GOLF.IS 1. TBL. 2018
Ólafía Þórunn kjörin íþróttamaður ársins – fyrsti kylfingurinn sem hlýtur þetta sæmdarheiti
ALICANTE GOLF
BONALBA GOLF
HÓTEL Staðsett á golfvellinum, rúmgóð herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, setustofur á öllum hæðum, bar, veitingastaður, heilsulind með þurrgufu (sauna), blautgufu (steambath) og innisundlaug með nuddstútum. Góður sundlaugargarður er við hótelið. Golfbílar bíða kylfinga inni á hótelinu hvern dag.
HÓTEL Staðsett við golfvöllinn, rétt um 200m frá klúbbhúsinu er Hotel Bonalba Golf. Nútímlegt hótel með rúmgóð herbergi, svölum, útsýni að golfvellinum eða sundlaug. Á hótelinu er góð heilsulind sem farþegar hafa aðgang að. Sportbar og góður veitingastaður. Fyrir utan hótelið er stór sundlaugargarður með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni.
18 HOLU GOLFVÖLLUR Hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros. Einstaklega skemmtileg uppsetning með jafnmörgum par 3, par 4 og par 5 holum. Hentar öllum kylfingum.
18 HOLU GOLFVÖLLUR Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði sem er talinn einn af betri golfvallahönnuðum í Evrópu. Völlurinn liggur í skemmtilegu landslagi umhverfis hótelið. Þrátt fyrir landslagið þá er hann alls ekki erfiður að ganga.
STAÐURINN Við hliðina á hótelinu er torg með úrvali veitingastaða og apótek. Í göngufæri er fjöldi veitingastaða, verslanir og falleg baðströnd. Miðbær Alicante er í 10 mínútna fjarlægð og flugvöllurinn í 20 mínútna fjarlægð. VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐURINN Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin 15 ár.
STAÐURINN Hótelið og völlurinn eru í aðeins 25 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante. Hótelið stendur hátt og því er gott útsýni yfir umhverfið.
GOLFSKÓLI
ALICANTE GOLF Við bjóðum upp á golfskóla á Alicante Golf. Golfskólinn er fyrir byrjendur og lengra komna.
KENNSLAN Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari, er skólastjóri golfskólans. Kennslan fer fram fyrir hádegi og svo spila þeir nemendur sem vilja golf eftir hádegi. AÐSTAÐAN Aðstaðan til golfkennslu er mjög góð á Alicante Golf. Sér púttflöt, vippflöt og glompuflöt og lengri högg slegin af grasi. HAUSTFERÐIN 27. september – 5. október – 8 nætur
Sjáðu úrval og verð ferða á golfskalinn.is
H K
A
Þ m v fl a g
E Þ e a s a s þ g fj
H 5
Myndin er frá 2. braut á Alicante Golf
TVENNA
ALICANTE GOLF + BONALBA GOLF
HELDRI KYLFINGAR 65+
GOLFGLEÐI GOLFSKÁLANS
Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf nýtur mikilla vinsælda meðal heldri kylfinga. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stutt frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir, apótek, verslanir og falleg baðströnd í stuttu göngufæri frá hótelinu.
Golfskálinn hefur undanfarin ár boðið reglulega upp á Golfgleðina við miklar vinsældir. Ferð fyrir þá sem vilja fleiri mót og eru óhræddir við að láta hrista aðeins upp í röðun í holl. Markmiðið er alltaf að hafa mótin á léttu nótunum og þannig aðgengileg og spennandi fyrir sem flesta. 4 fjölbreytileg golfmót eru á dagskránni auk lokahófs með sameiginlegu borðhaldi og verðlaunaafhendingu.
ALICANTE GOLF
EKKERT ALDURSTAKMARK Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó” og flestir kjósa að vera í 12-16 daga. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem almennt frí og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli sem kemur til lækkunar á verði ferðanna. Einnig hafa þessar ferðir verið vinsælar hjá mökum sem leika ekki golf þar sem verð ferða tekur mið af því auk fjölbreytileika svæðisins.
ALICANTE GOLF
Golfgleðin sjálf er dagana 23. til 30. október en þeir sem vilja vera lengur geta valið lengri ferðir, 19. – 30. október eða 23. október – 2. nóvember.
Við setjum upp ferðir þar sem byrjað er á Bonalba og farið síðan yfir á Alicante Golf eða öfugt. Sem dæmi þá er hægt að taka viku á Bonalba og fara síðan yfir á Alicante Golf í nokkra daga.
FARARSTJÓRAR
Fararstjórar Golfskálans eru Ingibergur Jóhannsson, Hans Vihtori Henttinen og Jens Uwe Friðriksson.
HAUSTFERÐIN 5. - 19. október –14 nætur
GOLFSKÁLINN – GOLFVERSLUN OG GOLFFERÐIR, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Meðal efnis:
12
46 Jón Karlsson PGA-kennari setur kylfinga í rétta gírinn með góðum ráðum. Fleygjárn og gírar eru rauði þráðurinn í pistli Jóns.
Annika Sörenstam er á leið til Íslands. Einn þekktasti íþróttamaður allra tíma mun hitta íslenska kylfinga í byrjun júní.
88
68
Ívar Hauksson er „kóngurinn“ á Mar Menor og fær mörg hundruð Íslendinga í heimsókn á hverju ári. Ítarleg umfjöllun um Mar Menor svæðið.
Tómas F. Aðalsteinsson aðstoðarprófessor, yfirþjálfari og íþróttasálfræðingur veitir ráðgjöf og fræðslu um hugarþjálfun í golfi og öðrum íþróttum.
GOLF Á ÍSLANDI
30 Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir er nýr formaður Keilis. Hún er önnur konan sem gegnir þessu embætti hjá Keili.
4
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is. Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, Tómas F. Aðalsteinsson, Jón Karlsson. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, erlendar myndir golfsupport.nl. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í maí 2018.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
ICE_T
Í DJÚPRI GLOMPU. ÚR LÉTTUM KARGA. AF MIÐRI BRAUT.
ÞESSI FER Í.
NÝJU VOKEY SM7 FLEYGJÁRNIN ERU MÆTT. VOKEY.COM
ICE_TitleistVokeySM7_Page.indd 1
18/04/2018 09:44
Gleðilegt sumar Ég er í hópi þeirra 35.000 Íslendinga sem er farinn að ókyrrast verulega þessar vikurnar. Spennan fer vaxandi. Eftir langan vetur, fylgist maður með grasinu byrja að spretta og taka upp grænan lit í stað þessa gulgráa sem legið hefur eins og slikja yfir öllu undanfarna mánuði. Sumir golfklúbbar hafa nú þegar opnað inn á sumarflatir sínar og fyrstu golfmótin hafa farið fram. „Þetta er allt að gerast,“ eins og krakkarnir segja. Eftir frábært ár í fyrra, er mikil pressa á okkur sem störfum í hreyfingunni að gera enn betur í ár. Árið 2017 var án efa besta árið í sögu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Aldrei höfðu fleiri kylfingar verið skráðir í golfklúbba landsins, aldrei hafa jafnmargir íslenskir afrekskylfingar leikið í erlendum háskólum og aldrei hafa jafnmargir íslenskir atvinnukylfingar leikið á erlendum mótaröðum. Kirsuberið var svo sett ofan í kökuna í lok ársins, þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttur var kjörin Íþróttamaður ársins – fyrst kylfinga. Okkur skorti ekki tilefnin til að fagna og vonandi heldur velgengni okkar fólks áfram. Ég vona innilega að ykkur gefist góður tími til að þess að leggja stund á golfíþróttina í sumar á þeim rúmlega 60 golfvöllum, sem finna má vítt og breitt um landið. Vellirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og allir búa þeir yfir einhverju sérstöku. Gæði golfvalla eru ekki endilega bundin við hraðann á flötunum, grasið á teigunum eða fjölda brautanna. Gæðin má finna í þeirri upplifun sem hver og einn kylfingur fær af því að leika völlinn, viðmóti starfsfólks í klúbbhúsinu og samskiptunum við félagsmennina. Við búum því svo vel að geta leikið marga af bestu golfvöllum heims, án þess að fara út fyrir landsteinana. Njótið sumarsins.
Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Það geta allir misst heilsuna
Heilsu- og sjúkdómatrygging Það geta allir misst heilsuna óháð stétt eða stöðu.
Allianz Ísland hf. | 595 Dalshraun 3400 | |allianz@allianz.is 220 Hafnafirð | 595 | allianz.is 3400 | allianz@allianz.is | allianz.is
Við tryggjum fólk
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
Ríku beyg loftkæ
Við hættum ekki að leika okkur af því við verðum gömul. Við verðum gömul af því við hættum að leika okkur. Rafmagns Porsche - Cayenne S E-Hybrid Verð frá 10.950 þús. kr.
Porsche Cayenne S E-Hybrid 416 hestöfl | 590Nm tog
Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is
Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00
Ríkulegur búnaður í Platinum Edition: Leður og Alcantara innrétting, leiðsögukerfi með Íslandskorti, 20” RS Spider Platinum álfelgur, rafdrifin GTS sportsæti, stillanlegur forhitari, Bi-Xenon framljós með beygju, BOSE® 665 watta hljóðkerfi, stillanleg fjöðrun (PASM ), hiti í framsætum, 8 gíra sjálfskipting með skiptingu í stýri, Porsche ferðahleðslustöð, Privacy glass (litað gler), tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, samlitir brettakantar, svartir háglans gluggalistar, skriðstillir (Cruise Control), upplýstir sílsalistar, Porsche merki greypt í höfuðpúða, sjálfvirk birtustillingspegla, felgumiðjur með Porsche logo í lit, PCM, Porsche Connect Plus, o.m.fl. Verð: 11.950 þús. kr.
Draumahögg á risamóti
– Ólafía Þórunn fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir valdi sér rétta staðinn til þess að slá draumahöggið í fyrsta sinn á ferlinum. Ólafía sló boltann ofan í holu á 17. brautinni á ANA Inspiration-mótinu á fyrsta keppnisdeginum. Mótið var jafnframt fyrsta risamót ársins og var Ólafía að taka þátt á þessu móti í fyrsta sinn á ferlinum. Höggið vakti mikla athygli og myndband frá högginu hefur verið skoðað af tugþúsundum víðsvegar um veröldina. Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafía Þórunn fer holu í höggi. Á hverju ári eru um 150.000 draumahögg slegin á heimsvísu. Allir kylfingar hafa látið sig dreyma um að fara holu í höggi en hverjar eru líkurnar á því að slíkt gerist?
■■ ■■
■■
■■
■■ ■■
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Draumahögg á risamóti
12.500 – Meðalkylfingur þarf 12.500 tilraunir til þess að ná því að fara holu í höggi. 5.000 – Lágforgjafarkylfingur þarf um 5.000 tilraunir til þess að slá boltann ofan í holuna í teighögginu. 2.500 – Atvinnukylfingar þurfa aðeins færri tilraunir, eða um 2.500, til þess að sjá boltann detta ofan í holuna eftir upphafshöggið. 200 ára biðtími – Meðalkylfingur þarf 200 ár til þess að ná draumahögginu en þeir kylfingar sem leika 75 hringi að meðaltali á ári þurfa aðeins að bíða í 30 ár eftir að ná því að fara holu í höggi. 1% kylfinga á Íslandi Samkvæmt tölfræði sem birt er á vef Einherjaklúbbsins á Íslandi fara 1% kylfinga landsins holu í höggi árlega. Rétt tæplega þó, því 130-140 draumahögg eru slegin árlega af íslenskum kylfingum.
Daufur er dellulaus maður
Bagboy XL Quad Verð: 39.800 Tilboð: 34.900
Golfbuddy WTX Verð: 36.900 Tilboð: 28.900
Fjórhjól Verð frá: 399.900
Lithium battery fyrir kerrur og fjórhjól í miklu úrvali
Mizuno JPX-900 Verð: 14.900 /stk
Motocaddy S1 Lithium Verð: 129.900 Tilboð: 99.900
Ben Sayers pakkasett, 12 kylfur Verð frá: 54.900
Sími: 565 1402 www.golfbudin.is
Callaway Rogue Driver Verð: 59.900 Tilboð: 55.900
12
GOLF.IS
Annika Sörenstam á leið til landsins Ein stærsta íþróttastjarna allra tíma kemur til Íslands í júní á þessu ári. Það er engin önnur en Annika Sörenstam frá Svíþjóð, sem var á sínum tíma í sérflokki í atvinnugolfi í kvennaflokki. Annika er 47 ára gömul og hefur sigrað á 10 risamótum á ferlinum. Hún er þriðji sigursælasti kylfingurinn á LPGA Tour með 72 sigra og 17 sigra á LET Evrópumótaröðinni, þar sem hún er þriðji sigursælasti kylfingur allar tíma. Annika hætti í keppnisgolfinu árið 2008, þá aðeins 38 ára gömul. EINN ÞEKKTASTI ÍÞRÓTTAMAÐUR ALLRA TÍMA „Annika er ekki bara einn einn þekktasti kylfingur sögunnar, heldur er hún á meðal þekktustu nafna íþróttasögunnar. Til að mynda valdi ESPN íþróttatímaritið hana á meðal 20 bestu íþróttamanna veraldar á dögunum, en sá listi var gefinn út í tilefni af 20 ára afmæli íþróttarisans. Tiger Woods var efstur, en Annika var fyrst kvenna á listanum, í sjötta sætinu, á undan tenniskonunni Serenu Williams sem var næst kvenna á listanum í tólfta sæti, brasilísku knattspyrnukonunni Mörtu, körfuboltakonunni Lauren Jackson
og frjálsíþróttakonunni Allyson Felix. Það er til marks um það hversu stórt nafn hún er í heimi íþróttanna,“ segir Hulda Bjarnadóttir fjölmiðlakona, ein þeirra sem stendur að komu Anniku til landsins. Annika hefur þegið boð um að koma til Íslands um miðjan júní, nánar tiltekið 10. og 11. júní. Viðburðir verða auglýstir síðar, en hún mun taka þátt í fundum og viðburðum er tengjast uppbyggingu golfíþróttarinnar hérlendis. „Það er Anniku hjartans mál að styðja við ungar
konur í íþróttinni og mun hún hitta afreksfólk okkar hérlendis, auk þess sem hún mun hitta lykilfólk golfhreyfingarinnar,“ segir Hulda um tilgang komu hennar. Annika mun einnig halda fyrirlestra um hugarfar og markmiðasetningu og deila reynslu sinni um hvernig hún hefur náð þeim árangri sem raunin er, jafnt innan sem utan vallar. Árið 2008 hætti hún sem atvinnumaður í golfi og sneri sér þá að uppbyggingu golfakademíu í eigin nafn, alþjóðlegum golfmótum í eigin nafni, viðskiptum tengdum golfvallahönnun, hönnun fatalínu og fjármálaráðgjöf til íþróttamanna og íþróttafélaga.
„MIKILL HEIÐUR OG LYFTISTÖNG“ „Tímasetningin er frábær og það er ljóst að golfíþróttinni er sýndur mikill heiður að eitt stærsta nafnið í íþróttinni hefur áhuga á að koma til landsins. Það sýnir okkur um leið að fylgst er með kylfingunum okkar á meðal hinna bestu. Þetta eru skemmtilegir tímar sem við erum að upplifa og verður heimsókn Anniku án efa mikil lyftistöng til framtíðar,“ segir Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands um komu Anniku.
Íþróttamaður ársins 2017
Ólafía Þórunn skrifaði nýjan kafla í íþróttasöguna
14
GOLF.IS
BIG MAX
DRI LITE-G Léttur burðarpoki með góðri vatnsvörn.
24.700 kr.
BIG MAX BLADE Einnig til í svörtu.
Aðeins 6,5 kg og samanpökkuð 12,5 x 62 x 88 cm.
VERÐ AÐEINS 38.800 kr.
BIG MAX AQUA V-1 Nýi AQUA V-1 er einn allra best skipulagði og vatnsheldi kerrupokinn á markaðnum í dag. Ekki skemmir frábær hönnun og útlit og mikið úrval af litum.
VERÐ AÐEINS 39.900 kr. Við kappkostum ávallt að eiga gott úrval af pokum, kerrum og aukahlutum.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Bakrunnsmynd er frá Bonalba
Ný kerra frá BIG MAX. Ótrúleg hönnun og er einhver allra þægilegasta kerra sem hefur komið á markað. Þú pakkar henni á nokkrum sekúndum þar sem hjólin leggjast sjálfkrafa út þegar kerran er lögð saman.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands í lok desember á síðasta ári.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands í lok desember á síðasta ári. Ólafía Þórunn varð efst í kjörinu á íþróttamanni ársins 2017 sem Samtök íþróttafréttamanna stóðu fyrir. Hún er þar með fyrsti kylfingurinn sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Þetta var í 62. sinn sem kjörið fer fram og er Ólafía Þórunn sjötta konan sem er efst í þessu kjöri.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, varð í 9. sæti í kjörinu. Ólafía Þórunn varð í þriðja sæti í þessu kjöri árið 2016 en þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra kemst inn á topp 10 listann. Þetta er aðeins í þriðja sinn frá upphafi kjörsins þar sem tveir kylfingar eru á meðal tíu efstu á lista Samtaka íþróttafréttamanna. Árið 1993 voru þeir Úlfar Jónsson (5.) og Þorsteinn Hallgrímsson (8.) báðir á listanum. Árið 2004 voru Ólöf María Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson í 4. og 5. sæti.
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íþróttamaður ársins 2017
Ólafía hlaut 422 stig af alls 520 stigum mögulegum í kjörinu 2017. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í næstu sætum á eftir. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu var valið lið ársins og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, þjálfari ársins. Báðir aðilar hlutu fullt hús í kjörinu. Alls hafa fjórar konur úr röðum GSÍ verið á meðal 10 efstu í þessu kjöri og alls hafa ellefu kylfingar verið á topp 10 listanum frá því að kjörið fór fyrst fram. Úlfar Jónsson hafði náð bestum árangri í kjörinu á íþróttamanni ársins, áður en Ólafía gerði betur. Úlfar varð í 2.-10. sæti árið 1987 þegar níu íþróttamenn deildu sætum 2-10. Knattspyrnumaðurinn Arnór Guðjohnsen var efstur í kjörinu árið 1987. Sigurður Pétursson varð í þriðja sæti árið 1985. Ragnar Ólafsson endaði í sjötta sætinu árið 1981. Birgir Leifur Hafþórsson varð fjórði árið 2006 og fimmti árin 1996, 2000 og 2007, Ólöf María Jónsdóttir varð fimmta árið 2004 og Úlfar Jónsson varð fjórði árið 1990 og fimmti árin 1988 og 1992. Hér eftir fer heildarniðurstaða kjörsins en mest var hægt að fá 540 stig í kjöri íþróttamanns ársins.
Frá vinstri: Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóra Alþjóðasviðs Valitors, Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir íþróttamaður ársins, Lilja Dögg Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Íslandi, Iða Brá Benediktsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Arion banka, Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar Sjóvá, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf – 422 stig 2. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 379 3. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 344 4. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir – 172 5. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 125 6. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 94 7. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna – 88 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 76 9. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 72 10. Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra – 47
11. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir – 41 12. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar – 37 13. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 18 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 17 15. Martin Hermannsson, körfubolti – 16 16. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar – 15 17. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar – 4 18. Snorri Einarsson, skíðaganga – 2 19. Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna – 1 20. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna – 1
GOLF.IS
17
Frá vinstri: Ólafur Már Sigurðsson bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, Ólafía Þórunn og Hulda María Malmquist systir Arons Einars Gunnarssonar knattspyrnumanns.
MIKILL HEIÐUR „Fyrir mig er mikill heiður að vera ein þeirra kvenna sem hlotið hafa þessa nafnbót. Ég vil þakka fjölskyldunni, styrktaraðilum, Golfklúbbi Reykjavíkur og GSÍ fyrir stuðninginn í gegnum árin. Auk þess er ég þakklát fyrir hversu margt frábært íþrótta-
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íþróttamaður ársins 2017
fólk við eigum vegna þess að það hefur hvatt mig áfram. Hjá okkur Íslendingum eru engin takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ná. Íslenskt íþróttafólk úr öllum áttum hefur gert það gott á síðustu árum og maður sér að það er hægt að ná árangri erlendis. Kraftaverkin eru að gerast alls
staðar í kringum okkur í íþróttunum. Ég er því þakklát fyrir að vera frá Íslandi.“ Ólafía segist ekki hafa leitt hugann oft að því í gegnum tíðina hvort hún gæti verið kosin íþróttamaður ársins. En meira hafi verið um slíkar vangaveltur hjá fólkinu í kringum hana. „Ég hef lítið pælt í þessu en fjölskylda og vinir voru að velta því fyrir sér hvort þetta gæti gerst. Þessi viðurkenning er eitthvað sem getur gerst ef maður stendur sig vel en maður getur ekki haft bein áhrif á. Ef ég legg mig alla fram og geri mitt besta þá geta viðurkenningar fylgt í kjölfarið.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sjötta konan frá upphafi sem kjörin er íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna, á þeim 62 árum sem kjörið hefur farið fram frá 1956. Þetta er jafnframt í annað sinn á þremur árum sem kona verður fyrir valinu en sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir hreppti sæmdarheitið árið 2015. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona var kjörin árið 2007, Vala Flosadóttir stangarstökkvari árið 2000, Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona árið 1991 og Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona árið 1964.
Valdís Þóra Jónsdóttir tekur hér við viðurkenningu úr hendi Eiríks Stefáns Ásgeirssonar formanns Samtaka íþróttafréttamanna á Íslandi.
Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á íþróttamanni ársins og í sviganum er sætið sem kylfingurinn endaði í. 1963: Magnús Guðmundsson (10.) 1965: Magnús Guðmundsson (7.) 1977: Björgvin Þorsteinsson (9.) 1979: Hannes Eyvindsson (8.) 1981: Ragnar Ólafsson (6.) 1984: Ragnar Ólafsson (9). 1985: Sigurður Pétursson (3.) 1986: Úlfar Jónsson (9.) 1987: Úlfar Jónsson (2.-10.) 1988: Úlfar Jónsson (5.) 1990: Úlfar Jónsson (4.) 1992: Úlfar Jónsson (5.) 1993: Úlfar Jónsson (5.), Þorsteinn Hallgrímsson (8.) 1996: Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 1997: Birgir Leifur Hafþórsson (6.) 1998: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.) 2000: Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 2001: Birgir Leifur Hafþórsson (6.) 2002: Ólöf María Jónsdóttir (9.) 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.) 2004: Ólöf María Jónsdóttir (4.), Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 2005. Ólöf María Jónsdóttir (8.) 2006: Birgir Leifur Hafþórsson (4.) 2007: Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 2011: Ólafur Björn Loftsson (10.) 2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3.) 2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1.), Valdís Þóra Jónsdóttir (9.).
Eitt mest vaxandi golfmerki í heiminum
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
GOLF.IS
19
Forskot
Átta atvinnukylfingar fá styrk úr afrekssjóðnum Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga, en alls átta atvinnukylfingar fá styrk úr sjóðnum að þessu sinni. KYLFINGARNIR ERU: Andri Þór Björnsson (GR) Axel Bóasson (GK) Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) Haraldur Franklín Magnús (GR) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Aðstandendur sjóðsins eru ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 leika tveir íslenskir atvinnukylfingar á sterkustu mótaröðunum, þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð sem þær leika á sterkustu atvinnumótaröðunum. Ólafía er með keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum og Valdís á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru báðir með keppnisrétt á næststerkustu mótaröð Evrópu og Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Er þetta í fyrsta sinn sem tveir íslenskir karlar eru með keppnisrétt á þessari mótaröð á sama tíma. Haraldur Franklín, Andri Þór og Guðmundur Ágúst keppa allir á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og Guðrún Brá mun keppa á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu tímabili. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa Lónið árið 2017. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golf íþróttinni.
20
GOLF.IS - Golf á Íslandi Átta atvinnukylfingar fá styrk úr afrekssjóðnum
UM SJÓÐINN Forskot afrekssjóður var stofnaður um mitt ár 2012 og þann 14. júní sama ár var í fyrsta sinn úthlutað úr sjóðnum. Markmiðið með stofnun Forskots afrekssjóðs árið 2012 var að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum. Sjóðurinn hefur frá upphafi beint sjónum sínum að fimm kylfingum á hverjum tíma og leitast við að gera þeim auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi. Frá því að Forskot afrekssjóður var settur á laggirnar hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið enn meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum áfram inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna. Ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín, auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að hann virði reglur íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar. Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þau til dáða. Einn fulltrúi frá þeim sem aðild eiga að Forskoti er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum. Nánari upplýsingar á forskot.is
Eimskipsmótaröðin
Keppt um stigameistarartitilinn í 30. sinn Eimskipsmótaröðin, mótaröð þeirra bestu, hefst að nýju eftir vetrarhlé 18. maí. Keppnistímabilið 2017-2018 hófst sl. haust með tveimur mótum, það fyrsta fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri og það síðara var á Urriðavelli. Alls verða mótin átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu en lokamótið fer fram í lok ágúst. Að venju verður hart barist um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni. Vikar Jónasson úr GK og Berglind Björnsdóttir úr GR stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. Þetta er í fyrsta sinn sem þau standa uppi sem stigameistarar á mótaröð þeirra bestu.
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
k ta g u l f r i r y f tt é R
Svífðu á milli golfvalla landsins og fínstilltu sveifluna í alls konar hæð yfir sjávarmáli. Jaðarsvöllur á Akureyri, Tungudalsvöllur á Ísafirði, Grafarholtsvöllur í Reykjavík og Ekkjufellsvöllur á Egilsstöðum eru klárir í hring – eða hringi.
Festu þér flugferð á airicelandconnect.is
Keppt var í fyrsta sinn um stigameistaratitilinn árið 1989 og verður hann því afhentur í 30. sinn á lokamótinu. Sigurjón Arnarsson og Karen Sævarsdóttir voru þau fyrstu sem fögnuðu stigameistaratitlinum þegar hann var settur á laggirnar á sínum tíma. Frá þeim tíma hefur Björgvin Sigurbergsson oftast verið stigameistari í karlaflokki eða fjórum sinnum alls, og Ragnhildur Sigurðardóttir í kvennaflokki eða níu sinnum alls.
Maí 18-20
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN - Egils Gullmótið (3 ‘17-18)
Garðavöllur, GL
8-10
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN - Símamótið (4 ‘17-18)
Hlíðavöllur, GM
29-1/7
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN KPMG bikarinn - Íslandsmót í holukeppni (5 ‘17-18)
Hólmsvöllur, GS
20-22
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN - Borgunarmótið - Hvaleyrarbikarinn (6 ‘17-18)
Hvaleyrarvöllur, GK
26-29
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN - Eimskip - Íslandsmótið í höggleik (7 ‘17-18)
Vestmannaeyjavöllur, GV
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN - Securitasmótið - GR bikarinn (8 ‘17-18) - Lokamót
Grafarholtsvöllur, GR
Júní
Júlí
Ágúst 23-25
September 7-9
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN Pro/Am - Bosemótið - (Off - Venue)
Leirdalsvöllur, GKG
STIGAMEISTARAR FRÁ UPPHAFI: Karlaflokkur: 1989: Sigurjón Arnarsson (1) 1990: Úlfar Jónsson (1) 1991: Ragnar Ólafsson (1) 1992: Úlfar Jónsson (2) 1993: Þorsteinn Hallgrímsson (1) 1994: Sigurpáll G. Sveinsson (1) 1995: Björgvin Sigurbergsson (1) 1996: Birgir L. Hafþórsson (1) 1997: Björgvin Sigurbergsson (2) 1998: Björgvin Sigurbergsson (3) 1999: Örn Ævar Hjartarson (1) 2000: Björgvin Sigurbergsson (4) 2001: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1) 2002: Sigurpáll G. Sveinsson (2)
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
2003: Heiðar Davíð Bragason (1) 2004: Birgir Leifur Hafþórsson (2) 2005: Heiðar Davíð Bragason (2) 2006: Ólafur Már Sigurðsson (1) 2007: Haraldur H. Heimisson (1) 2008: Hlynur Geir Hjartarson (1) 2009: Alfreð Brynjar Kristinsson (1) 2010: Hlynur Geir Hjartarson (2) 2011: Stefán Már Stefánsson (1) 2012: Hlynur Geir Hjartarson (3) 2013: Rúnar Arnórsson (1) 2014: Kristján Þór Einarsson (1) 2015: Axel Bóasson (1) 2016: Axel Bóasson (2) 2017: Vikar Jónasson (1)
Kvennaflokkur: 1989: Karen Sævarsdóttir (1) 1990: Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 1991: Ragnhildur Sigurðardóttir (2) 1992: Karen Sævarsdóttir (2) 1993: Ólöf María Jónsdóttir (1) 1994: Ólöf María Jónsdóttir (2) 1995: Ólöf María Jónsdóttir (3) 1996: Ólöf María Jónsdóttir (4) 1997: Ólöf María Jónsdóttir (5) 1998: Ólöf María Jónsdóttir (6) 1999: Ragnhildur Sigurðardóttir (3) 2000: Herborg Arnarsdóttir (1) 2001: Ragnhildur Sigurðardóttir (4) 2002: Herborg Arnarsdóttir (2) 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (5)
2004: Ragnhildur Sigurðardóttir (6) 2005: Ragnhildur Sigurðardóttir (7) 2006: Ragnhildur Sigurðardóttir (8) 2007: Nína Björk Geirsdóttir (1) 2008: Ragnhildur Sigurðardóttir (9) 2009: Signý Arnórsdóttir (1) 2010: Valdís Þóra Jónsdóttir (1) 2011: Signý Arnórsdóttir (2) 2012: Signý Arnórsdóttir (3) 2013: Signý Arnórsdóttir (4) 2014: Karen Guðnadóttir (1) 2015: Tinna Jóhannsdóttir (1) 2016: Ragnhildur Kristinsdóttir (1) 2017: Berglind Björnsdóttir (1)
Up og ww
„Vellíðan leikmanna skiptir höfuðmáli því höfum við valið EVY bæði við æfingar og keppni. Í sterkri sól er mikilvægt að vera með sólarvörn sem við getum treyst fullkomlega. Þess vegna er EVY opinber sólarvörn golflandsliðsins“. Jussi Pikanen landsliðsþjálfari
Upplýsingar og sölustaðir www.evy.is
NA
ME
EVY er opinber sólarvörn golflandsliðs Íslands
LI
H
Ú
ÐMÆ
Ð LÆ K
Íslandsbankamótaröðin
Keppt í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum
Íslandsbankamótaröðin hefur notið vinsælda hjá yngri afrekskylfingum landsins á undanförnum árum. Tímabilið í ár verður það sjötta í röðinni frá því samstarf Golfsambands Íslands við Íslandsbanka hófst - en mótaröðin á sér enn lengri sögu hjá GSÍ. Töluverðar breytingar voru gerðar á Íslandsbankamótaröðinni á síðasta ári og tókust þær vel. Stærsta breytingin var að einum aldursflokki, 19-21 árs, var bætt við hjá báðum kynjum. Var það gert til þess að koma við móts við þá kylfinga sem ná ekki forgjafarviðmiðum sem eru til staðar á Eimskipsmótaröðinni og einnig vegna þess hve margir kylfingar eru að keppa á þessu aldursbili. Í stuttu máli var áhuginn hjá þessum aldurshópi meiri en gert var ráð fyrir og þá sérstaklega hjá piltum. Alls verða mótin fimm á þessu keppnistímabili en þau hafa verið sex á undanförnum árum. Samhliða Íslandsbankamótaröðinni verður leikið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Í tveimur elstu aldursflokkunum verða leiknar 54 holur á öllum mótum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Alls eru keppnisflokkarnir fjórir hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 19-21 árs, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri.
26
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin
Leikfyrirkomulag Áskorendamótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Á Áskorendamótaröðinni á fyrst og fremst að vera gaman og aðaláherslan lögð á að
læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.
Maí 27
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1)
Svarfhólsvöllur, GOS
26-28
Íslandsbankamótaröðin (1)
Strandarvöllur, GHR
10
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2)
Kirkjubólsvöllur, GSG
9-11
Íslandsbankamótaröðin (2)
Hólmsvöllur, GS
17
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3)
Gufudalsvöllur, GHG
16-18
Íslandsbankamótaröðin (3) - Íslandsmót í holukeppni
Húsatóftavöllur, GG
13
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (4)
Garðavöllur, GL
14-16
Íslandsbankamótaröðin (4) - Íslandsmót í höggleik
Garðavöllur, GL
29
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (5)
Jaðarsvöllur, GA
28-30
Íslandsbankamótaröðin (5)
Jaðarsvöllur, GA
26
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (6)
Setbergsvöllur, GSE
25-27
Íslandsbankamótaröðin (6)
Leirdalsvöllur, GKG
Júní
Júlí
Ágúst
islandsbanki.is/frida
@islandsbanki
Fríðindakerfi Íslandsbanka
440 4000
Gerðu eitthvað skemmtilegt með peningunum þínum Fríða, fríðindakerfi Íslandsbanka, býður upp á sérsniðin tilboð sem þú getur nýtt þegar þér hentar. Þú færð svo afsláttinn endurgreiddan mánaðarlega. Náðu í Íslandsbankaappið
Virkjaðu tilboðið
Verslaðu
Fáðu endurgreitt
Hvar verða Íslandsmótin 2018?
Það eru margir hápunktar á keppnistímabilinu 2018. Íslandsmótin í golfi standa þar upp úr en að venju er keppt í mörgum aldursflokkum á Íslandsmótum GSÍ. Keppt er á Íslandsmótum í höggleik, Íslandsmótum í holukeppni og Íslandsmóti golfklúbba. EIMSKIPSMÓTARÖÐIN: 29. JÚNÍ - 1. JÚLÍ:
ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐIN: 22.-24. JÚNÍ:
Íslandsmótið í holukeppni, KPMG bikarinn, fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Mótið fór síðast fram á þessum velli árið 2016. Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hafa titla að verja en þau fögnuðu sigri í fyrra þegar mótið fór fram í Vestmannaeyjum.
Íslandsmótið í höggleik á Íslandsbankamótaröð unglinga fer fram á Hólmsvelli í Leiru hjá GS dagana 22. -24. júní. Keppt er í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 21 árs og yngri.
26.-29. JÚLÍ: Íslandsmótið í golfi á Eimskipsmótaröðinni fer fram í Vestmannaeyjum. Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur mikla reynslu af því að halda Íslandsmótið í golfi enda fagnar klúbburinn 80 ára afmæli á þessu ári. Axel Bóasson úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hafa titla að verja. Íslandsmótið í höggleik hefur sjö sinnum verið haldið í Vestmannaeyjum, síðast árið 2008.
Íslandsmótið í holukeppni 2018 á Íslandsbankamótaröð unglinga fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri.
23.-25. JÚLÍ: Íslandsmót golfklúbba fyrir kylfinga 12 ára og yngri var haldið í fyrsta sinn í fyrra og tókst það gríðarlega vel. Mótið fer fram á þremur völlum helgina 23.-25. júlí í umsjón GKG,GR og GM.
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA:
17.-19. ÁGÚST:
Íslandsmót golfklúbba er einn af hápunktum keppnistímabilsins. Keppt verður í efstu deild karla á Garðavelli á Akranesi og í efstu deild kvenna á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. GKG hefur titil að verja í 1. deild karla og GR í 1. deild kvenna.
Íslandsmót golfklúbba - stúlkna U15 ára og U18 ára, Vestmannaeyjavöllur, GV Íslandsmót golfklúbba - pilta 18 ára og yngri, Vestmannaeyjavöllur, GV Íslandsmót golfklúbba - drengja 15 ára og yngri, Selsvöllur, GF
10.-12. ÁGÚST: 1. deild karla: Garðavöllur, GL *GKG, GR, GM, GK, GL, GJÓ, GA, GSE. 1. deild kvenna: Hvaleyrarvöllur, GK *GR, GK, GKG, GS, GM, GO, GA, GSS, 2. deild karla: Hólmsvöllur, GS *GKB, GFB/GHD, GV, GÍ, GOS, NK, GO, GS. 2. deild kvenna: Vestmannaeyjavöllur, GV *GL, NK, GFB, GV, GVG, GVS, 3. deild karla: Grænanesvöllur, GN *GB, GN, GH, GG, GSS, GVS, GÖ, GEY. 4. deild karla: Kirkjubólsvöllur, GSG
28
20.-22. JÚLÍ:
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvar verða Íslandsmótin 2018?
LEK OG ELDRI KYLFINGAR: Íslandsmót eldri kylfinga (50+) fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið er höggleikur með og án forgjafar og má búast við fjölmenni á þessu móti líkt og undanfarin ár.
28.-30. JÚNÍ: Íslandsmót (35+) fer fram á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á þessum velli.
17.-19. ÁGÚST: Íslandsmót golfklúbba: 1.-2. deild kvenna, Jaðarsvöllur, GA Íslandsmót golfklúbba: 1. deild karla: Húsatóftavöllur, GG Íslandsmót golfklúbba: 2. og 3. deild karla: Hamarsvöllur, GB
VILTU ÚTVISTA UT REKSTRINUM?
FRAMTÍÐIN ER UPPLÝSINGATÆKNI
Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir.
origo.is
Með brennandi golfáhuga
– Guðbjörg Erna er nýr formaður Keilis
„Þetta var hentugur tími fyrir mig að taka við þessu embætti og ég hef brennandi áhuga á því sem er að gerast hjá Keili. Starfið í klúbbnum er mjög faglegt og ég tek við góðu búi frá Arnari Atlasyni fyrrum formanni og núverandi stjórn Keilis,“ segir Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Guðbjörg Erna var kjörin formaður Keilis á síðasta aðalfundi klúbbsins en hún er aðeins önnur konan sem gegnir þessu embætti í 50 ára sögu klúbbsins. Inga Magnúsdóttir var formaður Keilis fyrir 40 árum.
30
GOLF.IS
Það er óhætt að segja að áhugi Guðbjargar Ernu á golfíþróttinni sé ósvikinn. Hún byrjaði í golfi árið 2010 og hefur verið félagsmaður í Keili frá árinu 2011. Golf á Íslandi ræddi við Guðbjörgu Ernu í klúbbhúsi Keilis á dögunum og fyrsta spurningin var einfaldlega, hver er nýr formaður Keilis? „Ég er fædd á Djúpavogi en ég hef búið í Hafnarfirði frá því ég var níu ára. Ég prófaði aðeins golf þegar ég var um tvítugt á Djúpavogi en það var bara í nokkur skipti. Það var ekki fyrr en ég kynntist manninum mínum, Jóni Inga Jóhannessyni, árið 2009, að ég byrjaði að slá aftur. Jón Ingi er sjómaður og mikill golfáhugamaður. Það var ekkert annað í stöðunni að láta á þetta reyna ef við ætluðum að vera saman. Ég varð fljótlega með meiri golfbakteríu en hann,“ segir Guðbjörg Erna í léttum tón UPPHAFIÐ Á GOLFFERLINUM VAR ÁNÆGJULEGT AÐ SÖGN GUÐBJARGAR ERNU OG MÓTTÖKURNAR Í KEILI VORU HLÝLEGAR AÐ HENNAR SÖGN. „Ég fór á nýliðanámskeið árið 2011 með tveimur vinkonum mínum. Ég þekkti engan í klúbbnum en ég fann strax að við vorum velkomnar. Fljótlega fórum við að keppast við að lækka forgjöfina, keppa á mótum og ná framförum. Það hjálpaði til að ég var barnlaus og átti sjómann sem kærasta. Það var því nægur tími til að spila og eitt sumarið var ég með 60 skráða hringi. Ég náði betri tökum á golfinu með því að æfa mig
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Með brennandi golfáhuga
mikið á Sveinkotsvelli, og þá fékk ég sjálfstraustið til að færa mig yfir á Hvaleyrarvöll. Til þess að komast inn á Hvaleyrarvöll þarf maður að vera með 34,4 eða lægra í forgjöf. Að mínu mati er þetta góð leið fyrir byrjendur því ég var ekkert tilbúin að fara á „stóra völlinn“ alveg strax og mér leið vel á Sveinkotsvellinum,“ segir Guðbjörg Erna en hún er með 21 í forgjöf. „Ég náði að komast í 19,9 í einn sólarhring á sínum tíma, og ég á skjáskot af því til sönnunar. Markmiðið er að komast í 19 í forgjöf í lok sumarsins 2018.“ Eins og áður segir er Guðbjörg Erna mjög áhugasamur kylfingur og hún skráði sig í rástíma með hverjum sem er til þess að komast í golf. „Félagsskapurinn er í raun stærsti kosturinn við golfið. Mér fannst allir taka vel á móti mér, alveg sama hver það var. Ég keppti líka á opnum mótum og kvennamótum hjá Keili. Það fannst mér gaman og finnst enn. Þar hittir maður aðrar konur sem eru að gera það sama og ég. Stemningin er góð og það er nauðsynlegt að setjast aðeins niður í skálanum eftir hringinn og ræða málin.“ Guðbjörg Erna var fljótlega komin á bólakaf í félagsstarfið hjá Keili. Hún fór inn í kvennastarfið sem nefndarmaður og varð síðan formaður eftir tvö ár. „Þetta hefur gerst mjög hratt. Ég fór í stjórn Keilis
Ég náði að komast í 19,9 í einn sólarhring á sínum tíma, og ég á skjáskot af því til sönnunar. Markmiðið er að komast í 19 í forgjöf í lok sumarsins 2018.
árið 2014 og hafði þá enga reynslu af slíku. Ég veit ekki hvort öðrum þyki þetta skrítið en ég finn bara fyrir góðum stuðningi frá félagsmönnum. Ég er vissulega frekar ný í klúbbnum en ég lít á það sem kost.“ „Árið 2017 var mjög stórt ár hjá Keili, 50 ára afmæli, miklar breytingar á vellinum og við héldum Íslandsmótið í golfi. Við ætlum að draga aðeins andann á næstu misserum og einbeita okkur að fáum hlutum og klára þá vel, áður en við hefjumst handa við næsta uppbyggingarferli. Starfið hjá Keili er að mínu mati mjög faglegt. Það kom mér á óvart hversu góð verkferli eru t.d notuð hjá klúbbnum. Ég hafði enga reynslu af þessu og ég hélt að það væri meira um skyndiákvarðanir og „við reddum þessu“ hugsunarhátt. Það er ekkert slíkt til staðar og hér er unnið eftir skipulagi sem er hugsað fram í tímann. Mér fannst gaman að koma inn í stjórnina og þar starfar frábært fólk með víðtæka reynslu sem nýtist klúbbnum til margra hluta.“ Í Keili eru um 1.300 félagsmenn og þar af 400 konur. „Kvennastarfið í Keili hefur í
mörg ár verið framúrskarandi. Mikið um að vera og ég vona að öllum konum líði vel í þessu umhverfi. Að mínu mati er klúbbhúsið einstakt hjá okkur og sú stemning sem er hér alla daga er einkennismerki Keilis.“ Uppbygging á Sveinkotsvelli er efst á forgangslista stjórnar Keilis á næstu misserum ásamt barna- og unglingastarfinu. „Sveinkotsvöllur verður alvöru golfvöllur þegar framkvæmdum verður lokið þar. Það á eftir
að hanna nokkrar flatir og fínpússa ýmislegt í hönnun vallarsins. Ég hlakka til að spila völlinn þegar hann verður klár.“ UPPBYGGING Á BARNA- OG UNGLINGASTARFINU ER EINNIG OFARLEGA Á FORGANGSLISTANUM HJÁ KEILI. „Við gáfum aðeins eftir á því sviði og markmiðið er að byggja það aftur upp með Karl Ómar Karlsson íþróttakennara og PGA-
GOLF.IS
33
kennara fremstan í flokki. Afreksstarfið hefur verið á góðum stað með Björgvin Sigurbergsson, PGA-kennara, í fararbroddi. Við ætlum okkur að byggja upp stærri hóp barna og unglinga sem hafa mismunandi framtíðarmarkmið í golfinu. Ef stór hluti þeirra verða félagar í Keili til lengri tíma þá erum við á réttri leið.“ GUÐBJÖRG ERNA ER FJÁRMÁLASTJÓRI HJÁ FYRIRTÆKINU HLAÐBÆR COLAS. ÞAÐ ER ÞVÍ NÓG UM AÐ VERA HJÁ HENNI YFIR SUMARTÍMANN. „Ég hef fengið meiri áhuga á mismunandi spilaformum eftir að sonur minn, Guðmundur Hersir, fæddist árið 2015. Það hefur því aðeins dregið úr spilamennskunni hjá mér eftir að hann fæddist. Mér finnst mjög
líklegt að hann fái áhuga á golfinu, það snýst allt um golf hjá okkur,“ segir Guðbjörg en strákarnir eru í meirihluta í fjölskyldunni því Jón Ingi átti fyrir tvo syni, þá Ólaf Inga og Jóhannes. FJÖLBREYTT SPILAFORM HEFUR VAKIÐ ÁHUGA HJÁ GUÐBJÖRGU OG HÚN SPILAR OFTAR 9 EÐA 12 HOLUR „Tíminn sem fer í golfið þarf ekki alltaf að miðast við 18 holur. Eins og staðan er núna þá er ég mjög hrifin af 12 holu hringjum og það væri ekki verra að geta tekið þátt í 12 holu golfmótum. Ef við ætlum að gera golfið eftirsóknarvert fyrir fólk sem hefur ekki mikinn tíma þá þarf að bjóða upp á fleiri möguleika til að spila.“
Að lokum var Guðbjörg Erna innt eftir uppáhaldsvellinum á Íslandi. „Hvaleyrarvöllurinn er að sjálfsögðu í uppáhaldi hjá mér. Ég er einnig mjög hugfangin af Silfurnesvelli á Hornafirði. Ég elska að spila þar og finnst ótrúlega kraftmikið starf sem einkennir Golfklúbbinn á Hornafirði.“
Það hefur því aðeins dregið úr spilamennskunni hjá mér eftir að hann fæddist. Mér finnst mjög líklegt að hann fái áhuga á golfinu, það snýst allt um golf hjá okkur.
NÍU KONUR FORMENN GOLFKLÚBBA
Alls eru níu konur formenn golfklúbba á Íslandi árið 2018. Fyrsta konan til að gegna formennsku í golfklúbbi á Íslandi var Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. Hún gegndi formennsku árið 1958 í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ragnheiður var mikil baráttukona og var formaður á þeim tíma þegar færa átti völl GR úr Öskjuhlíðinni og upp í Grafarholt. Ragnheiður barðist ötullega fyrir því að GR-ingar fengju nægilegt landsvæði frá Reykjavíkurborg undir 18 holu golfvöll í Grafarholti. EFTIRTALDAR KONUR ERU FORMENN GOLFKLÚBBA ÁRIÐ 2018: Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar Ástfríður Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbsins á Selfossi Jóhanna G. Jónasdóttir, formaður Golfklúbbsins Óss á Blönduósi Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður Golfklúbbsins Odds Bryndís Scheving, formaður Golfklúbbsins Dalbúa Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður Golfklúbbsins Keilis Eygló Harðardóttir, formaður Golfklúbbsins á Flúðum Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík í Mýrdal Marsibil Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Með brennandi golfáhuga
B
Á HONDA BETRA VERÐI Við lögðum af stað með meira. Meira pláss til að gera góða hluti, eiga góða daga, meira af góðum ferðum. Meiri bíl til að treysta á, aflmeiri, hagkvæmari, sparneytnari. Meira af því sem við gerum vel - gert enn betur. Já, og meira fyrir peninginn.
Bernhard ehf • Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Laufléttar 18 holur
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18.
Hvað heitir afreksstjóri Golfsambands Íslands ? Hvar verður Íslandsmótið í golfi 2018? Hvaða kylfingur varð Ólympíumeistari í golfi 2016 í karlaflokki? Hvaða kylfingur varð Ólympíumeistari í golfi 2016 í kvennaflokki? Hvaða íslensku atvinnukylfingar leika á Áskorendamótaröð karla (Challenge Tour) 2018? Hvaða íslenski kylfingur hefur náð bestum árangri á atvinnumóti á mótaröð í efstu deild í karla - eða kvennaflokki? Hvaða kylfingur hefur oftast orðið Íslandsmeistari í karlaflokki í golfi? Hvaða kylfingur hefur oftast orðið Íslandsmeistari í kvennaflokki í golfi? Hvað heita risamótin fjögur hjá atvinnukylfingum í karlaflokki? Hvað heita risamótin fimm hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki? Hvenær var fyrst keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki? Hvenær var fyrst keppt um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki? Hvaða klúbbur varð Íslandsmeistari golfklúbba í karlaflokki 2017? Hvaða klúbbur varð Íslandsmeistari golfklúbba í kvennaflokki 2017? Fyrsta beina útsendingin frá Íslandsmótinu í golfi í sjónvarpi fór fram árið 1998. Á hvaða velli fór mótið fram það ár? Golfsamband Íslands var stofnað árið? Golfsamband Íslands og Altis heildverslun eru í samstarfi um golffatnað fyrir landslið Íslands. Hvað heitir fatnaðurinn? Hvað heitir golfvöllurinn hjá Golfklúbbi Norðfjarðar í Neskaupstað?
SVÖR 1. Jussi Pitkanen. / 2. Vestmannaeyjum. / 3. Justin Rose, Englandi. / 4. Inbee Park, Suður-Kóreu. / 5. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson. / 6. Valdís Þóra Jónsdóttir hefur tvívegis endað í 3. sæti á LET atvinnumótaröðinni. / 7. Birgir Leifur Hafþórsson, 7 Íslandsmeistaratitlar. / 8. Karen Sævarsdóttir, 8 Íslandsmeistaratitlar í röð. / 9. Masters-mótið, US Open, The Open, PGA Championship / 10. ANA Inspiration, U.S. Women's Open, Women's PGA Championship, Women's British Open, The Evian Championship. / 11. 1942. / 12. 1967. / 13. GKG. / 14. GR. / 15. Hólmsvelli í Leiru. / 16. 1942. / 17. Cross. / 18. Grænanesvöllur.
36
GOLF.IS - Golf á Íslandi Laufléttar 18 holur
Vilt þú gerast leiðbeinandi í golfi? Spennandi námskeið hjá PGA á Íslandi
Leiðbeinendanám PGA á Íslandi er skemmtilegt helgarnámskeið ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að leiðbeina börnum, unglingum og byrjendum í golfi. Námið hentar vel fyrir þá sem vilja koma af stað eða styðja við gott barna- og unglingastarf í sínum golfklúbbi, þar sem menntuðum golfkennara nýtur kannski ekki við. Jafnframt hentar námskeiðið vel fyrir þá einstaklinga sem eru leiðbeinendur á barnanámskeiðum golfklúbba. DAGSKRÁ NÁMSKEIÐSINS: Laugardagur 12. maí: 09:00 Mæting og kynning 09:30 Samskipti við börn, unglinga og foreldra 10:30 Kaffihlé 10:45 Öryggi við þjálfun barna og unglinga 11:15 Gerð tímaseðla fyrir æfingar 12:15 Hádegishlé 13:00 SNAG golfbúnaður, notkun og æfingar 14:00 Gerð 60 mínútna tímaseðils fyrir SNAG æfingu 6-8 ára barna auk uppsetningu æfinga 15:10 Kaffihlé
15:30 Framkvæmd 60 mínútna æfingu fyrir 6-8 ára börn með SNAG 16:30 Umræða um æfinguna og efni dagsins 17:00 Dagskrá lokið Sunnudagur 13. maí: 09:00 Kennslufræði fyrir golf – úr því einfalda í það flókna 09:45 Grunnatriði og tækni golfsveiflunnar 10:30 Kaffihlé 10:45 Grunn atriði og tækni stutta spilsins 12:15 Hádegishlé
13:00 Að leika golf – völlurinn, golfreglur, golfsiðir, forgjöf, keppni o.fl. 14:00 Gerð 60 mínútna tímaseðils fyrir æfingu 9-12 ára barna auk uppsetningu æfinga 15:10 Kaffihlé 15:30 Framkvæmd 60 mínútna æfingu fyrir 9-12 ára börn 16:30 Umræða um æfinguna og efni dagsins auk afhendingar viðurkenningarskjala 17:00 Dagskrá lokið Skráning og nánari upplýsingar hjá Ólafi Birni Loftssyni, framkvæmdastjóra PGA á Íslandi, á netfangið olafur@pga.is eða í síma 691-2489.
SKRÁNINGARFRESTUR ER TIL 4. MAÍ Verð fyrir námskeiðið er 19.900 kr. og greiðist PGA á Íslandi eigi síðar en 4. maí. Bankaupplýsingar PGA á Íslandi: Kennitala 710303-2820 Reikningsnúmer 0327-26-800800 (vinsamlega setjið nafn þátttakanda í skýringu)
GOLF.IS
37
Árangur Valdísar Þóru sá besti frá upphafi – Íslenskir atvinnukylfingar sækja í sig veðrið á sterkustu mótaröðunum
Árangur íslenskra atvinnukylfinga á mótaröðum þeirra bestu er alltaf að verða betri og betri með hverju árinu sem líður. Íslenskum kylfingum sem reyna sig á atvinnumótaröðum fjölgar jafnt og þétt. Árangurinn er eins og áður segir að verða betri.
38
GOLF.IS
Bakrunnsmynd er frá Alicante Golf
ÞITT FORM. ÞINN LEIKUR. PUMA hannar og framleiðir fatnað sem hentar þínu formi og leik. Hvort sem þú ert í toppformi eða ekki þá bjóðum mikið úrval af fatnaði og golfskóm frá PUMA sem hentar þér og þínum leik. Við erum einnig með PUMA fatnað og skó fyrir krakkana.
Komdu og sjáðu úrvalið hjá okkur. GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Árangur íslenskra atvinnukylfinga á mótaröðum þeirra bestu er alltaf að verða betri og betri með hverju árinu sem líður. Íslenskum kylfingum sem reyna sig á atvinnumótaröðum fjölgar jafnt og þétt. Árangurinn er eins og áður segir að verða betri.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi hefur náð bestum árangri allra á einstöku móti á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki. Mótaraðir í efsta styrkleikaflokki í kvennaflokki eru LPGA í Bandaríkjunum, og LET Evrópumótaröðin.
Valdís Þóra náði þriðja sætinu á Sanyamótinu í Kína á LET Evrópumótaröðinni um miðjan nóvember 2017. Þar lék hún hringina þrjá á -7 samtals (68-69-72) eða 209 höggum. Valdís jafnaði þann árangur á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram
Bíllinn yngist allur upp
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslenskir atvinnukylfingar sækja í sig veðrið á sterkustu mótaröðunum
fór í Ástralíu í lok febrúar á þessu ári. Valdís Þóra lék hringina fjóra á -7 samtals eða 281 höggi (69-70-72-70).
Ólafía fjórða á LPGA-móti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði fjórða sætinu á Indy Women Tech mótinu árið 2017 á LPGA-mótaröðinni. Þar lék GRingurinn á 13 höggum undir pari á þremur keppnishringjum, 67-68-68. Það var besti árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA þegar þessi grein var skrifuð í lok mars 2018. Á LET Evrópumótaröðinni hefur Ólafía Þórunn náð 13. sæti sem er hennar besti árangur. Það gerði hún árið 2017 á Opna skoska meistaramótinu sem var einnig hluti af LPGA-mótaröðinni. Hún lék hringina fjóra í Aberdeen á +1 samtals (73-7073-73) eða 289 höggum.
GOLF.IS
41
Ellefta sæti hjá Birgi á Evrópumótaröðinni Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur sigrað einu sinni á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Það gerði hann á móti á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi árið 2017. Það er jafnfram eini sigur hjá íslenskum kylfingi á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour. Birgir lék hringina þrjá á -18 samtals (63-65-64) eða 192 höggum sem er jafnframt eitt lægsta skor sem íslenskur kylfingur hefur skilað af sér á þremur hringjum á atvinnumóti. Birgir Leifur hefur leikið á fjölmörgum mótum á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á sl. tveimur áratugum. Besti árangur hans er 11. sæti en það var árið 2007 á móti á Ítalíu þar sem hann lék þrjá hringi á -13 samtals (67-67-68). Axel Bóasson úr Keili varð stigameistari árið 2017 á Nordic Tour mótaröðinni. Það er jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær að landa þeim titli. Axel gerði sér lítið fyrir og sigraði á tveimur mótum á þessari mótaröð á síðasta ári. Hann er sá fyrsti frá Íslandi sem nær þeim árangri. Frá upphafi hafa alls átta kylfingar frá Íslandi leikið á Evrópumótaröðinni í golfi og aðeins einn hefur leikið á móti á PGAmótaröðinni í Bandaríkjunum. Í karlaflokki hafa þeir Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Heiðar Davíð Bragason
ÓLAFUR BJÖRN SÁ EINI Á PGA
Ólafur Björn Loftsson úr GKG lék á Wyndhammótinu á PGA-mótaröðinni árið 2011. Ólafur Björn lék sem áhugakylfingur á þessu móti. Hann tryggði sér keppnisrétt á úrtökumóti þegar hann var í háskólanámi samhliða golf íþróttinni. Ólafur Björn er eini íslenski kylfingurinn sem hefur keppt á PGA-móti í karlaflokki.
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslenskir atvinnukylfingar sækja í sig veðrið á sterkustu mótaröðunum
ENNEMM / SÍA / NM85689
HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI
Fjölmargar atvinnumótaraðir ATVINNUMÓTARAÐIR KVENNA:
Það eru fjölmargar atvinnumótaraðir víðsvegar um veröldina í karla- og kvennaflokki. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu mótaraðirnar. Mótaraðirnar eru enn fleiri en þessar telja til stiga á heimslista atvinnukylfinga. ATVINNUMÓTARAÐIR KARLAR: Efsta deild ■■ PGA Tour (Bandaríkin) ■■ European Tour (Evrópa) Næstefsta deild ■■ Web.com (Bandaríkin) ■■ Challenge Tour (Evrópa) (Birgir Leifur Hafþórsson, Axel Bóasson) ■■ Golf Tour (Japan) ■■ PGA Tour (Ástralía / Asía) ■■ Sunshine Tour (Suður-Afríka) ■■ PGA Tour (Kanada)
■■ PGA Tour (Kína) ■■ PGA Tour (Suður- og Mið-Ameríka). Þriðja efsta deild ■■ Nordic Tour (Norðurlöndin) (Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ólafur Björn Loftsson). ■■ Pro Golf (Þýskaland) ■■ Alps Tour (Þýsland, Sviss, Austurríki)
Þeir bestu velja TaylorMade
Efsta deild ■■ LPGA Tour (Bandaríkin) (Ólafía Þórunn Kristinsdóttir) ■■ LET European Tour (Evrópa) (Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir) Næstefsta deild ■■ Symetra Tour (Bandaríkin) ■■ LET Access (Evrópa) (Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir) ■■ LPGA (Japan) ■■ LPGA (Suður-Kórea) ■■ Asíumótaröðin (öll önnur lönd en Japan og Suður-Kórea) ■■ ALPG (Ástralía)
(GHD), Björgvin Sigurbergsson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Axel Bóasson (GK) keppt á Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur hefur leikið á 62 mótum á Evrópumótaröðinni en hinir fjórir hafa leikið á einu móti hver. Birgir Leifur er eini karlkylfingurinn frá Íslandi sem hefur öðlast keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Þrjár íslenskar konur hafa öðlast keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir, GK, var fyrsti íslenski kylfingurinn sem náði því. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var önnur í röðinni og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er sú þriðja í röðinni.
ÓLAFÍA OG VALDÍS Á RISAMÓTUNUM Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppti á einu af risamótunum í atvinnugolfinu. Hún keppti á KPMG-mótinu í lok júní 2017 sem er eitt af risamótunum fimm á atvinnumótaröð kvenna. Ólafía komst síðan inn á Opna breska meistaramótið í byrjun ágúst 2017. Þriðja risamótið hjá Ólafíu á árinu 2017 var The Evian Championship þar sem hún komst í gegnum fyrri niðurskurðinn á mótinu og endaði hún í 48. sæti. Á þessu móti voru tveir niðurskurðir. Á fyrstu tveimur risamótunum komst Ólafía ekki í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra Jónsdóttir lék á Opna bandaríska meistaramótinu í júlí 2017. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær að komast inn á það mót. Valdís náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á því móti.
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslenskir atvinnukylfingar sækja í sig veðrið á sterkustu mótaröðunum
ÞÚ ERT ÚR LEIK. HVAÐ TEKUR VIÐ?
LÍF- OG SJÚKDÓMATRYGGINGAR Ef lífið væri leikur þá væru áföllin fljótlega gleymd. En þú færð ekki gefið upp á nýtt í lífsins leik. Hver tekur við þínum skuldbindingum ef þú þarft að sitja hjá? Hafðu samband við Vörð og saman finnum við út hvaða líf- og sjúkdómatryggingar henta þér og þínum. VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT?
PGA-golfkennsluefni
Notaðu gírana til að spila betur Það er staðreynd að markvissar æfingar í stutta spilinu skila mestum árangri í bættum leik hjá kylfingum á öllum getustigum. Golf á Íslandi fékk Jón Karlsson til að setja okkur í gírinn með góðum ráðum varðandi stutta spilið.
Jón Karlsson er menntaður íþróttakennari og útskrifaðist hann vorið 1992 frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Að því námi loknum fór hann í PGA golfkennaranám í Svíþjóð. Nonni, eins og hann er kallaður, hefur mikla reynslu sem golfkennari og hefur kennt golf í 28 ár, bæði hér á landi og erlendis – 6 ár í Noregi og 1 ár á Spáni. Unnar Jónsson tók að sér að vera nemandinn í þessum kennsluþætti. Unnar er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur, hann er sonur Jóns og hefur m.a. leikið á Íslandsbankamótaröðinni.
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsluefni
Fleygjárnin eru skemmtileg verkfæri Flestir sem hafa spilað golf lengur en í þrjú ár gera sér grein fyrir að sumar kylfur eru mikilvægari en aðrar ef árangurinn á að verða betri. Þessar kylfur eru pútterinn, fleygjárnin og dræverinn. Í þessari röð. Allt kylfur sem eru mikið notaðar á vellinum og slegin eru þýðingarmikil högg með þeim. Fleygjárnin eru skemmtilegt verkfæri sem nota má á margan hátt. Þegar við tölum um fleygjárn þá er yfirleitt átt við kylfur sem eru með meiri fláa en 48 gráður. Þetta eru kylfur þar sem oftast eru ekki slegin full högg. Kylfurnar eru notaðar í styttri vegalengdir. Þetta er því oft síðasta höggið inn á flötina áður en pútterinn er notaður. Því nákvæmara og betra sem höggið er, því styttra og auðveldara verður púttið sem er líklegra að fara ofan í holuna. Mörgum finnst þetta erfitt högg enda krefst það nákvæmni, reynslu, tækni, útsjónarsemi og tilfinningu. Þegar ég er að kenna þessi högg þá finnst mér ágætt að tala um gíra. Það er hægt að nota gírana með öllum fleygjárnunum. Ég mæli með því að nota 54 eða 58 gráður í sem flest af þessum höggum sem geta verið frá 10 til 85 metrar. Gírarnir eru góð leið til að ákveða hvað boltinn á að fara hátt og hvernig hann á að haga sér þegar hann lendir og þannig er hægt að ákveða bestu aðferðina við að koma boltanum nálægt holunni. Mikilvægt er að hugsa að boltinn þarf alltaf að lenda fyrst á flötinni. Þannig er tryggt að hann fái öruggara lendingu og fyrirsjáanlegra er að reikna hvernig hann hagar sér.
GOLF.IS
47
1. gír
Í þessu höggi er betra að skilja fleygjárnin eftir í pokanum og rífa upp 7- eða 8-járnið. Hreyfingin í þessu höggi er svipuð og í pútthreyfingunni. Þar sem lítill flái er á kylfunni þá rúllar boltinn meira þegar hann lendir. Þetta er fullkomið högg þegar boltinn er rétt fyrir utan flötina og það er frekar löng vegalengd í holuna. Sérstaklega gott þegar vippa þarf boltanum aðeins upp í móti og hægt er að láta hann rúlla á flötinni.
48
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsluefni
Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir.
„Ég sleit krossband fyrir mörgum árum og hef farið í nokkrar liðþófaaðgerðir. Þegar ég byrjaði að hlaupa fyrir sirka fimm árum var ég alltaf með verki í hnjánum og í upphafi síðasta árs voru verkirnir þannig að ég gat ekki stigið í fótinn. Ég tók mér pásu og byrjaði aftur en alltaf komu verkirnir aftur og það var svo komið að ég gat ekki stigið í fótinn nema að finna fyrir verkjum, ég vaknaði á nóttinni með verki. Fyrir sirka ári byrjaði ég að taka Nutrilenk að staðaldri og smám saman gat ég farið að ganga eðlilega og hlaupa aftur. Núna get ég gengið og hlaupið verkjalaus og finn ekkert fyrir verkjum eftir mikil átök. Ég kláraði hálft maraþon og fjallahlaup án verkja nú í sumar og þessu þakka ég NUTRILENK.“ Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum.
Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust.
Er hugsað bæði fyrir liði og vöðva en það er kælandi, dregur úr bólgum og er gott fyrir brjóskvefinn. Gelið má nota eftir þörfum en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir.
Hefur hjálpað þúsundum Íslendinga sem þjást af liðverkjum, stirðleika eða braki í liðum. Hjá þeim sem þjást af minnkuðum brjóskvef þá getur NUTRILENK GOLD virkað verkjastillandi á liðverki, en liðverkir orsakast af rýrnun brjóskvefs í liðamótum.
Er fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót og því frábrugðið því þegar fólk þjáist af sliti í liðum. Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar álagsíþróttir.
2. gír
Í 2. gír er aðeins fláinn á kylfunni notaður til að lyfta boltanum inn á flötina. Frábært aðferð þegar nóg er af flöt til að vinna með. Boltinn rúllar þegar hann lendir eftir nokkra metra og reikna þarf með því. Þetta er auðveldasta höggið en hreyfingin er mjög lík pútthreyfingunni. Úlnliðir eru ekki notaðir í þessu höggi enda er fláinn nægur á kylfunni til að boltinn lendi fyrst inn á flötinni og nái að stöðvast við holuna.
Motocaddy slær í gegn
Pantanir og nánari upplýsingar, s. 863 1850 50
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsluefni
skuli@vegaljos.is
www.vegaljos.is
MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar
Notaðu punktana til að komast í golfið Þú getur nefnilega borgað fyrir flugið með blöndu af Vildarpunktum og peningum. Kannaðu stöðuna. Því fleiri punktar, því styttra í púttið.
Afþreyingarkerfi í hverju sæti.
Hægt að nota og safna Vildarpunktum um borð.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 88157 04/18
DRYKKIR INNIFALDIR
ERTU Á PARI ÞEGAR KEMUR AÐ PUNKTUNUM?
3. gír
Í 3. gír er fláinn á kylfunni og úlnliðurinn notaður í aftursveiflunni. Með þessum hætti kemur kylfuhausinn í brattari ferli niður á boltann. Boltinn lyftist þar með hærra og stoppar fyrr. Góð aðferð þegar flötin stendur ofar en boltinn eða þegar það er lítið svæði til að vinna með fyrir framan holuna á flötinni.
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsluefni
MEISTARAVERK
Orðið Takumi merkir handverksmeistari. Til þess að geta kallað þig Takumi þarftu að sýna fram á næmt auga fyrir smáatriðum, ómælda sköpunargleði og óbilandi trú á því að ekkert nema fullkomnun sé nógu gott. Lexus er öll þessi hugmyndafræði í verki. ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI SKAPA EINSTAKA HEILD
RX 450h frá 10.340.000 kr. SPORTJEPPI
Lexus-Ísland — Kauptúni 6, Garðabæ, 570 5400 — lexus.is
4. gír Þetta högg er í raun glompuhöggið. Boltinn er aðeins framar, kylfuhausinn er aðeins opinn (rákirnar á kylfunni vísa í átt að tám á vinstri fæti). Sveifluferilinn er aðeins út/inn, líkt og ætlunin sé að „slæsa“ boltann. Fláinn + úlnliðirnir + kylfuhausinn og sveifluferillinn fær boltann til að fara enn hærra en í 2. gírnum. Boltinn fær meiri snúning og stoppar þannig fyrr. Fullkomin aðferð þegar slá þarf yfir flatarglompu og holan er mjög nálægt glompunni.
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsluefni
„Tækifærið er núna.“ Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu
Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
Breskir kylfingar fagna Benecta Mikill meirihluti 465 breskra kylfinga sem prófaði íslenska fæðubótarefnið Benecta telur það hafa minnkað stífleika, verki og þreytu. Blaðamenn virtra golftímarita í Skotlandi og Írlandi eru á leið til Siglufjarðar í sumar til að fræðast betur um fæðubótarefnið sem skilar þessum árangri, segir markaðssérfræðingurinn Andy Barwell. HRÍFAST AF BENECTA
„Sjálfur hafði ég séð hvaða áhrif Benecta hafði á heilsu foreldra minna. Þeir fundu hvernig liðverkir í höndum minnkuðu. Þá hafði ég heyrt afar áhugaverðar sögur af bættri heilsu fólk og því kom þessi niðurstaða mér ekki á óvart,“ segir hinn breski Andy Barwell um niðurstöðu lífsstílskönnunar meðal 465 breskra kylfinga sem notuðu fæðubótarefnið Benecta frá Siglufirði. Yfir áttatíu prósent kylfinganna yfir fimmtugt sögðu að verkir og sársauki minnkaði við töku Benecta yfir sextíu daga tímabil. Þeim fannst einnig þolið aukast, sem og orka og úthald. Nær allir þeirra, eða 98%, sögðu að sér liði betur og fyndu minni verki en áður og rétt rúm 70% sögðu að bæði andleg og líkamleg heilsa þeirra væri betri. Þá töldu tveir þriðju sig sjá merki aukins árangurs á vellinum en Sports Marketing Surveys hélt utan um verkefnið fyrir Genís. Benecta er fæðubótarefni sem geymir kítófásykrur sem framleiddar eru úr rækjuskel. Það hjálpar líkamanum að vinna á bólgum og styður uppbyggingu vefja.
Fyrirtækið Azalea Group sem Barwell starfar hjá sérhæfir sig í markaðssetningu vara og þjónustu fyrir breska kylfinga og er á leið til landsins með blaðamenn frá virtum golftímaritum bæði í Skotlandi og Írlandi til þess að kynnast framleiðslunni betur. „Við komum einnig með blaðamenn í fyrrasumar og þeir hrifust af frumkvöðlastarfinu og uppbyggingunni á Siglufirði. Þeir sækjast í fréttir af Benecta þar sem margir eru farnir að finna að líkaminn er tekinn að reskjast en vilja enn stunda hreyfingu og njóta góðrar heilsu innan og utan vallar. Benecta hjálpar til við að auka lífsgæðin og þessi blöð vilja því veita lesendum sínum ráð sem hjálpa þeim að njóta íþróttarinnar betur.“
KYNNING
Benecta, sem heilli mjög. „Hann byggir nú upp á Siglufirði af staðfestu og öryggi eftir að hafa snúið aftur á heimaslóðir. Bærinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga rétt eins og margir upplifa sem taka Benecta,“ segir Andy Barwell.
ÚR GOLFI Í HJÓLREIÐAR? Barwell bendir á að oft hefji fólk golfiðkun á efri árum, en sæki einnig orðið í meira mæli en áður í aðra hreyfingu. „Við sjáum það hér að golfið hefur verið að missa kylfingana sína yfir í hjólreiðar, sem er afar áhugaverð þróun,“ segir Barwell. „Benecta virkar gegn verkjum, stífleika og sleni og hentar að sjálfsögðu óháð íþróttagreininni sem er stunduð. En við setjum hins vegar fókusinn á kylfinga hér í Bretlandi. Markaðurinn er afar stór og takist okkur að kynna þá fyrir Benecta með sambærilegum árangri og náðst hefur á Íslandi mun þetta siglfirska nýsköpunarfyrirtæki vaxa og dafna á sama tíma og fleiri njóta betri heilsu."
RÓBERT OG SIGLUFJÖRÐUR Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er stofnandi Genís sem framleiðir Benecta en forstjóri Genís er Hilmar Bragi Janusson fyrrverandi sviðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar. Róbert hefur staðið í mikill uppbyggingu á Siglufirði og fjárfest í ferðaþjónustu og afþreyingu auk Genís. Stefnt er að því að á næstu árum fjölgi starfsmönnum þessa frumkvöðlafyrirtækis um allt að eitt hundrað og veltan telji milljarða. Andy segir að sjálfum finnist sér saga Róberts Guðfinnssonar endurspeglast í
Nafn: Vivienne Ruocco (54)
FLJÓTARI AÐ JAFNA MIG „Ég vonaðist til þess að finna minna til eftir golfhringinn og vera fljótari að jafna mig og það gekk eftir,“ segir Vivienne Ruocco, 54 ára, eftir tveggja mánaða reynslu af Benecta. „Ég var líka orkumeiri eftir á, og tók eftir því að mér leið í heildina betur og var hressari. Ég fann því aukinn kraft og jafnaði mig hraðar en áður.“ Nafn: Stuart Grant-Allen (58)
HVAÐ ER BENECTA? Fæðubótarefnið Benecta er talið geta dregið úr hversdagslegum einkennum öldrunar eins og stirðleika, verkjum og þreytu. Benecta hefur sýnt að það styður við náttúrulega ferla við úrvinnslu á afleiðingum líkamlegs álags. Þeir sem hafa neytt Benecta hafa vitnað um það að efnið dragi úr verkjum og bólgu, auki starfsorku og breyting verði á blóðsykursmagni. Það er ein af framsæknustu nýjungunum í náttúrulegum fæðubótar-
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kynning
SANNFÆRÐIST UM ÁGÆTIÐ efnum hér á landi, unnið úr rækjuskel. Hvert hylki inniheldur 300 mg af kítófásykrum og þarf aðeins að taka tvö hylki af Benecta á dag. Hverjir mega taka Benecta? Benecta er ætlað fólki eldra en 18 ára en ekki ófrískum konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi. Það má taka samhliða öðrum fæðubótarefnum og lyfjum. Hvar fæst fæðubótarefnið? Í öllum helstu apótekum og heilsuhúsum og í Costco.
„Ég glímdi við gömul meiðsli rétt eins og þessa hefðbundnu aldurstengdu verki. Ég tók ekki eftir breytingu fyrstu tvær vikurnar, en frá þeirri þriðju fór ég að hætta að taka verkjalyf og mér fannst úthaldið aukast,“ segir Stuart Grant-Allen, 58 ára eftir tvo mánuði á Benecta. „Ég vildi vera viss um að ég væri ekki að upplifa lyfleysuáhrif, svo ég hætti að taka fæðubótarefnið. Þremur dögum seinna dúkkuðu gömlu verkirnir upp.
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Derrick Moore
PGA-kennari ársins 2017 Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 3. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 25 félagsmenn mættir til fundarins. Að venju var glæsileg dagskrá í kringum fundinn. Tómas Aðalsteinsson hóf daginn með fyrirlestri um hugarþjálfun kylfinga og eftir aðalfundinn fóru fram umræður um afreksgolf á hæsta stigi. Að auki fór fram hin árlega púttkeppni og að lokum snæddu félagsmenn saman um kvöldið. Á sjálfum aðalfundinum fór Karl Ómar Karlsson, formaður PGA á Íslandi, yfir skýrslu stjórnar. Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir reikninga félagsins og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Áhugaverðar umræður fóru fram um ýmis mál tengd starfseminni. Derrick Moore, Hulda Birna Baldursdóttir, Sigurpáll Geir Sveinsson og Snorri Páll Ólafsson hlutu kosningu meðstjórnanda til tveggja ára. Birgir Leifur Hafþórsson, Karl Ómar Karlsson, Nökkvi Gunnarsson og Sturla Höskuldsson voru kosnir fyrir ári síðan til tveggja ára. Agnar Már Jónsson og Helgi Anton Eiríksson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hlynur Geir Hjartarson hafði dregið sig úr stjórn snemma á síðasta ári vegna anna. Derrick Moore var kjörinn PGA-kennari ársins. Þetta er þriðja árið í röð sem hann fær þessa viðurkenningu, og í fjórða sinn alls. PGA-kennari ársins var kjörinn í ellefta sinn og hafa alls átta PGAkennarar hlotið titilinn.
PGA-KENNARAR ÁRSINS FRÁ UPPHAFI: 2007 Árni Jónsson 2008 Staffan Johannsson 2009 Arnar Már Ólafsson 2010 Brynjar Eldon Geirsson 2011 Derrick Moore 2012 Sigurpáll Geir Sveinsson 2013 Magnús Birgisson 2014 Heiðar Davíð Bragason 2015 Derrick Moore 2016 Derrick Moore 2017 Derrick Moore
58
GOLF.IS
EXCEL GPS GPS úr með 35.000 golfvöllum og bluetooth tengingu við snjallsíma fyrir golfvallauppfærslur og snjallforrit með endalausa möguleika.
34.900 kr.
T Í U P U N K TA R
Með í ferð á vegum Golfskálans. Jonni og Grétar á Bonalba.
NX7 og NX7PRO
NX7 er fjarlægðarmælir með (TAG) Target Acquisition tækni.
29.900 kr. NX7 PRO er eins og NX7 með en að auki Adaptive Slope tækni og „Pulse Vibration“ tækni.
37.900 kr.
GHOST GPS
GPS „Easy-to-use“, með yfir 33.000 golfvöllum með öflugri segulfestingu fyrir t.d. poka, kerru eða belti.
PRO X2
Fjarlægðarmælir fyrir kröfuhörðustu golfarana. TOUR V4 Byggir á laser tækni. Hentar fullkomlega Er með JOLT tækni sem vegna stærðar, hraða nemur flaggið á svipstundu. og nákvæmni. Slope-Switch sem leyfir mælingu Er með JOLT tækni með tilliti til hæðarmismunar sem nemur flaggið eða án hans. á svipstundu.
48.800 kr.
64.800 kr.
Komdu í Golfskálann og leyfðu okkur að hjálpa við val á rétta búnaðinum.
19.900 kr.
Sjáðu úrvalið og ferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
í íslensku náttúrunni
– PGA-kennari ársins 2017 kom til Íslands fyrir tilviljun
60
GOLF.IS
„Ég elska íslensku náttúruna og það er fátt betra en að vera úti í kyrrð og ró hér á Íslandi,“ segir Derrick Moore við Golf á Íslandi þegar við hittum hann í glæsilegri æfingaaðstöðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar á dögunum. Hinn 47 ára gamli Skoti hefur á undanförnum árum fengið mikið hrós frá félögum sínum í PGA á Íslandi – en Derrick hefur verið kjörinn PGA-kennari ársins undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Hvernig stóð á því að þú komst til Íslands? „Ég fékk símtal frá vini mínum Joe McKie árið 1999. Hann var þá búinn að starfa sem golfkennari hjá GR í tvö ár. Ég var á þeim tíma í PGA-náminu og starfaði við kennslu í Skotlandi. Joe spurði mig hvort ég væri til í að koma til Íslands og vinna sem golfkennari. Ég hélt að Joe væri að grínast því ég vissi ekki að það væri spilað golf á Íslandi. Hann seldi mér þetta með því að dásama landið og fólkið sem hér væri. Ég hugsaði mig aðeins um og tók sénsinn á þessu ævintýri.“ Derrick var á þeim tíma að ljúka við PGA-námið Ég sló golfbolta í Skotlandi og hann tók í fjarnámi á í fyrsta sinn 15 ára. lokaárið Íslandi og lauk því árið Það gekk ágætlega og 1999. er 47 ára og Ísland mér fannst magnað að „Ég er sá staður sem ég hef sjá boltann fljúga af stað. búið lengst á. Ég er sonur og við vorum Það var eitthvað sem hermanns því mikið á ferðinni þegar gladdi mig mikið. ég var barn. Ég bjó á ótal herstöðvum út um allt á Hér er Derrick að leiðbeina nemanda á fyrsta starfsári sínu á Íslandi árið 1999. Mynd/GR.
Englandi, Skotlandi og í Evrópu. Ég var í átta ár í Þýskalandi án þess að kynnast menningunni þar. Þýski bílstjórinn sem keyrði okkur í skólann var í raun eini heimamaðurinn sem við kynntumst. Umhverfið okkar var alltaf breskt þar sem við vorum.“ Golfíþróttinni kynntist Derrick fyrir tilviljun og hann byrjaði frekar seint að æfa golf sjálfur. „Ég byrjaði frekar seint í golfi sjálfur. Ég var alltaf í fótbolta og þar ætlaði ég mér stóra hluti . Ég sló golfbolta í fyrsta sinn 15 ára. Það gekk ágætlega og mér fannst magnað að sjá boltann fljúga af stað. Það var eitthvað sem gladdi mig mikið. Sumarið þegar ég var 17 ára meiddist ég í fótboltanum og ég gerði ekkert annað en að spila golf á þeim tíma. Ég fékk lánaðar kylfur hjá frænda mínum og ég varð ástfanginn af golfinu. Í mínum huga var ég búinn að uppgötva stórkostlega íþrótt. Ég fór ekkert aftur í fótboltann og fór þess í stað að æfa golf af krafti. Mér gekk vel að ná tökum á íþróttinni og fór að keppa fljótlega með ágætum árangri.“
GOLFKENNSLAN ÁTTI VEL VIÐ MIG „Ég lét mig dreyma um að verða atvinnukylfingur. Sérstaklega þegar ég var kylfusveinn eitt sumar hjá atvinnumanni í klúbbnum okkar. Hann fór með mig út um allt og ég var alveg heillaður af því umhverfi sem atvinnukylfingar voru að vinna í. Ég spilaði víðsvegar sjálfur og gekk svo sem alveg ágætlega. Ég áttaði mig á því að getumunurinn á mér og þeim allra bestu á PGA-mótaröðinni í Skotlandi, þar sem ég lék, var mikill. Þeir bestu voru miklu betri en ég. Það varð til þess að ég fór að einbeita mér að kennslu. Ég fann það strax að mér leið vel í því að kenna öðrum, það gekk vel og mér fannst það gaman. Það gefur mér mikið að sjá fólk bæta sig í golfi. Og hér er ég í dag að gera það sama og fyrir 20 árum og ég elska það.“
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi Skotinn í íslensku náttúrunni
4G þjónusta í sérflokki
4G dreifing Vodafone 1. mars 2018
170.000 km2 4G kerfi
4G í yfir 50 löndum
Sjónvarp gegnum 4G
Vodafone hefur algjöra sérstöðu í farsímaþjónustu sem teygir sig um landið og miðin á u.þ.b. 170.000 ferkílómetra svæði. Við vinnum stöðugt að því að auka gæði og dreifingu kerfisins til framtíðar. Nú síðast með uppfærslu háhraða í 4G+ sem nær allt að 250 Mb/s.
Með 4G í símanum þínum opnar Vodafone þér stöðugt og hnökralaust samband hvert sem leið þín liggur bæði innanlands og erlendis í samstarfi við Vodafone Group. Vodafone fylgir þér til yfir 50 landa nú þegar og fleiri lönd bætast stöðugt við.
Ný uppfærsla á Vodafone Sjónvarpi færir þér dagskrána þína um 4G beint í símann. Njóttu þess besta sem framtíðin hefur að bjóða með stöðugri tengingu og sjónvarpsefni á ferðinni. Náðu í Vodafone PLAY appið fyrir símann þinn strax í dag.
Framtíðin er spennandi.
Ertu til?
Derrick leiðbeinir ungum kylfingum á æfingu hjá GR á sínum tíma. Lengst til vinstri er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og lengst til hægri er Berglind Björnsdóttir. Mynd/GR
„Það var eitthvað við Ísland og fólkið hérna sem gerði það að verkum að mér leið ótrúlega vel á Íslandi frá fyrsta degi sem ég kom til GR. Móttökurnar sem ég fékk voru stórkostlegar. Það voru allir að bjóða mér í mat og heimsóknir. Mér leið eins og ég væri hluti af samfélaginu. Mér fannst líka Íslendingar vera líkir mér og ég hitti marga áhugaverða einstaklinga sem krydduðu starfsumhverfið og gerðu það enn áhugaverðara.“
TRÚÐI VARLA MÍNUM EIGIN AUGUM „Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég keyrði í fyrsta sinn á Korpúlfsstaði. Joe benti á þetta risastóra hús og sagði mér að þetta væri klúbbhúsið. Ég missti hökuna í gólfið og sagði: „Vá þetta er höll en ekki klúbbhús.“ Ég vissi ekki að GR væri „aðeins“ með hluta af húsinu sem klúbbhús en þetta er skemmtileg minning.“ Eftir þriggja ára veru á Íslandi fór Derrick að skammast sín fyrir hversu illa hann væri að sér í íslenskunni. Hann tók þá ákvörðun að breyta því og fór að læra málið með markvissum hætti. „Á hverjum degi setti ég mér það markmið að læra þrjú ný orð í íslensku. Það gekk alveg ágætlega en ég hafði enga tilfinningu fyrir málinu. Það breyttist mikið þegar ég kynntist eiginkonu minni. Þegar við fórum að búa saman þá breyttist þetta allt og ég fór að ná betri tökum á málinu. Þetta var erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Mér finnst gaman að tala íslenskuna og ég nota hana mikið erlendis þegar ég er með David Barnwell vini mínum og golfkennara hjá GR. Þá tölum við íslensku og getum sagt hvað sem er án þess að eiga það á hættu að
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi Skotinn í íslensku náttúrunni
landar okkar frá Englandi skilji okkur,“ segir Derrick í léttum tón. Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir er eiginkona Derricks og saman eiga þau einn son. „Við kynntumst í gegnum golfið, hún var nemandi hjá mér. Hún á eina dóttur og ég er afar stoltur af litlu fjölskyldunni. Það er ekki mikið um golf hjá okkur þegar við erum saman. Það eru allir með fína sveiflu og getu til að spila, en við höfum fundið aðra hluti til þess að gera saman. Strákurinn er á kafi í handbolta og við styðjum krakkana okkar í því sem þau velja að gera.“
ERFITT AÐ TAKA VIÐ SLÍKU HRÓSI Eins og áður segir hefur Derrick verið valinn PGA-kennari ársins þrjú undanfarin ár og fjórum sinnum alls. Hann gerir lítið úr eigin
Hér er Derrick lengst til hægri að gera upp skorkort í keppni hjá GR. Mynd/GR
Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég keyrði í fyrsta sinn á Korpúlfsstaði. Joe benti á þetta risastóra hús og sagði mér að þetta væri klúbbhúsið. Ég missti hökuna í gólfið ... afrekum og vill deila þessari nafnbót með félögum sínum í PGA-samtökunum á Íslandi. „Mér finnst erfitt að taka við slíku hrósi, það eru leikmennirnir sem ég hef þjálfað sem eiga að fá hrósið, foreldrar þeirra og fjölskyldur og klúbbarnir þeirra. Þetta snýst meira um þá en mig. Ég hef verið heppinn að fá tækifæri að vinna með mörgum af okkar bestu kylfingum. Ég er bara hluti af stóru liði hér á Íslandi sem hefur komið að m.a. uppbyggingu á PGA-skólanum. Ég á því mörgum að þakka að fá slíka viðurkenningu.“ „Mínar kennsluaðferðir eða áherslur eru að ég held ekkert mjög ólíkar því sem flestir nota. Við erum sem betur fer ólík og það er gott að við notum mismunandi kennsluaðferðir. Ef við værum öll eins þá væri þetta ekkert skemmtilegt. Ég hef þróað mínar aðferðir eftir því sem ég hef lært meira og fengið meiri reynslu. Ég hef líka verið heppinn að hitta kylfinga sem líkar vel við hugmyndafræðina sem ég vinn með. Samstarf kennara og kylfinga er flókið og stundum ganga hlutirnir ekki upp - og þannig er það bara.“
markhönnun ehf
VERSLANIR um land allt! Ferskir ávextir & grænmeti
Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda
Bakað á staðnum www.netto.is
Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
Mér finnst gríðarlega gaman að kenna krökkum sem hafa ákveðið að helga sig golfinu. Hér hjá GKG er ég að kenna þessum yngstu, allt saman frábærir krakkar sem eru tilbúnir að læra enn meira. FRÁBÆRT HJÁ ÓLAFÍU OG VALDÍSI Derrick er þjálfari Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur en hann þekkir hana vel frá því hún var ungur kylfingur í GR. „Ég var í þjálfarateyminu hjá GR þegar Ólafía Þórunn kom þar inn sem barn. Ólafía leitaði til mín fyrir úrtökumótið á LET mótaröðina á sínum tíma. Hún var aðeins „áttavillt“ á þeim tíma og vildi fá mína aðstoð. Við náðum að finna flöt á því samstarfi með góðum vilja GKG þar sem ég er starfsmaður. Mitt hlutverk hefur að mestu verið að búa til ramma fyrir hana, gera áætlanir, og við hittumst ekkert mjög oft yfir tímabilið. Ólafía Þórunn er gáfuð og það er skemmtilegt að vera í kringum hana.
66
GOLF.IS - Golf á Íslandi Skotinn í íslensku náttúrunni
Hún vill hafa hlutina einfalda og henni hefur tekist að ná betri tökum á því álagi í sem fylgir því að spila á LPGA, mótaröð bestu kylfinga heims. „Ólafía Þórunn var eins og aðrir atvinnukylfingar oft með samviskubit yfir því að vera of lengi á æfingasvæðinu. Það væri að bitna á hennar nánustu og kærastanum. Og svo þegar hún var ekki á æfingasvæðinu var hún með samviskubit yfir því að vera ekki að æfa sig. Við höfum tekið þessa þætti með skipulögðum hætti. Ólafía á að stimpla sig út úr vinnunni með góðri samvisku og gera aðra hluti. Ef henni tekst að slökkva á golfinu þegar hún á að gera það þá líður henni betur.“ Derrick er sannfærður um að Ólafía Þórunn eigi eftir að ná enn lengra á næstu árum og einnig Valdís Þóra Jónsdóttir. „Ólafía Þórunn hefur bætt sig mikið og hún á mikið inni. Það sem hún hefur bætt mest er að vera ekki að stressa sig á því ef hún er ekki að leika sitt allra besta golf. Það er partur af atvinnumennskunni að geta skorað án þess að vera með allt 100%. Hún er að læra að beina orkunni í rétta átt, það er endalaust verkefni að bæta sig. Ólafía Þórunn er líka átta sig betur á því að hún eigi heima á meðal þeirra bestu. Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig að gera frábæra hluti og við hér á Íslandi eigum að vera stolt af því að eiga svona afrekskonur. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir golfíþróttina að eiga slíka afrekskylfinga. Ég sé glampann í augunum á yngri kylfingunum hér í GKG þegar Ólafía Þórunn mætir á æfingar hérna. Strákarnir okkar eru einnig á réttri leið. Birgir Leifur Hafþórsson hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og Axel Bóasson er einnig í næstefstu deild með Bigga á þessu ári, eitthvað sem við höfum aldrei upplifað áður.“
BYGGIR GRUNNINN Í AFREKSSTARFI GKG Það vekur athygli að PGA-kennari ársins er í þjálfarateyminu sem sér um æfingar yngstu afrekskylfinga GKG. „Mér finnst gríðarlega gaman að kenna krökkum sem hafa ákveðið að helga sig golfinu. Hér hjá GKG er ég að kenna þessum yngstu, allt saman frábærir krakkar sem eru tilbúnir að læra enn meira. Elstu afrekskylfingarnir eiga að mínu mati að bera meiri ábyrgð á sínum leik og æfingum. Þeir eiga að þekkja sveifluna sína frá A-Ö. Þeir eiga að hafa þekkingu til þess að vinna í sínum hlutum sjálfir með aðstoð og leiðbeiningum frá okkur - en við eigum ekki að standa yfir þeim öllum stundum á æfingasvæðinu. Það er líka mikilvægt að kenna kylfingunum að golfið er lærdómur eins og lífið sjálft. Þetta er stanslaus vinna og það skiptir líka máli að læra að verða betri manneskja, taka ábyrgð og verða með þeim hætti betri golfari.“ Derrick hefur verið golfkennari hjá GKG frá árinu 2006. „Ég hef ekki orku lengur til þess að kenna langt fram eftir kvöldi og einkatímarnir hjá mér eru færri en áður. Ég sakna þess stundum en ég verð að velja og hafna. Ég átti frábæran tíma hjá GR og tíminn hér hjá GKG hefur verið ótrúlega fljótur að líða. Það er í raun smá sjokk að rifja það upp að ég hef verið hérna frá árinu 2006. Hér hjá GKG er frábær golffjölskylda og þá er ég að tala um starfsfólkið og klúbbfélagana. Stemningin hérna hefur lítið breyst eftir að nýja íþróttamiðstöðin var tekin í notkun og mér líður virkilega vel hérna.“ Þegar Derrick er inntur eftir því hvernig framtíð golfsins á Íslandi verði lítur hann út í glæsilega æfingaaðstöðu GKG þar sem fjöldi manns var við æfingar. „Þetta er framtíðin. Hér eru kylfingar á öllum aldri að nýta sér nýjustu tækni til þess að bæta leik sinn við bestu aðstæður innandyra.“
F d
F F 4 F
Golf þarf ekki að vera dýrt Troðfull búð. Golffatnaður frá NIKE, Callaway ofl. FATNAÐUR
Fallegur fatnaður frá Callaway fyrir dömur og herra.
Regnfatnaður frá Proquip, Nike, Callaway og Catmandoo.
Kerrupokar og burðarpokar mikið og gott úrval
BUXUR HERRA Venjulegar herra golfbuxur, vatnsheldar, vindheldar og anda kr. 12.990
Golfskór frá Callaway og Nike.
Vandaðir skór karla og kvenna á góðu verði.
PÚTTERAR Gott úrval frá Odyssey ofl.
KYLFUR Dræverar, brautartré, blendingar frá Callaway, Lynx og fl.
LYNX vatnsheldur kerrupoki kr. 27.900
CLICGEAR KERRUR Clicgear 3,5+ kr. 36.900
Rafmagnsgolfkerrur frá kr. 99.900
FERÐAPOKAR Ferðapokar á 2 eða 4 hjólum. Frá kr. 13.900
Opið: ga Virka da 10–18 aga u La gard 11–15
BARNA KYLFUR og sett í poka kr. 19.900 – 24.900
LASER fjarlægðarkíkjar frá kr. 23.900 Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is
Hugarþjálfun
Týndi sveiflunni á milli æfingasvæðis og fyrsta teigs
Þetta er eitthvað sem margir kylfingar upplifa og hafa oft fá svör við. Í flestöllum íþróttagreinum fara æfingar og keppni fram á sama svæðinu eða í mjög svipuðu stöðluðu umhverfi. Sundfólk æfir og keppir í sundlaug, knattspyrnufólk á knattspyrnuvelli, skautafólk á skautasvelli - en kylfingar, að öllu jöfnu, æfa sig á æfingasvæðinu og keppa svo á golfvellinum. Ef ekki er vandað til æfinga og skipulags, þá getur þetta auðveldlega leitt til þess að kylfingur verður einstaklega góður í að slá boltann á æfingasvæðinu, en skilur svo lítið í því hvers vegna það skilar sér ekki á vellinum. Ástæðan er sú að allt of oft er vanaferlið við æfingar gerólíkt því hvernig kylfingurinn spilar leikinn á golfvellinum. Hlutverk æfinga er að byggja upp vana til þess að geta spilað frjálst og áhyggjulaust þegar út á völl er komið, hvort sem það er fyrir fyrsta teighögg í móti eða síðasta púttið fyrir sigri. Þessi vani verður ekki til sjálfkrafa. Sterkur vani sem dugir vel undir pressu verður til með öflugu vanaferli. Skipulagt vanaferli við æfingar hjálpar til við að færa leikinn frá æfingasvæðinu og út á golfvöll. Sér til þess að við týnum ekki sveiflunni á milli æfingasvæðis og fyrsta teigs.
Öll höggin fóru nákvæmlega þangað sem þeim var ætlað að fara. Sveiflan mjúk, líðanin góð og sjálfstraustið í botni. Svo lá leiðin á fyrsta teig. Strax í fyrsta höggi var eins og einhver annar kylfingur hefði ákveðið að spila sjálfan hringinn. Einhver annar en sá sem var búinn að fullkomna boltaflugið fyrir þennan dag. Boltinn fór engan veginn rétta leið og það var eins og góða tilfinningin fyrir golfleiknum hefði dottið úr pokanum á leiðinni frá æfingasvæðinu á fyrsta teig.
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi Týndi sveiflunni á milli æfingasvæðis og fyrsta teigs
ÖFLUGT VANAFERLI MIKILVÆGT Í lok síðasta árs voru birtar niðurstöður rannsóknar á vegum evrópsku mótaraðarinnar og háskólans í Birmingham á Englandi sem leiddu í ljós mikilvægi öflugs vanaferlis fyrir árangur í golfi. Niðurstöður sýndu að vel æft og öflugt vanaferli með styttri tíma yfir boltanum og færri upplit í átt að flaggstöng geti stuðlað að því að kylfingur endi oftar fyrir ofan niðurskurðarlínuna og geti unnið sér inn töluvert hærri tekjur. Með öðrum orðum, þeir kylfingar
sem gátu sýnt fram á betur æft og skipulagt vanaferli á golfvellinum spiluðu á lægra skori. Til þess að byggja upp öflugt vanaferli er mikilvægt að skipuleggja æfingar vel og æfa kerfisbundið. Fyrrum þjálfari Anniku Sörenstam, Pia Nilsson, og Lynn Marriott reka saman golfskólann Vision54 í Arizona í Bandaríkjunum og þjálfa marga af bestu karl- og kvenkylfingum heims. Þær hafa meðal annars skrifað bækurnar Every Shot Must Have a Purpose og Be a Player sem kom út í fyrra. Í þessum bókum fara þær yfir kerfi til þess að æfa vanaferlið og þar með stuðla að því að kylfingar geti betur fært leikinn frá æfingasvæðinu og á golfvöllinn. Ferlið hefst þegar þú ert að búa þig undir að slá. Fyrir aftan boltann ertu í hugsanasvæðinu (e. Think Box). Á þessum stað í ferlinu er tækifæri til að fara yfir þá þætti sem þarf að hafa í huga áður en boltinn er sleginn. Kylfingur kannar fjarlægð frá holu, hvaða kylfu skal velja, hvert á að miða, hvernig boltaflugið á að líta út, sér það fyrir sér, o.s.frv. Í raun á öll meðvituð hugsun að fara fram á þessum tímapunkti. Þegar ákvörðun um höggið hefur verið tekin er gott að ímynda sér línu sem stigið er yfir á leið að boltanum. Við æfingar er gott að notast við aukakylfu úr pokanum eða æfingastöng (e. Alignment Stick). Þessi lína kallast ákvörðunarlínan (e. Decision Line) því að um leið og stigið er yfir línuna er búið að ákveða hvernig höggið skal slegið og því engin þörf á að hugsað frekar um það. Þetta er mjög mikilvægt skref í ferlinu því hugsanir yfir boltanum trufla einbeitinguna og koma í veg fyrir að vel æfða sveiflan fái að njóta sín. Ef þú verður óviss eða verður fyrir truflun,
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Týndi sveiflunni á milli æfingasvæðis og fyrsta teigs
þá er alltaf hægt að stíga aftur til baka yfir í hugsanasvæðið og taka nýja ákvörðun (eða staðfesta fyrri ákvörðun) um hvernig boltinn skal sleginn.
FJÓRAR TIL SJÖ SEKÚNDUR Þegar kylfingur er kominn yfir ákvörðunarlínuna er hann kominn inn í leiksvæðið (e. Play Box). Tíminn í leiksvæðinu skal vera stuttur og notaður að mestu til að slá boltann. Hæfilegur tími yfir boltanum þangað til hann er sleginn er fjórar til sjö sekúndur. Það er sá tími sem kylfingur getur best haldið fullri einbeitingu og margir af bestu kylfingum heims eru mjög stöðugir þegar kemur að þessum þætti vanaferlisins. Taktu ákvörðun um hversu oft þú ætlar að líta upp í átt að holunni og ef þú þarft eitthvað til að hugsa um, haltu þig við hugsanir
um jafnvægi og takt í sveiflunni frekar en tæknilegar hugsanir. Æfðu þig í að stíga inn í leiksvæðið og slá boltann án þess að hugsa frekar um það. Í hugsanasvæðinu varstu að undirbúa hugann, þú tókst ákvörðun byggða á reynslu og þekkingu og þá er ekkert eftir nema að slá boltann. Þetta ferli þarf að æfa. Eftir að boltinn hefur verið sleginn þá er kylfingur kominn í minningasvæðið (e. Memory Box). Hér er markmiðið að læra af hverju höggi af hverju boltinn fór þangað sem hann fór og leggja á minnið þau högg sem þú vilt helst muna eftir. Það er ekki mikið gagn í að svara hvort höggið var „gott“ eða „lélegt“. Í stað þess að fara í huglægt mat á hvað þér finnist vera ásættanlegt högg, svaraðu fljótlega þessari spurningu: „Hvert fór boltinn og af hverju fór hann þangað?“ Eftir að svarið við spurningunni er kannski þrisvar sinnum það sama: „Boltinn fór vinstra megin við holuna af því að ég miðaði of mikið vinstra megin“, þá er komin ástæða til að huga að miðinu. Með því að venja þig á þetta ferli ferðu að auka líkurnar á því að boltinn fari þangað sem þú ætlar honum að fara. Með því að æfa þetta ferli frá hugsanasvæðinu yfir ákvörðunarlínuna í leiksvæðið og svo minningasvæðið byggir þú upp sterkan vana sem hjálpar við að fækka höggunum út á velli. Við viljum ekki heyra um fleiri sem týndu sveiflunni á milli æfingasvæðis og fyrsta teigs. Tómas F. Aðalsteinsson er aðstoðarprófessor við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum og er yfirþjálfari kvennagolfliðs skólans. Hann er með meistaragráðu í íþróttasálfræði frá John F. Kennedy University í Kaliforníu og veitir ráðgjöf og fræðslu um hugarþjálfun í golfi og öðrum íþróttum.
Golfreglur
Spurt og svarað
um ýmis atvik sem hafa komið upp á golfvellinum Það berst oft sandur inn á flötina úr glompum og oft er mikið af sandi í púttlínunni. Geta kylfingar burstað sandinn úr púttlínunni, óháð því hvort boltinn er á flötinni eða rétt fyrir utan flötina? Þeir mega bursta sandinn sem er á flötinni en ekki sand sem er utan flatarinnar. Þetta má lesa úr reglu 23-1 og skilgreiningu á lausung. Regla 23-1 segir: „Fjarlægja má sérhverja lausung, vítalaust, nema þegar bæði lausungin og boltinn liggja í eða snerta sömu torfæruna.“ Er sandur þá lausung? Svarið við því er í skilgreiningunni á lausung sem segir m.a.: „Sandur og laus jarðvegur eru lausung á flötinni, en ekki annars staðar.“
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
DÓMARASPJALL HÖRÐUR GEIRSSON hordur.geirsson@gmail.com
Ég hef oft séð kylfinga ýta og jafnvel þrýsta kylfuhausnum niður í grasið fyrir aftan boltann. Dældin sem myndast við þetta gerir það að verkum að boltinn er nánast „tíaður“ upp á brautinni eða í karganum. Má gera slíkt ef boltinn hreyfist ekki? Nei. Almenna reglan er sú að við eigum að leika boltanum þar sem hann liggur og megum ekki bæta t.d. legu boltans. Á hinn bóginn þurfum við að koma kylfuhausnum að boltanum til að geta slegið hann og því er í lagi þótt grasið dældist aðeins við að leggja kylfuhausinn aftan við boltann. Regla 13-2 segir m.a. að við megum ekki bæta legu boltans með því að „þrýsta kylfu á jörðina“ en segir jafnframt að það sé í lagi þótt lega verði betri ef það gerist við að „leggja kylfuhausinn létt niður þegar boltinn er miðaður.“
Icelandair hótel Hamar
ENNEMM / SÍA / NM34792
Alvöru íslenskt golfhótel
Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA
REYKJAVÍK MARINA
Í KEFLAVÍK
FLÚÐIR
KLAUSTUR
HÉRAÐ
AKUREYRI
HAMAR
Hvað gerist ef ég pútta boltanum á flötinni, meðspilari minn gleymir að taka flaggið úr og boltinn fer ofan í holuna? Það kostar þig tvö vítahögg í höggleik og holutap í holukeppni. Þótt meðkeppandinn gæti stangarinnar gerir hann það fyrir þína hönd og þú færð vítið. Sjá reglu 17-3.
Er í lagi að skipta um aðstoðarmann (kylfubera) í keppni - og ef svo er, hvað má ég skipta oft? Já, þú mátt skipta eins oft um kylfubera og þig lystir. Helstu takmarkanirnar eru bara tvær. Annars vegar að þú mátt bara vera með einn kylfubera í senn, eins og tiltekið er í reglu 6-4. Hins vegar máttu ekki skipta í örstutta stund um kylfubera til þess eins að fá viðbótarráð frá nýja kylfuberanum. Þetta er útskýrt í úrskurði 8-1/26. 76
GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
BÍLDSHÖFÐA 9
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
Á par 3 holu í golfmóti eru kylfingar að velta því fyrir sér hvaða kylfu þeir eigi að slá með. Má kíkja í „pokann“ hjá meðspilaranum og skoða hvaða kylfu hann valdi? Já, það má orða þetta þannig að þú mátt „horfa en ekki káfa“. Regla 8-1 segir að þú megir ekki biðja neinn um ráð, t.d. um kylfuval. Þannig máttu ekki spyrja meðkeppandann um hvaða kylfu hann ætli að nota ef þú átt eftir að slá svipað högg og hann. Á hinn bóginn er útilokað að banna kylfingum að horfa á einhverja ákveðna hluti. Úrskurður 8-1/11 segir að þótt þú megir horfa ofan í golfpoka meðkeppandans megirðu ekki aðhafast neitt frekar til að sjá t.d. hvaða vantar í pokann, svo sem að opna pokann eða fjarlægja eitthvað sem hylur kylfurnar.
Ysta lagið á golfboltanum skemmist mikið eftir upphafshögg sem lendir á malbikuðum stíg. Má ég skipta ónýta boltanum út fyrir nýjan og þarf hann að vera af sömu gerð og sá fyrri? Já, þú mátt skipta um bolta ef hann er „sýnilega skorinn, sprunginn eða aflagaður“ eins og segir í reglu 5-3. Samkvæmt því er ekki nóg að boltinn sé rispaður. Áður en þú skiptir um bolta þarftu að (a) merkja staðsetningu upphaflega boltans, (b) láta einhvern í ráshópnum vita að þú ætlir að lyfta upphaflega boltanum og (c) leyfa einhverjum í ráshópnum að fylgjast með þegar þú skoðar upphaflega boltann. Að öllu jöfnu þarf nýi boltinn ekki að vera af sömu gerð og sá fyrri. Það á aðeins við ef keppnisskilmálar ákveða að leikmenn þurfi að nota sömu boltategund alla umferðina. Slíkir keppnisskilmálar tíðkast ekki á Íslandi.
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
Klassískur stíll og fíngerð form gera þessa gamaldags hönnun baðinnréttinga gullfallega og nútímalega. Burlington baðherbergin eru gott dæmi um hin hefðbundnu baðherbergi sem fyrir löngu eru orðin klassísk og bera frábærri hönnun og fegurð baðherbergja fyrri tíma gott vitni. Burlington leggur mikið upp úr samræmdri hönnun á öllum sínum vörum til að auðvelda þér að velja hið klassíska baðherbergi.
Draghálsi 14 - 16 · S í m i 4 12 12 00 www.isleifur.is
Guðrún Brá gerist atvinnumaður – Keiliskonan keppti með Evrópuúrvalinu í Katar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili keppti með Evrópuliðinu á Patsy Hankins bikarnum sem fram fór 8.-10. mars sl. Mótið fór fram í Katar og er tileinkað Patsy Hankins sem fæddist árið 1945 en hún lést árið 2015. Hún var frumkvöðull í golfi í kvennaflokki á Nýja-Sjálandi.
Á Patsy Hankins mótinu keppa tvö lið skipuð áhugakylfingum. Lið Evrópu lék gegn sameiginlegu liði leikmanna frá AsíuKyrrahafseyjum. Guðrún Brá er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær boð um að taka þátt í þessari keppni. Evrópuliðið átti undir högg að sækja frá upphafi og sigraði Asíu-Kyrrahafsliðið örugglega með 23,5 vinningum gegn 8,5 vinningum Evrópuliðsins. Guðrún Brá lék í þremur leikjum af alls fimm hjá Evrópuliðinu. Hún náði ekki að landa sigri en var hársbreidd frá því að vinna sinn leik í lokaumferðinni gegn Du Mohan frá Kína. „Þetta var frábær upplifun og mikil reynsla sem ég fékk úr þessu. Það var ekkert leiðinlegt að heyra nafnið sitt lesið upp eins og gert er í Solheim-bikarnum og Ryder-bikarnum. Þrátt fyrir að lokaúrslitin hafi verið með þessum hætti þá var munurinn ekki svona mikill. Vissulega eru þær sterkar en við fórum í marga leiki á 18. holu og ég náði slíkum leik. Það dugði ekki til fyrir mig að leika síðustu fjórar holurnar á fugli, fugli, pari og fugli. Í raun púttuðu þær betur en við í Evrópuliðinu og þar var munurinn.“ Aðstæður í Katar voru eins góðar og hugsast getur, segir Guðrún Brá. „Það var 30 stiga hiti, lítill raki í eyðimörkinni og hitinn var ekki vandamál. Völlurinn og allar aðstæður voru í heimsklassa og þetta var frábær upplifun. Mér fannst líka gaman að kynnast liðsfélögunum í Evrópuliðinu. Ég hafði keppt
80
GOLF.IS - Golf á Íslandi Guðrún Brá gerist atvinnumaður
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkama og sál
fyrir alla
fjölskyld una
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i
t il kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
gegn mörgum þeirra en aldrei rætt við þær að neinu marki. Það var ótrúlega gaman að vera í þessu liði og ég eignaðist fullt af góðum vinum í þessari ferð.“ Guðrún Brá var valin í Evrópuliðið vegna stöðu hennar á heimslista áhugakylfinga og árangurs hennar á Evrópumeistaramóti einstaklinga. Þar náði hún fjórða sæti á mótinu sem fram fór í Sviss sl. sumar. Árangur Guðrúnar er einn sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu móti þar sem sterkustu áhugakylfingar Evrópu taka þátt. Atvinnumennska er næsta skref hjá Guðrúnu Brá sem mun leika á mörgum mótum á LET Access mótaröðinni í sumar. Mótaröðin er sú næststerkasta í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir er með keppnisrétt. „Ég ætla að láta reyna á þetta og fara í eins mörg mót og hægt er. Mér gekk vel á úrtökumótinu í Marokkó í desember sl. Það var góð reynsla og eftir að hafa flogið í gegnum 1. stig úrtökumótsins þá var ég ekki langt frá því að tryggja sæti á LET Evrópumótaröðinni. Reynslan sem ég fékk úr þessu móti er mikilvæg og ég veit að ég er ekki langt á eftir þessum kylfingum,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi Guðrún Brá gerist atvinnumaður
THE FA C E O F
THE REST I S H I S T O RY
CNC SLÍPAÐ YFIRBORÐ Allra þynnsta, heitasta og nákvæmasta yfirborð COBRA.
360 FLUG Flugið dregur úr loftmótstöðu og myndar hámarkshraða kylfunnar.
Arccos kerfið gerir þér kleift að skoða alla mögululega tölfræði og sýnir þér hvar þú getur bætt þinn leik
Mótaskrá LEK 2018:
Töluverðar breytingar á afreksstarfi eldri kylfinga Mótaskrá LEK fyrir tímabilið 2018 hefur verið samþykkt af stjórn LEK og GSÍ. Töluverðar breytingar verða á afreksstarfi eldri kylfinga. Þar ber hæst að landslið karla og kvenna verða send á Evrópumót EGA. Fjögur viðmiðunarmót á þessu tímabili verða notuð til þess að velja þá kylfinga sem komast í EGA-landslið eldri kylfinga. Afreksstjóri GSÍ, Jussi Pitkanen, kemur að valinu á þessum landsliðum og er verkefnið unnið í samvinnu við LEK-nefnd GSÍ. Viðmiðunarmót eru fjögur talsins árlega og eru sérstaklega merkt sem slík í mótaskrá GSÍ.
ÞAU ERU: Íslandsmót 35+ Íslandsmót eldri kylfinga. Meistaramót klúbbanna. Íslandsmótið í golfi. Á undanförnum árum hefur stjórn Landssamtaka eldri kylfinga valið landslið eldri kylfinga í samræmi við stig áunnin á Öldungamótaröðinni á almanaksárinu áður en keppni fer fram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi og það sem kemur fram hér fyrir ofan er viðbót við þau landsliðsverkefni sem LEK hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Í flokki kvenna 50 ára og eldri er valið landslið kvenna með 5 einstaklingum til þátttöku í móti ESLGA, Marisa Sgaravatti Trophy. Í flokki karla 55 ára og eldri eru valin tvö landslið með 6 einstaklingum í hvoru liði til þátttöku í móti ESGA. A-lið án forgjafar og B-lið með forgjöf. Nánari upplýsingar um val á landsliðum er að finna á golf.is
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Mótaskrá LEK 2018
GAS
GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ
ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS
Ráðandi - auglýsingastofa ehf
ALLS STAÐAR
MÓTASKRÁ LEK 2018 Maí
Mót
Völlur
Umsjón
Fyrirkomulag
27.
Öldungamótaröðin (1)
Hólmsvöllur
GS
Punktakeppni
3.
Ping-mótið/Öldungamótaröðin (2)
Hvaleyrarvöllur
GK
Punktakeppni
10.
Öldungamótaröðin (3)
Strandarvöllur
GHR
Punktakeppni
17.–22.
Evrópumót 70 ára og eldri
Aroeira Golf Club
Portúgal
Punktakeppni
30.
Öldungamótaröðin (4)
Brautarholtsvöllur
GBR
Punktakeppni
1.
Öldungamótaröðin (5)
Grafarholtsvöllur/Korpúlfsstaðavöllur
GR
Punktakeppni
19.–21.
Íslandsmót eldri kylfinga (6)
Urriðavöllur
GO
Höggleikur
23.–28.
Marisa Sgaravatti Trophy
Diamond CC
Austurríki
Höggl./holuk.
6.–11.
Evrópumót 55 ára og eldri
Aulanko G C/Tawast G C
Finnland
Höggleikur
17.–19.
Íslandsm. golfklúbba eldri kylfinga
Jaðarsv./Húsat.v./Hamarsv
GA/GG/GB
Holukeppni
25.
Öldungamótaröðin (7)
Garðavöllur
GL
Punktakeppni
4.–8.
Evrópumót liða eldri kvenna
Mont Garni Golf Club
Belgía
Höggl./holuk.
4.–8.
Evrópumót liða eldri karla
Diamond CC
Austurríki
Höggl./holuk.
15.
Golfgleði LEK
Hlíðavöllur
GM
Betri bolti
Júní
Júlí
Ágúst
September
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Mótaskrá LEK 2018
Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is
Kóngurinn á Mar Menor
– Íslenskir kylfingar fjölmenna í golfferðir til Ívars Haukssonar
Ívar Hauksson hefur á undanförnum árum og áratugum fengið gríðarlegt magn af íslenskum kylfingum í heimsókn til sín til Spánar. PGA-golfkennarinn hefur skapað sér nafn í faginu og sá sem þetta skrifar hafði heyrt marga tala um hversu gott væri að hitta Ívar til þess að bæta golfleikinn. Golf á Íslandi heimsótti Ívar á Mar Menor sem er skammt frá Alicante á Spáni, þar sem við ræddum við hann um lífið og tilveruna.
Það var auðvelt að finna Ívar þegar við komum á svæðið. Hann sker sig úr fjöldanum. Ívar er sterklega byggður og rífur að sjálfsögðu enn af krafti í lóðin. Hann er brosmildur og með síða hárið í tagli undir golfderhúfunni. Við settumst niður í glæsilegri aðstöðu í klúbbhúsinu við Mar Menor og eftir nokkrar mínútur í viðkynningu yfir kaffibolla hófum við viðtalið. „Þegar ég var 10 eða 11 ára þá fór ég út á svalir á hótelinu þar sem við vorum í sumarfríi á Benidorm hér á Spáni. Þar horfði ég út á hafið og ströndina og sagði við mömmu. „Hér ætla ég að eiga heima. Mér hefur alltaf liðið eins og ég ætti heima hér á Spáni,“ segir Ívar og hann lét þann draum rætast fyrir tveimur áratugum og flutti til Spánar. En af hverju valdi Ívar að einbeita sér að golfkennslunni? „Draumurinn var alltaf að verða golfkennari. Þar er ástríðan hjá mér - og að gefa af mér skiptir mig mestu máli. Ég hef ástríðu fyrir því að kenna öðrum. Það gefur mér meira að sjá nemanda bæta sig í golfi eftir
golfkennslu í stað þess að ég spili golfhring á þremur höggum undir pari. Ég hef alltaf verið svona og alveg sama í hvaða íþróttagrein það er,“ segir Ívar. Það kemur mér á óvart hversu miklum orðaforða hann býr enn yfir í íslenskunni eftir áratuga búsetu á Spáni. Erfið og flókin íslensk orð og hugtök renna upp úr honum líkt og hann hefði aldrei flutt frá Íslandi. Ívar er án efa einn mesti keppnismaður sem Ísland hefur alið. Hann hefur fagnað Íslandsmeistaratitlum í öllum þeim íþróttum sem hann hefur byrjað að æfa. Svo einfalt er það.
... að gefa af mér skiptir mig mestu máli. Ég hef ástríðu fyrir því að kenna öðrum.
„Ég er keppnismaður og ég geri ekkert nema gera það eins vel og hægt er. Nema kannski í pílukasti,“ segir Ívar í léttum tón. „Það sem einkennir mig er að ég er þolinmóður og þolinmæði er eitthvað sem ég lærði þegar ég var að vinna með fólki hjá íþróttafélagi fatlaðra. Og það skilar sér í kennslunni. Ég hef endalausa þolinmæði og ég finn að nemendur mínir kunna að meta það. Þolinmæði og agi eru mínir helstu styrkleikar. Það vinnur mig enginn í því. Ég er eflaust með fullkomnunaráráttu. Ég hef alltaf náð að verða meistari í því sem ég tek mér fyrir hendur. Karate, vaxtarrækt og golf. Ég er bara þannig gerður. Það finnst mörgum
Ívar Hauksson horfir til himins alla daga enda er sólin alltaf á lofti á Mar Menor. Mynd/seth@golf.is
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kóngurinn á Mar Menor
MAX
Faster Face
Engineered to increase flexing and deliver a powerful sound and feel, the forged T9S+ face produces hotter ball speeds for more distance.
G400 MAX Š PING 2018
G400 G400 MAX
G400
7,474
7,832
6,587
6,000
7,636
7,720
8,000
9,263
10,000 9,902
Both the G400 Max and G400 drivers have combined moment-of-inertia ( MOI ) measurements exceeding 9,200 [G-CM 2 ], elevating forgiveness levels to new heights and resulting in the tightest dispersion in golf. That means more consistent distance and accuracy, round after round. Visit a PING Fitting Specialist or PING.com today.
Moment-of-inertia (MOI)
MOI to the MAX *
Competitors * MOI comparisons as of January 1, 2018
G400 SFT
G400 Max (460cc) compared to G400 (445cc)
G400 LST
Fjölskyldan.
skrítið að ég hef t.d. aldrei drukkið áfengi eða reykt. Þrátt fyrir að hafa verið mikið í kringum slíka hluti á sínum tíma. Ég var dyravörður og vann á ýmsum „búllum“ þar sem ýmislegt gekk á. Mér fannst þetta líferni aldrei passa við það sem ég vildi gera og var að gera, sem voru íþróttir. Við getum sagt að ég hafi alltaf grætt daginn eftir þegar aðrir sem voru í djamminu voru heima þunnir og þreyttir. Ég notaði þá tímann vel, æfði á meðan þeir sem fóru á djammið voru að jafna sig.“ En hvernig byrjaði þetta ævintýri að fá mörg hundruð íslenska kylfinga í heimsókn á hverju ári til Spánar? „Ég byrjaði að fá íslenska kylfinga til mín þegar ég var PGA-kennari á Campoamor rétt við Alicante. Á þeim tíma var ég enn að keppa mikið og áherslan var mest þar. Ég var í þrettán mjög góð ár á Campoamor. Ég fékk tilboð um að taka að mér mjög spennandi verkefni á Marbella. Það var of spennandi til að taka því ekki. Á Marbella kom ég upp golfakademíu og það var skemmtilegur tími. Það var líka gleðilegt að margir af nemendum mínum frá Campoamor lögðu það á sig að keyra í 5 tíma niður á Marbella til að koma í tíma hjá mér. Mér þótti vænt um það og þykir enn þegar fólk leggur mikið á sig til að fá ráðleggingar hjá mér.“ „Það er gaman að segja frá því að tveir svissneskir bankastjórar koma reglulega keyrandi frá Sviss til Mar Menor til þess að koma í kennslu til mín. Ég veit ekki hvað það eru margir PGA-kennarar við störf á þessari leið þeirra. En þeir leggja þetta á sig og við náum vel saman. Þeir hafa komið reglulega til mín síðastliðin fimm ár hér á Mar Menor.“ Eins og áður segir þá flutti Ívar til Spánar fyrir rúmlega tveimur áratugum.
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kóngurinn á Mar Menor
„Ég reyndi alltaf að lengja golftímabilið á Íslandi með því að fara til Spánar á vorin og haustin. Þegar ég var á heimleið eitt haustið þá fann ég að mig langaði ekkert til Íslands. Það er erfitt að útskýra þetta en þannig leið mér. Mér leið vel í þessu umhverfi og líkaði vel við fólkið. Ég var með flugmiða heim. Ég tók hann úr vasanum, reif hann, og hér hef ég verið síðan. Hvatvísi hefur alltaf fylgt mér. Ef mér dettur eitthvað í hug og ég hef trú á því að ég geti framkvæmt það þá geri ég það bara. Sjálfstraustið er til staðar en ég er ekki að fela neitt. Ég kem alltaf fram við aðra eins og ég myndi vilja að þeir kæmu fram við mig.“ Ívar talar mikið um fjölskyldu sína og það er greinilegt að honum er annt um sambýliskonu sína og dætur þeirra. Ana Moltó frá Spáni er sambýliskona Ívars til 18 ára. Saman eiga þau dæturnar Melanie og Raquel. Ívar á einnig eina dóttur á Íslandi,
Ívar reynir að leika í það minnsta einu sinni í viku sjálfur en það er oft erfitt að finna tíma vegna golfkennslunnar. Mynd/seth@golf.is
Írisi Tönju, og aðra sem býr í Los Angeles og heitir Ornella. „Ég á frábæra fjölskyldu bæði hér á Spáni og á Íslandi. Maður er ríkur að eiga fjórar dætur. Dætur mínar Melanie og Raquel eru í hestamennskunni. Mér finnst gaman að fylgjast með þeim og styð við bakið á þeim í því sem þær hafa áhuga á. Hestamennskan er eitthvað sem ég þekki vel frá því ég var lítill strákur og var í hesthúsunum. Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður var afi minn. Þuríður Sigurðardóttir söngkona og listakona er systir hennar Valgerðar móður minnar, sem lést fyrir 2 árum. Ég hef einhvern veginn aldrei komist yfir það, mamma var mér afar mikill stuðningur í öllu sem ég gerði og það að eiga ekki mömmu er mjög skrítið. Ég þekki því vel hvernig það er að vera í hestamennskunni. Mér finnst frábært að þær hafi þetta áhugamál og ég styð 110% við bakið á þeim. Ég hef ekkert reynt að ýta golfinu eða öðru að þeim. Þær gera það sem þær hafa áhuga á.“ Á undanförnum árum hefur gríðarlegur fjöldi íslenskra kylfinga komið til Mar Menor í ferðir sem Ívar hefur skipulagt. Ívar er með einkarétt á því að selja Íslendingum golfferðir á Mar Menor. „Það komu rúmlega 500 Íslendingar til mín hér á Mar Menor árið 2017. Fólk pantar það flug sem því hentar til Alicante eða í nágrenni við Mar Menor. Ég get séð um að koma gestum frá flugvellinum og hingað ef þeir vilja. Og gestir þurfa ekki að vera á bílaleigubíl frekar en þeir vilja. Sumir kjósa að gera það og aðrir ekki. Ég sé síðan um allt sem snýr að gistingu, rástímum og skipulagningu á golfkennslu. Í raun sérsníð ég hverja ferð eins og viðskiptavinurinn vill hafa hana. Ég hef gríðarlega gaman af því að standa í þessu og fá gestina hingað. Og þeir fá þjónustu 24 tíma á dag, sjö daga vikunnar. Síminn er alltaf opinn ef eitthvað kemur upp á hvenær sem er sólarhringsins.“
Við kynnum nýjan fargjaldaflokk:
SAGA PREMIUM Munaður sem munar um
MEÐ ICELANDAIR
Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar
Njóttu þess að byrja fríið strax um borð. Teygðu úr þér í betri og breiðari sætum og láttu okkur dekra við þig í mat og drykk. Við bjóðum þér nýjan fargjaldaflokk þar sem aukataska, þráðlaust net og aðgangur að betri stofum er innifalinn. Allt þetta færðu núna á lægra verði í Saga Premium.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 88157 04/18
DRYKKIR INNIFALDIR
Hver er lykillinn að velgengninni? „Ég nota samfélagsmiðlana mikið til að auglýsa Mar Menor. Besta auglýsingin er orðsporið. Það sem fólk segir frá upplifun sinni við aðra. Það er auðvelt að selja fólki eitthvað einu sinni en þegar gestirnir koma aftur og aftur þá veit ég að hlutirnir eru í lagi og ég er að gera þetta rétt. Traust og orðspor er það sem ég legg undir - ef ég stend ekki við það sem ég segi þá kemur enginn aftur. Hingað kemur alls konar fólk. Einstaklingar og allt upp í 70 manna hópa. Aðstaðan hér á Mar Menor er frábær. Það eru ýmsar gerðir af íbúðum í boði. Það geta verið 2-6 saman í íbúð eftir því sem hentar. Tveir í hverju herbergi og það er eldhús og þvottavél í hverri íbúð. Íslendingarnir sem hafa komið og eru vanir að ferðast til S-Evrópu hafa haft það á orði hversu hratt internetið er hér á Mar Menor. Slíkt skiptir máli í nútímasamfélagi. Og margir þurfa á þessu halda varðandi vinnuna sína. „Ég mæli með því að leika þrjá velli í vikuferð, og leika þá alla tvívegis. Þá er hægt að kynnast vellinum í fyrstu heimsókninni. Í þeirri næstu er þá hægt að reyna eitthvað meira, ná betra skori. Það er hægt að velja um sex velli hjá mér og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ „Í raun er hægt að leika golf hér á Mar Menor allt árið. Mesta umferðin er í mars, apríl, maí og júní. Og á haustin í september, október og nóvember. Það er ánægjulegt að Íslendingar eru farnir að skipuleggja sig betur. Þeir panta ferðirnar með meiri fyrirvara en áður. Þeir vita þá að rástímarnir eru betri sem þeir hafa úr að velja. Flestir vilja spila golf um kl. 10 að morgni. Þá er ekkert stress, hægt að fá sér morgunmat, og hita aðeins upp. Morgunhanarnir eru líka sáttir við rástímann kl. 8. Það er allur gangur á þessu. Fólk er líka meira farið að hugsa um heilsuna og vill ganga meira en áður á golfvellinum. Það hefur færst í vöxt að fólk gangi 9 holur og fari síðan í golfbílinn. Og þá fer hinn aðilinn út úr bílnum í göngutúrinn.“ Á undanförnum árum hefur Ívar boðið upp á golfkennslu á Íslandi í þeim stuttu
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kóngurinn á Mar Menor
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
142543
Ég hef í gegnum tíðina aðstoðað allt frá byrjendum upp í afrekskylfinga. Í raun langar mig að gera meira af slíku, það er að segja þjálfa afrekskylfinga, en ég hef ekki gefið mér tíma í það.
Ívar er hér á heimavelli, á 18. flöt á hinum stórglæsilega Mar Menor velli. Mynd/seth@golf.is
fríum sem hann hefur tekið sér á Spáni. Hann var inntur eftir því hvers vegna hann sé að leggja þetta á sig? „Það sem hvatti mig til þess að bjóða upp á golfkennslu á Íslandi er áhugi þeirra sem hafa komið til mín til Spánar í gegnum tíðina. Í sumar verð ég í Básum hjá GR með golfkennslu í góðri samvinnu við minn gamla heimaklúbb, Golfklúbb Reykjavíkur. Upphafið á þessum heimsóknum mínum var þannig að ég prófað að auglýsa fyrir fimm árum að ég væri væntanlegur. Áhuginn var mikill og allir tímar fylltust á augabragði. Ég þurfti ekki að auglýsa fyrir Íslandsheimsókn mína sumarið 2018. Það fylltist í alla tíma áður en ég vissi af og margir eru á biðlista. Á hverju ári fæ ég marga nýja nemendur. Líklega er það um 40% hlutfall. Það er mín skylda við golfið að sjá til þess að nýliðum líði vel í þessu nýja umhverfi - og séu líklegir til þess að halda áfram eftir kennsluna hjá mér. Ég hef mikla reynslu og þekkingu sem ég nýti í golfkennsluna. Þar blanda ég saman því sem ég hef lært úr öllum þeim íþróttum sem ég hef stundað. Það er mikilvægt að vita hvernig líkaminn vinnur, ekki endilega bara golfsveiflulega séð, því það eru margir samverkandi þættir sem þurfa að spila saman til að njóta velgengni í golfi. Margir eru með vandamál í líkamanum sem gerir það að verkum að ég þarf að finna lausnir sem henta hverjum og einum. Ég vinn út frá þeirri hugmyndafræði í kennslunni að bæta það sem viðkomandi er að gera en ekki reyna að láta hann gera eitthvað sem hann getur ekki gert, alveg sama hvað hann æfir mikið og ég kenni honum mikið.“ Ívar er eins og áður hefur komið fram afreksmaður og með afreks-
hugsun. Og það leynir sér ekki að hann væri alveg til í að fá tækifæri til þess að þjálfa íslenska afrekskylfinga samhliða öðrum störfum. „Ég hef í gegnum tíðina aðstoðað allt frá byrjendum upp í afrekskylfinga. Í raun langar mig að gera meira af slíku, það er að segja þjálfa afrekskylfinga, en ég hef ekki gefið mér tíma í það. Ég hef fengið til mín afrekskylfinga frá Belgíu, Hollandi, Austurríki, Sviss, Englandi og Írlandi. Og það samstarf stendur enn yfir. Þeir koma þá af og til á Mar Menor og við förum yfir hlutina saman. Ég hef oft sagt að maður þarf að þora að gera mistök og þora síðan að finna út úr því hvernig best er að bæta úr þeim. Mistök eru í mínum huga ekki beint mistök heldur bara reynsla sem maður lærir af. Þeir sem eru að byrja í golfi gera ekki mistök, það kallast reynsluleysi. Smátt og smátt öðlast maður þekkingu og byggir ofan á hana með reynslunni. Góðir hlutir gerast hægt og ef fræin eru sett rétt niður kemur upp fallegt blóm, en það gerist ekki frá einum degi til annars, “ sagði Ívar Hauksson að lokum við Golf á Íslandi.
ótinu árið 1984. á Evrópumeistaram Sveit GR sem keppti ður GR, Ragnar r Lúðvíksson forma Frá vinstri: Björgólfu sson. uk Ha r Pétursson og Íva Ólafsson, Sigurður
142543 •
SÍA •
PIPAR \ TBWA
Veldu rafgeymi sem hentar golfbílnum þínum. Rafgeymarnir frá Trojan eru traustir, öruggir og endingargóðir. Þeir hafa verið framleiddir frá árinu 1928 en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á sínu sviði allar götur síðan.
TROJAN RAFGEYMARNIR – HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU
RÉTTUR RAFGEYMIR GETUR LAGAÐ FORGJÖFINA!
Kylfingar þekkja það öðrum betur að ef sveiflan á að vera í lagi þurfa allar aðstæður í kring að vera það líka. Það getur allt haft áhrif á forgjöfina; veðrið, dagsformið, félagarnir og rafgeymirinn – enda er fátt meira pirrandi úti á velli en hikstandi golfbíll.
Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Mar Menor
– Skemmtileg áskorun Völlurinn á Mar Menor er sá völlur sem fær flestar heimsóknir af þeim sex völlum sem GNK fyrirtækið hefur yfir að ráða. Á þessum velli byrjaði ævintýrið árið 2006 þegar 9 holur voru teknar í notkun. Allt frá þeim tíma hefur Mar Menor völlurinn vaxið og dafnað. Mar Menor er hannaður af Nicklaus-fyrirtækinu líkt og aðrir vellir hjá GNK. Gæðin eru því til staðar og handbragð meistarans leynir sér ekki. Völlurinn er 6.153 metrar af öftustu teigum, 5.801 metrar af gulum og 5.100 metrar af rauðum teigum. Fyrsta holan lætur ekki mikið yfir sér, klassísk upphafsbraut sem er umlukin húsum á vinstri og hægri hönd. Eftir 2. brautina opnast völlurinn töluvert og íbúðarhúsin eru yfirleitt við öðrum megin við brautina en ekki beggja vegna hennar.
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Mar Menor
Það þarf ekki að leita mikið að boltum utan brautar á Mar Menor og völlurinn er skemmtileg áskorun fyrir kylfinga á öllum aldri og öllum getustigum. Mar Menor er á sléttlendi, miðað við hina fimm vellina sem tengjast GNK og Mar Menor. Það er því auðvelt að ganga völlinn og margir gestir kjósa að ganga á Mar Menor. Mikil uppbygging á sér stað á íbúðahverfum víðsvegar um völlinn og sumarhallirnar sem þar eru að rísa eru oftar en ekki staðsettar á stórkostlegum útsýnisstöðum.
Æfingasvæðið við Mar Menor er risastórt og mikið notað. Á undanförnum árum hafa fjölmörg sérsambönd í golfíþróttinni frá Norður-Evrópu komið með stóra æfingahópa á Mar Menor. Þar nóg pláss til æfinga og hægt að æfa alla þætti leiksins við bestu aðstæður. Mar Menor er ekki með eyðimerkurlandslagið sem einkennir alla hina fimm vellina sem fjallað er um í þessu blaði. Mar Menor er mjög opinn golfvöllur sem krefst samt sem áður nákvæmni. Oft er hægt að taka áhættu í upphafshöggunum sem eru ríkulega verðlaunuð ef þau heppnast vel.
GOLF.IS
97
Alhama
Handbragð Nicklaus leynir sér ekki
Alhama-völlurinn er hannaður af sjálfum Jack Nicklaus. „Gullbjörninn“ kom sjálfur á svæðið margoft á hönnunarstigi vallarins og fylgdi verkefninu eftir persónulega. Handbragð sigursælasta kylfings allra tíma leynir sér ekki. Fjölbreyttur gróður leynir á sér í eyðimörkinni. Landslagið virðist við fyrstu sýn kalt og hrjóstrugt en þegar betur er að gáð þá er mikið líf á þessum velli. Völlurinn er krefjandi en samt sem áður sanngjarn - enda hannaði Nicklaus völlinn sem keppnisvöll. Og hann stendur svo sannarlega undir nafni. Það er óhætt að mæla með því að kylfingar leiki á teigum sem eru framarlega á þessum
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Alhama
velli. Hann er langur, eða 6.884 metrar af öftustu teigum, 6.059 metrar af gulum teigum, 5.741 af bláum og 5.034 metrar af fremstu teigum. Fimm stórar vatnstorfærur eða vötn leika stórt hlutverk í hönnun vallarins. Brautirnar eru breiðar og verðlauna fyrir góð högg. Flatirnar eru leifturhraðar og landslagið í flötunum er oft á tíðum stórfenglegt.
116 glompur með snjóhvítum sandi setja svip sinn á völlinn. Nicklaus staðsetti glompurnar með úthugsuðum hætti og það eru miklar líkur á því að kylfingar slái boltann sinn í einhverja af þessum glompum. Þeir sem leika á Alhama þurfa að sjá fyrir höggin fyrir sér og einbeitingin þarf að vera til staðar í hverju einasta höggi. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða atvinnukylfing eða áhugakylfing. Alhama á eftir að þroskast enn frekar sem golfvallarsvæði. Enn á eftir að ljúka framkvæmdum við ýmislegt, þar á meðal klúbbhúsið. Æfingasvæðið er frábært og þessi völlur er í fremstu röð golfvalla á Spáni. Það tekur um 30 mínútur að keyra frá Mar Menor á Alhama. Það ferðalag er vel þess virði.
NIKE GOLFVÖRURNAR FÁST Í ÚTILÍF OG INNÁ WWW.HVERSLUN.IS
La Torre
Vingjarnlegur og sanngjarn
Það er óhætt að mæla með því að hefja golfferð á Mar Menor með heimsókn á La Torre. Völlurinn er par 68, rétt rúmlega 5.400 metrar af öftustu teigum, og er frábær kostur til að „slá sig í gang“ eftir ferðalagið frá Íslandi. Þrátt fyrir að völlurinn sé par 68 þá er mikið lagt í völlinn sem er hannaður af Jack Nicklaus. Árið 2011 fór Opna spænska meistaramótið fyrir eldri atvinnukylfinga fram á þessum velli. Hægt er að velja um að leika frá fjórum mismunandi teigum. Gulir teigar eru 4.900
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi La Torre
metrar, bláir 4.500 metrar og rauðir 3.880 metrar. Staðsetningargolf er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar leikið er á La Torre. Nicklaus hönnunin leynir sér ekki. Glompur og torfærur grípa þau högg sem fara ekki á rétta staði - en samt sem áður mjög vingjarnlegur og sanngjarn völlur sem býður upp í dans á mörgum brautum.
Utan brauta er lítið um gras. Um 5 hektarar af sandsvæðum eru utan brauta en það er lítið mál að leika boltanum úr þeim aðstæðum. Ekki þarf að leita mikið að boltum sem lenda utan brautar og upplifunin af La Torre vellinum er ánægjuleg. Æfingasvæðið við völlinn er fyrsta flokks ásamt æfingaflöt þar sem hægt er að slá ýmsar gerðir af höggum. Ferðalagið frá Mar Menor tekur um 15-20 mínútur og er einfalt að koma sér á La Torre. Kylfingar með meðal eða háa forgjöf eru markhópurinn á La Torre. Hann er samt sem áður krefjandi fyrir lágforgjafarkylfinga, og einbeitingin þarf að vera í lagi á þessum velli sem og öðrum golfvöllum sem hannaðir eru af Jack Nicklaus.
Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum
Hacienda Riquelme
– Frábær völlur í mögnuðu umhverfi
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 711081
Það vefst fyrir mörgum að bera fram nafnið á Hacienda Riquelme vellinum sem hannaður er af Jack Nicklaus. Upphafsholurnar á þessum velli eru krefjandi og gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Völlurinn var opnaður árið 2008 og er par 72. Hann er 6.400 metrar af öftustu teigum - og sannarlega verkefni fyrir þá sem kjósa að leika af þeim teigum.
Landslagið á þessu svæði er með þeim hætti að auðvelt er fyrir kylfinga að gleyma sér í því að skoða náttúruna. Völlurinn er í næsta nágrenni við verndað útivistarsvæði. Háir fjallgarðar eru einkenni staðarins og á nokkrum stöðum er hægt að sjá alla leið út á ströndina og Miðjarðarhafið. Nicklaus og félagar hans leiða gesti Hacienda Riquelme í gegnum magnað landslag. Mikill hæðarmunur er oft á tíðum frá teig og inn að flöt, og öfugt. Þeir kylfingar sem hafa leikið á völlum á Flórída í Bandaríkjunum ættu að kannast við margt það sem boðið er upp á í hönnun Hacienda Riquelme. Brautirnar eru breiðar, mikið af glompum sem eru sýnilegar af teig, og utan brautar eru runnar, sandur og aðrar hindranir. Flatirnar á Hacienda Riquelme er hraðar og með miklu landslagi - og afar skemmtilegt að glíma við brotin sem boltinn þarf að fara yfir á leið í holuna. Eins og áður segir er Hacienda Riquelme langur af öftustu teigum eða rétt tæplega 6.400 metrar. Teigarnir þar fyrir framan eru með ýmsum hætti og það ættu allir að finna teiga sem henta þeirra leik. Við sem lékum á Hacienda Riquelme mælum með því að kylfingar hiki ekki við að færa sig fram á teigum - sérstaklega á par 3 holunum sem eru oft á tíðum langar. Hacienda Riquelme er frábær golfvöllur og einn af þeim betri á Murcia-svæðinu. Sannarlega vel þess virði að heimsækja þetta svæði og eiga góðan dag í frábæru umhverfi. Það er einfalt að aka eftir RM-1 hraðbrautinni frá Mar Menor til Hacienda Riquelme - en það ferðalag tekur um 25 mínútur.
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hacienda Riquelme
LYF NÝTTÐ VI MI OFNÆ
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 711081
Of mikið sumar ?
Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Flynise inniheldur virka efnið deslóratadín 5 mg sem er andhistamín. Flynise er ofnæmislyf sem veldur ekki syfju. Það vinnur gegn ofnæmisviðbrögðunum og einkennum þeirra. Flynise dregur úr einkennum ofnæmisnefkvefs (bólga í nefgöngum vegna ofnæmis, t.d. frjónæmi eða ofnæmi fyrir rykmaurum) hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Flynise er einnig notað gegn einkennum er tengjast ofsakláða (ofnæmisviðbrögð í húð). Lyfið er til inntöku og á að gleypa töfluna heila. Ráðlagður skammtur er ein tafla á sólarhring með vatni, með eða án fæðu. Gætið varúðar þegar Flynise er tekið með áfengi. Þú verður að hafa samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki á 7 dögum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
El Valle
– Demantur sem ekki má missa af El Valle er sá völlur sem hefur skapað sér stærsta nafnið á Mar Menor svæðinu. Bestu kylfingar Evrópu hafa margoft keppt á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðinni á þessum velli. Og til þess að fá að halda slík mót þarf að uppfylla strangar kröfur Evrópumótaraðarinnar.
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi El Valle
Í stuttu máli sagt er El Valle einn af áhugaverðustu golfvöllum sem sá sem þetta skrifar hefur leikið á löngum ferli. Völlurinn var hannaður með það að markmiði að verða „stórstjarna“ í harðri samkeppni við bestu velli Spánar. Landslagið á El Valle er það fyrsta sem gestir vallarins taka eftir þegar þeir koma á svæðið. Fyrstu holurnar bjóða kylfinga velkomna á svæðið með rólegu yfirbragði en þegar líða fer á hringinn er talið í og boðið upp á stórkostlegar golfholur með reglulegu millibili. Flatirnar eru ávallt hraðar og mikið brot er í risastórum flötum vallarins. Það er ekki einfalt að koma boltanum nálægt holunni af löngu færi á þessum velli. En skemmtilegt er það samt sem áður. Par vallarins er 71. El Valle er 6.355 metrar af öftustu teigum, af gulum er hann 5.634 metrar. Af bláum teigum er hann 5.379 og 4.466 af fremstu teigum.
Risastórar brautarglompur með hvítum sandi setja svip sinn á El Valle. Háir sandhólar og klettar eru í aðalhlutverki á mörgum brautum, auk þess eru risastórar vatnstorfærur í leik á mörgum brautum. Alls eru þrjár slíkar torfærur og eru þær í leik á samtals sex holum. Lokakafli El Valle er stórskemmtileg áskorun og ansi margt getur gerst á þeim kafla. Þegar lokabrautirnar eru leiknar kemur í ljós hvers vegna þessi völlur er enn vettvangur fyrir stórmót á vegum spænska golfsambandsins og Evrópumótaraðarinnar. Klúbbhúsið er glæsilegt og gnæfir tignarlega yfir lokaholu vallarins. El Valle er byggður í miklu landslagi og Jack Nicklaus og félagar hafa átt góða daga í vinnunni við þetta vel heppnaða verkefni. Það tekur um 30 mínútur að aka frá Mar Menor til El Valle - það ferðaleg er einfalt í sniðum og auðvelt er að finna völlinn.
GOLF.IS
105
Saurines
„Strandvöllur með kúrekakryddi“
Það fyrsta sem vekur athygli á Saurines er óhefðbundið en skemmtilegt klúbbhús. Tekið er á móti gestum á krá sem er innréttuð í kúrekastíl. Gæti verið frá árinu 1800 í villta vestrinu. Vinalegur staður sem brýtur upp staðalmyndir af hinu hefðbundna klúbbhúsi á golfvelli.
Fleiri tengingar við Bandaríkin eru til staðar á Saurines sem er í um 20 mínútna fjarlægð frá Mar Menor. Völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus og var opnaður árið 2011. Fyrirmyndina að vellinum má finna í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þar er völlur sem heitir Lakes og Saurines er náskyldur ættingi hans. Strandvöllur er það fyrsta sem okkur datt í hug þegar við lékum á Saurines. Veðrið var vetrarlegt að mati heimamanna á Spáni. Fyrir okkur íslensku kylfingana var veðrið á við bestu sumardaga á Fróni. Par vallarins er 72 og af öftustu teigum er hann 6.500 metrar. Af gulum teigum er hann 6.000 metrar og 5.000 metrar af fremstu teigum. Háar sandöldur eða „dunes“ einkenna Saurines líkt og á breskum strandvelli. Margar skemmtilegar holur eru á þessum velli. Par 5 holurnar eru skemmtilegar en fyrir högglanga kylfinga er hægt að slá inn á flöt í tveimur höggum í flestum tilvikum. Það er ekki mikið um hindranir utan brautar, þar er sandur í flestum tilvikum og hægt að slá úr þeim aðstæðum með einföldum hætti. Stór vatnstorfæra umlykur 9. og 18. brautina. Þar getur því ýmislegt óvænt gerst í keppni. Flatirnar á Saurines eru vingjarnlegar og bjóða upp á möguleika að slá löng högg inn á flöt án teljandi vandræða. Saurines er áhugaverður kostur á Mar Menor svæðinu.
G v E m 106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Saurines
minn besti kylfusveinn
GPS golf snjallúr sem gefur þér nákvæma vegalengd að hindrunum og holu. Einnig er það frábært heilsu- og æfingaúr með innbyggðum púlsmæli. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s: 577-6000 | www.garmin.is
Ívar samdi við Callaway Ívar Hauksson bætti einni rós í hnappagatið nýverið þegar hann skrifaði undir samning við einn stærsta kylfuframleiðanda heims, Callaway. Íslendingurinn verður fulltrúi golfvörufyrirtækisins á Spáni eða „Ambassador“. „Ég er gríðarlega ánægður með nýja útbúnaðinn frá Callaway sem er sérsniðinn fyrir mínar þarfir.“ Ívar er með Callaway Rouge kylfur í pokanum en allar mælingar eru gerðar í frábærri aðstöðu í golfbúðinni Great Golf rétt hjá Mar Menor. „Hér er mikið úrval af t.d. Callaway vörum og verðin eru mjög samkeppnishæf. Og þá
108
GOLF.IS
er ég ekki að miða við Ísland heldur Spán. Golfvörur eru mun ódýrari hér á Spáni en
á Íslandi,“ segir Ívar en hann hyggst bjóða upp á nýja þjónustu fyrir gesti sína á Mar Menor. „Í starfi mínu sem golfkennari þá veit ég hversu miklu máli réttur útbúnaður skiptir fyrir kylfinga. Nýliða eða lengra komna. Skiptir engu máli. Og í raun skiptir það meira máli fyrir þá sem eru að byrja í golfinu að fá útbúnað sem hentar hverjum og einum. Markmiðið er að geta boðið nýliðum upp á ferðir hingað á Mar Menor þar sem við tækjum allan pakkann í einu. Fólk kæmi þá hingað án þess að vera með kylfurnar, allt yrði sérsniðið fyrir gestina hér á staðnum, og allir fengju því kylfur sem henta þeim.“
NÝR ECLIPSE CROSS
SKARPUR OG LIFANDI
Þjónustuskoðun í tvö ár fylgir nýjum Outlander PHEV Eclipse Cross er nýjasti meðlimurinn í Mitsubishi fjölskyldunni. Hann er hlaðinn staðalbúnaði, með góða veghæð og mikið innanrými. Háþróuð öryggistæknin gerir allan akstur öruggari og eykur sjálfstraustið á vegum úti. Skörp og lifandi hönnun Eclipse Cross vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Komdu og festu þér nýjan Eclipse Cross, en nú fylgir tveggja ára þjónustuskoðun með í kaupunum.* Mitsubishi Eclipse Cross Verð frá:
3.990.000 kr. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd *Nánari upplýsingar um þjónustuskoðun HEKLU má finna á hekla.is. Verð, tilboðsverð og búnaður eru háð gengi erlendra gjaldmiðla á hverjum tíma og geta því breyst án fyrirvara.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
FYRIR HUGSANDI FÓLK
„Einstakur staður“
– Enrique Herrero Gil eigandi GNK á Mar Menor „Mar Menor er einstakur valkostur fyrir kylfinga að mínu mati. Hér eru möguleikar í boði og aðstaða sem er ólík öllu öðru. Okkur hefur gengið vel á undanförnum árum að fá fleiri gesti á Mar Menor, flestir þeirra spila golf. Við erum sérstaklega ánægðir með hversu margir íslenskir kylfingar hafa komið til okkar á undanförnum árum. Þeir hefðu ekki komið nema með mikilli vinnu hjá Ívari Haukssyni og er hann með einkaleyfi á sölu golfferða til Íslendinga á Mar Menor,“ segir Enrique Herrero Gil eigandi Mar Menor við Golf á Íslandi. Enrique Herrero Gil kom að rekstri Mar Menor árið 2011 og hefur reksturinn gengið vel á undanförnum árum. „Hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum en í golfíþróttinni. Ég er ekki góður í golfi en ég reyni að leika eins mikið og ég get. Sérstaklega á vorin þegar það er bjart fram á kvöld. Mér finnst gott að komast út á völl og leika eftir erfiða vinnudaga. Ég kom inn í þetta verkefni árið 2011 sem ráðgjafi fyrir þáverandi eigendur. Það voru verkefni sem þurfti að leysa og fjármálaumhverfið var enn að jafna sig eftir erfiða tíma. Mér leist vel á þetta frá upphafi og tók ákvörðun um að fjárfesta í þessu sjálfur. Hér er fimm stjörnu hótel, fjölbreytt úrval af íbúðum og gott úrval af frábærum golfvöllum sem eru hannaðir af Jack Nicklaus. Veðurfarið, maturinn, strendurnar og nálægðin við borgir á borð við Murcia, Cartagena og bæi eins og San Pedro del Pinatar og San Javier. Í næsta nágrenni við Mar Menor eru fjölmargir alþjóðlegir flugvellir. Og þeim valkostum á
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Einstakur staður“
eftir að fjölga enn frekar á næstu misserum. Þar að auki eru væntanlegar tengingar við hraðlestir til stærstu borga Spánar.“ Enrique Herrero Gil er bjartsýnn á framtíðina og markmiðið er að stækka enn frekar. „Hér hefur byggst upp gott samfélag íbúa sem eru flestir frá Norðurlöndunum, sérstaklega frá Noregi. Íslendingum er einnig að fjölga hér, og þar hefur Ívar verið í aðalhlutverki. Fólki líkar vel við hann og kann að meta það sem hann hefur fram að færa í golfkennslunni. Ívar hefur sérstöðu þar sem hann talar mörg tungumál og hann er góður í aðlaga sig aðstæðum og hefur einstaka kennsluhæfileika. Til lengri tíma litið þá er markmiðið að stækka enn frekar. Við viljum fá fleiri kylfinga í heimsókn og þá sérstaklega á aðra velli í kringum Mar Menor. Þar eru miklir vaxtarmöguleikar. Þeir sem hafa komið hingað hafa hrifist af völlunum sem eru hver öðrum glæsilegri,“ sagði Enrique Herrero Gil.
300 SÓLARDAGAR Á ÁRI – Antonio Solano framkvæmdastjóri GNK „Það koma um 200.000 kylfingar í heimsókn á vellina okkar sex hér á þessu svæði. Flestir þeirra koma á Mar Menor þar sem spilaðir eru um 50.000 golfhringir á ári,“ segir Antonio Solano framkvæmdastjóri GNK sem er rekstraraðili golfvallanna við Mar Menor. Fyrirtækið á fjóra af þessum völlum og er rekstraraðili tveggja valla til viðbótar. Um 95% þeirra sem leika golf hjá GNK eru ferðamenn. Aðallega frá Bretlandi og Norður-Evrópu. Kylfingar frá Norðurlöndunum eru áberandi á svæðinu, sérstaklega Norðmenn og Svíar. Íslendingum fjölgar hér jafnt og þétt, sem er ánægjulegt að sögn Solano. „Ég ætlaði sjálfur að verða afrekskylfingur á árum áður. Ég ákvað að gerast PGA golfkennari og þannig kynntist ég Ívari fyrir um 20 árum. Við erum miklir vinir og okkur hefur gengið vel að vinna saman,“ segir Solano en golfiðkun hans er ekki mikil í dag. „Ég leik ekki mikið golf í dag en ég reyni að leika 9 holur af og til. Forgjöfin fer hækkandi með hverju árinu sem líður en mér finnst þetta alltaf gaman.“ GNK er stórt fyrirtæki með á annað hundrað manns í vinnu sem sjá um að allt gangi upp á völlunum sex. „Þetta hófst allt saman hérna árið 2005 þegar 9 holur voru teknar í notkun á Mar Menor. Árið 2006 var La Torre opnaður sem 18 holu völlur og á næstu árum bættust hinir vellirnir við. Þeir eru allir ólíkir en samt með sama handbragðinu frá Jack Nicklaus fyrirtækinu. Margir þættir gera Mar Menor að áhugaverðum stað fyrir kylfinga að heimsækja. Fyrst vil ég nefna að það eru yfir 300 sólardagar á Mar Menor. Veðrið hérna er einstakt fyrir kylfinga allt árið um kring. Þessi staðreynd gerir svæðið spennandi og eftirsóknarvert. Kylfingar kunna að meta þetta og þetta spyrst út. Fjölbreytni í gistimöguleikum er einnig stór þáttur í vinsældum Mar Menor. Hér á svæðinu eru tæplega 1.000 einbýlishús, tæplega 200 raðhús, og um 1.200 íbúðir í fjölbýlishúsum. Matsölustaðirnir eru fjölbreyttir, líkamsrækt, heilsulind, íþróttabar, ný matvörubúð og í raun allt sem kylfingar og aðrir gestir þurfa á að halda,“ sagði Antonio Solano framkvæmdastjóri GNK.
Framtíðin er í dag Nýir samkeppnisaðilar eru sífellt að skjóta upp kollinum og þá skiptir máli að fyrirtæki séu nógu lipur til að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Til að skara framúr þarf að horfa fram á við en nýta þau tæki sem standa til boða í dag. Við hjálpum þér að búa þig undir framtíðina. Kynntu þér okkar þjónustu á kpmg.com/is/framtidin
kpmg.is
Masters-mรณtiรฐ 2018
Einfarinn Reed รก fรกa stuรฐningsmenn
Hvers vegna er sigurvegarinn รก Masters-mรณtinu svona รณvinsรฆll?
112
GOLF.IS - Golf รก ร slandi Masters-mรณtiรฐ 2018
Bakrunnsmynd er frá Alicante Golf
INFINITY
X1 LITHIUM Sterk og létt rafmagnskerra.
VERÐ AÐEINS 109.900 kr.
INFINITY
DHC LITHIUM Hefur fram yfir X1: Bremsukerfi, DHC kerfi (Down Hill Control), stærri skjár með klukku, tímamælir hringinn og leit að bolta (5 mín), sýnir hleðsluna á rafhlöðunni, og mælir þá vegalengd sem gengin er.
VERÐ AÐEINS
134.900 kr.
Með allt sem góðar rafmagnskerrur bjóða upp á. Þær eru sterkar og léttar með mjög lágri bilanatíðni. Heildarþyngd með geymi er aðeins um 9,5 kg. Við bjóðum báðar kerrurnar í hvítu og svörtu.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Patrick Reed sigraði á Mastersmótinu 2018 með minnsta mun. Bandaríkjamaðurinn fagnaði þar með sínum fyrsta sigri á risamóti með því að leika á -15 samtals. Bandaríkjamenn röðuðu sér í þrjú efstu sætin á mótinu. Reed, sem er 27 ára gamall, var einu höggi betri en Rickie Fowler og tveimur höggum betri en Jordan Spieth. Reed lék fyrstu tvo hringina á 69 og 66 höggum. Hann var með tveggja högga forskot á þeim tíma og bætti síðan við einu höggi við fyrir lokahringinn og hafði þriggja högga forskot. Reed lék lokahringinn á -1 og stóð af sér gríðarlegt áhlaup frá Fowler og Spieth. Sá síðastnefndi lék lokahringinn á -8 og var hreint út sagt magnaður. Það vekur athygli hversu fáir áhorfendur sýndu Reed stuðning á Masters-mótinu. Svo virðist sem hann eigi fáa vini á meðal leikmanna á PGA og er hann án efa óvinsælasti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni. Þar að auki hefur hann slitið öll tengsl við fjölskyldu sína. Til marks um hversu óvinsæll Reed er á PGA-mótaröðinni þá leikur hann oft einn á æfingahringjum fyrir atvinnumót. Frami Reed var hraður á fyrstu árum hans á PGA-mótaröðinni. Nokkrum dögum eftir að hann fagnaði 23 ára afmælinu landaði hann sínum fyrsta PGA-sigri. Og sjö mánuðum síðar hafði hann unnið þrjú PGA-mót. Á þeim tímapunkti sagði hann í viðtali að með árangri sínum væri hann komin í hóp fimm bestu kylfinga heims. Reed hafði ekki slegið högg á risamóti á þessum tíma. Þessi orð féllu í grýttan jarðveg, svo ekki sé meira sagt, hjá félögum hans á PGA-mótaröðinni. Reed fann eflaust
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Masters-mótið 2018
fyrir gagnrýni félaga sinn og hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum af alls átta í kjölfarið. Á háskólaárum sínum var Reed umdeildur og ferill hans er langt frá því að vera flekklaus. Liðsfélagar hans í University of Georgia sökuðu Reed um að hafa svindlað ítrekað á úrtökumótum skólans. Sá orðrómur var hávær og Reed skipti um háskóla eftir aðeins eitt ár og gekk í raðir Augusta State University. Þar var ástandið eldfimt öll þrjú árin sem hann lék með liðinu. Reed var grunaður um að hafa stolið peningum og útbúnaði af liðsfélögum sínum í University of Georgia. Reed hefur neitað þessum ásökunum. Hann hefur viðurkennt að hafa verið undir áhrifum áfengis af og til á þessu eina ári í University of Georgia. Og það hafi verið ástæðan fyrir því að hann skipti um háskóla. Hann náði hinsvegar frábærum árangri með Augusta State háskólanum það sem eftir lifði ferilsins sem áhugamaður - og þann árangur er ekki hægt að taka frá Reed.
Sagan segir að liðsfélagar hans í Augusta State hafi ekki haldið með honum í úrslitaleik NCAA gegn erkifjendunum úr University of Georgia. Reed virðist ekki hafa mikla stjórn á því segja ekki það sem hann er að hugsa þegar mikið liggur við. Hann heyrðist tala á niðrandi hátt og nota niðrandi ummæli um samkynhneigða eftir að hafa slegið slæmt högg á PGA-móti. Þau orð heyrðu milljónir áhorfenda heima í stofu og Reed þurfti að biðjast ítrekað afsökunar á þeim orðum. Fjölskylda Reed hefur ekki verið í neinu sambandi við hann í mörg ár. Foreldrum hans var ekki boðið í brúðkaup hans og Justine Reed árið 2014. Fáir vita hvers vegna samband þeirra er stirt. Justine Reed lét öryggisverði fylgja tengdaforeldrum sínum út af vellinum á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2014. Afinn og amman hafa ekki fengið að halda neinu sambandi við barnabörnin sín tvö sem Patrick og Justine eiga saman.
ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.
DÖMUR
CLASSIC HYBRID 22.995 KR.
ÚTSÖLUSTAÐIR
HERRAR
CASUAL HYBRID 17.995 KR.
BIOM HYBRID 3 22.995 KR.
COOL PRO 27.995 KR.
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík
Kraftmikill fræðslufundur hjá SÍGÍ Fjölmenni mætti á ráðstefnu sem Samtök íþróttaog golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu í íþróttamiðstöð GKG um miðjan apríl sl. Á þriðja tug félagsmanna SÍGÍ mættu á fræðslufundinn og var boðið upp á metnaðarfulla dagskrá. Alls voru fluttir sjö fyrirlestrar og beindist umræðan m.a. að hagkvæmni og mikilvægi skipulags við vinnu. Einnig voru ræddar breytingar á nálgun vallarstjóra til áburðarnotkunar svo eitthvað sé nefnt. Á meðal þeirra sem fluttu erindi á fræðslufundinum voru Edwin Roald, golfvallahönnuður, Magnús Valur Böðvarsson
vallarstjóri Kópavogsvallar, Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, Bjarni Hannesson vallarstjóri Golfklúbbsins Keilis og Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri FH.
„Það var almenn ánægja með þennan dag og þótti takast vel til. Þetta var líka góður tími fyrir menn að bera saman bækur eftir veturinn, áður en farið verður á fullt inn í sumarið,” segir Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.
HVAÐ ER SÍGÍ? Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum og sjá þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf þeirra á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ er að viðhalda og bæta gæði golfog íþróttavalla hérlendis. Umhverfissjónarmið hafa ávallt verið í hávegum höfð hjá samtökunum. SÍGÍ fylgist með og sér um að upplýsa félagsmenn um umhverfisvitund og góða umgengni um náttúruna. Samtökin hlutast til um og taka þátt í rannsóknum og tilraunum sem gerðar eru á golf- og íþróttavöllum hérlendis.
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kraftmikill fræðslufundur hjá SÍGÍ
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Celsus
nýr samstarfsaðili GSÍ
KYNNING
– EVY sólarvörnin hefur sannað gildi sitt Celsus sem er umboðsaðili EVY sólarvarnarinnar á Íslandi hefur gert samstarfssamning við Golfsamband Íslands til næstuþriggjaára. „Við erum afar ánægð með þetta frumkvæði og fagmennsku hjá Golfsambandi Íslands,“ segir Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Celsus, sem selur EVY á Íslandi. „Það er ánægjulegt að Golfsamband Íslands taki frumkvæði í forvörnum með þessu samkomulagi . Kylfingar eru mikið úti og skaðsemi útfjólublárra UV-geisla í sólarljósinu er vel þekkt . „Þessi samstarfssamningur um notkun á EVY sólarvörninni skiptir miklu máli fyrir Golfsambandið. Kylfingar á öllum aldri og öllum getustigum þurfa ávallt á öflugri sólarvörn að halda sem helst vel á húðinni, er þolin og langvirk og hefur meðmæli húðlækna það allt hefur EVY til sð bera. Við sýnum með þessum samningi vilja til að efla forvarnir
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kynning
hvað varðar skaðsemi útfjólublárra A-geisla í sólarljósinu - og hvetjum við alla kylfinga til þess að nota EVY sólarvörn þegar þeir leika golf,“ líkt og keppnisfólk í fjölmörgum íþróttagreinum hefur líka valið EVY segir Stefán Garðarsson markaðsstjóri GSÍ: Stefán segir jafnframt mikilvægt að EVY endist allt að 6 klukkutíma og rennur ekki af með svita, er þægileg í notkun og örugg . EVY sólarvörnin hefur hæstu UVA-vörn sem hægt er að hafa gegn skaðsemi útfjólubláu A-geislanna en þeir eru taldir helsta ástæða fyrir húðkrabbameini og elda húðina mest. Vert að vita að UVA geislarnir komast líkas gegnum rúður og skaða húðina þó húðin jafnvel brenni ekki lofthitinn sé lágur og húðin brún, því mikilvægt að nota sólarvörn strax og fyrsta vorsólin skín.
EVY technology byggir á læknisfræðilegri grunnformúlu. Grunnformúlan myndar rakafyllta verndandi vörn sem líkir eftir og styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar. Vörnin leggst í hornlag húðarinnar í stað þess að leggjast á yfirborðið eins og algengast er. Þess vegna nuddast vörnin ekki af og þolir sund, sjó, leik og íþróttir, enginn glans eða klístur. Rannsóknir sýna allt að 6 tíma vörn gegn UVA- og UVB-geislum. EVY verndar líka gegn hita, vindi og þurrk af klór, saltvatni og húðertandi áreiti. EVY hefur í óháðum prófunum verið endurtekin valin besta sólarvörnin í “ Best i Test.se ” Þar eru sólarvarnir prófaðar við erfiðustu aðstæður, i brennheitum eyðimörkum, við fjallaklifur uppi á jöklum, í frosti og í söltum sjó sem dæmi. Notkun EVY breiðist nú út á meðal skíðamanna, ræðara, pólfara og annarra ofurhuga sem reyna á mátt sinn úti í náttúrunni. Hins vegar er æskilegt að allt útivistarfólk noti EVY til að vernda sig gegn skaðlegum geislum.
„Ég er í drauma starfinu“ – Jussi Pitkänen afreksstjóri Golfsambands Íslands
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ég er í draumastarfinu“
„Ég er oft spurður að því hvernig mér líði í þessu starfi. Svarið er einfalt. Ég er í draumastarfinu og ég elska að fá tækifæri að vinna með öllu þessu góða fólki sem er í golfíþróttinni á Íslandi. Ísland er einstakt að mörgu leyti hvað íþróttir varðar. Hér er gott kerfi sem hvetur ungt fólk til þess að stunda íþróttir og það eru ekki margar þjóðir sem geta státað sig af slíku,“ segir Jussi Pitkänen afreksstjóri Golfsambands Íslands við Golf á Íslandi.
Jussi hóf störf í upphafi ársins 2017. Hann segir að margt hafi áunnist á sl. mánuðum og markmiðin séu skýr fyrir framtíðina. „Á fyrstu mánuðunum fór mikill tími í að kynnast fólki, aðstæðum og sjá heildarmyndina. Ég tók við góðu búi og hef verið að byggja ofan á þá þekkingu og reynslu sem var til staðar á Íslandi. Ég hef reynt að vera í góðu sambandi við leikmenn, foreldra og að sjálfsögðu þjálfarana. Spurt um hvað hefur virkað vel og hvað við gætum gert enn betur. Eitt af því sem kom úr þeim samtölum er að leggja meira áherslu á einstaklingskeppni á alþjóðlegum mótum. Það höfum við gert. Markmiðið er að koma íslenskum kylfingum hærra á heimslista áhugakylfinga, leika keppnisgolf allt árið um kring á sterkum alþjóðlegum mótum.“ Jussi bætir því við að í vetur hafi stór hópur afrekskylfinga lagt leið sína á sterk alþjóðleg mót. „Á þessu ári hafa íslenskir kylfingar keppt m.a. á vetrarmótaröð á Costa Ballena á Spáni, Opna spænska áhugamannamótinu og í Suður-Ameríku. Þessi verkefni kosta peninga en við erum á þeirri skoðun að þetta sé mikilvægur þáttur í að þroska leikmenn. Aðstæður á Íslandi eru hamlandi þáttur yfir veturinn og við þurfum að mæta því með að leika erlendis eins oft og kostur er. Ólympíuleikarnir í Tókýó er eitt af markmiðunum sem okkar kylfingar eru með á planinu sínu. Ungmenna ÓL fer fram í október í Buenos Aires í Argentínu og við fáum að senda tvo keppendur þangað, pilt og stúlku.“ Markmið afreksstjóra GSÍ eru skýr og hann hvetur afrekskylfingana til að segja frá markmiðum sínum og stefna hátt. „Til lengri tíma litið þá eru markmiðin skýr. Við ætlum að eiga leikmenn á topp 50 á heimslista áhugakylfinga. Við ætlum líka að stefna á verðlaunapall á stóru áhugamannamótunum, vera samkeppnishæf. Þetta þokast í rétta átt. Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði frábærum árangri á EM einstaklinga
og endaði í fjórða sæti. Gísli Sveinbergsson setti vallarmet á Opna breska áhugamannamótinu og lék á -8 eða 64 höggum, Bjarki Pétursson sigraði á móti í Berlín og lék á -20 samtals. Þetta eru afrek sem við viljum sjá oftar, og þetta eru allt skref í þá átt sem við stefnum að. Sagan hefur sýnt fram á það að þeir sem ná langt sem áhugamenn eru líklegri til þess að ná langt sem atvinnukylfingar. Við erum því óhrædd við að setja okkur háleit markmið.“ Stór hópur sérfræðinga vinnur náið með Jussi og er hann ánægður með samstarfið. „Við höfum fengið frábæra sérfræðinga með okkur í afreksstarfið. Björgvin Sigurbergsson er aðstoðarþjálfari ásamt Arnóri Inga Finnbjörnssyni sem sér einnig um tölfræðigreiningu. Ráðgjafar okkar úr Háskólanum í Reykjavík eru Hafrún Kristjánsdóttir, Ingi Þór Einarsson, Magnús Þór Einarsson og Magnús K. Gíslason. Mark Bull er lífaflfræðingurinn sem við nýtum okkur, Brynjólfur Mogensen er í læknateyminu og Stuart Leong sér um tölfræðivinnslu leikmanna í gegnum Shotstohole.com. Eitt af aðalmarkmiðum okkar er að leikmenn séu heilbrigðir. Með þeim hætti geta leikmenn æft meira og orðið betri. Við höfum líka talað opinskátt um hvert við viljum stefna. Við
ætlum að stefna hátt í alþjóðlegum samanburði í stað þess að miða okkur við það sem er hér á Íslandi. Heildarmyndin þarf líka að vera skýr. Í samtölum mínum við afrekskylfingana setjum við upp áætlun sem er raunsæ. Það þarf að ná að krossa í nokkra kassa á afrekslistanum áður en ákvörðun er tekin um að gerast t.d. atvinnukylfingur. Sagan sýnir að það fer oft margt úrskeiðis þegar áhugamannaferlinum lýkur. Þeir sem fara í atvinnumennsku þurfa að vera með breiðar axlir og vel skipulagðir. Eitt af verkefnunum sem ég set fyrir okkar áhugakylfinga er að þeir skrá sig sjálfir í mótin, skipuleggi ferðalögin sjálfir og taki ábyrgð á því sem þeir eiga að gera. Málið er atvinnukylfingar þurfa að gera þetta allt saman sjálfir þegar þeir hefja sinn feril. Þeir fá kannski aðstoðarmenn síðar á ferlinum ef þeir hafa efni á því. Ég hef séð marga kylfinga sem koma úr „vernduðu“ umhverfi lenda í vandræðum sem atvinnukylfingar. Þeir kunna t.d. ekki að bóka flug, skrá sig til leiks, og allt þetta sem fylgir atvinnumennskunni.“ Afreksstjórinn segir að það séu spennandi tímar fram undan. „Við erum að safna saman gögnum úr tölfræði leikmanna í gegnum Shotstohole. com. Arnór Ingi ætlar að taka þau saman í skýrslu. Það sem ég hef séð hefur komið mér á óvart. Íslendingar hafa talið að þeir væru ekki eins góðir og aðrir í stutta spilinu og púttum. Fyrstu gögnin sem ég hef séð benda til þess að það séu aðrir þættir leiksins sem þarf að æfa enn meira. Þar koma innáhöggin af löngu færi og millifæri fyrst upp í hugann. Þar er verk að vinna ef marka má fyrstu niðurstöður. Við eigum eftir að fá gögn frá kylfingum á borð við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóassyni.“ „Hugarfar Íslendinga er mjög gott, hér eru íþróttir í hávegum hafðar. Það eru ekki aðeins útvaldir sem hafa kost á því að æfa. Mér finnst t.d. mjög áhugavert að bæjarfélög styðji fjárhagslega við bakið á fjölskyldum með tómstundastyrk. Það eru ekki mörg lönd með slíka hefð,“ segir Jussi Pitkänen GOLF.IS
121
Golf býður upp á góða samveru Guðmundur Guðni Konráðsson, golfari
Golfarinn Guðmundur Guðni Konráðsson tekur brosandi á móti okkur á heimili sínu í Mosfellsbænum. Hann hefur nýverið lagt hamarinn á hilluna eftir að hafa starfað sem húsasmiður og hefur nú meiri tíma til að sinna öðrum verkefnum og að sjálfsögðu aðal áhugamálinu, golfinu. „Okkur líður mjög vel hérna, það er stutt í góðar gönguleiðir, golfvöll og æfingasvæðið á Básum.“ Guðmundur og eiginkona hans Elín stunda bæði golfið af kappi. „Við æfum sveifluna í Básum á veturna en á sumrin dveljum við mikið í sumarbústaðnum okkar á Flúðum.“ Þangað á Guðmundur einmitt ættir sínar að rekja. Golfvöllurinn á Flúðum er því óspart leikinn, enda er völlurinn einkar skemmtilegur og veðursældin mikil á Flúðum að hans sögn. Út um stofugluggann í Mosfellsbænum blasir vesturhlið Úlfarsfellsins við og þau hjón eru dugleg að ganga upp á það reglulega. „Þetta er sú hreyfing sem er í mestu uppáhaldi hjá okkur, golf og göngutúrar.“ Guðmundur var búinn að stunda golf í áraraðir en hefur að eigin sögn gefið allverulega í eftir að Elín fór að stunda íþróttina líka. „Það er margt við þetta sport sem heillar. Golf býður upp á góða samveru og heilmikla hreyfingu. Stundum gengur maður 10 kílómetra á einum degi.“ Elín er hjúkrunarfræðingur og hefur ávallt lagt mikið upp úr hreyfingu. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli, ekki bara fyrir kroppinn heldur kollinn líka. Svo er gaman þegar keppnisskapið kemur upp í manni. Það er svo frábært að í
golfinu er maður alltaf að keppa við sjálfan sig og þetta er alltaf alveg að koma!“ segir Guðmundur og hlær. „Þetta er öðruvísi en allt annað sem ég hef prófað.“ Guðmundur finnur þó stundum fyrir því, eftir langa göngutúra eða hring á golfvellinum, að vera með slit í brjóski í báðum hnjám. „Sennilega er ég að glíma við þetta vegna rangrar stöðu fótleggjanna og hvernig ég hef beitt mér í gegnum tíðina.“ Fyrir fjórum til fimm árum var hann farinn að sofa illa fyrir verkjum. „Það myndast vökvi í liðunum yfir daginn og ég finn þá fyrir því á kvöldin og nóttunni en ekki eins mikið þegar ég hreyfi mig yfir daginn.“ Guðmundur leitaði til læknis og í framhaldi af því til stoðtækjaþjónustu Össurar. Markmiðið hjá Guðmundi var að fresta því að fara í liðskiptaaðgerð þar til hann yrði sjötugur. „Ég fékk hnéspelkur á báða fætur og hef ekki séð eftir því að hafa fengið þær, ég hef notað þær óspart síðan.“ Hann segist verða glaður ef hann frestar liðskiptaaðgerð til sjötugs. „Það eru nú bara þrjú ár í það.
KYNNING Hver liðskiptaaðgerð endist tímabundið. Það er takmörk fyrir því hversu oft maður getur gengið í gegnum slíka aðgerð.“ Spelkurnar sem Guðmundur notar heita Unloader One og virka þannig að þær koma í veg fyrir að beinin í hnénu gangi saman, sem er afleiðing slæmrar slitgigtar. Þar af leiðandi geta notendur þeirra haldið áfram að hreyfa sig án verkja. Spelkurnar eru stilltar fyrir hvern og einn. „Ég fer til þeirra einu sinni ári þar sem farið er yfir græjurnar og þær stilltar.“ Guðmundur fann strax mun eftir að hann byrjaði að nota spelkurnar. „Ég nota þær þegar ég er að hreyfa mig eitthvað eins og til dæmis í golfinu. Ég tek þær bara alltaf með mér, það fer lítið fyrir þessu, og ég geri allt það sem mig langar að gera. Ég rölti til dæmis í fyrra upp að Steini í Esjunni. Það tók alveg í en ég fylgi þeirri speki að njóta og ekki þjóta!“ Þau Guðmundur og Elín hafa einnig farið í golfferðir til Spánar en hann segist finna mikinn mun á hnjánum eftir því hvort hann er úti í heitu landi eða hér heima. „Það er ótrúlega mikill munur sem maður finnur í skrokknum á að vera í heitu veðri og meiri raka.“ Þau hjónin ætla þó að byrja á Flúðum þetta árið. Við kveðjum Guðmund og óskum honum um leið góðs golfsumars.
Markmiðið hjá Guðmundi er að fresta því að fara í liðskiptaaðgerð þar til hann verður sjötugur
122
GOLF.IS
VIÐA
Vandaðar innréttingar
Hjá Parka færðu hágæða innréttingar. Innréttingarnar eru sérsniðnar að þínum óskum og þörfum hvað varðar liti, áferð og þægindi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Ísafjörður:
Glæsileg æfingaaðstaða í Sundagolfi
Golfklúbbur Ísafjarðar opnaði nýja glæsilega æfingaaðstöðu við Sundahöfn á Ísafirði í mars á þessu ári og var henni gefið nafnið Sundagolf. Formaður klúbbsins, Kristinn Þórir Kristjánsson, ávarpaði gesti við þetta hátíðlega tilefni.
Klúbburinn festi kaup á nýbyggingu síðastliðið haust og hafa félagar unnið hörðum höndum við innréttingar og uppsetningu búnaðar. Golfklúbburinn hefur haft aðstöðu hjá Skaginn3X undanfarna tvo vetur fyrir golfhermi og púttvöll, sem nú er flutt í Sundagolf. Þetta er stór áfangi fyrir golfklúbbinn og gerbreytir allri iðkun íþróttarinnar fyrir
124
GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsileg æfingaaðstaða í Sundagolfi
golfara. Tímasetningin er viðeigandi en klúbburinn á 40 ára afmæli í ár. Finnur Magnússon afhjúpaði nafnið á nýju aðstöðunni en hann hefur verið einn af burðarásum klúbbsins í mörg ár. Yfir fimmtíu gestir mættu til að fanga þessum áfanga með Golfklúbbi Ísafjarðar. Kristján Andri Guðjónsson færði klúbbnum
peningagjöf við tækifærið frá útgerðafélaginu Öngli ehf. Golfhermirinn er af nýjustu gerð og geta menn valið um marga af frægustu golfvöllum heimsins til að spila golf á. Hann er opinn almenningi gegn sanngjörnu gjaldi en púttflötin er aðeins ætluð félögum í G.Í. Í vetur hefur Auðunn Einarsson PGA golfkennari verið með kennslu í nýju aðstöðunni og hefur fjöldi núverandi og verðandi golfara nýtt sér leiðsögn hans.
UPPHAFIÐ AÐ STÓRKOSTLEGRI MÁLTÍÐ Maille Dijon Originale sinnep, síðan 1747 Meals, Maille, Memories.
Uppbygging hjá GR í samstarfi við Reykjavíkurborg
GOLFÆFINGAR ALLT ÁRIÐ UM KRING OG NÝJAR LÓÐIR Þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir að fara í eru nauðsynlegar endurbætur á Grafarholtsvelli sem lúta fyrst og fremst að bættri framræsingu og lagfæringu brauta. Horfið er frá endurbyggingu vallarins eins og fyrri tillögur gerðu ráð fyrir. Inniæfingaaðstaða verður byggð til þess að tryggja að afreksfólk í golfi geti sinnt íþrótt sinni allt árið. Verkefnið verði fjármagnað með betri nýtingu þess landsvæðis sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur yfir að ráða, þannig nást markmið Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar. Jafnframt verður skoðað hvort fýsilegt sé að bjóða rými fyrir líkamsræktarstöð og golfbúð í tengslum við nýja byggingu, en sá hluti yrði þá fjármagnaður af einkaaðila. Á Korpúlfsstöðum verður æfingavöllur endurgerður í samræmi við nýtt deiliskipulag en gert er ráð fyrir að skipuleggja lóð á hluta þess svæðis sem völlurinn er á nú.
Reykjavíkurborg og Golfklúbbur Reykjavíkur skrifuðu í lok sl. árs undir viljayfirlýsingu um samstarf uppbyggingar golfaðstöðu og vinnu við deiliskipulag fyrir nýjar atvinnulóðir bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Víglundsson formaður GR skrifuðu undir þessa viljayfirlýsingu. Gert er ráð fyrir að lagfæra golfvöll í Grafarvogi, byggja íþróttahús, inniæfingaaðstöðu á athafnasvæði GR og lagfæra aðra velli sem deiliskipulagsbreytingar kalla á. Golfklúbbur Reykjavíkur verður eigandi nýrra bygginga
126
GOLF.IS
sem kunna að verða reistar. Allur umfram virðisauki vegna deiliskipulagsbreytinga rennur til Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg og GR eru sammála um að hluti virðisauka sem kann að fást vegna aukins byggingarmagns á svæðinu skuli renna til uppbyggingar fyrir GR.
SAMEIGINLEG BYGGINGARNEFND Skipuð verður sameiginleg byggingarnefnd fyrir verkefnið samhliða því að vinna við deiliskipulag hefst. Byggingarnefndin mun vinna með deiliskipulagshöfundum að frekari þróun verkefnisins. Fáist nýtt deiliskipulag samþykkt er gert ráð fyrir því að framkvæmdir verði á hendi byggingarnefndar sem lúti öllum innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins. Sérstakur samningur verður gerður um framkvæmdirnar.
ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
Uppbyggingartímabil:
Spennandi golfsumar fram undan á Garðavelli
Framkvæmdir við nýja og glæsilega frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi hófust í upphafi ársins 2018. Nýja frístundamiðstöðin rís á sama stað og gamla klúbbhúsið stóð áður og hafa öll gömlu húsin verið fjarlægð, klúbbhúsið sem og skemman sem var þar skammt frá.
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi Spennandi golfsumar fram undan á Garðavelli
TVIST 11186
Taktu Sjónvarp Símans með þér í bústaðinn
Bjóddu Sjónvarpi Símans með þér í bústaðinn eða bara hvert sem er með þráðlausum 4K myndlykli og nýju og endurbættu Sjónvarp Símans appi. Síminn er með frábærar 4G lausnir til að koma upp þráðlausu neti fyrir Kynntu þér 4G lausnir Símans til að koma upp þráðlausu neti fyrir alla fjölskylduna í bústaðnum. alla fjölskylduna í bústaðnum. Bjóddu Sjónvarpi Símans með þér í bústaðinn með þráðlausum 4K myndlykli og nýju og endurbættu Sjónvarp Símans appi.
Nánar á siminn.is eða í verslunum Símans í Kringlunni, Smáralind, Ármúla 25 og Strandgötu Akureyri
N M 8 74 2 9
Tæplega 500 félagsmenn eru í Leyni og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt undanfarin 15 ár. Skráningar í klúbbinn fyrir árið 2018 ganga vel og það ríkir mikill hugur í félagsmönnum.
ENNEMM / SÍA /
Uppbyggingarferlið mun standa fram til vorsins 2019. Verkefnið gengur samkvæmt áætlun og á undanförnum vikum hefur frístundamiðstöðin risið upp úr jörðinni með ógnarhraða.
Félagsmenn í Leyni og aðrir gestir Garðavallar verða án efa ánægðir með bráðabirgðaaðstöðuna sem sett verður upp fyrir sumarið 2018. Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis segir að allt verði gert til þess að kylfingum líði sem best á meðan á framkvæmdum stendur. „Stjórnendur klúbbsins óska þess að félagsmenn og gestir eigi áfram notalegar stundir hér á Garðavelli. Það þarf að leysa ýmis praktísk atriði og við gerum það með bráðabirgðahúsnæði. Hér verða gámahús reist fyrir veitingasalinn, eldhús og salerni. Hér verður hægt að taka mót allt að 80 gestum í einu og það er í raun meira en við gátum gert í gamla klúbbhúsinu. Það verður öll þjónusta til staðar líkt og áður en umhverfið er bara annað á meðan við byggjum upp til framtíðar.“ Garðavöllur kemur vel undan vetri og fyrsta mót ársins á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Garðavelli 18.-20. maí. „Markmiðið er að opna völlinn í byrjun maí og aðstaðan verður opin frá fyrsta degi. Það eru engar skemmdir á vellinum eftir veturinn og við lítum björgum augum á sumarið 2018,“ segir Guðmundur Sigvaldason.
NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE
ENNEMM / SÍA /
N M 8 74 2 9
VEÐURSPÁIN SKIPTIR ENGU MÁLI.
Nýr Jaguar E-Pace er glæsilegur sportjeppi í millistærð og sá fyrsti sinnar gerðar frá Jaguar. E-Pace sameinar alla skemmtilegustu eiginleika Jaguar í þægilegum bíl sem auðvelt er að stjórna og hagkvæmt að eiga. Komdu og láttu drauminn um að skoða og reynsluaka Jaguar verða að veruleika. jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
Þaulreyndur kappi á Skagann Hinn þaulreyndi golfkennari John Garner snýr aftur til Íslands í sumar. Garner, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mun starfa hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sumarið 2018. Birgir Leifur Hafþórsson íþróttastjóri Leynis verður samstarfsmaður Garners. Svo skemmtilega vill til að Garner var einn af fyrstu þjálfurum Birgis Leifs.
132
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þaulreyndur kappi á Skagann
Garner er fæddur í janúar árið 1947 og er því 71 árs gamall. Hann var á sínum tíma einn besti kylfingur Evrópu, og lék m.a. með Ryder-liði Evrópu ásamt því að fagna sigri á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Hann mun hafa umsjón með þjálfun barna og unglinga á Akranesi í samvinnu við Birgi Leif. Garner mun einnig sinna golfkennslu
fyrir þá sem þess óska á Akranesi. Hann hefur gríðarlega reynslu og var m.a. landsliðsþjálfari Írlands á árunum 1983-1987.. Hann þjálfaði íslenska landsliðið 1988-1995. Garner er búsettur á Nýja-Sjálandi en hann var á Íslandi sumarið 2017 þar sem hann tók að sér ýmis verkefni hjá golfklúbbum á Norðurlandi.
EKKI MISSA AF DRAUMAHÖGGINU Átta af hverjum tíu sem koma í forskoðun geta losnað við gleraugun
Við erum bæði með reynsluna og þekkinguna
Við erum með algjörlega hníflausar laseraðgerðir
Við gerum fjölfókusaugasteinaaðgerðir
Hjá Sjónlagi starfa átta augnlæknar, þrír sjóntækjafræðingar og fimm hjúkrunarfræðingar ásamt öðru starfsfólki sem veitir faglega ráðgjöf.
Lasik tæknin er bylting í aðgerðum við nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju.
Fjölfókus gerviaugasteinar eru í vaxandi mæli notaðir til að losa fólk við gleraugu. Með þeim er bæði hægt að sjá bæði nálægt sér og frá sér án gleraugna.
Sjónlag býður eingöngu upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða skjótari bata en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.
Sjónlag leggur sig fram um að vera með bestu tækin sem eru í boði hverju sinni.
LASIK-aðgerðin byggir á því að breyta lögun hornhimnunnar svo ljósgeislarnir lendi á réttum stað á sjónhimnunni. Rúmlega 95% þeirra sem koma í aðgerð losna alveg við gleraugun.
Síðan 2001 höfum við framkvæmt á annan tug þúsunda laseraðgerða.
Sjónlag er eina fyrirtækið sem býður upp á þann möguleika að losna við gleraugun með innsetningu á fjölfókus augasteinum.
Síðan 2008 höfum við séð um tæplegatíu þúsund augasteinskipti.
Pantaðu tíma í forskoðun í síma 577 1001 og kynntu þér hvernig við getum gert líf þitt betra Sveigjanlegir greiðslumöguleikar Vaxtalaus kortalán í allt að 24 mánuði. Einnig bjóðast raðgreiðslur VISA eða MASTERCARD frá 2 mánuðum í allt að 36 mánuði.
www.sjonlag.is
Glæsibær - Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - Sími 577 1001
Kylfingar ársins 2017 Golfsamband Íslands greindi frá því í lok desember 2017 sl. að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Axel Bóasson (GK) eru kylfingar ársins 2017. Ólafía Þórunn náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð heims. GRingurinn endaði í 74. sæti á stigalistanum. Með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA-mótaröðinni á tímabilinu sem hófst í byrjun janúar 2018. Ólafía Þórunn lék á þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valinn í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga. Alls lék Ólafía Þórunn á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti á Indy Women in Tech Cham-
134
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfingar ársins 2017
pionship í júlí. Ólafía náði 10. besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA-mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í sæti nr. 179, fór upp um 420 sæti á árinu 2017 og styrkti þar með stöðu sína verulega fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan árið 2020.
Axel Bóasson átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismaðurinn fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum hætti á heimavelli á Hvaleyrarvelli. Axel sigraði á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og er hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð. Þar að auki tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og það var einnig í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær þeim árangri. Nordic Tour atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel tryggði sér með árangri sínum á mótaröðinni keppnisrétt á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Axel hefur farið hratt upp heimslistann á þessu ári og er hann efstur íslenskra karla á atvinnumannalistanum. Axel fór upp um rúmlega 1.400 sæti á heimslistanum og er í sæti nr. 449. Þetta er í 20. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ. Þetta er í sjötta sinn sem Ólafía Þórunn fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Axel er efstur í kjörinu. Árið 1973 var kylfingur ársins fyrst kjörinn hjá GSÍ. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum.
KYLFINGAR ÁRSINS 1973
Björgvin Þorsteinsson
GA
1974
Sigurður Thorarensen
GK
1975
Ragnar Ólafsson
GR
1976
Þorbjörn Kjærbo
GS
1977
Björgvin Þorsteinsson
GA
1978
Gylfi Kristinsson
GS
1980
Hannes Eyvindsson
GR
1981
Ragnar Ólafsson
GR
1982
Sigurður Pétursson
GR
1983
Gylfi Kristinsson
GS
1984
Sigurður Pétursson
GR
1985
Sigurður Pétursson
GR
1986
Úlfar Jónsson
GK
1987
Úlfar Jónsson
GK
1988
Úlfar Jónsson
GK
1989
Úlfar Jónsson
GK
1990
Úlfar Jónsson
GK
1991
Karen Sævarsdóttir
GS
1992
Úlfar Jónsson
GK
1993
Þorsteinn Hallgrímsson
GV
1994
Sigurpáll Geir Sveinsson
GA
1995
Björgvin Sigurbergsson
GK
1996
Birgir Leifur Hafþórsson
GL
1997
Birgir Leifur Hafþórsson
GL
1998
Björgvin Sigurbergsson
GK
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
1999
Örn Ævar Hjartarson
GS
Ólöf María Jónsdóttir
GK
2000
Björgvin Sigurbergsson
GK
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
2001
Örn Ævar Hjartarson
GS
Herborg Arnarsdóttir
GR
2002
Sigurpáll Geir Sveinsson
GA
Ólöf María Jónsdóttir
GK
2003
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
2004
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Ólöf María Jónsdóttir
GK
2005
Heiðar Davíð Bragason
GKj.
Ólöf María Jónsdóttir
GK
2006
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Nína Björk Geirsdóttir
GKj.
2007
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Nína Björk Geirsdóttir
GKj.
2008
Hlynur Geir Hjartarson
GOS
Ólöf María Jónsdóttir
GK
2009
Ólafur Björn Loftsson
NK
Valdís Þóra Jónsdóttir
GL
2010
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Tinna Jóhannsdóttir
GK
2011
Ólafur Björn Loftsson
NK
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
2012
Haraldur Franklín Magnús
GR
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
2013
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Sunna Víðisdóttir
GR
2014
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
2015
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
2016
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
2017
Axel Bóasson
GK
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
GOLF.IS
135
Afrekskylfingur á Vetrarleikunum
Hilmar Snær Örvarsson afrekskylfingur úr GKG er fjölhæfur íþróttamaður. Hilmar Snær, sem er 17 ára gamall, var eini keppandinn frá Íslandi á Vetrarleikunum á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í Pyeong Chang í Suður-Kóreu. Hilmar Snær var fánaberi á opnunarhátíðinni en hann er fjórði Íslendingurinn sem keppir á Vetrarleikunum á Ólympíumóti fatlaðra og líka sá yngsti. Hilmar hafnaði í 20. sæti í stórsvigi og í 13. sæti í svigi. Í báðum greinum tókst honum að lækka punktastöðu sína og fyrir vikið klífa ofar á heimslistum greinanna. Hilmar Snær fékk krabbamein í fótlegg í byrjun árs 2009 og er hann með gervifót fyrir neðan vinstra hné. Hilmar Snær hefur keppt á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Þess má geta að hann er með um 4,8 í forgjöf og er í afrekshóp GKG. Árið 2016 varð golfíþróttin á ný Ólympíuíþrótt eftir rúmlega 100 ára hlé. Það er aldrei að vita nema Hilmar Snær keppi einnig í golfi á ÓL í framtíðinni.
136
GOLF.IS - Golf á Íslandi Afrekskylfingur á Vetrarleikunum
R K S
EVlink
hleðslutæki fyrir rafbíla
Fyrir golfskála, heimili, hótel og verslanir
Reykjavík Klettagörðum 25 Sími 5 200 800
Akureyri Draupnisgötu 2 Sími 4 600 800
Reykjanesbær Hafnargötu 52 Sími 420 7200
Reyðarfjörður Nesbraut 9 Sími 470 2020
Selfoss Eyrarvegi 67 Sími 4 800 600
Hafnarfjörður Bæjarhrauni 12 Sími 5 200 880
Grundartangi Mýrarholtsvegi 2 Sími 5 200 830
Ragnhildur sigraði á Pinehurst Alls hafa 19 íslenskir kylfingar sigrað á háskólamóti
Ragnhildur Kristinsdóttir byrjar háskólaferilinn með Eastern Kentucky keppnisliðinu með miklum látum. Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og sigraði á Pinehurst Intercollegiate mótinu. Ragnhildur, sem er úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék hringina þrjá á +14 samtals (73-82-75) eða 230 höggum. Ragnhildur var þremur höggum betri en liðsfélagi hennar, Elsa Moberly, sem varð önnur á +17. Mótið fór fram um miðjan mars á þessu ári. Með sigrinum náði Ragnhildur að skipa sér í ört stækkandi hóp íslenskra sigurvegara á háskólagolfmótum Í Bandaríkjunum.
Frá því að Úlfar Jónsson braut ísinn árið 1991 með fyrsta sigri íslensks kylfings á háskólamóti í Bandaríkjunum hafa 18 kylfingar bæst í hópinn. Alls hafa 19 íslenskir kylfingar sigrað á háskólamóti í golfi. Ragnhildur er fimmta konan sem nær þessum árangri. Íslenskir sigurvegarar á háskólamótum samkvæmt bestu heimildum Golf á Íslandi.
KARLAR: Úlfar Jónsson, Kristinn G. Bjarnason (2 sigrar) Kristján Þór Einarsson (3 sigrar) Sigmundur Einar Másson (2 sigrar) Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2 sigrar) Haraldur Franklín Magnús (2 sigrar) Andri Þór Björnsson Bjarki Pétursson Ólafur Björn Loftsson Gísli Sveinbergsson Rúnar Arnórsson Theodór Emil Karlsson Hrafn Guðlaugsson Arnar Geir Hjartarson
KONUR Valdís Þóra Jónsdóttir Signý Arnórsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Sunna Víðisdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir
138
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ragnhildur sigraði á Pinehurst
Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi
Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Voltaren_Gel 5x38.indd 1
31/03/2017 13:42
golf.is
Breytingar á
– nútímalegt viðmót, hraðari og notendavænni vefur
Tölvunefnd GSÍ hefur tekið þá ákvörðun að láta innleiða nýja viðmótstækni, „React“, fyrir hinn almenna félagsmann til að ná þeim markmiðum að golf.is hafi nútímalegt viðmót, verði notendavænn og hraðvirkur. Þetta þýðir að í smíðum er snjallvefur sem mismunar ekki skjástærð og virkar á öll snjalltæki s.s. farsíma, tölvur og spjaldtölvur. Með snjallvef er verið að veita kylfingum þá þjónustu sem þeir sækjast
eftir og þá upplifun sem þeir eiga skilið, óháð tæki. Samkvæmt vefgreiningu fyrir árið 2017 þá notar helmingur kylfinga vefinn í gegnum farsíma eða spjaldtölvur.
TILKYNNA HRING Í STUTTU MÁLI: ■■
■■ ■■ ■■
■■ ■■ ■■ ■■ ■■
■■
140
Nú þegar kylfingur skráir sig á rástíma verður hringurinn tilkynntur og birtist á forgjafaryfirliti hans. Kylfingurinn getur merkt við hvort hann ætli að leika 9 eða 18 holur á vellinum. Kylfingur getur nú skráð inn fyrri eða seinni 9 holurnar á 18 holu velli. Kylfingur getur nú sjálfur breytt 9 holu skorkorti í 18 holu skorkort og öfugt, eins getur hann valið mismunandi teiga. Kylfingur getur alltaf eytt út tilkynntum hringjum í forgjafaryfirliti. Kylfingur getur alltaf skráð inn tölfræði á tilkynnta forgjafar- og æfingahringi. Skráning á skorkorti er nú gerð í „Forgjafaryfirliti“ þar sem tilkynnti hringurinn er valinn (penninn). Ef um æfingahring er að ræða þá þarf ekki að velja ritara þegar skorkortið er vistað. Ef um forgjafarhing er að ræða þá hefur kylfingurinn hámark 3 daga frá því hringurinn var leikinn til að skrá skorið og velja ritara. Ef tilkynntur hringur er eldri en þriggja daga er bara hægt að skrá hann sem æfingahring sem gildir ekki til forgjafar.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Breytingar á golf.is
Áætlað er að 1. útgáfa líti dagsins ljós í apríl/maí á þessu ári. Í fyrstu verða „mínar síður“ og „rástímaskráning“ aðgengileg með þessari nýju tækni. 2. útgáfa kemur síðan í september/ október þar sem „mótaskrá“, „mótaraðir“, „klúbbasíður“ og „um GSÍ“ verður komið í nýtt útlit. Einnig hefur tölvunefndin tekið þá ákvörðun að auka sveigjanleika fyrir hinn almenna kylfing við að tilkynna og skrá hringi á golf.is.
VANDAÐ PRENTVERK FYRIR VANDAÐ INNIHALD Ráðgjöf
Prentun
Í 75 ár hefur Oddi verið í fararbroddi þegar kemur að prentun og frágangi. Reynsla okkar og þekking tryggir að þitt verkefni fær þá meðhöndlun sem það á skilið. Við veitum þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoðum þig við að finna bestu og hagkvæmustu lausnir varðandi útlit og frágang á prentverki. Hafðu samband og kynntu þér málið.
Prentað efni er oft á tíðum andlit fyrirtækisins út á við og því skiptir útlit og vandaður frágangur höfuðmáli, hvort sem um er að ræða útgáfu, kynningarefni eða skrifstofugögn. Hjá okkur færðu örugga, skjóta og skilvirka þjónustu, sem er lykilatriði þegar kemur að prentverki, hvort sem verkefnið er flókið eða einfalt og upplagið stórt eða smátt.
ÁRNASYNIR
Við erum þínir ráðgjafar í prentun
Í 75 ÁR
5155000
www.oddi.is
Bjarni Þór vallarstjóri ársins 2017 Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili var valinn vallarstjóri ársins í flokki golfvalla. Greint var frá kjörinu á aðalfundi samtaks íþróttaog vallarstarfsmanna sem fram fór í febrúar.
142
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bjarni Þór vallarstjóri ársins 2017
Bjarni Þór hefur frá árinu 2012 starfað sem vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili. Völlurinn hefur ávallt verið í fyrsta flokks ástandi og á síðasta ári voru þrjár nýjar holur teknar í notkun sem þykja vel heppnaðar. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var valinn vallarstjóri ársins í flokki knattspyrnuvalla en þetta er í fjórða skiptið sem Kristinn hlýtur þessi verðlaun.
HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND
„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”
Umhverfisvæn prentsmiðja Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is
Þaulreyndir kappar til liðs við GA Steindór framkvæmdastjóri og Heiðar Davíð yfirgolfkennari Töluverðar breytingar urðu hjá Golfklúbbi Akureyrar í vetur. Bjarni Þórhallsson er nýr formaður en hann tók við embættinu af Sigmundi Ófeigssyni á síðasta aðalfundi. Tveir þaulreyndir afreksmenn úr golfíþróttinni voru einnig ráðnir til starfa hjá GA í vetur. Í fyrsta lagi tekur Steindór Kr. Ragnarsson við starfi framkvæmdastjóra. Steindór er félögum GA vel kunnugur, hann hefur starfað sem vallarstjóri GA undanfarin 15 ár. Steindór tekur við starfinu af Heimi Erni Árna-
144
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þaulreyndir kappar til liðs við GA
syni. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi. Steindór hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og er nú formaður Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi. Í öðru lagi var Heiðar Davíð Bragason ráðinn til starfa sem yfirgolfkennari GA. Hann tekur við af Sturlu Höskuldssyni.
Heiðar Davíð er 40 ára og hefur starfað síðustu ár sem íþróttakennari á Dalvík og golfkennari hjá Golfklúbbnum Hamri samhliða því. Heiðar mun áfram sinna golfkennslu á Dalvík samhliða starfi sínu hjá GA. Áður en Heiðar hóf að vinna við golfkennslu náði hann góðum árangri sem keppnismaður í golfíþróttinni og varð m.a. Íslandsmeistari í golfi árið 2005. Heiðar mun sinna afreksþjálfun fram að sumri í samstarfi við Stefaníu Kristínu aðstoðargolfkennara en mun svo hefja formleg störf 1. júní.
NJÓTTU ÞESS AÐ VERA TIL SUZUKI S-CROSS 4X4
Fjórhjóladrifinn Suzuki S-Cross
4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.
- meiri veghæð, nýjar öflugar- og sparneytnar vélar gera frábæran bíl enn skemmtilegri og til í hvað sem er. Suzuki S-Cross er með ríkulegan staðalbúnað.
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I
Sími 568 5100
Nýtt forgjafarkerfi tekur gildi árið 2020
Frá og með árinu 2020 verður eitt forgjafarkerfi notað á heimsvísu og verður það í fyrsta sinn sem eitt kerfi verður notað til að reikna út forgjöf kylfinga. Æðstu samtök golfíþróttarinnar á heimsvísu, USGA í Bandaríkjunum og R&A í Skotlandi, hafa unnið að þessu verkefni í samvinnu við fjölmarga aðila og samtök á undanförnum árum. Forgjafarkerfi fyrir kylfinga hafa verið ólík víðsvegar um veröldina og mismunandi áherslur einkenna hvert forgjafarkerfi. Forgjafarkerfið hefur nú þegar verið prófað af 52.000 kylfingum í 15 löndum. Niðurstaðan er að 76% þeirra voru ánægðir með breytingarnar, 22% höfðu ekki skoðun á breytingunni og aðeins 2% voru óánægðir.
■■ Forgjöf kylfinga verður reiknuð út frá árangri kylfinga í keppni og einnig út frá þeim golfhringjum eða golfholum sem leiknar eru utan keppni en er skilað til forgjafar. ■■ 20 nýjustu golfhringirnir eru lagðir til grundvallar þegar forgjöfin er reiknuð og er þá meðaltalið af 8 bestu hringjunum notað til viðmiðunar. ■■ WHS Forgjafarkerfið mun taka tillit til veðuraðstæðna sem gætu haft áhrif á árangur kylfinga. ■■ Forgjöf kylfinga verður uppfærð daglega. ■■ Allir nýliðar í golfíþróttinni byrja með 54 í forgjöf og gildir það bæði fyrir konur og karla, börn og unglinga. Markmiðið er að gera upplifun nýliða úti á vellinum enn betri. ■■ WHS forgjafarkerfið byggir á meðaltali síðustu 20 golfhringja. Því er mikilvægt að kylfingar skrái sem flesta golfhringi á næstu tveimur árum. Bæði góða og slæma. Með þeim hætti fá kylfingar eins rétta forgjöf og hægt er þegar WHS forgjafarkerfið verður tekið í notkun 1. janúar 2020. ■■ WHS forgjafarkerfið er sett saman úr því sem hefur virkað hvað best í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðaltalskerfið kemur úr bandaríska forgjafarkerfinu sem notað hefur verið af USGA og fleiri samböndum. Flest annað kemur úr EGA forgjafarkerfinu sem notað hefur verið í Evrópu og víðar. ■■ Í WHS forgjafarkerfinu verður einn forgjafarflokkur. ■■ Allir kylfingar með hærri forgjöf en 4,5 geta skráð alla hringi til forgjafar. Þeir sem eru með forgjöf 4,4 eða lægra geta aðeins skráð keppnishringi til forgjafar líkt og verið hefur.
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
146
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
174.186/maggioskars.com
HÉR ERU HELSTU ATRIÐIN SEM EINKENNA WHS-FORGJAFARKERFIÐ, WORLD HANDICAP SYSTEM.
S
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
EIMSKIP FLYTUR ÞÉR GOLFIÐ Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.