Íslandsmótið í golfi 2017
Hvaleyrarvöllur skartar sínu fegursta
75 ÁRA
1942 - 2017
GOLF.IS 3. TBL. 2017
GOLFVÖRUR VANDAÐAR VÖRUR Á GÓÐU VERÐI
BYRJENDASETT Úrval af byrjendasettum frá MacGregor með poka.
PÚTTERAR EVNROLL eru heitustu pútterarnir á markaðnum í dag. Verð frá 39.900 - 44.900 kr. Sama verð og í USA.
VERÐ FRÁ 29.900 - 79.900 KR
GPS ÚR
VATNABOLTAR 12 bolta pakkar frá Srixon, Titleist, Callaway og Taylor Made
VERÐ 1.950 KR
GOLFPOKAR
Úrval af GPS úrum og fjarlægðarmælum frá Bushnell, Pargate, Tom Tom og Precision Pro.
Vatnsheldir pokar frá Big Max í öllum stærðum og gerðum
GOLFKERRUR Úrval af kerrum frá Big Max og Clicgear, (líka fyrir krakka).
VERÐ FRÁ 19.900 KR
VERÐ FRÁ 24.900 KR
GOLFBUXUR Alberto buxur fyrir dömur og herra. Buxurnar sem kylfingar elska.
PUMA FATNAÐUR Puma fatnaður fyrir dömur og herra. Erum einnig með fatnað frá Puma fyrir krakkana, stráka og stelpur.
VERÐ FRÁ 17.900 KR
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRUR, VERÐ OG GOLFFERÐIR MÁ SJÁ
Á GOLFSKALINN.IS
VERÐ FRÁ 9.800 - 36.800 KR
COBRA KYLFUR Cobra kylfurnar hafa slegið í gegn hjá okkur. Erum með úrval af kylfum frá Cobra fyrir dömur og herra.
GOLFFERÐIR GOLFSKÁLANS HAUST 2017 Hjá Golfskálanum eru í boði: Almennar ferðir, Heldri kylfinga ferðir, Golfskóla ferðir, Helgarferðir, Lengri ferðir, Sérsniðnar ferðir að óskum hvers og eins.
Verð frá kr. 125.500
BONALBA GOLF Alicante
Bonalba er í tæplega 30 mín. akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante og aðeins 20 mín frá miðborg Alicante.
Dags.: 03.10 – 13.10 Verðdæmi, 7 daga ferð með morgun og kvöldmat og ótakmarkað golf aðeins kr. 168.900.
ALICANTE GOLF Alicante
Úrval ferða á tímabilinu 22.09 – 31.10 Vinsælasti áfangastaðurinn á Alicante svæðinu undanfarin 14 ár. Einfaldara og þægilegra verður það ekki. Hótelið staðsett á virkilega flottum golfvellinum, golfbílarnir bíða kylfinga inn á hótelinu Úrval veitingastaða, verslanir og ströndin í göngufæri og miðbær Alicante borgar örstutt frá.
Völlurinn er skemmtilega uppsettur með jafnmörgum par 3, 4 og 5 holum sem gerir völlinn sérlega skemmtilegan og fjölbreytilegan.
ALICANTE GOLF OG BONALBA
TV
EN
NA
Við setjum einnig upp ferðir þar sem byrjað er á Bonalba og farið síðan yfir á Alicante Golf, (eða öfugt). Sem dæmi þá er hægt að taka viku á Bonalba og fara síðan yfir á Alicante Golf í nokkra daga, (stuttur akstur á milli þessara staða). Sendið okkur línu á travel@golfskalinn.is til að fá upplýsingar um mögulegar dagsetningar og verð.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRUR, VERÐ OG GOLFFERÐIR MÁ SJÁ Á GOLFSKALINN.IS
ERTU MEÐ GOLFREGLURNAR Á HREINU? Golfleikur Varðar er kominn á fullt skrið, fimmta golfsumarið í röð. Spreyttu þig á nýjum spurningum og sýndu þekkingu þína á golfreglunum. Taktu hring. Sigurvegarinn hlýtur golfveislu til Spánar fyrir tvo. Því betri árangri sem þú nærð, því meiri líkur á vinningi. Vertu með á golf.vordur.is og þú gætir unnið framlengingu á golfsumarið!
HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR GOLFVERND VARÐAR? Vörður býður kylfingum sérstaka tryggingu gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.
TAKTU ÞÁTT Á golf.vordur.is Stóri vinningurinn í ár er golfævintýri fyrir tvo með Heimsferðum á Novo Sancti Petri á Spáni.
Vörður er traustur bakhjarl GSÍ
Meðal efnis:
82
10
„Þetta er ekki síðasta risamótið mitt“ Ólafía skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands í Chicago
Púttin eru leikur í leiknum – Að fá boltann í holu í sem fæstum höggum
126 72 Háskólagolf í Bandaríkjunum – Ólafur Loftsson með góð ráð varðandi umsóknarferlið
Fyrsti sigurinn í höfn – Axel Bóasson þýtur upp stigalistann á Nordic Tour atvinnumótaröðinni
24
Allt um Íslandsmótið í golfi 2017 – Þrjár nýjar holur á Hvaleyrarvelli og spennandi keppni fram undan
Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
80
Sýnum karakter – Árangurinn felst í undirbúningnum
Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson, Ólafur Björn Loftsson. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Magnús Hjörleifsson tók forsíðumyndina, Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl, Friðrik Þór Halldórsson, golfmyndir.is, Grímur Kolbeinsson, Jacob Sjöman og fleiri.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í september 2017.
K
Fo Vö
Fo
Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á LET Evrópumótaröðinni 2017
KYLFINGAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Forskot er sjóður sem styður við íslenska kylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð. Eimskip, Valitor, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vörður tryggingar og Blue Lagoon standa að Forskoti ásamt Golfsambandi Íslands. Forskot er meðal annars stoltur styrktaraðili þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru sem í ár leika á mótum með bestu kylfingum heims.
Keppni þeirra bestu Þrátt fyrir mikið afþreyingargildi fyrir hinn almenn kylfing þá er golf fyrst og fremst keppnisíþrótt. Á hverju ári eru haldin fleiri en 1.500 golfmót um allt land og má segja að meistaramót golfklúbbanna séu ákveðinn hápunktur í starfi þeirra. Góð blanda af keppni og félagsskap er ávísun á skemmtilega viku og það var virkilega gaman að sjá hversu margir kylfingar tóku þátt í fjölmörgum getuflokkum þetta árið. Nú er hins vegar komið að hápunktinum í mótahaldi Golfsambands Íslands en framundan er sjálft Íslandsmótið í golfi. Mótið er stærsti viðburður sem golfhreyfingin stendur fyrir hverju sinni og að þessu sinni munu Hvaleyrarvöllur og félagsmenn í Golfklúbbnum Keili taka á móti keppendum. Enginn vafi leikur á því að nostrað verður við bestu kylfinga landsins í Hafnarfirðinum og hafa stjórnendur og félagsmenn í Keili lagt á sig ómælda vinnu undanfarin misseri til að tryggja að íslenskir afrekskylfingar geti keppt um Íslandsmeistaratitlana við bestu mögulegu aðstæður. Félagsmenn í Keili eiga miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt og verður vinna óteljandi sjálfboðaliðanna aldrei fullmetin að verðleikum. Ég vil því færa félagsmönnum í Keili hjartans þakkir fyrir störf þeirra. Ég veit að mótið verður frábær skemmtun fyrir kylfingana og alla þá sem að mótinu koma. Líkt og undanfarin ár verður Íslandsmótið í beinni útsendingu á RÚV og má segja að útsendingin sé orðin ómissandi hluti af mótahaldinu. Útsendingin verður betri með hverju árinu og alltaf bætist eitthvað nýtt við framleiðsluna. Betri grafík, fleiri myndavélar, aukið upplýsingaflæði til áhorfenda og fleiri viðtöl við keppendur – allt stuðlar þetta að betri upplifun sjónvarpsáhorfenda heima í stofu. Metnaðurinn fyrir útsendingunni er mikill enda felur viðburðurinn í sér stórkostlegt tækfæri fyrir golfhreyfinguna til að kynna íþróttina fyrir þeim sem hana ekki stunda. Þrátt fyrir að sjónvarpsútsending sé vissulega skemmtileg þá jafnast samt ekkert á við að mæta á sjálfan völlinn. Ég vil því hvetja alla til að leggja leið sína á Hvaleyrarvöll, sem hefur verið meðal bestu keppnisvalla landsins um árabil. Í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins, hafa nýjar brautir verið
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
teknar í notkun og munu bestu kylfingar landsins því leika um stærstu titlana á nýju og bættu leiksviði. Ég leyfi mér að fullyrða að Hvaleyrarvöllur hefur aldrei boðið kylfingum upp á betri aðstæður til keppni og munu nýjar og skemmtilegar áskoranir, í bland við gullfallegt umhverfi, gulltryggja að kylfingarnir munu keppa við aðstæður sem þeir verðskulda fyllilega. Sjáumst á Hvaleyrarvelli. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands
POSALAUSNIR VALITOR Posar
Veflausnir
Reglulegar greiðslur Kortalán
Það skiptir okkur máli hvaða rekstrarlausnir við veljum. Þær þurfa bæði að henta okkur og viðskiptavinunum. Greiðslulausnir Valitor bjóða viðskiptavinum okkar snertilausar greiðslur, afgreiðslu beint við borðið og að skipta greiðslum eins og þeim hentar. Viðskiptavinirnir eru ánægðir og við líka.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
„Þetta er ekki síðasta risamótið mitt“ Ólafía skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands í Chicago
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þetta er ekki síðasta risamótið mitt“
GOLF.IS
11
„Mér fannst ég spila mjög vel og höndla allar aðstæðurnar nokkuð vel. Völlurinn var auðvitað mjög erfiður þar sem þetta var risamót,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við Golfstöðina eftir að hún féll úr leik á KPMG PGA meistaramótinu sem fram fór í Chicago í lok júní sl. Ólafía skrifaði þar með nýjan kafla í íslensku golfsöguna en hún er fyrsti kylfing urinn frá Íslandi sem kemst inn á eitt af risamótunum í atvinnugolfinu. Danielle Kang sigraði á mótinu. Þetta var jafnframt fyrsti sigur hennar á risamóti á ferlinum. Kang, sem er 24 ára gömul, lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari vallar. Hún var einu höggi betri en Brooke M. Henderson frá Kanada sem hafði titil að verja á mótinu.
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þetta er ekki síðasta risamótið mitt“
Á öðrum keppnisdegi náði Ólafía góðri skorpu með þremur fuglum í röð á 9., 10. og 11. braut. Á þeim tíma var hún á meðal þeirra sem voru að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún tapaði síðan fjórum höggum í röð þar sem hún fékk fjóra skolla í röð. Ólafía komst þar með ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur hringjum. Hún lék samtals á +5 (7473) en hún hefði þurft að leika tveimur
höggum betur til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. „Það var mjög svekkjandi. Ég var ekki nógu dugleg að borða og fattaði ekki hversu svöng ég var. Það féll svolítið blóðsykurinn hjá mér og það hefur áhrif á allt. Þetta voru alger byrjendamistök,“ segir Ólafía í viðtali við Golfstöðina strax eftir hringinn. „Maður er búinn að eyða allri orkunni í að berjast og berjast. Eðlilega er það því svekkjandi að ná ekki að komast áfram.
í l ú j k o l í m u lytj
Við f
Örninn golfverslun flytur úr Húsgagnahöllinni í nýtt og glæsilegt húsnæði að Bíldshöfða 9
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
Þegar blóðsykurinn fellur svona fer maður úr flæðinu sínu og þarf að þvinga hluti. Ég er alltaf með ákveðið kerfi hvernig ég slæ og ég fer að sleppa skrefum þar og annað í þeim dúr. Þetta eru hlutir sem skipta máli og einbeiting verður ekki nógu góð.“ „Ef ég hefði verið smá heppin þá hefði ég verið með um helgina. Þetta var samt mjög gaman. Frábær umgjörð hérna og virkilega gaman að vera á stórmóti. Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Ég gafst aldrei upp þó svo það gæfi á bátinn. Ég var stundum reið á hringnum
14
en komst svo alltaf yfir reiðina og hélt áfram. Þetta er ekki síðasta risamótið mitt. Þetta er bara byrjunin. Maður er alltaf að læra mikið og í erfiðu aðstæðunum læri ég mest. Ég lít á hlutina þannig að ég geti bara bætt mig.“ Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, var staddur í Chicago þar sem hann fylgdist með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur keppa á sínu fyrsta risamóti. „Stóra spilið (frá teig að flöt) hjá Ólafíu var mjög gott í þessu móti en pútt og vipp í kringum flatirnar hefðu mátt vera betri.
Ekki skal gleyma því að hún er að leika í fyrsta sinn á stærsta sviði kvennagolfsins og þetta er í fyrsta sinn í sögu LPGA að allir kylfingar sem eru á topp 100 á heimslistanum eru með á sama mótinu. Reynslan sem þetta mót færir Ólafíu er ómetanleg þar sem öll umgjörð í kringum mótið er eitthvað sem hún hefur ekki séð áður, það fer í reynslubankann. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Ólafía mun halda keppnisrétti sínum á LPGA eftir þetta tímabil og ég segi það fullum fetum að keppnistímabilið 2019 (eftir tvö ár) þegar hún verður komin með reynslu af því hvernig lífið sem atvinnumaður í golfi gengur fyrir sig þá munum við ekki vera að tala um að hún sé að komast í gegnum niðurskurði á mótum á LPGA heldur verður hún í baráttu um sigra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrirmynd margra kylfinga og hún stendur fyllilega undir því, alltaf gaf hún sér tíma til þess að gefa eiginhandaráritanir og taka mynd af sér með aðdáendum, ungum sem öldnum. Hún hefur allt sem þarf til þess að verða með þeim bestu í heiminum í golfíþróttinni en hún þarf tíma til þess læra betur á lífið sem atvinnukylfingur, vinna markvisst í því sem má bæta, styrkja það sem er gott og vonandi heldur hún samt áfram að vera Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir,“ skrifaði Þorsteinn Hallgrímsson eftir mótið á visir.is.
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þetta er ekki síðasta risamótið mitt“
Volvo
NJÓTTU ANDARTAKSINS Heimsæktu náttúruna á Volvo V60 Cross Country. 20 cm veghæð, há sætisstaða og frábær sæti er draumaþrennan fyrir unnendur náttúru og ævintýra. Aflmikil vélin og þýð sjálfskiptingin fer með þig þangað sem þig langar. Njóttu náttúrunnar af öryggi. Volvo öryggi. BORGARÖRYGGI (CITY SAFETY) VÉLARHITARI MEÐ TÍMASTILLI LOFTHREINSIKERFI (AIR QUALITY SYSTEM) 7 TOMMU SKJÁR MEÐ NETTENGINGU KOMDU Í BRIMBORG OG REYNSLUAKTU VOLVO V60 CROSS COUNTRY
Menning Svíþjóðar og samfélagsleg vitund hefur mótað gjörðir okkar frá stofnun Volvo árið 1927. Frá upphafi hefur megináhersla verið lögð á fólk sem hefur leitt af sér einstakar öryggisuppfinningar og áhrifaríkar umhverfisáherslur. Uppfinningar okkar hafa sett Volvo bíla fremsta í öryggi og leitt til lágmarksáhrifa á umhverfið. Við höfum nú sett okkur enn eitt krefjandi markmiðið. Frá árinu 2020 muni enginn slasast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo. Vertu í fararbroddi og veldu öryggi í fremstu röð og bíl þar sem allt hefur verið gert til að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið.
Brimborg
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000
Volvo V60 CC lækur og fjöll 210x297mm_20170703_END.indd 1
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 • Sími 515 7050
volvocars.is
03/07/2017 11:35
Valdís Þóra keppti á Opna bandaríska Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi komst inn á eitt stærsta golfmót ársins á LPGA og LET Evrópumótaröðinni. Í byrjun júlí fékk Valdís það staðfest að hún kæmist inn á Opna bandaríska meistaramótið sem fram fór í Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs og er Valdís Þóra fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á Opna bandaríska meistaramótinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR braut ísinn hvað íslenska kylfinga á risamótum varðar þegar hún tók þátt á KPMG PGA meistaramótinu. Valdís Þóra var því annar Íslendingurinn til þess að afreka slíkt. Valdís Þóra var fyrst á biðlista inn í mótið eftir að hafa náð frábærum árangri á erfiðu úrtökumóti á Englandi nýverið. Þar féll hún úr leik í bráðabana um laus sæti en hún var fyrst á biðlista fyrir mótið. Valdís Þóra var í Taílandi við keppni á LET Evrópumótaröðinni þegar hún fékk símtal frá mótshöldurum á Opna bandaríska meistaramótinu þess efnis að hún væri á meðal keppenda. Nánar verður fjallað um afrek Valdísar Þóru á golf.is og í næsta tbl. Golf á Íslandi.
16
GOLF.IS
Áttu í sambandserfiðleikum? Hvort sem þú átt maka eða ekki þá gerir öflugt 4G háhraðanet Vodafone líf þitt auðveldara í sumarhúsinu eða á ferðalaginu innanlands í sumar. Þú ert í góðu sambandi með Vodafone til sjávar og sveita, borga og bæja, alltaf. Kynntu þér málið í næstu verslun, á vodafone.is eða hjá umboðsmönnum okkar um land allt.
Vodafone Við tengjum þig
Landsliðin á EM í Portúgal og Austurríki
Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, valdi í byrjun júní sl. þá kylfinga sem kepptu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í júlí. Um er að ræða landslið karla og kvenna og eru þau skipuð áhugakylfingum.
ENNEMM / SÍA /
NM81850 Jaguar F-pace A4 Golf
Bæði landslið Íslands kepptu í efstu deild um Evrópumeistaratitilinn.
Kvennalandsliðið keppti dagana 11.-15. júlí á Montado Resort í Portúgal. Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson liðsstjóri, Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Berglind Björnsdóttir (GR), Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Saga Traustadóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ. Helga Kristín og Saga eru nýliðar í A-landsliði kvenna.
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Landsliðsfréttir
NÝR JAGUAR F-PACE
ENNEMM / SÍA /
NM81850 Jaguar F-pace A4 Golf
SPORTJEPPI SEM ÞÚ HEFUR BEÐIÐ EFTIR.
F-PACE er fyrsti hraðskreiði jeppinn í Jaguar-fjölskyldunni. Hér er kominn ótrúlega hagkvæmur sportbíll sem sameinar einstaka fegurð og snarpa aksturseiginleika. F-PACE er afar afkastamikill og með honum er hægt að velja aldrif eða afturhjóladrif og AdSR-gripkerfi sem greinir mismunandi yfirborð til að tryggja hámarksgrip. Hægt er að velja úr mörgum öflugum vélum sem eyða frá 4,7 l/100 km* og losa frá 139 g/km í blönduðum akstri. Í bílnum er rúmgóð 650 l farangursgeymsla auk þess sem fjölhæf 40:20:40 sætaskipanin býður upp á allt að 1.740 l farangursrými. Aukin þægindi eru fólgin í tómstundalyklinum, vatnsheldu armbandi sem læsir og aflæsir F-PACE. Hægt er að hafa það á sér í stað lykils með fjarstýringu. InControl upplýsinga- og afþreyingarkerfið sér svo um afþreyingu og tengingu til að allir njóti hverrar einustu ökuferðar. jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE Bíll á mynd: Jaguar F-Pace R-Sport. Verð frá 8.290.000 kr. * Eldsneytisnotkun miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda í blönduðum akstri.
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
Karlalandsliðið keppti dagana 11.-15. júlí á Diamond-vellinum í Austurríki. Frá vinstri: Arnór Ingi Finnbjörnsson liðsstjóri, Bjarki Pétursson (GB), Aron Snær Júlíusson (GKG), Henning Darri Þórðarson (GK), Fannar Ingi Steingrimsson (GHG), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK) og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ. Fannar Ingi og Henning Darri eru nýliðar í A-landsliði karla. Nánar verður fjallað um árangur Íslands á EM í næsta tbl. Golf á Íslandi. Myndirnar tók Haraldur Jónasson fyrir Golf á Íslandi þegar landsliðin komu saman á Íslandi fyrir brottför. Landsliðin eru í fatnaði frá Cross.
20
GOLF.IS - Golf á Íslandi Landsliðsfréttir
Viða
VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA! SKRÚFJÁRNASETT 8 STK
TOPPA OG BITASETT 94 STK
Slétt: 3.5X100, 4X100, 5.5X100, 6.5X150, 8X175 Stjarna: PH0X60, PH1X80, PH2X100
1/4” - 4 - 14 mm 1/2” 10 - 32 mm Bitar og fl. Sterk plasttaska
vnr IBTGAAE0807
vnr IBTGCAI094R
1.690
12.900
m/vsk
Fullt verð 3.002
m/vsk
Fullt verð 16.507
TOPPLYKLASETT 28 STK
VERKFÆRASETT 96 STK
1/2” 8 - 32 mm Framlenging með LED ljósi Sterk plasttaska
Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm Lyklar, skrúfjárn, töng, nippillyklar og fl.
vnr IBTGCAI2802
vnr IBTGCAI9601
6.900
16.900
m/vsk
Fullt verð 10.150
m/vsk
Fullt verð 27.421
KOPPAFEITISBYSSA LOFT
LOFTLYKILL 1/2”
400 cc túbur Harður barki 6” Mjúkur barki 12” Loftþörf 90 PSI / 6,2 BAR
Lengd 197mm Kraftur 1085 nm Þyngd 2,3 kg Loftþörf 6,2 BAR
vnr IBTJGAE0204
vnr IBTKAAJ1680
3.900
23.900
m/vsk
Fullt verð 6.929
m/vsk
Fullt verð 34.900
283 STK VERKFÆRAVAGN + 6” SKRÚFSTYKKI* 7 skúffur 1/4”, 3/8” og 1/2” topplyklasett Fastir lyklar, sexkantar og skrúfjárn, djúpir toppar, höggskrúfjárn, öfuguggasett, slaghamar, splittatangir, tangir, bitar og fl. Sterkur vagn með lás.
vnr IBTGT-28305 vnr IBTGT-28305
161.658
m/vsk
Okkar besta verð *6” skrúfstykki fylgir á meðan byrgðir endast
www.sindri.is / sími 575 0000
Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Skútuvogi 1 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður
Stúlknalandsliðið keppti í Finnlandi Stúlknalandslið Íslands keppti á Evrópumóti sem fram fór í Finnlandi dagana 11.-15. júlí. Mótið fór fram á St. Laurence Golf Club. Nánar verður greint frá gangi mála hjá landsliðinu í næsta tbl. Golf á Íslandi.
174.186/maggioskars.com
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir fararstjóri, Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Andrea Bergsdóttir (Hills GK, Svíþjóð), Kinga Korpak (GS), Zuzanna Korpak (GS), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ.
S 22
GOLF.IS - Golf á Íslandi Landsliðsfréttir
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
Frábært Íslandsmót fram undan – Golfklúbburinn Keilir er gestgjafi stærsta móts árins í fimmta sinn
Íslandsmótið í golfi 2017 fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Það eru mörg tímamót hjá Golfklúbbnum Keili á þessu ári en fyrr á árinu fagnaði klúbburinn 50 ára afmæli sínu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hvaleyrarvelli undanfarin ár og þrjár nýjar brautir verða teknar með formlegum hætti í notkun þegar Íslandsmótið hefst þann 20. júlí. Mikil ánægja er með þær framkvæmdir, sem þykja vel heppnaðar. Á næstu árum verða gerðar enn frekari breytingar á Hvaleyrarhluta vallarins. Þrátt fyrir langa sögu og mikla hefð í keppnisgolfi hefur Íslandsmótið í golfi aðeins fimm sinnum áður farið fram hjá Keili. Íslandsmótið í golfi var fyrst haldið árið 1942 og fyrstu árin var keppt í holukeppni. Keilir reið á vaðið og hélt Íslandsmót kvenna árið 1967 á stofnári klúbbsins og var leikið á 6 holu velli á Hvaleyrarvelli. Á þeim tíma fór Íslandsmótið fram á nokkrum völlum samtímis enda var það flokkaskipt og gríðarlega margir keppendur. Þar fagnaði Guðfinna Sigurþórsdóttir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Árið 1970 var keppt í fyrsta sinn í karla flokki á Íslandsmóti hjá Keili og þar
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
sigraði Þorbjörn Kjærbo úr GS. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill hans. Mótið fór fram á tveimur völlum þetta ár og var fyrri hlutinn leikinn í Hafnarfirði og síðari hlutinn á Hólmsvelli í Leiru. Þremur árum síðar eða árið 1973 fór mótið á ný fram á Hvaleyrinni þar sem Björgvin Þorsteinsson fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli af alls sex. Það liðu 26 ár þar til Íslandsmótið fór næst fram í Hafnarfirði. Árið 1999 fagnaði Keilir tvöföldum sigri þar sem Björgvin Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir fögnuðu bæðu sínum öðrum Íslandsmeistaratitli. Björgvin er sá eini í karlaflokki sem hefur unnið
Íslandsmeistaratitil á Hvaleyrarvelli eftir að hann varð 18 holur. Björgvin sigraði árið 2007 þegar mótið fór þar fram síðast og var það jafnframt fjórði Íslandsmeistaratitill hans á ferlinum. Nína Björk Geirsdóttir úr GM varð Íslandsmeistari í kvennaflokki árið 2007 og er það eini Íslandsmeistaratitill hennar. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á Íslandsmótinu í golfi. Litlar líkur á því að þau nái að mæta í titilvörnina þar sem þau verða bæði að keppa sem atvinnukylfingar á sama tíma í Bandaríkjunum og Evrópu.
26
GOLF.IS
GOLF.IS
27
28
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
SERIES 2
Apple Watch frábær viðbót fyrir golfarann
Þú getur séð hvað er langt í pinna. Hvað er langt í næstu hættu. Skráð skor, GolfBook og margt fleira.
VATNSÞOLIÐ AÐ 50 METRUM
ÆFINGAR FORRIT
GPS
MÆLIR HJARTSLÁTTUR
Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is
Viljum skapa góða upplifun – Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis Við viljum að upplifun keppenda verði þannig að þeim þyki merkilegt að fá að taka þátt í þessu stærsta golfmóti Íslands
„Það er alltaf nóg af verkefnum hjá okkur hérna hjá Keili. Við tökum fagnandi á móti Íslandsmótinu í golfi. Markmiðið er að gera keppnisvöllinn eins krefjandi og hægt er, og stærsti liðurinn er opnun þriggja nýrra brauta,“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis við Golf á Íslandi.
Ólafur, eða Óli eins og flestir kalla hann, tók sjálfur þátt í Íslandsmótinu 2007 þegar það fór fram síðast á Hvaleyrarvelli. Hann þekkir því vel sjálfur hvernig upplifun keppendur vilja eiga von á þegar þeir mæta til leiks þann 20. júlí. „Við viljum að upplifun keppenda verði þannig að þeim þyki merkilegt að fá að taka þátt í þessu stærsta golfmóti Íslands á hverju ári. Sjónvarpsútsendingin verður stærri en áður og það verður stúdíó inni í nýuppgerðum golfskálanum okkar. Við fáum þrjár nýjar geggjaðar holur og tökum út tvær sem við getum sagt að séu „veikari“ golfholur,“ segir Ólafur Þór. Markmiðið er að nýta þá tækni sem er í boði í dag til þess að koma skilaboðum og upplýsingum til áhorfenda á meðan á mótinu stendur. „Við lítum svo á að áhorfendur séu sjálfir með sína risaskjái í vasanum í formi snjallsíma. Þetta er þróun sem á sér stað alls staðar úti í heimi á stórum atvinnumótum. Við eyðum minni orku og fjármunum í stúkur, risaskjái og slíkt.“
BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ Í GOLFI 2UNDR herranærbuxurnar hafa fengið ótrúlega góðar viðtökur um allan heim meðal íþróttamanna og þar með talið kylfinga. Einstaklega þægilegar nærbuxur sem gerðar eru úr hágæða efnum með góðri öndun. Það eru tvær línur í gangi hjá okkur, Swing Shift og Gear Shift. Swing Shift eru hannaðar fyrir golf og til daglegra nota. Verð 3.400 kr.
Gear Shift henta betur fyrir þá sem stunda „líkamlegri” íþróttir eins og hlaup, hjólreiðar, fótbolta, handbolta, körfubolta, fjallgöngur, crossfit og ýmsa líkamsrækt. Verð 3.900 kr.
Joey Pouch er aðalsmerki 2UNDR. Mjúkur og þægilegur „kengúrupoki” innan á nærbuxunum sem verðmætin eru sett í. Pokinn heldur utan um verðmætin og kemur í veg fyrir „skinn við skinn” núning. Non-Drip-Tip er einstakt rakastjórnunar lag sem gefur mjúka og kælandi tilfinningu.
30
GOLF.IS - Golf á Íslandi Viljum skapa góða upplifun
r
rmi.is
Miklar breytingar Árið 1999 fór Íslandsmótið fram á Hval eyrarvelli og þá hafði mótið ekki farið fram í Hafnarfirði í 26 ár. „Keilir var ekki með keppnisvöll sem stóðst þær kröfur sem gerðar eru fyrir slíkt mót. Það voru vissulega 18 holur hérna en þær voru allar á Hvaleyrinni og það var þröngt á því svæði. Með tilkomu 9 holu vallar í hrauninu breyttist allt árið 1996 og við fengum Íslandsmótið árið 1999.“ Ólafur Þór er þaulreyndur golfvallasérfræð ingur og vann hann í mörg ár við það fag áður en hann gerðist framkvæmdastjóri Keilis. „Ástand vallarins er mikilvægt í mínum huga og við erum með toppmenn hjá okkur. Markmiðið er að keppendur upplifi að þeir séu að ganga inn í mót á Áskorendamótaröðinni í Evrópu. Við erum með markmið um hraða á flötum, hraða á brautum, hæð karga, raka í flötum og svona mætti lengi telja. Allt þetta verður 100% þegar að mótinu kemur,“ segir Ólafur Þór. Í vetur var ráðist í töluverðar breytingar og endurbætur á glæsilegum golfskála Keilis. Þar mun lokahóf Íslandsmótsins fara fram og er óhætt að segja að vel hafi tekist til með breytingarnar. Skálinn var stækkaður töluvert þar sem byggt var yfir svalir beggja vegna skálans, sem voru lítið notaðar áður.
Á annað hundrað sjálfboðaliðar
á nokkrum stöðum, og hægt að ganga inná svæðið á nokkrum stöðum á vellinum.“
Margar hendur þarf til þess að láta allt ganga upp á Íslandsmótinu í golfi. Vel á annað hundrað sjálfboðaliðar verða við störf á Hvaleyrarvelli á meðan mótinu stendur. „Við þurfum gríðarlega mikla aðstoð og höfum farið nýjar leiðir í því að fá fólk til að starfa með okkur. Þar ber fyrst að nefna að við leitum ekki aðeins í okkar félagsmenn - heldur buðum við öllum sem vilja að taka þátt í sjálfboðaliðastarfinu. Það er fullt af fólki sem er með reynslu úr slíku frá öðrum klúbbum og við vildum láta reyna á það að fá þá þekkingu inn í þetta mót. Það hefur gengið vel og við erum ánægðir með viðtökurnar. Vonandi verður þessi háttur hafður á í framtíðinni,“ segir Ólafur. „Við erum í stakk búnir að taka á móti fjölda áhorfenda. Það hefur margt breyst í gegnum tíðina varðandi aðgengi að upplýsingum og þar af leiðandi eru enn fleiri sem fylgjast með Íslandsmótinu í golfi en áður. Áhorfendur eru vissulega margir á lokadeginum en það eru mörg þúsundu manns að fylgjast með mótinu í gegnum RÚV, skorskráningu á golf.is, og með öðrum leiðum sem eru í boði. Við erum tilbúnir að taka við áhorfendum, það verða bílastæði
Fínt að fá mótið á fimm ára fresti Eins og áður segir hefir Keilir verið gestgjafi Íslandsmótsins í golfi tvívegis áður frá árinu 1999. Ólafur Þór segir það ekki vera markmið Keilis að taka slíkt mót að sér oftar en á fimm ára fresti. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og þjappar hópnum saman. Ég tel að það sé ekki raunhæft að óska eftir því að mótið fari oftar en á fimm ára fresti hér á Hvaleyrinni. Við erum að fjárfesta í innviðum klúbbsins með ýmsum framkvæmdum hér hjá okkur. Við fáum styrki frá íþrótta - og menningarmálaráðuneytinu, Hafnarfjarðarbær styður vel við bakið á okkur, GSÍ einnig og þátttökugjöldin keppenda standa undir stórum hluta mótshaldsins. Mótið er vissulega dýrt í framkvæmd en það stendur undir sér og við erum kátir með þetta allt saman. Ég vona bara að flestir af okkar bestu kylfingum taki þátt - og mín tilfinning er sú að bestu kylfingar Keilis eigi eftir að blanda sér í baráttuna um titlana í karla- og kvennaflokki,“ sagði Ólafur Þór Ágústsson.
Við þurfum gríðarlega mikla aðstoð og höfum farið nýjar leiðir í því að fá fólk til að starfa með okkur.
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Viljum skapa góða upplifun
Ef þú vilt lifa 5 árum lengur... Spilaðu þá golf reglulega!
Dalshraun 10 - Hafnarfirði
Spennandi afmælisár
Arnar Atlason formaður Keilis
„Frá því ég kom inn í stjórn Keilis árið 2009 er það alveg skýrt að þetta ár er langmest spennandi ár sem ég hef upplifað. Keilir á 50 ára afmæli, við opnum þrjár nýjar glæsilegar golfholur, vonandi náum við að semja við Hafnarfjarðarbæ um enn frekari uppbyggingu á þessu ári og þannig gæti ég haldið áfram - það eru ótal góðir hlutir í gangi hjá okkur,“ segir Arnar Atlason formaður Keilis við Golf á Íslandi. Arnar mun ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum hafa í mörg horn að líta þegar Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli. Þar mun formaðurinn gegna hlutverki mótsstjóra.
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
GOLF.IS
35
„Við höfum markað okkur þá stefnu að leyfa Hvaleyrarvelli að njóta sín á þessu Íslandsmóti og gera upplifun keppenda eins góða og skemmtilega og hægt er. Íslandsmótið á fyrst og fremst að vera skemmtun og það er okkar markmið að búa til þannig umgjörð og upplifun. Við vitum ekki hversu margir munu mæta en við erum við öllu búin. Hér er til staðar mikil þekking hjá sjálfboðaliðum og ekki síst eftir að við héldum hér glæsilegt Evrópumót landsliða karla í næstefstu deild fyrir nokkrum misserum. Við treystum á okkar fólk í þessu verkefni.“ Arnar kom sjálfur inn í golfíþróttina í gegnum börnin sín fjögur sem öll hafa æft golf hjá Keili á einhverjum tímapunkti. „Á þeim tíu árum sem ég get miðað við sem stjórnarmaður hjá stórum golfklúbbi þá finnst mér golfíþróttin vera með jákvæða stemningu með sér og framfarirnar eru að skila sér. Það hefur verið frábært að fylgjast með okkar bestu kvenkylfingum sem stálu senunni á Íslandsmótinu á Akureyri í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir voru stórkostlegar og ég vona svo sannarlega að slík spilamennska sé komin til að vera. Strákarnir í atvinnumennskunni eru að keppa út um allt í Evrópu með góðum árangri, þeir eru fleiri en áður og
36
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
þetta er allt að fara í rétta átt að mínu mati.“ Veðurfarið á Íslandi hefur alltaf áhrif á golfiðkun en mér finnst félagslífið hér í Keili vera frábært. Það eru félagsmennirnir sem búa þá menningu til og konurnar eru þar framarlega í flokki. Kvennastarfið hér hjá Keili er að mínu mati eitt það besta á landinu, ef ekki það besta. Við höfum náð að snúa úr vörn í sókn í barna- og unglingastarfinu. Eftirspurnin eftir golfþjálfun barna hefur farið vaxandi á ný. Golf er sérstök íþrótt og það þarf stjörnur til þess að draga enn fleiri af yngri kynslóðinni inn. Við þekkjum þetta úr fótboltanum þar sem Gylfi Þór Sigurðsson er ávallt að minna á sig og fótboltann með fallegum mörkum og spyrnum. Stóru nöfnin trekkja að og við erum að fá slíka kylfinga upp hér á landi og þar eru konurnar fremstar í flokki.“ Arnar Atlason kann best við sig á Hval eyrarvelli seint á góðu sumarkvöldi þar sem hann getur slakað á og endurnýjað kraftana
við bestu aðstæður. Arnar, sem er með um 10 í forgjöf, er framkvæmdastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Thor. „Vinnustaðurinn er í tveggja mínútna fjarlægð frá Hvaleyrarvelli og ég neita því ekki að stundum læt ég mig dreyma um að komast í golf þegar ég er í vinnunni. Ég nýt þess að leika hér með konunni við bestu aðstæður og stundum koma börnin okkar með. Það er ekkert sem toppar slíkar stundir.“ Keilishjartað slær ört þegar Arnar er inntur eftir því hvaða kylfingar eigi bestu möguleikana á að vinna Íslandsmótið í golfi 2017. „Að mínu mati hafa kylfingarnir úr Keili sem hafa alist upp á þessum keppnis velli ákveðið forskot. Að vísu verða aðeins 15 holur sem þeir hafa leikið oftar en aðrir, og þrjár sem verða nýjar fyrir nánast alla keppendur. Mér þótti alltaf hraunið vera erfiðari hluta vallarins en ég hef skipt um skoðun á síðari árum. Til þess að skora vel á Hvaleyrarhlutanum þá þarf staðsetningin að vera í lagi og þar hafa heimamenn úr Keili ákveðið forskot og þekkingu að mínu mati. Ég vona bara að sem flestum gangi vel og við sjáum gott skor,“ sagði Arnar Atlason, formaður Keilis, við Golf á Íslandi.
SNJALLARI HREYFING Í SUMAR
SOUNDSPORT PULSE
heyrnartól með púlsmæli
Einstaklega létt og þægileg þráðlaus heyrnartól frá BOSE sem henta vel fyrir útivist og hreyfingu. Innbyggður púlsmælir sendir upplýsingar í vinsælustu íþróttaog heilsuöppin. Hljóðnemi og stýring virka í öllum gerðum síma og snjalltækja.
Njóttu tónlistar í betri gæðum NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / NETVERSLUN.IS
Björgvin sigursæll á heimavelli
Íslandsmótið í golfi í karlaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið á Hvaleyrarvelli í ár það 76. í sögunni. Fyrstu fjögur árin var keppt í holukeppni á Íslandsmótinu en frá árinu 1946 hefur verið keppt í höggleik.
BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
38
GOLF.IS - Golf á Íslandi Björgvin sigursæll á heimavelli
Keppt var í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki á Hvaleyrarvelli árið 1970 en á þeim tíma var völlurinn 9 holur. Þorbjörn Kjærbo úr GS sigraði og það var þriðji Íslandsmeistaratitill hans. Mótið fór fram á tveimur völlum þetta ár og var fyrri hlutinn leikinn í Hafnarfirði og síðari hlutinn á Hólmsvelli í Leiru. Árið 1973 sigraði Björgvin Þorsteinsson úr GA í annað sinn á ferlinum þegar keppt var í annað sinn á Hvaleyrinni. Það liðu 26 ár þar til Íslandsmótið fór næst fram í Hafnarfirði en þá sigraði heimamaðurinn Björgvin Sigurbergsson í annað sinn á ferlinum. Björgvin er sá eini í karlaflokki sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum á Hvaleyrarvelli eftir að hann varð 18 holur. Björgvin sigraði árið 2007 þegar mótið fór þar fram síðast og var það jafnframt fjórði Íslandsmeistaratitill hans á ferlinum. Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti frá upphafi en hann sigraði í sjöunda sinn á ferlinum í fyrra, á Jaðarsvelli á Akureyri.
Distance. Elevated. Innovative face-flexing technology launches the ball faster and higher to give you tour-player-type distance and stopping power.
So Fast, They’re Ahead of Their Time. In the new G400 Series, it’s not just one thing that makes the difference, it’s everything. It’s the small details that add up to big results. It’s what sets PING’s engineers and researchers apart from the rest. Get fit today and experience the G400 difference in your game. Visit PING.com today.
Fast and Forgiving A speed-inducing forged face and MOIraising tungsten sole weight deliver greater distance and fairwayfinding forgiveness.
Maraging Steel Faces One of the strongest and most flexible alloys in the world, maraging steel ensures faster ball speeds that launch shots farther, higher and straighter.
LENDIR Á ÍSLANDI 27/7 © PING 2017
Íslandsmeistarar í golfi í karlaflokki frá upphafi: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1) 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1) 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2) 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2) 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3) 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3) 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12) 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4) 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1) 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1) 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13) 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5) 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14) 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6) 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15) 1949 Jón Egilsson GA (1) (2) 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16) 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7) 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17) 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8) 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14) 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3) 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15) 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9) 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16) 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10) 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17) 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4) 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18) 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11) 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4) 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1) 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19) 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5) 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20) 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2) 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1) 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12) 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2) 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6) 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5) 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13) 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3) 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7) 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4) 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8) 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5) 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9) 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10) 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3) 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11)
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Björgvin sigursæll á heimavelli
1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18) 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1) 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2) 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19) 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8) 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9) 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20) 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1) 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3) 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10) 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2) 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4) 2011 Axel Bóasson GK (1) (11) 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21) 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5) 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6) 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22) 2016 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (7) (7) Fjöldi titla alls hjá klúbbi: GL - 2 GKG - 7 GR - 22 NK - 2 GS - 6 GA - 20 GKj. 2 GV - 3 GK - 11
Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Þetta einkennir merkisbera KPMG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
Guðfinna sigraði fyrst allra – Fyrsta Íslandsmót í kvennaflokki fór fram á Hvaleyrarvelli Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur titil að verja á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Saga kvenna í golfíþróttinni á sér sterkar rætur í Hafnarfirði en þar fór fyrsta Íslandsmótið fram árið 1967 þar sem Guðfinna Sigurþórsdóttir úr GS fagnaði titlinum. Íslandsmótið fór síðast fram á Hvaleyrarvelli fyrir áratug en þá sigraði Nína Björk Geirsdóttir. Karen Sævarsdóttir úr GS er með flesta titla í kvennaflokknum frá upphafi en hún sigraði átta ár í röð – sem er met sem seint verður slegið. Frá því að Karen sigraði í áttunda sinn árið 1996 hefur engum kylfingi tekist að verja Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki.
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Björgvin sigursæll á heimavelli
Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 22 alls. Líkt og hjá körlunum. Þar á eftir kemur Golfklúbbur Suðurnesja með 11 titla og Golfklúbburinn Keilir er með 10 titla en alls hafa sex golfklúbbar átt Íslandsmeistara í kvennaflokki. Fyrsta Íslandsmótið í kvennaflokki fór fram á Hvaleyrarvelli árið 1967. Á sama tíma
var keppt í karlaflokki á tveimur stöðum, á Hólmsvelli í Leiru og á Grafarholtsvelli. Íslandsmótið í ár verður það fimmta sem fer fram hjá Golfklúbbnum Keili og það þriðja frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Þeir kylfingar sem hafa fagnað sigri á Hvaleyrarvelli á Íslandsmótinu í kvennaflokki eru: Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS, 1968, Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, fagnaði sínum þriðja titli af alls fjórum árið 1973 í Hvaleyrinni, Ólöf María Jónsdóttir, GK, fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli af alls fjórum árið 1999 en þá höfðu liðið 26 ár frá því að Íslandsmótið fór fram síðast í Hafnarfirði. Nína Björk Geirsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði árið 2007 þegar mótið fór síðast fram á Hvaleyrinni en það er jafnframt eini Íslandsmeistaratitill hennar. Hún keppti á þeim tíma fyrir Kjöl úr Mosfellsbæ sem í dag er GM.
Heilsunuddpottar frá sundance spas
Heilsunuddpottar og Hreinsiefni fyrir Heita potta
Gæði, þjónusta oG ábyrGð - það er tenGi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
Opið virka daga frá 8 -18 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi: Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10) 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1) 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2) 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3) 1969 Elísabet Möller GR (1) (1) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3) 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2) 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4) 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8) 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9) 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2) 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2) 1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7) 2001 Herborg Arnardóttir GR (1) (14) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9)
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Björgvin sigursæll á heimavelli
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16) 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17) 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1) 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2) 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR (2) (21) 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10) 2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3) (22) Fjöldi titla hjá klúbbum: GV - 4 GR - 22 GL - 2 GS - 11 GKj. / GM - 1 GK - 10
ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
ef við teljum skóna frá vinstri þá er 3 skórinn herraskór og svissar honum við 5 skóinn, þá eru kominn rétt verð á þá. Svo eru það nöfnin skór 2 heitir Biom hybrid ekki hybrid biom, 3 skórinn heitir Cage og 5 skórinn heitir cool þ.e.a.s. þegar það er búið að raða þeim rétt
„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.
DÖMUR
CASUAL HYBRID 17.995
ÚTSÖLUSTAÐIR
HERRAR
BIOM HYBRID 21.995
CAGE 21.995
BIOM HYBRID 22.995
COOL 30.995
CAGE PRO 22.995
Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík
50 ára afmæli
Stofnundur Keilis fór fram í Kópavogi 18. febrúar 1967
Í október 1966 var boðað til fundar í Hábæ og komu þar saman sjö áhugamenn um golf. Hafsteinn Hansson virðist hafa haft forgöngu en auk hans voru á fund inum Jónas Aðalsteinsson, Jóhann Níelsson, Daníel Pétursson, Júlíus Sólnes, Hafsteinn Þorgeirsson og Páll Ásgeirsson. Auk þess mætti þar forseti Golfsam bandsins, Sveinn Snorrason. Ákveðið var að stofna golfklúbb og efna til stofnfundar snemma árs 1967 og skipuð nefnd til að setja klúbbnum lög. Stofnfundur Golfklúbbsins Keilis var haldinn þann 18. febrúar árið 1967. Staðsetning fundarins var í Félagsheimili Kópavogs og mættu þar 64 menn úr Hafnarfirði, Garðahreppi og Kópavogi. Þeir stofnuðu formlega Golfklúbbinn Keili, en í fyrstu stjórninni voru: Jónas Aðalsteinsson formaður, Sigurbergur Sveinsson, Sigurður Helgason og meðstjórnendur Hafsteinn Hansson og Rúnar Guðmundsson.
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi 50 ára afmæli
Það kom til tals að fá Vífilsstaðatúnið undir golfvöll og fleiri staðir voru kannaðir, en fljótlega fengu menn augastað á Hval eyrinni og náðust þar um samningar við Hafnarfjarðarbæ. Sumarið 1967 var farið að leika golf á Hvaleyrinni, í fyrstu á 6 holu velli, og voru slegnar flatir þar sem sléttir blettir voru fyrir. Íbúðarhúsið að Vesturkoti fékk golfklúbburinn undir félagsheimili.
Eftir landnámið á Hvaleyri var skipulagður 9 holu völlur sem var fjölbreyttur og talsvert erfiður. Magnús Guðmundsson frá Akureyri, fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, teiknaði 9 holu völlinn sem var í notkun fram í júní 1972. Þá var tekinn í notkun nýr 12 holu völlur sem félagsmenn höfðu samþykkt árið 1971 að láta Svíann Nils Skjöld teikna. Ástæðan var sú að mönnum þótti landsvæðið á Hvaleyri ekki nýtast sem skyldi og yrði hægara að fá viðbótarland fyrir 6 holur en 9. Nýi 12 holu völlurinn var í fyrstu ívið styttri en verið hafði og víða leikið á bráðabirgðaflatir. Byrjað var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hannes Þorsteinsson teiknaði og hannaði fyrri níu holurnar eða „hraunið“, en fleiri komu að hönnun síðari níu holanna. Fyrri níu holurnar eru í Hvaleyrarhrauni og er spilað í suður frá klúbbhúsinu og svo til baka. Síðari níu holurnar eru á gamla Hvaleyrartúninu þar sem spilað er meðfram strandlengjunni.
FJÖLBREYTTIR ÁFANGASTAÐIR ALLAN ÁRSINS HRING
Skottúr í golf Framlengdu golfsumarið með skottúr til Birmingham þar sem grænar flatir bíða þín í umhverfi sem bókstaflega tíar upp stemninguna. Nema þú viljir taka sveifluna lengra, til Orlando eða ná góðum hring í blíðunni við Tampa Bay í Flórída. Sláðu til.
+ www.icelandair.is
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 85066 07/17
Orlando, Birmingham og Tampa Bay
Stærsta útsending frá upphafi Þriðja keppnisdeginum bætt við í beina útsendingu RÚV frá Íslandsmótinu í golfi
Bein sjónvarpsútsending verður frá Hvaleyrarvelli frá Íslandsmótinu í golfi og er þetta í 20. svinn sem sýnt er frá keppni þeirra bestu á Íslandi. Eftir því sem best er vitað er Ísland eina landið sem sýnir frá landskeppni áhugakylfinga í viðamikilli beinni útsendingu í sjónvarpi. Það er RÚV sem sér um útsendinguna. Margir koma að útsendingunni sem stendur yfir í þrjá tíma á laugardag og fjóra tíma á sunnudag. Í ár verður þriðja útsendingardeginum bætt við en einnig verður sýnt frá Íslandsmótinu á föstudeginum og er þetta í fyrsta sinn sem það er gert. Þetta er í 20. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi en fyrsta útsendingin var árið
48
GOLF.IS
1998 á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður i sjötta sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir spennandi útsendingu fram undan í júlí og mikil tilhlökkun í herbúðum RÚV. „Það er gaman að segja frá því að nú bætist föstudagurinn við í beinni útsendingu. Mikilvægt er að missa ekki af höggi sem
skiptir máli og þess vegna fjölgum við myndavélum úr 12 í 16 í ár og aldrei áður hafa svo margar myndavélar verið notaðar í beinni útsendingu frá Íslandsmótinu í golfi. Um 30 manns koma að þessari viðamiklu útsendingu. Við hefjum útsendinguna kl. 13:00 föstudaginn 21. júlí, 12:30 laugardaginn 22. júlí og á lokahringnum 23. júlí byrjum við útsendinguna kl. 14.30 og fram til mótsloka sem eru áætluð um kl. 17.30. Þetta verður spennandi verkefni á glæsilegum keppnisvelli,“ segir Hilmar en almenn ánægja var í golfhreyfingunni með útsendinguna á RÚV frá Jaðarsvelli fyrir ári síðan.
Tækni morgundagsins er komin. Aflmeiri bílar með Rafvæðing Mercedes-Benz er hafin undir nafninu EQ. Komdu og skoðaðu glæsilegt úrval Plug-in Hybrid bíla, sem sameina alla bestu eiginleika rafbílsins og bensínvélarinnar. #switchtoEQ
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
Veðurblíða og spenna einkenndi Íslandsmótið 1999 Árið 1999 fór Íslandsmótið fram á Hvaleyrarvelli í fyrsta sinn á nýjum 18 holu velli Keilismanna. Nýjar 9 holur voru þá í gegnum hraunið og síðari 9 holurnar voru á Hvaleyrinni. Gríðarleg spenna var í karlaflokknum þar sem þriggja holu umspil réði úrslitum. Björgvin Sigurbergsson úr GK var með tveggja högga forskot fyrir lokaholuna en Örn Ævar Hjartarson úr GS jafnaði við Björgvin þegar mest á reyndi á 72. holu mótsins. Björgvin hafði síðan betur í umspilinu með minnsta mun. Umspilið var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir þar sem dómari mótsins stóð í ströngu við að skera úr um hvort Örn Ævar gæti fengið lausn frá stórum moldarköggli. Mikið var rætt og skrifað um það mál í fjölmiðlum á þeim tíma. Það sem stóð upp úr var glæsilegur sigur Björgvins í einmuna veðurblíðu - og til marks um blíðuna þá lék Örn Ævar í stuttbuxum alla fjóra keppnisdagana. Björgvin og Örn Ævar léku hringina fjóra á 283 höggum eða einu höggi undir pari vallar en par vallarins var 71 högg. Í kvennaflokki var fyrirfram búist við miklu einvígi á milli Ólafar Maríu Jónsdóttur
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi Veðurblíða og spenna einkenndi Íslandsmótið 1999
úr Keili og Ragnhildar Sigurðardóttur úr GR. Ólöf María lék hins vegar það vel að spennan var aldrei mikil og þegar upp var staðið sigraði hún með átta högga mun, lék á 287 höggum eða +13. Ragnhildur hafði titil að verja á þessu móti en Ólöf hafði
sigraði í fyrsta sinn árið 1997. Ólöf María landaði þarna sínum öðrum titli á ferlinum en alls hefur hún sigrað fjórum sinnum á Íslandsmótinu í golfi.
Nร TT
Sjรก nรกnar um okkar ferรฐir รก icegolftravel.is
Einvígi Björgvins og Arnar hélt áfram 2007
Einvígi Björgvins Sigurbergssonar úr Keili og Arnar Ævars Hjartarsonar úr GS frá árinu 1999 á Hvaleyrinni var endurtekið árið 2007. Þá fór Íslandsmótið fram í annað sinn frá því að hraunhlutinn var tekinn í notkun. Fyrir lokahringinn var Björgvin með tveggja högga forskot á Örn Ævar og Heiðar Davíð Bragason. Þegar tvær holur voru eftir var Örn Ævar með tveggja högga forskot á Björgvin en heimamaðurinn fékk ævintýralegan fugl á 17. holuna sem er í dag 8. hola vallarins. Hann endurtók síðan leikinn á lokaholu mótsins á meðan Örn Ævar tapaði höggi. Björgvin er því eini karlkylfingurinn sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi á Hvaleyrarvelli eftir að nýjar holur voru teknar í notkun í hrauninu. Björgvin sigraði á 285 höggum eða +1 samtals. Til samanburðar sigraði hann á -1 samtals eða 283 höggum árið 1999. Fyrsti titill kylfings úr Mosfellsbæ
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi Einvígi Björgvins og Arnar hélt áfram 2007
Í kvennaflokki börðust þær Nína Björk Geirsdóttir úr GM og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili um sigurinn. Þær voru í sérflokki strax eftir 36 holur. Nína náði síðan undirtökunum eftir þriðja hringinn og
fór með fjögurra högga forskot inn í lokadaginn. Það forskot náði Tinna ekki að vinna upp og Nína Björk sigraði með þriggja högga mun. Sigurinn var sögulegur í því samhengi að þetta var fyrsti sigur kylfings úr Mosfellsbæ á Íslandsmótinu í golfi. Nína keppti á þeim tíma fyrir Golfklúbbinn Kjöl sem í dag heitir Golfklúbbur Mosfellsbæjar eftir samruna Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots á sínum tíma. Titillinn í Hafnarfirði árið 2007 er eini Íslandsmeistaratitill Nínu Bjarkar fram til þessa en hún hefur að mestu lagt golfkeppnina á hilluna frægu. Nína Björk sigraði á 296 höggum samtals eða +12 en Tinna lék á 299 höggum.
kvika.is
Hvernig er best að leika Hvaleyrarvöll? – Systkinabörnin Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir gefa upp næstum því öll leyndarmálin á heimavellinum fyrir Íslandsmótið 2017.
Það ríkir mikil eftirvænting hjá keppendum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem hefst 20. júlí á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á vellinum og þrjár nýjar brautir verða teknar í notkun. Sú staðreynd gerir mótið enn áhugaverðara því margir af leikreyndustu heimamönnum í mótinu hafa ekki leikið á þessum nýju brautum.
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig er best að leika Hvaleyrarvöll?
BIG MAX KERRUR OG POKAR
Fyrir 5 árum fundum við þetta merki og hófum sölu á kerrum og pokum frá Big Max. Þetta örumerki náði strax vinsældum meðal íslenskra kylfinga og viðtökurnar hafa verið mjög góðar.
Við erum með gott úrval af kerrum, kerrupokum og burðarpokum frá Big Max og flestir ættu að geta fundi kerru og/eða poka við sitt hæfi.
Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
Í golfpokum leggur BIG MAX mikla áherslu á góða vatnsvörn og flestir pokarnir frá þeim eru algjörlega vatnsheldir
Í kerrunum bjóðum við upp á tveggja, þriggja og fjögurra hjóla kerrur ásamt kerrum fyrir krakkana. Sú kerra sem hefur vakið hvað mestum vinsældum er Blade+ kerran sem fellur alveg einstaklega vel saman.
GOLF.IS
55
1. hola Axel: „Teighöggið skiptir miklu máli. Þetta er fyrsta högg dagsins og án efa smá taugatitringur í gangi. Það verður að varast að fara til vinstri. Með góðu teighöggi opnast möguleiki á að komast inn á í tveimur höggum eða að leggja upp fyrir gott þriðja högg - sem ætti að gefa fuglafæri.“
2. hola Guðrún: „Hér er mikilvægt að vera á braut í teighögginu og það er vel hægt að taka aðra kylfu af teignum en dræverinn. Lykilatriðið er að hitta brautina. Annað höggið má alls ekki vera of stutt því það er stór klettur fyrir framan flötina.“
3. hola
Keppendur verða án efa búnir að velta því fyrir sér hvernig leikskipulag hentar best á völlinn. Golf á Íslandi fékk tvo af fremstu kylfingum Keilis til þess að ljóstra upp um öll „hernaðarleyndarmálin“ frá Hvaleyrarvelli. Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í golfi, árið 2011, á Hólmsvelli í Leiru. Fáir slá golfboltann eins langt og Axel, sem er ávallt líklegur til afreka þar sem hann mætir til leiks. Axel þekkir Hvaleyrarvöll eins og lófann á sér. Guðrún Brá hefur einnig gengið hverja þúfu á Hvaleyrarvelli frá því hún var barn - en hún á enn eftir að fagna þeim stóra á sínum ferli. Nýverið braut hún ísinn með sigri á Íslandsmótinu í holukeppni og er Guðrún til alls líkleg á heimavelli í ár. Hér er þeirra tillaga að því hvernig best er að leika Hvaleyrarvöll:
56
GOLF.IS
Axel: „Með góðu teighöggi er hægt að slá inn á flötina. Það eru ýmsar hættur fyrir framan og flötin er vel varin. Boltinn getur endað hvar sem er ef teighöggið er ekki hárnákvæmt. Mér finnst þægilegast að slá hægra megin á brautina, opna fyrir innáhöggið og komast þannig í fuglafærið.“
4. hola Guðrún: „Það eru ekki miklar hættur á þessari braut en það má alls ekki slá yfir flötina í öðru högginu. Hér er oft mótvindur og gott að geta slegið „punch“ högg af teignum. Flötin er stór og skorið á þessari ræðst af því hversu góður þú ert að pútta.“
SAFNAR ÞÚ VILDARPUNKTUM MEÐ ÞÍNUM TRYGGINGUM? Nú geta þeir sem eru með F plús fjölskyldutryggingu hjá VÍS safnað Vildarpunktum Icelandair af öllum greiddum iðgjöldum. Punktarnir safnast saman og það styttist í golfferðina þína.
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
8. hola Guðrún: „Ég slæ yfirleitt með blendingskylfu af teignum og staðset mig fyrir framan vatnið. Brautin er breið og það er hægt að velja sér gott skotmark. Aðalmálið á áttundu er að vera á réttum palli á flötinni eftir innáhöggið - til þess að eiga auðvelt pútt.“
9. hola Axel: „Teighöggið er krefjandi, vallarmörk vinstra megin og stóru klettarnir til hægri. Ég slæ með drævernum hérna til þess að stytta innáhöggið. Vatnstorfæran fyrir framan flötina er svæði sem þú vilt forðast að lenda í. Það er markmiðið að eiga stutt högg eftir og ráðast á „pinnann“ á þessari holu.
10. hola 5. hola Axel: „Mér finnst þetta erfið hola þar sem hraunið spilar mikið inn í leik beggja vegna brautarinnar. Gott teighögg er frekar mikilvægt. Ég reyni alltaf að skera á hornið hægra megin til þess að koma mér í þægilega lengd frá flötinni.“
6. hola Guðrún: „Ég nota yfirleitt sömu kylfu í upphafshöggið á 4. og 6. braut. Hér þarf
58
GOLF.IS
höggið að vera nákvæmara því flötin er lítil og vel varin af hrauninu.“
Guðrún: „Hér er mikilvægt að hitta flötina og vera á réttum palli. Við flötina eru erfiðar glompur og ég vil alls ekki fara í þær.“
7. hola
11. hola
Axel: „Á þessari stuttu par 5 holu viltu fá fugl. Með vel staðsettu teighöggi er góður möguleiki á að komast inn á flötina í öðru högginu. Annað höggið er nánast alltaf blint og það þarf að taka rétta línu því flötin er vel varin af hrauninu.“
Axel: „Allt vinstra megin er svæði sem þarf að varast þar sem sjórinn er utan vallar. Ég tek dræverinn hérna í teighögginu og sker aðeins af horninu vinstra megin. Það er ekki gott að missa höggið of langt til hægri því flötin er lítil og erfitt að koma sér í gott færi af löngu færi á þessari holu.“
12. hola Guðrún: „Brautin hallar öll frá vinstri til hægri. Hér má maður alls ekki fara til hægri í teighögginu. Ég nota það að miða á toppinn á golfskálanum og þá er maður í toppmálum. Flötin er erfið og það má ekki slá of langt.“
13. hola Axel: „Þetta er ný hola og ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki leikið hana. Blint teighögg og allt hægra megin er vel varið af grjóti. Það er lykilatriði að hitta brautina og eiga möguleika á að slá á stöngina. Flötin er stór og vel varin af stórum og djúpum glompum. Verður spennandi verkefni fyrir alla keppendur.“
14. hola „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki leikið þessa nýju holu. Hún er glæsileg með
teighögg sem þarf að fara yfir sjóinn. Það er hægt að taka áhættu sem borgar sig þá með styttra innáhöggi. Ég hlakka til að leika þessa holu.“
15. hola. Axel: „Glæsileg en krefjandi par 3 hola sem er ný á Hvaleyrarhlutanum. Hér má ekki slá til hægri og vinstra megin er allt varið með djúpum glompum. Það er bara vesen beggja vegna flatarinnar og aðeins eitt sem kemur til greina - að hitta flötina.“
16. hola. Guðrún: „Gamla 15. holan er þannig að ég þarf alltaf að meta aðstæður á teignum áður en ég ákveð hvaða kylfu ég tek í upphafshöggið. Yfirleitt tek ég blendingskylfu sem skilar mér upp að brautarglompunum. Þá á ég þægilegt annað
Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig er best að leika Hvaleyrarvöll?
högg eftir. Hér vil ég ganga á 17. teig með fugl í farteskinu.“
17. hola. Axel: „Þetta er stutt hola sem gefur færi á sér í upphafshögginu. Það er margar djúpar glompur fyrir framan flötina og við flötina. Ég reyni að slá eins nálægt flötinni og hægt er til að eiga möguleika á fuglinum.“
18. hola. Guðrún: „Hér má bara „bomba“ upphafs högginu eins langt og hægt er. Mér finnst betra að staðsetja mig hægra megin á brautinni til að eiga þægilegra högg inn á flötina. Hér þarf að hitta flötina sem er vel varin af steinum vinstra megin og djúpum glompum hægra megin. Hér hafa margir tapað mörgum höggum eftir annað höggið. Og Íslandsmótið gæti alveg ráðist á þessari skemmtilegu lokaholu.“
Audi Q7 e-tron quattro
Audi Q7 e-tron quattro er umhverfismildur tengitvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni.*
Verð frá
10.290.000 kr.
Bjarni Hannesson vallarstjóri á Hvaleyrarvelli fær sitt fyrsta Íslandsmót á 22 ára ferli
„Settum Íslandsmet í sáningu“
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Settum Íslandsmet í sáningu“
16 bitar
4k4ró9nur9 BJÓÐIÐ
VEISLUPLATTANN VELKOMINN
Pantið á veisla@subway.is eða á þeim stað sem hentar að sækja. Nánari upplýsingar eru á subway.is/veisla.
SJÁUMST Á
Bjarni Hannesson vallarstjóri á Hvaleyrarvelli er einn reynslumesti grasog golfvallasérfræðingur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Skagamaðurinn er 36 ára gamall en þrátt fyrir þá staðreynd er hann með 22 ára reynslu í faginu. Bjarni byrjaði ungur að vinna á Garðavelli á Akranesi en faðir hans er Hannes Þorsteinsson, líffræðingur og golfvallahönnuður. Bjarni hefur bætt jafnt og þétt við þekkingu sína í faginu og hefur hann lokið M.Sc. gráðu í grasvallatæknifræði frá Cranfield háskóla á Englandi. Bjarni lauk fyrst námi í golfvallafræðum við Elmwoodháskólann í skoska bænum Cupar snemma á þessari öld og fór þaðan í framhaldsnám í Bandaríkjunum. „Ég bíð eftir Íslandsmótinu eins og barn bíður eftir jólunum. Enda hefur mér tekist með ótrúlegum hætti að taka ekki þátt í slíku verkefni áður á 22 ára ferli. Ég var farinn til Bandaríkjanna árið 2004 þegar Íslandsmótið fór fram á Akranesi eftir 9 sumur þar, og þegar ég starfaði hjá Golfklúbbi Reykjavíkur var ég
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Settum Íslandsmet í sáningu“
farinn þegar mótið fór fram þar. Íslandsmótið í ár er því það fyrsta sem ég kem að og ég hlakka mikið til,“ segir Bjarni þegar við settumst niður með honum í glæsilegum golfskála Keilis á dögunum. Hvaleyrarvöllur kom vel undan vetri miðað við undanfarna tvo vetur. Vissulega var „sjúkdómsþrýstingur“ til staðar þar sem veðrið í haust og vetur var heitt og blautt. Við kvörtum ekki og ástandið er eins og gott og það getur orðið,“ segir Bjarni en stærsta verkefni hans og starfsmanna Keilis hefur snúið að opnun þriggja nýrra holna á Hvaleyrarvelli sem verða holur nr. 13, 14 og 15 á Íslandsmótinu í golfi 2017.
Gaman að vinna með Mackenzie „Uppbyggingin á nýju brautunum þremur hefur gengið vel en ég held að við höfum sett Íslandsmet í sáningu á 14. brautinni. Þegar Ísland var að spila við Portúgal í júní árið 2016 var verið að hefja mótun brautarinnar og við sáðum um miðjan júlí. Brautin sjálf er því rétt ársgömul en teigar og flatir hafa fengið meiri tíma. Ég hef svo sem ekki upplifað andvökunætur á undanförnum mánuðum út af þessum verkefnum - ég vinn svo lengi og mikið að ég sef vel þegar ég fæ tækifæri til þess,“ segir Bjarni og brosir. Skoski golfvallahönnuðurinn Tom Mackenzie hefur stýrt verkefninu ásamt Bjarna en ferlið hefur tekið nokkurn tíma, eða allt frá árinu 2013. „Það hefur verið gríðarlega gaman að fá að vinna með þessum fagmanni. Mackenzie
GAS
GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ
ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS
Ráðandi - auglýsingastofa ehf
ALLS STAÐAR
er mjög virtur og ekkert skrítið að hann sé að vinna í verkefnum á flestum völlum sem tengjast Opna breska meistaramótinu. Hann kom eitt sinn beint frá Turnberry í Skotlandi hingað í Hvaleyrina. Mér fannst eiginlega skrítið að fá slíkan mann hingað sem var að vinna á sama tíma við einn frægasta golfvöll heims,“ segi Bjarni en Mackenzie hefur verið afar ánægður með samvinnuna við fagmennina hjá Keili. „Það sem við gerum í þessari samvinnu er að Mackenzie þarf að gefa grænt ljós á sáningu í flatirnar þegar búið er að mæla allt í þaula og allt er eins og hann vill hafa það. Hann sýnir okkur starfsmönnum Keilis mikið traust og við höfum gert þetta nánast allt með starfsmönnum Keilis. Hér eru fjórir menntaðir gras- og golfvallasérfræðingar sem hafa mikla þekkingu og eru alltaf að auka við hana. Það sem okkur þykir skemmtilegt við þessa framkvæmd er að hún er að mestu unnin af starfsmönnum Keilis. Heimsóknir Mackenzie hafa einnig kennt okkur heilmikið og þeir pæla í hlutum og smáatriðum sem koma ekki í ljós fyrr en kylfingarnir slá inn á flötina. Þá sér maður hvernig þetta virkar. Ég hlakka til að fylgjast með okkar bestu kylfingum slá inn á flatir eins og 13. og 14. Þar á margt eftir að koma mönnum á óvart,“ segir Bjarni.
66
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Settum Íslandsmet í sáningu“
Það mun mæða mikið á vallarstarfsmönnum Keilis á meðan á Íslandsmótinu stendur. Gæði flata verða þar efst á forgangslistanum en ekki verða gerðar miklar breytingar á sláttutíðni og öðru slíku. „Hér hjá Keili er stefnt að því alla daga að setja Hvaleyrarvöll upp eins og betri kylfingar vilja hafa hann. Við viljum hafa mikinn hraða á flötunum alla daga og breytingin verður því ekki mikil á Íslandsmótinu. Hraðinn verður aðeins meiri, um 9 stimpmetrar að meðaltali,
einhverjar verða nær 8 á stimpmetrum og aðrar nær 10 á stimpmetrum. Á hverri flöt fyrir sig er ástandið metið hverju sinni. Stundum þarf að slá einu sinni og valta, á öðrum stöðum þarf bara að valta, og stundum þarf að tvíslá og valta. Það fer eftir því hvaða flöt er um að ræða. Á 12. og 17. flöt förum við aldrei yfir 9 í stimpmetra í hraða, því boltinn helst ekki kyrr á þeim flötum ef hraðinn er meiri en 9 á stimpmetrum,“ segir Bjarni Hannesson.
Aldur er afstæður í golfi Meðaldurinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki var rétt um 21 ár þrátt fyrir að þessir heiðursmenn væru á meðal keppenda.
Úlfar Jónsson (GKG), sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, Heiðar Davíð Bragason (GHD) Íslandsmeistari 2005 og Hlynur Geir Hjartarson (GOS) margfaldur stigameistari á Eimskipsmótaröðinni voru saman í ráshóp á fyrsta keppnisdegi mótsins sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi. Að sjálfsögðu var slegið á létta strengi og aldurinn kom þar eitthvað við sögu. Úlfar verður 49 ára í lok ágúst á þessu ári, Heiðar Davíð fagnar fertugsafmælinu í byrjun nóvember og Hlynur Geir varð fertugur í október á síðasta ári.
Mikið úrval af golfskóm
Bíldshöfða 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Eru liðverkir að hækka forgjöfina?
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.
„NUTRILENK GOLD hjálpar mér að fara golfhringinn verkjalaus“ Guðmundur Einarsson fyrrverandi framkvæmda stjóri Golfklúbbs Sandgerðis: „Ég er búinn að stunda golf allar götur síðan 1986 og það sem hefur háð mér mikið eru endalausir bakverkir. Ástandið var orðið þannig að eftir golfhringinn þá lá ég bara fyrir. Ég er búinn að prófa öll möguleg og ómöguleg ráð við þessum skolla, sjúkraþjálfun, líkamsrækt, nudd og fleira, svo ég tali nú ekki um öll þau verkja og bólgueyðandi lyf sem ég hef verið áskrifandi að. Fyrir um tveimur árum prófaði ég NUTRILENK GOLD og eftir um það bil þrjár vikur fór ég að finna mikinn mun á mér, bakið varð miklu betra og í raun allur skrokkurinn. Ég mæli hiklaust með NUTRILENK GOLD fyrir þá sem vilja fara golfhringinn verkjalausir.“
EM einstaklinga
Aron Snær Júlíusson úr GKG og Gísli Sveinbergsson úr GK tóku þátt á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór á Walton Heath vellinum á Englandi dagana 28. júní - 2. júlí sl. Mótið er gríðarlega sterkt og aðeins bestu áhugakylfingar heims komast inn í þetta mót.
Aron Snær náði frábærum þriðja hring og var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Aron lék hringina þrjá á -1 samtals (74-73-68) en par vallar var 72 högg. Gísli bætti sig jafnt og þétt eftir að hafa byrjað illa á fyrsta hringnum. Hann lék hringina þrjá á samtals +9 (79-75-71).
Á stóra sviðinu Guðrún Brá féll naumlega úr leik á stærsta áhugamannamóti veraldar Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili í Hafnarfirði, tapaði naumlega í 1. umferð í 64 manna úrslita á Opna breska áhugamannamótinu í kvennaflokki. Mótið fór fram á Pyle & Kenfig völlunum í Wales um miðjan júní sl. Romy Meekers frá Hollandi var mótherji Guðrúnar í 1. umferð holukeppninnar. Guðrún byrjaði ekki vel og tapaði fyrstu þremur holunum. Smátt og smátt vann hún sig til baka og náði að jafna við Meekers. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 19. holu þar sem Meekers hafði betur. Meekers féll síðan úr leik í 2. umferð.
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Það var að miklu að keppa á þessu móti sem er það stærsta á hverju ári fyrir áhugakylfinga. Leona Maguire frá Írlandi, sem er efst á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki, stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik gegn Ainhoa Olarra frá Spáni. Þar hafði Maguire betur 3/2. Með sigrinum tryggði hin 22 ára gamla Maguire sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu og Opna breska meistaramótinu. Opna breska áhugamannamótið á sér langa sögu en fyrst var keppt í kvennaflokki árið 1893 á Royal Lytham & St. Annes vellinum.
24. júní 2017 – Leirdalsvöllur – Golfklúbbur GKG
TAKK FYRIR ÞÁTTTÖKUNA Við óskum þeim Sigþóri Sigurðarsyni og Blædísi Dögg Guðjónsdóttur innilega til hamingju með sigurinn á Sumarsólstöðumóti Stella Artois og þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir að eyða deginum með okkur.
As served at
Háskólagolf í Bandaríkjunum Ólafur Loftsson með góð ráð varðandi umsóknarferlið
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Háskólagolf í Bandaríkjunum
Margir af okkar ungu og efnilegu afrekskylfingum stefna að því að stunda nám við bandarískan háskóla. Þar gefst þeim kjörið tækifæri til að æfa og spila golf við frábærar aðstæður í einu besta keppnisumhverfi áhugamanna í heiminum samhliða því að stunda háskólanám. Mikill kostnaður fylgir háskólanámi í Bandaríkjunum en veittir eru golf- og/ eða námsstyrkir sem geta reynst afar mikilvægir. Samkeppnin er mikil enda eru fjölmargir góðir ungir kylfingar um allan heim sem hafa það markmið að komast í fremstu röð í íþróttinni.
Sports and Education USA var sett á laggirnar í vor í framhaldi af góðum árangri Soccer And Education USA sem hefur aðstoðað yfir 60 íslenska knattspyrnuleikmenn að komast á styrk í bandarískum háskóla. Það er mikil þörf á betri aðstoð, stuðningi og leiðsögn fyrir okkar efnilegu og áhuga sömu afrekskylfinga í tengslum við háskólaferlið í heild sinni. Sports and Education USA býður nú upp á sérsniðna og ítarlega aðstoð við að komast í golflið í bandarískum háskóla. Kylfingum verður fylgt skref fyrir skref frá því að undir
SPEQ - KYLFUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA SPEQ eru gæða kylfur fyrir krakka sem koma í fimm mismunandi stærðarflokkum Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Háskólagolf í Bandaríkjunum
SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.
Hitaveituskeljar
The Queen
The King
Genova
Rafmagnspottar
Heitir pottar.is H ö f ð ab ak k i 1 , v i ð Gu l l i n b r ú | S í mi 777 2000
búningur hefst og þangað til að námið hefst. Það getur skipt sköpum að unnið sé á fagmannlegan, tímanlegan og skilvirkan máta að allri markaðssetningu, samskiptum og samningaviðræðum við þjálfara, leyfis veitingar, vegabréfsáritun og margt fleira.
Staðan í dag – áskoranir sem við stöndum frammi fyrir Þjálfarar í bandarískum háskólum ráðstafa í flestum eða sumum tilvikum öllum sætum í þeirra liði löngu áður en nám hefst. Vissulega eiga sumir þjálfarar eftir að fylla í sín lið með stuttum fyrirvara en þeir hafa þó allir byrjað að skoða kylfinga með löngum fyrirvara og hafa viðræður oftar en ekki farið af stað. Almennt skortir íslenska kylfinga á leið í háskóla í Bandaríkjunum þá yfirsýn og skipulag sem er nauðsynlegur þáttur í þessu flókna ferli. Ekki er lögð nógu mikil vinna í að koma sér rækilega á framfæri, til dæmis í gegnum fagmannlega ferilskrá, áhugavert myndefni og skilvirk samskipti við þjálfara. Helsta vandamálið er, og hefur verið, að kylfingar gera sér ekki fyllilega grein fyrir:
76
GOLF.IS - Golf á Íslandi Háskólagolf í Bandaríkjunum
■■ 1) hversu snemma ferlið byrjar í Bandaríkjunum ■■ 2) hversu miklu máli það skiptir ■■ 3) hversu mikill ávinningur er af markvissu og skipulögðu ferli Afleiðingin hefur því verið að Íslendingar sækjast gjarnan í skóla sem aðrir Íslendingar hafa stundað nám í eða hafa einfaldlega haft lítið eða ekkert val á milli skóla eða neina samningsstöðu þegar kemur að golf- og/eða námsstyrkjum.
árangurs og samræmist þeirra markmiðum. Við fáum eitt tækifæri til að vinna þetta rétt og það er engin ástæða að finna upp hjólið í hvert skipti og endurtaka algeng mistök. Háskólanám í Bandaríkjunum yfir 4 ára tímabil kostar að meðaltali um 20 milljónir króna miðað við núverandi gengi og þessi mikilvægi tími mótar framtíðina bæði með tilliti til náms og golfíþróttarinnar. Það er því ljóst að mikið er í húfi og til mikils að vinna.
Horft fram á veginn
Hafðu samband
Æskilegt er að háskólaferlið hefjist að minnsta kosti 2 árum áður en nám hefst. Það þarf að huga að mörgum þáttum og eftir því sem meiri tími gefst til undirbúnings þá myndast aukin tækifæri á: ■■ 1) betri skólum ■■ 2) betri styrkjum ■■ 3) fleiri skólum til að velja á milli Þrátt fyrir að það sé aldrei of seint að hefja ferlið þá skiptir sköpum að hefja það tímanlega til þess að koma sér rækilega á framfæri, taka öll próf sem þarf að taka, heimsækja skóla o.fl. Afrekskylfingar njóta góðs af því að fá þá aðstoð og leiðsögn sem er nauðsynleg til
Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur og fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, hefur umsjón með vinnu íslenskra kylfinga í háskólaferlinu fyrir Sports and Education USA. Ólafur stundaði nám við University of North Carolina at Charlotte og Oglethorpe University á árunum 20082012 og spilaði fyrir golflið skólanna með góðum árangri. Á meðan hann var í náminu og eftir útskrift hefur hann síðan hjálpað mörgum af okkar afrekskylfingum við það ferli að komast í golflið í bandarískum háskóla. olafur@sportsandeducationusa.com
GERIR LEIKINN KRAFTMEIRI Orkudrykkir eru ekki รฆtlaรฐir bรถrnum yngri en 15 รกra.
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
Draumahöggið
Á hverju ári eru um 150.000 draumahögg slegin á heimsvísu. Allir kylfingar hafa látið sig dreyma um að fara holu í höggi en hverjar eru líkurnar á því að slíkt gerist? 12.500 – Meðalkylfingur þarf 12.500 tilraunir til þess að ná því að fara holu í höggi. 5.000 – Lágforgjafarkylfingur þarf um 5.000 tilraunir til þess að slá boltann ofan í holuna í teighögginu. 2.500 – Atvinnukylfingar þurfa aðeins færri tilraunir, eða um 2.500, til þess að sjá boltann detta ofaní holuna eftir upphafshöggið. 51 – Oftast allra – heimsmet: Bandaríkjamaðurinn Mancil Davis er sá kylfingur sem hefur oftast farið holu í höggi.
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Davis er PGA-kennari og hefur slegið draumahöggið í 51 skipti á ferlinum. 200 ára biðtími – Meðalkylfingur þarf 200 ár til þess að ná draumahögginu en þeir kylfingar sem leika 75 hringi að meðaltali á ári þurfa aðeins að bíða í 30 ár eftir að ná því að fara holu í höggi. Þriðjudagar – Á hvaða vikudegi eru mestar líkur á því að fara holu í höggi? – Jú, það er á þriðjudögum, samkvæmt tölfræðisamantekt á heimsvísu. Lengsta færið: Mike Crean dúndraði boltanum ofan í holuna af 472 metra færi á
par 5 holu á golfvelli í Denver í Coloradoríki í Bandaríkjunum. Hann gat reyndar stytt sér leið með því að slá yfir skóg, sem hann gerði, og niðurstaðan var fullkomin. 1% kylfinga á Íslandi Samkvæmt tölfræði sem birt er á vef Einherjaklúbbsins á Íslandi fara 1% kylfinga landsins holu í höggi árlega. Rétt tæplega þó, því 130-140 draumahögg eru slegin árlega af íslenskum kylfingum. Ragnar Einarsson er yngsti íslenski kylfingurinn sem hefur farið holu í höggi. Hann var sex ára árið 1994 þegar hann fór holu í höggi. Arnar T. Sigþórsson er sá elsti sem hefur afrekað að fara holu í höggi af íslenskum kylfingum. Hann var 98 ára gamall árið 1985 þegar hann sló draumahöggið.
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
Ríkulegur staðalbúnaður: 7 gíra PDK sjálfskipting með skiptingu í stýri, leður og Alcantara innrétting, rafdrifið ökumannssæti, 18“ álfelgur, Led dagljósabúnaður, tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, fullkomið hljómkerfi, bluetooth símkerfi, sport aðgerðarstýri, rafdrifinn afturhleri, skriðstillir (Cruise Control), akgreinavari, o.m.fl.
Magnað sport í umferð. Sportið er í genunum. Porsche framleiðir marga af mögnuðustu sportbílum heimsins. Nú er kominn í umferð sportjeppi sem sameinar bestu eiginleika Porsche. Hefurðu mátað Macan?
Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 porsche@porsche.is | www.benni.is
Opnunartími Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00
Sýnum karakter Árangurinn felst í undirbúningnum Ég bý á Dalvík og kenni þar skóla íþróttir ásamt því að þjálfa golf. Ég hef þjálfað við golfklúbbinn á Dalvík síðan 2011 og gengið mjög vel. Ég er eini þjálfarinn við klúbbinn þannig að ég þjálfa krakka frá 5 ára aldri upp í 18 ára ásamt því að sinna fullorðnum. Félagar í klúbbnum eru í kringum 90 talsins og af því hafa verið um 25-30 krakkar. Á mínum keppnisferli setti ég mér alltaf markmið og það hjálpaði mér mikið. Ég fór svo yfir markmiðin þegar keppnistímabilinu var lokið og skrifaði niður hvað mér fannst hafa gengið vel og hvað hefði mátt fara betur á tímabilinu. Út frá því þróuðust markmið mín og æfingar fyrir næsta tímabil. Ég hef lagt mikla áherslu á að krakkarnir setji sér markmið og finni út hvar veikleikar og styrkleikar þeirra liggja. Út frá markmiðunum miðast svo æfingamagnið og áherslur hjá hverjum og einum og hvað þau þurfa að æfa þegar þau taka aukaæfingarnar sínar. Ég fer svo yfir markmiðin þeirra með þeim og athuga hvort þetta sé ekki allt raunhæft og hvort megi jafnvel bæta í ef vilji er fyrir hendi. Eftir því sem krakkarnir verða eldri og búin að vera lengur hjá mér þá verða markmiðin fleiri og ná yfir stærra svið. Ég er þá farinn að þekkja leikmennina betur og hvar þeirra mörk liggja. Mín skoðun er sú að leikmenn eiga aldrei að setja sér markmið um að vinna ákveðið mót eða ákveðinn titil. Mín reynsla er sú að leikmenn sem setja sér markmið um að vinna ákveðinn titil eru yfirspenntir þegar loksins kemur að stóra mótinu. Markmið eiga að hjálpa leikmanninum að þróa ákveðna þætti leiksins og að hjálpa leikmanninum að fást við ákveðnar aðstæður, bæði líkamlega og tilfinningalega. Ef leikmaðurinn vinnur sína vinnu þá er hann líkamlega og tilfinningalega tilbúinn þegar stóra stundin kemur, svo snýst þetta bara um að njóta stundarinnar. Heiðar Davið Bragason Golfkennari og íþróttakennari á Dalvík heidar@dalvikurbyggd.is
80
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sýnum karakter
Púttin eru leikur í leiknum
– Að fá boltann í holu í sem fæstum höggum Karl Ómar Karlsson
Íþróttastjóri Keilis og formaður PGA á Íslandi Púttþjálfari Valdísar Þóru Jónsdóttur sem leikur á Evrópumótaröðinni
Púttin eru um 40% af leiknum en þau eru sjaldan æfð. Ef þú slærð 100 högg á einum golfhring, æfir þú þá púttin í 40% af æfingatímanum þínum? Hugsanlega ekki! 1/3 af æfingatíma þínum ættir þú að verja á púttflötinni við að gera ýmsar púttæfingar. Þegar þú æfir pútt þá er lykilatriði að vera ekki alltaf að huga eingöngu að tækniatriðum heldur er gott að leiða hugann að því að vera með einfalt vanaferli og reyna að pútta við keppnislíkar aðstæður. Einfalt er best! Hér er æfingaáætlun í púttum sem gaman er að gera. Mikilvægt er að skrá hjá sér niðurstöður til að geta keppt að því að bæta sig í púttunum þegar sama æfing er gerð aftur. Þú þarft fyrst að koma þér upp tækni stöð þar sem hugað er að tækniatriðum í 2-3 mínútur áður en þú byrjar pútt æfinguna. Það sem skiptir máli er að þú sért í góðu jafnvægi við að pútta. ■■ er boltastaðan rétt? ■■ fjarlægðin frá púttershaus að fótum ■■ að vera í jafnvægi í púttstöðunni ■■ handleggir slakir og að axlir og handarbök stefni í rétta átt miðað við púttstefnu ■■ tilfinningin er að handleggir og efri hluti líkamans vinni saman ■■ augun eins og þú sért alveg róleg/ ur að horfa á boltann og púttlínuna og holu
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
Ef hægra auga er ríkjandi á augað að vera 4-5 cm fyrir aftan við boltann. Sama gildir ef vinstra augað er ríkjandi. Öndun er mikilvæg. Áður en þú púttar áttu að anda inn og anda út og síðan setja pútterinn af stað. Mikilvægt með að boltinn byrji á línunni sem þú ætlar að pútta eftir. Þú verður að beina og miða pútternum á línuna sem þú ætlar að fá boltann eftir Hitta boltann á miðjuna (sæta punktinn) á pútternum Halda pútternum í hlutlausu ferli fram og aftur í gegnum púttstrokuna Hitta boltann með pútternum örlítið á leiðinni upp Pútta á tí með bolta, pútta á annan bolta eða nota Pelz-græjuna. Nota geisladisk til að skoða afstöðu augna.
Þegar búið er að athuga það þá ertu fyrst og fremst að vinna með tilfinningu í púttunum og setja íþróttamanninn í gang. Málið er að hafa þetta einfalt og að hugsa lítið um tæknina í æfingunum. Þú gerðir það í byrjun á tæknistöðinni. Hér á eftir eru nokkrar æfingar sem þú getur notað. Það á að vera skemmtilegt að æfa pútt. Skráðu ávallt niðurstöður til að geta borið saman síðar og farðu í keppni við sjálfan þig. Um huglægu þjálfunina í púttum. Hugsunin hjá þér er að þú ætlir alltaf að einpútta. Alveg sama hvar þú ert á flötinni. Ef þú hugsar „í holu“ þá verður einbeitingin meiri og betri. Þeir sem eru bestir í að pútta eru fljótir að gleyma slæmu púttnum sínum. Það er kostur að vera í núinu og vera ekki að hugsa um eitthvað sem er búið og gert á flötunum. Láttu ekkert koma þér úr jafnvægi! Muna eftir góðu púttunum! Sumir kylfingar eru uppteknir af því að finnast flatirnar ekki nógu góðar góðar. Láttu það ekki hafa áhrif á þig. Hugsaðu um það að allir aðrir láti flatirnar fara í taugarnar á sér en þú ræður við aðstæður og ert búin/n að ákveða að pútta vel.
PAR 72 æfingin
Markmið: Verða betri í stuttu og millilöngu púttunum 1 og upp í 5 metra. Framkvæmd æfingar: Leika skal tvo hringi og pútta 25 mismunandi pútt á æfingaflötinni. Pútta skal eina umferð fyrst 1m, síðan 2m, 3m, 4m, 5m, aftur 1m, 2m, o.s.frv. Það er mikilvægt að skipta um holu eftir hverja umferð. Púttin eiga að vera í halla, hliðarpútt vinstrihægri og hægri- vinstri, halla niður og halla upp í móti os.frv. Höggleikur, pútta skal öllum boltum í holu. Æfingin tekur um 45 mínútur í framkvæmd.
GOLF.IS
83
Par er tveir á öllum holum Settu upp 9 holu púttvöll sem eru 3x3 metra pútt, 3x4 metra pútt og 3x5 metra pútt. Vertu búin/n að ákveða þig áður en þú byrjar á hvaða skori þú ætlar þér að ná. Par er tveir á öllum holum. Dæmi: Þú settur þér markmið að pútta völlinn á tveimur undir. Ef það tekst ekki þá þarftu að byrja aftur upp á nýtt þar til þú nærð markmiðinu þínu. Ef þér tekst að ná markmiðinu þá verður þú að ná einu einpútti á næstu fimm holum. Ef það tekst þá hefur þú lokið æfingunni. Ef ekki þá verður þú að byrja upp á nýtt! Það eru engin tímamörk á æfingunni. Hvenær áttu að fara heim? Skráðu hjá þér niðurstöður hvernig gekk!
BÍLDSHÖFÐA 20
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
Al
ENNEMM / SÍA / NM81710
þú þarft nesti Á golfvöllinn Þú finnur Nesti hvert sem þú eltir golfið. Við tökum vel á móti þér með nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi boozt og eðal kaffidykki sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur.
Alltaf til staðar
Fuglaæfingin 1,5m (1 bolti) / 3m (2 boltar) / 4,5m (3 boltar) / 6m (4 boltar) / 7,5m (5 boltar) Einn bolti og upp í 5 bolta Þú verður alltaf að setja einn bolta í holu frá hverri vegalengd og hefur til þess takmarkaðan boltafjölda. Ef svo ólíklega vildi til að þér mistekst að hitta í holu á fyrstu þremur fjarlægðunum og hefur til þess 1, 2 og 3 tilraunir þá byrjar þú æfinguna upp á nýtt. Settu þér markmið hvað þú ætlar að gera í æfingunni áður en þú byrjar hana. Hvað nærðu langt? N-A-S-V. Skráðu ávallt niðurstöður til að geta borið saman síðar. Hve langt kemst ég? N-V-S-A byrja á 50 cm og bæti síðan alltaf við þá vegalengd. Pútt frá öllum áttum. Skráðu hjá þér niðurstöðu til minna þig á þegar þú gerir þessa æfingu seinna.
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
Klassískur stíll og fíngerð form gera þessa gamaldags hönnun baðinnréttinga gullfallega og nútímalega. Burlington baðherbergin eru gott dæmi um hin hefðbundnu baðherbergi sem fyrir löngu eru orðin klassísk og bera frábærri hönnun og fegurð baðherbergja fyrri tíma gott vitni. Burlington leggur mikið upp úr samræmdri hönnun á öllum sínum vörum til að auðvelda þér að velja hið klassíska baðherbergi.
Draghálsi 14 - 16 · S ím i 4 12 12 00 www.isleifur.is
Ýttu boltanum af stað
Hér er Gabríel Þórðarson að ýta boltanum af stað með pútternum. Hann leggur pútterinn einfaldlega niður fyrir aftan boltann og ýtir boltanum af stað með takfastri og mjúkri hreyfingu. Þetta er góð aðferð til þess að þjálfa taktinn í púttunum og halda sig við mjúkar en öruggar hreyfingar.
ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu ár, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
V l
Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi
Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Það eru til ýmis tæki sem aðstoða kylfinga að finna réttu leiðina í púttunum. Þar má nefna Pelz tækið þar sem að pútta þarf boltanum í gegnum „hlið“ án þess að boltinn komi við pinnana í tækinu. Einnig er hægt að nota tvö tí og setja upp slíkt hlið og ein æfing sem ég mæli með er að reyna að pútta í tí og láta boltann sem er á tíinu falla niður.
ENNEMM / SIA • NM81967
Notaðu hugmyndflugið
ALCAIDESA
I
COSTA BALLENA
I
LA SELLA
I
MONTECASTILLO
I
NOVO ST. PETRI
ENNEMM / SIA • NM81967
Frá kr.
174.995
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
m/hálfu fæði
Ferðir að seljast upp! Síðustu sætin!
Bókaðu
GOLFFERÐ Costa Ballena
Netverð á mann frá kr. 174.995 m.v. 2 í herbergi. 24. september í 7 nætur.
595 1000
.
heimsferdir.is – fáðu meira út úr fríinu
Góð ráð frá PGA-kennara:
Tíaðu boltann upp á braut Börn og byrjendur í golfi eiga ekki að hika við að tía boltann upp á braut á meðan þau eru að ná tökum á íþróttinni. Þetta er jú bara leikur og það jafnast ekkert á við það að sjá boltann fljúga af stað eftir gott högg. Ef boltinn er utan brautar er ekkert að því að leyfa barninu eða nýliðanum að tía boltann upp. Vissulega má ekki gera slíkt samkvæmt golfreglunum en það er í góðu lagi að einfalda leikinn með þessum hætti og gera upplifunina enn skemmtilegri.
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
Taktu for-skot รก sรฆluna
„Flétta“ og „hæll“
Byrjendur, sérstaklega börn, eiga oft erfitt með að skilja leiðbeiningar þegar orð eru notuð. Hægt er að nota myndrænar líkingar til þess að leiðbeina þeim. Hér er lokastaðan útskýrð með því að nota orðin „flétta“ og „hæll“. Í lokastöðunni er markmiðið hjá stúlkunni að hendurnar séu við fléttuna og annar hællinn lyftist frá jörðu. Einföld skilaboð og jafnvægið í lokastöðunni er frábært eins og sjá má á þessum myndum.
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
Matur og golf 2017 Hóptilboð fyrir 10—80 manns, Golfklúbbur selfoss ætlar að bjóða upp á frábært tilboð fyrir hópa í sumar. Tilvalið fyrir saumaklúbba, ættarmót, vinahópa, fyrirtæki o.lf. Þetta tilboð hefur gjörsamlega slegið í gegn síðustu árin. Innifalið í hóptilboðinu: 9—18 holur. Fríir æfingaboltar á æfingasvæðið. Samloka og Pepsí/Kristall við komuna á staðinn. Lambalæri með öllu tilheyrandi. Súkkulaði kaka með rjóma og kaffi.
Verð aðeins 5900 kr. á mann. Um að gera að panta þínu dagsetningu sem fyrst! Upplýsingar í síma 482-3335 eða hlynur@gosgolf.is
Velkominn á Svarfhólsvöll
Klúbbmeistarar 2017
Meistaramót fóru víða fram hjá golfklúbbum landsins í byrjun júlí. Þátttaka var almennt góð hjá klúbbunum þrátt fyrir að veðrið hafi verið með ýmsum hætti. Hér eru nokkrar myndir af klúbbmeisturum 2017 og myndasyrpa frá meistaramóti GR frá golfmyndir.is. Við óskum þeim öllum til hamingju með titlana.
Klúbbmeistarar Golfklúbbsins Se lfoss. Hlynur Geir Hjar tarson og Heiðr ún Anna Hlynsdóttir en þa u eru feðgin.
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramótin 2017
Klúbbmeistarar Golfklúbbsins Odds. Rögnvaldur Magnússon og Hrafnhildur Guðjónsdóttir.
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Klúbbmeistarar Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Egill Ragnar Gunnarsson og Ingunn Gunnarsdóttir.
Klúbbmeistarar Golfklúbbs Sandgerðis. Milena Medic og Pétur Þór Jaidee.
Klúbbmeistarar Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Stefán Orri Ólafsson og Hulda Birna Baldursdóttir.
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramótin 2017
Af öllu hjarta
ÚTSAL A
EIN STÆRSTA ÚTSALA LANDSINS Í FULLUM GANGI KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP kringlan.is
facebook.com/kringlan.is
Klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis. Birgir Björn Magnússon og Hafdís Alda Jóhannsdóttir.
Klúbbmeis tarar Nesk lúbbsins. Oddur Óli Jónasson og Karlott Einarsdótt a ir.
Klúbbmeistarar Golfklúbbs Akureyrar. Kristján Benedikt Sveinsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramótin 2017
Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum
Klúbbmeistarar Golfklúbbs Þorlákshafnar: Ingvar Jónsson og Ásta Júlía Jónsdóttir.
Klúbbmeistarar Golfklúbbsins Hellu. Mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir.
Klúbbmeistarar Golfklúbbs Vatnsleysustrandar: Adam Örn Stefánsson og Sigurdís Reynisdóttir.
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramótin 2017
G v E m
minn besti kylfusveinn
GPS golf snjallúr sem gefur þér nákvæma vegalengd að hindrunum og holu. Einnig er það frábært heilsu- og æfingaúr með innbyggðum púlsmæli. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s: 577-6000 | www.garmin.is
Klúbbmeistarar Golfklúbbs Reykjavíkur. Ragnhildur Sigurðardóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramótin 2017
GOLF.IS
105
Brooks Koepka sýndi allar sínar bestu hliðar á Erin Hills vellinum Brooks Koepka skaust upp á stjörnu himininn með mögnuðum leik sínum á Erin Hills vellinum nýverið þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta titil á risamóti. Hinn 27 ára gamli Bandaríkjamaður jafnaði mótsmetið á Opna bandaríska meistaramótinu, US Open, þegar hann sigraði með fjögurra högga mun. Koepka var með stáltaugar þegar mest á reyndi og lék hann lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari. Alls lék hann hringina fjóra á 16 höggum undir pari og jafnaði þar með met Rorys McIlroy frá árinu 2011. Þá lék NorðurÍrinn hringina fjóra á 268 höggum líkt og Koepka gerði í ár. Fyrir sigurinn fékk Koepka 222 milljónir kr. en besti árangur hans á risamóti var fjórða sæti á Opna bandaríska fyrir þremur árum.
106
GOLF.IS
PANTAÐU Á
FATRAVEL.I S
4. september 2017
SHANGRI-LA MAURITIUS
LÚXUSFERÐ FYRIR GOLFUNNANDANN
· 10 nætur á Shangri-La Resort Mauritius (*****) · Akstur til og frá flugvelli · Frítt að spila á Ile Aux Cerfs golfvellinum 18 holur · Einn golfhringur á mann daglega – hámark 2 golfarar
· Hálft fæði – morgunmatur og kvöldmatur · Notkun á óvélknúnum sjósports tækjum og sjóskíðum · Cool Zone krakka- og unglingaklúbbur alla daga · Aðgengi að fjórum flóðlýstum tennisvöllum
Verð 337.900 kr. TI
LB
ör
fá
OÐ
sæ
ti
SV E
la
us
RÐ
ESTORIL PORTÚGAL
GARDA ÍTALÍA
CORK ÍRLAND
· 7 nætur á Palacio Estoril (*****) · 5 daga ótakmarkað golf · Hálft fæði 3. október 2017
· 7 nætur á Grand Hótel Gardone Riviera (****) · 6 daga Golf · Hálft fæði 30. september 2017
· 3 nætur á Aghadoe Heights Hotel (*****) · 4 golfhringir á glæsilegum völlum · Írskt morgunverðarhlaðborð 15. september 2017
Verð 217.900 kr.
Verð 249.900 kr.
Verð 99.000 kr. REYKJAVÍKURVEGI 66 220 HAFNAFJÖRÐUR INFO@FATRAVEL.IS + 354 471 2000
Koepka gerðist atvinnukylfingur árið 2012 eftir útskrift úr Florida State háskólanum. Hann náði ekki að komast inn á PGA-mótaröðina í gegnum úrtökumót og reyndi fyrir sér á Áskorendamótaröðinni í Evrópu. Þar gekk honum vel og komst hann inn á Evrópumótaröðina. Árið 2014 náði Koepka að komast inn á sjálfa PGA-mótaröðina. Golf er ekki eina íþróttin sem Koepka hefur náð tökum á en hann þótti afar snjall hafnaboltaleikmaður sem gat slegið boltann langt með hafnaboltakylfunni. Áður en hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu á Erin Hills vellinum hafði
hinn högglangi Koepka aðeins sigrað á einu PGA-móti á ferlinum. Hann sigraði
Hvað slær Koepka langt? Brooks Koepka er gríðarlega högglangur. Hér má sjá hversu langt hann slær með hverri kylfu fyrir sig. 7-járn: 164 metrar. Driver: 280 metrar. 8-járn: 155 metrar. 3-tré: 245 metrar. 9-járn: 140 metrar. 3-blendingur: 225 metrar. Fleygjárn: 130 metrar. 4-járn: 205 metrar. 52 gráður: 117 metrar. 5-járn: 187 metrar. 56 gráður: 105 metrar. 6-járn: 178 metrar.
Verðlaunaféð á Opna bandaríska 2017: 1. Brooks Koepka, -16 (222 milljónir kr.) 2.-3. Hideki Matsuyama, -12 (108 milljónir kr.) 2.-3. Brian Harman, -12 (108 milljónir kr.) 4. Tommy Fleetwood, -11 (57 milljónir kr.)
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Nýja ofurstjarnan?
5.-7. Xander Schauffele, -10 (43 milljónir kr.) 5.-7. Bill Haas, -10 (43 milljónir kr.) 5.-7 Rickie Fowler, -10 (43 milljónir kr.)
árið 2015 á Waste Management mótinuí Phoenix. Á þessu tímabili hefur Koepka verið í góðu standi. Hann hefur sex sinnum verið á meðal 25 efstu og fjórum sinum á topp 10 á PGA-mótum. Yngri bróðir Brooks heitir Chase Koepka og leikur hann á Áskorenda- og Evrópumótaröðinni um þessar mundir. „Ég á margar magnaðar sögur frá þeim tíma sem ég lék á Áskorendamótaröðinni. Ég hafði gott af því að komast frá Bandaríkjunum úr vernduðu umhverfi og standa á eigin fótum á ókunnugum slóðum. Ég var 21 árs gamall og fékk tækifæri til þess að ferðast um heiminn. Mér fannst það geggjað. Og sumir af þeim stöðum sem við heimsóttum voru mjög sérstakir og eftirminnilegir. Sjálfstraustið varð meira og meira hjá mér eftir því sem ég fékk fleiri verkefni til að glíma við og ég varð betri kylfingur fyrir vikið,“ sagði Koepka um veru sína í Evrópu á sínum tíma. Á undanförnum sjö risamótum í golfi (Masters-mótinu, Opna bandaríska, Opna breska, PGA-meistaramótinu) hafa sigurvegararnir fagnað sínum fyrsta sigri á risamóti. Þetta er í fyrsta sinn frá árunum 1998-2000 þar sem bandarískir kylfingar sigra þrjú ár í röð á Opna bandaríska meistaramótinu.
ÖRYGGI Í EINUM SMELLI Skjáboðinn er nýr hugbúnaður frá Securitas sem gerir þér kleift að kalla eftir aðstoð samstarfsfélaga og senda boð til stjórnstöðvar Securitas með einum smelli
SKJÁBOÐI Einföld öryggislausn fyrir vinnustaði
Kynntu þér Skjáboðann og aðrar öryggislausnir fyrir þitt fyrirtæki securitas.is
securitas@securitas.is
S: 580-7000
110
GOLF.IS
Arctic Open
GOLF.IS
111
Arctic Open fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri í lok júní. Að venju var fjöldi erlendra gesta og létu þeir vel af upplifun sinni af miðnæturgolfi á norðurhjara veraldar. Veðrið hefur oft verið betra á þessu móti en keppendur létu það ekki á sig fá. Alls voru keppendur 217, þar af 42 erlendir gestir. Helgi Gunnlaugsson úr GA er Arctic Open meistarinn 2017 en Helgi fékk samtals 71 punkt. Helgi varði titilinn frá því í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í 32 ára sögu mótsins sem það gerist. Sigurinn var naumur því Anton Ingi Þorsteinsson og Jónas Þór Hafþórsson voru með 70 punkta í næstu sætum þar fyrir neðan. Willy Blumenstein Valdimarsson úr GL sigraði í höggleikskeppninni í karlaflokki á 149 höggum. Marólína G. Erlendsdóttir sigraði í höggleikskeppni kvenna á 181 höggi. Auðunn Níelsson tók þessar glæsilegu myndir sem segja allt sem segja þarf um stemninguna á Arctic Open 2017.
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Arctic Open 2017
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Helgi varði titilinn fyrstur allra
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Golfsettið er alltaf innifalið
Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 84400 05/17
Ný nöfn rituð á KPMG-bikarana
– Egill Ragnar og Guðrún Brá fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í holukeppni Ný nöfn voru rituð á KPMG-bikarana í karla- og kvennaflokki að loknu Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júní. Hinn tvítugi Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG sigraði í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK í kvennaflokki. Alls hófu 32 karlar og 16 konur keppni og léku allir keppendur þrjá leiki í riðla keppninni sem fram fór á föstudeginum. Leiknar voru 13 holur í hverri umferð í riðlakeppninni og í átta manna úrslitum einnig. Í undanúrslitum og úrslitum voru leiknar 26 holur. Egill Ragnar tapaði aðeins einum leik í riðlakeppninni, gegn Vikari Jónassyni úr GK. Egill stóð samt sem áður uppi sem
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ný nöfn rituð á KPMG-bikarana
sigurvegari í riðlinum þar sem hann var með fleiri vinninga í farteskinu en Viktor Ingi Einarsson úr GR og Vikar Jónasson. Guðrún Brá tapaði ekki leik í Vestmanna eyjum og sýndi mikið öryggi í leik sínum. Hún vann alla þrjá leikina í riðlakeppninni og réðust úrslit í leikjum hennar aldrei á lokaholunni. Egill Ragnar hefur verið sigursæll á þessu tímabili því þetta er annar Íslandsmeistara
titill hans á þessu sumri. Hann sigraði einnig á Íslandsmótinu í holukeppni í flokki 19-21 árs á Íslandsbankamótaröðinni. Egill var ánægður með sigurinn gegn félaga sínum Alfreð Brynjari Kristinssyni úr GKG í úrslitaleiknum. „Það voru fleiri holur en vanalega í undan úrslita- og úrslitaleiknum eða 26 holur alls. „Vissulega var þetta meira álag á okkur en mér fannst þetta mót vera skemmtilegt,“ sagði Egill Ragnar. „Þetta mót var öðruvísi en önnur mót, skrítið að mörgu leyti, en þetta var skemmtilegt mót,“ sagði Guðrún Brá eftir sigurinn í Eyjum.
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 84400 05/17
LEXUS NX SKARPARI Á ALLA KANTA
Lexus NX hefur skarpari línur og sker sig úr fjöldanum með sportlegri hönnun sem gleður augað frá öllum sjónarhornum. Að innan státar Lexus NX af skjá með 360 gráðu sjónsviði og Mark Levinson Premium Surround hljóðkerfi sem magnar seiðandi aðdráttarafl hans – hvar sem hann kemur. Verð frá 6.930.000 kr. lexus.is Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400
NX
Leið Egils að titlinum Úrslit: Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 5/3 sigur. Undanúrslit: Stefán Þór Bogason, GR 7/6 Átta manna úrslit: Hákon Örn Magnússon, GR 20. hola. Riðlakeppni: Hákon Harðarson, GR 5/4 sigur. Viktor Ingi Einarsson, GR 3/2 sigur. Vikar Jónasson, GK 1/0 tap.
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ný nöfn rituð á KPMG-bikarana
Nýtt í Nettó
Lífrænar kaffiblöndur
www.netto.is Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
Leið Guðrúnar að titlinum: Úrslit: Helga Kristín Einarsdóttir, GK 3/2 sigur. Undanúrslit: Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 7/6 sigur. Átta manna úrslit: Kinga Korpak, GS 4/3 sigur. Riðlakeppni: Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 3/2 sigur. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 2/1 sigur. Heiða Guðnadóttir, GM 3/2 sigur.
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ný nöfn rituð á KPMG-bikarana
Þrír fyrrverandi Íslandsmeistarar í holukeppni voru á meðal keppenda í KPMG-bikarnum 2017. Kristján Þór Einarsson úr GM varð Íslandsmeistari í holukeppni árið 2009 og Berglind Björnsdóttir úr GR sem mætti í titilvörnina í Eyjum. Heiða Guðnadóttir úr GM fagnaði þessum titli árið 2015 og var hún einnig á meðal keppenda. Gísli Sveinbergsson úr GK hafði titil að verja frá því í fyrra en Gísli komst ekki í titilvörnina vegna þátttöku hans á Opna breska áhugamannamótinu. Fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988 og mótið í ár var því það 30. frá upphafi. Fyrstu
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ný nöfn rituð á KPMG-bikarana
Íslandsmeistararnir í holukeppni voru þau Úlfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast fagnað þessum titli í karlaflokki eða fjórum sinnum. Í kvennaflokki hefur Ragnhildur Sigurðardóttir oftast sigrað eða sjö sinnum alls.
Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi: Karlaflokkur: 1988 Úlfar Jónsson (1) 1989 Sigurður Pétursson (1) 1990 Sigurjón Arnarsson (1) 1991 Jón H. Karlsson (1) 1992 Björgvin Sigurbergsson (1) 1993 Úlfar Jónsson (2) 1994 Birgir Leifur Hafþórsson (1) 1995 Örn Arnarson (1) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson (2) 1997 Þorsteinn Hallgrímsson (1) 1998 Björgvin Sigurbergsson (2) 1999 Helgi Þórisson (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson (3) 2001 Haraldur Heimisson (1) 2002 Guðmundur I. Einarsson (1) 2003 Haraldur H. Heimisson (2) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson (3) 2005 Ottó Sigurðsson (1) 2006 Örn Ævar Hjartarson (1) 2007 Ottó Sigurðsson (2) 2008 Hlynur Geir Hjartarson (1) 2009 Kristján Þór Einarsson (1) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson (4) 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson (1) 2012 Haraldur Franklín Magnús (1) 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1) 2014 Kristján Þór Einarsson (2) 2015 Axel Bóasson (1) 2016 Gísli Sveinbergsson (1) 2017 Egill Ragnar Gunnarsson (1)
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ný nöfn rituð á KPMG-bikarana
Kvennaflokkur: 1988 Karen Sævarsdóttir (1) 1989 Þórdís Geirsdóttir (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 1991 Karen Sævarsdóttir (2) 1992 Karen Sævarsdóttir (3) 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir (2) 1994 Karen Sævarsdóttir (4) 1995 Ólöf María Jónsdóttir (1) 1996 Ólöf María Jónsdóttir (2) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir (3) 1998 Ólöf María Jónsdóttir (3) 1999 Ólöf María Jónsdóttir (4) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir (4) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (5) 2002 Herborg Arnarsdóttir (1) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir (6) 2004 Ólöf María Jónsdóttir (5) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (7) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir (1) 2007 Þórdís Geirsdóttir (2) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir (1) 2009 Signý Arnórsdóttir (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1) 2012 Signý Arnórsdóttir (2) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (2) 2014 Tinna Jóhannsdóttir (1) 2015 Heiða Guðnadóttir (1) 2016 Berglind Björnsdóttir (1) 2016 Guðrún Brá Björgvinsdóttir (1)
Fáðu Krakkakort fyrir 0 kr. á hraðasta farsímaneti landsins
TVIST 10575
Fjölskyldan hringir endalaust og samnýtir gagnamagnið í Endalaus 15 GB farsímaleiðinni. Krakkarnir fá Krakkakort með endalausum mínútum og 1 GB á 0 kr. Þú getur meira með Símanum.
Eitt verð fyrir alla fjölskylduna 7.600 kr.
Samnýtt GB Nánar á síminn.is, í verslunum Símans og í síma: 800 7000.
– Erlendir kylfingar flykkjast til Íslands Mikil aukning hefur verið á heimsóknum erlendra kylfinga til landsins á þessu sumri. Samtök golfklúbba á Íslandi sem starfa undir merkjum Golf Iceland tóku nýverið saman heimsóknir erlendra kylfinga á fimm íslenska golfvelli í júní. Aukningin er um 50%. Alls léku 1.064 erlendir kylfingar í júní aðeins á þessum þremur völlum, þrír þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og tveir eru á landsbyggðinni. Til samanburðar voru 708 erlendir kylfingar sem léku í júní í fyrra á þessum sömu völlum. Gera má ráð fyrir að tekjur þessara fimm klúbba frá heimsóknum erlendra kylfinga í júnímánuði séu um 10 milljónir kr.
124
GOLF.IS
w
NÝ OG FERSK HUGSUN FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
HONDA CIV IC F RÁ KR. 3. 130. 000
www.honda.is
Honda Civic er bíll sem er allt annað og meira. Hannaður sérstaklega fyrir þig. Hann endurspeglar metnað okkar fyrir tæknilegum yfirburðum. Skemmtilegur að keyra, öruggur, áreiðanlegur með pláss fyrir flest, þó sérstaklega – athygli! Fullkomin blanda af krafti, sparneytni og gæðum. Komdu í heimsókn og prófaðu meira af okkar besta til þessa.
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum
Fyrsti sigurinn – Axel Bóasson þýtur upp stiga í höfn listann á Nordic Tour atvinnu mótaröðinni
126
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fyrsti sigurinn í höfn
Axel Bóasson hefur á undanförnum vikum náð frábærum árangri á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Keilismaðurinn náði að sigra í fyrsta sinn á ferlinum á SM Match þar sem 64 keppendur tóku þátt í holukeppni. Axel komst í gegnum allar sex umferðirnar án þess að tapa leik og hafði betur gegn Daniel Løkke í úrslitum mótsins. Keppnistímabilið hefur svo sannarlega verið áhugavert hjá Axel á þessu ári. Eftir erfiða byrjun náði hann vopnum sínum á ný og hefur átt frábæru gengi að fagna. „Ég virðist vera holukeppnismaður og þetta var skemmtilegt mót. Það er hluti af planinu að ná að sigra á atvinnumóti og það er gott fyrir sjálfstraustið að ná markmiðum sínum,“ segir Axel en hann leikur á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
„Það sem var óvenjulegt við þetta holukeppnismót var að ég var eini íslenski kylfingurinn að þessu sinni. Við erum óvenjumargir að leika á þessari mótaröð á þessu tímabili og stemningin er eins og í fótboltaliði. Ég lenti ekki í neinum stórum vandræðum en náði að bjarga mér inn í undanúrslitaleikinn með því að fá tvo fugla í röð á 18. til þess að jafna metin og síðan til þess að vinna leikinn á 19.“
GOLF.IS
127
Var ekki að ná neinu út úr æfingunum Axel viðurkennir fúslega að hann hafi átt erfitt uppdráttar í vor eftir skelfilega byrjun á tímabilinu þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu fjórum mótunum. „Ég átti gott spjall við Jussi Pitkänen afreksstjóra GSÍ eftir þá törn. Hann talaði bara hreint út við mig, einfaldaði hlutina og gaf mér góð ráð varðandi æfingarnar mínar og áherslur. Ég var ekki að ná neinu út úr æfingamagninu. Jussi hjálpaði mér mikið að ná einbeitingu og fókus á að gera kannski aðeins minna og ná meiri gæðum út úr því. Það sem ég legg mesta áherslu á er þrennt. Í fyrsta lagi að ná gæðum út úr æfingunum, í öðru lagi er það hugarþjálfun sem Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur hefur verið að leiðbeina mér með og í þriðja lagi eru það æfingar í höggum af 100 metra færi og nær.“ Styrkleikinn á Nordic Tour mótaröðinni er mikill og segir Axel að þeir sem komist í gegnum niðurskurðinn á hverju móti fyrir sig geti allir staðið uppi sem sigurvegarar. „Ég hef lært mikið á þessu tímabili og það skiptir mestu máli að vera ekki sáttur við að komast í gegnum niðurskurðinn. Ég þarf að vera að keppa um sigurinn og ég er með þá tilfinningu núna að ég geti það. Ég endaði í fjórða sæti á fimmta mótinu mínu á þessu
tímabili sem var þá fyrsta mótið þar sem ég komst í gegnum niðurskurðinn. Eftir það mót var ég með fleiri stig á stigalistanum en eftir allt tímabilið í fyrra. Ég þarf að vera með „allt eða ekkert“ hugarfar á þessum mótum. Samkeppnin er mikil og það gefur ekkert að vera að spila „öruggt“ og reyna að komast í gegnum niðurskurðinn.“ Á Nordic Tour er það helsta markmið keppenda að enda í hópi fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins. Fimm efstu fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni sem er sú næststerkasta á eftir sjálfri
Evrópumótaröðinni. „Við erum á réttri leið og þeir sem eru í hópi sex efstu sleppa við fyrsta stig úrtökumótsins í haust fyrir Evrópumótaröðina. Það eru mörg mót eftir en ég er bjartsýnn á framhaldið og markmiðið er að komast inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu,“ sagði Axel Bóasson við Golf á Íslandi.
Metfjöldi frá Íslandi á Nordic Tour Aldrei verið fleiri íslenskir atvinnukylfingar verið við keppni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Haraldur Franklín Magnús (GR), Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Ólafur Björn Loftsson (GKG) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) eru allir á stigalistanum þetta tímabilið. Þegar þetta er skrifað var Haraldur Franklín í öðru sæti stigalistans eftir 10 mót, Axel í því þriðja eftir 12 mót, Andri Þór í því 48. eftir 10 mót, Birgir Leifur í 51. sæti eftir 3 mót, Guðmundur Ágúst í 95. sæti eftir 8 mót og Ólafur Björn í 167. sæti eftir 3 mót.
Það eru fjölmargar atvinnumótaraðir í Evrópu. Sjálf Evrópumótaröðin trónir þar efst í styrkleika og þar á eftir kemur Áskorendamótaröðin (Challenge Tour) þar sem Birgir Leifur Hafþórsson er með keppnisrétt. Í þriðja styrkleikaflokki eru nokkrar mótaraðir og þar á meðal Nordic Tour sem er samstarfsverkefni golfsambanda í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Pro Golf mótaröðin, þar sem Þórður Rafn Gissurarson úr GR hefur náð fínum árangri, er í þessum styrkleikaflokki auk tveggja til þriggja annarra mótaraða í Mið-Evrópu og Bretlandi. Allar mótaraðirnar í þriðja styrkleikaflokki verðlauna stigahæstu keppendurna með farseðlum beint inn á Áskorendamótaröðina.
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fyrsti sigurinn í höfn
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 711081
Atvinnumótaraðir í Evrópu
LYF NÝTTÐ VI MI OFNÆ
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 711081
Of mikið sumar ?
Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Flynise inniheldur virka efnið deslóratadín 5 mg sem er andhistamín. Flynise er ofnæmislyf sem veldur ekki syfju. Það vinnur gegn ofnæmisviðbrögðunum og einkennum þeirra. Flynise dregur úr einkennum ofnæmisnefkvefs (bólga í nefgöngum vegna ofnæmis, t.d. frjónæmi eða ofnæmi fyrir rykmaurum) hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Flynise er einnig notað gegn einkennum er tengjast ofsakláða (ofnæmisviðbrögð í húð). Lyfið er til inntöku og á að gleypa töfluna heila. Ráðlagður skammtur er ein tafla á sólarhring með vatni, með eða án fæðu. Gætið varúðar þegar Flynise er tekið með áfengi. Þú verður að hafa samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki á 7 dögum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Öflugur golfmyndabanki á
gsimyndir.net. – Golfsamband Íslands á mikið magn af ljósmyndum sem er aðgengilegt fyrir alla
Golfsamband Íslands hefur á undanförnum árum safnað saman miklu magni af ljósmyndum. Myndefnið er úr ýmsum áttum og er það vistað á vefnum gsimyndir.net. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir alla og hægt er að hlaða þeim niður í ýmsum upplausnum. Eins og gefur að skilja eru myndir af afrekskylfingum landsins í gegnum tíðina í miklum meirihluta. Einnig er þar ágætt safn af myndum af golfvöllum landsins og er þetta allt flokkað eftir bestu getu. Allar ábendingar um mynda bankann eru vel þegnar og er hægt að senda slíkar fyrirspurnir á seth@golf.is
130
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugur golfmyndabanki á gsimyndir.net.
Öndverðarnesið heillar marga
132
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öndverðarnesið heillar marga
Vandaðar innréttingar
Hjá Parka færðu hágæða innréttingar. Innréttingarnar eru sérsniðnar að þínum óskum og þörfum hvað varðar liti, áferð og þægindi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
134
GOLF.IS
GOLF.IS
135
Þeir bestu velja TaylorMade
Golfvöllurinn í Öndverðarnesi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og er af mörgum talinn einn áhugaverðasti og skemmtilegasti golfvöllur landsins. Völlurinn, sem er 18 holur, er á orlofsjörð Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Félags iðn- og tæknigreina. Golfklúbbur Öndverðarness var stofnaður 1974 af nokkrum félögum þessara samtaka og þeirra nánustu. Félögum í klúbbnum hefur fjölgað jafn og þétt í gegnum árin og eru þeir nú rúmlega 500 talsins. Stöðugt hefur verið unnið að endurbótum á bæði golfvelli og aðstöðu, meðal annars var tekinn í notkun nýr golfskáli árið 1994 og viðbygging og endurbætur árið 2008. Golfklúbburinn hefur verið aðili að GSÍ frá árinu 1998. Golf á Íslandi tók þessar myndir sumarið 2016 þegar Íslandsmót eldri kylfinga fór þar fram. Völlurinn skartaði sínu fegursta eins og sjá má á þessum myndum.
BÍLDSHÖFÐA 20
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
136
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öndverðarnesið heillar marga
BRAUTARHOLT GOLFVÖLLUR BÓKAÐU HÓPINN
Einstaklega fallegur golfvöllur í 30 mínútna fjarlægð frá miðborginni. Einn af 100 bestu golfvöllum Norðurlanda samkvæmt Golf Digest.
GOLFSKUTLA
Tilvalið að bjóða viðskiptavinum eða starfsmannahópum í golf. Við erum með 8 manna bíl fyrir smærri hópa. Hópurinn getur þá notið þess að skemmta sér saman í Brautarholti. Sendu póst á gbr@gbr.is og við sendum þér tilboð fyrir hópinn.
www.gbr.is | gbr@gbr.is | sími: 566 6045 Golfklúbbur Brautarholts
Golfklúbbur Brautarholts
Golfklubburinn Brautarholti
Íslandsbankamótaröðin
Átta Íslandsmeistarar krýndir í Grindavík
– Vel heppnað Íslandsmót í holukeppni á Húsatóftavelli Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Húsatófta velli í Grindavík dagana 16.-18. júní. Alls tóku um 130 keppendur þátt. Aðstæður voru nokkuð krefjandi í Grindavík en veðrið var með ýmsum hætti, rok, rigning og sól. Alls voru átta kylfingar krýndir Íslands meistarar í holukeppni í sínum aldurs flokkum. GR og GKG voru með tvo titla en GK, GHD, GA og GS fengu einnig Íslandsmeistaratitla. Keppt var í fyrsta sinn
í flokki 19-21 árs og var þátttakan mjög góð í piltaflokki þar sem 20 keppendur mættu til leiks. Það var einnig systkinastemning á Húsatóftavelli. Systurnar úr GS, Kinga
Korpak og Zusanna Korpak, unnu báðar til verðlauna. Systkinin úr GR, Dagbjartur og Perla Ósk Sigurbrandsbörn, unnu einnig bæði til verðlauna. Þar að auki voru systkinin Bjarni Þór Lúðvíksson og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir framarlega í flokki. Bjarni Þór fékk silfurverðlaun og Jóhanna endaði í fjórða sæti.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Frá vinstri. Axel Fannar, 19-21 árs piltar: Egill, Björn Óskar og 1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG Björn Óskar Guðjónsson. 2. Björn Óskar Guðjónsson, GM Egill sigraði 3/2 í úrslitaleiknum. 3. Axel Fannar Elvarsson, GL 4. Birgir Björn Magnússon, GK Axel sigraði á 20. holu í bráðabana.
17-18 ára piltar: 1. Sigurður Már Þórhallsson, GR 2. Ragnar Már Ríkarðsson, GM Sigurður Már sigraði 1/0. 3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD. 4. Ingvar Andri Magnússon, GR. Arnór sigraði 2/0.
138
GOLF.IS
Frá vinstri: Jón Júlíus Karlsson stjórnarmaður GSÍ, Arnór Snær, Sigurður Már, Ragnar Már og Hávarður Gunnarsson stjórnarmaður GG.
19-21 árs stúlkur: 1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 2. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS Helga sigraði 5/4.
17-18 ára stúlkur: 1. Amanda G. Bjarnadóttir, GHD 2. Zuzanna Korpak, GS Amanda sigraði 7/5. 3. Heiðrún Hlynsdóttir, GOS 4. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG Heiðrún sigraði 2/1
Frá vinstri: Jón Júlíus Karlsson stjórnarmaður GSÍ, Helga Kristín og Laufey Jóna.
Frá vinstri: Heiðrún, Amanda og Zuzanna.
Rétta kortið fyrir kylfinginn
Vildarpunktar Icelandair af allri verslun
Premium Icelandair
American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.
Kynntu þér kostina á kreditkort.is
Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers
Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.
15-16 ára drengir: 1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 2. Andri Már Guðmundsson, GM Dagbjartur sigraði 4/3. 3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 4. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV Tómas sigraði 1/0.
14 ára og yngri strákar: 1. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG 2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR Flosi sigraði 6/5. 3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKG 4. Böðvar Bragi Pálsson, GR Sveinn Andri sigraði 3/1.
Frá vinstri: Jón Júlíus Karlsson stjórnarmaður GSÍ, Andri Már, Dagbjartur, Tómas og Hávarður Gunnarsson stjórnarmaður GG.
Frá vinstri: Jón Júlíus Karlsson stjórnarmaður GSÍ, Bjarni Þór, Flosi, Sveinn Andri og Hávarður Gunnarsson stjórnarmaður GG.
15-16 ára telpur: 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG Andrea sigraði 1/0. 3. Ásdís Valtýsdóttir, GR 4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Ásdís sigraði 1/0.
14 ára og yngri stelpur: 1. Kinga Korpak, GS 2. Eva María Gestsdóttir, GKG Kinga sigraði 1/0 3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR Perla sigraði 5/4.
Frá vinstri: Jón Júlíus Karlsson stjórnarmaður GSÍ, Ásdís, Andrea Ýr, Hulda Clara og Hávarður Gunnarsson stjórnar maður GG.
Frá vinstri: Jón Júlíus Karlsson stjórnarmaður GSÍ, Perla, Kinga, Eva María og Hávarður Gunnarsson stjórnar maður GG.
debet | kredit Bókhaldskerfi dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leiti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga. Sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og tækni s.s. með aðlögun að spjaldtölvum og snjallsímum.
Afgreiðslukerfi dk POS er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Sérsniðnar lausnir s.s. tenging við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.
Áskrift Afgreiðslukerfi, Snjalltækjalausnir, skýjalausnir og Office 365 í áskrift. Skoðaðu málið á dk.is dk hugbúnaður ehf Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | dk@dk.is | 510 5800
Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as
as
Egill Ragnar Gunnarsson GKG íhugar púttlínuna á 9. flötinni. Takk fyrir leikinn: Birgir Björn Magnússon GK og Axel Fannar Elvarsson GL voru kátir í leikslok um bronsverðlaunin í 19-21 árs flokknum. Zuzanna Korpak GS horfir á eftir teighögginu á 1. teig.
Kinga Korpak GS fagnar hér sigrinum í úrslitaleiknum gegn Evu Maríu Gestsdóttur GKG. Amanda Bjarnadóttir frá Dalvík sigraði í flokki 1718 ára. Hér undirbýr hún upphafshöggið á 1. teig.
Heiðrún Hlynsdóttir horfir á eftir upphafshögginu á 1. teig með bleika PingSPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og dræverinn,sköftum að sjálfsögðu. unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir Kristófer Karl Karlsson GM koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við smellhittir hér upphafshöggið bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla á 12. braut. kerrur fyrir krakka.
ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski og margt fleira. Nánari upplýsingar um úrval og verð hjá
hans@golfskalinn.is
GOLF.IS
141
Áskorendamótaröðin:
Úrslit frá Gufudalsvelli í Hveragerði Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma. Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ afhenti verðlaunin og í mótslok var boðið upp á létta grillveislu. Aðstæður í Hveragerði voru nokkuð krefjandi, mikil úrkoma gerði keppendum erfitt um vik en rúmlega 50 keppendur tóku þátt. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Stúlkur 10 ára og yngri / 9 holur: 1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 49 högg 2. Lilja Dís Hjörleifsdóttir, GK 52 högg 3. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG 54 högg Piltar 10 ára og yngri / 9 holur: 1. Kári Siguringason, GS 48 högg 2. Snorri Rafn William Davíðsson, GS 56 högg 3. Hjalti Kristján Hjaltason, GR 59 högg Piltar 12 ára og yngri / 9 holur: 1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 43 högg 2. Skúli Gunnar Ágústsson, GA 46 högg 3. Sólon Siguringason, GS 47 högg Stúlkur 12 ára og yngri / 9 holur: 1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 59 högg 2. Lára Dís Hjörleifsdóttir, GK 61 högg 3. María Rut Gunnlaugsdóttir, GM 63 högg
142
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Piltar 15-18 ára / 18 holur: 1. Atli Teitur Brynjarsson, GL 82 högg Stúlkur 15-18 ára / 18 holur: 1. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 106 högg 2. Jana Ebenezersdóttir, GM 115 högg 3. Erna Rós Agnarsdóttir, GS 116 högg Piltar 14 ára og yngri / 18 holur: 1. Magnús Máni Kjærnested, NK 89 högg 2. Ólafur Ingi Jóhannesson, NK 89 högg 3. Ingimar Elfar Ágústsson, GL 90 högg Stúlkur 14 ára og yngri / 18 holur: 1. Kristín Vala Jónsdóttir, GL 99 högg 2. Laufey Kristín Marinósdóttir, GKG 105 högg 3. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 124 högg
FYR IR
N OG AUG U SJÓ
NÝ
LÝ S
I
T T Ý N JU N G F RÁ
OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkum ætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS
„Okkar kylfingar stóðu sig af stakri prýði,“ segir Jón B. Stefánsson
LEK – Landasamband eldri kylfinga hefur um árabil sent lið á Evrópumót eldri kylfinga 50+ ESGA. Í ár var ESGA mótið sem er stóra mótið hjá ESGA haldi í Póllandi 19. – 23. Júní 2017. Spilað var á tveim völlum í nágrenni GDYNIA við frábærar aðstæður. Meistaramótið sem er höggleikur án for gjafar fór fram á Postolowo með þáttöku 21 þjóðar. Bikarmótið sem er höggleikur með forgjöf fór fram á Sierra vellinun með þátttöku 23 þjóða.
144
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Okkar kylfingar stóðu sig af stakri prýði,“
Bæði liðin stóðu sig frábærlega vel og enduðu hvor fyrir sig í 5 sæti og munaði aðeins einu höggi á íslenska liðinu og því sænska í Meistaramótinu og tveim höggum á íslenska liðinu og því spánska
í bikarmótinu og og er það besti árangur íslenskra lið í þessum mótum og er til marks um þann styrk og kraft sem felst í starfi eldri kylfinga á Íslandi. „ Okkar kylfingar stóðu sig af stakri prýði allir sem einn og er í mínum huga klárt að góður liðsandi og ríkt keppnisandi komu okkar mönnum áleiðis og síðan var liðið samsett af frábærum kylfingum með góða keppnisreynslu. Árangur liðanna sýnir að íslenskir kylfingar eldri en 55 ára standa vel í samanburði við aðrar þjóðir og er okkur klárlega hvatning til áframhaldansi starfs innan LEK og í tengslum við GSÍ,“ sagði Jón B. Stefánsson formaður LEK og farastjóri í ferðinni. Samhliða liðakeppninni var einstaklings keppni og í Meistaramótinu var Gunnar Páll Þórisson jafn í 10 sæti í og Gauti Grétarsson jafn í 18 sæti af 125 kylfingum og í Bikarmótinu varð Guðmundur Ágúst Guðmundsson jafn í 14 sæti og Þorsteinn Reynir Þórsson jafn í 16 sæti af 136 kylfingum. Næstu verkefni á erlendri grundu hjá LEK eru ESGA mót kylfinga 70+ sem haldið verður í Tékkóslóvakíu 16-20. júlí, EGA mót kylfinga 50+ sem haldi verður í Svíþjóð 5.- 9. september EGA mót kvenna 50+ sem haldið verður í Slóvakíu 4.- 10. september. Þessu til viðbótar er ráðgert að lið á vegum LEK spili vináttuleik við Norðmenn í Noregi í september.
Kylfingar 50+
Við þurfum þína hjálp – kr. 50.000 gjafabréf í golfferð með Úrval Útsýn í boði Ágætu kylfingar,
LEK – landssamtök eldri kylfinga. LEK, landssamband eldri kylfinga, eru samtök kylfinga sem eru 50 ára og eldri og hefur það hlutverk að sinna þeim málum sem helst brenna á kylfingum eftir miðjan aldur. Kylfingar 50+ er orðinn einn fjölmennasti iðkendahópur golfs á Íslandi og fer hópurinn ört stækkandi þar sem fleiri og fleiri stunda íþróttina langt fram eftir aldri. Vaxandi hópur kylfinga 50+ koma úr afreksstarfi félaganna og hafa bæði getu og áhuga á að taka þátt í keppnisgolfi. Hlutverk LEK er meðal annars að hlúa að afreksstarfinu og tryggja að kylfingar 50+ hafi möguleika á að taka þátt í virkri keppni bæði innanlands og með þátttöku í landsliðsverkefnum. Á þessu sumri sendir LEK fjögur landslið karla og kvenna til keppni á erlendri grund.
Öldungamótaröðin. LEK annast árlega „Öldungamótaröðina“ sem er aldursflokkuð mótaröð eldri kylfinga sem bæði gefur kylfingum 50+ möguleika á að spila saman og gefur líka stig til landsliða eldri kylfinga. Mótaröðin er mjög vinsæl og er þátttaka mjög góð. Til skoðunar
146
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfingar 50+
er að bjóða fjölbreyttari mót og auka möguleika eldri kylfinga á þátttöku í mótum í sínum aldursflokki. Leitum til þín – kr. 50.000 er möguleiki! LEK hefur ekki mikla möguleika á tekjuöflun og háir það frekari þróun á þjónustu við eldri kylfinga. Við leitum því til þín um stuðning! Á næstu dögum verða sendir valfrjálsir greiðsluseðlar í heimabanka þeirra kylfinga sem við höfum á skrá og vonum við að þið getið aðstoðað okkur og greitt seðilinn, sem er aðeins kr. 2.000. Upphæðin er ekki há en því fleiri sem sjá sér fært að greiða, því hærri verður heildarupphæðin! Þeir sem greiða seðilinn fyrir 20. júlí fara í pott sem dregið verður úr 25. júlí og geta unnið gjafabréf kr. 50.000 upp í golfferð með Úrval Útsýn.
Að lokum Við vonum að allir eldri kylfingar sýni samstöðu og leggi okkur lið við að gera okkur mögulegt að halda áfram uppbyggingu golfstarfs og þjónustu við eldri kylfinga. Margt smátt gerir eitt stórt. Jón B. Stefánsson formaður LEK
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Bættu leikhraðann – góð ráð til kylfinga
1. Leiktu ávallt á þeim hraða líkt og þú hafir aðeins þrjá tíma til þess að klára hringinn áður en það verður dimmt - óháð því á hvaða tíma dags þú ert úti á velli.
7. Merktu bara boltann þegar hann er nálægt holunni. Ef aðpúttið fer nálægt holunni reyndu þá að klára í stað þess að merkja boltann ef þú getur.
2. Taktu hlífina af kylfunni sem þú notar oftast, t.d. drævernum, og settu hana í golfpokann. Það fer ótrúlega mikill tími í að taka hlífina af og setja hana aftur á kylfuna.
8. Sá sem kemur fyrstur að teig á par 3 holu ætti að gefa öðrum upplýsingar um lengd að flaggi ef hann er með slíkan útbúnað. Það er óþarfi að allir séu að mæla sömu vegalengdina.
3. Leiktu á teigum sem eru framar en þú ert vanur/vön að leika á, það er mjög skemmtileg tilbreyting og gerir leikinn enn skemmtilegri. 4. Líttu oft á klukkuna og fylgstu vel með tímanum. Það skiptir máli að vita hvort þú hafir dregist aftur úr og þá þarftu að bæta það upp á næstu holum. 5. Sá sem er tilbúinn slær næsta högg. Það tekur of langan tíma að bíða eftir þeim sem er lengst frá holu. Sá sem er tilbúinn lætur bara vita af því og slær boltann á meðan hinir undirbúa sig fyrir höggið. 6. Ef einhver er hægur í ráshópnum, ekki fara á hans hraða, haltu þínu striki og reyndu að fá þann hæga til þess að aðlaga sig að meiri hraða.
148
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bættu leikhraðann
9. Vertu búin/n að undirbúa höggið eins mikið og hægt er á meðan þú gengur að boltanum. Það er hægt að sjá hvaðan vindurinn blæs, stefnu og hvernig högg er best að slá á þeim tíma. Það styttir undirbúninginn þegar að boltanum er komið. 10. Reyndu að forðast það að stika vegalengdir, það er ótrúlegt hversu
BARCELONA GOLF RESORT OG LUMINE GOLF
GOLFFERÐIR
Á LUMINE GOLF OG BARCELONA RESORT
HAUSTFERÐIRNAR KOMNAR Í SÖLU NÝTT Golfskóli Trans Atlantic Sport á Barcelona Resort Allar nánari upplýsingar á transatlanticsport.is/golf
Kynntu þér dagsetningar og ferðatilhögun á transatlanticsport.is og bókaðu draumaferðina í haust.
SPORT
K nákvæmur heilinn er í því að meta vegalengdir. Æfingin skapar meistarann á þessu sviði.
mikinn tíma að þurfa ekki að ganga til baka og ná í golfútbúnaðinn á „röngum“ stað við flötina.
úr glompunni rakar þá glompuna fyrir báða aðila. Sá sem sló fyrstur er þá tilbúinn til að pútta.
11. Á meðan þú ert að bíða eftir því að aðrir slái, taktu þá eins margar æfingasveiflur og þú vilt. Þegar röðin kemur að þér þarftu bara eina æfingasveiflu áður en þú slærð höggið.
13. Sláðu höggið þitt áður en þú ferð að aðstoða aðra í ráshópnum við að leita týndum bolta. Það gerist ótrúlega oft að boltinn finnst á meðan þú ert að slá höggið.
15. Í vissum tilvikum er allt í lagi að hafa flaggið í holunni þegar maður púttar. Þetta á við þegar maður er að leika sér í golfi. Það er hægt að spara mikinn tíma með þessu en að sjálfsögðu er þetta ekki leyfilegt í golfmótum og þegar leikið er til forgjafar.
12. Þegar þú kemur að flötinni skaltu setja golfútbúnaðinn á þann stað þar sem þú gengur út af flötinni á næsta teig. Það sparar
14. Ef tveir leikmenn eru í sömu glompunni á svipuðum stað ætti sá sem slær fyrstur að ganga beint að sínum bolta og hefja undirbúning fyrir púttið. Sá sem slær á eftir
16. Geymdu golfsögurnar sem þú heldur að allir vilji heyra þangað til komið er inn í golfskálann eftir hringinn. Það þorir enginn að slá eða undirbúa höggið á meðan þú ert í miðri sögu. Geymdu það besta þar til hringurinn er búinn. 17. Í flestum tilvikum hefur þú leikið völlinn áður og það ætti fátt að koma þér á óvart, t.d. í kylfuvali á teig. Það sparar tíma að vera klár með þá kylfu sem hentar t.d. í næsta teighögg.
S 1 V o V b
4 v
150
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bættu leikhraðann
F
OG Í H KOM RE EIM DU VIT YNS SÓK AR LUA N A- KT S U
KRAFTMIKILL SPORTJEPPI Á FRÁBÆRU VERÐI – SJÁLFSKIPTUR EÐA BEINSKIPTUR Suzuki Vitara-S er fjórhjóladrifinn sportjeppi með kraftmikilli 1.4L 140 hestafla BoosterJet vél sem er líka einstaklega sparneytin. Vitara-S hefur hlotið einróma lof fyrir frábæra aksturseiginleika og er með rúmbetri bílum í sínum stærðarflokki. Vitara-S er með ríkulegum staðalbúnaði, sjálfskiptur eða beinskiptur og hlaðinn tækninýjungum.
Sjón er sögu ríkari, komdu í heimsókn og skoðaðu Suzuki Vitara-S.
4WD All-grip tryggir öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður. Þú kemst alla leið!
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
„Basket“ draumahöggið eftirminnilegast
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Mamma og pabbi eru bæði í golfi og tóku mig með út á golfvöll þegar ég var fimm ára, létu mig hafa kylfu og kenndu mér að slá og eftir það var ekki aftur snúið.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Fjölbreytnin og félagsskapurinn.“
Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að komast út til Bandaríkjanna á háskólastyrk og síðan í kjölfarið á því að komast inn á Evróputúrinn eða PGA.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Stutta spilið.“
Staðreyndir: Nafn: Björn Viktor Viktorsson. Aldur: 14. Forgjöf: 10,2. Uppáhaldsmatur: Lambalæri með tilheyrandi. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: 52 gráðurnar. Ég hlusta á: Flest allt.
152
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Besta skor í golfi: 71 högg á Hellu. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Rory. Besta vefsíðan: kylfingur.is. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að slá „out of bounds“.
Björn Viktor Viktorsson, 14 ára Skagamaður, hefur byrjað leiktíðina af krafti á Íslandsbankamótaröðinni. Hann hefur tvívegis verið í öðru sæti í flokki 14 ára og yngri og miklar æfingar í vetur hafa skilað árangri. Björn Viktor æfir einnig fótbolta og körfubolta samhliða golfinu og hann er líkt og aðrir ungir menn með drauma sem hann ætlar sér að láta rætast.
Hvað þarftu að laga í leik þínum? „Drævin hafa ekki verið upp á sitt besta en það kemur með æfingunni.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég „basketaði“ boltann beint í holu og fór holu í höggi á 14. braut á Hamarsvelli í Borgarnesi.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ég man ekki eftir neinu sérstöku.“ Draumaráshópurinn? „Ég, Rory McIlroy, Jordan Spieth og John Daly.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Þeir eru margir golfvellirnir sem eru eftirminnilegir en það er alltaf gott að vera heima á Garðavelli.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér? „3. holan á Skaganum,10. holan á Hellu og 12. holan í Grindavík.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Fótbolta, körfubolta og að vera með vinunum.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Í 9. bekk í Grundaskóla.“
Dræver: Titleist 910 D2. Brautartré: Taylormade SLDR. Járn: TaylorMade R7. Fleygjárn: Cleveland RTX. Pútter: Rife Abaco. Hanski: Nota ekki hanska. Skór: FootJoy DNA 2.0 Golfpoki: Callaway. Kerra: Clicgear.
Sá minni þótti betri – Breski boltinn og sá bandaríski voru mismunandi stórir fram til ársins 1990 Fram til ársins 1990 voru til tvær stærðir af golfboltum sem notaðar voru í keppni á alþjóðlegum mótum. R&A í Skotlandi og USGA, sem fara með æðsta valdið í golfheiminum, náðu ekki samkomulagi um eina sameiginlega stærð fyrr en árið 1990. Golfboltinn sem R&A í Skotlandi samþykkti var örlítið minni en sá bandaríski sem var undir regluverki USGA. Ummál breski boltans var 1,62 tommur en sá bandaríski var 1,68 tommur í ummál. Þeir voru samt sem áður jafnþungir eða 1,68 únsur. Árið 1990 var þessi stærð skilgreind og golfboltar mega ekki vera með minna ummál en 1,68 tommur líkt og sá bandaríski var áður. Það var því nokkuð flókin staða sem var fyrir árið 1990 þegar kylfingar þurftu að nota breska boltann og þann bandaríska til skiptis. Í Evrópu þar sem reglur R&A í Skotlandi giltu gátu kylfingar notað báðar tegundirnar í keppni. Annað var uppi á teningnum í Bandaríkjunum
154
GOLF.IS
þar sem í reglum USGA var kveðið á um að golfboltinn mætti ekki vera minni en 1,68 tommur í ummál. Þar með var bannað að nota breska boltann á mótum á PGAmótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hann var undir þeim mörkum. Flestir af bestu kylfingum heims notuðu breska boltann þegar þeir léku á Opna breska meistaramótinu fyrir árið 1974. Má þar nefna Arnold Palmer og Jack Nicklaus. Þeir sögðu að breski boltinn færi lengra og það væri betra að hafa stjórn á honum í vindinum. Árið 1974 ákvað R&A að banna notkun á breska boltanum á Opna breska meistaramótinu. Var það gert til þess að einfalda regluverkið á atvinnumótum. Frá þeim tíma hefur sama stærð verið notuð á risamótunum fjórum. Það var þó ekki fyrr en árið 1990 að reglugerðin var samræmd á milli R&A og USGA.
Sérstakt tilboð til golfara
kr. 40.00r0tilboð!
afslátitlt3a1. ágúst 2017 Gildir
Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?
Fullt verð 360.000 kr.
Tilboðsverð 320.000 kr.
Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK) augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin. Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.
Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is
Við bjóðum; Nýju tækin Nýjustu tækni Mikla reynslu Gott verð Frábæra þjónustu
Tumi vildi ólmur leika Hjónin Snorri Þórisson og Anna Snædís Sigmarsdóttir hafa í gegnum tíðina verið með hundinn Kol nánast á öllum mótaröðum GSÍ. Kolur er nú farinn yfir móðuna miklu og er sá hundur sem á eflaust Íslandsmet í því að ganga flestar golfholur á landinu. Snorri og Anna Snædís hafa nú fengið nýjan leikfélaga á golfvellinum sem ber nafnið Tumi. Snorri var með Tuma í æfingabúðum á meistaramóti Keilis á dögunum og þar fékk Tumi svo sannarlega góða æfingu því spakur heimilisköttur úr nágrenninu var á vappi við 10. teig. Tumi gerði sig líklegan til þess að leika sér heldur djarflega við köttinn en Snorri var með allt á hreinu og hélt hvolpinum í skefjum. Myndirnar segja allt sem segja þarf en Tumi verður án efa fastagestur á GSÍ-mótum sumarsins þar sem Anna Sólveig Snorradóttir, dóttir þeirra Snorra og Önnu Snædísar, er í fremstu röð á landsvísu og landsliðkona í golfi.
156
GOLF.IS - Golf á Íslandi Tumi vildi ólmur leika
„Klettur“
Tæplega 300 tillögur í nafnasamkeppni um nýja aðstöðu við Hlíðavöll
Golfklúbbur Mosfellsbæjar flutti nýverið starfsemi sína í nýja aðstöðu við Hlíðavöll. Um er að ræða glæsilegt 1200 m2 hús sem í framtíðinni mun hýsa alla aðstöðu klúbbsins; vetur, sumar, vor og haust. Efri hæð hússins hefur verið tekin í notkun í fyrsta áfanga en í næsta áfanga verður ráðist í að útbúa æfingaaðstöðu fyrir börn, ungmenni og almenna félaga á neðri hæð. Í tilkynningu frá GM kemur eftirfarandi fram:
Lögheimili.is - Þar áttu heima
158
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Klettur“
Stjórn GM ákvað að efna til nafnasamkeppni um nafn á hið nýja hús. Dómnefndina skipuðu þau Valgeir Magnússon, formaður, Georg Tryggvason, Jóhanna Hreinsdóttir, Gunnar Ingi Björnsson og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir. Innsendar tillögur voru 271 en alls voru einstök nöfn 193 og sendu alls 91 aðilar inn nafn. Sannarlega frábær þátttaka í samkeppninni. Eftir töluverða yfirlegu ákvað dómnefnd að húsið hlyti nafnið „Klettur“. Telur dómnefnd að húsið beri nafn með rentu og að til framtíðar muni Golfklúbbur Mosfellsbæjar byggja framtíð sína í þessu húsi enda er gott að byggja á Kletti. Alls áttu áttu einstaklingar tillögu um nafnið Klettur en þeir eru: Birgir Guðbjörnsson, Björg Bjarnadóttir, Edda Herbertsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Magnús Gunnarsson, Signhild Borgþórsdóttir, Þórhallur Kristvinsson og Þuríður Pétursdóttir. Dreginn var út sigurvegari í nafnasamkeppninni og var það Magnús Gunnarsson sem reyndist hinn heppni.
POWER BUG RAFMAGNSKERRAN
PowerBug er sennilega vinsælasta rafmagnskerran á Íslandi síðustu þrjú árin. Hún hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. Hún er sterk og létt með lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur bara 1 kg og dugar minnst 27 holur á hleðslunni. Hægt er að senda hana 10-50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít.
Verð 129.900 kr (123.405 kr til eldri kylfinga)
eykjavík Laugarnar í R
Fyrir líkaammaa lík
og sál fyrir alla fjölskyl duna
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000
• www.itr.is
vík
tr.is
Ferðavörur
Hjólafestingar
Hjólavagnar
Ferðabox
Allt fyrir bílinn St i lli n g hf. | Sí m i 5 20 8 000 | w w w.s t i lli n g .i s | st i l l i n g @ st i l l i n g . i s
NÁTTÚRULEGA TIL FRAMTÍÐAR Náttúrulegar umbúðir – í sátt við umhverfið Tímamótaumbúðirnar frá Enviropack eru eingöngu úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Loks er hægt að velja kaffimál, glös, matvælaílát og ýmsar aðrar umbúðir sem eru að fullu niðurbrjótanlegar og vistvænar. Vörurnar eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís. Þær eru úr náttúrulegu hráefni og því 100% niðurbrjótanlegar.
Minna kolefnisspor en af öðrum einnota umbúðum
Geta brotnað niður á 12 vikum
Pakkningar
Kaffimál
Glös og matvælaílát
Veldu rétt, veldu náttúrulegt - fyrir okkur öll!
Hnífapör
www.oddi.is
ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
EIMSKIP FLYTUR ÞÉR GOLFIÐ Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.