan sem Snorri notar heitir Unloader One. Spelkan er hönnuð þannig að stillanlegir átaksborðar spenna í sundur hnéliðinn þar sem liðbilið hefur lækkað. Með því að nota spelkuna geta verkir og notkun verkjalyfja minnkað og einnig getur hún seinkað áframhaldandi sliti og liðskiptaaðgerð á hné. Spelkuna er Snorri með í ræktinni, á skíðum og að sjálfsögðu á golfvellinum. „Hún gerir mér kleift að stunda þessi áhugamál. Ég verð að passa mig þrátt fyrir það og halda mér í formi því ég finn fyrir hverju kílói sem ég bæti á mig.“ Snorri segist finna fyrir seyðingi og bólgum ef hann notar hana ekki í tvo til þrjá daga. „Ef ég nota spelkuna finn ég ekki fyrir neinu.“ Hann er duglegur að ferðast út fyrir landsteinana ásamt fjölskyldunni og þá er spelkan að sjálfsögðu með í för. „Kosturinn við spelkuna er að hún er þægileg og það fer lítið fyrir henni, ég pakka henni bara í handfarangurinn og þetta er ekkert mál. Hún nýtist við alla hreyfingu, jafnvel búðaráp. Við vitum nú að það getur alveg tekið á!“ Snorri hefur ákveðið að fara í liðskiptaaðgerð í haust. „Það skiptir öllu að hafa getað frestað aðgerðinni um 10 ár.“ Með því að nota spelkuna vann hann sér inn dýrmætan tíma þar sem gervihnéliðir hafa takmarkaðan líftíma. Snorri ætlar að njóta sumarsins með spelkuna góðu á golfvellinum því svo tekur við langt endurhæfingartímabil eftir aðgerð. „Við verðum í þessu hjónin á fullu býst ég við enda fer ég oftar eftir að hún byrjaði í golfinu líka. Við höfum verið ansi dugleg, til dæmis að fara í golfferðir út og líka hér heima. Svo er alltaf jafn gaman að fara á vellina hér í kringum borgina.“ Snorri býr í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þetta gerir manni svo gott, þó að veðrið geti verið allavega er svo gott að vera úti. Golfið er svo góð hreyfing, maður er kannski lengst úti á velli og það er bara einn ferðamáti í boði til að koma sér til baka. Ég hef mikla ánægju af þessari hreyfingu, samverunni við golffélagana og ég hlakka mikið til golfsumarsins sem er á næsta leiti.“
Eru liðverkir að hækka forgjöfina?
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.
„NUTRILENK GOLD hjálpar mér að fara golfhringinn verkjalaus“ Guðmundur Einarsson fyrrverandi framkvæmda stjóri Golfklúbbs Sandgerðis: „Ég er búinn að stunda golf allar götur síðan 1986 og það sem hefur háð mér mikið eru endalausir bakverkir. Ástandið var orðið þannig að eftir golfhringinn þá lá ég bara fyrir. Ég er búinn að prófa öll möguleg og ómöguleg ráð við þessum skolla, sjúkraþjálfun, líkamsrækt, nudd og fleira, svo ég tali nú ekki um öll þau verkja og bólgueyðandi lyf sem ég hef verið áskrifandi að. Fyrir um tveimur árum prófaði ég NUTRILENK GOLD og eftir um það bil þrjár vikur fór ég að finna mikinn mun á mér, bakið varð miklu betra og í raun allur skrokkurinn. Ég mæli hiklaust með NUTRILENK GOLD fyrir þá sem vilja fara golfhringinn verkjalausir.“
„Markmiðið að halda forgjöfinni“ Kylfingar frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík hafa vakið athygli fyrir góðan árangur á undanförnum misserum og þá sérstaklega í barnaog unglingaflokkum. Golf á Íslandi ræddi á dögunum við Marsibil Sigurðardóttur formann klúbbsins í glæsi legu æfingahúsnæði Hamars á Dalvík. Marsibil er ein af sex konum á landinu sem eru formenn í golfklúbbi en það eru aðeins nokkur ár liðin frá því hún sló sitt fyrsta golfhögg.
– Marsibil Sigurðardóttir formaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík er alþjóðlegur meistari í golfi Æfingahúsnæðið á Dalvík er einstakt en það er í gamla íþróttahúsinu á Dalvík. Þar hafa félagar í Hamri komið upp frábærri aðstöðu sem er vel nýtt af yngri kynslóðinni og þeim sem eldri eru. Séð yfir sjöttu flötina á Arnarholtsvelli sem er við klúbbhúsið. Mynd: seth@golf.is
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Markmiðið að halda forgjöfinni“
„Við erum með þetta húsnæði í leigu hjá Dalvíkurbæ og það hefur verið opið hérna frá árinu 2011 eða 2012. Klifurfélagið er með aðstöðu í gömlu áhorfendastúkunni og það er því oft mikið líf hérna í þessu húsi,“ segir Marsibil við Golf á Íslandi en hún fékk golfáhugann eftir að hafa fylgt syni sínum á mót á Norðurlandi og víðar um Ísland. „Ég var kylfusveinn í mörg sumur hjá honum Þorsteini Helga og upp úr því fékk ég áhuga á að prófa. Ég heillaðist af útiverunni og mig langaði að prófa golfið sjálf. Árið 2009 fór ég í byrjendakennslu hjá Árna Jónssyni golfkennara. Síðan tók Heiðar Davíð Bragason við sem golfkennari hjá Hamri og ég hélt áfram æfingum undir hans stjórn.“ Marsibil segir að hjá Hamri sé markmiðið að hlúa vel að þeim sem eru nýir í íþróttinni. „Það var tekið rosalega vel á móti mér þegar ég byrjaði. Mér fannst það gott og það skipti einnig máli að mæta reglulega á æfingar á meðan ég var að byrja í golfinu. Það gaf mér mikið og hélt mér við efnið,“ segir Marsibil en um 100 félagar eru í Hamri og um 20-25 konur spila reglulega golf hjá klúbbnum. „Samfélagið hérna á Dalvík telur um 1.500 manns. Það eru því töluvert margir
Að sjá árangur erfiðisins er
stórbrotin tilfinning! Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.
Hver sem íþróttin er, markmiðið er alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.
hledsla.is
Önnur brautin á Arnarholtsvelli liggur á sléttum hólmum Svarfdalsár. Mynd: seth@golf.is
í klúbbnum ef við horfum á það þannig. Í kvennastarfinu eru á bilinu 20-25 sem taka þátt með einhverjum hætti en við erum um 10-12 konur sem má telja til þeirra sem eru mjög virkir félagsmenn og spilum mikið. Við viljum gera enn betur og ná til fleiri kvenna og stelpna sérstaklega. Það hefur sýnt sig að ef konurnar byrja í golfi þá eru karlarnir líklegir til þess að fylgja með í kjölfarið,“ segir Marsibil en hún er í hópi félagsmanna Hamars sem leika mjög marga golfhringi á hverju ári.
BÍLDSHÖFÐA 20
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
58
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Markmiðið að halda forgjöfinni“
Marsibil vinnur á skrifstofu Samherja á Dalvík og henni þykir gott að endurnýja orkuna með góðum göngutúr á golfvellinum eftir vinnu. „Ég kann vel við mig á golfvellinum og ég spila oft ein þegar því er að skipta. Mér finnst gott að fara út þegar álagið er mikið. Ég er endurnærð eftir golfhringinn. Arnarholtsvöllur er krefjandi völlur og skemmtilegur að mínu mati. Það sem stendur okkur fyrir þrifum varðandi völlinn er að við eigum ekkert land til þess að stækka hann eða lengja. Þar að auki getur
Rétta kortið fyrir kylfinginn
Vildarpunktar Icelandair af allri verslun
Premium Icelandair
American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.
Kynntu þér kostina á kreditkort.is
Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers
Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.
Séð yfir 8. flötina og yfir Svarfaðardal.
Svarfaðardalsáin skemmt þrjár brautir í leysingum á vorin og það er vandamál sem við höfum glímt við lengi. Útlitið er hins vegar gott á þessu vori þar sem það er ekki mikill snjór í fjöllum og vonandi flæðir áin ekki yfir bakka sína á næstu vikum.“ Formaður Hamars er á sínu öðru ári sem formaður en Marsibil hafði áður verið í stjórn í 2-3 ár áður en hún tók við sem formaður. „Ég sóttist ekkert sérstaklega eftir því að verða formaður. Það eru ótal verkefni sem við göngum í og stundum er þetta mikið og stundum ekki. Við vorum með framkvæmdastjóra í starfi um tíma en í dag er það stjórnin sem skiptir með sér þeim verkefnum sem voru á hans herðum áður.“
2015 gerðist eitthvað hjá mér og ég náði að Félagar í Hamri eru í góðu sambandi við lækka mig niður í 19,5 og ég er með 19,9 aðra kylfinga á svæðinu og þá sérstaklega á í dag. Markmið sumarsins er að viðhalda Ólafsfirði og Siglufirði. „Við reynum að gera þessari forgjöf og kannski næ ég að bæta ýmislegt saman. Förum í golfmót á þessum mig eitthvað. Ég held að æfingarnar hjá stöðum og ferðumst saman á ýmsa staði. Þar Heiðari Davíð hafi skilað sér sumarið 2015 má nefna að við höfum farið á Akureyri, og ég náði nokkrum góðum hringjum á Sauðárkrók, Húsavík og í Mývatnssveit. mótum og lækkaði mikið í forgjöf á þessu Við höfum einnig farið nokkrar saman í sumri. Hápunkturinn var sigurinn á Arctic golfmót á suðvesturhorninu, þar sem við Open 2015 og það væri gaman að geta gert sameinumst í bíla og keyrum fram og til eitthvað slíkt aftur á næstu misserum,“ sagði baka á einum degi.“ SPEQ kylfurnar eru með mismunandi Marsibil Sigurðardóttir formaður stífleika Hamarsíog Framfarirnar hjá Marsibil í golfíþróttinni sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og alþjóðlegur meistari í golfi - en Arctic Open hafa verið miklar á undanförnum árum en unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir er jú alþjóðlegt mót. hún nefnir árið 2015 sem besta golfárið koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við sitt á ferlinum. „Ég var með í kringum 30 í bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla forgjöf og náði að lækka mig í 27. Sumarið kerrur fyrir krakka.
ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski og margt fleira. Nánari upplýsingar um úrval og verð hjá
hans@golfskalinn.is 60
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Markmiðið að halda forgjöfinni“
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 84400 05/17
Mynd: seth@golf.is
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 84400 05/17
LEXUS NX SKARPARI Á ALLA KANTA
Lexus NX hefur skarpari línur og sker sig úr fjöldanum með sportlegri hönnun sem gleður augað frá öllum sjónarhornum. Að innan státar Lexus NX af skjá með 360 gráðu sjónsviði og Mark Levinson Premium Surround hljóðkerfi sem magnar seiðandi aðdráttarafl hans – hvar sem hann kemur. Verð frá 6.930.000 kr. lexus.is Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400
NX
Áhugaverðar tillögur um breytingar á golfreglunum lagðar fram Tillögur að reglubreytingum hafa verið lagðar fram hjá R&A í Skotlandi og USGA í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi í ársbyrjun 2019. Margar áhugaverðar tillögur er að finna á þessum lista og flestar miða að því að einfalda hlutina fyrir kylfinga.
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur
GOLF.IS
63
Bolti látinn falla. Ekki þarf lengur að láta boltann falla úr axlarhæð, eina skilyrðið er að boltanum sé haldið á lofti og að hann snerti ekki gras eða annan gróður þegar hann er látinn falla. ■■ Bolti hreyfist við leit. Ef bolti hreyfist við leit að honum er það vítalaust og boltinn er lagður aftur á fyrri stað. Ef sá staður er ekki þekktur er boltinn lagður á áætlaðan stað. ■■ Bolti hreyfist á flöt. Ef leikmaður veldur því af slysni að bolti hreyfist á flöt er það vítalaust og boltinn er lagður aftur á fyrri stað. Þessi regla hefur þegar verið innleidd á þann hátt að klúbbar og mótsstjórnir geta sett staðarreglu í þessa veru. ■■ Viðmið við ákvörðun um ástæðu þess að bolti hreyfðist. Í núverandi reglum telst leikmaður hafa valdið hreyfingu bolta ef meiri líkur en minni eru á að hann hafi valdið hreyfingunni. Lagt er til að leikmaður teljist hafa valdið hreyfingunni þegar það er vitað eða nánast öruggt að hann hafi valdið hreyfingunni (a.m.k. 95% vissa). ■■ Bolti óvart sveigður úr leið. Ef bolti lendir óvart í leikmanninum, útbúnaði hans, kylfubera, einhverjum sem gætir flaggstangarinnar fyrir leikmanninn eða í flaggstönginni er það vítalaust. ■■ Leitartími. Leitartími styttist úr 5 mínútum í 3 mínútur.
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur
■■ Sokkinn bolti. Lausn er veitt frá sokknum bolta hvar sem er nema í sandi. ■■ Skipt um bolta. Skipta má um bolta hvenær sem tekið er víti eða frílausn, t.d. frá óhreyfanlegum hindrunum. ■■ Púttað í flaggstöngina. Það er vítalaust þótt púttað sé af flötinni og boltinn hitti flaggstöngina í holunni. ■■ Skemmdir á flötum. Í stað þess að einungis megi lagfæra boltaför og gamla holutappa á flötum má lagfæra svo til allar skemmdir, s.s. takkför. ■■ Að snerta púttlínuna. Það er vítalaust þótt leikmaður snerti púttlínuna, svo framarlega sem það bæti ekki aðstæður fyrir næsta högg. ■■ Bolti hreyfist eftir að honum hefur verið lyft og hann lagður aftur. Ef bolti hreyfist eftir að lega hans hefur verið merkt, honum lyft og hann lagður aftur á alltaf að leggja hann aftur á fyrri stað, jafnvel þótt hann hafi fokið. ■■ Kylfuberi merkir og lyftir bolta á flöt. Ekki er lengur víti þótt kylfuberi merki og lyfti bolta leikmannsins á flöt, án sérstakra fyrirmæla leikmannsins.
■■ Vítasvæði. Mótsstjórnir mega merkja hvaða svæði sem er sem „vítasvæði“ með gulum eða rauðum stikum, svo sem skóg, hraun o.s.frv. ■■ Lausn „hinum megin" í rauðmerktum svæðum. Ekki er lengur leyft að taka víti „hinum megin" við torfæruna í rauðmerktum svæðum, nema mótsstjórn setji staðarreglu í þá veru. ■■ Takmarkanir í „vítasvæðum". Ekki er lengur bannað að snerta eða hreyfa lausung í „vítasvæðum", s.s. vatnstorfærum. ■■ Takmarkanir í glompum. Ekki er lengur bannað að snerta eða hreyfa lausung í glompum. ■■ Sandur snertur í glompu. Minni takmarkanir eru á því að hreyfa við sandi í glompu þegar boltinn er í glompunni. ■■ Bolti dæmdur ósláanlegur í glompu. Ný regla leyfir leikmanni að taka víti upp úr glompu, gegn tveimur vítahöggum. ■■ Skemmdar kylfur. Nota má kylfur sem hafa skemmst við leik, hvernig svo sem þær skemmdust. ■■ Fjarlægðarmælar. Ekki þarf lengur að setja staðarreglu til að leyfa notkun fjarlægðarmæla. Mótsstjórn getur á hinn bóginn bannað notkun fjarlægðarmæla, með staðarreglu. ■■ Nýtt leikform. Kynnt er nýtt leikform, „hámarksskor,“ þar sem sett er hámarksskor á holu og leikmenn hætta leik á holu þegar því hámarki er náð.
Afmörkun svæðis þar sem láta á bolta falla. Í stað einnar eða tveggja kylfulengda er miðað við 20 og 80 tommur.
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
Helstu hugmyndir um breytingar eru eftirfarandi:
Rík wa bre
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Ríkulegur búnaður í Platinum Edition: Leður og Alcantara innrétting, leiðsögukerfi með Íslandskorti, 20” RS Spider Platinum álfelgur, rafdrifin GTS sportsæti, stillanlegur forhitari, Bi-Xenon framljós með beygju, BOSE® 665 watta hljóðkerfi, stillanleg fjöðrun (PASM ), hiti í framsætum, 8 gíra sjálfskipting með skiptingu í stýri, Porsche ferðahleðslustöð, Privacy glass (litað gler), tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, samlitir brettakantar, svartir háglans gluggalistar, skriðstillir (Cruise Control), upplýstir sílsalistar, Porsche merki greypt í höfuðpúða, sjálfvirk birtustillingspegla, felgumiðjur með Porsche logo í lit, PCM, Porsche Connect Plus, o.m.fl.
Við hættum ekki að leika okkur af því við verðum gömul. Við verðum gömul af því við hættum að leika okkur.
Porsche Cayenne S E-Hybrid 416 hestöfl | 590Nm tog
Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is
Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00
Guðrún S. Eyjólfsdóttir skellti sér á golf dómaranámskeið og skemmti sér vel
„Ég vildi kunna meira og betur“
66
GOLF.IS
FORGJAFARLAUS GÆÐI
Hljómar nokkuð betur en hinn fullkomni smellur, mjúkt skoppið á flötinni eða hringlandi marrið þegar bolti fer í holu? NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI
Við höfum góða reynslu af framtíðinni NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / NETVERSLUN.IS
„Ég hef brennandi áhuga á golfi og þessi íþrótt er það skemmtilegasta sem ég geri. Þótt árangurinn sé ekki endilega í samræmi við erfiðið. Ég valdi að fara á héraðsdómaranámskeiðið þar sem mig langaði að auka þekkingu mína á golfreglunum sem eru margar og oft snúnar. Mér fannst þetta líka góður tími í febrúar, þekking á reglunum er hluti af golfinu og þekking á þeim dýpkar upplifunina á golfíþróttinni,“ segir Guðrún S. Eyjólfsdóttir sem var í hópi 22 nýrra héraðsdómara sem bættust í hóp golfdómara fyrr á þessu ári. Héraðsdómaranámskeið dómaranefndar GSÍ tókst mjög vel og var þátttakan mjög góð. Guðrún segir að námskeiðið hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Fyrirlestrarnir voru vel skipulagðir og vel settir fram. Fyrirlesararnir eru í fremstu röð og komu þessu vel frá sér. Þeir sýndu mikið af dæmum frá uppákomum úr atvinnugolfinu og það kryddaði mjög fyrirlestrana. Eiginmaðurinn minn var með mér á þessu námskeiði. Við ræddum því mikið um efni námskeiðsins og lærðum saman heima. Það var nauðsynlegt að læra heima á milli fyrirlestra. Í fyrstu fannst mér þetta nokkuð erfitt. En á þriðja fyrirlestrinum fóru púslin að falla saman og þetta varð skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Guðrún en eiginmaður hennar er Snjólfur Ólafsson.
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ég vildi kunna meira og betur“
Alls luku 22 prófi sem héraðsdómarar að þessu sinni og þar af voru fjórar konur. Aðspurð segir Guðrún að það séu án efa ýmsar ástæður fyrir því að konur séu í minnihluta á slíkum námskeiðum. „Konur eru síður tilbúnar að keppa en karlar. Fólk tengir eflaust golfreglurnar við keppni og tekur þær síður alvarlega í afþreyingargolfi. Sumum finnst þetta golfregluþvarg leiðinlegt og vilja bara spila og hafa gaman.“ Guðrún segir að hún hafi farið á héraðsdómaranámskeiðið fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. „Ég vildi kunna meira og betur, geta tekið slaginn á vellinum ef og þegar á reynir. Maður hittir oft kylfinga sem telja sig vera með allt á hreinu en eru það alls ekki. Þá er gott að vera búinn að kynna sér reglurnar og þekkja golfreglubókina vel. Ég veit svo sem ekki hvort ég taki að mér dómarastörf þegar fram líða stundir. Maður er ekki fullnuma þó að prófið sé að baki.
Maður þarf ávallt að bæta við sig þekkingu á þessu sviði. Næsta skref fyrir mig væri að fá að fylgjast með reyndum dómara við störf.“ Guðrún er lyfjafræðingur og stýrði lengi gæðamálum hjá Actavis. Hún á fimm barnabörn, hvert öðru dásamlegra, eins og hún segir sjálf frá. Nýliðanámskeið árið 1998 hjá GKG kveikti golfneistann hjá Guðrúnu. „Eftir það var ekki aftur snúið. Í gegnum tíðina hefur oft verið lítill tími til þess að stunda golfið. En ég hef nýtt tímann betur undanfarin 2-3 ár þar sem vinnan er ekki að trufla mig lengur. Golf er eina íþróttin sem ég hef stundað hjá íþróttafélagi, en ég hef verið í líkamsrækt og slíku á eigin vegum. Ég hef margoft spurt mig af hverju ég hafi ekki byrjað fyrr í golfi. Ég held að flestir kylfingar á miðjum aldri eins og ég spyrji sig að því,“ segir Guðrún en hún er félagi í tveimur klúbbum, GKG og GKB. „Við erum
Ég valdi að fara á héraðsdómara námskeiðið þar sem mig langaði að auka þekkingu mína á golfreglunum sem eru margar og oft snúnar.
með sumarhús í Kiðjabergi og spilum mikið þar á þeim stórkostlega velli. Við hjónin erum einnig í GKG og spilum líka þar. Eina markmiðið er að spila mikið og hafa gaman af því,“ segir Guðrún S. Eyjólfsdóttir, héraðsdómari í golfi og kylfingur.
GOLF.IS
69
Vel heppnað dómaranámskeið
Héraðsdómaranámskeið dómaranefndar GSÍ tókust mjög vel og var þátttakan í ár mjög góð.
Golfhreyfingin eignaðist alls 22 nýja héraðsdómara. Það má gera ráð fyrir að dómararnir fái fjölmörg verkefni hjá sínum klúbbum því gert er ráð fyrir tæplega 1500 mótum í mótaskrá GSÍ í sumar samkvæmt venju – og þar af um 800 opnum mótum.
Dómaranefnd GSÍ hefur mörg undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum fyrir verðandi héraðsdómara og þannig reynt að sinna skyldum sínum varðandi fjölgun og símenntun dómara. Síðustu ár hefur héraðsdómaranámskeiðið verið haldið í vetrarlok, rétt áður en golfvertíðin hefst. Að þessu sinni var héraðsdómaranámskeiðið haldið fyrr en venjulega og tókst sú tilraun vel. Fleiri áttu þess kost að mæta og námskeiðið rakst t.d. ekki á golfferðir erlendis. Námskeiðið var samkvæmt venju haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og saman stóð af fjórum kvöldfyrirlestrum, auk prófs. Þeir sem áttu þess ekki kost að mæta á fyrirlestrana í Laugardalnum gátu horft á þá í beinni netútsendingu.
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnað dómaranámskeið
Samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ skal golfklúbbur skipa dómara fyrir hvert opið mót og á dómarinn að vera til staðar á meðan mótið fer fram. Þessu ákvæði hefur verið misvel framfylgt. Andri Þór Árnason, GSS Einar Már Hjartarson, GM Gísli Bogason, GR/GSF Gísli Karel Eggertsson, GM Guðbjartur Haraldsson, GKG Guðjón Grétar Daníelsson, GB Guðmundur Brynjólfsson, GVS Guðmundur Daníelsson, GB Guðrún S. Eyjólfsdóttir, GKB/GKG Hrafn Guðlaugsson, GSE Ívar Harðarson, GÞH/GKG
Í sumum klúbbum er það metnaðarmál mótanefnda og forráðamanna að standa vel að dómgæslunni, jafnt og annarri framkvæmd mótanna. Starf dómaranna felst í fleiru en eiginlegri dómgæslu úti á velli, þeir eiga t.d. einnig að tryggja að merkingar vallanna séu í lagi, staðarreglur séu skýrar og í samræmi við golfreglur og að í keppnisskilmálum komi fram öll atriði sem þar þurfa að vera. Góður undirbúningur og skýr ákvæði um framkvæmd mótanna kemur í veg fyrir ýmsar uppákomur og leiðindi sem annars geta orðið. Helsta ástæða þess að dómarar eru ekki tilnefndir á opnum mótum er einfaldlega skortur á dómurum – og með fjölgun dómara aukast líkurnar á því að dómarar séu til staðar á opnum mótum.
Jón Frímann Jónsson, GM Kristján B. Halldórsson, GSS Kristján Guðmundsson, GF Magnús Gunnarsson, GR Magnús Ríkharðsson, GSG Róbert Sigurðarson, GS Sigríður Erlingsdóttir, GS Sigrún Edda Jónsdóttir, NK Snjólfur Ólafsson, GKB/GKG Stefanía Arnardóttir, GSE Þór Ríkharðsson, GSG
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Sjónvarps áhorfandi í dómara hlutverki
Sigur Ryu féll í skuggann af „Lexi Thompson dómnum“ á ANA Inspiration risamótinu
Thompson merkti bolta sinn á 17. flötinni og tók hann upp samkvæmt venju. Þegar hún lagði boltann niður aftur við merkið var boltinn ekki alveg á nákvæmlega sama stað og áður. Meðspilarar Thompson gerðu enga athugasemdir og hún sjálf tók greinilega ekki eftir því að boltinn væri ekki á sama stað og áður. Thompson fékk tvö högg í víti fyrir að leggja boltann niður á röngum stað og tvö til viðbótar fyrir að skila inn röngu skori eftir þriðja hringinn. Til að gera langa sögu stutta þá réðust úrslitin í bráðabana þar sem So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu fagnaði sigri gegn Thompson. Þetta var annar sigur Ryu á risamóti en hún sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2011. Margir þekktir kylfingar gerðu athugasemdir við það verkferli sem notað var í þessu tilviki og þá sérstaklega að atvikið skuli hafa verið tilkynnt af sófakartöflu heima í stofu. Tiger Woods sagði m.a. að sjónvarpsáhorfendur ættu ekki að fá hlutverk dómara heima í stofu. Söngvarinn og leikarinn heimsfrægi Justin Timberlake
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sjónvarpsáhorfandi í dómarahlutverki
hrósaði Thompson og sagði að margir hefðu ekki tekið þessu atviki af eins mikilli yfirvegun og hún gerði. Kylfingar á LPGAmótaröðinni mótmæltu framkomu LPGA í þessu máli á Twitter, og þar var rauði þráðurinn sá að ekki ætti að úrskurða í slíku máli 24 tímum eftir að atvikið átti sér stað. Í kjölfarið á þessum úrskurði hafa bæði R&A og USGA tekið sig saman og sett takmörk á slíkar ábendingar frá sjónvarpsáhorfendum. Þar er m.a. bent á að sum atvik, og þar á meðal hreyfingu á bolta, geti mannsaugað varla greint nema með aðstoð frá myndbandsupptöku sem horft er á aftur og aftur. Atvikið hefur því leitt af sér breytingu og þessi nýja regla hefur að sjálfsögðu fengið nafnið „Lexi Thompson reglan“.
174.186/maggioskars.com
Atvik sem varð til þess að Lexi Thompson fékk dæmd á sig fjögur vítishögg á ANA Inspiration risamótinu á LPGA-mótaröðinni vakti gríðarlega athygli í apríl. Bandaríska ungstirnið var á miðjum lokahring og var með þriggja högga forskot. Á þeim tíma kom einn af dómurum mótsins að henni og tilkynnti að búið væri að úrskurða í máli sem hófst með ábendingu frá sjónvarpsáhorfanda á þriðja keppnisdeginum. Sá aðili taldi að Thompson hefði haft rangt við og sendi hann ábendingu með tölvupósti á LPGA. Atvikið var skoðað á myndbandsupptöku.
S
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
74
GOLF.IS
Gripið er það eina sem kylfingar snerta þegar þeir halda á golfkylfu. Gripið er því afar mikilvægur hluti af golfútbúnaðinum. Hér eru nokkur einföld ráð til þess að lengja líftíma gripsins á kylfunni án þess að það kosti mikið. Húðfita, salt, vindur, sól, regn og hiti hafa áhrif á eiginleika golfgripsins með tímanum. Gripið verður hart og sleipt. Slíkt grip verður til þess að við höldum fastar um kylfuna sem getur leitt til þess að við sláum boltann ekki eins vel og hægt er. Skekkjan í höggunum getur orðið mun meiri með lélegu gripi á kylfunni.
Það er ávallt besta tilfinning að finna að gripið á kylfunni sé hreint og það sé öryggistilfinning sem fylgi því að taka um kylfuna. Kylfingar ættu að láta fagmann skipta um grip á kylfum með reglulegu millibili. Hægt er að lengja líftíma gripsins og hér eru nokkur ráð frá fagmanni í þeim efnum.
Áhöld:
Aðferð:
Sandpappír. Uppþvottalögur. Uppþvottabursti/ naglabursti. Handklæði.
1. Renndu sandpappírnum létt yfir gripið. Markmiðið er að pússa þau aðeins upp og fjarlægja glansandi áferðina sem er á gamla gripinu. 2. Notaðu síðan heitt vatn, uppþvottalög og bursta til þess að þrífa gripið. 3. Skolaðu síðan vel af gripinu með volgu eða heitu vatni. Gættu þess
að sápan fari alveg af gripinu. Sápuleifar á gripinu gætu orðið til þess að það verði mjög sleipt ef það rignir úti á vellinum. Athugið: Þessa aðferð er aðeins hægt að nota á grip sem þola sandpappír. Grip á borð við Winn er ekki hægt að pússa upp.
dk bókhaldskerfi
Snjalltækjalausnir
það sem allir eru að nota
dk iPos sölukerfi
dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leiti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga. Sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og nýjungar í tækni eins og aðlögun að spjaldtölvum, snjallsímum og greiðsluveitum.
Business App línan frá dk
dk iPos er hagkvæm afgreiðslulausn sem eykur hraða og skilvirkni í sölu. dk iPos afgreiðslukerfið er tengt miðlægu bakvinnslukerfi og dk bókhaldskerfi.
Bókhalds- og sölukerfi í áskrift
Business App línan fer sífellt stækkandi hjá dk og er nú hægt að fá dk iPos sölukerfi, verkbókhald og dk stjórnborð (BI-lausnir) sem App í síma eða spjaldtölvu, bæði fyrir Android og iOS stýrikerfi.
Bjóðum fullbúið bókhalds- og sölukerfi ásamt kerfishýsingu með tengingu við þinn bókara.
Skoðaðu málið á dk.is
Skoðaðu málið á dk.is
dk Verk verkbókhald
iPos sölukerfi
Stjórnborð BI - lausnir
Snjalltækjalausnir, skýjalausnir og Office 365 í áskrift.
Office 365 skýjalausn
dk-one skýjalausn
dk hugbúnaður ehf | Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík | Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri | www.dk.is | 510 5800
Erfitt golfhögg Lárus Ingi Antonsson slær hér erfitt golfhögg á Leirdalsvelli. Mynd: seth@golf.is
Það þarf kjark, þor og getu til þess að taka ákvörðun um að slá golfbolta sem liggur þétt upp við tré á golfvelli.
Akureyringurinn efnilegi, Lárus Ingi Antonsson, var ekki lengi að taka ákvörðun um að slá boltann úr þessari erfiðu stöðu á Leirdalsvelli á Íslandsmóti unglinga í fyrrasumar. Lárus Ingi reif rándýrt járn upp úr pokanum og sló boltann þrátt fyrir að hafa ekki getað klárað sveifluna. Höggið heppnaðist ágætlega, boltinn rúllaði eftir brautinni og kylfan var óskemmd.
76
GOLF.IS
Langaði að prófa eitthvað nýtt
– Andri Már Guðmundsson æfði við bestu aðstæður á Spáni í vetur
„Ég var orðinn frekar þreyttur á því að slá í Básum yfir vetrartímann og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Þess vegna fórum við til Spánar í vetur,“ segir Andri Már Guðmundsson sem æfði golf við bestu aðstæður á Torrevieja svæðinu í vetur. Andri, sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, flutti til Spánar sl. haust þar sem hann bjó í bænum Playa Flamenca ásamt móður sinni, Heklu Daðadóttur, og yngri bróður sínum. 78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Langaði að prófa eitthvað nýtt
G v E m
minn besti kylfusveinn
GPS golf snjallúr sem gefur þér nákvæma vegalengd að hindrunum og holu. Einnig er það frábært heilsu- og æfingaúr með innbyggðum púlsmæli. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s: 577-6000 | www.garmin.is
Andri Már var í 10. bekk í vetur. „Ég fór í skólann alla virka daga kl. 8 og var þar til um kl. 14. Eftir skólann fór ég beint upp á golfvöll þar sem ég æfði mig eða spilað. Ég var mest á Las Ramblas, Villamartin og Campoamor og yfirleitt var ég fram undir kvöldmat við æfingar. Mér finnst ég hafa tekið miklum framförum hérna í vetur. Hér get ég æft öll högg á grasi við bestu aðstæður í 15–20 stiga hita sem er svo miklu betra en að slá í net á gervigrasi. Þar að auki hef ég fengið tækifæri til þess að spila golf í hverri viku. Við verðum hérna að öllum líkindum aftur næsta vetur og
80
þetta hefur hjálpað mér svakalega mikið að bæta mig í golfi.“ Andri fékk golfáhugann þegar hann fór á námskeið þegar hann var sex ára. „Ég tók mér pásu frá golfinu í tvö ár en byrjaði síðan aftur samhliða mótókrossi. Fyrir um sjö árum þurfti ég að velja á milli að fá nýtt golfsett eða nýtt mótorhjól. Ég valdi golfsettið. Það er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Það skemmtilegasta við golfið er að sjá golfboltann fara nákvæmlega þangað sem þú ætlaðir að slá hann og setja niður pútt fyrir fugli er einnig það skemmtilegast við golfið.“
Staðreyndir:
Golfpokinn:
Nafn: Andri Már Guðmundsson. Aldur: 16 ára. Forgjöf: 3,6. Uppáhaldsmatur: Dominos eða hamborgari. Uppáhaldsdrykkur: Fanta Lemon. Uppáhaldskylfa: Dræverinn. Ég hlusta á: Hip-hop og róleg lög. Besta skor í golfi: -2 á Morgado Golf course. Besta vefsíðan: Youtube. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Kikna undir pressu, t.d. missa pútt fyrir sigri. Draumaráshópurinn: Rory McIlroy, Gary Player og Tiger Woods.
Dræver: Taylormade M2. Brautartré: Callaway X2 hot. Blendingur: Er ekki með blending, nota utility 3-járn frá Callaway sem „fyrirgefur“ aðeins meira en hin járnin. Járn: Callaway Apex Pro. Fleygjárn: Titleist Vokey SM6. Pútter: Odyssey TANK. Hanski: Titleist Permasoft. Skór: Adidas Adizero. Poki: Cobra Fly-Z cart bag. Kerra: Clicgear 3.0.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Langaði að prófa eitthvað nýtt
Andri Már á sér drauma varðandi framtíðina „Markmiðið er að komast í háskóla í Bandaríkjunum á háskólastyrk og spila mig inn á PGA-mótaröðina. Það er stærsti draumurinn. Ég þarf að bæta púttstrokuna mína sem er ekki nógu góð en ég er að vinna í því með þjálfaranum mínum. Helsti styrkleikinn er að ég kem oft sterkur til baka eftir að hafa gert mistök á einni holu, þá fæ ég bara fugl á þeirri næstu,“ segir Andri en hann hefur gaman af því að spila tölvuleiki, vera á snjóbrettinu og hlusta á tónlist. Eftirminnilegasta atvikið hjá Andra á ferlinum er að hafa upplifað sigur með GM á Íslandsmóti golfklúbba í Borgarnesi sumarið 2015. „Það er skemmtilegasta mót sumarsins og geðveikt að hafa fengið tækifæri að vera í sigurliðinu.“
Andri Már á sér þrjár uppáhaldsholur „Átjánda holan á Lo Romero á Spáni er frábær. Flötin er eyja með vatni allt í kring og geggjað að enda golfhringinn á þeirri holu. Fjórða holan á Hlíðavelli er geggjuð, með flotta teiga, og þar er hægt að taka áhættu í innáhögginu. Að lokum er það 18. holan á Las Colinas á Spáni. Mér finnst flott að sjá klúbbhúsið fyrir aftan flötina, glompu vinstra megin og vatn hægra megin,“ segir Andri Már Guðmundsson.
Hraðaspurningar
Stóra skapið hefur fylgt mér alla tíð
– Aron Elí sýndi lipra handboltatakta á Jaðarsvelli Aron Elí Gíslason er kraftmikill en afar lipur kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar. Hinn 18 ára gamli Aron Elí á margar minningar frá golfvellinum og 125 högg á Íslandsmóti golfklúbba eru þar á meðal. Hann æfði handboltataktana á 3. flötinni á Jaðarsvelli sl. sumar og hann óttast Stebba dúfu mest af öllu. Aron Elí dreymir um að spila golf með Dean Martin, fyrrum knattspyrnuhetju úr KA. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Margir félagar mínir voru í golfi og þeir drógu mig með sér í þetta. Hvað er skemmtilegast við golfið? Holukeppni. Framtíðardraumarnir í golfinu? Háskólagolf í USA. Hver er styrkleiki þinn í golfi? Löng járnahögg. Hvað þarftu að laga í þínum leik? Skapið, það er eitthvað sem hefur fylgt mér alla tíð. Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? Íslandsmeistari á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri á Strandarvelli árið 2016. Það var geggjað og stendur svo sannarlega upp úr. Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? Það hlýtur að vera Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri árið 2013. Ég fékk þann heiður að spila höggleikinn fyrir GA. Byrjaði með 10
höggum á 1. braut og sló síðan 12 högg á þeirri næstu, endaði á 125 höggum og því gleymir maður seint. Draumaráshópurinn? King Bóas (Axel Bóasson), King Sveinbergs (Gísli Sveinbergsson) og Dean Martin. Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? 6. brautin á Garðavelli á Akranesi, algjör „risk-reward“ hola, þær gerast ekki skemmtilegri. 13. brautin í Vestmannaeyjum, án efa ein erfiðasta golfhola á landinu, sérstaklega í mótvind. Upphafshöggið þarf að vera fullkomið, og innáhöggið enn betra. 9. brautin á Hvaleyrinni í Hafnarfirði, eftir að hafa drævað á bílastæðið þar nokkrum sinnum fær maður góða tilfinningu með því að setja boltann
á braut og þurfa ekki að ganga stórskuldugur á næsta teig Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? Handbolta, fótbolta og snjóbretti. Í hvaða skóla og bekk ertu? Ég er í Menntaskólanum á Akureyri í þriðja bekk. Af hverju varstu svona reiður á 3. flötinni á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli í fyrra? Ég var eitthvað pirraður eftir þriðja þrípúttið í röð og ákvað að taka létta handboltaæfingu á flötinni með kylfusveininn minn til varnar. Fjórum holum síðar festist ég inni í skóg aftan við flötina og leyfði kylfunni aðeins að finna fyrir því. Lék holuna á 12 höggum. Eins gott að það var enginn að smella af myndum þar.
Staðreyndir: Nafn: Aron Elí Gíslason. Aldur: 18 ára. Forgjöf: 5. Uppáhaldsmatur: Naut og bernaisesósa klikkar sjaldan. Uppáhaldsdrykkur: Pepsi Vatn à la Gussi Bigg. Uppáhaldskylfa: Driver. Ég hlusta á: Hamrabandið. Besta skor í golfi: 72 á Jaðri. Besta vefsíðan: Edwinwatts.com. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Stebba dúfu. Dræver: TaylorMade SLDR. Brautartré: TaylorMade SLDR. Blendingur: Nota ekki svoleiðis. Járn: TaylorMade Rocketbladez Tour. Fleygjárn: Titleist SM5. Pútter: Ping Scottsdale. Hanski: FootJoy. Skór: Nike. Golfpoki: Callaway. Kerra: Clicgear.
82
GOLF.IS
Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á LET Evrópumótaröðinni 2017
KYLFINGAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Forskot er sjóður sem styður við íslenska kylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð. Eimskip, Valitor, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vörður tryggingar og Blue Lagoon standa að Forskoti ásamt Golfsambandi Íslands. Forskot er meðal annars stoltur styrktaraðili þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru sem í ár leika á mótum með bestu kylfingum heims.
Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eiga báðar ágæta möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Tókýó í Japan árið 2020. Ólafía var í sæti nr. 498 á heimslistanum þann 6. mars sl. og Valdís Þóra var í sæti nr. 690. Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana hjá báðum kynjum eða 120 keppendur samtals. Viðamikið kvótakerfi er í gangi varðandi þátttökurétt keppenda og er það gert til þess að sem flestar þjóðir eigi möguleika á að koma keppendum inn á ÓL.
Fimmtán efstu á heimslista karla og kvenna komast sjálfkrafa inn á ÓL 2020 en aðeins fjórir geta verið frá sama landi á þeim lista. Kvóti er á fjölda keppenda frá hverri þjóð og geta aðeins tveir að hámarki verið frá sama landi í sætum 16-59 á styrkleikalistanum. Sem dæmi má nefna að á ÓL í Rio de Janeiro í Brasilíu í fyrra komst Cathryn Bristow frá Nýja-Sjálandi inn á ÓL. Hún var í sæti nr. 446 þegar heimslistinn var uppfærður þann 11. júlí 2016 en þá var síðasti möguleiki keppenda til þess að bæta stöðu sína á heimslistanum. Á þeim tíma voru Ólafía Þórunn og Valdís Þóra í sætum nr. 714 og 731 á heimslistanum. Ólafía var því 268 sætum frá því að komast inn og Valdís Þóra var 285 sætum frá því að komast inn á ÓL.
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísland á ÓL 2020?
ENNEMM / SIA • NM81967
Ólafía Þórunn og Valdís Þóra þokast nær Ólympíusæti í Tókýó 2020
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Ísland á ÓL 2020?
ALCAIDESA
I
COSTA BALLENA
I
LA SELLA
I
MONTECASTILLO
I
NOVO ST. PETRI
ENNEMM / SIA • NM81967
Frá kr.
174.995
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
m/hálfu fæði
Bókaðu
GOLFFERÐ Costa Ballena
Netverð á mann frá kr. 174.995 m.v. 2 í herbergi. 24. september í 7 nætur.
595 1000
.
heimsferdir.is – fáðu meira út úr fríinu
Gott tækifæri fyrir meistaranema
– Golfsambandið og HR í samstarf um rannsóknir á afrekskylfingum Golfsamband Íslands (GSÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík munu kosta meistaraverkefni í íþróttavísindum og þjálfun við HR þar sem fylgst verður með líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum afrekskylfinga næstu tvö árin. Forsvarsmenn GSÍ og íþróttafræðisviðs HR skrifuðu nýlega undir samning þar að lútandi. Markmiðið með samstarfinu er að efla þjálfun bestu kylfinga landsins og byggja hana á traustum gögnum. Mælingar verða gerðar tvisvar til fjórum sinnum á ári og afrekskylfingar og þjálfarar munu fá ráðgjöf frá sérfræðingum HR út frá niðurstöðum þeirra. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við afreksstjóra GSÍ.
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttasviðs HR, segir að samkomulagið falli vel að stefnu sviðsins um áframhaldandi uppbyggingu á öflugum rannsóknum og meistaranámi í íþróttafræði innan háskólans í samstarfi við hin ýmsu sérsambönd. „Nemendur í meistaranámi eiga þess nú kost að vinna að styrktum rannsóknaverkefnum sem tengjast hinum ýmsu íþróttagreinum. Þetta verkefni og fleiri svipuð verða auglýst
til umsóknar innan tíðar og það verður spennandi að sjá hvernig niðurstöðurnar munu nýtast við afreksþjálfun.“
Rannsóknir mikilvægar Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambandsins, segist mjög ánægður að ganga til þessa samstarfs við HR og það sé mjög mikils virði að fá samanburðarhæfar mælingar yfir tíma, unnar af fagfólki. „Niðurstöður þessara mælinga mun gera þjálfurum kleift að fylgjast betur með líkamlegu ástandi kylfinga, sem er m.a. mikilvægt til að geta komið í veg fyrir álagsmeiðsl. En þær eru líka mikilvægar fyrir aukna áherslu okkar á hugarþjálfun kylfinga, sem er ekki síður mikilvæg en líkamsþjálfunin, til að ná góðum árangri á golfvellinum.“
Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Þetta einkennir merkisbera KPMG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
Frábær völlur og magnað æfingasvæði – Meldrum House er frábær valkostur fyrir íslenska kylfinga í Skotlandi
88
GOLF.IS
GOLF.IS
89
Á Aberdeen-svæðinu eru fjölmargir frábærir möguleikar í boði fyrir kylfinga. Þar á meðal er Meldrum House sem er nýr valkostur og eru GB ferðir með pakkaferðir þangað. Þegar ekið er inn á Meldrum House svæðið er farið í gegnum þröngt en tignarlegt hlið. Sagan drýpur af hverju strái á þessu svæði enda er aðalbygging hótelsins frá 13. öld og viðbygging í sama stíl frá 16. öld.
Hótelið er hlaðið verðlaunum frá undanförnum árum en hótelrekstur hefur verið í Meldrum House frá miðri síðustu öld. Árið 2009 var ný álma tekin í notkun þar sem áður voru hesthús og
er sá hluti hótelsins afar skandinavískur og nútímalegur. Það var sjálfur Sir Alex Ferguson sem vígði þá byggingu árið 2009. Árið 2016 var glæsileg viðbygging við gamla hótelið opnuð. Þar eru glæsileg og nútímaleg herbergi, ásamt veislusölum af ýmsum stærðum, en Meldrum House er eitt vinsælasta hótelið í Skotlandi fyrir brúðkaupsveislur. Barinn á Meldrum House er staðsettur í gamla kastalanum sem reistur var fyrir 800 árum. Þar er notaleg stemning og ólík því sem flestir hafa upplifað áður. Lágt til lofts og alls ekki vítt til veggja, en samt hlýtt og notalegt að sitja og ræða málin. Veitingastaður hótelsins er einnig í gamla hlutanum. Þar er boðið upp á framúrskarandi þjónustu og mikil gæði í mat og drykk. Nánasta umhverfi Meldrum House er engu líkt og þá sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af að upplifa óspillta náttúru. Gríðarlega fjölbreytt fugla- og dýralíf er á svæðinu og gönguleiðirnar eru margar frá hótelinu.
Frábært æfingasvæði
Þriðja hola vallarins er par 3, nokkuð löng og liggur upp í móti. Mynd/seth@golf.is
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær völlur og magnað æfingasvæði
Eitt besta æfingasvæði á evrópskum golfvelli er að finna á Meldrum House. „Það er ótrúlega gaman að æfa þar,“ var umsögn yngri kylfinga sem voru með Golf á Íslandi í för nýverið á þessum frábæra stað. Margir af betri kylfingum Skotlands æfa á þessum
F l
l o
eykjavík Laugarnar í R
Fyrir líkaammaa lík
og sál fyrir alla fjölskyl duna
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000
• www.itr.is
Það er nánast ómögulegt að taka einhverjar holur á þessum velli út fyrir sviga og merkja sem bestu holur vallarins. Mikið landslag einkennir völlinn og það þarf því oft að slá upp í móti og á nokkrum brautum er „Grafarholtsupplifunin“ til staðar þar sem upphafshöggið er slegið langt fyrir ofan brautina og boltinn fær því tignarlegt flug niður á brautina. Gæðin á flötunum á Meldrum House eru með því besta sem gerist í Skotlandi. Fjölmörg atvinnumót hafa farið fram á þessum velli og þá sérstaklega í keppni eldri atvinnukylfinga. Flatirnar eru í eðli sínu frekar harðar og líkjast þeim íslensku töluvert að því leyti. Púttin sem kylfingar þurfa að glíma við á flötunum á Meldrum
Æfingasvæðið á Meldrum House er stórkostlegt og nóg pláss fyrir kylfinga til að æfa sig. Mynd/seth@golf.is
stað og má þar nefna Paul Lawrie sem sigraði á Opna breska meistaramótinu 1999 og hefur verið í Ryder-liði Evrópu. Það sem einkennir æfingasvæðið er gríðarleg stærð þess og ótal möguleikar eru fyrir kylfinga að finna sér sinn stað á grasinu til þess að æfa sig í friði og langt í burtu frá öllum öðrum. Púttflötin er gríðarlega stór og yfirbyggt æfingaskýli er með fjölmörgum básum fyrir þá sem kjósa að slá af grasmottum. Meldrum House golfvöllurinn er í stuttu máli sagt frábær áskorun fyrir kylfinga á öllum getustigum. Völlurinn var tekinn í notkun árið 1998 og er hannaður inn í fjölbreytt landslag. Engin braut er því eins, en völlurinn er nokkuð opinn þrátt fyrir að skógurinn setji svip sinn á vallarstæðið. Af næstöftustu teigum er völlurinn tæplega 5.900 metrar en af öftustu teigum er hann Það eru margar vatnshindranir á Meldrum House og tré hér og þar. Mynd/seth@golf.is
Tveir vígalegir tuddar bíta gras alla daga fyrir framan elsta hluta Meldrum House hótelsins, sem er frá 13. öld. Mynd/seth@golf.is
Völlurinn er skemmtileg áskorun Eins og áður segir er Meldrum House völlurinn skemmtileg áskorun. Aðeins klúbbfélagar og hótelgestir hafa aðgang að vellinum. Það er mikið líf í klúbbhúsinu á hverjum degi og margir sem koma til þess að leika á vellinum eða til þess að snæða og ræða málin yfir einum drykk. Í klúbbhúsinu er notalegt að vera, hefðbundinn klúbbhúsamatseðill er þar til staðar, og maturinn fékk góða einkunn hjá íslenskum gestum sem voru með í för þegar Golf á Íslandi heimsótti Meldrum House.
House eru mörg hver krefjandi og landslagið er oft „lúmskt“ og það tekur tíma að átta sig á nokkrum þeirra. Meldrum House mun án efa stimpla sig inn sem góður valkostur fyrir íslenska kylfinga. Ferðalagið er einfalt og þægilegt og það er hægt að leika 18 holur á komudegi eftir flugið frá Íslandi. Völlurinn er nokkuð þægilegur á fótinn en tekur kannski í ef leiknar eru fleiri en 18 holur á dag. Golfbílar eru til staðar fyrir þá sem það kjósa en einnig er hægt að leigja rafmagnskerrur og venjulegar kerrur. Nánar: meldrumhouse.com - gbferdir.is
6.400 metrar. Alls eru fimm teigar í gangi á hverjum tíma og geta gestir valið þá lengd sem hentar þeim best. Ef það er hægt að kvarta yfir einhverju þá mættu vera teigar í boði enn framar á vellinum en þeir rauðu sem eru 5.000 m. Svartir: 6.4000 m. Bláir: 5.900 m. Hvítir: 5.670 m. Gulir: 5.360 m. Rauðir: 5.000 m.
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær völlur og magnað æfingasvæði
Hvernig kemstu til Aberdeen? Icelandair er með áætlunarflug til Aberdeen í Skotlandi. Borgin er á norðaust urströnd Skotlands og er þriðja stærsta borg landsins á eftir Glasgow og Edin borg, með um 300 þúsund íbúa. Flugfélag Íslands annast flugið fyrir Icelandair á Bombardier Q400 flugvél sem nýlega var tekin í notkun og tekur 72 farþega. Flogið er til og frá Keflavíkur flugvelli og er flugtíminn um 2 klst. og 40 mín. Flogið er fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Það er um 20-30 mínútna akstur í leigubíl frá flugvellinum í Aberdeen á hótel Meldrum House. Um 35-40 pund kostar að taka leigubíl frá vellinum, best er að bóka slíkt áður en haldið er af stað frá Íslandi.
Audi Q7 e-tron quattro
Audi Q7 e-tron quattro er umhverfismildur tengitvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni.*
Verð frá
10.290.000 kr.
„Hitti boltann vel“ m
nu ásamt syni sí hér til vinstri . tio Hallgrímur er an á Pl er fararstjóri Þorsteini sem
55 ára bið Hallgríms eftir draumahögginu lauk á El Plantio
„Ég hitti boltann vel og höggið var gott. Boltinn lenti um 2-3 metra frá holunni, hoppaði einu sinni og hvarf síðan ofan í holuna,“ segir Eyjamaðurinn Hallgrímur Júlíusson sem fór holu í höggi í fyrsta sinn á löngum golfferli þann 1. maí sl. Það er óhætt að segja að Hallgrímur hafi í gegnum tíðina reynt nokkuð oft að slá boltann beint ofan í holuna í upphafshöggi því Hallgrímur hefur leikið golf allt frá árinu 1962 eða í 55 ár.
urunum sem Hallgrímur ásamt meðspil u á Plantio. ggin ahö urðu vitni að draum
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Hitti boltann vel“
Sagan segir að Ásta María Jónasdóttir, eiginkona Hallgríms, eigi stóran þátt í að Hallgrímur tók rétta ákvörðun í kylfuvali og miði. Enda heppnaðist draumahöggið í fyrsta sinn hjá Hallgrími. Höggið eftirminnilega sló Hallgrímur á El Plantio vellinum í Alicante á Spáni. Hann notaði 7-járnið á 9. braut vallarins og var höggið 126 metra langt. Afrekinu fagnaði Hallgrímur með 60 öðrum íslenskum kylfingum á El Plantio þar sem glatt var á hjalla og mikið hlegið.
Til þess að setja 55 ára biðtíma Hallgríms í samhengi þá má draga eftirfarandi staðreyndir fram. Í þessari samantekt gerum ráð fyrir að Hallgrímur hafi byrjað í golfi 1. maí árið 1962.
Hallgrímur beið eftir draumahögginu í: 1.735.689.600 sekúndur. 28.928.160 mínútur. 482.136 klukkustundir. 20.089 daga. 2.869 vikur og 6 daga.
Jón nýr formaður LEK – Kröftugt mótahald á dagskrá hjá eldri kylfingum á árinu 2017
96
GOLF.IS
Jón B. Stefánsson er nýr formaður Landssamtaka eldri kylfinga og tekur hann við af Guðjóni Sveinssyni. Aðalfundur LEK fór fram 12. desember á síðasta ári. Gunnar Árnason og Magdalena Sirrý Þórisdóttir verða áfram í stjórn. Til viðbótar voru þau Baldur Gíslason og Elín Sveinsdóttir kosin í stjórn og varamenn þau Anna Snædís Sigmarsdóttirog Sigurjón Á. Ólafsson. Ragnar Gíslason var endurkjörinn endurskoðandi LEK.
GLEYMDU ÞÉR Í GOLFFERÐ
8. september 2017
FATRAVEL.I S
CORK ÍRLANDI
CORK ÍRLANDI
Akstur til og frá flugvelli
3 nætur á 5 stjörnu Aghadoe Heights Hótel Írskt Morgunverðahlaðborð
SÆLUSTAÐUR GOLFUNNANDANS · 3 nætur · Flogið með WOW air · Akstur til og frá flugvelli · Dvalið á Aghadoe Heights Hotel & Spa (*****)
PANTAÐU Á
5 Rétta kvöldverður 2x Golf á Killarney Golf & Fishing Club
· 4 golfhringir á glæsilegum völlum 1x Golf á Ring of Kerryog Golf Club · Írskt morgunverðarhlaðborð fimm rétta kvöldverðir · Aðgengi að heilsulind Aðgengi að SPAog oglíkamsrækt líkamsrækt · Íslensk fararstjórn Íslensk fararstjórn
Verð 147.900 kr.
ESTORIL PORTÚGAL
GARDA ÍTALÍA
LÚXUSFERÐ TIL MAURITIUS
· 7 nætur á Palacio Estoril (*****) · 5 daga ótakmarkað golf · Hálft fæði 3. október 2017
· 7 nætur á Grand Hótel Gardone Riviera (****) · 6 daga Golf · Hálft fæði 30. september 2017
· 10 nætur á Shangri La Resort Mauritius (*****) · Frítt að spila golf á Ile aux Cerfs golfvellinum · Hálft fæði 4. september 2017
Verð 217.900 kr.
Verð 259.900 kr.
Verð 337.900 kr. REYKJAVÍKURVEGI 66 220 HAFNAFJÖRÐUR INFO@FATRAVEL.IS + 354 471 2000
Síðasta verk fráfarandi formanns var að afhenda verðlaun fyrir Öldungamótaröðina. Ásgerður Sverrisdóttir var hlutskörpust í kvennaflokki án forgjafar og Frans P. Sigurðsson í karlaflokki. Í kvennaflokki með forgjöf sigraði María Málfríður Guðnadóttir og Karl Vídalín Grétarson sigraði í karlaflokki með forgjöf. Að venju verður mikið um að vera í mótahaldi LEK. Mótaskráin fyrir Öldungamótaröðina sumarið 2017 liggur fyrir. Alls verða 9 mót á mótaröðinni og það fyrsta er á Húsatóftavelli í umsjón Golfklúbbs Grindavíkur 25. maí. Mótin á Öldungaröðinni gefa stig til sætis í landsliðum eldri kylfinga ásamt því að vera punktamót opin öllum.
14.-16. júlí: Íslandsmót eldri kylfinga (5), Jaðarsvöllur, Akureyri. 23. júlí: (6) Hamarsvöllur, Borgarnesi. 29. júlí: (7) Borgunarmótið, Garðavöllur, Akranesi.
Ágúst:
25. maí: (1) Landsbankamótið, Húsatóftavöllur, Grindavík. 28. maí: (2) Örninn golfmótið Korpúlfsstaðavöllur, Reykjavík.
13. Ágúst: (8) Selsvöllur, Flúðum. 18.-20. ágúst Íslandsmeistaramót golfklúbba eldri kylfinga Vestm./Öndv./Kirkjubólsv. 27. ágúst: (9) Kiðjabergsvöllur.
Júní:
September:
4. júní: (3) Ping-mótið, Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði. 11. júní: (4) Kreditkortamótið, Strandarvöllur, Hellu.
17. sept: Golfgleði LEK, Grafarholtsvöllur, Reykjavík.
Maí:
98
Júlí:
GOLF.IS - Golf á Íslandi LEK
w
Við lögðum af stað með meira. Meira pláss til að gera góða hluti, eiga góða daga, meira af góðum ferðum. Meiri bíl til að treysta á, aflmeiri, hagkvæmari, sparneytnari. Meira af því sem við gerum vel - gert enn betur. Já, og meira til. www.honda.is
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum
Reglur um val á landsliðum eldri kylfinga Reglugerð fyrir val á keppendum í landslið eldri kylfinga árið 2017 hefur verið gefin út og fylgir hér með. Reglugerð fyrir 50 ára og eldri er í vinnslu með GSÍ og verður gefin út fljótlega. 1. gr. Stjórn Landssamtaka eldri kylfinga velur landslið eldri kylfinga í samræmi við stig áunnin á Öldungamótaröðinni á almanaksárinu áður en keppni fer fram.
2.gr. Í flokki kvenna 50 ára og eldri er valið landslið kvenna með 5 einstaklingum til þátttöku á móti ESLGA, Marisa Sgaravatti Trophy. Í flokki karla 55 ára og eldri eru valin tvö landslið með 6 einstaklingum í hvoru liði til þátttöku í móti ESGA. A-lið án forgjafar og B-lið með forgjöf. Í flokki karla 70 ára og eldri er valið eitt landslið. Þrír efstu leikmenn í stigaútreikningi án forgjafar og þrír efstu leikmenn með forgjöf veljast í liðið sem leikur á móti ESGA. Leikinn er höggleikur í öllum flokkum.
3. gr. Einstaklingur sem nær aldri áður en keppni liðsins er sett, hefur íslenskan ríkisborgararétt, er félagi í íslenskum golfklúbbi og er áhugamaður í golfi á kost á að verða valinn í landslið eldri kylfinga.
4. gr. Konur sem keppa um landsliðssæti skulu leika af bláum teigum, eða sambærilegum, bjóði viðkomandi völlur upp á bláa teiga, annars skal leikið af fremri teigum. Karlar leika af gulum teigum, eða sambærilegum.
5. gr. Fyrir landslið gildir að ef kylfingur, sem áunnið hefur sér rétt til landsliðssætis, afsalar sér þeim rétti flyst rétturinn til þess sem næstur stendur að árangri á Öldungamótaröðinni og gengur svo áfram uns landslið er að fullu skipað. Allir landsliðsmenn skulu staðfesta að þeir treysti sér til að standast keppnisskilmála þeirra móta sem landslið tekur þátt
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi LEK
í og að þeir séu tilbúnir til að greiða hluta ferðakostnaðar í samræmi við ákvörðun stjórnar LEK.
6. gr. Stjórn LEK sker úr ágreiningi sem upp kann að koma varðandi stigamótin og val í landslið. Þeim úrskurði er ekki hægt að áfrýja.
7. gr. Stig eru ekki gefin þeim keppendum sem nota hjól eða golfbíl.
8. gr. Konur sem valdar eru í landslið fyrir mót ESLGA skulu ekki hafa lægri forgjöf en 6,5. Karlar 55 ára og eldri sem leika með forgjöf skulu ekki hafa hærri grunnforgjöf en 16 og karlar 70 ára og eldri ekki hærri grunnforgjöf en 20.
9. gr. Stig úr 6 bestu stigamótum hvers einstaklings á Öldungamótaröðinni telja. 30 efstu í hverju móti fá stig. Aðeins eru gefin stig þeim sem skráðir eru í viðkomandi flokk. Notuð er sama stigatafla og á Öldungamótaröðinni.
10. gr. Ef tveir eða fleiri eru jafnir skal sá valinn sem efstur hefur orðið í fleiri mótum og ef þeir eru enn jafnir þá skal sá valinn sem hefur lægra meðalskor úr stigamótunum. Fáist ekki úrslit með þessu móti ræður hlutkesti.
11. gr. Að öðru leyti gildir reglugerð Öldungamótaraðarinnar, reglugerð GSÍ um stigakeppni og móta- og keppnisreglur GSÍ. Þannig samþykkt af stjórn LEK í apríl 2017. Lesið 8. maí - Inga
SAFNAR ÞÚ VILDARPUNKTUM MEÐ ÞÍNUM TRYGGINGUM? Nú geta þeir sem eru með F plús fjölskyldutryggingu hjá VÍS safnað Vildarpunktum Icelandair af öllum greiddum iðgjöldum. Punktarnir safnast saman og það styttist í golfferðina þína.
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
Derrick PGA-kennari ársins
Fjögur fræknu Það er alltaf skemmtilegt þegar kylfingar skara framúr. Alls fengu fjórir kylfingar viðurkenningu á síðasta ári sem íþróttamenn ársins í sínu sveitarfélagi. Þau eru:
Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, var útnefndur PGA-kennari ársins fyrir árið 2016. PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Derrick var einn af fimm tilnefndum kennurum. Þetta er í þriðja sinn sem Dxerrick hlýtur þennan heiður og annað árið í röð sem Derrick fær þessa viðurkenningu. PGA-samtökin útnefndu fyrst kennara ársins árið 2007 og er Derrick sá eini sem hefur fengið nafnbótina PGA-kennari ársins oftar en einu sinni. PGA-kennarar ársins frá upphafi: 2007: Árni Jónsson. 2008: Staffan Johannsson. 2009: Arnar Már Ólafsson. 2010: Brynjar Eldon Geirsson. 2011: Derrick Moore. 2012: Sigurpáll Geir Sveinsson. 2013: Magnús Birgisson. 2014: Heiðar Davíð Bragason. 2015: Derrick Moore. 2016: Derrick Moore.
Láttu verða af því! Þú verður golfkennari! Golfkennaraskólinn hefst í haust, skráning og upplýsingar er á pga.is.
Bekkjarkerfi, helgarkennsla 3 ár. kannaðu málið!
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Hafnarfjörður: Axel Bóasson. Dalvík: Arnór Snær Guðmundsson. Reykjavík: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Akranes: Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ellert vallarstjóri ársins Ellert Jón Þórarinsson fékk viður kenningu á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi í febrúar á þessu ári. Ellert Jón er vallarstjóri á Brautar holtsvelli og var hann kjörinn golfvallarstjóri ársins 2016 hjá SÍGÍ. Sigmundur Ástþórsson vallarstjóri í Kaplakrika, heimavelli FH-inga í Hafnarfirði, var kjörinn knatt spyrnuvallarstjóri ársins hjá SÍGÍ. Í umsögn um afrek Ellerts segir m.a.: „Golfvöllurinn í Brautarholti, sem Ellert sér um, skartaði sínu fegursta á liðnu ári og var m.a. valinn 40. besti völlur Norðurlanda í sænsku útgáfu tímaritsins Golf Digest, en fáheyrt er að 9 holu vellir
hljóti slíka viðurkenningu. Völlurinn opnaði 2012 og hefur Ellert gegnt þar lykilhlutverki frá því völlurinn var í bígerð. Golfvallarstjóri ársins er kosinn af félögum í SÍGÍ og PGA á Íslandi.“
Efri röð f.v. Friðrik Bjartur Magnússon GKF, Guðmundur Bj. Hafþórsson GFH, Halldór Jón Halldórsson GFH, Þorvaldur Jóhannsson GSF, Jóhann Arnarson GBE, Hörður Geirsson GSÍ, Hákon Ernuson GN. Neðri röð f.v. Sunna Reynisdóttir GKF, Hólmgrímur Elís Bragason GKF, Gunnar Ásgeir Karlsson GN, Jón Halldór Guðmundsson GSF, Þorsteinn Arason GSF
Golklúbbar á Austurlandi stilltu saman strengi
Golfsamband Íslands boðaði stjórnendur og starfsmenn golfklúbba á Austurlandi á fræðslufund á Egilsstöðum í lok apríl sl. Þar voru kynntar nýjungar í tölvu kerfinu golf.is og markaðssetning á samfélagsmiðlum. Einnig fór Hörður Geirsson alþjóðadómari GSÍ yfir vorverk mótanefnda.
Góðar umræður mynduðust á fundinum og ljóst er að mikið sóknarfæri er í að kynna alla þessa náttúrulegu og skemmtilegu golfvelli á svæðinu.
3801-FRE – VERT.IS
Fáðu smá auka kraft í sveifluna
Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.
SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is
Gísli sigraði á háskólamóti Kylfingurinn Gísli Sveinbergsson úr Golf klúbbnum Keili í Hafnarfirði sigraði á háskóla móti í Bandaríkjunum sem lauk 30. apríl sl. Gísli lék á átta höggum undir pari (68-70-71 -71) á MAC-meistaramótinu sem fram fór á Virtues golfvellinum í Nashport í Ohio. Gísli bætist þar með í hóp íslenskra kylfinga sem hafa fagnað sigri á móti í bandaríska háskólagolfinu. Gísli sigraði með tveggja högga mun en hann keppir fyrir Kent háskólaliðið sem stóð einnig uppi sem sigurvegari í keppni níu skólaliða. Kent-liðið sigraði með 25 högga mun. Bjarki Pétursson, sem leikur einnig fyrir Kent State, lék hringina fjóra á 12 höggum yfir pari og endaði í 19. sæti í einstaklingskeppninni. Bjarki hefur líkt og Gísli leikið frábært golf á tímabilinu en þeir eru hluti af einu besta golfliði Bandaríkjanna.
Guðrún Brá fékk mikla viðurkenningu Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk mikla viðurkenningu í Bandaríkjunum nú á vordögum. Guðrún Brá fékk boð um að leika á NCAA Regionals mótinu sem fram fór 8.10. maí sl. Aðeins sex kylfingar fengu boð um að taka þátt og var Guðrún Brá ein af þeim. Frábær árangur Guðrúnar á keppnistímabilinu vakti athygli en hún var mjög oft besti leikmaður liðsins. Aðrir keppendur tryggðu sig inn í úrslitakeppnina með skólaliðum sínum en Guðrún Brá tók þátt í einstaklingskeppninni. Hún er í Fresno State háskólanum.
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Regionals-mótin eru undankeppni fyrir sjálft landsmótið í bandaríska háskólagolfinu. Mótin fara fram á fjórum stöðum og Guðrún Brá lék á móti í Nýja Mexíkó.
Landsliðið í Cross fatnaði Golfsamband Íslands og Altis heildverslun hafa samið um að landslið Íslands muni nota Cross golffatnað í keppnum og á ferðum sínum fyrir Íslands hönd næstu fjögur ár. Brynjar Eldon Geirsson, Stefán Garðarsson og Þórunn Inga Ingjalds dóttir undirrituðu samninginn í lok janúar á þessu ári. Cross er sænskt golfmerki, hannað fyrir kylfinga frá árinu 1986. Cross hefur verið í samstarfi við Altis síðastliðin fjögur ár en Altis er með verslun í Bæjarhrauni 8. „Þetta er liður í því að kynna vöru merkið Cross á Íslandi, við erum gríðarlega stolt og full tilhlökkunar fyrir komandi samvinnu,“ er haft eftir Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur framkvæmdastjóra íþróttasviðs Altis.
„Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta boðið afrekskylfingum sem spila með landsliðum Íslands áfram upp á vandaðan golffatnað sem stenst ýtrustu kröfur. Fjölmargir kylfingar munu spila fyrir hönd Íslands á árinu. Þar ber hæst þátttaka okkar í Evrópukeppnum landsliða og einstaklinga auk annarra verkefna. Við hjá Golfsambandinu fögnum samstarfinu við Altis heildverslun og Cross og hlökkum til að kynna nýja fatalínu landsliðsins,“ segir Stefán Garðarsson markaðs- og sölustjóri Golfsambands Íslands.
Frábær árangur hjá Ingvari Andra Ingvar Andri Magnússon úr GR náði frábærum árangri á Opna skoska meistaramótinu fyrir 18 ára og yngri. Mótið fór fram á Monifieth Golf Links vellinum í Skotlandi. Ingvar Andri endaði í fimmta sæti en alls tóku þrír íslenskir keppendur þátt. Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR og Daníel Ísak Steinarsson úr Golfklúbbnum Keili léku einnig á mótinu. Alls tóku yfir 100 kylfingar þátt. Leiknar voru 72 holur á þremur keppnisdögum en á lokadeginum voru leiknar 36 holur. Ingvar Andri lék á 5 höggum yfir pari en hann var í efsta sæti eftir fyrstu tvo hringina (69,73,73,74). Daníel Ísak var í góðum málum eftir fyrsta hringinn sem hann lék á 70 höggum. Hann gaf síðan aðeins eftir og endaði á 25 höggum yfir pari. Dagbjartur var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Birgir Leifur leiðir samstarf Leynis og GKG – Mun leika sem atvinnukylfingur undir merkjum GKG samhliða íþróttastjórastarfinu hjá Leyni „Ég hlakka til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Hugmyndin varð til eftir samtöl milli mín, Leynis og GKG. Markmiðið er að búa til enn betra íþróttastarf hjá Leyni og nýta þá reynslu sem ég hef fengið frá frábæru starfi sem unnið er í GKG. Það er nýtt að klúbbar taki upp slíkt samstarf og ættu báðir klúbbar að njóta góðs af því að koma saman að þessu verkefni,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem mun stýra barna-, unglinga- og afreksstarfi Golfklúbbsins Leynis sem íþróttastjóri klúbbsins samhliða því að leika sem atvinnukylfingur fyrir GKG. Birgir Leifur, sem verður 41 árs á þessu ári, þekkir vel til á Akranesi þar sem hann ólst upp og hóf sinn golfferil. Birgir Leifur er sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi og fagnaði sigri á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli í fyrra. Keppnisferlinum er alls ekki lokið og mun Birgir Leifur leika sem atvinnumaður á næststerkustu atvinnumótaröð Evópu undir merkjum GKG á þessu ári. Ég hef alltaf haft áhuga á að stýra slíku verkefni hjá golfklúbbi. Ég hef komið að uppbyggingarstarfinu hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þar á bæ hafa menn sett ný viðmið fyrir aðra klúbba. Birgir segir að GKG sé með stærsta barna- og unglingastarf á Íslandi og það
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Birgir Leifur leiðir samstarf Leynis og GKG
verði gott að geta leitað í smiðju GKG við uppbygginguna á Akranesi. „Það er enginn vafi að ég mun nýta mér þá þekkingu hjá Leyni enda er GKG í fremstu röð á þessu sviði. Hjá GKG hef ég lært mikið og forsvarsmenn klúbbsins og klúbbfélagar hafa stutt vel við bakið á mér frá árinu 2003 þegar ég gekk í raðir GKG. Tenging mín við GKG verður áfram sterk við enda mun ég keppa áfram fyrir klúbbinn. Ég sé bara tækifæri í því að geta aukið samstarfið á milli þessara tveggja klúbba. Það getum við gert með ýmsum hætti í gegnum barna– og unglingastarfið.“ „Í viðræðum mínum við Leyni fann ég að þar ríkir metnaður til þess að gera enn
betur. Klúbburinn hefur gríðarlega góða aðstöðu yfir sumartímann til æfinga og aðgengi fyrir yngri kylfinga að Garðavelli er mjög gott. Það eru því mikil tækifæri fyrir alla aðila að búa til skemmtilega umgjörð um uppbyggingarstarfið – sem og afreksstarfið.“ Birgir Leifur lauk námi í PGA golfkennaraskólanum á Ísland árið 2012 og er því með PGA-kennararéttindi. „Fyrsta árið verður áhugavert og spennandi þar sem við þurfum að finna lausnir á ýmsum verkefnum sem eru fram undan. Ég mun stýra þessu samstarfsverkefni samhliða því að leika sem atvinnumaður fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Ég fæ góða aðila með mér sem taka að sér ákveðna hópa í barna– og unglingastarfinu hjá Leyni. Þrátt fyrir að ég verði töluvert erlendis við keppni á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu þá mun ég vera með puttann á púlsinum í starfinu í gegnum þá tækni sem er í boði í dag. Ég ætla að koma með ferska hluti inn í starfið og hugsa út fyrir kassann,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson.
ENNEMM / SÍA / NM81710
þú þarft nesti Á golfvöllinn Þú finnur Nesti hvert sem þú eltir golfið. Við tökum vel á móti þér með nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi boozt og eðal kaffidykki sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur.
hluti af
Einstakur íþróttamaður:
Hinn högglangi
Dustin Johnson trónir efstur á heimslistanum
Dustin Johnson er efstur á heimslistanum í golfi en hann hefur leikið gríðarlega vel undanfarin misseri. Fáir slá boltann eins langt og hinn 32 ára gamli Bandaríkjamaður og þegar hann er í stuði þá standast fáir honum snúning.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 712006
Andaðu léttar í sumar
Lóritín®– kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Lóritín® Lóratadín 10 mg
Lóritín-töflur innihalda virka efnið lóratadín 10 mg. Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum eins og nefrennsli, kláða í augum, ofsakláða og ofnæmiskvefi. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Fæst í 10, 30 og 100 stk. pakkningum. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Dustin, eða DJ eins og hann er kallaður, lærði golfíþróttina með því að fylgjast með kylfingum á Weed Hill æfingasvæðinu í Columbia og þróaði leik sinn sjálfur. Faðir hans, Scott, var golfkennari og DJ fór því oft með föður sínum í vinnuna. Þegar DJ var sex ára gamall gat hann slegið langt af miklum krafti án þess að takturinn í sveiflunni færi úr skorðum. Golfsveifla DJ er ekki alveg hrá eða eins og hún var þegar hann byrjaði að sveifla kylfunni sem barn“. Hann lagði mikla vinnu í að bæta líkamsstöðu sína, uppstillingu og jafnvægið á meðan hann var námi í Coastal Carolina háskólanum. Síðar þjálfaði hinn heimsfrægi Butch Harmon hann. Claude
Harmon III, sem er sonur Butch, tók síðan við keflinu og er þjálfari DJ í dag. Eitt helsta einkenni golfsveiflu DJ er að vinstri úlnliðurinn er boginn efst í sveiflunni. Það þýðir að kylfuhausinn er lokaður miðað við höggstefnuna. Fáir kylfingar nota slíka aðferð. Butch Harmon sagði í viðtali árið 2012 að hann hefði ákveðið að reyna ekki að breyta þessu einkenni. „DJ nær að koma kylfuhausnum á rétta stefnu með því að snúa líkamanum af miklum krafti í gegnum höggið.“ Árið 2016 sló DJ upphafshöggin að meðal tali 283 metra. Hraðinn á boltanum þegar hann fer af höggfletinum á drævernum er rétt um 300 km/klst. Hraðinn á kylfu hausnum í sveiflunni með drævernum er rétt um 200 km/klst hjá DJ.
Högglengd Dustins Johnson að meðaltali: Dræver: 285 m. 3-tré: 257 m. 5-tré: 245 m. 2-járn: 238 m 4-járn: 215 m. 5-járn: 205 m. 6-járn: 193 m. 7-járn: 182 m. 8-járn: 170 m. 9-járn: 157 m. PW: 144 m.
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
DJ lék körfubolta á sínum yngri árum, fer létt með að troða körfubolta í körfuna og þykir einn mesti íþróttamaðurinn á PGAmótaröðinni. Unnusta DJ er Paulina Gretzky en hún er dóttir hins eina sanna Wayne Gretzky sem er einn þekktasti íshokkíleikmaður allra tíma. Paulina og DJ eiga soninn Tatum Gretzky Johnson sem er fæddur árið 2015 og annað barn þeirra kemur í heiminn á þessu ári. Austin Johnson, yngri bróðir Dustin, er aðstoðarmaður hans á PGA-mótaröðinni. Austin segir að fáir þekki DJ betur en hann, og samvinna þeirra á vellinum hefur skilað frábærum árangri á undanförnum misserum.
Nafn: Dustin Hunter Johnson. Gælunafn: DJ. Fæddur: 22. júní 1984 í Columbia í Suður-Karólínu. Hæð: 1.93 m. Þyngd: 86 kg. Háskóli: Coastal Carolina University Atvinnumaður frá árinu 2007. Sigrar sem atvinnumaður: 17 Besti árangur á risamótum: Masters: 4. sæti 2016 U.S. Open: 1. sæti 2016. Opna breska: 2. sætið 2011. PGA meistaramótið: 5. sæti 2010
Planka-, stafa-, spónlagt, eða gegnheilt parket?
...burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... Hvernig vilt þú hafa þitt parket? Komdu og skoðaðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Vinátta og samheldni
– Frábær stemning einkennir keppnis ferðirnar hjá yngri kylfingum GA
112
GOLF.IS
Yngri kylfingar úr Golfklúbbi Akureyrar hafa vakið athygli á mótaröðum GSÍ undanfarin misseri. Fjöldi GA kylfinga sem tekur þátt á mótaröðum GSÍ hefur aukist jafnt og þétt, og það hefur einnig vakið athygli hversu samstilltur GA-hópurinn er.
Golf á Íslandi ræddi við Sturlu Höskuldsson PGA-kennara hjá GA og Anton Inga Þorsteinsson sem á sæti í afreks- og unglinganefnd GA. Þar var óskað eftir því að þeir ljóstruðu upp leyndamálinu varðandi þann góða anda sem svífur yfir vötnum í barna- og unglingastarfi GA. dekkar mótsgjald, morgunmat, nesti á meðan mótið stendur yfir, ferðalagið og gistinguna. Keppendurnir greiða sjálfir fyrir kvöldmatinn en það eru ýmsar útfærslur á því hvernig við leysum það,“ segir Anton Ingi en hann fer sjálfur í flestar ferðir GA. Anton bætir því við að á þeim 6–7 árum sem hann hafi farið í þessar ferðir sé merkjanlegur munur á stemningunni í hópnum. „Hópurinn er mjög aldursdreifður, allt frá 11 ára og upp í 21 árs. Þessir krakkar eru í dag mjög góðir vinir, óháð aldri. Þegar þeir sem yngri eru eiga eitthvað erfitt eða eru með heimþrá þá taka þeir sem eldri eru þá að sér og „peppa“ þá upp,“ segir Anton.
„Við höfum lagt upp með að búa til liðsstemningu hjá okkur í starfinu. Árið 2015 breyttum við áherslunum hvað varðar keppnisferðalögin hjá okkur. Við leigjum 18–20 manna bíl með kerru í hvert einasta verkefni. Þar er pláss fyrir alla sem eru í keppnishóp GA sem telur um 20 krakka. Þeir yngstu eru 11 ára og þeir elstu að skríða yfir tvítugt. Stjórnin tók vel í þessa hugmynd og GA hefur stutt vel við bakið á yngri kylfingunum hvað þetta varðar. Þetta kostar mikla fjármuni,“ segir Sturla og Anton tekur undir orð þjálfarans. „Vissulega höfðum við farið saman sem hópur áður. Núna er þetta gert með markvissari hætti og aðkoma GA er mun meiri en áður. Fyrir hvert keppnisferðalag greiðir keppandinn 8.500 kr. sem
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vinátta og samheldni
Aðeins ein stelpa er í keppnishóp GA og segir Sturla að það sé verkefni til lengri tíma fyrir golfhreyfinguna á Íslandi að ná fleiri stelpum í golfið. „Ég dáist að henni Andreu okkar Ásmundsdóttur. Hún hefur haldið sínu striki og æfir allra mest þrátt fyrir að vera bara með strákana í kringum sig. Það væru margar hættar sem væru í hennar stöðu. Við þurfum að finna leiðir til þess að halda stelpunum í golfinu og fá fleiri í þetta frábæra sport,“ bætir Anton við. Æfingarnar hjá GA eru ekki eingöngu golfæfingar því líkamlegi þátturinn er einnig æfður með markvissum hætti. „Frá október og fram í apríl eru kylfingarnir að æfa líkamlega þáttinn þrisvar sinnum í viku. Davíð Kristinsson hefur séð um þær æfingar en hann er sérfræðingur í golftengdri líkamsþjálfun. Við höfum bætt við einni æfingu í CrossFit Akureyri yfir vetrartímann og þannig höfum við unnið með hópinn undanfarna tvo vetur,“ segir Sturla. Árangur yngri kylfinga GA hefur verið góður á undanförnum misserum. Þar má helst nefna að piltasveit GA/GHD 18 ára fagnaði titlinum á Íslandsmóti golfklúbba á síðasta ári. Og yngri kylfingar GA hafa verið með í baráttunni um titla á mörgum vígstöðvum í pilta- og stúlknaflokki. „GA hefur átt sigursæla kylfinga og fagnað Íslandsmeistaratitli í karlaflokki alls 20 sinnum. Síðast árið 2002 og við vonumst til þess að GA eignist Íslandsmeistara í fullorðinsflokki á ný sem allra, allra fyrst. Það mun taka tíma en við erum bjartsýn á að það takist fyrr en síðar,“ segja Sturla og Anton.
ALLTAF ÓDÝRARA Á NETINU
VER Ð FR
FLUGFELAG.IS
ÍSAFJÖRÐUR
AKUREYRI
REYKJAVÍK
EGILSSTAÐIR
Á
7.500 kr.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að skipuleggja sig fram í tímann, stytta ferðalagið og fljúga á milli landshluta. Vertu tímanlega og bókaðu flugið núna á FLUGFELAG.IS
ISLENSKA/SIA.IS FLU 84294 05/17
BÓKAÐU ÞITT ÆVINTÝRI FRAM Í TÍMANN
Hvað er lega á golfkylfu? Í mörg horn er að líta þegar velja skal golfkylfur, í bókstaflegri merkingu. Þar á meðal er svokölluð lega, en svo nefnist hornið sem myndast milli línu sem dregin er eftir miðjum kylfuhálsinum og láréttrar línu eftir miðjum sóla kylfuhaussins eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Birgir V. Björnsson er einn helsti sérfræðingur landsins hvað val á golfkylfum varðar. Mynd: seth@golf.is
Mynd úr Common Sense Clubfitting eftir Tom Wishon.
Lega járnkylfa er yfirleitt 59 til 64 gráður. Lega stuttu járnanna er hærri í gráðum talið og er þannig talað um að þau séu uppréttari en löngu járnin flatari. Þannig eru gripin á löngu og stuttu járnunum nánast jafn langt lóðrétt frá jörðu, sé hverju járni stillt upp m.v. rétta legu sína, með sólann láréttan. Lega á dræverum er oftast um 60° en pútter er uppréttasta kylfan, oft um 71 gráða. Samkvæmt golfreglum verður pútter að vera að lágmarki tíu gráðum frá því að vera lóðréttur, eða undir 80°.
Hvaða máli skiptir að hafa rétta legu? Ef sólinn er ekki láréttur eða liggur ekki með jörðu, þá er kylfunni ranglega stillt upp miðað við legu hennar. Þannig vísar höggflöturinn ekki í rétta átt. Því meiri sem fláinn er á kylfunni, því meiri verður þessi skekkja. Ef legan er of upprétt fyrir kylfinginn er hætt við að tá kylfuhaussins vísi of mikið upp í loftið og að höggflöturinn vísi þannig of mikið til vinstri, í tilfelli rétthentra. Á hinn bóginn,
Hér má sjá má hversu mikil stefnuskekkjan er á höggfletinum ef legunni skeikar um eina gráðu og hversu langt frá miðju boltinn er líklegur að lenda.
116
Kylfa
Flái
Lengd (metrar)
Skekkja í miði (gráður)
Skekkja í lendingu (metrar)
Dræver
10
225
0.17
1.35
3-járn
20
171
0.35
2.07
6-járn
32
144
0.55
2.79
9-járn
44
117
0.76
3.15
Sandjárn
54
90
0.94
2.97
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað er lega á golfkylfu?
ef lega kylfunnar er of flöt fyrir notandann, þá snýr táin niður, hæll kylfunnar snertir ekki jörðu og höggflöturinn vísar hægra megin við ætlaða höggstefnu. Flest góð golfhögg einkennast af því að slegið er fyrst í boltann og því næst í jörðina, en í sumum styttri höggum láta góðir kylfingar sóla kylfunnar snerta jörðina áður en boltinn er snertur. Ef legan er röng fer táin eða hællinn fyrst í jörðina, en við það getur hausinn snúist. Ef legan er of upprétt fer táin upp í loftið við snertingu og hællinn lendir of harkalega á jörðinni. Þannig getur kylfuhausinn snúist til vinstri, eða „lokast“. Þessu er öfugt farið ef legan er of flöt. Þar sem fleygjárn hafa mestan fláa verður skekkja höggsins mest með þeim, sé legan röng. Því er sérstaklega mikilvægt að legan sé rétt á öllum fleygjárnum. Í lengri járnum skiptir hún minna máli hvað stefnu varðar, en það segir sig sjálft að ef miðjunni á sólanum er lyft upp frá jörðu við snertingu verður erfiðara að hitta boltann vel. Hætt er við því að blaðbrún kylfunnar lendi of ofarlega á boltanum, en þá er talað um að höggið verði „þunnt“.
www
Viðar
DEWALT Á HEIMA HJÁ SINDRA...
HÖRKUTÓL Á TILBOÐI HLEÐSLUBORVÉL 18V
2JA LÍNULASER
Tvær 18v 2.0 Ah raflöður 70 Nm hersla Tveggja gíra 13 mm patróna T-STAK taska
Tveggja línulaser með rauðum geisla sýnir lóðrétta og lágrétta línu
vnr 94DCD796D2
vnr 94DW088K
33.900
m/vsk Fullt verð 40.268 m/vsk
23.900
m/vsk Fullt verð 28.940 m/vsk
FJÖLNOTASÖG 18V
LASER 360°3JA LÍNU
Kemur í tösku. Tvær rafhlöður og aukahlutir fylgja. Fljótvirk blaðaskipting & stilling.
4 X sjáanlegri en rauður geisli. 3 X 360°. Vatns og rakavarinn IP65
vnr 94DCS355D2
vnr 94DCE089D1G
48.900
m/vsk Fullt verð 64.685 m/vsk
65.000
m/vsk Fullt verð 85.342 m/vsk
VELTISÖG 250 MM
GEIRUNGSSÖG
Mesta skurðargeta: 68 X 140 mm Mesti halli: 45° Blaðastærð: 250 mm
Mesta skurðargeta: 62 X 250 mm Mesti halli: 45° Blaðastærð: 216 mm
vnr 94DW743
vnr 94DWS774
83.900
m/vsk Fullt verð 100.119 m/vsk
39.900
m/vsk Fullt verð 48.027 m/vsk
HJÓLSÖG 1350W
STINGSÖG
Mesta skurðargeta: 65 mm Mesti halli: 48° Blaðastærð: 184 mm
Afl inn: 701W Fjórar stillingar á blaðstöðu Þyngd 2,8 kg
vnr 94DWE560
vnr 94DW331K
23.900
m/vsk Fullt verð 33.809 m/vsk
34.900
m/vsk Fullt verð 38.053 m/vsk
SLÍPIROKKUR 900W
HÖGGBORVÉL SDS+
Afl inn: 900 w Blaðastærð: 125 mm Þyngd: 2,05 kg
Afl inn: 800 Wött Mesta borun í steypu 26 mm Þyngd: 2,6 Kg
vnr 94DWE4157
vnr 94D25133K
12.900
m/vsk Fullt verð 15.174 m/vsk
www.sindri.is / sími 575 0000
25.900
m/vsk Fullt verð 35.749 m/vsk
Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Skútuvogi 1 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður
Hvernig veit ég að legan hentar mér? Legan er rétt þegar sólinn á kylfunni er samsíða jörðinni þegar kylfuhausinn snertir boltann í höggi. Eins og vikið hefur verið að hér, þá hefur legan mikil áhrif á stefnu höggsins. Ef hún er ekki rétt mun kylfingurinn eiga erfitt með að slá beint. Til að finna út hvaða lega hentar þér þarf að mæla hana í slætti. Mæling sem er ekki gerð í slætti, heldur eingöngu eftir því hversu há(r) þú ert og hve langir handleggir þínir eru, dugar engan veginn til að sjá hvaða lega er rétt fyrir þig. Tveir
kylfingar með sama vöxt geta borið sig að með ólíkum hætti og haft gjörólíka stöðu á kylfunni þegar þeir slá boltann. Þess vegna gætu þeir þurft kylfur með ólíka legu. Ef þú hefur ekki látið mæla þig og járnin og lagfæra þau handa þér eru miklar líkur á að legan á þeim kylfum sem þú notar í dag henti þér illa. Góður kylfusmiður getur mælt þig og fundið hvaða legu þú þarft. Ef þess þarf, þá getur hann yfirleitt beygt járnin og fleygjárnin í rétta legu handa þér. Ef þú hefur látið mæla þig einu sinni en ætlar að fá þér nýjar kylfur, hafðu þá í huga að framleiðendur hafa mismunandi staðlaða
legu, lengd og þyngd. Það gæti því ekki hentað að halda sig við „standard“ þó að þú hafir mælst þannig m.v. annað golfsett. Til að bæta gráu ofan á svart þá er enginn staðall yfir það hversu mikið lega breytist á milli járna. Hjá sumum framleiðendum munar hálfri gráðu milli járna, en heilli gráðu hjá öðrum. Kylfusmiður þarf því að mæla legu á fleiri en einni kylfu til að meta hvernig allt settið á að vera. Oft halda kylfingar að legan á kylfunum henti sér ekki, vegna þess að kylfan liggur ekki alveg flatt við jörðu þegar þeir stilla sér upp. Sannleikurinn er sá að það skiptir
Munur á stöðu handa Rickies Fowlers í uppstillingu (blátt) og í höggi (gult).
Hér sést hvernig skaftið hefur bognað niður á við (e. droop).
engu máli hvernig legan er þegar kylfingar stilla sér upp, heldur hvernig hún er við snertingu við golfboltann. Margvísleg öfl eru á ferðinni þegar kylfunni er sveiflað á miklum hraða. Með myndun á svokölluðum miðsóknarkrafti, getur verið allt að 30 kg togi við snertingu, bognar skaftið niður þannig að lega kylfunnar verður flatari. Einnig eiga flestir kylfingar það sameiginlegt að hendur þeirra eru ofar í miðju höggi en þær gera þegar þeir stilla sér afslappaðir upp, eins og sést á meðfylgjandi mynd úr svokölluðu GEARS-tæki af Rickie Fowler. Birgir V. Björnsson Golfkylfusmiður www.golfkylfur.is
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað er lega á golfkylfu?
POWER BUG RAFMAGNSKERRAN
PowerBug er sennilega vinsælasta rafmagnskerran á Íslandi síðustu fjögur árin. Hún hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. Hún er sterk og létt með lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur bara 1 kg og dugar minnst 27 holur á hleðslunni. Hægt er að senda hana 10-50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít.
Verð 139.900 kr
(132.905 kr til eldri kylfinga)
Jóhann Már Sló fyrstu –óttast mest bróðir hans höggin á að sigri hann á Hólsvelli golfvellinum á Sigló
120
GOLF.IS
BÍL FRÁ L Á BÆ VE GÓ R RÐ Ð I! U
SUZUKI VITARA FYRIR VETUR, SUMAR, VOR OG HAUST FJÓRHJÓLADRIFINN, SJÁLFSKIPTUR EÐA BEINSKIPTUR
Suzuki Vitara er einstaklega sparneytinn, fjórhjóladrifinn sportjeppi með frábæra aksturseiginleika. Suzuki Vitara er með rúmbetri jeppum í sínum stærðarflokki og er hlaðinn tæknibúnaði. Sjón er sögu ríkari, komdu og reynsluaktu, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
4WD All-grip tryggir öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður. Þú kemst alla leið!
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
F „Ég fékk að prófa kylfurnar hjá eldri bróður mínum, Jóni Heimi, á Siglufirði og ég féll strax fyrir golfinu,“ segir hinn 29 ára gamli Siglfirðingur Jóhann Már Sigbjörnsson við Golf á Íslandi. Jóhann lék á sínu fyrsta Íslandsmóti á Jaðarsvelli á Akureyri á síðasta ári en hann er félagi í Golfklúbbi Borgarness. Jóhann hefur einnig verið félagi í GKS, GM og GKG en hann bíður spenntur eftir golfsumrinu 2017 þar sem markmiðið er að lækka forgjöfina enn meira og leika gott golf. „Völlurinn á Sigló var ekki upp á marga fiska, á mýrarsvæði þar sem eru tún og skurðir og ekkert æfingasvæði en maður lét það ekki stöðva sig. Ég lærði þetta sjálfur og fékk smá aðstoð frá Einari Einarssyni, frænda mínum.“ Gamli völlurinn á Sigló, Hólsvöllur, er ekta sveitavöllur þar sem nóg er af skurðum og brautirnar oft blautar. Flatirnar uppi á hólum út um allt og boltinn hoppaði og skoppaði á þeim. Það var samt ekkert sem ég lét stöðva mig þegar ég var farinn af stað í golfið. Mér fannst þetta sport vera geggjað. Ég lærði mest sjálfur að slá boltann
en fékk fína aðstoð frá Einari frænda,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp fyrstu árin sín í golfinu. Eins og áður segir tók Jóhann þátt á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri. „Ég hafði aldrei áður tekið þátt á Íslandsmótinu í golfi og fannst vera kominn tími til. Ég sé ekki eftir því. Markmiðið fyrir sumarið er að halda áfram að lækka forgjöfina og eiga gott golfsumar,“ segir Jóhann og rifjaði upp eftirminnilegt atvik frá golfferð á Spáni þar sem Baddi félagi hans var í aðalhlutverki. „Baddi, Bjarnþór Erlendsson, lenti í mjög eftirminnilegu atviki strax á þriðju holu á fyrsta degi ferðarinnar. Hann yfirsveiflaði mjög illa í glompu og fékk tak og mikinn verk í hælinn eða hásinina. Það sem hann gerði átti ekki að vera hægt. Baddi haltraði
það sem eftir var ferðarinnar. Eftir þessa ferð höfum við kallað hann „Akkilesarhælinn“. Korpan, Grafarholtið og Hvaleyrarvöllur í mestu uppáhaldi hjá Siglfirðingnum. „Ég á mér nokkrar uppáhaldsholur. Fyrsta holan í Grafarholtinu er góð byrjunarhola og það er ávallt skemmtilegt að reyna að slá inn á flötina frá teignum. Tíunda holan á Hvaleyrarvelli er einnig krefjandi braut en skemmtileg, sérstaklega þegar vindurinn blæs. Þá er 14. brautin á Ánni á Korpunni í uppáhaldi. Það er geggjað að slá í átt að Korputorginu og reyna að slá í vinstri sveig eftir brautinni. Korpuvöllur er ótrúlega skemmtilegur eftir breytingarnar sem gerðar voru á vellinum og alltaf að gaman að spila þar. Á Hvaleyrarvelli eru bestu flatir landsins og völlurinn alltaf í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Grafarholtsvöllur vera með frábært skipulag, flottar brautir, og það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt í „Grabbanum,“ segir Jóhann Már Sigbjörnsson.
Staðreyndir: Nafn: Jóhann Már Sigurbjörnsson. Aldur: 29 ára. Forgjöf: 4,4. Uppáhaldsmatur: Ljúffeng folaldasteik með „benna“ /bernaise. Uppáhaldsdrykkur: Einn ískaldur. Uppáhaldskylfa: 3-járnið. Ég hlusta á: Það sem er í útvarpinu
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sló fyrstu höggin á Hólsvelli á Sigló
Besta skor í golfi: 5 undir pari. Besta vefsíðan: golf.is Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að bróðir minn vinni mig einhvern tímann í golfi. Dræver: TaylorMade M2 2017. Brautartré: TaylorMade R9.
Járn: TaylorMade Rbladez Tour Fleygjárn: Cleveland 588. Pútter: TaylorMade Mullen Hanski: Hirzl. Skór: Adidas. Golfpoki: TaylorMade og Ecco. Kerra: Clicgear 3.5.
75 ára afmæli GSÍ – Stefnt að fjölmennasta golfmóti sögunnar Golfsamband Íslands var stofnað 14. ágúst árið 1942. GSÍ á því 75 ára afmæli í ágúst á þessu ári og er GSÍ elsta sérsambandið innan Íþróttaog Ólympíusambands Íslands. Það voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, sem þá hét Golfklúbbur Íslands, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja sem stóðu að stofnun GSÍ fyrir 75 árum. Þessum tímamótum verður fagnað með ýmsum hætti á golfsumrinu 2017. Í byrjun ársins var 75 ára afmælismerki GSÍ sett inn á heimasíðu sambandsins og stefnt er að því að halda fjölmennasta golfmót sögunnar í tilefni afmælisársins.
„Hugmyndin gengur út á að kylfingar landsins sameinist í því að taka þátt í afmælisgolfmóti GSÍ mánudaginn 14. ágúst. Með þessum hætti viljum við færa afmælishátíðina til kylfinga og út í klúbbana. Í raun eru þetta fjölmörg golfmót sem færu fram á sama degi víðsvegar um
75 ÁRA
1942 - 2017
landið og samanlagður fjöldi keppenda gæti orðið ævintýralega mikill. Ef vel tekst til þá gæti þetta orðið skemmtilegur viðburður sem yrði lengi í minnum hafður,“ segir Stefán Garðarsson markaðsstjóri GSÍ. Nánari útfærsla á keppnisforminu verður opinberuð þegar nær dregur 14. ágúst.
GSÍ fékk 9 milljónir kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ
Golfsamband Íslands fékk tæplega 9 milljónum kr. úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Þetta er hæsta upphæð sem GSÍ hefur fengið úr sjóðnum. Styrkurinn er vegna landsliðsverkefna, verkefna Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa.
Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals rúmlega 150 milljónum króna að þessu sinni, en um 100 m.kr. verður úthlutað síðar á árinu 2017 og þá eftir nýjum reglum Afrekssjóðs sem verið er að vinna að. Árið 2015 gaf ÍSÍ út skýrslu þar sem greindur var kostnaður við afreksíþróttastarf og þar kom fram að til þess að standa nærri þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við þyrfti árlega að vera hægt að úthluta um 650 m.kr. til afreksstarfs á Íslandi. Þær upphæðir voru varlega áætlaðar en taldar raunhæfar í samanburði við aðrar þjóðir, en heildarkostnaður landsliðsverkefna sérsambanda er þó margfalt hærri. Þann 28. júlí 2016 var undirritaður tímamótasamningur við ríkisvaldið varðandi fjármögnun Afreksíþróttasjóðs ÍSÍ. Með samningnum hækkar framlag ríkisins til afreksíþrótta úr 100 m.kr. árið 2016 í 200 m.kr. fyrir árið 2017, 300 m.kr. fyrir árið 2018 og í 400 m.kr. fyrir árið 2019. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Í ljósi þess að framlag til afreksíþróttastarfs stóreykst þá er nauðsynlegt endurskoða og móta hvernig þetta viðbótarfjármagn verði best nýtt til þess að bæta umhverfi afreksíþrótta á Íslandi með það að markmiði að efla íþróttalegan árangur Íslands. Nánari umfjöllun er að finna á golf.is GOLF.IS
123
Ósvikinn fögnuður
– Sergio Garcia braut ísinn á Augusta og nældi í græna jakkann á stórafmælisdegi Seve Ballesteros
124
GOLF.IS
á þessum degi. Það hjálpaði mér í nokkrum höggum og púttum á lokahringnum. Ég er í hæstu hæðum að fá að upplifa þetta augnablik svona seint á sunnudegi, það er ekkert betra en slíkar stundir. Ég á eftir að muna eftir þessum sigri og þessu móti alla mína ævi,“ sagði Garcia í mótslok.
217 milljónir Sergia Garcia fékk 217 milljónir króna í verðlaunafé fyrir sigurinn á Mastersmótinu. Garcia hefur unnið sér inn rúmlega 5 milljarða króna á ferlinum sem atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum tryggði Garcia sér keppnisrétt á Masters-mótinu til lífstíðar. Garcia tapaði í umspili gegn Íranum Padraig Harrington árið 2007 á Opna breska meistaramótinu en alls hefur Garcia endað fjórum sinnum í öðru sæti á risamóti.
Jákvætt hugarfar
Átján ára bið Sergio Garcia eftir risatitli lauk á Augusta-vellinum þann 9. apríl s.l. Þar hafði Spán verjinn betur gegn Justin Rose í bráðabana um sigurinn á sjálfu Masters-mótinu. Sigur hins 37 ára gamla Garcia var eftirminnilegur þar sem hann hafði margoft verið nálægt sigri á risamóti og honum tókst það loksins í 73. tilraun. Garcia virtist hafa misst af tækifærinu þegar hann náði ekki að setja frekar stutt pútt ofan í holu fyrir fugli á 18. holunni á lokahringnum. Bráðabana þurfti til þess að knýja fram úrslitin. Rose gerði mistök í upphafshögginu og fékk Englendingurinn skolla á holuna sem er par 4. Garcia gerði sér lítið fyrir og setti niður nokkuð langt pútt fyrir fugli - og fögnuðurinn var innilegur hjá Spánverjanum.
126
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Sigurinn gat varla komið á betri tíma. Á þessum degi hefði hinn eini sanni Seve Ballesteros fagnað sextíu ára afmæli sínu. Ballesteros, sem er sigursælasti spænski kylfingur allra tíma, lést þann 7. maí árið 2011 aðeins 54 ára gamall. Garcia tileinkaði átrúnaðargoði sínu sigurinn en Ballesteros lést eftir að hafa fengið heilaæxli. „Ég hugsaði til Seve af og til á hringnum og þá sérstaklega að hann hefði átt stórafmæli
Sergio Garcia hafði allt frá árinu 1999 beðið eftir fyrsta sigrinum á risamóti. Garcia háði sögulegt einvígi á PGA meistaramótinu árið 1999 gegn Tiger Woods þar sem Woods hafði betur og fagnaði sínum fyrsta af alls 14 risatitlum. Garcia hefur sagt að hann hafi fyrir nokkru síðan sætt sig við þá staðreynd að hann gæti farið í gegnum atvinnumannaferilinn án þess að vinna risamót. Fyrir fimm árum var haft eftir Garcia að hann væri líklega ekki nógu góður til þess að vinna risamót en það sagði hann eftir að hafa endað í 12. sæti á Masters-mótinu. Jákvætt hugarfar var lykillinn að sigri Garcia á Masters-mótinu en hann fékk aðstoð frá góðu fólki til þess að bæta hugarfarið sitt. „Ég hugsa öðruvísi en áður. Og ég er jákvæðari. Ég hafði sætt mig við það að það gæti gerst að ég myndi ekki sigra á risamóti. Lífið myndi samt halda áfram og það yrði ekkert stórslys ef það gerðist ekki. En svo gerðist það að ég náði að sigra. Mér fannst ekkert að því að vera talinn besti kylfingurinn sem hafði ekki sigrað á risamóti. Það er jákvætt að vera bestur í því samhengi. Ég leit þannig á það. Núna þarf ég ekki að svara þeirri spurningu aftur. Kannski verð ég besti kylfingurinn sem hefur unnið eitt risamót - og ég get alveg sætt mig við það,“ sagði Garcia eftir sigurinn á Augusta.
Ástin blómstrar Angela Akins er unnusta Garcia og þau ætla að gifta sig í júlí á þessu ári. Akins er bandarísk og starfar sem fréttamaður á golfstöðinni Golf Channel. Hún lék golf með háskólaliði TCU og segir Garcia að hann hafi séð hlutina í öðru ljósi eftir að hann kynntist hugarfarinu sem einkennir
„ V
J E
„Við erum mjög ánægð með samstarfið við Vodafone. Við viljum hafa gæði og þjónustu í toppstandi.“ Jón Örn Eigandi Kjötkompanís
Kjötkompaní er Ready Business Áskoranir fyrirtækja eru margar og breytast hratt. Vodafone býður upp á margs konar þjónustu við fyrirtæki sem sparar þér tíma, fyrirhöfn og gefur þér góða yfirsýn yfir framleiðsluna og reksturinn. Taktu Ready Business prófið á readybusiness.vodafone.is Vodafone Við tengjum þig
fjölskyldu Akins. „Þau eru öll mikið íþróttafólk og jákvæða hugarfarið sem þau hafa tileinkað sér var eitthvað sem ég tók eftir og ég reyndi að feta sömu slóð,“ sagði Garcia.
Lokastaðan: 1. Sergio Garcia (Spánn), 279 högg -9 (71-69-70-69) ı 217 milljónir kr. 2. Justin Rose (England), 279 högg -9 (71-72-67-69) ı 138 milljónir kr. 3. Charl Schwartzel (S-Afríka), 282 högg -6 (74-72-68-68) ı 82 milljónir kr. 4.- 5. Matt Kuchar (Bandaríkin), 283 högg -5 (72-73-71-67) ı 53 milljónir kr. 4.- 5. Thomas Pieters (Belgía), 283 högg -5 (72-68-75-68) ı 53 milljónir kr.
Garcia er þriðji Spánverjinn sem sigrar Sergio Garcia er þriðji spænski kylfingurinn sem stendur uppi sem sigurvegari á Masters-mótinu. Seve Ballesteros ruddi brautina fyrstur allra árið 1980, árið sem Garcia fæddist. Ballesteros sigraði á ný árið 1983. José María Olazábal tók síðan við keflinu árið 1994 og vann á ný árið 1999. Garcia bætti því fimmta spænska Masters-titlinum í safnið með fyrsta sigri sínum á Masters-mótinu.
Löng og hnitmiðuð upphafshögg Upphafshöggin hjá Sergio Garcia á Masters-mótinu voru stórkostleg. Í stuttu máli þá sló hann gríðarlega langt og beint. Á fjórum keppnisdögum hitti Garcia brautina í 80,36% tilvika í upphafshöggum, sem er 12,8% betri árangur en hann gerði að meðaltali á PGA-mótum í aðdraganda Masters-mótsins. Garcia sló 266 metra að meðaltali á 5. og 15. braut á Augusta, þar sem meðallengd upphafshögga var mæld á þessu risamóti. Ef allar par 4 og par 5 brautir eru teknar með í reikninginn þá sló Garcia að meðaltali 274 metra í upphafshöggunum.
Árangur Sergios Garcia á risamótunum frá upphafi
128
Risamót
Sigur
2. sæti
3.sæti
Topp-5
Topp-10
Topp-25
Mót alls
Komst í gegnum niðurskurð
Masters
1
0
0
2
4
6
19
14
U.S. Open
0
0
1
3
5
10
17
15
The Open Championship
0
2
0
5
10
12
20
16
PGA Championship
0
2
1
3
4
6
18
10
Samtals
1
4
2
13
23
34
74
55
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.
ÚTSÖLUSTAÐIR
Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík
Golfsamband Íslands hefur, fyrst allra landssambanda í alþjóðagolfhreyfingunni svo vitað sé, afnumið ákvæði í reglugerðum sínum um að golfmót á vegum þess þurfi að fara fram á 18 brauta völlum. Þetta var samþykkt á fundi laganefndar sambandsins í apríl sl. Fram til þessa hafa aðeins fáein mót farið fram á níu brauta völlum, einkum barna- og unglingamót, auk keppni í neðri deildum Íslandsmóts golfklúbba.
GSÍ afnemur kröfu um
„Margir segjast ekki hafa tíma fyrir átján holur og vilja fleiri valkosti. Golfsambandið á ekki að standa í vegi fyrir nýsköpun aðildarfélaga sinna og vill því rýmka heimildir í mótahaldi, ekki aðeins til að aðlagast breyttum forsendum, heldur einnig til að hvetja hreyfinguna til dáða og vekja hana til umhugsunar. Í huga okkar er þetta viðeigandi, því hugmyndin um að taka aftur upp sveigjanlegan holufjölda á golfvöllum er íslensk. Hún fellur afar vel að þörfum okkar og aðstæðum, en meirihluti íslenskra golfvalla hefur níu holur, eða færri holur en átján.“ Vísar Haukur þar til hugmynda sem íslenski golfvallahönnuðurinn og ráðgjafinn Edwin Roald hefur þróað og kynnt innanlands og utan, m.a. á vefsvæðinu why18holes. com, í tæpan áratug. „Þarfir kylfinga og annarra sem hafa áhuga á heilnæmri útivist hafa breyst mikið og munu halda áfram að gera það,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. 130
GOLF.IS - Golf á Íslandi GSÍ afnemur kröfu um 18 holur
kvika.is
Edwin segir næsta skref í innleiðingu sveigjanlegs holufjölda felast í staðfestingu á samstarfi sem hann vinni nú að með viðeigandi aðilum um aðlögun forgjafarkerfisins að golfvöllum með annan holufjölda en níu eða átján.
Engin merki eru þó um að þetta aukna svigrúm í mótahaldi verði nýtt á komandi leiktímabili, skv. nýútkominni mótaskrá GSÍ. Öll stærri mót fara fram á átján holna völlum, en á því gæti orðið breyting í framtíðinni. „Með þessari breytingu kemur ekkert í veg fyrir að jafnvel Íslandsmót eða mót á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu, fari fram á völlum með færri holur en átján, eða jafnvel fleiri ef út í það færi. Grundvallarhugsunin er sú að halda mót á bestu völlunum. Holufjöldinn þarf ekki endilega að hafa úrslitaþýðingu. Gæði skipta meira máli en magn,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ.
„Því miður er ekki enn hægt að leika golf til forgjafar öðruvísi í dag, en áhugi á að bæta úr þessu er að aukast. Við leitum nú að heppilegum golfvöllum til að taka þátt í tilraunaverkefni með okkur, sem vonandi gerir fólki kleift að leika hvaða holufjölda sem er til forgjafar, hugsanlega með einhverju lágmarki,” segir Edwin.
FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR Golfskálinn býður upp á úrval af græjum sem hjálpa þér með kylfuvalið Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
132
GOLF.IS - Golf á Íslandi GSÍ afnemur kröfu um 18 holur
Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum. Precision Pro er nýtt merki hjá okkur í mælum og úrum. Þar fer verð og gæði sérlega vel saman. Tom Tom úrin eru að okkar mati með því allra flottasta og besta í GPS úrum.
Kylfingar ársins 2016
Birgir Leifur kjörinn í ellefta sinn og Ólafía Þórunn í fimmta sinn Golfsamband Íslands tilkynnti í lok síðasta árs um val á kylfingum ársins 2016. Þeir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG). Þetta er í ellefta sinn sem Birgir Leifur fær þessa viðurkenningu og fjórða árið í röð. Ólafía Þórunn fékk þessa viðurkenningu í fimmta sinn og þriðja árið í röð. Aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir hefur náð því að vera valinn kylfingur ársins fimm sinnum í kvennaflokki. Þetta var í 19. sinn sem kylfingar ársins eru kjörnir í karla- og kvennaflokki en það var gert í fyrsta sinn árið 1998. Fram að þeim tíma var Karen Sævarsdóttir eina konan sem hafði hlotið nafnbótina kylfingur ársins, en það var árið 1991. Birgir Leifur Hafþórsson bætti met á Íslandsmótinu í golfi sem staðið hafði lengi. Hann varð fyrsti kylfingurinn til þess að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sjöunda sinn. Áður hafði Birgir Leifur deilt því meti en Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson sigruðu sex sinnum á Íslandsmótinu.
134
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfingar ársins 2016
Birgir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki en hann er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í Evrópu, sem er sú næststerkasta í Evrópu. Á síðasta ári lék Birgir Leifur á níu mótum á Áskorendamótaröðinni. Hann endaði í 96. sæti á stigalistanum og er með ágæta stöðu fyrir næsta tímabil hvað fjölda móta varðar. Besti árangur hans á keppnistímabilinu var 6. sæti og hann varð einnig í 12. sæti. Ólafía Þórunn náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð á árinu 2016. Hún tryggði sér keppnisrétt á LPGA atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti í byrjun desember 2016. Ólafía fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu en 20 efstu tryggðu sér keppnisrétt á LPGA.
Ólafía lék á sínu fyrsta tímabili á LET Evrópumótaröðinni á síðasta ári. Hún endaði í 96. sæti á stigalistanum í lok tímabilsins. Ólafía varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn á ferlinum á Jaðarsvelli á Akureyri í júlí. Þar skrifaði hún nýjan kafla í golfsöguna með því að vera á besta samanlagða skorinu af öllum keppendum Íslandsmótsins. Ólafía lék á -11 samtals og Valdís Þóra Jónsdóttir var á -9 samtals. Ólafía Þórunn hefur lagt mikið á sig á undanförnum misserum til þess að ná markmiðum sínum. Hún er frábær fyrirmynd og dugnaður hennar hefur vakið verðskuldaða athygli.
GOLF.IS
135
Kylfingar ársins frá upphafi
136
1973
Björgvin Þorsteinsson
GA
1
1998
Björgvin Sigurbergsson
GK
2
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
1
1974
Sigurður Thorarensen
GK
1
1999
Örn Ævar Hjartarson
GS
1
Ólöf María Jónsdóttir
GK
1
1975
Ragnar Ólafsson
GR
1
2000
Björgvin Sigurbergsson
GK
3
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
2
1976
Þorbjörn Kjærbo
GS
1
2001
Örn Ævar Hjartarson
GS
2
Herborg Arnarsdóttir
GR
1
1977
Björgvin Þorsteinsson
GA
2
2002
Sigurpáll Geir Sveinsson
GA
2
Ólöf María Jónsdóttir
GK
2
1978
Gylfi Kristinsson
GS
1
2003
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
3
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
3
1980
Hannes Eyvindsson
GR
1
2004
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
4
Ólöf María Jónsdóttir
GK
3
1981
Ragnar Ólafsson
GR
2
2005
Heiðar Davíð Bragason
GKj.
1
Ólöf María Jónsdóttir
GK
4
1982
Sigurður Pétursson
GR
1
2006
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
5
Nína Björk Geirsdóttir
GKj.
1
1983
Gylfi Kristinsson
GS
2
2007
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
6
Nína Björk Geirsdóttir
GKj.
2
1984
Sigurður Pétursson
GR
2
2008
Hlynur Geir Hjartarson
GOS
1
Ólöf María Jónsdóttir
GK
5
1985
Sigurður Pétursson
GR
3
2009
Ólafur Björn Loftsson
NK
1
Valdís Þóra Jónsdóttir
GL
1
1986
Úlfar Jónsson
GK
1
2010
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
7
Tinna Jóhannsdóttir
GK
1
1987
Úlfar Jónsson
GK
2
2011
Ólafur Björn Loftsson
NK
1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
1
1988
Úlfar Jónsson
GK
3
2012
Haraldur Franklín Magnús
GR
1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
2
1989
Úlfar Jónsson
GK
4
2013
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
8
Sunna Víðisdóttir
GR
1
1990
Úlfar Jónsson
GK
5
2014
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
9
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
3
1991
Karen Sævarsdóttir
GS
1
2015
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
10
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
4
1992
Úlfar Jónsson
GK
6
2016
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
11
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
5
1993
Þorsteinn Hallgrímsson
GV
1
1994
Sigurpáll Geir Sveinsson
GA
1
1995
Björgvin Sigurbergsson
GK
1
1996
Birgir Leifur Hafþórsson
GL
1
1997
Birgir Leifur Hafþórsson
GL
2
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfingar ársins 2016
NÁTTÚRULEGA TIL FRAMTÍÐAR Náttúrulegar umbúðir – í sátt við umhverfið Tímamótaumbúðirnar frá Enviropack eru eingöngu úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Loks er hægt að velja kaffimál, glös, matvælaílát og ýmsar aðrar umbúðir sem eru að fullu niðurbrjótanlegar og vistvænar. Vörurnar eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís. Þær eru úr náttúrulegu hráefni og því 100% niðurbrjótanlegar.
Minna kolefnisspor en af öðrum einnota umbúðum
Geta brotnað niður á 12 vikum
Pakkningar
Kaffimál
Glös og matvælaílát
Veldu rétt, veldu náttúrulegt - fyrir okkur öll!
Hnífapör
www.oddi.is
Ólafía Þórunn í þriðja sæti – Fyrsti kylfingurinn frá árinu 2011 sem nær inn á topp 10 listann í kjörinu á íþróttamanni ársins 2016
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, varð þriðja í kjörinu á íþróttamanni ársins 2016. Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu varð efstur í kjörinu hjá Samtökum íþróttafréttamanna og sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð önnur. Þetta er í þriðja sinn sem kylfingur er á meðal þriggja efstu en Sigurður Pétursson varð þriðji árið 1985 og Úlfar Jónsson varð í 2.-10. sæti árið 1987. Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á íþróttamanni ársins: 1963: Magnús Guðmundsson 10. 1965: Magnús Guðmundsson 7. 1977: Björgvin Þorsteinsson 9. 1979: Hannes Eyvindsson 8. 1981: Ragnar Ólafsson 6. 1984: Ragnar Ólafsson 9. 1985: Sigurður Pétursson 3. 1986: Úlfar Jónsson 9. 1987: Úlfar Jónsson 2.-10. 1988: Úlfar Jónsson 5. 1990: Úlfar Jónsson 4. 1992: Úlfar Jónsson 5. 1993: Úlfar Jónsson 5., Þorsteinn Hallgrímsson 8.
138
GOLF.IS
1996: Birgir Leifur Hafþórsson 5. 1997: Birgir Leifur Hafþórsson 6. 1998: Ragnhildur Sigurðardóttir 9. 2000: Birgir Leifur Hafþórsson 5. 2001: Birgir Leifur Hafþórsson 6. 2002: Ólöf María Jónsdóttir 9. 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir 9. 2004: Ólöf María Jónsdóttir 4., Birgir Leifur Hafþórsson 5. 2005. Ólöf María Jónsdóttir 8. 2006: Birgir Leifur Hafþórsson 4. 2007: Birgir Leifur Hafþórsson 5. 2011: Ólafur Björn Loftsson 10. 2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 3.
Heildarniðurstaða kjörsins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig 2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390 stig 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214 stig 4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167 stig 5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100 stig 7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80 stig 8. Aron Pálmarsson, handbolti 65 stig 9. Martin Hermannsson, körfubolti 57 stig 10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45 stig 11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28 stig 12. Kári Árnason, knattspyrna 23 stig 13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16 stig 14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7 stig 15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6 stig 16. Irina Sazonova, fimleikar 3 stig 17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2 stig 18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1 stig 19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1 stig
STELPUGOLF
FRÍ KENNSLA FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI
Um allt land 5. júní: Höfuðborgarsvæðið - GKG Akureyri - GA Akranes - GL Fjarðabygð - GKF Ísafjörður - GÍ (síðar í júní) PGA golfkennar Stöðvar og golfþrautir Kynning á golfkylfum
/stelpugolf
í heiðurshöll GKG – Guðmundur Oddsson gerður að heiðursfélaga Á aðalfundi GKG sem haldinn var í Íþróttamiðstöð GKG þann 30. nóvember 2016 ákvað stjórn GKG að Birgir Leifur Hafþórsson færi fyrstur einstaklinga á frægðarvegg félagsins. Þá ákvað stjórn GKG að Guðmundur Oddsson, fyrrverandi formaður GKG til 10 ára, yrði heiðursfélagi klúbbsins. Í umsögn GKG segir m.a.: „Feril Birgis Leifs Hafþórssonar þekkja flestir kylfingar. Hann hefur um árabil verið okkar fremsti kylfingur og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð þátttökurétti á evrópsku mótaröðinni í golfi. Á ferlinum hefur Birgir Leifur keppt á 58 golfmótum á evrópsku mótaröðinni og náði best 11. sæti á Opna ítalska mótinu, og alls 115 mótum á evrópsku áskorendamótaröðinni þar sem hann hefur náð best 3. sæti. Enginn kylfingur hefur sigrað oftar á Íslandsmótinu í höggleik en Birgir Leifur hefur hampað þeim titli sjö sinnum. Birgir Leifur er glæsileg fyrirmynd annarra kylfinga fyrir mikið keppnisskap og þrautseigju á löngum ferli. Hans framkoma innan vallar sem utan sýnir öll þau gildi sem við viljum halda í heiðri í golfíþróttinni.“ Þá ákvað stjórn GKG að Guðmundur Oddsson, fyrrverandi formaður GKG til 10 ára, yrði heiðursfélagi klúbbsins. „Guðmundur á stóran þátt í því að koma félaginu á þann stall sem það er á í dag. Þar skal helst nefnt ráðningu þriggja framkvæmdastjóra, aukningu árlegrar veltu í rúmlega 200 m.kr., endurnýjun á leigusamningum við ríkið um GKG-svæðið til 20 ára frá 1. febrúar 2015 og síðast en ekki síst gerð samkomulags við Garðabæ og Kópavog um verulega hlutdeild í byggingu Íþróttamiðstöðvar GKG.“
140
GOLF.IS - Golf á Íslandi Birgir Leifur í heiðurshöll GKG
24. júní 2017 – Leirdalsvöllur – Golfklúbbur GKG Tveggja manna Betri Bolti 1. VERÐLAUN
VIP ferð fyrir tvo á THE OPEN Glæsilegar teiggjafir / Dregið úr skorkortum Kvöldskemmtun og verðlaunaafhending í skálanum að móti loknu um kl. 22.00
As served at
Allir velkomnir í fjörið eftir mót. Léttar veitingar og auðvitað Stella Artois!
Spennandi tímar fram undan
– Styttist í formlega opnun á glæsilegri íþróttamiðstöð á Hlíðavelli
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á undanförnum misserum. Ný og glæsileg íþróttamiðstöð við Hlíðavöll verður tekin í notkun í maí og mun mannvirkið gjörbreyta aðstöðu klúbbsins. Húsið er á tveimur hæðum og verður efri hæðin tekin í notkun fyrst og aðstaðan á neðri hæðinni opnuð síðar þegar húsið verður fullklárað.
Þeir bestu velja TaylorMade
„Þegar íþróttamiðstöðin verður fullbúin verður þar aðstaða eins og hún gerist best á landinu. Þar geta börn, unglingar og afrekskylfingar GM stundað æfingar í íþrótt sinni ásamt félagsmönnum öllum. Það eru spennandi tímar fram undan“ segir Gunnar Ingi Björnsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Frá árinu 2004 hefur aðstaðan á Hlíðavelli gjörbreyst en völlurinn er í dag 18 holur og hefur skipað sér í hóp með bestu golfvöllum landsins. „Uppbyggingin á undanförnum árum hefur miðast við að nýja aðstaðan verði staðsett miðsvæðis við völlinn með tveimur níu holu lykkjum hvor sínum megin við íþróttamiðstöðina. Það er löngu kominn tími á þetta hús en gamla klúbbhúsið sprakk utan af okkur fyrir mörgum árum. Það hefur nýst okkur vel en vöxturinn í golfíþróttinni hefur verið mikill og við þurftum að taka næsta skref fyrir kylfinga í Mosfellsbæ,“ segir Gunnar Ingi en nánar verður fjallað um opnun íþróttamiðstöðvarinnar í næsta tbl. Golf á Íslandi.
BÍLDSHÖFÐA 20
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
142
GOLF.IS - Golf á Íslandi Spennandi tímar fram undan
Þú finnur Nettó verslanir á 16 stöðum á landinu www.netto.is
Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Ísafjörður
M
NÝT
T
FER
SK T
GÐ BRA NU
OG SÍTR TUÓ YN
OG
F RÍS K A N
DI
LÝSI MEÐ MYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI
FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi. Lýsi inniheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er auðugt af A-, D- og E-vítamínum. Þetta eru allt mikilvæg næringarefni sem hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, sjón, tennur og bein.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR V E RT
Útisturtur
Frábær verðlauna-hönnun með raunverulegri lausn fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar að fullu.
JEE-O FATline Burstað stál kr. 209.500
Útisturtur frá Hollandi sem unnið hafa til verðlauna fyrir frábæra hönnun. Hægt að tengja við hitaelement vegna frosta og er því tilvalin kostur sem nýtist jafnt sumar sem köldustu vetur.
Ný og handhæg kaldavatnsdæla. JEE-O Burstað stál kr. 253.100
Scala2 er að fullu sambyggð vatnsdæla sem skilar jöfnum vatnsþrýsting í alla krana. Einföld lögun og lausn sem er auðveld í uppsetningu. Með forstilltri dælu, stýrir Scala 2 afköstum miðað við rennsli. Skala 2 er með vatnskældum mótor, sem gerir hana afar hljóðláta.
Draghálsi 14 - 16 · S ím i 4 12 12 00 www.isleifur.is
Niðurstaðan er hámarks þægindi með lámarks fyrirhöfn.
GAS
GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ
ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS
Ráðandi - auglýsingastofa ehf
ALLS STAÐAR
Ráðandi - auglýsingastofa ehf
EIMSKIP FLYTUR ÞÉR GOLFIÐ Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.