Tímaritið Golf á Íslandi

Page 1

03. TBL. 2015

GOLF.IS

Ná Birgir Leifur og Ólafía Þórunn að verja titlana á Garðavelli?

Klúbbfélagar í Leyni á Akranesi setja markið hátt og ætla að halda glæsilegt Íslandsmót.


NÝJU GOLFVÖRURNAR ERU KOMNAR Í VERSLANIR OKKAR


ZO•ON Kringlan ZO•ON Factory Store, Nýbýlavegi 6 www.zo-on.is


NETLEIKUR VARÐAR

Rifjaðu upp golfreglurnar og taktu þátt í skemmtilegum leik á vordur.is Þar getur þú unnið brons-, silfur- eða gullverðlaun og deilt árangrinum á Facebook. Með betri árangri aukast líkur þínar á að hreppa stóra vinninginn.

Hefur þú kynnt þér Golfvernd – golftryggingu kylfingsins? Vörður hefur, í góðri samvinnu við golfara, búið til einstaka Golfvernd sem bætir tjón tengt iðkun þessarar göfugu íþróttar. Vörður styður við útgáfu Golfreglubókar GSÍ


ÍSLENSKA SIA.IS VOR 74764 06/15

LANGAR ÞIG AÐ TÍA UPP

Á MONTECASTILLO? Í haust drögum við út heppinn þátttakanda sem hlýtur golfferð með Heimsferðum til Spánar ásamt meðspilara í átta nætur. Leikið er á hinum rómaða velli, Montecastillo, sem Jack Nicklaus hannaði.


Meðal efnis:

84

34

Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi og í herbúðum Leynis ríkir tilhlökkun og eftirvænting.

Davíð Gunnlaugsson PGA-kennari fer yfir réttu atriðin í upphafshöggunum.

54 22 Skagamennirnir Stefán Orri Ólafsson og Valdís Þóra Jónsdóttir ljóstra upp öllum hernaðarleyndarmálunum á Garðavelli.

126

Haukadalsvöllur enn betri og skemmti­ legri eftir breytingar. Nýtt klúbbhús á glæsilegum stað.

Þórunn Guðmundsdóttir fagnaði 65 ára afmælis­ deginum með því að leika 65 holur á einum degi.

114

Mögnuð upplifun á Arctic Open á Jaðarsvelli á Akureyri.

70

Ein milljón safnaðist í fuglastríðinu á Grafarholtsvelli í KPMG–bikarnum.

Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Textahöfundar: Sigurður Elvar Þórólfsson, Hörður Geirsson.

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Brynjar Gauti Sveinsson tók myndirnar í golfkennsluefnið, Sigurður Elvar Þórólfsson, Frosti Eiðsson, Ragnar Ólafsson, Páll Ketilsson og fleiri. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556.

Blaðinu er dreift inn á öll heimili félags­ bundinna kylfinga á Íslandi sem eru um 17.000 í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í október.


HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”

Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Hvar á Íslandsmótið að vera? Íslandsmótið í golfi er stærsti viðburður sem golfhreyfingin stendur fyrir á hverju ári. Undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en fyrsti keppandi slær upphafshöggið sitt og vinnustundirnar að baki eru óteljandi. Mikill fjöldi sjálfboðaliða leggur á sig ómælda vinnu til að gera aðstæður með besta móti svo færustu kylfingar landsins fái notið þess til fulls að leika á mótinu. Þessi vinna sjálfboðaliðanna verður aldrei fullmetin að verðleikum og því mikilvægt að halda starfi þeirra á lofti við hvert tilefni. Það er eftirsóknarvert fyrir golfklúbba landsins að halda Íslandsmót. Í því felst m.a. góð auglýsing fyrir klúbbinn og golfvöllinn, enda kemur fjöldi áhorfenda á staðinn til að fylgjast með spennandi keppni auk þess sem þúsundir sjónvarpsáhorfenda fylgjast með heima í stofu. Eins og flestir vita þá er sjónvarpað frá mótinu í beinni útsendingu á stærstu sjónvarpsstöð landsins. Ég hef áður sagt það en segi það hér aftur, að slíkt er einsdæmi í heiminum. Ég veit ekki til þess að sýnt sé frá áhugamannamóti í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þessi auglýsing fyrir völlinn fær fleiri kylfinga til að vilja leika völlinn og njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. Undanfarin ár hefur umræða um Íslandsmótsvellina farið vaxandi og togast á tvenns konar sjónarmið. Sjónarmið þeirra sem vilja eingöngu að Íslandsmótið fari fram á höfuðborgarsvæðinu og þeirra sem vilja dreifa mótunum um landið. Til þessa hefur golfhreyfingin notast við seinni aðferðarfræðina og oftar en ekki hefur Íslandsmótið verið haldið hjá golfklúbbi sem fagnar stórafmæli það árið. Að sjálfsögðu er stórafmæli golfklúbbs, eitt og sér, ekki næg ástæða til að halda þar Íslandsmót þar sem margt annað þarf að koma til, sem snýr að gæðum vallar og annarri aðstöðu. Það má tefla fram sterkum rökum fyrir báðum sjónarmiðum. Ef mótið væri bundið við höfuðborgarsvæðið myndu, að öllum líkindum, fleiri áhorfendur mæta á staðinn, sem er mikilvægt fyrir keppendur, aðstandendur og samstarfsaðila. Það gefur mótinu mun skemmtilegri blæ þegar margir áhorfendur fylgja keppendum eftir. Framkvæmd mótsins getur líka að mörgu leyti verið auðveldari þegar mótið er haldið á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar getur það verið frábær lyftistöng fyrir klúbba utan höfuðborgarsvæðisins að halda Íslandsmót. Völlurinn fær góða kynningu, áhugi á íþróttinni í sveitarfélaginu eykst og mikil þekking og reynsla við mótahald verður til. Þá geta klúbbarnir nýtt sér viðburðinn til að auka samstarf við sitt sveitarfélag. Þrátt fyrir frábært afþreyingargildi fyrir hinn almenna kylfing þá er golf keppnisíþrótt og þegar bestu kylfingar landsins koma saman á stærsta móti ársins þá þarf að gera ríkar kröfur til keppnisvallar og aðstöðu. Það er mikilvægt að kröfur og væntingar til golfvallarins séu miklar því bestu kylfingarnir verðskulda bestu aðstæðurnar. Það er verkefni golfhreyfingarinnar að setja sér reglur og viðmið þegar kemur að mótahaldi í framtíðinni og stendur sú vinna yfir. Eðlilegt er að mismunandi viðmið séu lögð til grundvallar eftir því hvaða mót á í hlut auk þess sem mismunandi sjónarmið geta átt við um unglingamót, stigamót fullorðinna eða Íslandsmótið sjálft, svo dæmi séu tekin. Golfvöllur sem uppfyllir skilyrði þess að halda almennt stigamót þarf ekki endilega að vera heppilegur staður fyrir Íslandsmót.

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands

Eftir nokkra daga hefst Íslandsmótið á Garðavelli á Akranesi. Völlurinn er einn af betri völlum landsins og klárlega heppilegur vettvangur Íslandsmóts. Völlurinn mun bjóða keppendum upp á krefjandi áskoranir og munu tveir bestu kylfingarnir í hvorum flokki standa uppi sem Íslands­meistarar. Þótt völlurinn tilheyri ekki höfuðborgar­svæðinu vonast ég innilega til þess að sjá sem flesta áhorfendur á Skaganum. Vissulega er sjónvarpsútsendingin skemmtileg en það jafnast ekkert á við að mæta á völlinn. Það er ávísun á góða skemmtun að fylgjast með bestu kylfingum landsins, milliliðalaust í frábæru umhverfi. Sjáumst á Garðavelli. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands


Stór og rúmgóð herbergi

Úlfaldareið í eyðimörkinni

Marjan Island er manngerð

Skíðasvæðið í Emirates Mall

Dubai að nætulagi

650 metra einkaströnd

Innifalið í ferðinni: Flug frá Keflavík til Dubai (Icelandair / Emirates) Akstur til og frá flugvelli í Dubai 10 nætur á 5 stjörnu lúxushótelinu Doubletree by Hilton Resort & Spa Hálft fæði alla daga, morgunverður og kvöldverður Ótakmarkað golf í 7 daga á verðlaunavelli Golfbílar alla hringina (með nýjustu GPS tækni) Skoðunarferð um Dubai Íslenskir fararstjórar Íslenskur golfkennari í Dubai Golfkennsla í fjórar vikur fyrir brottför á vegum golfkennari.is Golfmót meðal þátttakenda með verðlaunum fyrir 3 efstu sætin Verð:438.000,- (aðeins 18 sæti í boði)

Golfskólinn - Strandgötu 11 - 220 Hafnarfirði Umboðsaðili Nordiska Golfskolor Travel AB stærstu golfferðaskrifstofu á Norðurlöndum www.golfskolinn.is - Sími: 511 0800

GOLFSKÓLINN


Frábærar aðstæður á meistaramótunum Veðrið lék við keppendur á meistaramótunum sem fram fóru hjá flestum golf­klúbbum dagana 8. – 12. júlí. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var með mótið viku fyrr. Góð stemning var á mótunum og góður árangur náðist á mörgum stöðum. Hér má sjá helstu úrslit frá nokkrum klúbbum í meistaraflokki karla og kvenna. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 1. Aron Snær Júlíusson, 282 högg (71-70-69-72) -2 2. Ólafur Björn Loftsson, 283 högg (70-73-70-70) -1 3. Ragnar Már Garðarsson, 286 högg (78-69-72-67) + 2 Stefán Már Stefánsson og Ragnhildur Sigurðardóttir klúbbmeistarar GR 2015.

Golfklúbbur Reykjavíkur

10

Benedikt Sveinsson klúbb­meistari Keilis 2015.

GKG_ Ragna Björk Ólafsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru klúbbmeistarar GKG 2015.

1. Ragna Björk Ólafsdóttir, 305 högg (76-80-71-78) + 21 2. Særós Eva Óskarsdóttir, 320 högg (87-79-76-78) + 36 3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, 326 högg (84-77-80-85) +42

Golfklúbburinn Keilir

1. Ragnhildur Sigurðardóttir, 298 högg (74-75-72-77) 2. Berglind Björnsdóttir, 310 högg (83-77-73-77) 3. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, 311 högg (79-77-75-80)

1. Benedikt Sveinsson, 284 högg (67-76-75-66) par 2. Sigurþór Jónsson, 285 högg (72-72-72-69) +1 3 Sigurður Gunnar Björgvinsson, 291 högg (71-74-74-72) + 7

1. Stefán Már Stefánsson, 291 högg (78-74-71-68) 2. Arnór Ingi Finnbjörnsson, 292 högg (78-71-71-72) 3. Ingi Rúnar Gíslason, 298 högg (75-73-75-75)

1. Tinna Jóhannsdóttir, 289 högg (71-76-73-69) +5 2. Þórdís Geirsdóttir, 308 högg (73-79-80-76) +24 3. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, 332 högg (80-93-83-76) +48

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábærar aðstæður á meistaramótunum


BETRI TÆKNI

BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 NYHERJI.IS NETVERSLUN.IS


Klúbbmeistararnir á Nesinu, Ólafur Björn Loftsson og Helga Kristín Einarsdóttir.

Stefán Orri Ólafsson og Arna Magnúsdóttir eru klúbmeistarar Leynis á Akranesi.

Nesklúbburinn 1. Ólafur Björn Loftsson, 274 högg (72-68-66-68) - 14 2. Oddur Óli Jónasson, 281 högg (70-73-72-66) - 7 3. Nökkvi Gunnarsson, 285 högg (74-70-72-69) - 3 1. Helga Kristín Einarsdóttir, 304 högg (73-81-78-72) + 16 2. Karlotta Einarsdóttir, 305 högg (71-80-74-80) + 17 3. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, 323 högg (80-85-83-75) + 35

Golfklúbburinn Leynir 1. Stefán Orri Ólafsson, 303 högg (79-82-70-72) + 15 2. Jón Örn Ómarsson, 317 högg (78-77-78-84) + 29 3. Þórður Emil Ólafsson, 325 högg (82-83-80-80) +37 1. Arna Magnúsdóttir, 385 högg

1. Rögnvaldur Magnússon, 295 högg (74-73-78-70) + 11 2. Theodór Sölvi Blöndal, 309 högg (79-79-74-77) + 25 3. Ottó Axel Bjartmarz, 310 högg (81-79-75-75) +26

Klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir.

Golfklúbbur Suðurnesja

1. Davíð Már Vilhjálmsson, 292 högg (73-74-73-72) 2. Theodór Emil Karlsson, 295 högg (75-75-70-75) 3. Stefán Þór Hallgrímsson, 300 högg (76-71-78-75) 1. Nína Björk Geirsdóttir, 309 högg (79-69-84-77) 2. Arna Rún Kristjánsdóttir, 337 högg (84-82-83-88) 3. Helga Rut Svanbergsdóttir, 340 högg (86-82-90-82)

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábærar aðstæður á meistaramótunum

1. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, 334 högg (84-79-86-85) + 50 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, 340 högg (87-90-83-80) +56 3. Stefanía Elsa Jónsdóttir, 344 högg (86-83-87-88) +60

Golfklúbburinn Oddur

Golfklúbbur Mosfellsbæjar_ Nína Björk Geirsdóttir og Davíð Már Vilhjálmsson.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Tinna Jóhannsdóttir er klúbbmeistari Keilis 2015.

1. Guðmundur R. Hallgrímsson, 298 högg (77-75-74-72) +10 2. Sigurður Jónsson, 299 högg (74-75-76-74) + 11 3. Kristinn Óskarsson, 308 högg (74-79-80-75) +20 1. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, 327 högg (84-80-79-84) +39 2. Zuzanna Korpak, 338 högg (91-87-80-80) +50 3. Laufey Jóna Jónsdóttir, 361 högg (92-91-85-93) +73

Golfklúbbur Akureyrar 1. Kristján Benedikt Sveinsson, 298 högg (74-73-78-73) + 14 2. Ævarr Freyr Birgisson, 303 högg (73-75-80-75) +19 3. Stefán Einar Sigmundsson, 315 högg (77-79-79-80) + 31

1. Andrea Ásgrímsdóttir, 323 högg (88-79-80-76) +39 2. Auður Skúladóttir, 352 högg (87-90-93-82) +68 3. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, 356 högg (88-83-86-99) +72

Golfklúbbur Ólafsfjarðar 1. Sigurbjörn Þorgeirsson, 279 högg (64-73-69-73) +15 2. Bergur Rúnar Björnsson, 287 högg (70-75-70-72) +23 3. Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, 313 högg (78-78-77-80) +49 1. Brynja Sigurðardóttir, 242 högg (84-83-75) +44 2. Erla Marý Sigurpálsdóttir, 265 högg (85-91-89) +67 3. Rósa Jónsdóttir, 267 högg (88-89-90) +69

Golfklúbbur Grindavíkur 1. Helgi Dan Steinsson, 283 högg +3 2. Ingvar Guðjónsson, 312 högg + 32 3. Bergvin Friðberg Ólafarson, 317 högg + 37


3801-FRE – VERT.IS

Fáðu smá auka kraft í sveifluna

Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.

SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is


Golfklúbbur Grindavíkur_ Helgi Dan Steinsson og Svanhvít Helga Hammer.

3. Jóhannes Kristján Ármannsson, 323 högg (78-81-80-84) + 39

Hlynur Geir Hjartarson og Alexandra Eir Grétarsdóttir klúbbmeistarar á Selfossi.

Golfklúbbur Selfoss (GOS) 1. Hlynur Geir Hjartarson, 268 högg (64-72-69-63) -12 2. Jón Ingi Grímsson, 293 högg (77-73-73-70) + 13 3. Gunnar Marel Einarsson, 300 högg (76-75-72-77) + 20 1. Alexandra Eir Grétarsdóttir, 334 högg ( 85-85-77-87) + 54 2. Guðfinna Þorsteinsdóttir, 365 högg ( 91-88-89-97) +85 3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, 365 högg ( 86-93-93-93) +85 1. Svanhvít Helga Hammer, 258 högg + 48 2. Hildur Guðmundsdóttir, 276 högg + 66 3. Svava Agnarsdóttir, 280 högg + 70

Golfklúbbur Borgarness 1. Rafn Stefán Rafnsson, 312 högg (82-74-79-77) +28 2. Hlynur Þór Stefánsson, 316 högg (75-77-76-88) + 32

Golfklúbbur Vestmannaeyja 1. Örlygur Helgi Grímsson, 282 högg (73-67-72-70) + 2 2. Jón Valgarð Gústafsson, 293 högg (73-71-75-74) + 13 3. Gunnar Geir Gústafsson, 303 högg (74-80-74-75) + 23

Golfklúbbur Sauðárkróks 1. Arnar Geir Hjartarson, 312 högg 1. Árný Lilja Árnadóttir, 322 högg

Verðlaunahafar í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja.

Klúbbmeistararnir á Sauðárkróki: Arnar Geir Hjartarson og Árný Lilja Árnadóttir.

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábærar aðstæður á meistaramótunum


Fyrir fullkominn dag FRÁBÆR HÖNNUN

ST.TROP

Duravit og helsti hönnuður þeirra, Philippe Starck, kynna „ST.TROP” vatnsgufuklefa sem tekur einungis 1 m2 af gólffleti. Klefinn er tibúin til notkunar á innan við 1 ½ mín. Hitastigið er 40-50°C en loftrakinn er nánast 100%

ST.TROP vatnsgufuklefinn býður uppá fjölbreitt litaúrval.

ST.TROP vatnsgufuklefanum fylgir listrænn kollur sem líkist nútíma skúlptúr.

Slakandi fyrir vöðva og nærandi fyrir húð – allt árið um kring.


Karlaliðið hársbreidd frá efstu deild

Frá vinstri: Gauti Grétarsson. Haraldur Franklín Magnús, Kristján Þór EInarsson, Rúnar Arnórsson, Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Birgir Leifur Hafþórsson.

– naumt tap gegn Noregi í úrslitaleik á EM í Póllandi

Karlalandslið Íslands tapaði naumlega gegn Noregi um laust sæti í efstu deild í úrslitaleik um að komast í efstu deild á Evrópumeistaramótinu á næsta ári. Karlaliðið lék í Póllandi og endaði í þriðja sæti í höggleikskeppninni en þjóðunum var skipt upp í tvo riðla eftir höggleikskeppnina. Portúgal og Austurríki komust upp í efstu deild en úrslitaleikur þeirra um efsta sætið endaði með jafntefli. Sigur Norðmanna á Íslendingum var eins og áður segir afar naumur. Úrslitin í þremur leikjum af alls sjö réðust í bráðabana. Ísland hafði áður tapað gegn Austurríki, 5-2, í undanúrslitum mótsins en sigur í þeim leik hefði tryggt liðinu sæti í efstu deild. Leikið var á Postolowo golfvellinum í Póllandi sem er sá næstlengsti í Evrópu.

16

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Alls kepptu 10 þjóðir og þrjár efstu þjóðirnar komust í 1. deild að ári. Leiknar voru 36 holur í höggleik og fjórar efstu þjóðirnar léku holukeppni, þjóð gegn þjóð, tvær umferðir á hverjum degi, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi. Andri Þór Björnsson og Kristján Þór Einarsson sigruðu í fjórmenningi gegn Noregi á 20. holu en Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur

Ágúst Kristjánsson töpuðu 2/1 í hinum fjórmenningsleiknum. Rúnar Arnórsson sigraði í tvímenningsleiknum eftir hádegi 1/0 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann einnig sinn leik 2/1. Kristján Þór Einarsson tapaði á 21. holu, Axel Bóasson tapaði 2/0 og Haraldur Franklín Magnús tapaði á 21. holu. Haraldur Franklín Magnús úr GR lék best allra í íslenska liðinu í höggleikskeppninni en hann endaði á -1 samtals í 5. – 8. sæti. Rúnar Arnórsson úr GK var á næstbesta skorinu eða +1 og þar á eftir kom Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, á +2. Kristján Þór Einarsson úr GM var á +4 samtals líkt og Axel Bóasson úr GK. Andri Þór Björnsson endaði á +9. Þjálfari liðsins var Birgir Leifur Hafþórsson og honum til aðstoðar sem liðsstjóri og sjúkraþjálfari var Gauti Grétarsson.


Spennandi golfferðir í haust og vetur VAN DER VALK – Flórída 23. okt. í 14 eða 21 dag

NÝTT

Glæsileg gisting og 18 holur með golfbíl daglega á ótrúlegu verði! Gist er í vel búnum mismunandi stórum íbúðum og einbýlishúsum og spilað golf á fjórum flottum golfvöllum á golfbíl. Fararstjóri: Sveinn Sveinsson

TENERIFE – Golf del Sur Við viljum þakka fyrir ánægjulega golfferð til Tenerife í október. Golf del Sur á Tenerife er himnaríki fyrir golfara. Fallegt umhverfi, þægilegt loftslag og 27 holu mjög áhugaverður golfvöllur. Hótelið er vel staðsett við ströndina og stutt er að fara á golfvöllinn. Við mælum með Golf del Sur sem áhugaverðum golfdvalarstað. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Matthías Björnsson, október 2014

Vinsælu golfferðirnar okkar Islantilla, El Rompido og Nuevo Portil á Spáni Morgado og Penina í Portúgal

Tvær 10 nátta ferðir 30. sep. – 10. okt. 10. – 20. okt.

Valle del Este á Spáni 7 eða 14 nætur í boði 29. sep. og 6., 13. og 20. okt.

TVEIR FLOTTIR STAÐIR Í EINNI FERÐ PORTÚGAL – Penina & Morgado SPÁNN – El Rompido & Nuevo Portil Tvískiptar ferðir, 5 nætur á hvorum stað. Í Portúgal er gist á Penina og Morgado og á Spáni er gist á El Rompido og Nuevo Portil. Stutt er á milli staðanna, aðeins 15 mínútna akstur.

vitagolf.is VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444

NÝTT

ÍSLENSKA SIA.IS VIT 74827 06/15

Fararstjóri: Sigurður Hafsteinsson, golfkennari.


Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Anna Sólveig Snorradóttir, Karen Guðnadóttir, Heiða Guðnadóttir, Sunna Víðisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, og Hulda Soffía Magnúsdóttir.

Kvennalandsliðið endaði í 19. sæti Ísland tapaði í riðlakeppninni gegn Wales 4-1 þar sem þrír leikir enduðu með minnsta mun en í kjölfarið náði íslenska liðið að sigra Lúxemborg og síðan Slóvakíu í leik um 19. sætið. Í höggleikskeppninni náði Sunna Víðisdóttir bestum árangri í íslenska liðinu en hún endaði í 13. sæti eftir að hafa leikið á 70 og 72 höggum og endaði á pari vallar. Skor íslenska liðsins í höggleikskeppninni var eftirfarandi.

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), 72-76, Sunna Víðisdóttir (GR), 70-72, Heiða Guðnadóttir (GM), 93-86, Anna Sólveig Snorradóttir (GK) 79-81, Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) 82-78, Karen Guðnadóttir (GS) 80-80. Kvennalandslið endaði í 16. sæti á síðasta Evrópumóti og var hársbreidd frá því að leika í A-riðli. Nokkrar breytingar eru á liðinu í ár þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari í golfi er

ekki lengur gjaldgeng þar sem hún er atvinnukylfingur. Þrír nýliðar voru í liðinu; Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Heiða Guðnadóttir (GM) og Karen Guðnadóttir (GS) en þær Karen og Heiða eru systur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Sunna Víðisdóttir (GR) voru allar með í fyrra í keppninni þegar leikið var í Slóveníu. Þjálfari liðsins var Björgvin Sigurbergsson og liðsstjóri/sjúkraþjálfari var Hulda Soffía Hermannsdóttir.

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 75224 07/15

Kvennalandsliðið endaði í 19. sæti á Evrópumeistar­ móti landsliða sem fram fór á Helsingör golfvellinum í Danmörku. Ísland endaði í 19. sæti eftir höggleiks­ keppnina sem réði því í hvaða riðli þjóðirnar léku í framhaldinu. Alls keppti 21 þjóð og var raðað í A, B og C riðil (8, 8 og 5 þjóðir) eftir 36 holu höggleik.


NÝR NX 300h SKARP

ARI Á ALLA KAN TA

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 75224 07/15

Lexus NX 3 00 sig úr fjöldan h hefur skarpari línur og um með spo sker rtle gleður augað frá öllum sjón gri hönnun sem arhornum. le x u s .i s

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400


16. sætið staðreynd í Finnlandi

– Piltalandsliðið féll úr deild þeirra bestu á Evrópumeistaramótinu Piltalandsliðið í golfi, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, endaði í 16. sæti á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Finnlandi. Leikið var á Pickala Park Course sem er skógarvöllur, 6651 metri að lengd. Þrettán efstu þjóðirnar tryggðu sér þátttöku­ rétt á mótinu á næsta ári, en þrjár neðstu þjóðirnar fara niður í 2. deild og leika í undankeppni til að komast aftur upp. Það var hlutskipti Íslands að þessu sinni. Ísland lék í B-riðli eftir höggleikskeppnina þar sem þjóðirnar í sætum 9.–16. kepptu sín

á milli en Ísland endaði í 16. sæti eftir 36 holu höggleikskeppni. Gísli Sveinbergsson var með langbesta skorið hjá íslenska liðinu en hann varð annar í höggleiknum á -9 samtals en Norð­ maðurinn Kristoffer Reitan varð efstur á -11.

Gísli Sveinbergsson (GK) 68-67, Björn Óskar Guðjónsson (GM) 74-80, Henning Darri Þórðarson (GK) 75-72, Hlynur Bergsson (GKG) 80-74, Tumi Hrafn Kúld (GA) 80-77, Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) 81-77. Í B-riðli var leikin ein umferð daglega í riðlakeppninni, einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar. Í fyrstu umferð tapaði Ísland gegn Finnlandi 4 ½ - ½, næst var leikið gegn Belgíu og tapaðist sá leikur naumlega 3-2 og í lokaumferðinni sigraði Spánn lið Íslands nokkuð örugglega. Þjálfari liðsins var Úlfar Jónsson og liðsstjóri var Ragnar Ólafsson.

Frá vinstri: Úlfar Jónsson, Hlynur Bergsson, Björn Óskar Guðjónsson, Tumi Hrafn Kúld, Henning Darri Þórðarson, Gísli Sveinbergsson, Fannar Ingi Steingrímsson og Ragnar Ólafsson

20

GOLF.IS



Fagnaði 65 ára afmælinu með 65 holum Þótt Þórunn Guðmundsdóttir hafi aðeins leikið golf í sjö ár er hún heltekin af íþróttinni. Hún fagnaði 65 ára afmælinu sínu með 23 tíma golfiðkun. Það sem heillar hana við íþróttina, fyrir utan útiveru í misjöfnu veðri, er að þurfa sífellt að aga sjálfa sig og geta ekki kennt neinum öðrum um þegar illa gengur á hringnum. Hún á það til að tala við sjálfa sig úti á velli – hvetja sjálfa sig áfram, minna sig á að hún geti betur og hæla sjálfri sér þegar vel gengur

„Holunum fjölgar eins og árunum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, kylfingur úr GR, sem fagnaði 65 ára afmæli sínu með því að spila 65 holur á Korpúlfsstaðavellinum. „Ég kláraði þetta á 23 tímum og 10 mínútum. Þetta var samt ekki samfellt, ég fór heim og svaf aðeins á milli annars og þriðja hrings,‘‘ segir Þórunn sem hefur áður fagnað afmæli sínu með þessum hætti og þá alltaf á heimavellinum á Korpúlfsstöðum. Í ár lék hún Sjóinn og Ána þrisvar sinnum en ellefu holur á Landinu. „Mér fannst eiginlega erfiðast að taka ákvörðun um að ég ætlaði að reyna þetta einu sinni enn og það kom ekkert annað til greina en spila þetta fótgangandi. Þegar ég sá veðurspána sagði ég við sjálfa mig: „Þú ert aumingi Þórunn ef þú þorir ekki út í hvaða sumarveður sem er!“ og ákvað að fara af stað út í þetta. Ég fann strax þegar ég var

kominn vel af stað á öðrum hring að ég réð vel við þetta og þá varð þetta mjög gaman,“ segir afmælisbarnið. Meðal þeirra sem léku afmælishringina með Þórunni voru sonur hennar, bróðir og mágkona. „Oftast var eitthvert þeirra með mér og það er ekki lítil hvatning að spila með eðalspilurum og skemmtilegu fólki.“

Snýst allt um golf: Þórunn kynntist golfíþróttinni fyrir sjö árum.

Hver hringur er ótrúleg áskorun Þórunn hefur ekki stundað golf nema í sjö ár en er heltekin af íþróttinni og vill spila fjóra hringi hið minnsta í viku. Hún er fædd og uppalin á Skipaskaga en hefur búið í Reykjavík síðan 1968. „Fyrir sjö árum hafði ég loksins nógan tíma til að fara að stunda golf af fullum krafti og þá féll ég svo gjörsamlega fyrir íþróttinni að nú snýst tíminn, frá því snemma á vorin fram á harða haust, um að komast út á völl,” segir Þórunn. „Maðurinn minn leiðbeindi mér í upphafi og hann var góður í því hlutverki. Ég fór líka á nokkur námskeið og greip í kylfu nokkrum sinnum á sumri en hafði aldrei tíma til að stunda þetta. Núna þegar ég hef tíma finnst mér þetta skemmtilegasta útivist sem til er og hver hringur ótrúleg áskorun,“ segir Þórunn. “Það sem er svo heillandi við golfið er að árangurinn er undir mér sjálfri kominn, ekki samspilurunum og ekki veðrinu en það geta þó komið dagar sem veðrið verður þátttakandi í leiknum.“

Þórunn segist eiga það til að tala við sjálfa sig úti á velli, sérstaklega þegar hún spilar ein síns liðs. „Ég ávarpa sjálfa mig: „Þú getur betur en þetta, Þórunn!“ og svo hrósa ég mér líka. „Gott hjá þér, Þórunn!“. Ég vona bara að enginn heyri í mér en ég spila stundum ein og þá er þetta allt í lagi,“ segir Þórunn hlæjandi. Þórunn er með 27,7 í forgjöf og er síður en svo sátt við það. “Nei, nei, það er mjög

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fagnaði 65 ára afmælinu með 65 holum

JANÚAR

„Gott hjá þér, Þórunn!“


OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®

SKJÓTARI EN SKUGGINN Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

JANÚAR

Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

www.lidamin.is


Þórunn á Korpu Þórunn skráði afmælis­hringina ekki til forgjafar en þeir voru allir mjög jafnir, frá 101 höggi og upp í 107.

65 holur á einum degi: Þórunn lék 65 holur á 65 ára afmælisdeginum.

lélegt. Það var slæmt sumarið hjá mér í fyrra og árið þar áður og ég hækkaði bara og hækkaði. Svo kom þessi endurútreikningur í febrúar og þá hækkuðu þeir mig um tvo heila. Ég átti það alveg skilið en nú er markmiðið bara koma forgjöfinni niður, það er ekkert annað í boði!“ Nafn: Þórunn Guðmundsdótttir Aldur: 65 ára Starf: Sagnfræðingur á Þjóðskjala­ safninu. Forgjöf: 27,7 Golfkylfur: Glænýtt Ping-járnasett sem miklar vonir eru bundnar við Taylor Made driver, 5 ára gamall en reynist vel. Adams brautartré úr gamla settinu mínu. Pútter: Gamall styttur Adams pútter, ég hef ekki fundið neinn betri. Maki: Bjarni Ásmunds rafmagns­ tækni­fræðingur. Börn: Þrjú börn, öll uppkomin; Geir Sigurður Jónsson golfari og tölvunarfræðingur hjá Meniga, Margrét Vilborg Bjarnadóttir prófessor við Maryland háskóla (einn æðislegur golfvöllur þar) og Sindri Bjarnason golfari og tölvunarfræðingur í Helsinki.

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fagnaði 65 ára afmælinu með 65 holum

Af samtalinu við Þórunni má ætla að hún hafi gríðarlegt keppnisskap sem hún gengst fúslega við. „Ég hef alltaf haft keppnisskap. Það kemur fram í ýmsu sem ég tek mér fyrir hendur og ekki síst í golfinu.

Bara gott og skemmtilegt fólk í golfinu Þórunn segist ekki ferðast mikið um landið til að spila golf. Heimavöllurinn sé enda hennar uppáhaldsvöllur. „Grafarholtið er náttúrlega einstakt en Korpan toppar hann eftir endurbæturnar. Korpan er minn uppáhaldsvöllur, fjölbreyttur og alltaf eitthvað nýtt að takast á við,“ segir Þórunn. „Svo hef ég farið í nokkrar ferðir

til Spánar og kynnst mikið af góðu fólki, og öllu skemmtilegu. Eins einkennilegt og það er þá kynnist þú ekkert nema góðu og skemmtilegu fólki í golfinu.“ Þórunn segir að veikleikar sínir í golfinu séu hversu höggstutt hún er. Styrkleikarnir eru hins vegar þeir að hún týni nánast aldrei bolta og er oftast þráðbein og það komi mjög góðir púttdagar. „En auðvitað er dagamunur hjá mér eins og öllum. Stundum þarf ég að anda djúpt og rólega til að verða ekki alveg brjáluð og þá tala ég bara við sjálfa mig.“ Spurð hvort öðru fólki geti ekki þótt það skrýtið að sjá konu standa úti á miðjum velli að tala við sjálfa sig segir Þórunn: „Það getur vel verið en það snertir mig ekki neitt. Ég er orðin það gömul og þroskuð að mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um mig.“ Vongóð: Upphafshöggið hjá Þórunni fór ekki alveg eins og til stóð.


PowerBug rafmagnskerran er aðeins 9,4 kg með rafhlöðu

Lithium rafhlaðan er ótrúlega létt og lítil

PowerBug hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. PowerBug er sterk og létt rafmagnskerra með mjög lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur aðeins 1 kg. Heildarþyngd kerrunnar með rafhlöðu er því aðeins um 9,4 kg. Lithium rafhlaðan dugar að lágmarki 27 holur. Fáanlegir aukahlutir fyrir PowerBug.

Hægt er að senda hana 10, 20, 30, 40 eða 50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít. Verð: 157.000 kr

GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK |

|

|


– Fimmtán ára bið Keilis­manna eftir titlinum lauk á Jaðarsvelli Axel Bóasson úr Keili fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í holukeppni með öruggum sigri gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili í úrslitum á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið fór fram dagana 19.–21. júní og var það fjórða mót tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. Leikið var í frábæru veðri alla keppnisdagana.

Vinir: Axel Bóasson og Benedikt Sveinsson þakka hvorum öðrum fyrir úrslitaleikinn en þeir eru góðir vinir enda liðsfélagar í Keili.

Úrslitaleikurinn endaði 6/5 fyrir Axel sem var í miklu stuði alla keppnina. Benedikt hefur aldrei áður náð að leika til úrslita í þessari keppni en hann lagði Kristján Þór Einarsson úr GM í átta manna úrslitum en Kristján Þór hafði titil að verja. Theodór

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót í holukeppni

Emil Karlsson úr GM sigraði Stefán Má Stefáns­son úr GR í leiknum um þriðja sætið en Axel sigraði Stefán Má í undanúrslitum og Benedikt sigraði Theodór. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að keppendunum 32 var skipt upp í átta

Kom á óvart: Benedikt Sveinsson úr Keili kom sjálfum sér á óvart með besta árangri sínu á Eimskipsmótaröðinni.

fjögurra manna riðla og var þeim raðað eftir stöðu þeirra á stigalista Eimskips­móta­ raðarinnar. Efstu kylfingarnir í hverjum riðli komust síðan áfram í átta manna úrslit. Í átta manna úrslitum kom sigur Benedikts á Kristjáni Þór mest á óvart en úrslitin réðust


af allri þeirri vinnu sem ég hef lagt í þetta undanfarin tvö ár. Ég hef fundið það að ég er að styrkjast í holukeppnisfyrirkomulaginu – ég var að slá vel allt mótið og skilaði inn pörum þegar ég þurfti þess og fékk nokkra fugla af og til. Ég er gríðarlega sáttur og þetta er gott fyrir sjálfstraustið og framhaldið hjá mér.“ Axel lauk þar með fimmtán ára bið Keilismanna eftir sigri á Íslandsmótinu í holukeppni. Björgvin Sigurbergsson, sem er móðurbróðir Axels, sigraði árið 2000 í þessari keppni og hefur kylfingur úr Keili ekki náð að landa þessum titli frá þeim tíma. Mótið á Jaðarsvelli var það 28. í röðinni á Íslandsmótinu í holukeppni en fyrst var keppt um titilinn árið 1988.

Ernirnir standa upp úr „Ég fékk tvo erni á þessu móti, gegn Ara Magnússyni í riðlakeppninni og gegn Stefáni Má í undanúrslitaleiknum. Ætli það séu ekki höggin sem standa upp úr – sá síðari gegn Stefáni á 3. brautinni var betri. Ég sló þar annað höggið frekar „þunnt“ og setti hann nálægt holunni. Það var vendipunktur í leiknum að mínu mati og ég hélt minni stöðu það sem eftir var af leiknum.“

Leiðist ekki að bomba drævin Feðgar: Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips var aðstoðarmaður sonar síns, Alexanders Arons, á Íslandsmótinu í holukeppni.

á 21. holu. Heimaðurinn Eyþór Hrafnar Ketilsson úr GA gaf allt í leikinn gegn Stefáni Má og úrslitin réðust á 23. holu. „Þetta var öðruvísi að leika við félaga minn úr Keili sem ég hef deilt með sumarbústað á meðan þetta mót hefur farið fram. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil og loksins er ég að sjá uppskeru

Á uppleið: Theodór Emil Karlsson er á hraðri uppleið og sýndi hvað í honum býr.

„Það eru ótrúlegar margar fallegar og skemmtilegar golfholur á Jaðarsvelli en ég er ekki mikill aðdáandi 10. brautarinnar. Þær holur sem mér finnst standa upp úr og eru eftirminnilegastar eftir þetta mót eru 2. og 3. brautin. Báðar par 5 holur og ég mér leiðist ekki að „bomba“ drævin á þeim.“

Karlaflokkur Íslandsmeistarar í holukeppni: 1988 Úlfar Jónsson GK (1) (1) 1989 Sigurður Pétursson GR (1) (1) 1990 Sigurjón Arnarsson GR (1) (2) 1991 Jón H Karlsson GR (1) (3) 1992 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (2) 1993 Úlfar Jónsson GK (2) (3) 1994 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1) 1995 Örn Arnarson GA (1) (1) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (2) (2) 1997 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (1) 1998 Björgvin Sigurbergsson (GK 2) (4) 1999 Helgi Þórisson GS (1) (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (5) 2001 Haraldur Heimisson GR (1) (4) 2002 Guðmundur I. Einarsson GR (1) (5) 2003 Haraldur H. Heimisson GR (2) (6) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (1) 2005 Ottó Sigurðsson GKG (1) (2) 2006 Örn Ævar Hjartarson GS (1) (2) 2007 Ottó Sigurðsson GKG (2) (3) 2008 Hlynur Geir Hjartarson GOS (1) (1) 2009 Kristján Þór Einarsson GKj.(1) (1) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4) 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson GR (1) (7) 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (8) 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR (1) (9) 2014 Kristján Þór Einarsson GKj. (2) (2) 2015 Axel Bóasson GK (1) (6)

GOLF.IS

27


Reyndi að pútta eins og barn – Heiða Guðnadóttir notaði sálfræðina til þess að tryggja sér sinn fyrsta stóra titil Heiða Guðnadóttir skrifaði nafn sitt í sögubækurnar á Íslandsmótinu í holukeppni þegar hún stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokknum á Jaðarsvelli á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem Heiða vinnur stóran titil í fullorðinsflokki og hún er fyrsti kylfingurinn úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sem vinnur stóran titil. Heiða sigraði Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR í úrslitum og það er óhætt að segja að sigur Heiðu á þessu móti hafi komið flestum á óvart – nema henni sjálfri. Heiða komst upp úr riðlakeppninni með því að leggja systur sína að velli í úrslitaleik um efsta sætið í riðli 1. Heiða sat því yfir í átta manna úrslitum og komst beint í undanúrslit líkt og Ólafía Þórunn. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni sem fagnaði þessum titli árið 2010 komst ekki upp úr sínum riðli þar sem Signý Arnórsdóttir úr GK stóð uppi sem sigurvegari. Heiða gerði sér lítið fyrir og lagði Signýju í undanúrslitunum 2/1 en Signý hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í holu­ keppni. Ólafía Þórunn þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í sjálfan úrslitaleikinn þar sem Anna Sólveig Snorradóttir úr GK gaf ekkert eftir fyrr en á 20. holu. Í úrslitaleiknum setti Heiða hvert púttið á fætur öðru rétta leið og það var lykillinn að árangri hennar. Hún nýtti hverja stund á meðan mótið fór fram til þess að lesa íþróttasálfræði og þá sérstaklega að hún ætti að pútta eins og barn. „Ég vissi að ég gæti þetta þar sem ég lék í undanúrslitum í þessari keppni í fyrra en þá þorði ég ekki að vinna. Ég var að keppa þar við systur mína. Ég vann hana í riðlakeppninni á þessu móti og þá fór ég að trúa meira á mig. Ég hef undirbúið mig svipað fyrir þetta keppnistímabil og áður – hef reyndar haft fleiri tækifæri til þess að fara til útlanda að æfa. Það sem var aðalmálið í þessari keppni var að ég ákvað að pútta eins og barn allt mótið. Ég las kafla eftir hann þar sem hann fór í gegnum það hvernig börn hugsa þegar þau pútta. Þau efast aldrei um eigin getu og þótt púttið fari langt framhjá eða sé of stutt – þá ganga

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót í holukeppni

þau að boltanum og hafa alltaf trú á því að þau geti sett næsta pútt ofan í. Ég púttaði því eins og barn allt mótið og það skilaði árangri,“ sagði Heiða Guðnadóttir.

Sigurpúttið stendur upp úr „Eftirminnilegasta höggið á Jaðarsvelli var um 5 metra langt pútt á 15. flöt í úrslitaleiknum. Ég setti það niður og það reyndist vera sigurpúttið.“

Sjötta holan í uppáhaldi „Þegar ég stend á teignum á 6. braut á Jaðarsvelli þá líður mér eins og ég sé á velli erlendis. Bara yndislegt. Gott teighögg fær sanngjarna niðurstöðu, flötin er stór, og mér líkar við stórar flatir. Kletturinn á bak við flötina gerir brautina enn áhugaverðari og þetta er bara frábær hola í alla staði.“

Silfur: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með Alfreð bróður sinn á „pokanum“ í úrslitaleikjunum.

Kvennaflokkur, Íslandsmeistarar í holukeppni: 1988 Karen Sævarsdóttir GS (1) (1) 1989 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (1) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (2) (2) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (3) (3) 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (2) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (4) (4) 1995 Ólöf María Jónsdóttir GK (1) (2) 1996 Ólöf María Jónsdóttir GK (2) (3) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (3) 1998 Ólöf María Jónsdóttir GK (3) (4) 1999 Ólöf María Jónsdóttir GK (4) (5) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (4) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (5) (5)

2002 Herborg Arnarsdóttir GR (1) (6) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (6) (7) 2004 Ólöf María Jónsdóttir GK (5) (6) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (7) (8) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir GR (1) (9) 2007 Þórdís Geirsdóttir GK (2) (7) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir GK (1) (8) 2009 Signý Arnórsdóttir GK (1) (9) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (10) 2012 Signý Arnórsdóttir GK (2) (10) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (11) 2014 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (12) 2015 Heiða Guðnadóttir GM (1) (1)



Axel og Heiða fögnuðu á Jaðarsvelli Ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina á Íslandsmótinu í holukeppni en keppnin fór fram 19.–21. júní á Jaðarsvelli á Akureyri. Axel Bóasson úr Keili og Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar fögnuðu þar sínum fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í holukeppni. Keppnin var afar spennandi en leikið var í blíðskaparveðri á Akureyri.


NÁÐU GÓÐU FLUGI KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND

FLUGFELAG.IS

AKUREYRI JAÐARSVÖLLUR Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.

EGILSSTAÐIR EKKJUFELLSVÖLLUR Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.

ÍSAFJÖRÐUR TUNGUDALSVÖLLUR Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistarparadís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag skapar glæsilega umg jörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.

REYKJAVÍK GRAFARHOLTSVÖLLUR Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030


Það skemmtilegasta sem ég hef gert – Frábær árangur íslenskra kylfinga á Opna breska áhugamannamótinu vakti athygli „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina og ég hlakka til að fara að ári í þetta mót,“ segir GR-ingurinn Andri Þór Björnsson sem náði alla leið í 16-manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fór í Skotlandi 15. - 20. júní. Andri Þór tapaði gegn franska kylfingnum Daydou Alexandre 2 &1 á Carnoustie-vellinum. „Ég gaf þetta frá mér með lélegum holum í miðjum leiknum en aðstæður voru frekar erfiðar þegar vindurinn fór að blása af krafti. Þetta var samt sem áður skemmtilegt og góð reynsla sem maður fer með heim eftir slíka keppni,“ bætti Andri við. Árangur íslenskra kylfinga vakti gríðarlega athygli en alls komust þrír Íslendingar í 32-manna úrslit mótsins. Gísli Svein­ bergs­son (GK) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) féllu úr leik í 32-manna úrslitum eftir að hafa unnið leiki sína líkt og Andri Þór í 64-manna úrslitum. Andri Þór sigraði Michel Cea frá Ítalíu 4/3. Gísli tapaði gegn Skotanum Grant Forrest 3/1 og Guðmundur Ágúst tapaði gegn Mateusz Gradecki frá Póllandi 1/0. Forrest sem Gísli tapaði gegn fór alla leið í úrslit þar sem hann tapaði gegn Frakkanum Romain Langasque.

32

GOLF.IS

Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8-manna úrslit á þessu móti sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem sigurvegarinn, Romain Langasque, fékk keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær hann keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Árangur íslensku keppendanda er ótrúlega góður þar sem tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fór fram að þessu sinni í Skotlandi en leikið var á

tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnis­dagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Sjö íslenskir kylfingar tóku þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Svein­ bergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjáns­son úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti í höggleiknum á -5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) +17


GOLFFERÐIR Á

BELFRY

THE BELFRY RYDER CUP HOSTE VENUE 1985, 1989, 1993, 2001

Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001

Verð frá kr. 139.000 á mann í tvíbýli.

„Belfry er með flottari golfstöðum sem ég hef komið á. Golfvellirnir, gistingin og Ryder sagan. Nú í dauðafæri fyrir íslenska kylfinga með beinu flugi til Birmingham.“ Páll Ketilsson – ritstjóri Víkurfrétta, vf.is og kylfingur.is „Ef þú ert að leita eftir einstakri golf upplifun, þá er Belfry málið. Þetta er draumaferðin.“

„Öll aðstaða á Belfry er til mikillar fyrirmyndar enda allt nýuppgert, barirnir sem og klúbbhúsið með afbrigðum skemmtilegt og þar geta kylfingar fundið alltaf eitthvað fyrir sitt hæfi. Vill fá að þakka GB Ferðum og öllum hópnum fyrir tækifæri til að njóta þessa alls í frábærum félagskap á topp stað … og ég kem örugglega aftur … og aftur …“ Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun

Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri, GB ferðir

Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000


Metnaðurinn er enn til staðar

– Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis og fyrrum Íslandsmeistari „Jú, ég get ekki skorast undan því að vera með á Íslandsmótinu í ár. Það er 50 ára afmæli hjá Leyni og ekki oft sem maður fær tækifæri til þess að leika á stærsta móti ársins á heimavelli. Ég var erlendis árið 2004 þegar mótið fór hér fram í fyrsta sinn. Ég skrái mig til leiks þótt maður sé ekki mjög góður þessa stundina. Markmiðið er að komast í gegnum niðurskurðinn, það væri frábært,“ segir Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis en hann var á árum áður í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi.

Njóttu þess að spila golf og láttu okkur sjá um fasteignamálin þín. Hafðu samband og fáðu frítt verðmat.

Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis segir að mikill metnaður ríki í klúbbnum og Íslandsmótið í golfi á Garðavelli verði glæsilegt mót.

Við erum fagleg, persónuleg og skemmtileg. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi.

696 1122

kristjan@fastlind.is 34

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metnaðurinn er enn til staðar

Þórunn Gísladóttir

Löggiltur fasteignasali.

510 7900


Ég held að metið á einum degi hjá okkur hafi verið 63 holur frá því við komum að morgni og fórum heim rétt um miðnætti. Það voru langir dagar en menn spiluðu og spiluðu. Nálægðin við bæinn skipti einnig máli og við vorum ekki háðir því að vera skutlað upp á völl eða taka strætó. Á þessum tíma þegar við vorum að alast upp þá getum við horft á þær aðstæður sem voru annars staðar. Þetta var hálfgerð gullöld og það var auðvelt fyrir þá sem á eftir komu að detta inn í þetta umhverfi. Ungur og efnilegur: Þórður Emi slær hér á gamla hvíta teignum á 6. sem var staðsettur fyrir aftan 18. flötina.

„Ég býst við að framkvæmdastjórinn, Guðmundur Sigvaldason, væri ánægður ef ég kæmist ekki í gegn því að verkefnin eru mörg sem þarf að leysa en ég vinn líka að mótinu sjálfu með ýmsum hætti.“ Formaðurinn segir að það hafi aldrei verið efi í hans huga að Leynir gæti tekið að sér þetta verkefni. „Þetta er stórt verkefni fyrir lítinn klúbb en við erum með metnað til þess að gera þetta eins vel og hægt er. Það er búið að setja viðmið um það hvernig Íslandsmótið eigi að fara fram og við vorum aldrei í vafa um að Leynir gæti haldið þetta mót með glæsilegum hætti. Við erum með frábæran golfvöll hérna á Garðavelli og markmiðið er að hann verði í sínu besta ástandi og verði skemmtileg áskorun fyrir bestu kylfinga landsins. Það eru margir sem eiga eftir að njóta þess að spila á vellinum bæði fyrir og eftir Íslandsmótið og ég hvet sem flesta að nýta sér tækifærið og leika á vellinum á meðan hann er í þessu ástandi. Við finnum fyrir miklum meðbyr og stuðningi úr samfélaginu hérna á Akranesi og ekki síst frá bæjaryfirvöldum. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri hefur m.a. sýnt þessu mikinn áhuga og við finnum að það starf sem við erum með hérna í Leyni skiptir miklu máli fyrir bæ á borð við Akranes og eykur lífsgæði þeirra sem hér búa. Íþróttabandalag Akraness hefur einnig lagst á árarnar með okkur og við höfum fengið aðgang að starfsmanni ÍA í ýmis verkefni.“

Samkeppnin er meiri er áður Þórður fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1997 og er hann annar kylfingur­ inn í karlaflokki úr Leyni sem hefur afrekað það. Birgir Leifur Hafþórsson var sá fyrsti í

Vestmannaeyjum árið 1996. Þórður segir að samkeppnin í golfinu í dag sé meiri en áður. „Samkeppnin í keppnisgolfinu er meiri í dag, breiddin er meiri miðað við þegar ég var að keppa mest sjálfur. Við erum að sjá 12-14 ára krakka leika á pari og jafnvel undir pari vallar. Gæði valla á Íslandi hafa stóraukist með bættri þekkingu og menntun golfvallasérfræðinga. Menntunarstig golfkennara hefur einnig aukist til muna. Allt þetta gerir það að verkum að íslenskir kylfingar eru stöðugt að verða betri. Vandamálið mitt í golfinu í dag er að ég mæti á teig og held að ég sé enn með sömu taktana og fyrir 17 árum. Metnaðurinn er enn til staðar en ástundunin er ekki sú sama og áður. Ég geri miklar kröfur til mín og ég vil alltaf leika í kringum parið.“

Hvað hefði gerst? Þórður valdi aðra leið en vinur hans Birgir Leifur Hafþórsson en hann veltir því stundum fyrir sér hvernig hlutirnir hefðu þróast ef vinirnir hefðu farið saman í atvinnumennskuna. „Ég fór út í háskólanám í Bandaríkjunum en ákvað að koma heim eftir eitt ár og klára námið mitt hér. Ég hef oft hugsað um hvað hefði gerst ef ég hefði valið að taka golfíþróttina fram yfir námið og starfsferilinn í kjölfarið. Ég hefði getað farið sömu leið og Birgir Leifur Hafþórsson valdi, að taka áhættuna og gerast atvinnukylfingur. Við hefðum verið gott teymi enda þekkjumst við mjög vel og við höfum séð að t.d. Svíar reyna ávallt að vera með hóp af ungum atvinnukylfingum saman til þess að þeir nái enn betri árangri. Það er erfitt og oft einmanalegt að standa einn í þessu eins og Birgir Leifur hefur upplifað.

Ég var aldrei í vafa um að ég hefði getuna til þess að fara í atvinnumennskuna. Ég valdi að fara aðra leið og ég sé ekkert eftir því í dag. Hins vegar er alltaf gaman að velta fyrir sér hvað hefði gerst ef ég hefði valið atvinnumennskuna og farið með Bigga Leif.“ Þórður man hvert einasta högg á loka­ hringnum árið 1997 þegar hann tryggði sér sigurinn á Íslandsmótinu. „Ég átti 2-3 högg að ég hélt þegar ég kom á 18. teig. Ég fann mikinn stuðning frá félögum mínum úr Leyni sem voru allir mættir á lokaholuna. Upphafshöggið fór aðeins hægra megin í kargann. Um leið og boltinn fór af stað öskruðu strákarnir ofan af Skaga, „þú ert maðurinn“ og þá vissi ég að staðan væri hagstæð. Ég slakaði aðeins á eftir það og sló með 9-járni inn á flöt en náði ekki upp á efri pallinn. Ég þrípúttaði og fékk skolla en það skipti engu máli þar sem ég var með gott forskot. Tilfinningin sem fylgdi í kjölfarið var ótrúleg og fátt sem toppar þetta. Ég rifja þetta nú ekki oft upp en ég fæ oft að heyra það frá syni mínum að ég hafi einu sinni verið Íslandsmeistari. Þá er hann að fussa og sveia yfir einhverju ömurlegu skori hjá pabba sínum og þá fæ ég að heyra þessa setningu: „Og þú varst einu sinni Íslandsmeistari.“

Gríðarlega stór hópur afrekskylfinga Þórður var inntur eftir því hvernig golf­ áhuginn hafi vaknað á Akranesi á sínum tíma. „Áhuginn á golfinu kviknaði hjá mér árið 1982. Við bjuggum í Grundahverfinu og við vinirnir vorum oft að þvælast út fyrir okkar nærsvæði. Við römbuðum á þessar GOLF.IS

35


Hola í höggi: 18. brautin hefur skipað stórt hlutverk þegar formaður Leynis hefur „grísað“ á holu í höggi. Á myndinni er hann nýbúinn að ljúka meistaramóti og tryggja sér sigur með holu í höggi á 18.

flottu trönur hérna upp við golfvöllinn og í framhaldinu fundum við golfkúlur í trönunum og þá langaði okkur að prófa. Það er í raun forsagan að þessu að við vorum að þvælast í skógræktinni og trönurnar voru aðlaðandi fyrir stráka sem eru 9-10 ára. Hinum megin við trönurnar leyndist Garðavöllur.“ „Maður var undir handleiðslu mikilla meistara sem tóku gríðarlega vel á móti manni. Fremstur í flokki var Gunnar Júlíusson sem var á þeim tíma öflugur golfari. Guðmundur Valdimarsson einnig – þeir kölluðu oft á mig þegar ég var að væflast hérna einn upp á velli.” „Það hafa margir velt því fyrir sér af hverju það voru svona margir ungir meistaraflokkskylfingar hérna úr klúbbnum. Og af hverju margir af þeim náðu eins langt og raun bar vitni. Mergur málsins er sú samkeppni sem var hérna. Við tókum þátt á nánast öllum innanfélagsmótum. Það var eilíf samkeppni og samanburður. Við vorum líka mættir hingað snemma á morgnana áður en við byrjuðum að fá einhverja unglingavinnu. Það var alltaf keppni í gangi. Ég held að metið á einum degi hjá okkur hafi verið 63 holur frá því við komum að morgni og fórum heim rétt um miðnætti. Það voru langir dagar en menn spiluðu

og spiluðu. Nálægðin við bæinn skipti einnig máli og við vorum ekki háðir því að vera skutlað upp á völl eða taka strætó. Á þessum tíma þegar við vorum að alast upp þá getum við horft á þær aðstæður sem voru annars staðar. Þetta var hálfgerð gullöld og það var auðvelt fyrir þá sem á eftir komu að detta inn í þetta umhverfi. Við vorum stoltir Leynismenn – og menn gerðu bara ráð fyrir því að við værum góðir.“

18. er uppáhaldsholan Að lokum var formaðurinn beðinn um að velja uppáhaldsholuna á Garðavelli. Uppáhaldsholan er 18. holan sem var í gamla daga sú fimmta. Það helgast af því að lengi vel var ég búinn að fara þrisvar holu í höggi en í dag er ég búinn að fara fjórum sinnum holu í höggi – alltaf á Garðavelli. Fyrsta draumahöggið kom þegar ég var tólf ára með 5-járni af rauðum teigum. Síðan í annað sinn þá var ég 18 ára á hring þar sem ég jafnaði vallarmet Ómars Arnars Ragnarsson sem þá var 67 högg. Þriðja skiptið var á 72. holu í meistaramóti, við vorum á lokaholunni í lokahollinu. Það var gott veður og tugir manna að fylgjast með, trúlegast er það högg það sem er minnistæðast á þessum velli,“ sagði Þórður Emil ÓIafsson.

UNLOADER ONE Verkjameðferð án lyfja Unloader One spelkan frá Össuri veitir nýja möguleika í meðferð við slitgigt í hnjám. Spelkan er sérstaklega hönnuð til þess að draga úr álagi á slitnum liðflötum, veitir hnénu stuðning og dregur úr verkjum.

GRJÓTHÁLS 1-5 110 REYKJAVÍK

© ÖSSUR, 07. 2015

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sérfræðinga Össurar í síma 425-3400.

WWW.OSSUR.IS

2

A

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metnaðurinn er enn til staðar


ÞOLINMÆÐI BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN. Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg. En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn. Nú vantar bara annað fullkomið högg.

2.25% ALC. VOL.

OKKAR BJÓR WORLD’S BEST STANDARD LAGER GOLF.IS

37


Alltaf gott veður á „FlórídaSkaganum“ – í nógu að snúast hjá Guðmundi og Viktori í mótsstjórninni

Það var í nógu að snúast þegar Golf á Íslandi leit við á skrif­stofu Leynismanna þar sem framkvæmdastjórinn, Guðmundur Sigvaldason, og mótsstjóri Íslands­ mótsins, Viktor Elvar Viktorsson, voru að bera saman bækur sínar og leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir stærsta golfmót ársins. Það er mikið verkefni fyrir hvaða golfklúbb sem er að taka að sér sjálft Íslandsmótið en Guðmundur segir að Leynismenn hafi aldrei verið í vafa um að klúbburinn og samfélagið á Akranesi gæti tekið að sér framkvæmdina. 38

GOLF.IS - Golf á Íslandi Alltaf gott veður á „FlórídaSkaganum“


ENNEMM / SÍA / NM69597

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

„Hvort er mamma með 20 ára forskot á mig eða ég á hana?“ Fyrsta skrefið er að skrá sig á marathon.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni Menningarnætur þann 22. ágúst. Í boði verða vegalengdir við allra hæfi auk þess sem hægt er að fara heilt maraþon í boðhlaupi. Skráning er í fullum gangi á marathon.is. Á hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum og látið gott af þér leiða á hlaupum. Fylgstu með á Facebook Maraþonmæðgurnar Íslandsbanki, stoltur stuðningsaðili í 18 ár.

Fylgstu með á Snapchat Marathonmaedgur

Við erum Maraþonmæðgurnar! Maraþonmæðgurnar Halldóra og Steiney eru byrjaðar að æfa fyrir sitt fyrsta Reykjavíkurmaraþon. Fylgstu með undirbúningi og samkeppni mæðgnanna á Facebook og á Snapchat og fáðu hlaupaáætlun, lagalista og fleiri gagnlegar upplýsingar í leiðinni.


Það er metnaður okkar hjá Leyni að umgjörðin fyrir Íslandsmótið verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Við verðum með áhorfenda­stúku við lokaholuna, það verður stór og glæsilegur upplýsinga­skjár á þeim stað, svo eitthvað sé nefnt. Áhorfendur eiga að fá góða upplifun með heimsókn sinni á stærsta golfmót ársins.

Séð yfir 4. flötina sem er ný á Garðavelli og var ekki notuð árið 2004 þegar Íslandsmótið fór þar fram í fyrsta sinn.

„Undirbúningurinn hófst árið 2013 þegar við sóttum um að Íslandsmótið færi fram á Garðavelli á 50 ára afmælisári Leynis árið 2015. Fljótlega eftir að það var ljóst þá fórum við að undirbúa okkur. Við fengum góð ráð frá Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varðandi ýmsa hluti við framkvæmdina,“ segir Guðmundur þegar hann er inntur eftir því hvenær undirbúningur hófst hjá klúbbnum. Hann leggur áherslu á að mikill metnaður sé hjá klúbbnum að halda glæsilegt Íslandsmót á frábærum keppnisvelli. Framkvæmdastjórinn bætir því við að Leynir hafi fengið góðan stuðning frá ýmsum aðilum. „Akraneskaupstaður hefur stutt vel við bakið á okkur með fjárstuðningi og við fengum góðan styrk frá Menntamála­ ráðuneytinu. Leynir var eitt félaganna sem datt í lukkupottinn, en klúbburinn hlaut fimm milljóna króna styrk vegna aðstöðuuppbyggingar fyrir Íslandsmótið. Við höfum gert margt fyrir þessi framlög, bætt göngustíga og lagað teiga svo eitthvað sé nefnt. Í raun eru ótal margir hlutir sem við höfum gert í aðdraganda Íslandsmótsins

með góðri samvinnu við áðurnefnda aðila og að sjálfsögðu alla samstarfs- og styrktar­ aðila okkar til margra ára.“ Viktor Elvar var um tíma formaður Leynis og hann þekkir alla innviði klúbbsins. „Mitt helsta hlutverk er að samræma störf sjálfboðaliða á meðan á mótinu stendur. Guðmundur framkvæmdastjóri hefur undirbúið rammann fyrir þetta mót mjög vel og ég kem inn í þetta með honum og öðrum sem eru í mótsstjórninni. Við þurfum á bilinu 50-70 sjálfboðaliða á meðan mótið fer fram í allskonar verkefni. Við vitum að klúbbfélagar og bæjarbúar á Akranesi taka

er ótrúlega

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Alltaf gott veður á „FlórídaSkaganum“

þátt í þessu verkefni með okkur og þetta verður bara skemmtilegt.“ Viktor vonast eftir því að veðrið verði sem allra best eins og það er oftast á „Flórída­ Skaganum“ eins og heimamenn kalla Akranes oftast. Ef veðrið verður gott er von á miklu fjölmenni á svæðið. „Það verður nóg af bílastæðum fyrir kepp­ endur og áhorfendur. Bílastæðin við Garða­ völl verða ætluð fyrir keppendur og starfs­ menn. Við munum setja upp bílastæði við Ásabraut og í næsta nágrenni við Garðavöll fyrir gesti. Það verður auðvelt aðgengi að vellinum frá þessum stöðum sem verða vel merktir. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta hérna. Það er mjög gott að fylgjast með golfmótum hér á Garðvelli. Þrátt fyrir að Akranes sé þekkt fyrir að vera slétt þá er mikið af landslagi á Garðavelli þar sem gott er að staðsetja sig og fylgjast með bestu kylfingum landsins.“


Hluti af fjölskyldunni í 60 ár


Birgir Leifur getur bætt metið

Íslandsmótið í golfi í karlaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið á Garðavelli í ár það 74. í röðinni. Þrír kylfingar hafa náð að sigra sex sinnum á Íslandsmótinu í golfi og jafnaði Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG við þá Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson með sigrinum í fyrra á Leirdalsvelli. Birgir Leifur á möguleika á að bæta metið hvað varðar fjölda Íslandsmeistaratitla í ár en hann varði Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í karlaflokki í golfi frá upphafi. Íslandsmeistarar í karlaflokki í golfi frá upphafi: Ártal: Nafn: Klúbbur: fjöldi titla alls: fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1) 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2) 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3) 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4) 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1) 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5) 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6) 1949 Jón Egilsson GA (1) (2) 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7) 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8) 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3) 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9) 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10) 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4) 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11) 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1) 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5) 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2) 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12) 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6) 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13) 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7) 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8) 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9) 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10) 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11)

1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1) 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2) 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3) 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12) 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1) 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13) 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14) 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15) 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16) 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17) 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14) 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15) 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16) 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17) 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18) 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4) 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19) 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20) 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1) 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2) 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5) 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3) 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4) 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5) 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3)

1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18) 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1) 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2) 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19) 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8) 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9) 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20) 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1) 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3) 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10) 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2) 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4) 2011 Axel Bóasson GK (1) (11) 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21) 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5) 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6)

Fjöldi titla hjá klúbbum: GR - 21 / GA - 20 / GK - 11 / GKG - 6 GS - 6 / GV - 3 / GL - 2 / NK - 2 / GKj. 2

Sex titlar: Birgir Leifur Hafþórsson jafnaði við þá Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson í fyrra með sjötta Íslandsmeistaratitlinum.

42

GOLF.IS


Allt sem fyrirtækið

ENNEMM / NM66350

þarf í einum pakka

FYRIRTÆKJALAUSNIR

Net, borðsími, farsími og Office 365 frá 12.100 kr. á mánuði. Fyrirtækjapakki Símans inniheldur Internet, borðsíma- og farsímaþjónustu, ásamt Office 365 skýþjónustu sem tryggir nýjustu útgáfur af forritum og aðgang að vinnuskjölum hvar sem er. Fullkomin yfirsýn og fyrirsjáanlegur rekstrakostnaður með föstu mánaðargjaldi. Hafðu samband í síma 800 4000 eða á 8004000@siminn.is. Þú getur meira með Fyrirtækjalausnum Símans


Ólafía landaði 21. Íslands­ meistaratitli GR Íslandsmótið í golfi í kvennaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1967. Mótið á Garðavelli verður því 49. Íslandsmótið í kvennaflokki frá upphafi. Karen Sævarsdóttir úr GS er með flesta titla í kvennaflokknum frá upphafi en hún sigraði átta ár í röð – sem er met sem seint verður slegið. Frá því að Karen sigraði í áttunda sinn árið 1996 hefur engum kylfingi tekist að verja Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Líkt og hjá körlunum. Þar á eftir kemur Golfklúbbur Suðurnesja með 11 titla og Golfklúbburinn Keilir er með 9 titla en alls hafa sex golfklúbbar átt Íslandsmeistara í kvennaflokki. Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi: Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: fjöldi titla alls: fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2) 1969 Elísabet Möller GR (1) (1) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4) 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1) 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9)

Horfir til himins: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir landaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í fyrra.

44

GOLF.IS

1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10) 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11) 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12) 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4) 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7) 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9) 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10) 1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6) 2001 Herborg Arnardóttir GR (1) (14) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7)

2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16) 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17) 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1) 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2) 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (21)

Fjöldi titla hjá klúbbum: GR - 21 / GS - 11 / GK - 9 GV - 4 / GL - 2 / GKj. - 1


Kerrudagar í Golbúðinni Frábær tilboð út júlí

DLX Pro - 26.900

C3 - 34.900

Quad - 37.900

Einungis fáanleg í Golfbúðinni

3,5+ - 39.900

Model 8 - 44.900

www.golfbudin.is

Rv1C - 32.900


Gríðarlegar breytingar

– Stiklað á stóru í 50 ára sögu Leynis Skagamanna sem snemma fékk nafnið Garðavöllur, enda hafði landið heyrt undir Garðaprestakall. Klúbburinn var formlega tekinn inn í Golfsamband Íslands 1967.

Meistarar á ferð: Ragnar Ólafsson og Björgvin Þorsteinsson á gömlu 6. flötinni sem í dag er sú 10. Takið eftir því hve karginn er hár.

Formleg nafnabreyting árið 1970

Golfklúbburinn Leynir fagnaði 50 ára afmæli sínu þann 15. mars s.l. Á þeim degi árið 1965 komu nokkrir áhugamenn um golfíþróttina saman í fundarsal Íþróttahússins við Laugarbraut og stofnuðu Golfklúbb Akraness. Það hafa orðið miklar breytingar á starfi golfklúbbsins Leynis frá því að 22 aðilar mættu á stofnfundinn fyrir tæplega 50 árum. Í fyrstu fékk klúbburinn GkA sem skammstöfun og bættist í hóp þeirra sex golfklúbba sem var búið að stofna á landinu. Helstu hvatamenn að stofnun golfklúbbsins á Akranesi voru þeir Guðmundur Sveinbjörnsson og Óðinn S. Geirdal. Bæjaryfirvöld höfðu úthlutað klúbbnum gamalgrónu þriggja hektara túni við austurenda skógræktar bæjarins og voru þar strax gerðar tvær holur og slegin braut milli þeirra og kylfingar voru komnir á kreik. Árið1966 fékkst álíka stórt tún til viðbótar vestan þess fyrsta og voru settar út 6 brautir. Þar var kominn fyrsti „alvöru“ golfvöllur

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gríðarlegar breytingar

Nafni golfklúbbsins var formlega breytt 1970 og varð örnefnið Leynir fyrir valinu enda liggur Garðavöllur „í Leyninum“ og Leynislækurinn við Leynisgrund á upptök sín á svæðinu. Skammstöfunin GkA var einnig vandasöm þar sem fyrir var Golfklúbbur Akureyrar með þá skammstöfun. Fyrsta golfmót klúbbsins var haldið 1967 og var nefnt Vatnsmótið og hefur það verið haldið allar götur síðan. Mótið stóð svo sannarlega undir nafni og versta veður

Fyrsta stjórn Leynis: Þorsteinn Þorvalsson, Sverre Valtýsson, Eiríkur Þorvaldsson, Óðinn S. Geirdal, Guðmundur Magnússon, Leifur Ásgrímsson.


ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA SETTIÐ OG UPPSTOPPAÐA FUGLA?

WWW.GEYMSLA24.IS

GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur


Vígsluathöfn. Reynir Þorsteinsson fyrrum formaður Leynis á vígsluathöfninni þegar Garðavöllur varð að 18. holu velli.

Gamalt: Hér er mynd sem er tekin upp eftir 1. og 9. braut. Eins og sjá má eru miklar breytingar frá þessum tíma.

sumarsins kom á þeim degi þar sem rigndi eins og hellt væri úr fötu á keppendur. Meistaramót klúbbsins var fyrst haldið 1970. Garðavöllur hefur smám saman verið að taka á sig núverandi mynd. Árið 1969 náðist stór áfangi er samþykki fékkst fyrir afnotum á álíka stóru landi og fyrir var vestan sex holu vallarins. Uppdráttur af níu holu velli var samþykktur árið 1969 og hafist var handa við leik á þessum velli sumarið 1972. Árið 1977 fékkst enn meira land og völlurinn var stækkaður enn frekar árið 1978. Árið 1982 var framtíð Garðavallar tryggð þegar völlurinn var samþykktur í aðalskipulag Akraneskaupstaðar.

1., 2., 3. og 4. braut vallarins teknar í notkun. Alls voru 11 holur á vellinum allt fram til ársins 2000 þegar allar 18 holurnar voru teknar í notkun. Völlurinn var formlega opnaður sem 18 holu völlur árið 2000 og Íslandsmótið í höggleik fór fram á vellinum árið 2004 þar sem Birgir Leifur Hafþórsson fagnaði sigri í karlaflokki en hann var þá genginn í raðir GKG. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki.

18 holur árið 2000 Hugmyndin að stækkun Garðavallar í 18 holur fór á skrið árið 1988 og árið 1994 tókust samningar við Akraneskaupstað um landnýtingu og kostnaðarþátttöku bæjarfélagsins. Árið 1995 voru núverandi

Margar hugmyndir að stækkun Núverandi félagsaðstaða var tekin í notkun árið 1978 og leysti af hólmi gamla klúbbhúsið sem keypt var árið 1969. Margar hugmyndir eru til um stækkun á núverandi klúbbhúsi og má þar nefna að byggja ofan á húsið útsýnispall eða jafnvel aðra hæð. Árið 2005 á 40 ára afmælisári klúbbsins voru uppi hugmyndir um að byggja nýtt klúbbhús á þeim stað þar sem 9. flötin er í dag.

Nýtt æfingaskýli var tekið í notkun þann 3. júlí árið 2004 og fékk mannvirkið nafnið Teigar. Skýlið er við æfingasvæði vallarins og er það mikið notað – enda er það upplýst og hægt að slá þar fram eftir hausti og eitthvað fram eftir vetri þegar aðstæður leyfa. Flatarmál Teiga er tæplega 200 fermetrar og undirstöðurnar eru steinsteyptar. Þessi aðstaða hefur gjörbreytt æfingaaðstöðu félagsmanna og gesta.

Ný og glæsileg vélageymsla Árið 2011 var gerður samstarfssamningur við Akraneskaupstað um byggingu á nýrri vélageymslu. Nýja vélageymslan er rúmlega 500 fermetrar. Mannvirkið gjörbreytir allri geymsluaðstöðu fyrir þann vélakost sem Leynir á. Þar er einnig verkstæði til að viðhalda vélum og aðstaða fyrir starfsmenn sem vinna við golfvöllinn. Yfir vetrartímann hefur vélageymslan verið nýtt sem æfingaaðstaða fyrir félagsmenn og æfingar afrekshópa. Nýlega var tekinn í notkun fullkominn golfhermir sem hefur vakið mikla lukku hjá félagsmönnum sem eru í dag á vel á fimmta hundrað. Eftir stækkun Garðavallar í 18 holu keppnis­völl hafa öll helstu golfmót GSÍ verið haldin á Garðavelli frá árinu 2000 fram til dagsins í dag. Þar má nefna Íslands­ mótið í höggleik, Íslandsmót öldunga, Íslandsmót unglinga, Landsmót 35 ára og eldri, sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla og kvenna auk stigamóta karla, kvenna og unglinga. Má með þessari upptalningu staðfesta að Garðavöllur sé einn af betri keppnisvöllum landsins.

Breytingar: Loftmynd af nýja hluta Garðavallar.

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gríðarlegar breytingar


Golfkortiรฐ 2015 www.golfk ortid.is


„Þeir kalla mig gamla kallinn“ – Birgir Leifur hefur tvívegis varið Íslandsmeistaratitilinn

Það eru fleiri kylfingar komnir með reynslu erlendis frá og betri heildarmynd á sinn leik. Það eru nokkrir ungir kylfingar sem eru frábærir nú þegar. Þeir þurfa að stíga upp og sigra. Það eina sem ég hef umfram marga þessa stráka er að ég hef unnið Íslandsmótið. Reynslan sem ég bý yfir nýtist mér í þessum aðstæðum en þeir eru með hungrið og vilja gera allt til þess að velta mér úr sessi. Ég er einnig með mikinn vilja og þetta verður mikil keppni. Þannig á það líka að vera. Fellur metið? Birgir Leifur er með sex Íslandsmeistaratitla á ferilskrá sinni - líkt og Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur titil að verja á Íslandsmótinu í golfi en mótið fer fram á gamla heimavelli Skagamannsins sem hefur keppt fyrir GKG í rúman áratug. Keppnisdagskrá atvinnukylfingsins var nokkuð óljós þegar viðtalið var tekið. Birgir Leifur ætlar að nýta hvert tækifæri sem gefst til þess að spreyta sig á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni, enda að miklu að keppa og tækifærin sem bjóðast eru ekki mörg. Það gæti því farið svo að Birgir Leifur þyrfti að velja á milli að taka þátt á stóru móti á Áskorendamótaröðinni eða Íslandsmótinu.

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þeir kalla mig gamla kallinn“


Birgir Leifur

Ég vel Ecco vegna þess hversu þægilegir þeir eru. Ég get verið í þeim allan daginn, hvort sem ég er að spila eða kenna, án þess að finna fyrir þreytu. Þetta eru einfaldlega bestu skór sem ég hef prófað, og hef ég prófað þá marga.“

ÚTSÖLUSTAÐIR

Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík · Skóbúðin - Keflavík Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík · Hole In One - Reykjavík


Þaulreyndur. Birgir Leifur sigraði í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í golfi árið 1996.

Árið 2004 var því lýst í Morgunblaðinu að golfið sem Birgir Leifur lék á Íslandsmótinu árið 2004 á Garðavelli hafi verið „leiðinlega öruggt“ og lítið var um flugeldasýningar. Hann lék samtals á -5 á 72 holum og sigraði með fimm högga mun en Björgvin Sigurbergsson úr Keili varð annar. „Ég setti niður flesta fuglana í mótinu og gerði fæstu mistökin – það er kannski leiðinlegt golf en þetta virkar ágætlega. Ég legg flest mót upp þannig að ég byrja frekar rólega og kem mér í gírinn. Sé til hvernig pútterinn virkar þann daginn. Maður er ekki alltaf að leika inn á miðja flöt, ég slæ á „pinnann“ þegar ég sé að tækifærin eru til staðar. Ég sæki þegar það hentar en með skynsemina að vopni. Sem dæmi þá gæti ég alveg tekið dræverinn á sjöttu braut. Það fer allt eftir vindátt og hvernig holurnar á undan hafa gengið. Er tilfinnining góð? Er meðvindur eða mótvindur, hvar er

„pinninn“ – og innáhöggið er heldur ekkert létt ef maður leggur upp.“ Birgir segir að samkeppnin í íslensku golfi sé töluvert meiri nú en árið 2004 en hann ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni. „Breiddin í íslensku golfi hefur vissulega aukist en það voru líka mjög margir góðir kylfingar að keppa um sigurinn árið 2004,“ segir Birgir Leifur þegar hann var inntur eftir þeim breytingum sem hann sér á íslensku afreksgolfi frá þeim tíma þegar hann hampaði titlinum árið 2004 á Garðavelli.

Birgir verður í hlutverki landsliðsþjálfara í aðdraganda Íslandsmótsins en hann kippir sér ekkert upp við það að vera kallaður „gamli kallinn“ af landsliðskylfingunum sem verða á meðal hans helstu keppinauta á Garðavelli á Íslandsmótinu. „Þeir kalla mig gamla kallinn. Ég set mikla pressu á sjálfan mig, ég vinn út frá mínum markmiðum. Ef ég sigrast á þeim þá er ég rosalega ánægður. Stundum dugir það til sigurs og stundum ekki. Ég ætla svo sannarlega að vona keppnin verði hörð en mitt markmið er að ég eigi möguleika á að blanda mér í baráttuna um sigurinn þegar 9 holur eru eftir af þessu langa móti. Ég veit að ég þarf að spila mitt besta golf til þess að eiga möguleika á sigri,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson sem tvívegis hefur náð að verja titilinn á Íslandsmótinu í golfi.

sænska fyrirtækinu og GPS tæki frá og .

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þeir kalla mig gamla kallinn“


GERA 40% FLEIRI BOLTAR SVEIFLUNA 40% BETRI?

%F 40 A IRA

ME ! TUM L O B

SÝNDU LYKIL EÐA KORT Í BÁSUM Sumrinu fylgja langir og bjartir dagar sem tilvalið er að nýta til golfiðkunar. Nú fá handhafar lykils eða korta frá Olís og ÓB 40% fleiri golfbolta í Básum, sem bjóða upp á aðstæður eins og þær gerast bestar til golfæfinga. Þú þarft einfaldlega að framvísa lyklinum eða kortinu þegar þú kaupir bolta í Básum. olis.is


Hvernig er best að leika Garðavöll?

– Stefán Orri Ólafsson og Valdís Þóra Jónsdóttir gefa upp öll „hernaðarleyndmálin“ á Garðavelli


GOLF.IS

55


Freisting: Það er hægt að slá inn á flötina á 6. í upphafshögginu en það eru margar hættur á leiðinni.

Það verður spenna í loftinu þegar Íslandsmótið í golfi hefst þann 23. júlí á Garðavelli á Akranesi. Keppendur verða án efa búnir að velta því fyrir sér hvernig leikskipulag hentar best á völlinn. Golf Íslandi fékk tvo af fremstu kylfingum Akurnesinga til þess að ljóstra upp um öll „hernaðarleyndarmálin“ frá Garðavelli. Stefán Orri Ólafsson hefur fjórum sinnum fagnað klúbbmeistaratitlinum hjá Leyni en hann var í mörg ár í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Lögfræðingurinn var landsliðsmaður til margra ára og þekkir Garðavöll eins og lófann á sér. Sömu sögu er að segja af atvinnukylfingnum Valdísi Þóru Jónsdóttur sem tvívegis hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi – og hún er líkleg til þess að blanda sér í baráttuna á heimavelli. Hér er þeirra tillaga að því hvernig best er að leika Garðavöll: 1. brautin á Garðavelli er sýnd veiði en ekki gefin.

Glæsileg: Þriðja holan á Garðavelli er ein fallegasta par 3 hola landsins.

1. hola – 293 m. / 236 m. – par 4. Stefán: Stutt og þægileg upphafshola sem getur þó refsað ef ekki hefur kviknað á einbeitingunni þegar leikur hefst. Ég tek yfirleitt blendingskylfu á teig og á þá vel innan við 100 metra eftir. Á að vera nóg til að tryggja manni parið og jafnvel eiga möguleika á fugli. Það er vel hægt að reyna við flötina í upphafshögginu en það verður þá að vera beint ef ekki á illa að fara.

2. hola – 303 m. / 264 m. – par 4. Valdís: Þessi getur verið ansi ógnvænleg ef vindurinn blæs. Vallarmörk beggja vegna og skógurinn vinstra megin virðist geta

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig er best að leika Garðavöll?

þrengt brautina ansi vel. Flötin getur verið hörð og erfitt að slá inn á flötina og það fleygir ansi mörgum höggum inn í skóginn á bakvið þar sem maður lendir nánast undan­ tekningarlaust í erfiðri stöðu. Hér reyni ég aldrei við „pinnann“ og geng sátt í burtu með par.

3. hola – 141 m. / 114 m. – par 3. Stefán: Stysta par þrjú hola vallarins en jafnframt sú sem umvafin er mestum hættum. Virkilega falleg hola. Hér þarf að fylgjast vel með hvernig vindurinn blæs fyrir ofan trén enda er oft lítill vindur á teignum sem er vel varinn af skógi. Kylfu­valið ákvarðast af því.

Hér vilja kylfingar forðast að slá til vinstri þar sem vatn og vallarmörk er að finna – öll högg til hægri sleppa þó til en geta truflast af háum trjám. Ég reyni sjálfur að slá hægra megin á flötina sé pinninn vinstra megin á henni.

4. hola – 494 m. / 429 m. – par 5. Valdís: Eftir að nýja flötin var tekin í notkun hefur þessi breyting breytt auðveldri fuglaholu í erfiða parholu. Nýja flötin er hörð og það getur verið erfitt að slá inn á flötina. Annað höggið má ekki fara of langt, annars rúllar það ofan í tjörnina. Hér geng ég af flötinni sátt með par, en himinlifandi með fugl.


Fáðu forskot á mótherjana

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga. Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð.


5. hola – 350 m. / 294 m. – par 4.

6. hola – 278 m. / 212 m. – par 4.

Stefán: Hefðbundinn par fjögur hola. Dræver á teig og millikylfa inn á flöt. Öll högg nema til vinstri eru í lagi hér. Á brautinni eru þrjár sandgryfjur sem þarf að varast. Þeir högglengri þurfa að huga að þeim. Flötin er á tveimur pöllum og mikilvægt er að hitta réttan pall. Sé flaggið á efri palli verður að huga vel að lengd höggsins sem eftir er.

Valdís: Hér slæ ég alltaf á flötina í upp­ hafs­högginu. Þetta er hola sem maður á að fá fugl á og það er stutt inn á flötina, sérstaklega af rauða/bláa teignum. Það er auðvelt að missa boltann upp í holtið og þá er erfitt að treysta á gott skopp! Það er líka auðvelt að missa boltann of stuttan í tjörnina eða í trén hægra megin sem hafa vaxið undarlega hratt síðustu ár að

Sjötta brautin getur gefið af sér og einnig tekið frá keppendum á Íslandmótinu.

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig er best að leika Garðavöll?

mínu mati. Þaðan getur verið erfitt að vippa inn á flötina sem er frekar hörð, hallar til hægri og á þremur pöllum sem gerir það að verkum að það er auðvelt að enda á vitlausum palli eftir innáhöggið. Þeir högglengri geta reynt við flötina í teighögginu og þannig átt góða möguleika á fugli.

7. hola – 574 m. / 492 m. – par 5. Stefán: Á þeirri sjöundu hefst ákveðinn þríleikur að mínu mati, þ.e. lokun fyrri níu holanna með 7., 8. og 9. holu. Allt eru þetta krefjandi holur sem eiga eftir að verða ákveðnar lykilholur á Íslandsmótinu. Á teig kemur ekkert annað en dræver til greina hjá mér sökum lengdar holunnar. Gríðarlega mikilvægt er að hitta brautina í teighögginu þannig hægt sé að nota alvöru kylfu í annað högg. Af teig reyni ég að forðast að missa boltann til hægri þar sem finna má tré og skurð. Annað höggið er tiltölulega einfalt með breiða brautina fyrir framan þig. Sitt hvoru megin eru þó sandgryfjur en flestir slá yfir þær. Hafi allt gengið að óskum í fyrstu tveimur höggunum er þriðja höggið nokkuð þægilegt inn á stóra og góða flöt. Hér geng ég alltaf ánægður af flötinni hafi ég fengið par.


flötina. Karginn hægra megin er ekki hár og innáhöggið ekki tiltölulega flókið. Hér vill maður fá fugl þrátt fyrir að það geti verið heldur erfitt að lesa línuna í púttinu.

11. hola – 376 m. / 314 m. – par 4. Stefán: Dræver af teig. Hér er mikilvægt að hitta brautina því beggja vegna hennar eru sandgryfjur sem truflað geta annað höggið. Í annað högg tek ég yfirleitt kylfu minna en vani er þar sem boltinn á það til að skoppa meira á þessari flöt en annars staðar auk þess sem höggið er slegið örlítið niður í móti.

BLH er það kallað þegar kylfingar leggja upp með að slá of stutt fyrir framan flötina á 8. en Birgir Leifur Hafþórsson gerði það alla fjóra keppnisdagana árið 2004.

8. hola – 182 m. / 144. m. – par 3.

9. hola – 417 m. / 321 m. – par 4.

Stefán: Frekar löng par þrjú hola inn á litla flöt með sandgryfjum hægra og vinstra megin. Hér hefur mörgum reynst vel að taka svokallaðan BLH, þ.á m. mér. Með því tek ég eina til tvær kylfur minna en ætla mætti og slæ þannig stutt á flötina. Með því á ég eftir auðvelt vipp upp í móti inn á flöt. Ef maður reynir hins vegar við pinnann inn á þrönga flötina má lítið út af bregða þannig boltinn leki í einhverja sandgryfjuna sem gapa við manni og gera vippið erfiðara. Flötin liggur á móti manni og því er betra að vera stuttur á pinna hér. Par er mjög góð niðurstaða á þessari holu.

Valdís: Hér var auðvelt að slá út fyrir vallarmörkin hægra megin af gömlu teigunum. Hins vegar með tilkomu nýju teiganna slær maður meira í áttina frá vallar mörkunum og þannig hefur holan verið gerð aðeins auðveldari. Það er þó mikilvægt að innáhöggið sé fínt því að flötin er upphækkuð. Vippið inn á getur orðið ansi flókið ef maður er ekki réttu megin við flötina.

Flötin á 9. hefur reynst mörgum erfið og það er ekki einfalt að láta boltann stöðva á réttum stað.

10. hola – 289 m. / 238 m. – par 4. Valdís: Hér slæ ég alltaf á flötina í upphafshögginu eða hægra megin við

ÞÚ

UPP Á ÞITT BESTA! Berocca® Performance inniheldur öll B vítamínin

í ríkulegu magni en einnig C vítamín, magnesíum og zínk

Bættu frammistöðu þína með Berocca - rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur

T

SY

S U A L KUR

GOLF.IS

59


Lokaholan á Garðavelli er par 3 hola og gæti reynst erfið ef vindurinn blæs á móti keppendum.

12. hola – 347 m. / 270 m. – par 4.

15. holan – 363 m. / 298 m. – par 4.

17. hola – 367 m. / 334 m. – par 4.

Valdís: Hér er allt nema „snapp húkk“ leyfilegt í upphafshögginu. Stundum er meira að segja betra að vera í hólunum vinstra megin til að eiga auðveldara högg inn á flötina í stað þess að vera á brautinni. Innáhöggið er eina sem er eitthvað erfitt enda er flötin ekki mjög djúp og ekki hægt að lenda boltanum fyrir framan.

Valdís: Á næstu holum getur allt farið fjandans til og það getur byrjað hér. Upphafs­höggið þarf að vera gott. Holtið vinstra megin gleypir ansi marga bolta eða setur mann í erfiða stöðu. Skurður hægra megin sem þarf að varast og há tré eru hægra megin. Innáhöggið getur verið erfitt því flötin er hörð. Boltinn rúllar oft í glompurnar sem eru báðum megin við flötina.

Stefán: Uppáhaldshola mín á vellinum. Teighöggið er skemmtilegt, slegið niður í móti eftir nokkuð beinni brautinni. Yfir miðja brautina í teighöggslengd hlykkjast lækur í gegnum hana alla. Yfir lækinn hefur verið smíðuð brú sem er nokkurs konar kennileiti brautarinnar. Sjálfur tek ég dræver eða 3-tré af teig eftir því hvernig

Þrettánda brautin er stutt par 5 hola þar sem flestir vilja fá fugl.

Flötin á 16. en þar gætu línur farið að skýrast á lokahringnum á Íslandsmótinu.

Valdís: Stærsta flötin á vellinum en samt virðist vera erfiðast að hitta flötina. Glompan vinstra megin við flötina hefur sterkan segul og margir enda þar. Hér er ég alltaf sátt með par.

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig er best að leika Garðavöll?

18. hola – 169 m. / 110 m. – par 3. Valdís: Stutt og skemmtileg par 3 hola af bláum teigum. Reyndar getur hún snúist upp í andhverfu sína og er þá ekkert svo stutt eða skemmtileg. Hér þarf maður gott innáhögg en margir vanmeta lengdina og vindinn á 18.

SÍA

14. holan – 209 m. / 170 m. – par 3.

vindurinn er. Ekki þarf að óttast lækinn í þurru veðri þar sem afar sjaldan er að finna bleytu í honum og því vel hægt að slá upp úr honum nái teighöggið ekki yfir hann. Brúin kemur þó oft í leik og ekki óalgengt að boltarnir fari undir hana. Flötin er byggð inn í hólaþyrpingu og sandgryfjur eru fyrir framan hana. Annað höggið verður því að lenda á flötinni en ekki er hægt að rúlla því inn.

Stefán: Hola sem getur bæði gefið og tekið. Hér tek ég dræver af teig til að eiga kost á því að komast inn á flötina í tveimur höggum. Í fyrstu tveimur höggunum ber þó að varast vallarmörk meðfram allri brautinni vinstra megin en þau eru nær en mann grunar. Einnig liggur skurður í „dældinni“ í teighögslengd sem tekur ótrúlega marga bolta. Nauðsynlegt er að eiga gott teighögg ef maður ætlar að fá eitthvað út úr þessari holu. Flötin hallar aðeins frá vinstri til hægri. Hér vill ég frekar vera hægra megin við pinnann til að pútta upp í móti. Þessa braut skal ekki vanmeta. Hér hafa menn staðið á teig með vallarmetið í huganum en ekki gáð að sér og þurft að skrifa hátt í tveggja stafa tölu á skorkortið.

PIPAR \ TBWA

16. hola – 451 m. / 383 m. – par 5.

Stefán: Stutt par fimm hola þar sem ég vill eiga kost á fugli. Hér tek ég dræver af teig nema mikill vindur sé í bakið. Hér liggur skurður hægra megin í teighöggslengd sem ég vil forðast. Hér reyni ég við flötina í tveimur höggum. Takist það ekki er maður einhvers staðar í kringum flötina með nokkuð þægilegt vipp inn á. Hér geta vallarstarfsmenn þó valið erfiðar pinnastaðsetningar sem gera fuglinn erfiðan viðureignar.

PIPA

13. hola – 452 m. / 378 m. – par 5.

KR


ÚTSALA

PIPAR \ TBWA

PIPA

SÍA

KOMDU OG GERÐU ÆVINTÝRALEGA GÓÐ KAUP

KRINGLAN.IS

KRINGLANICELAND FACEBOOK.COM/KRINGLAN.IS


Bæjarbúar geta verið stoltir af Garðavelli „Mér fannst skemmtilegasti tíminn vera fyrsti áratugurinn eftir stofnun klúbbsins. Á meðan við vorum að móta þetta upp og gera völlinn. Flatirnar voru eins og mosaþembur. Það var ekkert til hérna á Akranesi og maður úr Golfklúbbi Reykjavíkur gaf okkur holupotta þannig að við gætum búið til fyrstu holurnar,“ segir Þorsteinn Þorvaldsson þegar hann er inntur eftir því hvað standi upp úr á þeim 50 árum sem hann hefur komið að starfi Golfklúbbsins Leynis.

Frumkvöðlar: Hjónin Þorsteinn Þorvaldsson og Elín Hannesdóttir hafa verið í fararbroddi í golfíþróttinni á Akranesi frá því að Leynir var stofnaður.

Þorsteinn er einn af stofnfélögum Golfk­lúbbs Akraness sem síðar varð Golf­ klúbbur­inn Leynir. Hann hefur verið lengst allra formaður Leynis og án þess að á nokkurn sé hallað þá var „Steini Þorvalds“ hjartað og lungun í starfi Leynis allt frá upphafi. Vinnuferð til Skotlands kveikti neistann Það má segja að það hafi verið tilviljun að Þorsteinn fékk áhuga á að koma golf­ íþróttinni af stað á Akranesi. Upphafið má

rekja til vinnuferðar hans sem vélstjóra á vélbátnum Sigurvoninni. „Þetta þótti frekar asnaleg íþrótt hér á Íslandi og ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég var í Peterhead að golf væri

stundað á Íslandi. Ég fór að kynna mér þetta þegar ég kom heim. Eiríkur bróðir minn vissi að ég hafði verið þarna úti í Skotlandi og kynnst golfíþróttinni. Hann skrifaði mig því inn í klúbbinn. Hann vissi að ég hafði áhuga á þessu.“

Mikið lagt á sig á upphafs­ árunum Eins og gefur að skilja voru hæfileikar Þorsteins hvað vélaviðgerðir varðar nýttar til hins ítrasta á upphafsárum Leynis og í marga áratugi þar á eftir. „Það voru alltaf gamlar og slitnar vélar hérna. Og alltaf mikið viðhald. Einnig á traktorum, það þurfti að slípa ventla, stýrisenda og ýmislegt annað. Ég gerði þetta allt sjálfur. Á sumrin þegar þurfti að bera á brautirnar þá keyrði maður áburðinn út á völl og bar síðan á seint á kvöldin – nánast um miðnætti þegar menn voru hættir að spila. Það var alvanalegt að koma heim kl. eitt eða tvö á nóttunni eftir áburðargjöfina. Það mátti enginn vera að þessu, menn voru að vinna á daginn og vildu spila golf á kvöldin. Ég hafði aldrei áhuga eða lét mig dreyma um að vera góður í golfi. Ég vissi

Sáttir: Gunnar Júlíusson og Þorsteinn Þorvaldsson á góðri stund á gömlu 5. flötinni.

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi Bæjarbúar geta verið stoltir af Garðavelli


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT ENNEMM / SÍA /

N M 678 8 5

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is


Frá vinstri: Ómar Örn Ragnarsson, Elín Hannes­ dóttir, Þórólfur Ævar Sigurðsson, Víðir Bragason og Janus Bragi Sigurbjörnsson.

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Bæjarbúar geta verið stoltir af Garðavelli

Skemmtilegur tími Það voru ekki margar konur sem lögðu leið sína á fyrstu árum Leynis upp á Garðavöll en smátt og smátt fór það að breytast. „Frænkur mínar tvær sem voru á fermingaraldri voru einnig að aðstoða mig við veitingasöluna. Síðar komu Katrín Georgsdóttir og Guðrún Geirdal. Þær voru fyrstu konurnar sem komu með mér í þetta. Við bökuðum vöfflur sem voru vinsælar þegar við vorum með

„heimamót“. Klúbburinn átti engan borðbúnað á þessum árum og við fengum allt lánað neðan úr Sementsverksmiðju - þetta skipti miklu máli fyrir okkur á þessum tíma. Kata var bílstjórinn enda hef ég aldrei keyrt bíl og hún sá um að koma þessu á milli staða. Það var mjög skemmtilegur tími – þetta voru ekki margar konur á þessum tíma. Fyrst kom Kata, síðan Erla Karlsdóttir.“ Elín rifjar upp fyrsta mótið hjá Leyni þar sem keppt var sérstaklega í kvennaflokki. Þar var hápunkturinn að hennar mati að hún datt ofan í skurð en náði að klára keppnina. „Fyrsta mótið þar sem sérstakur kvennaflokkur var þá vorum við þrjár sem kepptum. Ég, Katrín Georgsdóttir og Guðrún Geirdal. Ég man ekki alveg hvort völlurinn var 9 holur á þeim tíma en gamli skálinn var enn í notkun. Ég man að ég datt í skurð á þessu móti og það var mikið hlegið. En ég náði að klára mótið, ég var rennandi blaut upp að hnjám en þetta var fyrsta kvennamótið hérna hjá okkur í klúbbnum.“ Elín dregur ekkert úr því að margir hafi undrast það að hún væri að stunda golfíþróttina sem þótti mikið karlavígi á þeim tíma. „Það var sagt við mig; Hvað ertu að þvælast uppi á golfvelli – það eru eintómir karlar þarna? Þetta þekktist ekki hér þetta golf.“

Það má með sanni segja að Elín hafi tekið golfíþróttina föstum tökum allt frá upphafi – enda var ekki hjá því komist þar sem um lítið annað var rætt á heimili hennar. Hún áttaði sig ekki á því að konur spiluðu líka golf fyrr en hún sá konur í golfi á Nesvellinum. „Ég heyrði í þeim heima öllum stundum tala um golf – ég skildi ekkert hvað þeir voru að segja, enda töluðu þeir bara golfmálið. Mér fannst þetta sniðugt þar sem þeir voru að gera, Steini að gera við vélar og traktora og annað slíkt. Ég fór með Steina suður á Nesvöllinn að ég held. Þar sá ég að konur voru að spila golf, þetta varð til þess að ég fór að fara með Steina upp á völl þegar ég vissi að hann var að fara að „leika“ sér. Ég var bara að draga fyrir hann og prófaði af og til að slá. Þegar gamli skálinn kom á svæðið fór ég að selja kók og prins-póló í skálanum fyrir klúbbinn.“

153271

„Ætli það hafi ekki verið þannig að feðgarnir voru öllum stundum uppi á velli og ég var bara ein heima. Ég var að vinna í fiski niðri á Kampi og þegar ég byrjaði að spila golf þá hætti ég að vinna yfir sumarið til þess að geta spilað. Það var lítið mál að fá stelpur í vinnu yfir sumartímann til þess að fylla mitt skarð. Ég tók því bara öll sumur í frí,“ segir Elín Hannesdóttir þegar hún var innt eftir því hvernig hún byrjaði í golfíþróttinni. Elín er fyrsta konan sem tók þátt í golfmóti hjá Leyni og er fyrsta konan sem skráð var í klúbbinn.

SÍA

Garðavöllur þótti á upphafsárunum skemmtilegur golfvöllur og góðar flatir einkenndu völlinn allt frá upphafi. Vökvunarkerfi var sett upp á vellinum mjög snemma og var það nýlunda á Íslandi. Þorsteinn var að sjálfsögðu með puttana í því verkefni og hann er ekki í vafa um að sú aðgerð hafi komið vellinum á kortið. „Við vorum fyrstir með vökvunarkerfi hér á landi og mönnum þótti gaman að koma hingað og slá inn á flatirnar. Þær tóku vel við boltanum. Þetta var allt saman lagt með heimatilbúnum plóg og það gekk ágætlega. Þetta munaði miklu því strax á vorin gátum við vökvað. Maímánuður er oft þurr og ekki hægt að bera á. Við gátum borið á og vökvað það niður. Flatirnar voru því mun fyrr tilbúnar hér en hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholtinu. Þetta munaði miklu.“ Þorsteinn sló fyrsta golfhöggið þegar Garða­ völlur var opnaður formlega sem 18 holu völlur á sínum tíma og var hann ánægður með það högg þegar hann rifjar þá stund upp. „Það var skemmtileg stund þegar vellinum var breytt í 18 holur. Ég sló fyrsta höggið og var klæddur eins og maður var klæddur í gamla daga. Var með hatt og í jakkafötum með hálstau. Það var sérstakt og gaman að því þegar þetta var opnað. Ég sló með 5-járni og fór yfir skurðinn – það var alveg nóg. Ég var ekkert að taka dræverinn og slæsa út í skóginn.“ Að lokum segir Þorsteinn að Garðavöllur sé á góðum stað í fallegum bæ og bæjarbúar geti verið stoltir af þessum stað. „Ég held að byggðin komi ekki til með að þrengja að okkur. Þetta er voðalega þægilegt fyrir íbúa að hafa völlinn við bæjardyrnar. Það er látið vel af vellinum og margir telja hann í hópi þriggja bestu valla landsins. Ég er ánægður með það þegar maður hættir. Þetta er komið nóg, en ég slæ kannski nokkur högg í sumar,” sagði Þorsteinn Þorvaldsson.

- Elín Hannesdóttir var fyrsta konan sem keppti á golfmóti hjá Leyni

Vökvunarkerfið kom vellinum á kortið

Hvað ertu að þvælast uppi á golfvelli?

PIPAR\TBWA

það að ég þyrfti að vera hjá atvinnumanni í lengri tíma til þess að ná tökum á þessu. Ég yrði bara helgarspilari – þá skipti forgjöfin engu máli, ég hafði engan áhuga á því.“ Þorsteinn dregur ekkert úr þeirri staðreynd að hann hafi margoft íhuga að draga sig í hlé sem formaður vegna anna í vinnu. Þá sérstaklega á upphafsárum Leynis og það hafi oft komið upp sú staða að hætta hafi verið á að klúbburinn legðist af.

G F


153271 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

GÓÐ HÖNNUN FEGRAR HEIMILIÐ

Eclipse borð ⁄ ⁄ Verð frá 34.900 kr. M-sófi ⁄ ⁄ Verð frá 239.900 kr. Catifa 80 hægindastóll ⁄ ⁄ Verð frá 214.900 kr. 4240 Octo ljós ⁄ ⁄ Verð 144.900 kr. 4210 standlampi ⁄ ⁄ Verð 154.900 kr. Nordic Plain gólfmotta ⁄ ⁄ Verð á m2 74.900 kr. Arper púðar ⁄ ⁄ Verð 28.900 kr. Manhattan teppi ⁄ ⁄ Verð 18.900 kr. Omaggio thermobolli ⁄ ⁄ Verð 3.990 kr. Botanica vasi ⁄ ⁄ Verð 11.490 kr.

Vönduð hönnun, fagurlega unnin húsgögn og munir eru hlutir sem halda verðgildi áratugum saman. Í Módern bjóðum við það besta í evrópskri hönnun og leggjum metnað í fallegar útstillingar sem gefa viðskiptavinum okkar hugmyndir og innblástur. Það er mikilvægt að vanda valið og sérfræðingar verslunarinnar eru ávallt til taks með fróðleik og ráðgjöf byggða á vöruþekkingu og þrautþjálfuðu auga fyrir samræmi og stíl.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18

• HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

ÞIT T HEIMILI – ÞÍN STUND


Búin að læra mjög mikið

– Titilvörnin leggst vel í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR mætir í titilvörn á Íslandsmótin í golfi í annað sinn á ferlinum á Garðavelli þann 23. júlí. Ólafía þekkir því þessa tilfinningu en hún sigraði í fyrsta sinn árið 2011 en náði ekki að verja titilinn á Strandarvelli á Hellu árið eftir. Ólafía er reynslunni ríkari og hún ætlar ekki að láta þá staðreynd trufla sig að engin kona hefur varið titilinn á Íslandsmótinu í golfi frá árinu 1996 þegar Karen Sævarsdóttir úr GS sigraði áttunda árið í röð. „Titilvörnin leggst bara mjög vel í mig. Ég klára mót í Belgíu á LETAS mótaröðinni í vikunni áður en Íslandsmótið hefst. Ég kem beint til Íslands legg lokahöndina á undirbúninginn fyrir mótið á Garðavelli. Þetta verður bara gaman og vonandi verðum við heppin með veður,“ segir Ólafía í samtal við Golf á Íslandi.

Titilvörn í annað sinn: Það hefur engin kona varið titilinn á Íslandsmótinu frá árinu 1996.

Þú náðir ekki að verja titilinn árið 2012 á Hellu - og í raun hefur enginn kona náð að verja titilinn frá því að Karen Sævars gerði það í sjöunda sinn í röð. Ertu reynslunni ríkari með þá hluti sem þarf að gera til þess að verja titil? „Já ég held það nú. Árið 2012 hafði þessi „mýta“ kannski eitthvað að segja. En núna

er ég búin að læra mikið, sérstaklega á andlega hlutann og hvernig maður á að hugsa úti á golfvellinum. Ég læt ekki svona hluti hafa áhrif á mig.“ Garðavöllur - hvernig ætlar þú að leggja leik þinn upp á þeim velli, hvað þarf að varast sérstaklega? „Ég ætla bara að spila gáfulegt golf. Þetta er fjögurra daga mót og hvert högg skiptir máli. Maður má ekki við neinum kjánalegum ákvörðunum og auka höggum útaf því.“ Þú ert á fyrsta teig á fyrsta keppnisdegi að slá fyrsta höggið. Hvaða hugsanir lætur þú fara í gegnum hausinn á þér við slíkar aðstæður? „Ég reyni örugglega bara að hugsa sem minnst. Ég þarf bara að vera þolinmóð og slá eitt högg í einu,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari í golfi 2014.

Mér finnst Garðavöllur er skemmtilegur. Þær holur sem standa upp úr að mínu mati er 3.holan sem er skemmtilega „lúmsk“ miðað við lengd, næst kemur 4. holan er orðin „geðveikt“ eftir breytingarnar og í þriðja lagi er það 6. holan. Á þeirri holur er oft erfitt að taka ákvörðun hvað maður gerir í teighögginu.


GOLF Á SPÁNI – Í HAUST OG VETUR

NIÐIÐ GETUM S NA AÐ ÐI GOLFFER SKUM ÞÍNUM GÓUR EÐA SKEMUR,

A LEN U? VILTU VER ST Í GOLFKENNSL A M O M K U UN EÐA GUM MÁL VIÐ BJÖR

PLANTIO ALICANTE

HHHH

Íbúð með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og ALLT INNIFALIÐ.

VERÐ FRÁ: 219.900 kr.

HUSA ALICANTE

HHHH

Tvíbýlí með morgunmat og golf með golfbíl.

VERÐ FRÁ: 179.900 kr. á mann. m.v. 2 fullorðna.

á mann. m.v. 2 fullorðna.

GOLFSKÓLI Á PLANTIO

HHHH

GOLFSKÁLAFERÐIN

HHHH

Lúxus íbúðir, flottur skógarvöllur við Alicante borg og allt innifalið!

Ferð til Husa í samvinnu við verslunina Golfskálann. Mikið fjör og mikið gaman.

VERÐ FRÁ: 239.900 kr.

VERÐ FRÁ: 188.400 kr.

á mann. m.v. 2 fullorðna.

TENERIFE Í FEBRÚAR Gisting á hinni geysivinsælu Las Americas strönd og golfið á Las Americas golfvellinum. Val um 1, 2 eða 3 vikur á timabilinu 2.–23. febrúar.

á mann. m.v. 2 fullorðna.

BÓKAÐU Á UU.IS

VERÐ FRÁ: 219.900 kr. á mann. m.v. 2 fullorðna.

Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is


Flatirnar verða frábærar

Sláttur alla daga: Flatirnar á Garðavelli verða í toppstandi á Íslandsmótinu eins og aðra daga.

– Brynjar Sæmundsson vallarstjóri á Garðavelli Mín skoðun er sú að ég vil sjá keppendur ná góðu skori á góðum velli á Íslandsmótinu. Við höldum því vellinum í því ástandi sem hann er vanalega, þá á ég helst við að við munum ekki láta kargann vaxa sérstaklega fyrir Íslandsmótið. Flatirnar verða í eins góðu ástandi og mögulegt er að hafa þær. Völlurinn verður snyrtilegur og þegar Íslandsmótinu er lokið ættu allir kylfingar að njóta þess að leika við frábærar aðstæður. Ég vil að kylfingarnir sem keppa á Íslandsmótinu eigi frekar möguleika á að fá fugl eða jafnvel örn í stað þess að vera að ströggla við skolla eða skramba,“ segir Brynjar Sæmundsson vallarstjóri Garðavallar á Akranesi en Brynjar er þaulreyndur þegar kemur að undirbúningi á keppnisvöllum fyrir stórmót á Íslandi.

Gengið: Brynjar Sæmundsson, Leó Snær Guðmundsson og Hallur Flosason eru með puttann á púlsinum á Garðavelli.

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Flatirnar verða frábærar

„Við stefnum á að hafa hraðann í 8,5+ í stimpmetrum á flötunum. Það þarf að finna út hvernig við förum best að því. Það er töluverður munur á hraða á gömlu og nýju flötunum á Garðavelli og við setjum okkur það markmið að flatirnar verði með mjög svipaðan hraða. Það þarf að beita þekktum aðferðum til þess, slá neðar, valta oftar eða tvíslá. Fer allt eftir því hvaða flatir er um að ræða. Garðavöllur er mun þurrari en í fyrra, tíðarfarið hefur verið annað í sumar, og þær framkvæmdir sem farið var í til þess að þurrka völlinn hafa skilað sínu.“ Brynjar rekur fyrirtækið Grastec samhliða því að vera í hlutastarfi sem vallarstjóri á Garðavelli. Hann segir að reynslan af því sé góð og það henti vel að vera með slíkt fyrirkomulag hjá klúbbi eins og Leyni. Brynjar var áður framkvæmdastjóri Leynis en hann er menntaður sem golfvallasérfræðingur frá Skotlandi. „Þetta hentar vel hérna á Akranesi þar sem ég var starfandi í áratug hjá klúbbnum og ég þekki þetta því vel. Þetta snýst um samvinnu við stjórn og framkvæmdastjóra, sem hefur gengið ljómandi vel, en þetta fyrirkomulag hentar að ég held betur fyrir millistærð af golfklúbbum og þá sem minni eru. Við höfum bætt við mannskap á völlinn í aðdraganda Íslandsmótsins og þetta er að ganga vel upp. Það er tilhlökkun hjá okkur að taka á móti bestu kylfingum landsins,“ sagði Brynjar Sæmundsson vallarstjóri Garðavallar.


Icelandair hótel Hamar

ENNEMM / SÍA / NM34792

Alvöru íslenskt golfhótel

Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


Fuglastríð í Grafarholti

- Pressuliðið sýndi styrk sinn gegn landsliðinu á KPMG–bikarnum

Pressuliðið hafði betur gegn landsliðinu á KPMG-bikarnum sem fram fór við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli laugardaginn 27. júní s.l. Þar áttust við úrvalslið áhuga- og atvinnukylfinga og landsliðin sem valin voru fyrir verkefnin á Evrópumótunum. Keppendur léku vel við góðar aðstæður og sumarbúðirnar í Reykjadal nutu góðs af því.

Keppnisfyrirkomulagið á KPMG-bikarnum er sótt í hefðir Ryderkeppninnar og leikinn var holukeppni. Sex fjórmenningsleikir fóru fram þar sem tveir voru saman í liði og léku þeir einum bolta til skiptis. Fimm tvímenningsleikir fóru fram þar sem tveir kylfingar áttust við.

70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fuglastríð í Grafarholti

*


Vertu áhyggjulaus í útlöndum með Euro- og USA Traveller Vodafone býður viðskiptavinum sínum bæði mun lægra mínútuverð og ódýrara gagnamagn erlendis með 4G hraða* njóttu lífsins á ferðalaginu

Vodafone Við tengjum þig

*Kynntu þér nánar hvaða lönd um ræðir á vodafone.is


Ungir - gamlir: Frá vinstri. Björgvin Sigur­ bergsson, Úlfar Jónsson, Emil Þór Ragnars­ son, Birgir Björn Magnússon, Björn Óskar Guðjónsson, Henning Darri Þórðarson, Gísli Sveinbergsson og Páll Ketilsson.

Pressuliðið hafði betur 6 ½ - 4 ½. Fyrir hvern fugl á KPMG-bikarnum rann ákveðin upphæð til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal. Alls safnaðist ein milljón króna en keppendur náðu alls 79 fuglum. Margrét Vala Marteinsdóttir tók við fjárhæðinni fyrir hönd Reykjadals. Síðast þegar slíkt var gert á KPMG-bikarnum safnaðist rúmlega hálf milljón króna. Árlega koma um 300 börn og ungmenni í Reykjadal yfir tímabil sem spannar sumarið og helgardvalir á veturna. Sumarbúðirnar

hafa það að leiðarljósi að gefa þeim börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar tækifæri til að komast í sumar­búðir líkt og ófatlaðir jafnaldrar þeirra.

Vandamálin eru til þess að leysa þau: Andri Þór Björnsson brost breitt þrátt fyrir erfiða stöðu.

Úlfar Jónsson landsliðs­ þjálfari var ánægður með keppnina þrátt fyrir tapið gegn sterku Pressuliði. „Að mínu mati heppnaðist dagurinn mjög vel. Þarna voru flestir af bestu kylfingum landsins samankomnir og háðu skemmtilega Stoltur: Guðni Vignir Sveinsson á tvær landsliðskonur, Karen og Heiðu.

Alveg milljón: Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðukona Reykjadals tók við veglegri upphæð frá KPMG í mótslok.

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fuglastríð í Grafarholti

Bros á vör: Berglind Björnsdóttir úr GR hafði gaman af því að keppa fyrir hönd Pressuliðsins.


Er ekki kominn tími á Tiguan?

inn, dísil, ine vel bú Tiguan R-L nn og sjálfskiptur: rifi fjórhjólad

0 kr.

VW Tiguan er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að jeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun!

5.990.00

Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum • • • •

R-Line ytra útlit og 18” álfelgur Litað gler Alcantara áklæði Webasto bílahitari með fjarstýringu

www.volkswagen.is

• • • •

Hraðastillir Bluetooth fyrir farsíma og tónlist Climatronic - 3ja svæða loftkæling Bílastæðaaðstoð

• • • •

Aðfellanlegt dráttarbeisli Bakkmyndavél Leiðsögukerfi fyrir Ísland Panorama sólþak

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Glæsilegur. Frá 11. flöt á Grafarholtsvelli sem er glæsilegur keppnisvöllur.

keppni. Golfkynningin í Básum heppnaðist líka vel og það komu yfir hundrað manns á öllum aldri til að prófa golf í fyrsta sinn eða til að æfa sig og fá leiðbeiningar. Síðast en síst voru gefnar milljón krónur til góðs málefnis. Ég er aldrei ánægður með tap en Pressuliðið var sterkt með atvinnumennina og marga aðra snjalla kylfinga. Pressuliðið hefur alltaf „underdog“ stimpil á sér og kom kannski ákveðnara til leiks en landsliðið. Það er upplyfting fyrir landsliðsfólkið að koma fram sem landslið, það finnur hvað það er mikill heiður að vera á leið í stórt verkefni

fyrir Ísland. Það var mikilvægt fyrir liðið að leika í „foursome“ eða fjórmenningi sem leikmenn eru mjög sjaldan að spreyta sig á, í raun einungis í sveitakeppnunum. Þannig að það var mikilvægt að ná æfingu í því fyrirkomulagi,“ sagði Úlfar. Páll Ketilsson var liðsstjóri Pressu­liðsins ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur. Páll var ánægður með sigurinn og keppnis­fyrir­ komulagið. „Mér fannst dagurinn takast vel. Keppendur voru ánægðir og þetta form er skemmtilegt og tilvalið að setja upp svona keppni fyrir landsliðin á góðum tíma að sumri. Sigurinn kom ekki á óvart.

Þeir sem voru valdir í Pressuliðið eru að banka á landsliðsdyrnar. Þegar komið er í holukeppni minnkar getumunur ef hann er einhver. Þannig er holukeppni. Ég held að Pressuliðið hafi leikið með það í huga að sýna hvað í því býr og kannski var því hugarfarið ákveðnara en hjá landsliðinu þegar á hólminn var komið. Stemningin var góð í Pressuliðinu. Ég talaði við alla leikmenn liðsins úti á velli og var á 1. teig með öllum í upphafi. Ég hafði gaman af því hvað leikmenn Pressuliðsins langaði mikið til að vinna sínar viðureignir. Við höfðum öll gaman af þessu,“ sagði Páll Ketilsson.

Landslið ı Pressulið - úrslit: Leikur 1. Fjórmenningur.

Leikur 6. Fjórmenningur.

Landslið: Hlynur Bergsson GKG - Tumi Hrafn Kúld GA. 2/1 sigur. Pressulið: Hákon Örn Magnússon GR - Sigurþór Jónsson GK.

Landslið: Haraldur Franklín Magnús GR - Andri Þór Björnsson GR. 1/0 sigur. Pressulið: Stefán Már Stefánsson GR - Benedikt Sveinsson GK.

Leikur 2. Fjórmenningur.

Leikur 7. Fjórmenningur.

Landslið: Björn Óskar Guðjónsson GM - Henning Darri Þórðarson GK. 2/0 sigur. Pressulið: Emil Þór Ragnarsson GKG - Birgir Björn Magnússon GK.

Landslið: Axel Bóasson GK - Rúnar Arnórsson GK. Pressulið: Aron Snær Júlíusson GKG - Ólafur Björn Loftsson GKG. 2/1 sigur

Leikur 3. Tvímenningur. Landslið: Gísli Sveinbergsson GK. Pressulið: Egill Ragnar Gunnarsson GKG. 3/2 sigur.

Leikur 4. Fjórmenningur. Landslið: Ragnhildur Kristinsdóttir GR - Anna Sólveig Snorradóttir GK. 6/4 sigur. Pressulið: Berglind Björnsdóttir GR - Saga Traustadóttir GR.

Leikur 5. Fjórmenningur. Landslið: Karen Guðnadóttir GS - Heiða Guðnadóttir GM. Pressulið: Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG - Helga Kristín Einarsdóttir NK. 2/1 sigur.

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fuglastríð í Grafarholti

Leikur 8. Tvímenningur. Landslið: Sunna Víðisdóttir GR. Pressulið: Signý Arnórsdóttir GK. 6/5 sigur.

Leikur 9. Tvímenningur. Landslið: Kristján Þór Einarsson GM. Pressulið: Þórður Rafn Gissurarson GR. 6/5 sigur.

Leikur 10. Tvímenningur. Landslið: Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK. Jafnt. Pressulið: Valdís Þóra Jónsdóttir GL. Jafnt.

Leikur 11. Tvímenningur. Landslið: Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR. Pressulið: Birgir Leifur Hafþórsson GKG. 5/3 sigur.


SPROTAR OG NÝSKÖPUN

Lyklar að velgengi Það er líklegast til árangurs að fyrirtæki einbeiti sér að því sem þau eru best í. Fyrir frumkvöðla er það að breyta góðri hugmynd í eitthvað stærra og meira. Við höfum þekkingu og reynslu til að aðstoða þig svo þínir kraftar fari í það sem skiptir máli. Sæktu Lykla að velgengni á vef KPMG, þar sem farið er yfir atriði sem skipta máli við að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd og ýta sprotafyrirtæki úr vör. kpmg.is


Yfirvegaður: Kristján Þór Einarsson undirbýr upphafshöggið í bráðabananum. Sigmundur Einar Másson er í bakgrunni að taka upp höggið

–Tryggði sigurinn gegn Guðjóni Henning í bráðabana á Símamótinu í Mosfellsbæ „Ég hugsaði bara um að koma boltanum á flötina í bráðabananum. Það var ljúft að sjá boltann fara ofan í fyrir parinu,“ sagði Kristján Þór Einarsson eftir sigurinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk með bráðabana á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þetta var í fyrsta sinn sem mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og tókst framkvæmd mótsins ljómandi vel – og aðstæður á vellinum voru til fyrirmyndar.

Feðgar: Heiðar Davíð Bragason kann ýmislegt fyrir sér í golfinu og er alltaf líklegur til afreka. Hér er hann með syni sínum Veigari á lokaholunni

Afmælisdagur: Guðjón Henning Hilmarsson hefði tryggt sér sigur með því að setja þetta pútt ofaní á lokaholunni. Hann fagnaði 27 ára afmæli sínu á lokakeppnisdeginum

76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin


Bráðabani: Kristján Þór undirbýr sig fyrir lokapúttið í bráðabananum gegn Guðjóni

Púttið á 18. á lokahringnum eftirminnilegast

Fjórða brautin gefur og refsar

„Ef ég ætti að velja eitt högg sem væri högg mótsins, þá væri það 12 metra púttið sem ég setti niður fyrir fugli á 18. holunni á lokadeginum. Það kom mér í vænlega stöðu og tryggði mér að lokum sæti í bráðabana um sigurinn á mótinu,“ sagði Kristján Þór Einarsson um eftirminnilegasta högg Símamótsins. Kristján Þór kom sér í bráðabanann með mögnuðum lokakafla á lokahringnum þar sem hann lék á -3 eða 69 höggum. Kristján Þór fékk fugl á lokaholunni sem gerði það að verkum að hann var á +1 samtals. Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG var í lokaráshópnum og hann var með sex högga forskot á Kristján Þór fyrir lokahringinn. Það gekk fátt upp hjá Guðjóni þegar mest á reyndi en hann átti enn möguleika á að tryggja sér sigur með pútti fyrir fugli á lokaholunni. Hann náði því ekki og kom inn í klúbbhúsið á 75 höggum og bráðabani var staðreynd. Guðjón hitti ekki flötina í upphafshögginu í bráðabananum og annað höggið sló hann úr frekari erfiðri stöðu. Hann náði ekki að setja pútt fyrir pari ofan í. Björn Óskar Guðjónsson úr GM og Heiðar Davíð Bragason úr GHD voru jafnir í 3. – 4. sæti á +2 samtals og voru þeir nálægt því að komast í bráðabanann. Björn Óskar fékk skolla á lokaholunni en par hefði dugað honum til þess að komast í keppni um sigurinn. Heiðar Davíð hefði þurft fugl á lokaholunni. Þetta er besti árangur Björns Óskars á Eimskipsmótaröðinni en Heiðar Davíð er þaulreyndur sigurvegari á mótaröðinni og varð Íslandsmeistari árið 2005. Kristján Þór sigraði á þremur mótum í fyrra á Eimskipsmótaröðinni og var þetta fyrsti sigur hans á þessu tímabili. Alls tóku 88 kylfingar þátt í karlaflokki en 64 þeirra komust í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi.

„Uppáhaldsholan mín á vellinum er 4. holan á Hlíðavelli. Þetta er tiltölulega stutt par 4 hola með grjóthlöðnum skurði niður alla brautina á vinstri hönd. Holan gefur frábæra möguleika á fugli og jafnvel erni ef teighöggið er mjög gott. Brautin er jafnfljót að refsa því skurðurinn fyrir framan flötina grípur marga bolta ef þeir eru ekki 100%.“ - Kristján Þór Einarsson

Sáttur: Björn Óskar Guðjónsson var ánægður með þriðja sætið og fagnar hér með móður sinni, Írisi Ösp Björnsdóttur

Lokastaðan í karlaflokki á Símamótinu: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 217 högg (71-77-69) +1 2. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 217 högg (73-69-75) +1 *Kristján hafði betur á fyrstu holu í bráðabana. 3. – 4. Heiðar Davíð Bragason, GHD 218 högg (72-74-72) +2 3. – 4. Björn Óskar Guðjónsson, GM 218 högg (77-70-71) +2 5. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 219 högg (78-71-70) +3 6. – 8. Axel Bóasson, GK 220 högg (73-75-72) + 4 6. – 8. Stefán Már Stefánsson, GR 220 högg (73-75-72) +4 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 221 högg (71-76-74) + 5 10. – 12. Haukur Már Ólafsson, GKG 222 högg (76-73-73) + 6 10. – 12. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 222 högg (76-73-73) + 6 10. – 12. Dagur Ebenezersson, GM 222 högg (73-73-76) + 6

GOLF.IS

77


– Sýndi stöðugleika og styrk þegar mest á reyndi á Símamótinu

Lokainnáhöggið. Guðrún Brá slær hér inn á 18. flötina á lokahringnum.

Markhönnun ehf

Öruggur sigur hjá Guðrúnu Brá

„Þetta er að ég held bara í annað sinn sem ég sigra á Eimskipsmótaröðinni og það er gott að upplifa sigur. Það hefur alltof oft verið mitt hlutskipti að enda í öðru sæti,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eftir sigurinn á Símamótinu sem fram fór dagana 12. – 14. júní á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Sigur Guðrúnar var nokkuð öruggur, hún vann með sex högga mun en GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir voru í næstu sætum þar á eftir.

K

Alls tóku 26 keppendur þátt í kvenna­­flokknum og komust 21 þeirra áfram á lokahringinn. Aðstæður á öðrum og þriðja keppnisdegi á Hlíðavelli voru nokkuð erfiðar – töluverður vindur og völlurinn frekar harður. Guðrún Brá náði samt sem áður að leika vel þegar mest á reyndi. Hún lék lokahringinn á einu höggi yfir pari vallar eða 73 höggum. Keppinautar hennar náðu aldrei að ógna Guðrúnu að ráði á lokahringnum og munurinn varð aldrei minni en þrjú högg. Guðrún var í efsta sæti alla þrjá keppnis­ dagana en hún var með þriggja högga forskot eftir fyrsta hringinn sem hún lék á 73 höggum eða +1. Ólöf María Einarsdóttir úr GHD var önnur og Helga Kristín Einarsdóttir (NK) og Ragnhildur Kristinsdóttir GR voru á +6. Að loknum öðrum keppnisdegi var Guðrún enn með þriggja högga forskot en Ragnhildur var þá önnur en Berglind var komin í þriðja sætið ásamt Ólöfu Maríu.

Kraftmikil: Ragnhildur Kristinsdóttir slær hér af krafti á 18. teig á lokahringnum.

Þetta var annar sigur Guðrúnar í röð á mótum á Íslandi en hún lék vel á Smáþjóðaleikunum þar sem hún sigraði á góðu skori í einstaklingskeppninni á Korpúlfsstaðarvelli. „Það eru æfingarnar á undanförnum vikum sem eru að skila sér – og ég stefni á að halda

áfram á sömu braut,“ bætti Guðrún Brá við en hún er 21 árs gömul og hefur ekki náð að landa sigri á Íslandsmótinu í golfi. „Ég tel mig vera vel undirbúna fyrir öll mót og það er alltaf markmiðið að sigra,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var innt eftir því hvort hún stefndi ekki á sigur á stærsta móti ársins.

S h fl E

Lokastaðan í kvennaflokki á Símamótinu: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 223 högg (73-77-73) +7 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 229 högg (78-75-76) +13 3. Berglind Björnsdóttir, GR 230 högg (81-74-75) +14 4. Signý Arnórsdóttir, GK 232 högg (82-78-72) +16 5. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 236 högg (76-79-81) +20 Lokadrævið: Berglind Björns­ dóttir úr GR náði þriðja sætinu í Mosfellsbæ.

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

6. – 8. Saga Traustadóttir, GR 242 högg (81-84-77) +26 6. – 8. Ingunn Einarsdóttir, GKG 242 högg (81-82-79) +26 6. – 8. Tinna Jóhannsdóttir, GK 242 högg (85-78-79) +26

C rí n h o


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

ALLT FYRIR HREYFINGUNA

NÆRINGARRÍKT ÚRVAL Í NETTÓ Vörurnar frá The Food Doctor eru sérstaklega samsettar til að stuðla að jafnvægi á blóðsykri og veita heilnæma, seðjandi næringu í amstri dagsins.

Sistema vatns- og hristibrúsar Gríptu með þér flottan brúsa fyrir vatnið! Ekkert BPA – Engin þalöt.

Bollaréttir Náttúruleg blanda hráefna í handhægum umbúðum. Bættu í heitu vatni, hrærðu og njóttu.

Cocofina kókosvatn Kókosvatn er steinefnaríkt og svalandi, sannkallaður sportdrykkur náttúrunnar! Drekktu það á æfingu og eftir hana til að líkaminn viðhaldi góðu vökvaog steinefnajafnvægi.

Næringarstykki Ljúffeng stykki með stökkum bitum, fræjum og hnetum ásamt viðbættu próteini úr hrísgrjónum.

Sunwarrior Activated barley Lífrænt bygg - spírað, gerjað, þurrkað og malað í bragðlaust duft. Flókin kolvetni veita þér langtíma orku fyrir æfingu og áreynslu. Prófaðu byggduftið út í kókosvatn!

Ristaðar baunir Nærandi baunablanda, ristuð og léttsöltuð. Einstaklega próteinríkt frá náttúrunnar hendi. Fjöldi annarra naslpoka í boði.

Sunwarrior Warrior Blend Náttúruleg blanda hamp-, bauna og trönuberjapróteins. Inniheldur allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar og engin skaðleg aukaefni. Hráfæði og vegan.

netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Sigurvegar: Guðrún Brá Björgvinsdóttir horfir hér á eftir upphafshögginu á 14. teig á Hlíðavelli.

549 fuglar Alls náðu kylfingarnir sem kepptu á Símamótinu á Hlíðavelli 549 fuglum á hringjunum þremur. Flestir fuglar komu á öðrum keppnisdeginum eða 199 alls. 1. hringur: Fuglar 171 - ernir 2. 2. hringur: Fuglar 199 - ernir 4.

„Bombaði“ annað höggið á 17. braut:

3. hringur: Fuglar 179 - ernir 7.

„Annað höggið á fyrsta hringnum á 17. braut stendur upp úr eftir þetta mót,“ sagði sigurvegarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar hún var innt eftir eftirminnilegasta högginu á Símamótinu. „Upphafshöggið var gott og fór vel upp fyrir brekkuna. Þar átti ég eftir rúmlega 200 metra og ég tók 5-tréð upp úr pokanum. Ég ákvað að „bomba“ boltanum þarna uppeftir og ég hitti boltann eins vel og hægt er. Hann lenti rétt fyrir framan flötina og endaði einum metra frá holunni.“

13 ernir

Sú 17. stendur upp úr:

2. hringur: Ernir 4.

„Mér finnst 17. brautin vera skemmtilegasta holan á Hlíðavelli. Það getur allt gerst á þessari holu, gott og slæmt.“

3. hringur: Ernir 7.

1. hringur: Ernir 2.

79,8 högg að meðaltali Meðalskorið á hringjunum þremur á Hlíðavelli í Mosfellsbæ var 79,8 högg en par vallarins er 72 högg. Kylfingarnir léku því á tæplega á 8 höggum yfir pari að meðaltali. Tíunda og fjórtánda, sem eru báðar par 4, voru þær brautir sem keppendur réðu hvað best við en meðalskorið var par á þessum brautum eða fjögur högg. Sömu sögu er að segja af 7. braut sem er par 5 hola en meðalskorið var par eða fimm högg á þeirri braut. Á par 3 brautunum var hæsta meðalskorið á 15. braut eða 3,8 högg, en það var 3,55 högg að meðaltali á 1. braut, 3,5 högg á þeirri 9., og 3,5 högg á þeirri 12. Erfiðasta braut vallarins var sú 6. sem er par 5. Meðalskorið á þeirri braut var 5,6 högg en sú 17. var ekki langt á eftir með 5,5 högg að meðaltali. Erfiðasta par 4 hola Hlíðavallar var sú 5., en meðalskorið var 4,6 högg.

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Varnarleikur: Aron Skúli Ingason úr GM og Stefán Már Stefánsson úr GR verjast hér árás kríunnar við 8. braut á Hlíðavelli.

Alls komu 13 ernir á hringjunum þremur á Símamótinu. Flestir á lokahringnum eða alls 7 en fæstir á fyrsta hringnum eða 2.


GAS

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

ALLS STAÐAR

ÞÚ GETUR SLAKAÐ Á OG UPPLIFAÐ ÖRYGGI VIÐ GRILLIÐ MEÐ AGA GAS


PGA-kennurum fjölgar – Davíð með bestan námsárangur

Útskriftarhópurinn: Fremri röð frá vinstri: Arnar Snær Hákonarson, Ingvar Jónsson, Hulda Birna Baldursdóttir, Helgi Dan Steinsson, Davíð Gunnlaugsson. Aftari röð frá vinstri: Snorri Páll Ólafsson, Hlöðver Guðnason, Haukur Már Ólafsson, Victor Viktorsson, Helgi Anton Eiríksson.

Golfkennaraskóli PGA og GSÍ var stofnaður á vormánuðum 2006. Námið tekur 30 mánuði og fylgir öllum lágmörkum PGA í Evrópu. Fyrstu nemendurnir sem útskrifuðust með PGA-réttindi frá skólanum luku námi vorið 2008. Davíð Gunnlaugsson fékk verðlaun fyrir besta námsárangur þeirra sem útskrifuðust þann 17. júní s.l. og Mosfellingurinn fékk einnig bestu einkunn í einkakennslu. „Golfkennaraskólinn var settur á laggirnar árið 2005 og hóf starfsemi sína með fyrsta árgangi 2006. Skólinn var nauðsyn þar sem mjög margir voru farnir að kenna golf án þess að hafa til þess réttindi,“ segir Arnar Már Ólafsson skólastjóri. Fyrsti árgangurinn var tilraun fyrir alla. Það var engin hefð eða reynsla til staðar og allir að taka

82

sín fyrstu skref í kennslu við golfkennaraskóla. Fyrsti nemendahópurinn var því nokkurs konar tilraunahópur og tók mikinn þátt í því að móta skólann. Í dag höfum við útskrifað 41 golfkennara og félagar í PGA eru orðnir 70, þar af 54 með fullgild kennsluréttindi. Í samanburði við önnur lönd er aðgengi okkar

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-kennurum fjölgar - Davíð með bestan námsárangur

Fremri röð frá vinstri: Úlfar Jónsson (aðstoðarskólastjóri) Derrick Moore (kennari), Arnar Snær, Ingvar, Hulda Birna, Helgi Dan og Davíð. Aftari röð frá vinstri: Snorri Páll, Hlöðver, Haukur Már, Victor, Helgi Anton, Arnar Már Ólafsson (skólastjóri), Magnús Birgisson (kennari) og Ingi Þór Einarsson (Íþróttafræðingur).

að golfkennurum því mjög gott. Það eru lærðir golfkennarar um allt land, þó langflestir á höfuð­ borgarsvæðinu. Í samanburði við t.d. Svíþjóð og Þýskaland þar sem einn golfkennari er á hverja 500 meðlimi, erum við með einn á móti 314. Golfið á Íslandi hefur verið í stöðugri sókn. Fjölgunin heldur ekki endalaust áfram en það er ennþá pláss fyrir golfkennara. Stefnan er að byrja nýjan hóp á næsta ári, en áður en það gerist verður farið í ítarlega endurskoðun og breytingar á kennsluskránni og kennsluefni. Þegar það hefur verið klárað verður byrjað að mennta nýja golfkennara. Þegar skólinn var stofnaður var stefnan strax sú að námið yrði viðurkennt af PGA´s of Europe. Skólinn var í stöðugri skoðun og prófun hjá sérfræðingum frá EPGA. Námið var svo viðurkennt árið 2011 og fór í gegnum endurskoðun á þessu ári og stóðst þá skoðun. Skólinn verður skoðaður aftur árið 2019 og þá í nýju kerfið sem kennslu­nefnd Evrópu PGA hefur sett á og tók gildi í ár.“

Útskriftarhópurinn var þannig skipaður: Arnar Snær Hákonarson

Helgi Anton Eiríksson

Ingvar Jónsson

Helgi Dan Steinsson

Snorri Páll Ólafsson

Davíð Gunnlaugsson

Hlöðver Guðnason

Victor Viktorsson

Friðrik Gunnarsson

Hulda Birna Baldursdóttir

Haukur Már Ólafsson

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 5 1 2 2 4 0

Á þjóðhátíðardag Íslendinga þann 17. júní s.l. útskrifuðust níu nemendur með PGA-kennararéttindi úr Golfkennaraskóla PGA. Tveir nemendur luku námi án PAT-réttinda. Útskriftin fór fram í golfskálanum við Urriðavöll og var athöfnin hátíðleg og margar gildishlaðnar ræður voru fluttar.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 5 1 2 2 4 0

Ertu með ofnæmi?

Lóritín®

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur mjólkursykur (laktósa). Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið. Hjá sumum sjúklingum getur komið fram munnþurrkur. Við langtímameðferð er því góð tannhirða nauðsynleg þar sem munnþurrkur getur aukið líkur á tannskemmdum. Hætta á gjöf á Lóritín a.m.k. 48 klst. fyrir framkvæmd húðprófa þar sem andhistamín geta komið í veg fyrir eða dregið úr annars jákvæðri svörun við prófinu. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. Texti síðast endurskoðaður í apríl 2015.


Sláðu betur af teig

PGA

golfk e n n sl a

– markvissar æfingar skila árangri

Upphafshöggin eru þau högg sem flestir kylfingar velta mikið fyrir sér. Það er mikilvægt að hafa upphafshöggin í lagi og Golf á Íslandi fékk Davíð Gunnlaugsson, PGA-kennara hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, til þess að gefa lesendum nokkur góð ráð. Davíð útskrifaðist sem PGA-kennari þann 17. júní s.l. og fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Björn Óskar Guðjónsson, unglingalandsliðsmaður úr GM, tók að sér að vera nemandinn í þessum kennsluþætti og eru honum færðar þakkir fyrir. Davíð er 26 ára gamall og er með BA-gráðu í lögfræði og klúbbmeistari GKj 2014. Hann er alinn upp í Mosfellsbæ og hefur leikið golf alla tíð á heimaslóðum. Hann starfar fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar auk þess að vera verkefnastjóri hjá PGA-samtökum Íslands. Davíð starfar einnig sem fararstjóri hjá VITA-ferðum á Morgado í Portúgal.



Tíaðu hærra

Margir kylfingar tía boltann of lágt þegar slegið er með dræver. Gott er að miða við að minnsta kosti hálfur bolti sé fyrir ofan hausinn á drævernum þegar við tíum boltann upp fyrir teighögg.

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

PGA

golfkennsla


Heilsunuddpottar frá sundance spas

Heilsunuddpottar og Hreinsiefni fyrir Heita potta

Gæði, þjónusta oG ábyrGð - það er tenGi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050

Opið virka daga frá 8 -18 • www. tengi.is • tengi@tengi.is


Hafðu boltann framarlega í stöðunni

PGA

golfkennsla

Það er mikilvægt í teighöggum með dræver að hafa boltann nægilega framarlega í stöðunni. Lítill flái er á drævernum og viljum við helst að dræverinn sé aðeins á uppleið þegar við hittum boltann. Gott er að miða við að boltinn sé út frá vinstri hæl þegar við stillum okkur upp.

Hafðu hægri öxlina neðar en vinstri öxlina Mikilvægt er að hægri öxlin sé neðar en sú vinstri þegar við stillum okkur upp með drævernum. Gott er að miða við að munurinn á hæðinni á öxlunum sé svipaður og munurinn á höndunum okkar á gripinu en þar er hægri hendin neðar en sú vinstri.

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


TAKK FYRIR ÞÁTTTÖKUNA Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn á Sumarsólstöðumóti Stella Artois og þökkum öllum hinum fyrir þátttökuna.

SJÁUMST HRESS Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI! Bergur Dan og Magnús Már stóðu uppi sem sigurvegarar og eru á leiðinni á The Belfry


Kláraðu í lokastöðuna

Klárum höggið og höldum lokastöðunni. Fáum hægri öxlina til þess að vísa út á skotmark í lokastöðunni. Gott er að einbeita sér að því að klára höggið í jafnvægi í stað þess að ætla að slá fast í boltann. Setjum kraftinn í gegnum boltann og alla leið í lokastöðuna. Forðumst það að „lemja“ boltann.

90

GOLF.IS

PGA

golfkennsla


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 74068 04/15

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda: n Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. n

Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 8.900 kr. árgjaldi er m.a.: 2.500 Vildarpunktar n 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection n 100 æfingaboltar í Básum n Merkispjald á golfpokann n

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers


Veldu eins lítið skotmark og mögulegt er

Þegar við stöndum á teig er mikilvægt að velja skotmark. Það er ekki nægilegt að ætla bara að miða á braut heldur eigum við að velja okkur eins lítið skotmark og við getum. Gott er að velja t.d. tré, fjarlægðarhæl eða eitthvað slíkt sem við einbeitum okkur að. Því minna sem skotmarkið er þeim mun minni skekkja verður í teighöggunum okkar. Á þessari mynd væri t.d. tilvalið að miða á mastrið í fjarska.

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

PGA

golfkennsla



Ingvar Andri lék best allra

– Íslandsbankamótaröðin á Húsatóftavelli í Grindavík í fyrsta sinn Þriðja mót ársins á Íslandsbankamótaröð barna og unglinga fór fram á Húsatófta­ velli í Grindavík dagana 19. – 21. júní s.l. Þetta er í fyrsta sinn sem móta­röðin fer fram á þessum velli en Golfklúbbur Grindavíkur sá um framkvæmd mótsins. Alls tóku 110 keppendur þátt og athyglis­ verður árangur náðist í mörgum flokkum. Ingvar Andri Magnússon úr GR náði bestum árangri allra en hann lék á -7 samtals og Henning Darri Þórðarson úr GK lék einnig undir pari í elsta flokknum í drengjaflokki.

Leiknar voru 54 holur í elsta aldurs­ flokknum hjá báðum kynjum en alls var keppt í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Tveir yngstu aldursflokkarnir léku 36 holur.

Frá vinstri: Elmar Geir Jónsson viðskiptastjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, Daníel Ísak Steinarsson GK, Ingvar Andri Magnússon GR, Kristján Benedikt Sveinsson GA.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ingvar Andri lék best allra

Næsta mót á Íslandsbankamótaröðinni er sjálft Íslandsmótið í höggleik sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Það hefst 17. júlí og stendur yfir í þrjá daga.

Frá vinstri: Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK, Saga Traustadóttir GR, Elísabet Ágústsdóttir GKG, Elmar Geir Jónsson viðskiptastjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ.


Nudd og slökun fyrir golfara Blue Lagoon spa í Hreyfingu

Upplifðu einstakar Blue Lagoon nuddog spameðferðir Láttu faglærða nuddara okkar losa um stífa vöðva og eymsli svo þú náir fram þínu besta á golfvellinum. Kynntu þér spennandi meðferðir á www.bluelagoonspa.is og í síma 414 4004.

Blue Lagoon spa í Hreyfingu l Álfheimum 74 l 104 Reykjavík l


Frá vinstri: Valur Þorsteinsson GM_ Kristófer Karl Karlsson GM, Andri Már Guðmundsson, Elmar Geir Jónsson viðskiptastjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ.

Frá vinstri: Elmar Geir Jónsson viðskiptastjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, Zuzanna Korpak GS, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD.

Frá vinstri: Jóhannes Guðmundsson GR_ Henning Darri Þórðarson GK, Hlynur Bergsson GKG, Elmar Geir Jónsson viðskiptastjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ.

Frá vinstri: Elmar Geir Jónsson viðskiptastjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, Alma Rún Ragnarsdóttir GKG, Kinga Korpak GS.Hulda Clara Gestsdóttir GKG_

Drengir: 14 ára og yngri:

15-16 ára:

17 – 18 ára:

1. Kristófer Karl Karlsson, GM 144 högg (68-76) +4

1. Ingvar Andri Magnússon, GR 133 högg (65-68) -7

1. Henning Darri Þórðarson, GK 208 högg (70-67-71) -2

2. Andri Már Guðmundsson, GM 151 högg (78-73) +11

2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 141 högg (68-73) + 1

2. Hlynur Bergsson, GKG 213 högg (73-69-71) +3

3. Valur Þorsteinsson, GM 152 högg (77-75) +12

3. Daníel Ísak Steinarsson, GK 143 högg (71-72) +3

3. Jóhannes Guðmundsson, GR 214 högg (73-67-74) +4

4. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 158 högg (76-82)+18

4. Ingi Rúnar Birgisson, GKG 147 högg (72-75) +7

4. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR 215 högg (71-73-71) +5

5. – 6. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 160 högg (79-81) +20

5. – 6. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 152 högg (78-74) +12

5. Björn Óskar Guðjónsson, GM 216 högg (80-70-66) + 6

5. – 6. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 160 högg (79-81) +20

5. – 6. Ólafur Andri Davíðsson, GK 152 högg (72-80) + 12

Stúlkur:

96

14 ára og yngri:

15 – 16 ára:

17 – 18 ára:

1. Kinga Korpak, GS 150 högg (72-78) +10

1. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 155 högg (73-82) +15

1. Saga Traustadóttir, GR 213 högg (72-69-72) +3

2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 165 högg (78-87) +25

2. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD 166 högg (84-82) +26

2. Elísabet Ágústsdóttir, GKG 224 högg (74-77-73) +14

3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 165 högg (87-78) +25

3. Zuzanna Korpak, GS 173 högg (89-84) +33

3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 229 högg (77-74-78) +19

4. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 168 högg (80-88) +28

4. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 182 högg (90-92) +42

4. Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS 231 högg (79-76-76) +21

5. Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG 176 högg (89-87) +36

5. Sigrún Linda Baldursdóttir, GM 184 högg (93-91)+ 44

5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 237 högg (73-80-84) +27

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ingvar Andri lék best allra

Ög


VEGALENGD AÐ HOLU 390m FJARLÆGÐ 100m FJARLÆGÐ 150m VEGALENGD Á HÖGGI 230m FJARLÆGÐ 200m VATNS AÐVÖRUN 160m

VATNS AÐVÖRUN 80m

Spilaðu frá öðru sjónarhorni Garmin Approach S6 GPS golfúrið sýnir þér allar nauðsynlegar upplýsingar milli teigs og holu. Brautarsýn á flottum litasnertiskjá þar sem þú sérð legu brautar og hindranir sem staðsettar eru á brautinni. Með flatarsýn sérðu útlit á flötinni og staðsetningu holunnar sem hægt er að færa til á skjánum. Hvernig sem þú snýrð og hvar sem þú ert þá sérðu alltaf rétta stefnu og vegalengd að holu og inná flöt. Sveiflugreinir sem mælir upp- og niðursveifluna hjálpar þér að æfa sveifluna og fínstilla. Approach úrið er hægt að tengja við snjallsímann þinn með Bluetooth sem birtir skilaboð og tilkynningar á skjánum. Yfir 38.000 golfvellir um allan heim, fríar uppfærslur. Greindu árangur þinn og deildu með öðrum á Garminconnect.com

Approach S6 ®

Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 577-6000 | garmin@garmin.is | www.garmin.is


– Hlynur Bergsson stefnir á að fara í skóla erlendis Staðreyndir: Nafn: Hlynur Bergsson. Aldur: 16 ára. Forgjöf: 3,0. Uppáhaldsmatur: Nautakjöt með bernaise sósu. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn. Uppáhaldskylfa: Driver og 58 gráður. Ég hlusta á: Næstum allt. Besta skor í golfi: 69 í Grindavík. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth. Besta vefsíðan: Youtube. Besta blaðið: Golf á Íslandi.

Hvað óttast þú mest í golfinu: Að týna boltanum. Dræver: Titleist 913 D2. Brautartré: Titleist 913F. Blendingur: Titleist 913H. Járn: Titleist AP2 714. Fleygjárn: Titleist Vokey SM5 50,54 og 58 gráður. Pútter: Scotty Cameron Futura X5. Hanski: FJ. Skór: Ecco Biom. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear.

Hlynur Bergsson úr GKG hefur náð athyglisverðum árangri á þessu tímabili á Íslandsbankamótaröð unglinga og á Eimskipsmótaröðinni. Hlynur stefnir á að komast í skóla erlendis og spila golf samhliða náminu og fyrsta holan á Brautarholtsvelli á Kjalarnesi er ein af uppáhaldsholum Hlyns. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Það var pabbi sem plataði mig af stað. Ein jólin fékk ég að fara í Taylor Made æfingabúðir í Orlando í eina viku og það var algjör snilld.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Íþróttin er fjölbreytt vegna mismunandi valla og krefjandi andlega og líkamlega.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Mig langar fara erlendis í skóla og spila golf þar.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Ég er sterkur í járnahöggum og með trékylfum og að pitcha og ég tel mig hafa gott keppnisskap.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Ég þarf að bæta púttin og vippin.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég hitti Arnold Palmer á Bay Hill.“ Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar ég topshankaði boltan minn í 100 m. hæl. “ Draumaráshópurinn? „Tiger Woods, Jordan Spieth og Rory Mcllroy.“

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Pabbi plataði mig í golfið“

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Brautarholt, hann er bara geggjaður.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Fyrsta holan á Brautarholtsvelli, frábær hönnun og mjög krefjandi. Sjöunda holan á Kiðjabergsvelli, frábært útsýni og maður veit aldrei hvaða

kylfu maður á að taka. Sautjánda holan á TPC Sawgrass, mjög spennadi að slá á flötina.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Snjóbretti,ræktina og tónlist.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er að fara á annað ár í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.“


KINGS OF LEON PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA

NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST

#KOLICELAND

MIÐASALA HEFST 16. JÚNÍ KL. 10!

MIÐASALA FER FRAM Á TIX.IS OG Í SÍMA 551-3800. NÁNAR Á SENA.IS/KOL


Skemmtileg og spennandi íþrótt – Elísabet Ágústsdóttir slær beint en ætlar að bæta högglengdina

Elísabet Ágústsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hefur hægt og sígandi skipað sér í fremstu röð í unglingagolfinu. Elísabet stundar nám við Verslunarskóla Íslands en hún endaði í öðru sæti á þriðja móti ársins á Íslands­ bankamótaröðinni sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík í júní. Elísabet stefnir á að verða atvinnu­ maður ef draumar hennar ganga upp.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Golf er mjög skemmtileg og spennandi íþrótt.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Slá góð högg og ná góðu skori.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að vera atvinnukylfingur.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Slæ frekar beint og er búinn að bæta mig mjög í vippum.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Er að vinna í því að slá lengra.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Það var mjög gaman að keppa í Flórída og Skotlandi. Það munaði nýlega sáralitlu að ég hefði fengið albatros.“

Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Það er aldrei skemmtilegt að klúðra hálfs meters pútti.“ Draumaráshópurinn? Tiger Woods, Rory Mcllroy og Annika Sörenstam en hún er eina konan sem hefur skorað undir 60 höggum í keppni.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Ég og pabbi fórum til Flórída í vor og spiluðum Eagle Creek sem var æði enda flottur og skemmtilegur golfvöllur.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? 14. á Leirdalnum því þar er góður birdie-séns. Bergvíkin í Leirunni sem er falleg, og 18. á Eagle Creek sem er glæsileg og krefjandi.“

Staðreyndir: Nafn: Elísabet Ágústsdóttir. Aldur: 16. Forgjöf: 7,7. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldsdrykkur: Berg toppur. Uppáhaldskylfa: Hybrid. Ég hlusta á: Sam Smith, Ed Sheeran, Rihanna ofl. Besta skor í golfi: 73 högg. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Rory Mcllroy. Besta vefsíðan: Youtube og Instagram. Besta blaðið: Golf á Íslandi – að sjálfsögðu.

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Skemmtileg og spennandi íþrótt

Hvað óttast þú mest í golfinu: Að ná ekki jafn góðum árangri og ég vil. Dræver: Titleist 913D2, 10,5 gráður. Brautartré: Titleist 913F, 19 gráður. Blendingur: Titleist 913H, 24 gráður. Járn: Ping i20. Fleygjárn: Titleist 52, 56 og 60 gráður. Pútter: Odyssey. Hanski: FootJoy. Skór: Ecco. Golfpoki: Ping. Kerra: Clicgear.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Líkamsræktin og tónlist.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Var að klára 3. bekk í Verzló.“


Fyrir golfara - Skráðu inn skorið - Reiknaðu punktana eftir hring - Hvað er langt í holu? - Hvernig er veðurspáin? - Bókaðu rástíma - Og margt fleira... Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


Lagt inn í reynslubankann á Kirkjubólsvelli

Um 50 keppendur tóku þátt á Áskorendamótaröð Íslandsbanka hjá börnum og unglingum á Kirkjubólsvelli í Sandgerði sem fram fór 20. júní s.l. Þetta er þriðja mótið á keppnistímabilinu á mótaröðinni sem er ætluð fyrir þá kylfinga sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Keppendur skemmtu sér vel á góðum velli í enn betri félagsskap.

Drengir:

Stúlkur:

17 – 18 ára: 1. Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS 93 högg (+21)

15 – 16 ára: 1. Thelma Björt Jónsdóttir, GK 88 högg (+16) 2. Andrea Nordquist Ragnarsdóttir, GR 103 högg (+31)

14 ára og yngri: 1. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM 77 högg (+5) 2.– 3 Stefán Gauti Hilmarsson, NK 83 högg (+9) 2.– 3. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 83 högg (+11) 4. Ólafur Arnar Jónsson, GK 84 högg (+12) 5. Svanberg Addi Stefánsson, GK 87 högg (+15)

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lagt inn í reynslubankann á Kirkjubólsvelli

14 ára og yngri: 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 99 högg (+27) 2. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR 103 högg (+31) 3. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 105 högg (+33) 4. – 5. Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, GK 107 högg (+35) 4. – 5. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 107 högg (+35)


UNDER ARMOUR GOLF FÆST Í ALTIS


Spieth

skrifar söguna – Nýja ofurstjarnan í golfíþróttinni stundaði margar íþróttir sem barn og unglingur

104

GOLF.IS

Inn me ein ek ska no fyr


Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


Jordan Spieth hefur verið á ótrúlegum skriði á þessu ári og hinn 21 árs gamli Bandaríkjamaður hefur komið með ferska vinda í golfveröldina. Spieth sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu á Chambers Bay á mögnuðum lokadegi. Þetta er annar sigur hans á risamóti en hann sigraði á Mastersmótinu á Augusta.

a ð

Jordan Spieth æfði margar íþróttir sem barn og unglingur. Yfir vetrar­tímann var hann leikstjórnandi í körfuboltaliði, aðal­ kastarinn í hafnaboltaliði og leikstjórnandi í bandarísku fótboltaliði. Hann var því fyrst og fremst íþróttamaður áður en hann gerðist kylfingur.

Baklandið: Jordan Spieth fagnar hér sigrinum á Opna bandaríska meistaramótinu ásamt foreldrum sínum og bróður. Frá vinstri; Shawn Speith, Chris Speith, Jordan Spieth og Steven Speith.

Lokakafli mótsins var stórkostlegur þar sem Dustin Johnson gat tryggt sér sigurinn á lokaholunni en hann þrípúttaði þegar mest á reyndi. Spieth sigraði með minnsta mun. Johnson gat tryggt sér sigurinn þar sem hann púttaði fyrir erni á lokaholunni en niðurstaðan var þrípútt og skolli. Aðstæðurnar á Chambers Bay vellinum rétt við Seattle voru heitt umræðuefni í fjölmiðlum en gríðarlegir þurrkar og hiti gerðu það að verkum að keppnisvöllurinn var á köflum harður eins og malbik.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi Spieth skrifar söguna

Spieth er aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni sem nær að sigra á Mastersmótinu og Opna bandaríska meistaramótinu á sama árinu. Hann er nú þegar búinn að koma sér fyrir á sömu hillu og Tiger Woods, Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Craig Wood og Ben Hogan. Þar að auki er Spieth yngsti sigurvegarinn á Opna bandaríska meistaramótinu frá því Bobby Jones sigraði árið 1923. Spieth er einnig sá yngsti sem sigrar á tveimur risamótum í röð frá því Gene Sarazen gerði slíkt hið sama árið 1922.

Það er margt áhugavert við feril Jordans Spieth. Sérstaklega bakgrunnur hans í íþróttum. Það mætti ætla að hann hafi lagt golfíþróttina snemma fyrir sig og lagt allt í sölurnar. Staðreyndin er önnur. Þegar Spieth var 12 ára gamall var ljóst að golfíþróttin átti hug hans. Foreldrar hans hvöttu hann til þess að stunda fleiri íþróttir samhliða golfinu. „Við trúum því að það sé betra fyrir börn að upplifa marga hluti í gegnum mismunandi íþróttagreinar. Við vildum ekki að Jordan myndi sérhæfa sig of snemma. Það er hlutverk okkar sem foreldra að koma því til skila til barnanna okkar að lífið er meira en ein íþrótt og eitt markmið. Það gerist of oft að börn sem sérhæfa sig snemma í einni íþrótt brenna hreinlega upp og missa áhugann,“ sagði Chris Spieth, móðir Jordans Spieth, í viðtali vestanhafs. Þess má geta að Jordan Spieth kastar með vinstri en slær golfboltann rétthent.

d y n a m o re y k j a v í k

Æfði margar íþróttir sem barn og unglingur


Way of Life!

Golfkerrurnar oG Golfararnir! d y n a m o re y k j a v í k

allt kemst fyrir!

Suzuki er öflugur, fjórhjóladrifinn snillingur með ríkulegan staðalbúnað. Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100 km sjálfskiptur.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki. Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Jordan Alexander Spieth

Fæddur 27. júlí 1993 í Dallas Texas. Hæð: 1.85 m. / 84 kg. Háskóli: Texas í 1 ½ ár. Atvinnumaður: 2012. Sigrar: 6 alls, þar af 4 á PGA-mótaröðinni. Nýliði ársins á PGA 2013.

Golfpokinn

Bolti: Titleist Pro V1x. Dræver: Titleist 915D2 (Aldila Rogue Black 60TX skaft), 9.5 gráður. 3-tré: Titleist 915F, 15 gráður. Járn (3): Titleist 712U; (4-9): Titleist AP2 714; (PW): Titleist Vokey SM5. Fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (52, 56, 60 gráður) Pútter: Scotty Cameron / Titleist SC-009.

F l Gríðarlegar tekjur

Frá því að Jordan Spieth hætti háskólanámi og gerðist atvinnukylfingur hefur hann þénað gríðarlega. Hann fékk boð um að taka þátt á PGA-mótum vegna árangurs hans á háskólamótum. Þann 14. júlí 2013 tryggði hann sér tveggja ára keppnisrétt á PGAmótaröðinni með því að vinna í þriggja manna bráðabana um sigurinn á John Deere Classic mótinu. Alls hefur hann unnið sér inn 2,3 milljarða kr. eða 2.270.593.802 kr. á ferlinum. Þar af 1 milljarð kr. á þessu tímabili. Stórfyrirtæki á borð við Under Armour og Rolex hafa gert risasamninga við Spieth og þeim samningum fer fjölgandi. Verðlaunafé Talið er að hann sé með allt að 1,4 milljarða kr. á ári í 2015 (PGA): 1.041 milljónir kr. auglýsingatekjur. 2014 (PGA): 575 milljónir kr. 2013 (PGA): 514 milljónir kr. 2013 (Web.com): 6,6 milljónir kr. 108

GOLF.IS - Golf á Íslandi Spieth skrifar söguna

l o


*Admission April 2015. Price is subject to change

Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkammaa líka

og sál fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

r. k 0 ir * 65Fullorðn kr. 0 14 Börn

Fr á m or gn i t il kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is


Íþróttamiðstöðin verður gjörbylting Allt gengur samkvæmt áætlun og spennandi tímar fram undan hjá GKG

Framkvæmdir við nýja íþróttamiðstöð GKG ganga samkvæmt áætlun og var mikið um að vera á byggingarsvæðinu þegar Golf á Íslandi leit þar við um miðja júnímánuð. Þá var verið að setja gólfeiningar niður á efri hæðina og gekk verkið fumlaust fyrir sig. Stefnt er að því að mannvirkið verði tilbúið í mars á næsta ári.

Stórt mannvirki: Stefnt er að því að nýja íþrótta­ miðstöðin verði tilbúin í mars á næsta ári.

Stemmning: Það fer vel um gesti og félagsmenn GKG í bráðabirgðaaðstöðu við Leirdalsvöll.

Allt að gerast: Nýja íþróttamiðstöðin rís hratt við Leirdalsvöll.

Gamla klúbbhúsið var fjarlægt áður en framkvæmdir hófust enda stóð það á þeim stað þar sem nýja íþróttamiðstöðin rís. Öll starfsemi GKG er í bráðabirgðahúsnæði í sumar en aðstaðan er öll hin prýðilegasta og fer vel um gesti, klúbbfélaga og starfsfólk. 110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íþróttamiðstöðin verður gjörbylting

Bráðabirgðaaðstaðan er sunnan megin við æfingapúttflötina. Þar voru settar upp tíu gámaeiningar upp á 140 fermetra og þar að auki er 120 metra tjald við veitingasöluna. Í gámaeiningunum er „Siggi kokkur“ með aðstöðu og geta um 40 gestir verið í sætum í veitingasalnum. Í veitingatjaldinu geta tæplega 100 manns setið til borðs. „Íþróttamiðstöðin mun mun gjörbylta öllu okkar starfi og það er tilhlökkun hjá okkur í GKG að sjá þetta hús rísa,“ segir Agnar Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, í samtali við Golf á Íslandi.



Uppbygging: Hér er horft niður 18. brautina þar sem framkvæmdir eiga sér stað.

„Yfir sumartímann munum við hafa glæsilega aðstöðu til að njóta samveru fyrir og eftir golfhringi. Við getum tekið við stærri viðburðum en áður og félagslífið í klúbbnum mun njóta þess. Íþróttastarf GKG á eftir að eflast gríðarlega. Það verður hægt að sinna öllu íþróttastarfi með allt öðrum hætti en áður í nýrri íþróttamiðstöð. Börn og unglingar sem æfa hjá GKG munu eiga sér fastan samastað. Þar geta þau notið samveru, æft sig og verið í umhverfi þar sem þeim líður vel. Meginmunurinn verður þó sá að við getum veitt GKG kylfingum þjónustu allt árið um kring. Á veturna getur hinn almenni kylfingur kíkt á okkur og æft sig í einum af golfhermunum sem verða á neðri hæðinni, vippað og púttað eða spilað 18 holur á einhverjum af þeim 80 golfvöllum sem í boði eru. Það eru spennandi tímar fram undan,“ sagði Agnar.

112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íþróttamiðstöðin verður gjörbylting

Ný lokahola. Ný flöt hefur verið gerð á 18. braut og er leikið á bráðabirgðaflöt á þessu sumri.



Arctic Open nær nýjum hæðum

– um 230 kylfingar nutu miðnætursólarinnar á Jaðarsvelli Rétt um 230 kylfingar skemmtu sér vel á Jaðarsvelli 25.–27. júní s.l. þegar Arctic Open fór fram á Akureyri. Alþjóðlegur blær var á mótshaldinu þar sem um 40 erlendir kylfingar mættu til leiks í blíðskaparveðri og nutu þess að leika golf í miðnætursólinni sem skein skært báða keppnisdagana. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, segir að Arctic Open sé að ná nýjum hæðum og þær breytingar sem gerðar hafa verið á Jaðarsvelli séu að skila sér. „Þeim stóru framkvæmdum og breytingum á Jaðarsvelli sem hafa staðið yfir á undan­ förnum misserum er að mestu lokið. Völlurinn hefur fengið jákvætt umtal og

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Arctic Open nær nýjum hæðum

það hefur mikið að segja. Keppendur eru ekki ræstir út allir í einu líkt og gert hefur verið á undanförnum árum og stemmningin verður að flestra mati enn betri með slíku

fyrirkomulagi. Við höfum reynt að auka gæðin á mótinu, með veglegri teiggjöf, góðu lokahófi og lagt vel í þetta allt saman.“ Áhugi erlendra kylfinga er alltaf að aukast og frábær kynning í bandaríska golf­tíma­ ritinu Golf Digest í fyrra vakti áhuga hjá mörgum. „Við fengum margar fyrirspurnir eftir að sú grein var birt. Það kemur einnig eitthvað af kylfingum í gegnum Golf Iceland og við erum í samstarfi við Saga Travel – sem á eftir að skila enn fleiri erlendum kylfingum. Við erum að velta


Big Max

I-Dry kerrupokar

Big Max kerrupokarnir hafa slegið í gegn hjá okkur síðustu ár. Pokarnir eru til í nokkrum stærðum og litum. Big Max i-Dry pokinn er algjörlega vatnsheldur og er frábær kostur fyrir íslenskar aðstæður. Mjög rúmgóður og gott pláss fyrir kylfurnar. Þessi poki var söluhæsti pokinn okkar á síðasta ári. Við eigum einnig til vatnshelda burðarpoka frá Big Max. Big Max Terra X er rúmgóður kerrupoki með áföstu regncoveri. Hér fer verð og gæði vel saman.

Terra X

kerrupokar


fyrir okkur ýmsum möguleikum til þess að útvíkka miðnæturgolfið hér á Jaðarsvelli í samstarfi við Saga Travel. Mótið verður áfram með svipuðu sniði en við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur,“ sagði Ágúst Jensson. Auðunn Níelsson ljósmyndari á Akureyri tók myndirnar sem fylgja þessari grein og segja myndirnar allt sem segja þarf um stemninguna á Jaðarsvelli.

Lokastaðan hjá fimm efstu kylfingunum á Arctic Open 2015: 1. Marsibil Sigurðardóttir, GHD 79 punktar (37-42) 2. Þórhallur Pálsson, GA 75 punktar (39-36) 3. Chuck Garfinkle, 74 punktar (33-41) 4. Gordon Mackenzie, 73 punktar (31-42) 5. Aðalsteinn Helgason, GA 73 punktar (36-37)

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Arctic Open nær nýjum hæðum



Glæsilegar breytingar á Jaðarsvelli

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Jaðarsvelli á undanförnum árum. Hæst ber að tvær nýjar brautir hafa verið teknar í notkun en það eru 5. og 6. braut vallarins sem koma í stað gömlu 8. og 9. Lokaholan á fyrri 9 holunum er sú sem var 7. brautin áður en vellinum var breytt. Útsýnið af teigstæðinu þar sem slegið er af hvítum teig á 5. braut er glæsilegt eins og sjá má á myndinni þar sem Heiðar Davíð Bragason slær. Breytingarnar eru vel heppnaðar og gera góðan völl enn skemmtilegri.

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsilegar breytingar á Jaðarsvelli

Hér er horft niður eftir 5. brautinni frá flötinni og kylfingarnir eru á bláa teignum.

Sjötta flötin er stór og umhverfið er skemmtilegt.


Verkfæri sem hægt er að treysta ! 7

Pro seria

skúffur

Búðu til þinn eigin vagn

sá vinsæli 283 verkfæri

18% afsl

177.750 m/vsk

af tómum vögnum

25% afsl af verkfærabökkum

7

8

skúffur

Pro Plus seria

Pro Plus seria

282 verkfæri

322 verkfæri

vinnustöð Hægt að velja um veggpanil eða veggskáp Vinnuborð 827 x 1560 x 710 Veggpanill 600 x 1560 Skápur 603 x 1560 x 200 3 skúffu skápur 360 x 687 x 459

197 .511 m/vsk

79.900

72.900

360 verkfæri

m/vsk

3 skúffur skápur

24.900

skúffur

sá risastóri m/vsk

Vinnuborð

49.900

237.033 m/vsk

8

m/vsk

skápur

skúffur

m/vsk

383 stk - verkfæravagn á hjólum 8 Skúffur - 1/4”, 3/8” og 1/2” topplyklasett Fastir lyklar, skralllyklar, sexkantar og skrúfjárn, djúpir toppar, höggskrúfjárn, skiptilykill, slaghamar, splittatangir, tangir, járnsög, bitar og fl. Sterkur vagn með lás

t t Ý N 269.900 Okkar besta verð

www.sindri.is / sími 575 0000

Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður

m/vsk

286.435 m/vsk


Leikröð – „Ready golf“ DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com

Regla 10 fjallar um leikröð. Reglan er einföld og líklega eitt af því fyrsta sem kylfingar læra. Á fyrsta teig ræður rástafla eða hlutkesti leikröðinni. Sá sem á lægsta skor á holu leikur síðan fyrstur á næsta teig. Eftir teighöggin leikur sá næst sem á boltann sem er lengst frá holunni. Skiptir einhverju máli hvort leikið er í réttri röð? Oftast ekki. Í holukeppni passa menn sig á að leika í réttri röð, því ef keppandi slær sinn bolta þegar mótherji hans á að leika getur keppandinn átt það yfir höfði sér að mótherjinn afturkalli höggið. Í höggleik (þ.á.m. punktakeppni) hefur það engar afleiðingar þótt leikið sé í rangri röð, nema ef keppendur koma sér saman um það til að einhver keppendanna hagnist á því. Sú staðreynd að það er almennt refsilaust að víkja frá reglunni um leikröð í höggleik hefur leitt til þess að kylfingar eru sífellt

oftar hvattir til að leika „ready golf“, til að flýta leik.

Hvatningin um að leika „Ready golf“ felst í aðalatriðum í tvennu: ■■ Kylfingar séu vakandi fyrir því að tefja ekki leik að óþörfu og séu tilbúnir til að slá sinn bolta þegar það er hægt. ■■ Kylfingar komi sér saman um að líta framhjá reglunni um leikröð ef það flýtir leik. Þótt „Ready golf“ sé oft tengt við seinna atriðið má segja að það fyrra sé jafnvel mikilvægara. Í því felst að nýta tímann sem best, huga að kylfuvali þegar gengið er að boltanum, vera tilbúinn með kylfu og tí þegar kemur að manni að leika á teig o.s.frv. Að tileinka sér „ready golf“ á við alls staðar á golfvellinum.

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall

Á teignum Sá sem á teiginn á að vera tilbúinn til að slá fyrstur. Ef hann er ekki tilbúinn slær einhver annar í ráshópnum fyrstur. Skorkortið er fyllt út á meðan aðrir í ráshópnum slá.

Á brautinni Allir í ráshópnum ættu að fara að sínum bolta eins fljótt og hægt er. Á meðan beðið er eftir að næsti ráshópur á undan sé úr færi ættu kylfingar að undirbúa sitt högg, velja kylfu, taka hana úr golfpokanum og vera tilbúnir að slá. Ef sá sem er lengst frá holunni og „á að slá næstur“ hefur tafist slær einhver annar sem er tilbúinn. Ef leita þarf að bolta fara aðrir í ráshópnum samt fyrst að sínum bolta og undirbúa sig. Langoftast finnst boltinn sem leitað er að mjög fljótlega og því er óþarfi að allur ráshópurinn fari strax í að leita. Þegar ljóst er að eigandi boltans finnur hann ekki eftir snögga yfirferð fara aðrir í ráshópnum til hans og hjálpa honum að leita, helst eftir að hafa sjálfir slegið sinn bolta.

Á flötinni Þegar boltinn er kominn inn á flötina ættu allir að geyma golfpokann sinn við flötina þar sem gengið er í átt að næsta teig. Með


ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA GOLFSETTIÐ?

WWW.GEYMSLA24.IS

GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur


því móti verður flötin fyrr laus fyrir næsta ráshóp á eftir. Ef sá sem á boltann lengst frá holunni er ekki tilbúinn (er t.d. að raka glompu) púttar einhver annar sem er tilbúinn. Mikilvægt er að nýta tímann á meðan aðrir pútta til að skoða púttlínuna, að því marki sem það er hægt án þess að trufla aðra. Ástæðulaust er að merkja mjög stutt pútt, ef hægt er að pútta því og ljúka leik um holuna án þess að stíga í púttlínu annarra. Um leið og síðasti kylfingurinn hefur púttað á að setja flaggstöngina í holuna og yfirgefa flötina. Skorkortið fyllum við út á næsta teig. „Ready golf“ er eitt af því sem allir kylfingar ættu að temja sér. Ekkert í golfreglunum stendur í vegi fyrir því í höggleik. „Ready golf“ snýst fyrst og fremst um að fylgja hugarfari skátanna um að vera ávallt viðbúin(n). Það felur ekki í sér að við þurfum að flýta okkur, heldur að við höfum hugann við golfið, hugsum fram í tímann og séum tilbúin að slá þegar það er hægt.

Ný kynslóð af liðvernd

Regenovex inniheldur samsetningu tveggja náttúrulegra efna sem draga úr sársauka og byggja upp liði

Fæst í apótekum www.regenovex.is

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall

MX-V


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


Bókaðu golf Í golfferðum Heimsferða er lögð áhersla á að allir þættir séu fyrsta flokks.

ENNEMM / SIA • NM70052

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Við bjóðum glæsilegar haustferðir til Alcaidesa, Costa Ballena, La Sella, Montecastillo og Novo Sancti Petri.

Tryggðu þér sæti


Golfskólinn á Costa Ballena er einnig á sínum stað en þaðan hafa yfir 3.000 Íslendingar útskrifast á liðnum árum. Þá bjóðum við golferðir til paradísareyjunnar La Gomera í nóvember, janúar og febrúar og nú einnig Tenerife í janúar og febrúar.

Verð frá

kr. 199.900 NÝTT Abama Golf and Spa Resort

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is


Einstök upplifun – nýtt klúbbhús við Haukadalsvöll og áhugaverðar breytingar á vellinum

Haukadalsvöllur er í hópi margra golfvalla Íslands sem eru einstakir á sinn hátt, og gestir heillast af náttúrufegurð vallarins. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins. Það er ljóst að honum tókst vel upp með ætlunarverkið að leggja nýjan golfvöll í það landslag sem var fyrir með sem minnstu jarðraski. Kylfingar sem leika á vellinum fá á tilfinninguna að völlurinn hafi ávallt verið í þessu umhverfi. 126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstök upplifun

Nýtt klúbbhús er við Haukadalsvöll og upphafsholan á vellinum var áður sú 3. áður en vellinum var breytt. Hér er horft yfir sjötta teig í átt að klúbbhúsinu.



Nákvæmni: Það er krefjandi högg sem bíður kylfinga á 3. teig á par 3 holunni sem heitir „Litli Geysir“.

Það er óhætt að segja að það sé heimilislegt um að litast þegar gengið er inn í klúbbhúsið á Haukadalsvelli við Geysi í Biskupstungum. Þar taka Ágústa Þórisdóttir og Einar Tryggvason, eigendur og rekstraraðilar Haukadalsvallar, á móti blaðamanni Golf á Íslandi. Húsið er nýlegt og enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda í framkvæmdunum. Staðsetningin er stórkostleg og útsýnið yfir hinn einstaka völl er magnað frá veröndinni. Sáttir: Þessir ungu kylfingar voru sáttir við hringinn eftir að hafa heimsótt Haukadalsvöll í fyrsta sinn. Útsýnið frá 9. flötinni er stórkostlegt.

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstök upplifun

Einar Tryggvason og Ágústa Þórisdóttir.


KOMNIR Í NÆSTU VERSLUN www.samsungmobile.is/s6

#NextIsNow


Útsýnið af 2. flöt og upp eftir brautinni. Klúbbhúsið er lengst til hægri.

Kylfingarnir sem voru með í för að þessu sinni gáfu sér góðan tíma í veitinga­ sölunni þar sem Ágústa ræður ríkjum. Nýbökuð döðluterta með karamellukremi og rjóma freistaði meira en upphafshöggið á fyrstu braut hjá nokkrum. Enda rík ástæða til. „Þetta er besta kaka sem ég hef smakkað,“ var dómur þess yngsta í hópnum áður en hann sló fyrsta högg dagsins í sannakallaðri rjómablíðu.

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstök upplifun


Matur og Golf 2015

Hóptilboð fyrir 10-60 manns Golfklubbur Selfoss ætlar að bjóða upp á frábært tilboð fyrir hópa í sumar. Tilvalið fyrir saumaklúbba, ættarmót, vinahópa, fyrirtæki o.fl. Innifalið í hóptilboði: 18. holur Fríir æfingaboltar á æfingarsvæðið. Samloka og gos við komu á staðinn. Lambalæri með öllu tilheyrandi. 5.900 kr. á mann. VELKOMINN Á SVARFHÓLSVÖLL SELFOSSI. Um að gera að panta þína dagsetningu sem fyrst! Upplýsingar í síma 482-3335 eða gosgolf@gosgolf.is


Vallargjöldum á Haukadalsvöll er stillt í hóf og sérstaklega hagstætt er að leika þar á virkum dögum fyrir félaga í GSÍ. Sem dæmi má nefna að 5000 kr. hjónagjald er á virkum degi fyrir 18 holur og 3500 kr. fyrir 9 holur. Börn 12 ára og yngri fá frítt á völlinn og 13-17 ára greiða 1000 kr. fyrir 9 holur og 1700 fyrir 18 holur.

Fegurðin á Haukadalsvelli er engu lík og hægt að gleyma sér við hverja einustu braut.

Einar og Ágústa opnuðu Haukadalsvöll árið 2006 og Golfklúbburinn Geysir fagnar 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Klúbbhúsið var í upphafi á öðrum stað á vellinum en árið 2013 var starfsemin flutt í nýja klúbbhúsið. Í kjölfarið hafa nokkrar breytingar verið gerðar á vellinum. Að mati Golf á Íslandi eru þær til hins betra og gera góðan völl enn skemmtilegri og áhugaverðari. Ný flöt er á sjöundu brautinni sem var áður sú níunda og búið er að stytta brautina töluvert. Sömu sögu er að segja af áttundu brautinni sem var sú fyrsta áður, og hefur sú breyting tekist vel til.

Það er erfitt að taka út einstakar holur vallarins því flestar þeirra eru með sín sérkenni og skiptar skoðanir eru um hvaða holur vallarins standi upp úr í fegurð og glæsileika. Tvær par 3 holur eru á Haukadalsvelli, 3. og 5. braut. Þær eru báðar við Almenningsá sem rennur af krafti í gegnum völlinn. Þessar brautir eru í miklu uppáhaldi hjá blaðamanni Golf á Íslandi sem og lokaholan sem er par 5 hola og afar eftirminnileg. Annað og þriðja höggið á lokaholunni eru með þeim skemmtilegri sem hægt er að slá á golfvöllum á Íslandi. Eins og áður segir er bráðum áratugur liðinn frá því að Haukadalsvöllur opnaði.

Smakkaðu...

132

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstök upplifun

Völlurinn hefur á undanförnum árum verið vinsæll viðkomustaður hjá erlendum gestum og á hverjum einasta degi yfir sumartímann koma erlendir gestir til þess að leika golf og njóta veitinga á glæsilegri verönd við klúbbhúsið við Haukadalsvöll. Íslendingar eru einnig tíðir gestir. Golf á Íslandi mælir með því að kylfingar landsins setji það á listann hjá sér að leika Haukadalsvöll á næstu misserum. Einstök upplifun sem skilur eftir margar minningar.


Orkudrykkir eru ekki รฆtlaรฐir bรถrnum yngri en 15 รกra.


Góð stemmning á 20 ára afmæli GSE – Framtíðin er björt þrátt fyrir óvissu segir Högni formaður

134

GOLF.IS - Golf á Íslandi Góð stemmning á 20 ára afmæli GSE

174.186/maggioskars.com

Golfklúbbur Setbergs fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári og af því tilefni var haldin afmælisveisla á dögunum í klúbbhúsi GSE samhliða afmælismóti.

S Afmæliskakan var gríðarlega falleg og smakkaðist vel.


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Reksturinn gengur vel og við byggjum þetta mikið á sjálfboðaliðastarfi. Frá árinu 2011 hefur Golfklúbburinn Setberg skilað hagnaði af rekstri. Við skuldum ekkert og þannig verður það áfram. Það er kannski lýsandi dæmi að við vorum langt fram á nótt að mála golfskálann fyrir afmælisveisluna. Þá komu margir félagsmenn ásamt stjórnarfólkinu og máluðu og gerðu það sem gera þurfti. Þannig virkar þetta hérna.

n í r g a r a f Go l

Golf: „Það fer eftir því hver spilar, annað hvort er það leikur eða brandari...“

Bókin GOLFARAGRÍN, eftir Braga V. Bergmann, kom út árið 1994 og fékk mjög góðar viðtökur. Bókin er 128 bls. að stærð, innbundin. – Síðustu eintökin eru nú til sölu hjá útgefanda, á aðeins kr. 1.300 (sendingarkostnaður innifalinn). Þeir sem vilja eignast bókina sendi tölvupóst á bragi@fremri.is

hérna. Fólk hefur gift sig eftir að hafa hist á lengi við fáum aðGleðilegt vera hérna ígolfsumar! þessu formi Ellert Schram, fyrrverandi ritstjóri og Setbergsvelli. og á þessum stað. Við vonumst til þess að alþingis­maður, náði sannkölluðum drauma­ Á tímabili var níu holu völlurinn ekki menn skoði það með opnum huga að hér hring í því móti, og lék hann á 80 höggum. nóg fyrir okkar starf en í dag held ég að verði golfvöllur áfram í einhverri mynd. Ef Hann fékk 44 punkta sem er frábærlega tólf holu golfvöllur myndi virka vel. Hér það gengur ekki upp þá þurfum við að skoða gert og sigraði hinn 75 ára gamli Ellert með Golf: eftirá því hver spilar, eru mismunandi teigasett sem leikin eru á þann„Það kost fer að fara annað svæði – enannað við hvort yfirburðum. er það leikur eða fyrri og seinni níu holunum. Fyrsta brautin erum alla vega ekki að fara að hætta. Högni Friðþjófsson formaður Golfklúbbsins Við höfum verið með mikið og öflugt Setbergs segir í viðtali í sjónvarpsþætti brandari...“verður par 4 á seinni hringnum og sú áttunda verður par 4 á seinni hringnum. félagslíf í þessum klúbbi. Mikil þátttaka á kylfingur.is að framtíðin sé björt hjá Við erum búin að láta hanna tólf holu er hjá félagsmönnum í öllum innan­félags­ klúbbnum þrátt fyrir að nokkur óvissa ríki golfvöll sem myndi passa inn í þá byggð mótum og golfferðum erlendis og við höfum um framtíðaruppbyggingu á svæðinu þar Bókin GOLFARAGRÍN, sem gert er ráð fyrir að rísi hérna. Við erum reynt að byggja á því. Það er ekki hægt sem völlurinn er. eftir Braga V. Bergmann, kom út árið 1994 og fékk mjög góðar viðtökur. þeirrar skoðunar að þetta sé framtíðin, að skrá sig í rástíma hérna, kylfingar þurfa „Staðan á Golfklúbbi Setbergs er góð og Bókin er 128 bls. að stærð, innbundin. – Síðustu eintökin eru nú til sölu þriggja tíma golfhringur er það sem fólk því að mæta á svæðið og ég tel að þetta stemningin í klúbbnum er góð. Starfið hjá útgefanda, á aðeins kr. 1.300 (sendingarkostnaður innifalinn). vill. Meirihluti okkar félagsmanna leika 9 fyrirkomulag hafi góð áhrif á andann í gengur vel en við glímum við það að vera í vilja eignast bókina sendi tölvupóst á bragi@fremri.is holur þegar þeir koma að spila. Sumir spila klúbbnum. Fólk kynnist betur. Við höfum óvissuÞeir með sem framtíðarstaðsetningu vallarins. Gleðilegt golfsumar! reyndar 5-7 níu holu hringi á dag,“ sagði séð marga og góða vinahópa myndast Við erum með leigusamning við eigendurna Högni. en við vitum í raun og veru ekki hversu

n í r g a r a f l Go n í r g a r a f l o G

Golf: „Það fer eftir því hver spilar, annað hvort er það leikur eða brandari...“

Bókin GOLFARAGRÍN, eftir Braga V. Bergmann, kom út árið 1994 og fékk mjög góðar viðtökur. Bókin er 128 bls. að stærð, innbundin. – Síðustu eintökin eru nú til sölu hjá útgefanda, á aðeins kr. 1.300 (sendingarkostnaður innifalinn). Þeir sem vilja eignast bókina sendi tölvupóst á bragi@fremri.is

Gleðilegt golfsumar!

136

o lfaragr í n

GOLF.IS - Golf á Íslandi Góð stemmning á 20 ára afmæli GSE

Golf: „Það fer eftir því hver spilar, annað hvort er það leikur eða brandari...“


TVÆR FRÁBÆRAR Í JÚLÍ FROM THE STUDIO THAT BROUGHT YOU THE AVENGERS

HEROS DON’T GET ANY BIGGER lógó fyrir dökkan grunn ÁLFABAKKI

FRUMSÝND 16. JÚLÍ

lógó fyrir hvítan grunn ÁLFABAKKI

FRUMSÝND 29. JÚLÍ lógó fyrir dökkan grunn

lógó fyrir hvítan grunn

KRINGLAN

KRINGLAN ÁLFABAKKI

AKUREYRI

AKUREYRI KRINGLAN

ÁLFABAKKI KRINGLAN

KEFLAVÍK

AKUREYRI KEFLAVÍK

KRINGLAN AKUREYRI

ÁLFABAKKI

lógó fyrir dökkan grunn

lógó fyrir hvítan grunn ÁLFABAKKI

lógó fyrir dökkan grunn

KRINGLAN

KEFLAVÍK

AKUREYRI

ÁLFABAKKI

KEFLAVÍK

lógó fyrir hvítan grunn

KRINGLAN ÁLFABAKKI

ÁLFABAKKI

AKUREYRI

AKUREYRI KRINGLAN

KRINGLAN

KEFLAVÍK

AKUREYRI KEFLAVÍK

AKUREYRI

KEFLAVÍK

KEFLAVÍK

KEFLAVÍK


Sóknarleikur á dagskrá

?

– starfið gengur ljómandi vel segir formaður Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs

C

V

C Ekkjufellsvöllur liggur í skemmtilegu og fallegu landslagi.

Hv hve C4

„Starfið hjá okkur í Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs gengur ljómandi vel. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki leikið sérstaklega vel við okkur þá getum við ekki kvartað yfir aðsókn eða ásýnd Ekkjufellsvallar,“ sagði Kári Hlíðar Jósefsson formaður GFH í viðtali við Golf á Íslandi. 138

GOLF.IS

U

C4_C


? 3,4 CO

2

BÍLL SEM SVARAR SPURNINGUM DAGSINS Í DAG

l/100 km

89

g/km

ÞARF AÐ VERA SVONA DÝRT AÐ REKA BÍL?

ER NAUÐSYNLEGT AÐ MÆLABORÐIÐ SÉ FULLT AF TÖKKUM?

ÞARF MAÐUR AÐ SÆTTA SIG VIÐ SKELLUR OG RISPUR?

VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.690.000 KR.

CITROËN C4 CACTUS FRUMSÝNDUR Hvernig get ég eignast og rekið nýjan bíl? Hvers vegna er ekki framleiddur léttari og sparneytnari bíll? Er ekki hægt að vernda hurðirnar gegn rispum og skellum? Af hverju getur mælaborðið ekki verið notendavænna og stílhreinna? Öllum þessum spurningum er svarað með nýja Citroën C4 Cactus. Hugmyndafræðin að baki nýja C4 Cactus er bylting í hönnun bíla. Ekkert prjál, einungis hlutir sem skipta máli í dag. Hagnýt og djörf hönnun, einfaldleiki og lágt verð. C4 Cactus hefur svörin.

Velkomin í reynsluakstur

Ný og glæsileg heimasíða

Skoðaðu citroen.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga kl. 9-17. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Uppgefinn eyðsla í blönduðum akstri miðast við 1,6 BlueHDi dísilvél. Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. C4_Cactus_OnGoing_A4_20150709.indd 1

9.7.2015 11:28:38


Útsýni: Það er fallegt útsýni til allra átta á Ekkjufellsvelli.

„Það sem hæst ber í okkar starfi er að við erum að ganga frá langþráðum leigusamningi um klúbbhúsið sem við höfum ekki haft til afnota í fjölda ára. Það mun vonandi leiða til þess að virkja félagstarfið enn frekar yfir sumar – og ekki síst vetrartímann. Starfið hjá okkur hefur legið alveg niðri yfir vetrartímann sökum aðstöðuleysis.“ Formaðurinn segir að klúbburinn sé að sækja í sig veðrið að nýju eftir varnarbaráttu undanfarin misseri. „Við höfum verið í varnarleik undanfarin ár en við ætlum að sækja í okkur veðrið aftur. Kvennastarfið

hefur verið rauði þráðurinn í því að efla starfið hjá okkur. Við vinnum markvisst að því að fjölga konum í klúbbnum en félagatalan er um 110 þegar allt er talið með.“

Golfarar! Minna mál og færri stopp. Þú ferð lengra og kemst hringinn með SagaPro.

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sóknarleikur á dagskrá

Aðsóknin á Ekkjufellsvöll hefur að sögn Kára verið með ágætum undanfarin tvö ár en veðrið var með eindæmum gott á Austurlandi á þeim tíma. „Við getum ekki annað en verið ánægð með aðsóknina undanfarin tvö sumur en í sumar hefur verið smá lægð yfir öllu Austurlandi. Við trúum því að það verði betra veður í síðari hálfleik í sumar. Jón Karlsson, PGA-golfkennari, kemur með reglulegu millibili á Egilsstaði til þess

www.sagamedica.is


að stýra barna– og unglingastarfinu. „Jón kemur hingað fjórum sinnum á ári í stuttan tíma í senn til þess að sinna þessu. Hann er með lágforgjafarkylfing sér til aðstoðar sem sinnir starfinu þegar Jón er ekki á svæðinu. Einar Bjarni Hannesson er okkar fremsti afrekskylfingur í dag en hann hefur staðið sig vel í sumar á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 17–18 ára. Yfir sumartímann eru fimm starfsmenn á launaskrá hjá GFH og í sumar verður farið hægt af stað með veitingasölu í golfskálanum eftir langt hlé. „Það er opið hjá okkur frá 9 til 21 á kvöldin og við ætlum að meta stöðuna eftir reynslu sumarsins. Við reynum að gera okkar allra besta en megnið af þeim endurbótum sem gerðar eru á vellinum eru unnar í sjálfboðavinnu. Það má segja að einn teigur og ein flöt hafi verið tekin upp og endurgerð árlega. Það verður gert vatn í sumar og af nógu er að taka. Það mæðir oft ansi mikið á fáum höndum en við gerum okkar besta til þess að völlurinn sé sem allra bestur.

Kári Hlíðar Jósefsson. Formaður GFH frá árinu 2014. Starf: Framkvæmdastjóri Myndsmiðjunnar á Egilsstöðum Aldur: 32 ára, giftur og með 2 börn. Forgjöf: 16.5 í forgjöf. Það stendur þó allt til bóta núna síðsumars þegar góða veðrið kemur. Ég byrjaði einmitt í golfi 1995 þegar að Jón Karlsson PGA-kennari var búsettur hér og var með mjög öflugt barna- og unglingastarf á Ekkjufellsvelli. Gaman væri að sjá söguna endurtaka sig núna, vonandi er tilvonandi formaður einhvers staðar úti á vellinum að spila í dag.

Ferskur, ferskari... ferskastur? Engin aukaefni Enginn viðbættur sykur

100% ferskir ávextir

Góð orka fyrir hringinn Styttri bið á teig Passar í alla golfpoka

GOLF.IS

141


Góður andi í klúbbnum

– Auðunn Guðjónsson formaður GHG í Hveragerði

142

GOLF.IS


Auðunn Guðjónsson formaður GHG.

„Það er búið að teikna upp umtalsverðar endurbætur á golfskálanum. Ef það gengur eftir mun öllu verða snúið við í skálanum og sett á nýtt þak. Það er búið að teikna þessar breytingar og þetta er spennandi verkefni. Vélakosturinn hefur einnig verið í forgangi hvað varðar endurnýjun og við keyptum tvær notaðar vélar nýverið sem nýtast vel í þau verkefni sem við erum með. Golfklúbburinn er með samning við Hveragerðisbæ og sér um umhirðu á ýmsum grasvöllum,“ segir Auðunn Guðjónsson formaður GHG þegar hann er inntur eftir þeim framkvæmdum sem eru á döfinni hjá klúbbnum. Töluverðar breytingar hafa orðið á áherslum í rekstri GHG. „Við höfum verið að skoða reksturinn frá öllum hliðum og það var tekin ákvörðun um að leggja niður stöðu framkvæmdastjóra s.l. haust. Það var heilsársstarf en niðurstaða stjórnarinnar var að reksturinn stæði ekki undir því. Það er því mun meira um sjálf­ boða­liðastarf hjá okkur en áður en góður og stór hópur hefur tekið sig saman um að

Hér er horft yfir áttundu flötina en brautin er par 5 og mjög skemmtileg.

Við fáum mjög góða umsögn frá gestum okkar sem koma hingað á Gufudals­völl. Það eru allir búnir að gleyma því að það getur tekið á að ganga upp fyrstu brautina þegar þeir standa og njóta útsýnisins á 2. teig. Völlurinn er ekki langur, hann er samt sem áður nokkuð erfiður viðureignar en sanngjarn.

halda utan um rekstur klúbbsins. Að mínu mati hefur tekist ágætlega til. Það er góður andi í klúbbnum og félagsmenn eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til þess að hlutirnir gangi upp. Í stjórninni eru alls tíu manns, þar af þrír varamenn, og það eru allir mjög virkir í starfinu.“

Lifnaði yfir starfinu með betra veðri Auðunn segir að sjálfboðaliðarnir hafi lagt mikið á sig en um 220 félagar eru í GHG. „Það hefur aðeins tekið á mannskapinn sem er að vinna mikið í sjálfboðavinnu að veðrið undanfarin tvö ár hefur ekki verið gott. Og þetta kalda vor sem stóð að okkar mati endalaust yfir gladdi okkur ekki mikið. Það hefur lifnað yfir öllu starfinu um leið og veðrið fór að lagast og hitastigið fór að hækka. Um 220 félagsmenn eru í GHG en þar af er um helmingurinn félagar úr starfsmannafélögum í Reykjavík. Golfklúbbur Borgarstarfsmanna og Golfklúbbur Landsvirkjunar. Það búa um 2300 manns í Hveragerði og við náum rúmlega 5% af íbúafjöldanum í klúbbinn en í GHG er talsvert af fólki af höfuðborgarsvæðinu.“ Ímynd Gufudalsvallar er sú að völlurinn er vel hirtur og skemmtilegur 9 holu völlur. Og það mun ekkert breytast í náinni framtíð að sögn formannsins. „Við fáum mjög góða umsögn frá gestum okkar sem koma hingað á Gufudalsvöll. Það eru allir búnir að gleyma því að það getur tekið á að ganga upp fyrstu brautina þegar þeir standa og njóta útsýnisins á 2. teig. Völlurinn er ekki langur, hann er samt sem áður nokkuð erfiður viðureignar en sanngjarn. Það eru nokkrar brautir sem

GOLF.IS

143


Hverasvæði setja svip sinn á Gufudalsvöll en hér er horft upp eftir 2. braut sem er par 5 hola.

spilast lengri fyrir flesta kylfinga því ekki er skynsamlegt að nota dræver af teig þar sem hindranir eru í þeirri fjarlægð. Konum þykir sérstaklega gaman að leika hérna hjá okkur. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá veit ég af öllum hættunum á Gufudalsvelli og ég er ansi lunkinn við að finna þær hættur þegar ég er að spila.“ „Það er mjög sterkur unglingahópur á aldrinum 15–22 ára sem er virkur í okkar starfi. Allt saman mjög góðir kylfingar en það hefur ekki tekist nógu vel að halda stelpunum í okkar röðum. Landsliðs­ maðurinn okkar, Fannar Ingi Steingrímsson, fer þar fremstur í flokki. Við erum mjög stolt að eiga slíkan afrekskylfing og það sýnir að það er hægt að gera góða hluti í ekki stærri klúbb. Ingvar Jónsson, sem nýlega útskrifaðist sem PGA kennari, sér um kennsluna hjá okkur en þetta er þriðja árið sem hann er hjá okkur.“

er meira umstang og dýrara að vera með 18 holu völl. Við höfum verið heppin með vallarstarfsmenn sem hafa unnið gott starf við umhirðu vallarins. Að svo stöddu teljum

við að það sé best að halda áfram að huga að vellinum eins og hann er í dag – enda er þetta frábær völlur,“ sagði Auðunn Guðjónsson formaður GHG.

Veldu íslenskan hugbúnað dk Viðskiptahugbúnaður - Þróaður fyrir íslenskar aðstæður - Öruggur, einfaldur í notkun og veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins - Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu okkar

dk POS afgreiðslukerfið - Hraðvirkt og einfalt í notkun - Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag - Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt

Búið að teikna 18 holu völl „Það er búið að teikna og skipuleggja stækkun Gufudalsvallar í 18 holur en það var gert til þess að samræma skipulagið á svæðinu þar sem völlurinn er í dag. Það er hinsvegar ekki búið að taka ákvörðun um að fara í þessar framkvæmdir. Eins og staðan er í dag er það metnaður stjórnar GHG að vera með góðan 9 holu völl. Það

144

GOLF.IS - Golf á Íslandi Góður andi í klúbbnum

dk Vistun - Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna - Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta dk hugbúnaður

Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is

Íslenskur hugbúnaður í 16 ár


NÝ VEFSÍÐA KOMIN Í LOFTIÐ!

JÚLÍ TILBOÐ!

Á handhægan hátt getur þú kannað verð eða fengið tilboð á fjölpóstdreifingum á nýjum vef Póstdreifingar.

REIKNIVÉL KORT Reiknaðu út dreifingarverð á fjölpósti með nýrri reiknivél Póstdreifingar.

Kort sem tengt er við reiknivélina sýnir hvaða svæði eru valin.

PÓSTDREIFING EHF Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300 www.postdreifing.is | postdreifing@postdreifing.is GOLF.IS

145


Þyngdarpunktur: Aftarlega á kylfuhausnum og neðst sem gefur fullkomið boltaflug og eykur fyrirgefningu og stöðugleika

Fyrir slæsara: Þyngd sett á kylfuhælinn á SF Tec týpunni sem minnkar líkurnar á höggum sem snúast til hægri og fara því bæði styttra og lengra af leið. Getur lengt slík högg um 10 metra m.v. venjulegu G30 týpuna

Nýr T9S ötur: ötur: Nýr títan T9S höggfl títan höggfl Sterkara efni og Sterkara efniléttara og léttara sem skilar þynnriþynnri höggflhöggfl eti ogeti og sem skilar meirimeiri boltahraða boltahraða

“Straight Flight Technology”: Tvær týpur af kylfuhaus. SF Tec er hannaður fyrir þá kylfinga sem að slá yfirleitt til hægri af teig

Stillanlegur: 5 stillingar á lofti kylfunnar til að ná réttri hæð á boltafluginu

Sérhannað G30 skaft: Meiri þyngd efst á skaftinu gefur möguleika á þyngri kylfuhaus sem skilar meiri krafti og þ.a.l. aukinni högglengd

©2015 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071


Frá því að PING settu G30 dræverana á markað hafa þeir reglulega verið í efsta sæti yfir mest seldu drævera hvers mánaðar í bæði USA og UK. Ástæðan er einföld, G30 dræverinn fyrirgefur slæmu höggin betur en nokkur annar dræver frá PING ásamt því að hann skilar meiri sveifluhraða og um leið lengri höggum. Trékylfurnar eru knúnar áfram með nýrri tækni sem kallast “Turbulator” (tækni í einkaeigu og því aðeins fáanleg á PING trékylfum) og gerir G30 trékylfurnar að þeim fullkomnustu frá PING til þessa. Litlar upphleyptar rákir ofan á kylfuhausnum minnka loftmótstöðu og tryggja meiri sveifluhraða og um leið lengri högg. G30 dræverinn er að auki með nýjum T9S höggfleti ásamt að vera með 5 mismunandi stillingar á lofti. Við skorum á þig að prófa G30 línuna og finna muninn. Fyrir frekari upplýsingar má kíkja á ping.com eða líta við á næsta sölustað þar sem að þú getur einnig fengið sérmælingu og prufukylfur lánaðar út á völl.


eimskip siglir með golfstraumnum Eimskip hefur í gegnum árin lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og ekki síst í golfi enda hefur golf sannað sig sem frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið dyggur bakhjarl Golfsambands Íslands um árabil og staðið að Eimskipsmótaröðinni með sambandinu. Eimskip óskar kylfingum á öllum aldri ánægjulegra stunda í sumar.

PI PA R \T B WA / SÍ A

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.