Tímaritið Golf á Íslandi

Page 1

02. TBL. 2015

GOLF.IS

Leggja allt í sölurnar við að elta drauminn

PGA golfkennsla: Lærðu að koma þér upp úr glompunni

GR-ingurinn Kolbeinn Pétursson slær ekki slöku við á níræðisaldri

Eimskipsmótaröðin: Frábært upphaf á keppnistímabilinu hjá Andra Þór


NÝJU GOLFVÖRURNAR ERU KOMNAR Í VERSLANIR OKKAR


ZO•ON Kringlan ZO•ON Factory Store, Nýbýlavegi 6 www.zo-on.is


NETLEIKUR VARÐAR

Rifjaðu upp golfreglurnar og taktu þátt í skemmtilegum leik á vordur.is Þar getur þú unnið brons-, silfur- eða gullverðlaun og deilt árangrinum á Facebook. Með betri árangri aukast líkur þínar á að hreppa stóra vinninginn.

Hefur þú kynnt þér Golfvernd – golftryggingu kylfingsins? Vörður hefur, í góðri samvinnu við golfara, búið til einstaka Golfvernd sem bætir tjón tengt iðkun þessarar göfugu íþróttar. Vörður styður við útgáfu Golfreglubókar GSÍ


ÍSLENSKA SIA.IS VOR 74764 06/15

LANGAR ÞIG AÐ TÍA UPP

Á MONTECASTILLO? Í haust drögum við út heppinn þátttakanda sem hlýtur golfferð með Heimsferðum til Spánar ásamt meðspilara í átta nætur. Leikið er á hinum rómaða velli, Montecastillo, sem Jack Nicklaus hannaði.


Meðal efnis:

48

36

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir leggja allt í sölurnar til þess að komast í hóp þeirra bestu í golfíþróttinni.

Björn Kristinn Björnsson, PGA golf­ kennari í Keili, fer yfir réttu atriðin í glompuhöggunum.

88 132 Ný hugmyndafræði í teigmerkingum.

Íslensku landsliðin stóðu sig frábærlega vel á Smáþjóðaleikunum á Korpúlfsstaðarvelli.

136

Gróska hjá íslenskum golffréttamiðlum – áratugur frá því að kylfingur.is fór í loftið.

100

Miklar breytingar á Húsatóftavelli í Grindavík.

Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.

Prófarkalestur: Hörður Geirsson og Ingibjörg Valsdóttir.

Framkvæmdastjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is.

Ljósmyndir: Haraldur Jónasson tók forsíðumyndina ásamt myndunum í burðarviðtalinu, Brynjar Gauti Sveinsson tók myndirnar í golfkennsluefnið, Sigurður Elvar Þórólfsson, Jón Júlíus Karlsson, Frosti Eiðsson, Ómar Örn Ragnarsson, Grímur Kolbeinsson, Ragnar Ólafsson og fleiri.

Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Textahöfundar: Sigurður Elvar Þórólfsson, Jón Júlíus Karlsson, Hörður Geirsson og Jóel Gauti Bjarkason.

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift inn á öll heimili félags­ bundinna kylfinga á Íslandi sem eru um 17.000 í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júlí.


HORFÐU TIL HIMINS

Gleðilegt golfsumar

Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Afrekskylfingar eru íþróttinni nauðsynlegir Ég heyri oft í kylfingum sem sjá á eftir fjár­munum sem fara í afreksstarf innan golfhreyfingarinnar. Þetta á bæði við um félags­gjöld kylfinga til GSÍ eða golfklúbbanna. Hinn almenni kylfingur sér á eftir fé, sem hann greiðir, en varið er til fárra kylfinga í lands­ liðum eða keppnissveitum klúbbsins. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg afstaða. Af hverju á hinn almenni félagsmaður að samþykkja að klúbburinn sinn eða Golfsam­bandið verji stórum hluta tekna sinna í örfáa kylfinga? Ég skal reyna að svara þeirri spurningu. Sú gríðarlega fjölgun sem hefur átt sér stað í golfhreyf­ ingunni á Íslandi undanfarinn áratug er ekki tilviljun. Það sama má segja um vinsældir íþróttarinnar annars staðar í heiminum. Vinsældir og uppgangur golf­íþrótt­ arinnar á sér margar orsakir. Eina ástæðu fjölgunar kylfinga má rekja til umfjöllunar í fjölmiðlum og daglegu tali – gott umtal eins vekur áhuga annars. Stór hluti umræðunnar um golf snýr að afreksgolfi. Fjölmiðlar hér heima og í hinum stóra heimi keppast við að flytja fréttir af bestu kylfingum heims og umfjöllunin hefur aldrei verið meiri og aðgengilegri. Það er engum blöðum um það að fletta að fréttir af bestu kylfingunum vekja áhuga annarra á að byrja í golfi. Tiger Woods er eitt albesta dæmi þessa. Frá því að Tiger Woods skaust upp á stjörnuhimininn hefur golf ekki átt öðrum eins árangri að fagna, a.m.k. síðustu áratugina. Tiger Woods gerði golfíþróttina töff og unglingarnir streymdu út á golfvöll. Betri auglýsingu gat golfíþróttin ekki fengið. Svipaða sögu má segja af frábærum árangri íslensku karla- og kvennalandsliðanna í knattspyrnu undanfarin ár en velgengni liðanna hefur haft augljós áhrif sem leiðir til áþreifanlegs árangurs, hvort sem til skemmri eða lengri tíma er litið. Allt þetta má heimfæra á íslenskt golf. Góður árangur íslenskra afreks- og landsliðskylfinga á alþjóðlegum vettvangi vekur áhuga annarra á golfíþróttinni. Þá leiðir bættur árangur kylfinga til aukinnar umfjöllunar í fjölmiðlum, sem aftur vekur áhuga fleiri á íþróttinni. Þetta á sérstaklega við um börn og unglinga sem líta upp til okkar bestu kylfinga. Íslenskt golf þarf því á framúrskarandi kylfingum að halda, bæði konum og körlum. Allir þeir sem starfa innan golfhreyfingarinnar hafa það markmið að fjölga íslenskum kylfingum. Eitt sterkasta vopnið í þeirri vegferð er góð og jákvæð umfjöllun um golfíþróttina og þar spila okkar bestu kylfingar stórt og mikilvægt hlutverk. Efnilegir kylfingar verða ekki góðir nema með stuðningi annarra og sú aðstoð getur verið ýmist fjárhagsleg og/eða félagsleg. Ef golfíþróttin á að halda áfram að vaxa og dafna þá verðum við að fjárfesta til framtíðar. Við skulum ekki sjá á eftir þeirri fjárfestingu. Með bestu kveðju, Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands


TVEIR GÓÐIR VINNUÞJARKAR THINKPAD X1 CARBON >> Frá 1,34 kg >> 14” snertiskjár >> Rafhlaðan endist í allt að 10 klst. >> 3ja ára ábyrgð

YOGA THINKPAD SPJALD- OG FARTÖLVA Í EINNI ÖFLUGRI VÉL >> Aðeins 1,57 kg >> 12,5” snertiskjár >> SSD diskur >> 3ja ára ábyrgð

BORGARTÚNI 37 105 REYKJAVÍK SÍMI 569 7700 KAUPANGI V/MÝRARVEG 600 AKUREYRI SÍMI 569 7620 WWW.NETVERSLUN.IS

E N N E M M / N M 67572

FISLÉTT MEÐ FRÁBÆRRI RAFHLÖÐU


Ég sá ekki boltann fara ofan í en áhorfendur við flötina fögnuðu þannig að mig grunaði að boltinn hefði farið ofan í. „Pinninn“ var beint fyrir aftan glompu þannig að ég sá ekki holuna. Þetta voru 163 metrar og ég sló með 6 – járni og það var gaman að koma að boltanum ofan í holunni.

Fetað í fótspor Úlfars og Ólafíu – Guðmundur Ágúst sló draumahöggið í fyrsta sinn

10

GOLF.IS


Appið og Netbankinn

Við bjóðum góða þjónustu við flötina Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar. Hvort sem þú ert á teig, í hádegismat í vinnunni eða á ferðalagi í útlöndum geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í tölvunni eða snjalltækjum. Þú sérð stöðuna á reikningunum þínum, millifærir, borgar reikninga, sinnir sparnaði eða skoðar nýjustu vildartilboðin. Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


Einn á vellinum: Guðmundur hélt á golfpokanum sínum á mótinu og kylfusveinar voru ekki leyfðir.

Á teig: Guðmundur Ágúst á fyrsta teig á fyrsta hringnum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 79. sæti á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum sem fram fór í lok maí. GR-ingurinn lék þriðja hringinn á +4 eða 76 höggum og samtals var hann á 14 höggum yfir pari vallar (78-72-76). Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja hringnum en Bryson Dechambeau úr SMU sigraði á -8 samtals (70-67-72 -71). Guðmundur fór holu í höggi á fyrsta hringnum en hann er aðeins annar íslenski karl­kylfingurinn sem nær að komast inn á þetta gríðarlega sterka golfmót. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari og sexfaldur Íslands­meistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Banda­ ríkjunum komast í liðakeppnina á þessu móti. Guðmundur keppti í einstaklings­ keppninni en skólalið hans, East Tennessee State, náði ekki að komast á lokamótið.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst einnig inn á lokamót NCAA þegar hún var að keppa fyrir Wake Forest háskólann. Það eru því þrír kylfingar frá Íslandi sem hafa komist inn á lokamót NCAA og árangur Guðmundar því eftirtektarverður. Mótið fór fram á Concession-vellinum í Flórída sem er hannaður af Jack Nicklaus og Tony Jacklin. Árið 2009 var hann valinn einn af 100 bestu völlunum í Banda­ ríkjunum af tímaritinu Golf Magazine.

Völlurinn er par 72 og 6.834 metrar af meistara­teigum og er hann eini golf­ völlurinn í Bandaríkjunum sem er með hæsta möguleika vægi af meistarateigum. Til marks um gæðin og umgjörðina þá er aðeins boðið upp á Titleist Pro-V1 bolta á æfingasvæðinu fyrir gesti og keppendur á mótum. „Mótið var bara allt hið glæsilegasta og völlurinn frábær. Flatirnar mjög hraðar og mikið af erfiðum holustaðsetningum. Þetta var mjög góð reynsla og ég vonast til að komast í þetta mót að nýju með liðinu mínu á næsta ári. Umgjörðin var mjög flott á þessu móti sem var sýnt í beinni útsendingu á landsvísu í sjónvarpi á Golf Channel. Það segir eitthvað um stærðina og umfangið. Það voru nokkur hundruð manns í sjálfboðavinnu við móti og það var talsvert af áhorfendum, en ekki mjög mikið. Holukeppnin er aðalmálið þarna í Bandaríkjunum. Ég er þokkalega ánægður með spilamennskuna hjá mér. Ég var að leika vel fyrir utan seinni níu holurnar á fyrsta hringnum. Upphafshöggin hefðu mátt vera betri út mótið en ég var góður með járnunum og ég púttaði vel,“ sagði Guðmundur Ágúst við Golf á Íslandi en hann á eitt ár eftir af skólagöngu sinni hjá ETSU.

Til hægri: Upphafshöggin máttu vera betri að mati Guðmundar en hér horfir hann á eftir einu sem fór greinilega til hægri.

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fetað í fótspor Úlfars og Ólafíu


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 74068 04/15

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda: n Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. n

Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 8.900 kr. árgjaldi er m.a.: 2.500 Vildarpunktar n 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection n 100 æfingaboltar í Básum n Merkispjald á golfpokann n

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers


– sex ár liðin frá fyrsta sigrinum á Eimskips­ mótaröðinni

Gulltryggt: Andri Þór tryggir hér par á 17. braut á lokahringnum og gekk með tveggja högga forskot á 18. teig.

Andri Þór Björnsson var með stáltaugar þegar mest á reyndi á lokahringnum á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni. GR-ingurinn lék frábært golf á lokahringnum þar sem hann fékk alls fimm fugla og lék á 69 höggum eða -3. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar veitti Andra harða keppni og endaði stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2014 í öðru sæti – tveimur höggum á eftir Andra. Þetta er annar sigur Andra Þórs á Eimskips­mótaröðinni en hann var enn í unglinga­flokki þegar hann fagnaði sínum fyrsta sigri á Leirdalsvelli árið 2009. Andri Þór stundar nám í Bandaríkjunum og leikur með golfliði Nicholls State háskólans.

Kraftur: Aron Snær Júlíusson var efstur fyrir lokahringinn og slær hér fyrsta höggið á lokahringnum.

Hólmsvöllur í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja tók vel á móti afreks­kylfing­ unum á fyrsta móti ársins á Eimskips­ mótaröðinni. Flatirnar voru rennisléttar, hraðar og tóku vel við boltanum í inná­ höggunum. Aðstæður voru nokkuð krefjandi og þá sérstaklega á fyrri keppnis­ deginum þar sem leiknar voru 36 holur. Á lokahringnum voru aðstæður mun betri

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

Ög


VEGALENGD AÐ HOLU 390m FJARLÆGÐ 100m FJARLÆGÐ 150m VEGALENGD Á HÖGGI 230m FJARLÆGÐ 200m VATNS AÐVÖRUN 160m

VATNS AÐVÖRUN 80m

Spilaðu frá öðru sjónarhorni Garmin Approach S6 GPS golfúrið sýnir þér allar nauðsynlegar upplýsingar milli teigs og holu. Brautarsýn á flottum litasnertiskjá þar sem þú sérð legu brautar og hindranir sem staðsettar eru á brautinni. Með flatarsýn sérðu útlit á flötinni og staðsetningu holunnar sem hægt er að færa til á skjánum. Hvernig sem þú snýrð og hvar sem þú ert þá sérðu alltaf rétta stefnu og vegalengd að holu og inná flöt. Sveiflugreinir sem mælir upp- og niðursveifluna hjálpar þér að æfa sveifluna og fínstilla. Approach úrið er hægt að tengja við snjallsímann þinn með Bluetooth sem birtir skilaboð og tilkynningar á skjánum. Yfir 38.000 golfvellir um allan heim, fríar uppfærslur. Greindu árangur þinn og deildu með öðrum á Garminconnect.com

Approach S6 ®

Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 577-6000 | garmin@garmin.is | www.garmin.is


Á flugi: Kristján Þór Einarsson horfir hér einbeittur á eftir fyrsta högginu á lokakeppnisdeginum.

283 fuglar Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru náðu keppendur að fá alls 283 fugla á mótinu. Flestir fuglarnir komu á öðrum keppnishringnum eða 114 alls, 87 á fyrsta hringum og 82 á lokahringnum.

Fjórir ernir Fjórum sinnum náðu kylfingar að fá örn á keppnishringjunum þremur á Hólmsvelli í Leiru. Þrír þeirra komu á lokahringnum og einn á fyrsta hringnum.

18. brautin sú „léttasta“

– þurrt, sól af og til, „Leirugola“ og hiti um átta gráður. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Alexander Aron Gylfason úr GR léku best allra á fyrsta hringnum af alls þremur og voru þeir efstir á 73 höggum eða +1. Andri Þór lék fyrsta hringinn á 75 höggum og var í 6.– 8. sæti. Aron Snær Júlíusson úr GKG lék best á öðrum hringnum eða 70 höggum (-2) og Andri Þór lék einnig undir pari vallarins

205 metrar með 7-járni „Það voru tvö högg sem stóðu upp úr á þessu móti. Ég setti niður 15 metra pútt fyrir fugli í „Bergvíkinni“ á lokahringnum og það var gott að sjá boltann detta ofan í. Hitt höggið sem stendur upp úr er upphafshöggið á 13. Það var mikill meðvindur og ég sá að Kristján Þór sló með 6-járni. Hann fór aðeins yfir og ég ákvað að slá með 7-járni. Hitti hann aðeins þunnan en boltinn endaði rétt við holuna – og ég fékk fugl. Vanalega slæ ég 155 metra á flugi með 7-járninu en það var frekar mikill vindur.“

Bergvíkin er glæsileg „Bergvíkin er sú hola á Hólmsvelli í Leiru sem stendur upp úr að mínu mati. Það er gaman að standa á teignum og velta fyrir sér hvaða „verkfæri“ maður á að nota. Það getur alveg verið 8-járn eða 4-járn. Á þessari holu getur allt gerst.“

16

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

eða á 71 höggi. Aron Snær átti tvö högg á Andra fyrir lokahringinn. Andri Þór byrjaði af krafti á lokahringnum og var búinn að vinna upp forskot Arons Snæs strax á 3. holu með tveimur fuglum á 2. og 3. holu. Aron Snær náði sér ekki á strik á lokahringnum. Kristján Þór lék lokahringinn á -1 en náði samt aldrei að jafna við Andra á lokahringnum en spennan var samt sem áður til staðar. „Völlurinn var eins góður og hægt er að hafa hann miðað við árstíma og aðstæður. Ég lék vel og var aldrei í vandræðum,” sagði Andri Þór eftir sigurinn.

Meðalskorið á hringjunum þremur á Hólmsvelli í Leiru var 79,86 högg en par vallarins er 72 högg. Besta meðalskorið var 5,01 högg á 18. brautina sem er par 5, á 1. braut sem er einnig par 5 var meðalskorið 5,05 högg. Erfiðustu holurnar í mótinu voru par 3 holurnar, sú 13. og sú 3., eða Bergvíkin. Meðalskorið á 13. brautina var 3,81 högg og í Bergvíkinni var meðalskorið 3,8 högg.

Besta meðal­ skorið Á par 4 holunum var besta meðal­skorið á 9. braut eða 4,19 högg, en erfiðasta par 4 holan á þessu móti var sú 4., með 4,76 högg að meðaltali.

Lokastaðan í karlaflokki á Egils Gull mótinu: 1. Andri Þór Björnsson, GR 215 högg (75-71-69) -1 2. Kristján Þór Einarsson, GM 218 högg (74-73-71) +2 3. Aron Snær Júlíusson, GKG 222 högg (74-70-78) +6 4. – 5. Heiðar Davíð Bragason, GHD 224 högg (79-73-72) + 8 4. – 5. Axel Bóasson, GK 224 högg (74-76-74) + 8 6. Gísli Sveinbergsson, GK 225 högg (75-75-75) +9 7. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 227 högg (73-78-76) +11 8. Benedikt Sveinsson, GK 228 högg (78-73-77) +12 9. – 11. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 229 högg (78-75-76) + 13 9. – 11. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 229 högg (75-78-76) +13 9. – 11. Stefán Már Stefánsson, GR 229 högg (76-76-77) +13


Spennandi golfferðir í haust og vetur VAN DER VALK – Flórída 23. okt. í 14 eða 21 dag

NÝTT

Glæsileg gisting og 18 holur með golfbíl daglega á ótrúlegu verði! Gist er í vel búnum mismunandi stórum íbúðum og einbýlishúsum og spilað golf á fjórum flottum golfvöllum á golfbíl. Fararstjóri: Sveinn Sveinsson

TENERIFE – Golf del Sur Við viljum þakka fyrir ánægjulega golfferð til Tenerife í október. Golf del Sur á Tenerife er himnaríki fyrir golfara. Fallegt umhverfi, þægilegt loftslag og 27 holu mjög áhugaverður golfvöllur. Hótelið er vel staðsett við ströndina og stutt er að fara á golfvöllinn. Við mælum með Golf del Sur sem áhugaverðum golfdvalarstað. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Matthías Björnsson, október 2014

Vinsælu golfferðirnar okkar Islantilla, El Rompido og Nuevo Portil á Spáni Morgado og Penina í Portúgal

Tvær 10 nátta ferðir 30. sep. – 10. okt. 10. – 20. okt.

Valle del Este á Spáni 7 eða 14 nætur í boði 29. sep. og 6., 13. og 20. okt.

TVEIR FLOTTIR STAÐIR Í EINNI FERÐ PORTÚGAL – Penina & Morgado SPÁNN – El Rompido & Nuevo Portil Tvískiptar ferðir, 5 nætur á hvorum stað. Í Portúgal er gist á Penina og Morgado og á Spáni er gist á El Rompido og Nuevo Portil. Stutt er á milli staðanna, aðeins 15 mínútna akstur.

vitagolf.is VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444

NÝTT

ÍSLENSKA SIA.IS VIT 74827 06/15

Fararstjóri: Sigurður Hafsteinsson, golfkennari.


Ragnhildur braut ísinn

Ragnhildur Kristinsdóttir horfir hér á eftir upphafshögginu á 8. braut þar sem hún setti niður glæsilegt pútt fyrir pari.

Ragnhildur Kristinsdóttir fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni á Hólmsvelli í Leiru á Egils Gull mótinu sem fram fór 23.–24. maí. Ragnhildur lék lokahringinn á 79 höggum og sigraði hún með þriggja högga mun á +18 (76-7979) en Sunna Víðisdóttir úr GR varð önnur á +21 (80-80-77). Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili varð þriðja á +24 (79-81-82). Alls tóku 12 keppendur þátt í kvennaflokknum.

– hinn 17 ára gamli GR-ingur fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni „Ég er búin að bíða eftir þessu móti frá því í nóvember og það var ljúft að sigra. Mér líður bara vel eftir fyrsta sigurinn og það er gott að vera búin að ná þessum áfanga,“ sagði Ragnhildur eftir sigurinn en hún hefur nokkrum sinnum náð á verðlaunapall á Eimskipsmótaröðinni en aldrei sigrað áður. Ragnhildur er fædd árið 1997 og verður því 18 ára á þessu ári og hún á því framtíðina fyrir sér. „Ég hafði ekki miklar væntingar fyrir mótið og mætti afslöppuð til leiks. Hugarfarið er betra en áður og ég náði að vinna mig í gegnum mótlætið á loka­hringnum eftir erfiða byrjun,“ bætti hún við. Ragnhildur var efst eftir fyrstu umferðina ásamt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili en þær léku báðar á 76 höggum. Ragnhildur hélt sínu strik á öðrum keppnishringnum og var með þriggja högga forskot á Tinnu og Sunna Víðisdóttir úr GR var fjórum höggum á eftir. Sunna jafnaði við Ragnhildi eftir sjö holur á lokahringnum og þær voru jafnar þegar 9 holur voru eftir. Ragnhildur náði að rétta sinn hlut og lék frábært golf á síðari 9 holunum þar sem hún lék á parinu og það munaði þremur höggum þegar upp var staðið. Sunnu var spáð stigameistaratitlinum áður en tímabilið hófst. Hún fékk 53 stig af alls 80 mögulegum í spá sérfræðinga sem valdir

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

voru af GSÍ. Þar á eftir komu Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (46), Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (39), Karen Guðnadóttir, GS (31) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (17).

Á ströndinni: Sunna Víðisdóttir slær hér upp úr glompu á 6. braut á lokahringnum.


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT ENNEMM / SÍA /

N M 678 8 5

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is


Púttið á áttundu stendur upp úr „Höggið sem stendur upp úr eftir þetta mót var par púttið mitt á áttundu á lokahringnum. Ég var búin að vera í basli með pútterinn í byrjun hringsins, en þetta pútt gaf mér sjálfstraust á flötunum það sem eftir lifði hringsins. Ég hafði slegið upphafshöggið í glompuna fyrir framan flötina og átti einhverja 3 metra eftir fyrir parinu og setti síðan púttið niður,” sagði Ragnhildur um eftirminnilegasta höggið á Egils Gull mótinu.

Glaðar: Ragnhildur Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir brostu breitt eftir lokaholuna á Egils Gull mótinu.

„Áhættuholurnar“ skemmtilegastar

Það er engin ein hola sem stendur upp úr í Leirunni, en mér finnst allar þær holur þar sem hægt er að taka einhverja áhættu vera skemmtilegar. Lokastaðan í kvenna­ flokki á Egils Gull mótinu: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 234 högg (76-79-79) +18 2. Sunna Víðisdóttir, GR 237 högg (80-80-77) +21 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 242 högg (79-82-81) +26 4. Tinna Jóhannsdóttir, GK 243 högg (76-82-85) + 27 5. Karen Guðnadóttir, GS 244 högg (81-81-82) + 28

Einbeitt: Anna Sólveig Snorradóttir horfir hér á eftir höggi sínu á 8. teig á lokahringnum.

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin



Glæsileg tilþrif á Garðavelli GR-ingar sigursælir á Íslandsbankamóta­ röðinni á Akranesi

Hitað upp: Ingvar Andri Magnússon úr GR sigraði í flokki 15-16 ára. Hann hitar hér upp fyrir lokahringinn.

Glæsileg tilþrif sáust á fyrsta móti ársins 2015 á Íslandsbankamótaröð barna og unglinga sem fram fór á Garðavelli á Akranesi helgina 22.–24. maí. Að venju var keppt í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum en á annað hundrað keppendur sóttu Golfklúbbinn Leyni heim. Aðstæður voru nokkuð krefjandi en þrátt fyrir þétta golu sýndu kylfingarnir fín tilþrif og skiluðu góðu skori. Einbeitt: Sigurlaug Rún Jónsdóttir úr Keili horfir hér á eftir upphafshögginu á 18. á fyrsta keppnisdeginum. Hún stóð uppi sem sigurvegari í flokki 17-18 ára.

22

GOLF.IS

M

S


MADE IN GERMANY Since

1950

Hefur hl otið frábæra dóm

a!

SONAX LAKKVÖRN+GLJÁI – Sterk og endingargóð gljávörn!

Frábær nýjung frá þýska gæðamerkinu SONAX sem hefur verið leiðandi í bílhreinsivörum svo áratugum skiptir. Vaxfrí gljávörn sem veitir einstakan gljáa hvort sem efnið er notað á nýtt, nýlegt eða formeðhöndlað lakk. Lakkvörn+Gljái hjúpar bílinn gljáandi og verndandi glanshjúp sem byggir á SONAX Hybrid Net Protection tækninni. Veitir langvarandi vörn, dýpkar liti og veitir einstaklega vatnsfráhrindandi yfirborð sem hrindir jafnframt frá sér ryki og óhreinindum.


Hressir: Frá vinstri: Einar Sveinn Einarsson (GS), Aðalsteinn Leifsson (GA), Smári Snær Sævarsson (GK).

Kylfingar úr GR sigruðu í þremur aldurs­flokkum en hinn 12 ára gamli Böðvar Bragi Pálsson náði glæsilegum árangri á fyrri keppnisdeginum þar sem hann lék á pari vallarins. Böðvar var 11 ára þegar mótið fór fram en hann fagnaði 12 ára afmæli sínu 28. maí sl.

Keppendur voru ánægðir með Garðavöll sem kemur vel undan vetri og lofar góðu fyrir hápunkt keppnistímabilsins 2015 – en Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli í júlí í tilefni 50 ára afmælis Leynis.

Drengir: 14 ára og yngri (36 holur / 22 keppendur):

15 – 16 ára (36 holur / 23 keppendur):

17 – 18 ára (54 holur / 38 keppendur):

1. Böðvar Bragi Pálsson, GR 151 högg (72-79) +7

1. Ingvar Andri Magnússon, GR 150 högg (78-72) +6

1. Björn Óskar Guðjónsson, GM 220 högg (74-72-74) +4

2.-4. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 155 högg (79-76) +11

2. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 156 högg (76-80) +12

2. Hákon Örn Magnússon, GR 221 högg (74-72-75) +5

2.-4. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 155 högg (77-78) +11

3. Birkir Orri Viðarsson, GS 160 högg (78-82) +16

3.-4. Henning Darri Þórðarson, GK 229 högg (77-77-75) +13

2.-4. Andri Már Guðmundsson, GM 155 högg (75-80) +11

4.-5. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 162 högg (84-78) +18

3.-4. Vikar Jónasson, GK 229 högg (74-75-80) +13

4.-5. Viktor Ingi Einarsson, GR 162 högg (78-84) +18

5.-6. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR 235 högg (80-77-78) +19 5.-6. Hlynur Bergsson, GR 235 högg (74-81-80) +19

Stúlkur:

24

17 – 18 ára (54 holur / 13 keppendur):

15 – 16 ára (36 holur / 8 keppendur):

14 ára og yngri (36 holur / 6 keppendur):

1. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 236 högg (72-81-83) +20

1. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 164 högg (82-82) +20

1. Kinga Korpak, GS 165 högg (83-82) +21

2. Saga Traustadóttir, GR 237 högg (82-78-77) +21

2. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 166 högg (83-83) +22

2. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 172 högg (89-83) +28

3. Eva Karen Björnsdóttir, GR 238 högg (82-79-77) +22

3. Zuzanna Korpak, GS 179 högg (88-91) +35

3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 173 högg (89-84) +29

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsileg tilþrif á Garðavelli


KOMNIR Í NÆSTU VERSLUN www.samsungmobile.is/s6

#NextIsNow


Lokaholan: Andri Þór á 2. flöt þar sem úrslitin réðust í bráðabananum.

– lagði Hlyn Geir í spennandi bráðabana á Securitas-mótinu Það var gríðarleg spenna í karlaflokki á Securitas-mótinu í Vestmanna­ eyjum sem fram fór 29.– 30. maí. Andri Þór Björnsson úr GR fagnaði þar öðrum sigrinum í röð á Eimskipsmótaröðinni og þeim þriðja samtals. Andri og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS léku bráðabana um sigurinn og hafði Andri Þór betur á annarri holu í bráðabananum.

Leiknar voru 36 holur á föstudeginum og 18 á laugardegi. Mótsstjórn ákvað að breyta keppnisdagskrá mótsins vegna slæmrar veðurspár í Eyjum á laugardeginum. Þær spár stóðust allar og mótshaldið gekk vel og án vandræða. Hlynur Geir Hjartarson var með þriggja högga forskot eftir fyrsta hringinn og Haraldur Franklín Magnús úr GR hafði náð efsta sætinu að loknum 36 holum. Lokahringurinn var magnaður þar sem Haraldur Franklín sótti í sig veðrið á loka­holunum og þrír kylfingar voru jafnir þegar tvær holur voru eftir. Andri Þór var í ráshópnum á undan þeim Hlyni og Haraldi. Andri fékk fugl á lokaholunni og hafði þá eitt högg í forskot á Hlyn og Harald. Það var því pressa á þeim báðum að fá fugl á 18. brautinni sem er par 5 hola. Hlynur leysti það snilldarlega en Haraldur var ansi nálægt því.

Þaulreyndur: Hlynur Geir Hjartarson var nálægt sigri á Securitas-mótinu í Eyjum.

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin



Mýkt og kraftur: Haraldur Franklín Magnús var í baráttunni um sigurinn allt fram að lokaholunni.

Gripið: Andri Þór slær hér með blendingskylfu á lokahringnum á 13. teig. Og heldur merkilega neðarlega á kylfugripinu.

Annað höggið á 18. braut stóð upp úr Andri Þór setti sig í erfiða stöðu strax á fyrstu holu í bráðabananum. Höggið inn á flöt á par 4 holuna endaði í glompu en Hlynur var um 10 metra frá holunni eftir högg inn á flöt. Hlynur var í dauðafæri að tryggja sér sigurinn. Púttið geigaði, skolli staðreynd, og þeir fóru því á annan teig sem er par 3 hola. Andri Þór sló glæsilega inn á flötina með 7-járninu af um 130 metra færi gegn vindinum. Boltinn stöðvaðist í um þriggja metra fjarlægð frá holunni. Hlynur Geir sló of langt og átti erfitt pútt úr flatarkantinum upp hrygginn á flötinni. Púttið fór allt of langt og þrípútt var staðreynd. Andri Þór tryggði sér sigurinn með öruggu tvípútti. „Það voru krefjandi aðstæður báða keppnis­ dagana – en vindurinn var mun sterkari í dag á lokahringnum. Þetta gekk bara bærilega og ég er sáttur við niðurstöðuna. Ég vil þakka þjálfurunum mínum, Arnóri Inga Finnbjörnssyni og Inga Rúnari Gíslasyni, fyrir aðstoðina. Þeir eiga mikið í þessum sigri. Ég hélt að þetta væri búið eftir annað höggið á fyrstu í bráðabananum en það breyttist og ég náði að vinna þetta með góðu pari á 2. braut,“ sagði Andri Þór Björnsson úr GR eftir sigurinn.

„Annað höggið á fyrsta hringnum á 18. braut var högg mótsins hjá mér,“ sagði Andri Þór. „Ég sló með 3-tré og boltinn fór næstum því beint ofan í holuna. Ég fékk að vísu „bara“ fugl en höggið var samt gott.“

Lokastaðan í karlaflokki á Securitas-mótinu: 1. Andri Þór Björnsson, GR 206 högg (71-66-69) -4 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 206 högg (65-72-69) -4 3. Haraldur Franklín Magnús ,GR 207 högg (71-65-71) -3 4. Ragnar Már Garðarsson, GKG 209 högg (69-68-72) -1 5. Aron Snær Júlíusson, GKG 210 högg (70-68-72) par 6.– 7. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 211 högg (72-70-69) +1 6.– 7. Stefán Þór Bogason, GR 211 högg (68-69-74) +1 8. Rúnar Arnórsson, GK 212 högg (72-68-72) + 2 9. Benedikt Sveinsson, GK 214 högg (68+69+77) + 4 10. – 11. Henning Darri Þórðarson, GK 215 högg (70-71-74) + 5 10. – 11. Theodór Emil Karlsson, GM 215 högg (68-72-75)+ 5 12. – 14. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (75-71-70) + 6 12. – 14. Kristján Þór Einarsson, GM (73-71-72) + 6 12. – 14. Ari Magnússon, GKG (72-71-73) + 6

Ert þú ekki vel merktur? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski o.fl. o.fl. Hafið samband við hans@golfskalinn.is og fáið upplýsingar um verð.

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin


Tinna fann golf­gleðina á ný – sigraði á

Securitas-mótinu í Vestmannaeyjum „Ég er búin að fá golfgleðina á ný og hef sett mér markmið fyrir sumarið – sem ég ætla að halda útaf fyrir mig,“ sagði Tinna Jóhannsdóttir úr GK eftir sigurinn á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum. Tinna hefur ekki leikið á mörgum mótum á Eimskips­mótaröðinni á undanförnum misserum en hún sigraði samt sem áður á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrra. „Mér finnst gaman að æfa á ný og ég ætla að vera með á öllum mótum sem ég get tekið þátt í,“ bætti Tinna við en hún varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn fram til þessa í Kiðjabergi árið 2010. Það voru þrír kylfingar úr Keili í lokarás­ hópnum á þriðja keppnisdeginum í Vestmanna­eyjum. Tinna var með tveggja högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Önnu Sólveigu Snorradóttur. Anna Sólveig náði ekki að halda sér í baráttunni um sigurinn en Guðrún Brá hélt Tinnu við efnið. Eftir 14 holur á lokahringnum hafði Guðrún Brá náð einu höggi í forskot.

Tinna gerði hinsvegar engin mistök á lokaholunum á meðan Guðrún Brá tapaði þremur höggum. Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja endaði í þriðja sæti en hún er stigameistari síðasta árs á Eimskipsmótaröðinni. Góð þátttaka var í kvennaflokknum á þessu móti en rétt um 20 keppendur voru á þessu móti – sem er ánægjulegt.

Í baráttunni: Guðrún Brá var í baráttunni um sigurinn allt fram til loka.

Af stað: Tinna slær hér fyrsta teighöggið á Securitas-mótinu við frábærar aðstæður. Ragnar Ólafsson smellti af þessari mynd.

Pabbi hætti að anda „Púttin í heild sinni stóðu upp úr hjá mér þessa helgina, ég setti mörg mikilvæg pútt í og þau voru öll jafn merkileg. Það var hinsvegar eitt ótrúlega skemmtilegt högg sem ég sló af teignum á 15. holu þriðja daginn. Blússandi vindur frá hægri til vinstri, og ég slæ hann alltaf frá hægri til vinstri þannig ég miðaði út á 13. holu og svo húkkaðist boltinn inn með vindinum og endaði svona 10 metra frá holunni. Það sem stóð uppúr á þessu höggi var að horfa á pabba hætta að anda meðan boltinn flaug alltaf nær og nær vallarmörkunum, hann var ekki mjög spenntur fyrir þessu höggi.“ GOLF.IS

29


Á 15. teig: TInna smellhitti þetta upphafshögg á Securitas-mótinu í Eyjum.

13. á að vera par 5 hola „Ég gæti sagt að 15. holan væri uppáhaldsholan í Eyjum af því ég fékk fugla á henni alla hringina, en hún var nú ekki í sínu eðlilega ástandi. Það er eiginlega ekki hægt að velja eina holu á þessum skemmtilega velli, 7. holan held ég hafi vinninginn núna. Einu vil ég breyta á þessum frábæra velli. Það er 13. holunni, þar á að færa bláu teigana aftar og gera hana að par 5 holu.

375 fuglar

Sveifla: Karen Guðnadóttir slær hér á 5. teig í Eyjum.

Lokastaðan í kvennaflokki á Securitas-mótinu: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 221 högg (74-71-76) + 11 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 226 högg (74-73-79) + 16

Átta ernir Alls fengu kylfingarnir átta erni á hringjunum þremur í Eyjum. Þar á meðal fékk Egill Ragnar Gunnarsson örn á 12. þar sem hann sló boltann ofan í holuna í upphafshögginu.

3. Karen Guðnadóttir, GS 227 högg (79-71-77) + 17

18. brautin sú „léttasta“

4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 229 högg (76-71-82) + 19

Meðalskorið á hringjunum þremur á Vestmannaeyja­ velli var 75,98 högg en par vallarins er 70 högg. Ein braut var leikin undir pari að meðaltali á mótinu en á 8. braut var meðalskorið 3,91 högg en brautin er stutt par 4 hola. Fjórða brautin, sem er par 5 var leikin að meðaltali á 5,06 höggum og þar á eftir kemur tíunda brautin sem er par 4 en meðalskorið á henni var 4,10 högg. Sú braut sem var erfiðust á Securitas-mótinu var sú þrettánda. Meðalskorið var 5,03 högg en par holunnar er 4. Sextánda brautin hefur oft reynst erfið en meðalskorið á par 5 holunni var 5,40 högg.

5. Heiða Guðnadóttir, GM 230 högg (72-78-80) + 20 6.– 7. Saga Traustadóttir, GR 232 högg (81-75-76) + 22 6.– 7. Berglind Björnsdóttir, GR 232 högg (76-77-79) + 22 8. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 233 högg (77-80-76) + 23 9. Signý Arnórsdóttir, GK 238 högg (87-71-80) + 28 10.–11. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 239 högg (80-79-80) + 29 10.– 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 239 högg (79-78-82) + 29

30

Alls litu 375 dagsins ljós í Vestmannaeyjum á Securitas-mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Á fyrstu tveimur hringjunum fengu keppendurnir nákvæmlega jafnmargir fugla samtals eða 134 alls. Á lokahringnum voru erfiðari aðstæður og þá fengu keppendur samtals 107 fugla.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin



Það eru ýmis skondin og skemmtileg atvik sem eiga sér stað á Eimskipsmótaröðinni í golfi

Smiðsaugað: Þórður liggur hér og kannar aðstæður en Fannar Ingi fylgist grannt með ásamt Steingrími föður sínum.

Það eru ýmis skondin atvik sem eiga sér stað á Eimskips­ mótaröðinni í golfi. Í Vestmannaeyjum á Securitas-mótinu brá Þórður Ingason á það ráð að nota bandspotta til þess að úrskurða hvort bolti leikmanns væri inni á vellinum á 16. braut. Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hvera­ gerðis fylgdist grannt með úrskurði Þórðar – en myndirnar tala sínu máli. Niðurstaðan var sú að boltinn var í leik og Fannar Ingi gat leikið boltanum áfram. 16. brautin fór illa með Fannar á þessu móti en hann lék hana samtals á 7 höggum yfir pari á þremur hringjum (9-8-5) en samtals var Fannar á +7 á öllum þremur hringjunum.

Línan strengd: Þórður mundar línuna sem hann notaði við úrskurðinn.

Egill með drauma­ högg á 12. „Ég fagnaði ekki neitt því ég vissi ekki hvort boltinn hafði farið ofan í. Við sáum það ekki á teignum og héldum að holan væri ofan í lægð og við sæjum ekki boltann. Það var því gaman að sjá boltann ofan í holunni þegar við komum á flötina,“ sagði Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG sem fór holu í höggi á 12. braut á lokakeppnisdegi Securitas-mótsins á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum. Egill Ragnar sló með 8-járni af um 150 metra færi undan þéttum vindi. Þetta er í annað sinn sem Egill Ragnar fer holu í höggi en hann hefur áður slegið draumahöggið á heimavelli sínum í Leirdalnum. Egill hrökk í gang eftir draumahöggið en hann lék 12., 13., 14., 15., og 16. á -4 samtals. Hinn efnilegi kylfingur endaði í 12. – 14. sæti á +6 samtals.

Kátur: Egill gat ekki sýnt boltann eftir draumahöggið á 12., þar sem hann var búinn að slá hann í teighögginu á 13.

d y n a m o re y k j a v í k

Þórður dómari í hlutverki línuvarðar


Way of Life!

d y n a m o re y k j a v í k

FjórhjóladriFinn, sjálFskiptur og Fullur sjálFstrausts!

Suzuki er öflugur, fjórhjóladrifinn snillingur með ríkulegan staðalbúnað. Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100km sjálfskiptur.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki. Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Kraftmikil byrjun á Kálfatjarnarvelli

Tæplega 50 keppendur tóku þátt á fyrsta móti ársins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Mótið fór fram laugardaginn 23. maí.

Go

Gæ by

Góður: Kristján Jökull Marinósson úr GS lék frábært golf við erfiðar aðstæður.

He yf va “S

Fín tilþrif sáust á Kálfatjarnar­ velli en aðstæður voru nokkuð krefjandi svo ekki sé meira sagt. ru Strekkingsvindur og úrkoma af fæ ar fing kyl ri flei ri gaman ef Til eftirbreytni: Það væ di keppni. fjan og til. Keppendur voru ánægðir kre í na uti bra 18. á handahlaupum niður með daginn og skemmtu sér vel gi. gan í Ekkert stress á góðum velli og mótið var vel leyst af hendi hjá gestgjöfunum í GVS. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfing­um sem vilja öðlast Áskorendamótaröðin vex með hverju árinu sem líður og hafa keppendur meiri keppnis­reynslu áður en haft gaman af að reyna sig á nýjum stigið er inn á stóra sviðið á völlum en flest mótin fara fram utan sjálfri Íslandsbankamótaröð höfuðborgarsvæðisins. unglinga.

Úrslit urðu eftirfarandi: Drengir: 17–18 ára: Brynjar Örn Grétarsson, GO 93 högg 15–16 ára: Atli Teitur Brynjarsson, GL 92 högg Halldór Benedikt Haraldsson, GR 96 högg Brynjar Guðmundsson, GR 98 högg 14 ára og yngri: Kristján Jökull Marinósson, GS 80 högg Sveinn Andri Sigurpálsson, GM 87 högg Ísak Örn Elvarsson, GL 87 högg Breki Gunnarsson Arndal, GKG 88 högg

Stúlkur: 15-16 ára: Thelma Björt Jónsdóttir, GK 98 högg Andrea Nordquist Ragnarsdóttir, GR 106 högg

Hæfileikar: Þessi keppandi fór létt með að sýna allskyns brögð úti á vellinum.

34

GOLF.IS - Golf á Íslandi Kraftmikil byrjun á Kálfatjarnarvelli

14 ára og yngri: Ásdís Valtýsdóttir, GR 101 högg Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 108 högg Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 109 högg Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 110 högg Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR 112 högg

LA

Ne ná sc Ta Þr

Ve


GOLFVÖRUR Á GÓÐU VERÐI

Golfkylfur og golfsett fyrir karla, konur og börn Gæðavörur á góðu verði. Við leggjum áherslu á vörur fyrir byrjendur og meðalgóða kylfinga.

Golfkerrur

Þriggja hjóla frá kr. 10.900 Fjórhjóla frá kr. 37.900 Rafmagnskerrur frá kr. 84.900

Fatnaður

Frá Catmandoo, Nike, Greg Norman, Royal & Awesome o.fl. Hefur verið valinn regnfatnaður Ryder Cup liðs Evrópu í yfir 30 ár. Mjög vandaður regnfatnaður, léttur og lipur, vatnsheldur, vindheldur og andar. Ullarpeysur vatnsvarðar “Showerproof“ í mörgum litum, einnig til vindheldar.

Golfpokar, ferðapokar – mikið úrval og gott verð

Ferðapokar á hjólum frá kr. 9.490 Burðarpokar frá kr. 9.900 Kerrupokar frá kr. 17.765 Kerrupoki vatnsheldur frá kr. 37.900

LAZER fjarlægðarkíkjar Nettir og auðveldir í notkun, nákvæmir, fljótir að mæla, scan og pinnastilling. Taska fylgir. Þrír litir. Verð frá kr. 27.900

Opið: Virka daga 10–18 Laugardaga 11–15

Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is


Elta atvinn u Ég hef einu sinni „sjankað“ fimm bolta á æfingasvæðinu og byrjaði svo mótið á þremur fuglum í röð og einum erni. Það var góð lexía að vera ekki að taka þessu of alvarlega á æfingasvæðinu.


n udrauminn – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir ætla sér alla leið á toppinn

Þetta er bara lífið. Auðvitað geta ferðalögin verið erfið og ýmislegt getur gerst. Skordýr í rúminu. Vakna upp með ókunnugann mann horfandi á þig sofa inná læstu hótelherbergi. Lenda i útistöðum við bílaleiguna út af sprungnu dekki og einum nagla sem þeir rukka 120.000 kr. fyrir.


Í fyrsta sinn í golfsögu Íslands eru tvær konur frá Íslandi að leika á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á sama tíma. Ólöf María Jónsdóttir skrifaði á sínum tíma nýjan kafla í golfsöguna þegar hún tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröð kvenna, sem er sterkasta atvinnu­ mótaröð Evrópu. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir setja báðar stefnuna á LET mótaröðina en Golf á Íslandi fékk tvöföldu Íslandsmeistarana til þess að segja aðeins frá lífinu á mótaröðinni – þar sem velta þarf fyrir sér hverri krónu og álagið er gríðarlegt. Hvernig byrjuðu þið í golfi - og hvað varð til þess að þið völduð íþróttina? ÓÞK: „Ég prófaði golf fyrst þegar ég var níu ára en ég byrjaði ekki að keppa fyrr en ég var tólf ára. Það var fjölskyldan sem dró mig með, enda erum við öll í golfi. VÞJ: „Það er sama sagan hér. Öll fjölskyldan er i golfi þannig að það kom ekki annað til greina en að prófa. Ég var líka mikið í fótbolta en tók golfið fram yfir því ég sá meiri möguleika í því og maður getur spilað golfið lengur.“

Það hefur gengið hægt að fjölga stelpum í golfinu – þarf að nálgast þær öðruvísi en strákana? ÓÞK: „Já ætli það ekki. Stelpur þurfa örugglega skemmtilegan hóp í kringum sig til að byrja í sportinu og endast í því. Það er meira um það að strákar spili með hverjum sem er. VÞJ: „Stelpur þurfa alltaf að vera í hópum og mæta allar saman. Nema ef um er að ræða „strákastelpu“ eins og mig. Þegar ég var var yngri þá fannst mér skemmtilegra

að vera með strákunum og keppa við þá. En það virðist vera þannig að ef ein stelpa hættir að mæta þá hætta þær allar og það fækkar fljótt í hópnum. Eruð þið með einhverja töfra­lausn á því að fá stelpur í golfið? ÓÞK: „Ef ímyndin fyrir golf á Íslandi myndi breytast í „kúl og töff“ sport fyrir stelpur þá gætum við náð í fleiri. Ég hef oft verið kölluð „golf-nörd“ á neikvæðan hátt, sem er nú ekkert spennandi þegar maður er yngri, þannig að stelpur gætu verið viðkvæmar fyrir því. Það þarf að sýna stelpunum einhverjar flottar fyrirmyndir eins og Cheyenne Woods og það myndi mögulega kveikja áhuga.“ VÞJ: „Úff ég er ekki með neitt ráð svona í fljótu bragði. Það virðist allt vera kynjaskipt núna. Stelpu­æfingar og strákaæfingar en er svo svakalega slæmt að hafa aldurs­skiptingu og stráka og stelpur saman? Mér fannst það allavega ekki slæmt þegar ég var yngri. Það var eiginlega leiðinlegt að fara bara á stelpuæfingarnar.“ Hvenær rann það upp fyrir ykkur að golfið væri eitthvað fyrir ykkur – og var eitthvað sérstakt sem varð til þess? ÓÞK: „Ég vann silfurmedalíu á þriðjudagsmótaröð krakka í Mosfellsbæ. Eftir það mót gerðist eitthvað og keppnisskapið kom upp í mér.“ VÞJ: „Það var á Íslandsmóti unglinga i höggleik þegar ég var þrettán ára. Ég fór í bráðabana um sigurinn. Mér fannst hrika­ lega gaman að spila undir slíkri pressu, og vita að þetta væri aðeins undir mér komið að ná árangri.“ Keppnisgolfið hefur verið stór hluti af lífi ykkar beggja, eruð þið alltaf klárar í keppni eða þarf mikið til að koma sér í réttu stemmninguna? ÓÞK: „Ég er oftast til í að keppa. Stundum þarf maður að taka hlé frá keppni til að fínpússa tæknina. Ef það eru of mörg mót í einu þá getur maður orðið þreyttur eða ef ekki gengur vel þá þarf maður líka stundum á pásu að halda.“ VÞJ: „Ég er alltaf til í keppni. Keppni gerir allt skemmtilegra.“ Upphitun og undirbúningur fyrir keppni – hvernig er því hagað hjá ykkur? ÓÞK: „Ég byrja að hita upp 70 mínútum fyrir rástímann minn. Pitcha nokkur högg, slæ svo nokkur högg með 9-járni, 7-járni, 5-járni, blending, dræver. Enda alltaf á góðu höggi með hverri kylfu. Ég er að slá til að hita upp vöðvana, útkoman skiptir ekki öllu máli. Ég hef einu sinni „sjankað“ fimm bolta á æfingasvæðinu og byrjaði svo mótið á þremur fuglum í röð og einum erni. Það var góð lexía að vera ekki að taka þessu of alvarlega á æfingasvæðinu. Í lokin vippa ég og pútta. Ég byrja á löngum púttum til að fá

2

A

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi Elta atvinnudrauminn


ÞOLINMÆÐI BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN. Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg. En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn. Nú vantar bara annað fullkomið högg.

2.25% ALC. VOL.

OKKAR BJÓR WORLD’S BEST STANDARD LAGER


Ólafía: Valdís ætti að vera í Lögreglunni. Hún er „löggan“ – er alltaf að leiðrétta mig. Hún er málfræðilögga, söngtextalögga, enskulögga og svo framvegis. Hún er líka skuggalega fljót að taka ákvarðanir og gera eitthvað í hlutunum, eins og t.d. að finna og bóka flug, hún er heimsmeistari í því.

tilfinningu fyrir flötunum og ekki að hugsa of mikið um útkomuna. Að því loknu fer ég í styttri púttin og nákvæmni. Rétt áður en ég fer á teig tek ég vallarvísinn og set allar holu­staðsetningarnar inn. Borða aðeins og mæti á teig. VÞJ: „Ég fer a æfingasvæðið og geri nokkrar teygjur, slæ pitch-högg, geri jafnvægisæfingar með 9-járninu, slæ nokkur 9 og 7-járn, 3 tré, dræver og tek svo tvö til þrjú pitch eftir á. Að því loknu pútta ég aðeins.“ Hvað er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum hjá ykkur til þessa? ÓÞK: „Að hitta Bill Haas, Arnold Palmer, Webb Simpson og aðrar goðsagnir úr Wake Forest háskólanum þar sem ég var í Bandaríkjunum. Ég fékk að keppa á móti Bill Haas eina holu með kylfunum hans, það var geðveikt.“ VÞJ: „Draumhöggið árið 2008 stendur alltaf svolítið uppúr þrátt fyrir slagviðri og viðbjóð.“ Valdís og Ólafía hafa báðar sigrað tvívegis á Íslandsmótinu í golfi. Og fyrri titillinn stendur upp úr hjá þeim báðum. ÓÞK: „Fyrsti Íslandsmeistara­titillinn í Leirunni árið 2011. Ég sigraði með svo mörgum höggum eða 9 höggum. Þetta

var eiginlega bara allt saman ótrúlegt og óraunverulegt. Það tók langan tíma að melta sigurinn. VÞJ: „Það sem stendur upp úr hjá mér er að verða Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2009. Fyrsti íslandsmeistaratitillinn í full­

orðins­flokki og sú fyrsta frá Leyni sem nær þeim áfanga. Bæði Valdís og Ólafía stunduðu nám í Bandaríkjunum samhliða keppnisgolfinu. Sú upplifun var frábær að sögn þeirra beggja.

Alberto buxur Golfskálinn hefur hafið sölu á hinum vinsælu Alberto buxum. Við erum með buxur fyrir bæði dömur og herra. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Elta atvinnudrauminn


Valdís: Háskólagolf er frábær upplifun og þroskar mann svakalega sem einstakling og kylfing. Þetta er líka alveg ofboðslega erfitt að vera ein úti í hinum stóra heimi. Ekki með fjölskylduna i næsta húsi til að hlaupa til ef eitthvað kemur uppá. Eftir á að hyggja þá náði ég ekki markmiðunum mínum varðandi golfið. Ég staðnaði of mikið enda var ég ekki með alvöru þjálfara þarna úti sem gat hjálpað mér með minn leik.

ÓÞK: „Það var þvílíkt skemmti­legur tími. Ég þroskaðist mikið að flytja að heiman og læra meira um heiminn. Ég náði góðum árangri í sterkri deild Banda­ríkjunum með Wake Forest. Í deildarkeppninni vorum við í sama riðli og Duke, UNC, Virgina, NC State og fleiri sterk lið. Þegar ég hugsa til baka þá náði ég þeim markmiðum sem ég setti mér. VÞJ: „Háskólagolf er frábær upplifun og þroskar mann svaka­lega sem einstakling og kylfing. Þetta er líka alveg ofboðslega erfitt að vera ein úti í hinum stóra heimi. Ekki með fjölskylduna i næsta húsi til að hlaupa til ef eitthvað kemur uppá. Eftir á að hyggja þá náði ég ekki mark­miðunum mínum varðandi golfið. Ég staðnaði of mikið enda var ég ekki með alvöru þjálfara þarna úti sem gat hjálpað mér með minn leik.“ Atvinnumennskan, var erfitt að taka ákvörðunina að gerast atvinnumaður?

ÓÞK: Nei nei, en það hefði verið erfiðari ákvörðun ef ég hefði ekki fengið Forskotstyrkinn. Ég hugsaði líka ef ég geri þetta ekki núna mun ég alltaf hugsa til baka og gera mér vonir. Ég á alveg jafn mikið erindi í þetta og hinar stelpurnar, ég get þetta! VÞJ: Svarið er einfalt – nei. Það er tómt basl og fjárhags­leg áhætta sem fylgir því að vera atvinnumaður – er það þess virði og afhverju? ÓÞK: „Ef þú hefur stuðninginn á bak við þig eða ert búinn að safna pening er þetta algjörlega þess virði. Það væri erfitt að dæla skuldum á sjálfan sig, þá færi gleðin fljótt úr golfinu og væri allt of mikil pressa. Maður fær að sjá heiminn og kynnast helling af fólki, þetta er gaman.“ VÞJ: „Að sjálfsögðu er þetta þess virði. Ef maður tekur engar áhættur í lífinu til hvers er maður þá að lifa? Ég er að upplifa drauminn minn með að hafa atvinnu af íþróttinni sem ég elska. Ég fæ tækifæri til að ferðast til fjöldans allra af löndum til að gera það sem mér finnst gaman. Þessu fylgir vissulega fjárhagsleg áhætta. Ég er með góða styrktar­aðila í Forskoti og fæ góðan stuðning frá fjölskyldunni. Þessir aðilar gera þetta mögulegt. Ég er bara þakklát fyrir þetta tækifæri og legg mig alla í þetta.“ Hvað kostar eitt tímabil við að elta atvinnudrauminn – og er hægt að lifa af þessu á LETAS? ÓÞK: „Ég er ekki alveg viss þar sem þetta er fyrsta tímabilið mitt, en ég myndi skjóta á 4,5 milljónir kr. með öllu. Ef maður fær enga styrki þarf maður að vinna í það minnsta tvo mót til að geta „lifað af“ tímabilið og standa sig nokkuð vel í öðrum mótum.“ VÞJ: „Fyrsta árið mitt á LETAS kostaði 3,5 milljónir kr. en það þurfti mikla útsjónarsemi til þess að ná því.“ Hvað sérðu fyrir þér að reyna í mörg ár við að ná alla leið inn á LET eða LPGA? ÓÞK: „Ég ætla að komast á LET á næstu árum og svo vera þar þangað til ég kemst á LPGA. Ég vil ekki vera á LET Access Series alla tíð. Hversu lengi ég reyni fer auðvitað eftir heilsu, hvernig gengur og hvort ég hafi ennþá gaman að þessu. Gæti verið allt frá fimm árum upp í tuttugu. VÞJ: „Ég er á öðru tímabilinu á LETAS. Upphaflega gaf ég mér þrjú ár í að reyna að komast inn á stóru LET mótaröðina í Evrópu. Ég vil spila þar í 2–3 ár aður en ég reyni fyrir mér á LPGA í Bandaríkjunum.“ Hvað þarf til þess að ná alla leið – hvað í leik þínum þarftu að bæta? ÓÞK: „Ég þarf að bæta „pitch“-höggin mín og innáhöggin. Ég þarf líka að halda áfram að bæta vippin og púttin. Andlegu hliðina þarf ég að bæta og hugsa eins og þær bestu í golfinu.“ GOLF.IS

41


VÞJ: „Ég þarf að minnka „dramað“ í slæmu höggunum mínum svo að þau kosti mig ekki jafn mikið og þau eru að gera nú. Ég er orðin ágætlega stöðug í mínum leik og búinn að bæta mig mjög í stutta spilinu sem er að skila sér. Maður getur alltaf bætt alla þætti leiksins.“ Lífið á LETAS – getið þið lýst því aðeins fyrir lesendum? Hvernig er ein mótsvika og undirbúningurinn fyrir keppni ? ÓÞK: „Ég er alltaf að bóka flug og hótel, þvo þvott og skipuleggja fyrirfram. Ég mæti á staðinn þremur dögum fyrir keppni. Ég æfi og spila 18 holur tveimur dögum fyrir mótið, níu holur daginn fyrir mót og létt æfing. Það er oft sem maður þarf að hangsa svolítið, t.d. ef maður spilar snemma og svo hefur maður allan daginn fyrir sig. Ég vil ekki gera of mikið til að þreytast. Ég geri teygjuæfingar, horfi á bíómyndir, tala við fjölskylduna á Skype, „túristast“ kannski eitthvað. Þegar mótinu er lokið ferðast maður vonandi heim um kvöldið,

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Elta atvinnudrauminn

samdægurs – og ég tek mér einn dag í pásu eftir móti. VÞJ: „Undirbúningurinn byrjar mörgum vikum áður en mótið sjálft er. Það þarf að finna ódýrasta flugið sem hentar ferða­ laginu. Það þarf að velta hverri krónu fyrir sér, á ég að búa á hótelinu sem mælt er með á mótsstaðnum eða taka ódýrari gistingu og bílaleigubíl? Borða á veitingastöðum eða elda í íbúðinni, hef ég tíma í að elda eftir 18 holur? Það eru allskonar spurningar sem þarf að svara. Ef mótið er frá föstudegi fram á sunnudag þá mæti ég á hótelið á þriðjudegi. Æfingahringur á miðvikudeginum, létt æfing og líkamleg hreyfing á fimmtudegi og svo slökun, svo byrjar mótið á föstudegi. Ég tek oftast smá æfingu eftir hvern hring, slæ nokkra bolta og pútta aðeins.“ Að vera á ferðinni í ferða­tösku, oftast ein á ferð með fjárhagsáhyggjur – er það lífið? ÓÞK: „Já, maður þarf að vera smá sparigrís og fara vel með peningana. En ég hef samt ekki miklar áhyggjur sem betur fer. Langar tarnir geta verið erfiðar og maður

þarf að læra að láta það ekki hafa áhrif á spilamennskuna.“ VÞJ: „Þetta er bara lífið. Auðvitað geta ferðalögin verið erfið og ýmislegt getur gerst. Skordýr í rúminu. Vakna upp með ókunnugann mann horfandi á þig sofa inná læstu hótelherbergi. Lenda i útistöðum við bílaleiguna út af sprungnu dekki og einum nagla sem þeir rukka 120.000 kr. fyrir. Stundum nennir maður ekki að taka flug til London og bíða í átta tíma á flugvellinum af því það var ódýrast. Ég gleymi þessu öllu þegar ég er komin á mótsstað og komin heim eftir gott gengi. Þá er þetta allt saman þess virði.“ Valdís. hvernig myndir þú lýsa Ólafíu og Ólafía hvernig myndir þú lýsa Valdísi? ÓÞK: „Valdís ætti að vera í Lögreglunni. Hún er „löggan“ – er alltaf að leiðrétta mig. Hún er málfræðilögga, söngtextalögga, enskulögga og svo framvegis. Hún er líka skuggalega fljót að taka ákvarðanir og gera eitthvað í hlutunum, eins og t.d. að finna og bóka flug, hún er heimsmeistari í því.“


Mikið úrval af golfkerrum í öllum verðflokkum frá Big Max og Clicgear

BLADE

minna pláss krefst meiri hugsunar Lite Max III er einföld og létt 3gja hjóla kerra. Einnig fáanleg 2gja og 3gja hjóla fyrir börn og unglinga.

Autofold fer frábær valkostur fyrir þá sem vilja vandaða og öfluga 3gja hjóla kerru.

Blade, fyrirferða minnsta 3gja hjóla kerran á markaðnum! Kíktu í heimsókn, skoðaðu og prófaðu kerrurnar frá Big Max.

I-Q frá Big max er létt og flott 3gja hjóla kerra, nokkrir litir í boði.

Wheeler, er frábær 4ra hjóla kerra sem er ótrúlega einföld í uppsetningu.

GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK | SÍMI 578-0120 | INFO@ GOLFSKALINN.IS | OPIÐ 10:00-18:00 VIRKA DAGA OG 11:00-16:00 LAUGARDAGA


VÞJ: „AllaMalla! Ólafía er róleg, yfirveguð – og skemmtileg. Það er alltaf gott og þægilegt að vera í kringum Ólafíu.“ Hvað er eftirminnilegasta atvikið frá mótaröðinni? ÓÞK: „Það er án efa mótið í Sviss. Þar var ég efst fyrir lokahringinn. Ég spilaði á 66 höggum á öðrum keppnisdeginum sem er besta skor mitt í golfmóti – ég endaði á -5 á mótinu sem er minn besti árangur.“ VÞJ: „Það sem stendur upp úr er fyrsta mótið þar sem ég náði að vera á meðal 10 efstu. Það var í Noregi í fyrra. Fram að því

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi Elta atvinnudrauminn

móti hafði árið verið frekar erfitt og ég lék ekki vel á mótinu áður en ég fór til Noregs. Völlurinn var á floti og allt í klessu en ég hélt haus og endaði í áttunda sæti. Eftir það mót þá fékk ég meira sjálfstraust og vissi að ég gæti þetta.“ Eigið þið góð ráð fyrir yngri kylfinga sem eru að velta fyrir sér háskólagolfi og atvinnumennsku? ÓÞK: „Mitt ráð er að finna leið til að hafa gaman af þessu. Skemmtilegur, snjall og góður þjálfari. Æfið frekar í styttri tíma í einu með fulla einbeitingu og góðum

gæðum. Í stað þess að hangsa bara uppá velli klukkutímum saman.“ VÞJ: „Varðandi háskóla golfið þá er mitt ráð að velja skóla þar sem þjálfarinn er eitthvað meira en strætóbílstjóri. Það er mikilvægt að geta komist í sveifluþjálfun hjá þjálfara sem er nálægt skólanum. Aðstæður til æfinga þurfa að vera góðar og það sé lagt mikið upp úr öllu varðandi liðið. Vanda þarf val á námi og hvort það hentar með golfinu. Það kemur alltaf að því að maður þarf að spyrja sig hvort maður fórni náminu fyrir golfið eða öfugt.


ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA GOLFSETTIÐ?

WWW.GEYMSLA24.IS

GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur


Hvað er í pokanum hjá Ólafíu? Taylormade SLDR Driver: 10,5 gráður, Motore R-skaft. Exotic 4 tré: 16,5 gráður, Motore Tour stíft skaft. Exotic blendingur: 21 gráður, Tour AD stíft skaft: AP2 Titleist járn:, KBS stiff sköft. Vokey fleygjárn: 60°, 56°, 52°, KBS sköft. Pútter: Scotty Cameron, svartur.

Dræver: 240 m.

7 járn: 135 m.

4 tré: 205 m.

8 járn: 125 m.

Blendingur: 185 m.

9 járn: 115 m.

4 járn: 165 m.

Fleygjárn: 105 m

5 járn: 155 m.

52 gráður: 90 m.

6 járn: 145 m.

Hvað er í pokanum hjá Valdísi? Dræver: Titleist 915D, 9,5 gráður, Aldila rouge stíft skaft 3-tré: Titleist 915F 15 gráður, Aldila rouge stíft skaft Blendingur: Titleist 915H, 18 gráður, Diamana stíft skaft. Járn: Titleist 714CB 4-P project X 5.5 sköft. Titleist Vokey fleygjárn: 50°,56°,60° Pútter: Taylor Made Spider Mallet.

Dræver: 230–240 m.

6 járn: 144 m.

3-tré: 210–215 m.

7 járn: 135 m.

Blendingur: 180–200 m.

8 járn: 128 m.

4 járn: 166 m.

PW: 105 m.

5 járn: 152 m.

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Elta atvinnudrauminn

9 járn: 115 m.


Fyrir golfara - Skráðu inn skorið - Reiknaðu punktana eftir hring - Hvað er langt í holu? - Hvernig er veðurspáin? - Bókaðu rástíma - Og margt fleira... Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


PGA

golfkennsla

Upp úr glompunni – Markvissar æfingar skila árangri

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


Sjรกlfvirk fjarlรฆgรฐamรฆling meรฐ GPS ร egar nรกkvรฆmni skiptir mรกli WT-5

"SNCBOETร S &JOGBMU PH ยขย HJOMFHU :รถSMJUTNZOE BG รธร U

VS-4

4รขOJS รทBSMย Hยง ร TLKร )ย HU Bยง IBGB ร IFOEJ 4FHJS ยขร S MFOHEJS

Nรฝ

tt

BB-5

"SNCBOETร S &JOGBMU ร OPULVO .Fยง TLSFGBNย MJ

PT-4

4OFSUJTLKร S :รถSMJUTNZOE BG CSBVU :รถSMJUTNZOE BG รธร U

Nรฝ

tt


Glompuhögg eru krefjandi þáttur í golfíþróttinni – og með markvissum æfingum er hægt að ná góðum tökum á slíkum höggum. Golf á Íslandi fékk Björn Kristin Björnsson, PGA kennara hjá Golfklúbbnum Keili, til þess að gefa lesendum nokkur góð ráð í þessum höggum. Axel Bóasson, afrekskylfingur úr Keili, tók að sér að vera nemandinn í þessum kennsluþætti – og eru honum færðar þakkir fyrir. Björn lauk námi úr Golfkennara­ skóla PGA og GSÍ árið 2012 en hefur sinnt golfkennslu frá árinu 2009. Hann sér um barna- og unglingastarfið hjá Keili ásamt Björgvini Sigurbergssyni íþrótta­ stjóra, kennir nýliðum, er með námskeið og einkakennslu. Björn kenndi um tveggja ára skeið í Þýska­landi, var hjá Golfklúbbi Grindavíkur í eitt sumar og hóf störf hjá Keili í lok ársins 2013.

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

PGA

golfkennsla


Ótakmörkuð símtöl og sms fyrir starfsfólk Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa valið Vodafone RED Pro og skipt yfir í einfaldleika og áhyggjuleysi. RED Pro fyrir þitt fyrirtæki

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið

5 GB

GAGNAMAGN

2,5 GB

GAGNAMAGN

500 MB

GAGNAMAGN

Kjarabót fyrir fjölskyldur RED Pro

RED Pro

RED Pro

Starfsfólk í Vodafone RED Pro getur fengið aðgang að RED Family og RED Young fyrir fjölskylduna og þannig lækkað fjarskiptakostnað án aukakostnaðar fyrir fyrirtækið.

Er þitt starfsfólk á réttri leið? Hafðu samband við þinn viðskiptastjóra hjá Vodafone eða hjá fyrirtækjaþjónustu í síma 599 9500 og fáðu upplýsingar og tilboð í RED Pro fyrir þitt fyrirtæki.

ÓTAKMARKAÐ

EINFALT

ÁHYGGJULAUST


Fótastaða og höggstefna

PGA

golfkennsla

Mikilvægt er að standa útskeifur á vinstri fæti og vinstra hné með breiða fótastöðu (hægri fæti og hné á örvhentum kylfingum). Miðja líkamans færist framar í stöðuna, þannig að bringubeinið sé yfir boltanum (í línu við boltann). Mikilvægt er að gæta þessa að efri hluti líkamans halli ekki yfir á hægri hlið.

Kylfuhaus, fætur, mjaðmir og axlir vísa í samsíða línu á skotmarkið.

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


Fáðu forskot á mótherjana

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga. Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð.


Hafðu hendur fyrir aftan boltann

PGA

golfkennsla

Hérna sést hvernig flái kylfunnar eykst með því að færa hendurnar aftur fyrir boltann.

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

JANÚAR

Hendur eiga að vera fyrir aftan boltann þannig að skaftið vísi uppí hægri mjöðm (vinstri mjöðm á örvhentum kylfingum) þannig getum við notað bakkann á fleygjárninu til þess að hjálpa okkur í högginu.


OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®

SKJÓTARI EN SKUGGINN Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

JANÚAR

Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

www.lidamin.is


Átakalaust og ákveðið

Þegar við sláum höggið viljum við snúa líkamanum vel í aftursveiflunni. Sveifla átakalaust niður í sandinn en samt ákveðið.

PGA

golfkennsla

Sláðu í sandinn fyrst, u.þ.b. 3 cm. fyrir aftan boltann. Þannig kemst kylfan betur undir boltann og hjálpar okkur við að koma honum hærra uppúr glompunni.

Það er nauðsynlegt að snúa líkam­anum vel í gegnum höggið og klára snúninginn í framsveiflunni. Gott er að hugsa um að láta naflann vísa á skotmarkið þegar við klárum sveifluna. Hérna sjáum við hvernig boltinn svífur hátt og örugglega uppúr glompunni í átt að flagginu.

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


Allt sem fyrirtækið

ENNEMM / NM66350

þarf í einum pakka

FYRIRTÆKJALAUSNIR

Net, borðsími, farsími og Office 365 frá 12.100 kr. á mánuði. Fyrirtækjapakki Símans inniheldur Internet, borðsíma- og farsímaþjónustu, ásamt Office 365 skýþjónustu sem tryggir nýjustu útgáfur af forritum og aðgang að vinnuskjölum hvar sem er. Fullkomin yfirsýn og fyrirsjáanlegur rekstrakostnaður með föstu mánaðargjaldi. Hafðu samband í síma 800 4000 eða á 8004000@siminn.is. Þú getur meira með Fyrirtækjalausnum Símans


Hvernig fleygjárn hentar best? Fleygjárn, eða wedgar eins og slík verkfæri eru einnig kölluð, eru mikilvægur hluti af vopnasafninu í golfpokanum. Fleygjárnin eru til í ótal útgáfum. Við fyrstu skoðun virðist ekki vera mikill munur á kylfuhausunum en ef rýnt er nánar í gerð og útlit kylfunnar kemur annað í ljós. Fleygjárnin eru framleidd með mismunandi fláa á bakkanum (bounce), botnhluta kylfunnar sem snertir grasið þegar slegið er.

Fláinn á bakkanum hefur áhrif á notkunar­ möguleika kylfunnar. Ef fláinn er mikill (12–15 gráður) lyftist fremsti hluti kylfu­ blaðsins aðeins frá jörðu þegar kylfan er lögð á grasið. Fleygjárn sem eru með minni fláa á bakkanum eru með botnblað sem liggur alveg þétt við grasið þegar kylfan er lögð á grasið.

Markmiðið með því að hafa mis­munandi fláa á bakkanum er að kylfublaðið fljóti leikandi létt undir boltann og fari með auðveldum hætti í gegnum grassvörðinn undir boltanum. Fleygjárn sem eru með litlum eða engum fláa (low bounce) í botn­hlutanum henta vel á völlum þar sem grasvöxturinn er

lítill og undirlagið hart. Slíkar kylfur eru hárbeittar og hvassar og henta því vel á völlum með hörðu undirlagi s.s. strandvöllum. Fleygjárn með miklum fláa (12–15 gráður) henta betur við aðstæður þar sem grasið er hátt og þykkt – og í glompum.

Bakki (Bounce)

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig fleygjárn hentar best?

Bakki með miklum fláa.

Bakki með litlum fláa.

Hentar betur í háu grasi og í glompum.

Hentar vel á völlum með hörðu undirlagi.


Birgir Leifur

Ég vel Ecco vegna þess hversu þægilegir þeir eru. Ég get verið í þeim allan daginn, hvort sem ég er að spila eða kenna, án þess að finna fyrir þreytu. Þetta eru einfaldlega bestu skór sem ég hef prófað, og hef ég prófað þá marga.“

ÚTSÖLUSTAÐIR

Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík · Skóbúðin - Keflavík Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík · Hole In One - Reykjavík


Léttleikinn ræður ríkjum Hlynur Sigurðsson verður með sjónvarps­þáttinn Golfið á RÚV í allt sumar

„Markmiðið er að búa til léttan og áhugaverðan þátt þar sem kylfingar á öllum getustigum geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Uppbyggingin á þættinum verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson sem stýrir sjónvarpsþættinum Golfið sem sýndur er á RÚV í sumar. Alls verða 12 þættir á dagskrá og eru þeir sýndir á þriðjudagskvöldum kl. 20.00.

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Hlynur er að eigin sögn í hópi meðal­ kylfinga en hann er með 14,6 í forgjöf og hefur aldrei afrekað að fara holu í höggi – allavega ekki með þeim hætti að það sé skráð í Einherjaklúbbinn. „Ég byrjaði að leika golf um síðustu alda­mót og hef lægst farið í 11 í forgjöf sumarið 2012. Það sumar var hápunkturinn á ferlinum og hringur upp á 78 högg í Vestmann­eyjum er það stendur upp úr fram til þessa. Ég fór reyndar holu í höggi á Hraunkotsvelli en það telur ekki sem gilt draumahögg,“ segir Hlynur.

Efnistökin í Golfinu á RÚV verða fjöl­ breytt. Má þar nefna að Ragnhildur Sigurðar­dóttir verður með æfingu vikunnar. „Ragga Sig ætlar að leggja ýmis verkefni fyrir áhorfendur og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Svo ætlum við að halda áfram að kynnast íslenskum afrekskylfingum og beina sjónum okkar að þeim sem eru að reyna fyrir sér sem atvinnumenn." Vernharð Þorleifsson verður áfram í kastljósinu í Golfinu á RÚV en júdó­ kappinn fyrrverandi hefur sett sér háleit markmið fyrir sumarið – líkt og hann gerði í fyrra. „Venni Páer“ leggur sig gríðarlega fram við æfingarnar – það eru engar ýkjur. Hann er með nýja mjöðm, lélega öxl en ætlar sér stóra hluti og það verður spennandi að sjá hvað Ingi Rúnar Gíslason golfkennari gerir með Venna í sumar. Þar fyrir utan verða fastir liðir á borð við Speedgolf, golfreglur og uppáhaldsholuna svo eitthvað sé nefnt. Golfvellir hér á landi og erlendis verða til umfjöllunar í þættinum. „Við fórum til Jerez á Spáni í vor og í áhugaverð ferð til Tékklands. Það er af mörgu að taka og markmiðið er að snerta á sem flestum flötum golfíþróttarinnar í þessum þáttum,“ segir Hlynur Sigurðsson.


Bjargvættirnir Leó og Ísak

Vallarstarfsmenn á Garðavelli á Akranesi fengu það óvenjulega verkefni að bjarga lambi sem var frekar illa á sig komið á meðan keppni stóð sem hæst á Íslands­banka­mótaröðinni í lok maí. Ragnar Ólafsson, liðsstjóri landsliðsins hjá GSÍ, var á ferðinni með myndavélina og sá hann lambið við skurðinn á 4. braut á Garðavelli. Dýrið var mjög veikburða og skalf það og nötraði þar sem það ráfaði um völlinn. Vallarstarfsmennirnir Leó Guðmundsson og Ísak Darri Þorsteinsson voru fljótir að koma á svæðið og komu lambinu í hita og skjól. Þess má geta að Ísak Darri er þaulvanur að umgangast lambakjötið en hann er að læra að verða matreiðslumaður.

Speq barnakylfur Golfskálinn selur hinar frábæru Speq barnakylfur. Margir golfkennarar mæla sérstaklega með þessu þýska gæðamerki.

GOLF.IS

61


Spenna á Hellu – Akureyringar sópuðu til sín titlum á Íslands­mótinu í holukeppni

62

GOLF.IS


TVÆR FRÁBÆRAR Í SUMAR

FRUMSÝND 17. JÚNÍ KRINGLAN

KEFLAVÍK

AKUREYRI

FRUMSÝND 1. JÚLÍ ÁLFABAKKI

KRINGLAN

KEFLAVÍK

AKUREYRI

ÁLFABAKKI


Eftirtaldir kylfingar fögnuðu Íslands­ meistaratitli á Hellu: Fremri röð frá vinstri: Zuzanna Korpak (GS) 15-16 ára, Sigurður Arnar Garðarsson (GKG) 14 ára og yngri, Eva Karen Björnsdóttir (GR) 17-18 ára, Andrea Ásmundsdóttir (GA) 14 ára og yngri; aftari röð: Kristján Benedikt Sveinsson (GA) 15-16 ára og Tumi Hrafn Kúld (GA) 17-18 ára.

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröð barna og unglinga fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 5. – 7. júní. Alls tóku rúmlega 100 keppendur þátt en keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Aðstæður á Hellu voru góðar, milt veður og nutu keppendur þess að leika golf við frábærar aðstæður.

Á föstudeginum var leikinn höggleikur sem skar úr um hvaða 16 keppendur kæmust áfram í sjálfa holukeppnina. Þeir kylfingar sem komust alla leið í úrslitaleikinn léku því allt að fimm 18 holu hringi á þremur dögum og mótið tekur því á bæði líkamlega og ekki síst andlega. Fyrsta umferðin í holukeppninni fór fram fyrir hádegi á laugardeginum og átta manna úrslitin fóru fram eftir hádegið. Undanúrslitaleikirnir voru á dagskrá fyrir hádegi á sunnudeginum og úrslitin réðust eftir hádegið. Kylfingar úr Golfklúbbi Akureyrar voru sigursælir á þessu móti en GA fór heim með þrjá titla af sex. Tumi Hrafn Kúld (GA) og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG) vörðu báðir titlana í sínum flokki frá því í fyrra.

Gull og silfur. Tumi Hrafn Kúld (GA) og Hlynur Bergsson úr GKG léku til úrslita í flokki 17-18 ára.

Óvissa: Eva Karen Björnsdóttir úr GR horfir í óvissu á eftir innáhögginu á 14.

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Spenna á Hellu

Stúlkur:

Piltar:

14 ára og yngri:

14 ára og yngri:

1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA) 2/0

1. Sigurður Arnar Garðarsson (GKG) 3/1

2. Alma Rún Ragnarsdóttir (GKG)

2. Andri Már Guðmundsson (GM)

3. Kinga Korpak (GS) 1/0

3. Kristófer Karl Karlsson (GM) 5/3

4. Hulda Klara Gestsdóttir (GKG)

4. Jón Gunnarsson (GKG)

15 – 16 ára:

15 – 16 ára:

1. Zuzanna Korpak (GS) 4/3

1. Kristján B. Sveinsson (GA) 2/1

2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir (GR)

2. Arnór Snær Guðmundsson (GHD)

3. Ólöf María Einarsdóttir (GHD) 4/2

3. Ragnar Már Ríkharðsson (GM) 20. hola.

4. Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS)

4. Magnús F. Helgason (GR)

17 – 18 ára:

17 – 18 ára:

1. Eva Karen Björnsdóttir (GR) 3/2

1. Tumi Hrafn Kúld (GA) 4/3

2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK)

2. Hlynur Bergsson (GKG)

3. Elísabet Ágústsdóttir (GKG) 2/1

3. Kristófer Orri Þórðarson (GKG) 4/2

4. Sigurlaug Rún Jónsdóttir (GK)

4. Hákon Örn Magnússon (GR)


Smellhitt: Elvar Már Kristinsson úr GR smellhittir hér boltann með tilfþrifum.

Ósáttur: Róbert Þrastarson úr GKG var ekki sáttur við niðurstöðiuna eftir þetta pútt.

Holl og heilsusamleg máltíð eða millimál enginn viðbættur sykur Níu tegundir af ofurfæðu:

Hráfæði - lífrænt ræktað - hreinsandi - orkugefandi - bragðgott enginn viðbættur sykur - án mjólkur - glútenlaust inniheldur ávexti, grænmeti og fleira

bláber hindber rauðrófusafi gojiber spírulína hörfræ chiafræ kínóa hveitigras

GOLF.IS

65


Frábær dagur á Svarfhólsvelli

Úrslit urðu eftirfarandi: Drengir: 15-16 ára: 1. Jón Otti Sigurjónsson, GO 81 2. Brynjar Guðmundsson, GR 89 17-18 ára: 1. Aðalsteinn Leifsson, GA 72 2. Atli Már Grétarsson, GK 74 3. Fannar Már Jóhannsson, GA 75 3. Víðir Steinar Tómasson, GA 75 14 ára og yngri: 1. Ísak Örn Elvarsson, GL 78 2. Aron Emil Gunnarsson, GOS 83 3. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR 85 3. Kristján Jökull Marinósson, GS 85 3. Pétur Sigurdór Pálsson, GOS 85

Stúlkur: 15-16 ára: 1. Thelma Björt Jónsdóttir, GK 106

Jafnvægi: Atli Már Grétarsson úr Keili slær hér á 9. teig.

14 ára og yngri: 1. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 90 2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 92 3. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR 105 3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 105

– Veðrið lék við keppendur á Áskorendamótaröð Íslandsbanka Rúmlega 60 keppendur mættu til leiks í blíðskaparveðri á annað mót ársins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Mótið fór fram á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss laugardaginn 6. júní s.l. og voru keppendur himinlifandi með aðstæður og völlinn. Fjöldi keppenda var nánast í hámarki fyrir þetta mót og eru það gleðitíðindi – en veðrið lék við mótsgesti. Bergþóra Sigmundsdóttir ritari Golfsambands Íslands afhenti verðlaunin í mótslok ásamt Bergi Sverrissyni frá Golfklúbbi Selfoss. Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu GSÍ, Golf á Íslandi.

Verðlaunahafar: Bergþóra Sigmundsdóttir ritari GSÍ afhenti verðlaunin á Selfossi.

Bongóblíða: Það var gríðarlega gott veður á Svarfhólsvelli þegar mótið fór fram. Hér slær keppandi inn á 5. flötina.

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær dagur á Svarfhólsvelli

Smellhitt: Ísak Örn Elvarsson úr Leyni slær hér upphafshöggið á 7. braut.


Matur og Golf 2015

Hóptilboð fyrir 10-60 manns Golfklubbur Selfoss ætlar að bjóða upp á frábært tilboð fyrir hópa í sumar. Tilvalið fyrir saumaklúbba, ættarmót, vinahópa, fyrirtæki o.fl. Innifalið í hóptilboði: 18. holur Fríir æfingaboltar á æfingarsvæðið. Samloka og gos við komu á staðinn. Lambalæri með öllu tilheyrandi. 5.900 kr. á mann. VELKOMINN Á SVARFHÓLSVÖLL SELFOSSI. Um að gera að panta þína dagsetningu sem fyrst! Upplýsingar í síma 482-3335 eða gosgolf@gosgolf.is


Fjarlægðarvítið DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com

Að fara holu í höggi er að sögn það skemmtilegasta sem kylfingar upplifa á golfvellinum. Ég trúi því þótt ég hafi ekki upplifað það sjálfur, ennþá. Að hljóta frávísun í golfmóti er líklega það leiðinlegasta og þar á eftir að þurfa að taka fjarlægðarvíti. Eitt jákvætt má segja um fjarlægðarvítið, ef jákvætt skyldi kalla, og það er að fjarlægðarvíti má taka hvenær sem er. Við megum alltaf leika bolta aftur frá staðnum þaðan sem boltanum var síðast leikið, gegn einu vítahöggi. Í hita leiksins virðast kylfingar ekki alltaf átta sig á þessu, t.d. þeir sem hafa púttað boltanum út af 18. flötinni á Hvaleyrarvelli og þurft að slá mjög erfitt högg aftur upp á flötina. Ég hef horft upp á kylfinga gera þetta og sumir þeirra hefðu verið betur settir ef þeir hefðu einfaldlega tekið fjarlægðarvíti, frekar en að reyna við höggið upp á flötina.

Mörgum þykir á hinn bóginn ósanngjarnt að fá bæði eitt högg í víti og að þurfa að leika aftur af sama stað þar sem fjarlægðar­ víti er tekið. Af hverju eru reglurnar svona harðar? Á síðustu árum hafa golfreglurnar þróast í þá átt að slakað hefur verið á refsingum, t.d. var refsingin fyrir að slá boltanum í sjálfan sig eða útbúnað sinn minnkuð úr tveimur höggum í eitt árið 2008. Af hverju er ekki líka búið að breyta fjarlægðarvítinu? Þótt reglan um fjarlægðarvítið sé í dag á sömu nótum og í elstu þekktu golfreglunum frá 1744 hefur hún ekki staðið óbreytt

En hvað með týnda boltann? Hvar ættum við að láta nýjan bolta falla? Öll vitum við að oft er leitað að bolta á býsna stóru svæði. Á ráshópurinn að reyna að meta á hvaða svæði boltinn týndist og leikmaðurinn að láta nýjan bolta falla á miðju því svæði? Eða aftast á því svæði? Það hljómar ekki skynsamlega og væri vís vegur til margs­konar deilna á golfvellinum. 68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall

allan þann tíma. Ýmsar útgáfur hafa verið reyndar, með mjög misjöfnum árangri. Skoðum fyrst hvenær við neyðumst til að taka fjarlægðarvíti, þ.e. þegar við eigum engan annan kost. Það gerist bara ef bolti týnist eða hann er sleginn út fyrir vallarmörk og er lýst í reglum 27-1b og 27- 1c. Þessi tvö tilvik þegar við neyðumst til að taka fjarlægðarvíti, þ.e. þegar við týnum bolta og sláum út fyrir vallarmörk, eru tengd á þann hátt að illmögulegt er að hafa ólíkar afleiðingar af þeim. Ástæðan er sú að mjög oft er útilokað að greina á milli þess hvort tilvikið hafi átt sér stað. Ef við t.d. sláum boltann langt út til hægri á 1. holu á Strandarvelli við Hellu og finnum hann ekki innan 5 mínútna getur stundum verið erfitt að segja til um hvort boltinn hafi farið út fyrir vallarmörk eða ekki. Því myndi það valda allskyns flækjum ef við þyrftum að bregðast við á ólíkan hátt eftir því hvort við týnum boltanum innan vallar eða sláum út fyrir vallarmörkin. Það er vissulega dýrkeypt að taka fjarlægðar­ víti og tapa t.d. lengd upphafs­höggs auk þess að fá eitt högg í víti. Er hægt að lina þessa refsingu? Já, auðvitað er það hægt en hvernig væri þá skynsamlegast að gera það?



Erfið staða: Það getur ýmislegt gert það að verkum að fjarlægðarvíti komi til greina sem valkostur.

Tvær leiðir liggja í augum uppi. Önnur er sú að láta vítahöggið halda sér en sleppa fjarlægðartapinu. Hvað þýddi það? Þegar bolta væri leikið út fyrir vallarmörk myndum við láta bolta falla við vallarmörkin, líklega á svipaðan hátt og við gerum þegar við tökum víti úr hliðarvatnstorfæru. En hvað með týnda boltann? Hvar ættum við að láta nýjan bolta falla? Öll vitum við

að oft er leitað að bolta á býsna stóru svæði. Á ráshópurinn að reyna að meta á hvaða svæði boltinn týndist og leikmaðurinn að láta nýjan bolta falla á miðju því svæði? Eða aftast á því svæði? Það hljómar ekki skynsamlega og væri vís vegur til margs­ konar deilna á golfvellinum. Hin leiðin er að sleppa vítahögginu og láta fjarlægðina eina nægja sem refsingu. Ef við sláum upphafshögg okkar út fyrir vallarmörk

sláum við einfaldlega 2. högg af teig. Ef við týnum bolta förum við sömuleiðis fara til baka þaðan sem við slógum boltann sem týndist og sláum næsta högg þaðan. Þessi leið hefur verið reynd nokkrum sinnum. Reglur R&A voru á þennan veg á árunum 1950–1952 og reglur bandaríska golfsambandsins voru þannig á árunum 1947–1952.

Sameiginlegar golfreglur árið 1952 Árið 1952 var upphafsár einsleitra golf­reglna í öllum heiminum þegar R&A í Skotlandi og Bandaríska golfsambandið gáfu út sameiginlegar golfreglur. Samhliða útgáfu reglnanna var samþykkt að golf­reglunum yrði ekki breytt í framtíðinni nema báðir samþykktu breytingarnar. Þetta samkomulag hefur staðið síðan og eru nýjar golfreglur nú gefnar út á fjögurra ára fresti að undangenginni sameiginlegri endurskoðun reglunefnda R&A og Bandaríska golfsambandsins. Á þessu er sú undantekning að árið 1960 vildi bandaríska golfsambandið gera nýja tilraun til að minnka refsinguna sem felst í fjarlægðarvítinu. R&A var ósammála en féllst á að slík breyting yrði reynd í Bandaríkjunum. Breytingin fólst í því að hverfa aftur til reglunnar sem gilti í Bandaríkjunum árin 1947–1952 og hjá R&A árin 1950–1952, þ.e. að vítinu sjálfu yrði sleppt en refsingin fælist eingöngu í fjarlægðartapinu. Af hverju misheppnaðist þessi tilraun? Munum að refsingin fyrir að

70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall

slá bolta út fyrir vallarmörk og að týna bolta þarf helst að vera sú sama því oft er erfitt að greina þar á milli. Í ljós kom að kylfingar lentu oft í þeim aðstæðum að það hentaði þeim best að „týna“ bolta sínum og slá næsta högg aftur á sama stað. Ímyndum okkur kylfing sem „shankar“ upphafshögg sitt á annari holu í Önd­ verðarnesi. Boltinn hafnar úti í einhverju káli og kylfingurinn hefur val um að leita að boltanum og slá annað högg sitt þaðan eða að slá annað höggið af teignum. Flestir myndu líklega kjósa að slá annað höggið af teignum. Með þessari breyttu

reglu höfðu kylfingar sem sagt val um það hvaðan næsta högg var slegið. Þetta val töldu menn að samrýmdist illa þeirri grunnhugsun golfsins að eitt högg leiðir af öðru og að í næsta höggi taki maður afleiðingunum af því hvernig tókst til í síðasta höggi. Er þetta eitthvað ólíkt því sem gildir í dag varðandi varabolta? Ef varaboltinn heppnast vel kjósa menn stundum að slá hann áfram og að leita ekki að upphaflega boltanum. Já, munurinn er sá að við borgum fyrir það með vítahöggi að slá varaboltann áfram. Við getum vissulega valið hvað við viljum gera en við getum ekki valið á milli tveggja kosta án þess að það hafi áhrif á skorið á holunni. Það er svipað og ef boltinn okkar er í illsláanlegri legu, við getum valið að reyna að slá boltann eða að dæma boltann ósláanlegan og fá hann þar með í betri legu en það hefur þá áhrif á skorið.


Meistari í vanda. Það eru allir kylfingar sem lenda í vandræðum utan brautar, einnig margfaldir Íslandsmeistarar á borð við Björgvin Sigurbergsson

Leita að boltanum sínum með hálfum huga Þessar neikvæðu afleiðingar komu fljótt í ljós í tilrauninni í Bandaríkjunum. Brugðust var við með því að reyna að koma í veg fyrir að kylfingar gætu valið á milli tveggja kosta þegar augljóst var að boltinn var ekki raunverulega týndur. Nýju ákvæði var bætt við regluna þar sem kylfingurinn var skyldaður til að leita að bolta sínum í fimm mínútur áður en hann gat slegið næsta högg þaðan sem fyrri boltanum var leikið. Ég held að flestir geti ímyndað sér hvað þetta hafði í för með sér. Kylfingar voru vafrandi um kargann að leita að boltanum sínum með hálfum huga, í þeirri von að þeir fyndu hann ekki, og í raun bara að bíða eftir því að fimm mínúturnar liðu. Enda var niðurstaðan sú að þetta hafi þróast í hálfgerða vitleysu. Tilrauninni var því hætt árið eftir og gamla fjarlægðarvítið endurvakið. Það er nefnilega með fjarlægðarvítið eins og svo margt annað í golfreglunum. Ef hreyft er við því hefur það allskyns afleiðingar

sem kunna að vera illframkvæmanlegar, ósanngjarnar eða á skjön við grunnhugsun golfsins. Ekki er þar með sagt að reglurnar séu fullkomnar. Sífellt er unnið að betrum­bótum á reglunum og því eru

nýjar reglur gefnar út á fjögurra ára fresti. Fjarlægðarvítið hefur staðið óbreytt um langa tíð, ekki vegna þess að menn telji það vera fullkomið heldur vegna þess að önnur skárri útfærsla hefur ekki fundist.


Golf er einföld íþrótt

Þaulreyndur: Kolbeinn Pétursson er þaulreyndur kylfingur. Hér er hann á Korpúlfsstaðarvelli.

GR-ingurinn Kolbeinn Pétursson slær ekki slöku við á níræðisaldri

Eftir að hafa hitt Kolbein Pétursson kylfing úr GR þá er það draumurinn þess sem þetta skrifar að vera í sama líkamsástandi og hann eftir tæplega 35 ár. Kolbeinn hefur ekki skipt um kennitölu en fæðingaárið 1935 er „lygilegt“ þegar taktar hans á golfvellinum og í lífinu sjálfu eru kannaðir nánar. Golf á Íslandi fékk ábendingu á dögunum þess efnis að áttræður kylfingur hefði fengið örn af gulum teigum á 11. braut á Ánni á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Það er mikið afrek enda er holan 420 metrar og par 5.

„Ég spila alltaf á gulum teigum og spila ekki á rauðum teigum nema ég sé nauðbeygður til þess á Íslandsmótinu eða meistaramóti GR. Og einstaka sinnum með konunni. Ef maður byrjar að slá á rauðum teigum þá dettur niður löngunin til þess að slá almennileg upphafshögg. Ég hef af einhverjum orsökum alltaf verið högglangur en ég hef lítið farið í golfkennslu,“ segir Kolbeinn þegar við setjumst niður í golfskálanum í Korpunni yfir kaffibolla og hjónabandssælu. Reyndar má Kolbeinn alveg við því að borða kökur í öll mál enda tággrannur og spengilegur – en blaðamaðurinn var löngu búinn með hitaeiningakvóta dagsins og lét svart kaffi duga.

Hér kom örninn: Séð yfir 11. brautina á Korpunni þar sem Kolbeinn fékk örninn góða.

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er einföld íþrótt



Flötin: Kolbeinn sökkti niður um 5 metra pútti fyrir erninum á þessari flöt.

„Þorsteinn Hallgrímsson í Hole in One tók mig í kennslu fyrir fyrsta landsliðsverkefnið í +70 ára flokknum. Þá fórum við til Sviss. Ég sagði við Þorstein, í guðana bænum ekki fikta neitt í sveiflunni minni, reyndu bara að láta mig nýta hana betur við þröngar aðstæður eins og á skógarvelli í Sviss. Hann gerði það og það er eina golfkennslan sem ég hef fengið.“ Rafmagnstæknifræðingurinn Kolbeinn er menntaður frá Þýskalandi, hann er með 17,6 í forgjöf í dag en fór lægst í 14,3. Hann fagnaði áttræðisafmælinu í febrúar s.l. og rekur enn eigið fyrirtæki og er hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann kynntist golfíþróttinni á Akureyri rétt eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk – sem er ótrúlegt en satt. „Ég byrjaði í golfi á Akureyri þar sem ég er fæddur og var í golfi frá 11 ára aldri fram

undir fermingu. Ég fór ekki í golf í marga áratugi en var um þriggja ára skeið félagi í Nesklúbbnum í Reykjavík. Ég byrjaði ekki að spila aftur golf fyrr en árið 1993 þegar strákarnir mínir drógu mig með sér. Árið 1998 keypti ég mér nýtt sett og Stefán heitinn Hermannsson æsti mig upp í að taka þátt á stigamótaröð öldunga og reyna að komast í landsliðið. Það tókst og ég fékk þann heiður að spila með landsliði öldunga á sjö mótum.“ Það sem heillar mig mest við golfið er félagsskapurinn og hreyfingin. Ég spila reglulega með félögum mínum í GR en lítið fyrir utan það. Ég reyni að spila 2-3 daga í viku og alla vega einu sinni í viku með konunni minni. Ég er í raun bara það sem flokkast undir helgarspilara.

Magnaður örn á 11. í Korpunni Það kemur blik í augun á Kolbeini þegar ég bið hann um að rifja upp örninni sem hann fékk í sumar á 11. brautinni. Hann man hverja hreyfingu eins og hann hafi slegið höggin í gær. „Ég sló með dræver af teig og boltinn lenti vinstra meginn við brautarglompuna í kverkinni á brautinni. Þaðan tók ég 3-tré og smellhitti það högg, boltinn flaug hátt og fór beint inn á flötina. Þegar ég kom inn á flötina sá ég að boltinn var um 5 metra frá holunni. Ég las púttið rétt og náði réttum hraða á boltann sem small í miðja holu. Ekkert vesen en ég var frekar undrandi að sjá boltann fara ofan í en ég púttaði í örlitlum hægri halla.“ „Það er stundum erfitt að laga sig að aðstæðum á völlunum þegar ég leik á rauðu teigunum. Ég er oft að lenda í glompum á brautunum sem eru vanalega ekki í leik af gulum. Ég þarf því að nota önnur „verkfæri“ í upphafshöggunum í þau örfáu skipti sem ég leik af rauðum.“

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er einföld íþrótt

Hlustar stundum á konuna Kolbeinn rifjar upp sögu af því þegar hann eiginkona hans ráðlagði honum að hvíla dræverinn á teig þegar þau voru að leika á Garðavelli. „Við vorum að leika 7. brautina sem er að ég held ein lengsta braut landsins. Ég var búinn að gera ýmsar rósir með drævernum fram að þeirri holu og konan mín (Kristín Ásgeirsdóttir) spurði mig hvort ég þyrfti alltaf að vera að slá með drævernum. Hún ráðlagði mér að slá með 3-trénu því ég væri alltaf beinni með þeirri kylfu. Ég svaraði, „Ókei, ég skal leyfa þér að ráða núna. Ég tók 3-tréð af teig og boltinn endaði við kjarrið við 6. teiginn. Boltinn lá vel og ég sló því aftur með 3-trénu í öðru höggi og tók það úr pokanum enn og aftur í þriðja högginu. Boltinn endaði um 8 metra frá holu og ég fékk fugl. Þetta er einföld íþrótt ef maður slysast á þetta af og til.“

Á draumahöggið eftir Kolbeinn hefur fengið örn eins og áður hefur komið fram en draumhöggið er enn eftir. Hann hefur verið nálægt því eins og svo margir aðrir. „Ég man eftir móti á Jaðarsvelli þar sem bíll var í verðlaun fyrir holu á par 3 holu sem var sú fjórða að mig minnir. Ég sló af teignum og boltinn stefndi beint á flaggið. Ég vissi að þetta gæti verið draumahöggið og ég beið spenntur að sjá boltann hverfa ofan í í holuna – en því miður stöðvaðist hann við holubarminn. Einn snúningur í viðbót hefði dugað. En ég á þetta bara inni,“ sagði Kolbeinn Pétursson.


Í flóknu umhverfi leynast tækifæri Að ná markmiðum í flóknu og síbreytilegu umhverfi kallar á einbeitingu og aðlögunarhæfni. Við einföldum leiðina og gerum þér kleift að ná markmiðum þínum. kpmg.is


Sólin skín á ný á Hamarsvelli

„Við lítum björtum augum fram á veginn og samstaðan í klúbbnum hefur sjaldan verið meiri,“

76

GOLF.IS

segir Ingvi Árnarson formaður Golfklúbbs Borgarness í samtali við Golf á Íslandi. Erfið skuldastaða GB hefur verið eins og myllusteinn um háls félagsmanna á undanförnum árum. Nýverið náðist samkomulag við lánastofnanir sem gjörbreytir stöðu GB.

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

– Borgnesingar horfa bjartsýnir fram á veginn


GAS

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

ALLS STAÐAR

Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas.

Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið. Sem stærsti söluaðili própangass á norðurlöndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.


Flaggskipið: 16. brautin á Hamarsvelli er glæsileg og einstök golfhola sem allir muna eftir.

„Við höfum á undanförnum árum verið að glíma við „stökkbreytt“ lán og efnahags­hrunið 2008 setti klúbbinn í erfiða stöðu. Það gekk vel að greiða af lánum allt fram til ársins 2013 og eftir annað rigningarsumarið í röð 2014 var staðan mjög erfið. Aðsóknin á völlinn hrapaði niður og tekjutapið var mikið. Þetta var einfaldlega of mikið fyrir okkur og í kjölfarið fórum við yfir stöðuna.“ Nýtt upphaf: Skuldastaða GB hefur verið erfið undanfarin ár en nú horfir til betri vegar.

78

GOLF.IS

Sérfræðingar voru fengnir til þess að rýna í rekstur klúbbsins og að þeirri vinnu lokinni var farið í samningaviðræður við lánastofnanir. „Við biðum kannski of lengi að fara í þá greiningarvinnu sem við fórum í s.l. haust. Við fengum góða ráðgjafa með okkur í þessa vinnu. Samningar tókust síðan við lánadrottna en langtímaskuldir GB voru um tíma tæplega 70 milljónir kr. Staðan var þannig að eitt rigningarsumar setti reksturinn á hliðina – en þeim kafla er nú lokið. “ „Þegar Hamarsvöllur var stækkaður í 18 holur gerðum við rekstrarsamning við Borgarbyggð. Eftir á að hyggja þá voru þeir samningar rýrir og dugðu ekki til í þessa framkvæmd. Það má læra af þessu og við lítum fram á veginn og ætlum að efla innra starf klúbbsins. Við höfum gert miklar breytingar hjá okkur hvað varðar mannahald og sjálfboðaliðar standa vaktina á skrifstofu og í vélageymslunni. Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri hefur tekið við sem vallarstarfsmaður – og þetta er allt liður í því að ná utan um reksturinn.“ Ingvi bætir því við að það sé markmið klúbbsins að bjóða gestum upp á golfvöll sem gaman er að heimsækja. „Við höfum gert kannanir hjá kylfingum og gestum vallarins. Skilaboðin frá þeim eru einföld – þeir vilja leika á snyrtilegum og vel hirtum velli sem er sanngjarn þegar kemur að golfleik. Hinn almenni kylfingur á að upplifa slíkt þegar hann kemur í heimsókn til okkar á Hamarsvöll í sumar,” sagði Ingvi Árnason formaður GB.


PowerBug rafmagnskerran er aðeins 9,4 kg með rafhlöðu

Lithium rafhlaðan er ótrúlega létt og lítil

PowerBug hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. PowerBug er sterk og létt rafmagnskerra með mjög lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur aðeins 1 kg. Heildarþyngd kerrunnar með rafhlöðu er því aðeins um 9,4 kg. Lithium rafhlaðan dugar að lágmarki 27 holur. Fáanlegir aukahlutir fyrir PowerBug.

Hægt er að senda hana 10, 20, 30, 40 eða 50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít. Verð: 157.000 kr

GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK |

|

|


Hærra boltaflug og aukin lengd G–línan hjá Ping hefur undanfarin ár hlotið mikilla vinsælda á meðal kylfinga hérlendis. Nýja G30 línan hjá Ping hefur slegið rækilega í gegn og hefur fyrirtækið haldið áfram að koma kylfingum á óvart hvað varðar fyrirgefningu og stöðugleika. Kylfurnar eru hannaðar til að framkalla hærra boltaflug, meiri lengd og betri stjórn boltaflugs. Ein stærsta breyting sem Ping lögðu á járnin frá því í fyrra er að ákveðið var að þynna kylfuhausinn og verður því kylfuhraðinn meiri fyrir vikið. Einnig var ákveðið að lengja kylfuhausinn en það gerir það að verkum að slæmu höggin verða ekki eins slæm og skila sér þar af leiðandi í flestum tilvikum nær skotmarki en áður. Ping lagði áherslu á að tilfinning kylfingsins sé góð. Til að ná þeim markmiðum voru kylfurnar gerðar þannig að kylfingum líði vel þegar horft er niður þegar slegið er . Lengri járnin (4–7) eru hönnuð til að ná hærra boltaflugi, lengd og fyrirgefningu. Hins vegar eru styttri járnin hönnuð til að slá lægra og ná þannig meiri spuna og betri lengdarstjórnun. Þegar útlit kylfunnar er skoðað í víðu samhengi er vert að taka eftir því að sólinn er víðari en á eldri gerðum G–línunnar sem getur komið niður á jafnvæginu þegar slegið er með lengri kylfunum. Járnin fá því einhversskonar blendings yfirbragð og verður því sjálfstraustið meira þegar staðið er yfir boltanum. Ping skarar framúr þegar kemur að því að velja réttu golfkylfurnar en möguleikarnir eru endalausir þegar horft er á samsetningu á milli skafta, gripa og þyngdar kylfuhaussins.

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður



Stóra Bertha

vinsæl á meðal kvenna Big Bertha hefur oft verið vinsæll valkostur kvenna þegar kemur að fjárfestingu í kylfum. Bertha kylfurnar veita góða fyrirgefningu og beinna flug. Hönnunin sem er á bak við Big Bertha skiptir öllu máli hvað varðar stöðugleika boltaflugs og þar kemur Cup 360 tæknin mikið við sögu. Þessi tækni skilar inn bæði lengri og beinni höggum þegar á reynir. Sólinn var víkkaður sem hjálpar að ná meiri stöðugleika og meiri nákvæmni í löngum sem og stuttum höggum.

Nýjasta járnalínan frá Big Bertha hafnaði í fyrsta sæti á „Hot“- lista sérfræðinga á vegum Golf Digest tímaritsins yfir árið 2015. Ef járnin eru ekki að skila sér þá er auðvelt að missa sjálfstraustið. Callaway er með ráð við því. Það eru til svokölluð blendingsgolfsett sem auðvelt er að stilla og breyta eftir eigin þörfum. Alls eru átta mismunandi stillingar til að breyta blendingskylfunum en það er meðal annars hægt að stjórna legu og þyngd kylfuhaussins.

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður

F l

l o


*Admission April 2015. Price is subject to change

Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkammaa líka

og sál fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

r. k 0 ir * 65Fullorðn kr. 0 14 Börn

Fr á m or gn i t il kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is


Mýkt, lengd og spuni með Titleist Titleist hefur margra áratuga reynslu á gerðum golfbolta. Þar eru Pro V1 og Pro V1x golfboltarnir í efstu hillu en þeir eru hannaðir fyrir þá kylfinga sem leita eftir því að slá lengra og fá meiri spuna á boltann í kringum flatirnar. Boltarnir gefa kylfingum mýkri tilfinningu og meira vald á lengd. Vinsælustu boltarnir hjá PGA kylfingum eru Pro V1 og V1x týpurnar en enginn bolti er notaður eins mikið og af eins mörgum kylfingum á þeirri mótaröð. Boltarnir endast lengur en fyrri gerðirnar og gefa meiri stöðugleika þegar leikið er til lengri tíma. Pro V1 og Pro V1x boltarnir bjóða báðir uppá mismunandi eiginleika. Pro V1 hefur mýkri tilfinningu og meiri spuna með lengri kylfunum. Pro V1x er aðeins harðari viðkomu og gefur minni spuna en þó hærra boltaflug með lengri járnunum. Boltinn er gerður úr fjórum mismunandi lögum þar sem ZG kjarninn er fyrir miðju. Utan kjarnans eru tvö ytri lög sem veita mjúka tilfinningu og betra flug. Svo loks er ysta lagið sem er samansett úr 352 doppum sem umlykur alla golfbolta sem framleiddir eru hjá Titleist. Margar fleiri gerðir eru framleiddar hjá Titleist en á meðal þeirra er DT SoLo, Velocity, NXT Tour og NXT Tour S. Titleist framleiðir ekki aðeins golfbolta heldur eru kylfur og annars konar varningur einnig framleiddur hjá fyrirtækinu. Þess má geta að pútterarnir eru framleiddir í gegnum Scotty Cameron, hanskarnir frá Foot Joy og jafnvel ennþá fleiri boltar í gegnum Pinnacle.

Golf-Grip æfingatæki Að taka rétt grip er einn mikilvægasti þátturinn í að ná árangri í golfi. Að nota Golf-Grip æfingatækið er ótrúlega einföld og árangursrík aðferð við að læra að taka rétt grip. Ekki áfast við eina kylfu heldur hægt að færa milli kylfa. Komið, prufið og sannfærist.

84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður


Orkudrykkir eru ekki รฆtlaรฐir bรถrnum yngri en 15 รกra.


Langdrægur og nákvæmur Nýja græjan frá Bushnell, TOUR X fjarlægðarmælirinn, hefur verið að koma vel út og fá góða dóma á meðal golfsérfræðinga víða um heim. Átta fjarlægðarmælar eru nú í framleiðslu hjá fyrirtækinu og er óhætt að segja að TOUR X sé með þeim bestu og flottustu. Gripurinn inniheldur bæði löglega og ólöglega tækni en sú ólöglega gerir það að verkum að hægt er að sjá hæðarmismun þegar mælt er á tiltekið skotmark. Það er einfaldlega hægt að ýta á einn takka og gera kíkinn löglegan á ný. Kíkirinn gerir kylfingum auðveldara að mæla á pinnan með „PinSeeker” tækninni en þá lætur kíkirinn vita þegar kylfingurinn mælir á beint á pinnan. Stækkunarglerið í kíkinum gerir kylfingum kleift að sjá skotmarkið sex sinnum nær og drífur leiserinn rúmlega þúsund metra! Þegar horft er í gegnum fjarlægðarmælirinn er bæði hægt að velja um hið klassíska svarta skotmark eða hið rauða „vivid” sjónarhorn. Kosturinn við þetta tæki er sá að þetta virkar hvar sem er, hvenær sem er öfugt við GPS mæli sem hefur oft takmarkaðan fjölda valla innbyrðis.

www.netgolfvorur.is

sémekingar 86

p1.indd 1

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður

Ein

nig

he

ild

sa

la

fyr

ir g

olf

klú

bb

Glæsilegt úrval af nýjum vörum

Sérmerkjum vörur fyrir fyrirtæki, golfklúbba og hópa. Tilvalið í teiggjafir 22.4.2015 17:07:45

a


ÁRNASYNIR

Glæsileg Footjoy deild hefur opnaÐ

í útilífi smáralind Vandaður golffatnaður á karla, konur og börn

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND


Teigmerkingar

Á formannafundi GSÍ sem fram fór s.l. haust samþykktu þrír golfklúbbar að taka upp nýja gerð af merkingum á teigum á völlum sínum. Hugmynda­fræðin er sótt til Norður­landanna og segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, að breyta þurfi hugmynda­ fræðinni og útrýma karlaog kvennateiga­hugtökunum. Teigarnir eru með númer í stað lita og hefur þetta fyrir­ komulag reynst mjög vel á Norðurlöndunum.

Karlmenn vilja ekki leika af kvennateigum, enda eru þeir ekki konur. Við þurfum því breyta orðanotkuninni og hætta að tala um karla- og kvenna­teiga. Á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi hefur þessi breyting verið sett í gang, Flúðir eru einnig með þetta á dagskrá. Golfklúbbur Grindavíkur og Golfklúbbur Akureyrar ætla að taka þessar merkingar upp á næstunni og á Nesvellinum er þetta mál einnig til skoðunar. Golf á Íslandi ræddi við Hauk Örn um þessar breytingar en hann hefur lengi verið talsmaður þess að breyta teigamerkingum á golfvöllum landsins. Hver er sagan í stuttu máli á bak við þessar breyttu áherslur í merkingum á teigum á golfvöllum? „Mér finnst það vera lykilforsenda fyrir golfiðkun að kylfingar hafi gaman af því að stunda íþróttina. Þannig fáum við fleiri til að taka þátt. Til þess að hámarka ánægju sína af golfleiknum þá þarf kylfingurinn að leika af teig sem hentar hans getu. Það er miklu skemmtilegra að leika golfvöll þar sem þú átt möguleika á því að slá inn á flöt í tveimur höggum og pútta fyrir fugli, í stað þess að eiga engan möguleika á því og vera stöðugt að slá þriðja högg inn á flöt sem leiðir til endurtekinnar baráttu við par eða skolla. Með því að hvetja kylfinga til að leika golf af hentugum (fremri) teigum

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

þá aukum við ánægju þeirra og flýtum leik. Ég er hins vegar hræddur um að karlmenn vilji ekki leika af rauðum teigum þar sem þeir teigar eru í daglegu tali kallaðir „kvennateigar“. Karlmenn vilja ekki leika af kvennateigum, enda eru þeir ekki konur. Við þurfum því breyta orðanotkuninni og hætta að tala um karla- og kvennateiga. Niðurstaðan varð því sú að nefna teigana eftir númerum í stað lita, þar sem rauði liturinn er of tengdur kvennateignum. Við vildum breyta hugmyndafræðinni og hugsuninni á bak við litina með því að útrýma þeim. Teigur 58 stendur því fyrir 5.800 metra langan völl. Við notum alltaf fyrstu tvo tölustafina í lengd vallarins frá hverjum teig.“

Tölustafir: 46 stendur fyrir 4.600 metra og 49 fyrir 4.900 metra.


Hver er aðkoma GSÍ að þessum breytingum? „Ég hef lengi haft þessa hugmynd í kollinum en fyrirmyndin að númerakerfinu er fengin frá Skandinavíu. Ég flutti erindi um þessa hugleiðingu mína á formannafundi GSÍ í fyrra og henni var afar vel tekið. Það var því ákveðið á fundinum að hrinda hugmyndinni strax í framkvæmd með aðstoð nokkurra golfvalla sem vildu prófa þetta með okkur.“ Ertu bjartsýnn á að þessi breyting fari vel í íslenska kylfinga? „Ég er fullviss um það, enda er hugmynda­ fræðin á bak við þetta góð. Þetta mun hins vegar taka nokkurn tíma því hugtökin karla- og kvennateigur eru rótgróin í hugum flestra kylfinga. Það mun taka nokkur ár að breyta þessu en um leið og fleiri klúbbar taka þetta upp hjá sér og hugmyndin verður útbreiddari, því skemmtilegra verður þetta. Við munum sjá mikinn árangur af þessu, ég er viss um það." Er það sóknarfæri fyrir golfklúbba að búa til ný teigasett sem væru enn framar en fremstu teigar eru í dag, til þess að gera golfíþróttina að enn skemmtilegri upplifun? „Það finnst mér. Mér finnst vanta teiga fyrir kvenkylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref og það sama gildir um börn

Markmiðið er að fá kylfinga, aðallega karlmenn, til að leika af fremri teigum en þeir gera í dag. Það hentar ekki öllum körlum að leika af gulum teig og fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Til dæmis eiga upphafshöggin það til að styttast þegar aldurinn færist yfir og byrjendur slá styttra en þeir sem eru lengra komnir. Karlmenn eiga ekki að leika af gulum teigum einfaldlega vegna þess að þeir heita karlateigar, það er fráleitt. Kylfingar eiga að láta getu sína ráða för þegar kemur að teigavali, ekki kyn.

10. braut: Horft niður eftir 10. braut á Urriðavelli.

og unglinga. Þessir kylfingar slá styttra en aðrir og því þurfum við gefa þeim kost á að hefja leik framar á brautinni. Það er miklu skemmtilegra fyrir þessa kylfinga að

eiga möguleika á því að komast inn á flöt í tilskildum höggafjölda heldur en berjast við of langar brautir."

VERTU

HEILSHUGAR Í GOLFINU


Draumahöggið

Tækifæri: Ungir kylfngar á teig á 6. braut á Korpunni. Mynd/Frosti Eiðasson.

– 6. í Korpunni er „lottóholan“ Á hverju ári eru um 150.000 draumahögg slegin á heimsvísu. Allir kylfingar hafa látið sig dreyma um að fara holu í höggi en hvaða líkur eru á því að slíkt gerist? 12.500 – Meðalkylfingur þarf 12.500 tilraunir til þess að ná því að fara holu í höggi. 5.000 – Lágforgjafarkylfingur þarf um 5.000 tilraunir til þess að slá boltann ofan í holuna í teighögginu. 2.500 – Atvinnukylfingar þurfa aðeins færri tilraunir eða um 2.500 til þess að sjá boltann detta ofaní holuna eftir upphafshöggið. 51 – Oftast allra – heimsmet: Bandaríkjamaðurinn Mancil Davis er sá kylfingur sem hefur farið oftast holu í höggi. Davis er PGA kennari og hefur slegið draumahöggið í 51 skipti á ferlinum.

90

GOLF.IS - Golf á Íslandi Draumahöggið

1 % kylfinga á Íslandi Samkvæmt tölfræði sem birt er á vef Einherjaklúbbsins á Íslandi fara 1% kylfinga landsins holu í höggi árlega. Rétt tæplega þó, því 130–140 draumahögg eru slegin árlega af íslenskum kylfingum.

200 ára biðtími – Meðalkylfingur þarf 200 ár til þess að ná draumahögginu en þeir kylfingar sem leika 75 hringi að meðaltali á ári þurfa aðeins að bíða í 30 ár eftir að ná því að fara holu í höggi. Þriðjudagar – Á hvaða vikudegi eru mestar líkur á því að fara holu í höggi? – Jú það er á þriðjudögum samkvæmt tölfræðisamantekt á heimsvísu. Lengsta færið: Mike Crean „dúndraði” boltanum ofan í holuna af 472 metra færi á par 5 holu á golfvelli í Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum. Hann gat reyndar stytt sér leið með því að slá yfir skóg, sem hann gerði, og niðurstaðan var fullkomin.


GERÐU GÓÐAN HRING BETRI Í KRINGLUNNI

VERTU KLÁR Á

FYRSTA TEIG Í KRINGLUNNI FINNUR ÞÚ FJÖLBREYTT VÖRUÚRVAL FYRIR GOLFIÐ OG ALLA AÐRA ÚTIVIST

SKÓR FATNAÐUR SÓLARVÖRN BÚNAÐUR NESTI VÍTAMÍN

PIPA

PIPAR \ TBWA

SÍA

...OG MARGT FLEIRA

OPIÐ OPIÐ OPIÐ OPIÐ OPIÐ

10-18.30 MÁN.–MIÐ. 10-21 FIMMTUDAGA 10-19 FÖSTUDAGA 10-18 LAUGARDAGA 13-18 SUNNUDAGA

KRINGLAN.IS

FACEBOOK.COM/KRINGLAN.IS


6. í Korpunni er „lottóholan” Á síðustu átta árum hefur sjötta holan á Sjónum á Korpunni gefið af sér flest draumahögg – samkvæmt tölfræði Einherjaklúbbsins. Bergvíkin er ekki gjafmild Áhugavert er að rýna í á hvaða holum eru minnstu líkurnar á að fara holu í höggi. Þar eru fremstar í flokki 17. holan í Grafarholti og „Bergvíkin“ 3. holan á Hólmsvelli. Þær virðast vera hvað erfiðastar viðureignar. Aðeins örfáir kylfingar hafa náð þessu afreki á þessum holum. Einnig er hægt að nefna aðrar erfiðar holur, eins og 16. holuna á Hvaleyrarvelli, 3. holuna á Korpúlfsstaðavelli og 13. holuna á Urriðavelli. Allar þessar holur eiga það sameiginlegt að gefa fáa einherja af sér.

Metárið 2013 Árið 2013 náðu 157 íslenskir kylfingar draumahögginu sem er met á einu ári. Til samanburðar voru 22 skráningar árið 1983.

Sá yngsti og elsti á Íslandi Ragnar Einarsson er yngsti íslenski kylfingurinn sem hefur farið holu í höggi. Hann var sex ára árið 1994 þegar hann fór holu í höggi. Arnar T. Sigþórsson er sá elsti sem hefur afrekað að fara holu í höggi af íslenskum kylfingum. Hann var 98 ára gamall árið 1985 þegar hann sló draumahöggið.

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Draumahöggið

Möguleiki: Það eru mestar líkur á því að fara holu í höggi á 6. braut í Korpunni – og best er að leika á þriðjudegi. Mynd/Frosti Eiðsson.

Hámarksverðmæti verðlauna

Áhugamennskunefnd Golfsambands Íslands hefur ákveðið hámarksverðmæti verðlauna í golf­mótum fyrir árið 2015. Hámarksverðmæti verðlauna er 100.000 kr. og ferðavinninga 135.000 kr. Í tilkynningu nefndarinnar kemur fram að miðað er við smásöluverðmæti og ekki er heimilt að veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Eins og endranær er miðað er við smásöluverðmæti vinnings. Eftirtaldar reglur gilda m.a. um verðlaunafé: Ekki má veita viðtöku verðlaunum sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Vinni keppandi til fleiri en einna verðlauna í sama móti (eða mótasamfellu) má samanlagt verðmæti þeirra ekki vera umfram kr. 100.000. Þetta tekur einnig til aukaverðlauna svo sem fyrir lengsta upphafshögg, högg næst holu eða verðlaun sem veitt eru samkvæmt útdrætti úr skorkortum eða útdrætti úr potti, þar sem golfleikur er skilyrði fyrir þátttöku. Ekkert hámark gildir um verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Þau mega auk þess koma að fullu til viðbótar sérhverjum öðrum verðlaunum í sama móti. Skipuleggjendum og bakhjörlum golfmóta er bent á að hafa fyrirfram samband við nefndina eða skrifstofu GSÍ ef vafi leikur á, hvort fyrirhuguð verðlaun eru í samræmi við gildandi reglur.



Fékk fyrsta fuglinn á sjöttu á Garðavelli – Atli Teitur Brynjarsson sigraði í flokki 15–16 ára á Áskorenda­mótaröðinni Atli Teitur Brynjarsson, 14 ára nemandi í Grundaskóla á Akranesi, sigraði í flokki 15–16 ára á fyrsta móti ársins 2015 á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sem fram fór á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Atli Teitur stundar tvær íþróttir, golf og fótbolta, og hann leggur hart að sér í báðum greinum. Golf á Íslandi fékk Atla Teit til að svara nokkrum spurningum – en það sem heillar hann mest við golfið er keppnin sem fylgir íþróttinni. Atli væri til í að leika með Bubba Watson, Rory McIlroy og Miquel Angel Jimenéz.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Pabbi, amma og afi voru mikið í golfi og fengu mig til að prófa og áhuginn kviknaði eiginlega strax.

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? Garðavöllur. Hann er mjög skemmtilegur og náttúran er virkilega falleg þar.

járnahögg inn á flötina. 8. holan á „Gamle Borre“ vellinum í Noregi. Falleg hola, með skógi allt í kring og hljóðið sem kemur frá öllum fuglunum.

Hvað er skemmtilegast við golfið? Það sem mér finnst skemmtilegast við golfið er að það er oft mikil keppni í golfinu og ég elska keppnir.

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? 6. holan á Garðavelli vegna þess að þar kom fyrsti fuglinn. 17. holan á Garðavelli vegna þess að ég fæ að taka nokkuð langt

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? Ég æfi fótbolta með ÍA.

Hver er styrkleikinn þinn í golfi? Styrkleiki minn eru járnahögg.

Nafn: Atli Teitur Brynjarsson Aldur: 14 ára.

Hvað óttast ég mest í golfinu: Ekki neitt.

Hvað þarftu að laga í þínum leik? Ég þarf að laga stutta spilið.

Forgjöf: 20,8.

Dræver: Ping G10.

Uppáhaldsmatur: Grilluð nautalund.

Brautartré: Ping G10.

Uppáhaldsdrykkur: Kókómjólk.

Blendingur: TaylorMade R5.

Uppáhaldskylfa: Átta járnið.

Járn: Titleist AP2.

Ég hlusta á: Frank Ocean.

Fleygjárn: Titleist Vokey.

Besta skor í golfi: 90.

Pútter: Oddysey Two Ball.

Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Rory McIlroy

Hanski: Callaway.

Besta vefsíðan: golf.is.

Golfpoki: Ogio.

Besta blaðið: Golf á Íslandi.

Kerra: Clicear.

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? Ég var að spila með ömmu og afa í Noregi og vippaði ofan í holuna úr glompu. Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? Þegar ég fagnaði of mikið fyrir framan andstæðinginn sem ég vann. Draumaráshópurinn? Bubba Watson, Rory McIlroy og Miquel Angel Jimenéz.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fékk fyrsta fuglinn á sjöttu á Garðavelli

Skór: Nike.

174.186/maggioskars.com

Framtíðardraumar í golfinu? Þeir eru að keppa erlendis.

Í hvaða skóla og bekk ertu? Ég er í 9. bekk í Grundaskóla.

S


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Frábær hreyfing og skemmtileg íþrótt

– Kristín María Þorsteinsdóttir notar pútter sem er 12 árum eldri en hún sjálf

Á flugi: Kristín María Þorsteinsdóttir horfir hér á eftir boltanum eftir upphafshögg á 18. braut á Garðavelli.

Staðreyndir: Nafn: Kristín María Þorsteinsdóttir. Aldur: 17. Forgjöf: 12,0.

Kristín María Þorsteinsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er efnilegur kylfingur sem hefur leikið golf frá sjö ára aldri. Kristín María fékk áhugann á golfi í þegar faðir hennar, Þorsteinn Hallgrímsson, kom henni af stað. Markmiðin hjá Kvennaskólanemanum eru skýr, að komast í háskóla í Bandaríkjunum en hún notar Wilson pútter sem er 12 árum eldri hún sjálf. Pútterinn reyndist föður hennar vel þegar hann fagnaði sínum eina Íslandsmeistaratitli í golfi árið 1993 í Leirunni. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Pabbi kom mér af stað í golfinu þegar ég var 7 ára, það er frábær hreyfing og skemmtileg íþrótt. Hvað er skemmtilegast við golfið? Spila flotta velli í góðum félagsskap.

Pútter 86 árgerð: Kristín María með pútterinn sem er frá árinu 1986.

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær hreyfing og skemmtileg íþrótt

Framtíðardraumarnir í golfinu? Komast í háskóla í Bandaríkjunum og vonandi inn á evrópsku mótaröðina. Hver er styrkleikinn þinn í golfi? Hugarfarið. Hvað þarftu að laga í þínum leik? Stutta spilið er alltaf hægt að bæta. Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? Þegar ég fór í mína fyrstu sveitakeppni, var fimm holur niður eftir níu en tókst að vinna leikinn á sautjándu. Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? Á eftir að upplifa það. Draumaráshópurinn? Rory McIlroy, Jordan Spieth og Luke Donald. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? Vestmannaeyjavöllur. Sjaldgæf blanda af fallegum, krefjandi og skemmtilegum velli. Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? Þriðja í Oddi vegna þess að flötin er í svo fallegum hraunbolla. Áttunda í Eyjum þar sem útsýnið í Dalinn verður ekki betra. Og fjórða í Mosó þar sem hægt er að sækja en brautin er fljót að refsa.

Uppáhaldsmatur: Flest allt með kjúklingi. Uppáhaldsdrykkur: Gulur Kristall. Uppáhaldskylfa: Gamli Wilson pútterinn minn. Ég hlusta á: Allskonar tónlist, Ed Sheeran er samt í miklu uppáhaldi. Besta skor í golfi: 77 högg. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth: Rory. Besta vefsíðan: kylfingur.is. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að bakið komi í veg fyrir að ég geti spilað. Dræver: Ping G20, 10.5°. Brautartré: Cobra Fly Z 15° Blendingur: Snake Eyes. Járn: Mizuno JPX825 pro. Fleygjárn: Mizuno MP-T4. Pútter: Wilson TPA XVIII (1986 módel). Hanski: Puma. Skór: Puma. Golfpoki: Mizuno. Kerra: Motocaddy. Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? Ferðast og vera með fjölskyldu og vinum. Í hvaða skóla og bekk ertu? Var að klára fyrsta árið í Kvennó, 2. bekkur í haust.


Fáðu nákvæma skoðun og sérgerð innlegg í golfskóna á aðeins 15 mínútum Eftir Footbalance tölvugreiningu eru innleggin hituð í þar til gerðum ofni og sérmótuð fyrir þínar fætur. Með Footbalance innleggjum færð þú stuðning undir hælinn, iljarbogann og tábergið. Þar sem fæturnir er undirstaðalíkamans er mikilvægt að þeir séu með stuðning á réttum stöðum, skekkjur í hælum/ökklum geta leitt til verkja upp í leggi, hné, mjaðmir og bak. Footbalance getur hjálpað mörgum sem eru með stoðkerfisvandamál og einnig geta þau fyrirbyggt stoðkerfis vandamál. Footbalance innleggin eru fyrirferðalítil, sterk og þægileg. Footbalance fyrirtækið er Finnskt tæknifyrirtæki sem var stofnað með það að markmiði að betrumbæta fótaheilsu fólks á einfaldan hátt og fyrir sanngjarnt verð.

Footbalance innleggin eru frábær í golfskó og flesta aðra æfingaskó

Brooks hlaupaskór Komdu til okkar og þú færð að vita hvort þú þarft hlutlausa skó eða styrkta. Ef þú ert að vinna á fótunum á hörðu gólfi eru öflugir hlaupaskór bestu skór sem þú getur verið í (já við teljum alla aðra skó með). Komdu og við hjálpum þér að velja skó sem henta þínu fótlagi og niðurstigi. Skórnir eru undirstaða og skipta alltaf verulegu máli.

www.gongugreining.is Tímapantanir í síma 55 77 100 Eins og fætur toga • Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur


Davíð og fuglshræið Í annarri umferð Egils Gull mótsins í Leirunni hafnaði innáhögg Davíðs Gunnlaugs­ sonar GM á 9. holu rétt utan flatar. Þegar Davíð kom að boltanum sá hann að boltinn hafði stöðvast ofan á fugls­ hræi sem þar lá. Tekinn á beinið: Boltinn hjá Davíð lá á fugls­beininu eins og sjá má á þesasri mynd.

Skemmtilegt: Davíð hafði bara gaman af því að lenda í þessari stöðu.

Á lofti: Boltinn fór hátt í loft upp eins og sjá má þegar Davíð púttaði.

Fuglshræ fellur undir skilgreiningu golfreglnanna á lausung, þ.e. hræið er náttúrulegur hlutur sem hvorki fastur né niðurgrafinn. Þar sem boltinn lá utan torfæru (glompu eða vatnstorfæru) mátti Davíð fjarlægja hræið, að því marki sem hann gat það án þess að boltinn hreyfðist. Davíð gerði því það eina rétta í stöðunni, hann fjar­ lægði þá hluta hræsins sem hann gat án þess að boltinn hreyfðist og lék síðan boltanum af beininu sem hann lá ofan á. 98

GOLF.IS - Golf á Íslandi Davíð og fuglshræið


Golf án takmarkanna

Golfaðu án nokkurra takmarkanna í Rory McIlroy PGA Tour leiknum frá EA Sports. Leikurinn er keyrður áfram af Frostbyte grafíkvélinni sem gerir grafíkina óviðjafnanlega og tekur allan biðtíma útúr leiknum. Í þessum nýjast golfleik EA Sports geta leikmenn skoðað brautirnar í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr og spilað leikinn á fjölmarga mismunandi vegu.

16. júlí

Lindum - Skeifunni - Granda - Vefverslun - Sími 544 4000 - Símsala 575 8115


Gjörbreyttur Húsatóftavöllur árið 2017

Grindvíkingar ætla að eignast golfvöll í fremstu röð á Íslandi – Fá 50 milljóna króna styrk frá Bláa Lóninu og Grindavíkurbæ til að ljúka endanlegum breytingum á vellinum

4. flöt: Húsatóftavöllur í Grindavík hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð golfvalla á Íslandi.

Grindvíkingar eru stórhuga og stefna að því að gera Húsatóftavöll að einum besta golfvelli landsins í náinni framtíð. Golfklúbbur Grindavíkur gerði í vor samstarfssamning við Bláa Lónið og Grindavíkurbæ sem saman setja um 50 milljónir króna í að fullgera völlinn og umhverfi hans. Formaður GG segir fyrirhugaðar breytingar spennandi og að þær geri völlinn að einum þeim besta á Íslandi. Forsvarsmenn Bláa Lónsins, Grindavíkur­ bæjar og Golfklúbbs Grindavíkur skrifuðu undir viljayfirlýsingu þann 28. apríl síðastliðin þar sem fyrirhugaðar breytingar og uppbygging á Húsatóftavelli var kynnt. Þessi samningur markar lokasporin í upp­ byggingu Húsatóftavallar en rúmir tveir áratugir er síðan áform um stækkun hans í 18 holur voru lögð fram. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið árið 2017. „Þessi myndarlegi stuðningur gerir okkur kleyft að ráðast í og ljúka aðkallandi breytingum á golfvellinum og bílastæði. Áherslan er fyrst og fremst á það að gera góðan golfvöll enn betri,“ segir Halldór

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gjörbreyttur Húsatóftavöllur árið 2017

Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur.

Framkvæmdir komnar vel á veg Framkvæmdir við breytingar á Húsatófta­ velli hófust um leið og samningar voru undirritaðir. Steindór Eiðsson er við stýrið á jarðýtunni en hann er margreyndur í mótun golfvalla og hefur ýtt út mörgum af helstu golfvöllum landsins undanfarna áratugi. Halldór Einir segir að Steindór sé sannkallaður listamaður á jarðýtunni og í raun ótrúlegt að fylgjast með kappanum að störfum.

Listamaður: Steindór Eiðsson er við stýrið á jarðýtunni en hann er margreyndur í mótun golfvalla.


Nudd og slökun fyrir golfara Blue Lagoon spa í Hreyfingu

Upplifðu einstakar Blue Lagoon nuddog spameðferðir Láttu faglærða nuddara okkar losa um stífa vöðva og eymsli svo þú náir fram þínu besta á golfvellinum. Kynntu þér spennandi meðferðir á www.bluelagoonspa.is og í síma 414 4004.

Blue Lagoon spa í Hreyfingu l Álfheimum 74 l 104 Reykjavík l


Nýjar brautir: Á sjávarhluta vallarins er vinna við nýjar brautir hafin.

Nú þegar er búið að ryðja út fyrir breyt­ ingum á fyrstu þremur brautum Húsatófta­ vallar og er nú þegar farið að leika völlinn með breyttu sniði. „Við munum því breyta 1., 2., 3. og 9. braut strax í sumar. Upphafs­ holurnar hafa verið gagnrýndar fyrir að vera of erfiðar og erum við að bregðast við þeirri gagnrýni,“ segir Halldór Einir. Helsta einkenni vallarins er skemmtilegt samspil hrauns og sjávar. Gerðar verða talsverðar breytingar á þeim hluta vallarins sem snýr að sjávarsíðunni. Má þar helst nefna að ný par-5 braut mun líta dagsins ljós. Gerðar verða breytingar á öllum brautunum við sjávarsíðuna.

17. braut verður „signature“-braut Húsatóftavallar Þó gera eigi miklar breytingar á Húsatófta­ velli þá munu þær ekki hafa mikil áhrif

á leik kylfinga á vellinum því fram­ kvæmd­irnar fara að mestu leyti fram utan núverandi brauta. Halldór kveðst sérstak­ lega spenntur fyrir breytingum sem gerðar verða á 17. braut vallarins. „17. braut verður „signature“-braut Húsa­ tóftavallar. Við munum byggja upp nýja flöt talsvert aftar en núverandi flöt. Þar safnast aðkomuvatn að vori og hausti. Við ætlum að nýta okkur það sem kemur frá náttúrunnar hendi og koma fyrir tjörnum við nýja flöt,“ segir Halldór. Framlag Grindavíkurbæjar felst fyrst og fremst í því að ljúka gerð bílastæðis við Húsatóftavöll. Grafið verður fyrir göngum undir Nesveg sem liggur í gegnum völlinn en undanfarna áratugi hafa kylfingar þurft að ganga yfir veginn við leik á Húsatófta­ velli með tilheyrandi slysahættu. Aðkoma Bláa Lónsins er rausnarleg en Húsatóftavöllur verður hluti af þeirri

afþreyingar­þjónustu sem boðið verður upp á í nýju og glæsilegu hóteli sem verður tekið í noktun árið 2017. Það er því von á auknum straumi erlendra ferðamanna á Húsatóftavöll. „Ég er sannfærður um að þessar breytingar muni gera Húsatóftavöll að einum besta og skemmtilegasta golfvelli landsins. Völlurinn hefur mikla fjölbreytni; nálægð við sjóinn og hraunið. Allt útlit vallarins á að verða í samræmi við umhverfið. Lögð verður áhersla á að vekja athygli á útsýni af teigum, eins að gjáin á milli heimsálfa liggur í gegn um völlinn og slegið er á milli heimsálfa, og það að á vellinum er talsvert af gömlum tóftum. Einnig vonumst við til þess að tenging okkar við nýtt lúxushótel Bláa Lónsins muni vekja athygli erlendra kylfinga á vellinum,“ sagði Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur.

Breytingar á Húsatófta­velli í hnotskurn:

1. braut (par 4): Leikfyrirkomulagi breytt. Leikið inn á núverandi aðra flöt og gerðar nýjar glompur. 2. braut (par 3): Ný par 3 braut leikin til suðurs. 3. braut (par 4): Leikfyrirkomulagi breytt. Brautin var áður par 5 en verður nú löng par 4 braut með nýjum teigum. 6. braut (par 5): Nýr teigur sem lengir brautina um tæplega 40 metra. 9. braut (par 5): Leikfyrirkomulagi breytt. Brautin var par 4 en verður nú par 5. Nýir teigar við gjá þar sem slegið er á milli heimsálfa.

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gjörbreyttur Húsatóftavöllur árið 2017

10. braut (par 4): Ný flöt sem teygir sig út í hraunið og brautin lengist. 13. braut (par 5): Ný par 5 braut til suðausturs. 14. braut (par 3): Nýir teigar en spilað inn flöt sem áður var 13. flöt. 15. braut (par 5): Nýir teigar alveg við hraungarðinn. Slegið yfir ströndina. Gerð verður ný flöt og brautin lengist um tugi metra. 15. braut (par 4): Þessi braut verður lögð af. 17. braut (par 4): Gerð verður ný flöt varin tjörnum. Brautin lengist nokkuð við þessar breytingar. Myndir: Róbert Halldórsson og Siggeir Fannar Ævarsson.


Bay Hill Club & Lodge og TPC Sawgrass 21. - 29. september 2015 Verð frá 365.000 kr. ásamt 34.000 vildarpunktum

Villaitana Spánn 8. - 17. október 2015 17. - 24. október 2015 Verð frá 209.900 kr.

www.icegolftravel.is


Golfregluleikur Varðar nær nýjum hæðum

– 4.500 skráðu sig til leiks í fyrstu vikunni

Golfsambandið og Vörður tryggingar hvetja alla kylfinga landsins til þess að rifja upp golfreglurnar fyrir golfsumarið og taka þátt í nýjum og skemmtilegum golfleik á vef Varðar, vordur.is. Þátttakendur í leiknum geta nýtt þekkingu sína á golfreglunum og unnið brons-, silfur- eða gullverðlaun. Með betri „Þetta er þriðja árið árangri aukast líkurnar á að hreppa stóra sem golfregluleikurinn vinninginn sem er golfferð fyrir tvo er kynntur til leiks en síðasta sumar skráðu sig með Heimsferðum á Montecastillo rúmlega 4.000 kylfingar. golfsvæðið á Spáni. Í ár var ákveðið að hressa verulega upp á leikinn enda markmið okkar að gera skemmtilegan leik enn betri sem bæði reynir á kunnáttuna og rifjar upp golfreglurnar. Golfleikurinn fer frábærlega af stað og núna fyrstu vikuna hafa um 4.500 þátttakendur sýnt snilli sína og skráð sig til leiks. Af þeim hafa um 2.800 náð gullverðlaunum sem gefa bestar líkur á því að vera dreginn út í lok sumars,“ segir Ingvar Örn Einarsson, markaðsstjóri Varðar.

Vörður er styrktaraðili Golfsambands Íslands við útgáfu golf­ reglnanna og Golfreglubókarinnar. Golf byggir á nákvæmum og stundum dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglubókina sem allir kylfingar ættu að hafa með í golfpokanum. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina. Með því að þekkja reglurnar og fylgja þeim verður leikurinn léttari og gengur hraðar fyrir sig. Við hvetjum alla kylfinga landsins að kynna sér reglur golfsins og hafa alltaf eintak af Golfreglubókinni í golfpokanum.



Tiger Woods búinn á því? – skiptar skoðanir hjá sérfræðingum Golf á Íslandi

Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á undanförnum misserum. Bandaríski kylfingurinn hefur nánast einokað efsta sætið á heimslistanum frá árinu 1997 og aðeins Vijay Singh frá Fídjieyjum náði að rjúfa þá einokun um stundarsakir á tímabilinu 2004–2005.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tiger Woods


MD Golf kylfurnar eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Verð á MD GOLF Járnasett frá Driverar Brautartré Blendingar Fleygjárn Pútterar

64.800 kr 34.900 kr 24.900 kr 24.900 kr 12.900 kr 13.900 kr

MD GOLF er með stillanlegan driver

MD GOLF er Norður-Írskur kylfuframleiðandi. MD GOLF er með gott úrval af kylfum fyrir bæði konur og karla, t.d. drivera, brautartré, blendinga, góðar kylfur á góðu verði.

GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK |

|

|


Risatitlar Tiger Woods: Masters: 1997, 2001, 2002, 2005 Opna bandaríska: 2000, 2002, 2008 Opna breska: 2000, 2005, 2006 PGA meistaramótið: 1999, 2000, 2006, 2007 Það gætu verið margar ástæður fyrir þessari lægð. Líkaminn gæti verið að segja eitthvað til sín eftir mikið álag undanfarin ár. Einnig getur andlegi þátturinn haft mikið að segja. Fjölskylduaðstæður hafa breyst mikið síðan hann var upp á sitt besta og það hlýtur að hafa áhrif. Það verður athyglisvert hvaða leið hann fer til að reyna bæta ástandið. Ég held að við yngri kylfingar höfum ekki gert okkur grein fyrir hvað afrekið hans Jacks Nicklaus er rosalegt. Þegar Tiger var á miklu flugi þá var aldrei möguleiki á að hann myndi ekki slá metið. Þegar það er horft á staðreyndir málsins í dag þá tel ég litlar sem engar líkur á að Tiger nái að slá met „Gullbjarnarins“. Ég tel að líkurnar séu meiri að Jordan Spieth eða Rory McIlroy slái þetta met.“

Árið 2011 féll Woods niður í 58. sætið á þessum lista en hann var fljótur að ná sér á strik og komst í efsta sætið í byrjun ársins 2013. Á síðustu 12 mánuðum hefur Woods farið niður um tæplega 200 sæti á heimslistanum og einkalíf kylfingsins hefur verið helsta fréttaefnið, frekar en afrek hans á golfmótum. Woods hefur ekki unnið risamót frá því hann fagnaði sínum 14. risatitli á Opna bandaríska meistarmótinu árið 2008. Hann er fimm risatitlum frá því að slá metið sem er í eigu Jacks Nicklaus, sem sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Woods var í byrjun júní að nálgast 200. sætið á heimslistanum. Hann hefur ekki verið neðar í tæplega tvo áratugi. Golf á Íslandi fékk þrjá vel valda sérfræðinga til þess að velta fyrir sér stöðunni á Tiger Woods. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir sér­ fræð­ingana voru þessar. Er Tiger Woods líklegur til afreka á næstu misserum eða er hann búinn á því? Hver er skýringin á lægðinni sem hann er í og að lokum getur hann slegið metið hjá Jack Nicklaus og náð 19 risatitlum?

Ragnhildur Sigurðardóttir, PGA-golfkennari og margfaldur Íslandsmeistari: „Fátt væri meira gaman en að Tiger Woods kæmi sér aftur í toppbaráttuna. Èg hef þó ekki trú á því. Þótt hann hafi sýnt undra­ verðan andlegan styrk undir gífur­lega mikilli pressu, hvað eftir annað á ferlinum. Tiger Woods var alþjóðleg þjóð­hetja allra kynþátta, fullkominn og ósnertanlegur. Stóð fyrir hin gullnu gildi, heiðarleika og

108

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tiger Woods

trúverðugheit. Hann „setti fjölskylduna í forgang“, eins og hann sagði sjálfur á blaðamannafundum. Skýjaborgin leystist upp þegar upp komst um sviksemi hans og óheiðarleika. Hann olli allri heims­ byggðinni vonbrigðum. Þrátt fyrir að margir séu búnir að fyrirgefa Tiger þá efast ég um að hann sé búinn að því sjálfur. Andlegar hremmingar geta haft gífurleg áhrif á frammistöðu í íþróttum. Slíkt ástand hefur áhrif á líkama okkar og hæfileika til að vinna okkur út úr meiðslum. Ég hef ekki trú á að Tiger Woods nái sér aftur á strik og muni þar af leiðandi ekki ná að slá met meistarans, Jack Nicklaus, sem var þó rétt innan seilingar þegar best lét. Yfirnáttúrulegir hæfileika hans færðu honum frægðina en frægðin færði Tiger Woods hans erfiðustu stundir.

Sigmundur Einar Másson, sérfræðingur á Golf­ rásinni, og fyrrverandi Íslandsmeistari: „Ég tel að Tiger Woods sé ekki líklegur til afreka á þessu ári. Hann er í sveiflu­ breytingum með nýjum þjálfara og það mun taka tíma að pússa það saman. Ég tel að Mastersmótið á næsta ári sé mótið þar sem hann verður tilbúinn.

Kristján Jónsson, golfsér­ fræðingur Morgun­blaðsins og mbl.is: „Ég tel hann ekki líklegan til afreka alveg á næstunni. Á meðan maður veit ekki hvernig hann er að vinna í hlutunum þá er erfitt að átta sig á því hversu langt er til lands hjá honum. Hann þarf að ná almennilegri heilsu til að ná sér á strik og vinna kerfisbundið með sjálfstraustið og andlegu hliðina. Skýringarnar eru margþættar. Meiðslin sem hann hefur gengið í gegnum eru það alvarleg að þau hafa sitt að segja. Ég held að andlegi þátturinn skipti miklu máli varðandi fall Tigers. Ekki einungis það að Tiger hefur misst það gífurlega sjálfstraust sem hann hafði á spennuþrungnum augnablikum. Heldur einnig að aðrir kylfingar fengu aukið sjálfstraust þegar glansmyndin féll. Margir hafa einhvern djöful að draga í einkalífinu og allir hafa einhverja galla sem íþróttamenn. Tiger virtist lengi vel vera svo gott sem gallalaus íþróttamaður og hvergi féll rykkorn á glansmyndina, áður en allt hrundi með meiri látum en við höfum dæmi um í íþróttunum. Þegar aðrir á mótaröðinni sáu að hann var mannlegur þá trúðu þeir því loksins að hægt væri að vinna Tiger reglulega. Tiger er að vera fertugur og ósennilegt að hann nái mörgum risatitlum til viðbótar. Ég vil þó ekki útiloka að hann gæti náð einum. Það yrði risafrétt eftir öll þessi ár. En þetta minnir okkur á hversu magnað afrekið var hjá Jack Nicklaus.“


3801-FRE – VERT.IS

Fáðu smá auka kraft í sveifluna

Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.

SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is


Einstakur árangur

Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi hefur náð stórmerkilegum árangri á LPGA-mótaröð atvinnukvenna í golfi. Ko, sem er 18 ára gömul, fæddist árið 1997 í Seoul í SuðurKóreu, en foreldrar hennar fluttu til Nýja-Sjálands og Ko hóf að leika golf þegar hún var sex ára gömul.

Ko er yngsti kylfingurinn frá upphafi sem sigrar á atvinnumóti. Hún var aðeins 14 ára, 9 mánaða og 5 daga gömul þegar hún fagnaði sigri á atvinnumóti í lok janúar 2012 á Nýja-Sjálandi. Bætti hún þar með met sem var í eigu Ryo Ishikawa frá Japan sem var tæplega 16 ára þegar hann fagnaði sínum fyrsta sigri. Það met var reyndar bætt af Brooke Henderson sem var aðeins yngri en Ko þegar hún sigraði á Opna kanadíska meistaramótinu árið 2012.

Á stuttum atvinnuferli hefur Ko nú þegar sigrað á alls ellefu atvinnumótum. Þar af sjö sinnum á sjálfri LPGA-mótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð heims í kvennaflokki. Hún hefur þrívegis verið á meðal tíu efstu á risamóti. Þann 2. febrúar á þessu ári komst Ko í efsta sætið á heimslistanum í kvennaflokki. Hún var þá 17 ára, 9 mánaða og 8 daga gömul. Hún er sú yngsta, hjá báðum kynjum, sem nær efsta sætinu á heimslistanum. Jijai Shin var sú yngsta í kvennaflokki þegar hún náði efsta sætinu 22 ára gömul. Tiger Woods var 21 árs gamall árið 1997 þegar hann náði efsta sætinu á heimslistanum í fyrsta sinn. Hún er eini áhugakylfingurinn sem hefur náð að sigra á tveimur LPGA-mótum. Ko sigraði tvívegis á Opna kanadíska meistaramótinu, 2012 og 2013, þá 15 og 16 ára gömul. Afrekaskrá Ko á án efa eftir að lengjast töluvert og verður spennandi að fylgjast með þessum skemmtilega kylfingi á næstu misserum.

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lydia Ko

Njóttu þess að spila golf og láttu okkur sjá um fasteignamálin þín. Hafðu samband og fáðu frítt verðmat. Við erum fagleg, persónuleg og skemmtileg. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi.

696 1122

kristjan@fastlind.is

Þórunn Gísladóttir

Löggiltur fasteignasali.

510 7900

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 5 1 2 2 4 0

– Hin 18 ára gamla Lydia Ko á nú þegar met sem seint verða slegin


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 5 1 2 2 4 0

– Hin 18 ára gamla Lydia Ko á nú þegar met sem seint Ertu með ofnæmi? verða slegin

Lóritín®

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur mjólkursykur (laktósa). Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið. Hjá sumum sjúklingum getur komið fram munnþurrkur. Við langtímameðferð er því góð tannhirða nauðsynleg þar sem munnþurrkur getur aukið líkur á tannskemmdum. Hætta á gjöf á Lóritín a.m.k. 48 klst. fyrir framkvæmd húðprófa þar sem andhistamín geta komið í veg fyrir eða dregið úr annars jákvæðri svörun við prófinu. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. Texti síðast endurskoðaður í apríl 2015.


Golfveisla H e 10 ára afmælisveisla Golfdeildar Heimsferða! Golfdagur 27. júní 2015 Golfmót og almennur golfdagur fjölskyldunnar í boði Heimsferða og Keilis laugardaginn 27. júní á Hvaleyrarvelli.

Golfmót Skráning í golfmótið fer fram á golf.is en spilaðar verða 18 holur og fyrirkomulagið er punktakeppni. Veitt verða verðlaun fyrir besta skor. Í boði eru glæsilegir ferðavinningar að verðmæti alls 700.000 kr.

Golfdagur

ENNEMM / SIA • NM63149

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Á Sveinskotsvelli er boðið upp á: • SNAG-kennslu fyrir börn og unglinga • Pútt- og vippkeppni • 9 holu golfspil Allir sem taka þátt í golfdeginum fara í pott og eiga möguleika á að vinna glæsilega ferðavinninga að verðmæti 500.000 kr. eða 5.000 kr. gjafabréf frá Fjarðarkaupum.

Lokahóf Um kvöldið kl. 21.00 verður boðið upp á tapasrétti fyrir alla þá sem spiluðu í golfmótinu og tóku þátt í golfdeginum. Afhending ferðavinninga að verðmæti alls 1.200.000 kr. frá Heimsferðum auk gjafabréfa frá Fjarðarkaupum.


H eimsferða Haust- & vetrargolfferðir Alcaidesa, Costa Ballena, Novo St. Petri, Montecastillo, La Sella og La Gomera

frá kr. 179.900 Í golfferðum Heimsferða er lögð áhersla á að allir þættir séu fyrsta flokks. Við bjóðum glæsilegar haust- og vetrargolfferðir til þessara sívinsælu golfvalla. Golfskólinn á Costa Ballena er einnig á sínum stað en þaðan hafa yfir 3.000 Íslendingar útskrifast á liðnum árum.

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is


Druids Glen: 13. braut er frábær par 4 braut þar sem flestir kylfingar ganga sáttir af flöt með skolla.

Snúa bökum saman Heimsþekkt golfsvæði við Dublin vinna saman til að laða að erlenda kylfinga

Írland er mest spennandi áfangastaður kylfingsins árið 2015 í Evrópu

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Írlandi

The Islands: Fram til ársins 1973 sigldu kylfingar á báti yfir sundið frá bænum Malahide til að leika golf á The Island golfvellinum.

Jón Júlíus Karlsson ritstjorn@golf.is


Icelandair hótel Hamar

ENNEMM / SÍA / NM34792

Alvöru íslenskt golfhótel

Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


Carton House: Lokaholurnar á O'Meara-vellinum á Carton House eru mjög eftirminnilegar og dramatískar. Hér má sjá yfir 15. flöt.

Golf á Írlandi hefur lengi þótt heillandi kostur og ekki að ástæðulausu. Á eyjunni grænu eru yfir 400 golfvellir og eru 30% af strandvöllum veraldar á Írlandi. Eyjan græna er sannkölluð paradís kylfingsins. Það sem kemur helst á óvart við heimsókn til Írlands yfir vetrartímann er hve stöðugt veðurfar er á eyjunni. Írar búa við þau skilyrði að hlýr sjór berst þvert yfir Atlantshafið og upp að ströndum Írlands sem hefur þau jákvæðu áhrif að það snjóar aðeins örfáa daga á ári á Írlandi. Írar geta af þeim sökum leikið golf nær allt árið um kring við fínar aðstæður. Það er annar veruleiki en við Íslendingar eigum að venjast. Fyrir nokkrum árum ákváðu nokkur stór golfsvæði á Dublin-svæðinu að bindast viðskiptaböndum með það fyrir augum að laða fleiri erlenda kylfinga að svæðinu. Samtökin kallast Dublin East Coast Alliance og urðu þess mikla heiður aðnjótandi á síðasta ári að vera valin mest spennandi áfangastaður kylfingsins í Evrópu fyrir árið 2015. Þeir golfvellir sem tilheyra þessum samtökum eru engir aukvisar; K Club, Druids Glen, The Island, Carton House, Mount Juliet og Powerscourt Golf Club. Allt frábær golfsvæði sem sáu hagsmunum sínum betur borgið í samstarfi en harðri samkeppni um ferðakylfinginn. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þessi verðlaun og mikil viðurkenning. Dublin East Coast er heimili margra frábærra „parkland“- og strandvalla sem eru staðsettir skammt frá flugvellinum í Dublin. Okkar markmið er að bjóða upp á frábæra golfupplifun og taka vel á móti kylfingum til Írlands,“ segir Anie Magan, framkvæmdastjóri Dublin East Coast samtakanna.

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Írlandi

Upplifun að leika á K Club Í vor var nokkrum blaðamönnum og ferðaþjónustuaðilum boðið að upplifa golf á Dublin-svæðinu. Blaðamaður Golf á Íslandi var með í ferðinni og voru helstu golfsvæði Dublin East Coast samtakanna heimsótt. Fyrst var ferðinni heitið á Powerscourt golfsvæðið sem státar sig af tveimur góðum

18 holu golfvöllum en gæðin felast þó fyrst og fremst í glæsilegu hóteli sem minnir um margt á hefðarsetur þar sem allt er lagt í glæsileikann. Mikil eftirvænting var á meðal ferðalanga þegar lagt var af stað á K Club golfsvæðið þar sem Ryder-bikarinn fór fram árið 2006. Það var sérstök tilfinning að leika Palmer golfvöllinn þar sem Evrópumenn unnu eftirminnilegan sigur með Darren Clarke í fararbroddi fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir að völlurinn ætti enn nokkrar vikur í að komast í sitt allra besta ásigkomulag þá er það mikil upplifun að glíma við Palmer völlinn sem er alvöru keppnisvöllur. Nú standa yfir miklar framkvæmdir við hótelið á K Club en fjölga á hótelherbergjum um nærri helming og má svo sannarlega mæla

K Club: Vötn eru fyrirferðamikil á Palmer-vellinum á K Club.


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

ALLT FYRIR HREYFINGUNA

NÆRINGARRÍKT ÚRVAL Í NETTÓ Vörurnar frá The Food Doctor eru sérstaklega samsettar til að stuðla að jafnvægi á blóðsykri og veita heilnæma, seðjandi næringu í amstri dagsins.

Sistema vatns- og hristibrúsar Gríptu með þér flottan brúsa fyrir vatnið! Ekkert BPA – Engin þalöt.

Bollaréttir Náttúruleg blanda hráefna í handhægum umbúðum. Bættu í heitu vatni, hrærðu og njóttu.

Cocofina kókosvatn Kókosvatn er steinefnaríkt og svalandi, sannkallaður sportdrykkur náttúrunnar! Drekktu það á æfingu og eftir hana til að líkaminn viðhaldi góðu vökvaog steinefnajafnvægi.

Næringarstykki Ljúffeng stykki með stökkum bitum, fræjum og hnetum ásamt viðbættu próteini úr hrísgrjónum.

Sunwarrior Activated barley Lífrænt bygg - spírað, gerjað, þurrkað og malað í bragðlaust duft. Flókin kolvetni veita þér langtíma orku fyrir æfingu og áreynslu. Prófaðu byggduftið út í kókosvatn!

Ristaðar baunir Nærandi baunablanda, ristuð og léttsöltuð. Einstaklega próteinríkt frá náttúrunnar hendi. Fjöldi annarra naslpoka í boði.

Sunwarrior Warrior Blend Náttúruleg blanda hamp-, bauna og trönuberjapróteins. Inniheldur allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar og engin skaðleg aukaefni. Hráfæði og vegan.

netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


K Club: 16. brautin á K Club er heimsþekkt eftir Ryder-bikarinn. Frábær par 5 braut. Hótelið í baksýn.

með gistingu á þessu stórglæsilega golfhóteli þar sem sagan drýpur af hverju strái. Druids Glen er Augusta National Evrópu Það var engin skortur á flottum golfsvæðum sem voru heimsótt í ferðinni. Ferð á Carton House er mjög eftirminnileg og

lokaholurnar á O'Meara vellinum eru dramatískar í meira lagi. Golfsvæðið minnir um margt á K Club og gæðin til fyrirmyndar. Ein af heimsóknum ferðarinnar var á írska „linksarann“ The Island sem er frábær strandvöllur. Völlurinn hefur lengi

Powerscourt: Útsýnið yfir írsku sveitina er í aðalhlutverki á Powerscourt-golfsvæðinu.

Beint áætlunar­ flug til Írlands Nú hillir undir að Íslendingar geti á ný farið í golfferð til Írlands án mikilla vandkvæða því tvo flugfélög hafa tekið upp beint áætlunarflug frá Íslandi til Írlands. Wow Air flýgur til Dublin og Easy Jet mun fljúga til Belfast. Úrval stórkostlegra golfvalla er ekki síðra á Belfast-svæðinu. Ferðaskrifstofan GB ferðir hefur jafnframt ákveðið að hefja sölu á ferðum til Druids Glen í haust. Írar eru höfðingar heim að sækja og sérstaklega gestrisnir. Það ætti enginn að koma vonsvikinn heim úr golfferð frá Írlandi.

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Írlandi

Druids Glen1: Druid Glen er oft líkt við Augusta National golfvöllinn og ekki að ástæðulausu.

þótt einn af bestu strandvöllum Írlands og þó það hafi verið hvassviðri þegar völlurinn var heimsóttur þá kom það ekki í veg fyrir magnaða golfupplifun. Á vellinum eru fjölmargar „ljósmyndagolfholur“ og það verður engin svikinn af heimsókn á The Island völlinn sem er aðeins í 15 mínútna aksturfjarlægð frá Dublin. Það golfsvæði sem stóð upp úr í ferðinni var Druids Glen. Golfsvæðið er stundum kallað Augusta National Evrópu en nokkrar golfholur á Druids Glens golfsvæðinu minna um margt á það upplifun að leika á hinum heimsþekkta Augusta National. Gæði vallarins komu einnig mjög á óvart en völlurinn var nánast í óaðfinnanlegu ásigkomulagi um miðjan mars. Þekktustu holur vallarins eru án vafa 12. og 13. braut og er hönnun þessara tveggja braut í heimsklassa. Magnaðar golfholur sem kylfingar fá líklega aldrei leið á að spila.


NÁÐU GÓÐU FLUGI KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND

FLUGFELAG.IS

AKUREYRI JAÐARSVÖLLUR Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.

EGILSSTAÐIR EKKJUFELLSVÖLLUR Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.

ÍSAFJÖRÐUR TUNGUDALSVÖLLUR Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistarparadís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag skapar glæsilega umg jörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.

REYKJAVÍK GRAFARHOLTSVÖLLUR Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030


Kálfatjarnarvöllur kemur á óvart – Markmiðið er að vera þessi rólegi fjölskylduklúbbur

„Við höfum sett okkur það markmið að vera þessi rólegi fjölskylduklúbbur. Það er ekkert stress í gangi hérna og kylfingar eiga að upplifa slíka stemmningu,“ segir Húbert Ágústsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vatnsleysustrandar í viðtali við Golf á Íslandi.

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Kálfatjarnarvöllur kemur á óvart

GVS var stofnaður árið 1991 og fagnar því 24 ára afmæli sínu á þessu ári. Rétt um 200 félagsmenn eru í GVS og koma þeir víða að. „Félagsmenn eru frá öllum Suðurnesjum, Hafnarfirði, höfuðborgarsvæðinu og að sjálfsögðu úr Vogunum. Við fáum margar heimsóknir frá fyrirtækjaklúbbum og hinn venjulegi kylfingur er okkar markhópur. Kálfatjarnarvöllur á að vera vinalegur og þegar við höfum verið að breyta einhverju þá leggjum við upp með að það hjálpi kylfingum en refsi þeim ekki.“ Kvennamót GVS hafa notið vinsælda og eru að sögn Húberts stærstu viðburðir klúbbsins í mótahaldinu. „Það eru yfirleitt tvö til þrjú opin kvennamót þar sem allt er innifalið í mótsgjaldinu. Þau mót hafa notið vinsælda enda er völlurinn frekar stuttur af rauðum teigum og konurnar kunna að meta það. Við erum einnig með góða aðstöðu í klúbbhúsinu til þess að taka á móti hópum.“ Þegar rætt var við Húbert var hann með hóp af krökkum inni í klúbbhúsinu en golfnámskeið á vegum GVS hafa notið vinsælda. „Miðað við stærð bæjarfélagsins þá getum við vel við unað. Það eru á bilinu 10–20 krakkar sem eru að mæta á námskeiðin hjá okkur.“ Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram í vor á Kálfatjarnarvelli og létu keppendur vel af vellinum sem er í góðu ástandi og verður enn betri þegar líða fer á sumarið. Þegar leikið er á Kálfatjarnarvelli er víða farið yfir gamlar húsatóftir og er mikil saga á bak við hverja braut á vellinum. Sjálf Kálfatjarnarkirkja stendur við völlinn og á góðum sumardegi er útsýnið stórkostlegt til allra átta. Golf á Íslandi mælir með að kylfingar geri sér ferð á Vatnsleysuströndina og leiki golf á skemmtilegum Kálfatjarnarvelli.


Volkswagen Golf Sportsvan fer vel með þig.

Golf Sportsvan er rúmgóður fyrir hvaða ferðalag sem er. Aðgengið inn og út úr bílnum er einstaklega þægilegt; þú situr hærra og hefur góða yfirsýn við aksturinn. Komdu og prófaðu Golf Sportsvan. Það verður örugglega ekki eina skiptið sem þið náið vel saman. Volkswagen Golf Sportsvan kostar frá:

3.490.000 kr.* *Golf Sportsvan Trendline, 1.2 TSI, beinskiptur, 110 hestöfl.

www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Hugsum út fyrir kassann Mikil reynsla og þekking er til staðar í golfhreyfingunni hvað varðar mótahald yngri kylfinga, 18 ára og yngri. Íslandsbankamótaröð unglinga er þekkt vörumerki og á undan­ förnum misserum hefur Áskorendamótaröð Íslands­banka farið vaxandi. Á þeirri mótaröð keppa yngri kylfingar sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en stigið er á stóra sviðið á sjálfri Íslandsbanka­ mótaröðinni. Á báðum móta­röðunum er sama keppnis­fyrirkomulag, höggleikur án forgjafar. Ég hef velt því fyrir mér á undanförnum misserum hvort við í golfhreyfingunni gætum gert enn betur á þessu sviði – og hugsað aðeins út fyrir rammann. Mín tilfinning er sú að golfið á Íslandi þurfi mót eða upplifun fyrir börn sem gæti verið svipuð og þau fá t.d. á knattspyrnumótum. Fótboltakrakkar sem koma í fyrsta sinn á Norðurálsmótið á Akranesi, eða á Pæju­ mótið í Vestmannaeyjum gleyma aldrei þeirri upplifun – og fótboltaleikirnir sjálfir eru ekki aðalmálið. Það er allt hitt sem fylgir sem stendur upp úr. Ferðalagið í rútunni, siglingin til Eyja, sofa í skólastofu með liðinu, sundferðin, grillpartý, skoðunarferðin, og jafnvel plokkfiskurinn í hádeginu. Ef við tökum strákana sem dæmi þá eru þeir 6–7 ára gamlir þegar þessi upplifun á sér stað, og síðan tekur Shell-mótið í Eyjum (8–10 ára) og N1móti á Akureyri (11–12 ára) og allt eru þetta stórviðburðir í þeirra huga sem gleymist aldrei. Öll þessi knattspyrnumót fyrir stráka og stelpur eru hugarfóstur einstakra félaga – og hugmyndin kemur úr þeirra röðum en ekki frá sérsambandinu KSÍ. Ég tel að golfíþróttin þurfi á slíkum við­ burðum að halda – og það eru ótal tæki­færi fyrir golfklúbba landsins að marka sér stöðu í því samhengi. Ég er sannfærður um að börn

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

og unglingar sem æfa golf væru meira en til í að upplifa eina helgi snemma sumars. Þar sem boðið væri upp á miklu meira en golfkeppni. Kvöldvökur, sundlaugapartý, vipp- og pútt­keppnir, drævkeppni, þrautabrautir, Texas-Scramble, Jónsmessuholur, hraðagolf, fótboltagolf, frisbeegolf – og heimsókn frá okkar helsta afreksfólki í golfíþróttinni. Svo eitthvað sé nefnt. Keppni í höggleik án forgjafar tekur á þegar hlutirnir ganga ekki alltaf upp. Jafnvel harðfullorðið fólk er með tárin í augunum í slíkri keppni. Vissulega er golf erfið íþrótt – og höggleiksformið og holukeppni er það sem íþróttin snýst um á endanum. En þetta form má ekki vera eini valkosturinn í mótahaldinu fyrir börn og unglinga. Það er mín skoðun að við þurfum eitthvað nýtt til þess að ná til enn fleiri yngri kylfinga. Það gleður mig að samtök PGA kennara á Íslandi er með á dagskrá að efla liðakeppnir á milli klúbba. Þar sem þrír eru saman í liði

og keppt er í Texas-Scramble, og léttleikinn ræður ríkjum. Sveitakeppni barna og unglinga er það sem stendur upp úr hjá yngri kylfingum þegar þeir eru inntir eftir hápunkti ársins í golfinu. Krakkar vilja tilheyra „liði“ og upplifa að þau séu hluti af heild. Oft á tíðum eru yngri kylfingar landsins í mesta golfstuðinu eftir sveitakeppnirnar á haustin – þegar golftímabilinu er að ljúka og skólarnir að byrja. Golfhreyfingin þarf að mínu mati að hugsa út fyrir kassann og bjóða upp á nýja nálgun hvað varðar keppnishaldið – og ein góð „golfstuðhelgi“ gæti gert kraftaverk fyrir golfið. Ég er sannfærður um það.

Með golfkveðju: Sigurður Elvar Þórólfsson Útbreiðslustjóri GSÍ


E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is


Fjölbreytni og skemmtun – Hlynur Geir með góð ráð fyrir þá sem vilja koma börnum af stað í golfinu Golf er frábær fjölskylduíþrótt þar sem margir ættliðir geta leikið sér saman í skemmtilegri útiveru. Það er mikilvægt að börnum líði vel þegar þau kynnast golfinu og til eru ýmsar leiðir í því sambandi. Golf á Íslandi fékk Hlyn Geir Hjartarson, PGA-golfkennara og framkvæmdastjóra Golfklúbbs Selfoss til þess að skrifa nokkra „mola“ sem snúa að því hvað sé best að gera til þess að koma börnum af stað í golfíþróttinni.

Gleði: Þessi ungi drengur var kátur og hress á golfleikjanámskeiði hjá Keili í fyrrasumar.

124

GOLF.IS



Vinkonur: Hlynur Geir mælir með því að stelpuhópum sé ekki skipt upp – þær vilja vera saman.

„Mikilvægast af öllu er að halda krökkunum við efnið og að þau langi að vera áfram í golfinu. Félagsskapurinn þarf að vera góður á æfingum og það þarf að myndast vinaleg stemmning á æfingasvæðinu. Vinir eða félagar sem æfa saman eru líklegri til þess að halda áfram en þeir sem hafa ekki slíkt stuðningsnet í kringum sig. Það er mjög ólíklegt að einstaklingur sem kemur ekki með vinum sínum á æfingar haldi áfram. Við sem eldri erum þurfum því að búa til slíka stemningu og koma þeim sem eru einir á ferð inni í hópinn með öllum tiltækum ráðum. Það er aldrei að vita hvort sá sem kemur einn á sína fyrstu æfingu endi síðan uppi sem Íslandsmeistari þegar upp er staðið. Það þarf því að halda þessum einstaklingi við efnið, annars velur hann eitthvað annað. Það sama á við um stelpur. Þær verða að vera saman á æfingum, helst að hafa sér stelpuæfingar, og fá vinkonur til að koma saman á æfingar. Mín reynsla er sú að til lengri tíma litið sé best að halda stelpuhópnum ávallt saman á æfingum, þrátt fyrir að getumunur sé til staðar. Stelpur vilja vera saman – það er bara þannig,“ segir Hlynur Geir Hjartarson. Leikur, fjör og gaman

Texas Scramble

Leggðu áherslu á leiki á æfingum, það verður að vera fjör og gaman.

Texas Scramble er frábær leið til þess að ná nýjum kylfingum inn í íþróttina. Fjögurra manna Texas Scramble er góð leið. Það þarf ekki nema eitt gott pútt hjá nýliðanum til þess að hann eða hún brosi allan daginn.

Áskoranir og keppnir Börn hafa gaman af áskorunum, vippog púttkeppnir eru alltaf vinsælar. Drævkeppnir eru einnig stórkostlega skemmtilegar.

Spila golf Kylfingar vilja leika golf úti á velli og krakkar eru engin undantekning. Það er því mikil­vægt að nýta sem flest tækifæri til þess að fara út á völl að spila með börnunum.

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fjölbreytni og skemmtun

Stuttar lotur og fjölbreytni Fjölbreytni er lykilatriði á æfingum. Ekki hafa loturnar of langar. Það er of langur tími að slá í hálftíma með 9-járni.

Einfaldleikinn virkar Golf er mjög tæknilega erfið íþrótt. Það þarf því að gera hana eins einfalda og hægt er til

að byrja með – og reyndar út allt lífið. Þetta er ekkert flókið.

Liðakeppni og búningar Krakkar vilja vera í liði og finnst fátt skemmti­legra en að vera í liðsbúningi. Það er mikilvægt að búa til slíka stemmningu. Liðakeppnir eru málið.

Stuttar brautir – gullteigar Það er mikilvægt að börnin upplifi golf­ völlinn sem viðráðanlegt verkefni. Þegar þau leika golf eiga þau að tía boltann upp í upphafshögginu á þeim stöðum þar sem þau eiga möguleika á að ná inn á flöt í tilætluðum höggafjölda. Byrja á 200 metra hælnum á par 5 holu, 150 metra hælnum á par 4 holu og 60-80 metra færi á par 3 holu. Á ýmsum völlum er gullteigar sem eru frábær valkostur fyrir börn, og einnig þá sem eldri eru.

Stærri holur Það er mín reynsla að börnum þykir gaman að glíma við stærri holur (8 tommur). Það eru meiri líkur á því löng pútt fari ofan í. Við erum með nokkrar stórar holur á pútt- og vippflötunum. Börnunum þykir gríðarlega gaman að sjá vippin fara rétta leið. Slíkt eykur sjálfstraust þeirra og golfið verður skemmtilegra.


Golfkortiรฐ 2015 www.golfk ortid.is


Enginn venjulegur nýliði

Ég er með ótakmarkaðan áhuga, spyr endalaust og geri bara það sem þarf að gera og aðrir segja mér að gera. Ég held hins vegar að það sé svolítið viðhorf í golfinu að það þurfi ekkert að gera sérstaklega fyrir nýliða. Það er svolítið gengið út frá því að nýliðar hafi gott bakland í golfinu og aðrir kylfingar sjái um að koma þeim inn í hlutina og styðja þá í sínum fyrstu skrefum. Ég var t.d. ekki svo heppin þótt ég hafi haft marga til að leita ráða hjá.

– Hildur gerir bara skemmtilega hluti og spilar að sjálfsögðu golf

Hildur Njarðvík er enginn venju­legur nýliði í golfíþróttinni. Hún féll fyrir golfinu fyrir tveimur árum og að hennar sögn eru helstu afrek hennar fram til þessa að hafa lækkað í forgjöf í árlegri endurskoðun forgjafar. GR-ingurinn trúir því að því meira sem hún æfir sig því heppnari verði hún í golfinu. Sagan af því þegar Hildur byrjaði í golfi er skemmtileg en hún fór í golfferð með konu sem hún þekkti nánast ekki neitt – og í dag eru þær góðar vinkonur.

„Sumarið 2013 ákvað ég að ég þyrfti að fá sem mest út úr lífinu og gera bara skemmtilega hluti. Ég átti ekkert almennilegt sumaráhugamál eins og skíðin á veturna og þá datt mér í hug golf. Á mínum vinnustað er mjög mikið talað um golf enda margir góðir kylfingar nánir samstarfsmenn. Þeir byrja að tala um golf á vorin, það eru golfkylfur í hverju horni og „loft“ æfingasveiflan er iðulega tekin hvar sem er og hvenær sem er og oftar en ekki í miðju samtali. Maður getur ekki annað en smitast af áhuganum. Í byrjun júní 2013 fékk tölvupóst frá vinnufélaga um golfnámskeið á vegum golfklúbbsins í vinnunni sem átti að hefjast 18. júní. Eftir námskeiðið var ég mjög dugleg að slá bolta á æfingasvæði og í lok sumars prófaði ég að fara hring á „Ljúflingi“ hjá GO. „Ég hafði heyrt að það væri mjög sniðugt að fara í golfkennslu í útlöndum og margar konur hefðu byrjað þannig í golfi. Það kom því ekkert annað til greina en að prófa það

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Enginn venjulegur nýliði

sjálf. Ég hafði hins vegar engan ferðafélaga. Sambýlismaður minn, Sigurður Hrafn Kiernan, hafði ekki tíma til að byrja í golfi með mér og ég átti bara eina vinkonu sem

spilaði golf og hún var búin að vera í golfi í nokkur ár auk þess sem hún gat ekki farið í slíka ferð með mér. Ég spurði því bara allar konur sem mér datt í hug að myndu vilja byrja að spila golf en án árangurs. Það var svo í byrjun árs 2014 að ég hitti tengdamömmu vinar míns á skíðum á Akureyri. Ég spurði hvort hún spilaði golf og ef svo væri hvort hún vildi ekki koma með mér í golfskólaferð til Spánar. Ég hafði hitt hana tvisvar sinnum á tveimur árum þar á undan í örstutta stund. Við þekktumst því mjög lítið og það eru 20 ár á milli okkar. Það kom í ljós að hún hafði í gegnum tíðina spilað svolítið með foreldrum sínum en aldrei farið markvisst í golfið. Hún ákvað


Unidrain Gólfniðurföll Falleg baðherbergi – með niðurfalli frá Unidrain Unidrain hefur hannað nýja og glæsilega lausn. Með því að færa niðurfallið upp að vegg er vandamál vegna vatnshalla úr sögunni. Einnig gerir það baðherbergið fallegt og auðveldar flísalögnina. Ef þið dreymir um nýjar hugmyndir á baðið, þá erum við hjá Tengi með lausnina fyrir þig. Nútímaleg og falleg hönnun frá Unidrain. Komið í verslanir okkar og fáið upplýsingar um Unidrain niðurföllin, í hugum flestra er Unidrain einfaldlega betri lausn.

Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 www.tengi.is tengi@tengi.is • TENGI Smiðjuvegi 76 • Kópavogi Sími 414 1000 • TENGI Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050


Hildur ásamt sambýlismanni sínum, Sigurði, á heitari slóðum í vor.

að ég geti tekið golfið á næsta stig . Í fyrra hafði það að sjálfsögðu áhrif að ég var ein í fjölskyldunni að spila og því gat ég ekki stundað þetta af fullum krafti.“ Maðurinn þinn er einnig að leika golf – er alltaf keppni í gangi ykkar á milli? „Ótrúlegt en satt þá er ekki keppni á milli okkar í golfinu - allavega ekki enn. Við erum hins vegar bæði keppnisfólk og erum á fullu að keppa við okkur sjálf, í að reyna að bæta okkur. Við skráum samt alltaf skorið okkar og berum saman árangurinn.“

Hugsa þarf betur um nýliða í golfinu

bara að skella sér með mér þótt við þekktumst ekki neitt. Við fórum til Husa við Alicante. Þessi ferð varð til þess að það varð ekki aftur snúið og golf varð mitt nýja áhugamál og betri skemmtun er varla hægt að hugsa sér.“

Heillandi að þurfa að hafa fyrir hlutunum Hvað er það við golfið sem heillar þig mest? „Það sem mér finnst skemmtilegast við golfið er hvað það er krefjandi og að maður þarf að hafa fyrir því að sjá árangur. Maður er sífellt að spá og spekúlera í þúsund hlutum. Reyna að skilja hvað það er sem maður er að gera rétt og hvað maður er að gera rangt og hvernig maður getur lagfært hlutina og gert betur. Mér finnst sem sagt heillandi að ég þarf að hafa fyrir því að ná framförum. Auðvitað get ég orðið pirruð yfir því að það gangi illa en það er þá yfirleitt út af því að ég veit ekki hvað það er sem ég er að gera rangt. Það er svolítið í eðli mínu að ég þarf að skilja hlutina og þar er golfið engin undantekning. Þá er golfið auðvitað frábær útivera, góð hreyfing og því fylgir yfirleitt mjög skemmtilegur félagsskapur. Maður kynnist sífellt nýju fólki sem deilir þessu áhugamáli með manni.

Uppáhaldshöggin eru með sandjárninu. Mér finnst t.d. mjög skemmtilegt að lenda fyrir aftan hindrun, s.s. tré, og þurfa að slá yfir hana. Sandjárnið er algjörlega uppáhaldskylfan mín eins og er. 130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Enginn venjulegur nýliði

Lagin við að klúðra glompuhöggunum Hvernig hefur þér gengið að ná tökum á golfinu? Hvað er erfiðast – og hver eru uppáhaldshöggin? „Ég held að þetta sé nú allt á réttri leið. Ég er auðvitað einstaklega áhugasöm og finnst golfið alltaf skemmtilegt - meira að segja líka þegar illa gengur. Erfiðast er að lenda í vandræðum á vellinum sem maður hefur ekki þekkingu til að leysa. Það er líka alveg ótrúlegt hversu oft það gengur bara þokkalega upp að gera bara eitthvað . Þá er ég einstaklega lagin við að klúðra glompuhöggum enda ekki náð að afla mér mikillar reynslu í þeim aðstæðum. Loks er væntingastjórnunin svolítið erfið. Voru einhverjar sérstakar hindranir sem þú þurftir að ryðja úr vegi til þess að taka þá ákvörðun að fara í golfið? Nei, í sjálfu sér ekki. Það þarf auðvitað að reyna að aðlaga golfið fjölskyldulífinu en eftir að maðurinn minn tók þá ákvörðun að byrja í golfi núna í vor þá sé ég fyrir mér Glompuhöggið vafðist ekki fyrir Hildi þegar þessi mynd var tekinn.

Hver eru markmiðin fyrir golfsumarið 2015? „Markmiðin eru einföld og skýr – eins og markmið eiga að vera. Spila eins mikið og ég mögulega get og ná að lækka forgjöfina. Ég mun verðlauna mig með nýju golfsetti þegar ég kemst niður fyrir 25 – hvenær sem það nú verður.“ Hvað væri hægt að gera betur til þess að taka á móti nýliðum í golfi að þínu mati? Ég held að það myndi ekki skaða að hafa betra fræðsluefni/kynningarefni á heimasíðum golfklúbbanna fyrir nýliða eða t.d. á golf.is. Þá veit ég ekki hvort það hefur einhvern tíma verið rætt að koma því fyrirkomulagi á að nýliðum verði gert kleift að sækja golfnámskeið á vegum Golfsambandsins. Áður en þeir ganga í klúbb og byrja að spila vellina þar sem farið verður yfir reglurnar og þeir látnir ná sér í nýliðaforgjöf sem væri raunveruleg 40 forgjöf. Fólk eru oft feimið við að fara á völl með ómarktæka 40 forgjöf. Að þessu leyti held ég að breytingin að láta forgjöfina ráða teigavali sé bara af hinu góða,“ sagði Hildur Njarðvík.


GOLFFERÐIR Á

BELFRY

THE BELFRY RYDER CUP HOSTE VENUE 1985, 1989, 1993, 2001

Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001

Verð frá kr. 139.000 á mann í tvíbýli.

„Belfry er með flottari golfstöðum sem ég hef komið á. Golfvellirnir, gistingin og Ryder sagan. Nú í dauðafæri fyrir íslenska kylfinga með beinu flugi til Birmingham.“ Páll Ketilsson – ritstjóri Víkurfrétta, vf.is og kylfingur.is „Ef þú ert að leita eftir einstakri golf upplifun, þá er Belfry málið. Þetta er draumaferðin.“

„Öll aðstaða á Belfry er til mikillar fyrirmyndar enda allt nýuppgert, barirnir sem og klúbbhúsið með afbrigðum skemmtilegt og þar geta kylfingar fundið alltaf eitthvað fyrir sitt hæfi. Vill fá að þakka GB Ferðum og öllum hópnum fyrir tækifæri til að njóta þessa alls í frábærum félagskap á topp stað … og ég kem örugglega aftur … og aftur …“ Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun

Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri, GB ferðir

Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000


Glæsilegur árangur Íslensku kylfingarnir komu, sáu og sigruðu á Smáþjóðaleikunum

Íslenska landsliðið sópaði að sér verðlaunum í golfkeppninni sem fram fór á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Bæði karla – og kvennaliðið fagnaði sigri í liðakeppninni með yfirburðum. Ísland átti einnig sigurvegarana í einstaklingskeppninni hjá báðum kynjum.

132

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsilegur árangur

Volvo


NÝTT UPPHAF VIÐ KYNNUM NÝJAN VOLVO XC90 VERÐ FRÁ 10.590.000 KR. MADE BY SWEDEN VOLVO.IS

Volvo_XC90_NyttUpphaf_A4_20150531_END.indd 1

3.6.2015 15:57:24


Jafnvægi: Guðrún Brá horfir hér á eftir upphafshöggin á 9. teig.

Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóða­ leikunum en þetta er í 16. sinn sem leikarnir fara fram og í annað sinn sem keppt er á Íslandi. Smáþjóðaleikarnir fóru fram í Reykjavík árið 1997. Gestirnir létu vel af Korpúlfsstaðavelli og umgjörð mótsins – þrátt fyrir að veðrið hafi verið frekar kalt á æfingahringjunum fyrir mótið. Veðrið var með ágætum fyrstu þrjá kepnisdagana en á lokadeginum blés hressilega og hitastigið féll verulega miðað við fyrstu þrjá dagana. „Við stefndum á sigur og erum mjög ánægð yfir að það markmið náðist. Við unnum öll gullverðlaun sem voru í boði. Það sem er enn ánægjulegra er að allir léku mjög gott golf, sér í lagi Kristján Þór Einarsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem léku 72 holur undir pari í heildina. Það er frábær árangur á Korpunni sem er krefjandi völlur. Það var ánægjulegt að taka þátt í leikunum, alltaf gott að fá alþjóðleg verkefni og öll umgjörð hjá ÍSÍ, GSÍ og hjá GR á

Kraftur: Kristján Þór Einarsson slær hér á 10. teig.

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki: Guðrún Brá Björgvinsdóttri, Ísland 287 högg (69-71-70-77) -1 Sophie Sandolo, Mónakó 292 högg (73-73-70-76) +4 Karen Guðnadóttir, Ísland 302 högg (77-73-75-77) +14 Sunna Víðisdóttir, Ísland 303 högg (74-78-76-75) +15 Maria Creus Ribas, Andorra 323 högg (77-88-81-77) +35

Lokastaðan í liðakeppni kvenna: Ísland 584 högg Mónakó 617 högg Lúxemborg 677 högg Liechtenstein 686

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í einstaklingskeppninni: Kristján Þór Einarsson, Ísland 278 högg (68-69-64-77) -6 Sandro Piaget, Mónakó 282 högg (73-71-66-72) -2 Haraldur Franklín Magnús, Ísland 284 högg (68-72-71-73) par Andri Þór Björnsson, Ísland 286 högg (72-70-73-71) +2 Kevin Rigaill Esteve, Andorra 291 högg (71-72-72-76) +7 Andrew Borg, Malta 294 högg (74-70-75-75) +10 Daniel Holland, Malta 302 högg (72-70-80-80) +18

Lokastaðan í liðakeppni karla:

Landsliðshópurinn: Frá vinstri; Björgvin Sigurbergsson aðstoðar­ landsliðsþjálfari, Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari, Karen Guðnadóttir, Sunna Víðisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson, Kristján Þór Einarsson og Ragnar Ólafsson liðsstjóri.

134

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsilegur árangur

Ísland, 554 högg -14 Malta, 585 högg +17 Mónakó, 597 högg +29 Andorra, 606 högg +38 San Marínó, 608 högg +40 Lúxemborg, 621 högg +53 Liechtenstein, 649 högg +81


Korpunni var alveg til fyrirmyndar,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari við Golf á Íslandi eftir að mótinu lauk. Karlaliðið sigraði með 31 höggs mun en liðið lék samtals á -14 en tvö bestu skorin töldu í hverri umferð.

Vallarmet hjá Kristjáni og Guðrúnu Kristján Þór Einarsson sigraði í einstaklings­ keppni karla en hann setti glæsilegt vallar­met á Korpúlfsstaðavelli (Sjórinn/ Áin) á þriðja keppnisdeginum þar sem hann lék á 64 höggum eða -7. Kristján Þór lauk leik á -6 og var hann fjórum höggum betri en Sandro Piaget frá Mónakó. Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson komu næstir á pari vallar og +2. Kvennaliðið sigraði einnig með miklum yfirburðum eða með 33 högga mun. Ísland lék á +8 samtals og Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á -1 samtals í einstaklingskeppninni. Guðrún Brá var þremur höggum betri en Sophie Sandolo frá Mónakó. Karen Guðnadóttir varð þriðja á +14 samtals og Sunna Víðisdóttir varð fjórða á +15 samtals. Guðrún Brá setti vallarmet á fyrsta hringn­ um þegar hún lék á 69 höggum eða -3.

Útsýni: Andri Þór Björnsson slær hér á 14. teig á Korpunni og útsýnið er glæsilegt.

Ferskur, ferskari... ferskastur? Engin aukaefni Enginn viðbættur sykur

100% ferskir ávextir

Góð orka fyrir hringinn Styttri bið á teig Passar í alla golfpoka

GOLF.IS

135


„Ætlum að stækka lesandahópinn“ – Áratugur liðinn frá því að kylfingur.is fór í loftið

„Þetta var búið að vera á teikniborðinu hjá mér í nokkurn tíma þegar ég lét loks verða af því að stofna golfsíðuna Kylfingur.is. Margeir Vilhjálmsson frændi minn á nokkurn þátt í því að það varð að veruleika því snemma árs 2005 sagði hann við mig að nú gæti ég ekki hugsað lengur um þetta. Tíminn væri kominn og hann kom með nafnið til mín,“ segir Páll Ketilsson eigandi Víkurfrétta og golfsíðunnar Kylfingur.is en hún fagnaði áratugsafmæli nú í vor. Páll verður með hljóðnemann á lofti í sumar.

Páll segir að þróunin hafi verið mikil í netheimum á tíu árum og það sé mikil vinna að fylgja henni eftir svo vel gangi. Enginn hafi enn, svo vitað sé til að neinu viti, orðið ríkur af rekstri vefsíðna. „Ég sá ákveðin tækifæri í samþættingu starfsmanna því ég var með ritstjórn og vinnslu á golfblaðinu

136

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætlum að stækka lesandahópinn“

Golf á Íslandi. Það hefur gengið ágætlega en líka haft sína ókosti því það getur verið erfitt að þjóna tveimur herrum, vera með eigin golfmiðil og stjórna öðrum í eigu annarra. Nú hafa orðið breytingar á Golf á Íslandi og ég hættur þar. Þá get ég sett meiri krafta í Kylfing ef svo má segja og hluti

af því er sjónvarpsþáttagerð undir nafni Kylfings.is í sumar. Það er tilraunaverkefni og stefnt að því að gera nokkra þætti í sumar, ég veit hreinlega ekki hve marga því það á eftir að koma í ljós hvernig gengur að vinna þá og eins hvernig gengur að ná í einhverjar tekjur út á þá með auglýsingasölu. Grunnhugmyndin í þáttunum sem verða sýndir á Kylfingi.is og á sjónvarpsstöðinni ÍNN á miðvikudagskvöldum kl. 21.30 er að heimsækja og kynna íslenska golfvelli. Sýna hvað íslenskir kylfingar búa vel í þeim þætti. Það er auðvitað magnað að það skuli vera nærri tuttugu 18 holu vellir og um fimmtíu 9 holu vellir til viðbótar á þessu litla landi. Ég ætla að reyna að heimsækja nokkra í sumar, bæði 18 og 9 holu velli og vonandi taka nettan golfhring um Ísland.“ Ritstjórinn stýrði Golfi á Íslandi í fimmtán ár og hefur einnig í gegnum tíðina komið mikið að sjónvarpsvinnu í fréttum og golfi. „Ég byrjaði tvítugur, rétt eftir stúdentspróf og gjaldkerastarf í Útvegsbankanum, í eigin blaðaútgáfu þegar ég keypti Víkurfréttir



sem þá voru gefnar út hálfsmánaðarlega í Keflavík og Njarðvík. Við hófum strax vikulega útgáfu og hún er þannig enn í dag 35 árum síðar, reyndar mun öflugri, en grunnhugmyndin er enn sú sama, að birta fréttatengt efni um Suðurnesin. Um ári síðar byrjaði ég að vinna fyrir Stöð 2 sem fréttamaður á Suðurnesjum og upp úr því fékk Heimir Karlsson þáverandi íþróttastjóri stöðvarinnar mig í golffréttavinnu fyrir Stöðina. Ég fór síðan í framhaldinu að lýsa erlendum golfmótum á Stöð og síðar Sýn, tók þátt í þáttagerð og í fjórtán ár lýsti ég Íslandsmótinu í höggleik í beinni útsendingu. Það var gríðarlegt átak að senda beint út frá Íslandsmótinu og í raun kraftaverk að það skyldi takast svo vel. Fyrstu árin þegar internetið var ekki eins gott og í dag var oft erfitt að vera með upplýsingar um skor og það sem var í gangi úti á vellinum því skorskráning var ekki kominn í þann gír sem hún er í dag. Það eru ekki mörg ár síðan að þetta fór að virka almennilega.“

Stór kjarni dyggra lesenda Kylfingur.is hefur frá upphafi verið með öfluga fréttamennsku og haldið þeirri stefnu að birta nýjustu fréttir úr íslenska og erlenda golfheiminum á hverjum degi. „Við fylgjumst vel með á mótaröðunum úti og hér heima og reynum einnig að birta klúbbafréttir. Við erum með nokkuð stóran kjarna tryggra lesenda sem lesa margar fréttir á síðunni, mjög margir á hverjum degi. Eftirminnilegt var þegar við sendum fréttamann út til að fylgjast með Birgi Leifi Hafþórssyni þegar hann komst fyrstur Íslendinga inn á Evrópumótaröðina eftir að hafa komist alla leið í úrtökumótunum haustið 2006. Við fórum svo með honum ári síðar til Austurríkis á mót á Evrópuröðinni

Svona leit fyrsta útgáfa af Kylfingur.is út, vorið 2005.

þar sem hann náði 11. sæti. Áhuginn í fréttum hefur á þessum tíma verið lang­ mestur á Tiger Woods en Birgir Leifur hefur verið jafn vinsæll og oft mun vinsælli á Kylfingur.is. Stefnan hjá okkur er að stækka lesenda­ hópinn. Við erum að reyna að finna leið til þess að ná betur til hins venjulega kylfings, „bógí-mannsins“. Hann vill eins og könnun GSÍ haustið 2013 sýndi sjá enn meira af umfjöllun um golfferðir og áfangastaði, þar á meðal íslenska golfvelli og fá smá golfkennslu, svo fátt eitt sé nefnt. Íslenski

Snorri Bergþórsson, kylfingur á Akureyri er blaðamaður á Kylfingur.is.

Páll með myndavélina á Íslandsmótinu í Leirdalnum í fyrra en Valdís Þóra Jónsdóttir sló í golfbílinn hjá Páli.

138

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætlum að stækka lesandahópinn“

meðalkylfingurinn vill spila frekar mikið golf og nennir ekki að æfa mikið. Hann vill bara vera úti á golfvelli í góðu veðri í íslensku sumri og svo þegar það er ekki í boði flykkist hann til útlanda. Við ætlum til dæmis líka að fjalla um golfvelli í útlöndum. Ég hugsa að flestir kylfingar myndu svara á þann veg væru þeir spurðir um hvað væri einna skemmtilegast í golfi, það væri að leika golf í útlöndum, á flottum völlum í góðu veðri, í góðra vina hópi,“ sagði Páll að endingu.


Verkfæri sem hægt er að treysta ! topplyklasett 20 stk

topplyklasett 28 stk

1/2” toppar Skrall 36 tanna Stærðir 8 - 32mm Flott sem áfylling í sett

1/2” 8 - 32mm Skrall Framlengingar Sterk plasttaska vnr ibTgcai2801

vnr ibTgabb2001

4.900

8.900

m/vsk

3.990

m/vsk

fullt verð 11.512

fullt verð 8.500

5.900

m/vsk

m/vsk

9.900

16.900

m/vsk

1.990

m/vsk

topplyklasett 94 stk

verkfærasett 130 stk

1/4” 4 - 14 mm 1/2” 10 - 32 mm bitar og fl. Sterk plasttaska

1/4” - 3/8” - 1/2” Toppar 4 - 32 mm | 5/32” - 1 1/4” Lyklar 8 - 22 mm E toppar, sexkantbitar og fl. Sterk plasttaska

vnr ibTgcai094R

vnr ibTgcai130b

16.900

24.900

m/vsk

fullt verð 21.256

1.990

m/vsk

m/vsk

fullt verð 35.732

verkfærasett 96 stk

snittsett 40 stk

Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm Toppar, lyklar, skrúfjárn, töng Nippillyklar og fl. Sterk plasttaska

blandað sett Tappar 3 - 12mm bakkar 3 - 12mm Vindur og haldarar Sterk plasttaska

vnr ibTgcai9601

vnr ibTJgai4001

21.900

m/vsk

9.204

m/vsk

fullt verð 34.580

m/vsk

Okkar besta verð

7

verkfærataska stál 94 stk Toppar 4 - 32 mm - Lyklar 6 - 24mm skröll, skrúfjárn og margt fleira

39.900

skúffur

sá vinsæli 283 verkfæri

m/vsk

fullt verð 50.617

NÝ VERSLUN Skútuvogi 1, Reykjavík

www.sindri.is / sími 575 0000 Viðarhöfða 6, Reykjavík / Skútuvogi 1, Reykjavík / Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði

177.750 m/vsk


Framtíðin er björt – Ragnheiður Jóns­ dóttir ritstjóri golf1.is „Golf1.is fór í loftið 25. september 2011 og drifkrafturinn bak við þá ákvörðun var mikill golfáhugi þeirra sem standa að golf1.is,“ segir Ragnheiður Jóns­dóttir ritstjóri og eigandi golffréttavefsins golf1.is sem fagnar fjögurra ára afmæli í vor. „Sérstaða golf1.is er að það er sá vefur sem hefur undanfarin fjögur ár verið með mesta fréttamagnið; að meðaltali 9–10 golffréttir á dag á ári. Golf1 er eini golffréttamiðillinn í heiminum sem reglulega skrifar á ensku og þýsku um golf á Íslandi, íslenska kylfinga og Ísland almennt,“ segir Ragnheiður en konur og kvennagolf hafa skipað stóran sess í umfjöllun golf1.is.

Ritstjórinn: Ragnheiður Jónsdóttir ræðir hér við unga kylfinga á Svarf­ hólsvelli á Selfossi.

„Það er meiri umfjöllun um kvennagolf á golf1.is en á öðrum miðlum. Markmiðið er líkt og í golfinu, að bæta sig stöðugt. Viðtökurnar hafa verið góðar frá upphafi og lesendum golf1. is hefurr farið fjölgandi á hverju ári. Framtíðin er björt og golf1.is á bara eftir að stækka.

Lifandi efni og einföld ráð – GolfRásin er nýr golffréttamiðill

„Á haustmánuðum 2014 kom þessi hugmynd í samtali milli okkar félagana. Við vorum að ræða íslenska golfmiðla og þá kom í ljós að við vorum báðir í þeim hugleiðingum að gera eitthvað öðruvísi en þessir hefðbundnu miðlar hér heima,“ segir Sigmundur Einar Másson afrekskylfingur og fyrrum Íslandsmeistari í golfi en hann stendur á bak við nýjan golffréttamiðil – golfrasin.is.

„Við gáfum okkur svo góðan tíma í að móta og vinna úr þeim hugmyndum sem við vildum fara af stað með og í byrjun apríl 2015 fór síðan formlega í loftið. Það sem ýtti okkur áfram í að klára þetta var að okkur fannst vanta meira lifandi efni og skemmti­legar umfjallanir fyrir hinn venjulega kylfing, eins og t.d léttar æfingar eða einföld ráð sem fólk

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi

gerir sér ekkert alltaf grein fyrir. Þetta kemur að sjálfsögðu aldrei í staðinn fyrir að fara til golfkennara en hjálpar þér kannski að æfa inn á milli, býr einnig til meiri fjölbreytileika og þá verður golfið skemmtilegra fyrir vikið. Er það ekki tilgangurinn með þessu öllu? Við leggjum mikla áherslu á létt og skemmtilegt afþreyingarefni, svo lengi sem það er golftengt. Eins og áður segir þá er lifandi efni í forgrunni og þú finnur ekki margar greinar/pistla á síðunni hjá okkur eða stöðuna á mótaröðinni, þú finnur varla hefðbundnar golffréttir. Það er nóg af síðum sem sjá um þau mál og gera það vel. Við bæði deilum og gerum okkar eigið efni, svo lengi sem það er skemmtilegt, fróðlegt eða áhugavert fyrir hinn almenna kylfing. Viðtökurnar hafa vægast sagt frábærar! Kylfingar eru jafnvel byrjaðir að stoppa okkur og ræða um efnið okkar og einnig koma með skemmtilegar hugmyndir

varðandi hvað við ættum að taka fyrir næst. Við sáum tækifæri þarna, það hefur enginn verið að gera þetta áður, og það kom mjög fljótt í ljós að það er mikill áhugi fyrir þessu meðal kylfinga. Við erum einnig komnir með tvo sterka og góða samstarfsaðila í 66°Norður og GoPro sem hafa mikla trú á þessu verkefni og gefa okkur byr undir báða vængi. Við vonum að sjálfsögðu til að GolfRásin verði fyrsta stopp íslenskra kylfinga þegar þeir eru að leita að skemmtilegu golftengdu efni á netinu og stefnum að sjálfsögðu að því. Við erum ennþá að prófa okkur áfram með hvað virkar og hvað ekki og það mun vera í stöðugri þróun. Það eru ótrúlegustu hugmyndir sem flakka á milli okkar félagana og því miður þá náum við ekki að framkvæma nema brot af þeim, margar eru hreinlega of tímafrekar og kostnaðarsamar fyrir okkur í augnablikinu. Ef þú ert í golfbransanum og leitar að skemmtilegri leið til að koma þinni vöru á framfæri þá er um að gera að heyra í okkur hjá GolfRásinni, við erum klárlega mennirnir með skemmtilegustu hugmyndirnar,“ sagði Sigmundur Einar Másson, annar af ritstjórum golfrasin.is.


Fyrir fullkominn dag FRÁBÆR HÖNNUN

ST.TROP

Duravit og helsti hönnuður þeirra, Philippe Starck, kynna „ST.TROP” vatnsgufuklefa sem tekur einungis 1 m2 af gólffleti. Klefinn er tibúin til notkunar á innan við 1 ½ mín. Hitastigið er 40-50°C en loftrakinn er nánast 100%

ST.TROP vatnsgufuklefinn býður uppá fjölbreitt litaúrval.

ST.TROP vatnsgufuklefanum fylgir listrænn kollur sem líkist nútíma skúlptúr.

Slakandi fyrir vöðva og nærandi fyrir húð – allt árið um kring.


Vel heppnaður stelpugolfdagur

Fjölmenni: Mörg hundruð konur nýttu sér tækifærið og fengu góða leiðsögn hjá PGA kennurum.

Stelpugolfdagurinn fór fram mánudaginn 25. maí s.l. og er ljóst að viðburðurinn hefur fest sig í sessi á sínu öðru ári. Stelpugolfdagurinn er samvinnuverkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, ZO•ON, Icelandair Cargo, Íslandsbanka og Eimskips.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnaður stelpugolfdagur


FJÖLPÓSTUR SEMVIRKAR

Staðbundin skilaboð, hægt að velja póstnúmer, hverfi, tegund húsa o.s.frv.

MARKHÓPADREIFÐUR FJÖLPÓSTUR

Viðtakandinn er sérstaklega valinn og þannig líklegur til að bregðast við.

MARKPÓSTUR FYRIR RÉTTA FÓLKIÐ Ódýr og markviss leið til að ná í rétta hópinn.

ERTU ÓÁKVEÐIN/N EÐA ERTU EKKI VISS?

Fáðu tilboð hjá Póstdreifingu fyrir þín skilaboð, hafðu samband í síma 585 8300 eða sendu okkur fyrirspurn á netfangið SALA@POSTDREIFING.IS

PÓSTDREIFING EHF Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300 www.postdreifing.is | postdreifing@postdreifing.is

GOLF.IS

143


Á öllum aldri: Gestirnir á stelpugolf­deginum voru fjölmargir eins og sjá má.

Spenntar: Áhuginn leyndi sér ekki hjá stelpunum við æfingarnar.

Boðið var upp á fría golfkennslu fyrir konur á öllum aldri. Gestir gátu farið í gegnum fimm mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem færir PGA golfkennarar leiðbeindu kylfingum. Mörg hundruð konur nýttu sér tækifærið og reyndu við ýmsar þrautir sem lagðar voru fyrir gestina. Ýmsir vinningar og verðlaun voru í boði fyrir gestina og er hægt að sjá nöfn þeirra sem duttu í lukkupottinn á fésbókarsíðunni Stelpugolf.

Smakkaðu...

„Þetta heppnaðist gríðarlega vel. Við erum að skjóta á að það hafi verið á bilinu 600–700 manns á svæðinu þegar mest var. Um 500 konur skiluðu skorkorti sem dregið var úr – og það voru líka fjölmargir drengir

144

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnaður stelpugolfdagur

sem mættu á svæðið. Þeir fengu að sjálfsögðu að vera með,“ sagði Hulda Birna Baldursdóttir sem er í hópi þeirra sem stóðu að verkefninu. Rétt handtök: Haukur Már Ólafsson PGA kennari leiðbeinir ungri dömu á stelpugolfdeginum.

Inn me ein ek ska no fyr


Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


Sumar­ stemmning á Syðri­ dalsvelli

Aðalsöguhetjan, Tommi, er leikin af Ævari Erni Jóhannssyni. Hann eltir ástina vestur á firði en þar kemur ýmislegt uppá.

– Golfíþróttin í aðalhlutverki í nýrri íslenskri kvikmynd

„Myndin gerist að mestu á Syðridalsvelli og margar sögurnar sem eru sagðar eru sannar. Ég fékk þessa hugmynd eftir að hafa heyrt allskonar sögur af golfvellinum en ég spila ekki golf sjálfur – en gríðarlega margir vinir mínir spila golf,“ segir Snævar Sölvi Sölvason kvikmyndagerðamaður sem frumsýndi á dögunum myndina Albatross þar sem golfíþróttin kemur mikið við sögu. Strákarnir velta fyrir sér aðstæðum til svifvængjaflugs við gömlu ratsjárstöðina á Bolafjalli.

Ég var heppinn að fá marga góða menn og konur í þetta verkefni. Myndin hefur verið tvö ár í vinnslu og við fengum frábæra tökudaga í Bolungarvík sumarið 2013. Ég er viss um að kylfingar eiga eftir að hafa gaman þessari mynd en markhópurinn er vissulega mun stærri – eða bara allir landsmenn. Smákóngurinn Kjartan hefur munað fífil sinn fegurri. Hér les hann yfir hausamótunum á strákunum.

„Þetta er mynd um sumarstemmningu hjá vinahópi og áttavilltum strák að sunnan sem eltir kærustuna sína vestur. Kærastan reddar honum vinnu á golfvellinum í Bolungarvík og er aðalþema myndarinnar samskipti hans við vallarstjórann og kostulega samstarfsmenn,“ segir Sævar í samtali við Golf á Íslandi. „Sveitakeppni GSÍ er rauði þráðurinn í myndinni, og vallarstjórinn leggur allt í sölurnar til þess að falla í kramið hjá GSÍ til þess að fá stóra mótið á Syðridalsvöll. Kannski hefur það tekist í raun og veru því svo skemmtilega vill til að 4. deild karla fer einmitt fram á Syðridalsvelli í sumar,“ segir Snævar.

146

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sumars­temmning á Syðri­dalsvelli

Ævar Örn Jóhannsson leikur áttavillta strákinn Tomma og Pálmi Gestsson leikur vallarstjórann Kjartan. Myndin skartar því þjóðkunnum leikurum í bland við þá sem yngri eru og upprennandi. Á meðal annarra leikara eru Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, Birna Hjaltalín Pálma­dóttir, Guðmundur M. Kristjánsson, Ársæll Níelsson, Gabriela Vieira og Ólafur Halldórsson. Leikstjórinn að gantast við þá Pálma Gestsson og Guðmund Kristjánsson (Mugga) á milli taka. Það var oft hlegið dátt enda kostulegur hópur að vinna við skemmtilegt verkefni.


Átt þú vinning í Kringlunni?

Fjölmargir unnu til verðlauna á Golfdögunum sem fram fóru í byrjun maí í Kringlunni. Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun á þjónustuborðinu í Kringlunni. GSÍ og Kringlan þakka öllum þeim sem tóku þátt og þeim aðilum sem komu að framkvæmdinni. Sigurvegarar: Íslandsmeistari í að halda bolta á lofti: Gísli Sveinbergsson. Verðlaun: Veglegur bikar + 10.000 kr gjafakort frá Kringlunni. Lengsta teighögg kvenna: 1. Helena Kristín, 209 m. Vinningur: 60.000 kr gjafabréf frá Trans-Atlantic og 10.000 kr gjafabréf frá Boss. Bikar frá Meba. 2. Björg Hákonardóttir, 202 m. Vinningur: Ecco golfskór. 3. Anna Huld Óskarsdóttir, 180 m. Vinningur: 20.000 kr gjafabréf frá ZO-ON. Lengsta teighögg karla: 1. Jóhann Már 282 m. Vinningur: 60.000 kr gjafabréf frá Trans-Atlantic og 10.000 kr gjafabréf frá Boss. Bikar frá Meba. 2. Arnór Gunnarsson 280 m. Vinningur: Ecco golfskór. 3. Sigtryggur Aðalbjörnsson 278 m. Vinningur: 20.000 kr gjafabréf frá ZO-ON Nándarverðlaun: 1. Viktor Ingi Einarsson 0,83 m. Vinningur: Ecco golfskór. 2. Viktor Elvar 1,57 m. Vinningur: Ranger Finder fjarlægðarmælir. 3. Björn Viktor Viktorsson 1,11 m. Vinningur: Titleist DT Solo boltar 12 stk. Púttkeppni: Dregið var úr hópi þeirra sem leystu púttþrautina. 1. Elvar Guðmundsson. Vinningur: 50.000 kr gjafabréf frá Úrval Útsýn.

2. Gunnar Þorkels. Vinningur: 40.000 kr gjafabréf frá Trans-Atlantic. 3. Sigurþór Jónsson. Vinningur: Golfpoki frá Ecco.

Vinningshafar í skorkortahappdrætti: Þeir sem tóku þátt í pútt- og teighöggskeppni fóru í pott og dregið var úr þátttakendalista. Inga Engilbertsdóttir / Golfkortið. Vinningshafar eru: Ísak Örn Elvarsson / Aðalsteinn Stefánsson / 5.000 Gullboltakort í Bása. kr gjafabréf hjá Netgolfvörum. Jóhannes Elíasson / Golfhringur Anna Snædís / Golfhringur og fyrir tvo hjá Golfklúbbi Álftaness. golfbíll fyrir tvo á Leirdalsvelli Júlíus Breki / Golfkortið. GKG. Karl Ívar Alfreðsson / Aron Snær Júlíusson / Gullboltakort í Bása. Golfhringur fyrir tvo á Pétur Sólan / Gullboltakort í Kirkjubólsvelli Sandgerði. Bása. Björgvin Franz Björgvinsson / Róbert Leó Arnórsson Golfkortið. / Golfhringur fyrir tvo á Edvard Börkur Óttarsson Kirkjubólsvelli Sandgerði. / Golfhringur fyrir tvo hjá Sigurður Guðfinnsson / Golfklúbbi Álftaness. Golfhringur fyrir tvo á Jaðri Erlingur Snær Loftsson / 5.000 Akureyri. kr gjafabréf hjá Netgolfvörum. Silja Karen Sveinsdóttir / Guðlaug Vilhjálmsdóttir Golfhringur fyrir tvo hjá / Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Álftaness. Golfklúbbi Álftaness. Sólveig Stefánsdóttir / Guðmundur Sigurvinsson / Golfhringur og golfbíll fyrir tvo á Golfhringur og golfbíll fyrir tvo á Leirdalsvelli GKG. Leirdalsvelli GKG. Vignir Már Eiðsson / Golfhringur Guðrún Símonardóttir og golfbíll fyrir tvo á Leirdalsvelli / Golfhringur fyrir tvo á GKG. Kirkjubólsvelli Sandgerði. Vignir Örn Arnarson / Halla Rosenkranz / Golfhringur Golfhringur og golfbíll fyrir tvo á fyrir tvo á Jaðri Akureyri. Leirdalsvelli GKG. Hulda Clara Gestsdóttir / 5.000 Þorbjörg Albertsdóttir kr gjafabréf hjá Netgolfvörum. / Golfhringur fyrir tvo á Höskuldur Þórðarson / Kirkjubólsvelli Sandgerði. Golfkortið.

Veldu íslenskan hugbúnað dk Viðskiptahugbúnaður - Þróaður fyrir íslenskar aðstæður - Öruggur, einfaldur í notkun og veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins - Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu okkar

dk POS afgreiðslukerfið - Hraðvirkt og einfalt í notkun - Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag - Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt

dk Vistun - Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna - Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta dk hugbúnaður

Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is

Íslenskur hugbúnaður í 16 ár

GOLF.IS

147


KYNN I N G

148

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hótel Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar vinsæll valkostur hjá golfhópum


Hjónin Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason eru eigendur Hótels Vestmannaeyja sem hefur notið vinsælda hjá kylfingum sem gististaður – og þá sérstaklega hjá golfhópum sem heimsækja Eyjar.

„Við finnum fyrir miklum áhuga á Vestmannaeyjum og aðsóknin er alltaf að aukast. Golfvöllurinn hér í Eyjum hefur mikið aðdráttarafl enda er þetta einn fallegasti golfvöllur landsins og einstök upplifun að leika á vellinum,“ segir Magnús í samtali við Golf á Íslandi. „Á undanförnum árum hefur mikill vöxtur verið í heimsóknum golfhópa sem eru 8 – 16 kylfingar. Helgarferðir hjá slíkum hópum eru í vaxandi mæli að ná fótfestu og með nýrri hótelbyggingu hér í miðbænum gátum við aukið valkostina í gistirýminu fyrir slíka hópa. Við getum tekið á móti 100 manns í gistingu í 49 herbergjum. Við tókum í notkun 24 ný herbergi s.l. vor og viðtökurnar hafa verið framar vonum. Það er auðveldara með bættum samgöngum í gegnum Landeyjahöfn að taka skyndiákvörðun um að koma til Eyja og leika golf á frábærum velli. Mannlífið hér í Eyjum breytist gríðarlega þegar

ferðamannastraumurinn er í hámarki. Það er fjölbreytt flóra af veitingastöðum og kaffihúsum, nóg um að vera og áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða fyrir eða eftir golfhringinn,“ bætti Magnús við. Á Hótel Vestmannaeyjum er veitingas­ taðurinn „Einsi Kaldi“ sem er opinn frá morgni til kvölds alla daga yfir sumar­ tímann. Vestmannaeyingurinn Einar Björn Árnason, Einsi Kaldi, er metnaðarfullur matreiðslumeistari staðarins. Hann leggur mikla áherslu á rétti frá Vestmannaeyjum. Þar býður hann meðal annars upp á sjávarrétti, en nálægðin við fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega.

Aðspurður segir Magnús að hann hafi lítið getað stundað golfíþróttina sjálfur en hann á mjög góðan útbúnað sem Þorsteinn Hallgrímsson á heiðurinn af. „Ég var á loðnuvertíð á Sigurði VE með Steina Hallgríms árið 2011. Við vorum klefafélagar og hann náði að selja mér gríðarlega gott golfsett. Ég byrjaði aldrei því ég keypti Hótel Vestmannaeyjar og hef ekki haft tíma til þess að spila mikið – en ég á það inni og nýti mér völlinn okkar frábæra við fyrsta tækifæri,“ sagði Magnús. Í sumar verður sérstakt tilboð fyrir kylfinga á Hótel Vestmannaeyjum. Tveir golfhringir og gisting m/morgunmat og aðgangi að heitum potti og gufubaði. Verð kr. 19.000 á mann miðað við tvo í herbergi. Pantanir í síma 481-2900.

GOLF.IS

149


Mæli hiklaust með þessu

– Bjarki Pétursson æfir af krafti í Þýskalandi undir handleiðslu Arnars Más Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness tók þá ákvörðun í vetur að æfa og spila golf í Þýskalandi í sumar. Hann fer í háskóla í Bandaríkjunum í haust og í samtali við Golf á Íslandi segir Bjarki að það hafi í raun ekki verið erfið ákvörðun að dvelja í Þýskalandi undir handleiðslu Arnars Más Ólafssonar golfkennara. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sakna ég þess ekki að keppa í íslenska veðrinu. Ég sakna þess að vera heima að keppa við stráka sem ég þekki vel og auðvitað saknar maður þess að vera heima yfir höfuð. Íslenskt golf er frábært og fannst mér mjög notalegt að komast heim í byrjun júní spila á heimavellinum mínum í Borgarnesi. Bjarki var inntur eftir tildrögum þess að hann endaði í Berlín. „Ákvörðuninn var í rauninni frekar einföld, Arnar Már hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að koma til Þýskalands að æfa við bestu aðstæður. Það var ekki erfitt að taka ákvörðunina – enda frábært að hafa Arnar Má á vaktinni 24/7. Ég vissi hvað hann hefur verið að gera hérna úti með flotta kylfinga sem eru að spila fyrir Berlín Wannsee.“ Upphafið á tímabilinu hefur verið strembið að sögn Bjarka en hann er að breyta nokkrum hlutum í sveiflunni. „Þetta er búið að vera mjög strembið hvað varðar golfið vegna þess að það þurfti að fara í nokkuð miklar breytingar með mig. Ég hef náð að skila inn ágætum skorum af og til þrátt fyrir vandamál í slættinum og púttunum. Þetta hefur allt saman lagast mikið og ég finn mikinn mun á mér. Ég er öruggari að slá hvaða högg sem er og mér líður vel yfir hverju pútti.“ Bjarki leikur í næst efstu deild í klúbba­ keppninni með liðin sínu Berlín Wannsee.

150

GOLF.IS - Golf á Íslandi Mæli hiklaust með þessu

„Það er erfitt að meta styrkleikann á þessari deild en ég tel að þetta sé svipað og háskóladeildar­mót í Bandaríkjunum. Ef ég miða við Eimskips­mótaröðina þá eru þessi mót hér í Þýskalandi með meiri breidd en heima á Íslandi.“ Samstarf Arnars og Bjarka hefur staðið yfir í nokkurn tíma en Arnar var landsliðsþjálfari

þegar Bjarki var valinn í landsliðið. „Ég man þetta nú ekki alveg nákvæmlega en líklega hefur þetta verið í kringum 2007–2008. Arnar var landsliðsþjálfarinn en eftir að hann fór út til Þýskalands var ekki mikið um samskipti hjá okkur. Við þekktumst ágætlega en samstarfið hefur gengið gríðarlega vel í sumar.“

Ekki vanur því að hafa þjálfara alla daga „Frá því ég kom hingað út þá hef ég verið að vinna í mörgum atriðum. Þar má nefna mjaðmasnúningi, opinn kylfuhaus á toppi, veikt grip, opin staða og margt fleira. Þetta eru atriði sem ég hef verið að vinna í frá því í mars. Við erum að komast á gott skrið með þessar breytingar. Fyrir mig er mjög skrítið að vera með þjálfara sem er að „berja á manni“ alla daga, allan daginn. Ég er ekki vanur því en ég treysti Arnari 100% og hefði aldrei farið út í þetta ef svo væri ekki. Bjarka langar að spila á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli en hann á eftir að ákveða hvort hann velur að taka þátt á Opna þýska áhugamannamótinu sem fram fer á sama tíma. Hann mælir hinsvegar með því að íslenskir kylfingar kanni þá möguleika að fara sömu leið og hann er að gera. Ég mæli hiklaust með þessu. Hér er ég að æfa við 100% aðstæður alla daga og í 100% veðri alla daga. Eins og margir hafa haft orð á heima þá verða kylfingar að reyna að koma sér sem mest út í keppnislíkar aðstæður og æfa þar. Samt sem áður er íslenskt golf á mikilli siglingu upp á við. Það verður gaman að sjá hvort þessi leið hjálpi mér að ná mínum markmiðum næstu 5–10 árin. Eina sem ég finn

aðeins fyrir er að það er mjög erfitt að spila sig inn í landsliðið við þessar aðstæður.“ Bjarki fer í Kent State háskólann í Banda­ríkjunum í haust ásamt Gísla Svein­bergs­syni. Það er því margt framundan og að mörgu að hyggja. „Ég er fullur tilhlökkunnar. Aðstæðurnar í Kent State eru mjög flottar og það verður gaman að komast í háskólamótin. Mitt fyrsta markmið er að hjálpa klúbbnum hérna í Þýslandi að komast upp í 1. deildina og ég er með hugann við það verkefni núna. Ég tek mér þriggja vikna hvíld áður en háskóla­golfið byrjar og þá ætla ég að setja mér ný markmið.“


ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA SETTIÐ OG UPPSTOPPAÐA FUGLA?

WWW.GEYMSLA24.IS

GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur


+35 á Þorláksvelli

– markmiðið að gera Íslandsmótið það glæsilegasta sem um getur Undirbúningur er hafinn vegna Íslandsmóts 35 ára og eldri sem fram fer í Þorlákshöfn dagana 16., 17. og 18. júlí. Verið er að lagfæra eitt og annað á vellinum og gera hann þannig að hann verði sem allra bestur þegar mótið fer fram. Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og flatirnar virðast ætla að verða eins góðar og undanfarin ár.

Guðmundur Karl Baldursson, formaður Golfklúbbs Þorlákshafnar segir fjölda félags­ manna þurfa að koma bæði að skipu­lagningu og eins að mótinu sjálfu. Stefnt verður að því að gera mótið eitt það glæsilegasta sem um getur í þessum aldurs­flokki. Mót undanfarinna ára hafi verið misvel sótt og vissulega spili veðrið talsverða rullu í þessu sambandi. Það væri gott ef veðurguðirnir yrðu í góðu skapi þessa daga. Aðspurður sagði Guðmundur Karl vonast til að mótið verði vel sótt, en keppt er í fimm flokkum karla og tveimur flokkum kvenna. „Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum og við vonumst til að fá til okkar stóran hóp í hverjum flokki og að

152

GOLF.IS - Golf á Íslandi +35 á Þorláksvelli

keppni verði jöfn. Mót sem þetta er tilvalið fyrir hjón og pör og barnafólk velkomið þar sem ætlunin er að bjóða börnunum upp á einhverja afþreyingu á meðan foreldrarnir eru í golfi.“ „Golfklúbbur Þorlákshafnar er ekki stór klúbbur og því töluverð vinna að halda úti góðum 18 holna golfvelli á landsbyggðinni með fáa félagsmenn, en það sem bjargar okkur helst er mikill fjöldi aðþrengdra höfuðborgarbúa sem kemur hingað austur til að spila. Margir höfuðborgarbúar eru meðlimir í klúbbnum og sérstaklega höfum við fengið góð viðbrögð við nýliðagjaldinu okkar sem er samtals 45 þúsund krónur fyrir tvö sumur, þ.e.a.s. fyrra árið greiða nýliðar

21 þúsund krónur og seinna árið 25 þúsund krónur. Árgjald í golfklúbbi gerist ekki lægra en þetta,“ segir Guðmundur Karl. „Við erum í viðræðum við nokkra aðila sem við vonumst til að verði með okkur í þessu móti. Þetta eru fyrirtæki og stofnanir sem mögulega hafa hag af að tengjast þessu golfmóti. Það kemur allt í ljós von bráðar, en á meðan höldum við ótrauð áfram við skipulagninguna,“ segir Guðmundur Karl að lokum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Tryggvi Valtýr Traustason úr GSE fögnuðu sigri á mótinu í fyrra sem fram fór í Vestmannaeyjum. Í Eyjum var veðrið í aðalhlutverki alla þrjá keppnisdagana en mikil þoka og úrkoma setti mótshaldið úr skorðum. Upphaflega átti mótið 2014 að vera sameiginlegt verkefni hjá Golfklúbbi Ísafjarðar og Golfklúbbi Bolungarvíkur en vegna vallaraðstæðna var ákveðið að færa mótið með frekar skömmum fyrirvara. Alls hófu 96 kylfingar keppni í Eyjum sem er töluvert meiri aðsókn en árið 2013 þegar mótið fór fram á Hellishólum og 64 kylfingar tóku þátt. Þetta er í fjórða sinn sem Tryggvi fagnar þessum titli svo best sé vitað, (2001, 2005, 2011 og 2014). Ragnhildur fagnaði sigri í fyrsta skipti á þessu móti en Þórdís Geirsdóttir hefur sigrað sjö sinnum á +35 í kvennaflokki – oftast allra.


Golf í Eyjum einstök upplifun

Gisting og golf

Tveir golfhringir og gisting á Hótel Vestmanneyjar m/morgunmat og aðgangi að heitum pottum og sauna Verð: kr. 19.000,- á mann miðað við tvo í herbergi.

Pantanir í síma 481 2900

www.hotelvestmannaeyjar.is

www.gvgolf.is


Þyngdarpunktur: Aftarlega á kylfuhausnum og neðst sem gefur fullkomið boltaflug og eykur fyrirgefningu og stöðugleika

Fyrir slæsara: Þyngd sett á kylfuhælinn á SF Tec týpunni sem minnkar líkurnar á höggum sem snúast til hægri og fara því bæði styttra og lengra af leið. Getur lengt slík högg um 10 metra m.v. venjulegu G30 týpuna

Nýr T9S ötur: ötur: Nýr títan T9S höggfl títan höggfl Sterkara efni og Sterkara efniléttara og léttara sem skilar þynnriþynnri höggflhöggfl eti ogeti og sem skilar meirimeiri boltahraða boltahraða

“Straight Flight Technology”: Tvær týpur af kylfuhaus. SF Tec er hannaður fyrir þá kylfinga sem að slá yfirleitt til hægri af teig

Stillanlegur: 5 stillingar á lofti kylfunnar til að ná réttri hæð á boltafluginu

Sérhannað G30 skaft: Meiri þyngd efst á skaftinu gefur möguleika á þyngri kylfuhaus sem skilar meiri krafti og þ.a.l. aukinni högglengd

©2015 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071


Frá því að PING settu G30 dræverana á markað hafa þeir reglulega verið í efsta sæti yfir mest seldu drævera hvers mánaðar í bæði USA og UK. Ástæðan er einföld, G30 dræverinn fyrirgefur slæmu höggin betur en nokkur annar dræver frá PING ásamt því að hann skilar meiri sveifluhraða og um leið lengri höggum. Trékylfurnar eru knúnar áfram með nýrri tækni sem kallast “Turbulator” (tækni í einkaeigu og því aðeins fáanleg á PING trékylfum) og gerir G30 trékylfurnar að þeim fullkomnustu frá PING til þessa. Litlar upphleyptar rákir ofan á kylfuhausnum minnka loftmótstöðu og tryggja meiri sveifluhraða og um leið lengri högg. G30 dræverinn er að auki með nýjum T9S höggfleti ásamt að vera með 5 mismunandi stillingar á lofti. Við skorum á þig að prófa G30 línuna og finna muninn. Fyrir frekari upplýsingar má kíkja á ping.com eða líta við á næsta sölustað þar sem að þú getur einnig fengið sérmælingu og prufukylfur lánaðar út á völl.


eimskip siglir með golfstraumnum Eimskip hefur í gegnum árin lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og ekki síst í golfi enda hefur golf sannað sig sem frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið dyggur bakhjarl Golfsambands Íslands um árabil og staðið að Eimskipsmótaröðinni með sambandinu. Eimskip óskar kylfingum á öllum aldri ánægjulegra stunda í sumar.

PI PA R \T B WA / SÍ A

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.