Hvernig slær maður svona glompuhögg?
75 ÁRA
1942 - 2017
GOLF.IS 2. TBL. 2017
GOLFVÖRUR VANDAÐAR VÖRUR Á GÓÐU VERÐI
BYRJENDASETT Úrval af byrjendasettum frá MacGregor með poka.
PÚTTERAR EVNROLL eru heitustu pútterarnir á markaðnum í dag. Verð frá 39.900 - 44.900 kr. Sama verð og í USA.
VERÐ FRÁ 29.900 - 79.900 KR
GPS ÚR
VATNABOLTAR 12 bolta pakkar frá Srixon, Titleist, Callaway og Taylor Made
VERÐ 1.950 KR
GOLFPOKAR
Úrval af GPS úrum og fjarlægðarmælum frá Bushnell, Pargate, Tom Tom og Precision Pro.
Vatnsheldir pokar frá Big Max í öllum stærðum og gerðum
GOLFKERRUR Úrval af kerrum frá Big Max og Clicgear, (líka fyrir krakka).
VERÐ FRÁ 19.900 KR
VERÐ FRÁ 24.900 KR
GOLFBUXUR Alberto buxur fyrir dömur og herra. Buxurnar sem kylfingar elska.
PUMA FATNAÐUR Puma fatnaður fyrir dömur og herra. Erum einnig með fatnað frá Puma fyrir krakkana, stráka og stelpur.
VERÐ FRÁ 17.900 KR
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRUR, VERÐ OG GOLFFERÐIR MÁ SJÁ
Á GOLFSKALINN.IS
VERÐ FRÁ 9.800 - 36.800 KR
COBRA KYLFUR Cobra kylfurnar hafa slegið í gegn hjá okkur. Erum með úrval af kylfum frá Cobra fyrir dömur og herra.
GOLFFERÐIR GOLFSKÁLANS HAUST 2017 Hjá Golfskálanum eru í boði: Almennar ferðir, Heldri kylfinga ferðir, Golfskóla ferðir, Helgarferðir, Lengri ferðir, Sérsniðnar ferðir að óskum hvers og eins.
Verð frá kr. 125.500
BONALBA GOLF Alicante
Bonalba er í tæplega 30 mín. akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante og aðeins 20 mín frá miðborg Alicante.
Dags.: 03.10 – 13.10 Verðdæmi, 7 daga ferð með morgun og kvöldmat og ótakmarkað golf aðeins kr. 168.900.
ALICANTE GOLF Alicante
Úrval ferða á tímabilinu 22.09 – 31.10 Vinsælasti áfangastaðurinn á Alicante svæðinu undanfarin 14 ár. Einfaldara og þægilegra verður það ekki. Hótelið staðsett á virkilega flottum golfvellinum, golfbílarnir bíða kylfinga inn á hótelinu Úrval veitingastaða, verslanir og ströndin í göngufæri og miðbær Alicante borgar örstutt frá.
Völlurinn er skemmtilega uppsettur með jafnmörgum par 3, 4 og 5 holum sem gerir völlinn sérlega skemmtilegan og fjölbreytilegan.
ALICANTE GOLF OG BONALBA
TV
EN
NA
Við setjum einnig upp ferðir þar sem byrjað er á Bonalba og farið síðan yfir á Alicante Golf, (eða öfugt). Sem dæmi þá er hægt að taka viku á Bonalba og fara síðan yfir á Alicante Golf í nokkra daga, (stuttur akstur á milli þessara staða). Sendið okkur línu á travel@golfskalinn.is til að fá upplýsingar um mögulegar dagsetningar og verð.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRUR, VERÐ OG GOLFFERÐIR MÁ SJÁ Á GOLFSKALINN.IS
ERTU MEÐ GOLFREGLURNAR Á HREINU? Golfleikur Varðar er kominn á fullt skrið, fimmta golfsumarið í röð. Spreyttu þig á nýjum spurningum og sýndu þekkingu þína á golfreglunum. Taktu hring. Sigurvegarinn hlýtur golfveislu til Spánar fyrir tvo. Því betri árangri sem þú nærð, því meiri líkur á vinningi. Vertu með á golf.vordur.is og þú gætir unnið framlengingu á golfsumarið!
HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR GOLFVERND VARÐAR? Vörður býður kylfingum sérstaka tryggingu gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.
TAKTU ÞÁTT Á golf.vordur.is Stóri vinningurinn í ár er golfævintýri fyrir tvo með Heimsferðum á Novo Sancti Petri á Spáni.
Vörður er traustur bakhjarl GSÍ
Meðal efnis:
14
28
„Ætla að verða betri en Óli bróðir“ – Gylfi Þór Sigurðsson ætlar sér stóra hluti í golfinu þegar fótboltaferlinum lýkur
„Adrenalínið var í botni“ – „Hef aldrei verið í þessari stöðu áður,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir
88 110 Eru Vikar og Þorbjörn þeir einu? – Fámennur hópur örvhentra kylfinga sem hafa sigrað á mótaröð þeirra bestu
Golf í rigningu – Góð ráð fyrir kylfinga sem vilja bæta leik sinn í erfiðum aðstæðum
48
Geggjað gaman í golfi – Elín Anna Viktorsdóttir, átta ára kylfingur úr Leyni, kann svo sannarlega að skemmta sér á golfvellinum
Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
20
Lærdómsríkt – Guðmundur Ágúst sá sjöundi frá Íslandi sem keppir á stóra sviðinu í Evrópu
Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson, Birgir Björnsson, Hörður Geirsson. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl, Eggert Jóhannesson / mbl.is, Kristján Ágústsson og fleiri.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júLí 2017.
MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar
Borgaðu flugið með punktum og peningum Lítill fugl hvíslaði því að okkur að þig langaði í golfferð. Kannski er styttra í grínið en þig hafði órað fyrir. Nú er nefnilega hægt að borga öll flug með blöndu af Vildarpunktum og peningum. Kannaðu punktastöðuna – hver veit nema þú sláir holu í höggi.
Afþreyingarkerfi í hverju sæti.
Hægt að nota og safna Vildarpunktum um borð.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 84291 05/17
DRYKKIR INNIFALDIR
ER STYTTRA Í GOLFFERÐINA EN ÞIG GRUNAR?
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Í vor felldi Golfsamband Íslands niður þá rótgrónu kröfu að mót á vegum sambandsins færu fram á 18 holu golfvöllum. Holufjöldi mótsvalla var þar með gefinn frjáls. Í tilkynningu um þá ákvörðun lét ég hafa eftir mér að þarfir kylfinga og annarra sem hafa áhuga á heilnæmri útivist hafi breyst mikið og muni halda áfram að gera það. Ákvörðun GSÍ vakti talsverða athygli á alþjóðavettvangi. Banda ríska golftímaritið Links Magazine spurði m.a. í fyrirsögn sinni hvort framtíð golfleiksins væri að finna á Íslandi (e. Will Golf‘s Future Emerge from Iceland?). Í greininni segir m.a: „Uppátæki Golfsambands Íslands breyta venjulega litlu um það hvernig Bandaríkjamenn stunda golfið sitt, en í þessu tilviki gæti frumkvæði landsins haft mikla þýðingu fyrir framtíð golfleiksins.“ Við hvaða annað tilefni gætum við lesið viðlíka umfjöllun um golf á Íslandi í útbreiddu bandarísku golftímariti, þar sem þeirri spurningu er varpað fram, grínlaust, hvort lykilinn að framtíð íþróttarinnar sé að finna á eyjunni fögru? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þessi jákvæðu viðbrögð hvöttu okkur til dáða og var lauslega rætt um möguleikann á að halda Íslandsmótið í holukeppni á golfvelli með færri en átján holur í náinni framtíð, enda er holukeppi heppilegasta keppnisfyrirkomulagið fyrir óhefðbundinn holufjölda. Forgjafarútreikningur skiptir engu máli auk þess sem hefðbundin holukeppni er sjaldnast akkúrat 18 holur, henni lýkur yfirleitt fyrr og stundum síðar. Það sama gildir ekki um höggleiksmót og forgjafarreglur standa þessu beinlínis í vegi. Örlögin réðu því að tækifærið gafst fyrr en áætlað var. Íslandsmótið í holukeppni fer fram í Vestmannaeyjum að þessu sinni en eins og flestir vita er völlurinn átján holur. Nokkrar flatir vallarins voru því miður ekki í viðunandi ástandi og vill golfsambandið bjóða sínum bestu kylfingum upp á bestu mögulegu keppnisaðstæður hverju sinni. Upp var því komin snúin staðan, sem í raun getur skotið upp kollinum á hverjum einasta golfvelli landsins, hvort sem það er vegna kals, sjávarseltu eða annarra náttúruástæðna. Þetta þarf ekki að vera eitthvert feimnismál og stundum veitir okkur ekki af meiri auðmýkt gagnvart náttúruöflunum. Mótshaldarar stóðu því frammi fyrir þremur valkostum. Í fyrsta lagi að leika á hinum skemmdu flötum. Í öðru lagi að færa mótið á annan golfvöll og í þriðja lagi að leika færri en átján holur vallarins. Fyrsti kosturinn kom aldrei til greina, því eins og áður segir þá viljum við bjóða upp á bestu keppnisaðstæður hverju sinni. Slæmar flatir falla ekki þar undir. Annar kosturinn krafðist þess að finna hefði þurft annan golfvöll með afar skömmum fyrirvara, sem alls ekki er hlaupið að, auk þess sem kylfingar og golfklúbburinn í Eyjum hefðu orðið fyrir fjárhagstjóni vegna breytinganna. Golfklúbburinn var búinn að fjárfesta mikið í mótinu og margir keppendur búnir að kaupa sér ferðir og gistingu umrædda helgi. Þriðji kosturinn blasti því við og ákveðið var að fækka holunum. Svo því sé haldið til haga þá hefði verið hægt að leika 18 holur, þótt einungis hefðu verið notaðar 13 holur til þess - með því að leika sumar holur tvisvar sinnum. Við ákváðum hins vegar að ganga alla leið í þeim hugmyndum sem við höfðum áður rætt og tókum ákvörðun að Íslandsmótið yrði leikið á 13 holum. Það er ekkert leyndarmál að gripið var til þessa ráðs vegna ástands tiltekinna flata á vellinum og eins og áður segir þarf það ekki að vera neitt feimnismál. Þótt kringumstæðurnar hefðu mátt vera aðrar
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
þá breytir það ekki því að hugmyndin að baki er góð. Það hefur því verið undarlegt að lesa gagnrýni þeirra sem telja hugmyndina um sveigjanlegan holufjölda góða en telja á sama tíma rangt að hrinda henni í framkvæmd vegna vallaraðstæðna. Full ástæða er til að benda á að hugmyndafræðin að baki sveigjanlegum holufjölda snýr einmitt að því að leysa vandamál sem upp geta komið. Það má reyndar segja að ákvörðun um að halda 13 holu golfmót á fullkomnum 18 holu velli sé í raun glórulaus því þá væri hugmyndinni einungis hrint í framkvæmd, hugmyndarinnar vegna. Viðbrögð kylfinga við þessari nýbreytni voru misjöfn og voru nokkrir ósáttir við hugmyndina. Það er vel skiljanlegt. Golfíþróttin hefur verið leikin með íhaldssömum hætti um langa hríð og breytingar geta verið umdeilanlegar og kallað fram sterk viðbrögð. Það er engu að síður áhugavert að horfa til þess að í sögulegu samhengi hefur 18 holu golfleikur einungis verið ríkjandi í um fjórðung af sögu golfíþróttarinnar. Golfsambandið og Golfklúbbur Vestmannaeyja gerðu sitt besta í snúinni stöðu, með skömmum fyrirvara, og ákváðu að breyta vandamáli í tækifæri. Rétt er að velja gæði umfram magn og þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir holufjöldinn ekki öllu máli. Sá kylfingur sigrar, sem best leikur. Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands
Skin og skúrir – Hvernig er staðan hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims?
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppt á alls tíu mótum á LPGAmótaröðinni á þessu ári. Mótaröðin er sú sterkasta í veröldinni og Ólafía Þórunn er fyrsti íslenski kylfingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á stóra sviðinu í Bandaríkjunum. Það sem af er tímabilinu hefur Ólafía náð bestum árangri á móti í febrúar í Ástralíu þar sem hún endaði í 30. sæti. Hún hefur náð í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum og á einu móti komst hún í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir 54 holur. Á sex mótum hefur hún ekki komist í gegnum niðurskurðinn. Þegar þetta er skrifað hafði Ólafía nýverið dregið sig úr keppni á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið vegna meiðsla í öxl. Hún gaf einnig frá sér eitt mót á LPGAmótaröðinni 15.-18. júní. Á stigalista LPGA var Ólafía Þórunn í 130. sæti þann 15. júní sl. Hún þarf að vera á meðal 100 efstu til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem eru í sætum 101-125 í lok tímabilsins fá takmarkaðan keppnisrétt á næsta tímabili en þurfa samt sem áður að fara í gegnum úrtökumótið í desember.
Árangur Ólafíu á árinu: 8. júní: Manulife LPGA: (73-70) 143 högg (-1) / komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2. júní: ShopRite LPGA: (73-74) 147 högg (+5) / komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 25. maí: LPGA Volvik: (69-71-75-70) 285 högg (-3) / 56. sæti (340.000 kr. í verðlaunafé). 18. maí: Kingsmill / JTBC: (73-73) 146 högg (+2) / komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 27. apríl: Volunteers/ JTBC: (74-67-79) 220 högg (+7) / (300.000 kr. verðlaunafé). *Á þessu móti var skorið niður tvívegis og komst Ólafía ekki í gegnum lokaniðurskurðinn. 12. apríl: LOTTE / HERSHEY (76-75) 151 högg (+7) / komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 23. mars: KIA Classic: (73-74) 147 högg (+3) / komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 16. mars: Bank of Hope: (69-72) 141 högg (-3) / komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 16. febrúar: ISPS Ástralía: (72-74-71-75) 292 högg / 30. sæti (930.000 kr. verðlaunafé). 26. janúar: Pure Silk Bahamas: (71-68-77-71) 287 högg (-5) / 69. sæti (286.000 kr. verðlaunafé).
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Sögulegur árangur
– Birgir Leifur með besta skor allra tíma hjá Íslendingi á erlendri grundu Skor Skagamannsins Birgis Leifs Hafþórssonar á Áskorendamótinu í Belgíu dagana 8.-11. júní er væntanlega sögulega gott á íslenskan mælikvarða. Eftir því sem best er vitað er um að ræða besta skor Íslendings á 72 holum á erlendri grundu. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Birgir lauk leik á mótinu á samtals sextán höggum undir pari vallarins en hringina fjóra lék hann alla undir 70 höggum: 69, 68, 69 og 66. Metið átti Birgir sjálfur en hans besta skor á 72 holum erlendis var 15 högg undir pari á móti á Áskor endamótaröðinni á Kanaríeyjum árið 2015. Sveitungi Birgis, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefur einnig leikið á 15 höggum undir pari erlendis. Það gerði Valdís þegar hún hafnaði í 2. sæti á lokaúrtökumót inu fyrir Evrópumótaröðina seint á síðasta ári. Valdís spilaði reyndar fimm hringi á úrtökumótinu og samanburður þar af leiðandi örlítið skakkur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék samtals á 12 höggum undir pari á lokaúrtökumótinu fyrir bandarísku mótaröðina seint á síðasta ári. Til að kóróna árangur sinn þá náði Birgir Leifur ótrúlegri skorpu á þriðja hringnum þar sem hann fékk þrjá fugla í röð og sló síðan draumahöggið í kjölfarið. Sem sagt, þrír fuglar í röð og hola í höggi.
GOLF.IS
11
Landslið Íslands keppa á EM um miðjan júlí:
Fjórir nýliðar í landsliðum Íslands Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið eftirtalda kylfinga sem keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í júlí. Um er að ræða landslið karla og kvenna. Ekki er hægt að velja atvinnukylfinga í þessi landsliðsverkefni. Fjórir nýliðar eru í landsliðunum, tveir í karlaliðinu og tveir í kvennaliðinu. Bæði landsliðin keppa í efstu deild um Evrópumeistaratitilinn og keppa þau um miðjan júlí í Austurríki og Portúgal. Kvennalandsliðið keppir dagana 11.–15. júlí á Montado Resort í Portúgal. Liðið er þannig skipað: Anna Sólveig Snorradóttir (GK)(1995) Berglind Björnsdóttir (GR)(1992) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) (1994) Helga Kristín Einarsdóttir (GK)(1996) Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)(1997) Saga Traustadóttir (GR) (1998) Liðsstjóri kvennaliðsins er Björgvin Sigurbergsson, yfirþjálfari hjá Keili í Hafnarfirði. Helga Kristín og Saga eru nýliðar en aðrir leikmenn hafa keppt áður fyrir landsliðið. Meðalaldurinn í kvennalandsliðinu er 21,6 ár. Berglind Björnsdóttir er elst, fædd árið 1992, og Saga Traustadóttir er yngst, fædd árið 1998. Signý Arnórsdóttir og Sunna Víðisdóttir voru í liðinu, sem keppti á EM hér á landi á Urriðavelli í fyrra, ásamt Önnu, Berglindi, Guðrúnu og Ragnhildi.
Helga Kristín Einarsdóttir, GK. Mynd/seth@golf.is
Tveir nýliðar eru í karlalandsliðinu sem keppir 11.–15. júlí á Diamond-vellinum í Austurríki. Liðsstjóri verður Arnór Ingi Finnbjörnsson. Fannar Ingi Steingrímsson og Henning Darri Þórðarson eru nýliðar í landsliðinu en meðalaldurinn er líkt og hjá kvennaliðinu 21,6 ár. Rúnar Arnórsson er elstur, fæddur 1992 og Fannar Ingi og Henning Darri eru þeir yngstu en þeir eru báðir fæddir árið 1998. Aron Snær Júlíusson (GKG) (1996) Bjarki Pétursson (GB) (1994) Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) (1998) Gísli Sveinbergsson (GK) (1997) Henning Darri Þórðarson (GK) (1998) Rúnar Arnórsson (GK) (1992)
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fjórir nýliðar í landsliðum Íslands
Henning Darri Þórðarson, GK. Mynd/seth@golf.is
Valdís Þóra gæti skrifað nýjan kafla í golfsöguna á Opna bandaríska meistaramótinu:
14
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fyrst á biðlista inn á risamót
Valdís Þóra lék í bráðabana um tvö laus sæti á risamótinu. Valdís Þóra fékk skolla á 1. holu bráðabanans á meðan hinar tvær fengu par. Carly Booth, Caroline Hedwall, Meghan MacLaren og Kelsey MacDonald fengu því öruggt sæti á Trump National Golf Club vellinum í Bedminster í New Jersey dagana 13.-16. júlí 2017. Það er ekki öll von úti enn hjá Valdísi Þóru þar sem hún er fyrsti varamaður inn á þetta risamót sem er eitt af fimm risamótum hvers árs á LPGA / LET Evópumótaröðinni. Í fyrra fékk fyrsti varamaður tækifæri á þessu móti og það eru því einhverjar líkur á því að Valdís Þóra verði kölluð inn í mótið. Ef svo færi yrði hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem fengi tækifæri á einu af risamótunum í atvinnugolfinu. Alls reyndu 1.709 keppendur sig við úrtöku mót fyrir 72. Opna bandaríska meistara mótið. Samkeppnin er því mikil og árangur Valdísar Þóru er gríðarlega góður í því samhengi.
ENNEMM / SÍA /
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, var hársbreidd frá því að komast í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska meistaramótið. Valdís lék á +1 samtals á tveimur keppnisdögum við erfiðar og krefjandi aðstæður á Buckinghamshire-vellinum rétt við London á Englandi í byrjun júní. Aðeins voru fjögur sæti í boði á þessu úrtökumóti. Alls náðu 25 kylfingar að tryggja sér keppnisrétt á risamótinu í gegnum úrtökumótin sem fóru fram víðsvegar um veröldina.
NM81850 Jaguar F-pace A4 Golf
Fyrst á biðlista inn á risamót
NÝR JAGUAR F-PACE
ENNEMM / SÍA /
NM81850 Jaguar F-pace A4 Golf
SPORTJEPPI SEM ÞÚ HEFUR BEÐIÐ EFTIR.
F-PACE er fyrsti hraðskreiði jeppinn í Jaguar-fjölskyldunni. Hér er kominn ótrúlega hagkvæmur sportbíll sem sameinar einstaka fegurð og snarpa aksturseiginleika. F-PACE er afar afkastamikill og með honum er hægt að velja aldrif eða afturhjóladrif og AdSR-gripkerfi sem greinir mismunandi yfirborð til að tryggja hámarksgrip. Hægt er að velja úr mörgum öflugum vélum sem eyða frá 4,7 l/100 km* og losa frá 139 g/km í blönduðum akstri. Í bílnum er rúmgóð 650 l farangursgeymsla auk þess sem fjölhæf 40:20:40 sætaskipanin býður upp á allt að 1.740 l farangursrými. Aukin þægindi eru fólgin í tómstundalyklinum, vatnsheldu armbandi sem læsir og aflæsir F-PACE. Hægt er að hafa það á sér í stað lykils með fjarstýringu. InControl upplýsinga- og afþreyingarkerfið sér svo um afþreyingu og tengingu til að allir njóti hverrar einustu ökuferðar. jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE Bíll á mynd: Jaguar F-Pace R-Sport. Verð frá 8.290.000 kr. * Eldsneytisnotkun miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda í blönduðum akstri.
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
„Adrenalínið var í botni“
– „Hef aldrei verið í þessari stöðu áður“ „Aðstæður voru erfiðar á þessum degi, mikill vindur og smá úrkoma, en völlurinn og flatirnar eru með því besta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Flatirnar voru leifturhraðar og alveg eins og teppi. LET Evrópumótaröðin er með höfuðstöðvar sínar á þessum velli og þarna er allt í hæsta gæðaflokki,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir um þá reynslu sem hún fékk á úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska meistaramótið á Buckinghamshire-vellinum á Englandi. „Styrkleikinn var mikill á þessu úrtökumóti, margir leikmenn sem hafa verið lengi á LET Evrópumótaröðinni. Ég fór í gegnum þetta mót í fyrra og réð ekkert við flatirnar á þeim tíma og ég lék illa. Á þessu móti var ég að spila vel, slá vel og mér leið vel. Þetta er nokkuð krefjandi að leika 36 holur á einum degi með hálftíma hléi á milli hringja - en þetta var eins fyrir okkur allar og bara gaman að þessu.“
Valdís Þóra fór í þriggja manna bráðabana um tvö laus sæti á risamótinu á 9. holu vallarins sem er par 3. Hún lýsir því þannig: „Ég hafði slegið með 5-járninu á báðum hringjunum fyrr um daginn, en vindurinn hafði snúið sér og veðrið var mun verra en fyrr um daginn. Ég var að velta fyrir mér að slá með 4-járni en hafði á tilfinningunni að ég
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fyrst á biðlista inn á risamót
myndi slá langt. Ég viðurkenni það alveg að ég var með adrenalínið í botni áður en ég sló. Í slíkum aðstæðum eru miklar líkur á því að ég slái lengra en ég er vön að gera. Ég hafði aldrei verið í þessari stöðu áður á atvinnumóti að leika í bráðabana um sæti á risamóti. Ég sló því með 5-járninu á pinnann sem var í 165 metra fjarlægð. Ég ýtti boltanum aðeins til hægri og var 15 metrum of stutt á neðri pallinum á flötinni. Það var mikið landslag í flötinni og púttið var erfitt. Ég var með ágætis hraða á púttinu en ég reiknaði ekki nógu mikið með brotinu. Parpúttið fór rétt fram hjá og ég komst ekki áfram, vissulega svekkjandi, en ég gerði mitt besta og á enn möguleika á að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir. Þegar Golf á Íslandi fór í prentun var ekki ljóst hvort Valdís Þóra komst inn á Opna bandaríska meistaramótið sem fyrsti varamaður frá Evrópu. Þær upplýsingar má nálgast á golf.is
Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum
Íslandsmótið í holukeppni leikið á 13 holum Golfsamband Íslands hefur ákveðið, í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja, að fylgja eftir nýlegu afnámi á 18 holna kröfunni úr mótsreglugerðum GSÍ með því að leika 13 holur í stað 18 í KPMG bikarnum – Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer í Vestmannaeyjum 23.–25. júní nk. Þetta verður í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem landskeppni rótgróinnar golfþjóðar fer fram á velli með færri en 18 holur.
Afnám GSÍ á 18 holna kröfunni vakti talsverða athygli í golfheiminum og segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að rætt hefði verið lauslega um að fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að halda Íslandsmótið í holukeppni á velli með færri en átján holur.
BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í holukeppni leikið á 13 holum
„Við ákváðum ásamt Eyjamönnum að láta slag standa núna, frekar en að bíða færis síðar, eftir að nokkrar flatanna í Eyjum virtust hafa mátt þola óvenju mikla sjávarseltu. Við gerum þetta til að hlífa umræddum flötum og af virðingu við keppendur, sem eiga skilið að leika við bestu mögulegu aðstæður. Enn fremur er þetta táknræn aðgerð til að vekja golfhreyfinguna til umhugsunar um það hversu mikla áherslu við eigum að leggja á 18 holur. Þar höfum við tekið forystu á alþjóðavettvangi og finnum fyrir meðbyr vegna þess,“ segir Haukur. Eftir að hugmyndin kom fyrst upp leituðu GSÍ og GV aðstoðar við frekari útfærslu hjá Edwin Roald golfvallahönnuði, sem vakið hefur máls á og leitt umræðu innanlands og utan um að taka aftur upp þann sveigjanlega holufjölda sem áður einkenndi golfleikinn, eins og fram kemur á vef hans, why18holes.com. Niðurstaðan er að brautum nr. 7, 13, 14, 15 og 17 verður sleppt og öðrum endurraðað til að tengja þær sem best saman og að sem flestum leikjum ljúki við skála. Hver leikur verður þannig þrettán holur og honum fram haldið á fyrstu braut vallarins og áfram ef leikar eru jafnir að 13 holum loknum, þar til úrslit fást.
Lærdómsríkt
– Guðmundur Ágúst sá sjöundi frá Íslandi sem keppir á stóra sviðinu í Evrópu „Þetta mót gaf mér mikið og ég lærði helling af þeim sem ég var að keppa gegn. Barsebäck-völlurinn var gríðarlega erfiður á sjálfu mótinu og uppsetningin á vellinum var mun erfiðari en á úrtökumótinu,“ segir GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem keppti á Nordea Masters mótinu í Svíþjóð í byrjun júní.
G v E m 20
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
minn besti kylfusveinn
GPS golf snjallúr sem gefur þér nákvæma vegalengd að hindrunum og holu. Einnig er það frábært heilsu- og æfingaúr með innbyggðum púlsmæli. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s: 577-6000 | www.garmin.is
Guðmundur Ágúst er aðeins sjöundi íslenski kylfingurinn sem fær tækifæri til þess að keppa á sterkustu atvinnumótaröðinni í Evrópu. Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á mótinu með frábærum árangri á úrtökumóti sem fram fór á þessum sama velli. „Völlurinn var lengdur um 1000 metra og allir „pinnar“ voru aftast eða á erfiðum stöðum. Brautirnar þrengdar og þetta var allt saman mjög erfitt. Ég lærði mikið að sjá hvernig aðrir keppendur voru að skora völlinn betur en ég og hvernig þeir gerðu það,“ segir Guðmundur Ágúst en hann lék á -5 á úrtökumótinu þar sem þrír keppendur af alls 124 komust inn á Nordea Masters. „Mér fannst gaman að komast inn í hringinn og vera á æfingasvæðinu að vippa við hliðina á Henrik Stenson og slíkt. Ég hitti aðeins á hann en ræddi ekki mikið við hann, fékk eina mynd með honum og lét það nægja. Ég viðurkenni alveg að ég var aðeins stressaður á sjálfu mótinu en ég er búinn að brjóta ísinn og nú er það undir mér komið að komast í þessa aðstöðu aftur,“ sagði Guðmundur Ágúst en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi mótsins. Hann lék samtals á +11 (79-78) en sigurvegari mótsins, Renato Paratore frá Ítalíu, lék á -11 samtals á fjórum hringjum (68-72-71-70). Eins og áður segir er Guðmundur Ágúst er samkvæmt bestu heimildum aðeins sjöundi íslenski kylfingurinn sem leikur á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Í karlaflokki hafa Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Heiðar Davíð Bragason, GHD og Björgvin Sigurbergsson úr GK leikið á þessari mótaröð. Björgvin fékk boð um að leika á móti í Malasíu á sínum tíma og Heiðar Davíð fékk boð um að leika á
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Opna spænska meistaramótinu eftir sigur á sterkasta áhugamannamóti Spánar á sínum tíma. Birgir Leifur er eini karlkylfingurinn frá Íslandi sem hefur öðlast keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Þrjár íslenskar konur hafa öðlast keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir, GK, var fyrsti íslenski kylfingurinn sem náði því. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GKG, var önnur
í röðinni og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er þessa stundina með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Guðmundur Ágúst hefur keppt á nokkrum mótum í vetur á Nordic Tour mótaröðinni sem fram fer víðsvegar um Evrópu en er samstarfsverkefni golfsambanda á Norðurlöndunum. „Þetta hefur gengið svona upp og ofan en ég er bjartsýnn á framhaldið. Ég fæ tækifæri á nokkrum mótum í sumar og kem heim í Íslandsmótið. Annars er stóra málið að vera í sem bestu ástandi í haust í úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
18 holur
– minna mál með
SAGAPRO Vinsæl vara við tíðum þvaglátum
20%
afsláttur í vefverslun SagaMedica fyrir kylfinga með kóðanum Golf2017
Nokkur góð ráð:
Hvað áttu að borða fyrir golf hring og á meðan þú ert að leika?
Kylfingar velta því oft fyrir sér hvað þeir eigi að borða á meðan þeir leika golf og þá sérstaklega í keppni. Það er ekki sama hvað maður borðar og það skiptir líka máli á hvaða holu kylfingurinn er á hringnum. Hér eru nokkur góð ráð úr ýmsum áttum frá næringarfræðingum. Áður en hringurinn hefst:
Holur 7 – 12.
Próteinrík máltíð (egg, kjöt, fiskur), góð fita (silungur, avókadó, hnetur), einföld en náttúruleg kolvetni (ávextir, grænmeti, baunir, litlir skammtar af hrísgrjónum eða fjölkorna brauði).
Markmiðið á þessum holum er að halda orkustiginu jöfnu með fæðu sem heldur jafnvægi á orkubúskapnum. Rétt blanda af próteinum, kolvetnum og fitu. Heimatilbúnar og þaulhugsaðar próteinstangir eru góður kostur. Samloka úr grófu korni með hnetusmjöri, túnfiski eða kjúklingi er einnig góður kostur. Próteindrykkur með banana getur líka verið fín lausn.
Holur 13 – 18. Holur 1 – 6. Ef kylfingar kjósa að borða á fyrstu sex holunum ætti markmiðið að vera að halda blóðsykrinum stöðugum og ekki missa orkuna. Ávextir á borð við epli, perur og appelsínur eru góður kostur ásamt handfylli af hnetum. Trefjarnar í ávöxtunum og fitan í hnetunum gerir það að verkum að fæðan fer hægt í gegnum meltingarfærin og ástandið verður stöðugt.
Markmiðið á þessum holum er að vera með nægjanlega orku í líkamanum til þess að ljúka hringnum eins vel og hægt er. Einbeitingin þarf að vera í lagi þegar spennustigið eykst og höggin verða erfiðari. Á þessum tímapunkti er mælt með því að borða þurrkaða ávexti sem eru kolvetnarík fæða og íþróttadrykkur (með litlum sykri) er einnig góður kostur. Sumir næringarfræðingar mæla jafnvel með einum svörtum kaffi- eða tebolla til þess að skerpa aðeins á huganum.
Það er óraunhæft að ætla að margir kylfingar geti borðað eins mikið og lýst er hér fyrir ofan. Aðalatriðið er að halda góðu jafnvægi í inntöku próteina, kolvetna og fitu. Harðfiskbiti á fyrri hluta hringsins er góð lausn, próteinstykki, ávöxtur eða hnetur ætti að duga á miðhlutanum og eitthvert smámál sem gefur orku á lokakaflanum er besti kosturinn. Þess ber að geta að nauðsynlegt er að halda vökvabúskap líkamans í góðu horfi með því að drekka nóg af vatni á meðan leikið er. Heimild: GolfDigest.
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað áttu að borða fyrir golfhring og á meðan þú ert að leika?
„Við viljum fleiri PGA golfkennara“ Spennandi nýjungar í golfkennaranámi PGA á Íslandi sem hefst í haust Karl Ómar Karlsson er PGA kennari og starfar hjá Golfklúbbnum Keili. Mynd: seth@golf.is
Golfkennaraskóli PGA á Íslandi hefur útskrifað fjóra árganga með PGAréttindi. Haustið 2017 gefst nýjum nemendum tækifæri til þess að takast á við þetta skemmtilega og fjölbreytta nám.
Kennt verður eftir nýju evrópsku kerfi sem kallast EELS Sú nýjung verður á að nú verður fyrsta önnin opin fyrir alla sem eru 18 ára og eldri og geta lesið og skrifað á ensku. Þetta er ætlað þeim sem starfa í golf klúbbum landsins og geta aðstoðað PGAkennara við æfingar og leiðbeint börnum og unglingum. Þeir sem vilja halda áfram þurfa að uppfylla forgjafarviðmið skólans og standast PAT*
Námið skiptist upp í sex annir. Hver önn er með ákveðið þema og hver önn endar með viðburði. Viðburðir á önnunum eru sem dæmi: leiðbeinendanámskeið á fyrstu önninni (fyrir unga golfleið beinendur 14–16 ára, sem vinna á sumarnámskeiðum klúbbanna) golfmót, golfviðburður fyrir hinn almenna kylfing, golfskóli erlendis og styrktargolfmót fyrir afrekskylfing svo fátt eitt sé nefnt. Golfkennaraskólinn hefst á ný í haust og lýkur að vori 2020. Kennt verður eftir nýju kerfi sem kallast EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þremur þáttum: Kennsla og þjálfun, leikurinn sjálfur og einnig viðskiptahluti golfsins, sem er ávallt
að stækka,“ segir Karl Ómar Karlsson, formaður PGA á Íslandi. Á ensku eru þessir þrír þættir nefndir Teaching and Coaching – the Game – the Industry. „Golfkennaranámið á fyrstu önninni er fyrir þá sem hafa áhuga á að afla sér þekkingar á golfkennslu á grunnstigi, fyrir þá sem vinna í klúbbum, hjálpa við að kenna ungu krökkunum í klúbbnum. Þetta er upplagt fyrir afrekskylfinga og þá sem sjá um æfingar á veturna en vilja ekki fara í allt námið. Námið hefst í september 2017 og því lýkur í desember sama ár. Um er að ræða fjórar lotur eða langar helgar (föstudagur, laugardagur og sunnudagur). Námskeiðið er fyrsti hluti af lengra PGA golfkennaranámi. “ segir Karl Ómar.
Heildarnámið Til þess að verða viðurkenndur PGA golfkennari þarf að fara í nám sem nær yfir þrjú ár. Þar sem kennt er í lotum. Kenndar eru fjórar langar helgar á önn. Viðmið fyrir forgjöf er 7,4 fyrir karla og 10,4 fyrir konur. Skila þarf inn skorkortum PAT* (Playing Ability Test) með golfhringjum spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem árangurinn þarf að vera hámark +15 (karlar af hvítum teigum) og +20 (konur af bláum teigum). Námið er eins og áður segir til þriggja ára og fylgir ströngustu kröfum PGA Europe, sbr. EELS sem er nýtt kerfi í golfkennaranámi sem hefur verið þróað síðustu fimm ár,“ segir Karl Ómar Nánari upplýsingar um námið er að finna á www.pga.is
Davíð Gunnlaugsson PGA kennari gefur nemanda sínum góð ráð.
26
GOLF.IS
F l
l o
eykjavík Laugarnar í R
Fyrir líkaammaa lík
og sál fyrir alla fjölskyl duna
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000
• www.itr.is
„Ætla að verða betri en Óli bróðir“
– Gylfi Þór Sigurðsson ætlar sér stóra hluti í golfinu þegar fótboltaferlinum lýkur
28
GOLF.IS
„Ég gæti alveg tekið upp á því að reyna að komast í landslið eldri kylfinga þegar ég hætti í fótboltanum. Ég fer á kaf í golfið þegar ferlinum lýkur og þetta er stórskemmtileg íþrótt sem ég kann að meta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu í viðtali við Golf á Íslandi.
GOLF.IS
29
Ég æfði í raun aldrei golf eins og Óli Þór, en ég fór á einhver námskeið hjá Keili þegar ég var yngri. Pabbi og Óli hafa í raun kennt mér allt sem ég kann en ég ætla mér að ná betri tökum á þessu og verða betri en þeir báðir Golf í sól og blíðu er heillandi Gylfi Þór velur sér golfdaga þar sem sólin skín og veðrið er gott. Það rignir oft í Swansea þar sem hann hefur búið frá árinu 2014 og við þær aðstæður er Gylfi ekki mikið úti á golfvellinum. „Ég get alveg spilað í rigningu og roki en mér finnst bara miklu skemmtilegra að leika í sól og blíðu. Um leið og sólin fer að skína þá fer ég í golfgírinn. Golfið reynir gríðarlega mikið á hugann og einbeitinguna. Ég get alveg verið pirraður á golfvellinum ef hlutirnir eru ekki að ganga upp. Ég vil slá rétt og koma boltanum þangað sem hann á að fara, ef það er ekki í lagi þá get ég alveg átt það til að pirra mig á því.“
Ég hitti Gylfa Þór á hóteli landsliðsins í Reykjavík tveimur dögum fyrir stórleikinn gegn Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Hann brosti breitt þegar í ljós kom að viðtalið yrði aðeins um golf og það er greinilegt að atvinnumaðurinn er mikill áhugamaður um golfíþróttina. Gylfi Þór kynntist golfinu í gegnum föður sinn, Sigurð Aðalsteinsson, og Ólaf Má bróður sinn sem var í fremstu röð kylfinga á Íslandi í mörg ár. „Ég æfði í raun aldrei golf eins og Óli Þór, en ég fór á einhver námskeið hjá Keili þegar ég var yngri. Pabbi og Óli hafa í raun kennt mér allt sem ég kann en ég ætla mér að ná betri tökum á þessu og verða betri en þeir báðir,“ segir Gylfi Þór en hann er ansi lipur kylfingur og spilar á forgjöf í kringum 3-4. „Það er alltaf mikil keppni í gangi þegar við feðgarnir spilum golf saman. Pabbi er í landsliði eldri kylfinga og er glerharður keppnismaður. Óli bróðir gefur ekkert eftir í keppninni gegn okkur en hann er án efa bestur af okkur þremur. Pabbi æfir líklega mest af okkur og spilar meira en við báðir til samans. Við spilum mest höggleik og reynum að fara 36 holur á dag þegar við erum saman. Það er ekki margir dagar á ári sem við fáum í slíkt enda er mikið að gera
30
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætla að verða betri en Óli bróðir“
yfir vetrartímann hjá mér í fótboltanum. Við mætum eldsnemma á golfvellina í ferðum okkar, hitum upp í klukkutíma fyrir hringinn og síðan er allt lagt í keppnina.“
Stutta spilið er styrkleiki Gylfa Þórs Það er ljóst að Gylfi Þór hefur engan áhuga á því að vera í meðalmennskunni þegar kemur að íþróttum. „Ég á enn mörg ár eftir í fótboltanum en þegar ég hætti í atvinnumennskunni þá fer ég að æfa golfið af miklum krafti. Ég finn á hverju sumri að ég næ betri og betri tökum á golfinu og mig langar að gera meira í framtíðinni.
ÖRYGGI Í EINUM SMELLI Skjáboðinn er nýr hugbúnaður frá Securitas sem gerir þér kleift að kalla eftir aðstoð samstarfsfélaga og senda boð til stjórnstöðvar Securitas með einum smelli
SKJÁBOÐI Einföld öryggislausn fyrir vinnustaði
Kynntu þér Skjáboðann og aðrar öryggislausnir fyrir þitt fyrirtæki securitas.is
securitas@securitas.is
S: 580-7000
var að tryggja sigurinn. Það var skrýtið að sitja með honum og horfa á þetta móment á þessum stað. Ég var með stjörnur í augunum og fannst þetta magnað.“
Púttkeppni á hótelgöngum í landsliðsferðum
Styrkleiki minn eru högg sem eru 120 metrar og nær. Ég vippa vel inn á flatirnar og púttin eru oftast góð. Veikleikinn hjá mér eru upphafshöggin með drævernum, en ég er alltaf að reyna að laga það,“ segir Gylfi Þór en hann slær um 230-240 metra á flugi í upphafshöggunum.
Lék með Adam Scott og Gareth Bale á Bahamaeyjum Gylfi Þór fylgist mikið með golfi í sjónvarpi og þá sérstaklega þegar risamótin fara fram. „Konan er ekki alltaf ánægð með mig þegar ég skipti yfir á golfið síðdegis á sunnudegi. Þetta er fínt sjónvarpsefni á góðum tíma dagsins. Minn maður í golfinu er Ástralinn Adam Scott. Ég fékk að spila með honum á Bahamaeyjum á sínum tíma þegar ég var í Tottenham. Þar spilað ég með Gareth Bale og Scott á svæði sem eigandi Tottenham á. Ég var aðeins stressaður að spila með svona góðum leikmanni en hann var rosalega rólegur og yfirvegaður. Þetta var frábær dagur með Scott. Sveiflan hans er ótrúlega falleg, alltaf sama tempóið og engin átök. Hann hafði sigrað á Masters-mótinu skömmu áður en við hittum hann og í klúbbhúsinu eftir hringinn var verið að sýna pútt á lokaholunni á Masters þegar hann
Það eru töluvert margir í landsliði Íslands sem leika golf reglulega. Má þar nefna Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbein Sigþórsson og Ögmund Kristinsson. Sá síðastnefndi er bróðir landsliðskonunnar efnilegu Ragnhildar Kristinsdóttur úr GR. „Við reynum að spila saman í landsliðs ferðunum ef það gefst tími í það. Á EM í Frakklandi í fyrra var einn frídagur sem nokkrir nýttu í golf en ég gerði það ekki, ákvað að hvíla mig. Við erum alltaf með pútterinn með okkur í ferðunum erlendis og við útbúum golfbrautir á hótelgöngunum. Þá er púttað yfir alls konar gólfefni, flísar, parket og teppi. Það eru heilmikil læti þegar slíkt er í gangi og margir sem hafa sigrað á slíkum mótum.“
Margir vellir í uppáhaldi Hvaleyrarvöllur og Urriðavöllur eru í uppáhaldi hjá Gylfa Þór hér á landi og einnig Vestmanneyjavöllur. „Ég hef alltaf haft gaman af fyrri níu holunum í Hvaleyrinni í hrauninu. Sjöunda brautin sem er par 5 hola er skemmtileg, kannski ekki sú erfiðasta, en það er hægt að ná góðu skori á henni. Mér finnst Urriðavöllur skemmtilegur og þar eru nokkrar holur mjög áhugaverðar, sérstaklega sú 17. sem býður upp á marga möguleika. Mér finnst líka mjög gaman og sérstakt að leika í Vestmannaeyjum. Það er einstakt og útsýnið af vellinum þar er frábært.“ Gylfi Þór hefur leikið á mörgum golfvöllum erlendis og TPC Sawgrass völlurinn í Bandaríkjunum er einn af þeim. „Ég hef leikið þrisvar sinnum á þessum velli þar sem Players meistaramótið fer fram árlega. Að standa á 16. flötinni og horfa yfir á eyjuna
á þeirri 17. er magnað. Áhorfendastúkurnar voru enn uppi þegar ég lék þar síðast og mér fannst það gaman. Flatirnar voru reyndar rosalega harðar og hraðar, og boltinn skoppaði út af 17. flötinni þegar ég sló með fleygjárninu. Þær voru aðeins of hraðar fyrir minn smekk en líklega eru þær svona þegar Players-mótið fer fram. Ég hef einnig spilað á Belfry, Royal Porthcawl í Wales þar sem Opna breska fyrir eldri kylfinga hefur farið fram, Stoke Park, The Grove og Celtic Manor. Allt frábærir vellir en ég á eftir að heimsækja enn fleiri velli í framtíðinni.“
Nákvæmni betri en lengd Landsliðsmaðurinn í fótbolta er ekki mikill græjukall þegar kemur að golfkylfum og öðru slíku. „Ég var eitthvað að spá í að fá mér nýjan dræver og lengja mig aðeins. Ég fór í mælingu en endaði á því að halda mig við gamla Titleist dræverinn minn. Ég slæ um 230-240 metra á góðum degi en ég vil frekar vera nákvæmur og hitta brautina í stað þess að slá aðeins lengra og í kargann. Ég held mig við það sem virkar fyrir mig.“ Í liði Swansea eru nokkrir góðir kylfingar og segir Gylfi Þór að það séu ávallt 4-5 leikmenn í hverju liði sem hafi mikinn áhuga á golfi. „Þetta var svipað hjá Tottenham þegar ég var þar. Hjá Swansea erum við 4-5 sem spilum reglulega. Sænski markvörðurinn Kristoffer Nordfeldt er með svipaða forgjöf og ég.“ Gylfi Þór var kjörinn íþróttamaður ársins 2016 í annað sinn á ferlinum. Hann fylgist vel með árangri íslenskra kylfinga og er sannfærður um að fleiri atvinnukylfingar frá Íslandi eigi eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. „Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur rutt brautina að undanförnu og gefið tóninn fyrir aðra. Það er mikilvægt fyrir yngri kylfinga að sjá að það er hægt að ná alla leið þótt þú komir frá Íslandi. Það er nóg af efnilegum kylfingum á Íslandi sem eiga eftir að fara sömu leið og Ólafía Þórunn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ Í GOLFI 2UNDR herranærbuxurnar hafa fengið ótrúlega góðar viðtökur um allan heim meðal íþróttamanna og þar með talið kylfinga. Einstaklega þægilegar nærbuxur sem gerðar eru úr hágæða efnum með góðri öndun. Það eru tvær línur í gangi hjá okkur, Swing Shift og Gear Shift. Swing Shift eru hannaðar fyrir golf og til daglegra nota. Verð 3.400 kr. Joey Pouch er aðalsmerki 2UNDR. Mjúkur og þægilegur „kengúrupoki” innan á nærbuxunum sem verðmætin eru sett í. Pokinn heldur utan um verðmætin og kemur í veg fyrir „skinn við skinn” núning. Non-Drip-Tip er einstakt rakastjórnunar lag sem gefur mjúka og kælandi tilfinningu.
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætla að verða betri en Óli bróðir“
Gear Shift henta betur fyrir þá sem stunda „líkamlegri” íþróttir eins og hlaup, hjólreiðar, fótbolta, handbolta, körfubolta, fjallgöngur, crossfit og ýmsa líkamsrækt. Verð 3.900 kr.
FYR IR
N OG AUG U SJÓ
NÝ
LÝ S
I
T T Ý N JU N G F RÁ
OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkum ætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS
Einstakt útsýni
Ný íþróttamiðstöð gjörbreytir aðstöðunni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ Fyrir skemmstu var ný íþróttamiðstöð tekin í notkun með formlegum hætti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Nýja húsið er á tveimur hæðum og hefur efri hæðin verið tekin í notkun en á neðri hæðinni verður m.a. æfingaaðstaða fyrir félagsmenn. Sá hluti hússins verður tekinn í notkun síðar. Íþróttamiðstöðin er rúmlega 1000 fermetrar og fullbúin verður aðstaðan eins og hún gerist best á landinu. Gamla klúbbhúsið verður fjarlægt en án efa verður sálin og félagsandinn sem þar ríkti til staðar í nýja íþróttamannvirkinu. Upphafsteigurinn á Hlíðavell hefur verið færður til og er í dag þar sem 13. teigur var áður í gamla skipulagi vallarins. Gamla þriðja holan er í dag sú níunda og gamla fjórða holan er í dag sú tíunda. Golf á Íslandi var á dögunum á Hlíðavelli þar sem enn var unnið að lokafrágangi á íþróttamiðstöðinni. Myndirnar tala sínu máli og útsýnið frá svölunum er engu líkt - eins og sjá má.
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstakt útsýni
Útsýnið úr veislusalnum er engu líkt eins og sjá má á þessari mynd.
Hér er horft inn úr veislusalnum og að aðalinngangi íþrótta miðstöðvarinnar.
Veitingaaðstaðan er stórglæsileg og þar fer vel um gesti.
GOLF.IS
35
Hér er horft upp eftir 10. brautinni að íþróttamiðstöðinni en þessi braut var sú 4. fyrir breytingarnar.
Útsýnið af svölunum þegar horft er til vesturs er stórkostlegt.
Gamla klúbbhúsið hefur þjónað sínu hlutverki vel en það verður rifið og fjarlægt.
Hér er horft upp eftir 18. flötinni í átt að íþróttamiðstöðinni.
ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu ár, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.
B
O
Sm
36
GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstakt útsýni
Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Spennandi áfangastaðir og einstakar golfperlur
KYNNING
Á síðustu misserum hafa fjölmargir Íslendingar lagt leið sína til Búlgaríu og Grikklands til að njóta lífsins og spila golf á óviðjafnanlegum golfvöllum. Icegolf Travel hefur lagt áherslu á að kynna þessar einstöku golfperlur fyrir Íslendingum en um er að ræða nýja og spennandi áfangastaði sem sameina lúxus gistingu, einstaka golfvelli, framúrskarandi þjónustu, fyrsta flokks „spa“, áhugaverða menningu og síðast en ekki síst, frábæran mat.
Búlgaría Thracian Cliffs í Búlgaríu er golfvöllur sem á engan sinn líka. Goðsögnin Gary Player hannaði völlinn og hefur sjálfur haft orð á því að þetta sé magnaðasti golfvöllur sem hann hefur hannað. Farþegar Icegolf Travel hafa tvímælalaust verið á sama máli og Player. Ósjaldan heyrast ummæli eins og „vá – eruð þið að grínast með þennan völl“ og svo verður hann skemmtilegri með hverjum hring. Úlfar Jónsson afreksstjóri GKG lagði leið sína til Búlgaríu síðastliðið vor með hóp kylfinga og var vægast sagt hrifinn af vellinum. „Thracian Cliffs er stórkostlegur golfvöllur þar sem hver braut er listaverk. Hver braut er áskorun sem reynir á útsjónarsemi og leikskipulag, en á sama tíma er völlurinn sanngjarn þannig að kylfingar á öllu getustigi geta notið þess að leika hann og upplifað náttúrufegurðina.“ Völlurinn er vissulega krefjandi en teigaval er fjölbreytt og þar af leiðandi geta allir kylfingar notið þess að spila sanngjarnan völl í umhverfi við Svartahafið sem á engan sinn líka. Farþegum Icegolf Travel gefst jafnframt kostur á að spila tvo aðra frábæra velli, Lighthouse og Black Sea Rama. Báðir vellir eru skemmtilegir og ólíkir strandvellir í frábæru standi. Í Búlgaríu verður enginn svikinn af fjölbreyttu golfi, góðum mat, góðri gistingu og framúrskarandi þjónustu.
38
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kynning
Costa Navarino á Grikklandi trónir á toppi lista um bestu golfsvæði Evrópu. Golfsvæðið skartar einstaklega fallega hönnuðu Westin Resort hóteli og óhætt er að segja að í Grikklandsferðum Icegolf Travel fái farþegar fyrsta flokks lúxus í golfvöllum, gistingu og veitingastöðum. Á svæðinu er tveir framúrskarandi golfvellir, The Dunes Course og The Bay Course. The Dunes er hannaður af Bernhard Langer, fyrrum Ryder Cup fyrirliða og Masters-meistara. Annar hluti vallarins liggur meðfram sjónum sem gefur honum yfirbragð strandvallar og hinn hluti vallarins endurspeglar grískt landslag með ólívu- og sítrónuræktun allt í kring. The Bay Course er hannaður af einum fremsta golfvallahönnuði Bandaríkjanna Robert Trent Jones yngri Völlurinn er styttri en The Dunes en krefst meiri nákvæmni. Vellirnir hafa hvor sinn sjarma, eru mjög skemmtilegir viðureignar og henta öllum kylfingum. Æfingaaðstaðan á golfsvæðinu er sú flottasta sem sést hefur. Icegolft Travel býður upp á vikulegar ferðir til Grikklands og Búlgaríu á haustin og vorin.
Lengri ferðir á vit ævintýranna Fyrir farþega sem geta leyft sér að skreppa frá í lengri tíma eru margir spennandi kostir fram undan. Í nóvember er ferðinni heitið til Suður–Afríku en um er að ræða 20 daga lúxusferð með golfi, safarí, vínsmökkum, skoðunarferðum og innanlandsflugi milli magnaðra staða. Dúbaí – Ras Al Kaimha hefur slegið í gegn sem skemmtileg blanda af golfi og skoðunarferð um borgina, ævintýraferð um eyðimörkina og þeirri mögnuðu upplifun að spila golf á flóðlýstum velli. Jómfrúarferðin til Hua Hin í Taílandi verður farin í upphafi árs 2018 en þar er að finna einn besta völl í Asíu, Black Mountain, ásamt einstakri upplifun af sannri taílenskri menningu. Síðast en ekki síst þá býður Icegolf Travel upp á frábær verð á Reunion-svæðinu á Flórída sem allir áhugasamir um það svæði ættu að kynna sér. Icegolf Travel hlakkar til að kynna ykkur fyrir enn fleiri áfangastöðum þar sem við munum alltaf tryggja val á einstökum golfvöllum, fyrsta flokks gistimöguleikum og skemmtilegri menningu í mat, drykk og afþreyingu. www.icegofltravel.is
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 711081
Grikkland
LYF NÝTTÐ VI MI OFNÆ
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 711081
Of mikið sumar ?
Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Flynise inniheldur virka efnið deslóratadín 5 mg sem er andhistamín. Flynise er ofnæmislyf sem veldur ekki syfju. Það vinnur gegn ofnæmisviðbrögðunum og einkennum þeirra. Flynise dregur úr einkennum ofnæmisnefkvefs (bólga í nefgöngum vegna ofnæmis, t.d. frjónæmi eða ofnæmi fyrir rykmaurum) hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Flynise er einnig notað gegn einkennum er tengjast ofsakláða (ofnæmisviðbrögð í húð). Lyfið er til inntöku og á að gleypa töfluna heila. Ráðlagður skammtur er ein tafla á sólarhring með vatni, með eða án fæðu. Gætið varúðar þegar Flynise er tekið með áfengi. Þú verður að hafa samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki á 7 dögum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Höggið á Bergvíkinni eftirminnilegast – Fannar Ingi fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG í Hveragerði fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni frá upphafi þegar hann lék best allra á Egils Gull mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 19.-21. maí. Fannar lagði grunninn að sigrinum með frábærum öðrum hring þar sem hann lék á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallar.
Aðstæður á Hólmsvelli í Leiru voru frábærar alla þrjá dagana og völlurinn í ótrúlega góðu ástandi eftir veturinn.
Mótið var þriðja mót keppnistímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni. „Þetta er frábær tilfinning og ísinn er brotinn á Eimskipsmótaröðinni,“ sagði hinn 18 ára gamli Fannar Ingi eftir sigurinn. Hvergerðingurinn er á leið í háskólanám í
haust en hann samdi við Troy University í Alabama í Bandaríkjunum. „Ég setti mér markmið að vera í einu af fimm efstu sætunum. Ég náði að spila vel á öðrum hringnum eftir að hafa verið frekar lengi í gang á fyrsta hringnum. Á lokahringnum komst ég að öllum mínum veikleikum og styrkleikum í golfinu. Höggið sem ég man helst eftir á þessu móti var upphafshöggið á Bergvíkinni á öðrum hringnum þar sem ég sló út í fjöruna en boltinn skoppaði af grjóti inn á flötina. Þar hafði ég heppnina með mér.
Fannar Ingi Stein grímsson, GHG, slær hér úr glompu við 11. flötina á Hólmsvelli í Leiru. Mynd/seth@golf.is
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.
DÖMUR
Casual Hybrid Stærðir 36 - 42
ÚTSÖLUSTAÐIR
HERRAR
Hybrid Retro Stærðir 36 - 41
Cage Evo Stærðir 35 – 41
Biom Hybrid Stærðir 40 - 47
Cool 18 Stærðir 39 - 47
Biom Hybrid Stærðir 39 - 47
Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík
Ragnar Már Garðarsson, GKG, slær hér úr glompu við 11. flötina á Hólmsvelli í Leiru. Mynd/seth@golf.is
Verðlaunahafar í karlaflokki á Egils Gull mótinu:
Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd/seth@golf.is
1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (73-67-71) 211 högg (-5) 2. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-68-73) 214 högg (-2) 3.- 4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (69-74-72) 215 högg (-1) 3.- 4. Ingvar Andri Magnússon, GR (71-70-74) 215 högg (-1)
Eins og áður segir lék Fannar hringina þrjá á fimm höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Ragnar Már Garðarsson úr GKG. Hinn 14 ára gamli Dagbjartur Sigurbrandsson og Ingvar Andri Magnússon, báðir úr GR, deildu þriðja sætinu en Ingvar Andri er 17 ára gamall. Á lokahringnum náði enginn að setja mikla pressu á Fannar Inga sem var með 2–3 högga forskot allan hringinn en hann sigraði með þriggja högga mun.
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd/seth@golf.is
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
Hitaveituskeljar
The Queen
The King
Genova
Rafmagnspottar
Heitir pottar.is H ö f ð ab ak k i 1 , v i ð Gu l l i n b r ú | S í mi 777 2000
Berglind sterk í Leirunni – GR-ingurinn stefnir á úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina í haust
Berglind Björnsdóttir úr GR sigraði í kvennaflokki á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Berglind lék lokahringinn á 74 höggum eða +2 við nokkuð krefjandi aðstæður en töluverður vindur var á Hólmsvelli í Leiru á lokadegi mótsins. Berglind lék hringina þrjá á +6 samtals og var hún þremur höggum betri en Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2016. Ragnhildur Kristinsdóttir horfir hér á eftir upphafshöggi á 1. teig á Hólmsvelli í Leiru. Mynd/seth@golf.is
Berglind Björns dóttir úr GR horfir hér á eftir upphafs höggi á 7. teig á Hólmsvelli í Leiru. Mynd/seth@golf.is
„Þolinmæði í skemmtilegum vindi alla daga er það sem lýsir þessu móti hjá mér best,“ sagði Berglind en hún ætlar sér stóra hluti í sumar og haust. Sigurinn hjá Berglindi var nokkuð öruggur en Ragnhildur Kristinsdóttir náði aldrei að setja almennilega pressu á liðsfélaga sinn úr GR á lokahringnum. Ragnhildur var meidd á hné í þessu móti og fór ekkert á milli mála að það háði leik hennar mikið. „Þetta var nokkuð stöðugt hjá mér og ég bætti sláttinn jafnt og þétt allt mótið. Ég er búin að keppa á þremur mótum til þessa og markmiðið er að keppa eins mikið og hægt er í sumar. Í haust ætla ég að fara á úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Ég hef æft vel og mikið í vetur, og í sumar ætla ég að bæta enn frekar við keppnisreynsluna með því að keppa eins mikið og hægt er,“ segir Berglind. Sigurinn á Egils Gull mótinu er sá fimmti á Eimskipsmótaröðinni hjá Berglindi. Hún hefur tvívegis sigrað á Hólmsvelli í Leiru en hún fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni, KPMG bikarnum, í fyrra.
Verðlaunahafar í kvennaflokki á Egils Gullmótinu: 1. Berglind Björnsdóttir, GR (77-71-74) 222 högg (+6) 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (71-78-76) 225 högg (+9) 3. Saga Traustadóttir, GR (77 -78-75) 230 högg (+14)
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
Volvo
volvo v90 cross country awd Keyrðu burt frá erli dagsins. Láttu íslenska náttúru endurnæra þig, fylla þig orku. Á Volvo V90 Cross Country AWD kemstu þangað sem þig langar. Þú færð tímamóta Volvo öryggi, afl og snjalltækni í Volvo V90 Cross Country AWD. Endurnærðu þig, stingdu af á vit ævintýranna. SKOÐAÐU VOLVOCARS.IS INNOVATION MADE BY SWEDEN
Menning Svíþjóðar og samfélagsleg vitund hefur mótað gjörðir okkar frá stofnun Volvo árið 1927. Frá upphafi hefur megináhersla verið lögð á fólk sem hefur leitt af sér einstakar öryggisuppfinningar og áhrifaríkar umhverfisáherslur. Uppfinningar okkar hafa sett Volvo bíla fremsta í öryggi og leitt til lágmarksáhrifa á umhverfið. Við höfum nú sett okkur enn eitt krefjandi markmiðið. Frá árinu 2020 muni enginn slasast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo. Vertu í fararbroddi og veldu öryggi í fremstu röð og bíl þar sem allt hefur verið gert til að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið.
Brimborg
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000
Volvo V90 CC 210x297 Frjals verslun_20170313_END.indd 1
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 • Sími 515 7050
volvocars.is
13/03/2017 11:20
„Ættarmót“ í Leirunni – Ragnheiður keppti á mótaröð þeirra bestu ásamt sonum sínum
Ragnheiður Sigurðardóttir úr GKG keppti á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni á sama tíma og synir hennar, Ragnar Már og Sigurður Arnar Garðarssynir. Það er ekki oft sem slíkt gerist á mótaröð þeirra bestu. Sigurður Arnar er fæddur árið 2002 og er því 15 ára gamall, Ragnar Már er fæddur árið 1995 og er því 22 ára, og Ragnheiður er fimmtug. Sigurður Arnar endaði í 14. sæti af alls 80 keppendum og Ragnar Már varð annar á eftir Fannari Inga Steingrímssyni. Samkvæmt þeim heimildum sem Golf á Íslandi hefur aflað sér þá er þetta í fyrsta sinn sem móðir keppir á Eimskipsmótaröðinni ásamt tveimur börnum sínum. ■■ Guðni Vignir Sveinsson lék á Eimskipsmóta röðinni á sama tíma og dætur hans, Heiða og Karen Guðnadætur.
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ættarmót“ í Leirunni
■■ Sigurður Pétursson lék einnig á Eimskips mótaröðinni á sama tíma og Pétur Óskar sonur hans og Hanna Lilja dóttir hans.
Áttu í sambandserfiðleikum? Hvort sem þú átt maka eða ekki þá gerir öflugt 4G háhraðanet Vodafone líf þitt auðveldara í sumarhúsinu eða á ferðalaginu innanlands í sumar. Þú ert í góðu sambandi með Vodafone til sjávar og sveita, borga og bæja, alltaf. Kynntu þér málið í næstu verslun, á vodafone.is eða hjá umboðsmönnum okkar um land allt.
Vodafone Við tengjum þig
Geggjað gaman í golfi – Elín Anna Viktors dóttir, átta ára kylfingur úr Leyni, kann svo sannarlega að skemmta sér á golfvellinum
Það skiptir miklu máli hvernig börn upplifa fyrstu stundir sínar í golfíþróttinni eða á golfsvæðum. Hér á eftir eru nokkur góð ráð sem PGA-kennarar á Íslandi eru með ofarlega á listanum hjá sér þegar þeir fá börn til sín á æfingar. Skemmtun, góð upplifun og leikur eru lykilorðin frá þeim sem hafa fagþekkinguna. Hin átta ára gamla Elín Anna Viktorsdóttir kann svo sannarlega að skemmta sér í golfinu enda er hún alltaf brosandi, kát og glöð. Golf á Íslandi fékk Elínu Önnu til þess að fara í gegnum nokkur mikilvæg atriði þegar kemur að upphafsárunum í golfíþróttinni. Í samtali við Golf á Íslandi sagði Elín Anna að það ætti alltaf að vera skemmtilegt í golfi, veðrið ætti líka að vera gott að hennar mati, og í lokin ætti alltaf fá hressingu í golfskálanum. Þá væri geggjað gaman í golfi.
SPEQ - KYLFUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA SPEQ eru gæða kylfur fyrir krakka sem koma í fimm mismunandi stærðarflokkum Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
48
GOLF.IS - Golf á Íslandi Geggjað gaman í golfi
SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.
*Við mælum eindregið með harðparketi fyrir þá sem ætla í alvöru að taka 19. holuna heima í stofu.
Taktu 19. holuna heima í stofu *
Hjá Parka færð þú parket sem hentar þér. Burstað, lakkað, olíuborið, reykt, fasað eða hvíttað. Hvernig vilt þú hafa það? Komdu og skoðaðu úrvalið. Við hjálpum þér að velja það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Njóttu Það er best að fara með unga kylfinga út á golfvöll þegar umferðin á vellinum er í lágmarki. Seint á björtu sumarkvöldi. Það má alveg búast við því að barnið vilji endurtaka högg, slá úr skemmtilegum aðstæðum og raka hverja einustu glompu. Eða bara blása á biðukollur. Það er því mikilvægt að njóta stundarinnar en vera ekki með áhyggjur af því að tefja aðra kylfinga sem eru á vellinum.
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi Geggjað gaman í golfi
Leyfðu barninu að ráða ferðinni
Við viljum öll að barnið okkar læri leikinn með réttum hætti. Ef foreldar eru kylfingar sjálfir þá verða ráðleggingar sem barnið fær oft í takt við það sem gerist í skólastofunni - sem er ekki alltaf það skemmtilegasta. Rétt grip er vissulega undirstöðuatriði golfsins en fyrir ungt barn er nægur tími til þess að læra rétt grip. Þumalputtareglan er að fullorðna fólkið er til staðar til þess að gera til þess að styðja barnið í því sem það langar til að gera í golfinu/á golfvellinm. Bentu því á hluti og atriði sem vekja forvitni þess og leiddu það áfram með þeim hætti.
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi Geggjað gaman í golfi
3801-FRE – VERT.IS
Fáðu smá auka kraft í sveifluna
Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.
SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is
Gaman
Það þarf að muna að börn vilja hafa gaman í golfi, og þau leita ekki eftir flóknum útskýringum, leiðbeiningum eða ráðgjöf. Ef 7 ára barn hitti boltann vel þá gætir þú hrósað með því að segja „gott högg“ og þegar það hittir illa er hægt að hrósa með því að segja „góð sveifla“. Ef þú átt nóg af golfboltum sem hafa átt langa lífdaga er góð hugmynd að fara með barnið við vatn á vellinum og slá nokkra bolta í vatnið. Börn elska að sjá boltann fara í vatnið.
54
GOLF.IS
ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
Réttur útbúnaður
Rík wa bre
Það er nauðsynlegt að börn fái frá upphafi réttan útbúnað sem hentar þeim. Helstu mistökin sem gerð eru er að láta börn fá of langar, stífar og þungar kylfur. Með slíkum kylfum sveifla lágvaxnir kylfingar of flatt miðað við hæð þeirra og þeir slá oftast fyrir aftan boltann. Það dugir ekki að stytta kylfur fyrir fullorðna því sveifluhraði barnsins er það hægur að boltinn fer sjaldan á flug. Það er bara alls ekki skemmtilegt fyrir barnið. Það er einfalt að fá ráðleggingar frá PGA-kennurum eða fagfólki í golfverslunum til þess að barnið byrji með réttan útbúnað.
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi Geggjað gaman í golfi
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Ríkulegur búnaður í Platinum Edition: Leður og Alcantara innrétting, leiðsögukerfi með Íslandskorti, 20” RS Spider Platinum álfelgur, rafdrifin GTS sportsæti, stillanlegur forhitari, Bi-Xenon framljós með beygju, BOSE® 665 watta hljóðkerfi, stillanleg fjöðrun (PASM ), hiti í framsætum, 8 gíra sjálfskipting með skiptingu í stýri, Porsche ferðahleðslustöð, Privacy glass (litað gler), tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, samlitir brettakantar, svartir háglans gluggalistar, skriðstillir (Cruise Control), upplýstir sílsalistar, Porsche merki greypt í höfuðpúða, sjálfvirk birtustillingspegla, felgumiðjur með Porsche logo í lit, PCM, Porsche Connect Plus, o.m.fl.
Við hættum ekki að leika okkur af því við verðum gömul. Við verðum gömul af því við hættum að leika okkur.
Porsche Cayenne S E-Hybrid 416 hestöfl | 590Nm tog
Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is
Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00
Hugmyndaflug
Börn eru forvitin og vilja kanna það umhverfi sem þau eru í. Glompurnar heilla yfirleitt alla af yngri kynslóðinni og gulllitaði sandurinn er spennandi. Ef tími gefst til þess að eyða nokkrum mínútum við leik í sandinum hvetur það barnið til þess að slá úr skemmtilegum aðstæðum. Það er hægt að búa til sandhól í glompunni og slá bleika boltann langt út í buskann eins og Elín Anna gerir hér.
58
GOLF.IS
NÝ OG SNJALLARI OCTAVIA KOMIN Í UMFERÐ NÝ ŠKODA OCTAVIA. EINN VINSÆLASTI FJÖLSKYLDUBÍLLINN. Octavia hefur sannarlega slegið í gegn hjá þjóðinni sem sést best á því að hann hefur verið einn vinsælasti fjölskyldubíllinn á Íslandi í mörg ár. Nú kynnum við nýja Octaviu með skarpari línur og snjallari aukabúnað en áður. Sem dæmi færðu 8" snertiskjá og LED dagljós sem staðalbúnað. Verðið á líka sinn þátt í vinsældunum. Komdu og prófaðu einn skemmtilegasta bílinn í umferð. ŠKODA OCTAVIA frá:
3.350.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
www.skoda.is
Veldu eins lítið skotmark og mögulegt er
Þegar við stöndum á teig er mikilvægt að velja skotmark. Það er ekki nægilegt að ætla bara að miða á braut heldur eigum við að velja okkur eins lítið skotmark og við getum. Gott er að velja t.d. tré, fjarlægðarhæl eða eitthvað slíkt sem við einbeitum okkur að. Því minna sem skotmarkið er þeim mun minni skekkja verður í teighöggunum okkar. Á þessari mynd væri t.d. tilvalið að miða þar sem brautarslátturvélin hefur myndað línu á miðju brautar. Myndin er tekin á 1. teig á Hamarsvelli í Borgarnesi.
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Veldu eins lítið skotmark og mögulegt er
Heiðar Davíð Bragason, PGA-þjálfari, gefur góð ráð:
Hvernig slær maður svona glompuhögg? Heiðar Davíð Bragason, PGA-kennari og þjálfari, er einn reyndasti keppniskylfingur landsins. Heiðar varð Íslandsmeistari í golfi árið 2005 á Hólmsvelli í Leiru og er það eini Íslandsmeistaratitill hans til þessa. Heiðar Davíð var í glompu á 11. braut á Hólmsvelli í Leiru þegar Golf á Íslandi náði þessum myndum af kappanum. Hann leysti þetta gríðarlega vel og við fengum Heiðar Davíð til þess að segja frá leyndarmálinu á bak við slík högg. „Þegar ég lendi í stöðu í glompu þar sem annar fóturinn er uppi á bakkanum hef ég aðeins meira bil á milli fótanna og beygi mig aðeins meira niður en venjulega. Þetta geri ég til þess að vera öruggur um að hitta sandinn á undan boltanum.
62
GOLF.IS
Þessi fótastaða minnkar einnig hreyfingu neðri hluta líkamans í högginu. Ég vil takmarka alla hreyfingu á neðri hlutanum í glompuhöggum. Almennt í glompuhöggum vil ég hafa víða eða breiða fótastöðu. Tilfinningin er sú
að ég sé að setjast aðeins niður og ég hef þungann meira á vinstri fæti í gegnum alla hreyfinguna. Boltastöðuna hef ég venjulega rétt innan við vinstri hæl. Í högginu sjálfu snýst þetta bara um að snúa bringunni frá boltanum og skotmarkinu og koma mér þaðan í lokastöðuna. Lokastöðuna vil ég hafa þannig að bringan á mér snýr í átt að skotmarkinu og hendur eru framan við bringuna. Andlitið á kylfuhausnum, eða höggflöturinn, á að snúa í átt að andlitinu á mér. Þetta er grunnt glompuhögg eins og ég framkvæmi það. Ef ég vil fá boltann með hærra boltaflugi eða lægra boltaflugi þá breytist boltastaðan aðeins, kylfuvalið gæti líka breyst og einnig hvar hendurnar enda í lokastöðunni. Kveðja, Heiðar Davíð Bragason, PGA-þjálfari.
GOLF.IS
63
Hvað á ég að gera? – Svörin við stóru nýliðaspurningunum Það eru ýmsar óskrifaðar reglur og hefðir í golfíþróttinni sem lærast smátt og smátt eftir því sem oftar er leikið. Vanir kylfingar eru allir af vilja gerðir að aðstoða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í golfveröldina. Hér eru svörin við mikilvægum spurningum sem nýliðar velta oft fyrir sér áður en þeir fara í golf.
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað á ég að gera?
Hvar á ég að standa þegar aðrir slá? Til hliðar og aðeins fyrir aftan viðkomandi. Og að sjálfsögðu það langt frá að engin hætta sé á því að þú fáir kylfuna í þig. Það þarf að gæta þess að skugginn af þér trufli ekki sjónlínuna hjá þeim sem er að slá og allar óþarfa hreyfingar eða hljóð geta truflað.
Hvert má ég fara með golfkerruna?
Hver byrjar?
Hvenær á ég að slá?
Áður en byrjað er á fyrsta teig er vaninn að henda upp tíi til þess að ákveða hver slær fyrsta höggið. Á öðrum teig slær fyrstur sá kylfingur sem var á fæstum höggum á fyrstu braut. Ef skorið er jafnt breytist röðin ekki. Hins vegar er besta reglan að koma sér saman um það í upphafi að sá sem er tilbúinn að slá teighöggið slái fyrstur. Það sparar tíma og flýtir leik.
Eftir teighöggið á sá sem er lengst frá holunni að slá fyrstur. Það kemur fyrir að sami kylfingur slær nokkur högg áður en röðin kemur að þeim næsta. Hins vegar er ekkert að því að slá á milli högga hjá öðrum ef sá kylfingur er tilbúinn og lætur meðspilara sína vita að hann ætli að slá. Það flýtir leik og er til fyrirmyndar.
Í rauninni út um allt nema inn á teiga, flatir og ofan í glompur. Margir vellir eru með leiðbeiningar um gönguleiðir fyrir kylfinga og vernda þar með viðkvæm svæði. Hafðu í huga hvar næsti teigur er þegar þú gengur inn á flötina og leggðu kerrunni með hliðsjón af því. Það flýtir leik. Ef þú ert með burðarpoka þá gilda sömu reglur en það er í lagi að taka pokann með inn á teiga.
Hvar á ég að leggja kerrunni þegar ég pútta? Við hliðina á flötinni og nálægt göngustígnum að næsta teig. Þú flýtir leik með þessum hætti og þarft ekki að ganga til baka til þess að ná í kerruna eftir að hafa lokið við holuna.
debet | kredit Bókhaldskerfi dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leiti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga. Sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og tækni s.s. með aðlögun að spjaldtölvum og snjallsímum.
Afgreiðslukerfi dk POS er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Sérsniðnar lausnir s.s. tenging við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.
Áskrift Afgreiðslukerfi, Snjalltækjalausnir, skýjalausnir og Office 365 í áskrift. Skoðaðu málið á dk.is dk hugbúnaður ehf Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | dk@dk.is | 510 5800
Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as
Hvernig týni ég ekki boltanum? Horfðu vel á eftir boltanum ef hann fer inn í hátt gras eða torfæru. Finndu eitthvert kennileiti sem gæti leitt þig í rétta átt að boltanum. Golfboltar eru litlir og getur verið erfitt að finna þá eftir slæmt högg.
Hvernig á ég að umgangast golfvöllinn? Kylfur skilja oft eftir sig kylfuför og það er nauðsynlegt að setja torfuna aftur á sama stað. Það fer reyndar eftir því hvar í heiminum maður er staddur en á Íslandi er nauðsynlegt að setja torfið á sinn stað. Á flötunum er mikilvægt að laga boltaför með flatargafli. Teigar eru viðkvæmir og þá sérstaklega á par 3 holum. Það er ágæt regla að taka æfingasveiflur fyrir utan teiginn á par 3 holum.
Hvað geri ég í glompunni? Ef kylfan snertir sandinn áður en þú slærð telst það sem eitt högg. Ekki taka æfingasveiflu í glompunni og ekki leggja kylfuna í sandinn áður en þú slærð. Eftir höggið er gríðarlega mikilvægt að raka förin eftir fætur og kylfu í glompunni og ganga þannig frá að þú gætir viljað slá á þessum stað á ný.
Hvar á ég að standa þegar aðrir pútta? Þar sem þú truflar ekki. Það er að ýmsu að hyggja. Ekki standa beint fyrir aftan kylfinginn eða í púttlínunni fyrir aftan holuna. Það er bannað. Það þarf að gæta þess að stíga ekki í púttlínuna hjá öðrum. Ef sólin skín þá gæti skugginn af þér verið í púttlínunni og þá þarftu að færa þig. Það er í góðu lagi að undirbúa sitt pútt á meðan aðrir gera. Gættu þess að standa kyrr þegar aðrir pútta en það flýtir leik að vera tilbúinn þegar röðin kemur að þér.
Hvenær á ég að merkja boltann á flötinni? Ef boltinn þinn er í púttlínu hjá öðrum á flötinni þarf að merkja boltann og taka hann upp. Ef merkið er enn fyrir þarf að færa það til hliðar og nota púttershausinn til þess að ákveða hversu langt merkið er fært. Það má færa það eins oft til hliðar og þörf er á. En gættu þess að færa það til baka á nákvæmlega sama stað áður en þú púttar.
Hvað á ég að gera við flaggið? Ef boltinn er á flötinni og þú púttar í flaggstöngina þá er það eitt vítishögg. Það er hins vegar í lagi að slá í stöngina ef boltinn er fyrir utan flötina. Ef kylfingar eiga langt pútt eftir er venjan að standa við flaggið og taka það síðan úr þegar boltinn fer af stað. Það er best að taka sér stöðu við hliðina á holunni og gæta þess að skugginn sé ekki í púttlínunni. Þegar þú leggur flaggið niður gættu þess að það sé nógu langt frá og og engin hætta sé á því að aðrir pútti í flaggið. Ekki leggja það niður beint fyrir aftan holuna.
BRAUTARHOLT GOLFVÖLLUR BÓKAÐU HÓPINN
Einstaklega fallegur golfvöllur í 30 mínútna fjarlægð frá miðborginni. Einn af 100 bestu golfvöllum Norðurlanda samkvæmt Golf Digest.
GOLFSKUTLA
Tilvalið að bjóða viðskiptavinum eða starfsmannahópum í golf. Við erum með 8 manna bíl fyrir smærri hópa. Hópurinn getur þá notið þess að skemmta sér saman í Brautarholti. Sendu póst á gbr@gbr.is og við sendum þér tilboð fyrir hópinn.
www.gbr.is | gbr@gbr.is | sími: 566 6045 Golfklúbbur Brautarholts
Golfklúbbur Brautarholts
Golfklubburinn Brautarholti
Tjaldurinn réðst á Arnór Inga
Á Íslandi eru tjaldar algengir varpfuglar á láglendi í öllum landshlutum, einkum í grennd við sjó en sums staðar leita þeir nokkuð inn til lands. Sandfjörur og malarfjörur, grandar og fjörukambar eru helstu varpstaðir tjalda. Yfirleitt raða fuglarnir smásteinum eða skelja brotum í skálina en einnig smákvistum eða þangklóm. Egg í hreiðri eru venjulega þrjú, en stundum fjögur eins og er algengast hjá vaðfuglum. Tjaldseggin eru brún eða gráleit með svörtum rákum og því vel til þess fallin að falla inn í umhverfi sitt. Þau eru mun kringlóttari og snubbóttari í mjórri endann en önnur vaðfuglsegg, sem jafnan eru perulaga. Eggin klekjast út á tuttugu og einum til tuttugu og sjö dögum og skiptast kvenfuglinn og karlfuglinn á að liggja á eggjunum.
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Tjaldurinn réðst á Arnór Inga
Tjaldur er á meðal stærstu vaðfugla, en hann kann einnig vel við sig í glompunum á Hólmsvelli í Leiru. Það fór ekkert á milli mála hjá þeim sem léku 7. braut á Egils Gull mótinu á dögunum að tjaldurinn var lítt hrifinn af því að fá kylfinga of nálægt hreiðrinu í brautarglompunni.
Arnór Ingi Finnbjörnsson sló upphafshöggið í brautarglompuna sem var merkt sem grund í aðgerð vegna hreiðurgerðar tjaldsins. Arnór lét boltann falla rétt við glompuna en tjaldurinn lét vita vel af sér og varði hreiðurstaðinn með því að fljúga ítrekað í áttina að Arnóri
Inga. Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS aðstoðuðu Arnór Inga til þess að hann gæti fengið frið til þess að slá höggið – og þeim var ekki alveg sama um árásir tjaldsins eins og sjá má á þessum myndum.
FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR Golfskálinn býður upp á úrval af græjum sem hjálpa þér með kylfuvalið
Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum. Precision Pro er nýtt merki hjá okkur í mælum og úrum. Þar fer verð og gæði sérlega vel saman. Tom Tom úrin eru að okkar mati með því allra flottasta og besta í GPS úrum.
Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
GOLF.IS
69
Skemmtilegt að keppa á Eimskipsmótaröðinni
Hraðaspurningar
Hornfirðingurinn Óli Kristinn Benediktsson íhugar að skella sér í PGA-nám í haust
„Ég fór fyrst á golfnámskeið heima á Hornafirði þegar ég var 9 eða 10 ára en ég byrjaði að stunda golfið af krafti um fermingaraldurinn. Það sem mér finnst skemmtilegast við golfið er að sjá framfarir á hverju sumri, og ná settum markmiðum. Það er einnig alltaf gaman að spila í góðu veðri í góðum félagsskap,“ segir hinn 25 ára gamli Óli Kristinn Benediktsson úr Golfklúbbi Hornafjarðar. Óli er búsettur á Höfn í Hornafirði en hann er að ljúka námi í félags- og fjölmiðlafræði við HÍ. Óli væri til í að spila með Tiger Woods og Ian Poulter í ráshópi. Hann er einn fárra kylfinga frá Austurlandi sem taka reglulega þátt á mótaröðum GSÍ en hann reynir eftir bestu getu að taka þátt. „Ég hef ekki verið nægilega duglegur við að mæta á Eimskipsmótaröðina en planið er að mæta á nokkur mót í sumar og sjá hvernig það gengur. Það er alltaf skemmtilegt að spila við þá bestu á frábærum völlum víðsvegar um landið. Markmiðið er að bæta sig enn frekar. Ég hef áhuga á að skella mér í PGAkennaranám og verða golfkennari/þjálfari. Í sumar verð ég að vinna á Silfurnesvelli á Hornafirði.“ Styrkleiki Óla Kristins í golfinu er stutta spilið og högg af 80100 metra færi. Hann ætlar að laga upphafshöggin sem hafa ekki verið hans sterka hlið. „Drævin hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og pútterinn á það til að stríða mér á ögurstundu. Þetta þarf ég að laga í mínum leik.“
Óli Kristinn rifjar upp skemmtilega sögu þegar hann var nýbyrjaður í golfi. „Ég sló boltann ofan í holuna af um 180 metra færi og reddaði parinu á þeirri holu þegar ég hélt að allt væri farið í vaskinn. Það var góð tilfinning og eftirminnilegt högg. Það vandræðalegasta sem hefur gerst á golfvellinum var þegar ég þorði ekki að öskra „FORE“ þar sem ég var í mútum og röddin var í algjöru rugli. Ég sló boltann nálægt konu úti á miðjum velli og ég þorði ekki að kalla „FORE“. Sem betur fer fór þetta vel en þetta var óþægileg tilfinning.“ Uppáhaldsgolfvöllur Óla Kristins er Southern Dunes í Orlando. „Sá völlur er ekkert endilega sá lengsti en það er nóg af glompum og öðrum hættum sem gerir hann mjög krefjandi. Völlurinn er fljótur að refsa manni fyrir lítil mistök. Uppáhaldsholurnar hjá mér eru 2. holan á Silfurnesvelli á Hornafirði og Bergvíkin á Hólmsvelli Leiru. Báðar fallegar golfholur. Einnig finnst mér alltaf skemmtilegt að spila 7. brautina á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.
Staðreyndir: Nafn: Óli Kristján Benediktsson. Aldur: 25. Forgjöf: 4,8. Uppáhaldsmatur: Humar og pítsa. Uppáhaldskylfa: 56 gráður. Besta skor í golfi: 72 högg á Silfurnesvelli. Besta vefsíðan: YouTube. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Sjank, það fer alveg með hausinn á manni.
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar
Dræver: TaylorMade SLDR. Brautartré: TaylorMade M1. Blendingur: TaylorMade M1. Járn: TaylorMade Rocket Blades. Fleygjárn: Titleist Vokey. Pútter: Odyssey. Hanski: TaylorMade. Skór: Adidas. Golfpoki: Adidas. Kerra: Sun Mountain, sem er alveg á síðustu metrunum.
Saman finnum við lausnir svo þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu á aðstæðum hverju sinni.
Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
Kraftmikið mótahald LEK
Mjög góð þátttaka hefur verið á Öldungamótaröð LEK á þessu keppnistímabili. Alls verða níu mót á dagskrá í sumar og fram á haustið. Nánari upplýsingar um stöðu mála og stigalista LEK má nálgast á golf.is. Hér eru nokkrar myndir frá Öldungamótaröðinni 2017.
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kraftmikið mótahald LEK
POWER BUG RAFMAGNSKERRAN
PowerBug er sennilega vinsælasta rafmagnskerran á Íslandi síðustu þrjú árin. Hún hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. Hún er sterk og létt með lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur bara 1 kg og dugar minnst 27 holur á hleðslunni. Hægt er að senda hana 10-50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít.
Verð 129.900 kr (123.405 kr til eldri kylfinga)
74
GOLF.IS - Golf รก ร slandi Kraftmikiรฐ mรณtahald LEK
w
Við lögðum af stað með meira. Meira pláss til að gera góða hluti, eiga góða daga, meira af góðum ferðum. Meiri bíl til að treysta á, aflmeiri, hagkvæmari, sparneytnari. Meira af því sem við gerum vel - gert enn betur. Já, og meira til. www.honda.is
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum
Frábær stemmning – Stelpugolfdagurinn tókst gríðarlega vel og margar konur tóku þátt
Stelpugolfdagurinn fór fram samkvæmt venju á öðrum degi hvítasunnuhelgarinnar, 5. júní sl. Að þessu sinni var boðið upp á skemmtilega samverustund með konum á öllum aldri á mörgum stöðum á landinu samtímis og enn á eftir að breiða út boðskapinn á tveimur stöðum til viðbótar síðar í sumar. Stelpugolfdagurinn fór fram hjá GKG í Garðabæ, hjá GA á Akureyri, hjá Leyni á Akranesi og á Reyðarfirði hjá Golfklúbbi Fjarðarbyggðar.
76
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær stemmning
Matur og golf 2017 Hóptilboð fyrir 10—80 manns, Golfklúbbur selfoss ætlar að bjóða upp á frábært tilboð fyrir hópa í sumar. Tilvalið fyrir saumaklúbba, ættarmót, vinahópa, fyrirtæki o.lf. Þetta tilboð hefur gjörsamlega slegið í gegn síðustu árin. Innifalið í hóptilboðinu: 9—18 holur. Fríir æfingaboltar á æfingasvæðið. Samloka og Pepsí/Kristall við komuna á staðinn. Lambalæri með öllu tilheyrandi. Súkkulaði kaka með rjóma og kaffi.
Verð aðeins 5900 kr. á mann. Um að gera að panta þínu dagsetningu sem fyrst! Upplýsingar í síma 482-3335 eða hlynur@gosgolf.is
Velkominn á Svarfhólsvöll
Þær skemmtu sér gríðarlega vel og margar þeirra hafa haft samband og óskað eftir áframhaldandi kennslu. Nokkrar þeirra skráðu sig í klúbbinn á staðnum og við ætlum að fylgja þessu eftir
Hulda Birna Baldursdóttir PGA-kennari og Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, segja að dagurinn hafi heppnast gríðarlega vel um allt land. Hulda Birna var í eldlínunni á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni og þar var búist við eitthvað nálægt 20 konum. „Við hefðum verið sátt með þá tölu en það komu um 70 konur á svæðið strax kl. 11 þegar við byrjuðum. Þær skemmtu sér gríðarlega vel og margar þeirra hafa haft samband og óskað eftir áframhaldandi kennslu. Nokkrar þeirra skráðu sig í klúbbinn á staðnum og við ætlum að fylgja þessu eftir,“ segir Hulda Birna.
BÍLDSHÖFÐA 20
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær stemmning
Sömu sögu er að segja frá Austurlandinu þar sem Andrea stýrði deginum með aðstoð heimamanna. „Dagurinn var flottur, allir mættu á sama tíma, og það voru um 30 konur á öllum aldri sem mættu. Við fórum í gegnum fyrri hluta æfinganna áður en við fengum okkur kaffi og veitingar. Síðan fórum við út aftur og kláruðum. Það voru konur á öllum getustigum mættar, sumar höfðu aldrei snert á kylfu áður - og þetta kveikir vonandi neista hjá einhverjum þeirra,“ sagði Andrea Ásgrímsdóttir.
Síðar í sumar verður Stelpugolfdagur hjá Golfklúbbi Borgarness og á Vestfjörðum. Nánari upplýsingar má nálgast á fésbókarsíðu Stelpugolfsins.
Hinn tvítugi örvhenti kylfingur fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni
Vikar Jónasson fagnaði sínum fyrsta stóra sigri á ferlinum vel og innilega á 18. flötinni á Hamarsvelli. Mynd/seth@golf.is
Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni á Hamarsvelli fyrstu helgina í júní sl. Mótið var jafnframt fjórða mótið á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. Vikar Jónasson úr GK tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni með fugli á lokaholunni. Þetta er jafnframt fyrsti sigur hins tvítuga örvhenta kylfings á Eimskipsmótaröðinni og í raun fyrsti sigur hans á stóru mótaröðum GSÍ frá upphafi. Vikar og Hákon Örn Magnússon úr GR börðust um sigurinn á lokahringnum en Hákon var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn og hafði verið í efsta sæti fyrstu tvo keppnisdagana. Barátta þeirra var mikil og þeir voru báðir á -5 samtals þegar þeir komu á 18. holuna á lokahringnum. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par 5. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um 2 metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -1. Hákon lék lokahringinn á +1, það dugði ekki til sigurs að þessu sinni en Hákon er 19 ára gamall. Kristján Þór Einarsson úr GM átti frábæran lokahring og blandaði sér í
80
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
baráttuna en hann deildi þriðja sætinu með Fannari Inga Steingrímssyni úr GHG.
„Æfði púttin eins og skepna“ „Það er eiginlega bara best að hugsa sem minnst fyrir lokahring á slíku móti þegar maður er í baráttunni um sigurinn. Það
Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Símamótinu á Hamarsvelli.
var gott að hafa Birgi Björn Magnússon á pokanum hjá mér á lokahringnum. Það var gott að hafa einhvern til þess að ræða við og létta aðeins stemninguna.“ „Ég hef æft mikið eða bara eins og skepna undanfarin ár og þá sérstaklega yfir vetrartímann. Það eru margir klukkutímar á viku sem fara í æfingar og aðaláherslan hefur verið á púttin, ég hef aldrei æft þau eins mikið. Í vetur fékk ég tækifæri til þess að æfa í Búlgaríu í sex vikur hjá IceGolf Travel og Gunnlaugi Elsusyni. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir það.“
#FYRSTUKAUP
KOMDU TIL OKKAR OG GERÐU PLAN
Vikar Jónasson slær hér höggið, sem stóð upp úr að hans mati, við 18. flötina á Hamarsvelli. 60 gráðu fleygjárn af um 25 metra færi og boltinn endaði rétt við holuna. Mynd/seth@golf.is
Glompuhöggið á lokaholunni var höggið sem stóð upp úr á þessu móti. Þar sló ég með 60 gráðu fleygjárninu af um 20–25 metra færi. Slík högg eru erfið og þetta högg var með því betra sem ég hef slegið úr slíkri aðstöðu,“ sagði Vikar Jónasson.
1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6 2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3 5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2 6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1 7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par 8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1 8.-10. Patrekur Nordquist Ragnars., GR (74-69-71) 214 högg +1 8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1
Hákon jafnaði vallarmetið á Símamótinu Hákon Örn Magnússon úr GR jafnaði
vallarmetið á Hamarsvelli á fyrsta keppnisdeginum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Hákon lék á 65 höggum eða -6 en par vallar er 71 högg. Hákon gerði engin mistök á hringnum og fékk alls 12 pör og 6 fugla. Hann deilir því vallarmetinu með heimamanninum Bjarka Péturssyni sem setti vallarmetið árið 2012. Hola
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Lengd
355 m
145 m
500 m
297 m
361 m
305 m
484 m
215 m
295 m
Par
4
3
5
4
4
4
5
3
4
36
Hákon
4
3
5
3
4
4
4
2
4
33
Hola
10
11
12
13
14
15
16
17
18
Alls
Lengd
116 m
379 m
358 m
448 m.
144 m.
316 m
109 m
294 m
487 m
5608 m
Par
3
4
4
5
3
4
3
4
5
35
71
Hákon
3
4
4
4
3
3
3
3
5
32
65
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
FORGJAFARLAUS GÆÐI
Hljómar nokkuð betur en hinn fullkomni smellur, mjúkt skoppið á flötinni eða hringlandi marrið þegar bolti fer í holu? NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI
Við höfum góða reynslu af framtíðinni NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / NETVERSLUN.IS
Sigrinum fagnað: Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR leyndi ekki gleði sinni eftir sigurinn á Símamótinu. Mynd/seth@golf.is
– GR-ingurinn fagnaði sínum þriðja sigri á Eimskipsmóta röðinni
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sínum þriðja sigri á Eimskipsmótaröðinni frá upphafi með nokkuð öruggum hætti á Símamótinu í Borgarnesi. Ragnhildur, sem er stigameistari Eimskips mótaraðarinnar 2016, var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn. Ragnhildur Kristinsdóttir var tignarleg á 10. teig Hamarsvallar með íslenska fánann í baksýn. Mynd/seth@golf.is
Ragnhildur sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. „Ég hrökk í gang á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfs traustið og ég var ákveðin í því að sigra þegar ég mætti á teig á lokadeginum,“ sagði Ragnhildur en hún er fædd árið 1997 og er því tvítug. Hún fer í bandarískan háskóla í haust og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni í golfinu. „Ég hlakka til að fá tækifæri á nýjum slóðum við frábærar aðstæður. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG varð í þriðja sæti en þetta er í fyrsta sinn
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6 2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
Saga Traustadóttir úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn en náði ekki að fylgja því eftir. Mynd/seth@golf.is
sem hin 15 ára gamli kylfingur er á verðlaunapalli á mótaröð þeirra bestu á Eimskipsmótaröðinni. Hulda Clara sigraði í flokki 15–16 ára á fyrsta móti ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga og hún er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri frá því í fyrra.
Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG náði verð launasæti á Eimskipsmótaröðinni í fyrsta sinn á sínum stutta afreksferli en hún er aðeins 15 ára gömul. Mynd/seth@golf.is
TVIST 10523
Hraðasta farsímanetið í bústaðinn
4G net fyrir farsímann og bústaðinn Með Endalaus 15 GB farsímaleiðinni hringja allir endalaust og þú getur bætt við aukakorti fyrir 4G búnaðinn sem samnýtir gagnamagnið.
Endalaus 15 GB
Krakkakort
5.600 kr.
0 kr.
1 GB
Fjölskyldukort 4G Gagnakort Samnýtt gagnamagn Samnýtt gagnamagn
2.000 kr.
Eitt verð fyrir alla fjölskylduna
600 kr.
8.200 kr.
**Stækkaðu í Endalaus 30 GB eða meira og þú færð Gagnakort á 0 kr. *Verð miðast við 6 mánaða samning í farsímaáskrift eða netpakka með 10 GB gagnamagni eða meira
4G MiFi
4G beinir
Lítið og nett tæki sem býr til þráðlaust net fyrir allt að 10 tæki í einu.
Stingur í samband við rafmagn og þá er komið þráðlaust net fyrir allt að 32 tæki.
tilboðsverð
tilboðsverð
Fullt verð: 15.990 kr.
Fullt verð: 25.990 kr.
4.990 kr.
9.990 kr. Kynntu þér málið nánar á siminn.is og í verslunum Símans
142543 •
SÍA •
PIPAR \ TBWA
Ólafía missti af Beyoncé Ein þekktasta tónlistarkona veraldar, Beyoncé, og eiginmaður hennar Jay Z, sem er einnig heimsþekktur tónlistarmaður, eiga stórglæsilegt hús á Paradísareyju á Bahamaeyjum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir keppendur á Pure Silk mótinu á LPGA-mótaröðinni gengu margoft fram hjá þessari höll sem stendur rétt við 14. teiginn á Ocean Club vellinum. Ólafía óskaði að sjálfsögðu þess að sjá Beyoncé bregða fyrir í húsinu en henni varð ekki að ósk sinni. Gríðarleg öryggisgæsla er við húsið 24 tíma á sólarhring og m.a. sitja nokkrir öryggisverðir á þaki hússins alla daga ársins eins og sjá má á myndunum.
Samkvæmt heimildum heimamanna á Paradísareyjunni má gera ráð fyrir að húsið kosti í það minnsta 3 milljarða kr. ef það færi á sölu í dag.
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía missti af Beyoncé
142543 •
SÍA •
PIPAR \ TBWA
Veldu rafgeymi sem hentar golfbílnum þínum. Rafgeymarnir frá Trojan eru traustir, öruggir og endingargóðir. Þeir hafa verið framleiddir frá árinu 1928 en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á sínu sviði allar götur síðan.
TROJAN RAFGEYMARNIR – HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU
RÉTTUR RAFGEYMIR GETUR LAGAÐ FORGJÖFINA!
Kylfingar þekkja það öðrum betur að ef sveiflan á að vera í lagi þurfa allar aðstæður í kring að vera það líka. Það getur allt haft áhrif á forgjöfina; veðrið, dagsformið, félagarnir og rafgeymirinn – enda er fátt meira pirrandi úti á velli en hikstandi golfbíll.
Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Eru Vikar og Þorbjörn þeir einu? – Fámennur hópur örvhentra kylfinga sem hafa sigrað á mótaröð þeirra bestu
Vikar Jónasson slær hér á Hólmsvelli í Leiru í maí 2017.
Vikar Jónasson úr Keili fagnaði sigri á Símamótinu á Eimskips mótaröðinni. Eftir sigurinn var þeirri spurningu velt upp hvort margir örvhentir kylfingar hafi sigrað á Eimskipsmótaröðinni eða stigamótaröð GSÍ sem var forveri mótaraðar þeirra bestu á Íslandi. Samkvæmt bestu heimildum Golf á Íslandi er Vikar fyrsti örvhenti kylfingurinn sem sigrar á Eimskipsmótaröðinni. Og líklega þarf að fara hálfa öld aftur í tímann til þess að finna örvhentan kylfing sem lét að sér kveða á mótaröð þeirra bestu og Íslandsmótunum. Þorbjörn Kjærbo, úr Golfklúbbi Suðurnesja, fagnaði þremur Íslandsmeistara titlum í röð á árunum 1968-1970. Hann var örvhentur líkt og Vikar.
Lögheimili.is - Þar áttu heima
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eru Vikar og Þorbjörn þeir einu?
Þorbjörn Kjærbo slær hér úr karganum á Íslandsmótinu í golfi árið 1974. Á þeim tíma þótti það ekkert tiltökumál að keppendur væru með sígarettu í munnvikinu.
Eru liðverkir að hækka forgjöfina?
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.
„NUTRILENK GOLD hjálpar mér að fara golfhringinn verkjalaus“ Guðmundur Einarsson fyrrverandi framkvæmda stjóri Golfklúbbs Sandgerðis: „Ég er búinn að stunda golf allar götur síðan 1986 og það sem hefur háð mér mikið eru endalausir bakverkir. Ástandið var orðið þannig að eftir golfhringinn þá lá ég bara fyrir. Ég er búinn að prófa öll möguleg og ómöguleg ráð við þessum skolla, sjúkraþjálfun, líkamsrækt, nudd og fleira, svo ég tali nú ekki um öll þau verkja og bólgueyðandi lyf sem ég hef verið áskrifandi að. Fyrir um tveimur árum prófaði ég NUTRILENK GOLD og eftir um það bil þrjár vikur fór ég að finna mikinn mun á mér, bakið varð miklu betra og í raun allur skrokkurinn. Ég mæli hiklaust með NUTRILENK GOLD fyrir þá sem vilja fara golfhringinn verkjalausir.“
Vallarmörk DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com
Reglur í golfi eru á margan hátt sérstakar, í samanburði við aðrar íþróttir. Ein sérstaðan felst í því að skv. golfreglunum er ekki nauðsynlegt að golfvöllur sé afmarkaður á neinn hátt. Til að útbúa golfvöll þarf í raun ekkert annað en teigmerki og holur. Allt annað er valfrjálst. Nú til dags gera kylfingar ákveðnar kröfur um gæði flata, teiga og brauta. Því má yfirleitt ganga að því vísu að við þekkjum þessi svæði vallarins, þótt mörk t.d. brauta og karga kunni að vera óljós á vorin. Af hverju eru mörk golfvalla þá skilgreind? Í reglu 33-2 segir að það sé ein skylda umráðamanna golfvallar eða mótsstjórna í golfmótum að skilgreina völlinn nákvæmlega og hvað sé út af. Einfaldasta leiðin til að uppfylla þetta skilyrði er að segja einfaldlega að engin mörk séu á vellinum. Ef vallarmörk eru á annað borð skilgreind ætti að vera fyrir því einhver ástæða.
Ástæðurnar geta verið nokkrar: 1.
Umráðasvæði golfklúbbsins er takmarkað og klúbburinn vill ekki að kylfingar séu að leik á landi annarra. Þetta er líklega algengasta ástæða vallarmarka í heiminum. 2. Völlurinn liggur að sjó eða stöðuvatni og klúbburinn telur betra að skilgreina vallarmörk við sjóinn eða
vatnið frekar en að um hliðarvatnstorfæru sé að ræða. Á Íslandi er algengast að vallarmörk séu skilgreind undir þessum kringumstæðum en víða í heiminum eru hliðarvatnstorfærur skilgreindar við brautir sem liggja að sjó, sbr. t.d. Pebble Beach í Kaliforníu og Brautarholt á Kjalarnesi. 3. Vallarmörkum er ætlað að gera leik á tilteknum holum erfiðari en ella. Þetta kann að skipta máli varðandi vallarmat og forgjafarreglur. 4. Með vallarmörkum er reynt að flýta leik þannig að kylfingar eyði ekki miklum tíma í leit að boltum langt utan brauta. Sem dæmi um þetta má nefna 1. og 2. holu í Leirunni. 5. Með vallarmörkum er reynt að fæla kylfinga frá því að leika inn á svæði þar sem hætta getur skapast af golfboltum. Oft eru vallarmörk af þessu tagi sett umhverfis golfskála eða æfingasvæði, sbr. vallarmörk vinstra megin við 9. holu á Hvaleyrinni. Með vallarmörkum er komið í veg fyrir að kylfingar „stytti sér leið“ eða forðist hættur sem þeim er ætlað að mæta. Þetta er líklega algengasta ástæðan fyrir „innri vallarmörkum“, þ.e. vallarmörkum sem eru skilgreind innan golfvallarins þegar tilgreindar holur eru leiknar, sbr. t.d. 16. braut í Leirdalnum. Ef vallarmörk eru á annað borð skilgreind er afskaplega mikilvægt að þau séu ótvíræð, þannig að aldrei leiki vafi á því hvort bolti er innan vallar eða utan. Ef sérstaklega þarf að auðkenna vallarmörkin ætlast golfreglurnar til að það sé gert með hvítum stikum eða hvítum línum. Þó má nota hvað sem er til að skilgreina vallarmörkin og fyrir golfklúbba er hagkvæmast að nýta aðra hluti sem fyrir eru, ef þess er kostur, svo sem brúnir malbikaðra stíga eða girðingar. Ef slíku er ekki til að dreifa er sjálfsagt að velta fyrir sér hvort einfaldlega megi sleppa vallarmörkunum að einhverju leyti og spara þar með vinnu við viðhald þeirra.
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
HJARTANLEGA
V E L K O M I N
GJAFAKORT KRINGLUNNAR
er frábær gjöf sem hentar við öll tækifæri Af öllu hjarta
kringlan.is
facebook.com/kringlan.is
Víti eða vítalaus lausn
Í golfi er ein grundvallarreglan sú að við leikum boltanum eins og hann liggur, þ.e. við sláum boltann af teignum og hreyfum svo ekki við honum öðruvísi en með höggi þar til boltinn hafnar í holunni. Frá þessu eru svo auðvitað ýmsar undantekningar. Sú algengasta er að á flötinni megum við lyfta boltanum en eigum þá að leggja hann aftur á sama stað. Yfirleitt gerum við þetta vegna þess að boltinn truflar pútt hjá meðkeppendum okkar eða vegna þess að við þurfum að hreinsa boltann. Stundum megum við svo lyfta boltanum og leika honum af öðrum stað. Þetta er frávik frá grundvallarreglunni um að leika boltanum þar sem hann liggur og því má ekki gera þetta nema samkvæmt heimild í golfreglunum. Þegar við lyftum boltanum til að leika honum af öðrum stað er það ýmist vegna þess að eigum rétt á vítalausri lausn eða vegna þess að við kjósum að taka víti, t.d.: Vítalaus lausn
Víti
Lausn frá óhreyfanlegum hindrunum, s.s. göngustígum.
Bolti dæmdur ósláanlegur.
Lausn úr grund í aðgerð, t.d. blámerktum svæðum.
Víti tekið úr vatnstorfæru.
Lausn frá aðkomuvatni.
Fjarlægðarvíti þegar bolti týnist eða hafnar utan vallar.
Undir þessum kringumstæðum, þ.e. þegar við lyftum boltanum til að leika honum af öðrum stað, eigum við oftast að láta boltann falla. Hvar við megum láta boltann falla ræðst síðan af því hvaða reglu við erum að fylgja. Mjög algengt er að kylfingar blandi þessum reglum saman og ruglist í því hvernig eigi að bera sig að. Á vissan hátt er vítalausa lausnin mjög einföld, því við notum alltaf sömu aðferðina: Vítalaus lausn
Aðferð
Lausn frá óhreyfanlegum hindrunum, s.s. göngustígum.
1. 2.
Lausn úr grund í aðgerð, t.d. blámerktum svæðum.
Finnum næsta stað fyrir lausn. Látum boltann falla innan einnar kylfulengdar frá þeim stað, ekki nær holunni.
Lausn frá aðkomuvatni. Lausn frá rangri flöt.
Ef við þurfum svo að taka víti flækjast málin aðeins því eðli vítisins ræður því hvaða möguleika við höfum: Víti
Aðferð
Bolti dæmdur ósláanlegur (má gera hvar sem er nema ef boltinn er í vatnstorfæru).
Látum boltann falla á beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn lá eða Látum boltann falla innan tveggja kylfulengda frá staðnum þar sem boltinn lá
Víti tekið úr almennri vatnstorfæru (gulmerktri).
Látum boltann falla á beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna
Víti tekið úr hliðarvatnstorfæru (rauðmerktri.)
Látum boltann falla á beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna eða Látum boltann falla innan tveggja kylfulengda frá staðnum þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna eða Látum boltann falla innan tveggja kylfulengda frá stað hinum megin við torfæruna sem er jafnlangt frá holunni og þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna
Fjarlægðarvíti (má gera hvar sem er).
Leikum boltanum þaðan sem síðasta högg var slegið. Ef um upphafshögg var að ræða má tía boltann.
Flestir muna grundvallaratriðin varðandi þessar reglur, svo sem hvaða möguleikar eru í boði ef maður dæmir bolta sinn ósláanlegan. Tvennt þvælist helst fyrir kylfingum: 1. Að finna „næsta stað fyrir lausn“ þegar fengin er vítalaus lausn. Í stuttu máli er það sá staður sem er styst frá núverandi staðsetningu boltans og sem er (a) ekki nær holunni, (b) ekki í torfæru, á flöt eða utan vallar og (c) þar sem við erum laus við truflun frá hindruninni. 2. Mönnum hættir til að ruglast á einni og tveimur kylfulengdum. Reglan er sú að í vítalausum lausnum megum við alltaf láta boltann falla innan einnar kylfulengdar frá næsta stað fyrir lausn en ef við tökum víti og megum láta boltann falla innan ákveðins svæðis er alltaf um tvær kylfulengdir að ræða. Nái kylfingar að læra þessar aðferðir við að koma boltanum aftur í leik eru þeir komnir vel á veg með að tileinka sér golfreglurnar, því flest okkar þurfa að beita einni eða fleirum þessara aðferða í svo til hverjum einasta hring sem við leikum. Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Íslandsbankamótaröðin:
Góð skor við krefjandi aðstæður á Strandarvelli
Fyrsta mót keppnistímabilsins 2017 á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 26.-28. maí. Þátttaka var mjög góð en yfir 140 keppendur luku keppni. Aðstæður voru nokkuð krefjandi á Hellu og þá sérstaklega á lokahringnum. Þrátt fyrir það náðu margir keppendur að leika frábært golf. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ fylgdist með efnilegustu kylfingum landsins á Hellu og veitti verðlaun í mótslok ásamt starfsmönnum GSÍ.
Mikið úrval af golfskóm
Bíldshöfða 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Góð skor við krefjandi aðstæður á Strandarvelli
Ferðavörur
Hjólafestingar
Hjólavagnar
Ferðabox
Allt fyrir bílinn St i lli n g hf. | Sí m i 5 20 8 000 | w w w.s t i lli n g .i s | st i l l i n g @ st i l l i n g . i s
Keppt var í fyrsta sinn í flokki 19-21 árs og verður spennandi að fylgjast með gangi mála í þeim flokki - en þar mættu til leiks margir af bestu kylfingum landsins í þessum aldursflokki. Úrslit urðu eftirfarandi: 19-21 árs: 1. Henning Darri Þórðarson, GK (71-70-71) 212 högg +2 2. Vikar Jónasson, GK (78-68-69) 215 högg +5 3. Jóhannes Guðmundsson, GR (75-70-71) 216 högg +6
15-16 ára: 1. Kristófer Karl Karlsson, GM (69-73) 142 högg +2 2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (67-76) 143 högg +3 3.-4. Aron Emil Gunnarsson, GOS (73-71) 144 högg +4 3.-4. Lárus Ingi Antonsson, GA (68-76) 144 högg +4
Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Sigurður Arnar, Kristófer Karl, Aron Emil og Sigurður Pétur Oddsson mótastjóri GSÍ. Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Jóhannes, Henning Darri, Vikar og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-81) 155 högg +15 2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (77-82) 159 högg +19 3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (79-83) 162 högg +22
17-18 ára: 1. Arnór Snær Guðmundsson , GHD (77-72-70) 219 högg +9 2. Ingvar Andri Magnússon, GR (77-72-71) 220 högg +10 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (72-70-78) 220 högg +10
Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Jóhanna Lea, Hulda Clara, Andrea Ýr og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.
14 og yngri: 1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (72-72) 144 högg +4 *Böðvar sigraði eftir bráðabana. 2. Björn Viktor Viktorsson, GL (73-71) 144 högg +4 3. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (70-75) 145 högg +5
Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Ingvar Andri, Arnór Snær, Kristján Benedikt og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.
1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (79-81-82) 242 högg +32 2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (85-78-80) 243 högg +33 3. Zuzanna Korpak, GS (83-82-90) 255 högg +45 Frá vinstri: Sigurður Pétur Oddsson mótastjóri GSÍ, Bjarni Þór, Böðvar Bragi, Björn Viktor og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ.
1. Kinga Korpak, GS (69-73) 142 högg +2 2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (84-78) 162 högg +22 3. Eva María Gestsdóttir, GKG (83-81) 164 högg +24
Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Heiðrún Anna, Amanda Guðrún, Zuzanna og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Góð skor við krefjandi aðstæður á Strandarvelli
Frá vinstri: Sigurður Pétur Oddsson mótastjóri GSÍ, Eva María, Kinga, María Eir og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ.
Allt hefur lækkað með hagstæðu nýju gengi! Golffatnaður frá NIKE, Callaway ofl. FATNAÐUR
Fallegur fatnaður frá Callaway fyrir dömur og herra.
Regnfatnaður frá Proquip, Nike, Callaway og Catmandoo
BUXUR DÖMU OG HERRA
Vatnsheldar og vindheldar. Venjulegar golfbuxur kr. 12.990
Kerrupokar og burðarpokar mikið og gott úrval
Nike golfskór
PÚTTERAR Gott úrval frá Odyssey ofl.
GOLFSETT Járnasett, driverar, brautarkylfur frá Callaway og LYNX.
LYNX vatnsheldur kerrupoki kr. 29.900
CLICGEAR KERRUR Clicgear 3,5+ kr. 36.900
Callaway golfskór Rafmagnsgolfkerrur frá kr. 119.900 LYNX fjórhjólakerra
Eitt handtak að setja saman kr. 35.900
Opið:
ga Virka da 8 1 – 0 1 Laugard
aga
11–15
Laser fjarlægðarkíkjar frá kr. 23.900
Barna golfkylfur og sett í poka kr. 16.900 – 24.900
Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is
Líf og fjör á Áskorenda mótaröðinni Það var líf og fjör laugardaginn 27. maí sl. þegar fyrsta mót keppnistímabilsins á Áskorenda mótaröð Íslandsbanka fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi. Um 50 keppendur tóku þátt og skemmtu sér vel á frábærum velli.
Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Á Áskorendamótaröðinni er markmiðið að keppendum þyki gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að hægt var að velja að leika 9 eða 18 holur. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma og í lok keppninnar var keppendum boðið í grillveislu í golfskálanum.
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröðin
Úrslit: Stúlkur 10 ára og yngri / 9 holur 1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 45 2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 50 3. Lilja Grétarsdóttir, GR 52 Piltar 10 ára og yngri / 9 holur 1. Markús Marelsson, GÁ 34 2. Snorri Rafn William Davíðsson, GS 43 3. Nói Árnason, GR 49 Piltar 12 ára og yngri / 9 holur 1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 42 2. Magnús Skúli Magnússon, GKG 42 3. Halldór Viðar Gunnarsson, GR 44 4. Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ 44 Stúlkur 12 ára og yngri / 9 holur 1. Sara Kristinsdóttir, GM 51 2. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 56 3. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG 57 Stúlkur 15-18 ára / 18 holur 1. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 94 2. Erna Rós Agnarsdóttir, GS 103 3. Klara Kristvinsdóttir, GL 118 Piltar 14 ára og yngri / 18 holur 1. Auðunn Fannar Hafþórsson, GS 78 2. Gabriel Þór Þórðarson, GL 88 3. Þorgeir Örn Bjarkason, GL 93 4. Ingimar Elfar Ágústsson, GL 93 5. Magnús Máni Kjærnested, NK 94 Stúlkur 14 ára og yngri / 18 holur 1. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 112 2. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 119 3. Laufey Kristín Marinósdóttir, GKG 126
Taktu þér stöðu. Það er kominn tími til að máta sig við framtíðina. Stíga næsta skref. Mercedes-Benz GLA er kominn aftur í nýrri og glæsilegri útfærslu, að sjálfsögðu með 4MATIC og hærri fjöðrun. Komdu og mátaðu þig við hann. Við tökum vel á móti þér.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
174.186/maggioskars.com
S 100
GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröðin
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
„Albatrossinn á 16. braut í Leirdalnum eftirminni legastur“
Hraðaspurningar
– Jason Day, Tiger Woods og John Daly eru í draumaráshóp Jóns Gunnarssonar Jón Gunnarsson er efnilegur kylfingur úr GKG. Hann kemur úr mikill golffjölskyldu og kom því fátt annað til greina en að takast á við golfíþróttina. Jón stefnir á að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum, hann elskar kótelettur í raspi og notar ekki golfhanska. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Öll fjölskyldan mín er í golfi þannig að ég hafði eiginlega ekki val um annað en að vera í golfi. Hvað er skemmtilegast við golfið? Fjölbreytileikinn. Framtíðardraumarnir í golfinu? Komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum. Hver er styrkleiki þinn í golfi? Stöðugleiki. Hvað þarftu að laga í þínum leik? Vipp. Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? Þegar ég fékk albatross á 16. braut á Leirdalnum.
Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? Þegar ég missti kerruna mína út í glompu á lokaholunni á Íslandsmótinu í sumar. Draumaráshópurinn? Jason Day, Tiger og John Daly. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? Leirdalurinn, vegna þess að ég kann vel á hann, alltaf jafn skemmtilegur og krefjandi. Hvaða þrjár brautir eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? 14. brautin á Leirdalnum vegna þess að þar er alltaf góður möguleiki á að fá fugl eða örn. 7. brautin í Kiðjabergi af því að hún er skemmtileg og falleg golfhola. Maður veit aldrei hvaða kylfu á að taka á henni. 2. brautin á Hvaleyrarvelli hjá Keili. Þar þarf að maður þarf að skipuleggja hvert högg mjög vel. Þessi braut er virkilega erfið sem er bara gaman. Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? Ég fylgist mikið með körfubolta og fótbolta. Í hvaða skóla og bekk ertu? Garðaskóla í 10.bekk.
Staðreyndir: Nafn: Jón Gunnarsson. Aldur: 15. Forgjöf: 5,2 Uppáhaldsmatur: Lambakótelettur í raspi. Uppáhaldsdrykkur: Lucozade. Uppáhaldskylfa: 7-járnið. Ég hlusta á: Alls konar.
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar
Besta skor í golfi: 72 högg. Besta vefsíðan: fotbolti.net Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að slá út af vellinum. Dræver: TaylorMade M2. Brautartré: Callaway Big Bertha.
Blendingur: Cobra Fly Z. Járn: Cobra Fly Z. Fleygjárn: Cleveland. Pútter: Odyssey. Hanski: Nota ekki hanska. Skór: FootJoy. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear.
SAFNAR ÞÚ VILDARPUNKTUM MEÐ ÞÍNUM TRYGGINGUM? Nú geta þeir sem eru með F plús fjölskyldutryggingu hjá VÍS safnað Vildarpunktum Icelandair af öllum greiddum iðgjöldum. Punktarnir safnast saman og það styttist í golfferðina þína.
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
Fyrsti sigurinn eftirminnilegastur
Hraðaspurningar
– Jóhannes Guðmundsson sýndi styrk sinn í lok síðasta keppnistímabils Jóhannes Guðmundsson náði flottum árangri á síðasta tímabili og sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á Íslandsbankamótaröð unglinga á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Hann varð einnig í þriðja sæti á Honda Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli á Akranesi í september. Það er í fyrsta sinn sem GR-ingurinn nær á verðlaunapall á mótaröð þeirra bestu. Móðir Jóhannesar skráði hann á golfnámskeið í Mosfellsbæ þegar hann var barn. Maturinn á námskeiðinu heillaði Jóhannes svo mikið að hann ákvað að halda áfram að æfa golf. Hvað er skemmtilegast við golfið? „Það sem mér finnst skemmtilegast við golfið er að keppa.“ Framtíðardraumarnir í golfinu?„ Eiga árangursríkan feril á PGA-móta röðinni.“ Hver er styrkleiki þinn í golfi? „Stutta spilið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „ Síðasta sumar tapaði ég mörgum höggum í stuttu púttunum. Núna er ég kominn með pútter sem hentar minni stroku betur og búinn að vera að vinna mikið í púttunum.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „ Fyrsti sigurinn minn á Íslandsbankamótaröðinni.
Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Síðasta sumar var ég að keppa á móti á Íslandsbankamótaröðinni sem var haldið á Hvaleyrarvelli hjá Keili. Á öðrum hringnum var rigning og völlurinn orðinn frekar blautur eftir fyrsta daginn. Vegna aðstæðna mátti lyfta og hreinsa boltann á brautunum. Þegar ég var að spila 15. holuna var ég kominn að boltanum aðeins á undan meðspilurunum mínum svo ég ákvað að nýta tímann í að hreinsa boltann minn. Eftir að boltinn var kominn á sinn stað á brautinni fór ég að horfa á högg hjá einum af strákunum og studdi mig við kylfuna. Á meðan ég horfði á eftir boltanum rann kylfan á blautri brautinni, ég rakst í boltann minn og datt. Þetta atvik kostaði mig högg og næstum því sigurinn í mótinu.“ Draumaráshópurinn? „Bill Murray, Rory McIlroy og Henrik Stenson.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Ég spilaði Bay Hill síðustu jól sem var frábær upplifun. Bay Hill er í uppáhaldi vegna þess hve skemmtilegur völlur er. Þegar ég spilaði þar var ég með skemmtilegan kylfusvein og í frábærum félagsskap.
Eftirminnilegasta atvikið kom upp þegar einn meðspilari frá Kanada átti misheppnað högg og sagði: „Just like my son in law, not what I wished for but it´ll have to do.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Mínar uppáhaldsgolfholur eru 16. á Bay Hill, 18. á Crooked Cat og 15. á Grafarholtsvelli.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég stunda mikið líkamsrækt og hef gaman af því.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er í Verzlunarskóla Íslands á þriðja ári.“ Jóhannes lenti í töluverðum vand ræðum við 18. flötina á Akranesi á Honda Classic í fyrra, þar sem hann var frekar pirraður. Hann lýsir því þannig: „Ég var búinn að spila ágætt golf á mótinu og var +6 fyrir lokahringinn. Ég var á parinu fyrir síðustu þrjár holurnar og fékk svo fugl á 16. og 17. braut. Þegar ég kom upp á 18. teig vissi ég að holan væri hægra megin á flötinni og við glompu. Ég sá fyrir mér þriðja fuglinn í röð og leið vel með kylfuna sem ég valdi. Þegar ég sló í boltann vissi ég um leið að annað hvort yrði ég stuttur á glompuna eða alveg upp við bakkann. Því miður endaði boltinn við bakkann og gerði það að verkum að ég átti mjög krefjandi högg eftir til þess að koma boltanum upp úr glompunni. Í fyrstu tilraun tókst það ekki en það tókst í þeirri seinni, sem betur fer. Eftir annað höggið úr glompunni átti ég eftir rétt innan við tveggja metra pútt, sem ég missti. Í stað þess að fá fugl eins og ég ætlaði mér fékk ég skramba og hélt ég væri búinn að kasta frá mér verðlaunasæti með því að reyna við holuna.“
Staðreyndir: Nafn: Jóhannes Guðmundsson. Aldur: 18 ára. Forgjöf: 1,1. Uppáhaldsmatur: Hreindýrakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Nýi pútterinn, Bettinardi BB1 . Ég hlusta á: Hlusta mikið á rokk, rapp og R&B . Besta skor í golfi: 66 högg í Grindavík. Besta vefsíðan: kylfingur.is . Besta blaðið: Golf á Íslandi .
104
GOLF.IS
Hvað óttast þú mest í golfinu: Það er ekkert sem ég óttast, en mér líkar illa við fimm feta pútt fyrir pari. Dræver: Titleist 913 D2. Brautartré: Titleist 915 . Blendingur: Er ekki með blending, er með Titleist Utility 3-járn . Járn: Titleist AP2. Fleygjárn: SM6 Vokey Wedge. Pútter: Bettinardi BB1 . Hanski: Callaway . Skór: Ecco Tour Hybrid . Golfpoki: Titleist Staff Stand Bag. Kerra: Clicgear.
16 bitar
4k4ró9nur9 BJÓÐIÐ
VEISLUPLATTANN VELKOMINN
Pantið á veisla@subway.is eða á þeim stað sem hentar að sækja. Nánari upplýsingar eru á subway.is/veisla.
SJÁUMST Á
Bognar skaftið eins og soðin núðla? – Raunveruleikinn er annar segir Birgir Björnsson golfkylfusmiður
Nú til dags er algeng sjón að sjá kylfinga skoða sveifluna sína á myndbandi. Oftast er þá notast við snjallsíma eða spjaldtölvu til upptöku. Mörgum bregður við þegar þeir skoða myndbandið og sjá að skaftið virðist bogna mikið í sveiflunni. Birgir V. Björnsson er einn helsti sérfræðingur landsins hvað val á golfkylfum varðar. Mynd: seth@golf.is
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bognar skaftið eins og soðin núðla?
Algengt er að skaftið myndi mikla fram sveigju í höggstöðu („impact“), en það getur verið bogið á öðrum stöðum eftir hvernig myndbandið er tekið. Oft túlka kylfingar þetta sem merki um að þeir þurfi stífara skaft. Í raunveruleikanum er skaftið hins vegar ekki bogið eins og myndbandið sýnir. Þetta er blekking sem kallast því þjála nafni „rolling shutter effect“ á enskunni. Flestar upptökuvélar virka þannig að þær skanna myndina inn. Oftast byrja þær uppi og vinna sig niður, en það er misjafnt eftir vélum og auðvitað eftir hvernig þeim er snúið. Vegna þess að myndin er ekki öll tekin í einu, heldur er henni „safnað saman“ yfir nokkurra míkrósekúndna tímabil, þá getur orðið mikil bjögun á öllu sem er á mikilli hreyfingu á myndbandinu. Þyrlu- og viftuspaðar geta algjörlega virst aflagast, dekk á bíl á hreyfingu geta litið út fyrir að vera ekki lengur hringlaga og annað gott dæmi er þegar golfkylfu er sveiflað. Öll kylfan getur náð miklum hraða
kvika.is
í niðursveiflunni og í höggstöðu liggur hún nokkuð lóðrétt niður. Ef upptakan var skönnuð lóðrétt og byrjaði uppi, þá hefur kylfuhausinn og skaftið færst örlítið meira fram með hverri línu sem er skönnuð. Það veldur því að skaftið virðist bogna mikið fram og að hausinn sé mun meira á undan skaftinu en hann er í raun
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bognar skaftið eins og soðin núðla?
og veru. Það getur verið gaman að prófa að snúa t.d. snjallsímunum lóðrétt og svo lárétt við upptöku og sjá hvernig skaftið virðist þá misbogið á mismunandi stöðum í sveiflunni. Það þarf sérstakar háhraðamyndbandstöku vélar til að losna við bjögun á hlutum á hraðri hreyfingu. Þær hafa „global shutter“, sem skannar ekki myndina, heldur tekur
hana alla í einu. Á meðan snjallsímarnir eða spjaldtölvurnar hafa ekki slíkar myndavélar, þá er óþarfi að hrökkva í kút þó að skaftið virðist hegða sér eins og soðin núðla. Birgir V. Björnsson Golfkylfusmiður www.golfkylfur.is
VIÐ BÚUM VEL UM VÖRUNA ÞÍNA Við hjá Odda höfum viðað að okkur sérkunnáttu í hönnun og framleiðslu umbúða um áratuga skeið og nýtum þá þekkingu og reynslu til að bjóða viðskiptavinum og neytendum upp á góðar og umhverfisvænar umbúðalausnir sem henta hverju verkefni. Góðar og vandaðar umbúðir tryggja örugga meðferð, geymslu, flutning og afhendingu á vörunum. Vel hannaðar umbúðir veita neytendum mikilvægar upplýsingar um innihald og tryggja að varan komist óaðfinnanleg í hendur neytenda.
VIÐ ERUM ÞÍNIR RÁÐGJAFAR Í UMBÚÐUM Við leggjum áherslu á að finna ætíð bestu lausnina til að umbúðirnar þjóni sem best markmiðum viðskiptavina, búi vel um vöruna og nýtist eins vel og mögulegt er. Hjá Odda njóta viðskiptavinir og neytendur áratuga reynslu okkar og þekkingar á hönnun og framleiðslu umbúða og tryggja þannig að varan skili sér í réttu ástandi alla leið á áfangastað.
Umbúðir framleiddar hjá Odda hafa umtalsvert minna kolefnisspor en hjá samkeppnisaðilum.*
*Skýrsla EFLU verkfræðistofu, okt. 2016
www.oddi.is
Golf í rigningu
– Góð ráð fyrir kylfinga sem vilja bæta leik sinn í erfiðum aðstæðum
Það rignir af og til á Íslandi og víðar þar sem íslenskir kylfingar leika golf. Það eru til ýmis ráð til þess að halda sér þurrum við slíkar aðstæður og einnig þarf að gera ráðstafanir í höggunum í blautum aðstæðum. Hér eru nokkur góð ráð hvað hægt er að gera þegar það rignir.
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf í rigningu
Haltu gripunum þurrum - Eftir hvert högg þarf að þurrka af gripinu með handklæði. Regnhlíf - það þarf kannski ekkert að segja ykkur slíka hluti. En regnhlífin er grunnatriði í rigningu. Skjól fyrir regni og vindinum líka. Handklæði - Vertu með aukahandklæði í golfpokanum og geymdu það í plastpoka ef það rignir mikið. Það er einnig gott ráð að hengja handklæði að innanverðu á regnhlífina þar sem það helst þurrt. Regnhattur, húfa eða derhúfa rétt höfuðfat getur bjargað miklu. Regndroparnir fara ekki eins mikið í augun og húfan hjálpar þér að halda á þér hita. Regnfatnaður - góður útivistarfatnaður er nauðsynlegur í golfið. Vatnsheldur jakki, buxur og góðir skór er eitthvað sem þú sérð ekki eftir að hafa fjárfest í. Regnslá yfir pokann - Það eru til ýmsar gerðir af regnslám sem halda golfpokanum og innihaldi hans þurrum. Regnhanskar á báðum höndum - það er ótrúlegt hve góðir regnhanskar geta hjálpað kylfingum í erfðum aðstæðum. Það eru margir sem nota slíka hanska á báðum höndum. Venjulegir golfhanskar þola ekki mikla bleytu og gera lítið gagn við slíkar aðstæður.
Púttað í rigninu - Þegar þú púttar í regni þá fyllast holurnar á ysta lagi golfboltans af vatni. Það er því útilokað að ná fullkominni snertingu við boltann með höggfleti púttersins. Boltinn mun því skoppa og jafnvel renna á höggfletinum. Það er því mikilvægt að halda boltanum eins þurrum og hægt er áður en þú púttar. Sumir nota merkið til þess að miða út stefnuna í stað þess að nota boltann - og leggja boltann niður eins seint og hægt er.
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80673 08/16
Bleyta hefur áhrif á golfboltann - Þegar boltinn og grasið er blautt þá fyllast grópirnar á höggfleti kylfunnar. Þegar það gerist þá eru minni líkur á því að bakspuni myndist í högginu og boltinn gæti flogið farið lengra en þú áætlaðir. Hins vegar eru litlar líkur á því að höggið verði lengra þar sem blautt undirlag dregur úr lengd höggsins. Það er góð regla að nota t.d. 7-járn í stað þess að nota 8-járn við slíkar aðstæður. Það þarf einnig að gæta að því að halda góðu jafnvægi í sveiflunni þegar undirlagið er blautt. Haltu neðar á kylfunni - Þegar þú stendur á blautu undirlagi þá sígur þú aðeins niður. Það er því gott ráð að halda aðeins neðar á gripinu til þess að auka líkurnar á því að ná góðu höggi.
Slegið úr blautum sandi - Bolti sem er sleginn úr blautum sandi fer oftast hraðar af stað úr sandinum og flýgur því lengra en þegar slegið er úr þurrum sandi. Sveiflaðu því aðeins hægar og gættu að því að jafnvægið sé gott í högginu.
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf í rigningu
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80673 08/16
LIFÐU ÞIG INN Í RX
Fáguð hönnun Lexus RX 450h tvinnar saman formfegurð og háþróaða tækni í sportjeppa sem grípur augað. Lifðu þig inn í akstur sem umbreytir hugmyndum þínum um lúxus og gæði. lexus.is
Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400
RX 450h
markhönnun ehf
Íslandsbankamótaröðin:
Mikil spenna í Leirunni – Dagbjartur og Kinga sigruðu eftir bráðabana
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR.
Annað mót tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Hólmsvelli í Leiru fyrstu helgina í júní. Alls tóku 124 keppendur þátt. Bráðabana þurfti í tveimur aldursflokkum til þess að knýja fram úrslit. Aðstæður voru nokkuð erfiðar á lokahringnum en hvöss norðanátt gerði kylfingum erfitt fyrir. 15-16 ára piltar: 1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (72-73) 145 högg +1 2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (71-74) 145 högg +1 *Dagbjartur sigraði eftir bráðabana með fugli á 1. holu. 3.-5. Kristófer Karl Karlsson, GM (72-75) 147 högg +3 3.-5. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV (72-75) 147 högg +3 3.-5. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (71-76) 147 högg +3
15-16 ára stúlkur: 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77-83) 160 högg +16 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (78-86) 164mismunandi högg +20 stífleika í SPEQ kylfurnar eru með 3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (83-86) 169 högg +25 barna og sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða 4. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (82-88) 170 högg +26 Pokarnir unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. 5. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM (86-88) 174 högg +30 koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.
ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski og margt fleira. Nánari upplýsingar um úrval og verð hjá
hans@golfskalinn.is 114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin
Búða
markhönnun ehf
www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Egilsstaðir • Selfoss • Ísafjörður
Kinga Korpak, GS.
17-18 ára piltar: 1. Daníel Ísak Steinarsson, GK (73-74-75) 222 högg +6 2. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (74-70-79) 223 högg +7 3. Elvar Már Kristinsson, GR (70-73-82) 225 högg +9 4. Sverrir Haraldsson, GM (69-75-83) 227 högg +11 5. Ingvar Andri Magnússon, GR (69-74-85) 228 högg +12 17-18 ára stúlkur: 1. Zuzanna Korpak, GS (78-84-86) 248 högg +32 2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (85-83-88) 256 högg +40 3. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (85-92-88) 265 högg +49 4. Andrea Nordquist Ragnarsdóttir, GR (92-90-99) 281 högg +65 5. Sigrún Linda Baldursdóttir, GM (90-100-111) 301 högg +85 14 og yngri piltar: 1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (79-77) 156 högg +12 2. Björn Viktor Viktorsson, GL (76-84) 160 högg +16 3. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (81-80) 161 högg +17 4. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (81-81) 162 högg +18 5. Finnur Gauti Vilhelmsson, GR (87-76) 163 högg +19
Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin
14 og yngri stúlkur: 1. Kinga Korpak, GS (81-82) 163 högg +19 *Kinga sigraði eftir bráðabana á 16. braut þar sem hún fékk par. 2. Eva María Gestsdóttir, GKG (83-80) 163 högg +19 3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (94-93) 187 högg +43 4.-5. Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, GM (99-93) 192 högg +48 4.-5. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG (98-94) 192 högg +48 19-21 árs piltar: 1. Helgi Snær Björgvinsson, GK (75-73-79) 227 högg +11 2. Eggert Kristján Kristmundsson, GR (75-77-84) 236 högg +20 3. Ernir Sigmundsson, GR (79-79-81) 239 högg +23 4. Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG (80-74-87) 241 högg +25 5. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG (79-77-87) 243 högg +27 19-21 árs stúlkur: 1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS (89-80-87) 256 högg +40
GAS
GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ
ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS
Ráðandi - auglýsingastofa ehf
ALLS STAÐAR
Áskorendamótaröðin í Sandgerði
Annað mót tímabilsins á Áskorendamóta röð Íslandsbanka fór fram á Kirkju bólsvelli í Sandgerði laugardaginn 10. júní sl. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja auka keppnis reynslu sína áður en þeir fara inn á sjálfa Íslands bankamótaröðina. Góð þátttaka var og keppnis völlurinn í góðu ástandi.
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröðin
Úrslit urðu eftirfarandi: Stúlkur 10 ára og yngri / 9 holur 1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 39 högg 2. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 40 högg 3. Lilja Dís Hjörleifsdóttir, GK 43 högg Piltar 10 ára og yngri / 9 holur 1. Máni Freyr Vigfússon, GK 43 högg 2.-3. Hjalti Kristján Hjaltason, GR 42 högg 2.-3. Snorri Rafn William Davíðsson, GS 42 högg Piltar 12 ára og yngri / 9 holur 1. Veigar Heiðarsson, GHD 44 högg 2.-3. Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ 45 högg 2.-3. Skúli Gunnar Ágústsson, GA 45 högg Stúlkur 12 ára og yngri / 9 holur 1. Helga Signý Pálsdóttir, GR 54 högg 2. Dagbjört Erla Baldursdóttir, GM 65 högg 3. Eva Kristinsdóttir, GM 67 högg
Piltar 15-18 ára / 18 holur 1. Helgi Freyr Davíðsson, GM 94 högg Stúlkur 15-18 ára / 18 holur 1. Þorbjörg Birta Jónsdóttir, GS 116 högg 2. Nína Kristín Gunnarsdóttir, GK 117 högg Piltar 14 ára og yngri / 18 holur 1. Ingimar Elfar Ágústsson. GL 81 högg 2. Gabriel Þór Þórðarson, GL 85 högg 3. Magnús Máni Kjærnested, NK 89 högg Stúlkur 14 ára og yngri / 18 holur 1. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 98 högg 2.-3. Sara Kristinsdóttir, GM 122 högg 2.-3. Lovísa Björk Davíðsdóttir, GS 122 högg
Hægir á hjartslættinum – Jason Dufner nýtir sér góð ráð frá bestu skyttum hersins á flötunum
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner sigraði á Memorialmótinu á PGA-mótaröðinni í byrjun júní og var það fimmti sigur hans á PGA-móti á ferlinum. Dufner, sem er fertugur, hefur sigrað á einu risamóti á ferlinum, PGAmeistaramótinu árið 2013. Ferill hans tók töluverða dýfu eftir sigurinn á PGAmeistaramótinu en hann náði að sigra á einu móti árið 2016. Dufner hefur reynt ýmislegt til þess að bæta árangur sinn. Hann notaði m.a. öndunaræfingar í púttunum á Memorial-mótinu sem áhugakylfingar geta auðveldlega tileinkað sér.
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hægir á hjartslættinum
Sagan er þannig að vinur Dufners benti honum á rannsókn sem læknir gerði á bestu skyttum sjóhersins í Bandaríkjunum. Í skýrslunni kemur skýrt fram hversu mikla áherslu skytturnar leggja á öndunina til þess að hægja á hjartslættinum áður en þeir skjóta af rifflinum. Dufner tileinkaði sér ákveðna öndunar tækni eftir að hafa lesið þessa skýrslu og beitir hann henni þegar hann er að pútta. „Það sem gerist er að ég hugsa bara um að anda og hægja á hjartslættinum. Á sama tíma þá hugsa ég ekkert um tækniatriðin í púttinu eða að ég þurfi að setja þetta pútt
Það eina sem ég hugsa um er að anda og hægja á hjartslættinum.
ofan í holuna. Það eina sem ég hugsa um er að anda og hægja á hjartslættinum. Ég miða og undirbý mig fyrir púttið með venjulegum hætti og þegar ég framkvæmi höggið þá er það undirmeðvitundin sem vinnur með það sem ég þarf að gera. Ég er ekkert að hugsa um hreyfingar, stöðu eða tækni. Ég er enn að vinna með þetta og þróa enn frekar. Stundum virkar þetta vel og stundum ekki – eins og með flest í golfinu. En mér líður betur á flötunum og þetta einfaldar leikinn minn,“ sagði Dufner eftir sigurinn á Memorial-mótinu.
GERIR LEIKINN KRAFTMEIRI Orkudrykkir eru ekki รฆtlaรฐir bรถrnum yngri en 15 รกra.
Ógnarhraði – Meðalkylfingur nær rúmlega 200 km hraða á boltann í upphafshögginu
Flestum kylfingum þykir skemmtilegt að sjá góð upphafshögg fljúga hátt og langt. Og sumum finnst sú tilfinning vera sú besta í golfíþróttinni. Golfboltinn fer af stað með ógnarhraða í upphafshöggunum með drævernum og hér fyrir neðan getur þú fundið út hversu hratt boltinn fer af stað í þínum upphafshöggum. Allar tölur eru meðaltal og fengnar að láni í gagnabanka TrackMan.
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ógnarhraði
Atvinnukylfingar á PGA-mótaröð karla: 270 km/klst. Atvinnukylfingar á LPGA-mótaröð kvenna: 225 km/klst
Áhugakylfingar: Karlar: Forgjöf 0 eða lægra: 260 km/klst. Forgjöf 5: 236 km/klst. Forgjöf 10: 222 km/klst. Forgjöf 15: 214 km/klst. Forgjöf 18: 210 km/klst.
Konur: Forgjöf 0 eða lægra: 210 km/klst. Forgjöf 5: 201 km/klst. Forgjöf 10: 191 km/klst. Forgjöf 15: 178 km/klst.
ENNEMM / SÍA / NM81710
þú þarft nesti Á golfvöllinn Þú finnur Nesti hvert sem þú eltir golfið. Við tökum vel á móti þér með nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi boozt og eðal kaffidykki sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur.
hluti af
Ólafía og Axel í uppáhaldi Ebba Guðríður Ægisdóttir skemmti sér vel á Áskorenda mótaröðinni
Ebba Guðríður Ægisdóttir er mikil íþróttastelpa sem stundar m.a. handbolta og golf. Ebba Guðríður var á meðal keppenda á fyrsta móti ársins á Áskorendamótaröðinni á Svarfhólsvelli á Selfossi. Þar vakti hún athygli fyrir ljómandi gott skap og fallega sveiflu. Golf á Íslandi ræddi stuttlega við þessa snjöllu stelpu sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Þar kemur m.a. fram að uppáhaldsmaturinn hennar Ebbu er grjónagrautur sem móðursystir hennar, Guðríður Guðjónsdóttir, galdrar fram í eldhúsinu. Hvernig byrjaðir þú í golfi? „Ég fór með systur minni og prufaði og fannst gaman, seinna fór ég á námskeið og hef síðan haldið áfram. Systir mín heitir Ester Amíra Ægisdóttir og er einnig í golfi eins og ég.“ Hvað er skemmtilegast í golfi? „Æfa mig að hitta í húllahringi með vippi og spila úti á velli.“ Hvar spilar þú mest/oftast golf? „Á Sveinskotsvellinum hjá Keili.“ Hver er uppáhaldsvöllurinn þinn? „Svarfhólsvöllur á Selfossi.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég æfi handbolta og síðan finnst
124
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía og Axel í uppáhaldi
mér allar boltagreinar skemmtilegar eins og körfubolti og fótbolti.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Áslandsskóla, 2. bekk.“ Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn? „Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson.“
Staðreyndir: Nafn: Ebba Guðríður Ægisdóttir Aldur: 7 ára. Forgjöf: 54. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur eins og Gurrý frænka mín gerir hann. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og Gojiberjasafi. Uppáhaldskylfa: Sandjárnið og 7-járnið.
Brosmildur Ísfirðingur – Jón Gunnar Kanishka Shiransson kann vel við heimavöllinn í Tungudalnum Nafn: Jón Gunnar Kanishka Shiransson Aldur: 10 að verða 11 í júlí Forgjöf: 29,7 Uppáhaldsmatur: Lasagna Uppáhaldsdrykkur: Vatn Uppáhaldkylfa: Dræver Jón Gunnar var brosmildur þegar Golf á Íslandi hitti á hann á Svarfhólsvelli á Selfossi á dögunum þar sem hann hafði ferðast rúmlega 450 km leið til þess að keppa á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Hvernig byrjaðir þú í golfi? „Ég byrjaði að leika mér í golfi þegar ég var 5 ára gamall með afa mínum.“ Hvað er skemmtilegast í golfi? „Upphafshöggin eru skemmtilegasti hlutinn af golfinu, að slá langt. Mér finnst líka gaman að spila með skemmtilegu fólki.“ Hvar spilar þú mest/oftast golf? „Ég spila oftast á Tungudalsvelli heima á Ísafirði. Uppáhaldsvöllurinn minn er Highlands Reserve völlurinn á Flórída.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Mér finnst gaman í körfubolta.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Er í 5. bekk í Grunnskóla Ísafjarðar.“ Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn? „Jason Day er uppáhaldskylfingurinn minn.“
126
GOLF.IS - Golf á Íslandi Brosmildur Ísfirðingur
ENNEMM / SIA • NM82631
Staðreyndir:
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
„Ég spila oftast á golfvellinum á Ísafirði í Tungudal en mér fannst rosalega gaman að spila á Highlands Reserve vellinum á Flórída í vetur,“ segir Jón Gunnar Kanishka Shiransson, 10 ára kylfingur úr Golfklúbbi Ísafjarðar.
Bókaðu golfferð
LA SELLA
Frá kr.
189.995
m/hálfu fæði & drykki m/kvöldverð
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
ENNEMM / SIA • NM82631
Vikuferðir / 5 stjörnu golfsvæði
Hotel La Sella Marriott Frá kr. 189.995
m/hálft fæði innifalið & drykki m/kvöldverð Netverð á mann frá kr. 189.995 m.v. 2 í herbergi. Vikulegar ferðir 22. september - 31. október 2017.
595 1000
.
heimsferdir.is – fáðu meira út úr fríinu
Kryddaðu golfið
Skemmtileg leikform fyrir þá sem vilja tilbreytingu Flestir kylfingar kjósa að fá smá tilbreytingu í leikformin sem notuð eru flesta daga í golfinu. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum leikformum sem brjóta upp hversdagsleikann á golfvellinum. Norskur skollaleikur
Stubbur
Skemmtileg og jafnframt óvenjuleg útfærsla á golfleiknum, sem nýtur vinsælda í Noregi. Leikreglur: Áður en keppendur halda af stað út á völl þarf að ákveða hversu oft keppendur geti kastað boltanum á hringnum. Já, það má kasta golfboltanum í þessum leik. Keppendur geta þá valið að nýta „kastið“ í þeim aðstæðum sem þeir telja að það henti þeim. T.d. ofan í glompu. Eitt kast telst sem eitt högg og hægt er að leika norska skollaleikinn í einstaklings- eða liðakeppni.
Skemmtilegt leikafbrigði þar sem taktík kemur við sögu. Hægt er að keppa í bæði höggleik eða punktakeppni. Þegar einhver í ráshópnum vinnur holu þá velja mótherjar hans eina kylfu úr pokanum hans. Þá kylfu má hann eða hún ekki nota aftur á hringnum. Það er ágæt regla að friða pútterinn en aðrar kylfur má taka úr umferð. Sá sem vinnur margar holur gæti því verið með afar fáa valkosti þegar á líður keppnina.
Snærisleikur Leikinn er höggleikur án forgjafar en keppendur fá snærisspotta með í för í réttu hlutfalli við forgjöfina. Sá sem er með 12 í forgjöf fær 12 metra snærisspotta sem hann getur nýtt til þess að færa boltann á hentugri stað, t.d. úr torfæru, eða að koma boltanum ofan í holuna á flötinni. Þegar slíkt er gert þarf að klippa af spottanum og þannig „saxast“ á forgjöfina eftir því sem líður á keppnina. Sá sem er á lægsta skorinu sigrar, óháð því hvort forgjöfin í formi snærisspottans hafi verið nýtt.
Fjórmenningur með „kryddi“ Þetta hentar vel fyrir þá sem velja að leika fjórmenning (foursome) með smá „kryddi“ þar sem skipt er ört um liðsfélaga. Í fjórmenning leika tveir leikmenn saman í liði og liðið leikur aðeins einum bolta. Leikmenn skiptast á að slá upphafshöggin og slá síðan til skiptis út holuna.
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kryddaðu golfið
Bingó, bangó, bongó Fyrir 2–4 leikmenn. Fyrstur inn á flöt, næstur holu og fyrstur ofan í. Bingó, bangó, bongó er leikur þar sem keppt er um þrjú stig á hverri holu. Sá sem er fyrstur til að komast inn á flöt fær eitt stig = Bingó. Sá sem er næstur holu eftir innáhöggið fær eitt stig = Bangó. Sá sem er fyrstur til að koma boltanum ofan í holuna fær eitt stig = Bongó. Í lok hringsins eru stigin lögð saman og sá sem fær flest stig sigrar. Í þessum leik skiptir engu máli hversu vel þú leikur og allir eiga möguleika á sigri. Leikreglur: Fyrst eru leiknar sex holur og þá skipta leikmenn um lið. Eftir 12 holur er liðunum skipt upp enn á ný þannig að allir fjórir í liðinu hafi leikið saman. Sigurliðið eftir hverjar 6 holur fær 2 stig og 1 stig er í boði ef það er jafntefli. Sá leikmaður sem fær flest stig samanlagt er sigurvegari.
í l ú j k o l í m u lytj
Við f
Örninn golfverslun flytur úr Húsgagnahöllinni í nýtt og glæsilegt húsnæði að Bíldshöfða 9
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
Glæsilegur Snæfellsjökull
Snæfellsjökull blasti við keppendum á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór í maí sl. á Hólmsvelli í Leiru. Hér er horft upp eftir sjöttu braut vallarins en jökullinn er í um 100 km fjarlægð í loftlínu frá Leirunni.
130
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
GOLF.IS
131
Tignarlegir taflmenn á Flúðum
Golf er íþrótt þar sem hugur og hönd þurfa að vinna vel saman. Í skákíþróttinni reynir mest á hugann og gestum á Selsvelli á Flúðum gefst kostur á að tefla á glæsilegu taflborði sem er á veröndinni á veitingastaðnum Kaffi Sel. Taflmennirnir eru stórir og tignarlegir eins og sjá má á þessari mynd.
Golfið kynnt í Kringlunni Sportdagar Kringlunnar fóru fram í lok maí en þar var golfíþróttin kynnt með ýmsum hætti í göngugötunni í Kringlunni. Margir tóku þátt í þeim viðburðum sem boðið var upp á hjá þeim golfklúbbum sem kynntu þar starf sitt fyrir Kringlugestum. Keppt var í ýmsum þrautum og keppnum og létu gestir vel af þeirri þjónustu sem golfklúbbarnir buðu upp á. Andri Már íþróttamaður ársins Í síðasta tölublaði Golf á Íslandi fór fram hjá okkur að Andri Már Óskarsson GHR fékk viðurkenningu hjá Rangárþingi eystra sem íþróttamaður ársins 2016. Því er hér með komið á framfæri en alls fengu þá fimm kylfingar sæmdarheitið íþróttamaður ársins hjá sínu íþróttafélagi á síðasta ári.
132
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
BÍL FRÁ L Á BÆ VE GÓ R RÐ Ð I! U
SUZUKI VITARA FYRIR VETUR, SUMAR, VOR OG HAUST FJÓRHJÓLADRIFINN, SJÁLFSKIPTUR EÐA BEINSKIPTUR
Suzuki Vitara er einstaklega sparneytinn, fjórhjóladrifinn sportjeppi með frábæra aksturseiginleika. Suzuki Vitara er með rúmbetri jeppum í sínum stærðarflokki og er hlaðinn tæknibúnaði. Sjón er sögu ríkari, komdu og reynsluaktu, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
4WD All-grip tryggir öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður. Þú kemst alla leið!
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
p
00
REGLULEGAR GREIÐSLUR Posar
Reglulegar greiðslur
Okkar rekstur gengur út á að bjóða viðskiptavininum nákvæmlega það sem hann þarf. Þar eru þægindi við greiðslur ekki undanskilin. Reglulegar greiðslur Valitor gera viðskiptavinum okkar kleift að vera
Veflausnir
Kortalán
í öruggri áskrift án þess að þurfa endurtekið að taka upp kortið. Viðskiptavinirnir eru ánægðir og við líka.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
Bjarki fékk gullverðlaun – Frábær árangur hjá Íslendingunum á Nordic Special Þrír íslenskir keppendur úr röðum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi tóku þátt á Nordic Special Golf Cup 2017 sem fram fór í Helsingør í Danmörku um sl. helgi. Árangur þeirra var glæsilegur en keppt var á frábærum og krefjandi golfvelli í Helsingør.
Bjarki Guðnason úr GS lék á 42 punktum þegar mest á reyndi og sigraði hann í B-flokki leikmanna með 14,1-30 í forgjöf. Elín Ólafsdóttir úr GK varð fimmta í B-flokknum. Pálmi Þór Pálmason úr GKB keppti í A-flokki þar sem keppendur voru með forgjöf 0-14. Pálmi endaði í sjötta sæti en í A-flokki var keppt í höggleik. Sannarlega glæsilegt hjá okkar fólki og við sendum þeim hamingjuóskir með árangurinn.
136
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bjarki fékk gullverðlaun
Klassískur stíll og fíngerð form gera þessa gamaldags hönnun baðinnréttinga gullfallega og nútímalega. Burlington baðherbergin eru gott dæmi um hin hefðbundnu baðherbergi sem fyrir löngu eru orðin klassísk og bera frábærri hönnun og fegurð baðherbergja fyrri tíma gott vitni. Burlington leggur mikið upp úr samræmdri hönnun á öllum sínum vörum til að auðvelda þér að velja hið klassíska baðherbergi.
Draghálsi 14 - 16 · S ím i 4 12 12 00 www.isleifur.is
„Fannst ég vera flottur í jogging-gallanum“ – Helgi Reynir Guðmundsson byrjaði í golfi 10 ára gamall í Hólminum „Margir af vinum mínum og fjölskyldumeðlimum eru í golfi og mér finnst gaman að spila með þeim. Svo er þetta bara svo hrikalega skemmtilegt sport sem gerir helling fyrir mig. Félagsskapurinn úti á vellinum með góðu fólki gerir þessa íþrótt gríðarlega skemmtilega,“ segir Helgi Reynir Guðmundsson úr Stykkishólmi en hann kynntist golfinu í gamla heimabænum þegar hann var krakki. Helgi Reynir er félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og einnig í Golfklúbbnum Jökli frá Ólafsvík en hann hefur samt sem áður ekki náð að komast í sterkt lið GJÓ á Íslandsmóti golfklúbba. „Ætli ég hafi ekki byrjað 10 ára gamall að spila golf þegar ég var að alast upp í Stykkishólmi. Við vorum nokkrir æsku vinirnir sem fengum bakteríuna og höfum meira og minna verið að spila reglulega golf síðan. Við höldum hópinn enn í dag og förum t.d. árlega eina helgi á sumrin og spilum á „Golfmóti Snillinganna“ sem er alltaf jafn gaman.“ Helgi segir að hefðbundið golfsumar sé með ýmsum hætti hjá honum. Spilamennskan hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. „Það er nú allur gangur á því hvernig þetta hefur verið. Ég spila kannski ekki eins mikið og áður fyrr þótt það hafi aðeins aukist undanfarin ár. Fer nú reglulega á mót en þá oftast með félögum mínum úr GJÓ sem ég hef spilað töluvert með sl. ár. Er samt ekki orðin nógu góður til að komast í þessa stormsveit sem þeir hafa á að skipa núna, en maður veit samt aldrei.“ Þú kepptir á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri í fyrra. Hvað varð til þess að þú tókst þátt og hvernig var að vera meðal þeirra bestu? „Ég hafði nokkrum sinnum hugleitt að skrá mig á Íslandsmótið en aldrei látið verða af því. Það var svo 2015 þegar mótið var á Akranesi að ég lét vaða eftir að konan mín hvatti mig til þess. Hún bauðst svo til að draga kerruna í þokkabót og þá var ekki um annað ræða en að skrá sig. Fór svo aftur í fyrra á Akureyri sem var ótrúlega gaman. Að spila á Íslandsmóti með þá umgjörð sem er í kringum það mót er virkilega skemmtileg upplifun. Vera í kringum þá bestu og spila á sama móti gerir helling fyrir
138
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Fannst ég vera flottur í jogging-gallanum“
mig. Það er alls ekki ólíklegt að ég muni skrá mig einhvern tímann aftur.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að takast á við sjálfan sig í golfi getur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Þótt árangurinn sé misjafn eru þetta endalausar áskoranir þar sem maður lærir helling. Svo er það auðvitað félagsskapurinn sem fylgir þessu, alltaf gaman að taka hring með skemmtilegu fólki.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Ég varð vitni að ótrúlegu atviki í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Við vorum að ganga af flötinni á að mig minnir 15. holu og félagar okkar voru á teignum á sömu holu. Þegar við vorum að ganga af flötinni sló Pétur Pétursson frá Malarrifi, sem var í ráshópnum á eftir okkur, upphafshögg. Það vildi ekki betur en svo að kúlan lenti ofan í vasanum hjá æskuvini mínum Sigtryggi Birki Jónatanssyni sem var með mér í ráshóp. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar Sigtryggur öskraði af sársauka, greip um lærið á sér og vissi ekkert hvað gerðist, ekkert frekar en við hinir. Eftir smá tíma þegar hann náði áttum fór hann í buxnavasann og fann tvo bolta, sinn eiginn og boltann sem Pétur sló af teignum.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Gleymi seint þegar ég var ca. 14 ára gamall á mínu fyrsta Íslandsmóti unglinga sem var haldið í Grafarholti. Ég og æskuvinur minn Lýður Vignisson fórum saman á mótið úr Stykkishólmi og ég mætti í jogging-galla á fyrsta teig - algjör sveitamaður! Menn voru
ekkert að fara neitt sérstaklega yfir þessa hluti með manni fyrir brottför. Svipurinn sem ég fékk frá fólki er eftirminnilegur, en ég fékk séns fyrsta daginn með því skilyrði að koma í viðeigandi klæðnaði daginn eftir. Ég spilaði því fyrsta daginn á mínu fyrsta Íslandsmóti í jogging-galla og fannst ég bara helvíti flottur. En þessu var svo reddað og ég mætti í flottustu golfbuxum sem hafa sést í Grafarholtinu daginn eftir.“ Draumaráshópurinn? Michael Jordan, Charles Barkley og Steven Gerrard. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Eins og staðan er í dag myndi ég segja Hlíðavöllur í Mosó. Eftir þessar viðbætur sem þeir hafa gert finnst mér völlurinn orðinn virkilega skemmtilegur. Flottar nýjar holur sem setja skemmtilegan svip á heildar upplifunina að spila völlinn. Er meira að segja búinn að skrá mig í klúbbinn hjá þeim og mun taka völlinn enn betur út í sumar.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? Hola nr. 17 í Eyjum, umhverfið og fílingurinn að standa á teignum með sjóinn fyrir framan sig og allt þetta fallega umhverfi er magnað. Hola nr. 1 í Brautarholti er virkilega flott, að standa á teignum og horfa yfir brautina er skemmtileg upplifun. Innáhöggið upp á klettana er svo alltaf ákveðin stemming. Hola nr. 6 í Stykkishólmi er svo alltaf skemmtileg. Maður stendur uppi á flöt og horfir yfir Breiðafjörðinn í allri sinni dýrð, gerist ekki mikið betra. Teigur-sjór-flöt, þetta samspil gerir eitthvað fyrir mig.“
Staðreyndir:
Nafn: Helgi Reynir Guðmundsson Aldur: 36. Forgjöf: 5,6. Uppáhaldsmatur: Lambalæri með öllu tilheyrandi. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi. Uppáhaldskylfa: 4-járnið. Ég hlusta á: Alls konar, en Radiohead og Pearl Jam eru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Besta skor í golfi: Minnir að það sé 70 högg (-2) á mínum gamla heimavelli í Stykkishólmi, man ekki hvenær. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að missa hausinn, en er að verða betri í því þótt það takist ekki alltaf. Dræver: Gamall Titleist 905T. Brautartré: Slazenger Interface – hef átt það síðan ég var u.þ.b. 14 ára og það virkar fínt. Blendingur: Benross VX Progo 17°. Járn: Titleist AP2. Fleygjárn: Titleist Vokey 52°, 56° & 60°. Pútter: YES - Victoria. Hanski: FJ. Skór: Adidas. Golfpoki: Titleist. Kerra: Sun Mountain.
EAGLE
GOLFBÍLAR
Litir: Hvítur, svartur, grænn, rauður, blár, kampavínslitur.
Rafgeymar, stærð 6 og 8 volt í golfbíla 36V eða 48V. Sænskir rafgeymar á góðu verði, leytið tilboða.
„Við höfum selt og leigt út EAGLE golfbílana í Svíþjóð í meira en 10 ár og höfum mjög góða reynslu af þeim.“ Björn Raumer, Rebykon Golf AB, Svíþjóð
Umboðsaðili: Tímon ehf., sími 588 4422, Baldur sími 893 6818, tölvup.: baldurd@simnet.is
GOLF.IS
139
Gríðarlegar breytingar – Þannig leit Grafarholtsvöllur út fyrir hálfri öld
Þeir bestu velja TaylorMade
BÍLDSHÖFÐA 20
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
140
GOLF.IS - Golf á Íslandi Gríðarlegar breytingar
Þessar myndir frá Grafarholtsvelli voru teknar fyrir hálfri öld eða árið 1967. Myndirnar eru úr safni Júlíusar Júlíussonar og eru hýstar á golfljósmyndavefnum golfmyndir.is. Júlíus Sólnes úr GA stendur við flaggið á 12. braut en völlurinn var á þessum tíma 12 holur. Eins og sjá má hefur umhverfið við Grafarholtsvöll breyst gríðarlega á þessum fimmtíu árum.
Það reyndist mjög erfitt að byggja golfvöll í Grafarholti. Nær allan jarðveg skorti til ræktunar. Engu að síður létu kylfingar ekki deigan síga og með ótrúlegri eljusemi tókst að byggja fallegan og góðan golfvöll á staðnum. Byrjað var að leika á vellinum árið 1963 og þá aðeins á nokkrum holum en smátt og smátt voru fleiri holur teknar í notkun. Í dag
er Grafarholtsvöllur í hæsta gæðaflokki sem golfvöllur og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu, ásamt golfskála af bestu gerð. Völlurinn var hannaður af Svíanum Nils Sköld. Verður vart annað sagt en honum hafi tekist hönnunin afburðavel. Völlurinn er einstakur að því leyti að engar tvær holur eru líkar.
GOLF.IS
141
Fjörtíu ár liðin frá sjötta Íslandsmeistaratitli Björgvins Þorsteinssonar:
Einvígi aldarinnar
Íslandsmótið í golfi fór fram á Grafarholtsvelli árið 1977 eða fyrir fjörtíu árum. Á þessari mynd má sjá frá vinstri Björgúlf Lúðvíksson, Ragnar Ólafsson, Björgvin Þorsteinsson og Atla Arason. Íslandsmótið var það fjölmennasta frá upphafi þar sem 226 keppendur tóku þátt en mótið var flokkaskipt á þessum tíma. Í Morgunblaðinu er sagt frá því að einvígi aldarinnar hafi farið fram á Grafarholtsvelli. Björgvin náði forystu eftir tvo fyrstu hringina en fékk mikla baráttu frá Ragnar Ólafssyni úr GR. Ragnar sýndi mikla íþróttamennsku þegar hann dæmdi víti á sig á þriðja keppnisdeginum þegar bolti hans hreyfðist úr stað án þess að nokkur maður tæki eftir því. Björgvin sigraði
142
GOLF.IS - Golf á Íslandi Einvígi aldarinnar
með minnsta mun en hann lék á 306 höggum og Ragnar á 307 höggum. Um 200 manns fylgdu lokaráshópnum á lokahringnum og þótti það mikið afrek að fá svo marga áhorfendur á svæðið. Þetta var jafnframt sjötti Íslandsmeistaratitill Björgvins en hann varð Íslandsmeistari sex sinnum á sjö ára tímabili, 1971-1977. Björgvin og Úlfar Jónsson eiga báðir sex Íslandsmeistaratitla en metið á Birgir Leifur Hafþórsson sem bætti sjöunda titlinum í safnið á Jaðarsvelli á Akureyri á síðasta ári.
Rétta kortið fyrir kylfinginn
Vildarpunktar Icelandair af allri verslun
Premium Icelandair
American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.
Kynntu þér kostina á kreditkort.is
Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers
Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.
Krían er ágeng:
Hvaða kylfu er best að nota til að verjast kríunni? Það er betra að vera á braut á brautunum úti á nesinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Kríuvarp er á þessu svæði sem nær hámarki í júnímánuði. Jafnvel bestu kylfingar landsins eiga í vandræðum með að halda boltanum á brautinni eins og sjá má á þessum myndum sem voru teknar á Eimskipsmótaröðinni á sínum tíma. Stefán Már Stefánsson úr GR, Sigmundur Einar Másson úr GKG og Aron Ingi Skúlason úr GM vörðust kríunni með golfkylfum á meðan þeir leituðu að golfboltanum.
144
GOLF.IS - Golf á Íslandi Krían er ágeng
FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR Golfskálinn býður upp á úrval af græjum sem hjálpa þér með kylfuvalið Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum. Precision Pro er nýtt merki hjá okkur í mælum og úrum. Þar fer verð og gæði sérlega vel saman. Tom Tom úrin eru að okkar mati með því allra flottasta og besta í GPS úrum.
Hámarksverðmæti verðlauna á golfmótum árið 2017 Áhugamennskunefnd GSÍ. hefur ákveðið að hámarksverðmæti verðlauna á golfmótum skuli árið 2017 vera kr. 70.000. Verðmæti ferðavinninga má þó vera allt að kr. 140.000. Eins og endranær er miðað er við smásöluverðmæti vinnings. Eftirtaldar reglur gilda einnig um verðlaunafé: 1. Ekki má veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. 2. Vinni keppandi til fleiri en einna verðlauna á sama móti (eða mótasamfellu) má samanlagt verðmæti þeirra ekki vera umfram kr. 70.000. Þetta tekur einnig til aukaverðlauna svo sem fyrir lengsta upphafshögg og högg næst holu.
3. Ekkert hámark gildir um verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Þau mega auk þess koma að fullu til viðbótar sérhverjum öðrum verðlaunum í sama móti. Skipuleggjendum og bakhjörlum golfmóta er bent á að hafa fyrirfram samband við nefndina eða skrifstofu GSÍ ef vafi leikur á, hvort fyrirhuguð verðlaun eru í samræmi við gildandi reglur. Þær upphæðir, sem tilgreinar eru í bréfi þessu, gilda til loka árs 2017.
Með óskum um gleðilegt golfsumar. Áhugamennskunefnd GSÍ. Gísli Guðni Hall, formaður netfang ggh@law.is Guðmundur Friðrik Sigurðsson Hafdís Helgadóttir
K
Fo Vö
Fo
146
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á LET Evrópumótaröðinni 2017
KYLFINGAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Forskot er sjóður sem styður við íslenska kylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð. Eimskip, Valitor, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vörður tryggingar og Blue Lagoon standa að Forskoti ásamt Golfsambandi Íslands. Forskot er meðal annars stoltur styrktaraðili þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru sem í ár leika á mótum með bestu kylfingum heims.
Hvað er klukkan, Arnór?
Hjónin Arnór Skúlason og Margrjet Þórðardóttir hafa á undanförnum árum gengið mörg hundruð kílómetra á golfvöllum landsins og fylgst með börnum sínum Rúnari og Signýju sem eru úr Keili. Signý varð Íslandsmeistari árið 2015 á Garðavelli á Akranesi og Rúnar leikur með Minnesota háskólanum í Bandaríkjunum og hefur verið í fremstu röð afrekskylfinga undanfarin ár. Það kom upp skemmtilegt atvik á Símamótinu á Hamarsvelli á dögunum þar sem Arnór var eitthvað að skoða úrið sem Signý var með á úlnliðnum og eins og sjá má virðist Arnór ekki sjá mjög vel á úrið hjá dóttur sinni.
148
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað er klukkan, Arnór?
SERIES 2
Apple Watch frábær viðbót fyrir golfarann
Þú getur séð hvað er langt í pinna. Hvað er langt í næstu hættu. Skráð skor, GolfBook og margt fleira.
VATNSÞOLIÐ AÐ 50 METRUM
ÆFINGAR FORRIT
GPS
MÆLIR HJARTSLÁTTUR
Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is
Sjötta draumahöggið á ferlinum Þrír fuglar í röð og hola í höggi hjá Birgi Leifi í Belgíu
Birgir Leifur Hafþórsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á atvinnumóti í Belgíu þann 10. júní sl. GKG-ingurinn hefur þá farið sex sinnum holu í höggi á ferlinum og aðeins einn íslenskur kylfingur hefur farið oftar holu í höggi svo vitað sé. Kjartan L. Pálsson og Þorbjörn Kjærbo hafa einnig farið holu í höggi sex sinnum líkt og Birgir Leifur. Birgir hefur tvívegis fengið örn á holunni á undan eða eftir þegar hann hefur farið holu í höggi. Hann fékk þrjá fugla í röð áður en hann fór holu í höggi í Belgíu og var því á -5 samtals á fjórum holum. Árið 1989 á gömlu 2. holunni á Garðavelli á Akranesi. Árið 1990 á 11. holu á æfingahring fyrir Íslandsmót unglinga á Jaðarsvelli. Birgir fékk örn á 10. brautinni á sama hring og lék því tvær holur á -4 samtals. Árið 1994 á lokahring Íslandsmótsins í golfi á 14. braut á Jaðarsvelli á Akureyri.
150
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sjötta draumahöggið á ferlinum
Árið 1999 á Áskorendamótaröðinni í Svíþjóð. Árið 2000 í leik gegn Erni Ævari Hjartarsyni úr GS á Íslandsmóti golfklúbba, lauk leiknum með því að fá örn á 7. braut á Sjónum á Korpunni eftir að hafa slegið draumahöggið á næstu braut á undan, -4 á tveimur holum samtals. Árið 2017: Á 4. holunni á Royal Waterloo Golf Club í Belgíu, fékk þrjá fugla í röð og sló síðan boltann ofan í holu í upphafshöggi á 4. braut.
Sérstakt tilboð til golfara
kr. 40.00r0tilboð!
afslátitlt3a1. ágúst 2017 Gildir
Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?
Fullt verð 360.000 kr.
Tilboðsverð 320.000 kr.
Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK) augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin. Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.
Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is
Við bjóðum; Nýju tækin Nýjustu tækni Mikla reynslu Gott verð Frábæra þjónustu
– Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, hefur tíu sinnum farið holu í höggi Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja hefur oftast íslenskra kylfinga farið holu í höggi eða tíu sinnum alls. Hann fór m.a. holu í höggi tvo daga í röð á 75 ára afmælisári Golfklúbbs Akureyrar sem Björgvin er einnig félagi í. Sexfaldi Íslandsmeistarinn fór holu í höggi á 11. holu sem var þá níunda draumahögg hans á ferlinum og hann bætti því tíunda við daginn eftir á 6. holu Jaðarsvallar sem í dag er 8. braut vallarins.
Þær holur sem Björgvin hefur farið holu í höggi eru: 6. hola á Jaðarsvelli (tvisvar) 11. hola á Jaðarsvelli 18. hola á Jaðarsvelli 2. hola á Grafarholtsvelli (tvisvar) 9. hola á Korpúlfsstaðavelli 4. hola á Höfn í Hornafirði 13. hola á Esbjerg-velli í Danmörku 13. hola á Monticello-velli á Ítalíu. Dr. Halldór Hansen var fyrstur til að fara holu í höggi í golfinu hér á landi svo vitað sé, árið 1939. Fyrsta konan til að vinna það afrek var Ólöf Geirsdóttir. Það gerði hún á Grafarholtsvellinum þann 7. júní 1966. Afrekið vann hún á holu sem þá var númer 11, á svipuðum stað og 17. brautin er nú staðsett. Ólöf lét ekki staðar numið þar. Hún bætti þremur holum í safnið sitt síðar meir Margir hafa unnið það afrek að hafa farið tvisvar holu í höggi á sama leikárinu en enginn hefur náð því þrisvar. Einn Íslendingur hefur þó náð því að komast á spjöld sögunnar og um leið á spjöldin hjá St. Andrews en þar er haldið utan um margt merkilegt sem gerst hefur á golfvöllum víða um heim í gegnum ár og aldir. Ólafur Skúlason GR, oftast kenndur við Laxalón sem er við Grafarholtsvöllinn, vann það afrek að fara tvisvar sinnum holu í höggi á sama golfhringnum. Það gerði hann á Grafarholtsvelli árið 1971 og var önnur holan, sem hann vann afrekið á, par-4. Hverjar eru líkurnar á holu í höggi? Mörg merkileg skorkort hafa komið inn til staðfestingu á holu í höggi. Eitt það merkilegasta, a.m.k. hvað tölur varðar, kom af gamla golfvellinum á Akureyri um 1960. Tölurnar sem þar voru litu svona út: 9 – 9 – 8 – 9 – 1 –12. Líkurnar samkvæmt tölvuútreikningi á að fara holu í höggi á 18 holu hring eru 1 á móti 11.000.
152
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Sló draumahöggið tvo daga í röð
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Golfsettið er alltaf innifalið
Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Hér er horft á Frístundamiðstöðina frá 1. teig Garðavallar.
Frístundamiðstöð á Garðavelli
– 1000 fermetra fjölnota hús verður reist hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi Golfklúbburinn Leynir mun ganga til samninga við Akraneskaupstað um verkefnið Frístundamiðstöð við Garðavöll. Tillaga þess efnis var samþykkt á fjölmennum félagsfundi sem fór fram í lok maí í klúbbhúsi Leynis. Á fundinum voru lagðar fram tillögur sem stjórn Leynis hefur unnið að undanfarin tvö ár. Akraneskaupstaður mun byggja frístundamiðstöðina í samráði við Leyni þar sem núverandi golfskáli er staðsettur í dag.
154
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frístundamiðstöð á Garðavelli
Hér má sjá hvernig Frístundamiðstöðin mun líta út en hér er horft frá bílastæðinu í austurátt.
SVEIFLAN BATNAR MEÐ ÚRVAL ÚTSÝN SÉRSNÍÐ U GOLFFER M ÐIR FYRIR H ÓPA SENDU P ÓS SPORT@ T Á UU.IS
EDMONTON 1.–8. SEPTEMBER
7 daga ferð til Edmonton þar sem nýr völlur er spilaður á hverjum degi. Gist er á 4 stjörnu hóteli í miðbæ Edmonton og því stutt í fjölda verslana og veitingastaði.
FRÁ 249.900 KR. Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
EINSTÖK UPPLIFUN
HUA HIN, THAILAND 18.–29. NÓVEMBER
Glæsileg 10 daga ferð með lúxus gistingu á Ananatara Hua Hin Resort og spili á sex glæsilegum völlum á svæðinu. Fararstjóri er Þórður Rafn Gissurarson.
FRÁ 439.900 KR. Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
LINGFIELD PARK
BELFRY
Tvær brottfarir í langa helgi á Lingfield Park, flottum golfvelli rétt um 20 mínútur frá London Gatwick flugvellinum. Gist á Lingfield Park Marriott.
Tvær brottfarir á Belfry golfsvæðið, eitt það þekktasta og skemmtilegasta sem hægt er að komast á, rétt fyrir utan Birmingham. Svæðið hefur þrjá 18 holu velli, hver öðrum flottari.
FRÁ 99.900 KR.
FRÁ 139.900 KR.
21. OG 28. SEPTEMBER
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
Innifalið í verði er flug, gisting, flugvallaskattar, ferðataska og handfarangur.
14. 0G 28. SEPTEMBER
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
Gestir Frístundamiðstöðvarinnar geta horft yfir 9. flötina af svölum við húsið og einnig af palli sem snýr í austur.
E
Halldór Stefánsson hefur unnið tillögu fyrir stjórn Leyni, en um er að ræða metnaðarfullar teikningar af tæplega 1000 fermetra húsi, sem skiptist í 660 fermetra jarðhæð og rúmlega 300 fermetra kjallara. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 300 milljónir kr. Akraneskaupstaður verður eigandi hússins en Leynir verður umsjónar- og rekstraraðili hússins. Í kjallara er gert ráð fyrir inniaðstöðu fyrir golfiðkun, s.s. púttsvæði og golfherma, ásamt aðstöðu fyrir golfbíla. Jarðhæðin samanstendur af veislusal fyrir allt að 200 manns í sæti, setustofu, eldhúsi,
Gert er ráð fyrir að 200 gestir geti setið til borðs í Frístundamiðstöðinni.
156
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frístundamiðstöð á Garðavelli
salernum, búningsherbergjum, skrifstofum, fundarherbergi og afgreiðslu fyrir golfvöll. Á fundinum kom fram að Frístundamiðstöðin er hugsuð fyrir starfsemi GL og gesti Garðavallar sem
og Akraneskaupstað og aðildarfélög ÍA. Akraneskaupstaður mun eiga húsnæðið og GL mun hafa umsjón með því og sjá um rekstur þess. Áætlað er að bjóða verkefnið út um mitt sumar og hefja framkvæmdir á haustmánuðum að loknu golftímabili. Áætlanir gera svo ráð fyrir að taka jarðhæð í notkun vorið 2018 og að framkvæmdum við kjallara og annan fullnaðarfrágang verði lokið í desember 2018. Vel var mætt á félagsfundinn og má áætla að fundinn hafi sótt um 40-50 félagsmenn.
EKKI BARA GÆÐI SMÍÐABUXUR
ÖRYGGISSKÓR
REGNSETT
FISKAUGA Í KAUPBÆTI
Kauptu 1999 buxur og fáðu 180° víðlinsu á símann í kaupbæti.
13.900
9.900
m/vsk
Fullt verð 21.985
JAKKI
25.900
m/vsk
15.900
FLANNELSKYRTA
6.900
m/vsk
Fullt verð 19.900
BUXUR
ÖRYGGISGLERAUGU
m/vsk
Fullt verð 14.816
m/vsk
Fullt verð 9.900
VINNUBUXUR
PÓLÓBOLUR Í KAUPBÆTI 14.900
m/vsk
Fullt verð 22.050
HNJÁPÚÐAR
1.590
m/vsk
Fullt verð 2.964
490
Kauptu 1459/7159 buxur og fáðu pólóbol í kaupbæti m/vsk
Fullt verð 782
JAKKI
19.900
13.900 m/vsk
Fullt verð 27.566t
Verð frá
www.sindri.is I sími 567 6000 Skútuvogi 1, Reykjavík Smiðjuvegi 1 grá gata, Kópavogi
m/vsk
Vatnstorfæru lokað
– Vel heppnaðar breytingar á fjórðu braut Garðavallar Töluverðar breytingar voru gerðar á fjórðu braut Garðavallar á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni í vor. Þar var vatnstorfæru lokað að stórum hluta við flötina á þessari krefjandi par 5 braut. Markmiðið með breytingunum var að auka líkurnar á því að hægt væri að slá inn á flötina í öðru höggi og einnig að gera aðkomuna einfaldari fyrir kylfinga á öllum getustigum. Vel heppnuð framkvæmd að flestra mati og fram undan eru töluverðar breytingar á Garðavelli.
158
GOLF.IS
Öflug útgáfustarfsemi hjá GM – GOLFMOS var dreift í rúmlega 30.000 eintökum nýverið Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur á undanförnum misserum látið að sér kveða í útgáfumálum og kynningu á golfíþróttinni. Nýverið kom út 7. tbl. af tímaritinu GOLFMOS en því tölublaði var dreift inn á rúmlega 30.000 heimili á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað árið sem tímaritið er gefið út.
160
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflug útgáfustarfsemi hjá GM
Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, skrifar og setur upp tímaritið að mestu leyti. Í samtali við Golf á Íslandi sagði Gunnar að GOLFMOS væri fyrst og fremst rafrænt tímarit en væri prentað í litlu upplagi hverju sinni og væri aðgengilegt fyrir félagsmenn í nýrri frístundamiðstöð klúbbsins við Hlíðavöll. Í nýjasta tbl. GOLFMOS er m.a. viðtal við Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmann í körfubolta og fyrirliða Íslandsmeistaraliðs KR, ásamt ýmsum fróðleik hvernig kylfingar geti byrjað í golfi. Sannarlega metnaðarfullt hjá Mosfellingum og við óskum þeim til hamingju með tímaritið.
24. júní 2017 – Leirdalsvöllur – Golfklúbbur GKG Tveggja manna Betri Bolti 1. VERÐLAUN
VIP ferð fyrir tvo á THE OPEN Glæsilegar teiggjafir / Dregið úr skorkortum Kvöldskemmtun og verðlaunaafhending í skálanum að móti loknu um kl. 22.00
Skráning er hafin á golf.is
As served at
Allir velkomnir í fjörið eftir mót. Léttar veitingar og auðvitað Stella Artois!
Eftirlit með útbúnaði keppenda Það er margt sem vekur athygli á LPGA-mótaröðinni sem er frábrugðið því sem kylfingar á Íslandi eru vanir að upplifa í mótahaldi hér á landi. Eitt sem vakti athygli útsendara Golf á Íslandi á Pure Silk mótinu á Bahamas þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á sínu fyrsta móti var eftirlit með útbúnaði keppenda. Kylfurnar hjá hverjum einasta keppanda á LPGA eru skoðaðar af eftirlitsmanni áður en þeir hefja leik. Þar er farið með nákvæmum hætti yfir allar kylfurnar í pokanum og gengið úr skugga um að kylfurnar séu löglegar. Fleygjárnin eru skoðuð sérstaklega og einnig eru öll sköft skoðuð. Sérfræðingur á þessu sviði sinnir eftirliti á 1. teig og er útbúnaðurinn skoðaður fyrir hvern einasta hring.
162
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eftirlit með útbúnaði keppenda
V l
Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi
Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
EIMSKIP FLYTUR ÞÉR GOLFIÐ Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.