GOLF Á ÍSLANDI // 2. TBL. 2019
Guðrún Brá Björgvinsdóttir:
„Ég ætla að komast inn á LPGA og leika á fleiri en einu risamóti“
ALICANTE GOLF
VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐUR ÍSLENDINGA Á ALICANTE SVÆÐINU UNDANFARIN 17 ÁR HÓTEL Staðsett á golfvellinum, rúmgóð herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, setustofur, bar, veitingastaður, heilsulind með sauna, blautgufu (steambath) og innisundlaug með nuddstútum. Góður sundlaugargarður er við hótelið. Golfbílar bíða kylfinga inni á hótelinu hvern dag. 18 HOLU GOLFVÖLLUR Hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros. Einstaklega skemmtileg uppsetning með jafnmörgum par 3, par 4 og par 5 holum. Hentar öllum kylfingum. STAÐURINN Við hliðina á hótelinu er torg með úrvali veitingastaða og apóteki. Í göngufæri er að auki fjöldi veitingastaða, verslanir og falleg baðströnd. Miðbær Alicante er í 10 mín. fjarlægð og flugvöllurinn í 20 mín. fjarlægð. VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐURINN Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin 17 ár.
GOLFSKÓLI ALICANTE GOLF Við bjóðum upp á golfskóla á Alicante Golf. Golfskólinn er fyrir byrjendur og lengra komna.
KENNSLAN Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari, er skólastjóri golfskólans. Kennslan fer fram fyrir hádegi og svo spila þeir nemendur sem vilja golf eftir hádegi. Okkar reglur eru að ekki séu fleiri en 6-8 nemendur á kennara svo nemendurnir fái alla þá athygli og aðstoð sem þeir þurfa. AÐSTAÐAN Aðstaðan til golfkennslu er mjög góð á Alicante Golf. Sér púttflöt, vippflöt og glompuflöt og lengri högg slegin af grasi. HAUSTFERÐIRNAR 15. – 22. október – 7 nætur 22. – 31. október – 9 nætur
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is
GOLFGLEÐI GOLFSKÁLANS ALICANTE GOLF Golfgleði Golfskálans nýtur mikilla vinsælda hjá okkur. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja fleiri mót og eru óhræddir við að láta hrista aðeins upp í röðun í hollum. Nokkur fjölbreytileg golfmót eru í ferðinni og markmiðið er að hafa mótin á léttu nótunum og þannig aðgengileg og spennandi fyrir sem flesta. Golfgleði Golfskálans er 31. okt. – 12. nóv. – 12 nætur.
Myndin er frá 2. flöt í áttina að 3. braut á Alicante Golf
HELDRI KYLFINGAR 65+ ALICANTE GOLF Alicante Golf nýtur mikilla vinsælda meðal heldri kylfinga. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stutt frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir, apótek, verslanir og falleg baðströnd í stuttu göngufæri frá hótelinu.
EKKERT ALDURSTAKMARK Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó”. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem almennt frí og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli sem kemur til lækkunar á verði ferðanna. Þessar ferðir njóta vinsælda hjá mökum sem leika ekki golf þar sem verð ferða tekur mið af því auk fjölbreytileika svæðisins. HAUSTFERÐIRNAR 19. sept. – 03. okt. –14 nætur 24. sept. – 03. okt. –9 nætur
GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • travel@golfskalinn.is • golfskalinn.is
VOR 92003 Regluvörður 2019 opna golfbladid.indd 2
13.06.2019 15:09
Meðal efnis:
10
116
Guðmundur Ágúst fagnaði sigri á ný á Nordic Tour – er aðeins einum sigri frá keppnisrétti á Áskorendamótaröðinni.
18
78
Guðrún Brá Björgvinsdóttir ætlar sér stóra hluti í atvinnumennskunni. Markmið Íslandsmeistarans er að komast á LPGA og leika á fleiri en einu risamóti.
Fréttaskýring frá dómaranefnd GSÍ varðandi golfreglubreytingarnar sem tóku gildi 1. janúar 2019.
GOLF Á ÍSLANDI
72 Stuð og stemning í vorferð kvenna úr Oddi.
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
Íris Dögg sló draumahöggið nánast á sínum fyrsta alvöru golfhring.
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl, Golfklúbbur Reykjavíkur. PGA á Íslandi, Golfklúbbur Grindavíkur, ýmis einkasöfn. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júlí 2019.
Stoltur bakhjarl
Við þurfum ekki að stækka holuna Golfíþróttin er ólík flestum öðrum íþróttum þegar kemur að skipulagi. Ræðst það einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru iðkendur golfíþróttarinnar á öllum aldri, þ.e. frá barnsaldri fram yfir níræðisaldur. Í öðru lagi skiptast iðkendurnir í atvinnufólk og áhugafólk og um þessa tvo hópa kylfinga gilda ólíkar reglur. Í þriðja lagi er keppt í íþróttinni með og án forgjafar, sem eykur verulega umfang íþróttarinnar sem keppnisíþrótt. Þessi atriði gera það að verkum að skipulag og starfsemi Golfsambands Íslands er ekki eins og hjá öðrum sérsamböndum. Starfsemin getur bæði verið flóknari og umfangsmeiri. Undanfarin ár hefur starfsemi golfsambandsins vaxið mikið og á þeim tíma hefur sambandið byrjað að sinna verkefnum sem það hefur ekki áður sinnt. Skýrist það einkum af því að fjöldi kylfinga hefur vaxið mikið á öllum aldursstigum og kröfurnar sem kylfingarnir gera eru ólíkar. Með velgengninni hafa kröfurnar aukist og fleiri verkefni virðast hafa ratað á borðið. Þótt vissulega sé skemmtilegt að sinna fjölbreyttum verkefnum á ólíkum sviðum íþróttarinnar, þá getur verið hollt að staldra við og forgangsraða. Flest getum við sammælst um að golfsambandið eigi að sinna þeim verkefnum sem því eru falin af alúð. En þótt allir leggi sig fram og séu allir af vilja gerðir þá getur sambandið illa sinnt öllum þeim verkefnum sem því hefur verið falið að sinna. Að minnsta kosti ekki með þeim myndarbrag sem verkefnin eiga skilið. Þá getur sambandið illa aukið við starfsemi sína svo sómi sé að slíkri aukningu. Það er einfaldlega ekki hægt að gera allt fyrir alla. Það er óraunhæft og hætt er við því að starfsemi sambandsins þynnist út. Það á að gera miklar kröfur til Golfsambands Íslands og til að sambandið geti staðið undir þeim kröfum þarf að forgangsraða verkefnum með betri hætti en gert hefur verið til þessa. Það er því verkefni forystu hreyfingarinnar að skilgreina hlutverk sambandsins, með það að markmiði að hámarka árangur og ánægju. Sú vinna stendur nú yfir þar sem horft verður til þess að beina spjótunum frekar að tiltekinni kjarnastarfsemi sambandsins – starfsemi sem einungis golfsambandið getur sinnt. Það verður spennandi áskorun. Af öllum löndum heimsins þá er golfíþróttin vinsælust á Íslandi. Hugsið ykkur! Hlutfall kylfinga á Íslandi er yfir 10% af þjóðinni en engin önnur þjóð kemst nálægt þessu. Af þessari staðreynd megum við vera virkilega stolt og þótt ég efist ekki um að kylfingum eigi eftir að fjölga enn frekar er ekki þar með sagt að við eigum stöðugt að leggja ofuráherslu á fjölgun kylfinga. Fjöldinn á ekki að vera markmið í sjálfu sér. Það skiptir ekki síður máli að bjóða núverandi kylfingum upp á úrvalsaðstöðu og aðstoða þá við að leika íþróttina með þeim hætti sem hún á að vera leikin. Íþróttin sjálf á að vera markmiðið.
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Golfíþróttin er reist á aldagömlum hefðum og reglum og vinsældir hennar má ekki síst rekja til þeirra. Við þurfum því ekki að stöðugt að vera leita að nýjum leiðum til þess að leika golf, svo hægt sé að koma til móts við þá sem ekki stunda íþróttina – þá sem hugsanlega munu stunda hana síðar. Við þurfum ekki að fórna grunngildum íþróttarinnar, sem við öll féllum fyrir, til þess eins að lokka fleiri í sportið. Við eigum að sinna vel þeim verkefnum sem okkur eru falin og flagga öllu því sem íþróttin hefur upp á að bjóða. Íþróttin sjálf er besta auglýsingin og með slíkri auglýsingu tryggjum við gæði umfram magn. Haldið áfram að sveifla. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
GOLFSVEIFLAN BATNAR MEÐ ÚRVAL ÚTSÝN Frekari upplýsingar veitir Þórður Rafn Gissurarson, golfstjóri Úrvals Útsýnar í síma 585-4102 eða thordur@uu.is
EL PLANTIO RESORT Vinsælasti golfstaðurinn okkar, stutt frá Alicante. 4* íbúðahótel með 2-3 svefnherbergja íbúðum
VERÐ FRÁ 194.900 KR.
ÓTAKMARKAÐ GOLF ALLT INNIFALIÐ GOLFBÍLL INNIFALINN MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI
Verð á mann m.v. 4 saman í íbúð.
Glænýtt 4* Sheraton hótel, frábær 18 holu golfvöllur og eitt besta golfæfingasvæðið á suður Spáni.
VERÐ FRÁ 224.900 KR.
ÓTAKMARKAÐ GOLF MORGUNVERÐUR / HÁLFT FÆÐI GOLFBÍLL INNIFALINN MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ
1. - 14. NÓVEMBER
Draumaferð þar sem gist verður á 5* hóteli, ótakmarkað golf, golfbíll og allt innifalið í mat og drykk. Fararstjóri ferðarinnar: Júlíus Hallgrímsson
VERÐ FRÁ 689.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna. Mikið innifalið í verði.
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS
ÍTALÍA - CHERVO GOLF, LAKE GARDA
1. - 11. OKTÓBER
Glæsilegt golfsvæði hjá Lake Garda. 4* hótel, vínsmökkun og skoðunarferð í boði.
Fararstjóri ferðarinnar: Þórður Rafn Gissurarson
VERÐ FRÁ 424.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna. Mikið innifalið í verði.
VERÐ ERU BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG STAFABRENGL.
HACIENDA DEL ALAMO
Einum sigri frá Áskorendamótaröðinni
Guðmundur Ágúst sigraði á ný á Nordic Tour Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR gerði sér lítið fyrir og sigraði á PGA Championship / Ingelsta Kalkon atvinnumótinu sem fór fram á Österlens vellinum dagana 13.–16. júní sl. Guðmundur Ágúst hefur nú sigrað á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Hann er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Þeir kylfingar sem sigra á þremur mótum á Nordic Tour á keppnistímabilinu öðlast sjálfkrafa keppnisrétt á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Þar að auki fá fimm stigahæstu keppendurnir í lok tímabilsins keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst og Christian Bæch Christensen frá Danmörku voru jafnir á 9 höggum undir pari vallar eftir 54 holur. Þeir fóru í bráðabana um sigurinn. Þeir léku 18. brautina þrívegis og voru enn jafnir þegar fresta þurfti keppni vegna úrkomu og þrumuveðurs. Ekki gekk að ljúka bráðabananum og deildu þeir Guðmundur og Christian efsta sætinu. Guðmundur lék hringina þrjá á 67, 67 og 70 höggum. Haraldur Franklín Magnús endaði í 8. sæti á -6 samtals. Haraldur lék vel á lokahringnum og blandaði sér í baráttuna um sigurinn. Nordic Tour er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Það er að miklu að keppa á stigalista mótaraðarinnar. Fimm efstu í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Axel Bóasson úr Keili varð stigameistari árið 2017 og fékk í kjölfarið tækifæri á fjölmörgum mótum á Áskorendamótaröðinni.
10
GOLF.IS
Stefnu mótun Við aðstoðum þig við að móta framtíð þíns fyrirtækis. Með stefnumótun er hægt að skoða tiltekin atriði í rekstrinum eða fyrirtækið í heild. Tölum saman og skoðum hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Steinþór Pálsson í síma 545 6230 eða á steinthorpalsson@kpmg.is kpmg.is
Íslandsbankamótaröðin 2019
Sjö Íslandsmeistarar í holukeppni krýndir Íslandsmótið í holukeppni unglinga fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.–16. júní 2019. Aðstæður voru allar hinar bestu alla þrjá keppnisdagana. Það blés aðeins á fyrsta keppnisdeginum þegar höggleiksforkeppnin fór fram. Á næstu tveimur dögum lék veðrið við keppendur.
Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnum hætti samkvæmt reglugerð um mótið. Mjög góð þátttaka var á mótinu í Grindavík en alls tóku 132 keppendur þátt. Þeir keppendur sem fóru alla leið í undanúrslitaleikina léku maraþongolf á þremur dögum, 18 holur á fyrsta keppnisdeginum og síðan tóku við 72 holur á næstu tveimur keppnisdögum.
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin 2019
Á fyrsta keppnisdeginum var leikinn höggleikur sem flokkast sem forkeppni. Úr forkeppninni fóru áfram þeir 16 keppendur í hverjum flokki sem höfðu lægst skor. Á öðrum keppnisdeginum hófst keppni með 16 manna úrslitum og að því loknu fóru 8 manna úrslitin fram. Á lokadeginum fóru undanúrslitaleikirnir fram fyrir hádegi og eftir hádegi var leikið til úrslita.
Í 16 manna úrslitum lék leikmaður með lægsta skor í höggleiknum við leikmanninn sem varð í 16. sæti, leikmaðurinn með næstlægsta skorið við leikmanninn sem varð í 15. sæti o.s.frv. Ef keppendur í tilteknum flokki voru 8 eða færri var 16 manna úrslitum sleppt og keppendur fóru beint í 8 manna úrslit.
#veg
ENNEMM / SÍA / NM93967
9 1 f é ab r
5 6
3 1 4 2
Leikurinn sem gerir sumarið skemmtilegra Fylltu bílinn af fjöri með því að safna stimplum í Vegabréfið þitt á N1 stöðvum um allt land. Hver stimpill færir þér skemmtilegan glaðning og þegar Vegabréfið er fullstimplað skilar þú því inn á næstu N1 þjónustustöð til að eiga möguleika á frábærum vinningum í leikslok. Góða skemmtun!
VEGABRÉF
Úrslit: GKG var með flesta keppendur eða alls 30 og GR var þar á eftir með 27 keppendur. Alls komu keppendur frá 11 golfklúbbum víðsvegar af landinu. GKG 30 GR 27 GK 19 GM 14
GA 12 GL 7 GS 6 GOS 5
GV 5 GÍ 1 GSS 1
PILTAR 19–21 ÁRS: 1. Sverrir Haraldsson, GM 2. Elvar Már Kristisson, GR *Sverrir sigraði 3/1
3. Henning Darri Þórðarson, GK 4. Lárus Garðar Long, GV *Elvar Már sigraði 1/0 Sverrir sigraði Henning 3/1 í undanúrslitum, Elvar Már sigraði Lárus 1/0.
PILTAR 17–18 ÁRA 1. Kristófer Karl Karlsson, GM 2. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR *Kristófer Karl sigraði 6/5
3. Ingi Þór Ólafson, GM 4. Jón Gunnarsson, GKG
Frá vinstri: Einar Snæbjörnsson frá GSÍ, Henning Darri, Sverrir, Elvar Már og Helgi Dan Steinsson úr mótsstjórn GG.
STÚLKUR 17–18 ÁRA 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 2. Ásdís Valtýsdóttir, GR Jóhanna Lea sigraði 1/0
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 4. María Björk Pálsdóttir, GKG
*Ingi Þór sigraði 3/2 Tómas sigraði Inga Þór 1/0 í undanúrslitum, Kristófer sigraði Jón 5/4.
*Andrea Ýr sigraði 6/5 Ásdís sigraði Andreu 2/1 í undanúrslitum, Jóhanna Lea sigraði Maríu Björk 3/1 í undanúrslitum.
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Ingi Þór, Kristófer Karl, Tómas og Helgi Dan Steinsson frá mótsstjórn GG.
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Ásdís, Jóhanna Lea, Andrea Ýr og Helgi Dan Steinsson frá mótsstjórn GG.
DRENGIR 15–16 ÁRA 1. Böðvar Bragi Pálsson, GR 2. Dagur Fannar Ólafsson, GKG *Böðvar sigraði 2/1
3. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 4. Finnur Gauti Vilhelmsson, GR *Bjarni Þór sigraði 1/0 Böðvar Bragi sigraði Bjarna Þór 5/3 í undanúrslitum, Dagur Fannar sigraði Finn Gauta 1/0.
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Dagur Fannar, Böðvar Bragi, Bjarni Þór og Helgi Dan Steinsson úr mótsstjórn GG.
14
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin 2019
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson, Fjóla Margrét, Perla Sól, Helga Signý og Helgi Dan Steinsson frá mótsstjórn GG.
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Nína Margrét, Eva María, Katrín Sól og Helgi Dan Steinsson frá mótsstjórn GG.
TELPUR 15–16 ÁRA 1. Eva María Gestsdóttir, GKG 2. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR *Eva María sigraði 4/3
3. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 4. María Eir Guðjónsdóttir, GM *Katrín Sól sigraði 3/2. Eva María sigraði Katrínu 4/3 í undanúrslitum og Nína Margrét sigraði Maríu Eir 5/3.
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Veigar, Markús, Skúli og Helgi Dan Steinsson frá mótsstjórn GG.
STELPUR 14 ÁRA OG YNGRI 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 2. Helga Signý Pálsdóttir, GR *Perla Sól sigraði 6/4
3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 4. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR *Fjóla sigraði 1/0 Perla Sól sigraði Pamelu 5/3 í undanúrslitum og Helga Signý sigraði Fjólu Margréti 1/0.
STRÁKAR 14 ÁRA OG YNGRI 1. Markús Marelsson, GKG 2. Skúli Gunnar Ágústsson, GA
PIN CODE
ALARM
Sláttu-
*Markús sigraði 4/3
3. Veigar Heiðarsson, GA 4. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG *Veigar sigraði á 19. holu. Markús sigraði Veigar 2/0 í undanúrslitum og Skúli Gunnar sigraði Gunnlaug Árna 2/0 í undanúrslitum.
GOLF.IS
15
Regluvörðurinn er mættur!
Líkt og áður býður Vörður kylfingum á Íslandi í spennandi netleik sem reynir á þekkingu þeirra á reglum golfsins. Vinsældir leiksins hafa verið miklar á undanförnum árum og vakið mikla athygli hjá kylfingum landsins.
Leikurinn hefur verið uppfærður með nýju útliti og skemmtilegum nýjungum hefur verið bætt við. Má þar nefna klúbbaleik, æfingasvæði og fleira. Þá hafa golfdómarar bætt við spurningum í leikinn úr nýju golfreglunum og eru þær nú yfir 400 talsins.
NÝR GLÆSILEGUR REGLUVARÐARPENINGUR Þeir sem klára Regluvörðinn, sem er síðasta erfiðleikastigið í golfleiknum, geta óskað eftir því að fá hinn eftirsótta golfpening Varðar 2019. Eina sem þarf að gera er að klára borðið og golfpeningurinn verður sendur heim til þín, svo einfalt er það.
HVER ER ÞINN GOLFKLÚBBUR? Klúbbaleikur er skemmtileg viðbót við Regluvörð í ár. Nú geta þátttakendur safnað stigum fyrir klúbbinn sinn. Í lok tímabilsins verður skorið úr um það hvaða golfklúbbur státar sig af flestum Regluvörðum. Nánari upplýsingar á golf.is og einnig á golf.vordur.is
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Regluvörðurinn er mættur!
DYNAMICS NAV Áreiðanlegri ákvarðanataka, aukin þjónusta við viðskiptavini og betri yfirsýn yfir reksturinn.
Borgartúni 37, Reykjavík
origo.is
18
GOLF.IS
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur
„Ég ætla að komast inn á LPGA og leika á fleiri en einu risamóti“
EXCEL GPS GPS úr með 35.000 golfvöllum og bluetooth tengingu við snjallsíma fyrir golfvallauppfærslur og snjallforrit með endalausa möguleika.
26.800 kr.
T Í U P U N K TA R
Með í ferð á vegum Golfskálans. Jonni og Grétar á Bonalba.
NX7
NX7 er fjarlægðarmælir með (TAG) Target Acquisition tækni.
29.900 kr.
NX7PRO
NX7 PRO er eins og NX7 en að auki með Adaptive Slope tækni og „Pulse Vibration“ tækni.
37.900 kr.
NX9HD
NX9 HD er með meiri stækkun, 20% bjartari og helmingi hraðari.
44.900 kr.
TASCO T2G
TOUR V4
Hentar fullkomlega vegna stærðar, hraða Einfaldur og og nákvæmni. góður fjarlægðarmælir. Er með JOLT tækni 24.800 kr. sem nemur flaggið á svipstundu.
51.800 kr.
HYBRID + GPS
PRO XE Tvö tæki í einu! Sýnir fjarlægðir Fjarlægðarmælir fyrir með áður óþekktum hætti. kröfuhörðustu kylfingana. Byggir á laser tækni. Besti og fullkomnasti Er með JOLT tækni sem mælirinn sem Bushnell nemur flaggið á svipstundu. hefur sent frá sér. Með GPS tækninni færðu svo Pro XE var valinn besti fleiri tölur á skjáinn við mælingu. fjarlægðarmælirinn 67.800 kr. hjá MyGolfSpy. 79.800 kr.
NEO PHANTOM
GPS „Easy-to-use“, með yfir 33.000 golfvöllum með öflugri segulfestingu fyrir t.d. poka, kerru eða belti.
17.800 kr.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, hefur frá fæðingu verið í hringiðu golfíþróttarinnar. Fjölskylda Guðrúnar er líklega ein stærsta golffjölskylda landsins. Margfalda meistara er þar að finna og faðir Guðrúnar, Björgvin Sigurbergsson, hefur fjórum sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Guðrún Brá gerðist atvinnukylfingur haustið 2018 eftir að hafa lokið námi frá bandaríska háskólanum Fresno State. Guðrún Brá segir að ákvörðunin hafi verið auðveld og hún ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Golf.is ræddi við Guðrúnu Brá á dögunum þegar hún var í stuttu stoppi hér á landi á milli verkefna á LET Access atvinnumótaröðinni. Íþróttir hafa alltaf verið stór hluti af lífi Guðrúnar Brár en hún hafði meiri áhuga á fótbolta en golfinu þegar hún var yngri. „Ég hafði meiri áhuga á fótbolta þegar ég var yngri. Ég spilaði með liði Hauka upp yngri flokkana. Ég fór líka að leika mér á æfingum með FH þegar allar vinkonur mínar voru komnar þangað á unglingsárunum. Mér fannst skemmtilegast að vera í vörninni, fá að stjórna þaðan, en ég var stundum á kantinum þar sem ég var frekar fljót að hlaupa,“ segir Guðrún Brá þegar hún er innt eftir því hvernig knattspyrnukona hún hafi verið á yngri árum.
Frænkan „dró“ Guðrúnu með á æfingar Jódís Bóasdóttir, frænka Guðrúnar, lék stórt hlutverk í því að Guðrún Brá valdi golfíþróttina. „Golfið var ekkert ofarlega í mínum huga sem íþrótt fyrir mig þegar ég var yngri. Það voru allir í golfi í fjölskyldunni en ég var ekki með brennandi áhuga. Ég man eftir því að hafa farið á æfingar með Jódísi frænku minni þegar ég var svona 10 ára gömul. Í minningunni voru æfingarnar ekkert leiðinlegar. Þetta var samt ekkert sem ég gat ekki misst af eða beið eftir allan daginn. Langt
Íslandsmeistari 2010 í Vestmannaeyjum í flokki 15-16 ára.
20
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ég ætla að komast inn á LPGA og leika á fleiri en einu risamóti“
því frá. Ég var líklega bara svona dæmigerð stelpa sem er hrædd við að prófa eitthvað nýtt.“ Guðrún Brá man svo sannarlega eftir deginum sem breytti öllu varðandi golfáhuga hennar. „Ég er mikil keppnismanneskja. Stundum aðeins of mikil. En ég man eftir móti á unglingamótaröðinni, sem þá hét Kaupþingsmótaröðin. Mótið fór fram á Hellu í júní 2006. Ég lék á 93 höggum og fékk 47 punkta og gríðarlega lækkun í forgjöf í kjölfarið. Mér leið vel eftir þetta mót og fannst ég geta gert eitthvað merkilegt. Eftir þetta mót var ekki aftur snúið og ég fór úr 33 í forgjöf í 17 þetta sumar.“ Þrátt fyrir að margir góðir kylfingar séu á nánast öllum myndum í fjölskyldualbúmi Guðrúnar þá hafði hún töluvert fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. „Þrátt fyrir að golfið hafi alltaf verið í kringum mig í fjölskyldunni þá verður maður ekkert góður bara af að fæðast inn í slíka fjölskyldu. Ég hef haft mikið fyrir því að komast þangað sem ég er í dag. Á meistaramóti Keilis árið 2005 lék ég 18 holur á 132 höggum og var byrjandi eins og allir aðrir.“
Fjölskyldan er stuðningsnetið Björgvin Sigurbergsson, faðir Guðrúnar Brár, er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi (1995, 1999, 2000, 2007). Heiðrún Jóhannsdóttir, móðir Guðrúnar, á stóran þátt í að dóttir þeirra sé á þeim stað sem hún er í dag. „Fjölskyldan hefur staðið þétt við bakið á mér allt frá upphafi. Pabbi sem þjálfarinn minn og golfkennari, mamma sem aðstoðarmaður í gegnum mörg hundruð golfhringi. Hún er sjálf kennari og það er ómetanlegt að hafa slíkt fólk í kringum sig. Fjölskyldulífið hefur að mestu snúist um golf. Allur okkar tími fer í þetta. Helgi Snær bróðir minn er einnig að keppa á mótaröðum GSÍ. Hann er mjög góður kylfingur. Þegar við eigum frí þá förum við í Kjósina í bústaðinn og hundarnir okkar þurfa líka sinn tíma,“ segir Guðrún Brá en hundarnir þrír og fjölskyldan hafa gengið um flesta keppnisvelli landsins á undanförnum misserum og árum. Björgvin faðir Guðrúnar er einnig þjálfari hennar. Guðrún segir að keppnisskapið sé til staðar hjá henni líkt og hjá pabba hennar. „Ég man ekki mikið eftir fyrstu þremur Íslandsmeistaratitlum pabba en ég man vel eftir þeim fjórða árið 2007. Þar setti hann niður vipp á næstsíðustu brautinni úr mjög erfiðri stöðu. Hann púttaði líka of laust á lokaholunni og lét áhorfendur bíða eftir því að fagna þar til hann kláraði þetta á heimavellinum okkar. Það mót er eftirminnilegast en ég veit lítið um hin mótin og titlana.“
Ég breyttist mikið sem kylfingur á þessum árum sem ég æfði með Fresno State. Aðstæður eru bara allt aðrar á þessum slóðum en ég átti að venjast. Veðrið nánast alltaf gott, alltaf hægt að æfa við frábærar aðstæður ...
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ég ætla að komast inn á LPGA og leika á fleiri en einu risamóti“
Skólastyrkur afboðaður á síðustu stundu Guðrún Brá lauk stúdentsprófi frá Flensborgaskóla í desember árið 2013. Þá um haustið hafði hún samið við bandarískan háskóla um að ganga í þeirra raðir og leika með skólaliðinu samhliða námi. „Það plan fór allt í vaskinn með engum fyrirvara. Þjálfarinn hringdi í mig nánast á sama tíma og ég var að skrifa undir samninginn við skólann. Tjáði mér að aðstæður hefðu breyst og hann gæti ekki boðið mér þann skólastyrk sem um var samið. Ég sagði bara nei takk. Þetta var í október. Ég bjóst ekki við að komast neitt annað fyrr en kannski næsta haust. Þá kom Fresno State inn í myndina á ný. Nýr þjálfari tók við liðinu, skólinn hafði samband við mig og úr því varð að ég var mætt til Kaliforníu þann 8. janúar 2014.“
Breytingar og framfarir í Fresno State „Ég breyttist mikið sem kylfingur á þessum árum sem ég æfði með Fresno State. Aðstæður eru bara allt aðrar á þessum slóðum en ég átti að venjast. Veðrið nánast alltaf gott, alltaf hægt að æfa við frábærar aðstæður og við fengum tækifæri að spila og æfa á geggjuðum golfvöllum. Ég mæli með því að afrekskylfingar nýti tækifærið og fari til Bandaríkjanna ef tækifærið gefst. Lífreynslan er það fyrsta sem ég tek út úr þessu. Ég lærði svo margt. Þar á meðal að eiga bíl og geta ekki hringt í pabba ef eitthvað fór úrskeiðis. Þurfti bara að bjarga mér. Ég breyttist líka sem íþróttamaður. Þarna gat ég æft svo miklu meira en ég var vön að gera heima á Íslandi. Meðalskorið varð alltaf betra og betra eftir því sem ég fékk meiri keppnisreynslu þarna úti.“
Draumurinn rættist 2018 Haustið 2018 tók Guðrún Brá þá ákvörðun að gerast atvinnukylfingur. Hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið erfið. „Þetta var draumurinn og sú stefna sem ég hafði tekið í lífinu. Ég fór frekar rólega inn í þetta, var með áhugamennskuréttindi þegar ég fór fyrst á úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina. Mér fannst ég ekkert þurfa að gerast atvinnukylfingur um leið og ég kláraði háskólanámið. Ég var með of háleit markmið í fyrsta sinn sem ég fór á úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina. Reynslan var því meiri þegar ég fór á ný í fyrra. Ég var því aðeins rólegri og leit á þetta eins og hvert annað mót sem ég ætlaði mér að sigra.“ Guðrún Brá náði ekki að komast inn á sjálfa LET Evrópumótaröðina en hún er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni sem er sú næststerkasta í Evrópu. „LET Access er með marga sterka leikmenn og þar sem mótaskráin hjá LET Evrópumótaröðinni er frekar gisin þá eru oft LET leikmenn að keppa á LET Access. Mótin eru því sterk, skipulagið gott, umgjörðin mjög vel útfærð og mér líður vel þegar ég mæti á mótin,“ segir Guðrún Brá en hún hafði þegar þetta viðtal var tekið náð tvívegis að enda í 7. sæti á LET Access mótum með stuttu millibili.
Eitt risamót er ekki markmiðið „Ég stefni á að komast á sterkustu atvinnumótaröðina, LPGA í Bandaríkjunum. Það er langtímamarkmiðið. Það er hægt að komast þar inn með ýmsum leiðum og ég þarf ekki að gera það í einu stökki. Það er draumurinn að fá að keppa við þær allra bestu. Mér finnst betra að sjá þetta ferli fyrir mér til lengri tíma. Eitt risamót er ekki markmiðið, ég ætla að komast inn á LPGA og leika á fleiri en einu risamóti. Þetta verður langt ferðalag, ekki bara eitt skjáskot af risamóti. Sjálfstraustið eflist alltaf með hverju árinu sem líður. Ég fylgist vel með leikmönnum sem ég hef leikið með á háskólaferlinum eða í landsliðsverkefnum. Þetta er stór hópur og ég veit að margar þeirra sem eru komnar inn á stóru mótaraðirnar eru ekkert mikið betri en ég. Tækifærið er til staðar og það er mitt að nýta það.“
GOLF.IS
23
Þakklát fyrir stuðninginn „Það eru margir sem hafa aðstoðað mig og hjálpað mér að gera atvinnudrauminn að veruleika. Fjölskyldan, vinir, félagsmenn í Keili og stjórn klúbbsins, fyrirtæki og að sjálfsögðu Forskot afrekssjóður. Stuðningurinn er ómetanlegur og hvetur mig áfram. Ég er þakklát að hafa gott stuðningslið hér á Íslandi.“
Ferðalögin ekki vandamál Ferðalög eru stór hluti af lífi atvinnukylfinga. Guðrún Brá kvartar ekki og nýtir tímann vel á flugvöllunum og hvílist vel í fluginu. „Mér finnst gaman að ferðast og ég get gengið nánast um alla flugvellina blindandi. Ferðalögin eru hluti af þessari vinnu og ég tek því sem verkefni sem er skemmtilegt. Það er eitthvað sem gerist þegar ég sest í flugvél. Það er eins og að líkaminn viti að hann geti hvílst. Þreytan færist yfir mig og ég á auðvelt með að hvíla mig í fluginu. Það er önnur saga þegar ég er heima hjá mér. Ég get ekki lagt mig á daginn eða á skrítnum stöðum. En í flugvél sofna ég yfirleitt eins og steinn.“
Langar að sækja stóra titilinn á ný í Grafarholti Guðrún Brá sigraði á Íslandsmótinu í golfi í fyrra í Vestmannaeyjum og var það í fyrsta sinn sem hún landaði þeim stóra. Árið 2017 varð hún Íslandsmeistari í holukeppni, einnig í Vestmannaeyjum. Íslandsmótið í golfi fer fram á Grafarholtsvelli í ágúst. Guðrún Brá ætlar að reyna að gera allt sem í hennar valdi stendur til að mæta í titilvörnina. „Markmiðið er að ná eins góðum árangri og hægt er á næstu fjórum mótum á LET Access mótaröðinni. Ef það tekst þá get ég búið til gat í keppnisdagskrána og mætt á Íslandsmótið í golfi 2019. Að sækja titilinn á ný er eitthvað sem mig langar að gera,“ segir Guðrún Brá.
24
GOLF.IS // „Ég ætla að komast inn á LPGA og leika á fleiri en einu risamóti“
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkama og sál
fyrir alla
fjölskyld una
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i
t il kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is
Hvað segja kylfingarnir á Íslandi?
Púttað með stöngina
í eða úr?
LEXUS RX ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI SKAPA EINSTAKA HEILD Orðið Takumi merkir handverksmeistari Til þess að geta kallað þig Takumi þarftu að sýna fram á næmt auga fyrir smáatriðum, ómælda sköpunargleði og óbilandi trú á því að ekkert nema fullkomnun sé nógu gott. Lexus er öll þessi hugmyndafræði í verki. RX 450h — HYBRID SPORTJEPPI
2019
Lexus-Ísland Kauptúni 6, Garðabæ — lexus.is
FRÁ 11.300.000 KR.
Ein af þeim fjölmörgu breytingum á golfreglunum sem tóku gildi þann 1. janúar sl. hefur vakið meiri athygli en aðrar. Það er reglan að nú má pútta með flaggstöngina í holunni, jafnvel þótt boltinn sé á flötinni.
urinn David Pelz hefur rannsakað þetta með ítarlegum hætti og hann komst að þeirri niðurstöðu að meiri líkur séu á því að boltinn fari ofan í ef flaggstöngin er í holunni. Skiptar skoðanir eru um þessa breytingu líkt og búast mátti við. Vallarstarfsmenn hér á landi hafa tekið eftir því að
holubarmarnir skemmast mun fyrr en áður eftir að þessa breytingu. Það staðfestir einn fremsti golfvallasérfræðingur landsins, Bjarni Hannesson. Afrekskylfingar á Íslandi hafa margir nýtt sér þessa nýju reglu sem og aðrir kylfingar.
Áður en þú púttar þarftu samt að ákveða hvort þú viljir fjarlægja flaggstöngina, láta standa við hana eða hafa flaggstöngina í holunni. Sömu reglur gilda því alltaf um flaggstöngina, hvort sem boltinn er á flötinni eða utan hennar. Vonast er til að þessi breyting flýti leik, einkum þegar leikmenn hafa ekki kylfubera. Margir af bestu kylfingum heims hafa tekið upp á því að pútta ávallt með stöngina í. Þar má nefna Adam Scott og Bryson Dechambeau. Golfvísindamað-
28
SIGMUNDUR EINAR MÁSSON:
ARNÓR INGI FINNBJÖRNSSON:
„Flestar mælingar á því hvort sé betra að pútta með stöngina í benda til þess að það eigi að hafa stöngina í. Það sem gleymist er að hér á landi eru flatirnar grófari og brúnir á holum eru ekki eins og erlendis. Einnig þarf að huga að því hvort að holan hafi verið skorin beint niður miðað við halla á holustaðsetningu. Ef svo er þá hallar flaggstöngin í aðra hvora áttina sem ekki hefur verið prófað í þessum prófunum. Einnig er vert að skoða vindáttir. Flaggstöngin hallar með vindinum sem gerir það að verkum að það er ekki jafn mikið pláss í holunni og líkur á að boltinn fari ekki ofan í. Ef ég er innan við 7 metra þá tek ég flaggið úr því þá eru líkurnar orðnar meiri á að púttið fari ofan í. Ef ég er lengra frá en 7 metra þá er það bara upp úr ef flaggstöngin er ekki ofan í þegar ég á að gera,“ segir Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur og Íslandsmeistari 2006.
„Ef ég „fíla“ stangirnar þá pútta ég alltaf með stöngina í. Ég veit ekki alveg fræðin sem eru á bak við þetta en ég hef prófað þetta mikið. Ég hugsa bara um að hitta í stöngina og þetta hjálpar mér að gera skotmarkið minna,“ segir Arnór Ingi Finnbjörnsson afrekskylfingur úr GR.
RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR:
VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR:
„Ég elska það að pútta með stöngina í. Vinstra augað í mér er rammskakkt. Með stöngina í finnst mér allt verða skýrara. Fyrir utan hvað þetta flýtir leik. Við lékum t.d. fjögur saman á Garðavelli á Akranesi nýverið og „komum í mark“ á 3 klst. og 40 mín,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir PGA-kennari og margfaldur Íslandsmeistari í golfi.
„Þetta er mismunandi hjá mér og í raun fer þetta eftir því hvernig stöngin er. Ef hún er breið og þykk þá pútta ég bara með stöngina í af mjög löngu færi. Ef stöngin er þunn og mjó þá pútta ég með stöngina í. Ef púttið er 4–5 metrar þá tek ég flaggið úr, nema þegar ég pútta í miklum niðurhalla á mjög hraðri flöt,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur og þrefaldur Íslandsmeistari í golfi.
JÓHANN PÁLL KRISTBJÖRNSSON: „Ég hef tekið eftir að nýja reglan flýtir leik. Ekki orðið mikið var við skemmdir á holum en flatirnar eru auðvitað búnar að vera grjótharðar undanfarið hjá okkur á Hólmsvelli í Leiru,“ segir Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður GS
NÍELS BJARKI FINSEN: „Ég nenni yfirleitt ekki að taka flaggið úr. Get líka leyft mér að klára á meðan aðrir eru að koma sér inn á flöt. Einnig las ég það í einhverju golftímariti að það hjálpi oftar en ekki að hafa það í,“ segir Níels Bjarki Finsen, félagsmaður í GÚ.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Púttað með stöngina í eða úr?
MX-V
Við sláum upp
Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2
24.6.2015 15:23
Íslandsbankamótaröðin 2019
Góðar aðstæður á Garðavelli Rúmlega 120 keppendur tóku þátt á Íslandsbankamótaröð unglinga þegar keppnistímabilið hófst á Garðavelli á Akranesi 17.–19. maí. Aðstæður voru mjög góðar alla þrjá keppnisdagana. Veðrið var gott þrátt fyrir úrkomu eftir hádegi á öðrum keppnisdegi.
Úrslitin réðust á sunnudegi og í tveimur flokkum réðust úrslitin í bráðabana. Systkinin Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson fóru bæði í bráðabana í sínum flokki. Keppnisvöllurinn, Garðavöllur á Akranesi, var í mjög góðu ástandi. Ný og glæsileg Frístundamiðstöð Leynis vakti mikla athygli hjá gestum og keppendum. Enda er um gjörbyltingu að ræða í húsakynnum Golfklúbbsins Leynis. Alls sendu þrettán golfklúbbar keppendur á þetta mót. Komu þeir víða að og þar á meðal frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum. GKG var með flesta keppendur eða 31 alls og GR kom þar á eftir með 21.
30
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin 2019
KLÚBBUR
SAMTALS
1
GKG
31
2
GR
21
3
GM
18
4
GK
15
5
GA
9
6
GL
8
7
GOS
7
8
GS
6
9
NK
4
10
GV
2
11
GB
1
12
GÍ
1
13
GO
1
Það er betra að vita hvert þú ætlar! ÍSAGA - alltaf til staðar
í 100 ár
ÍSAGA | BREIÐHÖFÐA 11 | 110 REYKJAVÍK | 577 3000
14 ára og yngri: Frá vinstri: Gunnlaugur Árni, Markús og Skúli Gunnar.
14 ÁRA OG YNGRI (BLÁIR TEIGAR) 1. Markús Marelsson, GKG (79-75) 154 högg 2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (76-82) 158 högg 3. Skúli Gunnar Ágústsson, GA (83-77) 160 högg
Frá vinstri: Sara Kristinsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Pamela Ósk Hjaltadóttir.
14 ÁRA OG YNGRI (RAUÐIR TEIGAR) 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR (79-78) 157 högg 2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS (86- 88) 174 högg 3.–4. Sara Kristinsdóttir, GM (90-87) 177 högg 3.–4. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR (86-91) 177 högg
Frá vinstri: Bjarni Þór, Finnur Gauti, Böðvar Bragi.
15–16 ÁRA (GULIR TEIGAR) 1. Finnur Gauti Vilhelmsson, GR (76-71) 147 högg 2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (73-74) 147 högg 3. Böðvar Bragi Pálsson, GR (76-72) 148 högg Finnur Gauti og Bjarni Þór léku bráðabana um sigurinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en á fjórðu holu í bráðabana þar sem Finnur Gauti hafði betur.
Frá vinstri: Katrín Sól Davíðsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir.
15–16 ÁRA (BLÁIR TEIGAR) 1. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (85-82) 167 högg 2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (85-85) 170 högg 3. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (82-89) 171 högg
Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson íþróttastjóri Leynis, Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ, Kristófer Tjörvi, Kristófer Karl, Sigurður Arnar, Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
17–18 ÁRA (HVÍTIR TEIGAR) 1. Kristófer Karl Karlsson, GM (71-74-74) 219 högg 2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (78-73-70) 221 högg 3. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV (79- 71-74) 224 högg
Frá vinstri: Katla Björg Sigurjónsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir.
17–18 ÁRA (BLÁIR TEIGAR) 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (91-82-77) 250 högg 2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM (88-81-81) 250 högg 3. Katla Björg Sigurjónsdóttir, GK (86-91-90) 267 högg Jóhanna Lea og Kristín Sól léku bráðabana um sigurinn. Jóhanna tryggði sér sigur á 2. holu.
19–21 ÁRS (HVÍTIR TEIGAR) Frá vinstri: Róbert Smári, Sverrir og Daníel Ísak.
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin 2019
1. Sverrir Haraldsson, GM (73-73-76) 222 högg 2. Daníel Ísak Steinarsson, GK (77-74-74) 225 högg 3. Róbert Smári Jónsson, GS (80-77-74) 231 högg
HERBORG ARNARSDÓTTIR FLUGFREYJA
AÐ STUNDA ÍÞRÓTTIR GERIR OKKUR BETRI Í HVERJU SEM ER. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR!
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
Viktor Markússon Klinger
„Woods, Curry og Fowler í draumaráshópnum“ „Að sigra á Bylgjumótinu hjá GKG fyrir fjórum árum var þvílík veisla því verðlaunin voru rosaleg,“ segir Viktor Markússon Klinger 17 ára kylfingur úr GKG við Golf.is. Viktor stundar nám við Menntaskólann við Sund. Bylgjumótið er enn sem komið er einn af hápunktunum á ferli Viktors en hann stefnir á að komast til Bandaríkjanna á námsstyrk og spila golf allt árið. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Geggjuð íþrótt og góður félagsskapur.“ Hvað er skemmtilegast við golfi? „Að keppa og spila með vinum.“ Framtíðardraumarnir í golfinu ? „Fara í háskóla í Bandaríkjunum á námstyrk og spila golf allan ársins hring.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi ? „Stutta spilið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Innáhöggin og svo er maður alltaf að vinna í sveiflunni.“
Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Lendi aldrei í neinu vandræðalegu, er alltaf með allt á hreinu.“ Draumaráshópurinn: „Tiger Woods, Stephen Curry og Rickie Fowler.“ Uppáhaldsgolfvöllur og hvers vegna? „Golfvöllurinn í Vestmanneyjum. Landslagið á vellinum er mjög flott og það er alltaf gaman að fara til Vestmanneyja að spila golf.“
Hvað þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna ? „14. brautin á Leirdalnum, 1. brautin í Grafaholtinu og 18. brautin í Vestmanneyjum vegna þess þegar að maður stendur á teignum þá sér maður yfir allan golfvöllinn og í góðu veðri á maður góðan möguleika á fugli.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Körfubolti og fótbolti.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Menntaskólanum við Sund að fara á þriðja ár.“
STAÐREYNDIR: Nafn: Viktor Markússon Klinger. Aldur: 17 ára. Forgjöf: 4,7. Klúbbur: GKG. Uppáhaldsdrykkur: Aquarius. Uppáhaldskylfa: Pútterinn. Ég hlusta á: Rapp. Besta skor frá upphafi: 70 högg á Leirdalnum. Besta vefsíðan: YouTube.com og nba.com. Besta blaðið: Séð og heyrt og Golf á Íslandi. Driver: Ping G30. Brautartré: Ping G30. Blendingur: Ping G25. Járn: TaylorMade P770. Fleygjárn: Titleist SM6. Pútter: Scotty Cameron. Hanski: Callaway. Skór: J. Lindberg. Golfpoki: Titleist. Kerra: ClickGear 3.5.
34
GOLF.IS
Apple úrið er frábær viðbót fyrir golfarann. Þú getur séð hvað er langt í pinna Hvað er langt í næstu hættu Skráð skor og margt fleira.
Innbyggt GPS
Mælir hjartslátt
Vatnsþolið að 50 metrum
forrit
Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is
Nína Margrét Valtýsdóttir
„Ef ég æfi vel getur allt gerst í framtíðinni“ Nína Margrét Valtýsdóttir er í fjölmennum hópi yngri kylfinga úr GR sem hafa vakið athygli á Íslandsbankamótaröðinni á undanförnum misserum. Nína Margrét er 15 ára gömul og stundar nám í Laugalækjarskóla. Eftirminnilegast á stuttum golfferli Nínu er sigur GR á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild kvenna þar sem hún var hluti af sigurliðinu. Nína trúir því að margt smátt geri eitt stórt og hún vinnur hörðum höndum að því að ná markmiðum sínum. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Mér finnst gaman að vinna að markmiðum og bæta mig í golfi. Auk þess finnst mér mjög skemmtilegt að keppa.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Golfið er svo fjölbreytt íþrótt. Golfvellirnir eru misjafnir og ólíkir og maður slær aldrei sama höggið tvisvar í röð. Auk þess er alltaf hægt að gera enn betur.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Ég trúi því að margt smátt geri eitt stórt svo að með því að halda áfram að æfa vel getur allt gerst í framtíðinni.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Járnahöggin og dræverinn.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Ég vil bæta mig í stutta spilinu.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá mér í golfi var að vinna Íslandsmót golfklúbba með stelpunum í GR í fyrra.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ég var níu ára gömul á mínu fyrsta Íslandsmóti golfklúbba. Var þar að mæta sextán ára stelpu. Ég var að sveifla kylfunni fram og til baka á fyrsta teig, það var mikil rigning þannig að gripið á kylfunni var svolítið blautt. Eftir nokkrar sveiflur fram og til baka missti ég kylfuna og hún sveif meðfram brautinni rúma 15 metra. Ég þurfti að hlaupa út á braut til að sækja kylfuna og ég man ennþá hvað mér fannst vandræðalegt að koma svo aftur á teiginn.“
STAÐREYNDIR: Nafn: Nína Margrét Valtýsdóttir. Aldur: Fimmtán ára. Forgjöf: 6,7. Klúbbur: GR. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldsdrykkur: Kókómjólk. Uppáhaldskylfur: 5 járn, 5 tré og driver. Ég hlusta á: Mest á popptónlist, annars fer það oft eftir því hvað ég er að gera. Besta skor í golfi: 75 högg á rauðum teigum, 74 högg á gullteigum.
36
GOLF.IS - Golf á Íslandi
Draumaráshópurinn? „Annika Sörenstam, Tiger Woods og Rory McIlroy.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Uppáhaldsgolfvöllurinn minn er Vestmannaeyjavöllur þar sem holurnar eru fjölbreyttar og flott landslag á vellinum.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Sautjánda holan í Vestmannaeyjum þar sem hún er krefjandi og það er alltaf svolítil spenna á teignum. Auk þess finnst mér mjög gaman að spila áttundu holuna í Grafarholti. Síðan finnst mér ellefta holan á Korpu mjög skemmtileg því hún er góð fuglahola.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég hef gaman af körfubolta og æfi körfubolta. Í hvaða skóla og bekk ertu? Ég er í Laugalækjarskóla og var að klára 9. bekk. Besta vefsíðan: golf.is. Besta blaðið: Ég les aðallega íslensk og erlend golftímarit. Driver: Titleist TS2. Brautartré: Srixon ZF65 og Titleist TS2. Blendingur: Titleist H1. Járn: Srixon Z585. Fleygjárn: Cleveland 56, 50 og 60 gráður. Pútter: Odyssey Works. Hanski: Titleist. Skór: Ecco. Golfpoki: Regnheldur Titleist. Kerra: Powakaddy.
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 90278 11/18
SLÁÐU Í GEGN Á GOLFVELLINUM
Aukin þægindi með Saga Premium Leyfðu okkur að sjá um golfsettið fyrir þig og njóttu ferðarinnar til fulls. Farþegar á Saga Premium mega hafa með sér tvær innritaðar töskur, allt að 32 kg hvora, og njóta enn fremur hágæðaþjónustu og einstakra þæginda.
Finnur Gauti Vilhelmsson
„Korpan er geggjaður völlur“ Finnur Gauti Vilhelmsson er einn af fjölmörgum efnilegum kylfingum landsins. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur og fagnaði á dögunum sínum fyrsta titli á Íslandsbankamótaröð unglinga. Finnur Gauti getur þakkað vini sínum fyrir að hann er í golfíþróttinni og hann lætur sig dreyma um að spila á risamótum og á PGA-mótaröðinni. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég prófaði að fara með vini mínum á æfingu og eftir þá æfingu var ekki aftur snúið.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að keppa og félagsskapurinn.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Spila á risamótunum og á PGA-mótaröðinni.“ Hver er styrkleiki þinn í golfi? „Púttin.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Þarf að taka betri ákvarðanir úti á vellinum.“
STAÐREYNDIR: Nafn: Finnur Gauti Vilhelmsson Aldur: 16 (2003) Forgjöf: 3,6 Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur Uppáhaldsmatur: Mexíkósk kjúklingasúpa Uppáhaldsdrykkur: Nocco Uppáhaldskylfa: Pútterinn Ég hlusta á: Íslenskt rapp Besta skor í golfi: 70(-2) Korpan (Sjórinn/Áin) Besta vefsíðan: golf.is Besta blaðið: Golf á Íslandi Stundar þú aðrar íþróttir / hvaða íþrótt? Nei, stunda bara golfið 100% -Dræver: Titleist TS3 Brautartré: Titleist TS3 Blendingur: Titleist 816 Járn: Mizuno MP25 Fleygjárn: Titleist SM7 58°, 54°, 48° Pútter: Scotty Cameron Futura 5w Hanski: Titleist Skór: FJ Icon Shield Tip Golfpoki: Titleist Stand Bag Kerra: Clicgear 3.5
38
GOLF.IS //
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Fyrsti sigurinn á ferlinum á Íslandsbankamótaröðinni er sá eftirminnilegasti. Það var á fyrsta móti tímabilsins á Garðavelli á Akranesi í maí.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar ég sló óvart á ráshópinn fyrir framan mig. Þeir voru rétt svo komnir yfir hæðina á 5. holu í Grafarholti en ég sá þá ekki.“ Draumaráshópurinn? „Það væri Tiger Woods, Justin Thomas og Dagbjartur Sigurbrandsson og við tækjum eitthvað geggjað game.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Korpan (Sjórinn/Áin). Þetta er heimavöllurinn minn og ég spila næstum alla daga sumarsins á þessum geggjaða velli.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?: „11. holan á Korpunni er í miklu uppáhaldi hjá mér því hún gefur mikið af sér. 2. holan á Korpunni því holan er í fallegu umhverfi og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. 18. holan á Korpunni er í líka í miklu uppáhaldi hjá mér því þetta er geggjuð lokahola!“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Fara á kajak með pabba.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „10. bekk í Kelduskóla-Vík.“
PRENTUM Á BRÉFPOKA* *Hámarkspöntun 5000 pokar. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.
www.umslag.is
Lágmúli 5
108 Reykjavík
533 5252
umslag@umslag.is
facebook/Umslag
Íslandsbankamótaröðin 2019
Spennandi keppni á Hellu Annað mót tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbnum á Hellu dagana 31. maí – 2. júní sl. Fínar aðstæður voru á góðum keppnisvelli á Hellu. Veðrið var gott alla þrjá keppnisdagana, þurrt og sólskin. Vindurinn var á bilinu 7–11 metrar á sekúndu á föstudeginum og 6–11 metrar á sekúndu á lokakeppnisdeginum. Keppnishald hjá GHR á sér langa sögu og hefur klúbburinn ávallt verið reiðubúinn að halda mót á vegum GSÍ. Keppt var í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur hjá stúlkum. Tæplega 130 keppendur tóku þátt og komu þeir frá alls 11 golfklúbbum víðsvegar af landinu.
Flestir voru úr GKG eða alls 32, GR var með 23 keppendur, GK 20 og GM 18. GKG 32 GR 23 GK 20
GM 18 GOS 8 GA 7
GL 6 NK 4 GS 4
GV 3 GÍ 1
14 ÁRA OG YNGRI: 1. Markús Marelsson, GKG (72-78) 150 högg (+10) 2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (77-76) 153 högg (+13) 3. Veigar Heiðarsson, GA (77-84) 161 högg (+21) 4. Skúli Gunnar Ágústsson, GA (82-80) 162 högg (+22) 5. Eyþór Björn Emilsson, GR (87-81) 168 högg (+28)
Þeir bestu velja
Frá vinstri: Einar Snær Ásbjörnsson mótastjóri GSÍ, Veigar Hreiðarsson, Markús Marelsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Óskar Pálsson formaður GHR.
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (77-79) 156 högg (+16) 2. Helga Signý Pálsdóttir, GR (86-84) 170 högg (+30) 3. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR (86-87) 173 högg (+33) 4. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS (82- 93) 175 högg (+35) 5. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (91-98) 189 högg (+49)
Frá vinstri: Einar Snær Ásbjörnsson mótastjóri GSÍ, Helga Signý Pálsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir og Óskar Pálsson formaður GHR. BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin 2019
Springum út með 10x fleiri gígabæt Með Heimilispakkann og farsímaáskrift hjá Símanum fær fjölskyldan þín tífalt meira gagnamagn í farsíma til að njóta í sumar. Þú getur meira með Símanum
siminn.is
17–18 ÁRA:
15–16 ÁRA:
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-67-74) 210 högg (par) 2.–3. Jón Gunnarsson, GKG (74-71-71) 216 högg (+6) 2.–3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (72-68-76) 216 högg (+6)
1. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (69-74) 143 högg (+3) *Breki sigraði eftir bráðabana. 2. Böðvar Bragi Pálsson, GR (73-70) 143 högg (+3) 3. Björn Viktor Viktorsson, GL (71-74) 145 högg (+5) 4.–5. Axel Óli Sigurjónsson, GKG (72-76) 148 högg (+8) 4.–5. Óskar Páll Valsson, GA (71-77) 148 (+8)
4. Ingi Þór Ólafson, GM (67-74-79) 220 högg +(10) 5.–6. Lárus Ingi Antonsson, GA (76-73-74) 223 (+13) 5.–6. Pétur Sigurdór Pálsson, GOS (73-74-76) 223 (+13)
Frá vinstri: Jón Gunnarsson, Sigurður Arnar Garðarsson og Óskar Pálsson formaður GHR.
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (76-76-69) 221 högg (+11) 2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (73-82-81) 236 högg (+26) 3. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (79-81-83) 243 högg (+33) 4. Ásdís Valtýsdóttir, GR (85-88-78) 251 högg (+41) 5. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM (84-81-87) 252 högg +(42)
Frá vinstri: Björn Viktor Viktorsson, Breki Gunnarsson Arndal, Böðvar Bragi Pálsson og Óskar Pálsson formaður GHR.
1. Eva María Gestsdóttir, GKG (75-79) 154 högg (+14) 2. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG (82-83) 165 högg (+25) 3. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (85-88) 173 högg (+33) 4.–5. María Eir Guðjónsdóttir, GM (85-92) 177 högg (+37) 4.–5. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (85-92) 177 högg (+37)
Frá vinstri: Bjarney Ósk Harðardóttir, Eva María Gestsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Óskar Pálsson formaður GHR. Frá vinstri: Árný Eik Dagsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Óskar Pálsson formaður GHR.
19–21 ÁRS: 1. Sverrir Haraldsson, GM (75-67-72) 214 högg (+4) 2. Daníel Ísak Steinarsson, GK (73-75-73) 221 högg (+11) 3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (71-76-79) 226 högg (+16) 4. Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG (79-76-72) 227 högg (+17) 5.–6. Helgi Snær Björgvinsson, GK (76-80-76) 232 högg (+22) 5.–6. Haukur Ingi Júlíusson, GS (76-78-78) 232 högg (+22)
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin 2019
Frá vinstri: Daníel Ísak Steinarsson, Sverrir Haraldsson, Ragnar Már Ríkarðsson og Óskar Pálsson formaður GHR.
AUKINN HRAÐI OG LENGD MEÐ
Með byltingarkenndri hönnun, loftfræði og CG. SPEEDBACK™ tækni hefur Cobra þróað Aerofficient™ golfhaus sem skilar auknum hraða og lengri höggum. Með CNC Precision milled áferð á höggfleti og Aerofficient™ haus er komin raunveruleg formúla fyrir hámarks hraða.
Valdís Þóra Jónsdóttir
Uppáhaldsæfingar atvinnukylfingsins Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð atvinnukylfinga frá Íslandi. Valdís Þóra hefur verið með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á undanförnum árum og náð bestum árangri allra íslenskra atvinnukylfinga á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki. Hún hefur tvívegis endað í þriðja sæti á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra hefur leikið á tveimur risamótum á ferlinum, Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018. Til þess að ná árangri æfir atvinnukylfingurinn mikið allt árið um kring. Golf á Íslandi fékk Valdísi Þóru til að draga fram þrjár æfingar sem eru í uppáhaldi hjá Skagakonunni. Valdís Þóra sýndi æfingarnar í kulda og trekki á heimavelli sínum Garðavelli í byrjun júní þar sem lofthitinn var rétt um 4 gráður. Æfingarnar eru þrjár og eru þær útskýrðar á næstu síðum.
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppáhaldsæfingar atvinnukylfingsins
NÁÐU FORSKOTI Forskot, afrekssjóður íslenskra kylfinga, var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2012 og hefur síðan þá greitt götu fjölda kylfinga.
Styrkþegar 2019: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Axel Bóasson Haraldur Franklín Magnús Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Krossinn
„Ég lærði þessa æfingu á námsárunum í Bandaríkjunum. Þetta er púttæfing sem kallast „krossinn“. Það sem þarf í þessa æfingu eru 12 tí, pútter og einn eða tveir boltar. Ég byrja á að stinga tíunum niður í flötina á fjóra staði í um það bil pútterslengd frá holunni. Það er um það bil eins metra fjarlægð. Það er vel hægt að kalla þessa staði eftir áttunum fjórum, norður, austur, suður og vestur. Ég bæti síðan við fjórum stöðum rúmlega einni kylfulengd frá fyrstu fjórum stöðunum og endurtek það síðan einu sinni til viðbótar. Þá eru komnir 12 staðir sem ég ætla að pútta frá og þeir eru um það bil 1 metra fjarlægð, 3 metra og 4 metra fjarlægð.
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppáhaldsæfingar atvinnukylfingsins
Skrifstofuhúsgögn í miklu úrvali
Smiðjuvegi 9
●
200 Kópavogi
●
Sími 535 4300
●
axis.is
Krossinn - síðari hluti
Ég vel mér einn af fjórum stöðunum sem eru næst holunni. Þar byrja ég æfinguna. Ég þarf að hitta í holuna til að komast af upphafsreitnum, þá færi ég mig á næsta stað og pútta á ný. Reglan er alltaf eins. Ef ég hitti þá fer ég einn áfram en ef ég klikka þá fer ég einn til baka. Sama regla til að fara áfram og til baka. Það gefur auga leið að til að klára æfinguna þarf ég að hitta frá öllum 12 stöðunum í það minnsta einu sinni. Stundum byrja ég á pútta púttunum af fjögurra metra færi og færi mig nær holunni í stað þess að fara frá holunni. Slíkt brýtur upp mynstrið og gerir æfinguna fjölbreyttari. Krossinn reynir á þolinmæðina, setur pressu á mig og ég þarf að klára hringinn til að ljúka við æfinguna. Ég hef alveg verið í klukkutíma að klára þetta dæmi - og ég get lofað ykkur að þessi æfing tekur á andlegu hliðina og gerir ykkur betri á flötunum.
48
GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppáhaldsæfingar atvinnukylfingsins
Vippæfing „Þessi æfing er mjög einföld og auðveld að gera hvar sem er. Ég nota fleygjárn eða hvaða kylfu sem er sem ég ætla að vippa með. Ég nota þrjá bolta í þessa æfingu. Ég vel mér holu á vippflötinni sem er skotmarkið. Markmiðið er að koma boltanum ofan í holuna í tveimur höggum, það er parið. Ég vippað öllum þremur boltunum. Vel svo þann sem er næstur holu, færi hina tvo boltana að þeim bolta og pútta síðan öllum þremur boltunum frá þeim stað. Ég vel stundum líka „versta“ vippið og pútta öllum þremur boltunum frá þeim stað. Eins og áður segir er markmiðið að ná pari og koma boltanum í holu í tveimur höggum.
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppáhaldsæfingar atvinnukylfingsins
KRINGLAN.IS
KONTOR REYKJAVÍK
Þýska æfingin - saman með fætur
Þýskar samhæfingar eru þessar æfingar kallaðar á æfingum hjá mér. Hlynur Geir Hjartarson þjálfari minn lærði þessar æfingar hjá Jóni Halldóri Garðarssyni golfkennara. Best er að nota 9-járn eða fleygjárn í þessum æfingum. Fæturnir eru settir saman og boltinn er fyrir miðju. Hér er mikilvægast að finna rétta þyngdarpunktinn í fótunum. Þunginn á ekki að vera í hælunum eða táberginu heldur beint niður í gegnum ristina rétt fyrir neðan slaufuna á skónum. Þessi æfing gerir það að verkum að ég get ekki hreyft mjaðmirnar til hliðar í fram- og aftursveiflunni, ég verð að snúa mjöðmunum.
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppáhaldsæfingar atvinnukylfingsins
OKKAR TÍMI OKKAR BJÓR
Þýska æfingin - síðari hluti
Þessi æfing er töluvert erfiðari. Staðið er í hægri fót, sá vinstri er settur aftur og tánni er tyllt niður. Boltinn er fyrir miðju. Markmiðið er að framkvæma golfsveifluna rólega og halda góðu jafnvægi á meðan. Mikilvægt er að snúningur í mjöðmum sé til staðar í aftur- og framsveiflu. Forðist að nota aðeins hendurnar til þess að slá boltann, snúið öxlum og mjöðmum líkt og í venjulegri sveiflu. Þessi æfing fær kylfinga til þess að setja þungann rétt á hægri fótinn og kemur í veg fyrir að kylfingar halli sér of mikið til hægri og slái of snemma í jörðina í framsveiflunni. Mikilvægt er að halda líkamsstöðunni þannig að mjaðmir og axlir snúist eðlilega um miðjuásinn þegar höggið er slegið. Það er mjög erfitt að hreyfa líkamann rangt í þessum æfingum. Ég slæ 5–10 bolta þegar ég geri þessar æfingar. Hin útgáfan af þessari æfingu er aðeins einfaldari en þá stend ég í vinstri fótinn, sá hægri er settur aftur og tánni er tyllt niður.
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppáhaldsæfingar atvinnukylfingsins
REGLULEGAR GREIÐSLUR Posar
Reglulegar greiðslur
Okkar rekstur gengur út á að bjóða viðskiptavininum nákvæmlega það sem hann þarf. Þar eru þægindi við greiðslur ekki undanskilin. Reglulegar greiðslur Valitor gera viðskiptavinum okkar kleift að vera
Veflausnir
Kortalán
í öruggri áskrift án þess að þurfa endurtekið að taka upp kortið. Viðskiptavinirnir eru ánægðir og við líka.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
Ungir og efnilegir kylfingar settu svip sinn á Egils Gull-mótið á „Mótaröð þeirra bestu“ sem fram fór á frábærum Þorlákshafnarvelli dagana 25.–26. maí. Spennan var mikil í karla- og kvennaflokki og skorin voru í hæsta gæðaflokki á frábærum keppnisvelli í Þorlákshöfn.
Egils Gull-mótið
Tímamót hjá Heiðrúnu og Dagbjarti Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) og Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) fögnuðu sigri á Egils Gull-mótinu. Þau skrifuðu bæði nýja kafla í golfsöguna með árangri sínum en þetta voru fyrstu sigrar þeirra á Mótaröð þeirra bestu. Mótið var það fyrsta af alls fimm á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili.
56
Vallarmet þegar mest á reyndi
Frábært skor
Heiðrún Anna tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring þar sem hún lék á 67 (-4) höggum og setti um leið nýtt vallarmet á bláum teigum á Þorlákshafnarvelli. „Þetta er frábær tilfinning. Æfingar í vetur eru að skila sér og ég undirbjó mig vel fyrir þetta mót. Ég teiknaði upp allar flatirnar og fór vel yfir leikskipulagið. Ég sló vel og pútterinn var „heitur“. Það var frábært að spila fyrstu hringina í alvörumóti undir pari og það tvívegis. Þetta er bara geggjað. Núna sé ég það að þetta er hægt, eitthvað sem mér fannst óraunverulegt fyrir nokkru,“ sagði Heiðrún Anna í viðtali eftir sigurinn. Þetta voru jafnframt fyrstu hringirnir á ferli Heiðrúnar þar sem hún leikur undir pari vallar í móti. Hún lék fyrsta hringinn á -1 og þriðja hringinn á -4. Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) var efst fyrir lokahringinn en hún endaði á pari vallar samtals líkt Helga Kristín Einarsdóttir (GK).
Skorið í karlaflokki var mjög gott og léku 12 efstu keppendurnir á pari vallar eða betur á 54 holum. Dagbjartur og Sigurður Arnar voru jafnir fyrir lokaholuna sem Dagbjartur paraði en Sigurður Arnar fékk skolla. „Mér líður mjög vel eftir sigurinn. Gott að landa fyrsta sigrinum á Mótaröð þeirra bestu. Ég hef verið nálægt þessu tvisvar. Á þessu móti var ég að slá vel og pútterinn fór í gang á lokakaflanum. Keppnisvöllurinn var góður miðað við árstíma, flatirnar héldu línu og veðrið var gott,“ sagði Dagbjartur eftir sigurinn. Mikill áhugi var á mótinu hjá afrekskylfingum landsins. Færri komust að en vildu en 89 keppendur tóku þátt. Leiknar voru 36 holur laugardaginn 25. maí og voru fyrstu keppendur ræstir út kl. 6.30 að morgni. Alls tóku 20 konur þátt og 69 karlar.
Frá vinstri: Hulda Clara, Heiðrún Anna, Helga Kristín og Kristín Guðmundsdóttir úr stjórn GSÍ sem afhenti verðlaunin.
Frá vinstri: Sigurður Arnar, Dagbjartur, Ragnar Már og Kristín Guðmundsdóttir úr stjórn GSÍ sem afhenti verðlaunin.
LOKASTAÐAN Í KVENNAFLOKKI:
LOKASTAÐAN Í KARLAFLOKKI:
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72-67) 209 högg (-4) 2.–3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69-73) 213 högg (par) 2.–3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70-70) 213 högg (par) 4. Saga Traustadóttir, GR (68-76-72) 216 högg (+3) 5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75-72) 219 högg (+6)
1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66-70) 205 högg (-8) 2.–3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68-69) 206 högg (-7) 2.–3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65-72) 206 högg (-7) 4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69-70) 207 högg (-6) 5.–6. Axel Bóasson, GK (68-71-69) 208 högg (-5) 5.–6. Hákon Örn Magnússon, GR (66-71-71) 208 högg (-5)
GOLF.IS - Golf á Íslandi Egils Gull-mótið
„Er pabbi minn í mótunum“ Faðir Heiðrúnar er aðstoðarmaður og þjálfari
Y
CM
CY
CMY
K
Í viðtali eftir mótið sagði Heiðrún Anna að samstarfið gengi vel hjá þeim feðginum á mótum. „Pabbi gefur mér góð ráð og leiðbeinir mér áður en mótið hefst og á milli hringja. En á meðan hann er með mér sem aðstoðarmaður á mótunum þá er hann pabbi minn en ekki þjálfarinn,“ sagði Heiðrún Anna eftir Egils Gull-mótið. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Heiðrúnu Önnu en hún fer til Bandaríkjanna næsta haust. Þar mun hún stunda háskólanám í Coastal Carolina þar sem hún mun einnig keppa með skólaliðinu í golfi. Margir íslenskir námsmenn hafa stundað nám og keppt með ýmsum liðum Coastal Carolina í gegnum tíðina. Þekktasti kylfingurinn frá Coastal Carolina er án efa Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson sem hefur verið í fremstu röð á PGA undanfarin ár.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Egils Gull-mótið
M
MY
Heiðrún Anna Hlynsdóttir er í þeirri áhugaverðu stöðu að faðir hennar er einnig þjálfari hennar. Hlynur Geir Hjartarson, afrekskylfingur og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, var með dóttur sinni á Egils Gull-mótinu sem aðstoðarmaður. Hinn þaulreyndi keppnismaður og margfaldur stigameistari á Mótaröð þeirra bestu leyndi ekki ánægju sinni þegar fyrsti sigur Heiðrúnar á mótaröðinni var staðreynd.
58
C
A4-Stod2Golf.pdf
1
03/05/2019
15:36
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Aðeins
3.990 kr./mán.
Öll stærstu og skemmtilegustu golfmót heims eru á Stöð 2 Golf. Yfir 450 beinar útsendingar á ári ásamt vandaðri umfjöllun.
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT
stod2.is 1817
Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG lék á 65 höggum eða -6 á öðrum keppnisdegi mótsins. Þar fékk hinn 17 ára gamli kylfingur alls átta fugla og einn skolla.
Sigurður og Heiðrún með vallarmet Vallarmet voru sett í karla- og kvennaflokki á Þorlákshafnarvelli á Egils Gull-mótinu.
Hann bætti vallarmetið sem Hákon Magnússon úr GR setti á fyrsta hringnum um eitt högg. Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) og Viktor Ingi Einarsson (GR) léku báðir á 66 höggum á öðrum hringnum og jöfnuð þar með vallarmetið áður en Sigurður Arnar hrifsaði það af þeim.
Í kvennaflokki var vallarmetið bætt á 1. og 3. keppnishring Egils Gull-mótsins. Saga Traustadóttir úr GR gaf tóninn með hring upp á 68 högg eða -3 á fyrsta hringnum eldsnemma dagsins. Heiðrún Anna Hlynsdóttir gerði betur á lokahringnum og lék á 67 höggum eða -4. Þar fékk Heiðrún Anna alls 7 fugla og 3 skolla.
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Egils Gull-mótið
ER3
WING BLADE
ER1.2
ER8
TOUR MALLET
ER7
Full Mallet T Í U P U N K TA R
Tour Blade
ER1
TS Blade
ER8.3
Players Mallet
ER2
Mid Blade
ER5
Hatchback
ER5
Hatchback Black
ER6
i-Roll BLACK
Evnroll pútterarnir vinna til verðlauna ár eftir ár. – Komdu í heimsókn og prófaðu.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
62
GOLF.IS - Golf รก ร slandi Egils Gull-mรณtiรฐ
GOLF.IS
63
Stigamótaröð golfklúbba
GR og GKG sigruðu á Egils Gullmótinu
Stigakeppni golfklúbba fer fram samhliða Mótaröð þeirra bestu líkt og í fyrra. Keppnin fer þannig fram að hver golfklúbbur skráir 3–4 karla og 2–3 konur úr hópi sinna keppenda sem taka þátt í hverju stigamóti. Þannig þurfa lið ekki að vera skipuð sömu einstaklingunum í öllum mótunum. Þrjú bestu heildarskor karla og tvö bestu heildarskor kvenna telja í keppninni og fá liðin stig í samræmi við árangur, á sama hátt og í stigakeppni einstaklinga. Þau lið sem eru með flest stig í lok sumars hljóta titilinn stigameistarar golfklúbba.
Úrslit úr stigakeppni golfklúbba á Egils Gull-mótinu:
64
KARLAR:
KONUR:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur: Dagbjartur Sigurbrandsson (69-66-70) 205 högg Jóhannes Guðmundsson (74-69-67) 210 högg Sigurður Bjarki Blumenstein (76-69-70) 215 högg Viktor Ingi Einarsson (70-66-74) 210 högg Þrjú bestu skor: (213-201-207) 621 högg 2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Aron Snær Júlíusson (70-68-72) 210 högg Ólafur Björn Loftsson (68-69-70) 207 högg Ragnar Már Garðarsson (70-69-72) 211 högg Sigurður Arnar Garðarsson (69-65-72) 206 högg Þrjú bestu skor: (207-202-214) 623 högg 3. Golfklúbburinn Keilir: Axel Bóasson (68-71-69) 208 högg Henning Darri Þórðarson (69-72-80) 221 högg Rúnar Arnórsson (72-70-71) 213 högg Vikar Jónasson (71-71-72) 214 högg Þrjú bestu skor: (208-212-212) 632 högg 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Björn Óskar Guðjónsson (71-70-74) 215 högg Kristján Þór Einarsson (69-75-75) 219 högg Kristófer Karl Karlsson (68-73-72) 213 högg Sverrir Haraldsson (76-72-71) 219 högg Þrjú bestu skor: (208-215-217) 640 högg
1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Eva María Gestsdóttir (74-79-73) 226 högg Hulda Clara Gestsdóttir (71-69-73) 213 högg Ingunn Einarsdóttir (75-75-84) 234 högg Tvö bestu skor: (145-144-146) 435 högg 2. Golfklúbbur Reykjavíkur: Eva Karen Björnsdóttir (73-78-77) 228 högg Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (78-75-80) 233 högg Ragnhildur Kristinsdóttir (74-76-71) 221 högg Tvö bestu skor: (147-151-148) 446 högg 3. Golfklúbburinn Keilir Anna Sólveig Snorradóttir (78-75-76) 229 högg Hafdís Alda Jóhannsdóttir (75-78-78) 231 högg Helga Kristín Einarsdóttir (73-70-70) 213 högg Tvö bestu skor: (148-145-146) 439 högg
GOLF.IS - Golf á Íslandi Egils Gull-mótið
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Víkurhvarf 8 - 203 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Síma-mótið
Tvöfaldur sigur hjá GR kylfingum Ragnhildur Kristinsdóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson. Mynd/Björgvin Franz
Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, fögnuðu sigri á Síma-mótinu sem fram fór á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ. Dagbjartur sigraði á öðru mótinu í röð á þessu tímabili á Mótaröð þeirra bestu. Hann sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór í Þorlákshöfn í maí. Var það jafnframt fyrsti sigur hans á Mótaröð þeirra bestu en Dagbjartur er fæddur árið 2002. Þessi efnilegi kylfingur byrjar því tímabilið með miklum látum. Dagbjartur lék frábært golf á lokahringnum þegar mest á reyndi. Hann lék á 67 höggum eða -5 og sigraði með fjögurra högga mun á -6 samtals. Andri Þór Björnsson úr GR varð annar á -2 samtals og Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji.
RAGNHILDUR VARÐI TITILINN Ragnhildur vann með töluverðum yfirburðum en hún lagði grunninn á fyrsta keppnisdeginum. Saga Traustadóttir úr GR varð önnur, átta höggum á eftir Ragnhildi, og Helga Kristín Einarsdóttir varð þriðja á +20 samtals. Ragnhildur kann greinilega vel við sig á Hlíðavelli því hún sigraði á þessu móti í fyrra eftir bráðabana gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr GK. Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótsstjórn GM afhentu verðlaunin. Keppnishaldið tókst vel þrátt fyrir að töluverður vindur hafi verið síðdegis á fyrri keppnisdeginum.
FIMM EFSTU Í KARLAFLOKKI: 1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (69-74-67) 210 högg (-6) 2. Andri Þór Björnsson, GR (70-73-71) 214 högg (-2) 3. Kristófer Karl Karlsson, GM (73-71-71) 215 högg (-1) 4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-72-72) 216 högg (par) 5. Hákon Örn Magnússon, GR (72-74-72) 218 högg (+2)
Frá vinstri: Saga Traustadóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Mynd/Björgvin Franz
Frá vinstri: Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ, Andri Þór Björnsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Kristófer Karl Karlsson og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótsstjórn. Mynd/Björgvin Fran
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (70-74-82) 226 högg (+10) 2. Saga Traustadóttir, GR (79-81-74) 234 högg (+18) 3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73- 82-81) 236 högg (+20) 4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77- 81-84) 242 högg (+26) 5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-89-78) 245 högg (+29) Færri komust að í Síma-mótið en vildu en slíkt var einnig uppi á teningnum á Egils Gull-mótinu í maí. Alls náðu 84 keppendur inn í mótið. Í liðakeppni karla sigraði sveit GR en hana skipuðu Andri Þór Björnsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Jóhannes Guðmundsson og Sigurður Bjarki Blumenstein. Í liðakeppni kvenna sigraði sveit GR en sveitina skipuðu Eva Karen Björnsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.
FIMM EFSTU Í KVENNAFLOKKI:
66
GOLF.IS - Golf á Íslandi Síma-mótið
UPPLIFÐU FRELSIÐ MEÐ BERUM AUGUM
EKKI MISSA AF DRAUMAHÖGGINU Vissir þú?
ÁTTA AF HVERJUM TÍU SEM KOMA Í FORSKOÐUN GETA LOSNAÐ VIÐ GLERAUGUN
PANTAÐU TÍMA Í FORSKOÐUN
s. 577 1001 sjonlag.is eða heilsuvera.is
Það er ekki bara ein leið í boði til að losna við gleraugun. Sjónlag er í fararbroddi á landinu hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. AUGNSKOÐUN | AUGNLÆKNINGAR | LASERAÐGERÐIR | AUGNSTEINASKIPTI GLÆSIBÆR – ÁLFHEIMAR 74 – 5. HÆÐ - 104 REYKJAVÍK
SJÁÐU BETUR
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Síma-mótið
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
GOLF.IS
69
Stigamótaröð golfklúbba
Tvöfalt hjá GR á Síma-mótinu Stigakeppni golfklúbba fer fram samhliða Mótaröð þeirra bestu líkt og í fyrra. Keppnin fer þannig fram að hver golfklúbbur skráir 3–4 karla og 2–3 konur úr hópi sinna keppenda sem taka þátt í hverju stigamóti. Þannig þurfa lið ekki að vera skipuð sömu einstaklingunum í öllum mótunum. Þrjú bestu heildarskor karla og tvö bestu heildarskor kvenna telja í keppninni og fá liðin stig í samræmi við árangur, á sama hátt og í stigakeppni einstaklinga. Þau lið sem eru með flest stig í lok sumars hljóta titilinn stigameistarar golfklúbba.
Úrslit úr stigakeppni golfklúbba á Síma-mótinu:
70
KARLAR:
KONUR:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur: Andri Þór Björnsson (70-73-71) Dagbjartur Sigurbrandsson (69-74-67) Jóhannes Guðmundsson (74-79-73) Sigurður Bjarki Blumenstein (76-76-71) Þrjú bestu skor: (213-223-209) 645 högg 2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Björn Óskar Guðjónsson (72-81-71) Kristján Þór Einarsson (71-78-78) Kristófer Karl Karlsson (73-71-71) Ragnar Már Ríkharðsson (71-79-73) Þrjú bestu skor (214-228-215) 657 högg 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Aron Snær Júlíusson (76-80-71) Ólafur Björn Loftsson (72-72-72) Ragnar Már Garðarsson (71-79-74) Sigurður Arnar Garðarsson (74-79-71) 217-230-214 661
1. Golfklúbbur Reykjavíkur: Eva Karen Björnsdóttir (78-89-78) Ragnhildur Kristinsdóttir (70-74-82) Saga Traustadóttir (79-81-74) Tvö bestu skor: (148-155-152) 455 högg 2. Golfklúbburinn Keilir: Hafdís Alda Jóhannsdóttir (81-86-81) Helga Kristín Einarsdóttir (73-82-81) Tvö bestu skor: (154-168-162) 484 högg 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Ástrós Arnarsdóttir (80-88-84) Eva María Gestsdóttir (83-88) Hulda Clara Gestsdóttir (77-81-84) Tvö bestu skor: (157-169-168) 494
GOLF.IS - Golf á Íslandi Síma-mótið
„Tækifærið er núna.“
Registered trademark licensed by Bioiberica
Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu
Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
Öflugt kvennastarf hjá Golfklúbbnum Oddi
Oddaflug í vorferð á Garðavelli
Starfrækt er öflugt og skemmtilegt kvennastarf á vegum kvennanefndar Golfklúbbsins Odds. Dagskráin hjá konunum yfir sumarið er þétt og mikið um að vera. Viðburðir eru í hverjum mánuði, púttmótaröð yfir vetrartímann og þegar sólin hækkar á lofti fer allt í gang hjá þessum öfluga hópi.
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf hjá Golfklúbbnum Oddi
SUZUKI VITARA FYRIR SUMAR, VETUR, VOR OG HAUST
FJÓRHJÓLADRIFINN, SJÁLFSKIPTUR EÐA BEINSKIPTUR
Suzuki Vitara er búinn að sanna ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Með útlitsbreytingar sem gera hann enn glæsilegri.
4WD All-grip tryggir öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður. Þú kemst alla leið!
Komdu og kynntu þér breyttan og betri Suzuki Vitara.
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
Að þessu sinni fór hópurinn á Akranes í sína árlegu vorferð. Garðavöllur tók á móti hópnum með einstakri veðurblíðu þann 24. maí. Golf á Íslandi var á svæðinu og tók þessar myndir af þessum skemmtilegu kylfingum. Gleðin var í aðalhlutverki, mikið hlegið og góða skapið með í för. Að loknum golfhringnum snæddi hópurinn saman kvöldverð í nýrri og glæsilegri Frístundamiðstöð Leynis. Eins og áður segir er dagskráin hjá konunum í Oddi mjög þétt og margt um að vera allt árið um kring. Í mars fer fram kvennakvöld og í maí er vorferð. Vinkvennamót fara fram í júní þar sem konur úr GKG slást með í för á tveimur viðburðum. Í júlí fjölmenna konurnar á meistaramót GO. Að því loknu er á ný boðið upp á vinkvennamót í samstarfi við GK. Það er tveggja daga mót sem endar með skemmtilegu lokahófi. Í ágúst fer fram mót á Ljúflingi sem er glensmót kvennahópsins. Þar má aðeins nota tvær kylfur. Lokamót kvenna fer síðan fram í september ár hvert.
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf hjá Golfklúbbnum Oddi
Oddskonur sem fá fugla eða erni á hverju sumri skrá afrek sín samviskusamlega í bók sem er í afgreiðslunni á Urriðavelli. Allir fuglar og ernir, sama hvar þeir falla, eru skráðir í bókina. Á uppskeruhátíð Oddskvenna er dregið úr fuglum og örnum sumarsins og fugladrottning ársins er krýnd.
KYLFINGAR HAFA TALAÐ. „Ég er kylfu lengri með járnunum.“
„Breytir öllu.“
„Hann er mjög mjúkur.“
„Þessi guli sést svo vel.“
„Hentar mínum leik fullkomnlega.“
„Þessi bolti er málið!“
KYNNUM TIL LEIKS TITLEIST AVX.™ ÓTRÚLEGAR LENGDIR. EINSTAKLEGA MJÚKUR. FRÁBÆR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR.
Frekari upplýsingar á titleist.co.uk
76
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf hjá Golfklúbbnum Oddi
GOLF.IS
77
Golfreglur 2019
Leikmannaútgáfu dreift á Íslandi „Leikmannaútgáfa golfreglnanna“ er stytt útgáfa reglnanna þar sem lögð er áhersla á þig, kylfinginn. GSÍ og Tryggingafélagið Vörður eru í samstarfi í þessu verkefni en ritinu var dreift til allra kylfinga á Íslandi innan raða GSÍ í byrjun ársins 2019. Markmiðið með leikmannaútgáfunni er að kynna reglurnar á auðskildari hátt og með áherslu á það sem þú, kylfingurinn, þarft að vita til að leika samkvæmt reglunum.
EFTIRFARANDI ERU NOKKUR AÐALATRIÐI LEIKMANNAÚTGÁFUNNAR: ■■ Hún er gild reglubók. Hún lítur út eins og aðalreglubókin og er með sambærilegri uppbyggingu. Þótt texti hennar sé styttur veitir hún sömu svör og aðalreglubókin. ■■ Í leikmannaútgáfunni er lögð áhersla á þær reglur sem skipta þig mestu sem leikmann. Þar á meðal eru reglurnar sem lýsa grunnatriðum golfs – til dæmis að leika samkvæmt reglunum og í anda leiksins, ólíkir hlutar vallarins og útbúnaðurinn sem þú mátt nota – auk þeirra reglna sem oftast þarf að nota. ■■ Þótt útgáfan nái ekki til sumra aðstæðna sem koma sjaldan við sögu í golfleiknum vísar hún til nánari upplýsinga um aðstæðurnar í aðalreglubókinni með tilvísun. ■■ Leikmannaútgáfan er skrifuð þannig að hún vísar til „þín“ kylfingsins. Þessi stíll, að setja kylfinginn í forgrunn, er annað lykilskref í að gera reglurnar aðgengilegri. Útgáfan inniheldur skýringamyndir og töflur til að útskýra reglurnar á sjónrænan hátt. Á næstu blaðsíðum eru nokkur fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ sem tengjast þeim breytingum sem gerðar voru á golfreglunum þann 1. janúar 2019. Alls eru fréttaskotin 45 og er hægt að lesa þau öll á golf.is í fréttaflokknum golfreglur.
Bíllinn yngist allur upp
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
M1 DHC - 36 holu rafhlaða Kr. 129.500,-
M1 DHC rafmagnskerran fær glæsilega dóma enda er hún einföld, lipur og smart. Rafhlaða 28V · 5 ára ábyrgð.
Regnhlífastandur, skorkortahalda, drykkjarhalda, regnhlíf, lúffur, handklæði o.fl. Lite-Series Kr. 18.900,-
Club-Series Kr. 22.900,-
CUBE Connect golfkerra Kr. 34.900,-
Hafið samband fyrir nánari upplýsingar: golfsidan
Dry-Series Kr. 32.000,-
Pro-Series Kr. 28.900,-
Boltinn hittir eitthvað eftir pútt á flötinni EF ÞÚ PÚTTAR Á FLÖTINNI OG BOLTINN HITTIR AF SLYSNI EITTHVAÐ EÐA EINHVERN ÁÐUR EN BOLTINN STÖÐVASTEÐA LENDIR Í HOLUNNI GILDA EFTIRFARANDI REGLUR: a. Ef boltinn hittir óvart flaggstöngina eða þann sem gætir flaggstangarinnar er það vítalaust og þú leikur boltanum þar sem hann stöðvast. b. Ef boltinn hittir óvart einstakling (annan en þann sem gætir flaggstangarinnar), dýr eða manngerðan hlut (annan en flaggstöngina, kyrrstæðan bolta eða boltamerki) gildir höggið ekki. Þú verður að leggja boltann á upphaflegan stað og endurtaka púttið, vítalaust. c. Ef boltinn hittir boltamerki á flötinni er það vítalaust og þú leikur boltanum þar sem hann liggur. d. Ef þú ert að keppa í höggleik (þ.á.m. í punktakeppni) og boltinn hittir óvart kyrrstæðan bolta annars leikmanns á flötinni færðu tvö högg í víti. Höggið gildir og þú leikur boltanum þar sem hann liggur. Í holukeppni er þetta vítalaust og þú leikur boltanum þar sem hann liggur. Sjá reglur 11.1 og 13.2b
80
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
dobia.is
ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.
DÖMUR
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
ÚTSÖLUSTAÐIR
HERRAR
ECCO GOLF SOFT 19.995 KR.
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
BIOM HYBRID 3 BOA 28.995 KR.
BIOM HYBRID 3 26.995 KR.
BIOM HYBRID 3 BOA 28.995 KR.
Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík
Að leggja niður hlut til að aðstoða við miðun Áður en þú slærð högg máttu ekki leggja neinn hlut á jörðina, t.d. kylfu, til að auðvelda þér uppstillingu fyrir höggið. Í eldri reglum var bannað að slá högg með einhvern hlut á jörðinni til að auðvelda miðun eða uppstillingu en nú er bannað að leggja hlut á jörðina í þessum tilgangi, jafnvel þótt þú fjarlægir hlutinn áður en þú slærð höggið. Sjá reglu 10.2b
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
ENNEMM / SÍA / NM85689
HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI
Ný skilgreining á kylfulengd Í fyrri reglum máttir þú velja hvaða kylfu þú notaðir við að mæla kylfulengdir, t.d. þegar þú tókst víti. Nú er kylfulengdin föst fyrir hvern leikmann á hverjum hring, þ.e. kylfulengdin er lengd lengstu kylfunnar sem þú ert með í golfpokanum, að pútternum undanskildum. Með þessari breytingu er komið á meira samræmi í stærð lausnarsvæðis á milli leikmanna, t.d. þannig að leikmenn með langa púttera njóti ekki stærra lausnarsvæðis en aðrir. Sjá skilgreiningu á kylfulengd.
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Fáðu meira út úr sumrinu á jeppa frá Volkswagen á súper verði! Hjá HEKLU finnur þú úrval af Volkswagen jeppum sem henta öllum fjölskyldustærðum. Í sumar bjóðum við valda bíla á súperverði. Fylgstu með í sýningarsal nýrra bíla, www.hekla.is/superverd, þar sem súperverð dettur reglulega inn. Nærð þú að tryggja þér bíl á súperverði?
Sýningarsalurinn okkar á netinu er opinn allan sólarhringinn. Skoðaðu úrvalið! www.hekla.is/volkswagensalur
Touareg Offroad
Tiguan Allspace Comfortline
T-Roc Style
Amarok Highline
Leðuráklæði, loftpúðafjöðrun, dráttarbeisli
Dráttarbeisli, lyklalaust aðgengi, fjarlægðartengdur hraðastillir
Fjarlægðartengdur hraðastillir, bakkmyndavél
3.0 V6 TDI, sjálfskiptur, dráttarbeisli
DÆMI UM SÚPERVERÐ!
DÆMI UM SÚPERVERÐ!
DÆMI UM SÚPERVERÐ!
DÆMI UM SÚPERVERÐ!
9.850.000 kr.
6.490.000 kr.
4.590.000 kr.
7.670.000 kr.
www.volkswagen.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur og verðbreytingar. Myndir af bílum geta verið með búnaði sem er ekki inni í verði.
V W 4X4
Hegðunarreglur Í GOLFREGLUNUM ER ÆTLAST TIL AÐ ALLIR LEIKMENN LEIKI Í ANDA LEIKSINS, MEÐ ÞVÍ AÐ: ■■ Koma fram af ráðvendni, til dæmis með því að fylgja reglunum, beita öllum vítum og vera heiðarlegir í öllu sem snýr að leiknum. ■■ Sýna öðrum tillitssemi, til dæmis með því að leika rösklega, vera vakandi fyrir öryggi annarra og trufla ekki leik annars leikmanns. ■■ Ganga vel um völlinn, til dæmis með því að leggja torfusnepla á sinn stað, slétta glompur, lagfæra boltaför og valda ekki óþarfa skemmdum á vellinum. Klúbbar og mótshaldarar geta einnig sett eigin hegðunarreglur sem gilda fyrir allan leik á viðkomandi velli eða fyrir tiltekin mót. Í hegðunarreglunum er hægt að ákvarða að leikmenn fái víti (t.d. eitt eða tvö vítahögg) ef þeir brjóta ákvæði reglnanna. Hegðunarreglurnar geta t.d. fjallað um hegðun gagnvart starfsmönnum og öðrum leikmönnum, umgengni um völlinn eða klæðaburð. Með hegðunarreglum er því hægt að refsa leikmönnum fyrir óviðeigandi framkomu án þess að grípa til frávísunar, sem oft á tíðum er óþarflega hörð refsing. Sjá reglu 1.2
Eitt mest vaxandi golfmerki í heiminum
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Stillanleg heilsurúm
Hvað eyðir þú miklum tíma í rúminu? Ertu örugglega í besta rúminu fyrir þínar þarfir?
Með einni snertingu geturðu komið rúminu í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni.
Stillanleg heilsurúm
STILLANLEG RÚM FÁANLEG MEÐ Þyngdarleysis stillingum (Zero gravity) Mörgum mismunandi heilsudýnum Einstökum mjóbaksstuðning Hliðar og endastoppurum Inndraganlegum botn (á sleða)
Verð frá 264.065
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Sérstökum höfuðlyftum Nuddi með tímarofa Minnishnöppum Næturlýsingu
Að leika bolta úr glompu Reglurnar um að slá högg úr glompum hafa verið rýmkaðar. Nú máttu t.d. fjarlægja alla lausung í glompu, þótt bolti þinn liggi í glompunni. Þú þarft samt að fara varlega því þú færð víti ef boltinn hreyfist við að fjarlægja lausungina.
ALMENNT MÁ SEGJA AÐ NÚ GILDI SÖMU REGLUR UM HÖGG ÚR GLOMPUM OG AF ÖÐRUM SVÆÐUM VALLARINS, MEÐ EFTIRFARANDI UNDANTEKNINGUM: a. Þú mátt ekki vísvitandi prófa ástand sandsins með hönd eða kylfu. b. Þú mátt ekki snerta sandinn með kylfu í æfingasveiflu. c. Þú mátt ekki snerta sandinn með kylfu rétt framan eða aftan við boltann eða í aftursveiflunni fyrir höggið. Sjá reglu 12.2
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2018. 66north.is
Guðrún klæðist Staðarfell NeoShell® jakka og Öxi PrimaLoft® jakka innanundir.
Breytt skilgreining á glompum Skilgreining á glompum hefur einfaldast. Nú er bolti innan glompu ef hann er innan svæðisins sem hefur verið útbúið fyrir glompu og þar sem sandur á að vera að öllu jöfnu. Það þýðir að glompukanturinn er ekki hluti glompunnar, óháð því hvort kanturinn er úr mold eða hlöðnu torfi. Sjá reglu 12.1
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Fjarlægðarmælar Fjarlægðarmælar eru nú leyfðir samkvæmt almennum golfreglum. Áður þurfti að setja staðarreglu til að heimila notkun þeirra en nú má nota fjarlægðarmælana þótt slík staðarregla sé ekki fyrir hendi. Á hinn bóginn má nú setja staðarreglu sem bannar notkun fjarlægðarmæla. Litið er svo á að notkun fjarlægðarmæla samræmist grunngildum leiksins þar sem mat á fjarlægðum sé ekki einn þeirra þátta sem reyna eiga á hæfni leikmannsins. Auk þess er löng hefð fyrir að fjarlægðarupplýsingar séu tiltækar leikmönnum, s.s. með fjarlægðarstikum eða merkingum á vökvunarstútum.
Actavis 914040-1
Sjá reglu 4.3
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Actavis 914040-1
Andaðu léttar í sumar
Við ofnæmi án lyfseðils Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Ef þú slærð óvart í sjálfa(n) þig Nú er vítalaust þótt þú sláir boltann óvart í sjálfa(n) þig eða í útbúnað þinn. Þú einfaldlega leikur boltanum þar sem hann stöðvast. Eina undantekningin frá þessari reglu er ef þú púttar boltanum á flötinni og boltinn hittir þig eða útbúnað þinn. Þá gildir höggið ekki, þú leggur boltann aftur á fyrri stað og púttar aftur. Sömu reglur gilda í höggleik og í holukeppni. Ef þú slærð bolta þinn t.d. óvart í mótherja þinn í holukeppni hefurðu ekki lengur kost á að afturkalla höggið. Sjá reglu 11.1
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Brizo
Ertu alltaf í spreng? ™
gegn tíðum þvaglátum
Brizo er sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af
einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Kannast þú við þetta vandamál?
• Lítil eða slöpp þvagbuna • Tíð þvaglát • Næturþvaglát • Skyndileg þvaglátarþörf • Erfitt að hefja þvaglát • Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát • Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir það síðasta • Sviði eða sársauki við þvaglát Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Brizo A-4.indd 1
10/05/2019 18:36:46
Ef röng flöt truflar leik þinn
Röng flöt er sérhver flöt á vellinum önnur en á holunni sem þú ert að leika hverju sinni. Ef bolti þinn lendir á rangri flöt eða svo nærri rangri flöt að þú þarft að standa á röngu flötinni ertu skyldug(ur) að taka lausn frá röngu flötinni. Lausnin er vítalaus og er framkvæmd á sama hátt og t.d. frá göngustígum, þ.e. þú finnur nálægasta stað fyrir fulla lausn og lætur bolta falla innan kylfulengdar frá þeim stað, ekki nær holunni og þar sem ranga flötin truflar ekki höggið. Sjá reglu 13.1
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Guðríðarstíg 6-8, 113 Reykjavík www.margtsmatt.is office@margtsmatt.is 585 3500
Tómas sá besti
Þjálfari ársins í NCAA DIII Tómas F. Aðalsteinsson var á dögunum valinn þjálfari ársins hjá kvennaliðum í golfi sem keppa í NCAA DIII háskóladeildinni í Bandaríkjunum. Tómas er þjálfari kvennaliðs Williams College en það eru samtökin Women's Golf Coaches Association (WGCA) sem standa að kjörinu. Á sl. þremur árum hefur árangur Williams College undir stjórn Tómasar vakið athygli. Liðið hefur þrisvar endað á meðal fjögurra efstu í deildarkeppni NCAA DIII. Árið 2017 endaði liðið í fjórða sæti í deildarkeppninni en sl. tvö ár hefur liðið endað í öðru sæti. „Það er heiður að fá slíka viðurkenningu frá félögum mínum í samtökunum WGCA. Ég deili þessari viðurkenningu og heiðri með liðinu okkar. Leikmennirnir hafa lagt mikið á sig og
98
GOLF.IS // Tómas sá besti
árangurinn er eftir því. Ég væri ekki í þessari stöðu án þeirra og ég get ekki þakkað þeim nógu mikið fyrir að fá að vera hluti af þessu liði,“ sagði Tómas m.a. þegar hann fékk viðurkenninguna. Tómas F. Aðalsteinsson er aðstoðarprófessor við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum og er yfirþjálfari kvennagolfliðs skólans. Hann er með meistaragráðu í íþróttasálfræði frá John F. Kennedy University í Kaliforníu og veitir ráðgjöf og fræðslu um hugarþjálfun í golfi og öðrum íþróttum. Hann hefur komið að þjálfun margra kylfinga á Íslandi og þar má nefna Valdísi Þóru Jónsdóttur.
HITTU Í MARK MEÐ 18 HOLU GJÖF
Icelandair hótel Hamar býður upp á glæsilegan golfpakka sem hentar einstaklega vel sem gjöf til golfara. Við fullkomnum svo gjöfina með stórfenglegu útsýni, fyrsta flokks veitingum, faglegri þjónustu og dásamlegu umhverfi. Pantaðu gjafabréf á icelandairhotel.is eða bókaðu golfpakkann í síma 433 6600 eða á hamar@icehotels.is
Icelandair hótel Hamar | Borgarnes | 433 6600 | hamar@icehotels.is
Innifalið í golfpakkanum: -
Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi Veglegt morgunverðarhlaðborð Einn hringur á Hamarsvelli Glæsilegur þriggja rétta veislukvöldverður að hætti Hamars
Verð fyrir tvo 57.000 kr. Verð fyrir einn 29.000 kr.
Þekkir þú völlinn? Það eru rúmlega 60 golfvellir á Íslandi. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?
100
GOLF.IS
Rétt svar: Vatnahverfisvöllur, Golfklúbburinn Ós, GÓS, við Blönduós.
Íslandsmótið í golfi 2019
Íslandsmótið í golfi fer fram 8.–11. ágúst og verður það jafnframt lokamótið á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ 2019.
Íslandsmótið í golfi í karlaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1942. Fyrstu fjögur árin var keppt í holukeppni á Íslandsmótinu en frá árinu 1946 hefur verið keppt í höggleik.
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2019
Mótið í ár er það 78. í sögunni í karlaflokki. Í kvennaflokki var fyrst keppt árið 1967 og er mótið í ár það 53. frá upphafi í kvennaflokki. Að þessu sinni verður keppt um stóru titlana á Grafarholtsvelli sem er sá völlur á Íslandi þar sem Íslandsmótið í golfi hefur oftast verið haldið. Í kvennaflokki verður mótið í ár 15. mótið í Íslandsmótssögu kvenna sem fram fer á Grafarholtsvelli. Í karlaflokki verður mótið það 17. sem fram fer í karlaflokki á Grafarholtsvelli. Mótið fór síðast fram á Grafarholtsvelli árið 2009 þar sem Ólafur Björn Loftsson og Valdís Þóra Jónsdóttir fögnuðu sigri á afar eftirminnilegu móti.
BIG MAX
AQUA HYBRID Burðarpoki með frábærri vatnsvörn og passar líka vel á kerrur
Valin kerra ársins tvö ár í röð hjá Golf Digest
29.900 kr.
BIG MAX BLADE IP Einnig til í svörtu.
Aðeins 6,5 kg og samanpökkuð 12,5 x 62 x 88 cm.
VERÐ AÐEINS 39.800 kr.
BIG MAX AQUA V-4 Nýi AQUA V-4 er einn allra best skipulagði og vatnsheldi kerrupokinn á markaðnum í dag. Ekki skemmir frábær hönnun og útlit og mikið úrval af litum.
VERÐ AÐEINS 39.900 kr. Við kappkostum ávallt að eiga gott úrval af pokum, kerrum og aukahlutum.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Bakrunnsmynd er frá Bonalba
Ótrúleg hönnun og er einhver allra þægilegasta kerra sem hefur komið á markað. Þú pakkar henni á nokkrum sekúndum þar sem hjólin leggjast sjálfkrafa út þegar kerran er lögð saman.
Einsdæmi á heimsvísu
Íslandsmótið í golfi í beinni á RÚV Bein útsending verður frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.–11. ágúst 2019 á „Mótaröð þeirra bestu“. Sýnt verður frá mótinu á RÚV. Þetta er í 22. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður í áttunda sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport. Samkvæmt bestu heimildum GSÍ er Íslandsmótið í golfi eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu. Útsendingin er því einsdæmi á heimsvísu.
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2019
Mikið er lagt í útsendinguna frá Íslandsmótinu í golfi á hverju ári. Um 30 manns koma að útsendingunni með einum eða öðrum hætti. Á bilinu 12–16 myndavélar eru mannaðar á vellinum og áhorfendur ættu ekki að missa af höggi þegar spennan er sem mest á lokaholunum í Grafarholti. 1998 (1) - Hólmsvöllur / GS (SÝN) 1999 (2) - Hvaleyrarvöllur / GK (SÝN) 2000 (3) - Jaðarsvöllur / GA (SÝN) 2001 (4) - Grafarholt / GR (SÝN) 2002 (5) - Strandarvöllur / GHR (SÝN) 2003 (6) - Vestmannaeyjar / GV (SÝN) 2004 (7) - Garðavöllur / GL (SÝN) 2005 (8) - Hólmsvöllur / GS (SÝN) 2006 (9) - Urriðavöllur / GO (SÝN) 2007 (10) - Hvaleyrarvöllur / GK (SÝN) 2008 (11) - Vestmannaeyjar / GV (SÝN) 2009 (12) - Grafarholt / GR (SÝN) 2010 (13) - Kiðjaberg / GKB (SÝN) 2011 (14) - Hólmsvöllur / GS (RÚV) 2012 (15) - Strandarvöllur / GHR Stöð 2 sport 2013 (16) - Korpúlfsstaðavöllur / GR (RÚV) 2014 (17) - Leirdalsvöllur / GKG (RÚV) 2015 (18) - Garðavöllur / GL (RÚV) 2016 (19) - Jaðarsvöllur / GA (RÚV) 2017 (20) - Hvaleyrarvöllur / GK (RÚV) 2018 (21) - Vestmannaeyjavöllur / GV (RÚV) 2019 (22) - Grafarholtsvöllur / GR (RÚV)
Margar gerðir af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Hljóðeinangrandi hurðir, eldvarnarhurðir, rennihurðir, glerhurðir nú og bara svona venjulegar hurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Íslandsmót í golfi 2019
Keppt á Grafarholtsvelli í 17. sinn – Björgvin með flesta titla í Grafarholti
Kylfingar af landsbyggðinni eða utan höfuðborgarsvæðisins hafa verið sigursælastir á Íslandsmótinu í golfi í karlaflokki þegar það hefur farið fram á Grafarholtsvelli. Sigurður Pétursson úr GR hefur tvívegis landað þeim stóra á heimavelli sínum og Hannes Eyvindsson gerði það einnig árið 1980. Það eru einu titlar GR í karlaflokki í þau 16 skipti sem Íslandsmótið hefur farið fram á Grafarholtsvelli. Björgvin Þorsteinsson er sá sigursælasti með þrjá titla og Sigurður Pétursson með tvo titla. Á árunum 1980–1984 fór mótið fram þrívegis á Grafarholtsvelli og þar af þrjú ár í röð 1982–1984.
Eftirtaldir kylfingar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki á Grafarholtsvelli: Magnús Guðmundsson GA (1965), Gunnar Sólnes GA (1967), Þorbjörn Kjærbo GS 1969, Loftur Ólafsson NK (1972), Björgvin Þorsteinsson, GA (1974, 76, 77), Hannes Eyvindsson, GR (1980), Sigurður Pétursson GR (1982, 84), Gylfi Kristinsson GS (1983), Sigurður Sigurðsson GS (1988), Úlfar Jónsson GK (1992), Þórður E. Ólafsson GL (1997), Örn Æ. Hjartarson GS (2001), Ólafur Björn Loftsson NK (2009).
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2019
GA 5 titlar GS 4 titlar
GR 3 titlar NK 2 titlar
GL 1 titill GK 1 titill
Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti frá upphafi en hann sigraði í sjöunda sinn á ferlinum árið 2016, á Jaðarsvelli á Akureyri.
Ert þú nógu áberandi? Við erum leiðandi fyrirtæki í merkingum, prentun og skiltagerð.
Fánar og strandfánar
Viðburðamerkingar Kynningaborð, ljósaveggir, vörustandar og margt fleira!
í öllum stærðum og gerðum!
A-standar
Vindskilti
70x100cm / 50x70cm
50x70cm
Áberandi ehf • Vesturvör 30a • 414 1900 • aberandi@aberandi.is • www.aberandi.is
Íslandsmeistarar í golfi í karlaflokki frá upphafi: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1) 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13) 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14) 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15) 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16) 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17) 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14) 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15) 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16) 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17) 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18) 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4) 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19) 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20) 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1) 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2) 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5) 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3) 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4) 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5) 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18) 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7)
1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1) 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2) 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19) 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8) 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9) 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20) 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1) 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3) 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10) 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2) 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4) 2011 Axel Bóasson GK (1) (11) 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21) 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5) 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6) 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22) 2016 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (7) (7) 2017 Axel Bóasson GK (2) (12) 2018 Axel Bóasson GK (3) (13)
SAMTALS TITLAR Í KARLAFLOKKI HJÁ GOLKLÚBBUM LANDSINS: GR - 22 GA - 20 GK - 13
GKG - 7 GS - 6 GV - 3
GL - 2 NK - 2 GKj./ GM 2
ENNEMM / SÍA /
NM93901 Jaguar iPace almenn A4
1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1) 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2) 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3) 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4) 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1) 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5) 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6) 1949 Jón Egilsson GA (1) (2) 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7) 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8) 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3) 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9) 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10) 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4) 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11) 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1) 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5) 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2) 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12) 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6) 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13) 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7) 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8) 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9) 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10) 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11) 1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1) 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2) 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3) 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12)
108
GOLF.IS // Íslandsmótið í golfi 2019
HAT-TRICK
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX! Rafbíllinn Jaguar I-Pace vann nýverið til þrennra gullverðlauna á hinni virtu uppskeruhátíð bílaframleiðenda World Car Of The Year. I-Pace varð þar með fyrsti bíllinn í heiminum til að vinna þrjá flokka á sama árinu. Vertu með þeim fyrstu sem upplifa nýjan fjórhjóladrifinn Jaguar I-PACE, 470 km drægi*, 400 hestöfl, 4,8 sek. í 100 km. Verð frá 9.790.000 kr. jaguarisland.is
JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500
*Uppgefnin tala um drægi samkvæmt samræmdum mælingum WTPL staðalsins
ENNEMM / SÍA /
NM93901 Jaguar iPace almenn A4
HEIMSBÍLL ÁRSINS HÖNNUN ÁRSINS RAFBÍLL ÁRSINS
Íslandsmót í golfi 2019
GR-ingar sigursælastir á heimavelli Elísabet Möller úr Golfklúbbi Reykjavíkur var fyrsti kylfingurinn sem fagnaði sigri á Íslandsmótinu í golfi þegar það fór fyrst fram á Grafarholtsvelli árið 1969. Það var jafnframt í þriðja sinn sem keppt var í kvennaflokki á Íslandsmótinu. Alls hafa ellefu kylfingar landað titlinum á þessum velli og þar af þrír tvívegis. Þær eru Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, Sólveig Þorsteinsdóttir, GR og Ásgerður Sverrisdóttir, GR. GR-ingar eru sigursælastir á Grafarholtsvelli. Í átta skipti af alls fjórtán hafa GRingar sigrað á Íslandsmótinu í kvennaflokki á Grafarholtsvelli. Aðeins fimm klúbbar á
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2019
landsvísu hafa átt kylfing í efsta sæti þegar stærsta mót ársins hefur farið fram á þessum þekkta velli. Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í 53. skipti frá upphafi þegar mótið hefst í ágúst á Grafarholtsvelli. Eftirtaldir kylfingar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki á Grafarholtsvelli:
Elísabet Möller, GR (1969), Jakobína Guðlaugsdóttir, GV (1972, 74), Kristín Pálsdóttir, GK (1976), Jóhanna Ingólfsdóttir, GR (1977), Sólveig Þorsteinsdóttir, GR (1980, 82), Ásgerður Sverrisdóttir, GR (1983, 84), Steinunn Sæmundsdóttir, GR (1988), Karen Sævarsdóttir, GS (1992), Ólöf M. Jónsdóttir, GK (1997), Herborg Arnarsdóttir, GR (2001), Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (2009).
GR 8 titlar GK 2 titlar GV 2 titlar
GS 1 titill GL 1 titill
VERTU MEÐ SVARTA BELTIÐ Í SPARNAÐI!
VERSLAÐU Á NETINU
FLJÓTLEGT - EINFALT - ÞÆGILEGT
ÞÚ GETUR NÚ PANTAÐ MATVÖRU Í GEGNUM VEFVERSLUN NETTÓ* OG SÓTT UM LAND ALLT REYKJAVÍK ∙ KÓPAVOGUR ∙ HAFNARFJÖRÐUR ∙ REYKJANESBÆR ∙ GRINDAVÍK AKUREYRI ∙ BORGARNES ∙ HÖFN ∙ EGILSSTAÐIR ∙ SELFOSS ∙ HÚSAVÍK ∙ ÍSAFJÖRÐUR
HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU? 1. Raðaðu vörunum í körfu Nú getur þú verslað hvar sem er; Með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni. 2. Veldu afhendingarmáta og stað Fáðu vörurnar afhentar á 90 mínútum - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.
Lægra verð – léttari innkaup
3. Þú sækir eða við sendum Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna. *Hægt er að fá sent heim að dyrum á Akureyri, Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu.Lágmarkspöntun í heimsendingu er 15.000 kr.
Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi: Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2) 1969 Elísabet Möller GR (1) (1) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4) 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1) 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9) 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10) 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11)
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2019
1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12) 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4) 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7) 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9) 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10) 1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6) 2001 Herborg Arnarsdóttir GR (1) (14) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16) 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17)
2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1) 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR (1) (19) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2) 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR (2) (21) 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10) 2016 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR (3) (22) 2017 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (3) (3) 2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK (1) (11)
FJÖLDI TITLA HJÁ KLÚBBUM: GR - 22 GS - 11 GK - 11
GV - 4 GL - 3 GKj. / GM - 1
Þekkir þú völlinn? Það eru rúmlega 60 golfvellir á Íslandi. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?
114
GOLF.IS
Rétt svar: Skeggjabrekkuvöllur, Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB í Ólafsfirði.
„Eruð þið ekki að grínast í mér?“ Íris Dögg sló draumahöggið á sínu fyrsta einstaklingsmóti „Ég kastaði frá mér kylfunni, greip fyrir andlitið og öskraði „eruð þið ekki að grínast í mér“ með gleðitárin í augunum,“ segir Íris Dögg Ingadóttir kylfingur úr Golfklúbbi Álftaness sem afrekaði að slá draumahöggið í sínu fyrsta golfmóti sem einstaklingur í maí sl. „Ég var að fara 18 holur í sjöunda sinn á ferlinum. Og þetta var í fyrsta sinn sem ég tók þátt í móti sem einstaklingur. Ég tók þátt í Texas-móti sl. haust og það var fyrsta golfmótið mitt. Draumahöggið sló ég á fyrsta stigamóti Golfklúbbs Álftaness. Þetta var á 8. braut, líklega um 90 metra högg og ég sló með 9 járni. Boltinn lenti hægra megin við flaggið, rúllaði síðan upp í hallann á flötinni og í fallegum boga beint ofan í holuna,“ segir Íris Dögg þegar hún rifjaði upp höggið fyrir Golf á Íslandi.
UPPHAFSTEIGURINN Á 8. BRAUT VALLARINS HEFUR EKKI ALLTAF VERIÐ Í UPPÁHALDI HJÁ ÍRISI DÖGG „Ég hef ekki góða reynslu af þessum teig og er tiltölulega nýhætt að skjálfa á beinunum að slá boltann beint í sefið fyrir framan teiginn. Og ég hef líka hugsað um að ef höggið verði of langt þá fari boltinn í grjótgarðinn og beint niður í fjöru. Þannig að mér leið bara vel þegar ég sá að boltinn lenti á flötinni. Síðan fór hann ofan í og ég gerði mér alveg grein fyrir því hvað hafði gerst. Ég kastaði alla vega frá mér kylfunni, greip fyrir andlitið og öskraði „eruð þið ekki að grínast í mér“ með gleðitárin í augunum. Meðspilarar mínir í ráshópnum og þeir sem voru í næsta nágrenni klöppuðu allir. Sigríður Lovísa Sigurðardóttir vinkona mín úr blakliðinu hér á Álftanesi var með mér. Einnig hann Böðvar Breki sem er níu ára og móðir hans sem var aðstoðarmaður Böðvars Breka í mótinu. Sá stutti viðurkenndi fúslega að hann væri geggjað öfundsjúkur að hafa ekki náð þessu. Við flötina voru einnig tveir ungir drengir að veiða golfbolta upp úr sefinu. Þeir voru mun nær en við og sáu þetta því mun betur en við hin.“ Íris Dögg var ekki viss um hvernig hún mætti fagna slíku afreki á golfvellinum og hún gleymdi einnig að geyma golfboltann sem hún sló draumahöggið með. „Ég var ekki viss um hvort það ætti að fagna eða hvort það mætti hreinlega.
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Eruð þið ekki að grínast í mér?“
Við gáfum okkur smá stund til að taka mynd af mér við flaggið og síðan drifum við okkur áfram. Það var annar ráshópur að bíða og við gátum því ekki fagnað lengi á flötinni. Eftir hring bauð Sigga mér upp á hvítvínsglas í golfskálanum. Ég fékk margar hamingjuóskir og innileg faðmlög frá klúbbfélögum. Ég fékk síðar að vita það að fagna ætti slíku með kampavíni. Ég gleymdi líka að geyma boltann sem ég sló draumahöggið með. Ég týndi honum í skurði á þriðju braut á síðari hringnum.“
GOLF OG BLAK „Ég fékk golfsett þegar ég varð fertug árið 2013. Það hefur tekið langan tíma að koma mér af stað. Síðastliðna tvo vetur höfum við blak-golf vinkonurnar verið í læri hjá Karen Sævarsdóttur. Við mættum einu sinni í viku í fimmtán, tuttugu skipti. Það gerði mikið fyrir mig. Mér fannst ekkert gaman að byrja í nýju sporti og vera grútléleg. Kennslan og æfingarnar breyttu öllu. Ég fór í golfið til að eiga áhugamál með manninum mínum og eiga kost á því að vera úti í náttúrunni á sama tíma. Golfsagan mín er ekki löng. Ég spila því mest á heimavellinum á Álftanesi, ég hef komið á fjóra aðra velli á Íslandi og leikið á einum á Bretlandi. Það sem heillar mig mest við golfið er útiveran í góðum félagsskap. Og tilhugsunin um að geta stundað þessa íþrótt í mörg ár til viðbótar er einnig heillandi. Það er ekki eins líklegt með blakíþróttina sem ég hef stundað undanfarin fimmtán ár. Markmið sumarsins er að fá forgjöf svo að Karen þjálfari hætti að kalla mig forgjafarsvindlara. Og að þora að taka þátt í golfmótum. Ég var skjálfandi af stressi fyrir þetta mót. Dóttir okkar fann það alveg og kom til mín og knúsaði mig. Hún spurði mig síðan: „Hvað er það versta sem gæti gerst?“ Ég þarf víst að fara að huga að nýjum markmiðum fyrir sumarið,“ segir Íris Dögg Ingadóttir.
LÆKKAÐU VERÐIÐ MEÐ VILDARPUNKTUM
Hvað átt þú marga punkta? Nýttu þér Punkta og peninga og láttu Vildarpunktana þína ganga upp í golfferðina. Kannaðu stöðuna. Verðið gæti komið þér ánægjulega á óvart. + icelandair.is Skemmtileg staðreynd: Þú safnar líka punktum þegar þú bókar flug með punktum
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 89266 08/18
Punktar og peningar
Tölur og staðreyndir ■■ Á æfingasvæðum Bása og Hraunkots eru yfir 10 milljónir golfbolta slegnir árlega. ■■ 2% kylfinga á Íslandi eru með forgjöf 4,4 eða lægra. ■■ Fjölmennasti klúbburinn er GR með 2.800 félaga og er GR annað fjölmennasta íþróttafélagið á landinu. ■■ Á hverju ári eru hátt í 35.000 hringir leiknir á 18 holu golfvöllum höfuðborgarsvæðisins. ■■ 60% allra kylfinga eru á höfuðborgarsvæðinu. ■■ Áætlaður fjöldi erlendra kylfinga sem leika hér á landi á hverju ári eru 6.000. ■■ Lengsta braut landsins er 600 metrar á Víkurvelli í Mýrdal. ■■ Heildarvelta golfklúbba landsins er um 2 milljarðar kr.
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi
ERT ÞÚ MEÐ ÞREYTTA FÆTUR?
Ef þú finnur fyrir óþægindum í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum væri gott fyrir þig að koma í göngugreiningu. Bókanir á www.gongugreining.is og í síma: 55 77 100
Foot Joy golfskórnir Bæði til með skrúfuðum og föstum stöðugum tökkum. TIl í breiddum og öllum stærðum karla og kvenna. Henta frábærlega fyrir sérsmíðuð innlegg
Feetures sokkarnir Frábærir í golfið, stuðningur undir ilina, höggdempun undir hælum og tábergi. Það er sér saumur fyrir hægri og vinstri fót. Sokkarnir koma í þykktum og lengdum. Einnig til þrýstisokkar og sér sokkar fyrir iljarfellsbolgu (plantar faciiitis).
OOFOS® Heilsusandalarnir veita stuðning undir iljarnar sem hjálpar að dreyfa álaginu á hæla, iljar og táberg eins vel og hægt er. Þess vegna mæla sjúkraþjálfarar og fótaaðgerðafræðingar með OOFOS®.
S: 55 77 100 www.gongugreining.is
Kristófer Karl Karlsson
„Nýti mér margt úr handboltanum í golfið“ Það eru ekki margir afrekskylfingar á Íslandi sem eru í fremstu röð í tveimur íþróttagreinum á sama tíma. Kristófer Karl Karlsson, sem verður 18 ára í september, er einn af þeim. Hann lætur svo sannarlega til sína taka á golfvellinum og einnig á handboltavellinum.
120
GOLF.IS // „Nýti mér margt úr handboltanum í golfið“
Kristófer Karl er fæddur árið 2001 og hefur búið alla tíð í Mosfellsbæ þar sem mikil handboltahefð er ríkjandi. Það var því frekar einföld ákvörðun að prófa íþróttina þegar hann var yngri. „Handboltinn hefur gert mig líkamlega sterkari sem ég hef nýtt mér í golfið. Ég ætla að stefna á að vera með í handboltanum næsta vetur. Mér finnst gaman að spila handbolta og á meðan ég get verið í báðum íþróttunum þá ætla ég að gera það. Bjarki Sigurðsson fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta er þjálfarinn okkar. Hann hefur sýnt þessu mikinn skilning og hvatt mig áfram. Það gera líka þjálfararnir mínir í golfinu hjá GM,“ segir Kristófer Karl Karlsson afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar við tímaritið Golf.is/Golf á Íslandi. Kristófer Karl hefur verið viðloðandi afrekshópa HSÍ á undanförnum árum samhliða því að vera í afrekshópum GSÍ. Mosfellingurinn segir að það hafi aldrei verið neitt vandamál að stunda tvær íþróttir. „Sverrir Haraldsson og Ragnar Már Ríkarðsson, félagar mínir úr GM, voru báðir með mér í handboltanum. Þeir eru hættir en ég ákvað að taka slaginn með Aftureldingu í vetur. Ég fékk tækifæri með meistaraflokknum undir lok síðasta tímabils,“ segir Kristófer Karl sem leikur ýmsar stöður á vellinu, aðallega þó á línu þar sem harkan er oft á tíðum mikil.
... það þýðir ekkert að spá í slíkt. Ef maður gerir það þá fer maður fyrst að meiðast. Ég hef bara litið á þetta sem líkamsrækt, að byggja upp líkamann og gera eitthvað annað en að æfa golf BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Nýti mér margt úr handboltanum í golfið“
KRISTÓFER KARL ER EKKI SMEYKUR VIÐ AÐ MEIÐAST Í HANDBOLTANUM „Nei, það þýðir ekkert að spá í slíkt. Ef maður gerir það þá fer maður fyrst að meiðast. Ég hef bara litið á þetta sem líkamsrækt, að byggja upp líkamann og gera eitthvað annað en að æfa golf. Ég sigraði í mínum flokki á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í fyrra og þar tel ég að reynslan mín úr handboltanum hafi nýst vel. Ég var fjórum holum undir þegar fimm voru eftir. Ég gafst bara ekki upp, hélt áfram, og snéri úrslitaleiknum mér í vil. Davíð Gunnlaugsson þjálfarinn minn hjá GM sagði að þarna hefði „handboltahugarfarið“ skilað titlinum. Ég er vanur því að þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum á línunni í handboltanum. Það herðir mig bara og gerir mig sterkari.“ Kristófer Karl stundar nám við Borgarholtsskóla á afreksbraut í íþróttum þar sem hann æfir golf samhliða náminu. Hann ætlar sér að velja golfíþróttina til framtíðar og er markmiðið að komast í háskóla í Bandaríkjunum.
Orkubiti sem bragð er af 7
bragðtegundir
Sími: 519-2440 GOLF.IS
123
Áskorendamótaröð Íslandsbanka
Líf og fjör í hitabylgjunni á Bakkakotsvelli
Það má með sanni segja að keppendur á Áskorendamótaröðinni sem fram fór á Bakkakotsvelli 15. júní sl. hafi skemmt sér vel. Veðrið lék við keppendur en um 20 stiga hiti var og logn á keppnisdeginum.
Áskorendamótaröð Íslandsbanka er mótaröð fyrir yngstu kylfinga landsins. Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Á Áskorendamótaröðinni á að vera gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin. Allir keppendur eru ræstir út á sama tíma og verður því skemmtileg stemning í mótslok þegar boðið er upp á veitingar á meðan verðlaunafhendingin fer fram.
Úrslit úr Áskorendamótinu sem fram fór á Bakkakotsvelli: 12 ÁRA OG YNGRI:
15–18 ÁRA:
1. Grétar Logi Gunnarsson Bender, GM 47 högg 2. Hilmar Veigar Ágústsson, GL 50 högg 3. Guðlaugur Þór Þórðarson, GL 51 högg
1. Daníel Franz Davíðsson, GV 98 högg 2. Arnar Berg Arnarsson, GV 106 högg
1. Dóra Þórarinsdóttir, GM 49 högg 2. Elísabet Ólafsdóttir, GR 56 högg 3. Íris Birgisdóttir, GK 73 högg
10 ÁRA OG YNGRI: 1. Benedikt Líndal Heimisson, GR 49 högg 2.–3. Máni Freyr Vigfússon, GK 58 högg 2.–3. Arnar Ingi Elíasson, GKG 58 högg
124
GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröð Íslandsbanka
1. Viktoría Von Ragnarsdóttir, GM 95 högg 2. Lovísa Björk Davíðsdóttir, GS 98 högg
14 ÁRA OG YNGRI: 1. Guðmundur Snær Elíasson, GKG 81 högg 2. Daníel Björn Baldursson, GR 84 högg 3. Ragnar Kári Kristjánsson, GK 89 högg 1. Lilja Dís Hjörleifsdóttir, GK 98 högg 2. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG 98 högg *Lilja sigraði eftir bráðabana á 9. braut. Hún fór næstum því holu í höggi í upphafshögginu. 3. Lára Dís Hjörleifsdóttir, GK 105 högg
HÆTTU AÐ GISKA.
Ögurhvarf 2 | 577 6000 | garmin.is
126
GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröð Íslandsbanka
GOLF.IS
127
Forskotskylfingar Hvernig hefur gengið á árinu 2019?
Atvinnukylfingarnir sem fengu úthlutað úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, 2019 hafa haft í nógu að snúast á þessu ári. ÞEGAR ÞESSI GREIN VAR SKRIFUÐ 15. JÚNÍ SL. VAR ÁRANGUR ÞEIRRA EFTIRFARANDI Á ÁRINU 2019:
AXEL BÓASSON, KEILIR. Nordic Tour: 45. sæti á stigalistanum. Staða á heimslista í júní 2019: 1.597. Staða á heimslista í lok ársins 2018: 884. Alls 10 mót og 4 sinnum komist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur 3., 9. og 13. sæti.
GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON, GR. Nordic Tour: 2. sæti á stigalistanum. Staða á heimslista í júní 2019: 749. Staða á heimslista í lok ársins 2018: 1.656. Alls 10 mót og 8 sinnum komist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur 1. sæti í tvígang., 6. og 9. sæti.
HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS, GR. Nordic Tour: 10. sæti á stigalistanum. Staða á heimslista í júní 2019: 1.383. Staða á heimslista í lok ársins 2018: 1.452. Alls 11 mót og 8 sinnum komist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur 2. sæti., 5. og 8. sæti.
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forskotskylfingar
Vissir þú að… … fyrir hvert tré sem Oddi notar við framleiðslu sína eru gróðursett 2 í staðinn? Oddi hefur áratugum saman lagt áherslu á umhverfismál í sinni starfsemi, bæði í framleiðslunni sjálfri sem og í vali á hráefnum. Við fylgjumst vel með kolefnisspori framleiðsluvara okkar með það að markmiði að minnka losun og vinna í sátt við umhverfið. Við framleiðslu sína notar Oddi viðurkenndan FSC pappír en hann er uppruninn úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.
ÁRNASYNIR
Góður árangur í rekstri byggir á skynsamlegum ákvörðunum. Áratuga þekking okkar og reynsla tryggja þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoð við greiningu á þínum þörfum. Hafðu samband og leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna þá lausn sem hentar þínum rekstri best.
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar - s. 515-5000
www.oddi.is
GUÐRÚN BRÁ BJÖRGVINSDÓTTIR, KEILIR. LET Access: 39. sæti á stigalistanum. Staða á heimslista í júní 2019: 803 Staða á heimslista í lok ársins 2018: 1.049. Alls 7 mót og 3 sinnum komist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur 7. sæti í tvígang.
J
VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, LEYNIR. LET Evrópumótaröðin: 67. sæti á stigalistanum. LET Access: 90 sæti á stigalistanum. Staða á heimslista í júní 2019: 465. Staða á heimslista í lok ársins 2018: 424. Alls 10 mót og 6 sinnum komist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur 5., 24. og 29. sæti.
ÓLAFÍA ÞÓRUNN KRISTINSDÓTTIR, GR.
BÍLDSHÖFÐA 9
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
130
Symetra Tour: 136. sæti á stigalistanum. LPGA mótaröðin: 171. sæti á stigalistanum. Staða á heimslista júní 2019: 505. Staða á heimslista í lok ársins 2018: 311. Alls 9 mót og 3 sinnum komist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur 45. sæti. Lék á þremur LPGA mótum og þar af einu risamóti, US Open. Ólafía hafði ekki náð að komast í gegnum niðurskurðinn á LPGA móti á fyrstu þremur mótunum sem hún fékk keppnisrétt á.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forskotskylfingar
ICE_T
Rickie Fowler Charley Hoffman
Jordan Spieth
Francesco Molinari Jordan Spieth
Adam Scott
Ian Poulter
Ariya Jutanugarn
Justin Thomas
Tommy Fleetwood
Henrik Stenson
Justin Thomas
Webb Simpson
TRAUST SKILAR SIGRUM.
#1 Í FJÖLDA SIGRA
#1 Í FJÖLDA LEIKMANNA
25,473 Næsti samkeppnisaðili
203
3 ,474
Næsti samkeppnisaðili
33
Bernhard Langer
Rafa Cabrera Bello David Toms
Paul Casey
Bubba Watson
Cameron Smith
Georgia Hall
Kevin Kisner
Darrell Survey, Sports Marketing Surveys Inc. Northmountain International. Based upon results through 12/11/2018 on the U.S.PGA, U.S. LPGA, Champions, Web.com, South African, Asian, Korean, OneAsia, Australasian, Japan, Canadian PGA and PGA European Tours.
ICE_TitleistWWWrap2018_Page.indd 1
14/11/2018 15:05
„Við áttum frábæran dag saman“ 132
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfdagurinn sló í gegn á Blönduósi
Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA mánudaginn 10. júní og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golfkennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni.
GOLF.IS
133
„PGA á Íslandi auglýsti lokaverkefni golfkennaranema en það snerist um að koma til golfklúbba og kenna golf. Ég sótti um til PGA, sótti um styrki til fyrirtækja í bænum og dagurinn í dag var afrakstur þessa,“ segir Jóhanna G. Jónasdóttir, formaður Golfklúbbsins Óss á Blönduósi í samtali við héraðsfréttavefinn Feyki. Golfklúbburinn Ós hefur verið starfræktur frá árinu 1985. Félagar í klúbbnum eru 35 og lítil endurnýjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Illa hefur gengið að fá golfkennara út á landsbyggðina en þeir eru bráðnauðsynlegir ef halda á úti barna- og unglingastarfi.
134
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfdagurinn sló í gegn á Blönduósi
Golfklúbburinn hefur farið ýmsar leiðir síðustu ár en engin varanleg lausn hefur fundist. „Ég fór á fund framkvæmdastjóra golfklúbba í mars 2017 og var erindi mitt að beina augunum að kennaraleysi á landsbyggðinni. Ég var búin að hafa samband við litla golfklúbba um allt land og alls staðar var sama
sagan. Agnar Már Jónsson, sem sat fundinn með mér, tók málin í sínar hendur, hann sat í stjórn PGA en PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi,“ segir Jóhanna. Í framhaldinu var haldið málþing um stöðu golfkennaramála á landsbyggðinni. Jóhanna sótti leiðbeinendanámskeið og hefur því leyfi til að leiðbeina börnum og unglingum. Síðasta sumar hélt hún svo úti golfleikjanámskeiði fyrir krakka á aldrinum 6–10 ára. Sumarið 2017 fékk Golfklúbburinn Ós John Garner golfkennara, sem þjálfaði íslenska landsliðið á árum áður, í gegnum golfklúbbinn á Akureyri. John Garner heimsækir golfklúbbinn enn þrisvar til fjórum sinnum yfir sumarið og kennir 10–15 ára krökkum. „Golfdagurinn heppnaðist mjög vel og voru fjórir nemar á staðnum og við áttum frábæran dag saman,“ segir Jóhanna. Golfkennaranemarnir fóru yfir grunnatriðin í golfi og skiptu svo þátttakendum í nokkra hópa þar sem mismunandi æfingar voru gerðar. Fyrirhugað er að golfkennaranemarnir komi a.m.k. tvisvar sinnum til viðbótar í sumar til að halda þátttakendum við efnið. „Vonandi er þetta byrjunin á enn frekari uppbyggingu hjá GÓS og að íbúar í sveitarfélaginu átti sig á hvað þetta er skemmtileg fjölskylduíþrótt, að ég tali nú ekki um hvað við erum heppin að hafa golfvöll í fallegu umhverfi þar sem er aldrei biðröð í rástíma,“ segir Jóhanna að lokum.
ERU LIÐVERKIR AÐ HÆKKA FORGJÖFINA? GOLD
MEST SELDA LIÐBÆTIEFNI Á ÍSLANDI
Nutrilenk golf A-4.indd 1
10/05/2019 18:48:34
Stelpugolf og PGA golfdagurinn
Landsbyggðin tók vel á móti PGA kennaranemum Stelpugolfdagurinn fór fram þann 10. júní sl. Að þessu sinni var gestum boðið að nýta frábæra aðstöðu Golfklúbbs Reykjavíkur við Grafarholtsvöll. Þetta var í sjötta sinn sem PGA á Íslandi stendur að Stelpugolfdeginum en þessi viðburður hefur farið fram hjá GKG undanfarin fimm ár.
136
GOLF.IS // Stelpugolf og PGA golfdagurinn
ÁLVERSFATNAÐUR
www.sindri.is / sími 567 6000
Skútuvogi 1 - Reykjavík / Smiðjuvegi 1 Kópavogur / Draupnisgata 2 Akureyri
Stelpugolfdagurinn gekk vel, frábært veður og vel á annað hundrað gestir komu á svæðið. Þar tóku afrekskylfingar á öllum aldri á móti gestunum og leiðbeindu þeim í gegnum ýmsar skemmtilegar þrautir og leiki. Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni voru þar á meðal. Verkefninu var stýrt af alls sjö nemendum í PGA golfskólanum, PGA golfdagurinn fór fram á sama degi á þremur golfvöllum á landsbyggðinni. Í Neskaupstað voru fjórir PGA nemendur til leiðsagnar á PGA golfdeginum og fjórir voru hjá Golfklúbbnum Ósi á Blönduósi. Á Hornafirði voru þrír PGA nemendur. Góð mæting var á þessa þrjá staði og voru gestir þakklátir fyrir heimsóknina og þá leiðsögn sem þeir fengu frá PGA kennaranemunum.
138
GOLF.IS - Golf á Íslandi Stelpugolf og PGA golfdagurinn
Volta
Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus
NÝTT
1. RJÚFA
2. TOGA
3. BERA Á
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Voltaren SmartTube A4 ICE.indd 1
01/10/2018 14:14
Golfsumarið 2019:
Gríðarleg aukning í spiluðum hringjum Golfsumarið 2019 hefur farið gríðarlega vel af stað og þá sérstaklega í samanburði við árið 2018. Golfvellirnir komu einstaklega vel undan vetri og golfvertíðin hófst mun fyrr en á undanförnum árum. Hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar liggja fyrir áhugaverðar staðreyndir og samanburður á milli 2018 og 2019. ■■ Á Leirdalsvelli er aukningin um 56% í spiluðum hringjum og aukningin er 81% á milli ára á Mýrinni. ■■ Þátttaka í mótum hefur einnig aukist umtalsvert eða tæplega 20% á milli ára. ■■ Hjá félagsmönnum GKG er aukningin 74% í spiluðum hringjum á Leirdalsvelli og 91% í Mýrinni. Svipaða sögu er að segja frá öðrum klúbbum landsins.
140
GOLF.IS // Golfsumarið 2019
Aukinni aðsókn fylgir aukin áhætta Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja, var óhress með framkomu kylfinga í garð vallarstarfsmanna Leirunnar og lét þá heyra það í eftirfarandi færslu á spjallborði GS: „Þetta er Siggi. Siggi er vallarstarfsmaður hjá okkur. Siggi er einn þeirra sem mætir eldsnemma á morgnana til að gera Leiruna eins frábæra og hún er fyrir okkur hin að spila. Siggi er vakinn og sofinn yfir vellinum okkar og þessa dagana er hann duglegur að mæta um helgar til að færa vökvunarbúnaðinn og sinna golfvellinum okkar. 1. Siggi hefur fengið tvo golfbolta í sig í ár. 2. Það var tveimur boltum slegið yfir Sigga í gær þegar hann var að vinna út á velli. 3. Það var slegið einum bolta yfir höfuðið á honum í dag á meðan hann var að færa sprinklera. Ég er þakklátur Sigga fyrir hans framlag við að gera frábæra golfvöllinn okkar enn betri. Kylfingar, hættið að slá golfbolta í áttina að vallarstarfsmönnum við vinnu. Bíðið frekar í tvær, þrjár mínútur. Það er bara tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verður á fólki ef þessu athæfi linnir ekki.“
PIN CODE
ALARM
AÐ BÍÐA Í TVÆR, ÞRJÁR MÍNÚTUR DREPUR ENGAN Jóhann Páll segir vallarstarfsmenn hafa kvartað undan þessu athæfi sem virðist hafa færst í aukana í sumar með góðri tíð. „Kylfingar virðast gleyma því að vallarstarfsmenn við vinnu út á velli eiga undantekningalaust réttinn – þetta á bæði við heimamenn og gesti Hólmsvallar. Sem dæmi er hægt að nefna að þegar verið er að slá flatir og flaggið er ekki í holunni reyna margir samt sem áður að slá inn á flötina óháð þeirri hættu sem því fylgir. Kylfingar þurfa að láta af þessum ósið og fara að bera virðingu fyrir starfsfólki golfvallanna.“
Sláttu-
GOLF.IS
141
Tæknin nýtt til hins ýtrasta hjá GKG
Eitt tæknivæddasta æfingasvæði í Evrópu tekið í notkun Garðabær er að hefja byggingu á fjölnota íþróttahúsi á æfingasvæði GKG. Vegna þeirra framkvæmda verður ekki lengur hægt að slá full högg á æfingasvæðinu. Vandamálið sem það felur í sér er leyst með notkun tækninnar.
142
GOLF.IS - Golf á Íslandi Tæknin nýtt til hins ýtrasta hjá GKG
Up og ww
„Vellíðan leikmanna skiptir höfuðmáli því höfum við valið EVY bæði við æfingar og keppni. Í sterkri sól er mikilvægt að vera með sólarvörn sem við getum treyst fullkomlega. Þess vegna er EVY opinber sólarvörn golflandsliðsins“. Jussi Pikanen landsliðsþjálfari
Upplýsingar og sölustaðir www.evy.is
NA
ME
EVY er opinber sólarvörn golflandsliðs Íslands
LI
H
Ú
ÐMÆ
Ð LÆ K
Settir hafa verið upp Trackman golfhermar við hvern bás sem nema höggið og sýna boltaflugið á skjá. Kylfingar slá sín högg og netbúr grípur boltann. Trackman hermirinn reiknar út hvernig golfhöggið er og sýnir ekki bara boltaflugið myndrænt heldur jafnframt högglengd (boltaflug og rúll) og nákvæmar upplýsingar um feril golfkylfunnar og stöðu kylfuhauss við högg. Emanuel Frauenlob framkvæmdastjóri hjá Trackman hefur unnið náið með GKG í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá klúbbnum. „Fyrir fimm árum kynntist ég áformum GKG um að byggja innanhússaðstöðu sem átti sér engan líkan á þeim tíma. Það kom mér þægilega á óvart að sjá þessar áætlanir verða að veruleika. Með því skrefi sem GKG stígur núna verður klúbburinn með stærstu og tæknivæddustu innanhússaðstöðu allra golfklúbba í Evrópu. Þetta er jafnframt mjög áhugavert verkefni út frá því að erlendis er víða þrýstingur á golfklúbba að losa land og umhverfissjónarmiðin eru mikilvæg. Uppsetning æfingasvæða með þessum hætti leysir þau mál. Þetta á einkum
144
GOLF.IS // Tæknin nýtt til hins ýtrasta hjá GKG
og sér í lagi við vegna þess hversu náið samstarfið er á milli GKG og Garðabæjar. Við hjá Trackman erum stolt af því að vera tæknilegur samstarfsaðili í þessu verkefni.“ Að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdastjóra GKG er þetta farsæl lending fyrir GKG. „Það eru þrjú ár frá því Garðabær nálgaðist okkur með það að byggja fjölnota íþróttahús á æfingasvæðinu okkar. Á þeim tíma vorum við að taka í notkun golfherma innandyra sem hafa komið gríðarlega vel út bæði fyrir golfkennslu og spil. Til að bjarga sumrinu setjum við upp þessa utanhússaðstöðu en strax í haust munum við einhenda okkur í að stækka íþróttamiðstöðina okkar og þá verða þessir hermar færðir inn. Kylfingar geta þar af leiðandi æft hjá okkur hvernig sem viðrar í 20 stiga hita og logni. Þetta gjörbreytir allri vinnuaðstöðu golfkennara og minnkar slysahættu hjá kylfingum þar sem ekki þarf lengur að slá í frosnar mottur yfir vetrarmánuðina. Við verðum samtals með 25 golfherma í notkun.“
s
Frá 1897
T Í U P U N K TA R
Glæsileg golfsett á góðu verði með pokum.
Fyrir 3-5 ára stelpur og stráka, 2 kylfur, pútter Fyrir 6-8 ára og burðarpoki stelpur og stráka, 19.900 kr. 3 kylfur, pútter Fyrir 9-12 ára og burðarpoki stelpur og stráka, 24.900 kr. 5 kylfur, pútter „Hálf“ golfsett, og burðarpoki fáanleg fyrir Golfsett, 29.900 kr. dömur og herra, fáanleg fyrir 5 kylfur, pútter og burðarpoki dömur og herra, 34.900 kr. 9 kylfur, pútter og kerrupoki Frá 1897 hefur MacGregor boðið hágæða búnað fyrir alla kylfinga frá byrjendum til sögufrægra meistara.
54.900 kr.
„Fullorðins“ golfsett fyrir dömur, 11 kylfur, pútter og kerrupoki
79.900 kr.
„Fullorðins“ golfsett fyrir herra, 11 kylfur, pútter og kerrupoki
79.900 kr.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Öflugur golfmyndabanki á gsimyndir.net – Golfsamband Íslands á mikið magn ljósmynda sem eru aðgengilegar fyrir alla
Golfsamband Íslands hefur á undanförnum árum safnað saman fjölmörgum ljósmyndum. Myndefnið er úr ýmsum áttum og er vistað á vefnum gsimyndir.net. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir alla og hægt er að hlaða þeim niður í ýmsum upplausnum. Eins og gefur að skilja eru myndir af afrekskylfingum landsins í gegnum tíðina í miklum meirihluta. Einnig er þar ágætt safn af myndum af golfvöllum landsins og er þetta allt flokkað eftir bestu getu. Allar ábendingar um myndabankann eru vel þegnar og er hægt að senda þær á seth@golf.is
146
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugur golfmyndabanki á gsimyndir.net
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Haustið er tíminn!
La Sella hefur opnað aftur eftir glæsilegar endurbætur!
á Jerez og Alicante Costa Ballena, Montecastillo, Novo Sancti Petri, Alcaidesa, Fairplay & La Sella
Lengjum golfsumarið í sólinni á Spáni
Verð frá kr.
179.900
595 1000
. Bókaðu þína golfferð á heimsferdir.is