1 minute read

Hversu oft hittir þú flötina í tilætluðum höggafjölda?

Áhugaverð tölfræði

Þeir kylfingar sem ná því að hitta flatirnar í tilætluðum höggafjölda ná yfirleitt betri árangri en þeir sem eiga í vandræðum á þessu sviði golfleiksins.

Samkvæmt tölfræði frá Shotbyshot.com sem safnað hefur verið frá árinu 1992 hitta þeir allra bestu í heiminum tæplega 11 flatir á hverjum 18 holu hring að meðaltali.

TILÆTLAÐUR HÖGGAFJÖLDI - SKILGREININGAR.

■ Par 3 hola: Boltinn er á flötinni eftir upphafshöggið.

■ Par 4 hola: Boltinn er á flötinni eftir upphafshöggið eða annað höggið.

■ Par 5 hola: Boltinn er á flötinni eftir annaçð eða þriðja höggið.

Í tölfræðisamantekt Shotbyshot.com er unnið með gögn frá árinu 1992 og samtals eru 320.000 golfhringir notaðir í þessari tölfræði. Mörg þúsund kylfingar hafa lagt sitt af mörkum að skrá þessa tölfræði.

SAMKVÆMT TÖLFRÆÐINNI ERU LÍKURNAR Á ÞVÍ AÐ HITTA FLATIR Í TILÆTLUÐUM HÖGGAFJÖLDA ÞANNIG:

PGA-mótaröðin: Hittir 11,7 flatir að meðaltali.

Forgjöf (+3 til +1): Hittir 12,6 flatir að meðaltali.

Forgjöf (0-2): Hittir 11,8 flatir að meðaltali.

Forgjöf (3-5): Hittir 10,2 flatir að meðaltali.

Forgjöf (6-9): Hittir 8,5 flatir að meðaltali.

Forgjöf (10-14): Hittir 6,9 flatir að meðaltali.

Forgjöf (15-19): Hittir 5,1 flöt að meðaltali.

Forgjöf (20-24): Hittir 3,5 flatir að meðaltali.

Forgjöf (25-29): Hittir 3 flatir að meðaltali.

This article is from: