Golf á Íslandi - 2. tbl. 2016

Page 1

2. TBL. 2016

GOLF.IS

Góð ráð til að bæta högg úr erfiðum aðstæðum

Karl Gunnlaugsson kláraði golfhringinn um Ísland

Hörður Geirsson dæmir á Opna breska fyrstur Íslendinga

Öflugt kvennastarf í Eyjum skilaði tugum nýrra félaga


ERTU MEÐ GOLFREGLURNAR Á HREINU? Við höfum sett af stað okkar árlega Golfleik þar sem þú getur látið reyna á golfþekkingu þína. Leikurinn í ár inniheldur spurningar úr nýju golfreglubókinni og eru því ekki þær sömu og í fyrra. Því betur sem þér gengur í leiknum því meiri líkur eru á að þú hreppir golfferðina. Við höfum einnig bætt við aukaborði í leiknum þar sem þú getur tífaldað líkurnar á vinningi. Hér mun svo sannarlega reyna á þekkingu þína á golfreglunum. Sýndu hvað í þér býr og taktu þátt í leiknum á golf.vordur.is

GOLFVERND VARÐAR Vörður býður kylfingum sérstakar tryggingar, t.d. gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.


TAKTU ÞÁTT Á golf.vordur.is Stóri vinningurinn í ár er golfferð fyrir tvo með Heimsferðum til La Sella á Spáni.

Vörður styður við útgáfu Golfreglubókar GSÍ


Einblíndu á það sem skiptir þig máli Láttu fagfólk vinna verkið á meðan þú sinnir öðru.

Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is

K

1

W


KRINGLAN

103 REYKJAVÍK

WWW.ZO-ON.IS


Meðal efnis:

48

10

Björn Kristinn Björnsson, PGA golf­ kennari í Keili, fer yfir réttu atriðin í ýmsum erfiðum höggum í hliðarhalla.

Karl Gunnlaugsson lokaði golfhringnum um Ísland á Brautarholtsvelli í fyrra. Hinn 84 ára gamli kylfingur hefur leikið alla 74 golfvelli landsins.

136 102 Pálmi Hlöðversson fékk sjálfstraustið á ný með sérsmíðuðum dræver frá golfkylfur.is.

Glæsileg æfingaaðstaða opnuð á Akureyri - Klappir munu breyta miklu.

34 20

Metfjöldi og kraftur í innra starfi GS – Reksturinn gengur vel, segir formaður Golfklúbbs Suðurnesja.

Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

„Fer langt á bjartsýninni“ – Jóhanna G. Jónasdóttir formaður GÓS ætlar að fjölga konum í klúbbnum

Textahöfundar: Sigurður Elvar Þórólfsson, Hörður Geirsson, Björn Kristinn Björnsson, Magnús Geir Eyjólfsson, Bogi Pétursson, Alexander Högnason. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Brynjar Gauti Sveinsson tók myndirnar í kennsluefnið og á forsíðu, Golfklúbbur Vestmannaeyja, Sveinn Karlsson, Karl

Gunnlaugsson, Páll Ketilsson, Jóhann Páll Kristbjörnsson, Golfsupport.nl o.fl. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júlí.


TIL ÖRYGGIS Í NÆSTUM 40 ÁR

Heimilislífið Securitas býður fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja huga að öryggi sínu: Heimavörn - beintengdu heimilið við stjórnstöð Securitas

Öryggishnappar - hugarró fyrir þig og aðstandendur

Sumarhúsavörn - njóttu þess að vera að heiman

Myndeftirlit - góð yfirsýn sem eykur öryggi þitt

Slökkvitæki - öryggisvörur fyrir heimilið og bílinn

Atvinnulífið Securitas hefur að bjóða öryggiskerfi í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum en jafnframt sérsniðnar lausnir fyrir mismunandi þarfir: Firmavörn - sniðin að þörfum þíns fyrirtækis

Skip og bátar - öryggisbúnaður og öryggiskerfi á sjó

Akstursþjónusta - sérþjálfaðir ökumenn og öryggi alla leið

Brunaviðvörunarkerfi - lausnir fyrir allar aðstæður

Gæsla - mönnuð gæsla, fjargæsla og forvarnir

Heilbrigðislausnir - sjúkrakallkerfi, öryggishnappar og umönnunarkerfi

Slökkvikerfi - ásamt öflugri slökkvitækjaþjónustu

Myndeftirlit - myndavélar, vöktun og betri yfirsýn

Vöruvernd - öryggislausnir sem stöðva þjófnað

Aðgangsstýring - fullkomið innbrota- og aðgangsstýrikerfi

Námskeið - ýmis öryggisnámskeið í boði fyrir fyrirtæki og stofnanir

Við hvetjum þig til að skoða hvernig lausnir Securitas geta aukið öryggi þitt og þinna Kynntu þér þjónustuframboð Securitas á heimasíðu okkar www.securitas.is eða hafðu samband í síma 580-7000 Öflugt viðbragðsafl á öllum tímum – Okkar vakt lýkur aldrei


Íslenska þjóðin er að eldast. Á síðustu 20 árum hefur meðal­ aldur Íslendinga hækkað um fjögur ár og á sama tíma fjölgar þeim sem lifa lengi. Þótt það sé vissulega jákvætt að lífsgæði Íslendinga aukist og lífaldur hækki þá má golfhreyfingin vera á varðbergi gagnvart hækkun meðalaldurs, enda má heimfæra þróunina yfir á íslenska kylfinga.

Hvað ungur nemur, gamall temur Í flestum golfkúbbum landsins tíðkast að kylfingar, sem náð hafa vissum aldri, fái afslátt af árgjaldi sínu. Nemur afslátturinn í mörgum tilvikum 20-25% af fullu gjaldi. Slík afsláttarkjör eru góðra gjalda verð og skýrast m.a. annars af því að golfkúbbar vilja verðlauna þá félagsmenn sem lengi hafa verið hluti af klúbbnum. En með hækkandi meðalaldri er hætt við því að tekjur golfklúbba dragist saman í framtíðinni, að öðru óbreyttu, þar sem fullborgandi félagsmönnum fer fækkandi. Við þeirri þróun er mikilvægt að bregðast. Eðlilegast er að byrja á hinum endanum, þ.e. hjá yngstu kylfing­ unum. Golfklúbbar landsins hafa undanfarin ár stundað öflugt barna- og unglingastarf sem hefur skilað sér í töluverðri aukningu kylfinga yngri en 16 ára. Árið 2008 voru 1.372 kylfingar undir 16 ára skráðir í golfklúbba á meðan fjöldinn var kominn í 1.727 árið 2015. Þetta gerir 26% fjölgun kylfinga í aldurshópnum á aðeins sjö árum! Það verður að teljast góður árangur og markmið golfhreyfingarinnar hlýtur að felast í því að halda áfram á sömu braut og ekki síður að halda í þá ungu kylfinga sem þegar eru skráðir. Mikið brottfall unglinga á menntaskólaaldri er staðreynd í íslensku golfi og það sama á við um aðrar íþróttagreinar. Það er að mörgu leyti skiljanlegt þar sem alls konar ný viðfangsefni taka við hjá þessum aldurshópi. Það jákvæða er hins vegar að margir eiga afturkvæmt á golfvöllinn síðar á lífsleiðinni og þar stendur golfíþróttin öðrum íþróttum ef til vill framar. Kylfingar framtíðarinnar eru þeir sem enn eru ekki farnir að leika golf ásamt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Golfíþróttin á mikið undir því að börn og unglingar hrífist af íþróttinni og gildum hennar. Þess vegna langar mig til þess að hvetja ykkur, lesendur góðir, til að taka sérstaklega vel á móti þessum kylfingum á golfvöllum landsins. Þeim kunna að fylgja aðeins meiri læti en þið eigið að venjast og þeir hafa enn ekki lært allar reglurnar og siðina en það gerir ekkert til. Golf á að vera skemmtilegt og börn verða að fá að vera börn – hvort sem það er á golfvellinum eða annars staðar.

Virðingarfyllst, Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands



„Keppnisskapið

er enn til staðar“


– Hinn 84 ár gamli Karl Gunnlaugsson hefur leikið alla golfvelli landsins


Karl Gunnlaugsson safnar golfboltum og er með um 1500 merkta golfbolta í röð og reglu í bílskúrnum.

Karl Gunnlaugsson hefur frá árinu 1985 leikið alla golfvelli landsins og alls hefur hinn 84 ára gamli kylfingur leikið 74 golfvelli á Íslandi. Karl hóf að leika golf árið 1984 þegar hann var 53 ára gamall og frá fyrsta höggi fékk hann mikinn áhuga á golfinu. Á dögunum brá Golf á Íslandi sér í heimsókn á Flúðir í blíðskaparveðri. Karl og eiginkona hans, Guðrún Sveinsdóttir, tóku gríðarlega vel á móti gestinum úr Reykjavík. Þar rifjaði Karl upp ýmsar skemmtilegar sögur frá golfferlinum sem virðist vera rétt að byrja. Karl tekur á móti blaðamanni í bílskúrnum sem er einnig merkilegt safn með munum úr golfíþróttinni. Á veggjunum hefur Karl komið fyrir golfboltasafni sínu sem er einstakt en þar er að finna rúmlega 1.500 golfbolta sem eru allir merktir með einhverjum hætti. „Ég byrjaði að safna boltum sem eru með fyrirtækjamerkjum eða einhverju slíku og smátt og smátt varð þetta mikið safn. Ég er enn að leita að slíkum boltum og þykir gaman að finna bolta sem ég á ekki í safninu,“ segir Karl en honum þykir vænt um bolta sem er með merki frá fyrirtæki á Grænlandi. „Það er ekki leikið golf á Grænlandi og mér þykir þetta merkilegur bolti af þeim sökum.“

Brautarholtsvöllurinn var lokaáfanginn á golfhringnum Frá árinu 1984 hefur Karl náð þeim einstaka áfanga að leika alla golfvelli sem eru til á Íslandi og einnig velli sem hafa verið lagðir niður á þeim tíma. Hann segir að ferðalag á Landsmót UMFÍ árið 1987 hafi markað upphafið á þessari „söfnun“. Karl lokaði golfhringnum um Ísland s.l. haust þegar

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Keppnisskapið er enn til staðar“

hann lék Brautarholtsvöll á Kjalarnesi og var það 74. völlurinn sem Karl hefur leikið á hér á Íslandi. „Þegar ég áttaði mig á því að ég var búinn að spila það marga velli að ég gæti náð að leika þá alla fór ég að gera mér sérstakar ferðir til þess að safna völlum. Ég tók sem dæmi alla vellina á Vestfjörðunum í einni heimsókn þar sem við fórum í ferðalag með tjaldvagn. Það má segja að þetta hafi byrjað árið 1987 þegar ég var á Landsmóti UMFÍ á Húsavík. Þá fórum við hjónin eftir mótið í ferðalag um Norðurlandið og Austfirðina og ég lék á öllum völlum sem þar voru á þeim tíma. Við höfum farið víða, gist í tjaldvagninum, og ég hef safnað völlum á meðan Guðrún hefur fundið sér eitthvað annað að gera því hún hefur ekki haft áhuga á að leika golf,“ segir Karl. „Ég fór síðan á Landsmót +50 á Húsavík og í þeirri ferð bætti ég við nokkrum völlum sem ég hafði ekki leikið. Þar má nefna Vopnafjörð og Lundsvöll í Vaglaskógi. Ég lék einnig Silfurnesvöll á Hornafirði á ný en sá völlur er virkilega skemmtilegur eftir þær breytingar sem gerðar voru á honum fyrir nokkrum árum.“

Félagsmenn í GF tóku sig til og gáfu klúbbnum glæsileg steina úr stuðlabergi á hverja braut. Karl á 12. holuna og er afar stoltur af þessu verkefni félagsmanna

Að mati Karls er Brautarholtsvöllur skemmtilegasti 9 holu völlur landsins og þar á eftir kemur Grænanesvöllur á Neskaupstað. „Völlur á Norðfirði er vel hirtur, skemmtilegur og í frábæru umhverfi. Ég hafði gríðarlega gaman af því að leika Brautarholtsvöllinn og ekki síst þar sem ég fékk oft að pútta af um 40 metra færi. Það eru ekki margir vellir með slíkar flatir.“

Hvassviðrið á Ólafsfirði eftirminnilegt Eins og áður segir eru vellirnir 74 sem Karl hefur leikið. Hann hefur ekki aðeins leikið velli sem eru innan raða GSÍ. „Það eru ekki allir á skrá sem ég hef leikið og má þar nefna völl við Búrfellsvirkjun og Sogsvirkjun, í Hraunborgum og Reykholtsdal. Ég náði að leika völlinn á Indriðastöðum í Skorradal áður en honum var lokað. Það leynast víða vellir sem vert er að skoða og leika. Það eina sem ég sé eftir núna er að ég náði ekki í merkta bolta frá þessum völlum og ég skrifaði ekki umsögn um vellina eftir að ég var búinn að leika þá. Það hefði verið gaman að skoða þær sögur núna.“ Veðrið stöðvar ekki Karl þegar kemur að golfíþróttinni og hann leikur nánast í öllum veðrum.



ENNEMM / SÍA / NM75577

Meistarasveifla: Karl Gunnlaugsson dúndraði þessum gula bolta langa vegalengd.

„Það var ekki alltaf gott veður þegar ég var að leika á þessum völlum. Heimsóknin á Skeggjabrekkkuvöll í Ólafsfirði var eftirminnileg. Þar misstum við næstum því tjald­vagninn út á haf, hvassviðrið var gríðarlegt, en ég lék völlinn og ég gleymi ekki þeirri heimsókn. Völlurinn er fínn og ég væri alveg til í að fara þangað aftur í betra veðri.“

Halldór á Efra-Seli kveikti neistann

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Keppnisskapið er enn til staðar“

Karl sló sitt fyrsta golfhögg þegar hann var 53 ára og það var Halldór Guðnason landeigandi Selsvallar á Flúðum sem sá til þess að Karl kynntist þessari frábæru íþrótt. „Hrafnhildur Eysteinsdóttir og Jónas Ragnarsson tannlæknir hvöttu Halldór til þess að koma upp golfvelli á landi Efra-Sels. Halldór féll alveg fyrir golfinu eftir að þau Hrafnhildur og Jónas höfðu kynnt golfið fyrir honum. Skömmu síðar hafði Halldór gert 6 holu völl á túnunum hjá sér. Þegar ég hitti Halldór í réttum haustið 1984 hvatti hann mig til þess að koma og prófa. Ég var tregur til, var að drepast í bakinu á þessum tíma, en ég lét til leiðast. Það þurfti ekki meira til en nokkur högg. Ég féll alveg fyrir þessari íþrótt. Um vorið 1985 fórum við að spila saman og ég sá það strax að það gengi ekkert að við værum tveir að gutla í þessu. Við söfnuðum því liði, alls 12 manns, héldum fund og stofnuðum Golfklúbbinn Flúðir. Ég var kjörinn formaður og gegndi því embætti í 25 ár en þá ákvað ég að hætta. Það hefur margt breyst, við vorum með litla rútu sem golfskála fyrsta árið, en Halldór og Ásta (Ástríður Guðný Daníelsdóttir) hafa byggt upp glæsilega aðstöðu á Efra-Seli. Þar er nú skemmtilegur völlur og það eru um 250 félagsmenn í klúbbnum. Aðstaðan er góð í skálanum, mikið pláss, gott viðmót og bestu flatbökur í heimi,“ segir Karl sem vann sem vann við húsasmíðar í 25 ár áður en hann hóf að rækta grænmeti á Flúðum með eiginkonu sinni. Í dag hefur dóttir þeirra hjóna tekið við rekstrinum á grænmetisframleiðslunni sem er við heimili þeirra hjóna í


ENNEMM / SÍA / NM75577

„ÉG TEK ÞÁTT Í STÆRSTU FJÁRÖFLUN LANDSINS“

Safnaðu áheitum á hlaupastyrkur.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er meira en bara íþróttakeppni; það er líka tækifæri til að láta gott af sér leiða. Með því að safna áheitum á hlaupastyrkur.is leggurðu góðu málefni lið og færð svakalega hvatningu í kaupbæti. Skelltu þér með og taktu þátt í stærstu fjáröflun landsins!

minaskorun.is

#mínáskorun


Uppáhaldsverðlaunagripurinn: 3ja sætið á EM öldunga með forgjöf.

Bolta- og verðlaunasafnið hjá Karli er stórt, mikið og vel skipulagt.

risastórum gróðurhúsum sem þau reistu sjálf og fluttu inn árið 1957. Karl hefur búið á Flúðum frá því hann var þriggja ára gamall en hann ólst upp á bænum Miðfelli sem er rétt við Flúðir.

Skreið lærbrotinn inn á bílastæðið Í fyrra varð Karl fyrir því að lærbrotna þegar hann var staddur á 13. braut á Selsvelli. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gerðist en læknar telja að vöðvafesting hafi rifnað og klofið beinið í lærleggnum. Ég var með golfkerru á þessum tíma og ég hætti bara leik og félagar mínir héldu áfram. Ég taldi

að þetta væri ekkert alvarlegt. Þegar ég gekk í átt að skálanum fór sársaukinn að gera meira vart við sig. Ég skildi golfsettið eftir á veginum við 18. braut og þegar ég kom inn á bílastæðið við klúbbhúsið þurfti ég að skríða. Það komu einhverjir mér til hjálpar og þetta fór nú allt saman vel.“ Karl átti þess kost að fara í aðgerð í vor til þess að laga meinið en hann frestaði því fram á haustið því hann vildi ekki eyðileggja golfsumarið 2016. „Ég gat ekki hugsað mér það þar sem golf­ sumarið væri þá ónýtt. Ég læt laga þetta í haust, næ mér í vetur og verð tilbúinn næsta vor.“

Sláttur með orfi og ljá lagði grunninn að golfsveiflunni Karl var mikið í íþróttum þegar hann yngri og hann sér eftir því að hafa ekki kynnst golfíþróttinni fyrr. „Ég væri eflaust atvinnumaður í golfi,“ segir hann í léttum tón en hann var mikið í frjálsíþróttum og sundi sem barn og unglingur. „Ég byrjaði í íþróttum þegar ég var tíu ára gamall og við strákarnir á Miðfelli og næsta nágrenni stofnuðum tvö íþróttafélög á þessum tíma. Þau fengu nöfnin Elding og Þróttur og kepptu sín á milli. Ég var gjaldkeri í Eldingu þegar ég var tíu ára gamall,“ segi

Karl Gunnlaugsson kann vel við sig á Selsvelli og hér er hann á 9. flöt. Mynd/seth@golf

16

GOLF.IS


Nรกkvรฆmni skiptir mรกli

WT5

LR5

VS4

LD2


landsins eftir ferðalagið um Ísland. „Ég verð samt að nefna Bergvíkina á Hólmsvelli í Leiru, mér finnst gríðarlega gaman að standa á þeim teig og slá. Sömu sögu er að segja af 17. brautinni í Vestmannaeyjum.“

Fer daglega í golf með félögunum

Leikfélagarnir: Jónas Ragnarsson, Karl, Helgi Guðmundsson og Pétur Skarphéðinsson.

Karl og dregur fram merkilega bók með fundargerðum frá árunum 1942-1950 þar sem árangur félagsmanna var skráður samviskusamlega niður í hinum ýmsum íþróttagreinum. Keppnisskapið hefur alltaf verið til staðar hjá Karli og hann náði að komast í landslið öldunga sem er merkilega góður árangur hjá kylfingi sem hóf ekki að leika golf fyrr en á sextugsaldri. „Ég var eiginlega bestur þegar ég var sjötugur. Þá var ég með 10 í forgjöf en í dag er ég með 15,6. Þegar ég hafði rétt til þess að keppa til landsliðs 70 ára og eldri var ég fyrstur til þess að tryggja mig inn í liðið. Ég er ekki mikið að spá í forgjöfina núna en ég vil leika undir aldri og það tekst nú oftast en högglengdin hefur minnkað mikið, ekki síst eftir lærbrotið í fyrra. Ég er vongóður um að þetta lagist á næsta ári.“ Karl er ekki í vafa að kunnátta hans frá því hann var ungur hafi nýst vel í golfinu og þar koma sveitastörfin við sögu. „Ég var mikið

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Keppnisskapið er enn til staðar“

í því að slá með orfi og ljá og það þurfti að beita bolvindu við þá iðju. Golfsveiflan er ekkert ólík því sem maður beitti þegar þýfð tún voru slegin með orfi og ljá. Við þurftum að stýra ljánum og ég er viss um að þessi kunnátta nýttist mér þegar ég byrjaði í golfi,“ segir Karl. Þrívegis hefur Karl farið í landsliðsverkefni með öldungalandsliðinu og einu sinni endaði liðið í þriðja sæti. „Landsliðsferðirnar eru eftirminnilegar og gaman að fá að kynnast slíkum mótum og leika með kylfingum frá öðrum þjóðum. Ég hef notið þess að fá að fara til Spánar, Portúgals og Frakklands að keppa, það var ógleymanlegt. Ég hef gríðarlega gaman af því að keppa og Íslandsmót eldri kylfinga hafa verið fastir liðir hjá mér. Að vera í síðasta ráshóp á Urriðavelli á Íslandsmóti 70 ára og eldri var skemmtilegt.“ Karl segir það nánast ómögulegt að taka eina golfholu á Íslandi út fyrir sviga og útnefna hana sem eftirminnilegustu holu

Karl fer nánast daglega í golf með þeim Helga Guðmundssyni, Pétri Skarphéðinssyni og Jónasi Ragnarssyni. „Það koma dagar hér á Selsvelli þar sem við heimamenn komumst varla að. Ég reyni að fara flesta daga með strákunum og veðrið skiptir engu máli. Við klæðum veðrið bara af okkur.“ Besti árangur Karls í höggleik er 75 högg á Strandarvelli á Hellu eða +5 á rauðum teigum. „Núna er ég hundfúll ef ég spila yfir aldri. Ég lék á 85 höggum um daginn og fékk eina sprengju, átta högg á 8. braut og missti tvö smápútt, það kostaði það að ég fór yfir aldurinn. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara, höggin eru styttri en áður,“ segir Karl og er rokinn af 1. teig með golffélögum sínu á Selsvelli á Flúðum.

Selsvöllur er skemmtilegur 18 holu völlur þar sem gróður og tré eru helstu einkenni vallarins. Stuðlabergið setur svip sinn á völlinn.


18 holur

– minna mál með

SagaPro

Fæst í apótekum, heilsu- og matvöruverslunum

www.sagamedica.is


Metfjöldi og kraftur í innra starfi GS

– Reksturinn gengur vel, segir formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Vorið og fyrri hluti golfsumarsins 2016 hefur leikið við félaga í Golfklúbbi Suðurnesja sem fagnar 52 ára afmæli sínu á þessu ári. Félagafjöldi er í sögulegu hámarki í GS og mikill kraftur í innra starfi félagsins. Golf á Íslandi ræddi við Jóhann Pál Kristbjörnsson formann GS um stöðuna og framtíðarhorfur þessa sögufræga klúbbs. Kátar konur í kvennamóti í Leirunni.

20

GOLF.IS

„Það hefur gengið vel að fá nýja félaga. Við erum að nálgast að 560 félaga. Það eru enn að koma inn nýliðar í klúbbinn og frá því í fyrra hefur félögum fjölgað um rúmlega 80. Við höfum unnið vel í barna- og unglingastarfinu og konum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Í vor vorum við með nýliðatilboð sem hefur skilað sínu. Karen Sævarsdóttir íþróttastjóri GS hefur einnig unnið vel í því að fjölga börnum



Framkvæmdastjórinn og klúbbmeistarinn fylgjast með framkvæmdum við sjóvarnargarðinn í vetur.

G Í og unglingum. Sá hópur hefur margfaldast miðað við undanfarin ár. Þegar Karen byrjaði í upphafi ársins 2015 voru 12–13 börn og unglingar að æfa af krafti hjá GS. Í lok síðasta árs var þessi hópur komin upp í 40. Ég er ekki með nákvæmar tölur á þessum tíma ársins en þeim hefur fjölgað enn frekar og það eru spennandi tímar fram undan hjá okkur. Kvennanefndin er öflug og hefur séð að mestu um kvennastarfið. Þær hittast einu sinni í viku, á mánudögum, og leika níu holur. Þá eru fráteknir kvenna­ tímar og þær eru mjög virkar, skipuleggja ferðir hingað og þangað. Það smitar út frá sér í starfið okkar. Sem betur fer eru konurnar að vakna til lífsins því golfíþróttin þarf svo sannarlega á þeim að halda.“

2200 leiknir hringir í apríl Vorið var mjög gott hjá Golfklúbbi Suður­ nesja og Hólmsvöllur í Leiru hefur sjaldan verið í betra ástandi miðað við árstíma. „Það er gríðarlegur munur á aðsókninni í apríl á þessu ári miðað við í fyrra. Í ár voru um 2200 hringir skráðir í apríl en þeir voru um 200 í fyrra. Þetta helst allt í hendur.“ Framkvæmdir á Hólmsvelli í vetur snérust að mestu um að ljúka gerð sjóvarnargarðs meðfram fjórðu brautinni. Hluti af sjó­ varnar­garðinum við fjórðu braut var endur­ gerður og ætla Suðurnesjamenn að nýta tækifærið og breyta aðeins vellinum hjá sér. „Það var smá rask á vellinum við það. Þessi framkvæmd opnar ný tækifæri fyrir GS að breyta fjórðu brautinni og gera

góðan völl enn betri. Það er á dagskrá í haust að færa teigana á fjórðu braut nær sjóvarnargarðinum og færa brautina mun nær sjónum. Með tilkomu nýja sjóvarnargarðsins fengum við aukið landrými og hugmyndin er að leggja nýja braut alveg að garðinum. Brautin verður mun erfiðari fyrir vikið og minni hætta á að kylfingar reyni að slá upp á fimmtu braut til þess að taka hættur úr leik. Margir leika þannig í dag og því fylgir ákveðin hætta fyrir kylfinga sem eru á þeirri fimmtu.“

Tækifærin leynast víða „Við höfum fengið mun fleiri erlenda gesti en áður. Það eru tækifæri fyrir okkur á því sviði þar sem nálægðin við flugvöllinn er okkar styrkur. Það gerðist hér um daginn að bandarískir feðgar voru að koma frá Skotlandi eftir 12 daga golferð og þeir milli­lentu í Keflavík. Þegar flugvélin flaug yfir Hólmsvöll í Leiru tók sonurinn eftir vellinum og varð virkilega spenntur. Þeir

Robot Trolly

Nýtt á Íslandi! Með því að ýta á einn rofa réttir kerran úr sér eða pakkar sér saman sjálfkrafa! Fyrirferðalítil og auðveld í flutning

Verð 44.900 Kr Hafið samband í síma: 862-0282/695-1201 862-02 eða skoðið facebooksíðuna okkar: www.facebook.com/golferpalis 22

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metfjöldi og kraftur í innra starfi GS


GAMAN Í GOLFI!

HAUSTFERÐIR GAMAN FERÐA TIL SPÁNAR ERU KOMNAR Í SÖLU! Allar nánari upplýsingar á gaman.is

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is / Sími 560 2000


Ungir GS-ingar: Sören Cole, Ylfa Vár og Fjóla Margrét komin á fyrsta teig.

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metfjöldi og kraftur í innra starfi GS

ákváðu að nýta tímann sem þeir höfðu til að leika golf á Íslandi. Þeir hringdu hingað og spurðu hvort einhver gæti sótt þá og við gerðum það. Þeir leigðu golfsett og bíl og léku eins mikið golf og þeir gátu á þeim þremur tímum sem þeir höfðu til umráða. Þeir náðu níu holum og fannst þetta geggjað. Þeir spurðu mikið um miðnæturgolf, og hvort það væri virkilega hægt að leika golf um miðnætti hér á landi. Þessir feðgar koma án efa aftur hingað til Íslands.“ Margir klúbbar eru með vinavallasamning við GS og segir formaðurinn að það sé ánægjulegt hvað kylfingar eru duglegir að nýta sér þá. „Það eru margir sem skjótast í Leiruna og spila gott golf. Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu vallarins, hann opnar vanalega fyrr en flestir vellir og er opinn lengur. Við höfum aukið úrvalið og þjónustuna í golfbúðinni og einnig bryddað upp á nýjum hlutum í veitingasölunni. Þar leggjum við meiri áherslu á að bjóða upp á hollari vörur. Við erum að reyna að beina börnunum og yngri kynslóðinni sem eru meira og minna hérna allan daginn. Ef þau gleyma nestinu þá er ýmislegt hollt í boði fyrir þau. Við veitum þeim afslátt af því sem við köllum heilsusamlega fæðu og þetta hefur mælst vel fyrir.“


VIÐ HÖFUM GÓÐA REYNSLU AF

HLJÓÐI

NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI

NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / NETVERSLUN.IS


Nýtt gullaldartímabil fram undan? Það hafa fjölmargir Íslandsmeistarar komið úr röðum GS í gegnum tíðina. Þar ber hæst árangur Karenar Sævarsdóttur sem varð Íslandsmeistari átta sinnum í röð. Örn Ævar Hjartarson er sá síðasti úr röðum GS sem fagnað hefur Íslandsmeistaratitli en það gerði hann árið 2001 í Grafarholtinu. „Við vonum að nýtt gullaldartímabil sé fram undan hjá okkur í afreksstarfinu. Því er ekki að neita að það hefur ekki staðið undir væntingum undanfarin ár.

Karen Guðnadóttir úr GS hefur verið að gera góða hluti í keppnisgolfinu undanfarin ár.

Ein sú efnilegasta: Kinga Korpak að keppa í sveitakeppninni síðasta sumar. Formaðurinn fékk að vera á pokanum hjá henni.

Karen Guðnadóttir hefur verið mest áberandi og staðið sig mjög vel. Við höfum átt marga Íslandsmeistara í golfi og okkur langar að fá fleiri slíka. Það eru gríðarleg efni í barna- og unglingastarfinu hjá okkur. Þar má nefna systurnar Kingu Korpak og Suzönnu Korpak.“ Íslandsmótið í golfi fór fram á Hólmsvelli í Leiru árið 2011 og segir Jóhann að GS-ingar séu ávallt tilbúnir að taka við slíku verkefni. „Miðað við gæði vallarsins erum við ávallt reiðubúnir að taka Íslandsmótið að okkur og það væri heiður að fá mótið á ný, hvenær sem það verður. Við höfum náð að halda okkur réttu megin við núllið. Höfum ekki farið í fjárfestingar á undanförnum árum Íslandsbankamótaröðin hófst í lok maí á Hólmsvelli. Hér má sjá keppendur á 10. flötinni.

26

GOLF.IS

en framkvæmdir við fjórðu brautina munu kosta eitthvað. Einnig mun uppbygging á inniaðstöðu í haust kosta eitthvað en það er bara tilhlökkunarefni að takast á við þau verkefni. Við ætlum ekki að steypa okkur í skuldir og markmiðið er að fjármagna t.d. golfhermi með framlögum og styrkjum frá fyrirtækum og einstaklingum áður en græjan verður keypt. Langtímaskuldir GS hafa lækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við teljum okkur vera á góðum stað með reksturinn, klúbburinn er ekki skuldlaus en við erum að lækka skuldir og eru með gott aðhald í rekstrinum,“ sagði Jóhann Páll.



Skeggjabrekkuvöllur:

Stórfenglegt útsýni til allra átta

– Öflugt starf og uppbygging hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar Golfklúbbur Fjallabyggðar á sér nokkuð langa sögu en klúbburinn, sem stofnaður var árið 1968, hét áður Golfklúbbur Ólafsfjarðar. Sigurður Guðjónsson þáverandi bæjarstjóri var aðalhvatamaðurinn að stofnun klúbbsins og Þorsteinn Jónsson var kjörinn fyrsti formaðurinn. Rósa Jónsdóttir er núverandi formaður GFB en nafni klúbbsins var breytt í lok ársins 2015.

28

GOLF.IS


GOLF.IS

29


Á hverjum mánudegi er kvennagolf og þá hittumst við og eigum góða samverustund saman.“ Karlarnir eru einnig með sína föstu leikdaga en þeir koma saman á þriðjudögum. „Við erum með mótaröð fyrir félagsmenn sem fer fram á miðvikudögum og það eru nokkur opin golfmót yfir sumartímann. Það er nóg um að vera hjá okkur. Það er kraftmikill hópur heldri kylfinga í Golfklúbbi Fjalla­ byggðar sem hittist flesta morgna og leikur golf saman. Þeir spjalla síðan um heimsmálin yfir kaffibolla. Það er ávallt pláss fyrir fleiri kylfinga í morgunhópinn. Klúbburinn heldur úti æfingum fyrir yngri kylfinga yfir sumartímann 2–3 sinnum í viku. GFB tekur þátt í Norðurlandsmótaröð unglinga og eitt af fjórum mótum hvers sumars fer fram á Skeggjabrekkuvelli.

Nýjar brautir í Skeggjabrekkudal Golf á Íslandi heyrði í Rósu þar sem stiklað var á stóru um starf klúbbsins og farið var yfir helstu verkefni næstu missera. „Starfið í Golfklúbbi Fjallabyggðar er öflugt og til marks um það þá voru 102 félagar skráðir í klúbbinn um síðustu áramót. Það verður að teljast gott. Á hverju ári er boðið upp á námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir í golfíþróttinni og við reynum eftir fremsta megni að fá til okkar fleiri félaga,“ segir Rósa. Á upphafsárum GÓ kom klúbburinn sér upp sex holu velli í landi Bakka sem er í um 13 km fjarlægð frá Ólafsfirði. Þar var leikið golf í fimm ár til ársins 1973 þegar GÓ fékk landsvæði til umráða við bæinn Skeggjabrekku, fyrir ofan bæinn í austurátt. Þar hafa klúbbfélagar byggt upp afbragðs klúbbhús samhliða áhugaverðum 9 holu golfvelli. Íbúðarhúsið við Skeggjabrekku var illa farið eftir bruna þegar klúbbfélagar tóku

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stórfenglegt útsýni til allra átta

við því á sínum tíma og fór nánast allur þeirra frítími í að endurbyggja það og gera það nothæft að nýju. Eftir að völlurinn var fluttur að Skeggjabrekku hófst nýtt tímabil í sögu klúbbsins á velli sem státar af óvenju skemmtilegu landslagi. Vallarstæðið er fjölbreytt og gott útsýni er af vellinum bæði til bæjarins og sjávar.

Konurnar láta að sér kveða Rósa er ánægð með hlutfall kvenna í klúbbnum en um 30% félagsmanna eru konur. „Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt og það eru rúmlega 30 konur í klúbbnum sem er mjög mikið miðað við stærð klúbbsins.

Framkvæmdir við nýjar brautir á Skeggja­ brekkuvelli standa nú yfir en völlurinn er að sögn Rósu nokkuð dæmigerður landsbyggðarvöllur. „Landfræðilegar aðstæður gera það að verkum að Skeggjabrekkuvöllur kemur frekar seint undan snjó á vorin. Við getum ekki breytt því að Ólafsfjörður er á meðal nyrstu byggða á Íslandi. Völlurinn kemur venjulega undan snjó um mánaðamótin maí/júní. Grasið er oft iðagrænt þegar snjórinn fer af vellinum.“ Stefnt er að stækkun Skeggjabrekkuvallar til suðurs inn í Skeggjabrekkudal. „Í þeim áfanga verða gerðar fjórar nýjar brautir ásamt uppbyggingu púttflata og teiga. Gert er ráð fyrir æfingasvæði þar sem núverandi níunda braut er í dag. Þegar þessum kafla er lokið í framkvæmdum verður haldið áfram að byggja upp þær brautir sem eru í notkun á vellinum.“


Jordan Spieth

Bubba Watson

Rickie Fowler

Henrik Stenson

Adam Scott

Louis Oosthuizen

68 YEARS. ONE BALL. THE #1 BALL PLAYED AT THE U.S. OPEN® FOR 68 YEARS.

Zach Johnson

Kevin Kisner

Jimmy Walker

Kevin Na

Bill Haas

Rafa Cabrera-Bello

To be successful at the U.S. Open takes talent, precision and patience. It also demands a golf ball that provides exceptional distance, control and consistency. It’s especially true this year when players take on Oakmont Country Club, one of the most difficult courses in the world, with its tight fairways, hard and slick greens, and famous Church Pews bunker. And it’s why the overwhelming majority will rely on Titleist, just as they did when they played Oakmont in 1953, 1962, 1973, 1983, 1994 and 2007. And as they have in every U.S. Open for 68 consecutive years.

Source: Darrell Survey. U.S. Open is a registered service mark of the United States Golf Association® and is used with the permission of the United States Golf Association. The USGA does not endorse or sponsor Titleist or its products in any way.


Góð upplifun fyrir gesti Heimamenn á Ólafsfirði eru sannfærðir um að þeir sem leggi leið sína á Skeggja­ brekkuvöll fái góða upplifun af svæðinu. „Staðsetning vallarins er frábær. Hann er í mynni Skeggjabrekkudals, í um 70 metra hæð yfir sjávarmáli. Stórfenglegt útsýni er til allra átta, há fjöll og fjallasalir, útsýni út fjörðinn, yfir Ólafsfjarðarvatn og inn fjörðinn. Þó að völlurinn sé stuttur, par 33, þá er hann sýnd veiði en ekki gefin. Mikið landslag er í vellinum og flatirnar eru krefandi. Hér er öflugt starf sem við ætlum að gera enn öflugra með því að fá fleiri kylfinga til liðs við okkur og uppbyggingin heldur áfram á Skeggjabrekkuvelli,“ sagði Rósa Jónsdóttir formaður GFB.

Ekki týna golfkylfunni þinni Það eru auknar líkur á því að týnd kylfa komist til eigandans ef hún er merkt. Einföld og ódýr lausn. 14 límmiðar á aðeins 2.990,- kr. Pantanir og nánari upplýsingar, s. 863 1850 32

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stórfenglegt útsýni til allra átta

lilja@vegaljos.is

www.vegaljos.is


kvika.is


„Fer langt á bjartsýninni“ – Jóhanna G. Jónasdóttir formaður ætlar að fjölga konum í klúbbnum Jóhanna G. Jónasdóttir hefur frá árinu 2008 gegnt formennsku hjá Golfklúbbnum Ósi á Blönduósi. Jóhanna ætlaði að stíga til hliðar á síðasta aðalfundi og hætta sem formaður en það breyttist og hún hefur sett sér það markmið að fjölga konum í GÓS með markvissum hætti á næstu misserum.

Útsýnið á 1. teig er glæsilegt og hér þarf að vanda vel til verka. Mynd/seth@golf

34

GOLF.IS


Það er stórkostlegt útsýni frá 2. teig á Vatnahverfisvelli. Mynd/seth@golf

„Ég fer langt á bjartsýninni og þannig hefur þetta verið hjá okkur hér á Blönduósi. Við erum rétt rúmlega 30 í klúbbnum og starfið er á fárra herðum en við kvörtum ekki og viljum gera enn betur,“ segir Jóhanna en hún kynntist golfíþróttinni árið 2003 þegar vinnufélagi hennar á leikskólanum fékk hana með sér upp á Vatnahverfisvöll. Eftir það var ekki aftur snúið. „Mér finnst golfið alveg frábær íþrótt og eins og margir aðrir sé ég eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. Það sem okkur vantar er að fá golfkennara og fagfólk sem getur aðstoðað okkur við að kenna íþróttina. Það hafa komið hingað kennarar af og til á undanförnum árum en það vantar stöðugleikann og eftirfylgnina. Við erum 4-5 konur hérna í klúbbnum sem eru virkar, það gengur ekki upp og við þurfum að fá fleiri. Það eru of fáar konur í klúbbnum og við ætlum okkur að fjölga þeim á næstunni.“

Starfið hjá GÓS er öflugt þrátt fyrir að fáir séu í klúbbnum, segir Jóhanna. „Það eru haldin 16 punktamót fyrir félagsmenn yfir sumarið og við leikum á hverjum fimmtudegi. Þátttakan í þeim mótum er góð og hápunkturinn á sumrinu er Húnavökumótið sem fram fer samhliða bæjarhátíðinni. Gestir sem hafa leikið á Húnavökumótinu eru ánægðir með Vatnahverfisvöll sem er sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Jóhanna formaður GÓS. Björgvin Orri, barnabarn Jóhönnu formanns er 5 ára, yngsti kylfingurinn í GÓS. Mynd/Höskuldur

GOLF.IS

35


Heiðar Davíð Bragason úr GHD á góðar minningar frá æskuárunum á Vatnahverfisvelli á Blönduósi. Mynd/seth@golf

Skemmtilegur, stuttur og krefjandi völlur – Heiðar Davíð Bragason þekkir hverja þúfu á Vatnahverfisvelli á Blönduósi

Vatnahverfisvöllur er besta æfingasvæði sem ég hef kynnst. Ég fékk að nota völlinn eins og ég vildi og ég þekki hverja þúfu þarna. Í stuttu máli þá er þetta skemmtilegur, stuttur og krefjandi völlur. Ég lærði að nota fleygjárnin á þessum velli og ég þakka bara fyrir að hafa fengið að alast þarna upp,“ segir afrekskylfingurinn Heiðar Davíð Bragason sem á góðar minningar frá Blönduósi þar sem hann ólst upp. Heiðar, sem fagnaði Íslands­meistara­titlinum á Hólmsvelli í Leiru árið 2005, er í dag PGA-golf­kennari hjá Golf­klúbbnum Hamri á Dalvík og hann hvetur kylfinga til þess að prófa að leika á Vatnahverfisvelli.

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Skemmtilegur, stuttur og krefjandi völlur


Séð yfir 3. flöt og 4. brautina sem er par 3 hola og virkilega krefjandi braut. Mynd/seth@golf

„Það eru margar skemmtilegar brautir á þessum velli. Fyrsta holan er frekar erfið, önnur brautin mjög skemmtileg og svona gæti ég haldið áfram. Það sem einkennir völlinn er að flatirnar eru litlar og það þarf að staðsetja upphafshöggin til þess að koma sér í færi. Ég hef oft sagt að þeir sem hitta flöt á Vatnahverfisvelli í tilætluðum höggafjölda eru í fuglafæri, því flatirnar eru það litlar. Ég æfði ýmis högg á þessum velli sem eru mín helstu vopn enn í dag. Ég lærði á þessum velli að vera nákvæmur í innáhöggunum og staðsetja mig vel í upphafs­höggunum. Ég þurfti að læra að sætta sig við taka ekki dræverinn upp og dúndra eitthvað út í loftið. Ég lærði að vera ekki of grimmur og einnig lærði ég

gott leikskipulag þótt völlurinn væri frekar stuttur. Nokkrar flatir eru uppbyggðar og eru frekar mjúkar. Það varð til þess að ég notaði fleyg­ járnin mikið og sló bara nánast á pinnann og lét boltann stoppa. Mér hefur alltaf liðið vel á slíkum flötum. Þegar ég fer t.d. á velli í Bandaríkjunum fæ ég sömu tilfinninguna og get látið boltann stoppa. Vatnahverfisvöllur kenndi mér að verða góður fleygjárnsspilari. Það borgaði sig ekki að nota 8-járnið og láta boltann rúlla inn á svona litlar flatir. Við þurftum að láta boltann fljúga inn á flatirnar. Minn gamli heimavöllur er besta æfinga­ svæði sem ég hef fengið að nota, ég var oft bara einn á vellinum, Það var alltaf nóg

pláss fyrir mig að æfa og ég var heppinn að fá þessar aðstæður. Ég var með tvo í forgjöf þegar ég fór frá Blönduósi og í Mosfellsbæinn til þess að taka skrefið upp á við. Besta skorið mitt á Vatnahverfisvelli var á þeim tíma eitt eða tvö högg undir pari. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að mér tókst að leika völlinn á -5. Þrátt fyrir að vera frekar stuttur völlur þá er Vatnahverfisvöllur skemmtileg áskorun fyrir alla kylfinga og ég skora á alla þá sem eru með golfsettið í skottinu að staldra við á Blönduósi og leika völlinn. Sérstaklega í kvöldsólinni, það eru fáir vellir á landinu sem eru með fallegra umhverfi þegar sólin er að setjast,“ sagði Heiðar Davíð Bragason.

Afgreiðslukerfi

debet | kredit Félagakerfi dk viðskiptahugbúnaður býður upp á alhliða lausn fyrir hin ýmsu félagasamtök eins og stéttar- og íþróttafélög, góðgerðarsamtök og klúbba. Í félagakerfinu er einfalt að hafa umsjón með félagsmönnum, félagsgjöldum, launagreiðendum, styrkjum og sjóðum og öllu því tengdu.

bókhald | í áskrift

dk POS afgreiðslukerfi er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Með dk iPos er afgreiðslukerfið komið í hendina, fyrir iPod, iPad og iPhone. dkPos afgreiðslukerfið fyrir windows tölvur er með sérsniðnar lausnir t.d. tengingu við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.

dk POS | í áskrift dk hugbúnaður ehf Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | 510 5800 | dk@dk.is

Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as

GOLF.IS

37


„Þetta verður mikil upplifun“

– Alþjóðadómarinn Hörður Geirsson dæmir á Opna breska á Royal Troon

Forsvarsmenn GSÍ hafa á undanförnum árum unnið að því að fá verkefni fyrir íslenska dómara á stórmótum erlendis. Mikil gleðitíðindi bárust í vor í bréfi frá David Rickman hjá R&A í Skotlandi þar sem yfirmaður dómaramála hjá alþjóðasambandinu tilkynnti að Hörður Geirsson, alþjóðadómari, úr Golfklúbbnum Keili yrði einn af dómurum á Opna breska meistaramótinu. Hörður er fyrsti dómarinn frá Íslandi sem fær slíkt verkefni á einu af risamótunum fjórum í karlaflokki. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson fór á sínum tíma og dæmdi í Solheim keppninni sem fór fram árið 2003 í Svíþjóð. Það ríkir mikil tilhlökkun hjá Herði að takast á við þetta verkefni sem verður án efa mikið ævintýri. Mótið í ár er það 145. í röðinni og í níunda skipti sem það fer fram á Royal Troon vellinum við Ayrshire á vesturströnd Skotlands. „Ég hef farið sem áhorfandi á Opna breska en ég sá mótið á Royal Birkdale árið 2008 í vonda veðrinu sem þar gekk yfir. Ég hef aldrei komið á Troon völlinn og þetta verður án efa mikil upplifun og það ríkir mikil tilhlökkun hjá mér. Mér líður eins og barni sem bíður eftir jólunum,“ segir Hörður við Golf á Íslandi en hann heldur til Skotlands mánudaginn 11. júlí. „Ég fer til Skotlands mánudaginn 11. júlí en mótið hefst fimmtudaginn 14. júlí og því lýkur sunnudaginn 17. júlí. Það er mikill undirbúningur sem fylgir þessu verkefni, ég

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þetta verður mikil upplifun“

þarf að kynna mér völlinn vel enda hef ég aldrei komið á Troon völlinn í Skotlandi.“ Mikill fjöldi dómarar eru til staðar á risamótunum fjórum og yfirleitt eru tveir dómarar sem fylgja hverjum ráshóp. „Eftir því sem ég veit best þá eru að jafnaði tveir dómarar með hverjum ráshópi. Það er einn sem gengur með ráshópnum og einn sem gengur talsvert á undan og reynir að vera staðsettur þar sem boltarnir lenda. Sá dómari getur þá metið stöðuna og undirbúið sig fyrir óvenjuleg atvik sem alltaf geta komið upp. Allt þetta er gert til þess að flýta leik.“ Hörður hefur á undanförnum árum farið reglulega á námskeið erlendis til þess að halda kunnáttu sinni á golfreglunum við. „Ég tók alþjóðaprófið árið 2008, úti í St. Andrews í Skotlandi. Frá þeim tíma hef ég farið sex sinnum í endurmenntun og tekið námskeið og próf í Bandaríkjunum. Ég hef sérstaklega reynt að fara þegar nýjar reglur og úrskurðir eru gefnir út. Síðast fór ég á slíkt námskeið í Atlanta í vetur og þessi námskeið hafa reynst mér vel,“ segir Hörður Geirsson alþjóðadómari.

K

Eins og áður segir fer Opna breska fram í níunda sinn á Royal Troon. Bandarískir kylfingar hafa veirð sigursælir á þessum velli á þessu móti. Frá árinu 1962 hafa aðeins bandarískir kylfingar fagnað sigri á Royal Troon vellinum. 1923: Arthur Havers, England. 1950: Bobby Locke, Suður-Afríka. 1962: Arnold Palme, Bandaríkin. 1973: Tom Weiskopf, Bandaríkin. 1982: Tom Watson, Bandaríkin. 1989: Mark Calcavecchia, Bandaríkin. 1997: Justin Leonard, Bandaríkin. 2004: Todd Hamilton, Bandaríkin.

VE


ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

KÁRI | Flíspeysa Kr. 14.900

VERSLANIR ICEWEAR

REYKJAVÍK AUSTURSTRÆTI 5 • VESTURGATA 4 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 • LAUGAVEGUR 1 • LAUGAVEGUR 91 FÁKAFEN 9 OUTLET • GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • VÍK Í MÝRDAL AUSTURVEGUR 20

Netverslun www.icewear.is frí heimsending um allt land


Golfregluleikur Varðar og GSÍ heldur áfram

Golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands heldur áfram í sumar. Hægt er að taka þátt á vefsíðunni golf.vordur.is og eru glæsilegir vinningar í boði fyrir þá sem eru með golfreglurnar á hreinu. Í fyrra var þátttakan gríðarlega mikil og framar vonum en um 10.000 skráningar voru í leikinn þar sem þátttakendur fengu að reyna á kunnáttu sína í golfreglunum. Þeir sem tóku þátt í fyrra fengu viður­kenn­ingarnar brons, silfur eða gull eftir því hversu vel þeir stóðu sig. Keppendur voru vel að sér í golfreglunum því 65% þeirra sem tóku þátt fengu gullmedalíu. Steinþór Haraldsson hafði heppnina með sér í leiknum í fyrra. Hann vann golfferð fyrir tvo til Spánar með Heimsferðum. Það er til mikils að vinna í ár því verðlaunin eru golfferð fyrir tvo til La Sella á Spáni með Heimsferðum. Vörður, sem er einn helsti styrktaraðili Golfsambands Íslands, hvetur kylfinga til þess að kynna sér golfreglurnar vel og taka þátt í golfleik Varðar.

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfregluleikur Varðar og GSÍ heldur áfram


Við förum öll á EM2016 með Símanum Fylgstu með öllum leikjunum á SíminnSport

Pantaðu núna! siminn.is/pantaem


Tveir í röð: Andri Þór Björnsson úr GR hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel líkt og hann gerði í fyrra. Hér slær hann á 1. teig á Hlíðavelli. Mynd:seth@golf

– Fagnaði öðrum titli sínum í röð með sigri á Símamótinu á Hlíðavelli Andri Þór Björnsson hefur náð ótrúlegum árangri á fyrstu tveimur mótunum á Eimskipsmótaröðinni. GR-ingurinn fagnaði sigri á Símamótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og var það annar sigur hans í röð á Eimskipsmótaröðinni. Þetta er annað árið í röð sem Andri sigrar á tveimur fyrstu mótum ársins á Eimskips­ mótaröðinni. Á þessum fjórum mótum hefur Andri leikið samtals á 20 höggum undir pari á sex 18 holu hringjum eða -3,3 höggum að meðaltali.

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

Andri bætti vallarmetið á Hlíðavelli á fyrsta keppnisdeginum á Símamótinu, hann fékk átta fugla og tapaði ekki höggi þar sem hann fékk einnig 10 pör. Samtals fékk hann 15 fugla á 54 holum á Símamótinu, 36 pör og aðeins þrjá skolla. Á Egils Gull mótinu sem fram fór á Strandarvelli fékk Andri alls 12 fugla og samtals hefur hann því fengið 27 fugla á fyrstu tveimur mótum ársins. Baráttan um sigurinn í karlaflokki á Síma­mótinu var hörð en Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Jökli frá Ólafsvík veitti Andra Þór harða keppni. Fjórir fuglar á 6.,7.,11., og 13. braut hjá Andra Þór gerðu það að verkum að hann náði fimm högga forskoti á Magnús sem náði að minnka muninn í tvö högg á síðustu holunum. Skor keppenda í karlaflokki var glæsilegt og alls léku 12 kylfingar á pari vallar eða betur á þremur keppnishringjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mættu til leiks á Hlíðavöll enda var þetta síðasta tækifæri þeirra til þess að laga stöðu sína á stigalistanum fyrir KPMGbikarinn, Íslandsmótið í holukeppni. „Ég lít á þessi mót á Eimskipsmótaröðinni sem hluta af æfingaferlinu fyrir stóra prófið í haust þegar úrtökumótið fyrir Evrópu­móta­ röðina fer fram. Ég reyni að horfa ekki langt fram í tímann eða hugsa um það sem liðið er, ég reyni bara að slá góð golfhögg og næsta högg er það sem skiptir öllu máli,“ sagði Andri Þór

Magnús Lárusson lék vel á sínum gamla heimavelli en hann keppir fyrir Golfklúbbinn Jökul frá Ólafsvík. Mynd/seth@golf

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


C

M

Y

CM

MY

CY

MY

K


Fjölmenni var við 18. holu Hlíðavallar á Símamótinu þegar lokaráshópur karla lauk keppni á lokahringnum. Hér slær sigurvegarinn Andri Þór Björnsson inn á flötina af öryggi. Mynd:seth@golf

Íslandsmeistarinn 2015 Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék á sínu fyrsta móti frá því á Íslandsmótinu í fyrra. Mynd/seth@golf

Lokastaða efstu kylfinga á Símamótinu í karlaflokki: 1. Andri Þór Björnsson, GR (64-70-70) 204 högg -12 2. Magnús Lárusson, GJÓ (66-70-70) 206 högg -10 Sáttur: Aron Skúli Ingason sló draumahöggið á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Mynd/seth@golf

Aron sló draumahöggið Aron Skúli Ingason úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sló draumahöggið á Símamótinu á Eimskips­ mótaröðinni. Aron setti boltann beint ofan í holuna á lokahringnum á 15. braut á Hlíðavelli sem er ein erfiðasta par 3 hola landsins. Hann sló með fleygjárni og notaði Titleist ProV bolta. Aron hafði aldrei áður upplifað þessa tilfinningu og hann var afar sáttur þegar Golf á Íslandi smellti mynd af honum rétt eftir að hann sló draumahöggið.

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-69-69) 209 högg -7 4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-66-72) -5 5. Theodór Emil Karlsson, GM (70-68-75) -3 6.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR (74-71-69) -2 6.-8. Rúnar Arnórsson, GK (69-75-70) -2 6.-8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (68-71-75) -2 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (70-73-72) -1 10. Kristján Þór Einarsson, GM (71-71-73) -1 11. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (69-72-74) -1 12. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-70-74) par 0


BIG MAX KERRUR OG POKAR

Fyrir 5 árum fundum við þetta merki og hófum sölu á kerrum og pokum frá Big Max. Þetta örumerki náði strax vinsældum meðal íslenskra kylfinga og viðtökurnar hafa verið mjög góðar.

Við erum með gott úrval af kerrum, kerrupokum og burðarpokum frá Big Max og flestir ættu að geta fundi kerru og/eða poka við sitt hæfi.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

Í golfpokum leggur BIG MAX mikla áherslu á góða vatnsvörn og flestir pokarnir frá þeim eru algjörlega vatnsheldir

Í kerrunum bjóðum við upp á tveggja, þriggja og fjögurra hjóla kerrur ásamt kerrum fyrir krakkana. Sú kerra sem hefur vakið hvað mestum vinsældum er Blade+ kerran sem fellur alveg einstaklega vel saman.


Fjórði titillinn í höfn – Guðrún Brá varði titilinn á Símamótinu á Hlíðavelli

Heiða Guðnadóttir úr GM lék vel og endaði í öðru sæti en hún hefur titil að verja á KPMGbikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni. Mynd:seth@golf

Helga Kristín Einarsdóttir úr GK náði þriðja sætinu á Símamótinu. Mynd:seth@golf

„Þetta er fyrsta mótið hjá mér á þessu tímabili hér á Íslandi og það var gott að fá svona frábært veður og góðan völl. Mér gekk ágætlega á þessu móti og gaman að vinna. Markmið sumarsins eru mörg og mikið um að vera, EM og Íslandsmótið eru stærstu viðburðirnir og það er markmiðið að standa sig vel á þessum mótum,“ sagði Guðrún Brá en hún háði harða keppni við Heiðu Guðnadóttur úr GM á lokahringnum. Heiða fékk fugl á 14. holu á lokahringnum og jafnaði þar með við Guðrúnu en Keilis­ konan svaraði með fugli á 15. braut og leit aldrei um öxl eftir það.

Guðrún Brá, sem er 22 ára gömul, fagnaði þar með fjórða sigri sínum á Eimskips­ mótaröðinni og öðrum sigrinum á Síma­ mótinu. Guðrún Brá leikur með bandaríska háskólaliðinu Fresno State í Kaliforníu. Hún hefur einnig fagnað tveimur titlum á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli á Akranesi þar sem hún vann sinn fyrsta sigur árið 2011 og endurtók leikinn árið 2013 á sama velli. Annað árið í röð lék Guðrún Brá hringina þrjá á Hlíðavelli á +7 samtals en hún var á nákvæmlega sama höggafjölda fyrir ári síðan.

Lokastaða efstu kylfinga á Símamótinu í kvennaflokki: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (73-74-76) 223 (+7) 2. Heiða Guðnadóttir, GM (76-70-80) (+10) 3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (81-72-77) 230 (+14) 4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (79-79-74) 232 (+16) 4.-5. Jódís Bóasdóttir, GK (76-80-76) 232 (+16)

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 612062

Guðrún Brá Björgvins­ dóttir úr Keili fagnaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 3.-5. júní s.l. Guðrún sigraði með þriggja högga mun og varði titilinn frá því í fyrra þegar hún sigraði á Símamótinu á sama velli.


LYF NÝTTÐ VI MI OFNÆ

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 612062

Of mikið sumar ?

Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Notkun: Flynise inniheldur virka efnið deslóratadín 5 mg og er ætlað til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið veldur ekki syfju. Skömmtun: Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 1 tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Töfluna má taka með eða án fæðu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Flynise skal nota með varúð ef um er að ræða alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Notkun lyfsins er ekki ráðlögð á meðgöngu og/eða við brjóstagjöf. Aukaverkanir: Lyfið þolist almennt vel en eins og á við um öll lyf geta komið fram aukaverkanir en það gerist þó ekki hjá öllum. Algengustu aukaverkanirnar umfram lyfleysu eru þreyta (1,2%), munnþurrkur (0,8%) og höfuðverkur (0,6%). Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Janúar 2016


Slegið úr mismunandi halla – markvissar æfingar skila árangri Það er sjaldan sem kylfingar standa á eggsléttu undirlagi þegar högg er slegið úti á golfvellinum. Slík högg eru krefjandi þáttur í golfíþróttinni og með markvissum æfingum er hægt að ná góðum tökum á þeim. Golf á Íslandi fékk Björn Kristin Björnsson, PGA-kennara hjá Golfklúbbnum Keili, til þess að gefa lesendum nokkur góð ráð um þessi högg. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr Keili, tók að sér að vera nemandinn í þessum kennsluþætti og eru henni færðar þakkir fyrir. Björn er 33 ára gamall og lauk námi úr Golfkennaraskóla PGA og GSÍ árið 2012 en hefur sinnt golfkennslu frá árinu 2009. Hann sér um barna- og unglingastarfið hjá Keili ásamt Björgvini Sigurbergssyni íþróttastjóra, kennir nýliðum og er með námskeið og einkakennslu. Björn kenndi um tveggja ára skeið í Þýskalandi, var hjá Golfklúbbi Grindavíkur í eitt sumar og hóf störf hjá Keili í lok ársins 2013.

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

PGA

golfk e n n sl a


NÁÐU GÓÐU FLUGI KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND

FLUGFELAG.IS

AKUREYRI JAÐARSVÖLLUR Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.

EGILSSTAÐIR EKKJUFELLSVÖLLUR Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.

ÍSAFJÖRÐUR TUNGUDALSVÖLLUR Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistarparadís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag skapar glæsilega umg jörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.

REYKJAVÍK GRAFARHOLTSVÖLLUR Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030


Slegið í upphalla

Vegna hallans munum við slá hærra og líklega aðeins styttra. Veljum því kylfu með minni fláa. Sláðu t.d. með 6-járni í stað þess að nota 7-járn. Við höldum þunganum á aftari fæti. Best er að hugsa þetta þannig að axlir halli jafnmikið og brekkan. Þannig forðumst við að slá í jörðina fyrir framan boltann. Sveiflum venjulega og klárum sveifluna. Reynum að halda jafnvægi eins lengi og við getum.

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

PGA

golfkennsla


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

ENNEMM / SÍA / NM67756

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


Slegið í niðurhalla

PGA

golfkennsla

Við þurfum að halla efri hluta líkamans í sömu átt og brekkan hallar. Axlir halla jafnmikið og brekkan. Meiri þungi hvílir á fremri fæti. Nú er minni flái á kylfunni og því er gott að velja kylfu með aðeins meiri fláa svo við fáum hærra boltaflug. Sláðu t.d. með 9-járni í stað þess að nota 8-járn. Við þurfum að reyna að fá kylfuna til að fylgja hallanum í niðursveiflunni. Því þurfum við að passa að færa þungann ekki yfir á aftari fótinn. Munið að halda jafnvæginu og láta kylfuna fylgja hallanum í niðursveiflunni.

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


HVERT VILTU FARA, HVAÐ VILTU GERA? SUZUKI S-CROSS, TIL Í ALLT!

fjórhjóladrifinn snillingur með ríkulegan staðalbúnað. Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100km sjálfskiptur.

KOMDU OG PRÓFAÐU HANN!

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki. Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Bolti fyrir ofan fætur

PGA

golfkennsla

Við höldum neðar á kylfunni og stöndum aðeins nær boltanum. Við þurfum að vera uppréttari og rétta aðeins úr hnjánum, vegna þess að við stöndum nær boltanum. Við þurfum að sveifla meira í kringum okkur, sveiflan þarf að vera flatari. Við miðum hægra megin við skotmarkið vegna þess að við ættum að fá vinstri sveig á boltann þar sem sveiflan er flöt. Það er mikilvægt að klára sveifluna og halda jafnvæginu.

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla



Bolti fyrir neðan fætur

PGA

golfkennsla

Við þurfum að halda efst á golfkylfunni og hafa meira bil á milli fóta en venjulega. Þar sem boltinn er fyrir neðan fætur ætti aftursveiflan að verða brattari. Ferillinn verður meira út-inn og við ættum að fá hægri sveig á boltann (slæs). Þess vegna verðum við að miða aðeins vinstra megin við skotmarkið. Í þessu höggi er mikilvægt að halda jafnvæginu.

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla



Högg með 5-járni í brautarglompu

Boltinn er aðeins framar í stöðunni en við erum vön. Ekki grafa fæturna mikið niður í sandinn, náðu bara góðri stöðu. Aðeins þéttara grip og flatari sveifla til að minnka hreyfingar í úlnliðum. Flatt aðfallshorn að boltanum er lykilatriði hér. Alls ekki sveifla bratt. Reynum að slá eins lítið í sandinn og mögulegt er. Gott er að ímynda sér að verið sé að slá boltann af malbiki. Snúum líkamanum vel í gegnum höggið og klárum sveifluna.

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

PGA

golfkennsla


z


PGA

golfkennsla

Blendings­ kylfuhögg í brautarglompu Boltinn er aðeins framar í stöðunni en við erum vön. Ekki grafa fæturna mikið niður í sandinn, náðu bara góðri stöðu. Aðeins þéttara grip og flatari sveifla til að minnka hreyfingar í úlnliðum. Flatt aðfallshorn að boltanum er lykilatriði hér. Alls ekki sveifla bratt. Reynum að slá eins lítið í sandinn og mögulegt er. Gott er að ímynda sér að verið sé að slá boltann af malbiki. Snúum líkamanum vel í gegnum höggið og klárum sveifluna.

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


EKKI BARA GÆÐI UNDIRFATNAÐUR OG SOKKAR Í KAUPBÆTI

VINNUBUXUR Rassvasi með tölu

m/vsk

Fullt verð 23.515

ÖRYGGISSKÓR

Hnjápúðavasar.

Penna og símavasi

Litur: Gulur/svartur.

Litir: Grár, Svartur, Blár

6.500

17.310

m/vsk

Fullt verð 9.781

m/vsk

Fullt verð 21.638

POLOBOLUR

Polyethene efni

100% bómull

Passa á flestar

Litir: Hvítur, Blár,

buxur

Svartur og Grár

1.900

m/vsk

Fullt verð 2.964

FLÍSJAKKI

Vatns- og vindhedur.

Hliðarvasar

HNJÁPÚÐAR

16.400

KULDAGALLI

1.500

m/vsk

Fullt verð 2.344

Brjóstvasar með rennilás Tveir hliðarvasar

Stáltá, stál í sóla. S3 öryggisstaðall

Árennd hetta Renndur brjóstvasi

Vind og vatnsheldur

Litur: svartur

17.900

m/vsk

Fullt verð 23.957

BELTI TEYGJANLEGT

9.630

m/vsk

Fullt verð 14.816

VINNUBUXUR EN471 CORDURA® hnjápúðavasar Hangandi vasar Vasi fyrir ID kort Litur: Svartur/Gulur

1.990

m/vsk

Fullt verð 3.448

13.900

m/vsk

Fullt verð 17.686

www.sindri.is I sími 567 6000 Smiðjuvegi 1 grá gata, Kópavogi

VINDJAKKI EN 471 19.900

m/vsk

Fullt verð 27.566


Golfreglur:

Bolti í karga við vallar­ marka­ stiku Golfreglurnar eru ávallt mikið í umræðunni hjá kylfingum. Golf á Íslandi fékk Hörð Geirsson alþjóðadómara til þess að koma með nokkur dæmi um atvik sem koma oft upp og réttu svörin við þessum dæmum. Í öllum spurningum er miðað við að leikinn sé höggleikur og að engar staðarreglur séu í gildi. Upphafshögg Arnars Log Andrasonar, hafnar úti í karga, upp við vallarmarkastiku. Þegar Arnar Logi býr sig undir að slá boltann kemur í ljós að stikan truflar sveiflusvið hans. Hvað má Arnar Logi gera, vítalaust? A. Fjarlægja vallarmarkastikuna áður en hann slær boltann, að því tilskildu að hann setji stikuna aftur á sinn stað. B. Standa utan vallar þegar hann slær boltann. C. Taka lausn frá stikunni með því að ákvarða næsta stað fyrir lausn og láta boltann falla innan einnar kylfulengdar frá þeim stað, þó ekki nær holunni. Svar: B. Vallarmarkastikur eru ekki hindranir og því má ekki fá lausn frá þeim. Ekki má heldur hreyfa við þeim.

Hinn 12 ára gami Keilismaður Arnar Logi Andrason var afar óheppinn með þessa legu. Mynd/seth@golf.is

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur


Golfreglur:

Laufblað á flöt og kylfa snertir sandinn

Eva María snertir hér sandinn áður en hún slær sjálft höggið á glompunni. Mynd/seth@golf.IS

Eva María fjarlægir hér laufblöðin á flötinni áður en hún slær höggið í glompunni. Mynd/seth@golf.IS

Eva María Gestsdóttir slær upphafshögg sitt á par 3 holu í glompu við flötina. Áður en Eva María stígur ofan í glompuna fjarlægir hún nokkur laufblöð á flötinni því hún er hrædd um að þau muni hafa áhrif á rúll boltans á flötinni. Eva María stígur því næst ofan í glompuna og tekur tvær æfingasveiflur þar sem kylfan snertir

sandinn í glompunni. Að því loknu slær hún boltann úr glompunni inn á flötina og tvípúttar. Hvert er skor Evu Maríu á holunni? A. 4 B. 6 C. 8

Svar: B. Eva María fær tvö högg í víti fyrir að snerta sandinn í glompunni með kylfunni áður en hún sló boltann úr glompunni. Vítahöggin eru tvö, óháð því hversu margar æfingasveiflur hún tekur. Erna mátti fjarlægja laufblöðin af flötinni.

GOLF HAUST OG VETUR LÁTTU OKKUR SKIPURLEGGJA GOLFIÐ FYRIR HÓPINN ÞINN! VIÐ TÖKUM Á MÓTI SMÁUM JAFNT SEM STÓRUM HÓPUM.

SENDU FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS

GOLF.IS

63


Golfreglur:

Boltinn á rangri flöt eftir innáhögg

Innáhögg Arnars Loga lenti á rangri flöt - sem er afar óvenjulegt reyndar hjá þessum snjalla kylfing. Mynd/seth@golf.IS

Arnar Logi Andrason á slæmt innáhögg á 4. holu og boltinn hafnar á 6. flötinni. Hvaða regla gildir? A. Arnar Logi má slá boltann þar sem hann liggur á 6. flötinni. B. Arnar Logi má slá boltann þar sem hann liggur á 6. flötinni en einungis ef hann notar pútter. C. Arnar Logi má ekki slá boltann á 6. flötinni. Svar: C. Samkvæmt reglu 25-3 má ekki leika bolta af rangri flöt. Arnar Logi á að taka vítalausa lausn út af flötinni.

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur


MacBook Air

Þráðlaust frelsi og öflug tækni með alvöru rafhlöðuendingu.

11” MacBook Air endist í allt að 9 klukkustundir í fullri hleðslu en 13” í allt að 13 klukkustundir. Þar að auki getur MacBook Air verið í biðstöðu í allt að 30 daga og því er ekkert mál að halda áfram þar sem frá var horfið þó að tölvan hafi tekið sér blund í daga eða vikur.

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


Golfreglur:

Boltinn færist úr stað á flöt

Arnar Logi leyndi ekki vonbrigðum sínum þegar boltinn færðist úr stað eftir að hann lagði pútterinn niður. Mynd/seth@golf.IS

Bolti Arnar Loga liggur á 14. flöt. Veðrið er ágætt, bjart og lítill vindur. Arnar Logi stígur að boltanum, tekur sér stöðu og leggur púttershausinn aftan við boltann. Þá kemur sterk vindhviða og boltinn færist úr stað. Hvernig dæmist í þessu tilfelli? A. Þetta er vítalaust og Arnar Logi á að leika boltanum þar sem hann stöðvaðist. B. Arnar Logi fær eitt högg í víti og á að leika boltanum þar sem hann stöðvaðist. C. Arnar Logi fær eitt högg í víti og á að leggja boltann aftur á fyrri stað. Svar: A. Vindhviðan olli hreyfingu boltans og því er þetta vítalaust.

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur



Golfreglur:

Boltinn á brú yfir vatnstorfæru

Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG ákvað að slá af brúnni. Mynd/seth@golf.is

Bolti Egils Ragnars Gunnarssonar stöðvast á brú sem liggur yfir vatns­tor­ færu. Boltinn er innan vatnstorfærunnar. Egill Ragnar ákveður að slá boltann af brúnni, tekur sér stöðu og leggur kylfuhausinn niður aftan við boltann. Fær Egill Ragnar víti? A. Þetta er vítalaust. B. Egill Ragnar fær eitt högg í víti. C. Egill Ragnar fær tvö högg í víti. Svar: A. Samkvæmt reglu 13-4 má ekki snerta jörð í torfærunni með kylfu. Þótt brúin sé innan torfærunnar telst yfirborð brúarinnar ekki vera jörð í torfærunni.

Golfferðir haustið 2016 komnar í sölu

Flogið með Icelandair

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur


Golfreglur:

Laufblað við bolta í glompu Arnar Logi ákvað í fljótfærni að taka laufblað sem lá við boltann hans í glompunni. Mynd/seth@golf.is

Innáhögg Arnars Loga Andrasonars er of stutt og boltinn hafnar í glompu framan við flötina. Arnar Logi fjarlægir laufblað sem liggur upp við boltann og við það hreyfist boltinn úr stað. A. Arnar Logi fær eitt högg í víti og á að leggja boltann aftur á fyrri stað. B. Arnar Logi fær tvö högg í víti og á að leggja boltann aftur á fyrri stað. C. Arnar Logi fær þrjú högg í víti og á að leggja boltann aftur á fyrri stað. Svar: B. Laufblaðið er lausung. Arnar Logi má ekki snerta eða hreyfa lausung í glompunni fyrst bolti hans liggur í henni, sbr. reglu 13-4. Því fær Arnar Logi tvö vítahögg. Refsing fyrir að valda hreyfingu bolta í leik er eitt vítahögg. Arnar Logi fær þó ekki viðbótarhögg í víti þar sem hreyfing boltans orsakaðist af hreyfingu laufblaðsins.

Laufblöð við bolta í glompu - hvað máttu gera? Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

69


Þrjú-járnið

er uppáhaldskylfan Nafn: Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur Forgjöf: 10,2

– Ljótu höggin verða víst að telja líka, segir Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson

Ólafsfirðingurinn Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson er einn af fjölmörgum kylfingum sem leikur reglulega á Öldungamótaröð LEK. Golf á Íslandi ræddi við Sigurbjörn sem byrjaði í golfi þegar hann var barn í Ólafsfirði. Einbeittur: Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson slær hér á Ping-mótinu á Hvaleyrarvelli á Öldungamótaröðinni.

„Ég byrjaði í golfi þegar ég var tólf ára gamall. Á þeim tíma fengum við Haf­ steinn bróðir minn fyrstu golfsettin af gerðinni Stylist sem var kvenna­sett. Ég keypti mér Ping Eye golfsett þegar ég var 16 ára og það nota ég enn í dag,“ segir Hafsteinn þegar hann er inntur eftir því hvenær hann hafi byrjað í golfíþróttinni. boltana ekki nógu vel. Svo gerðist það að ég hitti boltann fullkomlega með 3-járni og tilfinningin og upplifunin af að sjá boltann fljúga vel yfir hundrað metra var það sem kveikti í mér og þá varð ekki aftur snúið. Síðan þá hefur 3-járnið verið mín uppáhaldskylfa.“

Smellhitt: Sigurbjörn hitti boltann vel í þessu höggi á Ping-mótinu á Hvaleyrarvelli. Mynd/seth@golf

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að stunda golf? „Við vinirnir í fótboltanum fengum að fara með nokkrum eldri strákum upp á golfvöllinn í Ólafsfirði. Þar fengum við að prufa að slá golfbolta í fyrsta sinn. Þetta var óttalegt gauf og mikið um að við fengjum stuð í fingurna þegar við hittum

70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þrjú-járnið er uppáhaldskylfan

Hverju sækist þú helst eftir í golfinu? „Það er keppnin við sjálfan mig, að ná að vinna sjálfan mig. Fyrir hvern hring sem ég spila þá set ég mér markmið, t.d. að spila hringinn án þess að þrípútta, spila undir

ákveðnu skori eða að ljúka hringnum með fleiri fuglum og pörum heldur en skollum og skrömbum. Oftar en ekki nást þessi markmið ekki, en ánægjan þegar markmiðið næst er það sem ég sæki í.“ Hvernig er golfsumarið hjá þér? Ertu að alla daga þegar færi gefst? „Nei, það er af og frá að ég sé að alla daga þegar færi gefst. Um tíma var golfiðkunin dottin það mikið niður að meira að segja konan mín var farin að hvetja mig til að fara í golf. Núna er áhuginn kannski í hámarki og ég reyni að fara 3-4 sinnum í viku með blessun konunnar og veðurguðanna.“ Hver eru markmið sumarsins? „Markmið sumarsins er að lækka forgjöfina niður í 9, ég held að getan sé fyrir hendi en þá þarf líka höfuðið vera með í leiknum.“

Sigurbjörn rifjaði upp skemmtilegt atvik frá frá golfferlinum. „Flestir vilja sjálfsagt muna eftir sínu draumahöggi, þegar þeir ná að fara holu í höggi, en þannig er það ekki hjá mér. Við félagarnir vorum að spila hring á Skeggjabrekkuvellinum í Ólafsfirði. Á áttundu braut sem þá var 120 metra löng par 3 braut sló ég með 9-járninu virkilega ljótt högg þar sem boltinn lyftist varla frá jörðinni en þaut áfram á ógnarhraða og rétt náði yfir skurð sem lá þvert yfir brautina. Hann þaut síðan áfram eftir brautinni 70 metra, inn á flötina, klessti með brauki og bramli á stöngina og datt þaðan ofan í holuna. Ég vil ekki kalla þetta draumahögg en ljótu höggin verða víst að telja líka.“


TAKK FYRIR ÞÁTTÖKUNA Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn á Sumarsólstöðumóti Stella Artois og þökkum öllum hinum fyrir þátttökuna.

SJÁUMST HRESS Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI!

As served at


Úlfar með hófstilltar væntingar fyrir EM – EM kvenna fer fram á Urriðavelli 4. -9. júlí

Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Á mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu.

Frakkar hafa titil að verja á þessu móti en Frakkar hafa fagnað Evrópu­ meistara­titlinum í undanförnum tveimur keppnum. Um tuttugu þjóðir senda lið til keppni og verða keppendur um 120 alls. Sex kylfingar skipa hvert lið. Síðast fór EM kvenna fram í Helsingør í Danmörku. Íslenska sveitin endaði í 19. sæti. Sunna Víðisdóttir úr GR endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni í Danmörku. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 11. sæti árið 2009 og er það besti árangur Íslendings í einstaklingskeppninni á EM eftir því sem best er vitað. Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi Úlfar með hófstilltar væntingar fyrir EM

keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A, B og C riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hafði ekki valið landsliðið þegar Golf á Íslandi ræddi við hann um væntingar hans og markmið liðsins fyrir EM. Einn kylfingur tryggði sér öruggt sæti í liðinu með því að

sigra á úrtökumótinu sem haldið var fyrir kvennaliðið líkt og hjá karlaliðinu. Þar voru leiknar 72 holur á Urriðavelli og sú sem var á besta skorinu tryggði sér sæti í A-landsliðinu. „Ég er með hófstilltar væntingar fyrir þetta mót. Það væri frábært að komast í hóp 8 efstu í A-riðli en þá þyrfti allt að ganga upp hjá okkur. Við vorum aðeins tveimur höggum frá því að komast í A-riðilinn fyrir tveimur árum og það getur allt gerst á svona móti.“ Úlfar segir að margt sé áhugavert við Urriða­völl fyrir keppendur sem leika á allt öðrum teigum en þeir eru vanir á þessum frábæra velli. „Liðin keppa að mestu á 5.400


Mikið úrval af golfskóm

Bíldshöfða 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525


metra teigunum og völlurinn er því um 400 metrum lengri en þær eru vanar. Það er því allt annað útsýni á þessum teigum fyrir keppendur, þeim þarf að líða vel og móta gott leikskipulag, sérstaklega hvað varðar teighöggin. Við höfum undirbúið okkur vel með því að leika mjög mikið í Oddinum að undanförnu, svo sjálfstraustið aukist og leikmenn verði öruggari með sig og leikskipulagið á vellinum,“ sagði Úlfar en þess ber að geta að atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru ekki gjaldgengar í þessa keppni fyrir áhugakylfinga. Eins og áður segir hafði Úlfar ekki valið liðið þegar viðtalið var tekið en það má fastlega búast við því að Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK verði lykilmaður í íslenska liðinu. Stúlknalandslið Íslands verður við keppni á EM á sama tíma og yngstu afrekskylfingar landsins verða því ekki í A-landsliðinu að þessu sinni. „Ég geri ráð fyrir að Frakkar, Svíar, Þjóðverjar, Spánverjar og Ítalir verði í baráttunni um Evrópumeistaratitilinn. Veðrið verður vonandi frábært en ef við fáum íslenskt sumarveður, rok og rigningu, þá gæti það hentað vel fyrir þjóðir á borð við England, Skotland og vonandi okkur Íslendingana líka,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.

Karen Guðnadóttir, Sunna Víðisdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir skipuðu íslenska landsliðið sem lék á Smáþjóðaleikunum í fyrra

Úrslit síðustu ára á EM kvenna: 2015 Helsingør, Danmörk. Evrópumeistarar Frakkland - Ísland 19. sæti.

2005 Karlstad, Svíþjóð. Evrópumeistarar Spánn - Ísland 15. sæti.

2014 Ljubljana, Slóvenía. Evrópumeistarar Frakkland - Ísland 16. sæti.

2003 Frankfurter, Þýskaland. Evrópumeistarar Spánn - Ísland tók ekki þátt.

2013 Fulford, England. Evrópumeistarar Spánn - Ísland 17. sæti.

2001 Golf de Meis, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 16. sæti.

2011 Murhof, Austurríki. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 16. sæti.

1999 St Germain, Frakkland. Evrópumeistarar England - Ísland tók ekki þátt

2010 La Manga Club, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 17. sæti.

1997 Nordcenter G&CC, Finnland. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland tók ekki þátt.

2009 Bled, Slóvenía. Evrópumeistarar Þýskaland - Ísland 16. sæti.

1995 Milano, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn - Ísland 17. sæti.

2008 Stenungsund, Svíþjóð. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland tók ekki þátt.

1993 Royal Hague, Holland. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 16. sæti.

2007 Castelconturbia, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn - Ísland tók ekki þátt.


Sérstakt tilboð til golfara

kr. 40.00r0tilboð!

afslátitlt3a1. ágúst 2016 Gildir

Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?

Fullt verð 350.000 kr.

Tilboðsverð 310.000 kr.

Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK) augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin. Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.

Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is

Við bjóðum;  Nýju tækin  Nýjustu tækni  Mikla reynslu  Gott verð  Frábæra þjónustu


Þetta er ekki það golf sem ég þekkti fyrir 30 árum – Ryderbikarkylfingurinn Ronan Rafferty gaf íslenskum afrekskylfingum góð ráð Þeir eru ef til vill ekki margir golfáhuga­mennirnir sem þekkja nafnið Ronan Rafferty. Þessi norðurírski kylfingur hefur engu að síður afrekað að keppa á öllum risamótunum og spilaði með liði Evrópu í Ryder-bikarnum árið 1989. Á þeim tíma var Rafferty á meðal fremstu kylfinga Evrópu og varð hann efstur á Evrópumótaröðinni það ár. Hann keppti á Evrópu­ mótaröðinni fram til ársins 2004, en meiðsli settu strik í reikninginn á síðari hluta ferilsins.

Ronan Rafferty hafði frá mörgu að segja á fyrirlestrinum á Hvaleyrarvelli.

76

GOLF.IS


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80049 05/16

Golfsettið ferðast frítt!

Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is


Ingvar Andri Magnússon úr GR ætlar án efa að komast í þessa aðstöðu seinna á ferlinum að handleika Ryderbikarinn.

S

Rafferty er enn viðloðandi golfið. Hann spilar á mótaröð eldri kylfinga, lýsir golfi í sjónvarpi og útvarpi og ferðast víðs vegar um heiminn og heldur fyrirlestra. Hann hélt einmitt einn slíkan hér á landi á dögunum. Þá uppfræddi hann unga afrekskylfinga frá Íslandi í aðstöðu Golfklúbbsins Keilis um hvað þarf til að komast í fremstu röð í íþróttinni. Golf á Íslandi hlýddi á fyrir­lesturinn sem haldinn var í Hraunkoti, glæsilegri æfingaaðstöðu Keilismanna, og ræddi við hann að honum loknum. „Þetta er enn golf, en þetta er ekki það golf sem ég þekkti fyrir 30 árum,“ segir Rafferty um golfíþróttina í dag. Hann sér gríðarlegar breytingar á öllum sviðum leiksins. Ekki hefur aðeins orðið bylting á þeim búnaði sem kylfingar nota og gerir þeim kleift að slá bæði lengra og af meiri nákvæmni, heldur hafa sjálfir kylfingarnir tekið stakkaskiptum. „Það er vinnan sem leikmenn leggja á sig í dag, hvort sem það er í tækjasalnum eða á æfingasvæðinu. Við æfðum aldrei. Við slógum nokkra bolta áður en við fórum út að spila en gerðum ekkert á eftir. Í dag eru menn í ræktinni í tvo tíma áður en þeir fara út, þeir slá 200 bolta áður en þeir fara út að spila og svo fara þeir aftur í ræktina þegar þeir koma inn. Á meðan við vorum ekki að keppa á mótum tókum við okkur frí en þessir kylfingar fara strax í að undirbúa

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þetta er ekki það golf sem ég þekkti fyrir 30 árum

næsta mót. Þeir leikmenn sem ná árangri í dag eru þeir sem helga sig alfarið leiknum. Þetta er enn golf, en þetta er ekki það golf sem ég þekkti fyrir 30 árum. Vinnan nú er svo miklu meiri. Ferðalögin eru sömuleiðis miklu meiri. Þessir kylfingar eru líkamlega vel á sig komnir og slá boltann miklu lengra en við gerðum nokkurn tímann.“ Í fyrirlestri sínum sagði Rafferty að þegar hann var á mótaröðinni hafi hugarfarið verið um það bil 20 prósent af leiknum. Í dag sé hugarfarið jafn mikilvægt og tækni­ leg geta. „Við unnum aldrei neitt í andlega þættinum. Bestu kylfingarnir í dag eru með heilt teymi á bak við sig sem aðstoðar þá við allt. Þeir eru með íþróttasálfræðinga á sínum snærum, sérstakan þjálfara fyrir stutta spilið og annan fyrir langa spilið. Þeir eru með einkaþjálfara, næringarfræðinga og svo

framvegis. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að slá boltann langa vegalengd. Þetta snýst um að vera andlega tilbúinn til að keppa á mótum, að halda einbeitingu allar 72 holurnar undir álagi. Þetta skilar árangri því þegar upp er staðið getur aðeins eitt högg skorið úr um hvort þú sigrar á risamóti eða ekki.“

Rory bestur en Tiger breytti leiknum Það stóð ekki á svarinu þegar Rafferty var spurður að því hver væri besti kylfingur heims í dag, því varla var við öðru að búast en að Norður-Írinn nefndi landa sinn, Rory McIlroy. „Þegar Rory spilar vel er hann ósigrandi. Hann er góður alhliða kylfingur sem er á góðri leið með að verða hinn fullkomni leikmaður. Það er hrein unun að horfa á hann þegar hann slær vel af teig.“ Að mati Raffertys á Tiger Woods þó stóran þátt í velgengni Rorys. „Þegar Seve [Ballesteros] og Nick [Faldo] voru að vinna mót í Bandaríkjunum, þá hvatti það okkur áfram. Það er það sama með Tiger. Hann kom sem ferskur andblær inn í golfið. Hann sló lengra en aðrir, sökkti öllum púttum og

í

e l


Laugarnar í Reykjavík

Skelltu þér

í laugina

eftir leikinn fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000

• www.itr.is


Afrekshópurinn sem hlýddi á fyrirlestur Rafferty ásamt forsvarsmönnum GSÍ.

vann mót með 12 til 15 högga mun. Hann fékk aðra kylfinga til að leggja harðar að sér og þessi nýja kynslóð – Rory, Jordan Spieth, Rickie Fowler og Jason Day – þeir þurftu að leggja meira á sig því þeir sáu hvað þurfti til að fylgja í fótspor Tigers. Hann hefur fleytt leiknum mjög fram undanfarin fimmtán ár og við munum sjá það sama gerast eftir fimm ár þegar ný kynslóð kylfinga kemur fram og leggur jafnvel enn harðar að sér til að sigra þá sem nú eru fyrir.“

Sér gríðarlegar framfarir á Íslandi Rafferty kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann keppti á Canon-mótinu á Hvaleyrarvelli ásamt Retief Goosen. Hann er augljóslega mjög hrifinn af því starfi sem unnið hefur verið innan golf­ hreyfingarinnar síðan þá. „Eins og alltaf þegar ég kem til nýrra landa er mjög lærdómsríkt að sjá hvað menn eru að gera. Á þeim tíma sem ég kom fyrst höfðu menn takmörkuð fjárráð. Það var ekki markmiðið að koma kylfingum á mótaraðir og svo var það auðvitað veðrið. Tímabilið stendur aðeins yfir í hálft ár og kylfingar fá ekki tækifæri til að taka þátt í mótum árið um kring.“ Landslagið í dag er gjörbreytt, segir Rafferty. „Það er verið að aðstoða unga kylfinga við að komast á mótaraðir erlendis og spila víðs vegar um heiminn. Það er einnig verið að byggja upp aðstöðu fyrir þá,

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þetta er ekki það golf sem ég þekkti fyrir 30 árum

Sigurþór Jónsson var sáttur með heimsókn Rafferty.


„TÆKIFÆRIÐ ER NÚNA.“ Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

ALLTAF AÐ ÆFA. ALLTAF AÐ KEPPA. ALLTAF AÐ SANNA MIG. Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS


Seve

var tignarlegur Rafferty segist hafa notið þeirrar blessunar að hafa spilað með mörgum af helstu goð­sögnum golfsins. Hann var fljótur til svars þegar hann var spurður hver var sá eftir­minnilegasti og ekki laust við að það kæmi blik í augu hans. „Því miður er Seve ekki lengur á meðal vor. Ungir kylfingar í dag gætu lært svo mikið af honum en þekkja hann kannski bara á myndum. Hann var algjörlega stórkostlegur og hafði gríðarlegt ímyndunarafl á vellinum. Það var tignarlegt að horfa á hann spila þegar hann var upp á sitt besta. Hann hafði reisn, hann sló frábær högg og ég man þegar hann sigraði á Opna breska á Lytham öðru sinni, þá sló hann 65 högg á lokahringnum og lét það líta út fyrir að vera auðvelt. Seve upp á sitt besta er trúlega með því magnaðasta sem maður sér í golfi.“

Seve Ballesteros er eftirminnilegasti kylfingurinn sem Rafferty hefur leikið með. Mynd/Golfsupport

innan­húss­aðstöðu þar sem þeir geta slegið, púttað og vippað. Það er mikilvægt því til að ná árangri verða kylfingar að geta æft allt árið um kring. Ég bý í Skotlandi og það er ekkert svona til þar. Það er augljóslega verið að leggja mikið á sig til að þetta gangi upp.“ Það er ekki aðeins aðstaða fyrir afreks­ kylfinga sem heillar Rafferty, heldur eru íslenskir áhugakylfingar öfundsverðir, samanber fjölda golfvalla á Íslandi miðað við fólksfjölda. „Ég hefði haldið að vellirnir væru 15 eða 16 talsins, ekki 65. Það er líka mjög jákvætt að hér eru margir níu holu golfvellir því það eru kröfur um að golf gangi hraðar fyrir sig. Tíminn er mjög stór þáttur í þessu. Sú staðreynd að hér eru 65 golfvellir og fólk getur í flestum tilfellum bara mætt og spilað er algjörlega frábært. Aðstaðan er til staðar nánast úti í vegarkanti, það þarf ekki að leita hana uppi. Það þarf bara að mæta, spila níu holur sem tekur um það bil einn og hálfan tíma.“

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þetta er ekki það golf sem ég þekkti fyrir 30 árum

Ekki hægt að búa sig undir upphafshöggið í Ryder-bikarnum „Ryder-bikarinn er algjörlega einstakur,“ svarar Rafferty þegar hann er spurður út í hápunkt ferilsins. Hann komst í Evrópu­liðið eftir frábæra frammistöðu á Evrópu­móta­röðinni 1989 og spilaði með goðsögnum á borð við Seve Ballesteros, Nick Faldo, José Maria Olazábal og Bernhard Langer. Keppnin, sem fór fram á Belfry, var æsi­spennandi og endaði 14:14 en Evrópu­ liðið hélt titlinum þar sem það hafði unnið keppnina áður. „Maður nýtur þess kannski ekki á meðan á leik stendur því keppnin tekur verulega á taugarnar. Þetta er ekki eins og á venjulegu golfmóti þar sem kylfingar eru dreifðir um allan völl og athyglin víða. Það eru kannski fjórir leikir í gangi á vellinum og 55 þúsund manns sem elta mann á röndum. Það er ekki hægt að búa sig undir að slá upphafshöggið á fyrsta teig. Maður stendur yfir boltanum, verður að hitta brautina og veit að það eru milljónir manna í 147 löndum sem fylgjast með öllu sem maður gerir. Ég hef verið mjög heppinn á ferlinum, unnið mörg mót og verið í forystu á Opna breska þegar níu holur voru eftir, en það jafnast ekkert á við Ryder-bikarinn.“


HAUSTFERÐIR GOLFSKÁLANS TIL

ALICANTE GOLF Golfskálinn býður upp á fjölmargar og fjölbreytilegar golfferðir til Alicante Golf á Spáni sem fjöldi íslendinga þekkir, enda verið vinsæll golf áfangastaður íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin ár. Meðal golfferða sem við bjóðum upp á til Alicante Golf fyrir utan þessar almennu golfferðir eru ferðir fyrir heldri kylfinga (65 ára og eldri), golfskóli fyrir byrjendur og lengra komna og Golfgleðin sem hefur notið vinsælda undanfarin ár, (áður kölluð Golfskálaferð). Við bendum sérstaklega á 4 og 5 nátta ferðirnar okkar sem er nýbreytni í skipulögðum golfferðum til Spánar, (verð frá 129.900 kr.). Þetta eru ferðir sem henta þeim sem vilja taka langa golfhelgi á góðu verði. Fjögurra nátta ferð gefur möguleika á allt að 7-8 golfhringjum og fimm nátta ferð gefur möguleika á allt að 9-10 golfhringjum, (í sól og stuttbuxum). Við viljum þó ítreka að ef uppsettar dagsetningar og lengd ferða henta ekki þá erum við alltaf tilbúnir að sérsníða ferðir eftir þörfum hvers og eins.

Nánari upplýsingar og bókanir í ferðirnar okkar á golfskalinn.is

GOLF.IS

83


Nokkur góð ráð:

Hvað áttu að borða fyrir golfhring og á meðan þú ert að leika? Kylfingar velta því oft fyrir sér hvað þeir eigi að borða á meðan þeir leika golf og þá sérstaklega í keppni. Það er ekki sama hvað maður borðar og það skiptir líka máli á hvaða holu kylfingurinn er á hringnum. Hér eru nokkur góð ráð úr ýmsum áttum frá næringafræðingum. Holur 1 – 6. Ef kylfingar kjósa að borða á fyrstu sex holunum ætti markmiðið að vera að halda blóðsykrinum stöðugum og ekki missa orkuna. Ávextir á borð við epli, perur og appelsínur eru góður kostur ásamt handfylli af hnetum. Trefjarnar í ávöxtunum og fitan í hnetunum gerir það að verkum að fæðan fer hægt í gegnum meltingarfærin og ástandið verður stöðugt.

Holur 7 – 12. Markmiðið á þessum holum er að halda orkustiginu jöfnu með fæðu sem heldur jafnvægi á orkubúskapnum. Rétt blanda af próteinum, kolvetnum og fitu. Heimatilbúnar og þaulhugsaðar próteinstangir er góður kostur. Samloka úr grófu korni með hnetusmjöri, túnfiski eða kjúkling er einnig góður kostur. Próteindrykkur með banana getur líka verið fín lausn.

Holur 13 – 18.

Áður en hringurinn hefst: Próteinrík máltíð (egg, kjöt, fiskur), góðar fitur (silungur, avókadó, hnetur), einföld en náttúruleg kolvetni (ávextir, grænmeti, baunir, litlir skammtar af hrísgrjónum eða fjölkorna brauði).

Markmiðið á þessum holum er að vera með nægjanlega orku í líkamanum til þess að ljúka hringnum eins vel og hægt er. Einbeitingin þarf að vera í lagi þegar spennustigið eykst og höggin verða erfiðari. Á þessum tímapunkti er mælt með því að borða þurrkaða ávexti sem eru kolvetnarík fæða og íþróttadrykkur (með litlum sykri) er einnig góður kostur. Sumir næringasérfræðingar mæla jafnvel með einum svörtum kaffi– eða tebolla til þess að skerpa aðeins á huganum.

Það er óraunhæft að ætla að margir kylfingar geti borðað eins mikið og lýst er hér fyrir ofan. Aðalatriðið er að halda góðu jafnvægi í inntöku próteina, kolvetna og fitu. Harðfiskbiti á fyrri hluta hringsins er góð lausn, próteinstykki, ávöxtur eða hnetur ætti að duga á miðhlutanum og eitthvert smámál sem gefur orku á lokakaflanum er besti kosturinn. Þess ber að geta að nauðsynlegt er að halda vökvabúskap líkamans í góðu horfi með því að drekka nóg af vatni á meðan leikið er. Heimild: GolfDigest.

84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað áttu að borða fyrir golfhring og á meðan þú ert að leika?


3801-FRE – VERT.IS

Fáðu smá auka kraft í sveifluna

Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.

SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is


Sigurvegarinn: Andri Þór Björnsson horfir hér á eftir upphafshögginu á 18. teig á Strandarvelli. Mynd/seth@golf

– GR-ingurinn varði titilinn á Egils Gull mótinu Andri Þór Björnsson kann vel við sig í vorveðrinu á Íslandi. GR-ingurinn fagnaði öruggum sigri á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Andri varði þar með titilinn á Egils Gull mótinu en hann sigraði á fyrstu tveimur mótunum á Eimskipsmótaröðinni fyrir ári síðan. Yfirvegaður: Ragnar Már Garðarsson, GKG, slær hér upphafshöggið á 16. teig á Strandarvelli. Mynd/seth@golf

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

Öryggið skein af Andra Þór á Strandarvelli þar sem hann gerði fá mistök og lék samtals á fimm höggum undir pari á 54 holum. Skor Andra Þórs er gott í sögulegu samhengi. Félagi hans úr GR, Haraldur Franklín Magnús, lék á -7 á 72 holum á Strandarvelli þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2012 og lauk þar með 27 ára bið GR eftir Íslandsmeistaratitli í karlaflokki. Andri Þór var í efsta sæti alla þrjá keppnis­ dagana en hann deildi efsta sætinu eftir fyrsta hringinn með efnilegum kylfing úr GK, Daníel Ísak Steinarssyni, sem lék einnig á -4 fyrsta daginn. Atvinnumennska í golfi er næst á dagskrá hjá Andra Þór en hann lauk námi í banda­ ríska háskólanum Nicholls State um síðustu áramót. Hann æfði af krafti í vetur og vor á Spáni og er stefnan sett á úrtöku­mót fyrir Evrópumótaröðina í haust. Andri vildi koma á framfæri þökkum til þeirra sem hafa stutt vel við bakið á honum á undanförnum misserum. „Golfklúbbur Reykjavíkur, þjálfararnir mínir, Ingi Rúnar Gíslason, Arnór Ingi Finnbjörnsson, aðstoðarmenn og aðrir fá miklar þakkir fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Ég lék stöðugt golf, fékk nokkra fugla og lenti varla í vandræðum. Ég fór í þetta mót til þess að vinna eins og öll önnur mót,“ sagði Andri Þór Björnsson en sigurinn á Hellu var sá fjórði á Eimskipsmótaröðinni hjá honum.

w


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


„Ég nenni í golf í vondu veðri“ Sigurvegari: Þórdís Geirsdóttir úr GK kom verulega á óvart með sigri sínum á Egils Gull mótinu

– Þórdís með stáltaugar í bráðabananum

Reynsla Þórdísar Geirsdóttur úr Keili vó þungt þegar hún tryggði sér sigur í kvennaflokki í bráðabana á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Þórdís, sem er fimmtug, hafði betur á fyrstu holu í bráðabana gegn Karen Guðnadóttur úr GS þar sem Þórdís fékk fugl á 10. holu Strandarvallar. Þær voru jafnar eftir 54 holur en Karen var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Þórdís náði að vinna þann mun upp og jafna metin.

Silfur: Karen Guðnadóttir tapaði í bráðabana um sigurinn á Strandarvelli á Hellu.

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

„Þessi sigur kom mér jafnmikið á óvart og öðrum sem voru í þessu móti. Ég ætlaði bara að vera með og hafa gaman af þessu. Ég mun ekki hafa Eimskipsmótaröðina í forgangi þar sem ég er að keppa um landsliðssæti LEK á Öldungamótaröðinni,“ sagði Þórdís en hún hefur verið lengi í fremstu röð í golfíþróttinni og á einn Íslandsmeistaratitil frá árinu 1987. Aðstæður á Strandarvelli voru að mati Þórdísar henni í hag þar sem hún er vön því að spila í roki. Hún telur að það hafi skilað henni sigrinum. „Það er, að ég held, það sem vantar hjá þeim sem yngri eru, að nenna fara út í vonda veðrið og spila golf. Ég er vön því og fer í golf í öllum veðrum,“ sagði Þórdís Geirsdóttir. Það var töluverður aldursmunur á yngsta og elsta keppendanum í kvennaflokknum. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, var sú yngsta en hún fermdist í vor og er því á 14. ári.


Spilaðu betur í ecco

Golf Casual Hybrid

Golf Biom Hybrid

Golf Cage

15200401001

15153459556

13250457828

Verð: 20.995

Verð: 29.995

Verð: 28.995

ÚTSÖLUSTAÐIR

Golf Casual Hybrid

Golf Biom Hybrid

Golf Biom G2

12201301007

12021301083

10152358255

Verð: 19.995

Verð: 25.995

Verð: 32.995

Örninn Golfverslun · Golfskálinn · Golfbúð Hafnafjarðar · Ecco Búðin Kringlunni · Skóbúð Selfoss Skóbúð Húsavíkur · Skóbúðin Keflavík · Nína Akranesi · Axel Ó Vestmannaeyjum · Skor.is Netverslun


Teighögg: Berglind Björnsdóttir úr GR var efst eftir 1. hringinn á Egils-Gullmótinuþ Efnilegur: Dalvíkingurinn Arnór Snær Guðmundsson náði sínum besta árangri frá upphafi á Eimskipsmótaröðinni. Hér slær hann á 2. teig á Strandarvelli. Mynd/seth@golf

Efstu keppendur á Egils Gull mótinu Strandarvöllur, GHR, par 70. Karlar: 1. Andri Þór Björnsson, GR (66-71-68) 205 högg –5 2.-3. Ragnar Már Garðarsson, GKG (68-73-70) 211 högg +1 2.-3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (70-68-73) 211 högg +1 4. Andri Már Óskarsson, GHR (71-71-70) 212 högg +2 5. Kristján Þór Einarsson, GM (67-75-71) 213 högg +3 6.-7. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (75-72-67) 214 högg +4 6.-7. Aron Snær Júlíusson, GKG (72-71-71) 214 högg +4

Konur: 1. Þórdís Geirsdóttir, GK (74-78-76) 228 högg +18 *sigraði eftir bráðabana. 2. Karen Guðnadóttir, GS (75-75-78) 228 högg +18 3. Berglind Björnsdóttir, GR (72-80-78) 230 högg +20 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-77-77) 232 högg +22 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (79-78-76) 233 högg +23

ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu tvö árin, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.

90

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin


Auðvelda leiðin til að kaupa dýru hlutina Raðgreiðslur

Með raðgreiðslum er hægt að dreifa greiðslum vegna stærri kaupa í allt að 36 mánuði.


Íslandsbankamótaröðin:

Magnaður hringur hjá Ingvari Andra

Magnaður hringur: Ingvar Andri Magnússon úr GR fékk alls níu fugla á lokahringnum og lék hringinn á sjö höggum undir pari. Hér vippar hann inn á 14. flötina á Hólmsvelli í Leiru. Mynd/seth@golf.is

Glæsilegur árangur náðist í ýmsum flokkum á fyrsta móti ársins 2016 á Íslandsbankamótaröð unglinga. Leikið var á Hólmsvelli í Leiru og hafði Golfklúbbur Suðurnesja umsjón með mótinu. Aðstæður til golfleiks voru ekki keppendum í hag en „Leirulognið“ fór heldur hratt yfir og þurfti m.a. að fella niður fyrstu umferðina á föstudeginum hjá 17-18 ára flokkunum. Veðrið var mun betra á sunnudeginum, þá var að mestu þurrt en þéttur vindur allan daginn.

Hress: Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG lék frábært golf í flokki 14 ára og yngri. Hér fagnar hann fugli á 16. flöt eins og fagmaður.

Alma Rún Ragnarsdóttir slær hér upphafshöggið á 13. braut á lokahringnum. Mynd/seth@golf.is

Ingvar Andri Magnússon úr GR lék frábært golf á lokahringnum eða -7 og sigraði hann með yfirburðum í flokki 15-16 ára. Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG lék á einu höggi undir pari samtals í flokki 14 ára og yngri. Nánar er fjallað um mótið á golf.is og þar er einnig að finna myndasyrpu frá mótinu.

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin

Inn me ein ek ska no fyr


Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


Útsýnið frá 9. teig er glæsilegt og hér slær Skaga­maðurinn Axel Fannar Elvarsson af teig. Mynd:seth@golf.is

15-16 ára (28 keppendur). 1. Ingvar Andri Magnússon, GR (75-65) -4 2. Daníel Ísak Steinarsson, GK (76-72) +4 3. Kristófer Karl Karlsson, GM (77-73) +6

14 ára og yngri (25 keppendur).

Arnór Snær Guðmundsson slær hér á 13. teig á loka­ hringnum á Íslands­banka­ mótaröðinni á Hólmsvelli í Leiru. Mynd:seth@golf.is

Drengir 17-18 ára (30 keppendur). 1. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (76-74) +6 2. Henning Darri Þórðarson, GK (78-72) +6 *Arnór sigraði á 12. holu í bráðabana. 3.-5. Andri Páll Ásgeirsson, GK (79-75) +10 3.-5. Aron Skúli Ingason, GM (80-74) +10 3.-5. Hlynur Bergsson, GKG (78-76) +10

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (72-71) -1 2. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (76-72) +4 3. Böðvar Bragi Pálsson, GR (78-75) +9

Stúlkur 17-18 ára (7 keppendur). 1. Eva Karen Björnsdóttir, GR (85-79) +20 2. Ólöf María Einarsdóttir, GM (89-77) +22 3. Saga Traustadóttir, GR (83-85) +24

Eva Karen Björnsdóttir úr GR slær hér úr glomp við 8. flöt á lokahringnum. Mynd/seth@golf.is

15-16 ára (12 keppendur). 1. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (88-78) +22 2. Zuzanna Korpak, GS (87-84) +27 3. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD (98-85) +39

14 ára og yngri (11 keppendur). 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (80-83) +19 2. Kinga Korpak, GS (85-80) +21 3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-86) +26

Maraþonbráðabani Í flokki 17-18 ára drengja léku Henning Darri Þórðarson úr Keili og Arnór Snær Guðmundsson úr GHD maraþonbráðabana um sigurinn. Þeir voru jafnir á +6 eftir 36 holur en fyrsta umferð keppninnar var felld niður vegna veðurs á föstudeginum. Þeir Henning og Arnór Snær hófu bráðabanann á 16. braut þar sem allt var jafnt. Þeir léku síðan 17., 18., 16., 1., 2., 3., 4., 5., 6., og 7. braut. Arnór tryggði sér loks sigur með fugli á 8. flöt. Ef rýnt er í sögubækur eru allar líkur á því að þessi bráðabani sé sá lengsti í golfsögu Íslands. Lengsti bráðabani á atvinnumóti er 11 holur samkvæmt upplýsingum af Netinu og er þessi bráðabani þeirra Arnór og Hennings því afar sérstakur.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin

Verðlaunafhending í flokki 14 ára og yngri. Frá vinstri, Guðrún Hólmsteinsdóttir frá Íslandsbanka, Andrea, Eva og Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Á myndina vantar Kingu Korpak.


HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”

Umhverfisvæn prentsmiðja Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Flott tilþrif á Húsatóftavelli – Fyrsta mót ársins á Áskorendamótaröðinni

Fyrsta mót ársins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur laugardaginn 28. maí. Aðstæður voru gríðarlega erfiðar þar sem vindurinn fór frekar hratt yfir á þessum frábæra velli. Rúmlega 50 kylfingar tóku þátt og geta þeir verið stoltir af afreki dagsins. Úrslit urðu eftirfarandi: Piltar 15-18 ára: 1. Andri Fannar Helgason, GFH 104 högg 2. Andri Kristinsson, GV 107 högg

Stúlkur 15-18 ára: 1. Hafdís Ósk Hrannarsdóttir, GKG 115 högg

Piltar 14 ára og yngri:

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Áskorendamótaröðinni þar sem flokkum hefur verið fjölgað. Þar má nefna að í fyrsta sinn var boðið upp á níu holu punktakeppni og voru tíu keppendur í þeim flokki. Markmiðið með þessum breytingum er að gera Áskorendamótaröðina enn meira spennandi fyrir yngstu kylfingana. Golfklúbbur Grindavíkur sá um framkvæmd mótsins sem tókst mjög vel.

96

1. Rúnar Gauti Gunnarsson, GV 89 högg 2. Egill Orri Valgeirsson, GR 91 högg 3. Stefán Atli Hjörleifsson, GK 95 högg 4. Daði Hrannar Jónsson, GHD 96 högg 5. Gunnar Davíð Einarsson, GL 97 högg

Stúlkur 14 ára og yngri: 1. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 93 högg 2. Margrét K. Olgeirsdóttir Ralston, GM 98 högg 3. Hrefna Karen Pétursdóttir, GKG 108 högg 4. Gyða Kolbrún Guðbjartsdóttir, GKG 122 högg 5. Sara Jósafatsdóttir, GK 123 högg

Piltar 12 ára og yngri: 1. Heiðar Snær Bjarnason, GOS 84 högg 2. Stefán Gauti Hilmarsson, NK 87 högg 3. Arnar Logi Andrason, GK 87 högg 4. Alexander Aron Tómasson, GM 90 högg 5. Óliver Elís Hlynsson, GKB 91 högg

Stúlkur 12 ára og yngri: 1. María Eir Guðjónsdóttir, GM 101 högg 2. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG 115 högg 3. Amelía Dís Einarsdóttir, GV 124 högg

Hnokkaflokkur 9 holur: 1. Veigar Heiðarsson, GHD 13 punktar 2. Magnús Skúli Magnússon, GO 11 punktar 3. Aron Ingi Gunnarsson, GHD 10 punktar

Hnátuflokkur 9 holur: 1. Helga Signý Pálsdóttir, GR 12 punktar

GOLF.IS - Golf á Íslandi Flott tilþrif á Húsatóftavelli

MX-V


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


Hraðaspurningar:

Golf er geggjað sport

Kristófer Karl Karlsson dúndrar golfboltanum langt og spilar einnig handbolta Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Öll fjölskyldan mín stundar þessa íþrótt, ég var farinn að sveifla kylfu tveggja ára gamall og hef ekki stoppað síðan. Þetta er geggjað sport.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Þegar allt gengur upp og maður sér forgjöfina lækka, það er góð tilfinning.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Komast í háskólagolfið.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Góður með járnum og í teighöggunum, ég er frekar högglangur miðað við aldur.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Stutta spilið og púttin, þó aðallega púttin.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Það var í sveitakeppninni á Hellishólum á móti GK. Ég lenti á móti Henning Darra Þórðarsyni sem er þremur árum eldri en ég. Eftir 12 holur var ég fjórar holur niður en ég vann hann á 17.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Man ekki eftir neinu.“ Draumaráshópurinn? „Michael Jordan, Rickie Fowler og Tiger Woods.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Brautaholtið. Af því hann er með

geggjað umhverfi, geðveik grín og flott „layout“.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Fyrsta holan á Brautarholti. Grínið er krefjandi og maður þarf virkilega að hugsa í öðru höggi. Þriðja holan á Suðurnesjum, þar er flott útsýni og teighöggið er mjög krefjandi. Átjánda holan í Mosó, skemmtileg lokahola og það er geggjuð tilfinning þegar brekkan er full af áhorfendum.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Handbolta.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Varmárskóla, í 9. bekk.“

Staðreyndir: Nafn: Kristófer Karl Karlsson.

Dræver: Cobra Fly-Z+.

Aldur: Verð 15 ára í september.

Brautartré: Cobra Fly-Z+.

Forgjöf: 3,4.

Blendingur: Cobra Fly-Z.

Uppáhaldsmatur: Heimagerð pítsa hjá múttu.

Járn: Cobra Fly-Z+.

Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn.

Fleygjárn: Cobra Tour Trusty.

Uppáhaldskylfa: 8-járn.

Pútter: X5 Scotty Cameron.

Ég hlusta á: Nánast allt.

Hanski: Titleist Perma soft.

Besta skor í golfi: -4 án skolla á Korpunni. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.

Skór: Svartir og rauðir Fj DNA og Fj Street.

Besta vefsíðan: kylfingur.vf.is

Golfpoki: Titleist burðapoki.

Besta blaðið: Golfmos og Golf á Íslandi.

Kerra: Clicgear 3,5.

Hvað óttast þú mest í golfinu: Ekkert.

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er geggjað sport



Hraðaspurningar:

Sunna Björk Karlsdóttir er góð í golfi og spilar líka á gítar

– GR-ingurinn stefnir hátt og er með skýr markmið Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég var frekar ung þegar ég byrjaði að fara með pabba og afa á golfvöllinn og á æfingasvæðið og alveg síðan þá hefur golfið heillað mig mikið.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Félagsskapurinn, útiveran og að vera stöðugt að reyna að keppa við sjálfa mig.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Ég stefni hátt í golfinu og vil ná langt. Draumurinn væri að fara til Bandaríkjanna í háskóla eftir menntaskólann og halda svo áfram að vinna að mínum markmiðum erlendis.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Teighöggin hafa alltaf verið minn styrkleiki og þar tel ég mig vera öruggasta.“ Hvað þarftu að laga í leik þínum? „Pitch– og innáhöggin hafa oft farið illa með mig og ég stefni að því að vinna mikið í þeim í sumar.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Það var í keppni á Hellu fyrir nokkrum árum þegar ég setti rúmlega 100 metra högg ofan í fyrir erni.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Á Spáni í fyrra þegar Sóley systir mín var að keyra golfbíl frá 18. holu að klúbbhúsinu. Ég var svo upptekin í farþegasætinu að reikna skorið mitt að ég sá ekki þegar hún keyrði upp á kantstein og kastaðist út úr bílnum á fleygiferð fyrir framan helling af fólki.“ Draumaráshópurinn? „Adam Scott, Jason Day og pabbi.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Grafarholtsvöllurinn hefur alltaf verið minn uppáhaldsvöllur. Á mjög góðar minningar þaðan og það er alltaf jafn gaman að spila hann.“

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „15. holan í Grafarholtinu, 16. holan á Korpunni og Bergvíkin á Suðurnesjunum. Þetta geta verið mjög krefjandi holur og þess vegna er alltaf gaman að skora vel á þeim.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég hef mikinn áhuga á allri hreyfingu og spila líka á gítar.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég var að klára fyrsta árið mitt í Verzló núna í vor.“ Staðreyndir: Nafn: Sunna Björk Karlsdóttir. Aldur: 17 ára. Forgjöf: 10,7. Uppáhaldsmatur: Naut og bernaise. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Fimm-tréð. Ég hlusta á: Flest allt. Besta skor í golfi: 76 högg á Las Colinas. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth. Besta vefsíðan: Facebook. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að missa stutt pútt undir pressu. Golfpokinn minn: Dræver: Ping Faith 17-4SS 12°. 
Brautartré: Ping Faith 17-4SS 22° og 18°
. Blendingar: Ping Faith 17-4SS 26°og 30
°
. Járn: Ping Faith 17-4SS. Fleygjárn: Adams Golf, Tom Watson 52°, 56° og 60°. Pútter: Scotty Cameron. Hanski: FootJoy. Skór: FootJoy. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear.

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sunna Björk Karlsdóttir er góð í golfi og spilar líka á gítar



– Byrjendur og háforgjafar­ kylfingar geta bætt leik sinn gríðarlega með réttum útbúnaði

„Skil ekki afhverju ég fór ekki fyrr“

„Ég skil ekki af hverju ég fór ekki fyrr í svona mælingu hjá fagmanni. Ég hef varla þorað að taka upp dræverinn s.l. þrjú ár og hataði nánast að dræva. Eftir að ég fékk sérsmíðaða kylfu frá golfkylfur.is þá hefur þetta breyst gríðarlega til hins betra. Það eina sem ég átti eftir að gera var að hitta sálfræðing,“ segir Pálmi Hlöðversson, slökkviliðsog sjúkraflutningamaður úr Keili og Golfklúbbnum Geysi.

102

GOLF.IS


GAS

Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas.

Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið. Sem stærsti söluaðili própangass á norðurlöndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

ALLS STAÐAR


Pálmi slær hér í glæsilegri aðstöðu Keilismanna í Hraunkoti þar sem golfkylfur.is er með aðstöðu. Mynd/seth@golf.is

Pálmi, sem er með 8 í forgjöf, var með Taylor Made Rocketballz dræver sem var 10.5 gráður og með 45 gramma þungu skafti. Birgir Vestmar Björnsson, eigandi golfkylfur.is, mældi Pálma á dögunum og breytti miklu um val á kylfuhaus og skafti. „Pálmi er hávaxinn, sterkur og sveiflar frekar hratt. Ég þyngdi skaftið nánast um helming og hann fékk 82 gramma skaft. Kylfuhausinn á drævernum er 11.5 gráður og lokaður um 3 gráður. Skaftið var stytt um eina tommu og er það 43,5 tommur. Það er mjög algengt að kylfingar eins og Pálmi séu með of langan dræver með of léttu skafti.

Ýmsar gerðir af kylfuhausum eru mátaðar á sköftin þegar rétta kylfan er búin til fyrir kylfinga. Mynd/seth@golf.is

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skil ekki afhverju ég fór ekki fyrr“


Hluti af fjรถlskyldunni


Birgir Vestmar Birgisson rekur fyrirtækið golfkylfur.is og er einn sá færasti á þessu sviði. Mynd/seth@golf.is

Var búinn með Youtube í leit að réttu sveiflunni „Vondu höggin mín með gamla drævernum voru alveg svakalega vond, mikið slæs, snapphúkk og þau gátu verið 60 metrum eða meira frá skotmarkinu vinstra eða hægra megin. Eftir að ég fékk Wishon dræverinn frá golfkylfur.is eru vondu höggin miklu, miklu betri.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skil ekki afhverju ég fór ekki fyrr“

Mér líður alveg fáránlega vel með stutt skaft og ein tomma eða 2,5 cm muna ótrúlega miklu. Það var smá sjokk að sveifla þessum í fyrstu skiptin en í dag er tilfinningin frábær. Ég er hættur að leita lausna á Youtube, ég var eiginlega búinn með Youtube og það kom bara „error“ á skjáinn þegar ég leitaði að lausnum á netinu,“ segir Pálmi í léttum tón og bætir við: „Þetta á eflaust eftir

að vinda upp á sig, ég er farinn að skoða fleygjárnin hjá Birgi.“ Birgir Vestmar menntaði sig í kylfusmíði og kylfuviðgerðum hjá Golfsmith í Evrópu. Á undanförnum árum hefur Birgir sérhæft sig í að búa til kylfur frá Tom Wishon og segir Birgir að það sé ekki dýrari kostur að fá sérsniðnar kylfur


BÆTTU SVEIFLUNA SUNNAR Í ÁLFUNNI!

bókaðu far í tíma á herjolfur.is

settu golfferð með herjólfi á sumarplanið

Vestmannaeyjavöllur er einhver skemmtilegasti golfvöllur landsins. Vallarstæðið í Herjólfsdal er svo til snjólaust allan ársins hring og völlurinn því með þeim fyrstu til að verða leikfær á vorin. Stórbrotin fjallasýnin og nálægðin við náttúruöflin skerpa svo sannarlega einbeitingu kylfinganna. Það er gaman að skoða Heimaey, vegalengdir eru stuttar og fjölmargir afþreyingarmöguleikar fyrir alla fjölskylduna ávallt innan seilingar.

Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | www.herjolfur.is

bóka þarf golfhring inn á golf.is


Þetta er undratækið Flight Scope sem gefur upplýsingar sem eru hárnákvæmar. Mynd/seth@golf

Ekki aðeins ætlað betri kylfingum Það eru margir kylfingar sem telja að sérsmíðaðar kylfur séu aðeins ætlaðar betri kylfingum en það er langt frá því að vera rétt. Birgir Vestmar leggur áherslu á að byrjendur njóti þess mest að fá rétta útbúnaðinn frá upphafi. „Það er algengur misskilningur og „mýta“ að þeir sem teljast vera lakari í golfíþróttinni eigi ekkert erindi til okkar í þessu fagi. Þessu er í raun öfugt farið. Ég get hjálpað slakari kylfingunum miklu meira með sér­smíði. Þeir sem eru lengra komnir í golfi ná oft að bæta upp og laga sig að kylfunum sem henta þeim ekki á meðan byrjendur og háforgjafarkylfingar lenda í miklum vand­ ræðum sem þeim gengur illa að vinna úr. Sem dæmi má nefna að betri kylfingar ná oft að laga sig að kylfunni og fara að loka aðeins kylfuhaus sem er opinn. Það algengasta sem ég rekst á er að dræverarnir eru of langir og of léttir. Legan

Birgir Vestmar notar nýjustu tækni til þess að ná fram réttu kylfunni fyrir viðskiptavini sína. Mynd/seth@golf.is

Hér límir Birgir límmiða á kylfuhausinn og þá er hægt að sjá hvernig boltinn hittir á höggflötinn. Mynd/seth@golf.is

á kylfuhausnum í járnasettinu getur einnig verið óhentug fyrir kylfinginn. Sumir eru með járn sem virka eins og öll högg séu slegin þannig að boltinn sé fyrir ofan fætur. Það fer allt í sveig til vinstri eða hægri af því að kylfuhausinn er ekki réttur fyrir viðkomandi,“ segir Birgir.

Pálmi hitti bara alls ekki á rétta staðinn í þessu höggi og það sér greinilega. Mynd/seth@golf.is

Bestu kylfingar heims með styttri dræver Hann bendir á tölfræði frá PGA og víðar þar sem fram kemur að bestu kylfingar heims noti flestir drævera sem er búið að stytta um eina tommu og þyngja sköftin. „Meðallengd á dræver út úr búð er 45,5 tommur en á PGA mótaröðinin er meðal­lengdin 44,5 tommur. Það fer ekki eftir því hvort þú ert hávaxinn eða lágvaxinn. Það sem skiptir máli er hvenær þú hittir boltann á miðjuna á kylfu­ hausnum. Bubba Watson frá Bandaríkunum er með 44,5 tommur, Sergio Garcia frá Spáni er með 43,75 tommur, Tiger Woods var árið 2001 með 43,5 tommu lengd á skaftinu.“ Birgir Vestmar segir að margir noti 3-tré í teighöggunum og ein skýringin er sú að sú kylfa er um 43 tommur að lengd. „Ég held að það hafi allir heyrt af kylfingum sem ráða ekki við dræverinn en nota 3-tréð í staðinn í teighöggin. Þrátt fyrir að dræverinn sé með mun stærri höggflöt. Þegar ég skoða dræverinn hjá þessum kylfingum er skaftið oftast of langt og alltof létt. Það verður til þess að vondu höggin verða alveg skelfileg en þessu er hægt að breyta með mælingum og réttum upplýsingum.“ Sem dæmi má nefna að kylfa sem er gerð 25 gr léttari skilar einni mílu í auknum sveifluhraða og sú aukning skilar tveimur metrum í högglengd. Birgir er á þeirri skoðun að þyngra og styttra skaft sé betri lausn fyrir flesta kylfinga, nákvæmnin verður mun meiri, vondu höggin verða mun betri og högglengdin verður jafnvel meiri.

Birgir gerir ýmsar mælingar á viðskiptavinum sínum og hér mælir hann handleggina á Pálma. Mynd/seth@golf.is

108

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skil ekki afhverju ég fór ekki fyrr“


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Þú færð golfkortið og nestið hjá okkur á leiðinni á völlinn

Hluti af góðri sveiflu


Hver er Danny Willett? – Prestssonurinn frá Sunderland kom sá og sigraði á Masters

Hvítt: Danny Willett ásamt aðstoðarmanni sínum á Masters­mótinu 2016. Mynd/Golfsupport

110

GOLF.IS


Rétta kortið fyrir kylfinginn

Vildarpunktar Icelandair af allri verslun

Premium Icelandair

American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers

Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.


Gríðarlegar tekjur

Fáir vissu hver Danny Willett var áður en hann fagnaði óvæntum sigri á Masters-mótinu á Augustavellinum í Georgíu í apríl s.l. Hinn 28 ára gamli enski kylfingur er prestssonur frá Sunderland. Hann fékk 230 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn og það ætti að duga fyrir salti í grautinn næstu árin. Willett er fyrsti enski kylfingurinn sem klæðist græna sigurjakkanum á Masters frá árinu 1996 þegar Nick Faldo sigraði. Hann sýndi mikinn styrk á lokahringnum þar sem hann lék á 67 höggum og sigraði með þriggja högga mun. Í aðdraganda Masters-mótsins hafði Willett í nógu að snúast þar sem hann átti von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, Nicole. Tólf dögum fyrir mótið kom sonurinn Zachariah í heiminn og Willett

mætti því frekar afslappaður til leiks á Masters. Willett hafði áður ákveðið að fara ekki í mótið ef barnið væri ekki komið í heiminn áður en mótið hæfist. Willett byrjaði í golfi sem barn þar sem hann sló golfbolta á blautum túnum í Wales í sumarleyfum fjölskyldunnar. „Æskuárin mín voru mjög venjuleg og golfíþróttin var nánast aldrei nefnd á nafn hjá foreldrum mínum. Ég er þakklátur fyrir að þau leyfðu mér bara að velja þetta

Sænski fáninn á boltanum Danny Willett leikur ávallt með golfbolta með sænska fánanum. Það er móður hans til heiðurs en Elisabet Willett er sænsk. 112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hver er Danny Willett?

Græni jakkinn: Danny Willett fékk græna jakkann á Masters 2016 en það var Jordan Spieth sem klæddi enska kylfinginn í jakkann. Mynd/Golfsupport

sjálfur. Ég hef séð of marga foreldra þröngva börnunum sínum í íþróttir sem eru þeim að skapi og það er niðurdrepandi að sjá slíkt. Ég hef fengið aðstoð frá mörgum íþróttasálfræðingum en sá besti er faðir minn. Það sem hann segir er svo einfalt og hann brýtur þetta niður í að gera hlutina rétt eða rangt,“ segir Willett. Hann stundaði margar íþróttir sem barn en það var eldri bróðir hans sem vakti áhuga Danny á golfíþróttinni. „Ég varð að finna einhverja íþrótt þar sem ég átti möguleika á að vinna Danny, en það stóð ekki lengi yfir,“ segir Peter Willett, eldri bróðir Dannys.

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80173 06/16

Sigurinn á Masters tryggir Danny Willett í það minnsta 2 milljarða kr. í tekjur af allskyns samstarfs– og auglýsingatekjum. Umboðsmaður hans er hinn þekkti Andrew „Chubby“ Chandler sem er með marga þekkta íþróttamenn á sínum snærum. Þar má nefna Lee Westwood, Ernie Els, Graeme McDowell, Charl Schwartzel, Darren Clarke og Louis Oosthuizen.

Presturinn laug um fjarvistir sonarins Steve Willett, faðir Dannys, er þokkalegur í golfi en hann ýtti aldrei á soninn að æfa íþróttina. Það gerðist af sjálfu sér og presturinn gerði það sem hann gat til þess að aðstoða son sinn. Á hverjum miðvikudegi keyrði Steve son sinn á golfvöllinn þar sem hann skildi Danny eftir og sótti hann um kvöldið. „Ég fékk að

Le


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80173 06/16

Fáguð hönnun Lexus RX 450h tvinnar saman formfegurð og háþróaða tækni í sportjeppa sem grípur augað. Lifðu þig inn í akstur sem umbreytir hugmyndum þínum um lúxus og gæði. lexus.is Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

Nýr RX 450h


Vinsæll: Danny Willett var vinsæll á Players meistaramótinu þar sem hann hafði í nógu að snúast við að skrifa nafn sitt á flögg frá Augusta vellin.um.

Þeir bestu velja TaylorMade

skrópa í skólanum á þessum dögum og faðir minn skrifaði bréf sem hann fór með í skólann til þess að útskýra fjarveru mína. Hann var nokkuð góður í því að finna nýjar afsakanir í hverri einustu viku,“ segir Danny sem fékk sitt fyrsta golfsett þegar hann var níu ára gamall. Notað sett sem kostaði minna en 5.000 kr. Paul Lovell, PGA-kennari hjá Llangefni Golf Club, var fyrsti þjálfari Dannys Willett. „Hann var með hæfileika, það leyndi sér ekki, og hann var öðruvísi en jafnaldrar hans. Börn eiga í erfiðleikum með að einbeita sér en Danny gat einbeitt sér að verkefninu. Eldmóðurinn skein í gegn og hann elskaði golfíþróttina,“ segir Paul. Fljótlega fór Danny Willett að hafa betur gegn bræðrum sínum og 12 ára gamall sló hann lengri teighögg en faðir hans. Danny varð fljótlega þekktur fyrir hæfileika sína í nærumhverfinu og náði góðum árangri á golfmótum. Hann fékk skólastyrk hjá Jacksonville State University háskólanum í Bandaríkjunum. Willett var besti áhugamaður heims tvítugur að aldri og hann gerðist atvinnumaður árið 2008. Frá þeim tíma hefur hann sigraði á fimm mótum á Evrópumóta­ röðinni en sigur hans á Masters var jafnframt fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni. Og að sjálfsögðu fyrsti sigur hans á risamóti.

Staða efstu kylfinga á Masters 2016 1. Danny Willett, England 283 högg (70-74-72-67) -5 2.-3. Jordan Spieth, Bandaríkin 286 högg (66-74-73-73) -2 2.-3. Lee Westwood, England 286 högg (71-75-71-69) -2 4.-6. Dustin Johnson, Bandaríkin 287 högg (73-71-72-71) -1 BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hver er Danny Willett?

4.-6. J.B. Holmes, Bandaríkin 287 högg (72-73-74-68) -1 4.-6. Paul Casey, Bandaríkin 287 högg (69-77-74-67) -1


GLASSLINE Unidrain® er þekkt um heim allan fyrir gólfniðurföll sem hafa breytt hugmyndum okkar hvar og hvernig niðurföllum er komið fyrir. Uppsetning á GlassLine (sambyggt niðurfall og sturtuhlið) frá unidrain® byggir á sömu grundvallarhugmyndum og er örugg lausn með sérstaklega fallegum frágangi.

Smiðjuvegi 76

www.unidrain.dk

• Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Sími 414 1050


Golfboltar – eru þeir ekki allir eins?

Gríðarlegt úrval er af golfboltum á markaðnum í dag. Margir kylfingar eiga erfitt með að átta sig á því hvaða bolta þeir eigi að nota. Sumir nota bara það sem þeir finna á vellinum og ekkert að því. Það eru nokkrar þumalputtareglur í þessum bransa og hér er stiklað á stóru um þær. Fyrir þá sem eru með háa forgjöf skiptir val á bolta ekki öllu máli. Ef fólki líkar við einhverja tegund ætti það bara að halda áfram að nota þann bolta. Eftir því sem forgjöfin lækkar og kylfing­ urinn verður betri fer boltavalið að skipta verulegu máli. Sumir boltar eru hannaðir til þess að fara eins langt og hægt er. Aðrir boltar eru hannaðir með það í huga að gefa góða svörun eða tilfinningu í kylfuhausinn þegar höggið ríður af. Sumir boltar eru hannaðir til þess að það sé auðvelt að fá baksnúning og boltinn stöðvast því fyrr á flötinni. Allir þessi þættir skipta máli við val á hentugum bolta.

Eitt af því sem gott er að vita er hvernig boltinn er samsettur. Algengasta tegundin er úr tveimur lögum, þar sem innri kjarni er húðaður með ytra lagi. Slíkir boltar eru hannaðir til þess að fljúga langt. Helsti munurinn á golfboltum sem eru ódýrir og þeim sem eru dýrari er efnið sem notað er í ysta lagið á boltunum. Ódýrari boltarnir eru húðaðir með surlyn­ plastefni sem hefur þá kosti að endast vel og þola mikið hnjask. Slíkir golfboltar eru endingargóðir. Golfboltar af dýrari gerðinni eru í það minnsta með þrefalt ytra lag sem er gert úr mjúku urethane gúmmíefni. Boltar af

slíkri gerð grípa mun betur í grófirnar á kylfuhausnum. Ný og skörp fleygjárn eiga það til að rífa upp efnið þegar slegið er með slíkum bolta. Endingin er því ekki eins góð miðað við tveggja laga boltann. Það eru til gerðir af boltum sem eru með fjórfalt og jafnvel fimmfalt ytra lag af urethane gúmmíefni. Ef þú finnur bolta, prófaðu að bíta létt í ysta lagið. Ef það gefur aðeins eftir er líklegt að boltinn sé með þrefalt lag eða meira. Ef það gefur ekkert eftir er líklegt að boltinn sé tveggja laga.

Helga Kristín Gunnarsdóttir slær hér af teig á Strandarvelli á Hellu og er án efa með þriggja laga keppnisbolta.

116

GOLF.IS


POWER BUG RAFMAGNSKERRAN

PowerBug er sennilega vinsælasta rafmagnskerran á Íslandi síðustu þrjú árin. Hún hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. Hún er sterk og létt með lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur bara 1 kg og dugar minnst 27 holur á hleðslunni. Hægt er að senda hana 10-50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít.

Verð 157.000 kr

(149.150 kr til eldri kylfinga)


plastefni. Slíkir boltar draga úr snúningi og boltinn fer þar af leiðandi oftar beint. Þeir sem eru með lága forgjöf ættu að velja mýkri bolta sem er með mörgum ytri lögum. Þeir gefa betri svörun í höggið og það er betra að stjórna boltafluginu með slíkum boltum.

Það er margt forvitnilegt sem kemur í ljós þegar innra lagið á golfbolta er skoðað nánar.

Þumalputtareglan gæti verið þessi: Eftir því sem sveifluhraðinn er meiri því fleiri ytri lög vilja kylfingar hafa á golfboltanum. Golfboltar hafa einnig mismunandi eiginleika varðandi boltaflug. Boltar með surlynplastefni (ódýrir) fljúga hærra og með minni bakspuna. Boltar með urethane ytra lagi (dýrari) fljúga lægra og með meiri bakspuna. Eflaust eru margir sem vilja leika með golf­ boltum sem fá bakspuna á flötunum líkt og atvinnukylfingar ná að gera. Það ber að hafa það í huga að slíkir boltar ýkja einnig hliðarsnúninginn. Þeir kylfingar sem glíma við húkk eða slæs þurfa að vita að slíkir boltar gera slík högg enn verri þegar upp er staðið.

Hvað segir sérfræðingurinn? Golfsérfræðingar sem Golf á Íslandi ræddi við mæla með eftirfarandi reglu: Háforgjafarkylfingar ættu að nota harðari boltann sem er tveggja laga úr surlyn­

Kvennaboltar henta vel á Íslandi Best er að prófa sig áfram og ekki hika við að prófa ýmsar gerðir. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir fyrir konur eru einnig ákjósanlegir fyrir karlkylfinga. Slíkir boltar henta vel t.d. á Íslandi þar sem hitastigið er ekki hátt og hægt er að ná mjög löngum höggum í slíkum aðstæðum með kvennaboltum.

Sigurður Arnar Garðarsson er með augun á boltanum þegar hann leikur listir sínar. Mynd/seth@golf

174.186/maggioskars.com

Titleist ProVX1 boltinn er þriggja laga bolti og einn sá vinsælasti á markaðnum í dag

S 118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfboltar – eru þeir ekki allir eins?


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Hvað er TrackMan?

– Golfgreiningartækið hefur lyft undirbúnings­ tímabilinu upp í nýjar hæðir Kylfingar á öllum getustigum í golfíþróttinni geta nýtt sér nýjustu tækni til þess að bæta leik sinn. TrackMan greiningartækið er eitt af því sem hefur breytt miklu á þessu sviði. Golf á Íslandi fékk Úlfar Jónsson, íþróttastjóra GKG, til þess að svara nokkrum spurningum um TrackMan og útskýra hvaða tæki þetta er.

Hvernig virkar TrackMan? „TrackMan-tækið reiknar út upplýsingar um boltaflugið, hvernig kylfan sveiflast og stöðu kylfuhaussins þegar kylfan hittir boltann. Upplýsingarnar er hægt að lesa af snjallsíma, spjaldtölvu eða venjulegum tölvum.“

Tölurnar sem koma út úr TrackMan – hvaða tölur skipta mestu máli?

„TrackMan er golfgreiningartæki sem notar radartækni til að reikna út upplýsingar um boltaflug og hvernig golfkylfan hegðar sér í sveiflunni. TrackMan þykir fremst í flokki greiningartækja á markaðnum og nota margir af fremstu atvinnumönnum heims TrackMan.“

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað er TrackMan?

„TrackMan veitir upplýsingar um 28 mismunandi breytur um boltaflug og sveifluna. Það er einstaklingsbundið hvaða upplýsingar skipta mestu máli. Þó má segja að boltaflugið sé það sem allir þurfi að hafa í huga, það er högglengdin, stefnuna og sveigju og flugtakshornið. Þeir þættir sem hafa mest áhrif eru staða kylfuhaussins þegar kylfan hittir boltann, ferill kylfunnar og sveifluhraðinn. Fyrir flesta nægir að skoða 4-6 breytur.“



Hefur hinn almenni kylfingur gagn af því að fara í slíkt tæki?

Hafa æfingar afrekskylfinga breyst með tilkomu TrackMan?

„Já, svo sannarlega. Það er þó mikilvægt, ef nota skal TrackMan sem æfingatæki, að fá leiðsögn PGA golfkennara sem hefur þekkingu á tækinu. PGA-kennari greinir hvað leggja ætti áherslu á í æfingum til að bæta tækni, þ.e. fá betra boltaflug, hitta boltann betur o.þ.h. Þegar nemandinn er kominn með þessar upplýsingar getur hann notað TrackMan til að sjá mjög greinilega hvort nýjar hreyfingar í sveiflunni skili „réttari“ tölum um t.d. sveifluferil, högghorn og boltaflug. Tækið gefur upplýsingar eftir hvert högg sem slegið er og hægt er að treysta því að þær upplýsingar séu réttar. Greiningartæki hafa rutt sér rúms með skjótum hætti hér á Íslandi og er hægt að komast í greiningartæki og golfherma í býsna mörgum golfklúbbum. GKG er t.a.m. með fimm TrackMan-tæki í sinni inniæfingaaðstöðu.“

„Notkun greiningartækja hefur lyft æfingum á undirbúningstímabili upp í nýjar hæðir. Við æfum mest innandyra yfir veturinn og því er ómetanlegt að fá nákvæmar upplýsingar um boltaflugið og sveifluna. Það er því hægt að vinna mun markvissara í tækni en áður. Aðalatriðið er líka að æfingar verða mun áhugaverðari og skemmtilegri, heldur en að slá í net þar sem ekki er vitað með vissu hvort höggið var vel heppnað eða ekki.“

Er TrackMan leiktæki eða æfingatæki? „Hvort tveggja. TrackMan er í grunninn æfingatæki. Þá er notast við svokallaðan TPS (TrackMan Performance System) hugbúnað þar sem hægt er að æfa tæknina og skoða allt að 28 mismunandi breytur eins og áður sagði. Jafnframt er hægt að tengja tækið við E6 Pure Golf golfhermahugbúnað, sem gefur kylfingum færi á að leika golf með

félögum sínum á um 90 golfvöllum, t.d. Pebble Beach, St. Andrews Old Course, Bay Hill o. fl. E6 gefur einnig grunnupplýsingar eftir hvert högg um feril kylfunnar og sveifluhraða og nýtist því ágætlega sem æfingatæki. Jordan Spieth æfði sig meira að segja í TrackMan E6 golfhermi með því að leika St. Andrews Old Course í aðdraganda Opna breska í fyrra þegar mótið var haldið þar.“

Er hægt að fara yfir strikið í notkun og pælingum í TrackMan? „Jú, vissulega er það hægt. Kylfingar geta orðið of uppteknir við að ná „réttu tölunum“ í tækinu, þegar markmið leiksins er alltaf að koma boltanum frá A til B. Hættan er að gleyma að æfa þau högg sem við þurfum svo mikið að nota, sérstaklega á Íslandi. Þ.e. halda boltanum lágum og sveigja upp í eða með vindi. Það skemmtilega og gagnlega við TrackMan er einmitt það að hægt er að nota tækið til að læra betur að slá mismunandi högg.“

Merking golfbolta Prentum nöfn, merki og myndir á golfbolta. Tilvalið í tækifærisgjafir, fyrir viðskiptavini eða í golfmót. Hafðu samband og fáðu tilboð, s. 863 1850 122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað er TrackMan?

lilja@vegaljos.is

www.vegaljos.is


Eru liðverkir að hækka forgjöfina?

Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.

„NUTRILENK GOLD hjálpar mér að fara golfhringinn verkjalaus“ Guðmundur Einarsson fyrrverandi framkvæmda­ stjóri Golfklúbbs Sandgerðis: „Ég er búinn að stunda golf allar götur síðan 1986 og það sem hefur háð mér mikið eru endalausir bakverkir. Ástandið var orðið þannig að eftir golfhringinn þá lá ég bara fyrir. Ég er búinn að prófa öll möguleg og ómöguleg ráð við þessum skolla, sjúkraþjálfun, líkamsrækt, nudd og fleira, svo ég tali nú ekki um öll þau verkja­ og bólgueyðandi lyf sem ég hef verið áskrifandi að. Fyrir um tveimur árum prófaði ég NUTRILENK GOLD og eftir um það bil þrjár vikur fór ég að finna mikinn mun á mér, bakið varð miklu betra og í raun allur skrokkurinn. Ég mæli hiklaust með NUTRILENK GOLD fyrir þá sem vilja fara golfhringinn verkjalausir.“


„Gríðarlega góð tilfinning“ – Egill Ragnar tryggði sér sæti í A-landsliðinu með frábærum leik

Kylfingar sem skipa A-landsliðshóp karla fengu gott tækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfurunum á úrtökumótum sem haldin voru á Korpúlfsstaðavelli í byrjun júní. Leiknar voru 36 holur á fyrri keppnis­deg­ inum þann 1. júní og 36 holur þann 8. júní. Egill Ragnar Gunnarsson, tvítugur kylfingur úr GKG, nýtti tækifærið til hins ítrasta og lék frábært golf. Egill Ragnar lék 72 holur á níu höggum undir pari vallar samtals en leikið var á Sjónum og Ánni á Korpunni. Skor Egils er sannarlega glæsilegt en til samanburðar lék Birgir Leifur Hafþórsson, sem er þjálfari Egils hjá GKG, á samtals tíu höggum undir pari þegar Íslandsmótið í höggleik fór fram á Sjónum og Ánni á Korpunni árið 2013. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði hinn tvítugi Egill Ragnar við Golf á Íslandi. Landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson völdu 15 kylfinga í úrtökumótið og 12 þeirra náðu að ljúka leik.

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Gríðarlega góð tilfinning“

Úlfar og Birgir völdu Korpúlfsstaðavöllinn fyrir úrtökumótið þar sem völlurinn líkist keppnisvellinum í Lúxemborg. „Ég hef verið að bíða eftir svona hringjum og það gerðist á besta tíma. Ég er gríðarlega spenntur að fá tækifæri með A-landsliðinu

Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðar­ lands­liðs­þjálfari fylgist með gangi mála á úrtöku­mótinu ásamt Gísla Sveinbergssyni og Patreki Nordquist Ragnarssyni. Mynd/seth@golf


Séð yfir 5. brautina á Korpunni .

á EM í Lúxemborg í júlí. Það sem hefur breyst hjá mér að undanförnu er að æfingarnar eru að skila sér og þá sérstaklega

púttin. Ég geri færri mistök og fleiri löng pútt detta ofan í holuna,“ sagði Egill Ragnar en hann mun halda utan til náms

1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (71-67-71-66) 275 högg (-9) 2. Gísli Sveinbergsson, GK (72-65-73-70) 280 högg (-4) 3.- 4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (69-70-70-72) 280 högg (-3) 3.- 4. Andri Þór Björnsson, GR (71-70-68-72) 281 högg (-3) 5. Rúnar Arnórsson, GK (70-75-71-72) 288 högg (+4) 6.- 7. Aron Snær Júlíusson, GKG (75-71-72-72) 290 högg (+6) 6.- 7. Theodór Emil Karlsson, GM (69-78-71-72) 290 högg (+6) 8.- 9. Björn Óskar Guðjónsson, GM (73-73-74-71) 291 högg (+7) 8.- 9. Henning Darri Þórðarson, GK (75-71-75-70) 291 högg (+7) 10. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (79-72-68-76) 295 högg (+11) 11. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (76-73-77-71) 297 högg (+13) 12. Hlynur Bergsson, GKG (78-76-72-72) 298 högg (+14) Patrekur Nordquist Ragnarsson (GR), Kristófer Orri Þórðarson (GKG) og Benedikt Sveinsson (GK) náðu ekki að ljúka keppni vegna meiðsla og veikinda.

í Bandaríkjunum í haust. „Þetta ár verður eftirminnilegt, það er öruggt,“ bætti Egill við en hann verður nemandi í Georgia State University í Atlanta á næsta skólaári. A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí. Landsliðsþjálfararnir velja síðan fimm leikmenn til viðbótar og verður valið tilkynnt eftir KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni. „Þetta er rosalega vel gert og við höfum verið að bíða eftir því að Egill brjóti ísinn og blómstri. Hann valdi svo sannarlega rétta mótið. Þetta er það sem við þurfum því Egill er góð fyrirmynd, það er oft stutt á milli þess að vera um miðjan hóp eða berjast við þá bestu. Þessi úrslit ættu að gefa öðrum kylfingum, sem hafa verið á sama stað og Egill, byr undir báða vængi. Það er allt hægt með mikilli vinnu og samviskusemi,“ sagði Birgir Leifur aðstoðarlandsliðsþjálfari.

COSTA NAVARINO GRIKKLAND Fimm stjörnu lúxus golfferð. Tveir glæsilegir golfvellir, lúxus hótel og spa, veislufæði og íslensk fararstjórn.

BÓKAÐU NÚNA! ICEGOLFTRAVEL.IS GOLF.IS

125


Spennandi valkostur

– Beint flug með Bombardier-vélum Flugfélags Íslands til Aberdeen

Séð yfir eina flötina á Trump International vellinum við Aberdeen.

Flugfélag Íslands hóf nýverið beint flug á milli Kefla­ víkur­flugvallar og Aberdeen í Skotlandi. Golf á Íslandi slóst með í för þegar fyrsta áætlunarflugið fór frá Keflavík. Þessi valkostur er spennandi fyrir kylfinga. Í Aberdeen og næsta nágrenni eru magnaðir golfvellir og fjölbreytt úrval þegar kemur að verði og gæðum. Aberdeen-borg kom þar að auki skemmtilega á óvart, mikið úrval af verslunum, veitingastöðum og öðru sem ferðamenn vilja upplifa í borgarferðinni. Flogið er með Bombardier Q400 vél á þessari flugleið en vélin tekur 74 farþega. Vélarnar eru 30% hraðfleygari en venju­ legar skrúfuþotur. Ferðalagið tekur um 2 klst. og 50 mín. og fer vel um farþega í vélunum. Flugstöðin á Aberdeen-flugvelli er lítil og þægileg og það tekur aðeins örskamma stund að fá farangurinn eftir flugið. Flugvöllurinn

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Aberdeen

í Aberdeen er stærsti þyrlu­flugvöllur í Evrópu og það er nokkuð sérstakt að horfa á þyrluflotann sem er á vellinum en vélarnar skipta þar tugum ef ekki hundruðum. Aberdeen er þjónustusvæði fyrir olíuiðnaðinn á Norðursjó en með minnkandi umsvifum á því sviði hefur opnast gluggi fyrir ferðamenn og verðlagið hefur lækkað umtalsvert, t.d. á gistingu.

Það tekur um hálftíma að aka á milli flug­vallarins og miðborgar Aberdeen. Það kostar um 15 pund að taka leigubíl og flug­vallar­rútan kostar um 12 pund en þar er einnig þráðlaust net.

Trump International er þess virði Úrval golfvalla í Aberdeen er gríðarlegt. Trump International völlurinn hefur vakið mikla athygli og er án efa einn af þeim völlum sem vert er að setja á listann langa yfir þá velli sem gaman væri að leika. Stórkostlegur strandvöllur en það kostar um 200 pund, 38.000 kr., að leika völlinn. Alveg þess virði að mati flestra og upplifunin engu lík. Ræst er út með 15 mínútna millibili og kylfingarnir sem þar eru á ferð fá á tilfinninguna að þeir séu einir á vellinum. Royal Aberdeen völlurinn er einnig sögu­ frægur keppnisvöllur og þar hafa mörg mót á Evrópumótaröðinni farið fram. Það eru


McLeod húsið er eitt af kennileitum Trump vallarins.

takmarkanir á því hverjir geta leikið á Royal Aberdeen og aðeins félagsmenn geta boðið gestum með sér. Smá vesen, en ef þú þekkir Sir Alex Ferguson, þá gæti hann reddað þessu, en hann er enn kóngurinn í borginni.

völlur sem er opinn og „vinalegur“. Þar er frábært æfingasvæði og hótelið er einstakt. Þess ber að geta að aðeins gestir hótelsins geta leikið á Meldrum House vellinum ásamt félagsmönnum.

Kirkjustemning á Skene House

Herbergin í gamla hesthúsinu á Meldrum House eru frábær eins og sést á þessari mynd.

Meldrum House góður valkostur Það blæs oft kröftuglega við strandlengjuna í Aberdeen. Það getur því verið góður valkostur að leita að völlum aðeins innar í landinu og hvíla sig á ferska sjávarloftinu. Meldrum House er góður kostur. Frábær

Skene House hótelið í hjarta Aberdeen er mjög góður kostur fyrir hóp af kylfingum sem vilja fyrsta flokks gistingu á hagstæðu verði. Þar er boðið upp á íbúðir þar sem margir geta gist saman í sérherbergjum og notið samverunnar í sameiginlegri stofu. Þessi valkostur hefur vakið mikla lukku hjá frændum okkar í Noregi og ekki síst hjá kvennahópum sem nýta ferðina til þess að versla í Aberdeen. Íbúðirnar á Skene House eru í gamalli kirkju sem myndar skemmtilega umgjörð um hótelið. Á heildina litið er þessi nýja leið til Aberdeen afar spennandi valkostur og um að gera að nýta sér þá möguleika sem opnast með þessari flugleið.

Frá Meldrum House golfvellinum sem er mjög góður völlur og býður upp í dans.

GOLF.IS

127


Íslandsbankamótaröðin:

Íslandsmótið í holukeppni Zusanna Korpak varði titilinn í flokki 15-16 ára, hér slær hún á lokadeginum í Þorlákshöfn. Mynd/seth@golf.is

Íslandsmótið í holukeppni á Íslands­bankamótaröð unglinga fór fram á Þorláksvelli dagana 10.-12. júní. Keppnisfyrirkomulagið var með hefðbundnum hætti þar sem keppendur léku höggleik á fyrsta keppnisdeginum og kepptu um að komast í sjálfa holukeppnina. Aðstæður hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar voru glæsilegar og Þorláksvöllur var í sínu besta ástandi miðað við árstíma. Sem dæmi um gott skor keppenda í höggleiknum má nefna að Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG lék Þorláksvöll á 68 höggum eða -3. Í flokki 17-18 ára pilta léku fimm keppendur á pari vallar eða betur. Alls tóku 120 kylfingar þátt í höggleikskeppninni og komust 16 efstu úr hverjum flokki áfram. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG sigraði ríkjandi meistara í flokki 14 ára og yngri. Andrea Ýr Ásmundsdóttir sigraði á þessu móti í fyrra á Strandarvelli á Hellu. Þetta er í fyrsta sinn sem Hulda Clara fagnar þessum titli. Hulda sigraði systur sínu Evu Maríu naumlega í undanúrslitum en Andrea sigraði Kingu Korpak úr GS. Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG varði titilinn í 14 ára og yngri flokknum. Sveinn Andri Sigurpálsson úr GM varð annar en hann lagði Böðvar Braga Pálsson úr GR í undanúrslitum. Böðvar Bragi vann síðan liðsfélaga sinn Dagbjart Sigurbrandsson í leik um þriðja sætið. Zuzanna Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja varði titil sinn í flokki 15-16 ára með naumum sigri gegn Amöndu Rún Bjarnadóttur úr GHD í úrslitaleiknum. Zuzanna sigraði Snædísi Ósk Aðalsteinsdóttur úr GHD frá Dalvík í

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Mikið úrval af fatnaði fyrir bæði kynin

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80049 05/15

DRYKKIR INNIFALDIR

MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar

+ Nánar á icelandair.is/fljugdu-vel

Vertu með okkur


Einbeitt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG slær hér á Þorkáksvelli í viðureigninnni gegn systur sinni Evu Maríu í undanúrslitum. seth@golf.is

undanúrslitum en Amanda lagði Ölmu Rún Ragnarsdóttur úr GKG í undanúrslitum. Snædís náði síðan þriðja sætinu. Viktor Ingi Einarsson úr GR kom sá og sigraði í flokki 15-16 ára. Hann lagði félaga sinn Ingvar Andra Magnússon í úrslitaleiknum. Viktor Ingi þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í úrslitaleikinn en hann sigraði m.a. Ragnar Má Ríkharðsson úr GM á 22. holu í átta manna úrslitum. Eyjamaðurinn Kristófer Tjörvi Einarsson varði þriðji en hann rétt slapp inn í 16 manna úrslitin eftir höggleikinn. Hann lagði Aron Emil Gunnarsson frá Golfklúbbi Selfoss í leik um bronsverðlaunin. Elísabet Ágústsdóttir úr GKG kom verulega á óvart í flokki 17-18 ára og fagnaði sigri. Elísabet endaði í þriðja sæti í þessum flokki fyrir ári síðan. Eva Karen Björnsdóttir úr GR hafði titil að verja í þessum flokki en Elísabet hafði betur gegn Evu í undan­ úrslitaleiknum. Í úrslitum mættust Elísabet

Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG og Sveinn Andri Sigurpálsson úr GM brugðu á leik fyrir úrslitaleikinn í 14 ára og yngri

THRACIAN CLIFFS BÚLGARÍA

""Thracian Cliffs var algjört ævintýri. Meir að segja röffið var kúl" - Matthías Guðmundsson "Mælum með að allir upplifi Golf í Búlgaríu með Icegolf Travel" - Steini og Rósa ICEGOLFTRAVEL.IS 130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Ólýsanlegur golfvöllur sem alla kylfinga dreymir um að spila! Einfaldlega fullkominn staður til að spila golf og njóta lífsins.

BÓKAÐU STRAX!


Fannar Ingi Steingrímsson gaf allt í þetta högg en hann sigraði í flokki 17-18 ára. seth@golf.is

Elísabet Ágústsdóttir úr GKG fagnaði sigri í flokki 17-18 ára. seth@golf.is

og Saga Traustadóttir úr GR og vann Elísabet með minnsta mun. Eva Karen varð þriðja eftir að hafa lagt Ólafíu Maríu Einarsdóttur úr GM í bronsleiknum. Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG í Hveragerði fagnaði sigri í flokki 17-18 ára. Hann lagði Arnór Snæ Guðmundsson

úr GHD í Dalvík í úrslitaleiknum. Fannar hafði áður sigraði Hlyn Bergsson í undanúrslitum. Hlynur endaði í þriðja sæti en GKG-ingurinn hafði betur gegn Patreki Nordquist Ragnarssyni úr GR í bronsleiknum.

Íslandsmeistararnir 2016 í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni. Viktor Ingi, Sigurður Arnar, Elísabet, Fannar Ingi, Zusanna, Hulda Clara og Eggert Ágúst Sverrisson varaforseti GSÍ.

17-18 ára piltar: 1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 3. Hlynur Bergsson, GKG 17-18 ára stúlkur: 1. Elísabet Ágústsdóttir, GKG 2. Saga Traustadóttir, GR 3. Eva Karen Björnsdóttir, GR 15-16 ára telpur: 1. Zuzanna Korpak, GS 2. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 3. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD 15-16 ára drengir: 1. Viktor Ingi Einarsson, GR 2. Ingvar Andri Magnússon, GR 3. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 14 ára og yngri strákar: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 2. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM 3. Böðvar Bragi Pálsson, GR 14 ára og yngri stelpur: 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 3. Kinga Korpak, GS

SPEQ - KYLFUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA SPEQ eru gæða kylfur fyrir krakka sem koma í fimm mismunandi stærðarflokkum

SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

GOLF.IS

131


Ævintýri líkast Gríðarleg fjölgun kvenna hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja á undanförnum misserum hefur vakið athygli. Golf á Íslandi sló á þráðinn og ræddi við Einar Gunnarsson, PGAkennara hjá GV, sem hefur farið ótroðnar slóðir í því að fjölga konum í klúbbnum.

– Gríðarleg fjölgun í kvenna­starfinu hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja Einar flutti til Vest­manna­eyja sumarið 2015 en hann hafði áður starfað í hlutastarfi sem PGA-kennari hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkis­ hólmi og hjá GV.

Hluti af þeim stóra hóp kvenna sem stundar golfíþróttina af krafti í Eyjum. Mynd/GV

„Þetta hefur verið ævintýri líkast að koma hingað til Eyja. Karl Haraldsson, skólafélagi minn úr PGA-náminu, fékk óvænt pláss á góðu skipi hér í Eyjum og fékk mig til þess að hlaupa í skarðið fyrir sig sumarið 2014. Ég var svo yfir sumartímann hér í Eyjum 2015 og í fyrra fluttum við fjölskyldan alfarið úr Stykkishólmi til Vestmannaeyja,“ segir Einar en hann þakkar Elsu Valgeirs­ dóttur framkvæmdastjóra GV og Ragnari Guðmunssyni sem var og hefur verið með Einari í þjálfun kvennanna, fyrir að kveikja þann neista sem til þurfti í kvennastarfið hjá GV.

132

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ævintýri líkast


Axor sturtulampi nendo Listaverk - hönnun og þægindi

Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · isleifur.is


Einar Gunnar Guðmundsson PGA kennari hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja gefur ungum keppenda góð ráð á Áskorendamótaröðinni í Grindavík.

„Elsa var dugleg að koma skilaboðum inn í kvennahópa hér í Eyjum og boltinn fór að rúlla. Hingað komu t.d. vinkonu­hópar og saumaklúbbar á nýliða­ námskeiðin hjá okkur. Við buðum upp á þrjú nýliðanámskeið sl. vor og sumar og í kjölfarið buðum við upp á þrjú framhaldsnámskeið. Kostnaðurinn sem nýliðarnir greiddu fyrir námskeiðin nýttist síðan sem hluti af félagsgjaldinu í GV og það voru flestir sem gengu í klúbbinn eftir þessi námskeið.“ Fjölgun kvenna í GV hefur eins og áður segir verið ótrúlega mikil. „Það sem hefur gerst á undanförnum misserum er að rúmlega 70 konur hafa bæst í hópinn hjá okkur í kvennastarfinu. Þær eru allar virkir félagar og koma með ferskan blæ inn í félagsandann hjá GV. Þær skipuleggja sín eigin mót og standa á eigin fótum í þessu núna og njóta þess að leika golf saman.“ Einar Gunnar segir að eftirfylgni og fastir æfingatímar hafi skilað góðum árangri. „Í vetur höfum við æft reglulega og það er að mínu mati einn af stóru þáttunum í því að halda áhuganum við. Við höfum lagt upp með að vera með sex manns í hverjum æfingahóp sem æfir einu sinni í viku í golfskálanum hér í Eyjum. Aðstaðan er vissulega ekki sú besta í heimi en við vinnum með það sem við höfum. Í hverjum

Frá vetraræfingu hjá kvennahóp í Vestmannaeyjum. Mynd/GV

134

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ævintýri líkast


Hatta og kjólamót GV hefur ávallt notið mikilla vinsælda.

tíma eru sex æfingastöðvar þar sem við notum m.a. SNAG æfingar auk þess að vippa og pútta. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu vel fullorðið fólk skemmtir sér í SNAG. Í vetur voru 11 slíkir kvennahópar við æfingar og það er virkilega gaman að sjá framfarirnar hjá þeim. Það er allt annað að sjá til þeirra núna í vor eftir vetraræfingarnar og færni þeirra er mun meiri en sl. sumar,“ segir Einar. „Í vor fórum við út að æfa og spila um leið og aðstæður leyfðu. Ég fer alltaf með þeim á þriðjudögum út á völl þar sem ég geng á milli ráshópa. Þar gef ég þeim ráð varðandi ýmsa þætti leiksins. Þar má nefna leikhraða, hvar á að skilja golfsettið eftir við flötina, og alls konar hluti sem kylfingar þurfa að vita til þess að allt gangi vel og upplifunin verði sem skemmtilegust,“ segir Einar Gunnarsson PGA kennari í Vestmannaeyjum.

GOLF.IS

135


Glæsileg æfingaaðstaða opnuð á Akureyri - Klappir munu breyta miklu

Björgvin Þorsteinsson sló fyrsta golfhöggið í Klöppum en hann er sexfaldur Íslandsmeistari og vann titlana sem félagsmaður i GA. Mynd/stebbi@golf

Klappir, æfingaaðstaða Golfklúbbs Akureyrar, var formlega tekin í notkun föstudaginn 10. júní s.l. Það var sexfaldur Íslandsmeistari, Björgvin Þorsteinsson, sem sló fyrsta höggið. Klappir eru ríflega 1000 fermetrar að stærð með 28 básum á tveimur hæðum. Í kjallara eru geymslur fyrir golfbíla félagsmanna og klúbbsins ásamt geymsluskápum fyrir golfsett og kerrur.

PLANTIO GOLF RESORT Lúxus íbúðir, flottur skógarvöllur við Alicante borg og allt innifalið í mat og drykk! Vanir Íslenskir fararstjórar sem þekkja svæðið mjög vel. Hafðu samband við sölumenn okkar með frekari upplýsingar.

136

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsileg æfingaaðstaða opnuð á Akureyri


Ungu kylfingarnir úr GA voru léttklæddir í sumarblíðunni á þakinu á Klöppum þar sem hægt er að slá út á æfingasvæðið. Mynd/stebb@golf

Fjöldi sjálfboðaliða úr GA koma að verkinu eins og kom fram í máli formanns GA, Sigmundar Ófeigssonar, við opnunina. Var þeim þakkað sérstaklega fyrir vel unnin störf. Hann þakkaði einnig þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem að verkinu komu en fjöldi fyrirtækja gaf klúbbnum vinnu sína. „Nú erum við hjá Golfklúbbi Akureyrar komin með fyrsta flokks æfingaaðstöðu og Klappir munu breyta miklu í okkar starfi. Það er von okkar að kylfingar í GA og einnig kylfingar í kringum Akureyri nýti Klappir vel,“ sagði Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GA, í samtali við Golf á Íslandi. Ágúst telur að kylfingar í nágrenni Akureyrar geti byrjað útiæfingar mun fyrr en áður. „Við gerum okkur vonir um að Klappir geti opnað fyrr en við höfum getað gert áður. Í ár hefðum við getað opnað um miðjan mars ef Klappir hefðu verið til staðar á þeim tíma. Það munar svo sannarlega um það að komast út og slá á vorin. Það hefur orðið mikil sprenging í aðsókn barna í golfskólann okkar og vonandi mun þessi flotta aðstaða sem og nýi par þrjú holu völlurinn okkar hjálpa til við að ná fleiri iðkendum í þessa frábæru íþrótt okkar,“ sagði Ágúst. Nýja aðstaðan mun breyta miklu fyrir félagsmenn GA sem bíða nú spenntir eftir næsta verkefni en Íslandsmótið í golfi fer fram á Jaðri dagana 21.-24. júlí n.k. Klappir munu án efa verða hvatning til kylfinga norðan heiða til að æfa sveifluna enda húsnæðið afar vistlegt og glæsilegt.

BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

137


GSÍ gefur út leiðarvísi

– Leggur grunn að uppbyggingu á kennslu, þjálfun og skipulagi hjá börnum og unglingum

Karl Ómar Karlsson er PGA kennari og starfar hjá Golfklúbbnum Keili. Mynd/seth@golf

Fræðslunefnd Golfsambands Íslands og Karl Ómar Karlsson PGA-kennari gáfu nýverið út leiðarvísi í rafrænu formi fyrir golfklúbba. Leiðarvísirinn hefur þann tilgang að móta stefnu og leggja grunninn að uppbyggingu á kennslu, þjálfun og skipulagi hjá börnum og unglingum í golfklúbbum á Íslandi. Leiðarvísirinn, sem er 70 síður, er ætlaður fyrir þjálfara, iðkendur, foreldra, félagsmenn og stjórnarmenn í golfklúbbum. Hann er mikilvægur fyrir alla til að fá heildarsýn yfir það barna- og unglingastarf sem fram fer í golfklúbbum. Karl Ómar segir m.a. þetta um verkefnið: „Ljóst er að það er mikill hagur fyrir viðkomandi golfklúbb að marka sér stefnu í barna- og unglingaþjálfun og gera starfið hjá sér markvissara og betra. Miklu máli skiptir að rauður þráður sé í samræmingu á milli aldurshópa þannig að allir sem eru að æfa golf fái kennslu og þjálfun við hæfi. Í þessum leiðarvísi er hægt að sækja sér helstu upplýsingar um mikilvægustu þætti þjálfunar þess aldurshóps sem golfkennarar/ þjálfarar starfa með hverju sinni og hvaða áherslur ætti að hafa í huga þegar starfað er með börnum og unglingum.“ Hægt er að nálgast leiðarvísinn á golf.is

138

GOLF.IS - Golf á Íslandi GSÍ gefur út leiðarvísi

K


GEFÐU AF ÖLLU

HJARTA Gjafakort Kringlunnar er gjöf sem hentar við öll tækifæri. Þú færð kortið á þjónustuborði á 1. hæð við Hagkaup eða á kringlan.is

KRINGLAN.IS

FACEBOOK.COM/KRINGLAN.IS


Belfry

býður upp í Ryder-dans – Íslendingar taka Belfry með trompi

Átjánda brautin á Brabazon er ein glæsilegasta lokabraut í heimi, löng og erfið.

Það er óhætt að segja að Ryder-andinn svífi yfir vötnum á Belfry golfsvæðinu á Englandi. Kannski engin furða þar sem þetta stærsta golfmót heims hefur fjórum sinnum verið haldið á Brabazonvellinum á Belfry. Ekki er langt síðan að íslenskir kylfingar fóru að leggja leið sína þangað í allnokkrum mæli. Helsta ástæðan er sú að Belfry er í næsta nágrenni við Birmingham-flugvöll en Icelandair hóf áætlunarflug þangað vorið 2015. Að sögn Jóhanns P. Guðjónssonar hjá GB-ferðum var Belfry vinsælasti golfáfangastaðurinn hjá þeim vorið 2016.

Páll Ketilsson heimsótti Belfry ásamt kylfingum úr GS.

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi Belfry býður upp í Ryder-dans

Belfry er alvöru golfstaður með þremur golfvöllum. Derby er þeirra stystur en er þó fínasti golfvöllur. Hinir tveir eru PGA og hinn heimsþekkti Brabazon. PGA-völlurinn er strandvöllur inni í miðju landi og virkilega flottur. Mörg stór golfmót hafa verið haldin á honum, m.a. tvö á Evrópumótaröðinni. Vegur PGA-

vallarins hefur vaxið á undanförnum árum enda býður hann upp á flest það besta í strandvallagolfi þótt langt sé í næstu strönd. Flatir eru mjög stórar og það þarf lagni með pútterinn því landslagið er mikið og svo eru glompur alls staðar á vellinum! Brabazon er þó aðalvöllurinn á Belfry. Fjórar Ryder-keppnir segja allt um það en einnig hafa mót á Evrópumótaröðinni verið haldin á vellinum. Völlurinn er frábær og hvergi veikan blett að finna. Hann heldur kylfingum á tánum allan tímann og þótt 10. og 18. brautin séu langþekktustu holur vallarins þá eru margar fleiri magnaðar. Á fyrri níu holunum má nefna 3., 7. og 9., að ógleymdri 6. braut. Hún er glæsileg og erfið, þar reynir á að hitta braut og svo flöt með risastóra vatnstorfæru á vinstri hönd alla leið. Á 10. teig eftir stutt te-stopp í „halfway house“ tekur við ein sögufrægasta golfhola heims. Tíunda brautin er stutt par 4, aðeins rúmir 200 metrar en býður upp í villtan dans. Spænska goðsögnin Seve Ballesteros gerði þessa braut heimsfræga þegar hann sló inn á flöt í upphafshögginu á Ryderbikarnum 1985. Það þótti meira afrek fyrir nokkrum áratugum þegar menn voru með trédrævera í settinu. En auðvitað fór Seve létt með það. Brautin er alvöru „þriller“ hvort sem kylfingar hafa getu til að láta vaða með stóra prikinu eða leggja upp fyrir stutt innáhögg. Langflestir leggja upp og telja áhættuna ekki þess virði því vandræði eru á alla kanta ef upphafshöggið fer ekki rétta leið. Ef kylfingar fara ekki illa á þeirri tíundu þarf samt að halda einbeitingu því næstu holur


endurbótum lauk á svæðinu. Þar eru yfir 300 herbergi, þrír veitingastaðir, barir, klúbbhús, heilsulind og líkamsrækt og meira að segja næturklúbbur. Þá er mjög vegleg golfverslun á staðnum. Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið að þetta sé vinsæll staður enda algjör paradís fyrir kylfinga.

Mikið bókað í haust

Hér sést inn á tíundu flötina á Brabazon, hluti vatnstorfærunnar og kylfingar á flötinni.

eru krefjandi. Spennan magnast og nær hámarki þegar komið er á 18. teig. Átjánda brautin á Brabazon er án efa ein af flottustu lokaholum í heiminum og nokkrum sinnum hafa úrslit ráðist á Ryder-bikarnum á þessari mögnuðu braut. Hver man t.d. ekki eftir lokapútti Írans Pauls McGinley á Rydernum 2002 og púttinu hjá Skotanum Sam Torrance þegar Evrópa vann bikarinn í fyrsta sinn árið 1985? Svo var það höggið með 2-járni inn á flöt hjá Íranum Christie O’Connor yngri. Þegar maður stendur á 18.

teig er ekki hjá því komist að rifja upp slík atvik og komast sjálfur í smá Ryder-gír. Ekki skemmir ef maður er í holukeppni og staðan jöfn. Já, þetta er einstök golfbraut sem krefst þess að kylfingar geri sitt besta, slái gott upphafshögg inn á braut í hundslöpp og síðan bíður erfitt högg inn á flöt. Vatnstorfærur og fleiri hindranir blasa við. Hvað sem gerist, þá er upplifunin einstök. Á Belfry er er mjög fín æfingaaðstaða þar sem hægt er að æfa öll högg. Þá er á svæðinu glæsileg gisting en stutt er síðan

„Belfry hefur gengið gríðarlega vel í vor og það mun halda áfram því nú þegar er mikið bókað í haust. Ástæðan fyrir vinsældum staðarins, fyrir utan augljós gæði, er að ferðalagið er sérstaklega þægilegt; beint flug til Birmingham og stuttur akstur frá flugvelli ásamt því að allir pakkarnir okkar innihalda ótakmarkað golf. Vellirnir eru virkilega flottir, Brabazon er frægasti Rydervölllur sögunnar, PGA-völlurinn er mjög skemmtilegur strandvöllur með 70 glompum og stórum flötum með miklu landslagi. Derby-völlurinn er mjög skemmtilegur fyrsta dags völlur. Ég hef heyrt í fjölmörgum kylfingum sem hafa farið til Belfry í vor og það eru margir sammála því að þetta sé þeirra langbesta golfferð til þessa,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB-ferðum.

Fimmtánda á Brabazon er löng par 5 hola og er umgjörðin glæsileg eins og sjá má.

FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR Golfskálinn býður upp á úrval af græjum sem hjálpa þér með kylfuvalið

Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum. Pargate mælarnir frá Svíþjóð hafa verið í sölu hjá Golfskálanum frá opnun verslunarinnar og í Pargate fæst mikið fyrir peninginn. Tom Tom úrin eru að okkar mati með því allra flottasta og besta í GPS úrum.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

GOLF.IS

141


Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau, sem tvívegis hefur sigrað á bandaríska áhuga­manna­mótinu U.S. Amateur, gerðist atvinnukylfingur á RBC Heritage mótinu eftir Masters-mótið.

markhönnun ehf

Bryson DeChambeau er einstakur

Bryson DeChambeau er einstakur kylfingur sem vekur athygli hvar sem hann er.

– Eðlisfræðingurinn með Ben Hogan derhúfuna fer sínar eigin leiðir DeChambeau er einn áhugaverðasti kylfingur heims og það er ekki aðeins Ben Hogan derhúfan sem vekur athygli. DeChambeau stundaði nám í eðlisfræði og hann nýtir sér ýmsa tækni sem aðrir kylfingar láta sér ekki detta í hug að nota. Þar ber hæst að allar járnakylfur DeChambeau eru jafnlangar, 37,5 tommur, sem samsvarar lengd á venjulegu 7-járni.

DeChambeau hefur nefnt allar kylfurnar í pokanum. 3-járnið, 20 gráður: „Gamma“ - þriðji bókstafurinn í gríska stafrófinu.

9-járnið, 42 gráður: „Jackie“ Robinson var ávallt númer 42 í hafnaboltanum.

5-járnið: „Azalea.“

Fleygjárn, 46 gráður: „Herman Keiser“ sigraði á Masters árið 1946.

6-járnið: „Juniper“ sem er sjötta holan á Augusta-vellinum. 7-járnið, 34 gráður: „Tin Cup“ nefnt eftir uppáhaldsjárni kylfingsins úr myndinni Tin Cup. 8-járnið: „Áttan“ og er vísað í svörtu kúluna í pool-íþróttinni.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi Bryson DeChambeau er einstakur

Fleygjárn, 50 gráður: „Jimmy Demaret“ sigraði á Masters 1950. Fleygjárn, 55 gráður: „Mr. Ward,“ nefnt eftir Harvoe Ward áhugakylfingi sem sigraði á Masters árið 1955. Fleygjárn, 60 gráður: „Kóngurinn,“ nefnt eftir Arnold Palmer sem sigraði á Masters árið 1960.

DeChambeau og þjálfari hans í háskóla­ liðinu hönnuðu fyrstu útgáfuna af þessum kylfum. Þeir fengu síðar aðstoð frá Taylor Made fyrirtækinu en hlutirnir fóru ekki að ganga fyrr en Dave Edel frá Edel Golf kom til sögunnar. Edel hannaði fullkomið sett fyrir DeChambeau sem hann notaði á lokaári sínu í háskóla. Þar sigraði hann á NCAA háskólamótinu og bandaríska áhugamannamótinu. Það hafa aðeins fjórir aðrir kylfingar gert: Jack Nicklaus, Tiger Woods, Phil Mickelson og Ryan Moore.

Prófar sjálfur golfboltana Bryson DeChambeau notar ákveðna aðferð til þess að ganga úr skugga um að golfboltarnir sem hann notar í keppni séu fullkomnir. Hann blandar saman vatni og saltupplausn (epsom) og lætur boltana ofan í upplausnina til þess að sjá hvort boltarnir séu fullkomlega lagaðir og snúist rétt um miðju sína.

M


markhönnun ehf

Í HVAÐA LIT

VERSLAR ÞÚ? www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


Gleðistund hjá GKG – Glæsileg íþróttamiðstöð vígð hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar var opnuð með formlegum hætti þann 9. apríl s.l. Mikið fjölmenni mætti til þess að skoða nýja mannvirkið sem er á tveimur hæðum og mátti heyra á gestum að ný viðmið hefðu nú verið sett í aðstöðu fyrir golfklúbba landsins.

144

Fjölmenni: Það var margir gestir á opnunarhátíðinni og nýja aðstaðan var troðfull eins og sjá má.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gleðistund hjá GKG

210x2


CING U D O , INTRGONFLY Y. onfly DRA NOLOG s of a dragost TECH by the wingated our mr ever.

c re rive er re d Inspi n g i n e e r s s i s t e n t d he G driv e t d on PING ng and c y makes e clubhea s og vi f o r g i t e c h n o l n g i n c re a i s t a n c e . i c d ay p Vorte ster, hel for more et fit tod fa .G even ll speeds ry golfer e a v and b a G for e . s ’ e m Ther ping.co t i or vis

nced s. Adva ynamic y d g Aero ™ technolo tors

TM

c la Vorte wn turbu ics o r am and c e aerodyn d v ea impro er clubh h ig for h ll speeds. a b and

TM

. R E T FAS E . R G O M GIVIN R O F AR. F Y B

e. r Gamdard, u o Y Fit in Stan t) or ble ligh Availa Straight F . c( SF Te Low Spin) ( c LS Te

s sa v e ro w n I t o c n i MO a-th . Ultr d raise the istency. y l l a an ns ur . Nat low / back ess and co g n i v G i n Forg n the C forgive More to positio for more ls ht weig ne w le v e ©2016 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071

210x297+3mmGdriver.indd 1

22/01/2016 13:01


Framkvæmdir við nýju íþróttamiðstöðina hófust fyrir rétt rúmlega ári síðan. Íþróttamiðstöðin, sem er 1400 fermetrar, var reist þar sem gamla félagsaðstaða GKG var staðsett. Það húsnæði var fyrir löngu sprungið en um var að ræða gamlan söluskála sem var áður á Selfossi og var keyptur af GKG vorið 1990. Á efri hæðinni er glæsilegur veitingasalur, skrifstofur starfsmanna, verslun og móttaka. Á neðri hæðinni er fullkomin æfinga– og kennsluaðstaða og er þar að finna m.a. búningsaðstöðu, Trackman-svæði þar sem fjögur slík tæki eru til staðar, stóra púttflöt og aðstöðu fyrir aðrar æfingar sem tengjast golfíþróttinni. Það var byggingaverktakinn GG verk sem sá um framkvæmdirnar og stóðust allar áætlanir sem gerðar voru, hvað varðar tíma og fjármagn. Kostnaðaráætlun við heildarverkið er 660 milljónir og greiða Kópavogur, Garðabær og GKG sinn þriðjunginn hver.

Eva María Gestsdóttir var ánægð með nýju aðstöðuna.

Verslunin og mótttakan í GKG er glæsileg.

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lék frumsamið lag á nýtt píanó sem góðvinir GKG gáfu klúbbnum í tilefni opnunarinnar.

SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.

ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski og margt fleira. Nánari upplýsingar um úrval og verð hjá

hans@golfskalinn.is 146

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gleðistund hjá GKG


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


þyngd undir 1.200 kg

allt að 3,5 rúmmetrar

hratt og örugglega

auðveldar smásendingar Eimskip býður einfaldari verðlagningu og meðhöndlun fyrir smærri sendingar í innflutningi frá Evrópu og Bandaríkjunum. Nú fjölgar rúmmetrunum um 40%. Ef þú ert með sendingu undir 1.200 kg og 3,5 rúmmetrum þá er eBOX lausnin fyrir þig. Á ebox.is er hægt að að reikna út heildarverð fyrir flutninginn á einfaldan hátt. Kynntu þér málið á ebox.is

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.